Page 1

Grafarvogsblaðið 5. tbl. 20. árg. 2009 - maí

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Grillið í Grafarvogi Sími 567-7974

Félagar í Veggsporti á hæsta tindi Hress hópur frá Veggsport (heilsuræktinni) fór á Hvannadalshnjúk um síðustu helgi undir frábærri leiðsögn Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Þrátt fyrir að veðurspáin væri ekki góð var lagt í hann á föstudagseftirmiðdegi og gist að Hofi. Á laugardagsmorgni birti heldur betur til og var gengið á tindinn í rjómablíðu, logni og sólskini. Ferðin upp tók 9 klst og þeir allra sprækustu fór á 3 klst niður. „Það var ógleymanleg stund að standa á toppnum eftir 9 klukkutíma púl við að komst upp,’’ sagði Hilmar H. Gunnarsson, annar eiganda Veggsports, en þetta var hans önnur ferð á Hnjúkinn. Hópurinn er strax farinn að huga að næstu ferð, hvort sem það verður aftur á Hvannadalshnjúk eða á aðra tinda.

Stúdentagjafir í miklu úrvali Laugavegi 5 Sími 551-3383

Jón Sigmundsson Skartripaverslun

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Spönginni Sími 577-1660

Tjónaskoðun . bílamálun . réttingar Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík Sími 567 8686 info@kar.is www.kar.is Hafðu samband eða kíktu í heimsókn - Frí tjónaskoðun Vottað réttingarverkstæði - Samningar við öll tryggingarfélög

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

]Xjk\`^eX$ jXc Xe ˆ ˆel_m\i]` HeŽc\^c(,!'#]¨Â &&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-* ;Vm*,*-*-+

lll#[b\#^h


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@skrautas.is Ritstjórn og auglýsingar: Leiðhamrar 39 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Þorvarður Kristjánsson - 823-3446. Prentun: Landsprent ehf.. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 112.

Jóhanna Guðrún Það á allt eftir að verða vitlaust á skerinu fyrir úrslitakeppni Evróvision næst komandi laugardagskvöld. Frammistaða Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur í undankeppninni var afar glæsileg og með því flottara sem Íslendingar hafa sýnt í þessari vinsælu keppni og ekki má gleyma hlut bakraddasöngvara sem stóðu sig frábærlega. Ef marka má fréttir frá Moskvu eru mun meiri líkur á því að Íslendingar vinni keppnina á laugardaginn en áður. Við höfum oft byggt skýjaborgir varðandi þessa keppni sem hafa hrunið til grunna en núna virðist lagið og flytjandinn vera betri en nokkru sinni áður. Og þvílík söngkona sem þessi stelpa er. Man fólk eftir Celine Dion og hvernig ferill hennar hófst í þessari keppni fyrir margt löngu? Jóhanna Guðrún minnir mjög á þessa heimsfrægu söngkonu og á greinilega hrikalega bjarta framtíð fyrir höndum. Hvernig sem allt fer á laugardaginn er öruggt að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkar fólki. Landinn verður límdur við skjáinn og líka þeir sem þykjast fyrirlíta keppnina og lýsa því statt og stöðugt yfir að þetta sé ómerkileg keppni. Þessir snobbarar skríða út úr skápnum á laugardaginn og horfa eins og við hin. Að öðru og heldur óskemmtilegra máli. Eins og sjá má hér til hliðar eru enn til aðilar sem hafa enga hugmynd um hvað hreinlæti er og góð umgengni við náttúruna og virða hana einskis. Sóðaskapur er þeirra aðall eins og sjá má. Menn greinir á hvort borgin sé sá aðili sem ber ábyrgð á fjörunni í Gufunesi eins og hún lítur út í dag eða sá aðili sem sér um Gufunessvæðið. Gildir einu. Þetta er ólíðandi og við munum fylgjast með því hvort ekki fer í gang hreinsunarátak í þessari fallegu fjöru innan skamms. Og í lokin þarf ég enn og aftur að hvetja Grafarvogsbúa til að hirða upp úrgang eftir hunda sína. Án afláts hringir fólk í okkur og kvartar yfir hundaeigendum sem þrífa ekki upp úrgang eftir hunda sína. Slíkt fólk á auðvitað ekki að eiga hunda. Það er alveg lágmarkið að hundaeigendur nenni að þrífa eftir dýrin sín og virði nágranna sína.

Fjaran við Grafarvoginn getur verið afar glæsileg ef vel er um hana gengið.

Horft til framtíðar

Nú þegar við Garfarvogsbúar horfum fram á gott sumar, þrátt fyrir svalt vor, þá er tími til að setja kraft í að endurskoða sjálf okkur, umhverfið og alla heildarmyndina. Við erum velflest vön að hugsa í stuttum tímabilum. Hvað sem veldur því er kannski eitthvað í þjóðarsálinni. Þjóðin fór á fyllerí vellistinga og lifði fyrir daginn í dag. Við erum síðan að súpa seyðið af þeirri veislu. Hámarks framtíðarsýn skipulags borgarinnar er t.d. aðeins 10 til 25 ár og hinn almenni fulltrúi yfirvalda hugsar í 4ra ára kjörtímabilum, borgarstjórna og ríkisstjórna? Þjóðin getur ekki lengur leift sér að hugsa þannig ef við viljum vera ábyrg fyrir komandi kynslóðir. Sérstaklega ekki íbúar hverfis eins og Grafarvogs, sem gæti verið fagur bær í borginni. Hverfið okkar hefur enn frábæra náttúru en þarf nú, eins og svo oft áður, að berjast til að verja hana. Svo einkennilega vill til að þetta hverfi virðist ætíð á skjön við ákvarðanir ríkjandi borgaryfirvalda. Þessi verðmæti okkar eru aft-

ur á móti seld sem markaðsvara fyrir kosningar til þeirra sem best geta borgað í kosningasjóði. Nefni ég t.d. undarlegar úthlutanir lóða undir byggingar sem eru í andstöðu við þá hverfisásýnd sem við viljum búa í og byggja upp. Það hefur verið þess valdandi að heildarhverfaskipulagið lítur lögmálum ,,Mammons" og misviturra manna sem ekki búa í hverfinu. Þessar framkvæmdir hafa haft þær afleiðingar að okkur eru takmörk sett með skipulag til framtíðar og að líðheilsa okkar er fyrir borð borin. Afleiðingarnar ögra bæði öryggi og heilsu íbúanna þá sérstaklega litlu barnanna í víðu samhengi. Á síðustu árum hafa skipulagstillögur borgaryfirvalda oftar en ekki, haft þær afleiðingar að trufla eða raska ró íbúa sem ættu að flokkast sem ómeðhöndlað ofbeldi af hálfu hins opinbera sem beint er gegn íbúum hverfisins. Þessu til stuðnings nefni ég t.d. yfirvofandi hótanir um framkvæmdir um Hallsveginn og þeirrar ógnunar sem nú hefur staðið yfir í um tuttugu ár og flutningur Björgunnar upp í Gufunes og þeirrar

felli að okkur hér í hverfinu. Hér ættum við að geta tekið málin í okkar hendur og byrjað á markvissri ábyrgri lífsýn og lífsháttum. Rækta jurtir og grænmeti og spara með að lifa grænt og gera okkur mat úr rusli! Við skulum gera okkur grein fyrir að við erum á góðri leið með að drekkja okkur í rusli, sérstaklega afkomendum okkar. Kannast einhver við að troða óflokkuðu rusli og úrgangi, í platspoka sem brotna eiginlega ekki niður í náttúrunni. Annað dæmi: Á einu ári henda íbúar Reykjavíkur og nærsveita um 4 milljónum pizzakössum eða 20.000 tonnum. Rúmmál þess sem urðað er (sem ekki skilar sér í gáma) jafnast á við um 4 Hallgrímskirkjuturna. Viljum við taka stöðugt meira af landi til að urða rusl? Eða viljum við yrkja, hreinsa og hlúa að náttúru og samfélaginu og lifa á ábyrgan hátt til að skila okkar svæði í lífvænlegu ástandi til afkomendanna? Yfirvöld láti af sóðaskapnum og láti ekki sitt eftir liggja!

