Arbaejarbladid 8.tbl 2007

Page 1

8. tbl. 5. árg. 2007 ágúst

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Pantið tíma í síma 511–1551 Yngri flokkar Fylkis í knattspyrnu hafa verið sigursælir í mótum sumarsins og í blaðinu greinum við frá glæsilegum árangri þriggja flokka sem unnu titla á Reykjavíkurmótinu. Hér fagna þær Rannveig Sif, Ásta Lilja og Erla Hrönn, glæsilegum sigri 5. flokks kvenna. Sjá nánar á bls. 12

Nýir tímar fyrir tjónaþola:

Komdu beint til okkar! – og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu! Það s máli kiptir eng hvern u ig bíl þú ert á!

Gjöfin fyrir veiðimenn? Kíktu á Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Gröfum nafn veiðimanns á boxið Uppl. í síma 698-2844

Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Tvær flugur í einu höggi Senn styttist í að framkvæmdir hefjist við byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar sem þjóna á íbúum í Árbæ, Norðlingaholti og Grafarholti. Stöðin verður reist að Hraunbæ 115, við hlið trúarhallar Votta Jehóva. Íbúar í þessu hverfi hafa lengi beðið eftir nýrri heilsugæslu enda sú sem fyrir er orðin of lítil fyrir margt löngu. Íbúar vonast eftir því að stöðum lækna við hina nýju heilsugæslustöð verði fjölgað frá því sem nú er enda nær fjöldi lækna í dag engan veginn að sinna öllum þeim erindum sem berast. Eru mörg dæmi þess að íbúar sem átt hafa erindi á gömlu heilsugæslustöðina hafi þurft að bíða vikum saman eftir tíma hjá lækni. Með tilkomuu nýrrar heilsugæslustöðvar verða slegnar tvær flugur í sama högginu. Borgarráð Reykjavíkur hefur nefnilega ákveðið að öll starfsemi Þjónustumiðstöðvar Árbæjar- og Grafarholts verði til húsa í nýju byggingunni. Þjónustumiðstöðin hefur til þessa verið með starfsemi sína í húsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Með þeirri ákvörðun að hafa þessar tvær stofnanir í sama húsi opnast ýmsir möguleikar til framtíðar litið hvað varðar þjónustuna við íbúa hverfisins. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Illa hefur gengið að manna stöður við frístundaheimilin í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti.

Langir biðlistar við öll frístundaheimilin

Frístundaheimilin í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti hefja starfsemi sína fimmtudaginn 23. ágúst. Umsóknir eru um 500, nokkuð fleiri en síðasta skólaár sem felst í fjölgun barna í Grafarholt og Norðlingaholt. Ljóst er að biðlistar verða við öll frístundaheimilin þetta skólaárið því erfiðlega hefur gengið að manna þau störf sem í boði eru. Enn vantar um 40 manns til að öll börnin sem sótt hefur verið um komist inn. Ennfremur vantar stuðningsaðila sem

annast börn með skilgreindar fatlanir. Því miður er það orðin árlegur vandi að langir biðlistar myndist við frístundaheimilin og á meðan komast börnin ekki inn sem setur þau og foreldrana í vanda. Reynt er eftir fremsta megni að auglýsa eftir starfsfólki og mun Frístundamiðstöðin Ársel senda atvinnuauglýsingu inn á hvert heimili í Árbæ, Grafarholt og Norðlingaholt. Þegar barn er komið inn á frístundaheimili fá foreldrar tilkynn-

ingu þess efnis með rafrænum hætti og eru þeir beðnir um að staðfesta hvort þeir ætli að nýta plássið. Einnig hafa þeir foreldrar sem lenda með börn sín á biðlistum fengið bréf þar um. Umsjónarmenn hvers frístundaheimilis fyrir sig veita allar upplýsingar um starfsemina en einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofu Frístundamiðstöðvarinnar Ársels. Með vonum í gott samstarf í vetur! Elísabet Þ. Albertsdóttir deildastjóri barnasviðs.

Orkuveita Reykjavíkur setur á laggirnar nýjan fræðsluvef:

Opinn öllum á

fraedsla.or.is

Orkuveita Reykjavíkur hefur sett á laggirnar umfangsmikinn fræðsluvef um umhverfis- og orkumál. Á vefnum er að finna margvíslegt fræðsluefni um raforku, vatn og heitt vatn, nýtingu og orkuöflun með vistvænum hætti, auk fróðleiks um lóðir og lendur Orkuveitu Reykjavíkur. Vefurinn er öllum opinn og er að finna á slóðinni http://fraedsla.or.is. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti síðastliðið haust að efna til samstarfs við fræðsluyfirvöld í Reykjavík og er fræðsluvefurinn afrakstur þeirrar samþykktar. Hann hefur

verið kynntur fulltrúum fræðsluyfirvalda, kennara, skólastjóra og foreldra. Orkuveitan réð til sín kennaranema í sumarstarf og er afrakstur þeirrar vinnu námsefni og tillögur að verkefnum með tilliti til aðalnámsskrár grunnskólanna. Eitt markmiða fræðsluvefsins er að vekja áhuga nemenda á umhverfi sínu og hvetja þá til að þekkja lögmál og hugtök innan náttúrufræðinnar. Þá er fræðsluvefurinn er ekki síst tæki sem kennarar og leiðbeinendur geta nýtt sér til að brjóta upp hefðbundna kennslu.

Ung dama aðstoðar fyrrverandi stjórnarformann Orkuveitunnar, Guðlaug Þór Þórðarson, við opnun fræðsluvefjar OR í júní sl.

Árbæjarblaðið Auglýsingasími 587-9500



4

Matur

Árbæjarblaðið

Reyktur lax, kjúklingasúpa og karamelluananas með ís

Matgæðingarnir Sigrún Baldursdóttir og Gunnbjörn Marínóson í Vesturási 49.

