Page 1

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 17/08/21 11:30 Page 1

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Ár­bæj­ar­blað­ið 8.­tbl.­19.­árg.­­2021­­ágúst

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Frétta­blað­íbúa­í­Ár­bæ­og­Norðlinga­holti

Grafarholtsblaðið Grafarholtsblaðið, fréttablað Grafarholts og Úlfarsárdals, fylgir Árbæjarblaðinu.

Karfa­hjá­Fylki Það eru bjartir tímar framundan hjá Fylki en til stendur að stofna körfuknattleiksdeild í Árbænum. Starfið er þegar hafið og áhuginn mikill eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Sjá nánar á bls. 2 og 6

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA ATTA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Gjaf­ir­fyr­ir­ veiði­menn­og­fyr­ir­tæki Gröf­um­nöfn­veiði­manna­ á­box­in­-­Per­sónu­leg­og­falleg­gjöf Ís­lenskt­birki

Sjá­nán­ar­á­Krafla.is­og­í­síma­698-2844

,,Ma­honý’’


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 17/08/21 12:11 Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fjölbreytt vetrarstaf framundan hjá Fylki:

Ár­bæj­ar­blað­ið ,,Ánægjulegt að bæta körfuboltanum við” Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - abl@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson. Dreifing: Póstdreifing. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.

Förum mjög varlega Það eru allir orðnir hundleiðir á veirufjandanum. Loksins þegar þetta virtist vera að fjara út blossaði fjórða bylgjan upp og um tíma virtist útlitið alls ekki gott. Þegar þetta er ritað eru smitin nálægt hundrað á dag. Fjöldi smita er þó ekki aðalatriðið lengur heldur alvarleiki þeirra veikinda sem upp koma. Það eru allir áhyggjufullir yfir ástandinu en vonandi er þetta á réttri leið. Helsta áhyggjuefnið þessa dagana eins og svo oft áður er staðan á Landsspítalanum. Spítalinn virðist eins og tifandi tímsprengja. Það má bara ekkert alvarlegt gerast, þá er allt í uppnámi á spítalanum. Örlítil fjölgun innlagna setur allt á annan endann og á einu augabragði er spítalinn kominn á neyðarstig. Þetta er ekki viðunandi staða. Sá ágæti maður Kári Stefánsson safnaði 85 þúsund undirskriftum fyrir síðustu kosningar til alþingis. Fólk krafðist þess að eitthvað róttækt yrði gert varðandi heilbrigðismálin og meira fjármagni yrði varið til málaflokksins. Vissulega var aukið við fjármagn til kerfisins en bara alls ekki nægilega mikið. Það ríkir almenn sátt um að auka verulega fjárframlög til heilbrigðiskerfisins og stjórnvöld, hver sem þau eru, eiga að taka tillit til þess. Nú eru kosningar framundan og þá verður enn einu sinni rifist um þessi mál og öllu fögru lofað. Við erum rík þjóð og vel sett þrátt fyrir faraldurinn. Það er vandasamt verk að skipta þeim fjármunum sem ríkið hefur yfir að ráða hverju sinni. Nú er lag að auka verulega framlög til Landsspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild og það verður að gerast hjá næstu ríkisstjórn, hvernig sem hún verður samsett. Allir vona að verufjandinn sé á undanhaldi en við verðum að fara varlega og halda vöku okkar. Gera eins og okkur er sagt og þeir sem ekki hafa enn farið í bólusetningu ættu að gera það sem fyrst. Erfitt er að skilja þá sem andmæla bólusetningum. Hvernig væri staðan hjá okkur í dag ef enginn bólusetning hefði farið fram? Bólusetningin er ekki 100% vörn en hún hefur mikil áhrif á alvarleika veikinda. Stefán Kristjánsson

abl@skrautas.is

- segir Björn Gíslason formann Fylkis

,,Sumarstarfinu er að ljúka en það hefur gengið vel og góð þátttaka verið á öllum vígstöðvum. Við höfum boðið upp á mjög fjölbreytt námskeið og þetta hefur allt gengið mjög vel fyrir sig í sumar,” segir Björn Gíslason formaður Fylkis í samtali við Árbæjarblaðið.

bæði lið standi sig vel í þeim leikjum sem eftir eru í sumar og útkoman verði þokkaleg þegar upp verður staðið í

,,Við höfum meðal annars boðið upp á námskeið í fimleikum, parkour, ..rafíþróttum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Nú erum við að stofna körfuknattleiksdeild og það er mjög ánægjulegt að geta bætt þessari vinsælu íþróttagrein í flóruna hjá Fylki. Körfuboltinn á Íslandi hefur verið í mjög mikilli sókn og það er greinilegt að það er mikill áhugi fyrir körfubolta í Árbænum. Það verður því mjög spennandi að fylgjast með framgangi körfunnar íhjá Fylki og ég er mjög bjartsýnn á að vel takist til því það er úrvalsfólk sem er að stjórna þessum málum varðandi körfuna,” segir Björn. Meistaraflokkar félagsins í fótbolta eru báðir í efstu deild í sumar og hefur gengið verið misjafnt. Við vonum að

haust.” Vetrarstarfið hjá Fylki er framundan og þá verður boðið upp knattspyrnu, handknattleik, körfubolta, fimleika, karate, rafíþróttir og blak. Einnig eru íþróttir eldri borgara á dagskrá og samstarfsverkefni Fylkis og leikskóla hverfisins. Þá verður frístundavagn innan hverfisins á ferðinni í vetur. Allar nánari upplýsingar og skráning í starfið er á heimasíðu félagsins Reksturinn verið erfiður í ár Björn segir að reksturinn hafi verið erfiður í ár vegna þeirra takmarkana sem hafa verið í gildi og svo hafi stórar fjáraflanir dottið út á þessu ári.

