Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið
Ísabella á hestinum sínum Sólfara með fallegu bláu augun sín. Árbæjarblaðið skrapp upp að Rauðavatni í byrjun sumars og rakst þar á marga Árbæinga, jafnt á tveimur eða fjórum jafnfljótum. ÁB-mynd Katrín J. Björgvinsdóttir
Bifreiðaverkstæði Grafarvogs
almennar bílaviðgerðir
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið
Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is
Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson.
Ritstjórn: Símar 698–2844 og 699-1322.
Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf.
Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - abl@skrautas.is
Prentun: Landsprent ehf.
Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir.
Dreifing: Póstdreifing.
Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti og Norðlingaholti.
Óánægja í úthverfum
Óhætt er að segja að það ríki mikil óánægja á meðal íbúa í úthverfum borgarinnar í kjölfar frétta af fyrirhuguðum íbúðabyggingum á grænum svæðum innan Grafarvogs þar sem ætlunin er að hola niður 500 íbúðum á litlu svæði.
Í kjölfar fréttanna risu íbúar upp og nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þessum framkvæmdum er mótmælt harðlega. Og svo í kjölfar mótmæla
íbúanna kom borgarstjóri fram í fjölmiðlum og sagði um misskiln-ing að ræða.
Ekki væri ætlunin að fara í byggingar á 5 hæða fjölbýlishús-um og troða þeim nánast í garðana hjá fólki sem fyrir er.
Einnig er fyrirhugað að byggja á grænum reitum í Grafarholti og Úlfarsárdal og ef að líkum lætur munu koma fram tillögur um byggingar á grænum reitum í Árbæjarhverfi.
Íbúar í úthverfunum vilja ekki að byggingum sé troðið á lítil svæði í núverandi byggð og nánast í andlit þeirra íbúa sem fyrir eru. Því fyrr sem yfirvöld í borginni átta sig á þessu því betra. Það átta sig allir á því að það er gríðarlegur lóðaskortur í borginni. Vonandi sjá borgaryfirvöld möguleikana á að byggja upp ný svæði og stækka borgina. Hér kemur Geldinganesið fyrst upp í hugann og þar hlýtur að verða byggt í náinni framtíð. Margir hafa nefnt Viðey sem hentugt byggingarland en margir eru einnig andvígir íbúabyggð á þeim merka stað.
Að öðru. Sumarið lætur bíða eftir sér og undarlegt hve kalt hefur verið það sem af er ,,sumri”. Hver ástæðan er skal ósagt látið en það fer von-andi að koma sumar. Ef litið er á bjartsýnustu veðurspárnar í dag má sjá möguleika á hlýnandi veðri. Kuldinn og blásturinn hafa verið alls ráðandi og kylfingur sem hafði samband við okkur á dögunum sagðist ekki muna eftir því að núna, þegar kominn er júlí, er hann ekki búinn að leika golfhring í stuttermabol. Og oftast með lopahúfu á hausnum.
Ekki var vorið betra en það sem af er sumri. Vetrarveður um mikinn hluta landsins, svo grimm að stór hluti varps fugla misfórst og ungadauði var mikill. Það virðist sem að einhverjr breytingar séu að eiga sér stað. Við auðvitað bíðum og sjáum hvað setur. Við vonum að fullyrðingar þeirra sem svartsýnastir eru muni ekki rætast og eftir allt saman þá skelli á sumar á klakanum aður en haustið og veturinn berja á dyrnar. Nú tökum við aðeins lengra frí á milli blaða en vant er en næstu blöð eru í dreifingu 22. ágúst. Stefán Kristjánsson
Endurreisum Elliðaárvirkjun og tryggjum orkuöryggi reykvískra heimila
- eftir Björn Gíslason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Á síðasta fundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lagði undirritaður til að hafin yrði orkuframleiðslu á rafmagni í Elliðaárvirkjun að nýju, með það fyrir augum að tryggja orkuöryggi heimila í Reykjavík. Innviðir sem nú þegar eru til staðar við Rafstöðina í Elliðaárdal verði nýttir, en fjárfest yrði í nýrri túrbínu sem gæti framleitt allt að sex til tíu megavött af rafmagni, en sú gamla annaði einungis þremur megavöttum. Með þeirri aðgerð einni, verði hægt að tryggja orkuöryggi allt að 17 þúsund heimila í Reykja¬vík, sem samsvarar um 34% heimila í höfuðborginni.
