Page 1

Árbæjarblaðið 7. tbl. 6. árg. 2008 júlí

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Blómin bæta og kæta Hverfisráð Árbæjar ákvað á fundi sínum nýverið að setja niður stór blómaker á víð og dreif um hverfið eða við helstu umferðaræðar hverfisins. Hér má sjá eitt kerið á sínum stað í Rofabænm. Sönn prýði og gott framtak hjá hverfisráðinu. Nánar á bls. 10. ÁB-mynd SK

Frábær gjöf fyrir veiðimenn Falleg flugubox með vinsælum laxa- og silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin afmælisgjöf fyrir kröfuharða fluguveiðimenn

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

Fylkir og Fram Undarleg staða er komin upp í Árbæjarhverfi. Tvö stór íþróttafélög eru að gera sig gildandi í hverfinu, Fylkir og Fram sem hefur nú fengið úthlutað risastóru svæði í Úlfarsárdal. Vitaskuld er það kjánaleg staðreynd að íbúar í Úlfarsárdal, Grafarholti og Árbænum gamla skuli teljast til sama hverfis. En svona er hverfaskipting höfuðborgarinnar í dag, hvernig svo sem fólki kann að líka skiptingin. Yfrvöld í borginni þurfa að höggva á þennan hnút og skipta Árbæjarhverfi upp í tvö hverfi. Því fyrr því betra. Skiptingin á að vera þannig að gamli Árbærinn og Norðlingaholt verði Árbæjarhverfi og Grafarholt, Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás verði Grafarholtshverfi. Tvö íþróttafélög geta aldrei þrifist í þessu hverfi og þaðan af síður eitt hverfisblað. Fyr eða síðar munu menn átta sig á þessari staðreynd og gera þessa breytingu. Þar kom að því að Fylkir vann leik í fótboltanum en um fátt hefur verið meira talað í Árbænum í sumar en slakt gengi Fylkis í Landsbankadeildinni. Ég held að menn hafi gert sér alltof miklar væntingar fyrir yfirstandandi Íslandsmót. Ég held líka að tími sé kominn á að árangurstengja laun þeirra íþróttamanna sem þiggja laun hjá Fylki. Án nokkurs vafa eru íþróttamenn innan félagsins sem eru á alltof háum launum miðað við getu. Og Fylkir er langt frá því að vera eina félagið í deildinni í þessari stöðu. Kannski er þessi staða uppi í öllum félögum nema hjá Fjölni í Grafarvogi. Þar eru ekki leikmenn á háum launum en ættu kannski að vera það miðað við getuna á vellinum. Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

abl@centrum.is

Af gefnu tilefni vegna umræðu um nýtt blað

Grafarholt.

- styttist í útgáfu ,,Grafarholtsblaðsins’’ Eins og lesendur Árbæjarblaðsins vita er blaðið einnig blað Grafarholtsbúa, íbúa í Norðlingaholti og væntanlegra íbúa í Úlfarsárdal. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart því samkvæmt hverfaskiptingu Reykjavíkur sem í gildi er í dag er Árbærinn, Grafarholtið, Norðlingaholtið og Úlfarsárdalurinn eitt og sama hverfið, hvernig svo sem fólki líkar sú staðreynd. Örlítið hefur borið á óánægju með þessa skipan mála og einkum á meðal einhverra íbúa í Grafarholti. Ekki höfum við þó orðið vör við mikla óánægju. Reyndar fengið aðeins eitt tölvubréf sem reyndar innihélt meira bull og skítkast en efni voru til að okkar mati. Við höfum enda reynt að segja fréttir úr Grafarholti þegar þær hafa verið í gangi á annað borð. Öllum má hins vegar ljóst vera að þessi skipan mála er ekki til langrar framtíðar. Þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að

tvö íþróttafélög, Fylkir og Fram, eiga í framtíðinni eftir að tútna út, hvort á sínu svæði og alveg örugglega hvort í sínu hverfi. Þegar íbúafjöldi hefur náð ákveðinni tölu í Úlfarsárdal til viðbótar við þá tölu sem fyrir er í dag í hinu nýja hverfi og í Grafarholti er loksins kominn grundvölur fyrir því að gefa út sérstakt blað fyrir þessi svæði, þ. e. Grafarholtið, Reynisvatnsásinn og Úlfarsárdalinn. Áður en þetta gerist er alls ekki grundvöllur fyrir nýju blaði í Grafarholti einu. Það vitum við eftir tæplega tveggja áratuga útgáfu á hverfablöðum. Hverfið er einfaldlega of fámennt í dag til að bera útgáfu sérstaks hverfisblaðs. Þar til við hjá Skrautási ehf. förum af stað með útgáfu Grafarholtsblaðsins, sem gæti orðið heiti á nýju blaði okkar í Grafarholti, Úlfarsárdal og Reynisvatnsási munum við reyna eftir megni að segja fréttir frá þessum

svæðum í Árbæjarblaðinu. En það líður óðum að því að grundvöllur fyrir nýju blaði verði til staðar og það gæti orðið eftir eitt til tvö ár. Kannski fyr. Annað sem útilokar útgáfu í dag á sérstöku blaði fyrir Grafarholt og nágrenni er hreinlega skortur á fyrirtækjum. Þau fyrirtæki sem fyrir eru í Grafarholti hafa flest öll til þessa sýnt hverfablöðum lítinn sem engan áhuga og í raun gefið þeim langt nef. Er það fyrir margra hluta sakir skrítið að þessi stóru fyrirtæki skuli ekki átta sig á þeim mikla auglýsingamætti sem hverfablöðin búa yfir en að margra mati virka auglýsingar í hverfablöðum mun betur en auglýsingar í stóru miðlunum. Þessi fyrirtæki átta sig heldur ekki á því að fólkið sem býr í hverfunum tekur eftir því hvaða fyrirtæki styrkja útgáfu á þeirra blaði. -SK

Orkuveitan fær viðurkenningu frá Hverfisráði Árbæjar

Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Frá vinstri Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar.