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

gv@skrautas.is

Sama fjara í Grafarvogi í dag. Alveg undarlegur sóðaskapur og furðulegt að slíkt gerist af mannavöldum árið 2009. Er ekki kominn tími til að viðkomandi aðili taki sig saman í andlitinu?

Reiðskóli Berglindar Reiðnámskeið verða á Varmárbökkum Mosfellsbæ í sumar. Námskeiðin hefjast 8. júní og verða fram í miðjan ágúst. Námskeiðin eru í eina viku í senn þ.e. frá mánudegi til föstudags frá kl. 9:00-12:00 eða frá kl. 13:00-16:00. Verð 9000 kr. Veittur er systkinaafsláttur. Stubbanámskeið verður vikuna 13.-17. júlí fyrir 4-6 ára. Skráning í síma: 899-6972 eða 5666401 eftir kl. 16:00 Berglind Inga Árnadóttir Íþróttakennari

umhverfisspillingar sem af því hlýst. Við höfum barist gegn þessu og náð einhverjum árangri, frestun en við höfum enn ekkert í hendi með að ógnunum af innrásarhernum sé aflétt. Það sem minna hefur farið fyrir eru mótmæli okkar af flutningi flokkunarstöðvar Sorpu út úr hverfinu. Okkur er illskiljanlegt að við þurfum að keyra sorpið okkar út úr hverfinu til þess að því sé ekið inn í hverfið aftur og meðhöndlað. Undarleg óregla þar sem við síðan geymum allan subbuskapinn sem kemur víða að úr hverfum borgarinnar og er kastað í fjörurnar okkar. ( sjá myndir) Gersamlega óþolandi að horfa upp á þetta. Ef við spáum í framtíðina: Í hvernig hverfi viljum við búa? Hvernig kemur þetta hverfi, borgin landið heimurinn, til með að líta út þegar við verðum horfin af sjónarsviðinu? Oft þegar þessi umræða fer af stað, þá er oftast spurt um hvort það verði búið að virkja allar ár? Verða möstur þvers og krus um allt land? En þessi spurning er nær okkur. Hún snýst fyrst og fremst í þessu til-

Það væri óskandi að umsjónarmenn með hreinsun borgarinnar taki líka til hjá sér og geri átak í að afgreiða beiðnir um umhverfisvænar tunnur. Það er virkilega dapurt að fá ekki tunnu þrátt fyrir ítrekaðar pantanir og svör afgreiðslunnar sem eru oft út í hött. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verður borgin og íbúar hennar að vinna saman til að viðunandi árangur náist. Við hvetjum borgaryfirvöld að taka til í ruslinu sínu svo þau verði trúverðugri í umhverfismálum, sem þeir frá greitt fyrir og eru á þeirra ábyrgð. Og þegar allt kemur til alls líður okkur betur með að leggja okkar af mörkum til að afhenda afkomendum okkar og komandi kynslóðum Móður jörð í grósku og lífvænu ástandi. Íbúasamtökin í Grafarvogi eru að vinna að heimasíðu sem opnar fljótlega, www.ibuasamtok.com Við hvetjum alla sem vilja leggja hönd á plóginn að vera í sambandi við okkur. Elísabet Gísladóttir, form. Íbúasamtaka Grafarvogs


FISKUR – HEITUR MATUR – DANSKT SMURBRAUÐ! Ágætu Grafarvogsbúar og nærsveitamenn, við höfum opnað glænýja fiskbúð og matstofu að Höfðabakka 1, þar sem áður var Fiskisaga. Í Bryggjuhúsinu er á boðstólum það ferskasta úr landhelginni á hverjum degi ásamt fleira góðu sem á fjörur okkar rekur. Einnig bjóðum við ykkur heitan mat í hádeginu sem og tilbúinn mat til að taka með heim, að ógleymdu okkar sérlagaða, danska smurbrauði. Þú getur gengið að því vísu að fá gott að borða hjá okkur!

Verið velkomin!

MATSEÐILL DAGSINS

GOTT AÐ BORÐA!

ÚRVAL AF FISKI

Sérréttur dagsins

Fiskréttir í úrvali

Graflax Bryggjuhússins Taðreyktur lax Reykt ýsa Sjósiginn fiskur Rækjur Risarækjur Hörpuskel Kræklingur Humar... og margt fleira!

breytilegt eftir dögum

890kr.

Alltaf á seðli: Djúpsteiktur fiskur með öllu Plokkfiskur með rúgbrauði

890kr. 890kr.

s.s. steinbítur í karrý og salthnetum, ýsa í hvítlauk, keila í tómat og basil og m.fl.

Úrval af okkar danska smurbrauði

s.s. bryggjubrauð Bryggjuhússins – Rauðspretta á rúgbrauði með heimalöguðu remolaði, rækjum, reyktum laxi og kavíar.

EINNIG Á MATSEÐLI: Rækjupíramídi – á franskbrauði með kryddjurtadressingu, sítrónu og fersku dilli.

Heimalöguð salöt og kaldar sósur Túnfisksalat Bryggjuhússins, rækjusalat, kartöflusalat, tartarsósa, kryddjurtasósa o.fl.

Ekta danskar fiskibollur

Kjúklingabringa „14–2 “ „Crispy“ beikonsneiðar – á ristuðu brauði með karrý-

– á maltbrauði með sérlöguðu remolaði, soðnum kartöflum, kapers og steinselju.

hrísgrjónasalati, soðnum eggjabátum og graslauk.

– á maltbrauði með camembert, sveppa-aspic og söxuðum graslauk.

Ath. nestispakkar fyrir fyrirtæki og einstaklinga í veiðitúra og útilegur. Danskt smurbrauð á fundar- og veislubakkana. Bryggjuhúsið, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík • Opið virka daga frá 10:00 - 19:00 og laugardaga frá 11:00 - 16:00


4

Matgoggurinn

GV

Ýsa og rabbabarakaka - að hætti Sigrúnar og Þorleifs Hjónin Sigrún Ásgeirsdóttir og Þorleifur Ingólfsson, Tröllaborgum 5, eru matgoggar okkar að þessu

sinni. Hér koma okkar uppskriftir þeirra, einfaldar og mjög góðar.

Sigrún Ásgeirsdóttir og Þorleifur Ingólfsson. Uppáhalds fiskur fjölskyldunnar

Hársnyrtistofa

Hársnyrtistofa Hársnyrtistofa Höfðabakka 1 - S. 587-7900 Við hliðina á Fiskisögu

Höfðabakka 1 -- S. Höfðabakka S.587-7900 587-7900 Opið: Mán, þri, mið og fös 08-18, Opið: Mán-fim 08-18 Við hliðina á Fiskisögu Opið virka daga 08-18 fim 08-19, 10-14og og lau 10-18 lau 20. des fös lau 08-19 10-14 Lokað á laugardögum í sumar Gleðilegt sumar!

800-1000 gr. ýsa. 1 dl. hveiti. 1 1/2 -2 tsk. karrý (magn eftir smekk). Salt 2,5 dl.matreiðslurjómi, eða nýmjólk. 2-3 tsk. soyasósa. Aðferð: Fiskurinn er skorinn i meðalstóra bita, hveiti og karrý blandað saman og fiskinum velt upp úr því og síðan steiktur aðeins á pönnu og saltaður á pönnunni eftir smekk. Því næst er bitunum raðað í eldfast mót, rjóma og soyasósu blandað saman og hellt yfir. Að lokum er sett vel af osti yfir og rétturinn bakaður í ofni á 200 þar til osturinn er farinn að brúnast. Gott er að bera fram með þessu hrísgrjón og kartöflur.

GV-mynd PS

Þórdís og Jóhannes eru næstu matgoggar Sigrún Ásgeirsdóttir og Þorleifur Ingólfsson, Tröllaborgum 5, skora á Þórdísi Maríu Viðarsdóttur og Jóhannes Ólason, Laufrima 73, að vera matgoggar næsta mánaðar og koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum girnilegar uppskriftir þeirra í Grafarvogsblaðinu í júní. Rabbabarakaka 400 gr. rabbabari. 1/2 dl. hveiti. 2 egg. 2 1/2 dl. sykur. Þessu er blandað saman og sett í eldfast mót. 1 3/4 dl. hveiti.