- að hætti Sigrúnar og Gunnbjörns ÁB-mynd PS

Sigrún Baldursdóttir og Gunnbjörn Marinósson sem búa í Vesturási 49 eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við birtum hér á eftir girnilegar uppskriftir þeirra og skorum á sem flesta að prófa. Reyktur lax og kavíar á fersku pastabeði er í forrétt, kjúklingasúpa sem er í uppáhaldi hjá fjölskyldu og vinum í aðalrétt og karamellu-ananas með vanilluís og rjóma til að toppa máltíðina.

Forréttur - Reyktur lax og kavíar á fersku pastabeði 1 poki af fersku pasta (spagettí eða ) 150 ml. rjómi. Rifinn börkur af einni lítilli sítrónu og safinn úr henni. Salt, pipar. Svartur kavíar. 250 gr. reyktur lax. Fersk steinselja.

1 púrra skorin í fínar sneiðar. 3 hvítlauksrif. Olía. 1 askja rjómaostur. ¾ flaska af Chilli sósu frá Heinz. 3-4 mtsk. súrsæt chilli sósa. ¾ lítri kjúklingasoð ( vatn + teningur). ½ lítri matreiðslurjómi. 1 mtsk. Morocco kryddblanda fá NOMU (í áldósum). Salt eftir smekk. Kjúklingabitarnir steiktir á pönnu og laggðir svo til hliðar. Paprika, laukur, púrra og hvítlaukur steikt í olíu við vægan hita í potti. Rjómaosti og chilli sósum bætt út í og látið malla í smá stund. Síðan er kjúklingasoði bætt út í og súpan látin sjóða í 15-20 mínútur. Matreiðslurjóma bætt út í, kryddað með Morocco kryddblöndunni. Að lokum er kjúklingabitarnir settir út í súpuna. Berið súpuna fram með góðu brauði og pestó, einnig er gott að

Skora á Helgu og Ásbjörn Sigrún Baldursdóttir og Gunnbjörn Marínóson í Vesturási 49, skora á Ásbjörn Björnsson og Helgu Einarsdóttur en þau búa í Heiðarási 18: ,,Þau eru nýflutt heim frá Spáni og rötuðu að sjálfsögðu aftur á fornar slóðir í Árbænum. Hver veit nema þau deili einhverjum góðum spænskum uppskriftum með lesendum í næsta blaði,’’ segja þau Sigrún og Gunnbjörn. Við birtum uppskriftir þeirra Helgu og Ásbjörns í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í september

Sósa: Sjóðið saman á lítilli pönnu, rjóma, sítrónubörkinn og örlítið salt og pipar, í 2-3 mínútur eða þar til sósan er aðeins farin að þykkna. Takið hana af plötunni og bætið sítrónusafanum út í. Sjóðið pastað eftir upplýsingum á pokanaum. Pastanu er skipt á fjóra diska, fallegt er að vinda það upp með gaffli. Laxasneiðar laggðar ofan á og heitri sósunni með viðbættum 2 matsk. af kavíar hellt yfir. Skreytt með örlitlu af svörtum kavíar og steinselju.

Aðalréttur - Kjúklingasúpa 4 kjúklingabringur, skornar í litla bita. 3 paprikur, rauð, gul og græn skorin í bita. 1 laukur, smátt skorinn.

setja fersk koríander lauf út á súpuna.

Eftirréttur - Karamellu-ananas með ís Ferskur ananas er skorinn niður í mátulega bita. Karamellusósa: 120 gr. smjör. 115 gr. púðursykur. ½ tsk. vanilludropar. ¼ bolli rjómi. Setjið allt saman í einn pott og látið suðuna koma upp. Hitið ananasinn á pönnu og hellið sósunni yfir og látið krauma saman við vægan hita í smá stund. Karamellu-anansinn er borinn heitur fram, með vanilluís og þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu, Sigrún og Gunnbjörn


150 FRÍAR FÆRSLUR Á ÁRI FYRIR NÁMSMENN

Glitnir léttir námsmönnum lífið Það gerum við með því að bjóða þér betri kjör sem henta aðstæðum þínum sem námsmaður. Kynntu þér málið í útibúum Glitnis, þjónustuveri í síma 440 4000 og á glitnir.is.


Frá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts:

Sérfræðiþjónusta við skóla og heimili Nú eru rúmlega 2 þúsund börn í Árbæ, Ártúni, Selási, Norðlingaholti og Grafarholti að byrja í grunnskólanum eftir sólríkt sumar. Á svæðinu öllu búa tæplega 15 þúsund Reykvíkingar, svipaður fjöldi og samanlagt í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Hér eru sex grunnskólar, þrír gamlir og grónir, Ártúnsskóli, Árbæjarskóli og Selásskóli með samtals rúmlega 12 hundruð nemendur, og þrír nýir, Norðlingaskóli, Ingunnarskóli og Sæmundarskóli. Leikskólar eru orðnir 11 og börnin þar nær 900 að tölu. Íbúafjöldinn fer enn vaxandi því hér eru nýjustu hverfi borgarinnar í uppbyggingu.

Sérfræðiþjónusta við skóla Skólarnir hér eru vel búnir og mannaðir óvenju hæfu og áhugasömu fólki. Fagleg þekking og sérhæfing fer vaxandi og metnaður mikill til að mæta þörfum hvers nemanda fyrir kennslu við hæfi. Mennta- og Leikskólasvið Reykjavíkurborgar sjá auk þess til þess að í grunn- og leikskólum sé lögbundin sérfræðiþjónusta veitt af utanaðkomandi aðilum. Þjónustunni við skólana hér er sinnt frá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, en hún er í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1. Kennurum og skólastjórnendum stendur þar til boða ráðgjöf vegna skólastarfs-

ins og foreldrar eiga kost á leiðbeiningum um uppeldi barna eftir því sem aðstæður leyfa. Athuganir og greiningar eru gerðar ef nemendur glíma við námserfiðleika eða eiga í sálrænum eða félagslegum vanda sem áhrif hefur á skólagönguna. Ráðgjöf er veitt í kjölfarið. Forráðamenn barna geta komið með óskir um slíka athugun og það geta starfsmenn skóla einnig gert að fengnu samþykki forráðamanna. Í þjónustumiðstöðinni starfa sálfræðingar, félagsráðgjafar, sérkennsluráðgjafi og annað fólk sem hefur sérmenntun í skóla, félags- og uppeldismálum.

skólunum. Þær skiptust þannig eftir kyni og fæðingarári barnanna:

Vandi barnanna Ástæður þess að leikskólar og

an eða samskiptafærni. Algengast er að grunnskólabörnum sé vísað vegna hegðunarerfiðleika og persónulegrar vanlíðunar. Námslegur vandi, erfiðleikar í félagslegu um-

er málum stundum vísað áfram til frekari meðhöndluna innan heilbrigðiskerfisins eða hjá félagsþjónustu.