Á fundi Hverfisráðs Árbæjar þann 19. júní sl. var samþykkt að veita viðurkenningar til fyrirtækja/félagasamtaka vegna snyrtilegs umhverfis. Einu fyrirtæki/félagasamtökum er veitt viðurkenning ár hvert í Árbæ. Samþykkt var að veita Orkuveitu Reykjavíkur viðurkenningu fyrir árið

2008. Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar afhenti forsvarsmönnum OR viðurkenninguna í gær. Það voru Kjartan Magnússon stjórnarformaður og Hjörleifur B. Kvaran forstjóri sem veittu viðurkenningunni móttöku.

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500


'.-

)%

6;HAÌIIJG

C”HJB6GJEEH@:G6'%%-

E>G>E>G>@?Ö@A>C<JG =daiV[Zgh`Vge^g^"e^g^`_`a^c\VWg^c\jg &+,.`g#$`\#B:G@IK:GÁ',..@G#$@<#

ÏHA:CH@6G@6GIy;AJG CÅ_Vg†haZch`Vg`VgiŽ[ajg '.-`g#$`\#

CONSUL BANANAR Í BÓNUS 18 TONN Í BOÐI

7VcVcVg8dchja&(.`g#$`\#

&(.

)% %

6;HAÌIIJG 6 ;HAÌI ;H ÌII II IJG =daiV[Zgh`^g`a^eei^g`_`a^c\Vk¨c\^g '..`g#$`\#B:G@IK:GÁ)..@G#$@<#

'(*. @H[Zgh`iaVbWV[^aaZi'(*.`g#$`\#

)%

6;HAÌIIJG 6 =daiV[Zgh`^gWaVcYVÂ^g`_`a^c\VW^iVg (*.`g#$`\#B:G@IK:GÁ*.-@G#$@<#

.-@HaVbWVa¨g^[gdh^Â.--`g#$`\#

6 ;< G :> Á H A J I ÏB >/; >B B I J 9 6 < 6 & ' #% % " & - # ( %


4

Matur

Árbæjarblaðið

Kjúklinga bringur og

bomba

- að hætti Ásbjörns og Ragnheiðar Eftirfarandi eru okkar mataruppskriftir til að uppfylla áskorun á okkur frá Völu og Birni úr tölublaði júnímánaðar 2008:

Kjúklingabringur

Matgæðingarnir

með parmigiano og sveppum og sælgætisbomba

Ásbjörn og Ragnheiður ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum í Rauðási 11.

ÁB-mynd PS

Frá afhendingu viðurkenningar vegna 1, 2 og Reykjavík. F.v.: Borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, Gísli G. Guðjónsson frá Framkvæmda- og eignasviði sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Jóhanns Diegó, Jón B. Stefánsson frá hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Óttarrs Guðlaugssonar, Sólveig Reynisdóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Gunnsteinn Olgeirsson frá Umhverfis- og samgöngusviði.

1, 2 og Grafarholt - stýrihópur fær viðurkenningu frá borginni

Fimmtudaginn 10. júlí boðaði borgarstjórinn í Reykjavík til samkomu í Grasagarðinum í Laugardal til að fagna útkomu yfirlitsbæklings um afrakstur íbúasamráðsverkefnisins 1,2 og Reykjavík. Bæklingurinn var svo borinn inn á um 46.000 heimili í borginni sl föstudag. Í máli borgarstjóra kom fram að borgaryfirvöldum bárust á þriðja þúsund ábendinga á aðeins um þriggja mánaða tímabili. Ábendingavefurinn 1, 2 og Reykjavík hefur reynst Reykjavíkurborg afar gagnlegt tæki og þegar hefur verið brugðist við fjölda ábendinga um viðhaldsverkefni af

vefnum. Í lok ræðu sinnar veitti Ólafur F. Magnússon borgarstjóri stýrihópi Grafarholts sérstaka viðurkenningu fyrir öfluga og framsækna nálgun í íbúasamráði, m.a. í verkefnum með leikskólabörnum og unglingum. Stýrihópinn mynduðu: Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Óttarr Guðlaugsson formaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, Gunnsteinn Olgeirsson frá Umhverfis- og samgöngusviðs og Jóhann Diego frá Framkvæmda- og eignasviði.

