Page 1

Árbæjarblaðið 11. tbl. 7. árg. 2009 nóvember

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Meiriháttar menningardagar

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 115 – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Diva Hársport Díana Design

Menningardagar voru haldnir hátíðlegir í Árbæjarhverfi nú nýverið og þóttu takast afar vel. Hefur þegar verið ákveðið að endurtaka leikinn næsta haust. Myndin er frá léttmessu í Árbæjarkirkju sem var lokaatriði Menningardaganna. Sjá nánar á bls. 12,13 og 14.

Jólagjöfin í ár fyrir veiðimenn 15 til 26 flugur í hverju boxi Gröfum nöfn veiðimanna á boxin

Öll almenn hársnyrtiþjónusta, snyrtistofa, gel- og akrýlneglur. Sími: 55 10 10 2 Hverfisgata 125 á hlemmi. diva.is diva.barnaland.is. 25% afsl. af allri vinnu.

Sjá nánar á Krafla.is - Sími 698-2844

www.bilavidgerdir.is

Snögg og góð þjónusta Tjónaskoðun . hringdu og við mætum

Bílamálun & Réttingar Bæjarflöt 10 - Sími: 567-8686 www.kar.is ąŒ×—•–ƒžƒĄ‡‹•˜‹Ą–×”Ǧ‡›Œƒ˜À—”•˜§Ą‹Ą

Bifreiðaverkstæði Bif ið k t ði Grafarvogs G f

VIÐ EIGUM 10 ÁRA AFMÆLI ÞESS VEGNA ÆTLUM VIÐ AÐ VEITA ÖLLUM 10% AFSLÁTT TIL ÁRAMÓTA ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR, TÍMAREIMASKIPTI, BREMSUR

Gylfaflöt 24 - 30 | 112 Reykjavík | Sími 577 4477

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Þorvarður Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

Menningardagar Hverfisráð Árbæjar, með Björn Gíslason formann í broddi fylkingar, blés til Menningardaga í Árbæ nú nýverið en slíkt hefur ekki verið gert áður. Miðað við mætingu fólks á hina fjölmörgu viðburði og þá dóma sem menningardagarnir hafa fengið á meðal íbúanna er ljóst að þessir dagar eru komnir til að vera og verða kannski orðnir að Menningarviku áður en langt um líður. Svo mikið er víst að þegar er ákveðið að Menningardagar verði endurteknir að ári. Og hinir ýmsu aðilar sem ekki voru með að þessu sinni hafa skráð sig til leiks næsta haust. Umrædda daga rak hver viðburðurinn annan og mikið var um að vera. Greinilegt að allt var vel skipulagt enda gekk allt snuðrulaust fyrir sig. Lokapunkturinn var léttmessa í Árbæjarkirkju þar sem íbúar troðfylltu kirkjuna og síðan buðu skátar upp á flugeldasýningu eftir messuna. Þetta framtak Hverfisráðs Árbæjar er afar lofsvert og á ráðið skilið hrós fyrir. Framkvæmd Menningardaganna sýnir svo ekki verður um villst að stjórnmálamenn geta áhyggjulausir fært frekari verkefni til hverfisráðanna og ef allt væri með felldu ættu hverfisráðin vitaskuld að hafa yfir að ráða valdi til ákvarðanatöku og úr meiri fjármunum að spila en raun ber vitni. Í dag er staðan þannig og hefur lengi verið að ráðin fá litlu sem engu ráðið og svelta heilu hungri fjárhagslega. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra og þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Því fyr sem meira vald og fjármunir verður flutt í hverfin sjálf því betra. Í Árbæjarblaðinu að þessu sinni segjum við frá hinum ýmsu viðburðum á Menningardögunum í máli og myndum. Einnig greinum við ítarlega frá uppskeruhátíð unga fólksins í knattspyrnunni hjá Fylki í miðopnu blaðsins. Jólablaði okkar verður dreift 10. desember. Við skorum á lesendur að senda okkur efni eða hugmyndir að skemmtilegu efni. Og svo minnum við auðvitað á mikinn auglýsingamátt blaðsins sem er vafalítið sterkasti auglýsingamiðillinn í hverfinu. Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

abl@skrautas.is

Málin rædd og spáð í spilin á opnu húsi um skipulagsmál í Árbæjarskóla.

Öruggari samgöngur milli hverfa ofarlega í huga Árbæinga - ágæt mæting og góðar hugmyndir um skipulagsmál á opnu húsi bæði fjölbreyttur og lýsandi fyrir Öryggi hjólandi og gangandi áhuga Árbæinga á nærumhverfi barna, aukin útikennsla og breytt afsínu og lífsgæðum. Meðal hugmynda mörkun hverfisins, þannig að sem fram komu má nefna tillögur Rauðavatn teljist til Árbæjar, var um torg, kaffihús og göngugötu. Þá meðal þess sem íbúar Árbæjar lögðu má nefna tillögur um stækkun útiáherslu á í opnu húsi í Árbæjarskóla vistarsvæðisins við Rauðavatn þar í gær um framtíðarskipulag hverfissem bæta mætti göngu- og hjólastíga, ins í tilefni af endurskoðun aðalkoma upp skautasvelli og stunda þar skipulags Reykjavíkur 2010-2030. strandblak og vatnasport. Ágæt mæting var á opna húsið í Árbæjarskóla og færðist heldur betur fjör í leikinn þegar hópur barna mætti til að taka þátt í krakkasmiðju sem Myndlistarskólinn í Reykjavík stóð fyrir. Hugsa krakkarnir greinilega fram í tímann og var t.d ein hugmyndanna sem þau hengdu á hugmyndavegginn sú að í stað ljósastaura yrðu komir sjálflýsandi regnbogar árið 2050. Skemmtilegar umræður urðu í vinnuhópum og var afraksturinn Unga fólkið sýndi skipulagsmálunum mikinn áhuga.

Næsta opna hús á vegum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur verður í Klébergsskóla á Kjalarnesi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 1718.30. Nánari upplýsingar um opnu húsin, sem og fréttir og myndir frá þeim, má nálgast á www.adalskipulag.is


ÌG7¡ [nghid\[gZbhi###

ódýr!

R I R Y F T L L A

! A N Í Þ G O ÞIG torg is t e m n æ r g g o a t Ávax ferskleiki og hollusta!

Bakað á staðnum!

Kjtvöintnoslagáfsistakðnuurm!

ntgtoúgrvhal!ollt Lífróæ trúle

kjö

Opið alla daga til 21:00! Opið 11-21 alla virka daga, 10-21 um helgar


4

Matur

Árbæjarblaðið

Vinsæll kínverskur réttur - að hætti Mörtu og Andrésar Hjónin Marta Sigurgeirsdóttir og Andrés Magnússon, Reyðarkvísl 10, eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við skorum á lesendur blaðsins að prófa þessar girnilegu uppskriftir og gefum þeim hjónum orðið:. ,,Þessir réttur hefur verið vinsæll á heimilinu síðustu árin. Grunnurinn er alltaf sá sami en það er auðvelt að breyta til með því að setja ýmislegt grænmeti í hann s.s. spergil-

400 gr. svínalundir. 100 gr. matarolía. 1 msk. sesamolía. 5 msk. soyasósa. 1 tsk. salt. 10 gr. Saxaður engifer. 10 gr. saxaður hvítlaukur. Einn stór blaðlaukur saxaður. Ein rauð paprika. Ein gul paprika. Sykurbaunir. Paprikuduft.