1 1/2 dl. púðursykur. 50 gr. smjörlíki. Myljið saman og stráið yfir rabbabarann í forminu. Bakið í 45 mín. á 180°. Borið fram með rjóma eða ís. Verði ykkur að góðu Sigrún og Þorleifur, Tröllaborgum 5.

H^\gcHiZaaV :^cVghY‹ii^g AŽ\\^aijg[VhiZ^\cVhVa^

HeŽc\^c(,!'#]¨Â#&&'GZn`_Vk†` H†b^*,*-*-*#;Vm*,*-*-+

BREIÐAVÍK - RAÐHÚS MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR Glæsilegt 159,7 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Bílaplan hellulagt og með lýsingu og hita. Rúmgott svefnherb. á neðri hæð og 2 á efri. Svalir með ægifögru útsýni. 2 flísalögð baðherb., annað með sturtuklefa og hitt með hornbaðkari. Eldhús með fallegri innr., nýlegum tækjum og granít borðplötu. Afar rúmgóð setu- og borðstofa. Fallegur, ræktaður garður með heitum potti. Mustang flísar á gólfum. 3ja herb. íbúð tekin uppí. V. 47,5 millj.

H†b^*,*-*-*

Frostafold - 4ra herbergja með bílskúr SKIPTI Á 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ. Fallega innréttuð og björt 98,8 fm., 4ra herb. íbúð á 1. hæð auk 19,5 fm bílskúrs. Parket og flísar á gólfum. Þrjú svefnherbergi. Baðherbergi nýlega innréttað á fallegan hátt. Þvottahús innan íbúðar. Fallegt útsýni yfir borgina.

Laufengi - 5 herbergja raðhús Einstaklega fallega innréttað 5 herb., tveggja hæða raðhús. Húsið var nýlega endurinnréttað á vandaðan hátt. Gólfefni eru flísar og parket. Ný hvít/háglans innrétting frá Innex, ný glæsileg tæki. Fjögur svefnherbergi eru á hæðinni, öll með plankaparketi. Gestasalerni er á neðri hæð, baðherbergi á efri hæð flísalagt í hólf og gólf. Garður er nánast allur lagður trépalli með skjólgirðingu. SKIPTI MÖGULEG Á EINBÝLI MEÐ GÓÐUM BÍLSKÚR.

Gullengi - 3ja herbergja endaíbúð á 1. hæð - sér inngangur. Sérlega björt og góð 3ja herb. 89,6 fm., endaíbúð á 1. hæð með afgirtum sér garði. Parket og flísar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Rúmgott eldhús opið að stofu. Þvottahús innan íbúðar. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. SKIPTI Á GÓÐRI 45 HERB., HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Á SVÆÐI 112,113 EÐA 270 MÖGULEG.

]Xjk\`^eXjXc Xeˆ ˆel_m\i]`

Reyrengi - 4ra herb. endaíbúð - opið bílskýli Mjög björt 103,6 fm 4ra herb., endaíbúð með sér inngangi af svölum á 2. hæð auk stæði í opinni bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi öll með fataskápum. Eldhúsið er stórt og opið. Stofa og borðstofa er stór, svalir út frá stofu. Við húsið er opið friðað svæði, afar fallegt útsýni er að Úlfarsfelli og til Esjunnar. V. 24,9 millj. SKIPTI Á STÆRRA

lll#[b\#^h

70% Grafarvogsbúa lesa alltaf Gafarvogsblaðið Auglýsingarnar skila árangri - Auglýsingasímar: 587-9500 / 698-2844


398

598

187 caj p grillolíur 500 ml 398 kr. huNTs bbq sósur 612 ml 187 kr.

ali ferskur heill kjúklingur 40% AFSLÁTTUR MERKT VERÐ 998 KR./KG. 598 kr./kg.

279

98

sunmaid rúsínur 500g 279 kr.

498

489

kjörfugl ferskur heill 498 kr./kg.

bónus pylsubrauð 5 stk 98 kr. bónus pylsur 10 stk 489 kr./kg.

279

pylsan ca 25 kr.stk.

sunsweet sveskjur 400g 279 kr.

450

íslandsfugl frosinn heill kjúklingur 450 kr./kg.

398 emmess toppar 4 stk. HNETU OG DAIM 398 kr.

69 pepsi - pepsi max - appelsín í dós 500 ml 69 kr.

heill kjúklingur Mjög áhugaverð uppskrift á bonus.is: Heill kjúklingur og 40 hvítlauksrif . Rómaður Franskur kjúklingaréttur frá Provance. Einstaklega spennandi !

398

219

bónus snakk 160 gr 219 kr pokinn. íslenskur iðnaður

emmess skafís 1,5 lítrar 398 kr. VANILLU-SÚKKUL AÐI-DAIM.

NÝTT KORTATÍMABIL 14.MAÍ


6

Fréttir

GV

,,Sleepover’’ í Kastalanum Á dögunum var ,,Sleepover’’ hjá 4. bekk í frístundaheimilinu Kastala við Húsaskóla. Krakkarnir voru búnir að bíða spenntir eftir þessu í allan vetur, loksins kom að því. Það var full þátttaka á ,,Sleepoverinu’’ í ár og voru alls 14 krakkar. Fjörið byrjaði á föstudeginum kl.17 en þá var lagt af stað í bíó og farið að sjá grínmyndina Mall Cop. Allir voru ánægðir með myndina og skemmtu sér mjög vel. Eftir bíóið voru börnin svo heppin að rekast á þátttakendur í Idolinu og óskuðu þeim góðs gengis fyrir komandi kvöld. Þegar heim var komið var tilbúinn kvöldmatur í Kastala, ljúffengar Domino´s pizzur. Svo var frjáls tími fram eftir kvöldi, þar sem krakkarnir fóru m.a. í Sing Star, spiluðu, horfðu á video o.fl. Þegar miðnætti fór að nálgast komum við okkur vel fyrir í Kastala og var komin ró á liðið rétt eftir miðnætti. Allir sváfu vel um nóttina og vöknuðu hressir kl. 8 um morguninn. Snæddur var morgunverður saman og að honum loknum gengu allir frá þannig að allt var komið í tösku þegar foreldrarnir komu að sækja gullmolana sína. Krakkarnir voru svo sóttir á milli níu og tíu. Allt heppnaðist rosalega vel og skemmtu starfsmenn sem og börnin sér mjög vel og vilja þakka ykkur öllum fyrir frábært kvöld. Allar myndir frá kvöldinu er hægt að finna inná www.gufunes.is/kastali

Þessir kátu drengir skemmtu sér vel.

Ærslagangur fyrir svefninn hjá stelpunum.

Drengirnir komnir í náttfötin og klárir fyrir svefninn.

Umhverfisdagur í Engjaskóla Hugmyndin að umhverfisdeginum í Engjaskóla kviknaði þegar starfsmaður skólans rakst á heimasíðuna http://www.earthdaybags.org/ Þar er sagt frá mjög skemmtilegu verkefni sem unnið er víða í Bandaríkjunum á þeirra umhverfisdegi sem þeir kalla Earth day. Verkefnið byggist á því að nemendur hafa samband við kaupmanninn í hverfinu og fá hjá honum pappírs innkaupapoka. Nemendur skreyta síðan pokana með alls konar umhverfisskilaboðum og fara síðan með pokana aftur í búðina og þar eru þeir notaðir á Earth day. Þetta verkefni er ekki eins auðvelt í framkvæmd á Íslandi þar sem við notum plastpoka sem innkaupapoka. Haft var samband við Arndísi rekstrarstjóra Hagkaupa í Spönginni. Hún tók vel í verkefnið. Pokarnir voru svo seldir á 15 krónur eins og plastpokarnir. Á umhverfisdaginn gátu viðskiptavinir Hagkaupa valið á milli pappírspoka eða plastpoka. Pokunum er hægt að skila í

endurvinnslugáma annað hvort í blaðagáma (verða að klósettpappír og eldhúsrúllum) eða í fernugáma (verða að morgunkornspökkum). Þetta er annað árið í röð sem við framkvæmum þetta verkefni. Við ákváðum einnig að vera með græna viku í ár sem endaði á umhverfisdeginum. Á þeim degi reyndum við öll að koma í einhverju grænu. Í vikunni tóku kennarar fyrir ýmis verkefni sem tengdust umhverfismálum. Nemendur skreyttu svo pokana eins og þeir vildu. Einu skilyrðin voru að þeir áttu að vanda sig og á pokunum áttu að vera umhverfisskilaboð. Það mátti bæði teikna og skrifa. Nemendur í 5.bekk gerðu plaköt sem hengd voru upp í Hagkaup. Á plakötunum voru tekin fyrir ýmis atriði sem tengjast náttúru- og umhverfisvernd. Nemendur í 6. bekk gerðu stafi sem við hengdum í glugga og á veggi í Hagkaup en þar stóð UMHVERFISDAGUR ENGJSKÓLA OG HAGKAUPA.

