Skinfaxi 4 2011

Page 1

6NHPPWLOHJ MyODJM|I

YDWQDVY êL i DêHLQV NU

ZZZ YHLGLNRUWLG LV

00000

)Ut KHLPVHQGLQJ íHJDU NH\SW HU i YHIQXP


VIÐ STYÐJUM OKKAR FÓLK! Íslensk getspá fagnar 25 ára afmæli Lottó á Íslandi

FÍTON / SÍA

Frá upphafi hefur þjóðin stutt dyggilega við bakið á íþrótta- og ungmennafélögunum í landinu, sem og öryrkjum með því að taka þátt í Lottó og Víkingalottó. Um leið hafa ófáir heppnir spilarar dottið í lukkupottinn og fyllt ört stækkandi flokk íslenskra Lottómilljónamæringa. Við þökkum ykkur kærlega þennan ómetanlega stuðning í gegnum árin. Takk fyrir okkur.

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

> > > 3

6; ;6 0

:


Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:

Tækifærin bíða okkar Aðventan er gengin í garð og jólin eru rétt handan við hornið. Hvert sem litið er má sjá fallega skreytta glugga og hús með marglitum jólaljósum. Ljósum sem minna okkur á komu jólanna og þann boðskap sem þau standa fyrir. Þetta er sá tími ársins sem gleði, kærleikur og tilhlökkun eru einna ríkustu þættirnir í fari hvers og eins. Það er eins og það séu samantekin ráð okkar að beina athyglinni ekki að því sem miður hefur farið heldur að því sem við elskum og metum, fullviss um að það geri okkur kleift að búa til betri heim. Og handan við annað horn, örlítið fjær, bíður okkar nýtt ár, árið 2012. Það er enn sem óskrifað blað en fullt væntinga um betri tíð. Ársins 2011 verður minnst fyrir margt hjá ungmennafélagshreyfingunni en ég trúi að í hugum flestra standi upp úr allt það jákvæða sem hreyfingin stóð fyrir á árinu. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og mörg og margir tekið þátt, hver á sinn hátt, en umfram allt höfum við haft það gaman saman.

Ég er ákaflega stolt af því mikla starfi sem hefur verið unnið um allt land af öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem undirbjuggu það og framkvæmdu. Jafnframt er ég þakklát fyrir að tilheyra þessum hópi og mér finnst það munaður að fá að vinna með honum að öllum þessum góðu málum. Ég færi öllu þessu fólki mínar hjartans þakkir fyrir óeigingjörn störf, þjóð og landi til heilla. Áherslan í starfi hreyfingarinnar verður hér eftir sem hingað til á mannrækt með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls, fjölbreytileika þjóðfélagsins og þess að bera virðingu fyrir umhverfinu. Samvera fjölskyldunnar, yngri kynslóðarinnar sem hinnar eldri, er þýðingarmikil til að nýta fortíðina sem best sem veganesti inn í framtíðina. Verkefnin, sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir, miðast að því að mæta öllum þessum þáttum. Það er hreyfingunni mikils virði að skapa vettvang til að efla félagsþroska einstaklinga og samskiptahæfileika

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

og að læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sameiginlegum markmiðum, að ræktun lýðs og lands. Þannig byggjum við upp frumkvæði og styrkjum forystuhæfileika einstaklinga sem munu leiða starfið í nútíð og framtíð. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að halda áfram að virkja fólk til þátttöku í félagsstarfi og sjálfboðaliðastarfi ásamt því að mennta fólk til forystustarfa innan og utan hreyfingarinnar. Tækifærin bíða okkar, nýtum þau öll eins og best við getum. Megi aðventan færa ykkur öllum ljós og frið og góðar samverustundir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar, þakka fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og vona að nýja árið verði ykkur gjöfult og gott. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ

Stjórn UMFÍ 2011–2013 Stjórn Ungmennafélags Íslands, sem kosin var á 47. sambandsþingi UMFÍ á Akureyri í október sl., skipti með sér verkum á öðrum stjórnarfundi sínum. Fjórir nýir einstaklingar voru kosnir í aðalstjórn en þeir eru Stefán Skafti Steinólfsson og Jón Pálsson, gjaldkeri, en báðir sitja þeir í framkvæmdastjórn auk Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur, formanns UMFÍ, Haukur Valtýsson, varaformaður, og Bolli Gunnarsson. Björg Jakobsdóttir og Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, voru báðar endurkjörnar. Í varastjórn komu þau ný inn Baldur Daníelsson, Matthildur Ásmundsdóttir og Anna María Elíasdóttir. Einar Kristján Jónsson var endurkjörinn í varastjórn.

Stjórn UMFÍ 2011–2013. Efri röð frá vinstri: Haukur Valtýsson, Anna María Einarsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Matthildur Ásmundardóttir, Baldur Daníelsson og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri. Neðri röð frá vinstri: Einar Kristján Jónsson, Jón Pálsson, Bolli Gunnarsson og Stefán Skafti Steinólfsson.

Vinna að verkefni sem tengist Þrastaskógi „Við erum fjögur saman í hóp, nemendur í vöruhönnun á þriðja ári við Listaháskólann. Við erum að vinna að verkefni er tengist Þrastaskógi sem gengur út á það að bæta aðgengi almennings að skóginum. Verkefnið er í sjálfu sér opið og við gátum valið út frá hverju við vildum vinna. Við höfum hugsað að vinna

Guðrún Harðardóttir og Kolbeinn Ísólfsson unnu að verkefni er tengdist aðgengi almennings að Þrastaskógi.

með auglýsingaskilti og annan fróðleik og miðla þannig upplýsingum til þeirra sem leggja leið sína í skóginn. Aðalmarkmiðið hjá UMFÍ er að halda skóginum fallegum fyrir almenning sem þangað kemur og að allar upplýsingar séu áreiðanlegar og aðgengilegar,“ sögðu þau Guðrún Harðardóttir og Kolbeinn Ísólfsson, nemendur á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Þau sögðu verkefnið á byrjunarstigi og þau ennþá í hugmyndavinnu. Þau væru að rannsaka skóginn og allt sem tengdist honum og væru að viða að sér upplýsingum. „Þetta er spennandi verkefni. Við munum að lokum kynna þrjár tillögur og vinna lengra með eina þeirra,“ sögðu þau Guðrún og Kolbeinn.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

3


Þjóðarsáttmáli gegn einelti undirritaður Baráttudagur gegn einelti var haldinn 8. nóvember sl. og voru landsmenn hvattir til að hringja bjöllum til að vekja athygli á málstaðnum. Þá hljómuðu m.a. kirkjuklukkur og skipaflotinn þeytti lúðra. Það var Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem ákvað, í samvinnu við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjölda félagasamtaka, að standa að sérstökum degi gegn einelti. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis og var hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010. Í tilefni dagsins var í Höfða í Reykjavík undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og undirrituðu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Jón Gnarr borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ennfremur er fjöldi félaga og samtaka aðilar að samningnum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður undirritaði hann fyrir hönd UMFÍ. Við undirritunina voru afhent gul armbönd sem gerð voru í tilefni dagsins og bera yfirskriftina: Jákvæð samskipti. Þeim verður í kjölfarið dreift til almennings eftir því sem upplag endist. Einelti spyr ekki um aldur, þjóðfélagshóp eða kyn og það þrífst einfaldlega alls staðar þar sem það er látið viðgangast. Ábyrgð okkar allra er því mikil og það er í höndum okkar að vinna bug á þessu þjóðfélagsmeini. Það er ekki flókið ef allir taka höndum saman og sammælast um

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við athöfnina í Höfða. Til vinstri Jón Gnarr borgarstjóri, til hægri Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.

