Grafarholtsblaðið 12.tbl 2021

Page 1

GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 07/12/21 13:29 Page 1

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn á boxin Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

,,Mahoný’’

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

Grafarholtsblað­ið 12. tbl. 10. árg. 2021 desember

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Opið hús 11. og 12. desember Ný Hverfismiðstöð Grafarholts og Úlfarsárdals verður formleg opnuð um komandi helgi, dagana 11. og 12. desember. Opið hús verður báða dagana en sjá má auglýsingu um opnunardagana í næstu opnu. Víst er að íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal munu fjölmenna á opnunarhátíðina. Ný sundlaug, Dalslaug, verður opnuð um helgina og verður aðgangur ókeypis í laugina um helgina. Glæsilegt útibú Borgarbókasafns verður sömuleiðis opnað og Fellið, sem er nýja nafnið á félagsmiðstöð hverfisins, verður opnuð. Í blaðinu eru viðtöl við marga aðila sem tengjast hverfamiðstöðinni.

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Gleðileg jól Reynisvatn og Úlfarsárdalur.

Ljósmynd -sbs

Gjöf sem gleður alla Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú getur nálgast gjafakort í útibúum okkar eða pantað á arionbanki.is/gjafakort og fengið sent heim.

arionbanki.is


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 07/12/21 13:33 Page 2

2

Grafarholtsblað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: ghb@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Símar 698–2844 og 699-1322. Netfang Grafarholtsblaðsins: ghb@skrautas.is / abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - ghb@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Katrín J. Björgvinsdóttir. Dreifing: Póstdreifing. Grafarholtsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarholti, Úlfarsárdal og Reynisvatnsás.

Gleðileg jól Það er með nokkurri tilhlökkun sem við hefjum dreifingu á Grafarholtsblaðinu sem sér blaði. Blaðið hefur hingað til verið fylgifiskur Árbæjarblaðsins en vonandi er sá tími liðinn og stefnt er að því að efla blaðið í framtíðinni. Hvernig það gengur fer mikið eftir því hvernig viðtökurnar verða og hve dugleg fyrirtækin í hverfinu verða að nota blaðið sem auglýsingamiðil. Það er margsannað mál að hverfablöðin í Reykjavík eru afar sterkir auglýsingamiðlar. Þar fyrir utan ættu fyrirtækin í hverfinu að reyna eftir fremsta megni að styrkja útgáfu blaðs eins og Grafarholtsblaðsins. Segja má að það sé allt að því samfélagsleg skilda þeirra. Það er hverju hverfi mikilvægt að eiga sitt eigið blað, sinn eigin fjölmiðil þar sem íbúar geta komið skoðunum sínum á framfæri eða bent okkur á skemmtilegt efni fyrir blaðið. Grafarholtsblaðið mun vonandi efla samkennd íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal. Blaðið verður óháð hvað stjórnmál varðar en gagnrýnið eins og verið hefur. Við munum kappkosta við að birta fréttir úr hverfinu og við tökum við aðsendum greinum frá þeim sem vilja birta greinar í blaðinu. Framundan eru mjög spennandi tímar í Grafarholti og Úlfarsárdal. Um næstu helgi verður mikil hátíð í hverfinu þegar ný glæsileg hverfamiðstöð verður opnuð. Á laugardag og sunnudag geta íbúar hverfisins mætt í nýju miðstöðina og litið augum glæsilega nýja sundlaug og nýtt útibú Borgarbókasafns. Snemma á næsta ári mun Fram flytja endanlega í hverfið og taka í notkun glæsilega aðstöðu. Knattspyrnulið Fram vann deild þeirra næst bestu með miklum yfirburðum í fyrra og næsta sumar munu öll bestu knattspyrnulið landsins mæta í Úlfarsárdalinn. Það er mikið tilhlökkunarefni. Við óskum öllum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með ósk um skemmtilegt samstarf í framtíðinni. Stefán Kristjánsson

ghb@skrautas.is

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Matvörubúð og þrettándinn - eftir Þóri Jóhannsson form. Íbúasamtaka Grafarholts