Hefur þú áhyggjur?

6-7% nemenda fá aðstoð árlega Óhætt er að segja að skólafólk og foreldrar notfæri sér þá þjónustu sem í boði er á þjónustumiðstöðinni. Annars vegar koma starfsmenn miðstöðvarinnar að málum sem snerta ýmsa faglega þætti skólastarfsins eða einstaka nemendahópa og hins vegar sinna þeir málum einstakra nemenda. Láta mun nærri að 6-7% nemenda í leikog grunnskólum á svæði stöðvarinnar sé árlega vísað til sérfræðiþjónustunnar. Á árinu 2006 komu þannig 180 nýjar tilvísanir frá skólunum vegna einstakra barna, 56 frá leikskólunum, 124 frá grunn-

Þorgeir Magnússon, sálfræðingur.

Tafla 1. Fjöldi nýrra erinda frá leik- og grunnskólum til Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts á árinu 2006. Dreifing eftir kyni og fæðingarári barnanna. foreldrar leikskólabarna snúa sér til sérfræðiþjónustunar eru oftast áhyggjur af þroskaframvindu hjá barninu, frávik í hegðun þess, líð-

hverfi og fatlanir eru einnig algengar orsakir. Auk þess að greina vandann og veita kennurum, foreldrum og barninu sjálfu ráðgjöf,

Hafi foreldrar áhyggjur af líðan eða stöðu barna sinna í leik- eða grunnskólanum ættu þeir að snúa sér til kennarans og ráðfæra sig við hann. Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar eru í góðu sambandi við alla skólana, sálfræðingur þaðan hefur fasta viðveru í hverjum grunnskóla og sérfræðingar koma reglulega í heimsóknir í hvern leikskóla. Ef ástæða er til hefur kennari og skólastjórn milligöngu um formlega tilvísun til sérfræðiþjónustunnar. Foreldrar geta einnig snúið sér beint til þjónustumiðstöðvarinnar og leitað ráðgjafar. Símanúmerið er 411 1200. Frekari upplýsingar um þessa og aðra þá þjónustu sem veitt er á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, er að finna á heimasíðunni, www.reykjavik.is/arbaer og/eða www.reykjavik.is/grafarholt Þorgeir Magnússon, sálfræðingur

Vetrarstarf félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105 og Þórðarsveig 3 Vetrardagskrá félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105 hefst formlega mánudaginn 3. september n.k. Opin handavinnustofa alla daga frá kl. 09:00. Skráning á námskeið er hafin. Í boði á haustönn verða 2 x 8 vikna námskeið í postulínsmálun, tréútskurði, myndlist, glerlist (Tiffany´s) og glerbræðslu. Einnig verður í boði leikfimi, boccia, dans og gönguferðir. Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 587 2888. Vakin er athygli á því að frá og með 3. september fær félagsmiðstöðin Hraunbæ nýtt símanúmer 411 2730.

Viltu gera eitthvað skemmtilegt á kvöldin?

Á meðal námskeiða sem boðið er upp á er námskeið í tréútskurði.

- læra að prjóna eða útbúa jólagjafirnar sjálf/ur? Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 býður upp á átta (8) vikna námskeið frá 4. sept. til 23. október í almennri handavinnu. Kennt verður á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30 - 21:30. Leiðbeinandi, Astrid Björk Eiríksdóttir. Verð: 6.800 kr. + efniskostnaður Nánari upplýsingar og skráning í síma 587 2888. (Ath. Takmarkaður fjöldi).

Fyrir íbúa Grafarholts Í salnum Þórðarsveig 3 verður í boði almenn handavinna á miðvikudögum frá kl. 09:00 - 14:00. Einnig verður í boði leikfimi, dans, boccia og gönguferðir. Nánari upplýsingar í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Vetrardagskrá er hægt að nálgast á heimasíðu þjónustumiðstöðvarinnar, www.reykjavik.is/arbaer og/eða www.reykjavik.is/grafarholt Boðið er upp á námskeið í almennri handavinnu.


=6JHICÌBH@:>Á>C :GJ 6Á =:;?6HI

H c\c{b [ng^g VaaV ;NG>G 6AA6 6A9JGH=ÓE6

6I=/ C Zg ]¨\i VÂ cdiV ;g hijcYV`dgi^c i^a VÂ \gZ^ÂV c^Âjg c{bh`Z^Â ]_{ I ck^cchajh` aVcjb