Lítið sem ekkert rask Verði farið í framkvæmdina mun það kosta lítið sem ekkert rask. Skoðað verði að byggja 15 fermetra jarðhýsi, þar sem túrbínunni yrði komið fyrir, vestan megin við rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal.
Þá er rörið (fallpípan) sem notuð eru til að leiða vatnsrennslið almennt nokkuð heilleg að sögn sérfræðinga. Til að koma virkjuninni í gang aftur er unnt að fóðra rörið (fallpípuna) með svokölluðum glertrefjum, en þannig gætu það enst næstu eitt hundrað árin.
Vaxandi þörf og möguleg eldsumbrot
Það er einkum tvö atriði sem kalla á að ráðist verði í raforkuframleiðslu í Elliðaárdal á nýjan leik:
Annars vegar er það fyrirséður orkuskortur í landinu öllu, en sama hvort við kjósum að horfa til
Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
grænbókar umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins eða spá Orkustofnunnar um orkuþörf til ársins 2040, er ljóst að vaxandi þörf er á raforku, þannig kallar orkuöryggi á aukna raforkuframleiðslu.
Hins vegar spila þar einnig inn í mögulegar jarðhræringar á Hengilssvæðinu, en eldsumbrotin á Reykjanesi og heitavatnsleysið sem fylgdi í kjölfarið varpa enn frekari ljósi á mikilvægi þess að hafa nægilegan aðgang að rafmagni.
Rétt er að rifja það upp að þar rofnaði heitavatnslögnin á versta mögulega
tíma sem gerði það að verkum að heimili fólks lágu undir skemmdum. Í þessum aðstæðum og miklum kulda gátu íbúar svæðisins aðeins notað rafmagnsofna til húshitunar, en ekki var unnt að leyfa nema einn rafmagnsofn á heimili, þar sem raforkukerfið þoldi ekki meira álag.
Þetta sýnir okkur svo ekki verði um villst að allur er varinn góður. Þá er tómt mál að tala um að hér ríki orkuskortur þegar við eigum tilbúna virkjun í Reykjavík, sem þarfnast örlítill lagfæringa til gangsetningar.
Borgar sig upp á 5-7 árum Fjárfesting þessi tryggir ekki aðeins almannaöryggi, heldur myndi hún borga sig upp á 5-7 árum og yrði þar af leiðandi arðbær framkvæmd fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og þar með borgarbúa alla, enda OR í eigu skattgreiðanda í Reykjavík að mestu.
Nú eru yfir eitt hundrað ár liðin frá því Elliðaárvirkjun tók til starfa. Hún var tekin í notkun á vormánuðum 1921 og var fyrsta vatnsaflsvirkjun Reykvíkinga. Virkjunin var starfrækt til ársins 2014 er aðrennslisrör (fallpípa) hennar gaf sig og var hún þá ein elsta virkjun í heiminum sem enn var í notkun.
Elliðaárvirkjun á þannig stóran þátt í sögu Reykjavíkur, en það færi vel á því að gera sögu hennar og mikilvægi hátt undir höfði með því að gangsetja hana á nýjan leik.
Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)
í r eynslu ir 20 ára þekkingu og r f ið erum með y V
eða sendið okkur tölvupóst á thjonust linu, glega í síma 585 4800 og á netspjal og örug tt yrirspurnum hra erið okkar svarar f Þjónustuv fjjöleignarhúsa.
erum þér tilboð! yrðu í okkur og við g He a@eignaumsjon.is.