ákveðna sátt, þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti. Verkefnisstjórnin hvetur alla þá fjölmörgu aðila og samtök, sem starfa á þeim vettvangi sem átakið nær til, til þess að taka höndum saman og helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti. Sérstaklega er þessu beint til leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðva, auk vinnustaða og stofnana. Ýmislegt er hægt að gera á þessum baráttudegi, s.s. með táknrænum viðburðum eða viðfangsefnum sem hafa það að markmiði að beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu. Verkefnisstjórnin vonast til að sem flestir í samfélaginu skrifi undir þjóðarsáttmálann og taki þátt í því að setja umræðuna um einelti í brennidepil þennan dag – málefnið er brýnt og til mikils að vinna ef í sameiningu tekst að koma á þjóðarsáttmála um jákvæð og uppbyggileg samskipti.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, undirritar yfirlýsinguna.

Evrópa unga fólksins:

Fjölþjóðlegt námskeið – Coach2Coach Dagana 27. nóvember – 3. desember hélt Evrópa unga fólksins fjölþjóðlegt námskeið á KEX Hostel sem bar heitið Coach2Coach. Á námskeiðið mættu 25 þátttakendur frá 16 löndum. Allir þátttakendur á námskeiðinu voru leiðbeinendur sem starfa með ungu fólki. Markmið námskeiðsins var að þjálfa þá í að leiðbeina hópum ungs fólks sem eru að skipuleggja verkefni sem styrkt eru af Evrópu unga fólksins. Þátttakendur tóku þátt í fjölmörgum krefjandi verkefnum meðan á námskeiðinu stóð

4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

og var þá beitt aðferðum óformlegs náms sem er eitt kennimerkja Evrópu unga fólksins. Þátttakendur fóru í hlutverkaleiki, líktu eftir framkvæmd verkefna og mátu daglega framgang námskeiðsins. Allir þátttakendur voru hæstánægðir með námskeiðið og aðstöðuna á KEX Hostel. Íslendingum, sem starfa með ungu fólki, stendur til boða að sækja fjölmörg álíka námskeið um alla Evrópu og má sjá lista yfir þau á heimasíðu Evrópu unga fólksins: www.euf.is. Alex frá Þýskalandi leikur gjósku að streyma úr eldfjalli.


HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

ORLANDO

FRÁ 16. SEPTEMBER 2011 TIL 18. MAÍ 2012 VERÐ FRÁ 84.300 * KR.

Miðsvæðis í Flórída er Orlando, sannkölluð ævintýraveröld fyrir börn og fullorðna. Njóttu þess að flatmaga í sólinni við sundlaugina, farðu á ströndina eða skelltu þér með fjölskyldunni í næsta skemmtigarð.

Í Orlando er ævintýralegt úrval afþreyingar og hægt að velja úr fjölda frábærra veitingastaða auk þess sem alltaf má stytta sér stundir í einhverjum hinna 350 verslana og verslunarmiðstöðva á svæðinu.

Punktaðu niður ferðalagið Hægt er að nýta 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna inneign upp í pakkaferð til allra áfangastaða Icelandair.

+ Bókaðu á www.icelandair.is * Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og gisting.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

5


Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:

Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur aldrei verið mikilvægara Árið, sem nú er að renna sitt skeið á enda, hefur verið afar viðburðaríkt í sögu Ungmennafélags Íslands og skal engan undra. Tvö stórmót voru haldin, annað þeirra Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í fyrsta sinn á Hvammstanga og hitt var Unglingalandsmótið sem haldið var í 14. sinn á Egilsstöðum. Bæði þessi mót fóru einstaklega vel fram og voru hreyfingunni til sóma. UMFÍ stóð fyrir fjölda annarra verkefna sem voru vel sótt af almenningi. Í okkar hraða þjóðfélagi, þar sem hlutirnir breytast fljótt, eru möguleikarnir endalausir. Styrkur og máttur UMFÍ er mikill og þessi fjölmennu samtök munu hér eftir sem hingað til vinna að góðum málum fyrir land og þjóð. Miklir og spennandi tímar blasa við og krafturinn og áræðnin hafa aldrei verið meiri. Félagar í hreyfingunni hafa margir skarað fram úr á árinu sem er að líða. Árangur knattspyrnuliða í sumar var einstaklega góður, lið fóru upp um deild og Stjarnan úr Garðabæ tryggði

sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hópfimleikalið Gerplu úr Kópavogi gerir það ekki endasleppt frekar en fyrri daginn. Gerpla varð í nóvember Norðurlandameistari en fyrir tæpu ári síðan varð liðið Evrópumeistari í þessari upprennandi íþróttagrein. Árangur Gerplustúlkna er frábær, þær eru handhafar tveggja stórra titla. Það segir ýmislegt um þá gríð-

arlega vinnu sem liggur þar að baki. Árið 2011 rennur brátt sitt skeið á enda. Árið var viðburðaríkt hjá ungmennafélagshreyfingunni, hún stóð í ströngu, en þegar litið er um öxl mega félagar vera afar stoltir og geta horft bjartsýnisaugum til framtíðar. Á nýja árinu blasa við ný tækifæri. Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi og Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ. Margt fleira væri hægt að nefna. Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur aldrei verið mikilvægara en á þeim tímum sem við lifum nú. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að þessum málaflokki og að við pössum upp á það sem aldrei fyrr að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það er án nokkurs vafa stór þáttur í öflugu forvarnastarfi. Skinfaxi óskar ungmennafélögum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson, Hildur Bergsdóttir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.

Nemendur af íþróttabraut FB fræddust um starfsemi UMFÍ Á sjötta tug nemenda við Fjölbrautaskólann í Breiðholti komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ 24. nóvember sl. til að kynnast starfsemi hreyfingarinnar. Nemendurnir voru flestir af íþróttabraut skólans og komu í fylgd Torfa Magnússonar, íþróttakennara við skólann. Nemendurnir fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og sýndu mikinn áhuga í heimsókninni.

Skinfaxi 4. tbl. 2011

Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Evrópu unga fólksins, fræddi nemendurna um verkefnið og það sem er í boði fyrir þá í Evrópu. Nemendur af íþróttabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti hafa komið reglulega hin síðustu ár í heimsókn í þjónustumiðstöðina. Þó nokkuð er um að hópar komi og fræðist um starfsemina innan UMFÍ.

Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Verðlaunaafhending og viðurkenningar í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ fóru fram í þjónustumiðstöð UMFÍ 8. desember sl. Á myndinni eru þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll. Frá vinstri: Guðbjartur Guðbjartsson, Birna Steingrímsdóttir og Ástríður Helga Sigurðardóttir. Á myndina vantar Þröst Vilhjálmsson. Mjög góð þátttaka var í verkefnunum í sumar.

6

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


r i d n y m g óðar hu

g a. m u iðskiptavin ð v i m u e k s ó l ir svörur eft Fram og markað ? uglýsinga a m u teikningu ið a le ð e m n ra r ika. f o h ið V nd, sýnis a að verule y n a m h g u ra h e a g góð r að Ertu með jálpum þé h ið v g o r a á okku Sendu han javík 110 Reyk , 4 1 t u ra ðlingab s.is ver I Nor a f ja I sala@bro G 0 s 0 0 Bro 9 9 6 Sími 5


8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Frjálsar íþróttir: Sveinbjörg Zophaníasdóttir

Norðurlandameistari í langstökki Norðurlandamót 19 ára og yngri fór fram í Kaupmannahöfn í haust. Íslensku keppendurnir náðu mjög góðum árangri í mörgum greinum. Sveinbjörg Zophaníasdóttir frá USÚ gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í langstökki þegar hún stökk 6,08 metra. Að auki voru nokkur aldursflokkamet sett á mótinu. Sveinbjörg náði frábærum árangri og var 4 cm á undan þeirri sem varð í öðru sæti. Besti árangur hennar á árinu var 6,07 m og því bætti hún sig um 1 cm. Besta árangri sínum, 6,10 m, náði hún í fyrra. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR nældi vann gull í 800 metra hlaupi og bronsverðlaun í 1500 metra hlaupi og setti auk þess tvö aldursflokkamet. Hún bætti aldursflokkamet 15 ára í 1500 metra hlaupi og var einnig í sveit Íslands sem bætti aldursflokkamet 18–19 ára í 4x400 m boðhlaupi.

Með heila 400 metra braut út af fyrir sig

Sveinbjörg Zophaníasdóttir, USÚ, Norðurlandameistari í langstökki.

„Ég var búin að standa mig vel í allt sumar og vissi að ég væri í góðu formi. Á meistaramótinu meiddi ég mig í aftanverðu lærinu þannig að það stóð tæpt hvernig mér myndi reiða af á Norðurlandamótinu. Það hafðist og því var árangurinn þar afar ánægjulegur,“ sagði Sveinbjörg Zophaníasdóttir í samtali við Skinfaxa. Sveinbjörg hefur keppt undir merkjum Ungmennasambandsins Úlfljóts fram að þessu og sagði hún æfingaaðstöðuna fyrir austan, á Hornafirði, vera mjög góða á sumrin. Hún væri með heila 400 metra braut út af fyrir sig. Brautin var sett niður 2007 í tengslum við Unglingalandsmótið sem þar var haldið. Innanhússaðstaðan væri hins vegar ekki nægilega góð en hún hefði verið dugleg að sækja æfingar fyrir sunnan á veturna.

Draumurinn að verða atvinnumaður

Ætlar að spýta enn frekar í lófana Sveinbjörg sagði að eftir áramótin yrðu breytingar á högum hennar en hún hyggst setjast á skólabekk í Háskóla Íslands eftir að hafa lokið framhaldsskólanámi á Hornafirði. Sveinbjörg ætlar að leggja stund á nám í uppeldis- og menntunarfræðum.

æft stanslaust í fjögur ár og ég ætla að halda mínu striki. Ég fer í betri aðstæður og ætla að spýta enn frekar í lófana,“ sagði Sveinbjörg en þess má geta að móðir hennar, Guðrún Ingólfsdóttir, gat sér gott orð sem kringlu- og kúluvarpari á sínum tíma. Guðrún á enn núverandi Íslandsmet í kringlukasti.

„Þetta verður töluverð breyting fyrir mig að geta nú farið að æfa við bestu aðstæður innandyra en ég legg aðaláherslu á langstökkið og sjöþrautina. Mín markmið eru að stefna enn hærra en segja má að ég hafi

„Mamma hefur haft mikil áhrif á mig og hvatti mig til að leggja stund á frjálsar íþróttir. Hún hefur verið þjálfarinn minn og fylgt mér í öllum keppnisferðum. Það hefur verið mjög gott og góður stuðningur við mig og virkað vel. Núna verður breyting á högum mínum þegar ég held suður til náms en ég ætla að keppa með FH-ingum. Ég er bjartsýn á framhaldið og hef sett stefnuna á Evrópumeistaramót fullorðinna og svo er freistandi að stefna á Ólympíuleikana 2016. Íþróttirnar hafa gefið mér heilmikið en ef ég ætti mér einn draum þá væri hann að vera atvinnumaður í þessu. Íþróttirnar hafa verið stór partur af lífi mínu síðustu ár og verða það áfram. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni fyrir sunnan,“ sagði Sveinbjörg í spjallinu við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

9


Silfurleikarnir

Frjálsar íþróttir:

haldnir í 16. sinn Alls voru 559 keppendur skráðir til leiks frá 22 samböndum og félögum á hina árlegu Silfurleika ÍR sem fram fóru í Laugardalshöll 19. nóvember sl. Keppendur komu víða að af landinu, s.s. vestan af Fjörðum, frá Akureyri, úr Austur-Húnavatnssýslu, af Suðurlandi og víðar þó að flestir hafi komið frá félögum á höfuðborgarsvæðinu.

Fjögur aldursflokkamet Fjögur aldursflokkamet voru sett á mótinu. Bjarki R. Bjarnason frá Selfossi setti nýtt met í 60 m hlaupi í flokki 13 ára pilta en hann kom í mark á tímanum 7,77 sek. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR setti met í 800 m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna þegar hún kom í mark á 2:13,38 mín. Félagi hennar úr ÍR, Stefán Velimir, setti met í flokki 16–17 ára pilta með kast upp á 15,99 m. Krakkar frá Ungmennafélagi Selfoss hafa mætt vel á Silfurleika ÍR undanfarin ár. Til vinstri er hópur sem tók þátt í þrautabrautinni ásamt þjálfara sínum, Bríeti Helgadóttur. Til hægri eru eldri krakkar ásamt Ágústu Tryggvadóttur þjálfara.

Reynir Zoega úr Breiðabliki setti met í þrístökki 12 ára pilta, 11,17 m, en fyrra metið var 10,53 m.

Þrautabraut Á þessu móti er boðið upp á sérstaka keppni í þrautabraut sem um 180 börn tóku þátt í. Þrautabrautin samanstendur af ýmsum frjálsíþróttagreinum og er hugsuð fyrir yngri börn. Fjölbreytt aldurssamsetning keppenda var mjög mismunandi, þar voru börn fædd á árunum 1996–2006.