Ï ;NGHI6 H@>EI> 7VgcV" d\ jc\a^c\V" c{bh`Z^ ' 7VgcV" d\ jc\a^c\V" c{bh`Z^ hZb kZgÂjg jcY^gW c^c\jg V WVgcVĨii^ [ng^g h_ ckVge 7^g\^iiV =Vj`YVa d\ KVa\ZgÂjg <jÂcVY ii^g bjcj h_{ jb &% k^`cV h c\c{bh`Z^ [ng^g W gc d\ jc\a^c\V# C{bh`Z^Â^ Zg jb aZ^ jcY^gW c^c\jg V jeei `j { WVgcVĨii^ [ng^g h_ ckVge# Ï Ä¨ii^cjb `dbV W gc^c [gVb {hVbi 7^g\^iij d\ KVa\ZgÂ^ h c\ d\ aZ^` k^ jcY^gaZ^` kVa^c`jccgV ]a_ Â[¨gVaZ^`VgV d\ i^aW cj jcY^ghe^a^ V[ ÄZ``ijb Y¨\jg" a \jb# ÃZiiV Zg h`Zbbi^aZ\i c{bh`Z^ [ng^g `gV``V { VaYg^cjb , i^a &) {gV ÄVg hZb `gV``Vgc^g [{ ¨[^c\j V `dbV [gVb de^c" WZgaZ\V d\ [{ V jeea^[V ]kZgc^\ k^ccV [Zg [gVb h_ ckVgehkZg^ hZb WZ^c^g Ä{iiiV`ZcYjg# CZbZcYjg <gV[Vgkd\^ [{ V iV`V Ä{ii jeei `j { h ghiV`g^ `gV``V" i\{[j V[ cÅ_V ;_ ac^haV\^cj# Ì[gVb ;_ ac^g AZc\Y c{bh`Z^Âh/ &% k^`jg 6aYjg/ ;ng^g , " &) {gV KZgÂ/ @g# (.#.%%#"

6ÂZ^ch ',#.%% `g# bZÂ cdi`jc [g hijcYV`dgih

KVa\ZgÂjg <jÂcV" Y ii^g h g jb c{bh" h`Z^Â hZb h ghc^Â^Â Zg VÂ ÄZ^b hZb ]V[V ad`^Â WVgcV" c{bhh`Z^Â^ {Âjg# AZc\Y c{bh`Z^Âh/ &% k^`jg 6aYjg/ ;ng^g , " &) {gV KZgÂ/ @g# (.#.%%#"

6ÂZ^ch ',#.%% `g# bZÂ cdi`jc [g hijcYV`dgih

H c\jg d\ [gVb`dbV ÃZiiV Zg +# h^cc hZb ÄZiiV h`Zbbi^aZ\V c{bh`Z^ Zg ]VaY^Â! ZcYV Zgj `ZccVgVgc^g Z``^ V[ kZgg^ `Vci^cjb Ĩg HZabV 7_ gch" Y ii^g d\ KVa\ZgÂjg <jÂcVY ii^g aVcYh" [g¨\Vg aZ^`" d\ h c\" `dcjg# C{bh`Z^Â^ Zg ik h`^ei0 VccVgh kZ\Vg Zgj \gjccĨii^g h c\h d\ hk^Âh" [gVb`dbj `ZccY^g d\ ]^ch kZ\Vg h c\jg ]a_ ÂkZg^# C{bh`Z^Â^ b^ÂVg V Äk V W V jeegZccVcY^ h c\kVgV jcY^g Ĩg `g [jg hZb \ZgÂVg Zgj i^a h`Zbbi^`gV[iV ^ccVc i ca^hiVg" WgVchVch# C{bh`Z^Â^cj aÅ`jg bZ jeei `jb ]a_ ÂkZg^ GZn`_Vk^` Bjh^X EgdYjXi^dch ÄVg hZb Ä{iiV`ZcYjg bjcj [{ ]a_ Âg^iVÂVc h c\ h^cc { aV\^ V Z^\^c kVa^#

AZ^ÂWZ^cZcYjg { c{bh`Z^Âjb Zgj/ 6cYgZV <na[VY ii^g! 7^g\^iiV =Vj`YVa! BVg\g i :^g! HZabV 7_ gchY ii^g d\ KVa\ZgÂjg <jÂcVY ii^g#

AZc\Y c{bh`Z^Âh/ &% k^`jg & i b^ { k^`j 6aYjg/ &) {gV d\ ZaYg^ KZgÂ/ @g# *.#.%%#"

6ÂZ^ch ),#.%% `g# bZÂ cdi`jc [g hijcYV`dgih

;GÌ7¡G C ?JC< C{bh`Z^Â [ng^g aZc\gV `dbcV

hjbVg ih`g^[VÂ^hi BVg\g i hZb A^c`aViZg `ZccVg^ CZl Ndg`# @g^hi^c 6cYgZV <na[VY ii^g! A^c`aViZg hZb i¨`c^c 7ajZhYgdiic^c\ Zg `ZccY k^ Zg Z^c ÏhaVcYh! hiÅg^g [g{W¨gj c{bh`Z^Â^ [ng^g Ä{ hZb V[ k^gijhij gVYY`Zccjgjb 7VcYV" ]V[V hZb ]V[V gZnchaj g `_jcjb# 7 `^c ]ZccVg ;gZZ^c\ i]Z CVijgVa Kd^XZ Zg cdij V[ h c\# Ì c{bh`Z^Â^cj bjc 6cYgZV `ZccV VaahiVÂVg `Zcchaj ]{h` ajb 7ajZh" d\ ?Vooh c\# Jcc^ kZgÂjg 7VcYVg `_jcjb d\ :kg ej# 6Â[ZgÂ^c Wn\\^hi jee { \ZiV bZ jcY^gaZ^`VgV V {`kZÂcjb cdiV g YY^cV {c cd``jggV ]V[iV a \jb hZb cZbZcYjb kZgÂjg hkd hZb heZccj ]{ah^! `_{a`V ZÂV ]_{aeV V c{ i `jb {! c{b" ijc\j! k ÂkVheZccj! `k ÂV ZÂV h`Z^Â^cj aÅ`jg bZ jeei `jb ÄVg Z[i^g \ ijcjb# ycYjc! d\ ]a_ ÂkZg^ GZn`_Vk^` Bjh^X a `Vbha^Â`jc Zg b^`^ak¨\jg Ä{iijg EgdYjXi^dch# i^a V \ZiV ]V[i \gZ^ÂVg^ VÂ\Vc\ V i^a[^cc^c\VaZ\V i a`jc! d\ decV AZc\Y c{bh`Z^Âh/ &% k^`jg [ng^g bncYjcVgV[a^Â# BVg\g i bjc & i b^ { k^`j! ' Z^c`Vi bVg `ZccV cdi`jc ÄZhhVgVg i¨`c^# d\ - ] ei bVg ;Vg^ kZgÂjg \Z\cjb ¨[^c\Vg! 6aYjg/ ;ng^g &+ {gV d\ ZaYg^ jee]^iVc^g i^a V hing`_V g YY^c# KZgÂ/ @g# *.#.%%#" ycYjb! a `Vbh¨[^c\Vg! i a`jc! [gVb`dbV! d\ iZmiVbZÂ[Zg Zg 7ajZh" d\ ?Vooh c\jg ]aji^g hZb [Vg^ kZgÂjg #