Skora á Arndísi og Arnald Marta Sigurgeirsdóttir og Andrés Magnússon, Reyðarkvísl 10, skora á Arndísi Jónsdóttur og Arnald Valgarðsson, Heiðarbæ 5, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum gómsætar uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 10. desember.

Matgæðingarnir

kál, stóra sveppi, langbaunir, hvítkál, furuhnetur, cashewhnetur, maís.

Listakokkarnir Marta Sigurgeirsdóttir og Andrés Magnússon.

ÁB-mynd PS

Innihald sem dugar fyrir fjóra: Byrjum á að snyrta og sneiða svínalundina í þunnar sneiðar og setja í skál. Hrærið út í skálina, kartöflumjölinu, eggjahvítu, soyjasósu, salti, hvítum pipar og smá af sesamolíu. Blandist vel. Hver sneið af kjötinu er steikt á vokpönnu og sett síðan til hliðar. Grænmetið er saxað tiltölulega smátt, hvítlaukurinn og engifer rifið niður. Allt grænmetið síðan steikt í sitt hvoru lagi þar til að það er fallega mjúkt. Kjötið látið aftur í pönnuna og þá grænmetið sett varlega út í. Hrært lauslega saman. Smakkað og bætt með soyjasósu, sesamolíu og pipar. Borið fram með soðnum hrísgrjónum.. Ekkert mál er að hafa kjúklingabringur eða lambalundir í stað svínakjötsins.

OPNUM NÝJA HEILSUMIÐSTÖÐ Í glæsilegu húsakynnum að Stórhöfða 17 (fyrir ofan Nings)

DEKUR OG HEILSA NÁMSKEIÐ Í BOÐI:

LÍKAMI OG SÁL Rope- og þrekæfingar með lóðum 5. vikna námskeið Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði Mælingar og aðhald

LLL – NÁMSKEIÐ

LIFÐU LÍFINU LIFANDI 5. vikur Mælingar, aðhald, fræðsla, rope- og þrekæfingar.

JANE FONDA

HÁDEGISTÍMAR

Magi, rass og læri

Magi, teygjur og slökun 30min.

LAUGARDAGAR

SALSA – NÁMSKEIÐ HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN Kolbrún A. Sigurðardóttir GLÆSILEG OPNUNAR OG JÓLATILBOÐ !!! UPPLÝSINGAR Í SÍMA 692-3062

Hvítur pipar. Kartöflumjöl. Ein eggjahvíta.

Sigga Dóra

Einfaldur eftirréttur Hér viljum við bjóða ykkur upp á einfaldan eftirrétt sem hægt er að setja í ofninn meðan aðalrétturinn er borðaður. Einfaldur og fljótlegur Epla- og döðlu eftirréttur: 150 gr. smjörlíki. 150 gr. hveiti. 150 gr. sykur. 50 gr. möndluflögur. 50 gr. döðlur. 50 gr. saxað súkkulaði. 5 græn epli. 1 lítill pakki after-eight. Flysjið eplin, skerið í báta og raðið í eldfast mót. Döðlur og after-eight brytjað og stráð yfir eplin.Sykri, hveiti og smjörlíki er blandað saman (kurlað) og sett yfir eplin. Að lokum er möndluflögum, og súkkulaði stráð yfir. Bakið við 175°C í 30-40 mín. Borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Verði ykkur að góðu, Marta og Andrés


6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hafdís Ósk keypti sér tölvu og fljótlega fæddist barnabók. ÁB-mynd PS

Pantið tímanlega Drekahellir Hafdísar fyrir jólin

- féhirðir í banka skrifar barnabók

ATH!! Erum flutt í Hraunbæ 119 Gerum göt í eyru Opið mán-föstud. 9-18 og laugardaga 10-14

Hafdís Ósk Sigurðardóttir gefur út sína fyrstu barnabók nú fyrir jólin. Sagan gerist eiginlega öll inni í Vatnajökli og fjallar um tvo stráka sem fara ásamt hestum sínum sem hafa sérstaka eiginleika, inn í helli í Vatnajökli og lenda þar í ýmsum skemmtilegum og spennandi ævintýrum. Barnabók fyrir alla krakka á aldrinum 6-12 ára sem hafa gaman af drekum, hestum og ævintýrum. ,,Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og er féhirðir í Árbæjarútibúi Kaupþings. Ég á þrjú uppkomin börn og 4 barnabörn, og maðurinn minn vinnur hjá Samskipum. Ég er að læra náttúrulækningar hjá Heilsumeistaraskólanum, mikið og skemmtilegt nám þar sem við lærum að taka ábyrgð á eigin heilsu og lærum m.a lithimnufræði en í henni greinum við veikleika og styrkleika líkamans, og svo lærum við líka flest annað sem tengist náttúrulækningum.

Bókin mín ,,Drekahellir í Vatnajökli’’ er fyrsta bókin sem ég skrifa. Ég hef aldrei fengist neitt við skriftir fyrr. Fyrir u.þ.b. þremur árum fékk ég svona þörf fyrir að skrifa sögu, en gerði ekkert í því. Skömmu seinna fór ég til konu sem stundar indverska stjörnuspeki. Hún sagði mér að ég ætti að fara að skrifa, það kæmi svo sterkt fram í

VETUR

'%%."'%&%

JEEA”H>C<6K:;JG;NG>G ÏÃGÓII6"D<IÓBHIJC96HI6G;ÏG:N@?6KÏ@

stjörnunum mínum að ég ætti að skrifa bækur. Mér þótti afskaplega gaman að heyra þetta því mig var farið að langa að skrifa. Svo það varð úr að ég keypti mér tölvu, settist niður og brátt fæddist þessi saga.’’ Rósa Matt sem myndskreytti bókina er mikil listakona og er að gera alveg yndislega hluti, en netfangið hennar er rosamatt.com Bókaútgáfan Tindur á Akureyri gefur bókina út sem kemur út um miðjan nóvember.

Bókarkápan.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 47646 11/09

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? •

Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig.

Fjölbreytt úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta og annars efnis í nýju afþreyingarkerfi.

Teppi, koddar og blöð eru án endurgjalds.

BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Margir íbúar mættu á opna húsið í Ingunnarskóla í Grafarholti.

Opið hús í Grafarholti

Opið húsið í Ingunnarskóla var hið fyrsta af 10 sem Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur efnir nú til í öllum hverfum borgarinnar í tilefni af endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur.

