Arbaejarbladid 9.tbl 2007

Page 1

9. tbl. 5. árg. 2007 september

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Ósigrandi Árangur 4. flokks karla í knattspyrnu hjá Fylki er einstakur. Þessi sterki flokkur varð Íslandsmeistari á dögunum eftir sigur gegn Fram í framlengdum úrslitaleik og hafa strákarnir í 4. flokki ekki tapað leik í tvö ár og unnið öll mót sem hægt er að vinna. Svo sannarlega glæsilegur árangur og hér eru svo sannarlega framtíðar afreksmenn Fylkis á knattspyrnuvellinum á ferð. Drengirnir í 4. flokki eru fæddir árið 1993 og framtíðin björt hjá Fylki með slíkan flokk afreksmanna innanborðs og einnig nýkrýnda Íslandsmeistara í 2. flokki (sjá bls. 2). Nánar um 4. flokkinn á bls. 12. Á myndinni eru Íslandsmeistarar Fylkis í 4. flokki karla. Efri röð frá vinstri: Ólafur Hlynur Guðmarsson þjálfari, Tómas Hrafn Jóhannesson, Benedikt Þorgilsson, Benedikt Óli Breiðdal, Sigurður Jóhann Einarsson, Jón Ófeigur Hallfreðsson, Árni Þórmar Þorvaldsson, Stefán Víðir Ólafsson, Anton Oddsson, Egill Trausti Ómarsson, Jón Birgir Eiríksson og Kári Jónasson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ragnar Bragi Sveinsson, Daði Ólafsson, Ágúst Freyr Hallsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Eyþórsson, Björgvin Gylfason, Andri Már Hermannsson, Hjörtur Hermannsson, Styrmir Erlendsson og Ýmir Rúnarsson.

Pæjumótið á Sigló í miðopnu Nýir tímar fyrir tjónaþola:

Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Það s máli kiptir eng hvern u ig bíl þú ert á!

Gjöfin fyrir veiðimenn? Kíktu á Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Gröfum nafn veiðimanns á boxið Uppl. í síma 698-2844

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Framtíðin er björt Afrek knattspyrnufólks í Fylki í sumr eru fyrirferðamikil í þessu blaði enda nálgast lok knattspyrnuvertíðarinnar óðum. Þrátt fyrir að árangur meistaraflokks karla hafi valdið mörgum einhverjum vonbrigðum í sumar og þá kannski sér í lagi undanúrslitaleikur bikarkeppninnar gegn Fjölni, þá verður því ekki neitað að framtíðin er björt hvað knattspyrnuna varðar hjá Fylki ef rétt verður haldið á málum í framtíðinni. Eins og kemur fram í blaðinu að þessu sinni varð 4. flokkur karla Íslandsmeistari enn eitt árið og eru drengirnir sem skipa þennan flokk að verða sigursælustu knattspyrnumenn félagsins frá upphafi. Þá varð 2. flokkur karla Íslandsmeistari á dögunum í fyrsta skipti í sögu Fylkis og nú er svo komið að Fylkir hefur eignast Íslandsmeistara í öllum flokkum nema í efstu deild meistaraflokka. Enn um stund verða Árbæingar að bíða eftir titlinum stóra en ef fram heldur sem horfir verður hans ekki langt að bíða. Gríðarlega öflugt unglingastarf er unnið hjá Fylki og ljóst að allur efniviður er til staðar til að skapa sigursælt meistaraflokkslið í náinni framtíð. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Um 278 börn í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti bíða eftir plássi á frístundaheimilum.

Enn vantar um 30 manns í störf á frístundaheimilum

Um 278 börn bíða eftir því að fá tilkynningu þess efnis að þau hafi fengið inni á frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti. Mikið er um að foreldrar hringi og athugi hvar á biðlistunum börn þeirra eru. Auglýst hefur verið eftir starfs-

fólki síðan í vor og nýjasta auglýsingaherferðin ÍTR er á strætisvögnum borgarinnar undir slagorðinu ,,Besta starf í heim’’. Dagana 21.-22. ágúst lét Frístundamiðstöðin Ársel dreifa atvinnuauglýsingu ínn á hvert heimili í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti.

