Page 1

Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/07/15 19:28 Page 1

Ár­bæj­ar­blað­ið 7.­tbl.­13.­árg.­­2015­­júlí

Frétta­blað­íbúa­í­Ár­bæ­og­Norðlinga­holti

Op­ið­virka­ daga­frá­ kl.­9-18.30 Laug­ar­daga­ frá­kl.­10–14 Hraunbæ 115 – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 arbapotek@internet.is Arbaejarapotek.is

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Grafarholtsblaðið

Grafarholtsblaðið, fréttablað Grafarholts og Úlfarsárdals, fylgir Árbæjarblaðinu.

Árbæingurinn Björn Axel Agnarsson hefur náð einstökum árangri í sundi og sigrast að mestu leyti á mikilli vatnshræðslu sem gerði honum lengi erfitt fyrir. Hér er hann með verðlaunapeninga ásamt Tómasi þjálfara. Stórbrotin sundsaga Björns Axels er á bls. 11. ÁB-mynd Agnar Björnsson

fo.is b bfo

Ómar Guðmundsson Viðskiptafr., sölumaður

^h [ d 5 W [ d ##^h W[d5W[d W

110% þjónusta í fasteignasölu! FRUM - www.frum.is

VgZ][ Ó a V [ h h d c VgZ][ ; g ^  g ^ ` h  ÓaV[hhdc Z g ` h i ¨  ^ ;g^Âg^`h 7^[gZ^ÂVk 7 ^ [ g Z ^  V k Zg`hi¨Â^

BG

TT S VO

UÐ ÞJÓNU

STA

Rúnar S. Gíslason hdl., Lögg. fasteignasali

> Við þekkjum 110 hverfið af eigin raun eftir að hafa búið þar og starfað um langt árabil, verið með börn á öllum stigum skólakerfisins, notið íþrótta og útvistar, byggt, keypt og selt fasteignir og kallað „ÁFRAM FYLKIR!“ > Nýttu þér sérfræðiþekkingu okkar og hafðu samband til að fá nánari upplýsingar eða til að fá frítt verðmat á þinni eign. > Myndataka, framkvæmd af fagaðila, og gerð allra sölugagna er innifalin í sanngjarnri söluþóknun. Enginn óvæntur kostnaður við sölu fasteigna.

BG

SV

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

AVOGII · SÍMI: 567 7360 KÓPAVOG TA) · 200 KÓP AT GATA) GRÆN GA SMIÐJUVEGI 22 ((GRÆN

HAFÐU SAMBAND – VIÐ ÞEKKJUM ÞARFIR ÞÍNAR

Sími 696 3559

omar@fasteignasalan.is

Við gerum tilboð í þínar tryggingar Hafðu samband í síma 537 9980 Umboðsaðilar Viðskiptatengsl | Stórhöfða 17 | vidskiptatengsl@vidskiptatengsl.is | vidskiptatengsl.is


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/07/15 09:35 Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ár­bæj­ar­blað­ið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Höfðabakki 3 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur og Landsprent. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 113 (660 fyrirtæki).

Gott fordæmi Í Árbæjarblaðinu að þessu sinni greinum við frá undraverðum afrekum Björns Axels Agnarssonar. Þessi ungi Árbæingur greindist ungur með einhverfu og snemma varð ljóst að hann var illa haldinn af vatnshræðslu þegar kom að skólasundi. Með aðstoð góðra manna tókst honum að ná miklum framförum á til þess að gera stuttum tíma. Í dag er þessi mikli afreksmaður einn besti sundmaður Íslands og hann rakar til sín verðlaunum á öllum mótum sem hann tekur þátt í og gildir þá einu hvort þau eru haldin hérlendis eða erlendis. Björn Axel er margfaldur Íslandsmeistari og Þýskalandsmeistari í sundi og hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð í sundlauginni. Hann er margfaldur meistari fatlaðra og ófatlaðra og mjög gott fordæmi fyrir ungt fólk í dag. Faðir Björns Axels fer í blaðinu yfir sögu sonar síns og hún ætti að vera skyldulesning í grunnskólum landsins. Hún er dæmi um gríðarlegan dugnað og eljusemi og dæmi um það hve hægt er að ná miklum árangri með góðri ástundun og dugnaði. Við skorum á alla að lesa frásögnina. Sorgrfregnir bárust frá knattspyrnudeild Fylkis á dögunum þegar ákveðið var að slíta samstarfi við Ásmund Arnarsson þjálfara karlaliðs Fylkis í knattspyrnu. Ásmundur hefur verið þjálfari hjá Fylki í rúm fjögur ár og náð ágætum árangri með liðið. Hann hefur skilað góðu starfi fyrir félagið og verið afar vel liðinn hjá félaginu. Því miður virðist það lenska í fótboltanum að skella skuldinni á þjálfarann þegar illa gengur en Ásmundur er annar þjálfarinn í Pepsídeildinni sem fær að taka pokann sinn í sumar. Leikmenn í liði Fylkis ættu að líta í eigin barm í tilefni síðustu atburða hjá Fylki og spyrja sjálfa sig hvort þeir hafi gert allt sem þeir gátu til að ná árangri í leikjum félagsins í sumar.

Hér getur að líta hluta af framtíðar afreksfólki Fylkis.

ÁB-myndir Eeinar Ásgeirsson

Sumarstarfið hjá Fylki er í fullum gangi

Nú er um mánuður liðinn af sumarstarfi Fylkis og hefur þátttakan verið mjög góð en t.d. voru yfir 200 þátttakendur á aldrinum 5 - 14 ára fyrstu vikuna. Það sem boðið er upp á er fótboltanámskeið, tækninámskeið í fótbolta, handboltanámskeið, fimleikanámskeið og parkournámskeið. Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðin og skrá á þau á heimasíðu félagsins www.fylkir.is. Hvetjum alla krakka til að taka þátt í sumarstarfi Fylkis í sumar. Hressir krakkar í Fylki á æfingu.

Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Ár­bæj­ar­blaðs­ins

abl@skrautas.is Það er jafnan mikil aðsókn í íþróttastarfið hjá Fylki og áhuginn er mikill.

KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS


GV 1. tbl. Jan 2015_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 08/07/15 13:33 Page 3

Hamborgaratilboð í júlí 140 gr. Nauta hamborgarar á 225 kr. stykkið 140 gr. BBQ beikon nautahamborgarar á 225 kr. stykkið Báðar tegundir gerðar úr 100% ungnautahakki án nokkurra viðbættra efna. Brauð fylgir FRÍTT með öllum hamborgurum!!!

Sumarlokun!!! Við ætlum að hafa lokað 4 laugardaga í sumar frá 18. júlí og opnum aftur laugardaginn 15. ágúst.

Kíktu við í glæsilegustu sælkerabúð landsins og láttu verðin koma þér á óvart Við bjóðum upp á eitt besta ostaúrval landsins, nýskorið álegg, kjötborð og ýmislegt annað góðgæti

Sælkerabúðin Bitruhálsi 2 - 578-2255 - Alltaf í leiðinni


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/07/15 23:27 Page 4

4

Matur

Ár­bæj­ar­blað­ið

Svínalundir með­dijon­og súkkulaðimús -­að­hætti­Guðlaugar­og­Sæmundar Guðlaug Kristinsdóttir og Sæmundur Jónsson, Brekkubæ 18, eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við skorum á lesendur að prófa uppskriftir þeirra. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónunum, börnunum finnst sinnepið þó of sterkt og því sleppum við yfirleitt að smyrja því á hluta af lundunum. Okkur finnst bæði súrsaði laukurinn og sósan ómissandi partur af réttinum sem og bakaðar kartöflur og gott ferskt salat. Svínalundir með dijon sinnepi 1 kg. svínalundir. ½ dl. dijon sinnep. Rósmarín, þurrkað Salt og pipar. Hreinsið svínalundirnar og kryddið með rósmaríni, salti og pipar, smyrjið með dijon sinnepi og grillið í um það bil 15 mínútur á hvorri hlið (en það fer þó eftir stærð lundanna). Súrsaður laukur 1 dl. ólífuoía. ½ dl. balsam edik. 1 tsk. svartur pipar. 1 rauðlaukur. Blandið saman ólífuolíu, balsam ediki og svörtum pipar. Saxið laukinn

smátt og bætið út í. Látið standa í ísskáp í a.m.k. 2 klukkustundir áður en borið er fram. Rjómapiparsveppaostasósa ½ villisveppaostur. 1 askja rjómaostur með pipar. ½ líter matreiðslurjómi. ½ - 1 tsk. svartur pipar. 1-2 nautakraftsteningar. Skerið villisveppaostinn í litla teninga og bræðið með rjómaostinum og matreiðslurjómanum. Smakkið til með nautakrafti og svörtum pipar. Þessi eftirréttur, sem sómir sér líka vel sem terta á kaffiborði, hefur verið gerður reglulega alla okkar hjúskapartíð. Súkkulaðimús á möndlubotni Botn 200 gr. möndlumassi (kransakökumassi). 2 egg. 2 msk. sterkt kaffi (eða kaffilíkjör). Hrærið möndlumassann saman við egg og líkjör þar til blandan verður mjúk. Fóðrið 24 cm smelluform með bökunarpappír og smyrjið með smjöri. Hellið deginu í og bakið við 175 græáðu hita í 15 mínútur. Kælið botnin

Mat­gæð­ing­arn­ir Guðlaug Kristinsdóttir og Sæmundur Jónsson ásamt fjölskyldu. í forminu. setjið í frysti í að minnsta kosti 2 klukkSúkkulaðifylling ustundir. 175 gr. suðusúkkulaði. Takið úr frystinum 20-30 mínútur 3 egg. áður en borið er fram. 1 msk. sterkt kaffi. Ristið ef til vill möndluspæni á þurri 1-2 msk kaffilíkjör (má sleppa). og heitri pönnu og stráið yfir. ½ líter rjómi. 1 dl möndluspænir (má sleppa). Bræðið súkkulaðið yfir volgu vatnsbaði og hellið í hrærivélaskál. Þeytið vel með 1 eggi og 2 eggjarauðum. Bætið kaffi (og líkjör) út í. Stífþeytið 2 eggjahvítur. Stífþeytið rjómann. Blandið fyrst eggjahvítunum með sleikju við súkkulaðiblönduna og síðan rjómanum. Hellið ofan á botninn í forminu og

Þennan eftirrétt er hægt að gera með nokkrum fyrirvara, eða bara eiga í frysti til að nota þegar óvænta gesti ber að garði. Verði ykkur að góðu, Guðlaug og Sæmundur

Sara­og­Bjarki­eru næstu­matgæðingar

Guðlaug Kristinsdóttir og Sæmundur Jónsson, Brekkubæ 18, skora á nágranna sína í Brekkubæ 16, Söru Guðmundsdóttur og Bjarka Pétursson, að vera matgæðingar í næsta blaði. Við birtum forvitnilegar uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem verður dreift næst þann 20. ágúst.