Ólympíuafrek Vilhjálms Mótið er haldið til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni til að minnast þess atburðar þegar hann vann afrek sitt á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956 en hann vann þar fyrstur Íslendinga til verðlauna á Ólympíuleikum. Silfurleikarnir eru eitt af umfangsmestu frjálsíþróttamótum ársins en alls voru um eitt hundrað sjálfboðaliðar starfandi á mótinu.

Gallerí og vinnustofa SUMAROPNUN

15. júní - 20. ágúst

mánudaga - föstudaga frá kl. 13-18 laugardaga frá kl. 13-16

VETRAROPNUN

21. ágúst - 14. júní NÝPRENT ehf.

föstudaga frá kl. 13-18

Leirhús Grétu Gallerí Litla Ósi Húnaþingi vestra Sími 451 2482 og 897 2432

10

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Gleðilega hátíð!

Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár

www.rarik.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

11


Jón Pálsson:

Hreyfingin er að gera mikilvæga hluti fyrir samfélagið „Aðkoma mín að íþrótta- og félagsmálum er að ég var um fjögurra ára skeið formaður Aftureldingar í Mosfellsbæ, þar áður í knattspyrnudeild og í foreldra- og barnaráði. Það er óhætt að segja að ég hef verið viðloðandi Aftureldingu meira eða minna frá því að ég flutti í Mosfellsbæ sem var fyrir tíu árum. Hjá Val kom ég einnig að málum þegar ég átti barn sem þar æfði og ennfremur sat ég í stjórn hjá Skallagrími í Borgarnesi þegar ég var þar en það eru orðin tuttugu ár síðan,“ sagði Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, en hann situr einnig í framkvæmdastjórn UMFÍ. Jón sagði það spennandi að vera kominn í stjórn UMFÍ en hann hefði alltaf haft mjög mikinn áhuga á umgjörðinni þótt grasrótarstarfið væri mikilvægt í deildunum og í foreldrastarfi. „Ég sóttist m.a. eftir því að fá að taka

þátt í að móta stefnu fyrir mitt íþróttafélag í Mosfellsbæ og vinna að því í samskiptum við sveitarfélög og ríki. Það er mjög áhugavert að fá tækifæri til að starfa með landshreyfingunni en hún vinnur að mjög spennandi viðfangsefnum sem mér finnast vera fram undan. Mér finnst hreyfingin að mörgu leyti vera alltof kurteis við stjórnvöld því við erum að gera gríðarlega mikilvæga hluti fyrir samfélagið og fáum að mínu mati ekki nægilega viðurkenningu fyrir það. Við fáum hrós og klapp á bakið á tyllidögum frá stjórnvöldum og ráðamönnum en þá er það orðið sjálfgefið í samfélaginu að þetta eru sjálfboðaliðasamtök og menn vinna þetta án þess að taka fyrir það gjald. Út úr þessu hefur komið gríðarlega öflug starfsemi sem hefur verið að þróast í yfir 100 ár sem skiptir samfélagið miklu máli og kemur m.a.

Frá stjórnarfundi UMFÍ. Frá vinstri: Matthildur Ásmundardóttir, Bolli Gunnarsson, Haukur Valtýsson, Anna María Einarsdóttir og Jón Pálsson.

að uppeldi barnanna okkar. Ég vil að við fáum athygli og viðurkenningu á því sem við erum að gera í takt við umfangið. Það er vandfundið jafnódýrt samfélagslegt uppbyggingarverkefni en að sjálfsögðu er fjöldinn allur af öðrum sjálfboðaliðahreyfingum en íþróttafélögum, eins og SÍBS, krabbameinsfélög, skátar og KFUM og K svo eitthvað sé nefnt. Öll þessi hreyfing á svo sannarlega skilið alla athygli og stuðning okkar skattgreiðenda. Ég lít annars björtum augum fram á veginn og UMFÍ á eftir að leika stórt hlutverk næstu 100 árin, ekkert síður en síðustu 100 árin, í þróun samfélagsins. Ég hef áhuga á því að taka þátt í móta þá stefnu,“ sagði Jón Pálsson í spjalli við Skinfaxa.

KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 12

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Bolli Gunnarsson:

Spennandi og skemmtilegir tímar fram undan

Frá stjórnarfundi UMFÍ. Frá vinstri: Einar Kristján Jónsson, Stefán Skafti Steinólfsson, Björg Jakobsdóttir og Eyrún Harpa Hlynsdóttir.

„Jú, það er spennandi verkefni að vera kominn í stjórn UMFÍ og tiltölulega raunhæft framhald af því að ég hef lifað og hrærst í ungmennafélagshreyfingunni alla tíð. Ég var lengi í ungmennafélaginu Baldri í Flóa og í raun fæddur og uppalinn inn í það félag. Fjölskylda mín var í félaginu og foreldrar mínir störfuðu þar mikið. Systkini mín voru þar líka meira eða minna og má segja að þetta hafi verið hluti af tilverunni. Ég kom síðar inn í stjórn Baldurs og sat þar fram yfir tvítugt og 1998 var ég síðan

Velkomin á Selfoss

valinn til að vera varamaður í stjórn HSK. Ég var þar um eins árs skeið og var í framhaldinu beðinn um að vera gjaldkeri en því starfi sinnti ég í tíu ár. Það má því segja að ég hafi verið í íþrótta- og félagsmálum frá blautu barnsbeini. Litlu ungmennafélögin í Flóanum eru alhliða félög, þau sinna skemmtanahaldi, félagsmálum og íþróttum í bland. Þau eiga sín félagssvæði og hlúa vel að þeim á mörgum sviðum,“ sagði Bolli Gunnarsson sem tók sæti í aðalstjórn UMFÍ á sambandsþingi þess á Akureyri. Bolli telur að spennandi og skemmtilegir tímar séu fram undan hjá UMFÍ. Hann átti ekki von á því fyrir nokkrum árum að fara inn í stjórnina en honum finnst að ný bylgja sé í gangi og það sé spennandi að fá að vera með í henni og vera fulltrúi hennar. „Það kom margt nýtt fólk inn í stjórnina og því fylgja margar nýjar og ferskar hugmyndir. Það blæs manni þrótti í brjóst og margar góðar hugmyndir eru í vinnslu. Margir bjóða sig fram í nefndir og það eru betri viðbrögð á því sviði en oft áður. Þetta er ekki bara við heldur öll hreyfingin sem er að lyfta sér upp,“ sagði Bolli Gunnarsson.