Björn Gíslason formaður Fylkis.

,,Það er stuðningi hins opinbera að þakka að hægt hefur verið að halda úti starfinu. Einnig ber að þakka iðkendum og foreldrum fyrir þeirra framlag í baráttunni við veiruna. Það er von okkar að starfið í vetur geti farið fram með eðlilegum hætti,” segir Björn Gíslason formaður Fylkis í samtali við Árbæjarblaðið.

Lungu borgarinnar - eftir Guðlaug Þór Þórðarson Stundum tekur maður gæðum sem sjálfgefnum. Við Reykvíkingar erum mjög lánsöm að hafa aðgang að stórkostlegum grænum svæðum sem setja sterkan svip á borgina. Þetta er sérstaklega áberandi í austari hluta borgarinnar, Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn og Laugardalurinn eru stórkostleg svæði sem gaman er að njóta - gangandi, hlaupandi eða hjólandi. Við eigum laxveiðiár í miðri borg og erum reyndar eina höfuðborgin sem getur státað af því. Þessi grænu svæði auka lífsgæði okkar svo um munar. Borgaryfirvöld taka ekki nægjanlegt tillit til þessara lífsgæða. Það er ekki sjálfgefið að borgarbúar hafi aðgang að grænum svæðum. Það er vegna þess að það var ákveðið og sett í forgang. Það eru mjög fá dæmi þess að byggð hafi vikið fyrir grænum svæðum en það eru mörg dæmi um hið gagnstæða. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð lagt áherslu á að borgarbúar hafi aðgang að

grænum svæðum. Þetta hefur ávallt verið í forgangi. Margir af eldri kynslóðum muna eftir grænu byltingunni en það var kosningaloforð sjálfstæðismanna sem hrundið var í framkvæmd. Græna byltingin gekk út á að rækta upp opin svæði í borginni, gera

Guðlaugur Þór Þórðarson.

átak í hreinsun og frágangi á minni spildum inni í hverfunum og leggja hjólreiða- og gangbrautir. Við njótum enn þessarar áherslna Sjálfstæðismanna og vonandi gerum við það um alla framtíð. Áherslan á umhverfismál hefur gert borgina fallegri, barnvænni og auðveldað fólki að stunda útivist í nærumhverfi. Hugmyndum um að ganga á græn svæði skyldi taka með miklum fyrirvara og það er miður að vinstrimenn í borginni hafi ákveðið að hefja atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum og jafnvel heyrast hugmyndir um að byggja upp íbúðabyggð í Laugardalnum. Það er ekki nóg að segjast leggja áherslu á umhverfismál, það verður að leggja áherslu á umhverfismál. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisog þróunarsamvinnuráðherra sem skipar fyrsta sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar

Vottað réttinga- o og g málningar málningarverkstæði verkstæði Vottað o GB Tjóna viðgerðir er réttinga- o g málningar verkstæði vvottað ottað af Bílgr einasambandinu. Tjónaviðgerðir og málningarverkstæði Bílgreinasambandinu. V ið tr yggjum hámar ksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað o g efni. Við tryggjum hámarksgæði og SStyðjumst tyðjumst við tæk niupplýsingar fr amleiðanda um h vernig sk uli staðið að viðgerð. tækniupplýsingar framleiðanda hvernig skuli

& "

(

Tjónasko oðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga.

"

" Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. S Sjáum jáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl.

'(

" "

Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir.

" "Dekkjaþjónusta "

# !%

#

"

"

"

"

Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum.

!

"

#! ( ( " " " " "

Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl.

"

#

Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

"

$ "

Rétting og málning m efftir tir stöðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur.

%

$RAGHÉLS s2EYKJAVÓKSÓMI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 14/08/21 18:20 Page 3

ÁG ÁGÆTUR ÆTUR ÁGÚST ÁGÚST SPENNANDI VIÐBURÐIR Í KEILUHÖLLINNI Í Á GÚST Fylgstu með dagskránni á Facebooksíðu Keiluhallarinnar. f acebook.com/keiluhollin Bókaðu borð tíím manlega á keiluhollin@keiluhollin.is

FFIM. IMLAU. . 19. 19.22. ÁÁGÚST GÚMAÍ ST FÖS. 20. ÁGÚST

H HÖRÐUR ÖRÐUR OG PÉ PÉTUR ÉTUR Hörður og Pétur úr Bandmönnum halda uppi stuði og stemningu á sinn einstaka k hátt.