585 4 | Reykjavík ut 30 Suðurlandsbra ekstri f
Allir græða
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Þann 19. júní á hverju ári heiðrum við minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og annarra baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, á sjálfan kvennréttindadaginn 19. júní. Þennan dag árið 1915, fengu konur og eignarlausir karlmenn á Íslandi í fyrsta sinn kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Æ síðan hefur baráttufólk fyrir jafnrétti haldið daginn hátíðlegan og hefur Reykjavíkurborg heiðrað Bríeti með því að leggja blómsveig á leiði hennar frá árinu 2011.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt jafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn.
Það er ekkert gefið í þessum heimi Margt hefur breyst og áunnist á þeim 109 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn.
Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni.
Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna.
Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum.
Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar og forsetar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar.
Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. 19. júní hvert ár sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Laxatartar að hætti Jönu
- frábær réttur sem vert er að prófa
Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, býður lesendum okkar upp á frábærar uppskriftir af fiskréttum.
Réttirnir eru í senn hollir og gómsætir og við skorum á lesendur að prófa þessa rétti.
Laxatartar
500 gr. roðflettur lax (látið í frysti í sólahring áður en eldamennskan fer fram.)
1 -2 avókadó.
1/4 rauðlaukur.
1/3 rauður chili.
Handfylli af kóríander.
Allt saxað smátt
Hrærið saman í skál:
Safi úr hálfri sítrónu og smá af berkinum (eða lime).
1-2 msk. ristuð sesamolía.
Rifin ca 3 cm engiferjarót.
4 msk. svört sesamfræ.
4 msk. chili kryddaðar kasjuhnetur saxaðar gróft.
Hellið svo ,,dressingunni” yfir laxinn, avókadóið, laukinn, chilið og kóríanderið.
Kælið í ísskáp í 30 mínútur eða svo.
Ferskt og hrikalega gott salat sem forréttur eða sem aðalréttur með bland af öðrum litlum réttum.
Verði ykkur að góðu. Kristjana Steingrímsdóttir (Jana) jana.is -www.instagram.com/janast
Fjölmargir Árbæingar á knattspyrnuleik á Fylkisvelli.
Árbæjarins besta… er samfélagið okkar
Árbæjarhverfið er náttúruperla í borginni, í hverfinu okkar sem teygir sig frá Ártúnsholtinu, yfir Selásinn og upp fyrir Norðlingaholtið. Í hugum okkar íbúanna hér, hvort sem við erum hér borin og barnfædd eða aðflutt síðar meir, þá er það samt, fyrir sennilega flest okkar, samfélagið sem dregur fólk hingað. Við hittumst á förnum vegi, spjöllum um veðrið , fuglalífið í dalnum og íþróttirnar okkar. Erum þá jafnan í einhverri appelsínugulri flík. Hér er einhver umlykjandi bæjarbragur. Hér er samstaða og samkennd með því sem við eigum saman.
Við erum samt ekkert of rík af samkomustöðum í hverfinu. Fylkisvöllurinn er staðurinn þar sem sennilega flestir Árbæingar koma reglulega saman, hitta gamla og nýja nágranna. Eignast nýja vini. Hér er það Fylkisvöllurinn, beint í miðju hverfinu, þar sem Árbæingar á öllum aldri hafa leikið sér, hópast saman og stundað íþróttir af krafti um áratugaskeið, með sterkri samstöðu sem einkennir Árbæinga. Við búum svo vel að eiga nú tvö lið í efstu deild fótboltans og það færir félaginu okkar umtal, styrk, vöxt og möguleika á að gera betur sem stór félagsmiðstöð fyrir samstillta samfélagið okkar allra í 110 Reykjavík.