Aðalfundur Íbúasamtaka Grafarholts var haldinn í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 1. des s.l. Fyrir utan hefðbundin aðalfundastörf og kosningar í stjórn var Pawel Bartoszek, formaður skipulagsráðs með erindi um nýsamþykkt aðaskipulag hverfisins og svaraði hann spurningum fundargesta, m.a. um ástæður þess að Bauhaus fékk ekki heimild til að byggja húsnæði undir stóra matvöruverslun á lóðinni sinni við Lambhagaveg. Helsta ástæða þess að leyfið fékkst ekki var sú að skv. aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir stórum matvöruverslunum á lóð Bauhaus, heldur á að leggja áherslu á verslanir og þjónustu inni í sjálfum íbúðarhverfum. Séu stærri verslanir leyfðar á svæðum sem þessum hafa þær tilhneygingu til að gera starfsemi minni verslana innan hverfis erfitt um vik eins og dæmin sanna. Var beiðni Bauhaus því hafnað í þetta sinn. Voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun meðal fundargesta og sköpuðust nokkrar umræður um málið. Framundan í starfi Íbúasamtakanna er hin árlega þrettándabrenna sem haldin verður í Leirdal ef aðstæður,

veður og covid leyfa. Stefnt er að því að halda skemmtunina föstudaginn 7. janúar og verður hún með hefðbundnum hætti - blysför frá Guðríðarkirkju inn í Leirdal þar sem kveikt verður í brennu, jólasveinar kíkja í heimsókn og jólin verða kvödd með flugeldasýningu.

Nánari upplýsingar um hátíðina verða settar inn á Facebook síðu hverfisins ,,Ég er íbúi í Grafarholti” þegar nær dregur. Kveðja, Þórir Jóhannsson - formaður Íbúasamtaka Grafarholts

Vonandi verður þrettándabrennan í Leirdalnum 6. janúar.

Laugarnar í Reykjavík

Jólasund Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2021 - 2022 Þorláksmessa

Aðfangadagur

Jóladagur

Annar í jólum

Gamlársdagur

Nýársdagur

23. des

24. des

25. des

26. des

31. des

1. jan

Árbæjarlaug

06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

Breiðholtslaug

06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

Dalslaug

06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

Grafarvogslaug

06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

Klébergslaug

11.00-18.00

10.00-13.00

Lokað

11.00-18.00

10.00-13.00

12.00-18.00

Laugardalslaug

06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

Sundhöllin

06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

Vesturbæjarlaug 06.30-18.00

06.30-13.00

Lokað

12.00-18.00

06.30-13.00

12.00-18.00

trön Ylströnd

11.00-15.00

Lokað

Lokað

Lokað

Lokað

11.00-15.00

úsdýragarður Húsdýragarður

10.00-16 10.00-16.00

10.00-16.00

10.00-16.00

10.00-16.00

10.00-16.00

10.00-16.00

KORT S UND Ð Ó ER G J Ö F G JÓL A

Nánar á www.itr.is

www.itr.is

keiluhollin.is

s. 5 11 53 00


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 05/12/21 20:51 Page 3


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 07/12/21 13:40 Page 4

4

Fréttir 024 15.05.2021–14.05.2

Karólína vefari

www.borgarsogusafn.is

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

Er hleðslukerfi rafbíla hausverkur í húsfélaginu?

Grafarholtsblaðið

Helga Friðriksdóttir rekstrarstjóri mannvirkja í Úlfarsárdal:

Miðstöð íþrótta, menningar og mennta 11. desember opnar fyrir almenning ný sundlaug og nýtt borgarbókasafn í Úlfarsárdal. Þetta er stór áfangi fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsársdals sem nú fara að sjá fyrir endann á framkvæmdum við „Hverfismiðstöðina“. Þessi framkvæmd hófst með byggingu mannvirkis sem í dag hýsir yngstu leikskólabörnin (Dalurinn), því næst Dalskóla og nú félagsmiðstöðvar, sundlaugar og bókasafns sem eru samtengd skólanum. Í sumarbyrjun 2022 bætist Fram íþróttahúsið í hópinn og síðar á því ári verður keppnisvöllur utanhúss vígður ásamt því að ýmsar ytri framkvæmdir klárast. Framkvæmdatíminn hefur þannig spannað um sex ár. Heildarmannvirkið er um 18.000 fermetrar og hljóðar fjárfestingin upp á um það bil 14 milljarða króna. VA arkitektar eru aðalhönnuðir hússins, VSÓ ráðgjöf sá um alla verkfræðihönnun og Landmótun sá um lóðarhönnun. Umhverfisvottuð byggingarefni voru notuð eftir föngum, innlend þar sem því var við komið, og þess gætt að viðhaldsþörf yrði í lágmarki. Lögð var áhersla á þætti sem stuðla að heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur byggingarinnar. Byggingin verður umhverfisvottuð af bresku rannsóknarstofnuninni í byggingar-iðnaði, BREEAM. Þess má geta að lögð er áhersla á að íbúar hverfisins noti sem mest umhverfisvænar samgöngur til og frá „Hverfismiðstöðinni“. Strætisvagnar stoppa við bygginguna og þá eru næg hjóla- og hlaupahjólastæði við húsið og er hluti þeirra undir skýli. Bílastæði eru við skóla og verða við Fram íþróttahús.

Bílastuð Eignaumsjónar - þrjár þjónustuleiðir í boði:

Í „Hverfismiðstöðinni“ starfa fulltrúar margra helstu sviða Reykjavíkurborgar svo sem Skóla- og frístundasvið, Íþrótta- og tómstundasvið og Menningar- og ferðamálasvið. Til að þessi svið geti sinnt sinni kjarnastarfsemi af kostgæfni, hefur verið ráðinn rekstrarstjóri fyrir heildarmannvirkið til að tryggja

Helga Friðriksdóttir rekstrarstjóri mannvirkja í Úlfarsárdal. skilvirkan rekstur á því, viðhalda gæðum þess og sjá um alla stoðþjónustu fyrir sviðin. „Hverfismiðstöðinni“ er ætlað að vera miðstöð íþrótta, menningar og mennta fyrir íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts og gegna mikilvægu félagslegu hlutverki fyrir alla íbúa á öllum aldri. Vel er hugað að aðgengismálum og þörfum hreyfihamlaða í allri byggingunni. Fljótlega munum við efna til nafnasamkeppni í hverfinu, þ.e. hvað á

„Hverfismiðstöðin„ að heita? Við hlökkum til að taka á móti íbúum hverfisins um helgina og munum leggja áherslu á að þróa þjónustuna í framtíðinni í góðu samstarfi við þá. Ég vil óska íbúum, öllum sem hafa komið að framkvæmdinni og Reykjavíkurborg til hamingju með nýja og glæsilega miðstöð íþrótta, menningar og mennta í Úlfarsárdal.

Útfararþjónusta í yfir 70 ár

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur

ÚT ÚTFARARSTOFA FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar farar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐAR HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242

Uppl. í síma 698-2844


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 05/12/21 22:26 Page 5

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844 Vistvænar jólaskreytingar Kirkjugarðarnir leggja áherslu á að jólaskreytingar á leiðum séu alfarið gerðar úr lífrænum efnum.

GA KJU RÐA IR

DÆ MA

TS

V R E Y K JA

ÍK

R

K

Eftir áramót er slíkum skreytingum fargað með vistvænum hætti í jarðgerð Kirkjugarðanna.