HLAUPANÁMSKEIÐ BYRJA 20. JÚLÍ ÆTLAR ÞÚ AÐ HLAUPA Í REYKJAVÍKURMARAÞONI EÐA LANGAR AÐ KOMA ÞÉR AF STAÐ? Frá­bær gjöf­fyr­ir veiði­menn­ og­kon­ur Gröf­um­nöfn­veiði­manna­á­box­in Uppl.­á­www.Krafla.is­(698-2844)

VIÐ ÆTLUM AÐ BJÓÐA UPP Á HLAUP OG STYRKTARÆFINGAR. MÁNUDAGAR OG MIÐVIKUDAGAR KL. 17:30. Einnig munu þátttakendur fá verkefni um helgar.

VERÐ 10.000 kr.

(aðgangur að Árbæjarþreki innifalinn)

Kennari: Ingvar Guðfinnsson styrktar- og þolþjálfari frá Keili. Skráning fer fram á oingvarg@simnet.is ATH: NÁMSKEIÐIÐ FER EINGÖNGU FRAM EF NÆG ÞÁTTTAKA NÆST.

ÁRBÆJARÞREK - ÞAR SEM ÞÚ SKIPTIR MÁLI!

www.threk.is Árbæjarþrek • Fylkishöll • Fylkisvegur 6 • Sími: 567-6471


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 05/07/15 18:41 Page 3

Ford Fiesta er mest seldi smábíll Evrópu

Nýi besti vinur þinn? Ford Fiesta frá 2.390.000 kr.

naður staðalbú r u g e il s Glæ g prófaðu Komdu o ábíl Evrópu a sm mest seld

5 dyra • MyKey • Fáanlegur með vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð • Hiti í framsætum 3,5 tommu upplýsingaskjár • AUX og USB tengi • Fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur • Samlitaðir stuðarar Rafdrifnir og upphitanlegir hliðarspeglar • Tvískipt niðurfellanleg aftursæti 60/40 • Samlituð vindskeið • 6 hátalarar Einstaklega rúmt farangursrými (290 lítra) • Frábær í endursölu • Start Stop spartækni • Brekkuaðstoð Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna • Samlitaðir hliðarspeglar • EasyFuel ESP stöðugleikastýrikerfi með spólvörn • Ofnæmisprófuð efni í innréttingu • Fáanlegur sjálfskiptur á frábæru verði 5 stjörnu öryggi • Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns

æli ára afm rg Ford hjá Brimbo

20

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17. Opið á laugardögum frá og með 8. ágúst.

Ford Fiesta, bensín 65 hö/EcoBoost 100 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

ford.is


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 05/07/15 14:51 Page 6

6

Fréttir

Ár­bæj­ar­blað­ið

Frosti,­Daron­Karl,­Tinna­Björk­og­Helga­Lind­brostu­sínu­blíðasta­í­kvöldsólinni.

Skátaútilega

Hluti­af­hópnum­sem­fór­í­útileguna­með­skátafélaginu­Árbúum.

Síðastliðin ár hafa skátafélögin í Reykjavík rekið sumarnámskeið undir nafninu Útilífsskólar skáta í samstarfi við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Útilífsskólar skáta eru fyrir öll börn á aldrinum 8 til 12 ára. Á þessum nám-

skeiðum gefst börnum tækifæri á að takast á við spennandi hluti eins og klifur, sigla á bátum, hjólaferðir, sund og ýmislegt annað skemmtilegt. Í lok hvers námskeiðs er farið í útilegu á útivistarsvæði skátanna við Hafravatn. Ljósmyndari Árbæjarblaðsins kíkti á fyrstu útilegu sumarsins þar sem stór hópur af börnum var saman kominn frá nokkrum skátafélögum af Reykjavíkur-

Ríkey­Alda,­Guðjón­Gunnar­og­Marvin­Þór­starfsmenn­í­Árbúum.

svæðinu og áttu stórskemmtilega stund saman. Mikil spenna ríkti hjá börnunum að fá að gista saman í tjaldi yfir nótt. Í útilegunni var farið í ýmsa leiki, tálgað, klifrað upp klifurvegg og margt fleira. Poppað var yfir opnum eldi, grillaðar pylsur og sykurpúðar voru handa öllum. Kvöldið endaði á kvöldvöku með ýmsum uppákomum og skátasöngvum. Áður en lagst var til rekkju fengu allir heitt kakó og kex til að fá smá hita í kroppinn. Fyrir heimferð var að sjálfsögðu allt rusl tekið saman og börnin sæl og glöð eftir eftirminnilega og lærdómsríka útilegu.

Mynd­ir:­Katrín­J.­Björgvinsdóttir Andrés­Þór,­Hnikarr­Örn­og­Harri­Þór­voru­ánægðir­með­klifurvegginn.

Það­er­alltaf­gott­að­fá­sér­heitt­kakó­fyrir­svefninn,­Tinna­Sóley­og­Karólína­Lilja.

Það­var­mikil­tilhlökkun­hjá­Tinnu,­Matthildi­Emblu,­Helgu­Lind­og­Örnu­Kristínu­að­fá­að­sofa­í­tjaldinu­yfir­nótt. Hafravatn­í­kvöldsólinni.

Starfsmenn­ á­ sumarnámskeiðinu­ hjá­ skátafélaginu­ Árbúum,­ Helgi­ Reynir,­ Hafdís­ Jóna,­Arnar,­ María­ Lilja,­ Ebba, Guðjón­Gunnar,­Guðrún­Auður­og­Marvin­Þór.

­Útivistarsvæði­skátana­við­Hafravatn.


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/07/15 22:25 Page 7

Grafarholtsblað­ið 7. tbl. 4. árg. 2015 júlí

-

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Til hvers þarf rándýrar skólabyggingar? Borgarstjóri kynnti á opnum íbúafundi viðhorfskönnun borgarinnar til umhverfis og þjónustu í hverfinu. Einnig var framkvæmdar- og frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á nýrri miðju fyrir hverfin Úlfarsárdal og Grafarholt. Þar sem byggður verður nýr Dalskóli, íþróttaraðstaða fyrir Fram, menningarmiðstöð með bókasafni og sundlaug. Fjölmenni var á fundinum og voru viðbrögð fundarmanna æði blendin.

skemmtilegri verkefni á vegum borgarinnar, ef þetta er nóg? Einnig væri hægt að nýta bæjarlækinn til sundkennslu eins og gert var í gamaldaga, allir lærðu jú að synda. Nei í alvöru talað þá getur það vart talist til eðlilegra vinnubragða við uppbyggingu og rekstur hverfa borg-

Viðhorfskönnunin kom verulega illa út fyrir borgina þar sem fólk í hverfinu er afar óánægt með þá þjónustu sem borgin veitir. Það kemur undirrituðum ekki á óvart enda margar ástæður fyrir því. Svo sem þjónusta við íbúa og hvernig borgin hefur komið fram í skipulagi hverfisins þar sem ekki hefur verið tekið neitt mark á þeim fjölmörgu athugasemdum sem íbúar hafa gert við hinar ýmsu skipulagstillögur. Eldra lið FRAM á efri myndinni og yngra lið FRAM á þeirri neðri.

3. flokkur karla sigraði á Barcelona Summer Cup

Strákarnir okkar í 3. flokki karla dvöldu í lok júní og byrjun júlí við æfingar og keppni suður á Spáni. Þar kepptu strákarnir á móti sem heitir „Barcelona summer cup“. FRAMarar sendu tvö lið til keppni; yngra og eldra lið. Í eldra liðinu voru drengir fæddir 1999 og í því yngra drengir fæddir 2000. Leikið var í tveimur sex liða riðlum og spilað nokkuð stíft, 2-3 leikir á dag þegar mest lét. Strákarnir stóðu sig mjög vel og

eldra liðið vann alla leiki sína í riðlinum og yngra liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir mikla baráttu. Liðin léku svo í undanúrslitum og unnu bæði sína leiki. Í úrslitaleikjunum var eins og gefur að skilja mikil spenna og strákarnir gáfu allt sem þeir áttu í þá leiki. Eldra liðið lék gegn FC Bray frá Bretlandi og endaði leikurinn 2-2 eftir venjulegan leiktíma. Því þurftu strákarnir að fara í vítaspyrnukeppni og höfðu þar betur og sigur á mótinu þar með staðreynd.

Yngra liðið lék til úrslita gegn liði frá Canada, North York Cosmos, og það er skemmst frá því að segja að okkar drengir sigruðu í leiknum 3-2 og sigur á mótinu staðreynd. Strákarnir voru hrikalega flottir í þessu móti og voru að spila vel. Helgi Guðjónsson varð markakóngur mótsins setti 15 mörk sem verður að teljast ansi gott. Strákarnir og allt þeirra fylgdarlið var alsælt með ferðina. Vel gert drengir. Til hamingju með frábæran árangur!

KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS

Nú er ljóst að Reykjavíkurborg ætlar sér ekki að standa við stóru orðin og byggja hratt upp skóla og þjónustubyggingar í Úlfarsárdal fyrir í íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts eins og lofað var. Borgin ætlar sér 7 ár í viðbót við þau 3 ár sem nú eru liðin frá því ákveðið var að breyta skipulagi Úlfarsárdals. Því verða liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því íbúar fluttu í Grafarholtið. Maður spyr sig að því tilhvers þarfa að byggja alla þessa fínu og fallegu skóla um alla borg sem kosta marga miljarða ef það er í lagi að koma heilu árgöngunum í gegnum skólakerfið í bráðabyrgða húsnæði. Væri ekki nær að spara allt þetta fjármagn og nýta í einhvern önnur

Kristinn Steinn Traustason. arinnar að heilu árgangarnir fari í gegn um grunnskólakerfið við þær aðstæður sem okkar börnum er boðið upp á. Í ljósi þeirrar miklu og metnaðarfullu uppbyggingar sem fyrirhugðuð er í Reykjavík á komandi árum ætti þessi framkvæmd sem okkur hefur verið kynnt að endurspegla þann metnað og setja ný viðmið í hraða uppbyggingar innviða hverfa borgarinnar, 15 ár til þess er of langur tími – betur má ef duga skal. Höfundur er formaður í búasamtaka Úlfarsárdals


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/07/15 08:43 Page 8

8

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Grjótharðir Framarar Eiríkur Helgason og Einar Guðlaugsson.

Krakkarnir á Maríuborg.

Grænálfar Maríuborgar:

Hugsum vel um jörðina Elstu börnin í leikskólanum Maríuborg hafa undanfarið verið að setja ný markmið í umhverfismennt og var eitt þeirra að biðja fólk um aðstoð við umhverfisvernd. Þess vegna vildu þau gjarnan fá þessa grein birta í Grafarholtsblaðinu og verður þeim hér með að ósk sinni. Elstu börn Maríuborgar eru öll í nefnd sem kallast Grænálfar. Nefnd þessi fundar reglulega yfir veturinn og hefur þann tilgang að hafa eftirlit með umhverfismennt leikskólans. Leikskólinn Maríuborg er Skóli á grænni grein, en í því felst að lögð er mikil áhersla á umhverfismennt og sjálfbærni og er Grænfáninn viðurkenning fyrir árangur í þeim efnum. Til þess að öðlast Grænfána þarf skólinn að setja sér markmið til tveggja ára í senn og er Grænfáninn veittur að þessum tveimur árum liðnum, hafi markmiðin náðst. Maríuborg fékk sinn fyrsta Grænfána árið 2012 og annan í nóvember 2014. Nú er stefnt að þeim þriðja og í vetur hafa Grænálfar því unnið að því að setja markmið næstu tveggja ára. Ferlið byrjaði á því að Grænálfarnir settu niður hvað það er sem þeir gera í umhverfismennt á degi hverjum, hvaða markmið er unnið að hingað til og hvernig það hefur gengið. Þau lærðu um markmið almennt og hvað það þýddi að setja sér markmið. Þá skipulögðu þau stórt sameiginlegt verkefni allra barna leikskólans sem sýnt var í salnum á

opnu húsi í maí. Þau vildu kenna öllum börnum, foreldrum og öðrum gestum hvernig maður á að flokka ruslið sitt svo að jörðin okkar verði glöð, en öll voru þau sammála um að meginmarkmið umhverfismenntunar væri að hugsa vel um jörðina okkar. Í framhaldi af stóra sameiginlega verkefninu, sem sýndi hvað við erum að leggja áherslu á, voru ákveðin markmið til að vinna að og ná fyrir næsta fána. Grænálfarnir voru allir sammála um að við værum að gera mjög margt til að hugsa vel um jörðina og þyrftum nú ekki að bæta miklu við. Því var fyrsta markmiðið að fá fleira fólk í lið með okkur og er þessi grein liður í því þar sem þau vildu biðla til lesenda blaðsins að hugsa vel um jörðina okkar með okkur. Önnur markmið voru að minnka matarsóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu innan leikskólans meðal annars með pappírsgerð og ruslföndri og að hvetja alla til að ganga í skólann í stað þess að keyra á bílnum. Grænálfar Maríuborgar vilja því biðja alla krakka og alla fullorðna um að hjálpa sér að passa náttúruna með þessum einföldu reglum: • Allir eiga að tína rusl út um allt, á gangstéttinni, götunni og úr trjánum. • Ekki henda rusli í náttúruna, gangstéttina, götuna og í trén. • Bannað að eyða vatninu, ekki nota það allt of mikið, bara láta það renna

þegar maður er að drekka eða nota það í eitthvað eins og sturtu eða skúra eða eitthvað eins og sulla út í garði.

Boltastrákarnir Aron, Mikael Trausti og Alexander.

• Nota pappírinn aftur, setja vatn í hann ef maður vill ekki eiga hann og gera svo nýtt úr honum, eins og ný blöð eða páskaunga og snjókarla. • Ekki henda strax í ruslatunnuna heldur reyna að nota það meira. • Ekki henda rusli í vitlausa tunnu heldur setja allt í rétta tunnu því þá er búið til nýtt úr því. • Notið ekki bílana þegar þið farið stutt. • Ekki henda miklum mat í ruslið. Maður á bara að setja á diskinn sinn það sem maður ætlar að borða, ekki of mikið svo maður verði bara saddur og þá þarf að henda áður en maður klárar. Svo á maður bara að setja matinn í svona box og kannski er bara nóg að borða á morgun ef maður hefur ekki hent öllu í ruslið og þá þarf ekki að kaupa meiri mat og aðrir sem eiga ekki mikinn mat geta keypt matinn í búðinni sem við þurftum ekki.

Beggi og Kiddi sáu um að steikja hamborgara í mannskapinn.

• Gerið bara eins og við erum alltaf að gera, að passa bara alltaf náttúruna. Bestu kveðjur og þakklæti fyrir hjálpina, Grænálfar Maríuborgar

Framarar klappa fyrir sínum mönnum.

Vantar þig vinnu?

Öll börn leikskólans unnu í sameiningu að stóru sorpflokkunarverkefni.

Grafarholtsblaðið

Ritstjórn og auglýsingar - sími 587-9500

Óskum eftir starfsmanni á auglýsingadeild Um er að ræða skemmtilegt starf sem getur skilað góðum tekjum Upplýsingar í síma 698-2844


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/07/15 08:43 Page 9

9

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Boltastrákarnir Kristófer Ari, Hilmir og Valur.

Stúkan á Framvellinum í Úlfarsárdal var full og spennan var mikil í leiknum sem endaði því miður illa.

Frábær heimavallarstemning í Úlfarsárdal

Það var dásamlegt að koma í Úlfarsárdalinn fimmtudagskvöldið 2.júlí er FRAM lék sinn fyrsta heimaleik í Ís-

landsmóti karla á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal. Dalurinn hreinlega iðaði af lífi. Fólkið streymdi að úr öllum áttum og það var létt yfir mannskapnum og spenna í loftinu. Nýja aðstaðan er flott þó enn eigi eftir að klára hana fullkomlega og verður hún enn betri á næsta heimaleik. Veðrið lék við okkur. Það var logn í Úlfagryfjunni en gekk á með smá skúrum, fullkomið fótboltaveður.

Stuðningsmaður Fram Egill Orri Sigurðsson.

Það eina sem skyggði á þetta kvöld voru úrslit leiksins. HK komst yfir strax á 6. mínútu leiksins en okkar menn tóku í framhaldi öll völd á vellinum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en það gekk ekki eftir þrátt fyrir mikla yfirburði. Staðan í hálfleik var 0-1.

Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og höfðum góð tök á leiknum. Misstum svo mann af velli með rautt spjald á 57. mínútu. Við það efldust okkar menn jafnvel enn frekar og náðu að jafna leikinn með marki frá Brynjari Benediktssyni á 73. mínútu. Eftir markið áttum við svo skot í slá og vorum líklegir til að skora en það gekk hreinlega ekki. Síðan var eins og það drægi aðeins af okkar mönnum og við hleyptum HK aðeins inn í leikinn síðustu 5-10 mínútur leiksins. Það endaði þannig að HK missti leikmann af velli á 90. mínútu og svo náðu þeir að setja mark á 95. mínútu eftir góða sókn. Lokatölur í Úlfagryfjunni 1-2 tap. Það var hrikalega súrt að tapa þessum leik, við áttum mörg ágæt færi og skot sem höfnuðu í tréverkinu. Það var góð barátta í liðinu og allir að leggja sig vel fram. En svona er boltinn stundum. Það var vel mætt í Úlfarsárdalinn, um 550 manns mættu og fyrir það ber að þakka, vel gert FRAMarar. HK færði okkur flottan skjöld fyrir leikinn og þökkum við FRAMarar fyrir það. Þessi heimavöllur á bara eftir að verða betri og spennandi að fylgjast með liðinu á þessum velli. Næstu heimaleikir í Úlfarsárdalnum eru laugardagsleikir; 11. júlí kl. 14:00 gegn Grindavík, 18.júlí kl. 16:00 gegn KA og 25.júlí kl. 14:00 gegn Þór. Mætum öll í Úlfarsárdalinn, fyllum völlinn og búum til alvöru heimavallarstemningu. Við vorum 550 á þessum fyrsta leik og verðum ennþá fleiri laugardaginn 11.júlí kl. 14:00. Áfram FRAM!

Framarar fjölmenntu í stúkuna og stóðu við bakið á sínum mönnum.

Spennan var mikil á meðal áhorfenda enda leikurinn spennandi.

Þessir voru nokkuð yfirvegaðir í stúkunni.

Þessir vinir í Fram skemmtu sér ágætlega á fyrsta heimaleiknum í Grafarholti.

Áhorfendastúkan var þétt setin fólki á öllum aldri.