Íbúarnir voru þungt hugsi og komu með góðar hugmyndir.

Margir íbúar mættu á opna húsið og komu þar fram margar góðar tillögur er varða framtíð og skipulag Grafarholts- og Úlfarsárdals. Við vonumst til að geta greint frá

einhverjum af þessum hugmyndum í framtíðinni. Vel hefur þótt takast til með opnu húsin sem þegar hafa farið fram en þau hafa byrjað með stuttri kynningu á aðalskipulagsvinnunni og síðan hefur þátttakendum verið skipt upp í umræðu- og vinnuhópa eftir áhugasviðum. Samtímis umræðu- og vinnuhópunum hafa ungir arkitektar staðið fyrir hugmyndasmiðju þar sem fólk getur komið hugmyndum

sínum og tillögum á blað á myndrænan hátt. Þá stendur Myndlistaskólinn í Reykjavík fyrir vinnu- og teiknistofu fyrir börnin á opnu húsunum og hefur það mælst mjög vel fyrir, bæði hjá börnunum og ekki síður foreldrum. Nánari upplýsingar um opnu húsin, sem og fréttir og myndir frá þeim, má nálgast á verkefnavef aðalskipulagsins, www.adalskipulag.is

Cover opnar í Spönginni Stórglæsileg snyrtistofa og verslun, Cover, var nýlega opnuð í Spönginni. Um er að ræða sannkallað fjölskyldufyrirtæki en Cover er í eigu systkynanna Ágústar, Hrannars og Hildar ásamt konum bræðranna þeim Maríu og Guðrúnu.

Eigendur Cover í Spönginni, frá vinstri: Ágúst, Hrannar, Hildur, María og Guðrún.

ÁB-myndir PS

,,Við opnuðum í ágústlok og getum ekki verið annað en mjög ánægð með viðtökurnar og viðbrögðin frá viðskiptavinum,’’ sögðu eigendur Cover í spjalli við Grafarvogsblaðið.’’ Í boði hjá Cover er öll almenn snyrting, naglaásetning auk þess sem hægt er að kaupa glæsilegan fatnað, töskur, skart og snyrtivörur frá Golden Rose og Gatineau á frábæru verði.

Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Hjá okkur starfa tveir snyrtifræðingar þær Elísa Ósk og Halldóra Sigríður ásamt Hildi Markúsdóttur naglafræðingi. Einnig er hægt að panta hjá okkur förðun. Til stendur að hafa konukvöld, fræðslu í förðun og fleira sem verður auglýst nánar síðar. Við erum með tilboð í gangi núna sem gildir til 20. nóvember; ef keyptar eru tvær vörur frá Gatineau fylgir falleg snyrtitaska með í kaupbæti á meðan birgðir endast.’’ Opið er hjá Cover mánudaga til miðvikudaga frá kl. 10 til 18, fimmtudaga frá kl. 10 til 20, föstudaga frá kl. 10 til 19 og á laugardögum er opið frá kl. 11 til 16.

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Stelpurnar í Cover, frá vinstri: Elín förðunarfræðingur, Elísa Ósk snyrtifræðingur, Halldóra snyrtifræðingur og Hildur naglafræðingur.

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990


9

Fréttir

Árbæjarblaðið

Nýr sparkvöllur Nýr sparkvöllur sem þakinn er gervigrasi var vígður á dögunum við Árbæjarskóla. Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í Reykjavík sem tók fyrstu spyrnuna á vellinum. Lengi hefur verið beðið eftir sparkvelli sem þessum i Árbænum en sambærilegur völlur er þegar kominn við marga aðra grunnskóla í borginni. Ekki er að efa að ungir sem eldri knattspyrnuiðkendur munu nýta sér völlinn í framtíðinni.

Börn, borgarfulltrúar og aðrir gestir við opnun sparkvallarins við Árbæjarskóla sem lengi hefur verið beðið eftir í Árbænum. ÁB-mynd PS

Fagmannlega að verki verið. Hanna Birna Kristjánsdóttir framkvæmir fyrstu spyrnuna.

ÁB-mynd PS

Kæru viðskiptavinir! Við á Höfuðlausnum erum með mikið úrval af hársnyrtivörum! Láttu okkur hjálpa þér að útbúa frábæra jólagjöf sem vit er í! Við útbúum sérstaka gjafakassa með góðum tilboðum! Líttu við og gefðu gjöf sem gleður!

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mánudaga til föstudaga 09-18 - laugardaga 10-14

Pöntunarsími: 567-6330


10

11

Uppskeruhátíð Barna - unglingaráðs Fylkis 2009

Árbæjarblaðið

Þjálfarar og stjórn Bur, efri röð f.v. Andri Rafn Ottesen, Gylfi M. Einarsson, Svanhildur Lýðsdóttir, Sölvi Þrastarson, Fjalar Þorgeirsson, Jakob Leó Bjarnason, Aðalsteinn Sverrisson, Kristján Arnar Ingason og Magnús I. Stefánsson. Neðri röð f.v. Þorvaldur Árnason, Jón Vilhjálmsson, Arnar Páll Eyjólfsson, Þóra Ingimundardóttir, Kamilla Rún Ólafsdóttir, Guðbjörg Eyþórsdóttir, Jón Steindór Þorsteinsson, Valdimar Stefánsson, Kári Jónasson og Erika Líf Káradóttir. Á myndina vantar; Hafstein Steinsson, Kjartan Stefánsson, Sigurður Þór Reynisson og Dönku þjálfara.

Gylfi, Svanhildur og Þorvaldur voru heiðruð fyrir langt og farsælt starf til margra ára fyrir hönd BUR.

Jón Steindór Þorsteinsson og Valdimar Stefánsson þjálfarar ársins hjá Fylki 2009.

Hjörtur Hermannsson og Emil Ásmundsson, leikmenn ársins í 4. flokki karla.

Styrmir Erlendsson, leikmaður ársins í 3. flokki karla.

Laufey Þóra Borgþórsdóttir, leikmaður ársins í 4. flokki kvenna.

Eva Núra Abrahamsdóttir, leikmaður ársins í 3. flokki kvenna.

Flokkur ársins, 6. flokkur karla, ásamt þjálfurunum sínum; Aðalsteini Sverrissyni og Jakobi Leó Bjarnasyni.