QUIZ ME PÖBB MEÐÐ PÖBB QUIZ HELGA ÁLMARI & HELGA HJÁLMARI

FIM. 26. ÁGÚST

RISA

BINGÓ SVEPPA FULLORÐINS ÚTGÁFAN

IN TU LÖG S U L Æ NS ÖLL VI -LONG A SING-

N Ú R GUÐ Ý N R Á T . ÁGÚS 7 2 S Ö F

ÖLL ÖLL VINSÆLUSTU VINSÆLUSTU LÖGIN LÖGIN

BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI 12” PIZZA MEÐ TVEIMUR ÁLEGGJUM 1.990 KR. EÐLAN MEÐ NACHOS 1.890 KR. BONELESS WINGS 10-12 STK. (FER EFTIR STÆRÐ) 2.490 KR. KJÚKLINGAVÆNGIR 20 STK. KRISPÝ EÐA HEFÐBUNDNIR 2.490 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLINGU 290 KR.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 16/08/21 23:44 Page 4

4

Mataruppskriftir í boði Sælkerabúðarinnar

Árbæjarblaðið

Lambakonfekt í bökuðum hvítlauk - að hætti landsliðskokkanna í Sælkerabúðinni

Lambakonfekt í bökuðum hvítlauk Innihald: 1 kg lambakonfekt. 150 gr. bökuð hvítlauksmarinering. Salt. Aðferð: Veltið lambakonfekti upp úr hvítlauks marineringu. Grillið á heitu grilli í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salti eftir smekk. --Hazzelback kartöflur Innihald: 2 bökunarkartöflur.

30 ml olía. 100 g smjör Salt 2 sneiðar af hvítlauks-kryddsmjöri Aðferð: Skerið raufar í kartöflurnar með nokkra millimetra millibili. Skera skal djúpt niður en þó ekki þannig að kartaflan detti í sundur.

rúmlega hálfnaður hafa kartöflurnar opnað sig aðeins og þá er gott að bæta við smá smjörklípu ofan á hverja kartöflu. Berið fram með sneið af hvítlaukssmjöri ofan á. Köld piparsósa Innihald:

Bræðið smjör og olíu saman í potti. Raðið kartöflum í ofnskúffu og hellið smjörinu og olíunni yfir þær. Snúið kartöflunum nokkrum sinnum og veltið þeim vel upp úr smjörinu. Stráið salti yfir kartöflurnar. Bakið kartöflurnar í ofni á 180°C í um 50 – 60 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar. Þegar bökunartíminn er

300 gr. sýrður rjómi. 200 gr. majónes. 15 gr. grófmalaður svartur pipar. 7 gr. salt. 15 gr. sinnepsduft. 10 ml eplaedik. Aðferð: Öllu hrært vel saman í skál eða hrærivél.

Lambakonfekt í bökuðum hvítlauk.

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU Viktor og Hinrik, margverðlaunaðir landsliðskokkar í Sælkerabúðinni.

11:30 – 13:00

1.990

2.490

HL A ÐBOR Ð & GO S

HL A ÐBOR Ð & K A L DUR

KR.

KR.

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^;g^Âg^`hÓaV[hhdcVgZ][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó NUS

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GA GATA) AT TA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

ÚT ÚTFARARSTOFA FA R A R S TO FA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan s íðan n

1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar farar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Jóhanna Eiríksdóttir

ÚT ÚTFARARSTOFA FARARSTOFA HAFNARFJARÐA HAFNARFJARÐAR R www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 28/06/21 23:16 Page 9

Opið 12-17 virka daga

Á LYNGHÁLSI 13


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 17/08/21 10:33 Page 6

6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Sr. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarsókn, sr. Leifur Ragnar Jónsson, prestur í Grafarholtssókn og sr. Sigurður Grétar Helgason, prestur í Grafarvogssókn.

Reynir Jónasson lék undir á harmonikku.

ÁB-myndir Katrín J. Björgvinsdóttir

Útimessa

Áhuginn á körfubolta er mikill í Árbænum.

Körfuboltinn kominn í Fylki

Körfuboltinn er kominn á fullt í Árbænum. Í sumar voru þrjú námskeið á vegum Fylkis og var þátttakan góð. Námskeiðin voru fyrir börn fædd 2009-2012. Flest börn á námskeiðunum voru að taka sín fyrstu skref í körfuboltaiðkun og voru þátttakendur úr öllum hverfum innan póstnúmers 110. Bjarni Þórðarson var aðalþjálfari á námskeiðunum og aðstoðarþjálfarar voru Erna Sólveig Sverrisdóttir, Árni Karl Gunnarsson og Ágúst Máni Gunnarsson. Góðir gestir litu í heimsókn á námskeiðin, þar á meðal landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson sem hefur verið að spila vel með landsliðinu í undankeppni HM, Sævaldur Bjarnason landsliðsþjálfara kvenna u18 ára og Ingi Þór Steinþórsson margfaldur íslandsmeistari sem þjálfari bæði í karla og kvennaflokkum. Körfuknattleiksdeild Fylkis þakkar þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma til að kíkja í heimsókn og gleðja og fræða þátttakendur sem og þjálfarana. Það er greinilega mikill áhugi á körfubolta í hverfinu okkar og verður spennandi að hefja æfingar í vetur. Körfuknattleiksdeild Fylkis byrjar með fjóra flokka (4.-7. flokk) en flokkarnir í körfubolta fylgja bekkjarkerfinu í skólum. Stefna stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar er að byrja rólega og vanda vel til verka. Æfingar byrja í september og hægt er að sjá nánari upplýsingar um æfingarnar og skipulagið á heimasíðu félagsins. Öll börn eiga rétt á 50.000 kr. niðurgreiðslu á æfingagjöldum í gegnum frístundastyrk Reykjavíkurborgar.