Ungir Framarar og einn eldri.


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/07/15 22:48 Page 10

10

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Marki fagnað með tilþrifum.

Mikið fjör á Króksmótinu - og FRAMstelpur stóðu sig vel að vanda

Knattspyrnufélagið FRAM sendi sjö lið og 36 stelpur til þáttttöku á Króksmóti Landsbankans og Tindastóls síðustu helgina í júní. Aðstæður og mótið sjálft voru til fyrirmyndar og veðrið lék við þátttakendur og foreldra. Leikar hófust á laugardagsmorgninum en leikið var í fjórum styrkleikaflokkum í 6.flokki og fimm í 7.flokki. FRAM tefldi fram liðum í öllum

styrkleikaflokkum í 6.flokki og A- Bog E- liði í 7.flokki. Árangurinn var mjög góður hjá öllum okkar liðum og náðum við m.a. gullverðlaunum í 7.flokki E-liða og silfurverðlaunum í 6.flokki B-liða. Allir þátttakendur og foreldrar skemmtu sér vel. Gaman var að fylgjast með því hvað foreldrahópurinn var samhentur og þangað kominn til að gera þessa helgi ógleymanlega fyrir stelpurnar sínar. Skipulag hópsins var til fyrirmyndar og framkoma var félaginu til sóma í alla staði. Mikið álag er á þjálfara og liðstjóra á svona mótum. Foreldraráðin, þjálfarar og aðrir sem komu að skipulagi þessarar ferðar eiga miklar þakkir skildar. Félagið sjálft er ekkert án foreldra og allra þeirra sem koma að starfinu. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt í starfi félagsins.

Arnar Freyr Arnarsson.

Njóttu sumarsins Sumarið er yndislegur tími en sólin getur þurrkað og reynt mikið á óvarða húð. Þar sem húðin er stærsta líffæri mannslíkamans er afar mikilvægt að hugsa vel um hana og vernda eins og kostur er. Við bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.

Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu.

Hlökkum til að sjá þig í sumar!

Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Arnar Freyr valinn í úrvalslið Opna Evrópumótsins Landslið Íslands U-19 sigraði um helgina á Opna Evrópumeistaramótinu í handbolta sem haldið var í Gautaborg en mótið er spilað samhliða Partillecup sem margir FRAMarar þekkja. Við FRAMarar áttum tvo fulltrúa í landsliðhópi Íslands en það voru þeir Arnar Freyr Arnarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Strákarnir spiluðu vel á mótinu. Arnar Freyr var svo að mótinu loknu valinn í úrvalslið þess en Arnar Freyr sem leikur sem línumaður þótti leika sérlega vel bæði í vörn og sókn. Óðinn Þór stóð sig einnig vel á mótinu og sett ein 16 mörk. Mótið í Svíþjóð er undirbúningur fyrir lokamót HM í þessum aldursflokki en landslið Íslands mun taka þátt í því móti sem verður haldið í Rússlandi síðar í sumar. Það verður því spennandi að fylgjast með okkar mönnum á því móti. Til hamingju strákar og gangi ykkur vel.

Skráning á FRAM-Open í fullum gangi Golfmótið FRAM-Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum Frömurum og velunnurum félagsins og stemmningin sem skapast hefur gert það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap. FRAM-Open 2015 fer fram á golfvellinum Öndverðarnesi föstudaginn 7. ágúst og hefst klukkan 11:00. Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr. Ræst verður út á öllum teigum kl. 11:00. Skráning er hafin í síma 5335600 eða á ludvik@fram.is og toti@fram.is Athugið að það sem koma þarf fram í skráningu er: nafn og kennitala leikmanns, forgjöf leikmanns og einnig ef óskir eru um að leika í holli með einhverjum ákveðnum að láta það þá fylgja með. Keppnisgjaldið er kr. 8.500.- og þarf að greiða við skráningu. Innifalið er mótsgjald og matur eftir mót (lambalæri, konfekt/kaka og kaffi).

FRAM sendir fríðan hóp í handboltaskóla HSÍ Hinn árlegi handboltaskóli HSÍ var haldinn helgina 12-14. júní. Þá komu saman til æfinga yfir 50 krakkar fæddir 2001 bæði í drengjaog stúlknaflokki. Það voru því yfir 100 krakkar sem tóku þátt í þessari handboltahelgi og æfðu saman fjórum sinnum hvor hópur. Hópunum var svo boðið á landsleiki Íslands og Svartfjallalands í Laugardalshöllinni sunnudaginn 14.júní. Þeir sem valdir voru til að taka þátt í handboltaskóla HSÍ fyrir hönd FRAM að þessu sinni voru: Aníta Rós Rafnsdóttir, Harpa Elín Haraldsdóttir, Harpa Karen Gunnlaugsdóttir, Helena Sif Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ásmundardóttir og Sigríður Berglind Hermannsdóttir í stúlknaflokki. Í drengjaflokki voru það þeir Hjalti Örn Sólmundarson, Halldór Sigurðsson, Hermann Björn Harðarson og Viktor Steinn Sighvatsson.


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/07/15 08:42 Page 11

11

Fréttir

Árbæjarblaðið

Sundsaga Björns Axels Agnarssonar:

Lélegastur í bekknum en varð afreksmaður - Agnar Björnsson segir frá einstökum sundferli sonar síns. Vann bug á mikilli vatnshræðslu og er margfaldur Íslandsmeistari og Þýskalandsmeistari í sundi í dag

Mig­ langar­ til­ að­ segja­ nokkuð­ frá öskubuskuæfintýri­sonar­míns­Björns Axels­Agnarssonar­í­sundi­og­er­þessi saga­gott­dæmi­um­það­hvernig­hægt er­að­snúa­veikleika­upp­í­styrkleika. Drengurinn­ er­ fæddur­ 2002­ og­ var greindur­­með­ódæmigerða­einhverfu árið­2008. Í­ Fyrsta­ bekk­ þá­ gekk­ ekkert­ hjá honum­að­ná­tökum­á­sundinu­vegna gífulegrar­ vatnshræðslu.­ Hann­ þorði nánast­ ekki­ útí­ laug­ og­ var­ langt­ frá því­ að­ ná­ fyrst­ stigi­ sundsins­ og­ var því­lélagstur­í­sundi­í­bekknum.­­Okkur­ var­ ráðlagt­ að­ setja­ hann­ í­ sundkennslu­ og­ var­ keypt­ námskeið­ hjá sunddeild­ Ármanns­ en­ það­ skilaði engum­árangri­og­var­hann­engu­nær að­geta­synt­haustið­2009­þegar­hann byrjaði­í­öðrum­bekk.­­ Í­ október­ 2009­ fékk­ hann­ tíma­ (1 sinnu­ í­ viku)­ í­ æfingastöðinn­ á­ Háaleitisbraut­hjá­Jórunni­Hafsteinsdóttur til­að­vinna­á­vatnshræðslunni.­Hafði hún­ orð­ á­ því­ seinna­ við­ okkur­ foreldra­þegar­hún­tók­við­honum­að­hún sæi­fyrir­sér­að­það­tæki­langan­tíma að­vinna­á­vatnshræðslunni.­En­í­janúar­2010­sagðist­hún­ekki­geta­gert­betur­ og­ að­ Björn­ Axel­ þyrfti­ að­ fara annað­til­að­læra­að­synda,­og­bennti hún­á­sundskóla­ÍFR­í­Hátúni­hjá­Júlíusi­Arnarsyni.­Þess­má­geta­að­þarna­í janúar­ 2010­ náði­ hann­ fyrsta­ stigi­ í sundi­ en­ hefði­ átt­ að­ taka­ annað­ stig eins­ og­ bekkjarfélagar­ hans­ og­ gerðu og­ var­ hann­ orðinn­ á­ eftir­ þeim­ og sjálfstraustið­í­molum.­ Bestur­í­bekknum 22.­ janúar­ 2010­ byrjaði­ hann­ hjá Júlíusi­einu­sinni­í­viku,­30­mínútur­í senn.­ ­ Eftir­ 6­ tíma­ hjá­ Júlíusi­ þá­ var Björn­Axel­kominn­með­getu­fyrir­3. stig­í­sundi­(lagt­fyrir­3.­bekk).­Þegar losnaði­um­vatnshræðsl-una­þá­kom­í ljós­að­hann­hafi­einhverja­hæfileika­í sundi.­Þegar­hann­byrjaði­um­haustið­í skólasundi­þá­var­hann­orðinn­bestur­í bekknum­ í­ sundi­ og­ var­ stundum notaður­til­að­sýna­öðrum­í­bekknum og­ sjálfstraustið­ sem­ kom­ með­ þessu var­þvílíkt­(veikleiki­var­að­breytast­í styrkleika)­ og­ skilaði­ sér­ beinnt­ inn­ í skólastarfið.­ Þú­þarft­að­smíða­hillu­ fyrir­bikarana Björn­ Axel­ héllt­ áfram­ að­ mæta­ í tíma­ hjá­ Júlíusi­ en­ átti­ í­ erfiðleikum með­ að­ ná­ góðum­ tökum­ á­ bringusundi,­var­með­stífan­ökla­og­átti­erfit með­að­samræma­hreyfingar­handa­og fóta.­­Í­maí­2011­fékk­Júlíus­hjartaáfall og­ lést.­ ­ Um­ haustið­ 2011­ fór­ Björn Axel­að­synda­tvisvar­í­viku­í­Hátúnslauginni.­­ Það­ er­ gaman­ að­ segja­ frá­ því­ að þegar­Björn­Axel­ákvað­að­byrja­tvisvar­ í­ viku­ þá­ sagði­ hann­ við­ mig