7ajZh" d\ ?Vooh c\jg bZÂ 6cYgZj <na[VY iijg

[gVb]VaY

ÃZ^g hZb ]V[V ad`^Â c{bh`Z^Â^ ]_{ 6cYgZj \ZiV h ii jb [gVb]VaY" hc{bh`Z^Â ]_{ i ck^cchajh` aVcjb AZc\Y c{bh`Z^Âh/ &% k^`jg & i b^ { k^`j! ' Z^c`Vi bVg d\ - ] ei bVg 6aYjg/ ;ng^g &+ {gV d\ ZaYg^ KZgÂ/ @g# *.#.%%#"

AZc\Y c{bh`Z^Âh/ &% k^`jg & i b^ { k^`j 6aYjg/ &+ {gV d\ ZaYg^ KZgÂ/ @g# *.#.%%#"

6ÂZ^ch ),#.%% `g# bZÂ cdi`jc [g hijcYV`dgih

6ÂZ^ch ),#.%% `g# bZÂ cdi`jc [g hijcYV`dgih

C{bh`Z^Â^c ]Z[_Vhi hZeiZbWZg# @Zcci kZgÂjg Hc¨aVcYh" d\ ;daYVh` aV Z[i^g VÂ kZc_jaZ\jb h` aVi bV aÅ`jg# H`g{c^c\Vg h bV *()".%.% ZÂV { ]Z^bVh Âjcc^ lll#idck^cchajh`da^#^h JeeaÅh^c\Vg jb ;g hijcYV`dgi^c Zg VÂ [^ccV { lll#^ig#^h

HedchdgZY 9^\^YZh^\c HX]dda


9

8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið

Fréttir

Fimleikafólk úr Fylki í skemmtilegri og árangursríkri æfingaferð til Bandaríkjanna:

Ævintýri í

Texas Þann 9. júlí síðast liðinn fór sex manna hópur frá Fimleikadeild Fylkis til Houston í Texas í æfingabúðir hjá hinum fræga fimleikaþjálfara Bela Karoly. Bela og kona hans Marta eru fræg út um allan heim fyrir þjálfun sína. Þau koma upphaflega frá Rúmeníu en stofnuðu æfingabúðirnar í Bandaríkjunum árið 1981. Hefur bandaríska landsliðið í fimleikum æft þar síðan. Frægustu stúlkurnar sem þau hjón hafa þjálfað og gert að margföldum heims- og ólumpíumeisturum eru Nadía Comaneci, Teodora Ungureanu og Mary Lou Retton.

Biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri kirkju í Grafarholti ásamt nokkrum fermingarbörnum.

Ferðalangar með Ginu og Bela Karoly. Eftir þessa ferð hefur Fimleikadeild Fylkis borist fyrirspurn frá tveimur karlkyns þjálfurum sem voru að þjálfa í æfingabúðunum og óska þeir eftir því að koma að þjálfa hjá okkur í vetur. Ef úr verður væri það mikill liðsstyrkur fyrir okkur enda erfitt að fá þjálfara hérna heima, sérstaklega fyrir fimleikadeild sem hefur einunungis aðstöðu í fjölnota íþróttahúsi. Til stendur að þjálfararnir komi hingað til lands í september til reynslu. Þeir eru frá Ungverjalandi og hefur annar þeirra

m.a. komið að þjálfun ungverska landsliðsins. Fimleikar er skemmtileg og mjög áhugaverð íþrótt og að mínu mati mætti vera mun meiri umfjöllun um fimleika bæði í sjónvarpi og blöðum. Fimleikar njóta sívaxandi vinsælda hér á landi, en á síðasta starfsári voru um 230 iðkendur hjá Fylki auk þess sem um 80 börn voru í barnaleikfimi. Aðstöðuleysi háir mjög frekari vexti fimleikadeildar Fylkis og komast færri iðkendur að en vilja. Fimleikar eru að mínu mati undir-

staða hverrar íþróttagreinar og ættu öll börn að byrja þar til að ná góðum árangri í öðrum greinum. Nýtt starfsár Fimleikadeildar Fylkis hefst með innritun 28. ágúst og tökum við á móti börnum frá 5 ára aldri. Einnig erum við með fimleika (barnaleikfimi) fyrir börn frá þriggja ára aldri en þar er lagður allur grunnur á samæfingu handa og fóta, áhaldastöðvar og leikir. Guðrún Ósk Jakobsdóttir. Formaður Fimleikad. Fylkis.

- Nýtt styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga í Reykjavík.

Fyrsta skóflustunga að nýrri kirkju í Grafarholti

Skóflustunga að nýrri kirkju í Grafarholti var tekin þann 8. ágúst sl. Athöfnin hófst með því, að Stefán Ragnar Hjálmarsson, formaður byggingarnefndar og varaformaður sóknarnefndar Grafarholtssóknar, bauð gesti velkomna. Að því búnu sagði sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, nokkur orð og leiddi viðstadda í barnasálminum ,,Á bjargi byggði,’’ sem var einkar viðeigandi í því mikla steypiregni, sem dundi á gestum. Þá leiddi sóknarprestur einnig víxllestur úr Davíðssálmum. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, flutti síðan ávarp, þakkaði það mikla starf, sem unnið hafði verið í aðdraganda kirkjubyggingarinnar og bað byggingarframkvæmd-

ÍTR · Bæjarhálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 411-5000 · www.itr.is · itr@itr.is

um og safnaðarstarfsemi í Grafarholti Guðs blessunar. Hann beindi orðum sínum sérstaklega til þeirra fermingarbarna næsta vetrar, sem viðstödd voru, og taka áttu fyrstu skóflustungurnar að kirkjunni ásamt honum, og sagði framtíð safnaðarins í þeim fólgna. Þá var skóflum brugðið á loft af biskupi og fermingarbörnunum Gísla, Viktori, Kristóferi, Sindra, Arnari, Nödíu, Herdísi, Guðmari og Ármanni. Þykkir hnausar voru stungnir upp og framkvæmdir þar með hafnar við nýja kirkju Grafarholtssóknar. Athöfninni lauk með því, að biskup lýsti drottinlegri blessun og allir sungu saman sálminn ,,Son Guðs ertu með sanni.’’

Gu

Í Fylkishópnum voru þrír iðkendur, tveir þjálfarar og formaður fimleikadeildarinnar. Daginn eftir komuna til Texas hófust æfingar. Þarna voru um 100 stúlkur frá ýmsum löndum og var byrjað á því að skoða þær og skipta í hópa eftir getu. Okkar stúlkur lentu í besta hópnum og voru æfingarnar mjög stífar. Æft var frá kl. 8:30 til 18:30 og fengu þær tveggja tíma hvíld þarna á milli,

strax eftir hádegismat. Æfingarnar voru ólíkar því sem þær höfðu vanist að heiman, þarna var engin gryfja og tóku þjálfarar því á móti í öllum stökkum til að koma í veg fyrir slys. Þetta var góður tími og er engin vafi á því að stelpurnar okkar lærðu margt á þessum tíma. Í tvo daga fengu þær einkakennslu hjá konu sem heitir Gina en hún þjálfar einnig bandaríska kvennalandsliðið þegar þær koma í þessar æfingabúðir. Hún er frábær þjálfari en afar ströng og var þetta mikið púl. Þarna var bara stöðug vinna og mikið þrek. Gina varð brjáluð ef stelpurnar töluðu saman á meðan æfingu stóð. ,,Ekki tala, bara vinna,’’ voru hennar orð. Fylkisþjálfararnir sem voru með í för, þær Þorbjörg og Auður, fóru á þjálfaranámskeið og tel ég að þær hafi lært mikið nýtt og gagnlegt á þessum tíma, þar á meðal í einkakennslu hjá þessari konu Ginu. Ferðin endaði síðan í Boston þar sem mollin voru könnuð og fóru allir ánægðir heim.

Frístundakort

f

a b u

ð

S kva

ss

K a rf a

m

ir

Sjöfn, Þorbjörg og Þórdís í fótanuddi.

g

S pin n

Aldrei þessu vant rigndi í Reykjavík þegar fyrsta skóflustungan var tekin en gestir létu það ekki á sig fá.

in

Guðrún Ósk, formaður Fimleikadeildar Fylkis og Gina ásamt tveimur fimleikastelpum úr Fylki.

k

lu

r

G o lf

r e h

i b o r E Séð yfir salinn.

Auður, Rebekka, Sjöfn, Þorbjörg og Þórdís.

Stefán Ragnar Hjálmarsson formaður byggingarnefndar sýnir biskupi teikningar af kirkjunni að athöfn lokinni.

k

s a j k Tæ

a

Allt á einum stað!


10

Villtu léttast án erfiðis!!

Fréttir

Árbæjarblaðið

LR Henning kúrinn er einfaldur og öflugur kúr í baráttunni við aukakílóin auk þess sem hann er einungis unnin úr náttúrulegum efnum. Ég sjálf er búin að missa 8 kíló á 4 vikum. Ef þú villt frekari upplýsingar um kúrinn hringdu þá í mig í síma 867-4195 eða sendu mér póst á hallagud@hotmail.com

Starfsfólk Dansskóla Ragnars Sverrissonar en sjálfur er hnn fyrir miðri mynd.

Opnar dansskóla í Bíldshöfða

Spönginni

Sími: 5 700 900

Dansskóli Ragnars Sverrissonar var stofnaður í júní 2007 af Ragnari Sverrissyni og Kristínu Ingu Arnardóttur. Dansskólinn er staðsettur að Bíldshöfða 18 í Reykjavík í næsta húsi við Húsgagnahöllina. Dansskólinn er öllum opinn og ættu allir að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Boðið er upp á almenna samkvæmisdansa, barnadansa, línudansa og salsa sem dæmi. Starfsfólkið hefur mikinn metnað fyrir hönd dansskólans og leggur upp með að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Ragnar Sverrisson á að baki 25 ára reynslu í samkvæmisdönsum. Margfaldur Íslandsmeistari á sínum

unglingsárum og langa keppnisreynslu bæði sem áhugamaður og atvinnumaður. Ragnar hefur 14 ára reynslu sem danskennari. Hann kenndi á árunum 1993-1994 hjá Dansskóla Hermanns Ragnars, 1994-1996 hjá Dansskóla Auðar Haralds, 19971999 hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar og frá 2000-2003 hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Frá 2003 hefur hann starfað sjálfstætt við danskennslu bæði hérlendis og erlendis. Fyrsti kennsludagur í nýja dansskólanum verður mánudagurinn 3. september og er starfsfólk dansskólans orðið spennt fyrir skemmtilegum vetri. Keppnispör dansskólans eru nú

þegar byrjuð að æfa fyrir átök vetrarins og fyrsti erlendi gestakennarinn Julie Tomkins frá Englandi búinn að vera hjá okkur til þess að skerpa á því nýjasta sem er að gerast í dansheiminum. Julie er væntanleg aftur von bráðar og einnig eigum við von á miklum danshetjum á næstu vikum og mánuðum sem viðbót við þá gæðakennara sem starfa við skólann. Nánari fréttir af því síðar. Afgreiðsla dansskólans er opin frá 17.00 til 21.00 alla virka daga og á laugardögum frá 10.00 til 13.00. Síminn er 586-2600, netfangið dansskoli@dansskoliragnars.is og veffangið www.dansskoliragnars.is. Og svo að lokum: ALLIR Í DANS.

Kæru viðskiptavinir! Haustið nálgast. Þann 15. september byrjum við aftur að vinna á laugardögum eftir sumarfrí og útilegur.

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


ÁRBÆJARLAUG

ER LAUGIN Í ÞÍNU HVERFI ALDS MIKILS VIÐH S G N A F M U VEGNA RÁ G LOKUÐ F U A L R A J Æ ER ÁRB MBER IL 17. SEPTE T T S Ú G Á . 13 www.itr.is ww w itr.is

sími 411 50 0 0

AFGREIÐSLUTÍMI LAUGAR Virka daga frá kl. 6:30 – 22:30 Helgar kl. 8:00 – 20:00


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Meistarar Fylkis

Í vor kláraðist Reykjavíkurmót yngri flokka í knattspyrnu og urðu Fylkismenn sigursælir í mörgum flokkum og gerðu garð-

inn frægan eins og alltaf og voru félaginu til mikils sóma. Nú þegar langt er liðið á Íslandsmótið eru Fylkisstrákar-

og stelpur að standa sig ákaflega vel og vonumst við til að yngri flokkarnir nái þar í nokkur verðlaun í sem flestum flokkum.

Þegar þetta er skrifað standa yfir utanlandsferðir eldri flokka og er 4. flokkur karla nýkominn heim frá Spáni og 3. flokkur

kvenna er að leggja af stað til Danmerkur og verður vonandi hægt að segja frá þessum ferðum í næsta blaði í september.

Reykjavíkurmeistarar í 3. fl. karla, b-lið. Efri röð frá vinstri: Kristján Ingason, þjálfari, Tómas Magnússon, Steinar Geir Ólafsson, Arnór Róbertsson, Arnar Geir Sæmundsson, Björn Orri Ásbjörnsson, Anton Emil Ingimarsson, Gísli Vilhjálmur Konráðsson, Jón Evert Pálsson, Jón Sigurðsson. Neðri röð frá vinstri: Einar Hallberg Ragnarsson, Benedikt Andri Ágústsson, Davíð Einarsson, Pétur Finnbogason, Sigurður Björn Bjarkason, fyrirliði, Björgvin Gylfason, Ingi Steinn Arnórsson, Pálmi Óskarsson, Valdimar Einarsson, Ásgeir Hinrik Hjartarson, Sigurgeir Örn Sigurgeirsson. Á myndina vantar Kjartan Stefánsson, þjálfara.

Kristján Ingason þjálfari b-liðs 3. flokks gat verið ánægður með strákana sína.

Rannveig Sif Kjartansdóttir tók við bikarnum fyrir hönd stelpnanna í b-liði 5. flokks Fylkis úr hendi Steinns Halldórssonar frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur.

Reykjavíkurmeistarar b-liða í 5. flokki kvenna. Efri röð frá vinstri: Guðrún Ása Jóhannsdóttir, þjálfari, Rakel Jónsdóttir, Elísabet Þórhallsdóttir, Sigrún Kristín Lárusdóttir, Erla Hrönn Gylfadóttir, Natasha Björk Brynjarsdóttir, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Guðrún Eiríksdóttir, Ruth Tómasdóttir, María Ríkharðsdóttir, Rannveig Sif Kjartansdóttir, Ásta Lilja Stefánsdóttir.

Reykjavíkurmeistarar í 4. fl. karla, a-lið: Efri röð frá vinstri: Ólafur Guðmarsson, þjálfari, Anton Oddsson, Stefán Víðir Ólafsson, Jón Ófeigur Hallfreðsson, Árni Þórmar Þorvaldsson, Sigurður Jóhann Einarsson, Benedikt Óli Barðdal, Ragnar Bragi Sveinsson, Kári Jónasson, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Andri Már Hermannsson, Daði Ólafsson, Egill Trausti Ómarsson, Björgvin Gylfason, Ásgeir Eyjólfsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Tómas Hrafn Jóhannesson, Strymir Erlendsson, Ágúst Freyr Hallsson.

Steinn Halldórsson afhendir Ásgeiri Eyþórssyni, fyrirliða, bikarinn.



14

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu Ca 50-80 fermetra verslunar- eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Sendill óskast Bílaverkstæðið Bílastofan óskar eftir ungum og röskum starfsmanni til að sinna sendiferðum og öðrum tilfallandi verkefnum. Starfið hentar jafnt báðum kynjum en bílpróf og reykleysi eru skilyrði.

Fréttir

Árbæjarblaðið

Leikjanámskeiðin voru vinsæl í sumar.

Frábært sumar að baki!!

Leikjanámskeiðin í Árseli og Sæmundarskóla eru alltaf vinsæl og vel sótt. Margt skemmtileg var í boði fyrir börnin t.d. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, bátsferðir í Nauthólsvíkinni, Klifurturninn í Gufunesbæ, ,,Indíánagil’’ í Elliðaárdalnum og sund svo eitthvað sé nefnt. Veðrið lék við okkur og oft mátti sjá sólbrenndar kinnar í lok dag. Íþrótta- og ævintýranámskeið fyrir 10-12 ára var eitt af áhugaverðustu námskeiðum sem hafa verið í boði fyrri þennan hóp. Farið var í skoðunarferð á Þjóðarleikvanginn í Laugardal og nýja Frjálsíþróttahöllin heimsótt. Krakkarnir reyndu sig í hinum ýmsu greinum s.s hástökki og langstökki. Merkilegast þótti þeim samt að sjá hvar Eiður Smári hengir upp fötin sín í búningsklefanum fyrir landsleiki. Smíðaverkstæði var starfrækt við Ársel, Norðlingaskóla Sæmundarskóla í sumar. Verkstæðið var vinsælt og má sem dæmi nefna að þegar aðsóknin var sem mest í Árseli voru rúmlega hundrað og tuttugu börn að mæta yfir daginn. Fram í miðjan júlí var léleg aðsókn að leikvellinum við Malarás. Þá fjölgaði börnunum aðeins en þó tímabundið. Sjáumst aftur næsta sumar! Takk fyrir okkur! Starfsfólk frístundamiðstöðvarinnar Ársels.