Uppskeruhátíð

Hin árlega uppskeruhátíð Barna-og unglingaráðs Fylkis var haldin í íþróttasal Fylkishallar og voru þar mættir allir þeir þátttakendur sem æfa knattspyrnu hjá Fylki ásamt foreldrum sínum. Að venju voru veitt verðlaun fyrir ýmis afrek á knattspyrnuvellinum. Afhent voru verðlaun í 3. og 4. flokki karla og kvenna fyrir árangur, ástundun og framfarir ásamt því að leikmaður flokksins var valinn og markakóngur og markadrottning. Í yngri flokkum eru ekki veitt einstaklingsverðlaun heldur fá allir þátttakendur viðurkenningu. Verðlaun voru afhent úr hendi leikmanna meistaraflokks karla og kvenna og það voru þau Fjalar Þorgeirsson, Ingimundur Níelsson og María Guðmundsdóttir sem sáu um þann lið og að lokum var flokkur ársins valinn sem var 6. flokkur karla að þessu sinni. Einn okkar ástsælasti tónlistamaður og skemmtikraftur, hann Jónsi, sá um kynningu á dagskrá og söng nokkur lög þess á milli með hjálp allra í salnum og ekki er hægt annað en að hrósa Jónsa fyrir vel heppnað uppistand. Einnig fór formaður BUR, Þorvaldur Árnason, yfir helstu afrek yngri flokka á liðnu ári. Það sem helst bar til tíðinda og upp úr stóð er Íslandsmeistaratitill 6. flokks karla ásamt Shellmeistaratitlum í Vestmannaeyjum og stóðu þeir sig með eindæmum vel á öllum mótum sem þeir kepptu á. 3. flokkur og 4. flokkur karla urðu Íslandsmeistarar innanhúss. 4. flokkur karla gerði góða ferð í sumar til Danmerkur, þar sem þeir sigruðu á Bröndby Cup, auk þess sem 4. flokkur C varð Íslandsmeistari og A liðið spilaði í úrslitum. 3. flokkur kvenna stóð sig með afbrigðum vel og komst í undanúrslit í Íslandsmótinu, þær spiluð 30 leiki á tímabilinu og sigruðu 20 leiki og gerðu 4 jafntefli, ekki amalegt það. Þá gerðu stelpurnar í 5. flokki frábæra hluti þegar þær héldu á Símamótið í Kópavogi og stóðu uppi sem sigurvegarar í 5. fl. B. Það er því við hæfi að hvetja þessa leikmenn til dáða og um leið að óska þeim til hamingju með árangurinn á liðnu ári. Að reka starf yngra flokka kostar mikla fjármuni og þarf dágóðan skammt af útsjónarsemi og umfram

Uppskeruhátíð Barna - unglingaráðs Fylkis 2009

Árbæjarblaðið

allt velvilja sjálfboðaliða og fyritækja til að hlutirnir gangi upp og var sérstaklega fyrirtækjunum G.M. Einarssyni og Urð og Grjót þakkað fyrir myndarlegan stuðning á þessu kreppuári. Þessir samningar gerðu gæfumun fyrir rekstur BUR er varðar sérverkefni eins og Knattspyrnuskólann. Stjórn BUR mun halda áfram á þeirri braut að reyna að fá til samstarfs við sig öfluga styrktaraðila sem auðveldar BUR starfið og hjálpar til að gera meira og betur í þjálfun barnanna með hugsanlegum sérnámskeiðum, markmannsþjálfun og rekstri knattspyrnuskóla yfir sumartímann. Að lokum fór Þorvaldur yfir alla þá leikmenn sem tilnefndir voru til landsliðsæfinga og var frábært að sjá hversu marga efnilega leikmenn Fylkir á í þeim hópi en þeir eru:

Barna-og unglingaráð Fylkis ásamt Jónsa kynni hátíðarinnar. F.v. Jón Vilhjálmsson, Magnús Ingi Sefánsson, Þorvaldur Árnason formaður, Jónsi, Svanhildur Lýðsdóttir og Gylfi Magnús Einarsson.

U-17 KK Andri Már Hermannsson, Björgvin Gylfason, Benedikt Óli Breiðdal og Ásgeir Eyþórsson.

Verðlaunahafar í 4. flokki kvenna. Efri röð f.v. Maríanna Björk Ásmundsdóttir, Una Birna Haukdal Ólafsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Erla Hrönn Gylfadóttir. Neðri röð f.v. Ólöf Svafarsdóttir, Margrét Dögg Vigfúsardóttir, Bergdís Sif Hjartardóttir og Sylvía Ósk Breiðdal. Á myndina vantar ; Örnu Ösp Gunnarsdóttur, Guðrúni Eiríksdóttur og Sunnu Rós Rúnarsdóttur.

Verðlaunahafar í 3. flokki kvenna. Efri röð f.v. Andrea Katrín Ólafsdóttir og Svava Helgadóttir Neðri röð f.v. Rannveig Gestsdóttir, Karen Sif Eyþórsdóttir, Ylfa Rúnarsdóttir, Katrín Edda Einarsdóttir og Karen Lekve.

U-17 kvk Rut Kristjánsdóttir, Fjolla Shala og Hulda Sigurðardóttir.

Reykjavíkurúrval Ólafur Íshólm Ólafsson, Hjörtur Hermannsson, Emil Ásmundsson og Hákon Ingi Jónsson. Að þessu sinni gengu úr stjórn BUR eftir margra ára farsæla setu þau Þorvaldur Árnason formaður, Svanhildur Lýðsdóttir og Gylfi M. Einarsson og er ný stjórn þá skipuð þeim Magnúsi Inga Stefánssyni formanni, Jóni Vilhjálmssyni, Ómari Gíslasyni, Sigfúsi Kárasyni og Margréti Rós Sigurðardóttur. Að lokinni verðlaunaafhendingu fór fram grillveisla og gátu allir þátttakendur og foreldrar fengið sér pylsu og drykk.

Myndir og texti: Katrín J. Björgvinsdóttir

Verðlaunahafar í 4. flokki karla. Efri röð f.v. Guðbjartur Ingi Indriðason, Fróði Guðmundur Jónsson, Einar Benediktsson og Daníel Andri Jansson. Neðri röð f.v. Hafþór Atli Ólafsson, Richard Már Guðbrandsson, Kristján Diego, Hörður Helgason, Sigurvin Reynisson og Stefán Ari Björnsson. Á myndina vantar ; Aron Sveinsson og Snorra Ríkharsson.

emóra hársnyrtistofan

Verið velkomin á nýja hársnyrtistofu að Réttarhálsi 2, erum í sama húsi og Rekstrarvörur.

U-16 úrtaksæfingar KK Arnar Snær Magnússon, Ragnar Bragi Sveinsson og Ágúst Freyr Hallsson. U-16 úrtaksæfingar KVK Eva Núra Abrahamsdóttir.

Verðlaunahafar í 3. flokki karla. Efri röð f.v. Arnar Snær Magnússon, Páll Pálmason, Stefán Víðir Ólafsson og Sigurður Jóhann Einarsson. Neðri röð f.v. Hafsteinn Karlsson, Gunnar Örn Hilmarsson, Andri Hrafn Ármannsson, Árni Fannar Kristinsson, Bjarki Freyr Sigurðarson og Daði Ólafsson.

Eymundur Þór Bogason og Ylfa Rúnarsdóttir, markakóngur og markadrottning ársins.