Útfararþjónusta í yfir 70 ár

Fjöldi fólks sótti sameiginlega guðsþjónustu safnaðanna í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Einu sinni á ári koma söfnuðirnir saman til þessa helgihalds. Þegar það er á vegum Árbæjarsóknar er guðsþjónustan sunnan kirkjunnar, og á Nónhæð þegar Grafarvogssöfnuður á leik og Reynisvatn er staður Grafarholtssöfnuðar. Þetta eru útiguðsþjónustur. Það er annar svipur á þeim en þegar þær eru innan kirkju. Kannski er það tilbreytingin sem gefur tóninn eða ánægjan yfir því að geta komið saman utan húss til samkomuhalds sem ekki er alltaf auðvelt hér á landi. Ilmur af gróðri fyllir vitin og í fjarska heyrist ómur af amstri borgarinnar. Prestar úr söfnuðunum þremur komu að guðsþjónustunni. Þeir sr. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, sr. Leifur Ragnar Jónsson, prestur í Grafarholtssókn og sr. Sigurður Grétar Helgason, prestur í Grafarvogssókn. Reynir Jónasson lék undir almennan safnaðarsöng á harmonikku. Eftir guðsþjónustuna var boðið upp á pylsuhressingu og kaffi. Pylsur eru ótrúlega vinsælar hjá öllum kynslóðum og þær runnu út. Arnór grillari Stefánsson hafði vart undan en það hafðist þó. Eftir helgihaldið var rætt við nokkra viðstadda. Allir voru ánægðir með þetta fyrirkomulag og einn sagði að útiguðsþjónustur mættu vera fleiri. Sumir viðmælenda þeirra höfðu gengið frá Grafarvogskirkju en önnur komu akandi þaðan og frá Guðríðarkirkju. Einn kom á reiðhjóli.

Krisztina Kalló organisti, blómleg í sumarblíðunni.

Arnór Stefánsson að grilla pylsur fyrir kirkjugesti.

Sýning Reynis Vilhjálmssonar í Borgarbókasafni:

Árbæjarlónið sem var Reynir Vilhjálmsson sýnir vatnslitaverk í Borgarbókasafninu Árbæ, Hraunbæ 119 í sumar. Elliðaárnar, rafstöð, stíflan og Árbæjarlónið er þema sýningarinnar en Reynir hefur búið í Árbæ í 53 ár, lengst af i Fagrabæ á bakka Árbæjarlóns. Tæming Árbæjarlóns til frambúðar haustið 2020 var kveikjan að sýningunni. Reynir er landslagsarkitekt og starfaði að hönnun og skipulagsmálum, allan sinn feril með blýant í hendinni. Dæmi um skipulagsverkefni sem Reynir hefur komið að á löngum ferli eru: Skipulag Árbæjarhverfis, heildarskipulag Elliðaárdals, umhverfi Rafstöðvarinnar, athafnasvæði hestamanna á Víðivöllum. Allt verkefni unnin fyrir og í samstarfi við

Reykjavíkurborg. Reynir hefur alla tíð teiknað á ferðum sínum um landið og heiminn. Vatnslitaferillinn hófst eftir starfslok, fyrir um 10 árum. Frá árinu 2013 hefur Reynir sótt námskeið í vatnslitun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og notið þar tilsagnar margra frábærra kennara. Reynir er félagsmaður í Vatnslitafélagi Íslands og hefur tekið þátt í samsýningum á vegum þess. Einnig hélt hann einkasýningu árið 2019 í Herhúsinu á Siglufirði. Árið 2004 var haldið sjónþing í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi tileinkað Reyni og samtímis sýning á verkum hans.

Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is

VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Reynir, til vinstri, að koma myndum á sinn stað fyrir sýninguna ásamt aðstoðarmanni.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 16/08/21 21:17 Page 11

11

Árbæjarblaðið

Fréttir

Fjörutíu systur

Soroptimistaklúbbur Árbæjar er 40 ára, stofnaður 18.10.1980. Í klúbbnum eru 40 systur. Klúbburinn tók að sér lítinn mel fyrir um 30 árum síðan og ræktaði upp. Í dag er þetta orðinn fallegur lundur og er hann staðsettur við Selásbrautina fyrir aftan bílastæðið fyrir stóru flutningabílana. Á hverju vori förum við systur og tökum til í lundinum okkar. Í vor plöntuðum við tveimur birkitrjám til viðbótar fyrir tvær nýjar systur sem teknar voru inn í klúbbinn í vor. Soroptimist orðið stendur fyrir” bestu systur” og er það markmið okkar að vinna að bættri aðstöðu kvenna, jafnrétti, vináttu, frið og framförum. Sigrún Arnardóttir formaður.