Haukur Valtýsson:

Hreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

Haukur Valtýsson er varaformaður UMFÍ en hann kom inn í aðalstjórnina á sambandsþingi hreyfingarinnar á Akureyri. Haukur hefur starfað töluvert innan ungmennafélagshreyfingarinnar, hjá Ungmennafélagi Akureyrar. Haukur sagði í samtali við Skinfaxa að hann hefði hafið störf hjá UFA 1999, þá fyrst sem varaformaður og síðan sem formaður í nokkur ár. Eftir að hann hefði gengið úr stjórn hefði hann komið að ýmsum verkefnum hjá félaginu, m.a. að blaðaútgáfu og mörgu öðru. Haukur hefur sl. sex ár setið í stjórn ÍBA og er nú varaformaður sambandsins. „Ég hef komið töluvert nálægt blak-

íþróttinni og stjórnað m.a. öldungamótum sem haldin hafa verið á Akureyri. Ég lék í nokkur ár með ÍS þegar ég var fyrir sunnan og síðan KA, auk þess að þjálfa. Ég hef síðan hlaupið í skarðið þegar vantað hefur þjálfara. Í dag tekur maður þátt í öldungablakinu sem gefur manni mikla ánægju,“ sagði Haukur Valtýsson sem var um árabil einn sterkasti blakmaður landsins en hann á að baki 30 landsleiki. Haukur sagði að sér litist mjög vel á að vera kominn í stjórn Ungmennafélags Íslands. Þetta væri spennandi og þessi hreyfing hefði svo sannarlega eitthvað til málanna að leggja. „Mér hefur alltaf fundist UMFÍ hafa eitthvað fram að færa til þjóðfélagsins og þessi hreyfing gegnir mikilvægu hlutverki. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þáttum sem lúta að forvarnamálum. Heilsuefling ýmiss konar hefur ávallt verið mér ofarlega í huga sem hefur það að leiðarljósi að bæta heilsu íslensku þjóðarinnar. Lykillinn að því að sitja í stjórn samtaka á borð við UMFÍ er að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og líta á það á jákvæðan hátt,“ sagði Haukur Valtýsson.

Stefán Skafti Steinólfsson:

Tækifærin næg og það er bjart fram undan „Aðkoma mín að félags- og íþróttastörfum var fyrst og fremst í gegnum mitt gamla félag, UDN. Fyrst byrjaði ég reyndar með Ungmennafélaginu Vöku á Skarðsströnd og Stjörnunni í Saurbæ. Segja má að þarna hafi íþróttaáhuginn byrjað fyrir alvöru, þegar ég var ungur strákur. Ég keppti með þeim á Landsmótum, meistara- og innanfélagsmótum. Ég fylgdist síðan vel með og þegar ég kom suður fór ég í Ungmennafélagið Skipaskaga á Akranesi og endaði þar í stjórn sem gjaldkeri og hef verið það í nokkur ár,“ sagði Stefán Skafti Steinólfsson sem tók sæti í stjórn UMFÍ eftir sambandsþingið á Akureyri auk þess að sitja í framkvæmdastjórninni. Stefán Skafti sagðist ennfremur hafa komið töluvert að starfsmannafélaginu á vinnustað sínum. Hann hefði alla tíð fylgst mikið með íþróttum og þá sérstaklega frjálsum íþróttum. Hann sagðist í raun vera alæta á íþróttir ef þannig mætti komast að orði. „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga að öllu því sem kemur Ungmennafélagi Íslands við í gegnum mín gömlu félög og allt starfið. Mér finnst mjög spennandi að starfa innan stjórnarinnar en allt starf sem unnið er í UMFÍ á virkilega mikið erindi til þjóðarinnar. Tækifærin eru næg og það er bjart fram undan,“ sagði Stefán Skafti Steinólfsson.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

13


Vinningshafar í Ratleiknum Við athöfn, sem haldin var á Bessastöðum 26. nóvember sl., voru vinningshöfum í Ratleiknum afhent glæsileg verðlaun. Þessi leikur var í tengslum við forvarnadaginn sem haldinn var 5. október. Ratleikurinn var samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Bandalags íslenskra skáta.

Framhaldsskólarnir með Þátttakan í ratleiknum var mjög góð eins og endranær og tóku mörg hundruð grunn- og framhaldsskólanemendur þátt með því að svara ákveðnum spurningum sem tengdust þeim aðilum sem að framan greindi. Þess má geta að framhaldsskólarnir í landinu tóku að þessu sinni þátt í forvarnadeginum í fyrsta skipti. Vinningshafarnir, sem dregnir voru út, voru Alma Stefánsdóttir, Menntaskólanum á Akureyri, Hugrún Harpa Björnsdóttir, Vallaskóla á Selfossi, og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, Grunnskólanum á Egilsstöðum.

Frá afhendingu viðurkenninga vegna Ratleiks forvarnadagsins á Bessastöðum.

Besta myndbandið

FM

Þá fór fram í fyrsta skipti samkeppni um besta myndbandið. Bjarni Þórarinsson, Tjarnarskóla, bar sigur úr býtum með myndina sem ber heitið Ekki byrja of snemma. Snorri Hertervig, Tækniskólanum, lenti í öðru sæti með myndina Bekkur í strand og þeir Einar Ólafur Vilmundarson, Viktor Daði Einarsson og Gunnar Agnarsson, Flensborgarskóla, höfnuðu í þriðja sæti með myndina Áfengi og heili. BS

Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is

14

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


ENNEMM / SÍA

Gleðilega hátíð! VERÐMÆTUR KRAFTUR Við óskum starfsfólki okkar, nágrönnum og Íslendingum öllum gleðilegrar jólahátíðar. VIð þökkum árangursríka samvinnu á liðnum árum og hlökkum til að taka þátt í kraftmiklu samstarfi við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpun á Íslandi á nýju ári.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

15


Vika 43 Í tilefni af Viku 43, Vímuvarnaviku 2011, undirrituðu fulltrúar tuttugu félagasamtaka, umboðsmaður barna og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu sé virtur. Kveðið er á um þennan rétt barnanna m.a. í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Í yfirlýsingunni er bent á mikilvægi þess að börn og ungmenni hafni neyslu áfengis og annarra vímuefna, enda stafi þeim ýmis hætta af neyslu þeirra. Sterk tengsl séu á milli áfengis- og vímuefnaneyslu annars vegar og ofbeldis, óábyrgs kynlífs, umferðarslysa og ýmissa slysa og óhappa hins vegar. Einnig er bent á að mörg börn og ungmenni verði einnig fórnarlömb neyslu annarra, innan fjölskyldu sem utan, s.s. vegna vanrækslu, fátæktar, ofbeldis, misnotkunar og sundraðra fjölskyldna. Það er ósk þeirra sem standa að yfirlýsingunni að fram fari umræða um hvernig þessi réttur barnanna er virtur á ýmsum sviðum samfélagsins, s.s. við stefnumótun og lagasetningu, í uppeldis- og skólastarfi, íþrótta- og tómstundastarfi og hvarvetna þar sem börn koma við sögu. Vímuvarnavikan – Vika 43 er árlegt samstarfsverkefni fjölmargra félagasamtaka sem starfa að forvörnum, vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns. Vímuvarnavikan í ár er sú áttunda sem efnt er til.