Hlökkum til að sjá ykkur

512-8888

20% afsláttur út nóvember 15% afsláttur af vörum út nóvember Pantið tímanlega fyrir desember Opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 08:00 - 16:00 Miðvikudaga til föstudaga: 08:00 - 18:00

Elín Birna

Emilía Tómasdóttir Eigandi Viktor Lekve, dómari ársins hjá Fylki 2009.

réttarháls 2 512-8888

Dóra Hrund Bragadóttir Eigandi

Elis


10

11

Uppskeruhátíð Barna - unglingaráðs Fylkis 2009

Árbæjarblaðið

Þjálfarar og stjórn Bur, efri röð f.v. Andri Rafn Ottesen, Gylfi M. Einarsson, Svanhildur Lýðsdóttir, Sölvi Þrastarson, Fjalar Þorgeirsson, Jakob Leó Bjarnason, Aðalsteinn Sverrisson, Kristján Arnar Ingason og Magnús I. Stefánsson. Neðri röð f.v. Þorvaldur Árnason, Jón Vilhjálmsson, Arnar Páll Eyjólfsson, Þóra Ingimundardóttir, Kamilla Rún Ólafsdóttir, Guðbjörg Eyþórsdóttir, Jón Steindór Þorsteinsson, Valdimar Stefánsson, Kári Jónasson og Erika Líf Káradóttir. Á myndina vantar; Hafstein Steinsson, Kjartan Stefánsson, Sigurður Þór Reynisson og Dönku þjálfara.

Gylfi, Svanhildur og Þorvaldur voru heiðruð fyrir langt og farsælt starf til margra ára fyrir hönd BUR.

Jón Steindór Þorsteinsson og Valdimar Stefánsson þjálfarar ársins hjá Fylki 2009.

Hjörtur Hermannsson og Emil Ásmundsson, leikmenn ársins í 4. flokki karla.

Styrmir Erlendsson, leikmaður ársins í 3. flokki karla.

Laufey Þóra Borgþórsdóttir, leikmaður ársins í 4. flokki kvenna.

Eva Núra Abrahamsdóttir, leikmaður ársins í 3. flokki kvenna.

Flokkur ársins, 6. flokkur karla, ásamt þjálfurunum sínum; Aðalsteini Sverrissyni og Jakobi Leó Bjarnasyni.

Uppskeruhátíð

Hin árlega uppskeruhátíð Barna-og unglingaráðs Fylkis var haldin í íþróttasal Fylkishallar og voru þar mættir allir þeir þátttakendur sem æfa knattspyrnu hjá Fylki ásamt foreldrum sínum. Að venju voru veitt verðlaun fyrir ýmis afrek á knattspyrnuvellinum. Afhent voru verðlaun í 3. og 4. flokki karla og kvenna fyrir árangur, ástundun og framfarir ásamt því að leikmaður flokksins var valinn og markakóngur og markadrottning. Í yngri flokkum eru ekki veitt einstaklingsverðlaun heldur fá allir þátttakendur viðurkenningu. Verðlaun voru afhent úr hendi leikmanna meistaraflokks karla og kvenna og það voru þau Fjalar Þorgeirsson, Ingimundur Níelsson og María Guðmundsdóttir sem sáu um þann lið og að lokum var flokkur ársins valinn sem var 6. flokkur karla að þessu sinni. Einn okkar ástsælasti tónlistamaður og skemmtikraftur, hann Jónsi, sá um kynningu á dagskrá og söng nokkur lög þess á milli með hjálp allra í salnum og ekki er hægt annað en að hrósa Jónsa fyrir vel heppnað uppistand. Einnig fór formaður BUR, Þorvaldur Árnason, yfir helstu afrek yngri flokka á liðnu ári. Það sem helst bar til tíðinda og upp úr stóð er Íslandsmeistaratitill 6. flokks karla ásamt Shellmeistaratitlum í Vestmannaeyjum og stóðu þeir sig með eindæmum vel á öllum mótum sem þeir kepptu á. 3. flokkur og 4. flokkur karla urðu Íslandsmeistarar innanhúss. 4. flokkur karla gerði góða ferð í sumar til Danmerkur, þar sem þeir sigruðu á Bröndby Cup, auk þess sem 4. flokkur C varð Íslandsmeistari og A liðið spilaði í úrslitum. 3. flokkur kvenna stóð sig með afbrigðum vel og komst í undanúrslit í Íslandsmótinu, þær spiluð 30 leiki á tímabilinu og sigruðu 20 leiki og gerðu 4 jafntefli, ekki amalegt það. Þá gerðu stelpurnar í 5. flokki frábæra hluti þegar þær héldu á Símamótið í Kópavogi og stóðu uppi sem sigurvegarar í 5. fl. B. Það er því við hæfi að hvetja þessa leikmenn til dáða og um leið að óska þeim til hamingju með árangurinn á liðnu ári. Að reka starf yngra flokka kostar mikla fjármuni og þarf dágóðan skammt af útsjónarsemi og umfram

Uppskeruhátíð Barna - unglingaráðs Fylkis 2009

Árbæjarblaðið

allt velvilja sjálfboðaliða og fyritækja til að hlutirnir gangi upp og var sérstaklega fyrirtækjunum G.M. Einarssyni og Urð og Grjót þakkað fyrir myndarlegan stuðning á þessu kreppuári. Þessir samningar gerðu gæfumun fyrir rekstur BUR er varðar sérverkefni eins og Knattspyrnuskólann. Stjórn BUR mun halda áfram á þeirri braut að reyna að fá til samstarfs við sig öfluga styrktaraðila sem auðveldar BUR starfið og hjálpar til að gera meira og betur í þjálfun barnanna með hugsanlegum sérnámskeiðum, markmannsþjálfun og rekstri knattspyrnuskóla yfir sumartímann. Að lokum fór Þorvaldur yfir alla þá leikmenn sem tilnefndir voru til landsliðsæfinga og var frábært að sjá hversu marga efnilega leikmenn Fylkir á í þeim hópi en þeir eru:

Barna-og unglingaráð Fylkis ásamt Jónsa kynni hátíðarinnar. F.v. Jón Vilhjálmsson, Magnús Ingi Sefánsson, Þorvaldur Árnason formaður, Jónsi, Svanhildur Lýðsdóttir og Gylfi Magnús Einarsson.

U-17 KK Andri Már Hermannsson, Björgvin Gylfason, Benedikt Óli Breiðdal og Ásgeir Eyþórsson.

Verðlaunahafar í 4. flokki kvenna. Efri röð f.v. Maríanna Björk Ásmundsdóttir, Una Birna Haukdal Ólafsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Erla Hrönn Gylfadóttir. Neðri röð f.v. Ólöf Svafarsdóttir, Margrét Dögg Vigfúsardóttir, Bergdís Sif Hjartardóttir og Sylvía Ósk Breiðdal. Á myndina vantar ; Örnu Ösp Gunnarsdóttur, Guðrúni Eiríksdóttur og Sunnu Rós Rúnarsdóttur.