Til að öll börn sem eru á biðlistnum komist inn þarf að ráða um 30 manns til starfa. Skólaárið 2006-2007 fóru síðustu börnin inn af biðlistunum í byrjun mars sl. Vonandi verður hægt að leggja biðlistunum fyrr þetta skólaárið!

Íslandsmeistarar Fylkis í 2. flokki karla. Efsta röð frá vinstri: Bryngeir Torfason (þjálfari), Rún Rafnsdóttir (aðstoðar teypari), Ásgeir H., Marteinn (kokkur), Brynjar, Felix, Daníel, Ásgeir Örn, Fannar B., Sölvi Stormsker, Pétur, Torfi, Bergur, Ingólfur, Orri, Davíð T., Sigmundur (Liðstjóri/teypari). Miðröð frá vinstri: Sigurður Þór, Eyjólfur, Brynjar B., Ingvar Á., Andrés, Runólfur (fyrirliði), Tómas, Axel, Björn Metúsalem, Ævar, Arnór R. Fremsta röð frá vinstri: Björn Orri, Kjartan B., Pape Fave. ÁB-mynd EÁ

Fylkir Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 2. flokki Strákarnir í 2. flokki Fylkis tryggðu ser Íslandsmeistaratitilinn á dögunum eftir jafnteflisleik gegn

FH. Lokatölur urðu 2-2 eftir að FH hafði komist í 0-2. Þetta er í fyrsta skipti sem 2.

flokkur Fylkis nær að landa Íslandsmeistaratitli og nú hafa allir flokkar nema meistaraflokkar hjá Fylki

unnið Íslandsmeistraatitil. Ljóst er að það gerist ekki í sumar en vonandi verður breyting þar á næsta

sumar. Við óskum strákunum í 2. flokki til hamingju með glæsilegan árangur í sumar.


FIMMTUDAGSTILBOÐ

KS LAMBASÚPUKJÖT 1 FLOKKUR kr kg

398

1 flokkur Hálfur frampartur niðursagaður, enginn biti tekinn úr ! AFGREIÐSLUTÍMI MÁNUD.-FIMMTUD. 12.00 - 18.30 HEIMASÍÐA BÓNUS ER: bonus.is aðalsími bónus: 588 8699


4

Matur

Árbæjarblaðið

Saltfiskur að hætti Spánverja - að hætti Helgu og Ásbjarnar

Matgæðingarnir Ásbjörn Björnsson og Helga Einarsdóttir.

ÁB-mynd PS

Hjónin Ásbjörn Björnsson og Helga Einarsdóttir, Heiðarási 18, eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við skorum á lesendur að prófa. ,,Við bjuggum á Spáni í 7 ár og ætlum við því að hafa uppskriftirnar í spænskum dúr. Spánverjar borða mun meira af grænmeti og ávöxtum en við Íslendingar eigum að venjast. Þeir borða einnig mjög mikið af fiski og öðru sjávarfangi. Þeir kunna vel að meta íslenska saltfiskinn og eru listamenn í að matreiða hann á marga mismunandi vegu. Á spænsku kallast saltfiskurinn Bacalao sem í raun þýðir þorskur. Á árum áður fékkst þorskurinn hinsvegar ekki nema saltaður. Þeir taka því sérstaklega fram ef þorskurinn er ferskur eða frystur, annars er hann í þeirra huga saltaður. Spánverjar borða yfirleitt salat sem forrétt eða millirétt en ekki með aðalréttinum eins og við erum vön. Þannig nýtur ferskleiki salatsins sín mun betur. Aðalrétturinn er að sama skapi oft snauður á íslenskan mælikvarða þar sem yfirleitt er lítið meðlæti borið fram með honum. Við ætlum að fara spænsku leiðina að þessu sinni. Uppskriftirnar eru miðaðar við 4 persónur. Perusalat í forrétt: Lambhagasalat. Lítill poki af fersku spínati. 2 vel þroskaðar perur. Parmesan ostur. Salatsósa (dressing): 1 dl. ólífuolía.

þarf að vera vel útvatnaður þ.a. hann henti til steikingar því steikingin lokar saltið inni í fiskinum, öfugt við suðu. Saltfiskur með líkjörssósu: 8 saltfiskbitar, af þykkasta hluta flaksins (ca. 100 gr. hver biti). 2 beikonsneiðar. 1 staup Dom Bénédictine líkjör. 10 valhnetur. 10 möndlur. 10 hesilhnetur. 10 rúsínur. Hveiti. Ólífuolía. Þerrið útvatnaðan fiskinn og veltið bitunum upp úr hveiti. Steikið í mikilli, vel heitri olíu þar til fiskurinn er orðinn gullinn að lit. Takið bitana af pönnunni, látið olíuna renna af þeim og haldið þeim heitum. Skerið beikonsneiðarnar í litla bita og skerið pöruna af. Látið beikonbitana malla á pönnu í nýrri olíu ásamt þurrkuðu ávöxtunum og gætið þess að þeir ristist ekki um of. Hellið líkjörnum yfir, hitið og berið eld að með eldspítu. ,,Flamberið’’ þurrkuðu ávextina og hellið þeim ásamt leginum sem myndast, yfir saltfiskinn. Berið fram strax. Magn þurrkuðu ávaxtanna og líkjörsins er leiðbeinandi og má nota meira af því eftir smekk hvers og eins. Fyrir þá sem kjósa að drekka vín með matnum, þá mælum við með spænsku rauðvíni t.d. frá Rioja héraðinu sem er það stærsta á Spáni. Spánverjar drekka yfirleitt rauðvín

Skora á Hall og Kristínu Ásbjörn Björnsson og Helga Einarsdóttir, Heiðarási 18, skora á Hall A. Baldursson og Kristínu Sigtryggsdóttur, Móvaði 27 í Norðlingaholti, að koma með upppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra Halls og Kristínar í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í október.

Þær eu allar með hárlengingu, litaða lokka og þykkingu Tilboð til 30. september: Hárlengingar og þykking á frábæru verði Vönduð vinnubrögð notum aðeins hágæða hár frá BALMAIN Paris sem er með 6 mánaða ábyrgð, í kaupbætir fylgir pakki af hársnyrtivörum og bursti fyrir viðskiptavin að andvirði kr. 8000,Skoðið myndir á stubbalubbar.is Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - panta tíma á netinu! - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

1/2 dl. balsamedik. 1 tsk. dijon sinnep. 1 pressað hvítlauksrif. Nokkrir dropar af maple síropi. Salatið og spínatið er rifið niður á disk í jöfnu magni. Perurnar eru flysjaðar og skornar í báta og dreift ofan á salatið. Innihald salatsósunnar er hrært vel saman og hellt yfir perurnar og salatið. Að lokum er Parmesan osturinn rifinn gróft og dreift yrir salatið og fer magn eftir smekk. Persónulega setjum við meira en minna af Parmesan ostinum. Þetta salat má einnig nota sem meðlæti með aðalrétti ef vill, bæði fisk- og kjötréttum. Saltfiskur í aðalrétt Það skiptir miklu máli að velja góðan saltfisk í aðalréttinn. Hann þarf helst að vera hvítur og þykkur og vel útvatnaður. Það er því miður mun erfiðara að finna góðan saltfisk í verslunum á Íslandi en á Spáni. Flestar fiskbúðir eru þó með útvatnaðan saltfisk á boðstólum. Fiskurinn

með saltfiksréttum. Ferskir ávextir með makkarónurjóma í eftirrétt Ferskir ávextir að eigin vali eins og jarðarber, ferskur ananas, vínber, kiwi o.s.frv. 2 1/2 dl. (1 peli) af rjóma. 1/2 plata Síríus suðusúkkulaði. 15 makkarónukökur. Skerið ávextina í bita. Myljið makkarónukökurnar og brytjið suðusúkkulaðið í litla bita. Léttþeytið rjómann og blandið síðan makkarónukökunum og súkkulaðibitunum út í. Setjið ávextina í skál og setjið makkarónurjómann yfir eftir smekk. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér espresso kaffi, annaðhvort svart (café solo) eða með dálitlu af gufuflóaðri mjölk (café cortado eða café con leche). Verði ykkur að góðu, Ásbjörn og Helga.


Árbæjarlaug hefur opnað eftir endurbætur, enn glæsilegri en áður! www.itr.is

sími 411 50 0 0

AFGREIÐSLUTÍMI LAUGAR Virka daga frá kl. 6:30 – 22:30 Helgar kl. 8:00 – 20:00


6

Fréttir

Árbæjarblaðið Ritstjórn og auglýsingar Sími: 587-9500

Árbæjarblaðið

Anton, Ýmir, Björgvin, Daði og Andri Már á leið til veiða niður á bryggju á Siglufirði.

Iðnir við kolann á Sigló

Fjölmargir strákar voru á meðal gesta á Pæjumótinu í knttspyrnu sem fram að venju á Siglufirði í sumar. Margir strákanna eiga systur í lið-

um Fylkis og fylgja þeim auðvitað og hvetja út í eitt. Loks taka strákarnir vini sína með á stelpumótið og úr þessu verður töluverður strákahópur. Strákrnir voru duglegir við að

leggja sitt af mörkum á Pæjumótinu, meðal annars með því að sækja fisk í soðið handa stelpunum í höfnina á Siglufirði.

Fléttunámskeið! Þriðjudaginn 2. október kl. 18.30. Skráning hafin

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


Gjöf sem gleður Fislétt og falleg flugubox úr Mangóviði fyrir vandláta veiðimenn Tilvalin jólagjöf fyrir veiðimenn sem eiga allt Vinsæl gjöf fyrirtækja til einstaklinga Gröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin Mismunandi úrval af hágæða flugum í boxunum fyrir laxveiði- og silungsveiðimenn

Kíktu á Krafla.is - Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500


9

8

Pæjumótið 2007

Pæjumótið 2007

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið

Fararstjórarnir Bjarni Bessason, Ellen Símonardóttir og Olga Helena Kristinsdóttir. Hjónin Geirþrúður Pálsdóttir og Borgþór Magnússon létu sig ekki muna um að búa til ekta súkkulaði fyrir stelpurnar.

5. flokkur kvenna.

Birta Ósk Ómarsdóttir, Ylfa Þorgeirsdóttir og Birgitta Rut Ásudóttir.

6. flokkur ásamt þjálfurunum Rögnu Björgu og Maríu Björk.

Líf og fjör á Sigló

Guðrún Ása Jóhannsdóttir þjálfari 5. flokks ásamt pæjunum.

Þjálfararnir María Björk Ólafsdóttir og Natasha Björk Brynjarsdóttir.

5. flokkur að búa sig undir leik.

Helgina 10.-12. ágúst fór fram hið árlega Pæjumót á Siglufirði og að venju fjölmentu Fylkisstúlkur á mótið. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við þátttakendur þar sem gekk á með skúrum og hitastigið náði ekki tveggja stafa tölu. En þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á það besta þá létu stúlkurnar það

ekki á sig fá og skemmtu sér hið besta og spiluðu fótbolta af krafti. Eitthvað létu nú verðlaunin standa á sér í þetta skipti og náði enginn flokkur að spila til úrslita en það gengur bara betur næst. Stelpurnar skemmtu sér hið besta á meðan á mótinu stóð og á kvöldvökum sem haldnar voru á torginu með hinum

ýmsu skemmtiatriðum. Var ekki að heyra annað en að þær ætluðu að mæta aftur að ári og taka þetta eins og sagt er. Foreldrar fjölmentu á mótið sem oft áður og tóku þátt í hátíðinni og var oft glatt á hjalla á tjaldstæðinu. Fjöldi drengja sem áttu systur sem voru að spila settu stóran svip á Fylkistjaldstæðið og þeir sem ekki

Júlía Guðbrandsdóttir, markmaður 6. flokks.

áttu systur mættu með vinum sínum og voru þeir duglegir að draga björg í bú með veiðum á bryggjum Siglufjarðar. Hér fylgja með nokkarar myndir sem lýsa þeirri einstöku stemmingu sem var á Sigló.

Alma Kristín að fylgjast með leik.

Helga Birna, Brynja og hundurinn Pjakkur.

Hemmi, Rúnar og Jói á góðri stund. Fylkisstrákar að reyta af sér brandara.

Daði, Diljá, Hildur Eva, Hanna María og Egill Trausti skemmtu sér vel.

Edda Kristín með einbeitinguna í lagi.

Ómar og Óli Haffa í kaffipásu.

Strákahópurinn saman kominn.

Erla Hrönn og Sara Dögg.

Fylkisstelpur í sókn.

Glæsileg fjölskylda. Elísa Sif, Addbjörg,, Hermann og Andri Már.

Sigrún Kristín í baráttu um boltann.

Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir fagnar mrki.11

Fréttir

Árbæjarblaðið

Frístundakort - Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi á vegum ÍTR:

Góð hugmynd orðin að veruleika Sérsniðið að þörfum fjölskyldunnar Formaður ÍTR er Björn Ingi Hrafnsson. Hann segir þetta stóra stund. ,,Hér er góð hugmynd að verða að veruleika og það er mikið gleðiefni. Með Frístundakortinu undirstrika borgaryfirvöld í Reykjavík þá áherslu sem lögð er á þróttmikið æskulýðs-, tómstundaog íþróttastarf í borginni okkar. Fyrir borgaryfirvöld í Reykjavík er sérstakt metnaðarmál að vel takist til með innleiðingu Frístundakortsins og að sem flestir fái notið þess.’’ Björn Ingi segir Frístundakortið vera sérsniðið að þörfum fjölskyldunnar. ,,Það hefur forvarnagildi og er ætlað að gefa öllum börnum og unglingum í borginni kost á að taka þátt í viðurkenndu æskulýðsstarfi óháð félagslegum aðstæðum eða efnahag. Frístundakortið hefur afar fjölbreytt markmið. Í fyrsta lagi jafnar það aðstöðu barna og tryggir vonandi sem flestum börnum aðgang að kennslu og æfingum í listum, íþróttum og öðru uppbyggilegu starfi. Ekki síður er Frístundakortið mikilvægt þegar horft er til heilsu borgarbúa. Auknar kyrrsetur yngstu aldurshópanna eru mikið áhyggjuefni. Frístundakortið er hluti af þeirri baráttu að fá fleiri börn til að sinna uppbyggilegu starfi, en rannsóknir sýna að brottfall úr því getur aukið til muna líkur á því að börn leiðist út í óæskilegan félagsskap og jafnvel neyslu fíkniefna,’’ Segir Björn Ingi Hrafnsson. Markmið með Frístundakortinu - Meginmarkmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar á aldrinum 6-18 ára (miðað við fæðingarár) með lögheimili í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. - Með Frístundakortinu má greiða að hluta eða að öllu leyti fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. - Frístundakortið stuðlar að

jöfnuði í samfélaginu og fjölbreytileika í tómstundastarfi. - Með Frístundakortinu má greiða fyrir skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinanda. Starfssemi félags þarf að byggja á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. - Styrkhæf starfsemi Frístundakortsins miðast við iðkun í 10 vikur samfellt að lágmarki. - Hverju ári verður skipt í þrjú tímabil, haustönn, vorönn og sumarönn. Heimilt verður að nýta styrkina til greiðslu allt að þriggja greina á hverju tímabili. - Eftirstöðvar, ef einhverjar eru, flytjast sjálfkrafa milli tímabila en ekki verður heimilt að flytja eftirstöðvar milli ára. - Ekki verður um beingreiðslur til foreldra að ræða heldur fá foreldrar rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til greiðslu á hluta þátttökuog æfingagjalda.

Frá blaðamannafundi í Höfða þar sem Frístundakortið var fyrst kynnt opinberlega. Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Björn Ingi Hrafnsson formaður ÍTR, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona. hæfra leiðbeinanda við aðstæður unglingum. yfir þau félög sem eru samstarfssem hæfa starfi með börnum og Á heimasíðu ÍTR má finna lista aðilar Frístundakortsins.

Eiður og Ilmur í Höfða Það er almennt viðurkennt að Frístundakortið er eitt stærsta og metnaðarfyllsta forvarnaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Þegar verkefnið var kynnt opinberlega í byrjun sumars var það gert í samstarfi við Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann og leikkonuna frábæru Ilm Kristjánsdóttur. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Höfða með borgarstjóra Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og formanni ÍTR Birni Inga Hrafnssyni lýstu Eiður og Ilmur yfir mikilli ánægju með verkefnið. Þau rifjuðu upp sögur úr sinni æsku en bæði nutu góðs af tómstunda- og íþróttastarfi í Reykjavík. Ráðstöfunarstyrkur Upphæð ráðstöfunarstyrks til barna á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Reykjavík er - 1. september 2007 kr. 12.000 - 1. janúar 2008 kr. 25.000 - 1. janúar 2009 kr. 40.000 Forsenda þess að hægt sé að ráðstafa styrknum er að búið sé að skrá barn í tómstund hjá félagi sem er aðili að Frístundakortinu og að félagið sé búið að skrá barnið í Frístundakortskerfið á Rafrænu Reykjavík. Meginskilyrði fyrir því að félag geti fengið aðild að Frístundakortinu er að starfsemi þess sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin fari fram undir leiðsögn

D<6

yAAJG ? 7 A I>

@:

Innleiðing Frístundakortsins er hafin og er unnin í nánu samráði við félög og samtök í borginni sem hagsmuna hafa að gæta varðandi frístundastarfsemi. Markhópur Frístundakortsins er aldurshópurinn 6 - 18 ára en í þessum aldurshópi eru í dag tæp 20 þúsund börn og unglingar í Reykjavík.

¡;>C<6G ;NG>G @G6@@6 D< JC<A>C<6 H`kVhh[ aV\ GZn`_Vk `jg Zg bZÂ ¨[^c\Vg [ng^g `gV``V d\ jc\a^c\V# < Â aZ^Â i^a VÂ a¨gV h`kVhh jcY^g ]VcYaZ^Âhaj Ä_{a[VgV# H`kVhh[ aV\ GZn`_Vk `jg Zg Z^cc^\ bZÂ [VhiV ¨[^c\Vi bV ÄVg hZb [ aV\hbZcc ]^iiVhi d\ he^aV h`kVhh# ¡;>C<6IÏB6G/ B{cjY# ¶ b^Âk^`jY# ¶ [ hijY# `a#&+/%% ¶ &,/%%


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fylkir Íslandsmeistari í knattspyrnu í 4. flokki karla:

Enn einn titillinn í höfn Hópurinn að leggja af stað í úrslitaleikinn.

Það eina sem hægt er að segja um 4. flokk karla er að árangur hans er alveg einsdæmi og hreint út sagt stórkostlegur þegar litið er yfir síðasta keppnistímabil og er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt hjá Fylki með svona flokk innanborðs. Raunar nær sigurganga 4. flokks allt aftur til ársins 2005 sem taplaus árgangur. Þeir hafa unnið fjölda móta og er bikarsafn þeirra orðið veglegt. Við látum hér fylgja grein sem birtist á heimasíðu Fylkis og lýsir úrslitaleik Fylkis og Fram sem háður var 6. september. ,,Fylkismenn urðu íslandsmeistarar í 4. flokki karla eftir sigur á Fram í æsi spennandi úrslitaleik. Það voru Framarar sem skoruðu fyrsta markið eftir 21 mínútu. Við markið vöknuðu leikmenn Fylkis aðeins og áttu nokkrar ágætis sóknir án þess að skapa sér almennileg marktækifæri. Leikurinn jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik og fengu bæði lið ágætis færi en inn vildi boltinn ekki. Í uppbótartíma fengu Fylkismenn hornspyrnu og úr hornspyrnunni skoraði Benedikt Óli glæsilegt mark með skalla skömmu fyrir leikslok.. Í framlengingunni voru Fylkismenn heldur sterkari og eftir u.þ.b. fimm mínútur fengu þeir aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fram, utarlega á kantinum. Jón Ófeigur tók spyrnuna og boltinn í netinu. Glæsilegt mark, en dómari

Fagnað eftir góðan sigur.

leiksins sá eitthvað athugavert og dæmdi markið af. Ekki löngu seinna fengu Fylkismenn góða sókn og eftir töluvert hnoð í vítateig Framara átti Andri Már skot að marki sem markvörður Fram hélt ekki og Styrmir fylgdi vel á eftir og setti boltann í netið, staðan orðin 2 – 1. Í seinni hálfleik framlengingarinnar skiptust liðin á að sækja. Framarar áttu nokkrar ágætar sóknir en maður leiksins, Björgvin Gylfason markvörður Fylkis, varði oft stórkostlega. Fylkismenn áttu líka sín færi og undir lok leiksins áttu Fylkismenn að fá vítaspyrnu þegar Andri Már var greinilega felldur innan teigs, en á einhvern óskiljanlegan hátt var brotið fært út fyrir vítateig og aukaspyrnuna dæmd. En sigur Fylkismanna var staðreynd og liðið taplaust frá því 2006. Búnir að vinna allt sem hægt er að vinna, hreint stórkostlegur árangur. Liðið sýndi frábæran vilja í þessum leik. Þrátt fyrir frekar dapra byrjun kláruðu strákarnir leikinn og bikarinn er kominn í Árbæinn! Nokkrar staðreyndir um 4. flokk Fylkis: - Taplaus flokkur frá árinu 2006. - Haustmótsmeistarar 2006. - Jólameistarar 2006. - Íslandsmeistarar innanhúss 2007. - Reykjavíkurmeistarar 2007. - Íslandsmeistarar 2007. - Taplaust lið á tímabilinu. - Taplausir í 2 ár!

Strákarnir hittust fyrir leik og borðuðu góðan mat.

Mikil spenna í áhorfendastúkunni.

Ólafur Hlynur og Kári, glaðir með Íslandsmeistarabikarinn.14

Ítalskir gæðaskór

Fréttir

Árbæjarblaðið

Auglýsing

á dömur og herra

no. 1 St. 40 - 48 verð 9.450.-

no. 2 St. 35 - 42 verð 8.995.-

no. 3 St. 39 - 47 verð 8.595.-

Útibú BYRS í Árbæ, miðstöð ráðgjafar og þjónustu. no. 4 St. 41 - 47 verð 10.650.-

no. 5 St. 36 - 42 verð 8.995.-

www.xena.is

SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240

NÁMSMENN OG BYR EIGA SAMLEIÐ Starfsfólk Byrs leggur sig fram við að veita námsmönnum persónulega þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum. Byr býður upp á góð kjör og spennandi sértilboð sem krydda tilveruna og gefa námsmönnum tækifæri til að njóta lífsins enn betur. Við hjá Byr viljum að námsmenn nái góðum tökum á fjármálunum strax frá upphafi svo þeir hafi gott veganesti út í lífið að námi loknu. Við erum alltaf til í að fara yfir málin með námsmönnum. Í boði er m.a. frítt námsmannakredit- og debetkort, veglegir bóka- og námsstyrkir og lán á góðum kjörum. Gegn námsloforði frá LÍN fá námsmenn framfærslulán