Íslensk knattspyrna 2011 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2011 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 31. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr, 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit, en bækurnar undanfarin ár hafa verið 240 síður og mest 96 þeirra í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu. Fjallað er ítarlega um Íslandsmótið 2011 í öllum deildum og flokkum, mest um efstu deildir karla og kvenna en einnig um neðri deildirnar og yngri flokkana. Bikarkeppnum karla og kvenna eru gerð ítarleg skil, sem og landsleikjum Íslands í öllum aldursflokkum og Evrópuleikjum íslensku liðanna. Þá er fjallað um íslenska atvinnumenn erlendis, önnur mót

16

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

innanlands og margt fleira sem tengist íslenskum fótbolta á árinu 2011. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Ítarleg viðtöl eru við Bjarna Guðjónsson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Stjörnunnar, og rætt við Þorlák Má Árnason sem náði besta árangri með íslenskt landslið frá upphafi þegar U17 ára lið kvenna komst í fjögurra liða úrslit Evrópukeppninnar.


Ă?SLENSKA SIA.IS MSA 57086 11.2011

NjĂłttu lĂ­fsins meĂ° heilbrigĂ°um lĂ­fsstĂ­l

Fegurð - Hreysti - Hollusta KEA-skyr er fråbÌr hollustuvara sem einungis er unnin úr nåttúrulegum hråefnum. KEA-skyr er einstaklega nÌringarrkt ½a¯ innihelGur håg̯aSr²tein og er Ǝtulaust.

NĂ˝ nd. bragĂ°tegu ! Karamella

KEA-skyr er góður kostur fyrir alla Þå sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa å heilsusamlegan hått.

SKINFAXI – tímarit UngmennafÊlags �slands

17


Öryggisbelti Beltin bjarga. Þetta er gullvægt slagorð eins og dæmin sanna. Við spennum beltið án umhugsunar í upphafi ökuferðar enda er farþegum best borgið spenntir í sæti sínu við óhapp. Þá verða öryggisbelti að virka rétt. Til viðbótar við öryggisbelti skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun.

ENNEMM / SÍA / NM42116

Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is

18

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Er munntóbak skaðlaust? Oft heyrir maður munntóbaksneyslu borna saman við reykingar og er þá sagt að munntóbak sé skaðminna en reykingar. Þessi samanburður er villandi því að fátt er jafnskaðlegt heilsunni og sígarettureykingar. Eðlilegra er að bera hættuna af munntóbaksneyslunni saman við það að nota alls ekki tóbak. Munntóbaksneysla og notkun á neftóbaki sem munntóbaki hefur höfðað sérstaklega til ungra karlmanna og hefur verið að aukast undanfarin ár. Capacent Gallup hefur kannað notkun munntóbaks meðal ungs fólks á aldrinum 16–23 ára fyrir embætti landlæknis í þremur könnunum. Sú fyrsta var gerð í októbernóvember 2009, en sú síðasta í júní 2011. Niðurstöðurnar sýna að neyslan er umtalsverð og samkvæmt síðustu könnun segjast um 20% pilta í þessum aldurhópi nota munntóbak daglega. Langflestir, eða 86%, segjast eingöngu taka íslenska neftóbakið í vörina. Þessar niðurstöður eru í samræmi við sífellt aukna framleiðslu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á neftóbaki, sem hefur aukist úr 16,8 tonnum árið 2007 í 25,5 tonn á síðasta ári (2010). Á Íslandi er með lögum bannað að flytja inn, framleiða og selja allt munntóbak. Lögin tóku gildi 1. febrúar 1997 og voru sett til að bregðast við tilskipun frá Evrópusambandinu. Í athugasemdunum með frumvarpinu var bent á að þetta tóbak væri ávanabindandi ekki síður en tóbak sem er reykt. Einnig var bent á að með þessum nýju gerðum tóbaks væri einkum verið að höfða til ungs fólks og sums staðar, t.d. í Svíþjóð, með þeim afleiðingum að umtalsverður hluti unglinga væri farinn að nota „reyklaust tóbak“ að staðaldri.

Reynslan í öðrum löndum Í nýlegri samantekt miðstöðvar krabbameinsrannsókna í Heidelberg í Þýskalandi um skaðsemi sænska munntóbaksins kemur fram að þessi tóbaksneysla sé skaðleg heilsu og valdi fíkn. Bent er á að neysla þess höfði einkum til ungs fólks og auki heildarneyslu tóbaks. Ennfremur segir þar að ekki hafi verið sýnt fram á að munntóbaksneysla sé gagnleg leið til að hætta reykingum. Reynslan frá Svíþjóð sýnir að munntóbak er notað til að hætta að reykja í stað þess að fá aðstoð við að hætta að reykja. Um það bil einn af hverjum fjórum fyrrverandi reykingamönnum skipta yfir í munntóbak en flestir reykingamenn ná árangri í að hætta reykingum án þess að nota munntóbak. Þeir sem hætta að reykja með því að skipta yfir í munntóbak eru því háðir

Auglýsing úr herferð Landlæknisembættisins, ÍSÍ, KSÍ, UMFÍ og ÁTVR.

tóbaki eftir sem áður. Munntóbaksneysla meðal kvenna er lítil í Svíþjóð og flestar konur, sem hætta að reykja, gera það án þess að nota munntóbak í staðinn. Í Svíþjóð er tóbaksneysla meðal karla mikil. Þótt hlutfall reykinga þar sé lágt og munntóbaksneysla mikil er lág tíðni reykinga fyrst og fremst vegna þess að þeim fækkar sem aldrei byrja að reykja. Þá er bent á það í þýsku samantektinni að í mörgum Evrópulöndum sé tíðni reykinga á hraðri niðurleið án þess að þar sé leyfður innflutningur á sænska munntóbakinu. ÁTVR kaupir sína hrávöru til framleiðslu á íslensku neftóbaki frá Swedish Match, helsta munntóbaksframleiðanda Svía. Þannig getum við með nokkrum sanni sagt að íslenska neftóbakið og sænska munntóbakið sé sama tóbakið. Á síðasta ári voru birtar niðurstöður úr rannsókn sem Rannsóknir og greining

vann fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR). Þar kemur fram að munntóbaksneysla er svipuð hjá þeim sem stunda íþróttir og þeim sem ekki stunda íþróttir. Það kemur hins vegar vel í ljós að þeir sem stunda íþróttir reykja mun minna en þeir sem ekki stunda íþróttir. Komið hefur fram í sænskum rannsóknum að munntóbaksneytendum er hættara við meiðslum en þeim sem ekki nota munntóbak. Meiðsl í vöðvum, liðum, hnjám, liðböndum og sinum og bakeymsli ýmiss konar voru algengari meðal munntóbaksneytenda en þeirra sem ekki notuðu munntóbak eða reyktóbak. Þessi staðreynd ætti að vera öllum sem vilja ná árangri í íþróttum næg ástæða til að láta alla tóbaksneyslu eiga sig. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis.

Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ:

Undirbúningur hafinn af fullum krafti Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ 8.–10. júní næsta sumar og eru UMSK og Mosfellsbær mótshaldarar. Á fyrsta fundi landsmótsnefndar skipti stjórnin með sér verkum og er Valdimar Leó Friðriksson, UMSK, formaður og Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu, gjaldkeri. Mikil bjartsýni og ánægja er með að mótið skuli vera haldið í Mosfellsbæ og allir eru staðráðnir í að gera það sem veglegast. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga sl. sumar og tókst afar vel. Landsmót UMFÍ 50+ er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá en ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og kynningar.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Valdemar Leó Friðriksson, formaður UMSK, undirrita samning um Landsmót UMFÍ 50+.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

19


Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ – viðurkenningar afhentar Mjög góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar sem leið. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands 8. desember sl. og voru þátttakendur í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjölskyldan á fjallið verðlaunaðir fyrir framtak sitt. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga, 60 daga og 80 daga fengu viðurkenningar.

Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 109 fjöll, Guðbjartur Guðbjartsson, 83 fjöll, Þröstur Vilhjálmsson, 38 fjöll, og Ástríður Helga Sigurðardóttir sem gekk einnig á 38 fjöll. Bjarni Bogar Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 30 daga, Lilja Hrund Pálsdóttir viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 60 daga, Hermann R. Jónsson fyrir að hreyfa sig í 80 daga og Inga Birna Tryggvadóttir fyrir hreyfingu í 103 daga. Hópar, sem hreyfðu sig mest, voru starfsfólk frá Maritech sem hreyfði sig í 424 daga, Skautsmiðja Norðuráls í 392 daga, A-vakt

Hópar sem hreyfðu sig flesta daga. Maritech sem lenti í fyrsta sæti, skautsmiðja Norðuráls, A-vakt steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls sem deildu þriðja sætinu. Einstaklingar sem gengu á flest fjöll. Birna Steingrímsdóttir gekk á 109 fjöll, Guðbjartur Guðbjartsson gekk á 83 fjöll og Ástríður Helga Sigurðardóttir gekk á 38 fjöll. Þröstur Vilhjálmsson, sem er ekki á myndinni, gekk á 38 fjöll. Árni Magnús Björnsson tók verðlaununum fyrir hönd Þrastar.

steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls í 259 daga. Hópar, sem gengu á flest fjöll, voru C-vakt kerskála Norðuráls sem gekk á 65 Hópar sem gengu á flest fjöll. C- vakt kerskála Norðuráls gekk samanlagt á flest fjöll, D-vakt kerskála Norðuráls og Maritech komu í næstu sætum.

Einstaklingar sem voru dregnir út. Bjarni Bogar Jóhannsson eftir 30 daga, Inga Birna Tryggvadóttir eftir 103 daga og Lilja Hrund Pálsdóttir eftir 60 daga. Á myndina vantar Hermann R. Jónsson sem dreginn var út eftir 80 daga. Með þeim á myndinni er Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Eyrún Harpa Hlynsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ.

20

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

fjöll, D-vakt kerskála Norðuráls, 23 fjöll, og Maritech sem gekk einnig á 23 fjöll. Verðlaunahafar fyrir Fjölskylduna á fjallið voru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Þorgeir Vigfússon, Þórunn Sara Guðbrandsdóttir og Eyjólfur Valur Gunnarsson. Öll fengu þau bókaverðlaun fyrir þátttökuna. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 20 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem hafði verið komið fyrir á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er fyrst og fremst að fá einstaklinga og fjölskyldur í léttar fjallgönguferðir og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið góðri líkamsrækt. Göngugarpar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í göngubækurnar á fjöllum. Á hverju hausti síðustu ár hefur síðan verið dregið úr hópi þátttakenda og hinir heppnu hafa fengið sérstök verðlaun fyrir framtak sitt. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Ungmennafélag Íslands vill nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári.


Komdu í XY og fáðu flotta inngöngugjöf

XY er unglingaklúbbur Íslandsbanka fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára. Ef þú skráir þig í XY færðu flotta tösku og bíómiða í inngöngugjöf.

Nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/xy

Þetta færðu líka í XY: k Debetkort ef þú ert á 14. aldursári eða eldri k Hraðbankakort ef þú ert á 12. aldursári eða eldri k Það kostar ekkert að nota kortið k Netbanka

islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

21


Ungmennafélagið Íslendingur 100 ára

Frá 17. júní hátíðahöldum Ungmennafélagsins Íslendings á Hvanneyri 2009.

Ungmennafélagið Íslendingur fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 11. desember síðastliðinn. Var tímamótanna minnst í fjölmennu samsæti í sal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Það þótti við hæfi því að félagið var stofnað á þeim stað árið 1911.

Leiklist í 35 ár Að sögn Helga Björns Ólafssonar, formanns Ungmennafélagsins Íslendings, snýst starfsemi félagsins í dag að mestu um íþróttastarf og hefur gert síðustu ár, mest þó á sumrin, í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Handbolti hefur líka verið æfður og svo hefur fólk frá Íslendingi sótt æfingar hjá Skallagrími í Borgarnesi. Helgi Björn segir að starfssvæði félagsins sé á

Hvanneyri, gamli Andakílshreppur, sem er Bæjarsveit líka, og svo Skorradalur. Helgi Björn leggur einnig mikla áherslu á leikstarfið sem búið er að halda úti samfleytt í 35 ár og leikrit er sett upp annað hvert ár.

Veggspjald Ungmennafélagsins frá afmælisárinu 1951. Myndina gerði Björn Sigurbjörnsson.

Félagið rekur einnig Hreppslaug í Skorradal en félagið hefur átt hana frá 1928. Laugin er elsta steinsteypta 25 metra laug landsins sem er enn í notkun. Félagið réðst í þetta þrekvirki í kringum 1928 og hefur rekið laugina síðan. Þetta eru stærstu þættirnir í starfsemi félagsins en félagið sér einnig um íþróttamót á sumrin, Jónsmessuhátíð og stundum hefur félagið staðið fyrir jólatrésskemmtunum. Svo hafa verið sjálfstæðir hópar innan félagsins og nefndi Helgi Björn í því sambandi þjóðdansahópa og blak en hafa þó verið tengdir félaginu.

Nokkuð líflegt starf „Eins og þessi upptalning sýnir er starfið bara nokkuð líflegt. Við erum með í láni smákompu hjá Landbúnaðarháskólanum til að geyma hlutina okkar. Við erum einnig með aðstöðu við sundlaugina en þar er stórt sundlaugarhús sem var á sínum tíma notað sem félagsheimili. Sundlaugin er bara rekin á sumrin og það eru uppsprettur í landinu sem hita upp laugina. Reksturinn hefur stundum verið í járnum en hún er mjög vinsæl á sumrin,“ sagði Helgi Björn Ólafsson sem hefur verið formaður Íslendings síðan 2010. Helgi Björn sagðist vera búinn að vera búsettur í sveitinni í 20 ár, var fyrst í námi en hefur síðan starfað á Hvanneyri og átt heima þar. Hann var gjaldkeri í stjórn Íslendings fyrir tíu árum og starfaði í nefndum. Svo kom hann aftur til starfa 2010 og varð þá formaður.

Stjórn Umf. Íslendings 2011. Frá vinstri: Helgi Björn Ólafsson, formaður, Steinunn Hildur Benediktsdóttir, ritari, og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, gjaldkeri.