„pabbi­þú­þarft­að­fara­að­smíða­hillu, nú­afhverju­spyr­ég?­Fyrir­alla­bikarana,”­segir­hann“.­­Hann­var­svo­lánsamur­ að­ um­ haustið­ 2011­ réð­ ÍFR Magnús­ Már­ Ólafsson­ til­ að­ sjá­ um kennslu­ í­ Hátúni,­ en­ Magnús­ er­ ekki bara­ afburða­ sundmaður­ (keppti­ fyrir ísland­ á­ Ól.­ leikum­ í­ Suður-Kóreu) heldur­ frábær­ í­ því­ að­ koma­ sinni sundþekkingu­ og­ reysnslu­ til­ þeirra sem­ að­ hann­ var­ að­ kenna.­ ­ Það­ tók Magnús­ langan­ tíma­ og­ mikla­ þolinmæði­ að­ kenna­ honum­ bringusund og­náði­Björn­fyrst­tökum­á­því­í­desember­2011.­­Fyrsta­mót­Björns­Axels var­ nýársmót­ fatlaðra­ barna­ og­ ungmenna­8.­janúar­2012.­­Á­þessu­móti tók­vatnshræðslan­sig­upp­en­hann­var að­ fara­ í­ fyrsta­ sinn­ í­ Laugardalslaug og­var­hann­kominn­að­því­að­ganga frá­ keppni­ og­ hætta,­ en­ Magnús­ náði að­koma­Birni­Axel­til­að­synda­baksund­og­var­þetta­stærsti­sigur­hans­á þessu­móti­og­var­einn­millusteinn­að því­að­losna­við­vatnshræðsluna.­ Æfir­sex­sinnum­í­viku 1.­apríl­synti­hann­á­íslandsmóti­ÍF­í 50m­laug­og­var­það­í­fyrsta­sinn­sem að­hann­synti­í­50m­laug.­Næsta­stig­í sundiðkun­ Björns­Axels­ var­ að­ hann mætti­ einu­ sinni­ í­ viku­ á­ æfingu­ í Laugardalslaug­klukkustund­í­senn­og sá­ Jón­ Þorgeir­ aðstoðarþjálfari­ um þessar­ æfingar.­ Í­ lok­ apríl­ fékk­ hann að­mæta­tvisvar­sinnum­­í­viku­í­Laugardalslaug.­ ­ Í­ maí­ 2012­ á­ Asparmóti vann­Björn­til­sinna­fyrstu­verðlauna­í sundi.­­ Í­ágúst­2012­fór­hann­að­æfa­í­Laugardalslaug­með­B­hópi­en­þjálfari­þar var­Hólmgeir­Reynisson­og­í­september­ byrjaði­ hann­ að­ æfa­ með­ ­A­ hóp félagsins­ hjá­ aðalþjálfara­ ÍFR,­ ­Tómasi­ Hájek­ og­ æfir­ 3­ sinnum­ í­ viku klukkutíma­í­senn.­­Um­haustið­2013 byrjaði­ hann­ að­ æfa­ 4­ sinnum­ í­ viku tvo­tíma­í­senn­og­frá­janúar­2014­var hann­ kominn­ í­ 5­ æfingar­ á­ viku.­ Og um­haustið­2014­var­hann­komin­í­æfingar­sex­sinnum­í­viku. Yngsti­sigurvegari­frá­upphafi 13.­ október­ 2012­ afrekar­ hann­ það að­ vera­ yngsti­ sigurvegari­ á­ Erlingsmóti­frá­upphafi,­10­ára­og­264­daga gamall.­­Í­nóvember­2012­vinnur­hann til­ sinna­ fyrstu­ verðlauna­ á­ Íslandsmóti­fatlaðra,­brons­í­50m­baksundi­16 ára­ og­ yngri.­ ­ Í­ janúar­ 2013­ keppti hann­í­fyrsta­sinn­á­RIG­og­fær­brons í­ 50m­ baksundi.­ Um­ haustið­ 2013 æfði­hann­fjórum­sinnu­í­viku­2­tíma­í senn.­Á­Íslandsmeistaramóti­fatlaðra­í nóvember­ 2013­ varð­ hann­ Íslandsmeistari­ í­ 200m­ skriðsundi­ í­ opnum flokki,­ 11ára­ og­ 304­ daga­ gamall. Haustið­ 2013­ náði­ hann­ einum­ millusteini­í­viðbót­þegar­hann­tók­snúning­í­fyrsta­sinn.­­

Fyrsta­utanlandsferðin Í­ febrúar­ 2014­ fórum­ við­ feðgar­ í fyrsta­ sinn­ á­ mót­ erlendis­ á­ Malmö Open­sem­er­sérstakt­mót­fyrir­fatlaða. Þar­keppti­hann­í­5­greinum­(4­gull­og 1­brons)­en­stærsti­sigurinn­var­að­takast­á­við­nýjar­áskoranir­og­ferðast­í fyrsta­ sinn­ til­ útlanda,­ fyrsta­ sinn­ í flugvél,­fyrsta­sinn­á­hóteli,­og­í­fyrsta sinn­ í­ lest.­ En­ fyrir­ einhverfa­ getur verið­ mjög­ erfitt­ að­ takast­ á­ við­ hið óþekkta. Þessi­ ferð­ var­ sigur­ fyrir­ hann­ og þroskaðist­ hann­ mjög­ mikið­ í­ þessari ferð.­ Í­ apríl­ 2014­ stakk­ hann­ sér­ til sunds­af­palli­í­fyrsta­sinn.­Í­júní­tók hann­þátt­í­AMÍ­í­fyrsta­sinn­og­kom heim­með­6­gull,­1­silfur­og­4­brons. Sigraði­í­öllum­9­greinunum -­ennþá­vatnshræddur Um­ verslunnarmannahelgina­ 2014 tók­ hann­ þátt­ í­ unglingalandsmóti UMFÍ­ og­ keppti­ í­ 9­ sundgreinum­ og sigraði­ í­ þeim­ öllum.­ Hann­ er­ ekki ennþá­endanlega­laus­við­vatnshræðsluna,­ er­ hræddur­ við­ að­ synda­ í­ laug með­dúk­í­botni­og­þorir­ekki­að­synda ef­ að­ dýpt­ laugar­ fer­ yfir­ 3­ metra. Hann­þorði­varla­að­synda­í­sundlaug Sauðárkróks­(2,72m).­­ Bætingar­ Björns­ hafa­ verðið­ ótrúlegar­og­er­hann­með­bestu­tíma­jafnaldra­sinna­á­landinu­í­mörgum­greinum.­Í­ljósi­þess­hversu­erfiðlega­honum­ gekk­ að­ læra­ bringusund­ er­ það merkilegt­ að­ hann­ varð­ Reykjavíkurmeistari­ í­ drengjaflokki­ (13-14­ ára)­ í 200m­bringusundi. Um­ miðjan­ apríl­ síðastlinn­ tók hann­ þátt­ í­ mjög­ stóru­ móti­ í­ Berlin „opna­ þýska­ meistaramótið­ í­ sundi fyrir­fatlaða“­og­keppti­hann­í­9­greinum­og­kom­heim­með­16­verðlaun­(­8 gull,­ 3­ silfur­ og­ 5­ brons).­ ­ Á­ þessu móti­kepptu­43­þjóðir­og­rúmlega­560 keppendur­ og­ á­ þessu­ móti­ voru­ sett 47­heimsmet.­­ Einstakur­afreksmaður -­frábærir­þjálfarar Eins­og­fram­kemur­hér­að­framan hefur­ þetta­ verið­ öskubuskuævintýri og­ í­ raun­ ótrúlegt­ hvað­ Björn­ Axel hefur­áorkað­á­stuttum­tíma,­en­hann hefur­ unnið­ til­ 219­ verðlauna­ síðan 2012­þar­af­á­þessu­sundári­(ágúst­til ágúst)­til­108­verðlauna.­­Eins­og­aðrir sundmenn­ æfir­ hann­ mikið­ eða­ 14­ – 16­ klukkutíma­ á­ viku.­ Björn­ hefur verið­ mjög­ heppinn­ með­ kennara­ og þjálfara­og­þá­sérstaklega­Magnús­Má Ólafsson­ og­ Tómas­ Hájek­ sem­ hafa reynst­honum­frábærlega­vel­enda­frábærir­þjálfarar.­ Einnig­ hafa­ þeir­ góðan­ skilning­ á fötlun­Björns­Axels­sem­er­ekki­síður mikilvægt.

­ jörn­Axel­Agnarsson­tókst­á­við­gríðarlega­vatnshræðslu­en­er­í­dag­með­mesB tu­afreksmönnum­Íslands­í­sundi.­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ÁB-myndir­Agnar­Björnsson

Við­keppnislaugina­í­Berlín­með­öll­verðlaunin.

Með­Jóni­Margeiri­Ólympíumeistara.

Björn­Axel­í­1.­sæti­á­stigatöflunni­í­Berlín.

Sundferill Björns Axels Agnarssonar ­Hér­ fyrir­ neðan­ eru­ tölulegar upplýsingar­um­sundferil­Björns­Axels Agnarssonar . Æfinamagn:­920­klukkustundir. Kílómetrar­ á­ æfingum:­ 1.088­ kkílómetrar. Synt­í­keppni:­­34­kílómetrar­á­rúmum­8­klukkustundum. Verðlaun:­ 77­ gull,­ 68­ silfur­ og­ 52 brons. Helstu­tilar­á­sundferlinum:

4­faldur­Malmö-open­meistari.­ 7­íslandsmeistaratitlar­fatlaðra. 8­ faldur­ alþjóðlegur­ þýskalandsmeistari­í­sundi­fyrir­fatlaða. 9­ faldur­ ungllingalandsmótsmeistari ófatlaðra. 6­ faldur­ aldursflokkameistari ófatlaðra. 6­faldur­UMSK­meistari­ófatlaðra. 2­faldur­Reykjavíkurmeistari­í­röðum fatlaðra. Reykjavíkurmeistari­ í­ 200m­ bringu-

sundi­hjá­ófötluðum,­­drengjaflokkur­13 til­14­ára. Þess­má­geta­að­Björn­Axel­er­meðal annars­Íslands-­og­Þýskalandsmeistari­í 100m­flugsundi.­Og­í­400m­skriðsundi. Björn­hefur­núna­unnið­til­verðlauna á­35­mótum­í­röð,­síðasta­mót­þar­sem að­ hann­ vann­ ekki­ til­ verðlauna­ var­ í desember­ 2013­ og­ hann­ hefur­ farið­ á pall­í­hverri­grein­sem­hann­hefur­keppt í­síðan.­28.­febrúar­á­þessu­ári. Á­verðlaunapalli­á­Fjarðamóti.