Verðlaunahafar í 3. flokki kvenna. Efri röð f.v. Andrea Katrín Ólafsdóttir og Svava Helgadóttir Neðri röð f.v. Rannveig Gestsdóttir, Karen Sif Eyþórsdóttir, Ylfa Rúnarsdóttir, Katrín Edda Einarsdóttir og Karen Lekve.

U-17 kvk Rut Kristjánsdóttir, Fjolla Shala og Hulda Sigurðardóttir.

Reykjavíkurúrval Ólafur Íshólm Ólafsson, Hjörtur Hermannsson, Emil Ásmundsson og Hákon Ingi Jónsson. Að þessu sinni gengu úr stjórn BUR eftir margra ára farsæla setu þau Þorvaldur Árnason formaður, Svanhildur Lýðsdóttir og Gylfi M. Einarsson og er ný stjórn þá skipuð þeim Magnúsi Inga Stefánssyni formanni, Jóni Vilhjálmssyni, Ómari Gíslasyni, Sigfúsi Kárasyni og Margréti Rós Sigurðardóttur. Að lokinni verðlaunaafhendingu fór fram grillveisla og gátu allir þátttakendur og foreldrar fengið sér pylsu og drykk.

Myndir og texti: Katrín J. Björgvinsdóttir

Verðlaunahafar í 4. flokki karla. Efri röð f.v. Guðbjartur Ingi Indriðason, Fróði Guðmundur Jónsson, Einar Benediktsson og Daníel Andri Jansson. Neðri röð f.v. Hafþór Atli Ólafsson, Richard Már Guðbrandsson, Kristján Diego, Hörður Helgason, Sigurvin Reynisson og Stefán Ari Björnsson. Á myndina vantar ; Aron Sveinsson og Snorra Ríkharsson.

emóra hársnyrtistofan

Verið velkomin á nýja hársnyrtistofu að Réttarhálsi 2, erum í sama húsi og Rekstrarvörur.

U-16 úrtaksæfingar KK Arnar Snær Magnússon, Ragnar Bragi Sveinsson og Ágúst Freyr Hallsson. U-16 úrtaksæfingar KVK Eva Núra Abrahamsdóttir.

Verðlaunahafar í 3. flokki karla. Efri röð f.v. Arnar Snær Magnússon, Páll Pálmason, Stefán Víðir Ólafsson og Sigurður Jóhann Einarsson. Neðri röð f.v. Hafsteinn Karlsson, Gunnar Örn Hilmarsson, Andri Hrafn Ármannsson, Árni Fannar Kristinsson, Bjarki Freyr Sigurðarson og Daði Ólafsson.

Eymundur Þór Bogason og Ylfa Rúnarsdóttir, markakóngur og markadrottning ársins.

Hlökkum til að sjá ykkur

512-8888

20% afsláttur út nóvember 15% afsláttur af vörum út nóvember Pantið tímanlega fyrir desember Opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 08:00 - 16:00 Miðvikudaga til föstudaga: 08:00 - 18:00

Elín Birna

Emilía Tómasdóttir Eigandi Viktor Lekve, dómari ársins hjá Fylki 2009.

réttarháls 2 512-8888

Dóra Hrund Bragadóttir Eigandi

Elis


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

,,Menningardagar í Árbæ eru komnir til að vera’’ - segir Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar. Mikil ánægja með Menningardagana

,,Þessir Menningardagar tókust frábærlega vel í alla staði og við höfum þegar ákveðið að þetta verði endurtekið að ári og reyndar sé ég ekki annað fyrir mér en að Menningardagar í Árbæ verði árlegur viðburður hér eftir,’’ sagði Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, í samtali við Árbæjarblaðið við lok Menningardaga sem stóðu frá 28. október til 1. nóvember sl. Ótrúlega margt vær í boði sem of langt mál yrði að telja upp hér. Nefna

má skemmtidagskrá á laugardeginum í Fylkishöll. Þar söng Gospelkór Árbæjarkirkju og krakkar frá æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju sýndu dansatriði í íþróttahúsinu, fólki bauðst að grilla hike-brauð í boði skáta. Hoppukastalar voru einnig í boði skátanna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með sýningu á tækjum liðsins. Hverfisráð Árbæjar bauð eldri borgurum í hverfinu til kaffisamsætis þar sem hinn frábæri Ragnar

Bjarnason söng sig inn í hjörtu viðstaddra og sló algjörlega í gegn. Rosalegt sundlaugarpartý var haldið í Árbæjarlaug og fjölmenntu unglingar í laugina og skemmtu sér konunglega. Á þriðja hundrað ungmenni mættu í sundlaugarpartýið. Hér á síðunni má sjá nokkrar myndir frá Menningardögunum en hver veit nema við birtum fleiri myndir í næsta blaði.

Þessir krakkar mættu á hátíðina í Fylkishöllinni.

Raggi Bjarna sló í gegn og söng sig inn í hjörtu eldra fólksins og ekki í fyrsta skipti.

ÁB-mynd PS

ÁB-mynd EÁ

Krakkar frá æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju sýndu dansatriði.

Gospelkór Árbæjarkirkju söng af lífi og sál.

ÁB-mynd PS

Stjórnmálamenn og embættismenn voru líka á gestalistanum fyrir fjölskylduskemmtunina í Fylkishöllinni. Hér má meðal annars sjá Kjartan Magnússon, formann ÍTR, Mörtu Guðjónsdóttur, varaborgarfulltrúa, Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra og borgarstjórann, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. ÁB-mynd PS

Þessi börn nutu þess að hlusta á frú Vigdísi Finnbogadóttur lesa fyrir sig í Norðlingaskóla.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutti ávarp í Fylkishöllinni. ÁB-mynd PS


13

Árbæjarblaðið

Fréttir

Komdu á skauta í Egilshöllina

Opið alla daga Allar upplýsingar á

www.egilshollin.is Skólahópar og fyrirtækjahópar velkomnir Það mæddi mikið á Birni Gíslasyni, formanni Hverfisráðs Árbæjar, á Menningardögunum. Hverfisráðið stóð að Menningardögunum og formaðurinn flutti margar ræðurnar. Hann setti Menningardagana í Ártúnsskóla en á myndinni hér að ofan flytur Björn ræðu á fjölskylduskemmtuninni í Fylkishöllinni.

EGILSHÖLLIN · FOSSALEYNI 1 · 112 GRAFARVOGI · SÍMI 594-9610


14

Fréttir

Hefst 17. nóvember og stendur í 5 vikur. Námskeiðið er á þriðjud. og fimmtud. kl. 17.00- 17.55 og laugardaga kl. 9.30-10.25 Fitumæling, vikuleg vigtun, matardagbók og fróðleikur.

Frjáls mæting í aðra tíma og tækjasal. Kortið gildir til 11. janúar.

Kennari: Sandra Verð: 12.000 kr. Skráning hafin í síma: 567-6471

Fáðu ód ýra um

jafnvæfgelgun og isstillin gu

Árbæjarblaðið

Magnaðir Menningardagar Menningardögum í Árbæ lauk með glæsibrag sunnudagskvöldið 1. nóvember í Árbæjarkirkju með léttmessu og flugeldasýningu. Menningardagar í Árbæ hófust 28. október með heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur í grunnskóla hverfisins þar sem hún spjallaði og las fyrir nemendur og lagði áherslu á mikilvægi íslenskrar tungu. Dagskrá menningardaganna var fjölbreytt og við skiplag þeirra var haft að leiðarljósi að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið var uppá milli 30 og 40 dagskrárliði stóra og smáa. Fastur liður í dagskránni var pottakaffi í Árbæjarlaug þar sem góðir gestir mættu og spjölluðu við pottagesti og allir nutu kaffimeðlætis frá Árbæjarbakaríi. Árbæjalaug og félagsmiðstöðvarnar Tían og Holtið stóðu fyrir heljarinnar sundlaugarpartýi á fimmtudagskvöldinu þar sem saman komu yfir 200 manns og skemmtu sér konunglega.

Hátt í 100 manns voru á sama tíma á göngu um Elliðarárdalinn með skátunum sem endaði í skátaheimili Árbúa þar sem boðið var uppá kex, kakó og hressilegan söng skátakórsins. Á föstudeginum hélt veislan áfram og gafst íbúum kostur á ýmsu til að létta lund og auðga andann. Frístundaheimilin í hverfinu buðu uppá opið hús þar sem starfsemin var kynnt og börnin sýndu hvað þau hafa verið að

Björn Gíslason, varaborgarfulltrúi og formaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar: fást við. Í anddyri Heilsugæslu Árbæjar og þjónustumiðstöðvarinnar voru tónleikar í boði nemenda Tónlistaskóla Árbæjar. Í Norðlingaholtinu var stór stund í þegar Grænfáninn var dregin að húni í annað sinn við Norðlingaskóla.

Þrátt fyrir hressilega rigningu komu saman mikill fjöldi barna, foreldra og kennara til þess að fagna þeim áfanga. Á laugardeginum ber hæst skemmtidagskrá í Fylkishöllinni þar sem Hanna Birna Kristjándóttir borgarstjóri flutti ávarp, ungmenni úr æskulýðsstarfi kirkjunnar sýndu dansatriði og gospelkór Árbæjarkirkju fór á kostum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sýndi tæki og búnað og skátafélagið Árbúar komu með leiktæki og buðu uppá ketilkaffi og hikebrauð við anddyri hallarinnar. Á sunnudeginum fjölmenntu eldri borgarar í kaffisamsæti sem haldið var í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 í boði Hverfisráðs Árbæjar. Raggi Bjarna fór á kostum og skemmti gestum eins og honum er einum lagið. Dagskrá menningardaganna Árbænum lauk með húsfylli á léttmessu í Árbæjarkirkju þar sem Ellen Kristjánsdóttir og Ey-

skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði

Troðfull Árbæjarkirkja á léttmessu sem var lokaatriðið á menningardögum.

ÁB-mynd EÁ þór Gunnarsson fluttu tónlist. Endapunktinn á velheppnuðum menningardögum átti skátafélagið Árbúar með glæsilegri flugeldasýningu í lok léttmessunnar. Á heildina litið voru menningardagar vel heppnaðir og í raun glæsilegt framtak sem byggja má á til framtíðar. Þeir buðu uppá fjölbreytta dagskrá sem undirstrikar það skemmtilega sem er að gerast í hverfinu og gefur tækifæri á því að skipuleggja uppákomur sem krydda hið daglega líf. Í ljósi þeirrar reynslu sem skapaðist af þessum fyrstu menningardögum er hér komið tækifæri til þess að skapa skemmtilega hefð í Árbæ og gera menningardaga að árlegum viðburði. Eins og áður sagði var það Hverfisráð Árbæjar sem átti frumkvæðið að menningardögunum en til þess að vel takist til þurfa margir að koma að skipulagningu dagskrár og framkvæmd. Hér í Árbæ var hugmyndinni að menningardögum vel tekið og komið var á breiðu samstarfi fjölda aðila í hverfinu sem lögðu sitt af mörkum, má hér nefna grunnskólana, Árbæjarkirkju, bókasafnið Ársafn, Frístundamiðstöðina Ársel , Þjónustumiðstöð Árbæjar, Árbæjarsundlaug, Íþróttafélagið Fylki, Skátafélagið Árbúa, Tónskóla Árbæjar, Tónskóla Sigursveins, Árbæjarþrek, Árbæjarsafn og Árbæjarbakarí. Þessi upptalning er ekki tæmandi og hljóta allir sem lögðu fram til dagskrár mennigardaganna bestu þakkir fyrir. Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar.


Alla veiðimenn dreymir um svona flugubox í jólagjöf Við gröfum nöfn veiði manna, lógó fyrir tækja eða myndir á boxin

Hægt er að velja um fimm mismunandi útfærslur hvað innihald boxanna varðar. 15-26 flugur Á Krafla.is færð þú níðsterkar og vandaðar flugur og glæsileg og vönduð íslensk flugubox

Sími: 587-9500 og 698-2844


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ástarorð og ástarpungar í Ársafni Dagur íslenskrar tungu er árlega haldinn hátíðlegur um allt land þann 16. nóvember en það er afmælisdagur listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar. Undanfarin ár höfum við á Borgarbókasafni/Ársafni gert ýmislegt í tilefni dagsins; lesið upp í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum hverfisins, tekið þátt í upplestri í kirkjunni og fengið gesti til að velja fallegasta íslenska orðið. Hlutskarpast var orðið; ÁST! Nú er komið að ykkur að lesa hjá okkur. Við ætlum að hafa maraþon-upplestur mánudaginn 16. nóvember frá kl. 11-19. Við höfum fengið nokkra nágranna safnsins og gesti bæði af vinnustöðum, skólum og íbúa til að lesa upp þennan dag. Starfsmenn munu einnig lesa með ástarorð á vör því þema dagsins er ást og vinátta í öllum sínum myndum. Lesefnið verður fjölbreytt því lesandi getur komið með texta sem hann langar að lesa eða fengið hjá okkur. Við bjóðum gestum upp á kaffi, djús og ástarpunga í tilefni dagsins Allir eru hjartanlega velkomnir á safnið til að hlusta, lesa og njóta.

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Sverrir Einarsson

Hermann Jónasson

Jón G. Bjarnason

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík Sími 567 8686 info@kar.is www.kar.is

Frá vinstri: Guðni Már Egilsson (dómari), Jónas Atli Gunnarsson, Jóhannes Gauti Óttarsson, Eggert Ólafur Árnason, Jóhanna Brynjarsdóttir, Andri Sveinsson (þjálfari/liðstjóri), Helga Kristín Ingólfsdóttir, Elías Guðni Guðnason og Pétur Freyr Ragnarsson (dómari).

