Arbaejarbladid 3.tbl 2007

Page 1

3. tbl. 5. árg. 2007 mars

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Þessar yngismeyjar skemmtu sér konunglega á Góugleði Fylkis nýverið. Kvennakvöldið árlega þótti takast afar vel en við birtum fleiri myndir í miðopnu blaðsins. ÁB-mynd Einar Ásgeirsson

Vantar þig gjöf fyrir veiðimann? Kíktu þá á Krafla.is Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

Gröfum nafn veiðimanns á boxið - Uppl. í síma 698-2844 Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Egilshöllinni Sími: 594-9630 orkuverid.is

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Kosningar nálgast Nú eru ekki nema rúmar sex vikur til alþingiskosninga en kosið verður laugardaginn 12. maí. Það verður vonandi mikið um að vera þetta laugardagskvöld því þennan sama dag reynir Eiríkur Hauksson fyrir sér í þriðja skipti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þegar þetta blað kemur fyrir augu lesenda hafa stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til alþingis væntanlega komið sér saman um ákveðnar reglur varðandi auglýsingar fyrir alþingiskosningarnar. Reglurnar ná til dagblaða og ljósvakamiðla, en flokkunum er heimilt að auglýsa að vild í blaði eins og Árbæjarblaðinu og öðrum hverfalöðum ásamt landshlutablöðunum. Við fögnum þessu vitanlega og erum þess fullviss að flokkarnir muni nýta sér hverfablöðin fram að kosningum. Með því slá þeir tvær flugur í sama högginu. Auglýsa í sterkustu auglýsingamiðlunum og kostnaðurinn við auglýsingarnar í hverfablöðunum er utan þess ,,kvóta’’ sem ákveðinn hefur verið. Annars er útlit fyrir spennandi kosningar og menn óðum að setja sig í stellingar. Umhverfismálin héldu menn að yrðu fyrirferðamikil en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru þau í þriðja eða fjórða sæti hjá 94% þeirra sem afstöðu tóku í 800 manna úrtaki. Það hefði einhvern tíman þótt gefa ákveðnar og einbeittar vísbendingar. Hvað sem öllum umhverfismálum líður, svo góð og nauðsynleg sem þau annars eru, er það líklega gamla góða buddan fólksins sem ræður hvert atkvæðin leita. Þannig hefur það lengi verið og þannig mun það eflaust lengi verða. Almenningur hugsar fyrst og síðast um eigin hag. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Borgarstjóri ásamt starfsmönnum Hornsteina arkitekta ehf. Frá vinstri Brynhildur Guðlaugsdóttir, Ásdís Ingþórsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Ögmundur Skarphéðinsson, Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson, borgarstjóri, Ólafur Hersisson, Kristín Þorleifsdóttir, Sigurjón G. Gunnarsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Á myndina vantar Alistair Macintyre og Andrés Narfa Andrésson.

Verklok við Norðlingaskóla haustið 2009 - Hornsteinar arkitektar hlutskarpastir í samkeppni um hönnun skólans

Tilkynnt hefur verið hverjir urðu hlutskarpastir í samkeppni um hönnun Norðlingaskóla sem staðið hefur yfir síðan í mars á síðasta ári. Óskað var eftir tillögum frá þremur ráðgjafateymum að undangengnu forvali þar sem fram kæmi góð heildarlausn þar sem grundvallaratriði skólastarfsins væri sett í öndvegi. Tillaga Hornsteina arkitekta ehf. þótti svara best þeim áhersluatriðum sem lögð voru til grundvallar mati og mælti matsnefnd með að tillaga þeirra yrði valin til nánari útfærslu. Ásamt Hornsteinum voru í ráðgjafateyminu Línuhönnun ehf. og Rafteiknistofa Thomas Kaaber. Áætl-

að er að hefja framkvæmdir við Norðlingasskóla um mánaðarmótin nóvember/desember og verklok eru áætluð haustið 2009. Í umsögn matsnefndar um verðlaunatillögu Hornsteina arkitekta segir meðal annars: „Áhugaverð grunnhugmynd um „skólaþorpið“ þar sem húsin tengjast saman með „almenningi“ sem myndar götur og torg í þorpinu. [...] Sterk og framsækin tillaga þar sem leitast er við að brjóta upp hina hefðbundnu skólabyggingu. Formsköpun og rýmismyndun ásamt áhugaverðum hugmyndum um nýstárlega gluggasetningu og efnisval skólans

gefa fyrirheit um skólabyggingu sem yrði sterk ímynd fyrir Norðlingaholt. [...] Höfundar hafa svarað áhersluatriðum forsagnar vel m.a. varðandi tengingu leikskólans við miðrými grunnskólans og sameiginlegan inngang.“ Norðlingaskóli hóf göngu sína í ágúst 2005. Hann er nýjasti grunnskólinn í Reykjavík og er staðsettur í Norðlingaholti, mitt á milli Elliðavatns og Rauðavatns. Er gert ráð fyrir því að Norðlingaskóli verði heildstæður grunnskóli fyrir 300 – 400 nemendur í 1. – 10. bekk þegar hann verður fullbúinn. Frétt af vef Frmkvæmdasviðs

Íslandspóstur fluttur í Ásinn

Íslandspóstur hefur flutt afgreiðslu sína í Árbænum úr Rofabæ 7 í Hraunbæ 119. Síðastliðið haust þegar Pósturinn flutti út úr Nóatúni tókst ekki að finna draumahúsnæði fyrir Póstinn og því var leitað til Landsbankans um að fá tímabundna aðstöðu hjá þeim í fyrrum útibúi þeirra í Rofabæ 7. Núna í byrjun árs þegar Landsbankinn svo seldi húsnæði sitt fórum við hjá Póstinum af stað í húsnæðisleit og það endaði með því að við fengum þessa fínu aðstöðu í verslunarkjarnanum

Hraunbæ 119. Því má segja að Pósturinn hafi fengið draumahúsnæðið sitt að lokum. Starfsemi Íslandspósts í Árbæ sem og annarsstaðar samanstendur af fjölda bréfbera, útkeyrslubílum og pósthúsi. Allar þessar einingar mynda sterka keðju þjónustu sem Pósturinn stendur fyrir. Með því að færa sig í Ásinn er Pósturin nær viðskiptavininum og í alfaraleið þar sem Pósturinn vill vera. Afgreiðslutími pósthússins er frá 09:00-18:00 alla virka daga.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs Íslandspósts í nýju afgreiðslunni í Hraunbænum, verslunarkjarnanum Ásnum við hliðina á BYR sparisjóði. Myndin til vinstri er af nýjum húsakynnum Íslandspósts. ÁB-myndir PS4

Matur

Árbæjarblaðið

Chili corn carne - að hætti Elvu og Páls Elva Önundardóttir og Páll Karlsson, eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við birtum hér grinilegar upplýsingar frá þeim hjónum og skorum á sem flesta að spreyta sig. 7-800 gr. nautakjöt (innra læri, má nota gúllas). 3 msk. olía. 1 stór laukur saxaður.

Matgæðingarnir Matgæðingarnir Elva Önundardóttir og Páll Karlsson.

ÁB-mynd PS

1 st. þroskað avacado. 2 stk. tómatar. 2 stk. hvítlauksrif. 1 stk. lime - safi kreistur út í. 2 msk. sýrður rjómi. ½ rautt chili smátt saxað. Salt. Pipar.

Skora á Gurrý og Hauk Elva Önundardóttir og Páll Karlsson, Norðurási 6, skora á Guðríði Guðjónsdóttur og Hauk Þór Haraldsson, Viðarási 83, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út 18. apríl.

2 stk. hvítlauksrif söxuð. 1 msk. chili duft (ath. styrkleika). ½ líter nautasoð. 1 dós tómatar saxaðir. 1 lítil dós tómatpuré. 1 dós nýrnabaunir (láta renna af þeim). Salt. Pipar. Tabasco sósa. Skerið kjöt í hæfilega bita, steikið í olíu á vel heitri pönnu, takið af og geymið. Steikið lauk og hvítlauk í potti þar til hann er mjúkur (passa að brenna ekki) setjið chili duft samanvið og steikið áfram í 1 mínútu. Setjið kjötið saman við laukblönduna og bætið soði, tómötum og tómatpuré samanvið. Hrærið vel saman og látið malla í 1 klst. á vægum hita. Þá eru nýrnabaunirnar settar í pottinn og allt soðið áfram í 30 mínútur. Kryddað að smekk með salti, pipar og tabasco sósu. Borið fram með hrísgrjónum, guacamole og taco chips. Gott er að skola þessu niður með köldum bjór.

Óskum öllum gleðilegra páska!

Guacamole a la Palli

Allt sett í matvinnsluvél og maukað hæfilega og kælt.

Auðveldar vanillu brownies 300 gr. suðusúkkulaði. 175 gr. smjör. 150 gr. sykur. 2 tsk. vanilludropar. 4 egg hrærð. 125 gr. hveiti. 2 msk. kakó. 75 gr. peacan hnetur gróft hakkaðar. Setjið súkkulaði og smjör í pott yfir lágan hita, bræðið saman og látið kólna. Hrærið sykur, vanilludropa og egg samanvið súkkulaðiblönduna og blandið vel með sleif. Bætið síðan hveiti, kakói og hnetum við og blandið vel saman. Setjið bökunarpappír í form ca. 34x 24,5 cm. hellið deiginu í og bakið við 150°C í 45 mínútur. Látið kólna, skerið í litla bita og berið fram með vanilluís. Verði ykkur að góðu, Elva og Páll

Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E.

Árbæjarblaðið

Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

Sími: 587-95006

Fréttir

TILBOÐ

Árbæjarblaðið

Í SPÖNGINNI

Forsetinn í Ártúnsskóla

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu Ártúnsskóla 12. mars í tilefni þess að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2006. Nemendur og starfsfólk tóku á móti forsetahjónunum og buðu þau velkomin í skólann. Því næst var stutt dagskrá á sal. Að henni lokinni gengu gestir um skólann og fylgdust með nemendum í starfi. Þá var kveðjudagskrá á sal þar sem Sönghópur Ártúnsskóla söng, fulltrúar FUÁ ( félag ungmenna í Ártúnsskóla) sögðu frá skólanum og félaginu sínu, flutt var atriði frá föstudagssamveru og forsetinn flutti ávarp og svaraði spurningum nemenda. Þá færði framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða skólanum bók að gjöf. Dagskrá lauk með því að sunginn var skólasöngur Ártúnsskóla. Að lokinni dagskrá á sal var gestum, nemendum og starfsfólki boðið upp á veitingar.

Mikið úrval af GABOR skóm á ótrúlegu verði. Einstakt tækifæri! Forsetahjónin og Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla.

www.xena.is

SPÖNGINNI S: 587 0740

Nemendur Ártúnsskóla tóku vel á móti forsetahjónunum.

Dvergshöfða 27 Reykjavík Sími/Símsvari 567-7888 www.heilunarsetrid.is

Hjá Heilunarsetrinu vinnur fagfólk á sviði heildrænna meðferða

Það lá vel á forsetahjónunum í Ártúnsskóla.

Okkur er umhugað um að hjálpa fólki til þess að finna jafnvægi og betri líðan. Höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð. Homopatia. Fæðuóþolsmælingar. Sogæðanudd. Detox meðferð. Svæða og viðbragðsmeðferð. Heilun. Reiki/Heilun. SRT andleg svörunarmeðferð.

Þessar ungu dömur kunnu vel að meta heimsóknina.

Kæra Fylkisfólk og Árbæingar 40 ára afmælishátið Fylkis fer fram í Fylkishöll laugardaginn 5 maí kl. 19.00. Glæsileg skemmtidagsskrá og Hljómsveit leikur fyrir dansi. Endilega takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.


ENNEMM / SÍA / NM26810

HUGSAÐU UM FRAMTÍÐINA! Framtíðarbók Kaupþings er góð fermingargjöf

Framtíðarbók er verðtryggður sparireikningur sem ber hæstu vexti á verðtryggðum reikningum bankans. Innstæðan verður laus til úttektar við 18 ára aldur. Fermingarbörn sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarbók fá 5.000 kr. peningagjöf inn á bókina frá Kaupþingi og flottan bol.

www.kaupthing.is

444 7000 HRINGDU & PANTAÐU


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

PDF-skjal hjá Sölva á Mbl.


GEFÐU GEIMFERÐ Í FERMINGARGJÖF

Í FRAMTÍÐINNI VERÐUR HÆGT AÐ GERA MIKLU MEIRA VIÐ PENINGINN. Framtíðarreikningur er fermingargjöf sem verður verðmætari með hverju ári. Reikningurinn ber alltaf bestu vexti sparireikninga bankans og þar að auki bætum við 2.000 kr. við hverja gjöf upp á 5.000 kr. eða meira.* Framtíðarreikningurinn fæst í næsta útibúi Glitnis og á glitnir.is * Tilboðið gildir fyrir alla sem eru fæddir 1993 og gildir allt að fimm sinnum fyrir hvern einstakling.


11

10

Góugleði Fylkis 2007

Unnur og Ásthildur koma kræsingunum fyrir á diskunum.

Árbæjarblaðið

Góugleði Fylkis 2007

Árbæjarblaðið

Selma, Dúna, Freysi, Telma og Magga.

Stelpur úr meistaraflokki kvenna sem vann á kvöldinu.

Ragna, Ragga og Ásta.

Íris, Margrét, Aðalheiður, Mrgrét og Viktorí í efri röð. Inga, Arna og Birna í fremri röð.

Góugleði

Salurinn var þétt setinn og glæsilegur.

Ása og Kristjana.

Ólöf Fanný, Margrét, Sigríður og Hanna.

Þessar vinkonur skemmtu sér vel.

Góugleði Fylkis fór að venju fram í upphafi Góu og var mikið um dýrðir í Fylkishöllinni eins og vant er. Öllum bar saman um að kvennakvöldið hafi tekist mjög vel að þessu sinni og var sérlega eftir því tekið hve salurinn var fagurlega skreyttur og huggulegur í alla staði. Ljósmyndari Árbæjarblaðsins, Einar Ásgeirsson, var að sjálfsögðu mættur með myndavélina og látum við að venju myndirnar tala.

Margrét og Rebekka. Hér var gleðin við völd.

Það var fjör á þessu borði.

Halldóra og Guðrún

Halla og Gígja.

Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík, var ræðumaður og stóð sig vel að venju.

Nefndin. Sigurbjörg, Guðrún og Ólöf.

Bylgja og Jóhanna Ósk.

Auður og Margrét Rós.

Borgarfulltrúarnir Þorbjörg Helga og Hanna Birna.

Föngulegar Fylkiskonur.

Stefanía í uppeldi.

Þessar mættu og höfðu gaman af.

Hér var nóg um að tala.


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Í aðdraganda kosninga Guðrún Sigursteinsdóttir.

Nýr starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar Guðrún Sigursteinsdóttir, sérkennari, hefur verið ráðin sem leikskóla- og daggæsluráðgjafi við þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Guðrún hefur starfað sem leikskólastjóri í u.þ.b. 15 ár hjá Reykjalundi og 4 ár hjá Mosfellsbæ. Hún hefur unnið við sérkennslu um árabil og einnig í nokkur ár við félagsstörf fyrir Félag leikskólakennara. Frá áramótum hefur hún einnig starfað við kennslu í KHÍ. Guðrún vinnur nú að rannsókn og lokaritgerð í meistaranámi frá KHÍ í uppeldis- og menntunarfræðum. Guðrún er ráðin í 60% starf og verður vinnutími hennar frá 08:00 - 14:15, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Guðrún er boðin velkomin til starfa.

Ég er orðinn of lífsreyndur til halda því fram að einn stjórnmálaflokkur sé óalandi og óferjandi, meðan að annar flokkur sé hafinn yfir gagnrýni. Allir flokkar hafa til síns máls nokkuð og eiga erindi. Stundum meira að segja sama erindi. Öfgarnar eru minni en áður, ágreiningsmálin hafa þrengst og nálgast óðum hvert annað og svo mikið að maður veltir því fyrir sér, hversvegna flokkum er ekki fækkað og þeim steypt saman sem líkastir eru. Í raun og veru má skipta pólitískri afstöðu fólk í tvær fylkingar. Annarsvegar eru kjósendur sem hallast til hægri og vilja sem minnst ríkisafskipti. Við getum kallað þá pólitík bandarísku leiðina. Hinsvegar standa þeir sem leggja meiri áherslur á svokallaða félagshyggju, samábyrgð og jöfnuð. Norræna leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið flaggskip fyrri leiðarinnar með frjálshyggjuna og markaðslögmálin að leiðarljósi meðan flestir aðrir flokkar aðhyllast einnig frelsi markaðarins en í mismiklum mæli. Jafnaðarhugsjónin, norræna leiðin, er í meginatriðum þeirra stefna. Hugsunina um jafnrétti og bræðralag er einnig að finna meðal margra kjósenda sjálfstæðismanna. Íslendingar eru í eðli sínu að miklum meirihluta jafnaðarmenn með hjartað á réttum stað. Hversvegna í ósköpunum er þá

svona mikill ófriður og hamagangur í pólitíkinni, þegar flokkarnir eru meira og minna að róa á sömu mið? Ég get mér þess til að það sem aftrar annars góðu fólki til að slíðra sverðin og stokka upp úrelta flokkapólitík sé sagan, hagsmunirnir og völdin. Í fyrsta lagi er sagan og hefðin rík í fari okkar Íslendinga og gildir það jafnt um stjórnmálaflokka sem önnur félög, samtök og tryggðarbönd. Við höldum tryggð við gamla íþróttafélagið, skátafélagið, kvenfélagið o.s.frv. Í öðru lagi nefni ég hagsmunina. Fjöldi fólks hefur hag að því að styðja tiltekinn flokk, á þar athvarf og greiða leið að foringjum og fyrirgreiðslu. Sú hagsmunagæsla gengur jafnvel í erfðir! Í þriðja lagi eru það völdin, sem stjórnmálaflokkar sækjast eftir, völdin til að ráða og komast í nefndir og stjórnir og að kjötkötlunum. Já, það eru auðvitað völdin sem lokka. Halda völdum, halda um stjórnartaumana. Sem allra lengst. En gallinn við langvarandi völd er sá, að valdamennirnir eru misgóðir eins og gengur og gerist um okkur flest. Og svo er hitt að völdin spilla. Þau má vefja sér um fingur og misnota. Völd reyna á þolrifin að því leyti að því lengur sem þau vara því

meiri værukærð, hroki og drambsemi. Aðrar skoðanir eru illa þokkaðar, gagnrýni eru ónot, andstaða eru svik. Jú, jú allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir! Hversu marga þekkjum við sem beygja sig fyrir valdinu, hneygja sig í duftið og koma sér í mjúkinn hjá ráðamönnum? Undirgefni og auðmýkt. Það eru fylgifiskarnir. Þannig sogar valdið til sín meiri völd og sama fólkið fer að líta á sig

Ellert B. Schram, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, skrifar: sem eðalborna yfirstétt og valdið gengur í erfðir og valdsmennirnir missa sjónar á þeim greinarmun sem er á embættinu, sem þeir gegna og sinni eigin persónu.Valdið, það er ég, sagði keisari Lúðvík. Þetta á við um einstaklinga með hverskonar völd og mannaforráð, í félögum, fyrirtækjum, flokkum og stjórnum og ekki síst í sjálfri landsstjórninni. Langvarandi seta við stjórnvöl eða nægtarborð, daglegt og árvisst vald til að eiga síðasta orðið

leiðir til kæruleysis, geðþótta og rembu, þess sem þar trónar. Minn er mátturinn og dýrðin. Þetta á við um okkur öll, alla flokka. Það er engum hollt að sitja of lengi að kjötkötlunum. Það er eðli lýðræðisins og lögmál þess að aftra slíku ástandi eða að minnsta kosti gera tilraun til að breyta því. Til þess eru kosningar, til þess er okkur gefið tækifæri á fjögurra ára fresti til að skipta um fólk í brúnni, hleypa nýjum sjónarmiðum að, nýju fólki, þannig að enginn sé endalaust og ævarandi að drottna yfir og ráðskast með lifskjör okkar og væntingar. Aflgjafi heilbrigðs og heiðarlegs samfélags er dómgreind okkar og réttur (jafnvel skylda) um að halda valdhöfunum við efnið og skipta þeim út með reglulegu millibili. Aðhaldið felst í því að það gangi enginn að völdum sínum vísum. Sextán ár er langur tími. Ellert B Schram höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík norður

Aukum lífsgæðin í Reykjavík - spennandi tímar framundan Birna K. Jónsdóttir.

Nýr formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 22. febrúar sl. að skipa Birnu K. Jónsdóttur formann Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals í stað Steinarrs Björnssonar sem látið hefur af störfum vegna brottflutnings.

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á starfssvæði þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. Þriðjudaginn 20. mars hélt borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík blaðamannafund og kynnti frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2008-2010 undir yfirskriftinni - Aukum lífsgæðin í Reykjavík. Í áætluninni kemur m.a. fram: - Framkvæmdir verða hafnar við tvo nýja grunnskóla, Norðlingaskóla og Sæmundarskóla og er áætlað að þeim verði lokið á tímabilinu. - Nýr leikskóli verður byggður í tengslum við Norðlingaskóla og einnig verða hafnar framkvæmdir við tvo til þrjá leikskóla í nýjum

hverfum við Úlfarsfell. - Framkvæmdir eru áætlaðar við breytingar og endurbætur á safnahúsnæði Listasafns Reykjavíkur og við ýmsar fasteignir Árbæjarsafns. - Gert er ráð fyrir framkvæmdum við nýja íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Einnig eru áætlaðar byggingaframkvæmdir á íþróttasvæði Fylkis. Áfram verður unnið að gerð sparkvalla í hverfum borgarinnar. - Í Úlfarsárdal er fyrirhugað að gera lóðir fyrir um 1000 íbúðir byggingarhæfar á ári. Miklar framkvæmdir eru því fyrirhugaðar á starfssvæði þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og spennandi tímar framundan.

Við færum þér fréttir úr Árbæ og Grafarholti. Lifandi vefur með nýjustu fréttir og upplýsingar um alla þá þjónustu sem veitt er af Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Kynntu þér málið og vertu áskrifandi af fréttum. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavik. Sími: 411 1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.

Ég um mig Einstök kona

Fyrirtækið Ég um Mig heldur námskeið sem er í senn líkamsrækt og fyrirlestrar í sex vikur, tvisvar í viku. Einstaklingur fer í 1 kl tíma í líkamsrækt hjá Heilsuakademíunni í Egillshöll og fær létta næringu á eftir. Konan fær að kynnast ýmsum tegundum af líkamsrækt t.d. joga - þrek-sjálfsvörn ofl. Að lokinni líkamsrækt tekur við fyrirlestur í 1-1,5 tíma þar sem úrvals fagfólk fræðir konurnar um ýmsa þætti sem koma upp eftir skilnað. Námskeiðið ,,Ég um mig.’’: 1. Heilsuakademían Egilshöll: Leikfimi sem styrkir líkamann og veitir útrás. 2. Sálfræðingur: Gréta Jónsdóttir fer yfir sorgarferlið og sjálfsmat. 3. Prestur: Þórhallur Heimisson. Samskipti kynjanna eftir skilnað. 4. Lögfræðingur: Hrefna Friðriksdóttir, Barnaverndastofu. Grunnatriði um hjúskap, sambúð, skilnað, forsjá barna og umgengni. 5. Fjármálaráðgjafi: Garðar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Fjármálaþjónustunnar ehf. Hvað hefur kona sem er með fjármálin í lagi tileinkað sér umfram þá sem eiga í erfiðleikum? 6. Uppeldisfræðingur: Ólöf Ásta Farestveit. Uppbygging á sjálfsmati barna. 7. Kvennaathvarfið:. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra í kvennaathvarfi. Mörk í samskiptum. 8. Stilisti: Anna og útlitið. Anna F. Gunnarsdóttir og Ósk Aradóttir. Klæðnaður og litgreining. 9. Snyrtistofan Mist: Gyða L. Kristinsdóttir, snyrtifræðingur og föðunarmeistari. Umhirða og snyrting. 10. Helga Braga leikkona: Daður fyrir þig. Það er svo gott fyrir sjálfsmyndina að kunna að daðra og taka við daðri. Njóta þess að vera til. 11. Edda Björgvinsdóttir leikkona: Jákvæðni, húmor og sjálfstyrking. Eitthvað sem allir þurfa. 12. Sigrun Nikulás, sölu- og markaðsstjóri Íslandsflökkurum. Náttúran og ég. Boðið verður upp á barnapössun á staðnum ásamt léttum kvöldverði fyrir börnin fyrir vægt verð. Fyrsta námskeiðið er 10. apríl. Allt eru þetta fagmenn á sínu sviði. Ekki er verið að hugsa námskeiðið sem endanlega lausn fyrir einstakar konur, öllu heldur sem góða byrjun á nýju og betra lífi. Þetta er tækifærið sem þú ert búin að bíða eftir. Skráning fer fram á egummig.is Gyða Laufey Kristinsdóttir og Magðalena Ósk Einarsdóttir.


Skírdagur

Föstud. langi

Laugardagur

Páskadagur

Annar í Páskum

5. apríl

6. apríl

7. apríl

8. apríl

9.apríl

ÁRBÆJARLAUG

kl. 8-22

kl. 10-18

kl. 08-22

kl. 10-18

kl. 08-22

BREIÐHOLTSLAUG

kl. 10-18

Lokað

kl. 08-20

Lokað

kl. 10-18

GRAFARVOGSLAUG

kl. 10-18

Lokað

kl. 08-20.30

Lokað

kl. 10-18

KLÉBERGSLAUG

kl. 11-17

Lokað

kl. 11-17

Lokað

kl. 11-17

LAUGARDALSLAUG

kl. 8-22

kl. 10-18

kl. 08-22

kl. 10-18

kl. 08-22

SUNDHÖLLIN

kl. 10-18

Lokað

kl. 8-19

Lokað

kl. 10-18

VESTURBÆJARLAUG

kl. 10-18

kl. 10-18

kl. 08-20

kl. 10-18

kl. 10-18


14

Fréttir

Árbæjarblaðið

Páskaeggjaleit Í Elliðarárdalnum laugardaginn 7.apríl kl. 14.00 við gömlu Rafstöðina.

Krakkar, mömmur, ömmur, pabbar og afar

Sjálfstæðisfélögin í Árbæ og Breiðholti efna til páskaeggjaleitar í Elliðarárdalnum 7. apríl kl. 14:00. Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá súkkulaðiegg Leiktæki og hoppukastali verða á staðnum Keppt verður í húllakeppni Munið að taka með körfur eða poka undir eggin Hittumst hress Allir velkomnir Stjórnir sjálfstæðisfélagnna í b Árbæ og Breiðholti.

Hvað á kirkjan í Grafarholti að heita? Á dögunum birtist grein í Morgunblaðinu um nafn kirkjunnar í Grafarholti. Var greinin að öllu leyti unnin út frá upplýsingum á heimasíðu kirkjunnar. Fyrirsögn Moggagreinarinnar góðu var "Áformað er að nefna kirkjuna í Grafarholti eftir konu," og vakti fréttin allnokkur viðbrögð, ekki síst meðal bloggara í Grafarholti, sem tóku það óstinnt upp að búið væri að keyra í gegn nafn á kirkjuna án þess að spyrja kóng né safnaðarmeðlim. Hið rétta er, að það er búið að hugsa mikið, en ekki ákveða neitt. Arkitektar hafa nú skilað af sér hugmyndum um byggingu nýrrar kirkju og því styttist í að fyrir liggi ákvörðun um byggingu hennar. Í ljósi alls þessa datt prestinum, sr. Sigríði, í hug að gaman væri að fá fram hugmyndir frá Grafarholtsbúum, og öðrum, um nafn á kirkjuna og stofnaði því bloggsíðu þar sem fólk gæti stungið upp á hinum ýmsu nöfnum og rætt kosti þeirra og galla. Þannig er það tryggt að raddir þeirra sem hafa áhuga á málinu og hinum ýmsu nöfnum heyrist. Bloggsíðuna er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan eða með því að fara beint inn á bloggsíðuna sjálfa, http://kirkjagrafarholts.blog.is. Það er enginn vandi að blogga!

Hraðferð fyrir nemendur Árbæjarskóla Árbæjarskóli ætlar frá og með næsta hausti að bjóða nemendum í 8.,9. og 10. bekk að ljúka efstu bekkjum grunnskóla á tveimur árum í stað þriggja. Með þessu er verið að auka valkosti nemenda með sveigjanlegri skilum milli grunn- og framhaldsskóla og komið til móts við þarfir þeirra sem hafa getu til að fara hraðar í gegnum grunnskólann. Þessi valkostur byggir m.a. á tillögum starfshóps um sveigjanleg skólaskil sem nýlega var kynnt í menntaráði. Tveir aðrir skólar í Reykjavík munu einnig bjóða sínum nemendum upp á þessa hraðferð en það eru Hagaskóli og Rimaskóli.


15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árlegt maraþonhlaup Félags maraþonhlaupara:

Árbæingar í tveimur verðlaunasætum Árlegt maraþonhlaup FM, sem er skammstöfun fyrir Félag Maraþonhlaupara fór fram á dögunum. Allir sem hlaupa maraþon gerast sjálfkrafa félagar í þessu félagi. Félagið heldur síðan utan um maraþonskrána sem er skrá yfrir alla þá sem hafa hlaupið maraþon. FM heldur tvö maraþon á ári þ.e. í mars og október og auk þess er boðið upp á hálft maraþon. Að þessu sinni hlupu 20 heilt maraþon, þar af tvær konur og 83 hálft maraþon, 56 karlar og 23 konur. Hlaupið fór fram laugardaginn 17. mars í ágætu veðri en þó gekk á með éljum öðru hvoru en létti til á milli. Hlaupaleiðin lá frá Toppstöðinni í Elliðaárdal yfir stokkinn og inn Fossvogsdalinn. Við Nauthól var beygt til hægri meðfram Öskjuhlíðinni út að Loftleiðahóteli og síðan veginn tilbaka að Nauthól. Þá var beygt til hægri og haldið áfram eftir stígnum út að Ægisíðu. Þar var snúið við til móts við grásleppuskúrana og farin sama leið tilbaka. Þessi leið var farin einu sinni í hálfu maraþoni og tvisvar í heilu. Drykkjarstöðvar voru við snúninginn, Nauthól og í markinu. Í markinu var búið að reisa tjald og þar var tekið á móti hlaupurum með snittum og heitu kakói. Jóhann Kristjánsson, eini maraþonhlauparinn sem er ekki í félaginu, sá um þetta. Um þetta má lesa nánar á síðu ritara FM, Gísla Ásgeirssonar þýðanda: http://malbein.net/blog/

Á efstu myndinni eru þrír efstu menn í maraþonhlaupinu. Frá vinstri: Rúnar Sigurðsson, sem varð í öðru sæti, sigurvegarinn Lars Peter Jensen frá Danmörku og Pétur Helgson í þriðja sæti. Þeir Rúnar og Pétur eru þekktir hlaupagarpar í Árbænum.

Í myndinni til hægri: Rúnar og Pétur léttir í lund og á fæti þegr aðeins 3 km voru eftir af hlaupinu. Fögnuður í endamarki.

g e l i ð e a l g e G l i ð e l G pájóskl!a!

10% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

s ú h a t t o Þv

GGlleeððilielegga pájsókl!a!

Þvo ttah ús

Hreinsum samdægurs ef óskað er. Þjónusta í 40 ár. Starfrækjum þvottahús og leigjum út teppahreinsivélar Fljót og góð þjónusta - Opið 08.00 - 18.00 og laugardaga 11.00-13.00 - Sími 567-1450


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Jöfn tækifæri í Reykjavík Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun um að bæta þjónustu við fatlaða Reykvíkinga. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum borgarinnar og sér um að flytja fatlaða borgarbúa á milli staða, íbúa sem ekki geta nýtt sér almenningsvagna. Skrefið sem ákveðið var að stíga, var að gefa fötluðum kleift að panta sér ferð samdægurs, með þriggja klukkustunda fyrirvara og geta þannig tekið ákvörðun um það í hádeginu vilji þeir bregða sér af bæ í eftirmiðdaginn. Áður höfðu reglurnar sagt til um að panta þyrfti ferðir með dags fyrirvara. Baráttusamtökin Sjálfshjálp, Öryrkjabandalag Íslands og

Landssamtökin Þroskahjálp unnu í nánu samstarfi við Velferðarráð á síðasta kjörtímabili að þróun þjónustunnar og lýstu yfir ánægju með það frelsi sem fatlaðir öðluðust þegar þeir gátu pantað sér ferðir með stuttum fyrirvara.

Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur nú ákveðið að stíga skref til baka frá því sem samþykkt var á síðasta

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi og formaður Borgarmálaráðs Samfylkingarinnar, skrifar:

Í Mannréttindastefnu borgarinnar segir: ,,Unnið skal markvisst að því að gera fötluðum kleift að taka virkan þátt í borgarsamfélaginu." Einnig segir í sömu stefnu: ,,Fatlaðir eigi jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir."

kjörtímabili. Draga á til baka að allir fatlaðir einstaklingar sem njóta ferðaþjónustu fatlaðra geti pantað ferðir samdægurs.

Þó kemur hluti samkomulagsins til framkvæmda 1. maí 2007, þeir sem bundnir eru hjólastól og þeir sem illmögulega geta nýtt sér almenna leigubíla fá samdægurs þjónustu en þetta er bara um þriðjungur þeirra sem nota þjónustuna.

Þeir sem falla undir þennan flokk þurfa að greiða fyrir þjónustuna 500 krónur aukalega. Bíóferðin verður því býsna dýr fyrir þennan hóp Reykvíkinga sem seint verður talin með þeim efnameiri. Hagsmunasamtök fatlaðra hafa ítrekað lýst yfir ánægju sinni með að áður samþykkt samkomulag sé dregið til baka. Í ár er Evrópuár jafnra tækifæra. Fatlaðir í Reykjavík fá kaldar kveðjur frá borgaryfirvöldum í byrjun þess árs. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi er formaður Borgarmálaráðs Samfylkingarinnar

Parafin wax meðferð fyrir hendur fylgir með litun og eða strípum í apríl

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


17

Fréttir

Árbæjarblaðið

Skráning í frístundaheimili fyrir skólaárið 2007-2008 ÍTR rekur frístundaheimili við grunnskóla í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti. Frístundaheimilin eru fyrir börn í 1-4. bekk. Þann 26. febrúar sl. hófst skráning fyrir skólaárið 2007-2008. Sótt er um dvöl á frístundaheimili á rafrænu formi á vefslóðinni www.rvk.is. Sækja þarf um dvöl fyrir hvert skólaár því börn skrást ekki sjálfkrafa á frístundaheimila milli skólaára. Börn sem eru að hefja skólagöngu haustið 2007 og sækja um frístundaheimili fyrir 1. apríl 2007 hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum ÍTR frá og með næsta hausti. Ennfremur njóta börn sem hafa sérstakar aðstæður forgangs, skv. vinnureglum sem ÍTR setur sér. Ekki er hægt að tryggja börnum dvöl í frístundaheimili fyrr en tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Frístundamiðstöðinni Árseli Rofabæ 30 s: 567-1740. Með von um ánægjulegt samstarf. Elísabet Þ. Albertsdóttir, deildarstjóri barnsviðs

Sólveig Reynisdóttir afhendir Erni Hafsteinssyni styrkinn.

Hverfisráð Árbæjar styrkir Fylki í tilefni 40 ára afmælis Í framhaldi af umræðu í lok ársins 2006 samþykkti Hverfisráð Árbæjar á fundi sínum þann 30. janúar sl. að veita Íþróttafélaginu Fylki 300.000 kr. styrk í tilefni að 40 ára afmæli félagsins á þessu ári. Styrkur-

inn skal renna til barna- og unglingastarfs félagsins. Íþróttafélagið Fylkir mun fagna þessu stórafmæli sínu með ýmsum hætti á árinu en stórhátíð verður á sjálfan afmælisdaginn þ. 28. maí n.k.

sem er annar í hvítasunnu. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Sólveig Reynisdóttir, afhenti framkvæmdastjóra félagsins, Erni Hafsteinssyni, styrkinn.

Á frístundaheimilum er margt gott í boði fyrir krakkana.


18

Atvinnuhúsnæði óskast til leigu

Fréttir

Árbæjarblaðið

Auglýsing

Ca 50-80 fermetra verslunar- eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu. Uppl. í síma 699-1322 / 698-2844

Tek að mér þrif í heimahúsum Uppl. í síma 698-1316

Tölvubúnaður – Eftirlitsmyndavélar Þjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. BST Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760 www.bst.is

Útibú BYRS í Árbæ, miðstöð ráðgjafar og þjónustu.

SPV fær nýtt nafn og enn meiri meðbyr Sparisjóður Árbæinga, sem hefur verið nefndur SPV, hefur fengið nýtt nafn. Nýja nafnið Byr - sparisjóður endurspeglar það sem sparisjóðurinn hefur staðið fyrir. Orðið byr er komið úr sjómannamáli og merkir að fá byr í seglin, byr er hagstæður vindur sem ber fleyið áfram. Það er jákvætt í eðli sínu og gjarnan er rætt um að hugmynd fái góðan byr þegar henni er vel tekið. Byr er sá sem ber eða hreyfir eitthvað áfram og endurspeglar orðið því hreyfingu. Nafnið er íslenskt og er skylt sögninni að bera. Sparisjóðurinn Byr er, eins og fyrirrennararnir, framsækið og vaxandi fjármálafyrirtæki sem býður einstaklingum, fyrirtækjum, félögum og húsfélögum faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu.

Með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur myndast enn sterkara fjármálafyrirtæki með aukinn kraft sem skilar sér beint til viðskiptavina. Fjölskylduhátíð Byrs - sparisjóðs á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl n.k. mun Byr - sparisjóður í samvinnu við Fylki, ÍTR, Póstinn, Árbæjarbakarí og Vífilfell fagna sumri með öllum Árbæingum. Hátíðin verður haldin í verslunarmiðstöðinni Ásnum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Með bestu kveðjum, Starfsfólk Byrs - sparisjóðs

Spönginni

Sími: 5 700 900

Árbæingar fagna sumri þann 19. apríl nk. í verslunarkjarnanum Ásnum. Myndin er frá hátíðahöldunum á sumardaginn fyrsta í fyrra.


19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbærinn þarf sterka rödd - Samfylkingin stofnar hverfafélag á fimmtudag Fyrsta hálfa ár nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur undirstrikar mikilvægi þess að veitt verði öflugt og uppbyggilegt aðhald þegar málefni hverfanna eru annars vegar. Ekki á þetta síst við um Árbæjarhverfi. Það sannaðist þegar Norðlingaholt, Selás, Árbær og Ártúnsholt voru sérstakur skotspónn í vanhugsuðum sparnaðaraðgerðum stjórnar Strætó bs. síðast liðið sumar þegar hraðleiðin, S5, var lögð af.

Íbúar stóðu gegn skerðingu strætó Með samstilltu átaki stórs hóps íbúa og Samfylkingarinnar í borgarstjórn tókst að hrinda niðurskurðinum, að hluta, þannig að S5 keyrir nú á álagstímum. Enn hefur tillaga Samfylkingarinnar um að Árbærinn fá sambærilega strætisvagnaþjónustu og önnur hverfi og bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu hins vegar ekki fengist afgreidd.

Pylsuvagn við Árbæjarlaug - samráði við Fylki hafnað Skipulag sem gerir ráð fyrir pylsuvagni við Árbæjarlaug var nýverið samþykkt í borgarstjórn þrátt fyrir mótmæli. Óánægja hafði komið fram meðal íbúa og á vettvangi Fylkis.

Það sem var sérstakt við afgreiðslu borgarstjórnar var að þeirri tillögu Samfylkingarinnar að haft yrði samráði við Fylkismenn var fellt af meirihluta borgarstjórnar. Kann ég varla nokkur fordæmi slíkra vinnubragða. Öllum hlýtur þó að vera ljóst að það er engum í hag að hefja slíkan rekstur með óleyst deilumál í farteskinu og það þarfnast sérstakra skýringa sem enn hafa ekki fengist hvers vegna einfaldri ósk um samráð var hafnað. Eða einsog einhverjum varð að orði á göngum ráðhússins: Hvernig haldið þið að brugðist hefði verið við ef þessi beiðni hefði komið frá KR en ekki Fylki? Svona eiga stjórnmál ekki að vera.

Skorið niður til hverfablaða og hverfaráða Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar skar meirihlutinn niður allt styrkjafé hverfaráða og þar með hverfablaða. Í stað faglegra vinnubragða og ákvarðana þar sem best tengsl eru við hverfin sjálf er búið að koma upp sovésku biðraðakerfi á skrifstofu borgarstjóra til að betla fé. Samfylkingin lagði þó til að hverfablöðin yrðu áfram styrkt og varð það að veruleika eftir að meirihlutinn hafði séð að sér. Hverfaráðin sitja

hins vegar vængstýfð eftir, ásamt hverfahátíðum, útgáfu á bæklingum um tómstundir í hverfinu og öðru sem notið hefur styrkja hverfaráðsins á undanförnum árum.

Dagur B. Eggertsson, fulltrúi í hverfisráði Árbæjar, skrifar:

Árbærinn - fyrirmyndarhverfi Ég hef lengi talað fyrir því að Árbæjarhverfi setji sér það markmið að vera fyrirmyndarhverfi í einu og öllu. Til þess hefur það alla burði: öflugar og metnaðarfullar skóla og þjónustustofnanir, innviði, félagsauð og langa hefð fyrir góðu samstarfi þeirra fjölmörgu sem koma að framfaramálum innan hverfisins. Til að viðhalda því að vera fyrirmyndarhverfi þarf þó að vera sífellt vakandi fyrir því sem vel er gert - og viðurkenna það að verðleikum - og huga að hinu sem betur gæti farið.

Samfylkingarfélag stofnað í Árbæ Til að skapa vettvang fyrir jafnaðarmenn í Árbæ, pólitíska umræðu um málefni hverfis-

ins og auka kraftinn í flokksstarfi Samfylkingarinnar verður efnt til stofnfundar hverfisfélags Samfylkingarinnar í Fylkishöllinni á fimmtudag kl. 20.00. Formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flytur ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar. Á laugardaginn efnir Samfylkingin síðan til göngu um Elliðaárdalinn og verður lagt upp frá gömlu rafstöðinni kl. 13.00. Vonast ég til að sjá sem flesta!

Fylkismenn komu færandi hendi - gáfu 100 börnum á sex leikskólum töskur og húfur í tilefni 40 ára afmælis félagsins

Íþróttafélagið Fylkir gaf á dögunum elstu börnunum í leikskólum hverfisins Fylkistösku og Fylkishúfu. Leikskólarnir eru 6 talsins með rúmlega 100 krakka sem hefja skólagöngu í haust. Einnig fylgdu með upplýsingar um það mikla starf sem Íþróttafélagið býður krökkum á þessum aldri upp á. Tilefnið var meðal annars 40 ára afmæli félagsins á þessu ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum voru krakkarnir mjög ánægð með þessa nytsamlegu gjöf.

Þessar dömur í Rofaborg voru mjög sáttar.

Kátir krakkar á Blásölum með sínar gjfir.

Krakkarnir í Kvarnaborg voru ánægð með gjafirnar.

Þessir krakkar á Heiðaborg voru ánægð með húfurnar og töskurnar.

Krakkarnir á leikskólanum Árborg settu að sjálfsögðu upp Fylkishúfurnar.

Á Rauðaborg tóku þessir krakkar við gjöfunum frá Fylki.


Nú hefur myndast nýr meðbyr í persónulegri fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki

BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.