Efri röð frá vinstri; Eirika Ásgrímsdóttir, Halldóra Ingjaldsdóttir, Kristín Sjöfn Helgadóttir, Hildur Þórarinsdóttir, Guðný Hinriksdóttir, Stefanía Arnardóttir, Helga Hrönn Stefnisdóttir, Guðfinna Jóhannsdóttir, Kristín Halla Þórisdóttir, Margrét Elísabet Hjartardóttir. Neðri röð frá vistri; Svanfríður Hjaltadóttir, Erla Margrét Frederiksen, Sigrún Arnardóttir formaður, Torfhildur Samúelsdóttir, Unnur Óladóttir, Svanhildur Árnadóttir, Magnea Ragna Ögmundsdóttir og Kristjana Jónsdóttir. ÁB-myndir Katrín J. Björgvinsdóttir

Hildur Þórarinsdóttir að gróðursetja sitt fyrsta birkitré í lundinum.

Stefanía Arnardóttir tók rösklega til hendinni.

Eftir góða tiltekt er fátt jafn notalegt og að ylja sér á rjúkandi heitum kaffibolla og góðu meðlæti og hlusta á góðar frásagnir hjá systrum sínum í klúbbnum.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/08/21 22:31 Page 12

12

Gæludýr - í boði Dýrabæjar í Spöng

Árbæjarblaðið

Ólar, ljós, regngallar, hlýjar úlpur og peysur - allt fyrir hunda og ketti hjá Dýrabæ í Spönginni

Til sölu notuð Inogen One G4 súrefnisvél Lítið notuð - aðeins 478 klst. Framleiðir 90% súrefni. Taska, tvær stórar auka rafhlöður fylgja og hleðslutæki fyrir bíl. Ný yfirfarin af Donna ehf. Upplýsingar í síma 699-7734 eða 699-1322

024 15.05.2021–14.05.2

Karólína vefari

Í skammdeginu og þegar dimma tekur, þá er nauðsynlegt að hafa dýrin og okkur sjálf vel endurskinsmerkt. Þrátt fyrir götulýsingu, þá er nauðsynlegt að dýrin okkar séu vel sjáanleg þegar við erum í gönguferðum, eða annarri útivist. Þetta á bæði við um hunda og ketti, en vöruúrval í þessum flokki er nokkuð fjölbreytt. Í Dýrabæ fást endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti sem sjást vel í myrkri og eru mikið öryggisatriði, ekki síst fyrir kisurnar okkar sem eru á flakki einar síns liðs og ekki alltaf hægt að treysta því að þær séu ekki nærri umferðargötum. Hér eru nokkur dæmi um þær vörur sem við erum með. Hálsklútar fyrir hunda með endurskini, en þeir eru settir á hálsólina. Hálsólar með endurskini fyrir hunda og ketti. Taumar og beisli fyrir hundana með endurskini. Endurskinsvesti sem hundurinn er klæddur í, hægt er að nota þau utanyfir annan fatnað hundanna.

Einnig erum við með gott úrval af fatnaði fyrir hundana, bæði regngalla, peysur og

Blikkljós.

Ekki má gleyma að nefna blikkljós sem setja má á hálsólina eða tauminn. Blikkljósin hafa nokkrar stillingar og hægt að hafa þá blikktíðni sem hverjum þykir henta best. Blikkljósin er líka sniðugt að nota á skólatöskur barnanna okkar og einnig getum við mannfólkið notað þau í göngutúrum, hjólatúrum og allri annari útivist. Það er auðvelt að koma þeim fyrir, þau eru ódýr og hægt að skipta um rafhlöður í þeim. Allar nýrri gerðir Flexi tauma eru þannig útbúnar, að á hylkið utanum tauminn má festa vönduð blikkljós, sem er mikið öryggisatriði fyrir hundinn og eiganda hans.

Endurskinsvesti.

Flexiljós.

Endurskinshálsól fyrir hunda.

www.borgarsogusafn.is

hlýjar úlpur.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 16/08/21 21:47 Page 13

13

Fréttir

Árbæjarblaðið

Veljum áfram stöðugleika – eftir Kjartan Magnússon

Ármenningar á Ráðhústorginu.

Ármenningar til fyrirmyndar

Það voru 26 krakkar úr Ármanni sem kepptu á Aldursmeistaramóti Íslands AMÍ í sundi sem haldið var á Akureyri dagana 25. - 27. júní sl. Mótið er aldursskipt meistaramót í sundi 11 til 17 ára krakka sem haldið er árlega og þurfa keppendur á mótinu að ná lágmörkum til að öðlast keppnisrétt. Í liði Ármenninga voru þeir yngstu 10 ára sem höfðu náð lágmarki á mótið en þeir elstu 17 ára. Eftir erfiðan vetur, þar sem margar æfingar féllu niður vegna Covid leiðinda, höfðu krakkarnir lagt af baki miklar æfingar á síðustu mánuðunum fyrir keppni, þar með talið æfingaferð sem farin var til Þorlákshafnar. En nú var komið að AMÍ og lagði hópurinn af stað frá Árbæjarsundlauginni fimmtudaginn 24. júní ásamt þjálfurum sínum og foreldrum með rútu sem og einkabílum; mikil tilhlökkun sem og spenna í hópnum enda margir að fara að

