Grafarvogsbladid 3.tbl 2006

Page 4

4

Matgoggurinn

GV

Graflax, svartfugl og frost og funi - að hætti Ástríðar Lindu og Ólafs Okkur langar að deila með ykkur algjörum veislumat, en í raun eru þetta mjög einfaldar uppskriftir með rammíslensku hráefni. Núna þegar vorið er á næsta leiti er kjörið að ná sér í svartfugl. Það er hægt með lítilli fyrirhöfn á léttum báti rétt út fyrir bæjarmörkin og með góða byssu við hönd. Auðvitað hafa allir tilskilin leyfi og réttindi upp á vasann. Svartfugli skal gera að eins fljótt og við er komið svo kjötið skemmist ekki því sjófuglar lifa á fiski, krabbadýrum og öðrum smádýrum sjávarins, en slík fæða rotnar hratt eftir að fuglinn er dauður og getur það mengað og eyðilagt kjötið ef ekki er gert að fuglinum fljótlega.

Aðferð. Bringurnar eru steiktar við góðan hita í 4 mínútur hvoru megin og kryddaðar með salti og pipar. Takið þær af pönnunni og haldið heitum. Hellið púrtvíninu á pönnuna og leysið upp steikarskánina. Bætið svo soðinu við ásamt rjómanum og sjóðið í 2 mínútur. Setjið rifsberjahlaupið út í eftir smekk og látið sjóða í 1 mínútu. Kryddið sósuna svo með salti og pipar eftir smekk. Brúnaðar kartöflur og nýtt grænmeti eða Waldorfsalat er mjög gott meðlæti með þessum rétti. Vín. Gott rauðvín með svartfuglinum gæti t.d. verið nýja heimsvínið, Montes Cabernet Sauvignon.

Áslaug Sif og Magnús næstu matgoggar Hjónin Ástríður Linda Ingadóttir og Ólafur Ólafsson og sonurinn Helgi Steinar.

Ástríður Linda Ingadóttir og Ólafur Ólafsson, Breiðuvík 45, skora á Áslaugu Sif Gunnarsdóttur og Magnús Geir Pálsson sem búa í Miðhúsum 16, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta blaði í apríl.

Gæludýraeigendur!

Í forrétt með svartfuglinum mælum við með graflaxi ásamt tilheyrandi meðlæti og svo ,,frost og funa’’ ís/marengs í eftirrétt.

Sérhæfum okkur í vörum fyrir öll gæludýr Viltu borga minna? Enginn afsláttur en samt besta verðið Minnum á netverslun okkar www.dyralif.is

Í forrétt mælum við með graflaxi með graflaxsósu.

a kl. rka dag i v a l l a gar Opið 11-16 lau g o 8 -1 1 1 daga

Stórhöfða 15 Sími: 567-7477

Graflax Graflax. Graflax sósa. Ristað franskbrauð. Smjör. Vín: Gott er að dreypa á léttu Chardonnay hvítvíni með graflaxinum.

Steiktar svartfuglsbringur Girnilegur aðalréttur. Bringur af 4 svartfuglum. Matarolía. Salt og pipar. Sósa. 4 cl. púrtvín. 1,5 dl. svartfuglssoð (eða villibráðarsoð). 2 dl rjómi. Rifberjahlaup. Salt og pipar.

Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar er að Gylfaflöt 3

Einfaldur eftirréttur Frost og funi, ís með heitum marengs. Ís: ½ ltr. tilbúinn vanilluís. 2 dl. Blönduð ber (frosin). Marengs. 2 eggjahvítur. 120 gr. flórsykur. Skraut: Fersk ber. Aðferð: Hræra ísinn þar til hann er mjúkur. Blandið þá frosnu berjunum saman við. Skiptið ísnum í litlar eldfastar skálar eða eitt eldfast mót. Setjið í frysti í tvær klst. Útbúið marengsinn rétt áður en rétturinn er borinn fram. Hitið ofninn í 200°c. Stífþeytið eggjahvíturnar. Sigtið flórsykurinn saman við og blandið varlega þar til marengsinn er glansandi stífur. Takið ísinn úr frysti og smyrjið marengsinum ofan á. Setjið mótið/skálarnar inn í heitan ofninn og bakið í fimm mín. þar til marengsinn er ljósbrúnn. Berið fram strax! Verði ykkur að góðu, Ástríður Linda og Ólafur

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.