Endurvinnslum eropinallad móttakan agahjá
Við tökum vel á mót
Grænir skátar styðja við ungmenna
Það er mikilvægt að við tökum saman þátt í að halda uppi lífvænlegu og öflugu starfi, þó við höfum kannski mismunandi mikinn áhuga á fótbolta. Að hitta sitt fólk, hvetja sín lið, strákana okkar og stelpurnar í Bestu deild, sem flest eiga það sameiginlegt að vera uppalin hérna í hverfinu. Þetta er okkar fólk, sem hljóp hér um sem börn vina okkar fyrir ekki svo löngu.
Það er stefna Fylkis að byggja á ungviðinu okkar því það tryggir öflugt barna- og unglingastarf og það höfum við sannarlega gert og gerum betur en flest önnur félög í því. Og þetta ætlum við að gera áfram.
Munið eftir nýja endurvinn
Móttaka Endurvinnslunnar er opin 20kr. er opin alla d p káíH skátunum í Hr dreru
nsluappinu astarf í samfélaginu. i þér. alla daga vikunnar. agagjhjá b raunbæ fyrir eininguna 20 k eidda Greiddarining eru
Opnunartíminn okkar er:
Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík
Knattspyrnudeild Fylkis hvetur því alla Árbæinga til að halda áfram að koma saman, halda áfram að hittast á vellinum á næsta leik, halda áfram að mæta í appelsínugulu og hvetja okkar fólk áfram. Ekki gefast upp þó á móti blási, því þetta er þess virði að berjast fyrir. Það erum við, þið, samfélagið í Árbænum, sem erum Árbæjarins besta. Áfram appelsínugult, áfram Fylkir. Við erum Árbær.
Gleði – Virðing – Metnaður Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis
Marki fagnað á Fylkisvelli í knattspyrnuleik.
Fylkisstelpurnar fagna marki í knattspyrnuleik á Fylkisvelli.
Við úðum
garðinn
þinn
- Hagstætt verð og vönduð vinna - Ný og viðurkennd efni
- Eyðum líka meindýrum
meindyraeidir@simnet.is
- www.meindyraeydir.is
Minnigarleikur Egils Hrafns Gústafssonar fór fram á Fylkisvelli fyrir framan rúmlega 400 áhorfendur á dögunum þegar 2. flokkur karla fékk Hauka í heimsókn. Veðrið var með allra besta móti eins og leikurinn sjálfur en hann endaði með 7-4 sigri Fylkismanna.
Það var öllum greinilegt að Egill Hrafn átti stóran þátt í öllu sem við kom leiknum.
Það var falleg stund fyrir leik í gær þar sem fyrirliði Hauka afhenti foreldrum Egils peninga gjöf í minningarsjóð Egils en þeir gáfu sektarsjóð sinn í þetta fallega málefni.
Fylkir fékk svo að gjöf frá minningarsjóði Egils bekk sem mun án efa njóta sín við æfingavöll Fylkis og hefur hann fengið nafnið Egilsstúka, með tveim emojumhjarta og geit. Þeir sem ekki þekkja til þá er geitar merkið notað sem G.O.A.T. eða greatest of all time.
Hrafn Gústafsson
Félagar hans og hann sjálfur notuðu þetta merki mjög mikið sín á milli. Þegar við sitjum á bekknum ætlum við að elska og njóta leiksins eins og Egill gerði svo eftirminnilega. Við viljum þakka Haukum sérstaklega fyrir skemmtilegan leik og frábæra gjöf og einnig þeim sem mættu og gerðu leikinn svona eftirminnilegan fyrir okkur öll! Það er á svona stundum sem maður finnur að fótboltinn er svo mikið meira en fótbolti.
Eftir leik var svo Fylkisstrákunum öllum boðið í Pizzaveislu þar sem minnst var Egils með skemmtilegum sögum.
Samstaðan og liðsheildin er einstök,
Þeir sem ekki komust á leikinn en vilja styrkja sjóðinn er bent á reikningsnúmer hans: kt. 540723-0600 reikningsnúmer 0515-14-007962.
Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar
Laxaflugur
IðaKrafla gulKrafla rauðKrafla orange
Krafla bláKrafla grænIðaSkröggur
GrænfriðungurElsaGríma bláGríma gul
Tungsten keilutúpur
Kolskeggur
Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)Krafla kei lutúpa - Tungsten (Mjög þung)
Beygla
SilungaKrafla bleik
Beykir
SilungaKrafla orange
Kíktu á Krafla.is
- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun
Krókurinn Mýsla
íslensk fluguveiði
Skrautás ehf. Sími: 587-9500 Uppl. í síma 698-2844 og 699-1322
Rauðavatn er útivistarparadís
´rbæjarhverfið er umvafið útivistarparadísum. Auk dalsins þar sem Elliðaárnar leika aðalhlutverkið má nefna umhverfið við Rauðavatn.
Þetta glæsilega útivistarsvæði er mjög vinsælt og fjölmargir íbúar nýta sér svæðið til útivistar.
Hestamenn eru einnig mjög duglegir við að nýta sér svæðið og spretta þar úr spori á fákum sínum við glæsilegar
Ljósmyndir Katrín J. Björgvinsdóttir
aðstæður.
Katrín J. Björgvinsdóttir ljósmyndari brá undir sig betri fætinum og mætti fólki á Rauðavatnshringnum.
Og eins og alltaf þá segj myndir mun meira en mörg orð.
Sverrisson með Júlíu sína.
Við erum á Facebook
Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105
Sími 411-2730
Sögulegt Fylkislið 1989
Við sjáum liðsmynd af Fylkisliðinu árið 1989 en þetta ár léku Fylkismenn í fyrsta skipti í sögunni í efstu deild karla. Liðið féll úr deildinni en sigurmark Kristins Tómassonar gegn FH í lokaumferðinni kom í veg fyrir að FH yrði Íslandsmeistari og færði KA sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þjálfari liðsins var Marteinn Geirsson og fyrirliði Valur Ragnarsson núverandi stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fylkis.
Fréttamolar frá kirkjustarfinu
Helgihald í Árbæjarkirkju
Sunnudagurinn 30. júní kl. 11.00
Sumarmessan kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.
Sunnudaginn 7. júlí kl. 11.00
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.
Sunnudaginn 14. júlí kl. 11.00
Sameiginleg sumarguðsþjónusta Árbæjar, Garfarvog og Grafarholtssafnaða fyrir sunnan við Árbæjarkirkju. Útiguðsþjónusta ef veður leyfir kl.11.00
Sunnudaginn 21. júlí kl. 11.00
Sumarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar
fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.
Sunnudaginn 28. júlí kl. 11.00
Sumarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.
Sunnudaginn 4. ágúst (verslunarmannahelgi) Guðsþjónusta fellur niður.
Sunnudaginn 11. ágúst kl. 11.00
Sumarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Kaffi og spjall eftir guðsþjónustuna.
Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is
Skuld
,,Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir mig.” Ég rak augun í þessa setningu á bol á engilssaxnesku fyrir fáeinum dögum. Mér fannst þetta kunnugleg setning og braut heilann um hvar ég hafði heyrt eða séð þetta áður á okkar ylhýra tungumáli. Einhverjum dögum seinna kom þetta til tals er ég hitti vin minn í grillpartýi sem hann bauð til. Einn í hópnum var ekki ekki lengi að tengja. ,,Úr kvikmyndinni
Sódóma Reykjavík,” sagði hann. Þá rann upp fyrir mér ljós. Ein aðalpersóna myndarinnar sem Björn Jörundur lék svo eftirminnilega, bifvélavirkjann og erkilúðan Axel, fór með þessa fleigu setningu og hafði hana að sínu lífsmottói. Svo mjög sem þetta var sprúlandi fyndið í kvikmyndinni er það ekki svo í raunheimum.
Þegar vel er skoðað er þetta lífssýn æði margra að gera ekkert fyrir þann sem gerir ekkert á móti fyrir þig. Þessi dægrin um hásumarið er einhver sem aðhyllist þessari lifsspeki Axels ef speki mætti segja að bíða heima eftir að vinkona eða vinur eða náinn ættingi hringir eða sendir skilaboð um grillpartý.
