Grafarvogsbladid 11.tbl 2006

Page 1

11. tbl. 17. árg. 2006 - nóvember

Nemendur í Engjaskóla fögnuðu sigri á Grafarvogsleikunum sem er nýlega lokið.

Sjá nánar í miðopnu

Jólagjöf veiðimannsins Gjöfin fyrir veiðimenn sem eiga allt Glæsileg viðarbox úr léttum mangóviði Gröfum nafn veiðimannsins á boxið Laxa- og silungaflugur- Fimm útgáfur Flugur í sérflokki - íslensk hönnun Allar nánari upplýsingar á Krafla.is og í síma 698-2844 18.11.2004

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

410 4000

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Engjaskóli sigraði

Bilastjarnan_02_001.ai

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Grafarvogsblaðið

Eitt númer

Við erum alltaf í leiðinni Landsbankinn leggur áherslu á faglega fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í Grafarvogi. Við tökum vel á móti þér í útibúum okkar að Fjallkonuvegi 1 og Höfðabakka 9.

Landsbankinn Banki allra landsmanna

410 4000

landsbanki.is

Vantar þig heimasíðu? Samkvæmt Hagstofu Íslands leita 86% Íslendinga sér upplýsinga um vöru og þjónustu á internetinu


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Samgöngur og aldraðir Ekkert útlit er fyrir að framkvæmdir við Sundabraut geti hafist í nánustu framtíð. Alla vega ekki næstu tvö ef ekki þrjú árin. Nú berast þær fréttir að svokölluð jarðgangaleið eigi mjög vaxandi fylgi að fagna. Stendur nú yfir úttekt á þeirri framkvæmd en sem kunnugt er fór hún ekki í umhverfismat á sínum tíma. Nánast er hægt að fullyrða að hugmyndin um jarðgöngin á mestu fylgi að fagna meðal Grafarvogsbúa enda myndi sú leið hafa minnst áhrif á umhverfið. En viðurkennt er að jarðgöngin eru dýrust ef mið er tekið af öðrum leiðum sem verið hafa í umræðunni. Varla er það forsvaranlegt að horfa um of í kostnaðinn þegar jafn viðamikil framkvæmd er í húfi og lagning Sundabrautar. Skiptir því í raun litlu máli hvort framkvæmdin kostar þúsund milljónunum meira eða minna. Stjórnmálamenn hafa lýst því yfir að ákvörðun um legu Sundabrautar verði tekin í nágrenni við næstu áramót. Bíða margir spenntir eftir niðurstöðunni. Ef mið er tekið af frægum Héðinsfjarðargöngum þar sem 8 þúsund milljónum var nánast hent út um gluggann getur endanlegur kostnaður við Sundabraut varla skipt höfuðmáli. Þjóðfélag sem hefur efni á því að henda frá sér 8 milljörðum er rík þjóð og fær í flestan sjó. Og til að færa nú enn ein rökin fyrir vitleysunni í Héðinsfirði má minna á að nú hefur einkafyrirtæki boðist til að tvöflda stórhættulegan Suðurlandsveg fyrir sömu upphæð og hent var nyrðra. Ákvörðunin um framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng er einhver mestu pólitísku mistök sem framin hafa verið hér á landi árum saman ef ekki áratugum og eru víti til að varast fyrir stjórnmálamenn í framtíðinni. Í fréttum nýverið kom fram að enn í dag mega 400 eldri borgarar búa við þær nöturlegu aðstæður að deila heimili sínu með ókunnugu fólki. Nú er ekki lengur talað um að aldrað fólk megi sætta sig við að búa á tvíbýli eða þríbýli heldur fjórbýli eða jafnvel fimmbýli. Hvernig getur þetta gerst? Hér eru brotin mannréttindi á eldri borgurum út og suður og lítið um þetta fjallað í fjölmiðlum miðað við alvarleika málsins. Hvað segir yngra fólkið eða fólk á miðjum aldri um þessa stöðu? Finnst fólki á fimmtugs- eða sextugsaldri það freistandi tilhugsun að þurfa eftir nokkur ár að flytja inn í lítið herbergi og hitta þar fyrir 2-4 manneskjur sem það hefur aldrei áður séð á lífsleiðinni? Auðvitað svara allir þessari spurningu neitandi. Nú hefur verið ákveðið að ráðast í byggingu 200 þjónustuíbúða fyrir aldraða í Reykjavík, helming þeirra í Spönginni hér í Grafarvogi. Þetta er góðra gjalda vert en annar hvergi nærri þeirri eftirspurn sem fyrir er, kannski helming hennar. Stjórnmál snúast um forgangsröðun verkefna. Þetta neyðarástand í málefnum aldraðra sýnir að stjórnmálamenn hafa steinsofið á verðinum mörg undanfarin ár. Það er löngu tímabært að aldrað fólk á Íslandi búi við óskert mannréttindi. Og komið sé fram við þetta fólk, bæði hvað húsnæði og laun varðar, eins og um manneskjur sé að ræða en ekki eitthvað allt annað. Stefán Kristjánsson

gv@centrum.is

Þorsteinn Lárusson, eigandi Hjólbarðaverkstæðis Grafarvogs við Gylfaflöt, annar frá hægri, ásamt starfsmönnum sínum hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga. Enn eiga margir eftir að skipta yfir á vetrardekkin og um að gera að drífa sig í því. GV-mynd SK

Tími vetrardekkjanna runninn upp

,,Það er búið að vera mjög mikið að gera undanfarna daga en þó eiga margir eftir að skipta yfir á vetrardekkin. Það er um að gera fyrir fólk að drífa sig í þessu enda veturinn genginn í garð,’’ sagði Þoirsteinn Lárusson, eigandi Hjólbarðaverkstæðis Grafarvogs, í samtali við Grafarvogsblaðið. Þann 1. nóvember var leyfilegt að

setja nagladekkin undir en engin ákveðin dagsetning er í gildi varðandi aðrar útgáfur vetrardekkja. Vetur konungur er svo sannarlega genginn í garð og því ekki eftir neinu að bíða fyrir bifreiðaeigendur að láta Þorstein og félaga smella vetrardekkjunum undir. Um að gera að drífa sig og forðast öngþveiti er fyrsti snjórinn fellur.

,,Grafarvogsbúar vita greinilega vel af okkur því það hefur verið meira og meira að gera með hverju árinu sem líður. Við reynum að veita snögga þjónustu og svo erum við undir meðalverði samkvæmt nýrri verðkönnun hjá hjólbarðaverkstæðum,’’ sagði Þorsteinn ennfremur. Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs er til húsa að Gylfaflöt 3.

Vilhjálmur borgarstjóri kemur skiltinu fyrir við Dverghamra.

Borgarstjóri í Dverghömrum Sl. þriðjudag festi borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, upp götuskilti nágrannavörslu við Dverghamra í Grafarvogi. Þetta er fyrsta gatan sem verður

merkt með þessum hætti. Skiltið verður tákn um virka nágrannavörslu þar sem íbúar taka höndum saman og verða ,,augu og eyru’’ götunnar.

Sett voru upp skilti við innkeyrslu í götuna og við göngustíg sjávarmegin.



4

Matgoggurinn

GV

Kjúklingur og æði heimasætunnar - að hætti Hrafnhildar og Helga Við byrjum á einni sem er mjög einföld og hentar vel þegar enginn tími er til að elda. Þetta er bragðmikill kjúklingaréttur

Snöggur

Hólmfríður Haraldsdóttir og Helgi Lárusson ásamt dætrum sínum.

GV-mynd PS

1 heill kjúklingur. Skorin niður Mega að sjálfsögðu vera kjúklingabringur (best) eða ef á að kaupa inn hagkvæmt, leggir og vængir. ½ dós Sharewoods Bengal spiced mango shutney (fæst í Hagkaupum/Nóatúni). Ekkert annað mango kemur til greina. Búin að prófa. 3-4 dl. matreiðslurjómi. Kjúklingakrydd. Ostur að vild. Afgangar úr ísskáp. (Má sleppa). Kjúklingur er settur í eldfast mót og kryddaður með kjúklingakryddi. Hitaður í 200 gráðum í ca. 20 mínútur. Þarf að setja smá olíu í botn, en einnig má setja Egils appelsín eða appelsínusafa 1 dl ef til er. Eftir þennan tíma, er mest af

hnetum o.s.frv. Eftirrétturinn er eitthvað sem við suðum saman til að koma orku ofan í dóttur okkar á þeim tíma sem okkur fannst hún ekki borða neitt. Við settum saman það sem við töldum að hún myndi borða og útkoman sló í gegn hjá henni. Hún klárar þetta auðveldlega ein.

Æði heimasætunnar Hveiti, smjör og sykur í pæ (böku) botn. 3-4 epli. 1 dl. sykur. 2-3 dl. vökvi. Nota t.d. kók, appelsín eða appelsínusafa. 2 dl. rúsínur. 2 msk. kanill. 15 makkarónukökkur. 150 gr. dökkt súkkulaði. Pæbotn er mótaður í eldfast mót og hitaður í 15 - 20 mínútur við 180 gráður. Epli er skorið í litla bita og sett í pott með vökva og látið sjóða í lokuðum potti við vægan hita í 20

ARGUS / 06-0552

Kristín og Árni næstu matgoggar Hólmfríður Haraldsdóttir og Helgi Lárusson, Veghúsum 17, skora á Kristínu E. Björnsdóttur og Árna Guðbrandsson, Reykjafold 28, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim girnilegar uppskriftir í næsta Grafarvogsblaði sem kemur út 7. desember.