Gert er ráð fyrir fjórum við matarborðið. 4 stórar kjúklingabringur, skinn- og beinlausar. 600 gr. sveppir. 2 hvítlauksrif. Safi úr ½ sítrónu. ¾ bolli rjómi. ½ bolli ferskur og nýrifinn parmigiano ostur. 2 msk. söxuð, fersk mynta. Sítrónupipar. Salt og pipar, eftir þörfum hvers og eins. Hitið olíu á pönnu, steikið kjúklingabringurnar í ca. 2 mínútur og kryddið með sítrónupiparnum. Takið bringurnar af pönnunni og setjið til hliðar. Skerið sveppina í sneiðar, pressið hvítlauksrifin og steikið í ol-

1 poki lambhagasalat. Slatti af kirsuberjatómötum. 1 agúrka. Slatti af jarðaberjum. Skerið allt niður, setjið í skál, blandið saman við Fetaost, eftir smekk og stráið ristuðum furuhnetum yfir (pönnuristaðar). Fetaostur eftir smekk. Furuhnetur, ristaðar á pönnu. Sælgætisbomba Botnar. 4 eggjahvítur. 2 dl. sykur. 1 dl. púðursykur. 2 bollar ,,Kelloggs rice crispies” eða “Corn Flakes”. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum smátt og smátt út í, blandið ,,Rice Crispies’’ eða ,,Corn Flakes’’ varlega saman við. Bakið á bökunarpappír eða í 2 lausbotna formum við 150°C í 45-60 mínútur. Sælgætisbombukrem

Skora á Ástu og Pál Kolka Ásbjörn Skúlason og Ragnheiður Björnsdóttir, Rauðási 11, skora á Ástu Bárðardóttur og Pál Kolka Ísberg, Deildarási 4, að toppa þetta í næsta matarþætti. Koma með uppskriftir í næsta matarþátt. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í ágúst. íu. Færið gumsið (sveppina og hvítlaukinn) til á pönnunni, setjið bringurnar aftur á pönnuna og þekið þær alveg með gumsinu. Hellið sítrónusafanum og rjómanum yfir. Stráið parmigiano ostinum yfir og lokið pönnunni. Sjóðið við vægan hita í ca. 7 mínútur. Stráið fersku myntinni yfir og berið fram. Bragðbætið með pipar og salti ef ástæða er til, en geta ber þess sérstaklega að osturinn er mjög bragðmikill, svo og að búið er að krydda með sítrónupiparnum. Berið fram með hrísgrjónum, sumarsalati (sjá neðar) og heitu ,,baguette’’ brauði. Sumarsalat 1 poki klettasalat.

20 % afsláttur af General sumardekkjum

100 gr. Sirius suðusúkkulaði. 50 gr. smjörlíki. 4 eggjarauður. 4 msk. flórsykur. Bræðið suðusúkkulaðið og smjölíkið í vatnsbaði, kælið lítið eitt. Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman. Blandið súkkulaðibráðinni saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn og þetta fer á milli botnanna og ofan á kökuna. Þeytið ½ l. af rjóma, sem fer á milli botnanna, ásamt einum poka af smátt skornum þristum, Nóa rúsínum eða Nóa kroppi. ,,Bon Appetite’’ Ragnheiður og Ásbjörn


Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar Laxaflugur

Iða

Krafla gul

Krafla rauð

Krafla orange

Krafla blá

Krafla græn

Iða

Skröggur

Grænfriðungur

Elsa

Gríma blá

Gríma gul

Tungsten keilutúpur

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

,,Íslenska landsliðið’’ í silungaflugum Beygla

Beykir

SilungaKrafla bleik

SilungaKrafla orange

Kíktu á Krafla.is - Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun

Krókurinn

Mýsla

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500


6

7

Fréttir

Árbæjarblaðið

Guðlaug Erla og Hildur taka við Ingunnarskóla

Menntaráð hefur skipað Guðlaug Erla Gunnarsdóttir sem skólastjóra við Ingunnarskóla frá 1. ágúst nk. Guðlaug Erla var skólastjóri Andakílsskóla í Borgarfirði í fimm ár og hefur síðan 2003 verið aðstoðarskólastjóri við Álftanesskóla. Hún hefur meistaragráðu í stjórnun og menntunarfræðum frá KHÍ. Guðlaug er formaður skólamálanefndar Skólastjórafélags Íslands og varaformaður félagsins. Guðlaug Erla er þekkt fyrir fagmennsku á sviði náms og kennslu, jákvæðni, góða samskiptahæfni o.m.fl. Núverandi skólastjóri, Guðlaug Sturlaugsdóttir, mun hefja störf

við Grunnskóla Seltjarnarness þann 1.ágúst. Er henni óskað henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Hildur Jóhannesdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri til eins árs í forföllum Þuríðar Sigurjónsdóttir sem verður í námsleyfi þetta ár. Hildur hefur starfað í mörg ár sem tónmenntakennari í Hofstaðaskóla í Garðabæ og hefur nýlokið meistaragráðu í menntaog menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hildur hefur víðtæka reynslu af skólastarfi og hefur komið að fjölda verkefna í tengslum við skólaþróun.

F.v.: Jón Pétur Jónsson, Óttarr Guðlaugsson og Garðar Eydal.

GR fær viðurkenningu Hverfisráðs

Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 27. maí sl. var samþykkt að veita viðurkenningar til fyrirtækja/félagasamtaka fyrir framúrskarandi þjónustu við íbúa, snyrtlegt nærumhverfi eða gott starf í þágu hverfisins. Einu fyrirtæki/fé-

lagasamtökum skal veitt viðurkenning ár hvert í Grafarholti og Úlfarsárdal. Samþykkt var að veita Golfklúbbi Reykjavíkur viðurkenningu fyrir árið 2008 Óttarr Guðlaugsson, formaður

Fréttir

Nýir stjórnendur við leikskólann Heiðarborg

Nú í júní var skipt um stjórnendur á leikskólanum Heiðarborg. Emilía Möller sem var leiksskólastjóri sagði starfi sínu lausu og í hennar stað var ráðin Arndís Árnadóttir. Hún útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1980 og hefur starfað sem deildarstjóri í leikskólanum Jörfa síðan hann tók til starfa 1997. Síðasta vetur leysti hún af bæði aðstoðarleikskólastjórann og svo leikskólastjórann. Ingibjörg B. Jónsdóttir sem var aðstoðarleikstjóri færði sig um set innan skólans og mun sinna starfi sérkennslustjóra í hlutastarfi. Í hennar

stað sem aðstoðarleikstjóri var ráðin Gunnur Árnadóttir. Hún útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands 2004 og hefur starfað sem leikskólakennari í leikskólanum Garðaborg þar til nú . Þær eru báðar mjög spenntar yfir því að vera komnar í Árbæinn og hafa breytt um starfsvettvang. Þeim finnst umhverfið hér yndislegt og hefur verið tekið einstaklega vel af börnum, starfsfólki og foreldrum. Þær eru nú á fullu að undirbúa haustið og vilja koma því á framfæri að þær geti vel bætt við sig starfsfólki í haust.

hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, afhenti forsvarsmönnum GR viðurkenninguna. Það voru Jón Pétur Jónsson formaður og Garðar Eydal framkvæmdastjóri sem veittu viðurkenningunni móttöku.

Hugað að æskunni í Árbænum Lengi býr að fyrstu gerð. Þess vegna eru aðstæður og aðbúnaður æskufólks oft besti mælikvarðinn á gæði samfélagsins: Aðstæður til náms, félagsstarfs, íþrótta og annarra leikja og útivistar. Það er því rétt og skylt að fulltrúar meirihluta borgarstjórnar, hverju sinni, greini borgarbúum frá því helsta sem er, og hefur verið á döfinni í þessum málaflokkum í hverfum borgarinnar. Norðlingaskóli Það er alltaf spennandi að fylgjast með starfi og árangri nýrra skóla borgarinnar. Það hefur aldrei verið álitamál að skólastarf í Norðlingaskóla hefur verið faglegt og framsækið og til fyrirmyndar frá upphafi. En það hefur því miður dregist að byggja yfir skólann hans eigið húsnæði. Ekki þarf að hafa um það mörg orð hversu bagalegt það er öllu skólastarfi og stefnumótun þess, að það fari fram í bráðabirgðarhúsnæði. Sú var tíðin að frumbýlingar nýrra íbúðarhverfa í Reykjavík og nágrenni máttu bíða í áratugi, eftir því að gengið yrði frá einstaka byggingum og lóðum þeirra, götur malbikaðar og lagðar gangstéttir. Á þessu hefur orðið mikil bragarbót á sl. þremur áratugum. En betur má ef duga skal. Það er í rauninni óboðlegt íbúum nýrra hverfa að þeir þurfi að bíða í mörg ár eftir því að varanlegt húsnæði leikskóla, grunnskóla og annarra þjónustustofnanna verði fullgert og frágengið. Þetta á ekki síst við um skóla yngstu borgaranna, sem eru vinnu- og viðverustaðir þeirra stóran hluta dagsins. Það er því fagnaðarefni að nú þessa dagana er verið að ljúka við að steypa sökkla skólahúss Norðlingaskóla. Útboð vegna byggingar á full frágengnu skólahúsinu sem verður hið glæsilegasta, stendur nú yfir og verða tilboðin opnuð þann 27. ágúst nk.. Útboðið var viðameira og tímafrekara en ella vegna stærðar verkefnisins og þar með ákvæðis um að bjóða það út á evrópska efnahagssvæðinu. En með því að bjóða sérstaklega út sökkla hússins sparaðist umtalsverður tími. Ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur upp á má gera ráð fyrir að framkvæmdir við skólahúsið sjálft hefjist nú á árinu. Bætt aðstaða í Rofaborg Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir á vegum borgarinnar

við leikskólann Rofaborg. Leikskólinn var stækkaður til muna á síðasta ári en nú er unnið að breytingum á eldra húsi skólans. Þá hefur leikskólalóðin verði endurhönnuð og verið er að vinna að frágangi hennar þessa dagana. Þessar framkvæmdir munu gjörbreyta allri aðstöðu við skólann fyrir nemendur og kennara. Skólalóð Árbæjarskóla Það vill stundum gleymast að skólalóðir eru afar mikilvægur hluti skólamannvirkja. Reyndar ættu þær, öðrum svæðum fremur, að lúta ströngustu kröfum um hönnun og frágang. Þær þurfa að tryggja öryggi nemenda, fullnægja leikja- og hreyfiþörf þeirra, dreifa huganum með fjölbreytilegu og hagalega hönnuðu umhverfi og umfram allt að vera vel við haldið og snyrtilegar. Sóðalegar skólalóðir í niðurníðslu eru einhver dapurlegustu dæmi um vanrækslu borgaryfirvalda. Ég er þess fullviss að þær eru miklu áhrifameiri og alvarlegri fordæmi en fólk og fjölmiðlar gera sér almennt grein fyrir. Þær eru í rauninni stöðug og neikvæð skilaboð til nemenda um hirðuleysi og skemmdarstarfssemi. Eftir tólf ára valdatímabil R-listans var fjöldi skólalóða í Reykjavík úr sér genginn og margar þeirra hafa þarfnast endurhönnunar og endurgerðar. Í verstu tilfellunum fólust í lóðunum alvarlegar slysagildrur. Meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknar hóf sérstakt átak í þessum efnum sem nú er í fullum gangi. Árbæjarskóli varð 40 ára á árinu. Hann hefði svo sannarlega átt það skilið að fá enduruppgerða skólalóð í afmælisgjöf fyrir sitt frábæra skólastarf. En ekki verður allt gert í einu. Hins vegar hefur verið ákveðið að fara í gagngerar endurbætur á skólalóð Árbæjarskóla árið 2010 og á næsta ári verður settur upp battavöllur í tengslum við skólann. Knattspyrnulandafræði Það getur verið bísna skemmtilegt fyrir okkur innfædda Reykvíkinga sem komin erum yfir miðjan aldur að rifja upp ,,knattspyrnulandafræði'' Reykjavíkur á árum áður. Ég tel mig a.m.k. muna þá tíð, að nánast allir Vesturbæingar voru KR-ingar, og einstaka þeirra, einkum á ,,Holtinu'' í nýstofnuðum Þrótti.Víkingar komu úr Miðbænum, Frammarar voru í Skuggahverfinu og fyrir norðan

Klambratún, og Valsarar voru í Þingholtunum, suðurhluta Skólavörðuholtsins og að sjálfsögðu í Hlíðunum þar sem ég ólst upp. Þá hafði knattspyrnan, pólitíkin og lífið sjálft einfaldar og skýrar línur. En þegar Reykjavík fór að teygja anga sína yfir Kringlumýrina og Háaleitið, Fossvoginn, Breiðholtið, Árbæinn og loks Grafarvog, riðluðust þessi landamæri. Það voru komnir KR-ingar, Valsarar og Framarara um alla borg þó Víkingar fengju aðstöðu í Bústaðahverfinu. Þess vegna velti maður því fyrir sér á tímabili hvort dagar svæðisbundinna knattspyrnuklúbba í Reykjavík væru taldir. Hvor allir kæmu til með að halda með öllum í öllum hverfum. Svæðisbundin stemming Fylkis Fylkir er í rauninni fyrsta ,,nýja'' knattspyrnufélagið í Reykjavík, stofnað árið 1967, sem snéri þessari þróun við, tókst að ná fram sterkri svæðisbundinni stemmingu í einu af nýju hverfum borgarinnar og tryggja sér sess í fremstu röð meistaraflokksliða í úrvalsdeild karla í knattspyrnu um langt árabil. Nú hefur Fjölnir í Grafarvogi fylgt í fótsporið og spilar í fyrsta sinn á þessu ári í meistardeildinni.

skömmu síðar, hefur starfsemi þessarra félaga og annarra íþróttafélaga í Reykjavík, s.s, ÍR og Ármanns, og seinni tíma félaga, verið fullkomlega ómetanleg fyrir Reykvíkinga, kynslóð fram af kynslóð. Það verður aldrei fullmetið eða fullþakkað hvað íþróttafélögin hafa lagt að mörkum fyrir unga Reykvíkinga um heillar aldar skeið. Það hefur svo ekki dregið úr mikilvægi þessara félaga með árunum, eftir því sem fleira glepur og freistingunum fjölgar. Framtíðaraðstaða Fylkis Það er deginum ljósara að það hlýtur að vera óumdeilanleg skylda borgaryfirlvalda að sjá til þess að aðstöðuleysi íþróttafélaga hamli ekki æskulýðs- og íþróttastarfi þeirra. Þess vegna hef ég hlustað með athygli á ábendingar þess efnis, frá forráðamönnum Fylkis og íbúunum í næsta nágrenni, að Fylkissvæðið sé orðið of lítið og aðþrengt og að löngu sé kominn tími til að huga að nýju framtíðasvæði. Forráðamenn Fylkis hafa lagt

Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, skrifar:

Úrvalsdeildin og æskulýðsstarf Á þetta er ekki minnst til þess að upphefja úrvalsdeild karla í knattspyrnu á kostnað kvenna eða yngri flokka. Þvert á móti. Við getum ekki slitið barna- og unglingastastarfið, íþróttafréttirnar og íþróttaáhuga unga fólksins úr samhengi. Meistaraflokkar úrvalsdeildarliða eru í ýmsu starfræktir eins og einkafyrirtæki í afar hörðu samkeppnisumhverfi. Þetta minna fjölmiðlarnir okkur á þegar þjálfarar eru að taka pokann sinn eftir misjafnt gegni. En meistaraflokksmenn úrvalsdeildarinnar eru afar mikilvæg fordæmi fyrir unga fólkið - og barna- og unglingaþjálfun félaganna byggir óneitanlega að vissu leyti á gengi félaganna þar sem fjölmiðlaumfjöllunin er mest. Reykjavík og íþróttafélögin Allt frá stofnun KR árið 1899 og stofnun Fram, Víkings og Vals,