Allir nemendur í 1.-6. bekk gerðu síðan hatta sem voru með mynd af froski á og hann var með skilti sem á stóð verndum jörðina. Þetta notuðu nemendur í skrúðgöngunni. Kl.13 á umhverfisdaginn var farið í skrúðgöngu með 1.-6. bekk upp í Hagkaup í Spöng. Þar var verslunarstjóranum í Hagkaupum í Spöng afhentir 2 pokar. Það var 1 nemandi í 1. bekk og 1 nemandi í 6. bekk sem afhentu pokana. Hagkaup gaf öllum nemendum ís og nemendur gengu glaðir heim aftur. Á umhverfisdaginn hreinsuðu nemendur lóð skólans. Græna vikan í Ebgjaskóla gekk mjög vel og við stefnum á að halda græna viku aftur að ári. Myndirnar sem hér fylgja tók Alexander Hugi Jósepsson nem. í 8. bekk í ljósmyndavali. Veg og vanda af umhverfisdegi Engjaskóla hafði Matthildur Hannesdóttir umsjónarkennari í 5. bekk.

Jóhanna skólastjóri og María Lea leiða skrúðgönguna.

Ánægðir nemendur í Engjaskóla með glæsilega poka.

Hagkaup í Spöng gaf krökkunum ís í þakklætisskyni.


9

8

GV

Fréttir

Fjölmennt skákmót:. A sveit Rimaskóla í úrslitabaráttu við Vestmannaeyinga í þéttskipuðum hátíðarsal skólans.

Besta C sveitin: Sigurður Kalmann Oddsson, Kjartan Vignisson, Jóhann Gunnar Finnsson og Hafþór Andri Helgason.

D-meistarar: Jóhann Ísfjörð, Viktor Ásbjörnsson, Máni Karl Guðmundsson og Friðrik Snær Ómarsson.

GV

Fréttir

Sumrinu fagnað

Að venju voru hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta haldin í og við Rimaskóla. Skrúðganga fór frá Spönginni að Rimaskóla undir forystu skáta úr Skátafélaginu Hamri og Skólahljómsveitar Grafarvogs. Þrátt fyrir töluverða rigningu tók þó nokkur fjöldi þátt í skrúðgöngunni og síðan stóðu börnin í biðröð eftir að komast í leiktæki utandyra. Skólahljómsveitin lék nokkur lög fyrir utan skólann eftir gönguna og sr. Lena Rós flutti bæn og sumarkveðju kirkjunnar. Ýmsar stofnanir og félagasamtök stóðu fyrir fjölbreyttri og skemmti-

legri dagskrá innandyra. Nemendur úr grunnskólum og tónlistarskólum fluttu tónlistaratriði á sviði og nemendur úr dansskóla Ragnars sýndu dansa. Skátafélagið Hamar sá um kaffihúsið að þessu sinni. Gufunesbær, Fjölnir, skátarnir og Heilsuakademían kynntu sumarstarf sitt. Foldasafn kynnti starfsemi sína og félagsmiðstöðin Sigyn í Rimaskóla var opin en þar voru m.a. til sýnis myndverk sem unnin voru í nokkrum félagsmiðstöðvum. Andlitsmálningin var vinsæl að venju og í ár buðu skátarnir upp á kassaklifur

í íþróttasalnum við mikla hrifningu barnanna. Sumarskákmót Fjölnis var að þessu sinni haldið klukkan ellefu að morgni og var lokið þegar önnur atriði dagskrárinnar hófust. Fjörutíu og fjórir keppendur tóku þátt en Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf sigurvegurum eignarbikara auk þess sem fleiri verðlaun voru veitt. Hátíðarhöldin gengu í alla staði vel og gott er að vita til þess að íbúar hverfisins láta veðrið ekki spilla fyrir því að skemmta sér í tilefni sumarkomunnar.

Skólahljómsveit Grafarvogs lék af fingrum fram.

Efsta B sveitin: Andri Jökulsson, Kristófer Jóel Jóhannesson, Friðrik Gunnar Vignisson, Patrekur Þórsson og Þór Steingímsson liðstjóri.

Rimaskóli sigursæll A sveit Rimaskóla vann með glæsilegum hætti Íslandsmót barnaskólasveita í skák sem haldið var í Rimaskóla 7. - 8. mars. Ótrúlegur fjöldi skáksveita mætti á mótið að þessu sinni eða alls 40 skáksveitir alls staðar að af landinu með um 200 krakka á barnaskólaaldri. Helmingsfjölgun frá því í fyrra. Rimaskóli sýndi að þessu sinni hversu öflugir nemendur skólans eru í skáklistinni því að B sveitin varð efst B sveita, C sveitin efst C sveita og D sveitin efst

D sveita, þ.e. sigur alls staðar. Íslandsmót barnaskólasveita fór nú fram með nýju sniði. Síðari daginn tefldu fjórir efstu skólarnir; Rimaskóli, Grunnskóli Vestmannaeyja, Salaskóli Kópavogi og Glerárskóli á Akureyri hreint úrslitaeinvígi og þá sýndu Rimaskólakrakkarnir öryggið uppmálað og unnu úrslitakeppnina örugglega. Íslandsmeistarar Rimaskóla eru þau Jón Trausti Harðarson, Hrund Hauksdóttir, Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson

Biðröð vel klæddra barna í rigningunni á sumardaginn fyrsta sem fór mjög vel fram. Íslandsmeistarar Rimaskóla í skák: Davíð Kjartansson yfirþjálfari, Patrekur Þórsson, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Hrund Hauksdóttir og Jón Trausti Harðarson fyrirliði. og Patrekur Þórsson öll í 5. - 7. bekk. Rimaskóli hefur nú á síðasta ári unnið alla þá titla sem í boði hafa verið, orðið Norðurlandameistarar, Íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar. Þjálfari krakkanna er Davíð Kjartansson skákmeistari ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni,

Ingvari Ásbjörnssyni og Sigríði Björgu Helgadóttur eldri og fyrrverandi afreksnemendum skólans í skák. A sveit Rimaskóla vann sér með sigrinum rétt til þátttöku í Norðurlandamóti barnaskólasveita í haust en það verður 7. Norðurlandamótið sem skólinn tekur þátt í með

Hörður Aron og Kristín Lísa skákmeistarar Fjölnis Metþátttaka var í velheppnuðu sumarskákmóti Fjölnis sem haldið var í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. Alls mættu 44 þátttakendur til leiks. Hörður Aron Hauksson Rimaskóla vann mótið og fékk fullt hús vinninga. Næstir honum urðu þeir Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannessson, báðir úr Rimaskóla með 4,5 vinninga. Í stúlknaflokki tefldu 13 stúlkur og þar sigraði Kristín Lísa Friðriksdóttir Rimaskóla. Þau Hörður Aron og Kristín Lísa fengu glæsilega bikara að launum frá Rótarýklúbbnum Grafarvogur Reykjavík. Í verðlaun á mótinu voru 10 gjafabréf frá Domino´s Pizza og 5

gjafabréf frá Skífunni. Efstu drengir, efstu stúlkur og efstu þátttakendur 9 ára og yngri unnu til þessara verðlauna. Mótsstjórar voru þau Helgi Árnason, Finnur Kr. Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir. Úrslit - drengir: 1. Hörður Aron Hauksson, Rima-skóla, 5 vinningar. 2.-3. Dagur Ragnarsson, Rimaskóla, 4,5 vinningar. 2.-3. Oliver Aron Jóhannesson, Rimaskóla, 4,5 vinningar. 4.-7. Alex Þór Flosason, Engjaskóla, 4 vinningar. 4.-7. Patrekur Þórsson, Rimaskóla, 4 vinningar. 4.-7. Kristófer J. Jóhannesson,