keppa á sínu fyrsta AMÍ. Mótið var sett á fimmtudagskvöldið með skrúðgöngu frá Ráðhústorginu upp í sundlaug Akureyrar þar sem keppnin var haldin. Krakkarnir voru allir í neongulum hettupeysum og hélt Jóhanna Gerða Gústafsdóttir þjálfari uppi stemningunni með baráttu söngvum, sem samdir höfðu verið fyrir keppnina, svo glumdi vel í Gilinu á leiðinni upp í sundlaug. Eftir setningarathöfnina var haldið í Brekkuskóla þar sem krakkarnir gistu meðan á mótinu stóð. Sundkeppnin hófst á föstudagsmorgni og stóð fram á sunnudaginn. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega þar sem þau voru öll að vinna persónulega sigra og standa sig vel. Til verðlauna unnu Búi Heinrich Mímir Þorsteinsson, Sigurður Haukur Birgisson, Ylfa Ásgerður Eyjólfsdóttir, Ylfa Lind Kristmannsdóttir og síðast en ekki síst Katla Mist Bragadóttir sem varð m.a. Ís-

landsmeistari í sínum aldursflokki í 100m bringusundi og varð í 2. sæti í 200m bringusundi. Það var frábær stemning í hópnum og voru þau til fyrirmyndar á mótinu, og uppskáru á lokahófi mótsins að vera valin prúðasta liðið á AMÍ 2021. Þjálfarar krakkana voru þau Jóhanna Iða Halldórsdóttir, Hjalti Guðmundsson og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Nú er að hefjast nýtt sundtímabil og verða í boði sundnámskeið fyrir 3-6. ára gömul börn sem byrja frá og með 18. ágúst og svo eru æfingahópar fyrir 5. ára gömul börn og eldri sem byrja frá og með 23. ágúst. Skráningar eru á https://www.sportabler.com/shop/armann/swimming og er búið að opna fyrir skráningar fyrir sundskólana í Árbæjarlaug, Laugardalslaug og Sundhöllinni. Skráningar fyrir æfingahópana hefjast bráðlega.

Fimm vikur eru nú til til alþingiskosninga 25. september. Mörg mikilvæg viðfangsefni bíða í íslenskum stjórnmálum og því skiptir miklu að hægt verða að mynda sterka og vel starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum. Nefna má áframhaldandi endurreisn atvinnulífsins, bætt lífskjör, aðhald í ríkisfjármálum og umbætur í opinberri þjónustu, ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Bætum lífskjör og tryggjum velferð Stöðugleiki í stjórnmálum er forsenda velgengni í efnahagsmálum. Kjósendur, sem vilja stöðugleika, ættu með atkvæði sínu að stuðla að því að hægt verði að mynda trausta tveggja flokka stjórn eftir kosningar. Valkostir kjósenda eru skýrir. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum eykur líkurnar á að hægt verði að mynda trausta meirihlutastjórn tveggja eða þriggja flokka að loknum kosningum. Í slíku stjórnarsamstarfi myndi Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir áframhaldandi sókn í atvinnumálum og leggja þannig grundvöll að aukinni verðmætasköpun, bættum lífskjörum og öflugu velferðarkerfi. Íslendingar ættu að hafa lært að stöðugleiki í stjórnmálum er forsenda velgengni í efnahagsmálum. Atkvæði greitt öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum myndi auka líkurnar á myndun fimm eða sex flokka vinstri stjórnar þar sem hver höndin væri uppi á móti annarri. Sennilega væru skattahækkanir á almenning hið eina sem sæmileg sátt myndi nást um innan slíkrar stjórnar. Frambjóðendur D-listans þekkja þarfir eystri hverfa Stundum er því haldið fram að sumir

Kjartan Magnússon. þingmenn Reykjavíkur mættu þekkja betur þarfir og hagsmuni þeirra borgarhverfa, sem liggja austan megin Elliðaánna. Þetta á ekki við um Sjálfstæðisflokkinn því á framboðslista hans eru margir, sem annað hvort búa eða hafa búið í þessum borgarhverfum og gjörþekkja því aðstæður þar. Sem borgarfulltrúi um árabil lagði ég mig fram um að kynna mér aðstæður í eystri hverfum borgarinnar og sinna þeim. Íbúar Árbæjar, Seláss, Ártúnsholts og Norðlingaholts ættu því ekki að vera í vafa um hvaða flokk þeir eigi að kjósa, vilji þeir senda fólk á Alþingi sem hefur þekkingu á málefnum hverfisins og eystri hverfa borgarinnar almennt. Þá kjósa þeir D-listann. Höfundur skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra.

TAKK TAKK FYRIR AÐ AÐ FLOKKA FLOKKA

Lifi lífrænn úrgangur! Brún tunna undir lífrænan eldhúsúrgang verður í boði fyrir íbúa í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Norðlingaholti frá september 2021. Lífræni úrgangurinn verður meðhöndlaður í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi þar sem unnið er úr honum metan og jarðvegsbætir.

Pantaðu þína tunnu á ekkirusl.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/08/21 22:31 Page 14

14

Dráttarbeisli

Gamla myndin

Árbæjarblaðið

X XQGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD QGLUÀHVWDUWHJXQGLUEtOD

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF VÍKURVAGNAR EHF. F.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

A-lið 6. flokks Fylkis 1996 Lesendur þekkja eflaust einhver nöfn í þessari upptalningu á myndinni. Meðal annars er þar nýjasti liðsmaður Fylkis, landsliðsgoðsögnin Ragnar Sig-

urðsson. A-lið 6.flokks sigraði bæði á Íslandsmótinu á Laugarvatni og Shellmótinu í Eyjum og voru það bræðurnir Sigurður Þórir og Halldór Örn Þor-

steinssynir sem þjálfuðu þetta frábæra lið. KGG

FÖSTUDAGSHLAÐBORÐ SHAKE & PIZZA

90 MÍNÚTUR AF STANSLAUSRI PIZZU 11:30 – 13:00

Þarft þú að losna við meindýrin?