áherslu á að fá svæði fyrir félagið í Hádegismóum, fyrir neðan Morgunblaðið. Í röðum Fylkismanna ríkir mikill einhugur um það staðarval þó skiptar skoðanir hafi verið um það í borgarstjórn. Ég hef velt þessum tillögum Fylkismanna fyrir mér sem og ýmsum öðrum og tel hann alls ekki fráleitan. Hann er jafnvel fyrsti kostur í mínum huga sem stendur. Kjarni málsins er þó þessi. Borgarstjórn, fagaðilar og Fylkismenn þurfa nú að leggjast yfir alla raunhæfa kosti í þessu máli og ná faglegri, sameiginlegri niðurstöðu sem sátt getur orðið um. Borgaryfirvöld þurfa sem fyrst að hafa frumkvæði að þessu verkefni. Ekki er eftir neinu að bíða því það er engin lausn fólgin í því að draga álitamál og ágreining á langinn. Fylkir á ekki skilið slíka aðferð-

arfræði, né heldur unga fólkið í Árbæjarhverfinu. Safnaðarheimili við Árbæjarkirkju Þá er rétt að geta þess að borgarráð hefur látið auglýsa nýtt skipulag við Árbæjarkirkju sem gerir ráð fyrir langþráðu og glæsilegu safnarðaheimili við kirkjuna. Með þeim framkvæmdum rætist gamall draumur safnaðarins um gjörbreytta og bætta aðstöðu fyrir funda- og samkomuhald í tengslum við kirkjuna og athafnir hennar. Teikningar af byggingunni hafa alls staðar mælst vel fyrir og allt bendir til þess að framkvæmdir ættu að geta hafist sem fyrst. Ég samgleðst Árbæjarsöfnuði með þennan áfanga enda hef ég fylgst af áhuga með framgangi þessa máls og fundað með þeim aðilum sem unnið hafa að því á vegum safnaðarins. ,,Landslag yrði lítils virði...’’ Ýmislegt fleira hefur verið á döfinni í Árbæjarhverfinu að undanförnu. Má þar nefna að göngustígurinn í Elliðaárdalnum fyrir norðan árnar var endurgerður á síðasta ári, malbikaður, breikkaður og lýstur upp. Bílastæðið við Árbæjarsafn hefur nýlega verið stækkað og nú er í upbyggingu ný og glæsileg aðstaða fyrir þjónustumiðstöðina og einnig heilsugæsluna í Árbæ. Borgir snúast svo sannarlega um mannlíf og mannvirki. En þær snúast ekki síður um útsýni, örnefni, sögu og sérkenni - í nýjum borgarhverfum, jafn sem hinum eldri. Við Reykvíkingar mættum að skaðlausu rækta betur þessa þætti borgarlífsins eins og t.d. með því merkja þekkta sögustaði í hverfum borgarinnar, setja upp útsýniskilti eins og gert var nýlega á Höfðabakka gengt Árbæjarsafni.. Þeir glæða umhverfið merkingu og gefa lífinu lit. Eða eins og Tómas Guðmundsson segir í ljóðinu Fjallganga: ,,Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti ekki neitt.’’ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs

Árbæjarblaðið

Gunnur Árnadóttir - aðstoðarleikskólastjóri.

Arndís Árnadóttir - leikskólastjóri.

Borgarstjóri og fulltrúar úr hverfisráði Árbæjar virða fyrir sér skiltið.

Borgarstjóri afhjúpaði útsýnisskilti í Árbæ

Borgarstjóri afhjúpaði í dag útsýnisskilti sem stendur á mótum Breiðholtsbrautar og Selásbrautar. Reykjavíkurborg hefur látið setja upp útsýnisskilti víðs vegar um borgina. Fjallasýnin er einstök frá þessum útsýnisstað í Árbænum má meðal annars sjá Esjuna, Úlfarsfellið, Bláfjöllin og Húsfell. Skiltin hannaði Árni Tryggvason auglýs- Borgarstjóri afhjúpar skiltið. Hjá honum stendur Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar. ingateiknari.

Nýjar dagmæður Bætast mun í hóp dagforeldra í Árbæ og Grafarholti í ágúst/september þegar eftirtaldar dagmæður munu hefja störf. María Sveinbjörnsdóttir Fiskakvísl 11, 110. Mun starfa með Kolbrúnu Elsu Smáradóttur. Guðný Eygló Ólafsdóttir og Jenný Rut Arnþórsdóttir Hraunbæ 124, 110 Guðrún Þórarna Sveinsdóttir Reykás 31, 110. Sólveig Antonsdóttir Hraunbæ 85, 110. Mun starfa með Mörtu S. Hermannsdóttur. Ingveldur Ragnarsdóttir Þórðarsveigi 36, 113. Olga Rún Sævarsdóttir Þórðarsveigi 32, 113. Frekari uppl. um dagforeldra í hverfunum má fá á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts í síma 411 1200.

A¡@@6ÁK:GÁ HJB6GI>A7DÁ ™HiŽ``id\WgV`VcY^n[^gWdg ™;g†h`VcY^d\WZigVWgV\ ™B_`id\\diiVÂin\\_V ™Hn`jgaVjhi ™ÓYÅgi

;ÌÁJ;GÏ6G7G6<ÁEGJ;JG C>8DI>C:AA7G6<ÁEGJ;JG:GJAN;A:NH6D<>CC>=6A96ÃKÏ=KDG@>C>@ÓIÏCCwyCCJGK>G@:;C>

C^Xdi^cZaac^`‹i†can[[{hi{can[hZÂ^ahd\ZgjcdijÂhZb]_{aeVgZ[c^i^aÄZhhVÂ]¨iiVZÂVYgV\VggZn`^c\jb#I^aVÂc{hZbWZhijb{gVc\g^h`Va{kVai[na\_VaZ^ÂWZ^c^c\jb†[na\^hZÂa^cjbbZ an[^cj#H`VbbiVgZgjZ^chiV`a^c\hWjcYc^gd\Zgj{`kVgÂVÂ^gZ[i^gÄk†]kZghjb^`^ÂZggZn`i!ZcÄZ^gbZ\VċVaYgZ^kZgVhi¨gg^Zc'*hin``^{YV\#Ãk†WZgVÂ`nccVh‚gjeeaÅh^c\Vgjbcdi`jc† [na\^hZÂa^#ÃZ^ghZb]V[V[Zc\^Âd[c¨b^[ng^gc^`‹i†c^ZÂVŽÂgjb^cc^]VaYhZ[cjban[h^ch![Zc\^Â]_VgiV{[VaacÅaZ\V!‹hiŽÂj\VZÂVkZghcVcY^]_VgiVŽc\!VakVgaZ\V]_Vgiha{iiVg‹gZ\ajZÂV]Z^aVWa‹Â[Vaa cÅaZ\V!Z^\VZ``^VÂcdiVC^Xdi^cZaac^`‹i†can[#7ŽgcjcY^g&*{gVVaYg^!Äjc\VÂVg`dcjgd\`dcjgbZÂWVgc{Wg_‹hi^h`jajZ``^cdiVan[^ÂcZbVVÂa¨`c^hg{Â^#AZh^ÂVaaVc[na\^hZÂ^a^cc{ÂjgZc Wng_VÂZgVÂcdiVan[^Â#BVg`VÂhaZn[^h]V[^/CdkVgi^h=ZVai]XVgZ#JbWdÂ{ÏhaVcY^/6giVhVcZ][#!HjÂjg]gVjc&'V!'&%<VgÂVW¨#

®

Opið mánudaga - föstudaga 9-18.30 og laugardaga 10-14


8

Fréttir

Reiskólinn Faxaból bíður upp á skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Eigum nokkur laus pláss á reiðnámskeiðin

21.júlí - 1.ágúst og 5.ágúst - 15.ágúst. Sjá nánar á

www.faxabol.is

Árbæjarblaðið

Frá undirritun samkomulagsins millum Hverfisráðs Árbæjar og 3. flokks kvenna. F.v. Þórunn Sigurjónsdóttir, Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, Stefanía Ósk Þórarinsdóttir og Margrét Gunnardóttir formaður foreldraráðs.

Sjá um hreinsun gatna og safna fyrir utanlandsferð

3. flokkur kvenna hjá knattspyrnudeild Fylkis hefur tekið að sér að hreinsa götur í Árbænum. Í staðinn fá stúlkurnar ágæta peningaupphæð sem rennur í ferðasjóð fyrir utanlandsferð sem flokkurinn safnar nú fyrir.

Hverfisráð Árbæjar hefur gert samkomulag við foreldraáð og stúlkur í 3. flokki kvenna um að þær taki að sér að sjá um hreinsun á völdum götu í Árbænum. Göturnar eru Rofabær, Straumur, Strengur, Selásbraut, Fylkisvegur og

Hraunsás. Á móti fá stúlkurnar styrk sem rennur í sjóð vegna fyrirhugaðrar æfingaferðar á næsta ári. Hér er um áhugavert framtak að ræða sem mætti svo sannarlega gera meira af í framtíðinnik.

Kæru viðskiptavinir Það er breyttur opnunartími í júlí og ágúst. Við hættum snemma á föstudögum klukkan 16:00 og lokað er á laugardögum! Það á að njóta sumarsins! Kveðja starfsfólk Höfuðlausna

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


Árbæjarblaðið 6. tbl. 6. árg. 2008 júní

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Árbæjarblaðið er lesið á hverju heimili Mest lesni fjölmiðillinn í Árbæ og Grafarholti Auglýsingarnar skila árangri í Árbæjarblaðinu

587-9500


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Starfsmaður búinn að koma einu kerinu fyrir og á myndinni er hann að sturta mold í kerið. Þessi blómaker má sjá víða i Árbæjarhverfinu. ÁB-mynd SK

Grennandi meðferð

Rétt verð 55.700 kr.

Sumartilboð

Blómakerin til skrauts

Maðurinn getur alltaf á sig blómum bætt. Víða við stofnvegi í Árbæjarhverfi má nú sjá glæsileg blómaker sem búið er ð koma fyrir. Það var Hverfisráð Árbæjar sem samþykkti á fundi sínum nýverið að

skreyta hverfið og strax var hafist handa við að koma blómakerjunum fyrir.: ,,Það stóð ekki á viðbrögðunum. Kerin voru varla komin á sinn stað þegar við fórum að heyra í fólki sem var mjög ánægt með þetta fram-

tak hverfisráðsins. Það er greinilegt að þessi blómaskreyting hitti beint í mark og við erum mjög ángð með það,’’ sagði Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar í samtali við Árbæjarblaðið.

29.200 kr. hringið

núna í síma 577 7007

CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni. HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana. HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu. VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti. FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið.