Ný lyfjaverslun í Spönginni

Rimaskóla, 4 vinningar. 4.-7. Magnús Friðri Halldórsson, Ísaksskóla, 4 vinningar. Úrslit - stúlkur: 1. Kristín Lísa Friðriksdóttir, Rimaskóla. 2. Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Rimaskóla. 3. Liv Sunnefa Einarsdóttir. 4. Erna Kristín Jónsdóttir, Rimaskóla. 5. Heiðrún Anna Harðardóttir, Rimaskóla. 6. Ástrós Halla Harðardóttir, Rimaskóla. 7. Sema Alomrovik , Rimaskóla.

frábærum árangri. Skákstarfið í Rimaskóla undir forystu Helga Árnasonar skólastjóra hefur eins og áður segir verið mjög árangursríkt og engum blöðum um það að fletta að þessi nýja afrekssveit á eftir að vinna til margra afreka á næstu árum.

Á efri myndinni: Oliver Aron 3. sæti, Hörður Aron 1. sæti og Dagur Ragnarsson 2. sæti í sumarskákmóti Fjölnis.

Á minni myndinni: Efnileg skákdrottning: Kristín Lísa Friðriksdóttir.

Skiptum um bremsuklossa og diska

Apótekið er lágvöruverðs lyfjaverslun sem nú hefur opnað í Spönginni, þar sem Lyfja var áður til húsa. Apótekið býður hagstætt verð á allri almennri snyrti- og hreinlætisvörum og býður ávallt upp á eitt lægsta vöruverð til elli- og örorkulífeyrisþega á lyfseðilskyldum lyfjum. Við bjóðum íbúa Grafarvogs og nágrennis sérstaklega velkomna í Apótekið í Spöng. Gerið verðsamanburð!

Maítilboð

10% viðbótarafsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja í Apótekinu

Apótekið Hólagarði | Apótekið Spöng | Apótekið í Hagkaupshúsinu Skeifunni og á Akureyri


9

8

GV

Fréttir

Fjölmennt skákmót:. A sveit Rimaskóla í úrslitabaráttu við Vestmannaeyinga í þéttskipuðum hátíðarsal skólans.

Besta C sveitin: Sigurður Kalmann Oddsson, Kjartan Vignisson, Jóhann Gunnar Finnsson og Hafþór Andri Helgason.

D-meistarar: Jóhann Ísfjörð, Viktor Ásbjörnsson, Máni Karl Guðmundsson og Friðrik Snær Ómarsson.

GV

Fréttir

Sumrinu fagnað

Að venju voru hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta haldin í og við Rimaskóla. Skrúðganga fór frá Spönginni að Rimaskóla undir forystu skáta úr Skátafélaginu Hamri og Skólahljómsveitar Grafarvogs. Þrátt fyrir töluverða rigningu tók þó nokkur fjöldi þátt í skrúðgöngunni og síðan stóðu börnin í biðröð eftir að komast í leiktæki utandyra. Skólahljómsveitin lék nokkur lög fyrir utan skólann eftir gönguna og sr. Lena Rós flutti bæn og sumarkveðju kirkjunnar. Ýmsar stofnanir og félagasamtök stóðu fyrir fjölbreyttri og skemmti-

legri dagskrá innandyra. Nemendur úr grunnskólum og tónlistarskólum fluttu tónlistaratriði á sviði og nemendur úr dansskóla Ragnars sýndu dansa. Skátafélagið Hamar sá um kaffihúsið að þessu sinni. Gufunesbær, Fjölnir, skátarnir og Heilsuakademían kynntu sumarstarf sitt. Foldasafn kynnti starfsemi sína og félagsmiðstöðin Sigyn í Rimaskóla var opin en þar voru m.a. til sýnis myndverk sem unnin voru í nokkrum félagsmiðstöðvum. Andlitsmálningin var vinsæl að venju og í ár buðu skátarnir upp á kassaklifur

í íþróttasalnum við mikla hrifningu barnanna. Sumarskákmót Fjölnis var að þessu sinni haldið klukkan ellefu að morgni og var lokið þegar önnur atriði dagskrárinnar hófust. Fjörutíu og fjórir keppendur tóku þátt en Rótarýklúbbur Grafarvogs gaf sigurvegurum eignarbikara auk þess sem fleiri verðlaun voru veitt. Hátíðarhöldin gengu í alla staði vel og gott er að vita til þess að íbúar hverfisins láta veðrið ekki spilla fyrir því að skemmta sér í tilefni sumarkomunnar.

Skólahljómsveit Grafarvogs lék af fingrum fram.

Efsta B sveitin: Andri Jökulsson, Kristófer Jóel Jóhannesson, Friðrik Gunnar Vignisson, Patrekur Þórsson og Þór Steingímsson liðstjóri.

Rimaskóli sigursæll A sveit Rimaskóla vann með glæsilegum hætti Íslandsmót barnaskólasveita í skák sem haldið var í Rimaskóla 7. - 8. mars. Ótrúlegur fjöldi skáksveita mætti á mótið að þessu sinni eða alls 40 skáksveitir alls staðar að af landinu með um 200 krakka á barnaskólaaldri. Helmingsfjölgun frá því í fyrra. Rimaskóli sýndi að þessu sinni hversu öflugir nemendur skólans eru í skáklistinni því að B sveitin varð efst B sveita, C sveitin efst C sveita og D sveitin efst

D sveita, þ.e. sigur alls staðar. Íslandsmót barnaskólasveita fór nú fram með nýju sniði. Síðari daginn tefldu fjórir efstu skólarnir; Rimaskóli, Grunnskóli Vestmannaeyja, Salaskóli Kópavogi og Glerárskóli á Akureyri hreint úrslitaeinvígi og þá sýndu Rimaskólakrakkarnir öryggið uppmálað og unnu úrslitakeppnina örugglega. Íslandsmeistarar Rimaskóla eru þau Jón Trausti Harðarson, Hrund Hauksdóttir, Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson

Biðröð vel klæddra barna í rigningunni á sumardaginn fyrsta sem fór mjög vel fram. Íslandsmeistarar Rimaskóla í skák: Davíð Kjartansson yfirþjálfari, Patrekur Þórsson, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Hrund Hauksdóttir og Jón Trausti Harðarson fyrirliði. og Patrekur Þórsson öll í 5. - 7. bekk. Rimaskóli hefur nú á síðasta ári unnið alla þá titla sem í boði hafa verið, orðið Norðurlandameistarar, Íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar. Þjálfari krakkanna er Davíð Kjartansson skákmeistari ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni,

Ingvari Ásbjörnssyni og Sigríði Björgu Helgadóttur eldri og fyrrverandi afreksnemendum skólans í skák. A sveit Rimaskóla vann sér með sigrinum rétt til þátttöku í Norðurlandamóti barnaskólasveita í haust en það verður 7. Norðurlandamótið sem skólinn tekur þátt í með

Hörður Aron og Kristín Lísa skákmeistarar Fjölnis Metþátttaka var í velheppnuðu sumarskákmóti Fjölnis sem haldið var í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. Alls mættu 44 þátttakendur til leiks. Hörður Aron Hauksson Rimaskóla vann mótið og fékk fullt hús vinninga. Næstir honum urðu þeir Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannessson, báðir úr Rimaskóla með 4,5 vinninga. Í stúlknaflokki tefldu 13 stúlkur og þar sigraði Kristín Lísa Friðriksdóttir Rimaskóla. Þau Hörður Aron og Kristín Lísa fengu glæsilega bikara að launum frá Rótarýklúbbnum Grafarvogur Reykjavík. Í verðlaun á mótinu voru 10 gjafabréf frá Domino´s Pizza og 5

gjafabréf frá Skífunni. Efstu drengir, efstu stúlkur og efstu þátttakendur 9 ára og yngri unnu til þessara verðlauna. Mótsstjórar voru þau Helgi Árnason, Finnur Kr. Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir. Úrslit - drengir: 1. Hörður Aron Hauksson, Rima-skóla, 5 vinningar. 2.-3. Dagur Ragnarsson, Rimaskóla, 4,5 vinningar. 2.-3. Oliver Aron Jóhannesson, Rimaskóla, 4,5 vinningar. 4.-7. Alex Þór Flosason, Engjaskóla, 4 vinningar. 4.-7. Patrekur Þórsson, Rimaskóla, 4 vinningar. 4.-7. Kristófer J. Jóhannesson,

Ný lyfjaverslun í Spönginni

Rimaskóla, 4 vinningar. 4.-7. Magnús Friðri Halldórsson, Ísaksskóla, 4 vinningar. Úrslit - stúlkur: 1. Kristín Lísa Friðriksdóttir, Rimaskóla. 2. Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Rimaskóla. 3. Liv Sunnefa Einarsdóttir. 4. Erna Kristín Jónsdóttir, Rimaskóla. 5. Heiðrún Anna Harðardóttir, Rimaskóla. 6. Ástrós Halla Harðardóttir, Rimaskóla. 7. Sema Alomrovik , Rimaskóla.

frábærum árangri. Skákstarfið í Rimaskóla undir forystu Helga Árnasonar skólastjóra hefur eins og áður segir verið mjög árangursríkt og engum blöðum um það að fletta að þessi nýja afrekssveit á eftir að vinna til margra afreka á næstu árum.

Á efri myndinni: Oliver Aron 3. sæti, Hörður Aron 1. sæti og Dagur Ragnarsson 2. sæti í sumarskákmóti Fjölnis.

Á minni myndinni: Efnileg skákdrottning: Kristín Lísa Friðriksdóttir.

Skiptum um bremsuklossa og diska

Apótekið er lágvöruverðs lyfjaverslun sem nú hefur opnað í Spönginni, þar sem Lyfja var áður til húsa. Apótekið býður hagstætt verð á allri almennri snyrti- og hreinlætisvörum og býður ávallt upp á eitt lægsta vöruverð til elli- og örorkulífeyrisþega á lyfseðilskyldum lyfjum. Við bjóðum íbúa Grafarvogs og nágrennis sérstaklega velkomna í Apótekið í Spöng. Gerið verðsamanburð!

Maítilboð

10% viðbótarafsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja í Apótekinu

Apótekið Hólagarði | Apótekið Spöng | Apótekið í Hagkaupshúsinu Skeifunni og á Akureyri


10

GV

Fréttir útibú Korpúlfsstöðum

sumarnámskeið 6 - 9 ára börn

www.myndlistaskolinn.is sími 5511990

30% afsláttur af tjarnarfiskum út maí Langmesta úrvalið og besta verðið

Stórhöfða 15 - Sími: 567-7477

Þorsteinn Lárusson, eigandi Hjólbarðaverkstæðis Grafarvogs við Gylfaflöt, með mótorhjóladekk fyrir Krossara en nú býður Hjólbarðaverkstæðið upp á slík dekk, GV-mynd PS

Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs eykur enn við þjónustuna:

Mótorhjóladekk fyrir krossara ,,Við erum stöðugt að reyna að bæta þjónustuna við okkar viðskiptavini og nú síðast erum við byrjaðir að selja mótorhjóladekk fyrir krossara. Þetta eru hágæðadekk frá Michelin og við bjóðum upp á allar helstu stærðirnar. Einnig getum við útvegað dekk á önnur mótorhjól og einnig dekk á fjórhjól,’’ sagði Þorsteinn Lárusson í samtali við Grafarvogsblaðið en hann er eigandi Hjólbarðaverkstæðis Grafarvogs við Gylfaflöt. ,,Við leggjum áherslu á að geta boðið upp á sem fjólbreyttasta þjónustu en nýverið fórum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skipti á bremsuklossum og bremsudiskum. Einnig skiptum við um dempara og

gorma ef svo ber undir. Þá erum við góða aðstöðu til að smyrja allar gerðir af bílum og nokkuð er síðan að við byrjuðum að selja rafgeyma. Við erum með margt fleira en þar má nefna að við skiptum um þurrkublöð á flestum tegundum bíla, skiptum um allar perur og svo seljum við hágæða bón svo eitthvað sé nefnt,’’ sagði Þorsteinn Lárusson. Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs er eina hjólbarðaverkstæðið í Grafarvogi og þangað leita íbúar Grafarvogs eðlilega í stríðum straumum enda eigum við versla í ,,heimabyggð’’ og aldrei sem nú á þessum síðustu og verstu tímum.

MEÐ TUDOR

Starfsfólk Apóteksins í Spöng sem áður var hjá Lyfju í Spönginni.

Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja M

t

t

M

GV-mynd PS

Apótekið – Nýtt í Spönginni

Apótekið er lágvöruverðs lyfjaverslun sem nú hefur opnað í Spönginni, þar sem Lyfja var áður til húsa. Fyrir eru reknar lyfjaverslanir undir þessu vörumerki í Hagkaupshúsinu í Skeifunni, á Akureyri og í Hólagarði. Apótekið leggur áherslu á lágt lyfjaverð sem og að bjóða hnit-

miðað úrval af allri almennri snyrtiog hreinlætisvöru á hagstæðu verði. Í verðkönnunum hefur Apótekið ávallt komið vel út til elli- og örorkulífeyrisþega. Verslunin hefur tekið nokkrum breytingum undanfarið og munu viðskiptavinir verða varir við

ákveðnar áherslubreytingar í vöruúrvali, auk þess sem samtalsaðstaða og biðaðstaða eftir lyfjum hefur verið bætt í kjölfar breytinganna. Apótekið státar hins vegar af sama starfsfólki og verið hefur í Lyfju í Spöng undanfarið, þar sem Kristjana Ósk Samúelsdóttir er lyfsali.


11

GV

Fréttir

Hnokkar og hnátur opna í Torginu Nú hefur verslunin Hnokkar og Hnátur opnað nýja verslun í verslunarkjarnanum við Hverfold 1-3 í Grafarvogi og er verslunin staðsett við Nettó. Áður var verslunin til húsa á Skólavörðustíg og nú síðast á Laugarvegi. Að sögn eiganda búðarinnar Birnu Melsted hafa viðtökur farið fram úr björtustu vonum og má segja að Grafarvogsbúar hafi tekið vel á mót henni. Stefnan er að bjóða upp á sömu merkin og áður. Ber þar helst að nefna merki eins og Mini A Ture og Bellerose ásamt fleiri þekktum merkjum. Verið er að vinna að gerð heimasíðu og mun netverslun opna innan skamms www.hnokkaroghnatur.is Þangað til geta Facebook notendur fylgst með gangi mála þar.

Glæsilegar vörur fyrir börnin.

Verslunin Hnokkar og hnátur er glæsileg í Torginu við Hverafold. Mikið úrval af barnafötum og barnavörum.

FJÁRFESTING SEM

Myndirnar tók Anna Margrét

Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

STERKARI LAUSNIR hringhellu 2

hrísmýri 8

malarhöfða 10

sími 4 400 400

221 hafnafjörður

800 selfoss

110 reykjavík

www.steypustodin.is


12

GV

Fréttir

Falleg íbúð og frábært útsýni - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni

HULDUBORGIR - FALLEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ-FRÁBÆRT ÚTSÝNI Falleg og björt 4ra herbergja útsýnisíbúð með sér inngangi á 3. og efstu hæð í fallegu og nýmáluðu húsi við Hulduborgir. Eignin er 100,5 fm., þar af er sér geymsla á jarðhæð 6,3 fm. Íbúðin er ný máluð. Gólfefni eru parket og flísar. Áhvílandi lán frá Íbúðalánasjóði kr. 21,2 millj. Komið er inn í rúmgóða forstofu með fallegum flísum á gólfi og fataskáp. Inn af forstofu er þvottaherbergi, flísar á gólfi, vaskur og gott hillupláss. Parket er á allri íbúðinni nema baðherbergi og þvottahúsi þar eru flísar. Opið er á milli stofu og gangs með léttum vegg og flæðir því birta um alla íbúðina. Stofa og borðstofa er stór, opið er á milli eldhúss og borðstofu. Eldhús er með fallegri

viðarinnréttingu og góðu vinnu- og skápaplássi. Keramik helluborð er í eldhúsi og veggofn, uppþvottavél er með viðarfronti og fylgir með. Út af eldhúsi er farið á mjög stórar svalir. Barnaherbergin eru tvö, þau eru bæði rúmgóð og með skápum. Hjónaherbergið er bjart og rúmgott, með góðum fataskáp og úr herberginu er útgangur á stórar svalir. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, þar er góð viðarinnrétting við vask, baðkar og handklæðaofn. Á jarðhæð er geymsla með góðu hilluplássi. Hjóla- og vagnageymsla er í kjallara. Eignin er öll mjög vel um gengin og öll aðkoma að húsinu er hin besta. Eignin er við götu í Grafarvogi þar sem nýtur mikils og fallegs útsýnis. Stutt er í grunn- og leikskóla og er Spöngin verslunar - og þjónustukjarni í göngufæri.

Kristín, Jói og Margrét.

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.

Stofa og borðstofa er stór og fallegt parket á gólfum.

Stína, Ingibjörg og Jónína.

Sumarið og sumarfríin framundan Við minnum á að panta tímarlega ef þú hefur óskir um ákveðinn fagmann! En við vinnum vel saman sem hópur – við erum Höfuðlausnir!

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 lau 10:00-14:00 Pöntunarsími: 567-6330


13

GV

Fréttir

Breytt lið Fjölnis

Steypustöðin fær CE vottun á helluframleiðslu fyrst íslenskra fyrirtækja:

Níðsterkar gæðahellur með graníti Hellur frá Steypustöðinni hafa nú fengið CE vottun og er það mikill áfangi fyrir félagið. Með þessu er tryggt að varan er framleidd samkvæmt hæstu gæðastöðlum. Vottun af þessu tagi hefur ekki áður verið samþykkt fyrir íslenska helluframleiðslu. Segja má að hellur Steypustöðvarinnar séu sérhannaðar fyrir íslenskt umhverfi. Mikið veðrunarálag í bland við grófgerð nagladekk bifreiða hefur leitt til þeirrar hönnunar sem nú hefur hlotið CE vottunina. Efsta lag hellunnar er með graníti og tryggir endingu sem er meiri en íslenski markaðurinn hefur átt að venjast. Hellur Steypustöðvarinnar halda lit sínum betur og dökkna síður með árunum. Yfirborðslag hellunnar er einnig fyrnasterkt og tryggir lengri endingu. Mikil vinna er lögð í rannsóknir hjá Steypustöð-

inni. Þar ræður ríkjum Kai Westphal en hann hefur áratuga langa reynslu í gæðamálum er varða framleiðslu á steypu. Kai er byggingaverkfræðingur, menntaður í Þýskalandi, þar sem hann starfaði sem framkvæmda- og gæðastjóri yfir stórri einingaframleiðslu. Kai er mjög stoltur af CE vottuninni sem nú liggur fyrir. ,,Þetta er afar mikilvægt fyrir okkur og ekki síður fyrir neytendur. Við höfum alltaf vitað að framleiðslan okkar er mjög góð. Nú geta okkar viðskiptavinir treyst því að þeir eru að kaupa 100% gæðavöru. Við vöndum okkur við að bjóða fjölbreytta vöru, bæði hvað varðar lit og lögun, en gæðin eru alltaf þau sömu. Af því að við erum fyrsta fyrirtækið sem fær þessa vottun þá má segja að varan okkar hafi ákveðið forskot og það ættu neytendur að notfæra sér.’’ Viðskiptavinum Steyðustöðvar-

Hörkukubbur stendur undir nafni og hentar vel þar sem álagið er mjög mikið.

innar stendur til boða að fá ráðleggingar og sérfræðiálit frá Landark landslagshönnuðum. Landark og Steypustöðin hafa gert með sér samstarfssamning og þannig gefst viðskiptavinum Steypustöðvarinnar kostur á ráðgjöf frá topp landslagshönnuðum. Hannes Sigurgeirsson er forstjóri Steypustöðvarinnar. Hann segir CE vottunina afar ánægjulega og mikilvæga. ,,Það hefur legið gríðarleg vinna í þessu ferli. Við vissum það svo sem fyrirfram en töldum hagsmunum okkar og viðskiptavina best borgið með þessari vottun. Við höfum alltaf verið stoltir af okkar framleiðslu en með CE vottuninni er grunnurinn lagður og hann er sambærilegur við það sem gerist best í heiminum. Með granítinu tryggjum við líka ótrúlega góða endingu enda leggur fólk ekki hellur til nokkurra ára. Fjárfesting í hellum er langtímafjárfesting,’’ segir Hannes. Granítáferðin tryggir ekki einungis níðsterkt yfirborð heldur einnig fallegri og sléttari áferð sem auðveldar þrif til muna. Hægt er að skoða hellur í mismunandi útfærslum á sölustöðum Steyðustöðvarinnar og er kjörið að líta við á Malarhöfðanum þar sem ólíkar tegundir af hellum og kantsteinum hafa verið lagðar. Steypustöðin býður upp á mikið úrval af hellum og eru útsölustaðir á

Leppur - hitchtúpa

Kötluberg býður upp á skemmtilegar útfærslur sem landslagshönnuðir kunna að vinna með.

Núna fer keppnistímabilið hjá knattspyrnuni að hefjast með látum. Þetta tímabil munum við spila með báða meistaraflokka í efstu deild,kvennalið Fjölnis mun spila undir merkjum Fjölnir/Afturelding. Grafarvogsbúar mega vera stoltir af þessu fulltrúum sínum sem við sendum til keppnis í sumar. Kvennalið Fjölnis/Aftureldingu er mikið breytt frá síðasta ári og hafa margir leikmenn farið frá þessum 2 félögum en þjálfari liðis, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, hefur komið með mikinn kraft inn í starfið og bindum við miklar vonir við hennar störf. Karlalið Fjölnis kemur þó nokkuð breytt til leiks í sumar. Það hafa sterkir leikmenn yfirgefið liðið en gaman er að sjá hve margir ungir leikmenn hafa fengið tækifæri með liðinu í vetur. Það er ekki sjálfgefið að eiga lið í fremstu röð og þurfum við allan þann stuðning sem Grafarvogsbúar geta sýnt. Að koma á knattspyrnuleik getur verið góð fjölskylduskemmtun. Fjölmennum á völlinn í sumar. Áfram Fjölnir.

Hreinsunardagur í Hamrahverfi

Tröllakantur hentar vel við gerð hvers konar beða og veggja á lóðinni. þremur stöðum. Á Malarhöfða 10 (beint fyrir ofan Ingvar Helgason), Hringhellu 2 í Hafnarfirði og Hrísmýri 8 á Selfossi. Símanúmer Steypustöðvarinnar 440 0400.

Iða - hitchtúpa

Laugardaginn 16. maí ætlar stjórn foreldrafélagsins í Hamrahverfi að standa fyrir hreinsunardegi. Við ætlum að hittast kl. 11:00 og hreinsa ,,miðjuna’’ eða í kringum skólann, leikskólann og búðina. Um kl. 13:00 ætlum við að grilla pylsur í boði 10-11 fyrir þáttakendur. Við viljum hvetja íbúa hverfisins til að taka þátt í þessu átaki með okkur og jafnframt nýta þetta tækifæri til að snyrta og hreinsa opin svæði í hverfinu okkar. Tökum höndum saman og gerum hverfið okkar hreint og snyrtilegt. Margar hendur vinna létt verk.