á debetreikningi sem bera hagstæða vexti. Námsmenn erlendis með lánsloforð frá LÍN geta fengið framfærslulán í erlendri mynt hjá Byr sem nemur allt að 100% af áætlaðri lánveitingu. Við hvetjum alla námsmenn til að nýta sér sérfræðiþekkingu starfsfólks Byrs varðandi allt sem viðkemur fjármálunum og hafa þannig fullt svigrúm til að einbeita sér að náminu. Bestu kveðjur starfsfólk Byrs

Freestyle Jump Fit námskeið hjá Veggsport

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu!! Ca 60-90 fermetra verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Snyrtileg aðkoma skilyrði Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844 Kojak Barpas lofar hörku stuði í Veggsport.

Kodak Barpas er að byrja með nýja æfingatíma í Veggsport. Það er svokallað Jump Fit sem er æfingakerfi með sippubönd. Aðaláherslan er samhæfing, takur og snerpa. Sippað er eftir taktfastri tónlist og með fjölbreyttu æfingar og sporakerfi svo ákefðin verði meiri. Jump Fit þjálfar alla helstu líkamsvöðva og því talin ein sú öflugasta þolþjálfun sem völ er á. Kojak kemur frá Englandi og er einkaþálfari í Veggsport. Hann hefur búið hér á landi í nokkur ár. Kojak býður alla velkomna í tíma til sín og lofar hörku stuði.


15

Fréttir

Árbæjarblaðið

barna- og unglinganámskeið

útibú Korpúlfsstöðum www.myndlistaskolinn.is sími 5511990

Síldin bragðast jafnan vel og kvenfólkið lætur ekki sitt eftir liggja.

ÁB-myndir EÁ

Síldarveislan 2007 fyrir síðasta heimaleikinn á sunnudag Eins og undanfarin ár verður síldarveislan í síðasta heimaleik, sem er leikur Fylkis við Keflavík þann 23. september og hefst veislan kl. 15:00 eða tveim tímum fyrir leikinn sem hefst kl. 17:00. Og eins og alltaf er reglan góða í fullu gildi, fyrstur kemur fyrstur fær,

en menn þurfa samt ekki að hafa djúpar áhyggjur því Fylkismenn verða vel birgir með dyggri aðstoð ORA en fyrirtækið hefur alltaf reynst Fylkismönnum afar vel. Danól, Gæðabakstur og Egilssíld eru einnig bakhjarlar veislunnar. Valli bakari ætlar að baka hinn fræga tótu

þrumara. Í fyrra komu um 400 mans í sildarveisluna, ungir og aldnir og vonast er eftir því að ekki komi færri í ár. Er hér með skorað á alla Fylkismenn og konur að fjölmenna á svæðið fyrir síðasta heimaleik sumarsins og gæða sér á síldarréttum í fremstu röð frá ORA.

Fjölbreyttir réttir, ferskt hráefni og góð þjónusta

www.thaishop.is

Um 400 manns mættu í síldarveisluna fyrir síðasta heimaleik Fylkis í fyrra .

Verð með 15% afslátt af allri þjónustu og 10% afslátt af vörum frá 1. -15. október Verið velkomin Hársnyrtistofa Siggu - Skógarási 10 - 110 Reykjavík - Sími: 8918323


DYNA M O RE YKJ AV Í K

NÁMSMAN NAÞJÓNUSTA BYRS

BYRjaðu strax að fá afslátt með rétta kreditkortinu! • Kreditkort sem er þér alltaf að kostnaðarlausu • Engin færslugjöld • 5000 króna ferðaávísun fylgir með • Í hvert sinn sem þú notar kortið innanlands safnar þú punktum

Líttu við á www.byr.is og BYRjaðu rétt!

Aukasöfnun hjá yfir 60 fyrirtækjum Apple IMC


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.