Þú hélst partýið síðast og röðin er komin að einhverjum öðrum en þér. En það gerist ekki og hver dagurinn á eftir öðrum fram á haustið er ekkert að gerast vegna þess að ,,Axelar” þessa heims héldu síðasta grillpartýið og það var kominn tími á aðra að gera slíkt hið sama, svona eins og óútfyllt skuldarviðurkenning, ef þú gerir minnsta handtak fyrir einhvern skal
það goldið á móti sama hvað.
Skuld á sér ýmsar myndir eða að stofna til skuldar á uppruna sinn í margvíslegum gjörðum og verkum. Stundum heyrist sagt að þessi og hinn hafi skiptivinnu eins og múrari sem leggur flísar á baðherbergi og á móti sá eða sú sem nýtur vinagreiðans sem vill svo heppilega til að vera laghent/ur eða iðnmenntuð/aður leggur til vinnu við smíðar eða raflögn eða eitthvað annað gagnlegt í amstri hversdagsins.
Undirritaður er ekki þar; ekki svo að skilja að ég er ekki alveg tilbúinn að bjóða skiptivinnu en á því eru annmarkar hvað mig sjálfan varðar. Fyrst til að nefna er ég með ,,tíu þumalputta” sem gagnast engan veginn í skiptivinnu sem krefst ákveðinnar eða til þess að gera almennrar verkhæfni. Það er ekki eftirspurn eftir minni sérhæfingu þegar skiptivinna er annarsvegar ef svo mætti að orði komast. Ekki skal ég segja að trésmiðurinn frá Nasaret hafi stundað skiptivinnu, einfaldlega vegna þess að ekki eru til nægar heimildir fyrir því og til þess að gera frá 12 ára aldri og til þrítugs þegar hann steig fram sem farandprédikari. Hann með öðrum orðum var búinn að skipta um
starfsvettvang. Heldur er mér ekki kunnugt um hvernig kaupin voru eða hugmyndin um skiptivinnu væri yfir höfuð í upphafi tímans eeða eins og segir í 1. Mósebók
Biblíunnar, í einum af fyrstu setningum bókarinnar má lesa:
sr. Þór Hauksson.
Sagði Guð. ,,Verði ljós. Og það varð ljós.”
Félagar í elstu iðgrein heims, rafvirkjarnir voru búnir að tengja og hafa viðhaldið ljósinu almennt síðan þá.
Skiptivinna undirritaðs gæti
hljóðað svona: Sæll vinur, ég var að láta mér detta í hug hvort þú gætir flísalagt baðherbergið hjá mér en á móti myndi ég jarða þig frítt. Það væri álíka líklegt og um árið þegar auglýst var starf forstjóra kirkjugarðanna. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvaða kosti viðkomandi þyrfti að hafa til starfans. Það þurfti enga ráðingaskrifstofu til að meta það. Tekið tillit til starfsins var bara einn kostur sem viðkomandi þurfti í það starf. Sá líklegasti.
Líklega hugsar einhver að almættið sé í skuld við okkur hvað gott sumarveður varðar þá sérstaklega þegar sumarið gengur hjá, yllgt á brún, þungskýjað frussandi og hoppandi í drullupollum heimsins í litríkum
pollagalla eins og ómálga barn, undanfarin fráfarandi sumur.
Ekkert skal ég segja um þetta sumar, segi bara: ,,mey skal að morgni lofa, en veður að kveldi” og allt það.
Í minningunni hefur sólin verið með lögheimili norðan heiða og austan og að hausti stöndum við úti á svölum eða á palli vonar um að úr rætist svona síðustu metra sumars.
Ekki skyldi það vera að almættið skuldi okkur gott og sólríkt sumar?
Eða skyldi það vera að það sé einhvert agnarlítitið erfðagen af Axel í almættinu? ,,Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir mig.”
Þór Hauksson