Page 1

11. tbl. 4. árg. 2006 nóvember

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Fjör á leiksýningu Landsbankans Fjöldi Árbæinga lagði leið sína í útibú Landsbanka Íslands sl. þriðjudag þegar bankinn bauð upp á leiksýninguna ,,Brot úr sögu banka’’ í útibúi bankans við Klettháls. Sjá nánar á bls.10. ÁB-mynd PS

Vantar þig jólagjöf fyrir veiðimann? Kíktu þá á Krafla.is

Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

Gröfum nafn veiðimanns á boxið - Uppl. í síma 698-2844 Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Nýtt og glæsilegt kaffihús - Hraunbæ 119 - S: 567-8700


2

Fréttir

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Grafarholtið Þetta fallega hverfi er nú sem næst fullbyggt og aðeins nokkrar íbúðir ófrágengnar. Í næsta nágrenni styttist í að fyrstu húsin fari að taka á sig mynd í Úlfarsárdal. Þar hefur fyrirhugaður fjöldi húsa verið skorinn verulega niður og þéttleiki byggðarinnar minnkaður og fannst mörgum ekki vanþörf á. Íbúar í Grafarholti hafa nú eignast sitt eigið hverfisráð en þar er um að ræða ráð sem er umsagnaraðili um mál tengd hverfinu. Mörgum finnst vægi hverfisráða í borginni verulega ábótavant og ekki erfitt að taka undir þau sjónarmið. En nú sitja íbúar í Grafarholti við sama borðið og íbúar í öðrum hverfum borgarinnar hvað þetta varðar. Rétt er að hvetja íbúa Grafarholts til að snúa sér til hverfisráðsins með áhugamál sín og athugasemdir. Þá viljum við á Árbæjarblaðinu hvetja íbúa í Grafarholti, Norðlingaholti og verðandi íbúa í Úlfarsárdal til að vera í sambandi við okkur. Benda okkur á athyglisvert fréttaefni og senda okkur greinar um það sem ykkur liggur á hjarta. Árbæjarblaðið er blað allra íbúa í Árbæjarhverfi sem eins og kunnugt er nær yfir Árbæinn, Grafarholt og Úlfarsárdal og Norðlingaholt. Eins og algengt hefur verið með hverfi sem er að slíta barnsskónum er margt sem betur má fara í dag í nýju hverfi eins og Grafarholti. Fyrst skal nefna samgöngumál en almenningssamgöngur í hverfinu eru enn í ólestri og er brýnt að úr þeim verði bætt sem fyrst. Einnig mætti nefna heilsugæslumál, en íbúar í Grafarholti þurfa í dag að sækja þjónustu í heilsugæsluna í Árbæ. Er hún fyrir margt löngu alltof lítil stofnun til að ráða við íbúafjöldann í gamla Árbænum hvað þá þegar við bætast heilu hverfin eins og Grafarholt, Norðlingaholt og síðar íbúarnir í Úlfarsárdal. Hér er úrbóta þörf og vonandi verður ekki löng bið eftir markvissum aðgerðum. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Árbæjarblaðið

Aðgerða er þörf Um fátt er meira talað hér á landi þessa dagana en innflytjendur. Sívaxandi fjölda útlendinga á Íslandi. Sitt sýnist hverjum eins og gengur en framganga þingmanna Frjálslynda flokksins undanfarna daga hefur komið hreyfingu á málin og valdið því að varla er um annað talað, hvar sem maður kemur. Stjórnmálamenn í öðrum flokkum en Frjálslynda flokknum eru greinilega mjög varkárir og varir um sig. Saka reyndar þá sem helst tjá sig um málin um kynþáttafordóma. Reyndar er það svo að um leið og einhver tjáir sig opinberlega um þessi mál og vill gera eitthvað til að sporna við miklum straumi útlendinga til landsins þá er rasistastimplinum samstundis skellt á viðkomandi. Þetta, öðru fremur, kemur í veg fyrir að þessi mál séu rædd af einhverju viti í þjóðfélaginu. Menn geta svo deilt endalaust um það hvort einhver ástæða er til að ræða þessi mál yfirleitt og gera eitthvað í því ástandi sem nú blasir við. Hvaða ástand er það? Menn virðast vera sammála um að 7-8 þúsund útlendingar hafi komið til landsins síðan 1. maí á þessu ári. Við heyrum kvartanir yfir gríðarlegum fjölda útlendinga í

verslunum og þjónustufyrirtækjum, strætóbílstjórum og svona mætti lengi halda áfram. Fólk kvartar fyrst og fremst yfir því að þetta ágæta folk sé algjörlega mállaust, skilji ekki né tali íslenska tungu. Ekki ætla ég að taka afstöðu hér í þessu viðkvæma máli. Ég er hins vegar fylgjandi því að farið verði í átak til að tryggja þessu fólki kennslu í íslensku. Það er algjört grundvallaratriði. Mér er illa við að tala við afgreiðslufólk í verslunum hér á ensku eða nota fingramál í versta falli. Ef við sleppum íslenskukennslunni þá hef ég mestar áhyggjur af því hvað muni gerast þegar samdráttur gerir vart við sig í þjóðfélaginu. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum

um annað að ræða, Íslendingar vilji ekki umrædda vinnu. Þetta kann að vera rétt. Getur verið að ástæðan fyrir því sé einfaldlega sú, að launin séu alltof lág? Spyr sú sem ekki veit. Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til að leysa þessi innflytjendamál á skynsamlegum og yfirveguðum nótum. Menn sem eru með upphrópanir og brigslyrði ná ekki eyrum fólks. Ráðamenn þjóðamenn, þar með taldir alþingismenn okkar, verða að geta rætt þessi mál opinskátt og málefnalega án þess að þeir séu stimplaðir rasistar og eitthvað þaðan af verra. Ég hef á tilfinningunni að mikill meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að gripið verði til aðgerða í þessum málum. Böndum verði komið á streymi útlendinga til landsins og þar til bær yfirvöld geti haldið utan um þessi mál. Grundvallartriðið, íslenskukennslan, verður að vera til staðar. Þá er ég viss um að við getum búið í sátt og samlyndi við fólk af erlendum toga á Íslandi um aldur og ævi. Ef okkur tekst hins vegar ekki að kenna þessu ágæta fólki íslenskuna þá lýst mér hins vegar ekki á blikuna. Stórhöfði

STÓRhöfði skrifar: mínum vegna frétta sem nýlega bárust frá vinnumarkaðnum. Nánar tiltekið frá Akranesi. Þar hefur 20 íslenskum byggingaverkamönnum verið sagt upp störfum og þeir fullyrða að ráða eigi erlenda starfsmenn í þeirra stað. Vonandi er þetta ekki rétt. Þeir sem ráðið hafa útlendinga í vinnu benda á að ekki sé

Loksins - loksins meistaraflokkur kvenna í handbolta hjá Fylki:

Vantar stuðning Langþráður draumur hjá handboltastelpum í Fylki hefur ræst . Í haust var stofnaður meistaraflokkur kvenna í handbolta hjá Fylki. Ákveðið var að byrja þátttöku í 2. deild meistaraflokks vegna þess að uppistaðan í liðinu eru stúlkur fæddar ´89 og ´90 ásamt einni ´88. Kjarninn í liðinu er búinn að spila saman frá 9 ára aldri, fyrst undir handleiðslu Ómars Arnars Jónssonar en frá hausti 2005 hefur Guðríður Guðjónsdóttir landsþekkt handboltakona séð um þjálfun flokksins. Þátttaka í 2. deild meistaraflokks er kærkomið tækifæri fyrir stelpurnar til að eflast enn frekar með því að takast á við fjölbreyttari og öflugri andstæðinga. Fyrsti leikur meistaraflokks var við Hauka á Ásvöllum sem þær unnu með glæsibrag. Þær hafa þegar spilað 5 leiki og unnið 3. Greinilegt er að þessi auka þjálf-

Stúlkurnar í meistaraflokki Fylkis fá nú loksins verðug verkefni að glíma við. einnig eftir stuðningi fyrirtækjanna unglinga- eða meistaraflokksleikjun sem þær fá við að spila upp fyrir á svæðinu bæði í formi styrkja og um. sig í meistaraflokki er að skila sér í vinnu. Þær hafa verið duglegar að Þátttaka í meistaraflokki krefst betri og hraðari handknattleik og taka að sér ýmis störf svo sem vörpeninga og þar kreppir skórinn að. við hvetjum alla til að fylgjast með á utalningar, átöppun á vatni,vinnu á Handboltastelpurnar í Fylki biðla heimasíðu Fylkis (www.fylksýningum o.fl. og eru tilbúnar í ýmtil íbúa á Fylkissvæðinu um stuðnir.com/handbolti) og koma og hvetja iss konar störf í til styrktar meistaring í fjáröflunum sínum og óska þær stelpurnar okkar hvort sem er á

aflokki kvenna í handbolta. Þetta er hópur af hressum, góðum og duglegum stelpum eins og myndin ber með sér. Næsta fjáröflun handknattleiksdeildarinnar er hið vinsæla villibráðarkvöld Fylkis 18. nóvember.


4

Matur

Árbæjarblaðið

Pizza sem klikkar ekki - að hætti Ragnheiðar og Hjalta

Uppskrift af Pitsu sem þykir mjög góð.

Hrært saman og hnoðað og látið lyfta sér í 1 - 2 tíma.

Þessi uppskrift hefur þróast hjá okkur í mörg ár og verður betri ef einhvað er með árunum.

Álegg er eftir smekk hvers og eins, en hér á bæ þykir fólki gott að nota ananas, pepperoní og skinku, sem er sett ofan á ostinn.

Galdurinn við þessa pitsu er: - Þunnur botn. - Rétta kryddið. - Tómatpúrra. - Álegg ofan á ostinn. Uppskrift að deiginu er í raun og veru hvaða geruppskrift sem til er en það eru ekki notaðar neinar sérstakar mælieiningar í þessa. Uppskriftin er Ragnheiðar.

Matgæðingarnir Ragnheiður og Hjalti ásamt sonum sínum.

Uppskriftin gæti verið: 2 - 3 bollar hveiti. Örlítill sykur. ÁB-mynd PS

Aðferð: Fletjið út deigið á ofnplötu sem er búið að smyrja og passið að deigið sé mjög þunnt á plötunni. Þegar þetta er búið, setjið heila dós af tómatpúrru t.d. frá Hunts á deigið. Kryddið með Timijan, Basiliku og Oregano á tómatpúrruna. Setjið ost ofan á. Áleggið er sett ofan á ostinn, gott er að strá ofurlitlum pipar yfir og inn í ofn í ca. 20 - 25 mínútur við 180 gráða hita. Ef það eru afgangar af deigi er

Skora á Ragnheiði og Hjalta Ragnheiður Pálsdóttir og Hjalti Ólafsson í Viðarási 33a, skora á Önnu Lindu og Darra, Birtingakvísl 46, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í jólablaði Árbæjarblaðsins sem kemur út í desember. Gerpakki (eftir smekk). Salt. Þurra efninu er hrært vel saman og síðan er bætt út í olíu og volgu vatni.

Kíktu á nýtt og flott pöntunarkerfi www.stubbalubbar.is Kveðja, Guðrún, Hanna Lára, Helena Hólm, Karitas.og Helena E. Hárgreiðslustofa Helenu - stubbalubbar - Barðastöðum 1-5 Sími 586 1717 - stubbalubbar.is Opnunartími: mán-mið 10-18, fim 10-19 föst 10-18 laugard 10-16

gott að setja það í poka og inn í frysti. Þessi uppskrift klikkar ekki fyrir afmælisveislur. Verði ykkur að góðu, Ragnheiður og Hjalti.

Valbjörn í Árbæjarbakaríi, Hermann Bridde og diskurinn góði á veggnum.

100 ára kökudiskur í Árbæjarbakaríi

Á dögunum var settur upp á vegg í Árbæjarbakaríi forláta kökudiskur frá St.Regis Conditori sem var stofnað 1803 í Kaupmannahöfn. Ekki er vitað nákvæmlega síðan hvenær diskurinn er. Hann mun þó örugglega vera fáum árum yngri eða frá öndverðri 19. öld. Það var Hermann Bridde bakarameistari sem færði Árbæjarbakaríi þennan merkisgrip að gjöf í tilefni af því þegar Árbæjarbakarí opnaði glæsilegt bakarí í Ásnum við Hraunbæ. Þessi forni og merkilegi gripur er nú kominn upp á vegg í Árbæjarbakaríi og þar geta viðskiptavinir barið hann augum.


Frá Hverfisráði Árbæjar:

Náms- og starfsráðgjöf fyrir almenning á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Námsflokkar Reykjavíkur, í samstarfi við Þjónustumiðstöðar borgarinnar, bjóða íbúum Reykjavíkurborgar upp á náms- og starfsráðgjöf. Á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts starfar Gunnlaug Hartmannsdóttir náms- og starfsráðgjafi og er hægt að panta viðtalstíma hjá henni í síma 411-1200 eða 664-8485. ,,Svo lengi lærir sem lifir’’ segir gamalt máltæki og það er víst að aldrei hefur þetta átt betur við í nútímaþjóðfélagi. Breyttir tímar gera það að verkum að þau viðmið sem áður þóttu góð og gild, þegar talað var um nám og störf, hafa tekið miklum stakkaskiptum. Í dag þykir sjálfsagt að einstaklingar, jafnt ungir sem aldnir, taki sig upp og fari í nám, skipti um starfsvettvang auk þess sem sí- og endurmenntun eru hugtök sem nauðsynlegt er að temja sér ef fylgja á breyt-

ingum og þróun sem eiga sér stað í nútíma samfélagi. Námsflokkar Reykjavíkur hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að sinna fullorðinsfræðslu og í félagslegri menntastefnu borgarinnar kemur m.a. fram að: ,,...Reykjavíkurborg veitir þeim íbúum sem standa höllum fæti annað tækifæri til náms með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra.’’ Til að koma til móts við breytta tíma réðu Námsflokkar Reykjavíkur til sín tvo náms- og starfsráðgjafa í ársbyrjun 2006 og starfa þeir á Þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Ákvörðun um nám og starf er ein sú mikilvægasta sem einstaklingur tekur á lífsleiðinni. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem ný störf og nýjar leiðir í námi verða stöðugt til getur hins vegar verið erfitt að átta sig á öll-

um þeim valkostum sem eru í boði. Möguleikarnir eru nær óþrjótandi og það sem helst takmarkar val einstaklinga er skortur á upplýsingum. Til að fólk sé vel upplýst um þau tækifæri sem bjóðast er mikilvægt að sem flestir hafi aðgang að faglegri ráðgjöf því vel ígrundað náms- og starfsval eykur líkur á betri afköstum í námi og starfi og farsæld í lífinu almennt. Náms- og starfsráðgjafar eru sérfræðingar í öllu sem lýtur að námi og störfum og leggja áherslu á: - Að veita ráðgjöf og upplýsingar um nám og störf. - Að veita ráðgjöf og upplýsingar við náms- og starfsval. - Að aðstoða einstaklinga við að kanna áhuga þeirra, væntingar og hæfileika sem

Gunnlaug Hartmannsdóttir náms- og starfsráðgjafi. styrkt geta stöðu þeirra í námi, leik og starfi. - Að efla frumkvæði og sjálfstæði einstaklinga við að ákvarðanatöku og finna þær aðferðir og úrræði sem henta hverjum og einum best. Einstaklingar sem vilja kanna möguleika sína á námi og starfi eða hefja nám að nýju geta þannig leitað til náms- og starfsráðgjafa til að fá ráðgjöf til dæmis um náms- og starfsval, upplýsingar um nám og störf, kennslu í námstækni, fara í áhugasviðsgreiningu og fá aðstoð við gerð ferilskrár. Tímapantanir hjá náms- og starfsráðgjafa í síma 411-1200 / 664-8485.

Ábendingar og fyrirspurnir til Hverfisráðs Árbæjar er hægt að senda á netfangið: arbaer@arbaer.is

Starfið í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 er öflugt og líflegt.

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Bæjarhálsi 1 - 110 Rvk Opnunartími: 08.30 - 16.00 Sími: 411 1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is Heimasíða: www.reykjavik.is/arbaer www.reykjavik.is/grafarholt

Mikið framundan í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 Í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 er í boði fjölbreytt félagsstarf; s.s. almenn handavinna, glerskurður, postulínsmálun, útskurður, boccia, bridge, félagsvist, bingó, leikfimi ofl. Þetta starf fer fram alla virka daga frá kl. 09:00 16:30. Á næstu dögum og vikum verður fjölbreytt dagskrá í boði. Mánudaginn 13. nóv. kl. 11:00 verður fulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar með fræðsluerindi fyrir íbúa Árbæjar um ,,Örugg efri ár’’. Fjallað verður um öruggara heimili, brunavarnir, öryggishnappa, umferðina, hreysti, mataræði ofl. Fræðslufundurinn fer fram í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105. Miðvikudaginn 15. nóv. kl. 14:15

verður samskonar fræðslufundur haldinn fyrir íbúa Grafarholts í salnum Þórðarsveig 3. Fimmtudaginn 16. nóvember efnir félagsmiðstöðin til hópferðar, fyrir notendur Hraunbæjar og Þórðarsveigs, á leikritið ,,Viltu finna milljón?’’ í Borgarleikhúsinu og er tekið á móti skráningum í félagsmiðstöðinni til hádegis föstudaginn 10. nóv. Nánari upplýsingar eru veittar í félagsmiðstöðinni í síma 587 2888. Föstudaginn 8. desember verður jólafagnaður bæði í Hraunbæ og í Þórðarsveig. Þriðjudaginn 12. desember - opið hús. Nánar auglýst síðar. Miðvikudaginn 13. desember verður

farin óvissu jólaferð með notendum Aflagranda. Föstudaginn 15. desember verður jólabingó í Hraunbæ. Dagblöð liggja frammi alla daga og ávallt er kaffi á könnunni. Í félagsmiðstöðinni er salur sem tekur um 80 - 90 manns og geta félagasamtök í Árbæ, eða aðrir áhugasamir, fengið salinn leigðan undir starfsemi sína ef henta þykir. Nánari upplýsingar í síma 587 2888. Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 - félagsmiðstöðin í þínu hverfi - öllum opin.


... Í SPARNAÐI Þrískiptur sparnaður Glitnis VARASPARNAÐUR

NEYSLUSPARNAÐUR

LANGTÍMASPARNAÐUR

– til að mæta óvæntum fjárútlátum, t.d. ef bíllinn bilar eða húsnæðið þarfnast viðgerðar. Og já, líka ef börnin þurfa tannréttingar.

– til að safna fyrir öllu því sem hugurinn girnist, t.d. húsgögnum, heimilistækjum og utanlandsferðum. Eða bara fyrir því sem þú vilt!

– til að byggja upp fjárhagslega velgengni í framtíðinni, t.d. kaupa betra húsnæði eða sumarhús, fara í heimsreisu eða eiga fyrir menntun barnanna.

Ný aðferð til að ná betri árangri í sparnaði. Farðu í næsta útibú Glitnis eða á www.glitnir.is og kláraðu málið! FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Þorsteinn Þorsteinsson, útibússtjóri, bauð gesti velkomna.

Leiksýningin ,,Brot úr sögu banka’’ vakti mikla athygli og hrifningu í útibúi Landsbanka Íslands í Árbæ. Leikarar stóðu sig afburðavel og áhorfendur fylgdust spenntir með. ÁB-myndir PS

Fjölmargir gestir skemmtu sér konunglega.....

Gestum og gangandi boðið upp á leiksýningu í tilefni 120 ára afmæli Landsbanka Íslands:

Brot úr sögu banka ..og voru á öllum aldri.

Þann 1. júlí síðastliðinn voru 120 ár liðin frá því Landsbankinn hóf starfsemi, en þá opnaði bankinn fyrstu afgreiðslu sína í Bakarabrekkunni sem eftir það var nefnd Bankastræti. Vegleg afmælishátíð var haldin af þessu tilefni um land allt og í Reykjavík fór hátiðin fram í miðborginni að viðstöddum miklum fjölda fólks og myndaðist þjóðhátíðarstemming á svæðinu. Stjórn Landsbankans tók þá ákvörðun að halda upp á þessi tímamót með veglegum hætti og eiga há-

tíðarhöldin að standa yfir í eitt ár eða til 1. júlí á næsta ári.með margvíslegum hætti. Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem boðið hefur verið upp á er Farandleikhús Landsbankans sem sýnir verkið ,,Brot úr sögu banka’’ og er leikdagskrá í léttum dúr þar sem rakin er saga Landsbankans frá árinu 1886 til dagsins í dag. Leikhópurinn hefur að undanförnu ferðast á milli útibúa bankans hringinn í kringum landið. Verkið var sýnt í Árbæjarútibúi 7. nóvember s.l. að viðstöddum fjölda

áhorfenda. Sýningunni var frábærlega vel tekið og vakti verðskuldaða hrifningu þeirra sem á horfðu. Höfundur verksins er Felix Bergsson og leikstjóri Valur Freyr Einarsson. Leikararnir fóru á kostum í leik sínum en þeir voru Björgvin Frans Gíslason, Jakob Þór Einarsson og Kristjana Skúladóttir. Valdimar Kristjónsson stjórnaði lifandi tónlist. Að leiksýningunni lokinni kom síðan Sproti og skemmti yngsta fólkinu. Boðið var upp á kaffi og kökur eins og vera ber í afmælum.

Leikararnir fóru hreinlega á kostum.

Ilmandi kaffisopi og gott leikrit.

BLÁSTEINN OG BOLTINN, BJÓRINN Í BEINNI OG BILLANUM BÆTT Í BÚIÐ Blásteinn verður tvítugur á næsta ári og gengur því í endurnýjun lífdaga um þessar mundir. Gestir Blásteins eru beðnir velvirðingar á þessari röskun sem verður á starfseminni og er góðfúslega bent á GLERHÚSIÐ við hliðina

Gleðibankinn var auðvitað tekinn með stæl.

Viltu taka þátt í skemmtilegum leik um sjálfan þig?

Blásteinn hefur bætt Pool-borði í safnið Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á leiksýningu í banka.

Þorsteinn útibússtjóri til vinstri ásamt góðum gesti, Þór Símoni Ragnarssyni, fyrrum útibússtjóra Landsbankans.

Blásteinn og Árbæjarblaðið bjóða þeim sem þekkja sjálfan sig á ljósmyndum sem hanga uppi í GLERHÚSINU við Blástein upp á skemmtilegan leik. 834 Fylkiskrakkar og stálpaðir eru á ljósmyndunum og þeir sem finna sjálfan sig á myndunum setja nafn og símanúmer í ,,pottinn’’. Dregið verður um verðlaun og þrír heppnir lesendur Árbæjarblaðsins fá góðan glaðning. 1. Pizzuveisla fyrir fjölskylduna. 2. Hamborgaraveisla fyrir fjölskylduna. 3. Elsti þátttkandinn fær 3ja lítra bjórflösku.

Opnunartími: Mánudagur til fimmtudags 18.00 - 23.30. Föstudagur 17.00 - 02.00. Laugardagur 12.00 - 02.00. Sunnudagur 13.00 - 23.30


Frá Hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals:

Gott að búa í Grafarholti við að breytingar verði ekki að veruleika fyrr en eftir áramót. Félagsstarf eldri borgara í hverfinu hefur verið aukið og nú er boðið upp á leikfimi tvisvar í viku í Þórðarsveigi 1-5. Þar er bingó tvisvar í mánuði auk þess sem félagsráðgjafi býður upp á viðtöl í Þórðarsveigi hálfsmánaðarlega. Þá er enn frekari aukning á þjónustu í skoðun hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Mikið og blómlegt starf fer fram í leik- og grunnskólum, félagsmiðstöð unglinga og kirkju hverfisins og er ákaflega gaman að sjá hversu mikinn áhuga foreldrar sýna á því starfi og eru virkir í því. Það er alveg ljóst að með samhentu átaki foreldra, barna, grunn-

Það er gott að búa í Grafarholti, á því leikur enginn vafi. Hverfið er nú orðið fullbyggt og verið er að vinna við gangstétta- og göngustígafrágang í austurhluta hverfisins. Ingunnarskóli og lóðin umhverfis hann er fullbúin og samþykkt var borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag að Sæmundarskóli verði heilstæður skóli, þ.e. frá 1. upp í 10. bekk, á meðan fjöldi barna í hverfinu verður sem mestur en foreldrar hafa þrýst mikið á að þessi breyting næði fram að ganga. Grafarholtsbúar búa þó enn við afleitar strætisvagnasamgöngur og hefur ábendingum um tengingu við Árbæinn auk annarra hugmynda um strætisvagnatengingar verið komið áleiðs til stjórnkerfisins en búast má

og leikskóla, félagsmiðstöðvar, kirkjunnar, lögreglu, þjónustumiðstöðvar og allra annarra íbúa hverfisins gerum við hverfið okkar öruggt og enn betra en það er í dag. Með öflugu samstarfi getum við náð miklum árangri í að efla hverfisvitund í Grafarholti. Ég hvet alla íbúa Grafarholts sem vilja koma með ábendingar um það sem þeir telja að betur megi fara í hverfinu, það sem vel sé gert eða vilja fá svör við spurningum um hverfið að senda tölvupóst á netfangið grafarholt@reykjavik.is Hrafnhildur Björk Baldursdóttir. Varaformaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.

Hrafnhildur Björk Baldursdóttir. Varaformaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.

Ábendingar og fyrirspurnir til Hverfisráðs Grafarholts - Úlfarsárdals er hægt að senda Sigursælir handboltastrákar úr Grafarholtinu í 5. flokki Fram.

FRAM í Grafarholti

Ágætu íbúar í Grafarholti! Haustið 2005 hóf Knattspyrnufélagið FRAM íþróttastarfsemi í Grafarholti.

Gengið hefur á ýmsu og ekki hefur starfsemin gengið áfallalaust. Knattspyrnufélagið FRAM lítur þó björtum augum á framtíðina og mun leggja sig allan fram við að skapa gott íþróttastarf í Grafarholti á komandi árum. Knattspyrnufélagið FRAM býður nú uppá eftirfarandi þjónustu í Grafarholti

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

Bæjarhálsi 1 - 110 Rvk Opnunartími: 08.30 - 16.00 Sími: 411 1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is Heimasíða: www.reykjavik.is/arbaer www.reykjavik.is/grafarholt

Skíðadeild Upplýsingar um æfingar á, www.fram.is Æfingar fara fram á skíðasvæði FRAM og einnig í samstarfi við skíðadeild Breiðabliks. Upplýsingasími Skíðadeildar Fram er 878 1772 eða hjá formanni Smára Ríkarðssyni í sími 824 1050 email smari@vordur.is Knattspyrnudeild Knattspyrnuæfingar

fyrir

stráka og stelpur frá 4 ára aldri. Yngstu börnin í 7 og 8 fl. æfa í Ingunnarskóla en 8 ára og eldri þurfa um sinn að sækja æfinga á FRAMsvæðið í Safamýri. Boðið er upp á rútuferðir á æfingar.Upplýsingar um æfingar og rútuferðir í síma 533 5600 e-mail toti@fram.is Handknattleiksdeild Handknattleiksæfingar fara fram í Ingunnarskóla og eru fyrir stráka og stelpur frá 5 ára aldri. Upplýsingar um æfingar eru í síma 533 5600 e-mail toti@fram.is. og hjá formanni unglingaráðs Róbert Gíslasyni síma 820 0552 robert@hsi.is Almenningsdeild Íþróttaskóli fyrir 3-6 ára börn á laugardögum í vetur. Boðið er upp á námskeið haust og vor. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Ingunnarskóla. Umsjón með íþróttaskóla hefur Sonja Ragnhildardóttir íþróttakennari sími 863 7115. Nánari upplýsingar hjá

á netfangið:

grafarholt@reykjavik.is íþróttafulltrúa í síma 533 5600 toti@fram.is Taekwondodeild Taekwondo er austurlensk bardagalist sem er góð til að koma sér í form, læra að verja sig og efla líkamlega og andlega heilsu. Taekwondo er fyrir fólk á öllum aldri, byrjendaæfingar frá 5 ára. Æfingar fara fram í Ingunnarskóla. Upplýsingar um æfingar eru í síma 533 5600 toti@fram.is eða hjá formanni Kjartani Sigurðssyni í síma 844 0505 kjartas@hi.is Nánari upplýsingar um deildir, æfingar, þjálfara og allt sem viðkemur faglegu starfi hjá félaginu veitir Þór Björnsson íþróttafulltrúa FRAM í síma 533 5600 alla virka dag frá kl 08:30-16:30. Á heimasíðu FRAM www.fram.is er hægt að finna æfingatöflur allra deilda, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á toti@fram.is Knattspyrnufélagið FRAM hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í Grafarholti og vonast eftir góðu samstarfi á kom-

Heilsuefling í Þórðarsveig Þann 30. október sl. var byrjað með leikfimi fyrir íbúa á Þórðarsveig 1 - 5 í salnum Þórðarsveig 3. Boðið er upp á tvo tíma á viku, mánudögum og miðvikudögum kl. 13:15 - 14:00. Kennari er

Bergþór Stefánsson íþróttafræðingur. Um er að ræða leikfimi sem er sniðin að þörfum eldra fólks. Almenn leikfimi; styrkjandi og liðkandi æfingar ásamt gönguferðum. Þessir tímar eru

öllum opnir. Nánari upplýsingar er hægt að fá í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, sími: 587 2888.


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ljósmyndasýningin ,,Yfir höfuð’’ í Ársafni

Gestir fengu nýbakaðar vöflur og mæltust þær vel fyrir.

Ljósmyndastofan Ásmynd hefur verið starfrækt í 3 ár í Árbænum að Hraunbæ 119, um þessar mundir. Af því tilefni verður opnuð ljósmyndasýning í andyrri Ársafns, í Ásnum Hraunbæ, föstudaginn 10. nóvember næstkomandi. Heiti sýningarinnar er ,,Yfir höfuð’’. Allar myndirnar eru eftir Ásdísi Jónsdóttir ljósmyndara og eru prentaðar á striga. Sýningin verður opin á sama tíma og bókasafnið.

Fyrsti sunnudagur í aðventu í Árbæjarkirkju 3. desember 3. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu-Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar. Kl. 11.00. Sunnudagaskólinn Tendrað að fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta. Einsöngur: Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Harmonikkuleikur: Tatu A Kantomaa. Skyndihappdrætti Líknarsjóðsins og kaffi Kvenfélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar. Krakkar í Árseli taka til matar síns.

Kæru viðskiptavinir! Dagana 16. nóvember til 7. desember fá allir viðskiptavinir okkar sem panta lit og strípur PARASIN handarmeðferð Hafið samband til að fá frekari upplýsingar

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


13

Fréttir

Árbæjarblaðið

Félagsmiðstöðvadagurinn 2006

Félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn í Reykjavík 1. nóvember. Þennan dag setti ÍTR á laggirnar til að kynna starf félagsmiðstöðva fyrir almenningi og bjóða fólki að koma og sjá hvað unglingarnir eru að gera þar í frítíma sínum. Félagsmiðstöðvarnar í Árbæ og Grafarholti tóku virkan þátt í þessum degi og skipulögðu unglingarnir sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Í félagsmiðstöðinni Fókus í Grafarholti hófst dagurinn klukkan 17:00 með kynningu á starfi fyrir 10-12 ára börn. Klukkan 19:00 hófst svo dagskrá unglinganna þar sem meðal annars var keppt í hinum ýmsu furðuleikjum s.s. húllakeppni, blöðrusprengingum og baunaáti

með tannstönglum. Foreldrar tóku virkan þátt í keppnisgreinum, sérstaklega voru sýndir snildartaktar þegar kom að húllakeppninni. Unglingar úr ungmennaráði Árbæjar og Grafarholts kynntu ferðalag sem þau fóru í til Slóveníu í sumar

Krakkarnir í Fókus í Grafarholti skemmtu sér vel á félagsmiðstöðvadaginn.

Krakkar í Fókus leika borðtennis.

á vegum félagsmiðstöðvanna. Kvöldinu lauk síðan með tískusýningu og boðið var upp á kaffi og vöfflur. Í félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæ var opið milli klukkan 17:00-21:00. Árselsmet voru sett í furðulegustu hlutum eins og vatnsdrykkju, jafnvægisþrautum og bolaíklæðningu.

Þar báru unglingarnir af í þrautum þar sem hraðinn var málið en foreldrarnir komu sterkir inn í þrautum sem kröfðust minni snerpu en þeim mun meiri einbeitingar. Allir létu svo fara vel um sig í nýju sófunum á efri hæðinni með heitt súkkulaði og vöfflur sem klúbbur 15 ára

stúlkna bakaði fyrir gesti. Dagurinn tókst í alla staði vel og mjög gaman var að sjá hversu margir létu sjá sig úr hverfinu, jafnt ungir sem aldnir. Hvetjum fólk til að kíkja á fleiri myndir frá deginum á heimasíðum stöðvanna www.arsel.is/arsel og www.arsel.is/fókus

Þú nærð lengra í CAMEL Vandaðir herra- og dömuskór í miklu úrvali

Þar sem þú kaupir skóna þína!

SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240

www.xena.is


14

Fluguveiði

Árbæjarblaðið

Þrír aðilar leggja Stangaveiðifélagi Reykjavíkur lið í baráttunni fyrir netakaupum:

Krafla.is gefur SVFR 1500 flugur Sérkennsla Leikskólinn Korpukot auglýsir eftir áhugasömum aðila í hlutastarf til að annast sérkennslu. Leikskólinn leggur áherslu á nám og þroska í gegnum leik og starf.

. ..

Æskilegir eiginleikar.

Eins og stangaveiðimenn hafa væntanlega tekið eftir hefur Stangaveiðifélag Reykjavíkur staðið í ströngu undanfarin misseri varðandi samninga við netabændur sem land eiga að Hvítá í Árnessýslu. Netabændur þessir hafa stundað netaveiði af miklu kappi og árlega fangað í net sín á fjórða þúsund laxa. Hefur vatnasvæði Hvítár látið verulega á sjá undanfarin ár og margir vilja meina að netaveiðin eigi þar stóran hlut að máli. Netverslunin Krafla.is, Jón Ingi Ágústsson fluguframleiðandi og veiðivöruverslunin Veiðihornið hafa nú ákveðið að gefa SVFR veglegar gjafir. Krafla.is gefur SVFR 500 flugubox sem hvert og eitt inniheldur 3

flugur eftir Kristján Gíslason. Jón Ingi gerir slíkt hið sama. Ekki er enn vitað í hvaða formi gjöf Veiðihornsins verður en reikna má með því að hún verði vegleg. Allar eiga flugurnar það sameiginlegt að hafa reynst afburðavel á umræddu vatnasvæði marga undanfarna áratugi. SVFR hyggst selja þessi flugubox frá Krafla.is í tengslum við úthlutun veiðileyfa fyrir næsta sumar og ef veiðimenn bregðst vel við og öll boxin seljast ætti sölundvirði boxanna að vera 600 þúsund krónur og hver króna rennur í sérstakan Netakaupasjóð SVFR sem stofnaður hefur verið eingöngu til að standa straum af kostnði við netakaupin.

Komið hefur fram í fréttum að árlega þarf félagið að greiða um 8 milljónir vegna þeirra netakaupa sem þegar eru frágengin. Sjálfur veiddi Kristján yfir 1000 laxa á sínum ferli sem fluguveiðimaður og voru fleiri en 100 þeirra 20 pund eða stærri. Flest alla þessa laxa veiddi Kristján á vatnasvæði Hvítár, sérstaklega við Iðu og í Stóru Laxá. Og alla laxana veiddi hann á sínar eigin flugur sem nú eru til sölu á Krafla.is Í netversluninni er nú þegar um þriðjungur þeirra flugna sem Kristján hannaði til sölu og því eiga enn margar flugur eftir að birtast þar á næstu misserum.

Háskólamenntun á sviði leikskólakennslu, þroskaþjálfunar, uppeldis- og/eða sálfræði. Færni í mannlegum samskiptum. Skipulagshæfni, áreiðanleiki og nákvæmni í starfi.

Áhugasamir hafi samband í síma 577-1900 / 586-1400

Bestu dekkin átta sinnum! Í átta ár hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum.

Jón Hilmarsson hvílir lúin bein við Iðu í sumar og fallegur nýgenginn lax liggur á borðinu.

Villibráðarkvöld hjá Fylki Vagnhöfða 23 - S: 590 2000

Suðurströnd 4 Sími 561 4110

LEIKSKÓLARNIR FOSSAKOT OG KORPUKOT Einkaleikskólarnir Fossakot og Korpukot í Grafarvogi auglýsa eftir leikskólakennurum, þroskaþjálfa og leiðbeinendum sem fyrst. Skemmtileg vinnuaðstaða í vel búnum leikskólum þar sem unnið er með mikilvægasta fólki í heimi. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu í síma 577-1900 eða sendi tölvupóst á skrifstofa@alla.is FOSSAKOT FOSSALEYNI 4

KORPUKOT FOSSALEYNI 12

Markmiðið er að á þessu kvöldi geti fólk notið góðs Handknattleiksdeild Fylkis fór af stað fyrir þremur ármatar í afslöppuðu andrúmslofti. Síðan verður barinn opum með villibráðarkvöld sem hefur mælst mjög vel fyrir inn eitthvað fram eftir. og tekist vel. Í ár er veislan haldin í samvinnu við einu Hægt er að panta miða í afgreiðslu Fylkishallar (567 veiðibúðina í hverfinu þ.e. Arkó-veiðivörur - Veiðihöllin. 6467), eða hjá Karli Sigurðssyni - karl.sigFyrirhugað er að húsið opni kl. 19:00 og áður en borðurdsson@vmst.is - 895 6697, eða Sigurði Jenssyni - sigurdhald hefst verður í boði vínkynning þar sem gestum gefst ur.jensson@skattur.is - 695 8843. kostur á að smakka á og velja sér í framhaldinu vín með matnum. Borðhald hefst kl. 20:30 en boðið verður upp á fjölbreytt úrval villibráðar úr íslenskri náttúru, til sjávar og sveita sem framreidd verður af þeim Jóni Þór og félögum í Eldhúsi sælkerans. Fyrir þá sem ekki treysta sér í hefðbundna villibráð eru á boðstólum ýmsir réttir s.s. villilamb, fiskréttir og annað góðgæti. Haukur Hauksson (ekki fréttamaður) sér um veislustjórn ásamt því að fara með gamanmál eins og honum einum er lagið sem og að sjá um málverkauppboð sem hefur fengið nýja vídd í hans umsjón. Frá villibráðarkvöldi handknattleiksdeildar Fylkis.


Tilvalin jólagjöf fyrir vandláta veiðimenn! Flugubox úr mangóviði og við gröfum nafn veiðimannsins á boxið - þéttsetið íslenskum flugum í allra fremstu röð!!

Hágæðaflugur - íslensk hönnun Sjón er sögu ríkari!! Kíktu á www.Krafla.is Þar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

Sturla Örlygsson með glæsilegan tveggja ára lax sem tók eina af Kröfluflugunum í Hofsá sl. sumar.

Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

,,Flugurnar hans Kristjáns Gíslasonar frá Krafla.is eru alltaf til staðar í mínum fluguboxum og hafa reynst mér ómissandi í lax- og silungsveiði. Fluguboxin frá Kröflu eru stórglæsileg,’’ segir Sturla Örlygsson


Þetta er vekjaraklukka

Hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins gerir þú mikið úr litlu. Á þriðjudögum F í t o n / S Í A

færðu t.d. 500 kr. SMS inneign aukalega þegar fyllt er á Frelsi frá Símanum fyrir 2.000 kr. eða meira í Heimabankanum. Fáðu góða aðstoð við fjármálin svo þú getir gert mikið úr litlu. Nánari upplýsingar á www.spar.is eða í næsta sparisjóði. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Gerðu mikið úr litlu!

SPV - Sparisjóður vélstjóra - Hraunbæ 119 - Aðalsími 575 4000 - Þjónustuver 575 4100 - spv@spv.is - www.spv.is

Ef þú setur GSM síma inn í stórt glas virkar það eins og magnari. Það er skemmtilegt að vakna við syngjandi glamur á hverjum morgni!

Arbaejarbladid 11.tbl 2006  

Arbaejarbladid 11.tbl 2006