Ă rbĂŚ 9. tbl. Sept._Ă rbĂŚ 1. tbl. JanĂşar.qxd 05/07/15 19:50 Page 12

12

FrĂŠttir

Ă rbĂŚjarblaĂ°iĂ°

Hoppa Ă­ polla

– við elskum dósir! SÜfnunarkassar í Þínu hverfi: RofabÌr • Selåsskóli • Norðlingabraut )"0""( "" ( * # # ") & * # +

$

ĂšTFARARSTOFA Ă?SLANDS

;&<=%>??&(@A(BCD"E/F0 Ă&#x161;tfararĂžjĂłnusta sĂ­Ă°an 1996

ALĂ&#x161;Ă? * VIRĂ?ING *(GH;I1G J%"#&F"(%>K'.!" L"?#.2304

)6@(MMNN(9(675(68:8 Sverrir Einarsson

(+++,&#-/%0',0. ;!!"'(.C!"%$%0'F0''(

KristĂ­n IngĂłlfsdĂłttir

Ă&#x161;TFARARSTOFA HAFNARFJARĂ?AR !"#"$%"&'()"(*(+++,&#-"%"%.#/-",0.(*(123"%4()5)()678(9(675(68:8

Ă&#x17E;arft Þú aĂ° losna viĂ° kĂśngulĂŚr?

- eftir sr. Ă&#x17E;Ăłr Hauksson SumariĂ° er tĂ­minn Ăžegar fjĂślmargir landar hugsa sĂŠr til hreyfings og leggja land undir fĂłt innanlands. SkoĂ°a landiĂ° sem hefur fĂłstraĂ° okkur Ă­ ĂĄrhundruĂ°i. FerĂ°agrĂŚjunum komiĂ° fyrir uppi ĂĄ bĂ­ltoppnum Ă­ ,,tengdamĂśmmukassa.â&#x20AC;? HugsaĂ° fyrir Ăśllu. VeĂ°urspĂĄin Ă­ sĂ­manum og stefnan tekin ĂĄ Þå gulu hvar hĂşn ĂŚtlar sĂŠr aĂ° kasta mĂŚĂ°inni um stund og afbrýðissĂśm skĂ˝in skyggja ekki ĂĄ eins og boĂ°flennur Ă­ garĂ°veislu. Ă lĂśglegum hraĂ°a er ekiĂ° framhjĂĄ landslagi sem okkur Ăžykir voĂ°alega gaman aĂ° segja viĂ° Ăştlendinga og ĂĄ hĂĄtĂ­Ă°arstundum okkar ĂĄ milli aĂ° enn sĂŠ Ă­ mĂłtun. Ekki ĂłsvipaĂ° afkvĂŚmum ĂĄ tĂĄningsaldri sem sitja Ă­ aftursĂŚtinu meĂ° ,,lafandiâ&#x20AC;? ĂĄsjĂłnu Ă­ sĂ­manum eĂ°a Üðrum snjalltĂŚkjum; sem tekur ekki aĂ° nefna, ĂžvĂ­ unglingnum getur ekki veriĂ° meira sama um Ăžetta hraun og Ăžessi fjĂśll sem renna hjĂĄ og einhver Haukur Mortens blastaĂ°ur Ă­ grĂŚjunum hjĂĄ ,,gamla settinuâ&#x20AC;? Ă­ framsĂŚtunum. Ă&#x17E;aĂ° gĂŚti alveg gerst aĂ° Ăžau vĂŚru aĂ° missa af einhverju Ă­ bĂŚnum ĂĄ meĂ°an sveitin meĂ° sitt ,,Ekkertâ&#x20AC;? rennur hjĂĄ jarmandi kindum og Ăştlendingum sem leggja hvar sem er ĂĄ vegakĂśntum til aĂ° nĂĄ myndum af Ăžessu landslagi sem getur veriĂ° eitthvaĂ° allt annaĂ° ĂĄ morgun. Góð er sagan af hjĂĄlpsĂśmum eldri hjĂłnunum ĂĄ ferĂ° sem komu aĂ° Ăžar sem bĂ­ll stóð fastur utan vegar, hafĂ°i ekiĂ° aĂ°eins of langt inn Ă­ landslagiĂ°. HjĂłnin gĂŚttu aĂ° hvort ekki vĂŚri allt Ă­ lagi og spurĂ°u hvort Ăžau gĂŚtu aĂ°stoĂ°aĂ°. Kom Ă­ ljĂłs aĂ° Ăştlendingar voru ĂĄ ferĂ° ĂĄ litlum bĂ­laleigubĂ­l. Ă&#x161;tlenskukunnĂĄtta hjĂłnanna var takmĂśrkuĂ°. En Ăžarna var fĂłlk Ă­ neyĂ° og Ăžurfti ĂĄ hjĂĄlp aĂ° halda og Ăžau skyldu gera ĂžaĂ° sem Ă­ Ăžeirra valdi stĂŚĂ°i til aĂ° aĂ°stoĂ°a. Minna gĂŚti ĂžaĂ° ekki veriĂ°. Eftir aĂ° hafa skoĂ°aĂ° aĂ°stĂŚĂ°ur var niĂ°urstaĂ°an sĂş aĂ° eiginmaĂ°urinn skyldi hafa orĂ° fyrir Ăžeim hjĂłnum hvernig bjĂśrgunaraĂ°gerĂ° skyldi hĂĄttaĂ°. Setja kaĂ°al ĂĄ bĂ­linn og draga hann sĂ­Ă°an upp ĂĄ veg. Ă&#x17E;aĂ° nĂĄĂ°i ekki lengra en ĂžaĂ°. Eiginkonan horfir stuttu sĂ­Ă°ar ĂĄ eftir Ăştlendingunum hlaupa Ă­ burtu meĂ° skelfingarsvip hrĂłpandi eitthvaĂ° ĂĄ Ăştlensku, baĂ°andi Ăşt Ăśllum Ăśngum allt til aĂ° Ăžeir hurfu sjĂłnum Ăžeirra hjĂłna. ,,HvaĂ° sagĂ°irĂ°u eiginlega viĂ° fĂłlkiĂ°?,â&#x20AC;? spurĂ°i hĂşn eiginmanninn Ăžar sem hann stóð meĂ° kaĂ°alinn Ăşti ĂĄ miĂ°ju Ăžjóðvegarins. ,,HvaĂ° sagĂ°i ĂŠg,â&#x20AC;? stamaĂ°i hann Ăşt Ăşr sĂŠr. Ă&#x2030;g sagĂ°i bara viĂ° Ăžau aĂ° ,,Fyrst we will reib you og svo we will Ă˝t you.â&#x20AC;? Ă&#x17E;aĂ° er erfitt aĂ° gera Ăžessum Ăştlendingum til hĂŚfis eĂ°a er ĂžaĂ° svo? Um daginn fĂŠkk ĂŠg tvĂś eintĂśk af Ăştlendingum Ă­ heimsĂłkn Ă­ nokkra daga. AuĂ°vitaĂ° var fariĂ° ĂĄ Ă&#x17E;ingvĂśll, Geysi og Gullfoss. Ă&#x17E;vĂ­ miĂ°ur hĂśfĂ°u fleiri Þúsund og fimmtĂ­u manns og rĂŠtt rĂşmlega ĂžaĂ° fengiĂ° sĂśmu hugmynd ĂĄ svipuĂ°um eĂ°a akkĂşrat ĂĄ sama tĂ­ma. Erfitt var aĂ° standa undir vĂŚntingum Ăžeirra um aĂ° hĂŠr er friĂ°ur og