HELLUBORG DÓRA Helluborg Dóra veitir þér faglega og trausta þjónustu fyrir lóð og garð með heildarlausn á þínu plani. Við komum og veitum þér verðtilboð og faglega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu. Látið fagmenn Helluborgar vinna verkið.

Nánari uppl. í S: 616-9714 Halldór Sveinn Ólafsson www.helluborg.is - helluborg@helluborg.is


11

Fréttir

Árbæjarblaðið

www.krafla.is

Gylfi heitinn Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar, Beykis og nú síðast Beyglunnar, kastar Króknum á hinni einu sönnu Króksbreiðu í Eyjafjarðará. Þessi mynd segir mikla sögu. Hér var Krókurinn frumsýndur á sínum tíma. Hann hefur síðan skilað veiðimönnum rosalegri veiði og stórum bleikjum, Gylfa og syni hans rúmlega 9 punda bleikjum eitt árið. Krókurinn er án efa ein allra besta íslenska silungaflugan á markaðnum í dag Beyglan virðist ekki ætla að gefa honum neitt eftir. Allar flugur Gylfa fást á Krafla.is

Tveir vænir tóku Kröflu á Iðu

Flugurnar á Krafla.is eru að gera það gott í veiðinni sem endranær. Flugurnar sem hér um ræðir eru allar eftir Kristján Gíslason og voru mest notuðu flugur í íslenskri laxveiði til margra áratuga á síðari hluta síðustu aldar. Ný verið voru Kröflumenn á ferð við Iðu í Biskupstungum sem er fallegt vatnasvæði þar sem Hvítá í Árnessýslu og Stóra Laxá í Hreppum renna samhliða um stund þar til þær sameina krafta sína undir brúnni við Skálholt. Þetta var í síðasta mánuði og ekki margir dagar eftir af júní. Þessi tími hefur til margra síðustu ára verið rólegur við Iðu og gjarnan lítil von um fisk í júní. Þennan dag settum við i 5 laxa og náðum tveimur á land. Tveir fiskanna tóku rauða tommulanga Kröflu keilutúpu og einn orange Kröfluna í sama formi. Kraflan er ótrúlega sterk við Iðu eins og auðvitað víðar þar sem hún er á annað borð notuð. Fiskurinn sem kom á land og tók rauðu Kröfluna var 11 pund en sá sem tók orange Kröfluna 12 pund. Slíkir fiskar hafa ekki verið algengir við Iðu á umliðnum árum, reyndar afar sjaldséðir og ekki nema heppnustu menn orðið slíkra fiska varir.

Plast-túpurnar á Krafla.is eru baneitraðar Ein af mjög skemmtilegum nýungum á Krafla.is í sumar eru Long Wing plast-túpur. Eins og nafnið gefur til kynna er vængurinn ríflega helmingi lengri en túpan. Þrjár flugur eru komnar á Krafla.is í þessari útgáfu, Iða, Skröggur og Kolskeggur. Eðli þessara flugna er að liggja ofarlega í vatnsskorpunni og hundshárið gerir þessar túpur einstaklega lifandi og fjörugar í vatninu. Þetta á fiskur erfitt með að standast og tveir laxar tóku Iðu plast-túpuna, 1,5 tommu langa, við Iðu á dögunum. Báðir fóru þeir af en áhuginn var greinilega til staðar.

Guðjón Gunnar Ögmundsson með 11 punda hrygnu sem tók rauða Kröflukeilutúpu.

Hann er á hjá veiðimanni við Iðu. 12 punda hrygna tók Kröflu orange keilutúpu þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, sól og logn.

VILTU BESTA STARF Í HEIMI? Frístundaheimili ÍTR óska eftir starfsfólki sem getur tekið þátt í að stýra starfi með 6-9 ára börnum á eftirfarandi sviðum: List- og verkgreinar, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl Íþróttir og leikir, s.s. útileikir, innileikir Útivist og umhverfismennt, s.s. gönguferðir, náttúruskoðun Barnalýðræði og lífsleikni, s.s. hópastarf, barnafundir, lesa sögur, vinátta og samvera Um er að ræða hlutastörf eftir hádegi en starfshlutfall og vinnutími getur verið sveigjanlegt

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 Sími 411 5000 • Bréfsími 411 5009 • www.itr.is • itr@itr.is


Pandasparnaður – KOMDU Í KUNG FU VAXTARÆKT

DYNAMO REYKJAVÍK

Ef þú leggur 1.000 kr. eða meira inn á FRAMTÍÐARSJÓÐ barnsins þíns færðu aðrar ðrar 1.000 kr. í pandasparnað frá Byr. Það er 100% ávöxtun á aðeins einum degi, sem jafngildir kraftmikilli kung fu vaxtarækt. Framtíðarsjóður er bundinn sparnaðarreikningur til 18 ára aldurs og ber hæstu vexti Byrs á hverjum tíma. Hvert barn sem er 15 ára eða yngra, á rétt á einum pandasparnaði og gildir þessi pandbrjálaða sparnaðarhvatning til 31. ágúst nk.

100% ÁVÖ

XTUN Þú leggur in og við ge n 1.000 kr. fum 1.00 0 kr.

Komdu í skemmtilegan pandasparnað hjá Byr Byr sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is

Profile for Skrautás Ehf.

Arbaejarbladid 7.tbl 2008  

Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Arbaejarbladid 7.tbl 2008  

Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Profile for skrautas
Advertisement