Sverrir og Ágústa með þjálfurum sínum þeim Birni og Ragnari í Winter Gardens í Blackpool.

Frábær árangur Sverris og Ágústu í Blackpool

Í Blackpool á Norður-Englandi er haldin árlega ein stærsta og virtasta danskeppni í heiminum. Fyrir um 100 árum var þessi borg í blóma og var vinsæll viðkomustaður hefðarfólks. Danskeppnin er haldin í Winter Gardens og hafa endurbætur síðustu ára hjálpað við að halda í fornan glæsileikann og íburðinn. Ragnar Sverrisson danskennari hefur farið með danspör til

meindyraeidir@simnet.is www.meindyraeydir.is

Blackpool árlega síðan 2007 og í nokkur skipti þar á undan. Þetta árið er hann staddur í Blackpool með son sinn Sverri Þór Ragnarsson og dansdömu hans, Águstu Rut Andradóttur. Þau eru bæði 14 ára og margfaldir Íslandsmeistarar. ,,Við ákváðum að fara þetta árið og sýna stuðning okkar við keppnina þó svo okkur hafi grunað að keppnin yrði ekki eins og venjulega,” segir Ragnar.

Þegar þetta er skrifað hafa Sverrir og Ágústa keppt í Vínarvalsi þar sem þau lentu í 12 para úrslitum af 40 pörum og í Sömbu þar sem þau lentu í 5. sæti af um 40 pörum. Við óskum Ragnari og hans hópi úr Dansskólanum Bíldshöfða góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með starfinu þar í framtíðinni.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 15/08/21 23:10 Page 15

15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Helgihald í Árbæjarkirkju ágúst - september 2021 Sunnudaginn 15. agúst Guðsþjónusta kl. 11.00 Sunnudaginn 22. ágúst guðsþjónusta kl. 11.00 Sunnudaginn 29. agúst guðsþjónusta kl. 11.00 Miðvikudagurinn 1. september. Opið hún fyrir fullorðna alla miðvikudaga í vetur. Fyrsta samvera hefst miðvikudaginn 1. september. Kyrrðarstund kl. 12.00 í kirkjunni. Sest að hádegisverði kl. 12.30. Spjallað verður á léttum nótum og farið yfir fyrirhugaða dagskrá vetrarins framundan. Sunnudaginn 5. september, guðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Sunnudaginn 12. september - Fjölskylduguðsþjónusta Sunnudaginn 19. September guðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Upplýsíngar um helgihald og starf kirkjunnar er að finna á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is Að vanda er fjölbreytt starf fyrir unga sem eldri í kirkjunni.

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Hvar er ég núna? - eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn Hvar er ég núna? ,,Þarf ekki að láta einhvern vita svo hægt sé að finna manneskjuna,” sagði aldraða konan með áhyggjusvip. Hélt áfram: ,,Af hverju er fólk að fara eitthvað út í buskann og týnast svo. Er unga fólkið gerilsneytt fyrirhyggju? Í sveitinni minni fór engin á milli bæja að ekki sé talað um fjöll og firði án þess að láta vita af ferðum sínum. Veistu, þetta er önnur manneskjan frá því í morgun, sem sendir út ákall um hvar hún sé. Þetta eru ungar manneskjur varla 30 ára. Ekki eru þær með alzheimer,” sagði hún annars hugar, með símann í hendi. Um tíma virtist sem hugur hennar hafi lagt af stað í ferðalag um kunnugar slóðir eiginmanns síns. Hún kom fljótlega til sjálfs síns. ,,Sjáðu.” Hún rétti mér símann. ,,Sjáðu, hún er brosandi, en spyr samt, hvar er ég núna? Mér finnst þetta ekkert gamanmál. Eflaust er hún ekki þar sem hún var í morgun. Mér var kennt, sem ungri stelpu sem lenti kannski í þoku og gat ekki vitað hvar ég væri, að bíða átekta. Þetta er hræðilegt. Ég ætti að láta lögregluna vita. Þetta er ekkert gamanmál. ,,Hefurðu heyrt eitthvað í fréttunum um þetta?” Þeirri öldnu, langt komin á tíræðisaldurinn og nýbúin að tileinka sér símatæknina að einhverju leiti, var góðfúslega bent á að þetta væri á pari við samkvæmisleiki. ,,Samkvæmisleiki” hváði sú gamla. Það er enginn leikur að vera týnd einhverstaðar uppi í sveit og eða óbyggðum kannski langt frá mannabyggðum. Þeirri gömlu var góðfúslega bent á að konan væri ekki týnd. Leikurinn gengur út á að fá viðbrögð þeirra sem sjá skilaboðin. ,,Hefði ég átt að láta lögregluna vita,” spurði hún áhyggjufull. Nei, nei, svaraði ég um hæl. ,,Leikurinn gengur út að á þú getur sett

inn þína hugmynd um hvar hún er.” Sú gamla var hugsi um stund og sagði svo: ,,Hvað hjápar það henni? Hún veit alveg hvar hún er,” reyndi ég af veikum mætti að koma að, en sú gamla var óðamála um hvort fólk bæri enga