Frábær árangur Fylkis

Þann 11. október síðastliðinn tók Sportkaratedeild Fylkis þátt í Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite (frjálsum bardaga). Gekk Fjölni vonum framar og þrátt fyrir veikindi nokkurra sterkra keppenda tókst okkur að vinna mótið á stigum 3. árið í röð og eignaðist Fjölnir 3 Íslandsmeistara: Eggert Ólafur Árnason 1. sæti drengir 16-17 ára + 68 kg. Jóhannes Gauti Óttarsson 1. sæti drengir 14-15 ára + 63 kg. Helga Kristín Ingólfsdóttir 1. sæti Stúlkur 12-13 ára og yngri. Við áttum líka þrjá keppendur sem lentu í öðru sæti: Elías Guðni Guðnason 2. sæti drengir 14-15 ára - 63. Jónas Atli Gunnarsson 2. sæti drengir 16-17 ára - 68.

Bergþór Vikar Geirsson 2. sæti drengir 16-17 ára + 68 kg. Og einn keppandi lenti í 3. sæti. Jóhanna Brynjarsdóttir í 3. sæti, stúlkur 16-17 ára. Félagið fékk 16 stig sem var 3 stigum yfir næsta félagi. Karatedeild Fylkis tók miklum breytingum í haust þegar við skiptum um karatestíl, fórum úr Goju Ryu yfir í Sportkarate stíl sem kemur frá Aalborg í Danmörku og var búinn til af Allan Busk sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í kumite (frjálsum bardaga) og erum við búin að vera í samstarfi við hann í nokkur ár og var því orðið tímabært að stíga þetta skref til fulls. Andri Sveinsson landsliðsmaður sem er uppalinn í Fylki frá 6 ára aldri er

komin heim frá Aalborg en hann er búinn að vera þar undanfarin 3 ár í háskóla og æfingum undir leiðsögn Allans. Andri er að innleiða sportkarate hjá okkur. Við erum búnir að gera afreksmannasamninga við flesta unglingana okkar 15 ára og eldri. Höfum við fulla trú á því að þetta muni skila okkur mun betri árangri á komandi árum. Eina vandamálið sem angrar okkur í dag eru húsnæðismál og er það vandamál orðið það eina sem kemur í veg fyrir uppvöxt í deildinni, en það er horft hýrum augum á Mest-húsið sem myndi leysa allan okkar vanda og reyndar vanda flestra deilda í Fylki. En það mál er í skoðun og ætti að koma í ljós í næsta mánuði hvort af verður eða ekki.

Færðu nægjanlegt magn fitusýra? Omega fitusýrur byggja upp ónæmiskerfið og hafa m.a. jákvæð áhrif á:

Fjölmargar rannsóknir hafa sýn fram á jákvæða eiginleika Omega fitusýra fyrir heilsuna

• Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar

Udo’s 3 • 6 • 9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, lífsnauðsynlegra fitusýra.

Hársnyrtistofa Dömuklipping kr. 4.690,Herraklipping kr. 3.690,-

Fæst í apótekum og heilsubúðum.

Fullt af flottum vörum á tilboði frá Sebastian, Tigi og L´ORÉAL Höfðabakka 1 - S. 587-7900 Opið virka daga 08-18


Árbæjarblaðið 12. tbl. 6. árg. 2008 desember

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Árbæjarblaðið er lesið á hverju heimili Mest lesni fjölmiðillinn í Árbæ og Grafarholti Auglýsingarnar skila árangri í Árbæjarblaðinu

587-9500


>i\`jcla]eleˆY’Xc}eX Lán Íbúðalánasjóðs verða greiðslujöfnuð frá og með 1. desember 2009 Áætluð lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði er allt að 17% Afþakka þarf greiðslujöfnun fyrir 20. nóvember Nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um afþökkun er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs

nnn%`cj%`j

9fi^Xik’e`)(s(',I\pbaXmˆbsJˆd`1,-0-0''#/''-0-0


19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Af gagnsæi og villta spillta vinstrinu

Gárungarnir segja að gagnsæi vinstri manna sé líkt og litað gler í bíl: bílstjórinn hafi fínt útsýni en enginn fái séð inn. Vinstri menn vilji vita allt um alla, en enginn megi vita hvað þeir eru að bauka á bak við luktar dyr í reykfylltum bakherbergjum. Sumir fá niðurfellingu skulda, milljarða, tugi milljarða á meðan fólkið í landinu þarf að borga hverja einustu krónu. Og til þess að bæta gráu of-

hlaupa undir bagga með fólkinu í landinu sem er að sligast undan skuldum. Til þess að bæta gráu ofan á svart á að skattleggja fólk út á gaddinn upp á skandinavíska vísu. Og meðan fimmtán þúsund manns eru án vinnu, þvælist ríkisstjórnin fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Allt er gert til þess að stöðva raflínur fyrir

Carl Jóhann Granz, íbúi í Norðlingaholti og lesandi Árbæjarblaðsins, skrifar: an á svart skrifa stjórnvöld upp á hundruð milljarða Icesave víxil sem þjóðin á ekki og þarf ekki að borga. Bara til þess að þóknast Evrópudaðri Samfylkingar. Það er dýrasti aðgöngumiði mannkynssögunnar. Sverrir Stormsker kallar þau skötuhjú Jóhönnu Skjaldborg og Steingrím Gjaldborg. Þau eru í forsvari fyrir Nor- rænulausa helferðarstjórn, segir Stormsker. Það er mikið til í því. Villta spillta vinstrinu finnst mikilvægara að borga skuldir óreiðumanna en að

gagnaver á Keflavíkurflugvelli og álver í Helguvík. Fæti er brugðið fyrir virta lækna sem vilja hefja útflutning á læknisþjónustu koma upp heilsuferðaþjónustu í Reykjanesbæ. Og Bakki er út við ystu sjónarrönd. Hvers eiga Húsvíkingar að gjalda. Hvernig má þetta vera? Hvernig má það vera að ríkisstjórn geti verið svona lánlaus og heillum horfin?

Þú getur lækkað höfuðstólinn á húsnæðisláninu

Með skilmálabreytingu hjá Íslandsbanka býðst viðskiptavinum að lækka höfuðstól verðtryggðra og erlendra húsnæðislána verulega. Lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána verður um 10% en höfuðstóll erlendra húsnæðislána lækkar um u.þ.b. 25% að meðaltali m.v. gengi 26.10.2009. Allir viðskiptavinir Íslandsbanka, sem eru með húsnæðislán tekin fyrir 15. október 2008 og í skilum, geta sótt um skilmálabreytingu. Íslandsbanki hvetur alla til að kynna sér þá kosti sem í boði eru og taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli. Reiknivél, dæmi og ítarlegar upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is. Tekið er á móti umsóknum frá 6. nóvember til og með 18. desember 2009.

islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000

Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid tbl. 11 2009  

Arbaejarbladid tbl. 11 2009

Arbaejarbladid tbl. 11 2009  

Arbaejarbladid tbl. 11 2009

Profile for skrautas
Advertisement