Fram til áram óta fá nýir viðskiptav inir í DMK gjafabré f fyrir tvo í Borgarle ikhúsinu.

vökva úr móti hellt úr (kjúklingafita) og rjóma, blönduðum með spiced chutney, hellt yfir. Osti loks stráð yfir og aftur sett í ofn í 10 mínútur. Með þessu má hafa hrísgrjón, ofnbakað kryddað brauð og salat að eigin vali. Salat má t.d. kaupa tilbúið í pakkningu og bæta síðan við að eigin smekk, feta, papriku,

mínútur. Rúsínum, sykri og kanil bætt út í og hrært í. Þegar bakan er tilbúin er sett ofan á hana muldar makkarónukökur og súkkulaði. Síðan er innihald pottsins hellt yfir bökuna og sett í ofninn í 10 mínútur í viðbót. Með þessu er náttúrulega borinn fram ís og rjómi. Verði ykkur að góðu.

Debetkort með kreditheimild – vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar! DMK Debetkortið* er einstakt í sinni röð þar sem það hefur tvöfalda eiginleika – bæði debet og kredit! DMK Debetkortið fæst án árgjalds og er með 200 fríum færslum. DMK Kreditheimildin* er nýjung hér á landi og er bæði vaxtalaus og án nokkurs kostnaðar. Það er góð tilfinning að eiga fyrir því sem maður ætlar að kaupa en stundum geta komið upp þær aðstæður að þörf er á að brúa bilið tímabundið. Þá kemur sér vel að eiga DMK Debetkort með kreditheimild!

Sæktu um DMK á spron.is Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is * skv. útlánareglum SPRON

Aðrir þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK 90% íbúðalán • DMK Ráðgjöf • DMK Reglulegur sparnaður • DMK Tilboð

Ljósmyndasýningin ,,Yfir höfuð’’ í Ársafni Ljósmyndastofan Ásmynd hefur verið starfrækt í 3 ár í Árbænum að Hraunbæ 119, um þessar mundir. Af því tilefni verður opnuð ljósmyndasýning í andyrri Ársafns, í Ásnum Hraunbæ, föstudaginn 10. nóvember næstkomandi. Heiti sýningarinnar er ,,Yfir höfuð’’. Allar myndirnar eru eftir Ásdísi Jónsdóttir ljósmyndara og eru prentaðar á striga. Sýningin verður opin á sama tíma og bókasafnið.


Þú nærð lengra í CAMEL Vandaðir herra- og dömuskór í miklu úrvali

Gæða heilsuskór Gæða barnaskór

Gæða heilsuskór

eru fáanlegir í nokkrum stærðum yfir kálfa Þar sem þú kaupir skóna þína!

w w w. x e n a . i s SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291 - GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240


Fréttir frá Miðgarði:

Vel heppnaður Grafarvogsdagur Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, var haldinn með glæsibrag í níunda skipti laugardaginn 9. september sl. Að venju kom mikill fjöldi fólks að undirbúningi hátíðarhaldanna og dagskráin, sem fram fór í Borgarholtsskóla, var mjög fjölbreytt þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi og er það mál manna að aldrei hafi þátttaka í hátíðarhöldunum verið jafn mikil.

Grafarvogsdagurinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem langstærsta og umfangsmesta hverfishátíðin í Reykjavk og er reyndar fyrirmynd þeirra flestra. Upphafleg markmið dagsins voru að bæta samtakamátt íbúa hverfisins auk þess að skapa hverfisbúum, ungum sem öldnum, tækifæri til að sýna, skemmta eða taka þátt í stórum menningarviðburði og eru þau enn í fullu gildi.

Að skipuleggja menningarhátíð líkt og Grafarvogsdaginn krefst mikillar vinnu og ekki mögulegt nema margir leggi hönd á plóg. Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað sem taka þátt í undirbúningi Grafarvogsdagsins þannig að ábyrgðin dreifist nú á fleiri hendur. Fjöldi stofnana og félaga koma að undirbúningnum ár hvert með mismikilli aðkomu, s.s. Miðgarður, Gufunesbær, Borgarholtsskóli,

ungmennafélagið Fjölnir, grunn- og leikskólarnir í hverfinu, Grafarvogskirkja, skautafélagið Björninn, íbúasamtökin, skátafélagið Hamar og Íþróttamiðstöðin við Dalhús svo einhverjir sé nefndir. Þá hafa fyrirtæki í hverfinu og næsta nágrenni lagt deginum lið með ýmiskonar framlögum í gegnum tíðina. Grafarvogsbúar, til hamingju með vel heppnaðan Grafarvogsdag árið 2006.

Hera Hallbera Björnsdóttir, frístundaráðgjafi Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness hera.hallbera.bjornsdottir@reykjavik.is

Framtíðarskólinn Uppeldis- og þjálfunarnámskeið fyrir foreldra og börn

Grafarvogsdagurinn fór vel fram í alla staði.

Framtíðarskólinn Námskeið 2006-07 - Uppeldi sem virkar- færni til framtíðar Foreldrarnámskeið vegna 2-6 ára barna. 4x2 tímar - SOS foreldranámskeið Foreldrarnámskeið vegna 3-12 ára barna. 6 x 2,5 tímar. - LÆRT Á LÍFIÐ (aggression replacement training) þjálfunarnámskeið félagsfærni, reiðistjórnun og siðferðislegri rökhugsun fyrir börn. 10 x 2 tímar. - Reiðistjórnun fyrir 8-10, 11-13 og 14-15 ára börn. 6 x 1 tími. - Ég þori, get og vil... Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 9-10. bekk. 6 x 2 tímar. Einnig fyrirlestrar, kynningar og stuðningshópar. Upplýsingar eru í síma 411 1400 og framtidarskolinn@reykjavik.is Umsóknir berist til: Framtíðarskólinn, MIÐGARÐI, LANGARIMA 21, eða framtidarskolinn@reykjavik.is

GV-mynd PS

Stuðningsþjónusta Ertu að leita að spennandi starfi? Vilt þú vinna með fólki? Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, er að leita að fólki til starfa sem hefur áhuga á að vinna með

fólki jafnt börnum sem fullorðnum. Starfið felst meðal annars í því að rjúfa félagslega einangrun og styðja og hvetja til sjálfshjálpar svo sem með því að taka þátt í tómstundastarfi og félagslífi.

Vinnutími er sveigjanlegur og er frá 10-30 tímar á mánuði. Ef þú hefur áhuga eða vilt fá nánari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við Kristínu Sæmundsdóttur eða Ingibjörgu Sæmundsdóttur í

Miðgarði í síma 411 1400. Einnig má senda fyrirspurnir í netföngin: kristin.saemundsdottir@reykjavik.is ingibjorg.s.saemundsdottir@reykjavik.is

Heimaþjónusta - Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness óskar eftir að ráða starfsfólk til að sinna Heimaþjónustu. Helstu verkefni: - Almenn þrif og félagslegur stuðningur. - Menntunar og hæfniskröfur:

- Félagsliðamenntun æskileg og reynsla af heimaþjónustu. Ökuréttindi kostur. Sveiganleiki og færni í samskiptum. Frumkvæði og skipulagshæfileikar. Vinnutími er frá kl. 08:00 - 17:00

Útivistarreglur barna og unglinga Útivistartími barna og ungmenna breyttist 1. september síðastliðinn en þá tók vetrartíminn við og sá tími sem börn mega vera úti á kvöldin styttist. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20 og 13-16 ára mega vera úti til kl. 22. Utan þessa tíma verða börn að vera í fylgd með fullorðnum. Þó má bregða út af þessum reglum þegar 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta-, eða æskulýðssamkomu. Undanfarin ár hefur viðhorf til útivistarreglna breyst mikið enda hafa fleiri áttað sig á mikilvægi þeirra fyrir heilsu og vellíðan barna og ungmenna. Börn og unglingar sem eru úti frameftir kvöldi eru líklegri til að fara fyrr að fikta við tóbak, áfengi eða önnur vímuefni auk þess sem þau eru líklegri til að verða fyrir slysum ef þau eru þreytt og illa sofin. Útivistarreglurnar eru landslög, foreldrar geta ekki leyft börnum að vera lengur úti en lögin ákveða. Þeir geta hinsvegar sett sínar eigin reglur innan ramma útivistarreglanna, kjósi þeir það.

virka daga. Nánari upplýsingar veitir Anna Lilja Sigurðardóttir, sími: 411-1400, netfang: anna.lilja.sigurdardottir@reykjavik.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.

Í hraða og fjölbreytni nútímans þurfa foreldrar sífellt að takast á við nýjungar í uppeldi barna sinna og hjálpa þeim að takast á við lífið og tilveruna á farsælan hátt. Börn eru stundum óróleg og spennt, stundum líður þeim illa, eru kvíðin, feimin, reið eða jafnvel döpur. Þetta eru allt hugsanir og tilfinningar sem börn þurfa að læra að skilja og læra að takast á við. Og eins og í öðru er betra að takast á við vandann á meðan hann er smár heldur en þegar hann er orðinn mikill og byggja þannig upp fyrir framtíðina. Framtíðarskólinn býður upp á úrræði fyrir foreldra og börn til að takast á við daglegt líf á árangursríkan hátt. Foreldrar og börn eiga að hafa aukið val um fræðslu og úrræði. Hér koma dæmi um námskeið sem verða í boði í vetur. Námskeið fyrir foreldra: Uppeldi sem virkar Færni til framtíðar. Fyrir foreldra yngri barna. SOS námskeið. Uppeldisnámskeið fyrir foreldra grunnskólabarna. PMT Foreldrafærni (Parent Management Training). Fyrir foreldra barna sem sýna erfiða hegðun. Námskeið fyrir börn og unglinga: LÆRT Á LÍFIÐ -þjálfunarnámskeið í ART (Aggression Replacement Training). Áhersluatriði: reiðistjórnun, félagsfærni og siðferðisleg rökhugsun. REIÐISTJÓRNUN; Að þekkja, viðurkenna og skilja tilfinningar sínar. ÉG ÞORI, GET OG VIL........; Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 9. og 10. bekk. Framtíðarskólinn er sjálfstæð deild í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, sem heldur utan um fræðslumál fyrir foreldra, börn og starfsmenn stofnana. Umsjónarmaður skólans er Helgi Viborg, deildarstjóri í Miðgarði. Framtíðarskólinn mun gefa út bækling með dagskrá hvers starfsárs en þar verða upplýsingar um námskeið og aðra starfsemi sem verður í boði. Starfsemi Framtíðarskólans verður auglýst í blöðum í Grafarvogsblaðinu og á heimasíðu skólans. Upplýsingar eru veittar í síma 411 1400 og framtidarskolinn@reykjavik.is




10

GV

Fréttir

Foldaskóla afhentur Grænfáninn

Grænfáninn dreginn að húni við Foldaskóla að viðstöddu fjölmenni.

GV-mynd PS

Þriðjudaginn 14. nóvember sl. fékk Foldaskóli í Grafarvogi Grænfánann sem er alþjóðleg viðurkenning og staðfesting á virku umhverfisstarfi. Foldaskóli fékk Grænfánann afhentan til næstu tveggja ára. Skólar á grænni grein - Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Markmið verkefnisins er að: • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. • Efla samfélagskennd innan skólans. • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan. • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur. • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál. • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu. • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning. Skólastjóri Foldaskóla er Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson og aðstoðarskólastjóri er Kolbrún Ingólfsdóttir.

SPRON fær Jafnréttisviðurkenningu 2006 Jafnréttisráð hefur ákveðið að veita SPRON, fyrst allra fjármálafyrirtækja, viðurkenningu ráðsins árið 2006. Meginástæða þeirrar ákvörðunar er að hjá SPRON er lögð sérstök áhersla á skýra jafnlaunasstefnu og afstaða starfsmanna til stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er könnuð árlega. SPRON er fjármálastofnun á gömlum merg, öflugt fyrirtæki sem sýnir gott fordæmi í jafnréttismálum. Allt frá árinu 1997 hefur verið unnið eftir virkri jafnréttisáætlun en sérstök jafnréttisnefnd hefur það verkefni að fylgja henni eftir til hlítar. Hjá SPRON eru 40 stjórnendur og þar af 21 kona. Frá árinu 2004 hefur konum fjölgað í efstu stjórnendastöðum

SPRON. Formaður stjórnar SPRON er Hildur Petersen og hefur verið það frá árinu 2004. Þá er sérstaklega til þess að taka að jafnlaunastefna er virk innan fyrirtækisins. Það inniber að árlega eru laun karla og kvenna hjá fyrirtækinu skoðuð sérstaklega í þeim tilgangi að gæta jafnréttis og koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað. Formaður starfsmannafélags SPRON hefur einnig heimild til að fá upplýsingar um launakjör starfsmanna í þeim tilgangi að gæta jafnréttis í launamálum kynjanna. Á hverju ári er framkvæmd vinnustaðagreining til að kanna hug starfsmanna til ýmissa þátta í starfsumhverfi SPRON. Þá er m.a. spurt um viðhorf til jafnréttismála hjá

Arnbjörg Gylfadóttir, þjónustustjóri SPRON, með verðlaunin. SPRON og hvort starfsmenn hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða einelti á vinnustað. Auk vitneskju um viðhorf starfsmanna hvetur

vinnustaðagreining til umræðu og vekur athygli á viðbragðsáætlun SPRON í þessum efnum. Jafnréttisráð telur að með þessum

GV-mynd PS starfsháttum sýni SPRON gott starf á sviði jafnréttismála og vill með viðurkenningunni hvetja önnur fyrirtæki til líkrar starfsemi.


... Í SPARNAÐI Þrískiptur sparnaður Glitnis VARASPARNAÐUR

NEYSLUSPARNAÐUR

LANGTÍMASPARNAÐUR

– til að mæta óvæntum fjárútlátum, t.d. ef bíllinn bilar eða húsnæðið þarfnast viðgerðar. Og já, líka ef börnin þurfa tannréttingar.

– til að safna fyrir öllu því sem hugurinn girnist, t.d. húsgögnum, heimilistækjum og utanlandsferðum. Eða bara fyrir því sem þú vilt!

– til að byggja upp fjárhagslega velgengni í framtíðinni, t.d. kaupa betra húsnæði eða sumarhús, fara í heimsreisu eða eiga fyrir menntun barnanna.

Ný aðferð til að ná betri árangri í sparnaði. Farðu í næsta útibú Glitnis eða á www.glitnir.is og kláraðu málið! FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI


12

GV

Fréttir

Krakkarnir tóku þátt í Sing Star ásamt gestum.

Hamraskóli 15 ára

Nemendur í 10. bekk bökuðu og seldu gestum vöfflur. Krakkar í 10. bekk buðu nemendum í yngri bekkjunum upp á andlitsmálningu. Á myndinni eru Ásta og Kristín Helga í 10. bekk.

Tvær góðar vinkonur, Lára Margrét og Sólrún, í 8. bekk.

Við héldum upp á daginn þann 1. nóvember. Nemendur, foreldrar/forráðamenn og starfsmenn fóru í skrúðgöngu um hverfið. Eftir skrúðgönguna var stutt athöfn utanhúss þar sem aðstoðarskólastjóri flutti ávarp, fulltrúar foreldrafélagsins afhentu góðar gjafir og nýtt merki Hamraskóla var kynnt. Merkið hannaði Loftur Leifsson. Það voru þær Soffía Guðnadóttir og Þórey Gylfadóttir sem starfað hafa lengst allra í Hamraskóla sem drógu fána

með nýju merki skólans að húni, en foreldrafélag Hamraskóla gaf skólanum fánann í tilefni dagsins. Að athöfn utanhúss lokinni tók við óformleg dagskrá innandyra. Nemendaráð seldi vöfflur og kaffi. Nemendur og gestir gátu tekið þátt í ýmsum leikjum innanhúss, eins og singstar, pókó, twister og/eða spilað á spil eða í bingó. Nemendum var boðið í pizzuveislu í hádeginu. Fjöldi gesta kom í heimsókn og var mikið um að vera þar til nemend-

Oddný og Guðbjörg í 8. bekk stjórnuðu bingói fyrir gesti.

Snókerinn er alltaf vinsæll hjá strákunum.

Spennan í hámarki í bingóinu.

Árni og Guðni í 10. bekk létu sig ekki vanta í afmælið.

Yngri krakkarnir kunnu vel að meta Sing Star.

ur fóru heim. Við viljum gjarnan þakka þeim fjölmörgu sem heimsóttu okkur á afmælinu. Að okkar mati tókst afmælishátíðin í alla staði vel, nemendur, starfsmenn og gestir skemmtu sér hið besta. Hörður Hinriksson hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu afmælishátíðarinnar. Á heimasíðunni okkar, www.hamraskoli.is er sérstakur afmælisvefur þar sem hægt er að skoða myndir frá deginum.



14

GV

Fréttir

Leikskólakrakkar sem litu við í Höfðabakkaútibúi Landsbankans fylgdust áhugasöm með.

Gestum og gangandi boðið upp á leiksýningu í tilefni 120 ára afmæli Landsbanka Íslands:

Kristján Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans við Höfðabakka, bauð viðskiptavini velkomna.

Brot úr sögu banka Leikararnir Björgvin Frans Gíslason, Jakob Þór Einarsson og Kristjana Skúladóttir fóru á kostum......

Þann 1. júlí síðastliðinn voru 120 ár liðin frá því Landsbankinn hóf starfsemi, en þá opnaði bankinn fyrstu afgreiðslu sína í Bakarabrekkunni sem eftir það var nefnd Bankastræti. Vegleg afmælishátíð var haldin af þessu tilefni um land allt og í Reykjavík fór hátiðin fram í miðborginni að viðstöddum miklum fjölda fólks og myndaðist þjóðhátíðarstemming á svæðinu. Stjórn Landsbankans tók þá ákvörðun að halda upp á þessi tímamót með veglegum hætti og eiga há-

tíðarhöldin að standa yfir í eitt ár eða til 1. júlí á næsta ári.með margvíslegum hætti. Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem boðið hefur verið upp á er Farandleikhús Landsbankans sem sýnir verkið ,,Brot úr sögu banka’’ og er leikdagskrá í léttum dúr þar sem rakin er saga Landsbankans frá árinu 1886 til dagsins í dag. Leikhópurinn hefur að undanförnu ferðast á milli útibúa bankans hringinn í kringum landið. Verkið var sýnt í Höfðabakkaútibúi á dögunum að viðstöddum fjölda

áhorfenda. Sýningunni var frábærlega vel tekið og vakti verðskuldaða hrifningu þeirra sem á horfðu. Höfundur verksins er Felix Bergsson og leikstjóri Valur Freyr Einarsson. Leikararnir fóru á kostum í leik sínum en þeir voru Björgvin Frans Gíslason, Jakob Þór Einarsson og Kristjana Skúladóttir. Valdimar Kristjónsson stjórnaði lifandi tónlist. Að leiksýningunni lokinni kom síðan Sproti og skemmti yngsta fólkinu. Boðið var upp á kaffi og kökur eins og vera ber í afmælum.

... og skiluðu sínum hlutverkum af mikilli prýði.

Hér var það Gleðibankinn sem tekinn var fyrir með tilþrifum.

Viðskiptavinir fengu sér kaffisopa og fylgdust vel með enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á leiksýningu í bankaútibúi.

Starfsmenn Landsbankans í Höfðabakka fylgdust spenntir með gangi mála.

GV-myndir AB

Þessir viðskiptavinir Landsbankans fylgdust spenntir með.


15

GV

Fréttir

Frístundamiðstöðvadagurinn

Miðvikudaginn 1.nóvember var félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Dagurinn var samstarfsverkefni þeirra 18 félagsmiðstöðva sem starfa í borginni og voru því allar miðstöðvarnar í Grafarvogi opnar milli 17 og 21. Dagskráin var misjöfn á milli staða en á öllum stöðunum var foreldrum og allri fjölskyldunni boðið að kíkja í heimsókn. Þar gátu ungir

sem aldnir kynnt sér starfsemi sinnar félagsmiðstöðvar og skorað á hina kynslóðina í borðtennis og pool. Unglingarnir sýndu hvað í þeim bjó og skemmtu gestum og gangandi með: söng, dansi, rappi, gítarleik og leikrænum tilburðum. Aðsókn var á flestum stöðum glimrandi góð og er það von allra að þessi dagur sé kominn til að vera. Sjáumst að ári!

Þessar vinkonur tóku sig vel út.

Foreldrarnir fjölmenntu og létu ekki sitt eftir liggja.

Eins gott að vera liðugur i svona leik.

Grafarvogsblaðið 10. tbl. 17. árg. 2006 - október

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

70% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Mest lesni fjölmiðillinn í Grafarvogi Langbesta verðið og mesti lesturinn Jólablaði okkar verður dreift 7. desember

587-9500


17

16

GV

Fréttir

Keppnin í snóker var spennandi.

Kolbrún keppti fyrir Hamraskóla.

Frábærir taktar í Dodgeball.

Keppendur frá Rimaskóla.

Þessir nemendur voru í miklu stuði á ballinu.

Fréttir

Keppt í púsli.

Grafarvogsleikar - Engjaskóli fór með sigur af hólmi

Axel í Foldskóla vann kappátið með glæsibrag.

Í byrjun var keppt í púsli.

GV

Þessir keppendur sýndu góð tilþrif í softí.

Úrslitin tilkynnt og spennan mikil.

Dagana 25. október til 3. nóvember héldu félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi sína árlegu Grafarvogsleika. Á þeim keppa félagsmiðstöðvarnar sín í milli í hinum ýmsu íþróttagreinum, bæði hefðbundunum og óhefðbundnum. Leikarnir fóru fram nú með aðeins

breyttu sniði að því leyti að leikarnir dreifðust á tvær vikur í stað einnar áður og keppniskvöldin voru fjögur í stað þriggja áður. Á meðal keppnisgreina var fótbolti, kappát, softí, ,,dodgeball’’, ,,guitar hero’’, billjard, stultuboðhlaup en þetta eru bara örfá dæmi um þær margvíslegu greinar sem keppt var í.

Grafarvogsleikarnir enda alltaf á sameiginlegu balli og nú fór það fram í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldaskóla. Nú í ár var metmæting en 365 unglingar úr öllum félagsmiðstöðvunum skemmtu sér frábærlega undir ferskum tónum frá DJ Lilla B. og fór ballið afar vel fram. Á ballinu voru sigurvegarar

heiðraðir og nú í ár sigraði félagsmiðstöðin Engyn í Engjaskóla. Fyrir hönd Gufunesbæjar vilja starfsmenn félagsmiðstöðvanna þakka unglingunum fyrir frábæra leika. Kveðja, Félagsmiðstöðvarnar Engyn, Fjörgyn, Flógyn, Frígyn/Tegyn, Græðgyn, Nagyn, Sigyn og Sængyn.

Fulltrúar skólanna taka við bikurum.

Fjör á ballinu.

Keppnin á stultum var spennandi.

Keppendur spreyta sig í fótboltaspilinu.

Hrafnhildur tekur við bikarnum fyrir hönd Engyn í Engjaskóla.

Knattspyrnan var vinsæl.

Beðið eftir úrslitunum á ballinu í Fjörgyn.

Strákarnir létu ekki sitt eftir liggja á ballinu.


18

GV

Fréttir Söfnuðu dóti í skókassa og sendu út til bágstaddra barna í Úkraínu:

Jólin í skókassa

Í byrjun nóvember tóku nokkur frístundaheimili í Grafarvogi þátt í verkefninu Jól í skókassa en það er verkefni sem KFUM og KFUK standa að og felst í því að safna dóti í skókassa og senda út til bágstaddra barna í Úkraínu. Krakkarnir sem tóku þátt í verkefninu komu með dót af ýmsum toga s.s. bíla, dúkkur, föndur, fatnað o.fl. sem þau settu í skókassa. Síðan var kössunum pakkað inn í jólapappír og skráð á þá hvort innihaldið væri sérstaklega ætlað stelpu eða strák og fyrir hvaða aldur það hentaði. Þátttaka í svona verkefni vekur krakkana örugglega til umhugsunar um kjör barna víða í heiminum og kennir þeim að það skiptir máli að rétta hjálparhönd. Áhuginn var mikill og jólapakkarnir margir.

Það var nóg að gera hjá börnunum og pakkarnir merktir á ensku.

Stoltar dömur með fallega jólapakka handa bágstöddum börnum í Úkraínu.

Stoltur með stóran pakka.

Einbeitt dama að pakka í skókassa.

Eins gott að merkja þetta vel - á ensku.


Frábær tilboð í GULLNESTI Fjölskyldutilboð: 4 ostborgarar Stór af frönskum Kokteilsósa 2 ltr. af kók

Tilboðin gilda frá 16. - 26. nóvember

2.150,-

Frábært tilboð Pylsa, Hraun og lítil kók í gleri

370,Grillið í Grafarvogi

Gylfaflöt 1-3 - 567-7974


20

GV

Fréttir

Framhaldsskólakynningin Dagana 28. og 29. nóvember næstkomandi kl. 18:00 - 20:00 standa námsráðgjafar grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi fyrir sameiginlegri kynningu á framhaldsskólum. Hér gefst nemendum og foreldrum einstakt tækifæri til að kynna sér skólana. Fulltrúar eftirtalinna skóla mæta og segja stuttlega frá námsbrautum, inntökuskilyrðum og svara fyrirspurnum. Kynningarnar fara fram í Borgarholtsskóla Og verða væntanlega sem hér segir: Þriðjudaginn 28. nóvember: Kl. 18:00 - 19:00 - Borgarholtsskóli. - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. - Fjöltækniskólinn. Kl. 19:00 - 20:00 - Fjölbrautaskólinn við Ármúla. - Menntaskólinn í Kópavogi. - Iðnskólinn í Reykjavík. Miðvikudaginn 29. nóvember: Kl. 18:00 - 19:00 - Kvennaskólinn í Reykjavík. - Menntaskólinn í Reykjavík. - Menntaskólinn við Sund.

Hrafn Jökulsson skákfrömuður fór fyrir B-sveitinni. Sveitin vann allar sínar viðureignir. F.v. Hrafn, Hörður Aron, Dagur Andri, Vignir Bjarnason og Sigríður Björg.

Fjölnir á flugi upp í fyrstu deild frá Tékklandi og Regina Pokorna frá Slóvakíu reynast Fjölni góður liðsstyrkur og eru bæði ósigruð eftir fjórar umferðir af sjö. Skáksveit Fjölnis hefur eins og áður segir góða forystu í 2. deild með 20 vinninga. Næstu sveitir eru með 15,5 vinninga. B, C og D skáksveitirnar tefla í fjórðu deild og eru skipaðar skákmeisturum á öllum aldri, mest bráðefnilegum grunnskólanemendum. B-sveitin er í 4 sæti af 28 liðum. Skákfrömuðurinn Hrafn Jökulsson fer fyrir sveitinni og vann hann allar sínar skákir með glæsilegum hætti. Seinni hluti Íslandsmótsins fer fram í byrjun

mars og verður þá áfram stefnt að öruggum sigri í 2. deild og að sæti í 1. deild að ári. Að sögn Helga Árnasonar liðsstjóra og formanns skákdeildarinnar hafa markmið skákdeildarinnar gengið eftir þ.e. að koma Fjölni upp í fyrstu deild og gefa hinum ungu og efnilegu skákmönnum Fjölnis tækifæri á að tefla meðal þeirra bestu. Ingvar Ásbjörnsson nemandi í Rimaskóla hefur átt fast sæti í A sveitinni og þau Hörður Aron Hauksson, Dagur Andri Friðgeirsson og Sigríður Björg Helgadóttir sem öll eru á grunnskólaaldri tefldu með B sveitinni og stóðu þar vel fyrir sínu.

Þeir Patrekur Þórsson og Jón Trausti Harðarson voru að tefla sínar fyrstu keppnisskákir á Íslandsmóti. Þessir 9 ára strákar eru nú þegar orðnir mjög góðir skákmenn.

Skákdrottningin Regina Pokorna kemur frá Slóvakíu. Hún tefldi einnig fjöltefli við 40 krakka í Rimaskóla á vegum KB banka í Grafarvogi.

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram helgina 20. - 22. október. Um 400 þátttakendur frá öllum landshornum og á öllum aldri tefldu undir sama þaki í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skákdeild Fjölnis sendi fjögur lið til keppni. A sveit Fjölnis sem sigraði í þriðju deild í fyrra er strax komin með yfirburðarstöðu eftir fyrri hlutann og fátt virðist koma í veg fyrir að Grafarvogsbúar tefli í deild þeirra bestu á næsta vetri. Skákdeild Fjölnis hefur þurft að leita út fyrir landsteinana að liðsmönnum enda flestir íslenskir skákmeistarar bundnir í sveitum eldri skákfélaga. Þau Tomas Oral

Kl. 19:00 - 20:00 - Menntaskólinn við Hamrahlíð. - Menntaskólinn Hraðbraut. - Verslunarskóli Íslands. Vonandi er að allir nemendur og foreldrar nýti sér þetta tækifæri og mæti til að kynna sér sem flesta skólanna. Ætti það að auðvelda valið í vor.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, flytur ræðu á aðventukvöldi í Grafarvogskirkju þann 3. desember nk.

Borgarstjóri á aðventukvöldinu 3. des.

Í skáksveitum Fjölnis eru áberandi keppendur á öllum aldri og af báðum kynjum.

Öflug A sveit Fjölnis: Tomas Oral, Regina Pokorna, Faruk Tairi, Tómas Björnsson, Jón Árni Halldórsson og Ingvar Ásbjörnsson.

Áheitaleikur Fjölnisstelpna tókst mjög vel

Ræðumaður á aðventukvöldi í Grafarvogskirkju þann 3. desember nk. verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík. Við munum birta ræðu Vilhjálms í jólablaði Grafarvogsblaðsins.

Bikarmót í listdansi Bikarmót Skautasambands Íslands í listdansi verður haldið í Egilshöll helgina 25.-26. nóvember. Mótið hefst kl: 08.00 báða dagana og má búast við mjög skemmtilegri keppni. Stelpurnar í 4. flokki ásamt aðstoðarfólki.

Laugardagskvöldið 21. október sl. spilaði 4. flokkur kvenna í handbolta í Fjölni, áheitaleik. Var þetta hluti af fjáröflun vegna Svíþjóðarferðar flokksins næstkomandi sumar. Fyrir leikinn gengu stelpurnar í íbúðarhús og fyrirtæki og var þeim tekið vel víðast hvar. Spilað var frá kvöldi og fram á sunnudagsmorgun. Hinir ýmsu fjölskyldumeðlimir fengu að spreyta sig með stelpunum og sýndu gamla

takta og vakti framganga þeirra mikla lukku. Þegar komið var langt fram á sunnudagsmorgun voru stúlkurnar og þeir sem með þeim voru þreyttir en að sama skapi ánægðir. Það var öllum ljóst sem að þessu stóðu að stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði í alla staði og vilja þær hér með þakka einstaklingum og fyrirtækjum kærlega fyrir veittan stuðning.


21

GV

Fréttir

Dagskrá tileinkuð Sigurbirni biskupi Einarssyni

Strákarnir efnilegu í 6. flokki Fjölnis. Hér eru framtíðar handboltamenn á ferð. Á myndinni til hliðar er lagt á ráðin fyrir erfiðan leik.

Íslandsmótið byrjar vel hjá 6. flokki karla Fyrsta Íslandsmót vetrarins í handbolta 6. flokks karla var haldið í Kaplakrika af FH. Fjölnir mætti með fjögur lið til leiks, A-lið, B-lið og tvö C-lið. Fjölmargir foreldrar mættu til að styðja liðin og leikgleðin og baráttan einkenndi liðin í öllum leikjum. Strákarnir stóðu sig vel og komust þrjú liðanna í úrslit, sem er frábær árangur. A-liðið sigraði mótið eftir spennandi úrslitaleik við Fram sem endaði 8-7. B-liðið stóð sig ágætlega, en komst ekki upp úr riðlinum að þessu sinni. Annað C-liðið lenti í 7. sæti og hitt C-liðið í 8. sæti. Til hamingju með árangurinn strákar!

Á sunnudaginn 19. nóvember nk. kl. 10-14 verður dagskrá á Degi Orðsins í Grafarvogskirkju, sem tileinkuð er Sigurbirni biskupi Einarssyni. Dagur Orðsins er nú haldinn í fyrsta sinn í Grafarvogskirkju. Í framtíðinni á hann að verða árviss viðburður í kirkjunni. Hann er hátíð Guðs orðs og útleggingar þess. Á þessum fyrsta Degi Orðsins heiðrum við sérstaklega Sigurbjörn biskup Einarsson. Hann fagnaði 95 ára afmæli sínu 30. júní síðastliðinn. Hann hefur gefið út tvær bækur á þessu ári: Meðan þín náð, ræðusafn og Játningar Ágústínusar. Hann hefur verið einstakur boðberi kirkju og kristni í Hr. Sigurnjörn Einarsson biskup. meira en sjö áratugi. Hann er sterkur prédikari, frábært sálmaskáld og mikilhæfur kennimaður. Honum verður hiklaust skipað í flokk með þeim andans jöfrum örðum sem við Íslendingar eigum, eins og sr. Hallgrími Péturssyni, meistara Vídalín og sr. Matthíasi Jochumssyni. Kl. 10-11 á sunnudagsmorgun verða flutt fjögur stutt erindi um Sigurbjörn biskup. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju fjallar um kennimanninn, dr. Svanur Kristjánsson, prófessor, fjallar um Sigurbjörn og pólitíkina, dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknaprófessor á Árnastofnun fjallar um sálmaskáldið og Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrv. forseti Alþingis mun segja frá því hvernig Sigurbjörn biskup hefur birst henni á opinberum vettvangi. Kl. 11 verður messa í Grafarvogskirkju, þar sem Sigurbjörn biskup prédikar. Allir sálmar messunnar verða eftir Sigurbjörn biskup. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari ásamt prestum safnaðarins. Í hádeginu verður boðið upp á léttar veitingar. Kl. 13-14 verður lesið úr verkum Sigurbjarnar biskups. Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, Gunnar Stefánsson, dagskárfulltrúi RÚV, Bryndís Pétursdóttir, leikkona, Hjörtur Pálsson, cand. mag., Halla Kjartansdóttir, menntaskólakennari og Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri og skáld lesa. Tónlist verður flutt á milli lestra. Barnagæsla verður allan daginn í Grafarvogskirkju. Prestar og sóknarnefnd safnaðarins vonast til þess, að sem flestir sjái sér fært að koma í Grafarvogskirkju á sunnudaginn kemur og heiðra Sigurbjörn biskup með nærveru sinni. Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogssókn.

Leggðu inn á heilsubankann fyrir jólinn Tveggja mánaða kort 7.990 kr.1 Frír tími í spinning Gildir út nóvember 2006

1 Frír tími Föstudagsfjör Gildir út nóvember 2006

1 Frír tími í Jóga Gildir út nóvember 2006

www.orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun Egilshöllinni Simi: 594 9630


22

GV

Fréttir

Sprangað á öðrum skónum og ,,skemmtisigling’’ með Herjólfi:

Ævintýraferð 5. flokks til Eyja Íslandsmót 5. flokks kvenna í handbolta hófst helgina 27.-29. október síðastlinn með móti í Vestmannaeyjum. Ekki var nú útlitið gott á föstudeginum, flug féll niður vegna veðurs og stórsjór var þannig að líðan margra þeirra fjölmörgu handboltastúlkna sem fóru með Herjólfi var ekki sem best. Fjölnisstúlkur stóðu sig sem sannar hetjur í þeirri ferð og sýndu og sönnuðu að þar voru miklir sægarpar á ferð.

Skemmtileg stemmning Sprangað á öðrum skónum.

Mikil stemmning var í hópnum alla helgina, mótið var vel skipulagt af ÍBVfólki og veðrið sem Eyjamenn buðu upp á á laugardegi og sunnudegi var til fyrirmyndar. Stelpurnar áttu góða spretti á mótinu, en komust ekki í úrslit að þessu sinni.

Skóstuldurinn mikli

Laus störf í leikskólum

Margir urðu heldur hissa eldsnemma á sunnudagsmorgni þegar hlaupa átti út í íþróttahús að keppa, en þá fannst í besta falli annar skórinn í hillunum í anddyri barnaskólans þar sem liðin gistu. Eftir nokkra leit í ruslagámum og í næsta umhverfi barnaskólans fannst einn og einn skór, en búið var að dreifa skónum um bæinn og fundust þeir oftast í görðum, en stundum uppi á þökum húsa. Hafa Eyjamenn löngum verið þekktir fyrir fjör og skemmtilegheit, en hér fannst mörgum of langt gengið. Stelpurnar í Fjölni fundu flestar sína skó, þó fóru tvær skónum fátækari heim, en forsvarsmenn ÍBV tóku málið í sínar hendur, héldu leit áfram og lofuðu að leysa málið farsællega.

Viltu vinna í þínu hverfi? Þá höfum við störf fyrir þig . Laus störf í Grafarvogi.

.. .. .. . .. . .. .

Deildarstjórar Hulduheimar, Vættaborgum 11, sími 586-1870. Staðan er laus um áramót. Lyngheimar, v/Mururima, sími 567-0277.

Leikskólakennarar/leiðbeinendur Brekkuborg, Hlíðarhús 1, sími 567-9380. Engjaborg, Reyrengi 11, sími 587-9130. Fífuborg, Fífurima 13, sími 587-4515. Hamrar, Hamravík 12, sími 577-1240. Hulduheimar, Vættaborgum 11, sími 586-1870. Um er að ræða stöðu eftir hádegi. Laufskálar, Laufrima 9, sími 587-1140. Lyngheimar, v/Mururima, sími 567-0277.

Fjölnisstúlkur urðu illa úti í skóstuldinum, en flestar fundu sína skó áður en haldið var heim með Herjólfi.

Sérkennsla Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970. Um er að ræða 75-100% stöðu.

Yfirmaður í eldhús Hulduheimar, Vættaborgum 11, sími 586-1870. Klettaborg, Dyrhömrum 5, sími 567-5970.

Aðstoðarmaður í eldhúsi Brekkuborg, Hlíðarhús 1, sími 567-9380.

Laus störf í Grafarholti Valdís kát eftir að hafa fundið sinn skó uppi á húsþaki við Brekastíg.

.. . .

Leikskólakennarar/leiðbeinendur Geislabaugur, Kristnibraut 26, sími 517-2560 Maríuborg, Maríubaug 3, sími 577-1125. Reynisholt, Gvendargeisla, sími 517-5560.

Aðstoð í eldhús Maríubaugur, Maríubaug 3, sími 577-1125. Um er að ræða 75% starf.

Nánari upplýsingar um þessi störf veita leikskólastjórar í viðkomandi leikskóla. Einnig veitir Starfsmannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í síma 411-7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um laus störf er að finna á heimasíðunni www.menntasvid.is Heimferðin með Herjólfi var þægileg í góðu veðri.


Tilvalin jólagjöf fyrir vandláta veiðimenn! Flugubox úr mangóviði og við gröfum nafn veiðimannsins á boxið - þéttsetið íslenskum flugum í allra fremstu röð!!

Hágæðaflugur - íslensk hönnun Sjón er sögu ríkari!! Kíktu á www.Krafla.is Þar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

Sturla Örlygsson með glæsilegan tveggja ára lax sem tók eina af Kröfluflugunum í Hofsá sl. sumar.

Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

,,Flugurnar hans Kristjáns Gíslasonar frá Krafla.is eru alltaf til staðar í mínum fluguboxum og hafa reynst mér ómissandi í lax- og silungsveiði. Fluguboxin frá Kröflu eru stórglæsileg,’’ segir Sturla Örlygsson


24

GV

Fréttir Fyrirtækjakynning GV:

AB Varahlutir 10 ára

,,Við hjá AB-Varahlutum leggjum áherslu á að bjóða gæðavöru á betra verði og eru allar vörur okkar gæðavottaðar,’’ segir Jón S. Pálsson, eigandi verslunarinnar AB-Varahlutir að Bíldshöfða 18. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og er því 10 ára um þessar mundir. AB-Varahlutir sérhæfir sig í sölu bifreiðavarahluta og kjörorðið er ,,Betri vara - betra verð’’. Áhersla fyrirtækisins hefur verið á að þjónusta bifreiðar sem framleiddar eru í Asíu og Evrópu eða þær tegundir sem algengastar eru á markaðnum hverju sinni. AB-Varahlutir bjóða upp á gott úrval boddíhluta, ökuljós og spegla, sem og slithluti, t.d. hemlahluti, stýrishluti, spyrnur, hjólalegur, öxulliði, öxulhosur, reimar og kúplingasett. ,,Okkar aðalsmerki er að eiga hlutina til á lager en í þeim tilfellum sem svo er ekki þá tekur það aðeins 10-14 daga að útvega hlutina þar sem allir okkar birgjar eru innan Evrópu. Einnig bjóðum við upp á hraðpantanir sem taka

enn styttri tíma,’’ segir Jón. Eins og áður sagði leggja ABVarahlutir áherslu á að bjóða gæðavöru á betra verði og eru allar vörur fyrirtækisins gæðavottaðar með ISO-staðli. Fyrir utan að vera orðnir stærstir á eftirmarkaði í sölu boddíhluta selja ABVarahlutir almenna bifreiðavarahluti þar sem þekkt og örugg vörumerki eru höfð í fyrirrúmi. Þá má geta þess að AB-Varahlutir hafa frá upphafi haft í sölu alla ekta (original) varahluti fyrir Toyota bifreiðar ásamt rafgeymum, olíum og hreinsivörum frá Toyota. ,,Við höfum ávallt lagt upp með að veita persónulega þjónustu og við höfum byggt upp traustan hóp viðskiptavina. Við þjónustum hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og höfum það alltaf að markmiði að vera ,,bestir í þína þágu,’’ sagði Jón S. Pálsson. AB-Varahlutir eru til húsa að Bíldshöfða 18. Slóðin á heimasíðu fyrirtækisins er www.abvarahlutir.is og síminn 567-6020.

,,Við þjónustum hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og höfum það alltaf að markmiði að vera ,,bestir í þína þágu,’’ sagði Jón S. Pálsson, eigandi AB-Varahluta, Bíldshöfða 18. GV-mynd PS

Leysum biðlistavandann Enn eru 92 ung skólabörn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilunum í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæjarhverfi. Tæplega tvöhundruð foreldrar í þessum hverfum eru á hverjum degi í vandræðum með að stunda atvinnu sína af því börnin þeirra komast ekki að í frístundastarfi borgarinnar. Þessu reyna foreldrar að bjarga með ýmsum ráðum, einhver börn eiga eldri systkini sem stundum eru búin í skólanum á sama tíma og geta passað þau, nokkur eru e.t.v. svo heppin að eiga ættingja eða vini sem hægt er að leita til dag og dag. Sum eru ósköp dugleg og geta stundum verið ein heima þar til einhver eldri kemur heim. Það vilja hins vegar engir foreldrar láta 6-8 ára gömul börn sín vera ein heima jafnvel þótt þau séu dugleg. Þess vegna eru tæplega tvöhundruð pabbar og mömmur í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ á daglegum þönum úr vinnunni að sækja börnin sín, taka þau með sér í vinnuna eða að taka vinnuna með sér heim. Oftar þó mömmur en pabbar ef marka má reynsluna. Frá kl. 2 á daginn, flesta daga vikunnar undanfarnar 13 vikur hafa þessir foreldrar verið í símanum að athuga hvort börnin hafi skilað sér heim, athuga hvort allt sé í lagi þegar eldri systkinin eru að passa, redda pössun hjá ættingjum og vinum eða hreinlega stinga af úr vinnunni.

Sumir hafa þurft að gefa eftir störf sín að hluta eða öllu leyti vegna þessa langvarandi ástands. Margir hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi. Ástandið er sérstaklega erfitt fyrir einstæða foreldra og foreldra barna með þroskafrávik eða fötlun. Svona er þetta búið að vera frá því skólinn hófst um miðjan ágúst. Samt var þetta alveg fyrirsjáanlegt. Það skal tekið skýrt fram að þetta ástand er engan veginn starfsfólki ÍTR um að kenna. Það hefur lagt á sig mikla vinnu og erfiði við að ráða bót á þessum vanda og þar hafa stjórnendur gengið eins langt og þeim er framast unnt innan þess ramma sem þeim er settur. Sú vinna dugar hins vegar ekki til eins og hinum pólitískt kjörnu fulltrúum á fyrir löngu að vera orðið ljóst.

Athafnastjórnmálamenn Í lok maí tók við stjórn borgarinnar fólk sem talaði um sjálft sig sem athafnastjórnmálamenn, nýja gerð stjórnmálamanna sem eyddi ekki tímanum í samræður heldur léti verkin tala. Þetta ágæta fólk stóð dyggilega vörð um hagsmuni foreldra í aðdraganda kosninga síðasta vetur þegar mannekla var á leikskólum og frístundaheimilum og krafðist þess að þáverandi meirihluti gerði eitthvað í málunum. Samfylkingin vék sér ekki undan þeirri pólitísku ábyrgð, djörf ákvörðun var

tekin um að hækka laun þeirra lægst launuðu og ástandið batnaði til muna. Það er hins vegar viðvarandi þensluástand í þjóðfélaginu og þess vegna erfitt að ráða fólk í lágt launuð og krefjandi störf. Það er heldur ekki endalaust hægt að hækka laun, nú þarf að leita fleiri leiða, greina ástandið, ræða við þá sem að málinu koma og finna lausn á vandanum. Í lok maí vissu allir að þensluástandinu myndi fylgja mannekla á frístundaheimilum nú í haust. Fulltrúar Samfylkingarinnar vöktu athygli á þessum vanda á fyrsta fundi nýskipaðs íþrótta- og tómstundaráðs 23. júní í sumar. Formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, athafnastjórnmálamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, hélt samt ekki annan fund fyrr en 11. ágúst eða rétt áður en börnin áttu að mæta í skólann. Á þeim fundi voru biðlistar skoðaðir og málið rætt, fingur krossaðir og vonað að nú færi fólk að hópast í vinnu hjá frístundaheimilunum. Það gerðist hins vegar ekki. Næsti fundur var ekki haldinn

fyrr en 6 vikum síðar, 22. september. Þá ítrekaði Samfylkingin nauðsyn þess að gera eitthvað í málunum. Að rætt yrði við fagaðila og foreldra og fundin lausn. Ítrekaði að börn og foreldrar biðu í erfiðri stöðu. Í 13 vikur hafa foreldrar í hundraðatali þurft að stelast fyrr heim úr vinnunni, taka vinnuna með sér heim eða börnin sín með í vinnuna. Í 13 vikur hafa börn þurft að bíða ein heima

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi og fulltrúi í Hverfisráði Grafarvogs, skrifar: eftir skóla eða vera á þeytingi á milli staða og ýmissa aðila sem geta litið eftir þeim stund og stund. Athafnastjórnmálamaðurinn hefur haft 23 vikur til að leysa málið. 10 vikur áður en biðlistar urðu vandamál og 13 vikur eftir að þeir urðu vandamál. Oddvitinn sem í vor sagðist ætla að "hugsa stórt, horfa langt og byrja strax".

Leysum vandann Nú er fyrirkomulagið þannig að

einungis er hægt að kaupa fulla frístundavistun eða enga. Þetta tel ég ekki heppilegt fyrirkomulag við núverandi aðstæður. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur talað fyrir því að kannaðir yrðu möguleikar á hlutavistun, t.d. 3-4 daga í viku. Ég tel að margir foreldrar myndu velja slíka leið ef þeir ættu kost á því. Suma daga eru nefnilega börn að fara í skipulagt tómstundastarf, stundum er einhver heima og suma daga er maður kannski búinn fyrr í vinnunni og vill njóta dagsins með barninu sínu. Þá er óþarfi að vera að borga fyrir fulla vistun alla 5 dagana. Óþarfi að taka frá pláss sem einhvern annan vantar. Í þeim skólum í Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ þar sem börn eru á biðlista eru tæplega 333 börn með fulla vistun. Ef þriðjungi þeirra nægir að vera með vistun 3-4 daga í viku er nánast komin 3-4 daga vistun fyrir þau 92 börn sem bíða eftir plássi. Ég skora á þá sem það geta og vilja að hringja í þjónustusíma Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, fá samband við frístundaheimili síns skóla og biðja um hlutavistun. Það myndi skapa pláss fyrir börn sem hafa beðið eftir frístundavistun í 13 vikur. Leysum vandann. Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í hverfisráði Grafarvogs.


25

GV

Fréttir

28 nýir skátar og ylfingar vígðir - kvöldvaka á 94 ára afmæli íslenskra skáta Haldið var uppá 94 ára afmæli íslenskra skáta í skátaheimilinu 2. nóvember síðastliðinn. Þá voru 28 skátar og ylfingar vígðir inní skátahreyfinguna í hefðbundinni vígsluathöfn þar sem skátarnir fóru með skátaheitið. Til að geta vígst sem skáti þurfa skátarnir að kunna skil á ýmsum atriðum tengdu skátastarfi en einnig landi og þjóð. Meðal annars þurfa þau að þekkja sögu skátahreyfingarinnar, skátalögin, hver er forseti þjóðarinnar, 1 erindi þjóðsöngsins og fleira. Að vígslu lokinni var kvöldvaka þar sem skátar og foreldrar tóku vel undir í fjörugum skátalögum. Eftir að hafa þanið raddböndin voru allir leystir út með nýbökuðum vöfflum og kakó.

Skátar úr Drekasveit vígðir í skátahreyfinguna.

Sjóskátar vígðir í skátahreyfinguna.

Skátar úr Drekasveit vígðir í skátahreyfinguna.

SKVASSFÉLAG REYKJAVÍKUR

Nývígðir skátar.

Foringjar úr Hamri.

Skvass

Öldurnar – nývígðar sem sjóskátar.

SKVASS FYRIR KRAKKA OG UNGLINGA Unglinga- og krakkastarfið er hafið. Nánari upplýsingar hjá afgreiðslu Veggsports í síma 577 5555.

SKVASSFÉLAG REYKJAVÍKUR


26

GV

Fréttir

Umræðan í Grafarvogi - Frístundakortin klár - Jarðgöng möguleg leið - Bálfarir í Grafarvogi Frístundakortin klár ! Meirihlutinn í borgarstjórn hefur nú mótað tillögur um að öll börn 6-18 ára geti valið sér íþrótta - og tómstundaiðju án teljandi kostnaðar. Tillögurnar taka gildi um mitt næsta ár og

miða að því að niðurgreiða frístundastarf barna um kr. 12.000. - í upphafi en verði komið í kr. 40.000.- á hvert barna 1. janúar 2009. Hugmyndin er að jafna möguleika allra barna til að stunda íþrótta - og tómstundastarf og um leið að efla forvarnarstarf í Reykjavík. Frístunda-

andi byggð við voginn. Leggjum áherslu á þá leið þegar við fjöllum um málið og treystum því að trúin flytji fjöll.

kortin koma sér vel og skila vonandi öflugri og heilbrigðari einstaklingum. Hverfisráð Grafarvogs hefur boðið ungmennaráði Grafarvogs, fulltrúum grunn - og framhaldsskóla hverfisins til umræðu um stöðu ungs fólks í hverfinu, áherslur og framtíðarsýn. Unglingarnir í hverfinu er fyrirmynd þeirra sem yngri eru og því er ábyrgð þeirra mikil. Það er mikilvægt að unglingunum líði vel og að það sé til staðar nægjanlegt framboð afþreyingar og tómstunda innan hverfisins. Mikilvægi samkenndar og sterkrar sjálfsmyndar, ánægju með skólann sinn og hlutdeildar í vinahóp er sýn sem við sjá rætast.

Bálfarir í Grafarvogi Formaður hverfisráðs Grafarvogs hefur farið þess á leit við Kirkjugarða Reykjavíkur að hætt verið við fyrirhugaða bál-

Ragnar Sær Ragnarsson, varaborgarfulltrúi og formaður Hverfisráðs Grafarvogs, skrifar: stofu (líkbrennslu) sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu við Gufuneskirkjugarð. Það er ljóst að hér er um gríðarlega tilfinningalegt og viðkvæmt mál að ræða. Þrátt fyrir nýja tækni við bálfarir hafa margir Grafarvogsbúar lýst óánægju sinni með þessi áform. Það er von undirritaðs að Kirkjugarðar Reykjavíkur dragi þessa fyrirætlan sína útúr uppbyggingaráformum sínum og komi að því leiti til móts við óskir íbúa í Grafarvogi. Þá eru íbúar ósáttir við að ekki var boðað til ítarlegri kynningar en raun var á, áður en framkvæmdir hófust. Ragnar Sær Ragnarsson Varaborgarfulltrúi og formaður hverfisráðs í Grafarvogi

Jarðgöng möguleg leið?

Foreldrar þekkja af eigin raun að það er dýrt að eiga börn sem stunda íþróttir og annað tómstundastarf. ,,Hugmyndin er að jafna möguleika allra barna og unglinga til að stunda íþróttaog tómstundastarf og um leið að efla forvarnarstarf í Reykjavík,’’ segir Ragnar Sær meðal annars í grein sinni.

Ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra möguleika sem nú eru til skoðunar hjá Vegagerð og borgaryfirvöldum vegna lagningu Sundabrautar. Vitneskjan um mögulega brúarframkvæmd hefur hvílt þungt á íbúum Hamra - og Bryggjuhverfis og fátt verið meira rætt en mögulegar nýjar lausnir á því umferðarmannvirki. Nú er til skoðunar lausn sem ekki var sett í umhverfismat á sínum tíma en áhugi beindist að en það er jarðgangnagerð. Það er leiðin sem flestir álíta farsælustu leiðina og hefur minnst áhrif á núver-

Kæru viðskiptavinir!

Dagana 16. nóvember til 7. desember fá allir viðskiptavinir okkar sem panta lit og strípur PARAFIN handarmeðferð Hafið samband til að fá frekari upplýsingar

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


27

GV

Fréttir

Þessar vinkonur elduðu sushi og vorrúllur að hætti Japana.

Al l

ðli

a

llt

PI PAR • SÍA • 60707

19. nóvember

Tilboð gildir aðeins í Grafarvogi. Þessi var glæsileg í japönskum klæðnaði.

r k gos 1 5 0 á Gildir til

.

og

Þemadagar voru 1.-3. nóvember í Húsaskóla og var viðfangsefnið Japan. Nemendum skólans var skipt í hópa og fengu þeir eitt verkefni á dag. Yngsta stig Húsaskóla (1.-4. bekkur) var skipt í 9-10 hópa og gerðu nemendur margt skemmtilegt t.d. úrklippur, horfðu á video um Japan á sal, bjuggu til kort og plöntur frá Japan og unnu með origami. Miðstigið (5.-7. bekkur) fjallaði um Búddatrú, nemendur teiknuðu landakort og fræddust um það, skrifuðu japanskt letur á boli, elduðu japanskan mat (sushi og vorrúllur) og fræddust um eldfjöllin í Japan. Einnig skrifuðu nemendur á íslensku og japönsku ,,velkomin í Húsaskóla’’ á borða sem var hengdur upp í miðrýmis skólans. Nemendur á unglingastigi (8.-10. bekkur) teiknuðu teiknimyndapersónur (manga) og landakort af Japan, kynntust landi og þjóð, skrifuðu ljóð (haikur), lærðu um kúluskít, brutu pappírsbrot (origami), fræddust um japanskt handverk og hernað Japana (samurai), skrifuðu japanska stafi og leystu Sudoku þrautir. Í hádeginu á fimmtudeginum 2. nóvember borðuðu allir japanskan mat með prjónum, kjúkling í teriyaki sósu með hrísgrjónum. Japönsk kona að nafni Kana kom frá japanska sendiráðinu og fræddi nemendur og kennara um komono klæðnað og japanska hluti á bókasafninu. Bæði nemendur og kennarar höfðu bæði gagn og gaman af og var þetta kærkomin viðbót við hefðbundið skólastarf.

zur af m z i p a r a

e ts

Japanskir þemadagar í Húsaskóla

Þessar ungu dömur máluðu glæsileg listaverk.


28

GV

Fréttir

Sigurvegarar mótsins. Þau Hörður Aron Hauksson og Sigríður Björg Helgadóttir urðu efst á TORG-skákmóti Fjölnis og þau einu sem töpuðu ekki skák.

Verðlaunahafar skákmótsins fengu góða vinninga frá fyrirtækjum í Torginu.

Fjölmennt TORGSérkennsla skákmót Fjölnis

Leikskólinn Korpukot auglýsir eftir áhugasömum aðila í hlutastarf til að annast sérkennslu.

Leikskólinn leggur áherslu á nám og þroska í gegnum leik og starf.

. ..

Æskilegir eiginleikar. Háskólamenntun á sviði leikskólakennslu, þroskaþjálfunar, uppeldis- og/eða sálfræði. Færni í mannlegum samskiptum. Skipulagshæfni, áreiðanleiki og nákvæmni í starfi.

Áhugasamir hafi samband í síma 577-1900 / 586-1400

Munið að panta tímanlega fyrir jólin!

Skákdeild Fjölnis stóð annað árið í röð fyrir skákmóti á Torginu, verslunarmiðstöðinni í Hverafold 1 - 3. Mótið er haldið í samstarfi við fyrirtæki á Torginu sem gefa öll verðlaun til mótsins. Rúmlega 30 börn og unglingar skráðu sig til leiks og tefldar voru sex umferðir. Það var heiðursfomaður Fjölnis Snorri Hjaltason sem lék fyrsta leikinn á mótinu. Snorri flutti skörulegt ávarp og hvatti hina ungu keppendur og liðsmenn Fjölnis í skákinni til dáða. Hann sagðist hreykinn yfir því að Umf. Fjölnir hefði innan sinna banda eitt öflugasta skákfélag landsins. Þátttakendur á mótinu voru allt frá nýgræðingum og upp í núverandi Norðurlandameistara. Það var Hörður Aron Hauksson Fjölni sem vann Torg-skákmótið og fékk 5,5 vinninga af sex. Sigríður Björg Helgadóttir Fjölni varð í öðru sæti og efst stúlkna með 5 vinninga. Hún og Hörður Aron voru þau einu sem ekki töpuðu skákum á mótinu og fengu þau verðlaun frá KB-banka að launum. Í næstu sætum urðu þeir Dagur Andri Friðgeirsson Fjölni, Daði Ómarsson TR og Matthías Pétursson TR. Verðlaun fyrir níu ára og yngri fengu þeir Patrekur Þórsson, Jón Trausti Harðarson og Dagur Ragnarsson sem allir eru í Fjölni. Skákstjórn var á herðum þeirra Finns Finnssonar og Helga Árnasonar og gekk mótið hratt og vel fyrir sig. Fjölmargir áhorfendur sem leið áttu um verslunarmiðstöðina fylgdust með einbeittum keppendum. Foldaskálinn færði öllum þátttakendum veitingar í hléi og að loknu móti var happadrætti á pítsum frá Papinos - pizza. Stúdíóblóm-Runni, Bókabúðin, Höfuðlausnir, KB banki, Smíðabær Snorri Hjaltason heiðursformaður Fjölnis leikur fyrsta leikog Stúlkur og stælgæjar gáfu verðlaun á skákmót- inn fyrir Matthías Pétursson Norðurlandameistara úr sveit ið. Laugalækjarskóla.

LEIKSKÓLARNIR FOSSAKOT OG KORPUKOT Einkaleikskólarnir Fossakot og Korpukot í Grafarvogi auglýsa eftir leikskólakennurum, þroskaþjálfa og leiðbeinendum sem fyrst. Skemmtileg vinnuaðstaða í vel búnum leikskólum þar sem unnið er með mikilvægasta fólki í heimi. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu í síma 577-1900 eða sendi tölvupóst á skrifstofa@alla.is FOSSAKOT FOSSALEYNI 4

KORPUKOT FOSSALEYNI 12 Verslunarmiðstöðin Torginu er líka ákjósanlegur staður til að halda fjölmenn skákmót.


29

Fréttir

GV Velheppnað unglingasundmót Fjölnis í Laugardalslaug:

Átta ný Fjölnismet Sunddeild Fjölnis stóð fyrir unglingamóti 3.-5. nóvember í Laugardalslaug. Mótið tókst í alla staði vel og var áberandi hversu mjög foreldrastarfið blómstrar í deildinni. Voru þar fjölmargir sem lögðu hönd á plóginn við alla framkvæmd mótsins, s.s. varðandi tæknilega útfærslu þess við tímamælingar og þess háttar, sölustarfsemi og dómgæslu. Sundfólk Fjölnis stóð sig afskap-

lega vel að vanda og var að synda vel. Bætingar urðu að þessu sinni í nærri helmingi þreyttra sunda og í mörgum tilfellum var um verulegar bætingar að ræða frá fyrri tímum. Gísli Þór sem er 13 ára náði t.d. inn á ÍM-25 með því að bæta sig verulega í 1500 m skriðsundi. Átta ný Fjölnismet voru sett á mótinu, en þar voru að verki þau Katrín Unnur Ólafsdóttir, sem bætti eigið met í 200 m skriðsundi 9-10 ára hnáta

um rúmar 4 sekúndur og setti nýtt glæsilegt Fjölnismet í 200 m bringusundi 9-10 ára hnáta á tímanum 4:00,60. Ólafur Páll Ólafsson setti síðan karla- og piltamet í 1500 og 800 m skriðsundi ásamt því að bæta metið í 100 m fjórsundi pilta og karla. Til hamingju með sundfólkið okkar í Fjölni! Ólafur Pétur Pálsson ritari sunddeildar Fjölnis

Formaður deildarinnar veitti hvatningarverðlaun. Frá vinstri: Katrín Unnur, Fríða, Ólöf, Ylfa Björg, Fjóla, Daníel Hannes, Snæbjörn, Arnar Kári og Marinó.

Boðsundssveit 17 ára og yngri. Frá vinstri: Maríanna, Ragnheiður Rún, Steinunn María og Sigrún Brá.

Boðsundssveit 15 ára og yngri. Frá vinstri: Ívar Þór, Sindri, Daníel Hannes og Gísli Þór.

Ánægðar að loknu velheppnuðu móti. Frá vinstri: Katrín, Katrín Unnur og Bára.

Boðsundssveit 13 ára og yngri. Frá vinstri: Benjamín Þór, Edward Árni, Snæbjörn og Marinó.

Fjölnismenn í fyrsta og öðru sæti, þeir Ívar Þór og Styrmir Már.

Verðlaunagripir á mótinu.

Barnamyndatökur Svart Hvítt og lit Nú er rétti tíminn til að mynda börnin! Ljósmyndþjónusta

Hverafold 1-3, pantanir í síma 517-1166, www.svarthvitt.is


30

GV

Fréttir

Lið Foldaskóla, grunnskólameistari í 7. bekk 2006.

Foldaskóli grunnskólameistari

Bestu dekkin átta sinnum! Í átta ár hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum.

Helgina 14.-15. október var haldið grunnskólamót Reykjavíkur í fótbolta. Keppt var bæði í stúlkna og drengja flokkum. Drengirnir byrjuðu á laugardag og stóðu sig mjög vel; spiluðu skemmtilegan fótbolta og skoruðu mikið af mörkum og sigruðu í sínum riðli með því að vinna 4 leiki og gera eitt jafntefli. Á sunnudeginum byrjuðu þeir á að vinna granna sína úr Hamraskóla 3 - 0 og svo unnu þeir Álftamýraskóla 1 - 0 og þar með var sæti í úrslitaleiknum tryggt. Í úrslitaleiknum spiluðu strákarnir einstaklega vel og unnu Fossvogsskóla 1 - 0. Liðið var þar með grunnskólameistari í 7. bekk árið 2006. Stúlkurnar léku á sunnudeginum. Byrjuðu þær leikinn eldsnemma en létu það ekki á sig fá. Þær léku fimm leiki, unnu þrjá og gerðu tvö jafntefli. Það dugaði þeim ekki til að komast í úrslit þar sem markahlutfall var þeim óhagstætt. Engu að síður var frammistaða þeirra frábær og áttu þær skilið að komast áfram úr sínum riðli. Allir krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og voru bæði sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.

SKVASSFÉLAG REYKJAVÍKUR

Suðurströnd 4 Sími 561 4110

Skvass

Vagnhöfða 23 - S: 590 2000

SKVASS FYRIR KRAKKA OG UNGLINGA Unglinga- og krakkastarfið er hafið. Nánari upplýsingar hjá afgreiðslu Veggsports í síma 577 5555.

SKVASSFÉLAG REYKJAVÍKUR




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.