U RP ÓFAS R

Sjá nánar á www.kirkjugardar.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Hvar vilt þú hlaða batteríin? Við setjum upp hleðslustöðvar á 60 stöðum í borginni næstu þrjú árin. Hjálpaðu okkur D² ƓQQD U«WWX VWD²LQD

Sendu okkur tillögu á reykjavik.is/hledsla


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 07/12/21 13:42 Page 6

6

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Hjörleifur Steinn Þórisson forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Fellið:

Byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis Þann 11. janúar 2021 var fyrsta opnun við félagsmiðstöðina við Dalskóla, þá undir félagsmiðstöðinni Fókus í Grafarholti og Úlfarsárdal. Núna 1. desember 2021 varð breyting á og er nú félagsmiðstöðin við Dalskóla orðin sér félagsmiðstöð. Sett var á nafnasamkeppni þar sem var hægt að koma með hugmynd að nafni á félagsmiðstöðina, var sú keppni auglýst fyrir 5.-10. bekk í Dalskóla og höfðu þau 2 vikur til að skila inn hugmyndum. Eftir það var farið í kosningar og voru 5 nöfn valin til þess að kjósa um, gengið var í ofan greinda bekki og allir fengu að kjósa. Nafnið sem var kosið var nafnið „Fellið“ sem

var hugmynd sem kom frá dreng í 5. bekk í Dalskóla. Nafnið Fellið má tengja við Úlfarsfellið sem er skemmtileg tenging þar sem börnin í hverfinu hafa oft gengið á Úlfarsfellið og eiga þau núna skemmtilega göngu fram undan í félagsmiðstöðinni Fellið. Félagmiðstöðin Fellið þjónustar börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára í Dalskóla og hverfinu. Við í félagsmiðstöðinni viljum halda úti skemmtilegu starfi þar sem börn og unglingar geta leitað í og fundið fyrir öryggi til þess að vera þau sjálf. Starfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis og leggjum við mikið upp úr að félagsmiðstöðin sé þeirra staður og

þau hafa mikið um það að segja hvernig stöðin er sett upp og hvað sé á dagskrá. Félagsmiðstöðin Fellið er opin alla daga og unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Í félagsmiðstöðinni Fellið starfa 4 starfsmenn en það eru Hjörleifur Steinn Þórisson forstöðumaður, Sæunn Heiða aðstoðarforstöðukona, Þorvaldur Júlíusson frístundaleiðbeinandi og Rósa Pálsdóttir frístundaleiðbeinandi. Okkur hlakkar mikið til að vera í miklu og góðu samstarfi við aðra í hverfismiðstöðinni sem og ykkur íbúa og foreldra í hverfinu.

Grafarholtsblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 698-2844

Hjörleifur Steinn Þórisson forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Fellið.

Hrafn Jörgensen forstöðumaður Dalslaugar:

Ný glæsileg sundlaug í Úlfarsárdal Laugardaginn 11. desember kl.11:00 opnar ný og glæsileg sundlaug fyrir almenning, í Úlfarsárdal. Dalslaugin er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur, en síðast opnaði sundlaug í Grafarvogi árið 1998. Dalslaugin er vel útbúin 25 metra löng útilaug með sex brautum ásamt heitum pottum, köldum potti, vaðlaug og eimbaði. Einnig er innilaug sem nýtist vel til kennslu og æfinga en hingað til hafa börnin í Dalskóla þurft að fara út fyrir hverfið til að stunda skólasund. Gert er ráð fyrir stórri rennibraut sem líklega verður tekin í gagnið haustið 2022. Dalslaug verður opin virka daga frá klukkan 06:30 til klukkan 22:00 og frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00 um helgar. Heildaraðsókn í sundlaugar Reykjavíkur hefur verið rúmlega 2,3 milljónir gesta á ári og er Dalslaugin góð viðbót í ört stækkandi hverfum í austurhluta borgarinnar. Það er nýjung að sundlaug og bókasafn deili afgreiðslu og verður því mikið líf í húsinu. Bókasafnið er að mestu sjálfsafgreiðslusafn en starfsfólk í afgreiðslu sundlaugarinnar mun þó líka geta aðstoðað viðskiptavini þess eftir þörfum. Mjög góð aðstaða er fyrir gesti og gangandi og verður gaman að þróa þjónustuna og upplifa samganginn milli skóla, bókasafns og sundlaugar.

u þér t n n y K sem n i ð o b teki jólatil ó p a r rða . eru í U jólum ð a fram úinna b l i t l Úrva kka. a p a f gja

Jólin eru komin hjá okkur í Urðarapóteki Vínlandsleið 16

Opið virka daga kl. 09.00–18.30 og laugardaga kl. 12.00–16.00

Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Hrafn Jörgensen forstöðumaður Dalslaugar.


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 03/12/21 16:56 Page 7

grænn iðnaður

Tökum vel á móti framtíðinni

Markmið Landsvirkjunar er að styðja við og stuðla að nýjum og grænum orkutengdum tækifærum. Þannig leiðum við græna þróun til framtíðar. Nánar á landsvirkjun.is/framtidin


GHB_Árbær Aðsent efni - .qxd 06/12/21 13:28 Page 8

8

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla:

Til hamingju Úlfarsárdalur og til hamingju Reykvíkingar Margt vatnið hefur runnið til sjávar frá því að Dalskóla var ýtt úr vör haustið 2010. Lítill skóli í fallegu nýbyggðu húsi með 80 börnum á aldrinum 2ja – 10 ára og starfsmannahóp sem taldi í byrjun 16 manns. Skólinn var sérstakur í skólaflóru Reykjavíkur því hann var stofnaður sem samrekinn skóli þar sem leikskóli, grunnskóli og frístundaheimilli störfuðu saman undir einni stjórn.

gleði. Við sprengdum hins vegar húsnæðið fljótt utan af okkur og hófust þá ár hinna merku lausu kennslustofa. Þær komu ein af annarri hvert haust, nánast af himnum ofan og urðu í allt 27 talsins. Oft er sagt að skóli sé ekki hús, skóli sé lífið og starfið sem þar fer fram. Það má til sanns vegar færa en því er ekki að neita að þegar framtíðar skólabyggingin fór að potast hér upp þá litum við fagnandi til nýrra tíma í nánd.

Haustið 2018 bættust við fimm kennslustofur á neðra gangi og þá voru 4. bekkingar og upp úr komin í hús. Haustið 2019 mjatlaðist efri hæðin í okkar hendur og listgreinarýmin bættust við síðla hausts og um vorið 2020 kom langþráð mötuneyti í ljós.

Í þorpinu okkar í Úlfarsárdal varð Dalskóli sameiningartákn allra, hingað áttu nánast allir í hverfinu erindi, hér hittist fólkið, leit hér við í ýmsum erindagjörðum og tók þátt í hátíðum og

Það var svo haustið 2016 sem unglingadeildin okkar fékk inni í 1. áfanga nýja skólans. Bjartar stórar kennslustofur, framúrskarandi góð hljóðvist og góð loftgæði.

Þetta hafa verið merkir tímar og þegar litið er til baka er þakklæti ofarlega í huga okkar. Foreldrar í Úlfarsárdal hafa alltaf staðið þétt við bakið á okkur, hvatt okkur og lagt

Dalskóli hefur slitið barnsskónum og er að verða vel myndugur. Hér lifa nú, leika og nema 570 börn dag hvern og með þeim vinna 140 starfsmenn.

mikilvæg lóð á vogarskálar. Við höfum líka notið skilnings og stuðnings Reykjavíkurborgar og átt mjög gott samstarf við Skóla- og frístundasvið sem hafa aðstoðað okkur yfir ýmsan þröskuldinn. Það að hanna og byggja þetta mannvirki um leið og rekinn er skóli í hröðum vexti reyndi oft á okkur öll, starfsfólk, foreldra og börn. Við í Dalskóla höfum enda lagt mikla áherslu á það í okkar starfi að hver dagur sé ævintýri og til þess að uppskera má og á að leggja á sig. Gildi skólans okkar er Hamingjan er ferðalag. Í hamingjuferðalaginu okkar á klífa skriður, detta, staldra við, halda áfram, njóta, dvelja og sigra.

Þessa dagana ríkir mikil gleði í húsinu, langþráð bókasafn að koma í ljós og fyrstu sundtökin hafa verið æfð Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla. í kennslulauginni innanhúss, Fellið félagsmiðstöð unglinganna okkar, sem einnig er hluti byggingarinnar er komin á fulla siglingu. Draumar rætast, það verður gaman að sjá þessa nýju viðbót fyllast af lífi, að hingað geti ungir sem aldnir streymt í leit að andans næringu, samveru og hreyfingu. Til hamingju Úlfarsárdalur og til hamingju Reykvíkingar.

Unnar Geir Unnarsson deildarstjóri Borgarbókasafns í Úlfarsárdal:

Borgarbókasafnið, menningarhús í Úlfarsárdal Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins þar sem menning og mannlíf blómstrar, hvert og eitt safn hefur sína sérstöðu og sinn sjarma og því ættu allir að geta fundið

eitthvað við sitt hæfi og nýtt sér aðstöðuna sem í boði er. Í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal verður lögð áhersla á heilsu, umhverfi og samfélag í viðburðarhaldi og safnkosti,

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

TÍMALAUS ÍSLENSK HÖNNUN

s. 5 11 53 00

þar munu starfa alls átta starfsmenn, deildarstjóri nýs safns er Unnar Geir Unnarsson. Sjálfsafgreiðslusafn Þjónusta við notendur verður með nýju sniði á nýju safni en tvennskonar fyrirkomulag verður á almennri þjónustu við gesti safnsins. Annarsvegar þjónustutími þar sem starfsfólk safnsins er inni á safninu og aðstoðar gesti eftir þörfum og hinsvegar opnunartími þar sem gestir notast við sjálfsafgreiðsluvélar og upplýsingarskjái en starfsfólk í afgreiðslu sundlaugarinnar getur þó aðstoðað ef nauðsyn krefur. Opnunartími safnsins helst þá í hendur við opnunartíma sundlaugarinnar, þannig safnið opnar snemma og lokar seint. Viðburðir við allra hæfi Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og sýningar fyrir börn og fullorðna verða reglulega á dagskrá eins og í öðrum söfnum Borgarbókasafnsins auk þess

sem boðið verður upp á aðstöðu sem hægt er að nýta fyrir fundi eða aðra viðburði. Eftir því sem tíminn líður munu áherslur safnsins þróast í takt við þarfir og óskir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal og annarra gesta. Fullbúið hljóðver Í Bókasafninu verður meðal annars fullbúið upptökuhljóðver, þar verður allt til taks allt sem þarf fyrir faglegar hljóðupptökur og geta gestir spreytt sig við að spila inn tónlist og söng eða stjórna upptökum. Það heyrir til nýbreytni að almenningur eigi svo auðvelt aðgengi að hljóðveri og mun án vafa vekja áhuga og eftirtekt. Boðið verður upp á námskeið í tónsmíðum og söng og hægt verður að fá leiðsögn í upptökustjórn. Það eina sem þarf til að fá að taka upp í hljóðverinu er bókasafnskort og sköpunarkraftur. Opið rými allra Ný stefna Borgarbókasafnsins nefnist

Unnar Geir Unnarsson deildarstjóri Borgarbókasafns í Úlfarsárdal. Opið rými allra og þar er lögð mikil áhersla á að taka á móti fólki á þeirra eigin forsendum og að öllum líði vel á safninu, hvort sem fólk kemur til að sækja sér fróðleik eða afþreyingu, til að vinna eða læra, hitta vini, slaka á eða bara að hanga. Starfsfólkinu hlakkar mikið til að kynnast íbúunum bæði í Úlfarsárdal og Grafarholti og þróa starfið á safninu í góðri samvinnu. Bókasafnið verðum líka í nánu samstarfi við leik- og grunnskólana, félagsmiðstöðvarnar, Dalslaug og íþróttafélagið Fram. En þess má til gamans geta að blái litur Fram var einmitt hafður til hliðsjónar þegar einkennislitur bóksafnsins var valinn.

WWW.ASWEGROW.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.