Arbaejarbladid 3.tbl 2007

Page 11

12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Í aðdraganda kosninga Guðrún Sigursteinsdóttir.

Nýr starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar Guðrún Sigursteinsdóttir, sérkennari, hefur verið ráðin sem leikskóla- og daggæsluráðgjafi við þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Guðrún hefur starfað sem leikskólastjóri í u.þ.b. 15 ár hjá Reykjalundi og 4 ár hjá Mosfellsbæ. Hún hefur unnið við sérkennslu um árabil og einnig í nokkur ár við félagsstörf fyrir Félag leikskólakennara. Frá áramótum hefur hún einnig starfað við kennslu í KHÍ. Guðrún vinnur nú að rannsókn og lokaritgerð í meistaranámi frá KHÍ í uppeldis- og menntunarfræðum. Guðrún er ráðin í 60% starf og verður vinnutími hennar frá 08:00 - 14:15, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Guðrún er boðin velkomin til starfa.

Ég er orðinn of lífsreyndur til halda því fram að einn stjórnmálaflokkur sé óalandi og óferjandi, meðan að annar flokkur sé hafinn yfir gagnrýni. Allir flokkar hafa til síns máls nokkuð og eiga erindi. Stundum meira að segja sama erindi. Öfgarnar eru minni en áður, ágreiningsmálin hafa þrengst og nálgast óðum hvert annað og svo mikið að maður veltir því fyrir sér, hversvegna flokkum er ekki fækkað og þeim steypt saman sem líkastir eru. Í raun og veru má skipta pólitískri afstöðu fólk í tvær fylkingar. Annarsvegar eru kjósendur sem hallast til hægri og vilja sem minnst ríkisafskipti. Við getum kallað þá pólitík bandarísku leiðina. Hinsvegar standa þeir sem leggja meiri áherslur á svokallaða félagshyggju, samábyrgð og jöfnuð. Norræna leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið flaggskip fyrri leiðarinnar með frjálshyggjuna og markaðslögmálin að leiðarljósi meðan flestir aðrir flokkar aðhyllast einnig frelsi markaðarins en í mismiklum mæli. Jafnaðarhugsjónin, norræna leiðin, er í meginatriðum þeirra stefna. Hugsunina um jafnrétti og bræðralag er einnig að finna meðal margra kjósenda sjálfstæðismanna. Íslendingar eru í eðli sínu að miklum meirihluta jafnaðarmenn með hjartað á réttum stað. Hversvegna í ósköpunum er þá

svona mikill ófriður og hamagangur í pólitíkinni, þegar flokkarnir eru meira og minna að róa á sömu mið? Ég get mér þess til að það sem aftrar annars góðu fólki til að slíðra sverðin og stokka upp úrelta flokkapólitík sé sagan, hagsmunirnir og völdin. Í fyrsta lagi er sagan og hefðin rík í fari okkar Íslendinga og gildir það jafnt um stjórnmálaflokka sem önnur félög, samtök og tryggðarbönd. Við höldum tryggð við gamla íþróttafélagið, skátafélagið, kvenfélagið o.s.frv. Í öðru lagi nefni ég hagsmunina. Fjöldi fólks hefur hag að því að styðja tiltekinn flokk, á þar athvarf og greiða leið að foringjum og fyrirgreiðslu. Sú hagsmunagæsla gengur jafnvel í erfðir! Í þriðja lagi eru það völdin, sem stjórnmálaflokkar sækjast eftir, völdin til að ráða og komast í nefndir og stjórnir og að kjötkötlunum. Já, það eru auðvitað völdin sem lokka. Halda völdum, halda um stjórnartaumana. Sem allra lengst. En gallinn við langvarandi völd er sá, að valdamennirnir eru misgóðir eins og gengur og gerist um okkur flest. Og svo er hitt að völdin spilla. Þau má vefja sér um fingur og misnota. Völd reyna á þolrifin að því leyti að því lengur sem þau vara því

meiri værukærð, hroki og drambsemi. Aðrar skoðanir eru illa þokkaðar, gagnrýni eru ónot, andstaða eru svik. Jú, jú allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir! Hversu marga þekkjum við sem beygja sig fyrir valdinu, hneygja sig í duftið og koma sér í mjúkinn hjá ráðamönnum? Undirgefni og auðmýkt. Það eru fylgifiskarnir. Þannig sogar valdið til sín meiri völd og sama fólkið fer að líta á sig

Ellert B. Schram, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, skrifar: sem eðalborna yfirstétt og valdið gengur í erfðir og valdsmennirnir missa sjónar á þeim greinarmun sem er á embættinu, sem þeir gegna og sinni eigin persónu.Valdið, það er ég, sagði keisari Lúðvík. Þetta á við um einstaklinga með hverskonar völd og mannaforráð, í félögum, fyrirtækjum, flokkum og stjórnum og ekki síst í sjálfri landsstjórninni. Langvarandi seta við stjórnvöl eða nægtarborð, daglegt og árvisst vald til að eiga síðasta orðið

leiðir til kæruleysis, geðþótta og rembu, þess sem þar trónar. Minn er mátturinn og dýrðin. Þetta á við um okkur öll, alla flokka. Það er engum hollt að sitja of lengi að kjötkötlunum. Það er eðli lýðræðisins og lögmál þess að aftra slíku ástandi eða að minnsta kosti gera tilraun til að breyta því. Til þess eru kosningar, til þess er okkur gefið tækifæri á fjögurra ára fresti til að skipta um fólk í brúnni, hleypa nýjum sjónarmiðum að, nýju fólki, þannig að enginn sé endalaust og ævarandi að drottna yfir og ráðskast með lifskjör okkar og væntingar. Aflgjafi heilbrigðs og heiðarlegs samfélags er dómgreind okkar og réttur (jafnvel skylda) um að halda valdhöfunum við efnið og skipta þeim út með reglulegu millibili. Aðhaldið felst í því að það gangi enginn að völdum sínum vísum. Sextán ár er langur tími. Ellert B Schram höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík norður

Aukum lífsgæðin í Reykjavík - spennandi tímar framundan Birna K. Jónsdóttir.