ekkert fĂłlk, eins og ĂŠg hafĂ°i mĂĄnuĂ°ina ĂĄ undan talaĂ° um aĂ° Ăžau gĂŚtu vĂŚnst hĂŠr ĂĄ landi. Ă&#x17E;Ăłtti reyndar vĂŚnt um aĂ° heyra Ăžau segja ,,Hvar er allt fĂłlkiĂ°â&#x20AC;? Ăžegar ĂŠg keyrĂ°i Ăžau frĂĄ flugstÜðinni Ă­ KeflavĂ­k Ă­ bĂŚinn, Ăžau meĂ° undrunasvip horfĂ°u yfir hraunbreiĂ°una. ,,FĂłlkiĂ° er Ăžarna einhverstaĂ°ar, en viĂ° sjĂĄum ĂžaĂ° ekki,â&#x20AC;? svaraĂ°i ĂŠg aĂ° bragĂ°i og Þótti bĂ˝sna góður meĂ° mig. FĂŠkk ĂŠg reyndar staĂ°festingu ĂĄ Ăžessu fĂłlki sem viĂ° sjĂĄum ekki eftir aĂ° RĂśgnunefndin svokallaĂ°a kvaĂ° upp ,,SalamĂłnsdĂłmâ&#x20AC;? eĂ°a Ăžar um bil aĂ° flugvallarstĂŚĂ°i innanlandsflugs ĂŚtti framtĂ­Ă°ar heimili Ă­ Hvassahrauni. Ă lfarnir sem Ăžar eiga heima eru ekkert hoppandi kĂĄtir meĂ° Ăžessa RĂśgnunefnd, allavega ekki niĂ°urstÜðu hennar. Ă?sland er ekki bara Gullni hringurinn og Ăžjóðvegurinn milli ReykjavĂ­kur og Akureyrar. Ă? ferĂ°aĂĄĂŚtlun minni meĂ° Ăştlendingana var aĂ° ganga ĂĄ Esjuna. Daginn sem sĂş ferĂ° var fyrirhuguĂ° faldi hĂşn sig Ăž.e.a.s. Esjan ĂĄ bak viĂ° Ăžykka skĂ˝jabreiĂ°u. Benti ĂŠg Ăştlendingunum ĂĄ aĂ° bak viĂ° skĂ˝in Ăžarna vĂŚri fjalliĂ° sem viĂ° ĂŚtluĂ°um aĂ° ganga ĂĄ. MeĂ° Üðrum orĂ°um ekkert sniĂ°ugt aĂ° fara upp ĂĄ hana, ekkert veĂ°ur til Ăžess. ViĂ°brĂśgĂ° Ăştlendinganna voru allt Ăśnnur en ĂŠg ĂŚtlaĂ°i. ,,WOW! viĂ° ĂžangaĂ°!â&#x20AC;? Ă Ă°ur en ĂŠg vissi af rĂśltum viĂ° upp hlĂ­Ă°arnar Ă­ Ăžreifandi Ăžokusudda og rigningu og eftir ĂžvĂ­ sem ofar drĂł bĂŚtti Ă­ vindinn og brosiĂ° ĂĄ Ăştlensku ferĂ°afĂŠlĂśgum mĂ­num breikkaĂ°i. Móður og mĂĄsandi kom ĂŠg ĂĄ eftir Ăžeim Ă­ bullandi meĂ°virkniskasti sr. Ă&#x17E;Ăłr Hauksson. meĂ° fjallinu. MeĂ° erfiĂ°smunum stundi ĂŠg upp aĂ° Esjan vĂŚri oftar en ekki gestrisnari en Ăžetta og ĂştsĂ˝niĂ° stĂłrkostlegt, en bara ekki nĂşna Ăžar sem viĂ° rĂśltum upp aĂ° ,,Steiniâ&#x20AC;? og ĂĄĂ°um um stund. Ă&#x17E;egar ĂžangaĂ° var komiĂ° var varla stĂŚtt. Ă&#x161;tlendingarnir mĂ­nir rĂŠĂ°u sĂŠr vart fyrir kĂŚti. ,,Ă&#x17E;etta er StĂłrkostlegt! StĂłrkostlegt!â&#x20AC;? hrĂłpuĂ°u Ăžeir og hoppuĂ°u ĂĄ milli steina, hurfu sjĂłnum og birtust aftur eins og ĂĄlfar Ăşt Ăşr hĂłl. VantaĂ°i bara aĂ° hljĂłmsveitin SigurrĂłs vĂŚru ĂĄ staĂ°num og spiluĂ°u lagiĂ° ,,Hoppa Ă­ polla.â&#x20AC;? KrĂłkloppinn ĂĄ fingrum og hĂśndum upp Ăşr miĂ°jum jĂşnĂ­ mĂĄnuĂ°i uppi ĂĄ Esju og

skyggni ekkert gerĂ°i ĂŠg mitt besta aĂ° taka myndir af Ăžessum ĂĄgĂŚtu vinum mĂ­num sem sĂĄu eitthvaĂ° allt annaĂ° en ĂŠg Ă­ landslaginu. Fyrir eyrum mĂŠr hljĂłmaĂ°i ĂĄbúðafull rĂśdd veĂ°urstofunnar. ,,Esjan.. skyggni... ekkert.â&#x20AC;? HvaĂ° er Ăžetta meĂ° fjĂśll og vitranir. Ă? BĂłk-bĂłkanna, BiblĂ­unni koma fjĂśll mikiĂ° viĂ° sĂśgu. MĂłse steig niĂ°ur af SĂ­naifjalli meĂ° BoĂ°orĂ°in tĂ­u. JesĂş fĂłr ĂĄ fjĂśll til aĂ° vera einn meĂ° sjĂĄlfum sĂŠr og kom fyrir aĂ° FaĂ°irinn ĂĄ himnum samneytti honum og gegnir SpĂĄmenn Gamla-Testamentisins og hugur hans varĂ° skĂ˝rari. Ă&#x2030;g er alls ekki aĂ° bera aĂ° jĂśfnu ferĂ° mĂ­na og Ăştlensku vina minna ĂĄ Esjuna og frĂĄsagnir af fjallaferĂ°um BiblĂ­unnar. Ă&#x17E;arna sem ĂŠg stóð viĂ° ,,Steininnâ&#x20AC;? uppi ĂĄ Esju ĂĄ leiĂ° upp ĂĄ topp Ă­ suddarokrigninguĂ˝lfrandi ofsa fann ĂŠg fyrir lĂ­finu, ĂŠg fann fyrir gengnum kynslóðum, orĂ°um aldraĂ°rar vinkonu minnar um ĂĄriĂ° sem sagĂ°i frĂĄ ĂžvĂ­ Ăžegar hĂşn ung stĂşlka gekk ĂĄ og yfir fjĂśll milli fjarĂ°a ĂĄ sauĂ°skinnskĂłm og Üðru pari tĂ­l vara og ĂžaĂ° var ekki spurt um veĂ°ur gott eĂ°a litrĂ­kan

hlĂ­fĂ°arfatnaĂ° frĂĄ 66° NorĂ°ur eĂ°a Cintamani. Ă?slenska sauĂ°kindin gaf af sĂŠr sinn hlĂ­fĂ°arfatnaĂ° Ă­ sĂ­num sauĂ°alitum. FĂłr vel ĂĄ ĂžvĂ­ aĂ° kveĂ°ja Ăžessa Ăştlensku vini mĂ­na Ă­ FlugstÜð Leifs EĂ­rkikssonar eftir viĂ°burĂ°arĂ­ka daga ĂĄ Ă?slandi. BĂĄĂ°ir Ă­klĂŚddir bolum sem ĂĄ stóð. ,,Be Kind to me.â&#x20AC;? Ă? dag er sauĂ°meinlaust aĂ° ferĂ°ast um landiĂ° Ă­ hvaĂ°a veĂ°ri sem er. NjĂłtum Ăžess og uppgvĂśtum og finnum fyrir ĂžvĂ­ sem gerir okkur aĂ° ĂžvĂ­ sem viĂ° erum og mĂłtuĂ° af. SumariĂ° er tĂ­minn. Ă&#x17E;Ăłr Hauksson 1. jĂşlĂ­ 2015

Vottað rÊttinga- og og målningarverkstÌði Vottað målningarverkstÌði viðgerðir er rÊttinga- o g målningarverkstÌði målningarverkstÌði vottað vottað af Bílgreinasambandinu. Bílgreinasambandinu. GB Tjóna Tjónaviðgerðir og V ið tryggjum tryggjum håmar ksgÌði með Því að nota fyrsta flokks tÌkjabúnað o g efni. Við håmarksgÌði og S tyðjumst við tÌk niupplýsingar fr amleiðanda um hvernig hvernig skuli skuli staðið að viðgerð. Styðjumst tÌkniupplýsingar framleiðanda

TjĂłnasko oĂ°un ViĂ° skoĂ°um bĂ­linn og undirbĂşum tjĂłnamatiĂ° sem sent er til tryggingafĂŠlaga.

RÊtting og målning m efftir tir stÜðlum framleiðenda Við vinnum og notum aðeins viðurkennd efni og tÌkjabúnað sem stenst ítrustu krÜfur.

Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og Ünnumst Sjåum jåum um Üll annars konar rúðuskipti. S rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, åsamt glerhreinsun å bíl.

BílaÞvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp å almennan bílaÞvott, djúphreinsun, bón ofl.. Frír Þvottur fylgir Üllum viðgerðum.

MÜssun / snyrting å lakki Við bjóðum upp å råðleggingar og gerum tilboð í lakkmÜssun og blettanir. DekkjaÞjónusta Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk å bílnum å meðan hann er í viðgerð.

$RAGHĂ&#x2030;LS s2EYKJAVĂ&#x201C;KSĂ&#x201C;MI NETFANGTJON TJONISsWWWTJONIS

InnrÊttingar / åklÌði TÜkum að okkur viðgerðir å sÌtum, innrÊttingum ofl. Småviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað åstand helstu slitflata og ÜryggisÞåtta, s.s. bremsur.


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/07/15 14:29 Page 13

13

Fréttir

Árbæjarblaðið

Myndin er frá fyrstu skóflustungunni við Norðlingabraut.

Fyrsta skóflustungan

Það voru nokkrir nemendur úr Norðlingaskóla sem komu og tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu að Norðlingabraut 4. Ástæða þess er að hluti húsnæðisins verður notaður undir skólastofur/kennslurými. Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun strax í byrjun næsta árs. Eru það nemendur miðstigs í Norðlingaskóla sem verði í húsnæðinu (líklegast). Við athöfnina afhenti Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri BS Byggir nemendum skólans nokkra adidas fótbolta að gjöf. Húsnæðið er 1155m2 sem hýsir skólabygginguna á efri hæð hússins. Á neðri hæð verður léttur iðnaður, heildsala og/eða lager. Reynt verður eftir fremsta megni að aðlaga rekstur hússins eftir því sem hentar skólastarfseminni. Framkvæmdir eru þegar hafnar. Kennarar sem voru viðstaddir voru Guðrún Sigríður Magnúsdóttir, María Björk Ólafsdóttir og Magni Þór Óskarsson og voru þær Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri og Aðalbjörg Ingadóttir, aðstoðarskólastjóri einnig viðatddar. Nemendur sem voru viðstaddir: Bjartur Grétarsson, Elma Hlín Valgeirsdóttir, Samuel Josh Manzanillo Ramos, Ólafía Heba Matthíasdóttir, Sóley Björk Hauksdóttir og Gunnar Franz Árnason.

Njóttu sumarsins Sumarið er yndislegur tími en sólin getur þurrkað og reynt mikið á óvarða húð. Þar sem húðin er stærsta líffæri mannslíkamans er afar mikilvægt að hugsa vel um hana og vernda eins og kostur er. Við bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.

Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu.

Regnbogabörn í göngutúr Á myndinni hér að ofan eru krakkar úr Leikskólanum Regnbogabörn sem er staðsettur í Ártúnsholti en þarna eru þau á rölti um Árbæjar hverfið í fylgd kennara sinna. Einar Ásgeirsson ljósmyndari Árbæjarblaðsins var á ferðinni í hverfinu og rakst þá á þessa hressu krakka og smelti að sjálfsögðu mynd af krökkunum.

Hlökkum til að sjá þig í sumar!

Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Þú ferð ekki án þeirra í veiðitúrinn Veiðimenn segja að glæsilegasta fluguborð landsins sé hjá okkur Langmesta úrval landsins af íslenskum flugum

Full búð af nýjum vörum Við erum með allt í veiðitúrinn Nú bjóðum við einnig þekktar erlendar flugur á borð við Frances, Green Highlander, Green Butt, Silver Sheep, Black Sheep, Night Hawk, Black Brahan og Green Brahan

Þú færð Kröfluflugurnar, Kolskegg, Iðu og Skrögg eins og þær eiga að vera aðeins í Veiðibúðinni Kröflu. Varist eftirlíkingar

Opið virka daga 10 -18

Veiðibúðin Krafla - Höfðabakka 3 - Sími: 587-9500


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 05/07/15 18:45 Page 14

14

Gamla myndin

Árbæjarblaðið

WWW.THREK.IS

Byggt í Fjarðarásnum Um 1980 voru menn að byrja að byggja í Fjarðarásnum og er þessi mynd frá þeim tíma og ættu menn að kannast við húsin undir snjófargi frá þeim tíma. Á myndinni er horft til suðurs kannski frá Fjarðarási 11.

Velkomin Gleðilegt leðilegt ár ár... r... . ...

...ÞÖKKUM LIÐIÐ

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

ANDLITSDEKUR Andlitsdekur - Augnmeðferð AUGNMEÐFERÐ

HANDSNYR RTING Handsnyrting - Gelneglur GELNEGLUR

FÓTSNYRTING Fótsnyrting - Gel á tær GEL Á TÆR TÆR

TATTOO Tattoo - Augu/Varir/Brúnir AUGU/VVARIR/BRÚNIR

GÖTUN Götun - Brúnka BRÚNKA

SPRAUTTA Í HRUKKUR Sprauta í hrukkur - Varastækkun VARASTTÆKKUN MEÐ COLLAGEN

TRIM FORM Trimform - Slim in harmony  SLIM IN HARMONY - Thalasso THALASSO

HLJÓÐBYLGJUR Hljóðbylgjur - Andits/hrukku-meðferð ÖFLUG ANDLIT/HRUKKUMEÐFERÐ - Cellulite/sogæða fyrir líkama CELLULITE/SOGÆÐA

IPL IPL Háreyðing - Æðaslit HÁREYÐING - Bólumeðferð ÆÐASLIT

FYRIR LÍKAMA

BÓLUMEÐF.

Greifynjan f snyrtistofa f fa HRAUNBÆ 102 - SÍMI 587 9310/862 62 3310 - OPIÐ 08-20 20 - GREIFYNJAN.IS AN IS - GREIFYNJAN @GREIFYNJAN.IS AN.IS

Öll blöðin eru á skrautas.is Enn  og  aftur  viljum  við minna lesendur okkar á að það  er  hægt  að  nálgast  öll tölublöð Árbæjarblaðsins á netinu. Slóðin  er  www.skrautas.is og þá kemur upp síða þar sem hægt er að lesa öll blöðin undanfarin ár og að auki  Grafarvogsblaðið  en sömu  útgefendur  eru  að blöðunum. Rétt  er  að  vekja  athygli auglýsenda  á  þessu  einnig en  töluvert  er  um  að  fólk fari  inn  á  skrautas.is  og fletti blöðunum okkar þar.


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 07/07/15 14:17 Page 15

15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Sumarið í Árbæjarkirkju

Kirkjan fer ekki í hefðbundið sumarfrí. Helgistund kl. 11.00 hvern sunnudag fram í miðjan ágúst þegar haustdagskráin tekur við og síðan vetrardagskráin í byrjum september. Í sumar er boðið upp á: Sumar guðsþjónustur í júlí og fram í miðjan ágúst. kl. 11.00. Léttir sumarsálmar og hugleiðingar um lífið og tilveruna. Alltaf svellandi kaffisopi og spjall á eftir. Minnum á að skráning í fermingarfræðslu haustsins 2015 til vorsins 2016 stendur yfir. Farið inn á heimasíðu kirkjunnar: www.arbaejarkirkja.is DAGSKRÁ FERMINGARFRÆÐSLUNNAR í stórum dráttum 13. – 19. ágúst: Femingarnámskeið kl. 09:00 – 12:00 16. ágúst: Fundur með foreldrum fermingarbarna kl. 12:00 að lokinni guðsþjónustu. 12. og 19. september: Fermingarnámskeið fyrir þau börn sem ekki komast í ágúst kl. 9:00-16:00. 21. október eða 4. nóvember: Vatnaskógur kl. 08:00-21:00. Foreldrar velja dagsetningu á póstfangið thor@arbaejarkirkja.is Foreldrar verða sjálfir að óska eftir leyfi fyrir barnið sitt í skóla. 27. október: Fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar kl. 16:30

Árbæingar stóðu sig vel í vel heppnaðri keppnisferð til Hollands Nýverið fór hópur af krökkum til Hollands á Alþjóðaleika ungmenna sem haldin var í borginni Alkmaar, en Íþróttabandalag Reykjavíkur velur úr krakka í Reykjavík til að fara á þessa leika sem eru fæddir árin 2000 – 2003. Að þessu sinni voru tvær fimleikastúlkur valdar frá Fylki, en það var keppt í fimleikum, fótbolta, frjálsum og golfi. Þetta var mjög vel heppnuð ferð og stóðu allir krakkarnir sig mjög vel og komust öll liðin frá Reykjavík áfram í úrslit. Stelpurnar í fótboltanum lentu í 2. sæti eftir harða baráttu við heimaliðið frá Alkmaar, stúlkurnar í frjálsum komust áfram í sínum greinum. Hafnaði Guðbjörg Jóna sem er úr Árbænum og æfir frjálsar íþróttir með ÍR í 7. sæti í 100 metra hlaupi. Önnur stúlka úr Árbænum, Helga Margrét, sem keppti í frjálsíþróttaliðinu

komst áfram í kúluvarpi og hafnaði hún í 11. sæti. Hún komst einnig áfram í hástökki og náði 5. sæti þar. Í hópnum voru tveir strákar úr Golfklúbbi Reykjavíkur og gerðu þeir mjög flott mót. Ingvar Andri lenti í 2. sæti og Viktor í því 5. Í fimeikum voru tvær stúlkur frá Fylki þær Fjóla Rún Þorsteinsdóttir og Thelma Rún Guðjónsdóttir, með þeim í hóp voru tvær stúlkur frá Ármanni. Fjóla og Thelma komust báðar áram í úrslit á áhöldum. Fjóla á slá og hafnaði þar í 8. sæti og Telma í stökki og hafnaði þar í 6. sæti. Einnig komst Thelma inn sem annar varamaður í gólfæfingum og endaði þar í 6. sæti. Önnur stúlkan frá Ármanni, Inga Sigurðsdóttir náði að klófesta gullið í stökki. Í liðakeppni lenti íslenski hópurinn í

Karak (István Oláh) þjálfari hjá fimleikadeild Fylkis, Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Thelma Rún Guðjónsdóttir og Guðrún Ósk fararstjóri.

4. sæti á eftir Kínverjum, Rússum og Ungverjalandi. Stúlkur frá Bandaríkjunum komu síðan þar á eftir í 5. sæti, en þetta var mjög sterk keppni þar sem 17 lönd og sum löndin komu með keppendur frá mörgum borgum. Til dæmis kom liðið frá Mexíkó með 17 lið frá 17 borgum. Guðrún Ósk formaður fimleikardeildar Fylkis fór sem fararstjóri á vegum ÍBR og Karak (István Oláh) þjálfari hjá fimleikadeild Fylkis var valinn sem þjálfari fimleikastúlknanna. Við óskum öllum þessum krökkum til hamingju með frábæra leika, og góða framkomu.

Fimleikastúlkurnar með þjálfara sínum.


Árbæ 9. tbl. Sept._Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 08/07/15 13:40 Page 16

((..``g#)%%\ g#) % % \

'*. ' *.

&*. &*. ``g#)hi`# g#)hi`#

``g#)hi`# g#)h i ` #

'.'. -

((..-

*.* .-

``g#+hi`# g#+h i ` #

``g#hi`# g#h i ` #

. .-

``g#(m'%%\ g#(m'%%\

..**

'.'. -

``g#'%%\# g#'%%\#

`g#&%%\ ` g#&% % \

&&..-

``g#)hi`# g#)h i ` #

``g#&,%\ g#&, % \

&&..-

&&..-

`g#hi`# ` g#h i ` #

`g#*&%ba ` g#*&% ba

-.

`g#*%%ba 

'.'. -

-.

 `g#*%%ba

(.(. -

`g#'*%ba ` g#' * % ba

`g#(%%\ ` g#( % % \

((..``g#`\# g#`\#

HE¡CH@6GEa‹bjg†aVjhj  

((..``g#`\# g#`\#

HE¡CH@6G;Zgh`_jg&`\#    †Wdm^

(.(. `g#`\# ` g#`\#

HE¡CH@6GCZ`iVg†cjg&`\#†Wdm^    

&&'. '. `g#`\# ` g#`\#

Profile for Skrautás Ehf.

Árbæjarblaðið 7.tbl 2015  

Árbæjarblaðið 7.tbl 2015  

Profile for skrautas
Advertisement