,,Hann gat ekki látið vita af sér. Þá voru engir símar sem þessi.” Ég ákvað með sjálfum mér að lýsa því yfir að sú gamla væri ,,týnd” í þessum veruleika sem kallast samskiptamiðlar og hún er alls ekki ein um það. Margir landar okkar hafa þetta sumarið sem og í fyrra sumar tilneydd uppgvötað landið sitt. Einhver í fyrsta skipti ferðast að einhverju ráði um landið og aðrir reyndari sem kannski láta sér fátt um finnast um þennan fossinn eða hinn, þetta gilið og þennan dalinn og svörtu sandana. Ófáar sjálfu myndirnar birtast á instagram, fésbókinni og öðrum þeim miðlum sem við notum til daglegs brúks og spurt. ,,Hvar er ég?”

sr. Þór Hauksson. virðingu fyrir þeim sem fara úr vinnu eða rúmi um miðjar nætur á hversdögum sem og hátíðum að leita að alvöru týndu fólki. ,,Það er bara ekki í lagi með þetta fólk.” Hún sagði mér frá sveitunga sínum sem fór til fjárrekstrar en kom aldrei til baka. Hann bara týndist. Það var leitað að honum í marga daga en það fannst ekki tangur né tetur af honum. Ýmsar sögur fóru á kreik eins og hann hafi verið numinn á brott af útlenskum sjómönnum og þeir farið með hann handan fjalla og sjávar og eða það sem verra var notaður í hákarlabeitu. Einhverjir sögðust hafa heyrt í honum. ,,Hann var tröllum gefin,” sagði hún og dæsti.

Af samkvæmisleikjum samfélagsmiðla slepptum, þá er þessi tími sem við lifum samnefnari fyrir þessa spurningu, ,,Hvar er ég.” Ég styð ekki við vísindalega, félagslega, guðfræðilega eða yfir höfuð fræðilega niðurstöðu, heldur er hér á ferð miðaldra hugsun og kenning sem kannski á sér enga stoð í raunveruleikanum. Kynslóðirnar sem hafa komið og eru farnar höfðu ekki rúm í sínu lífi til að spyrja sig þessarar spurningar. ,,Hvar er ég.” Manneskjan fæddist, lifði og dó með einstaka undantekningum þó í túninu heima. Þeir sem fóru út fyrir garðhlið uppruna síns fengu viðurnefni eins og Jón Indiafari, Þorvaldur víðförli, Alli Spánarfari (hann tók virkan þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni með lýðræðissinnum gegn fasistanum Franco á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar) svo eitthvað sé týnt til í þennan ferðamal.

Í dag ber engin viðurnefni eins og Jón Tene, eða Sigga Dorm (sbr. Benidorm). Möguleikarnir til ferðalaga eru óþrjótandi, nema kannski ekki eins mikið út fyrir ramma okkar heimilisfestis þessi dægrin.

Þegar farið er í ferð út fyrir ,,girðingarstaura” okkar daglega lífs er auðvitað boðið heim hættunni að týnast í eiginlegri merkingu þess orðs. Enginn ætlar sér að týnast á ferðum sínum. Ef það gerist er ekki verið að kasta í eina sjálfu og senda til vina og ættingja. Að týnast í útlöndum og eða heima á íslenskum fáförnum sveitavegi er góð saga að segja frá á rökkvuðu vetrarkvöldi við arineld með vinum og ættingjum að skemmta sér og orna sér við og kannski leyfa sér að hugsa. Hvar er ég núna? Þór Hauksson

Trassaskapur hundaeigenda í Norðlingaholti Árbæjarblaðinu hafa borist kvartanir frá íbúum í Norðlingaholti vegna hundaeigenda sem ekki þrífa upp eftir hunda sína sem gera þarfir sínar á og við göngustíga í hverfinu. Hér er alls ekki verið að halda því fram að hundaeigendur í Norðlingaholti séu meiri trassar hvað þetta varðar en aðrir en miðað við kvartanir til blaðsins virðist vera ástæða til að hvetja hunda-

eigendur í hverfinu til að taka sig á í þessum efnum. Það er ekki margt leiðinlegra en að koma að hundaskít á förnum vegi og ekki mikið mál fyrir hundaeigendur að taka með sér poka í göngutúrinn. Margir og eflaust flestir hundaeigendur standa sig vel í þessum efnum en alltaf eru svartir sauðir innan um í þessum málum sem öðrum sem skemma fyrir heildinni.

Þetta er ekki fögur sjón og við minnum hundaeigendur á að nota pokana.


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15/08/21 18:52 Page 16

BÓNUS RÉTTUR MÁNAÐARINS Í ÁGÚST

1.298 kr./pakkinn Bónus Hakkbollur í Brúnni Sósu og Kartöflumús 1,2 kg. - verð áður 1.498 kr.

a n n i m m u r a n u m það Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:00 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 11:00-18:00 Smáratorg, Skeifan og Langholt: Mán-Lau; 10:00-19:00 • Sun; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 31. ágúst eða meðan birgðir endast.

Profile for Skrautás Ehf.

Grafarholtsblaðið 8.tbl 2021  

Grafarholtsblaðið 8.tbl 2021  

Profile for skrautas
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded