9
Fréttir
Árbæjarblaðið
Nýr sparkvöllur Nýr sparkvöllur sem þakinn er gervigrasi var vígður á dögunum við Árbæjarskóla. Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í Reykjavík sem tók fyrstu spyrnuna á vellinum. Lengi hefur verið beðið eftir sparkvelli sem þessum i Árbænum en sambærilegur völlur er þegar kominn við marga aðra grunnskóla í borginni. Ekki er að efa að ungir sem eldri knattspyrnuiðkendur munu nýta sér völlinn í framtíðinni.
Börn, borgarfulltrúar og aðrir gestir við opnun sparkvallarins við Árbæjarskóla sem lengi hefur verið beðið eftir í Árbænum. ÁB-mynd PS
Fagmannlega að verki verið. Hanna Birna Kristjánsdóttir framkvæmir fyrstu spyrnuna.
ÁB-mynd PS
Kæru viðskiptavinir! Við á Höfuðlausnum erum með mikið úrval af hársnyrtivörum! Láttu okkur hjálpa þér að útbúa frábæra jólagjöf sem vit er í! Við útbúum sérstaka gjafakassa með góðum tilboðum! Líttu við og gefðu gjöf sem gleður!
Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mánudaga til föstudaga 09-18 - laugardaga 10-14
Pöntunarsími: 567-6330