24
GV
Fréttir
Spönginni
Sími: 5 700 900
Ritstjórn og auglýsingar GV - 587-9500
Kristín frá Engyn söng best allra og sést hér taka lagið.
Kristín söng best - og sigraði í Söngkeppni Gufunesbæjar
Í lok febrúar var Söngyn, söngkeppni Gufunesbæjar haldin í félagsmiðstöðinni Græðgyn sem staðsett er í Hamraskóla. Allar félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi og Kjalarnesi höfðu haldið undankeppnir í sínum heimabæjum og fengu tvö sæti hver í aðalkeppninni. Það var til mikils að vinna því fyrir utan vegleg verðlaun fékk sigur-
vegarinn sæti Gufunesbæjar í söngkeppni Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi). Samféskeppnin var liður af hinni árlegu Samféshátíð sem haldin var í byrjun mars í húsakynnum Laugardalshallarinnar og því ljóst að keppendur ætluðu að gefa sig alla í þetta. Öll atriðin voru vel æfð, vel sungin og var það einróma álit valinkunnra dómara að gæðin væru svo sannar-
lega til staðar. Eftir frábært kvöld fyrir fullu húsi af tónlistarþyrstum ungmennum var það Kristín úr Engyn sem bar sigur úr býtum. Hún söng sig svo inn í hjörtu áhorfenda á söngkeppni Samfés. Til hamingju með frábæra frammistöðu Kristín!
Parafin wax meðferð fyrir hendur fylgir með litun og eða strípum í apríl
Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00
Pöntunarsími: 567-6330