Grænfriðungur - hitchtúpa

Gríma blá - hitchtúpa

Fluguverslun veiðimannsins er á www.krafla.is

Krafla rauð

Krafla appelsínugul

Skröggur

Gríma blá

Mótorhjóladekk fyrir Krossara

Sala og dreifing: Skrautás ehf. S: 587-9500


14

Fréttir

GV

Grafarvogsdagurinn 2009 Grafarvogsdagurinn 2009 verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 5. september næstkomandi og er það viku fyrr en verið hefur undanfarin ár. Að venju verður margt í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þema Grafarvogsdagsins 2009 er ,,Vistvænar samgöngur í Grafarvogi’’. Meðal atriða á Grafarvogsdaginn eru: Kassabílarallý, Ljósmyndasamkeppni Grafarvogs, Strandblakmót, Verndarvættur Grafarvogs og Brennómót. Öll þessi atriði krefjast undirbúnings og því tilvalið að nýta sumarið í það. Ítarlegri dagskrá auglýst síðar. Kassabílarallý á Grafarvogsdaginn Langar þig ekki að smíða þér kassabíl í sumar? Á Grafarvogsdaginn verður haldið kassabílarallý. Allir sem eiga kassabíl geta tekið þátt. Skráning á netfangið: hera.hallbera.bjornsdottir@reykjavik.is eða í síma: 692 6733 fyrir 27. ágúst. Ljósmyndasamkeppni Grafarvogs Menningarhópur Grafarvogs ákvað að efna til ljósmyndakeppni í sumar. Þema samkeppninnar er "Samgöngur" í víðum skilningi. Á Grafarvogsdaginn verður sigurvegara samkeppninnar veitt verðlaun auk þess sem ljósmyndasýning verður á u.þ.b. 25 bestu myndum keppninnar. Myndir skal senda á netfangið: hera.hallbera.bjornsdottir@reykjavik.is með nafni sendanda og símanúmeri fyrir 20. ágúst, eins væri gaman ef smá saga fylgdi myndinni (t.d. hvar myndin var tekin og hvenær). Strandblakmót Finnst þér gaman að spila blak? Ferðu oft í Nauthólsvík og spilar? Vissir þú að í Grafarvogi eru 3 strandablakvellir? Langar þig ekki að keppa í strandblaki á Grafarvogsdaginn? Keppt verður um titilinn "Strandblakssnillingar Grafarvogs". Öllum 14 ára og eldri heimil þátttaka. Hvert lið skal skipað 4 keppendum. Skráning á netfangið: hera.hallbera.bjornsdottir@reykjavik.is eða í síma: 692 6733 fyrir 27. ágúst. Verndarvættur Grafarvogs Hefur þú gaman af því að hanna og sauma? Langar þig ekki að taka þátt í því að hanna og sauma búning fyrir ,,Verndarvætt Grafarvogs’’? Allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta í/með búning fyrir ,,Verndarvætt Grafarvogs’’ á Grafarvogsdaginn. Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn.

GV auglýsingar og ritstjórn: 587-9500

Brennómót Hver hefur ekki spilað brennibolta einhvern tíma um ævina? Nú ætlum við að ganga skrefinu lengra og keppa um titilinn ,,Brenniboltameistarar Grafarvogs’’. Öllum 18 ára og eldri heimil þátttaka. Hvert lið skal skipað 10 keppendum. Skráning á netfangið hera.hallbera.bjornsdottir@reykjavik.is eða í síma: 692 6733 fyrir 27. ágúst.


15

GV

Fréttir

Góður vetur að baki í körfunni hjá Fjölni - karlalið Fjölnis aftur í efstu deild á meðal þeirra bestu

Veturinn hjá körfuknattleiksdeild (kkd.) Fjölnis var góður og sýndu allir flokkar hjá félaginu góðan árangur. Meistaraflokkur karla spilaði í 1. deild, sem er næst efsta deild. Mikil uppstokkun varð hjá liðinu og t.a.m. voru einungis þrír leikmenn sem voru eldri en 20 ára. Strákarnir létu það ekkert á sig fá og var mikill kraftur og leikgleði hjá liðinu í vetur. Það er skemmst frá því að segja að liðið spilar aftur í efstu deild að ári og verður gaman að sjá þetta unga og efnilega lið okkar etja kappi við þá bestu aftur. Í úrslitum þurfti að vinna tvo leiki til þess að komast upp úr undanúrslitum og einnig í úrslitarimmunni sjálfri. Í undanúrslitakeppninni vann Fjölnir Hauka í hörkurimmu 2-1. Í úrslitaleikjunum sjálfum spilaði Fjölnir við Val og vann mjög svo sannfærandi tvo sigra og úrslitaleikinn með miklum yfirburðum. Kkd. Fjölnis vil þakka kærlega fyrir þann mikla stuðning sem liðið fékk í úrslitarimmunni og var nánast fullt hús á úrslitaleiknum gegn Val og gríðarleg stemming. Stjórn og leikmenn eru strax farnir að hlakka til næsta vetrar. Á lokahófi KKÍ voru Fjölnismenn svo verðlaunaðir eftir veturinn. Tveir af alefnilegustu leikmönnum landsins Ægir Þór Steinarsson og

Haukur Helgi Pálsson voru í liði ársins og Bárður Eyþórsson var valinn þjálfari ársins í 1. deild. Meistaraflokkur kvenna spilaði í efstu deild á þessu tímabili. Vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu urðu stelpurnar að senda erlenda leikmann sinn heim og við tók erfiður vetur hjá mjög svo ungu og efnilegu liði okka. Urðu stelpurnar að sætta sig við fall í 1.deild. En stelpurnar eru staðráðnar í því að vinna sér sæti aftur í efstu deild að ári. Liður í því var að ráða Eggert Maríuson sem er mjög reyndur og hæfur þjálfari. Eggert er þegar byrjaður og bjóðum við hann velkominn í hópinn. Mikil stemmning er í unglinga og barnastarfi deidarinnar þar sem áhersla er lögð á að allir fái mikið út úr því að æfa körfu. Allir eru velkomnir hvort sem leikmenn koma að æfa til að verða afreksmenn eða til að bæta sig og hafa gaman af í leiðinni. Flestir yngri flokkarnir okkar voru í A-riðli eða í baráttu um að komast þangað bæði hjá strákum og stelpum. Hjá körlum kepptu 9. og 10. fl. karla í A-riðli en komust ekki í loka úrslit. 11. flokkur og Drengjaflokkur urðu Íslands- og bikarmeisararar ásamt því að verða Reykjavíkurmeistarar í sínum aldursflokki.

Unglingaflokkur karla tapaði í naumt á síðustu sekúndu í undanúrslitaleiknum við Keflavík með 5 stigum. Karlalið Fjölnis b var Íslandsmeistari eftir hörku úrslitaleik við blið Grindvíkinga. Í öllum flokkum félagsins urðu miklar framfarir og eru margir efnilegir leikmenn að koma upp hjá félaginu og er því framtíðin virkilega björt hjá okkur Fjölnismönnum. Hópbílamótið, sem er fyrir krakka 11 ára og yngri, var á sínum stað og voru um 400 krakkar sem komu og skemmtu sér konunglega. Þessi árlegi atburður hjá Fjölni er stærsti körfuboltaatburður á höfuðborgasvæðinu og hefur mælst mjög vel fyrir. Margir sjálfboðaliðar koma að Hópbílamótinu og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Á aðalfundi Kkd.Fjölnis urðu breytingar, formaður okkar til margra ára Jón Oddur Davíðsson lét af formennskustörfum en situr samt áfram í stjórn. Við keflinu tók Steinar Davíðsson sem hefur gegnt stjórnarstörfum hjá Kkd. Fjölnis til margra ára. Aðrir í stjórn Kkd. Fjölnis eru Gréta M. Grétarsdóttir, Anna Björk Bjarnadóttir, Hrafn Árnason, Karl West Karlsson, Eyjólfur Jónsson, Ragnar Torfason og Ingi Ólafsson.

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Sverrir Einarsson

Hermann Jónasson

Jón G. Bjarnason

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Reiskólinn Faxaból bíður upp á skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Eigum nokkur laus pláss á á reiðnámskeiðin Skráning hafin sumar-

námskeiðin 2009

21.júlí -upplýsingar 1.ágúst og Nánari 5.ágúst - 15.ágúst. í síma 822-2225 og 661-2425 Sjá nánar á

www.faxabol.is

Sumartilboð! Sumarkort (gildir til 10. september 2009) og 5 tímar í ljós á aðeins 19.900 kr. SPINNING UR

KETILBJÖLL KARFA

LYFTINGAR

Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is

SKVASS


Grafarvogsbladid 5.tbl 2009  

Grafarvogsbladid 5.tbl 2009