Heiðdís Arna vann ipod Síðastliðið vor efndi Landsbankinn til lukkuleiks meðal fermingarbarna sem þá voru að fermast. Allir þeir krakkar sem stofnuðu reikning hjá bankanum og lögðu inn lágmarksfjárhæð fengu mótframlag frá bankanum. Að auki voru nöfn þeirra skráð í lukkuleikinn. Nú hefur verið dregið úr pottinum og meðal þeirra heppnu var Árbæjarstúlkan Heiðdís Arna Pétursdóttir. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Anna Krisín Birgisdóttir, afgreiðslustjóri Árbæjarútibús afhenti Heiðdísi vinninginn, iPod shuffle.

Upplýsingar í síma 587 3131 Leikskólasvið

Viltu vinna í þínu hverfi? Við leitum að áhugasömu starfsfólki með hæfni í mannlegum samskiptum. Möguleikar á fullu starfi eða hlutastarfi, til dæmis fyrir skólafólk seinni hluta dags. Deildarstjóri: Blásalir, Brekknaás 4, sími 557-5720 Heiðarborg, Selásbraut 56, sími 557-7350 Kvarnarborg, Árkvörn 4, sími 567-3199 Rauðaborg, Viðarási 9, sími 567-2185 Leikskólakennari/leiðbeinandi: Árborg, Hlaðbæ 17, sími 587 4150 Blásalir, Brekknaás 4, sími 557-5720 Geislabaugur, Kristnibraut 26, Grafarholti Heiðarborg, Selásbraut 56, sími 557-7350 Kvarnarborg, Árkvörn 4, sími 567-3199 Maríuborg, Maríubaug 3, sími 577-1125 Rauðaborg, Viðarási 9, sími 567-2185 Reynisholt, Gvendargeisla 13, s. 5175560 Rofaborg, Skólabæ 6, sími 567-2290 Aðstoðarfólk í eldhús: Maríuborg, Maríubaug 3, sími 577-1125 Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar í viðkomandi leikskólum eða starfsmannaþjónusta Leikskólasviðs í síma 411-7000. Allar lausar stöður í leikskólum Reykjavíkurborgar eru auglýstar á www.leikskolar.is


15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Afar sigursælir hlauparar í Árbæjarskokki

Félagar í Árbæjarskokki hafa verið að gera það gott í keppnishlaupum sumarsins víða um land og reyndar erlendis líka. Sveit Árbæjarskokk gerði sér lítið fyrir og varð í fyrsta sæti í Mývatnsmaraþoninu 23. júní og náði einnig fyrsta sæti í Jökulsárhlaupinu þann 28. júlí. Í sveitinni á Mývatni voru þeir Rúnar Marínó Ragnarsson, Óskar Jakobsson, Hávar Sigurjónsson, Rúnar Sigurðsson og Sigurður Freysson en þeir Óskar, Hávar og Rúnar skipuðu sveitina í Jökulsárhlaupinu. Í heildarúrslitum í báðum hlaupunum varð Óskar í 2. sæti en þeir Hávar og Rúnar skiptust á um að verma 3. og 4. sætið. Ekki má gleyma glæstum árangri í Marsmaraþoni í Reykjavík þar sem Árbæjar-

Ítalskir gæðaskór

á dömur og herra

no. 1 St. 40 - 48 verð 9.450.-

no. 2 St. 35 - 42 verð 8.995.-

no. 3 St. 39 - 47 verð 8.595.-

no. 4 St. 41 - 47 verð 10.650.-

no. 5 St. 36 - 42 verð 8.995.-

www.xena.is

SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240

skokkarar vermdu fyrstu fjögur sætin, þeir Lars Peter Jensen, Rúnar Sigurðsson, Pétur Helgason og Rúnar Marínó Ragnarsson. Þar varð hann Beggi (Bergþór Ólafsson) í Árbæjarþreki fyrstur í hálfu maraþoni enda sprettharðastur Árbæinga nú um stundir. Árbæjarskokk hefur einnig í vor og sumar átt fulltrúa á alþjóðlegum vettvangi þar sem félagar í hópnum hafa með góðum árangri tekið þátt í maraþonhlaupum í Boston, London, Kaupmannahöfn og Þórshöfn í Færeyjum með góðum árangri. Þá tók Pétur Helgason í þriðja sinn þátt í ofurkeppninni Arctic Team Challenge á Grænlandi í júli og skipaði sveit með Erlendi Birgissyni og tveimur dönskum valkyrjum. Framundan er svo Reykjavíkurmaraþonið og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig hlaupurunum okkar reiðir af þar.

Atvinna í boði Veggsport heilsurækt vantar starfskraft í afgreiðslu frá kl.9:00 – 16:00 virka daga.

Myndin að ofan er frá verðlaunaafhendingu í Mývatnsmaraþoni. Frá vinstri eru: Rúnar Marínó Ragnarsson, Óskar Jakobsson, Hávar Sigurjónsson, Rúnar Sigurðsson og Sigurður Freysson.

Góð laun og hlunnindi fylga starfinu. Vinsamlega hafið samband í síma 577-5555 Veggsport Skvass & Heilsurækt Stórhöfða 17 110 Rvk. S: 577-5555


NNAA M S M NÁ A BYRS T S U N Ó ÞJ

DY NA MO R E Y K J AVÍ K

BYRjaðu á www.byr.is

ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST

Frumsýnd 22. ágúst

BYR býður til kvikmyndaveislu. Taktu þátt á www.byr.is

BYRjaðu í leiknum! Komdu á www.byr.is og þú gætir unnið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.