Nýr formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 22. febrúar sl. að skipa Birnu K. Jónsdóttur formann Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals í stað Steinarrs Björnssonar sem látið hefur af störfum vegna brottflutnings.

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á starfssvæði þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. Þriðjudaginn 20. mars hélt borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík blaðamannafund og kynnti frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2008-2010 undir yfirskriftinni - Aukum lífsgæðin í Reykjavík. Í áætluninni kemur m.a. fram: - Framkvæmdir verða hafnar við tvo nýja grunnskóla, Norðlingaskóla og Sæmundarskóla og er áætlað að þeim verði lokið á tímabilinu. - Nýr leikskóli verður byggður í tengslum við Norðlingaskóla og einnig verða hafnar framkvæmdir við tvo til þrjá leikskóla í nýjum

hverfum við Úlfarsfell. - Framkvæmdir eru áætlaðar við breytingar og endurbætur á safnahúsnæði Listasafns Reykjavíkur og við ýmsar fasteignir Árbæjarsafns. - Gert er ráð fyrir framkvæmdum við nýja íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Einnig eru áætlaðar byggingaframkvæmdir á íþróttasvæði Fylkis. Áfram verður unnið að gerð sparkvalla í hverfum borgarinnar. - Í Úlfarsárdal er fyrirhugað að gera lóðir fyrir um 1000 íbúðir byggingarhæfar á ári. Miklar framkvæmdir eru því fyrirhugaðar á starfssvæði þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og spennandi tímar framundan.

Við færum þér fréttir úr Árbæ og Grafarholti. Lifandi vefur með nýjustu fréttir og upplýsingar um alla þá þjónustu sem veitt er af Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Kynntu þér málið og vertu áskrifandi af fréttum. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavik. Sími: 411 1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.

Ég um mig Einstök kona

Fyrirtækið Ég um Mig heldur námskeið sem er í senn líkamsrækt og fyrirlestrar í sex vikur, tvisvar í viku. Einstaklingur fer í 1 kl tíma í líkamsrækt hjá Heilsuakademíunni í Egillshöll og fær létta næringu á eftir. Konan fær að kynnast ýmsum tegundum af líkamsrækt t.d. joga - þrek-sjálfsvörn ofl. Að lokinni líkamsrækt tekur við fyrirlestur í 1-1,5 tíma þar sem úrvals fagfólk fræðir konurnar um ýmsa þætti sem koma upp eftir skilnað. Námskeiðið ,,Ég um mig.’’: 1. Heilsuakademían Egilshöll: Leikfimi sem styrkir líkamann og veitir útrás. 2. Sálfræðingur: Gréta Jónsdóttir fer yfir sorgarferlið og sjálfsmat. 3. Prestur: Þórhallur Heimisson. Samskipti kynjanna eftir skilnað. 4. Lögfræðingur: Hrefna Friðriksdóttir, Barnaverndastofu. Grunnatriði um hjúskap, sambúð, skilnað, forsjá barna og umgengni. 5. Fjármálaráðgjafi: Garðar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Fjármálaþjónustunnar ehf. Hvað hefur kona sem er með fjármálin í lagi tileinkað sér umfram þá sem eiga í erfiðleikum? 6. Uppeldisfræðingur: Ólöf Ásta Farestveit. Uppbygging á sjálfsmati barna. 7. Kvennaathvarfið:. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra í kvennaathvarfi. Mörk í samskiptum. 8. Stilisti: Anna og útlitið. Anna F. Gunnarsdóttir og Ósk Aradóttir. Klæðnaður og litgreining. 9. Snyrtistofan Mist: Gyða L. Kristinsdóttir, snyrtifræðingur og föðunarmeistari. Umhirða og snyrting. 10. Helga Braga leikkona: Daður fyrir þig. Það er svo gott fyrir sjálfsmyndina að kunna að daðra og taka við daðri. Njóta þess að vera til. 11. Edda Björgvinsdóttir leikkona: Jákvæðni, húmor og sjálfstyrking. Eitthvað sem allir þurfa. 12. Sigrun Nikulás, sölu- og markaðsstjóri Íslandsflökkurum. Náttúran og ég. Boðið verður upp á barnapössun á staðnum ásamt léttum kvöldverði fyrir börnin fyrir vægt verð. Fyrsta námskeiðið er 10. apríl. Allt eru þetta fagmenn á sínu sviði. Ekki er verið að hugsa námskeiðið sem endanlega lausn fyrir einstakar konur, öllu heldur sem góða byrjun á nýju og betra lífi. Þetta er tækifærið sem þú ert búin að bíða eftir. Skráning fer fram á egummig.is Gyða Laufey Kristinsdóttir og Magðalena Ósk Einarsdóttir.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.