22

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Frá Jónsmessuhátíð félagsins á Mannamótsflöt 2009.

Framtíðin er björt – Hvernig sérð þú Íslending fyrir þér á næstu árum? „Ég sé starfsemina fyrir mér með svipuðu sniði og hún er nú. Það getur vel verið að við færum út kvíarnar og þá í formi almenningsíþrótta og skógræktar. Þetta eru svona mínar hugmyndir sem eru ekki komnar lengra. Félagið fór að vísu í upphafi af stað með ákveðinn skógræktaráhuga og fékk reit til umráða til plöntunar. Hann var síðan gefinn eftir þegar reist var virkjun þar fyrir ofan en þá fór af stað uppbygging við sundlaugina. Það er grundvöllur hjá okkur fyrir að gera meira því að byggðin er þétt í kringum Hvanneyri en dregið hefur úr henni í sveitunum. Starfið almennt hefur gengið upp og ofan síðustu 10–20 ár en leikstarfið hefur gengið ákaflega vel og leikrit verið sett upp á tveggja ára fresti. Stefnan hjá okkur er að færa starfið meira inn á veturinn í samstarfi við grunnskólann hér og á sl. vori buðum við upp á handboltaæfingar til prufu. Þar nutum við kunnáttu nemanda við Landbúnaðarháskólann. Margt fólk kemur til náms við skólann og við reynum oft að njóta þess ef hæfileikaríkir nemendur geta hjálpað okkur við að leiðbeina á ýmsum sviðum. Við erum líka í nánu samstarfi við UMSB. Hvað nánustu framtíð áhrærir sé ég hana bara bjarta,“ sagði Helgi Björn.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, veittu Bjarna Guðmundssyni og Helga Birni Ólafssyni starfsmerki UMFÍ á afmælishátíð Ungmennafélagsins Íslendings sem haldin var á Hvanneyri.

Danshópurinn Sporið sýndi á 100 ára afmælishátíð Leikfimihússins á Hvanneyri 25. september 2011, á hátíð sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Ungmennafélagið Íslendingur efndu til.

Félagar sem settu upp leikritið Taktu lagið Lóa.

Sveit Ungmennafélagsins Íslendings sem tók þátt í Landshlaupi FRÍ 1991.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

23


Engin lántökugjöld á grænum bílum Græn lán Ergo Með Grænum lánum vill Ergo koma til móts við þá sem kjósa sparneytnari bíla sem nýta nýjustu tækni við að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þannig stuðla Græn lán að bættu umhverfi. Reiknaðu með okkur á ergo.is.

Suðurlandsbraut 14 sími 440 4400 www.ergo.is ergo@ergo.is

24

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Rannveig Oddsdóttir, hlaupari hjá Ungmennafélagi Akureyrar:

Hleypur 60 km á viku og hefur skráð sig í Berlínarmaraþonið Rannveig Oddsdóttir, hlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu í hlaupum síðustu ár. Rannveig hefur verið dugleg að taka þátt í vetrarhlaupum UFA og staðið sig vel þar. Rannveig hefur ennfremur tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu síðan 1997 og aðeins misst úr örfá hlaup, vegna barneigna, eins og hún kemst sjálf að orði, en Rannveig er 37 ára gömul. Hún er kennari að mennt en leggur núna stund á doktorsnám í menntavísindum við Háskóla Íslands.

Komst á bragðið og hef eiginlega hlaupið síðan „Það eru um 14 ár síðan að ég fór að hlaupa fyrir alvöru. Í byrjun var ég ég í erobikk en þegar ég flutti suður haustið 1997 datt ég inn í hlaupahóp sem hljóp saman tvisvar í viku. Á þessum tíma hljóp ég 10 km í miðnæturhlaupi í Laugardalnum og náði þar ágætum árangri. Í framhaldinu hljóp ég hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og þar með varð ekki

aftur snúið. Ég komst á bragðið og hef eiginlega hlaupið stanslaust síðan,“ sagði Rannveig en þess má geta að fullt maraþon hljóp hún á 2,57 klst. árið 2010 og í hlaupinu í sumar hljóp hún hálft maraþon á sínum besta tíma.

Hlaupin eru fyrir mér í dag eins konar lífsfylling „Ég var ekki mikið í íþróttum sem unglingur. Tók aðeins þátt í frjálsum íþróttum úti í sveit eitt sumar og æfði sund í stuttan tíma. Það er svo ekki fyrr en ég er orðin 24 ára gömul sem ég fer að hlaupa fyrir alvöru. Það má segja að hlaupin séu fyrir mér í dag eins konar lífsfylling og partur af lífi mínu. Ég held að ég geti sagt að ég hlaupi um 60 km á viku og svo er ég inn á milli að synda og lyfta aðeins. Ég hef alltaf átt mér þann draum að taka þátt í einu af stóru maraþonunum á erlendum vettvangi og sá draumur er að rætast því að ég hef skráð mig í Berlínarmaraþonið á næsta ári,“ sagði Rannveig Oddsdóttir, hlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar, í samtali við Skinfaxa.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

25


FIMLEIKAR:

Gerpla handhafi tveggja stærstu titlanna í hópfimleikum Kvennalið Gerplu varð Norðurlandameistari í hópfimleikum, en mótið fór fram í Larvik í Noregi 12–13. nóvember sl. Árangur Gerplustúlkna var frábær, nú eru þær handhafar tveggja stærstu titlanna í hópfimleikum en liðið er núverandi Evrópumeistari í þessari grein. Gerpla vann sannfærandi sigur og hlaut samtals 49.100 stig. Sænska liðið Höganäs varð í öðru sæti með 47.950 stig. Örebro frá Svíþjóð lenti í þriðja sæti með 46.800 stig og B-sveit Gerplu lenti í sjötta sæti með 42.700 stig. A-sveit Gerplu hlaut flest stig allra í dansinum og á trampólíni en Höganäs flest stig í æfingum á dýnu. Gerpla hlaut 16.550 stig fyrir dansinn, 16.750 stig fyrir trampólínæfingarnar og 15.800 stig fyrir æfingar á dýnu. Keppnin var mjög spennandi og þurfti hópurinn svo sannarlega að leggja allt undir til að sigra á mótinu. Eftir fyrstu umferð var Gerpla P1 í fjórða sæti eftir nokkuð lága einkunn á dýnustökki miðað við styrkleikann í stökkunum sem stúlkurnar sýndu en þær fengu 15,8 stig fyrir æfingar sínar. Fyrir ofan þær var lið Höganäs með 16,15 og Bolbro með 16,1 og einnig Örebro með 16,05. Það var því á brattann að sækja. Næst fóru stúlkurnar í trampolínstökk. Framkvæmdu þær æfingar sínar mjög vel með miklum erfiðleikagildum sem skiluðu alls 16,75 sem var jafnframt hæsta einkunn á öllum áhöldum í kvennaflokki. Eftir aðra umferð leiddi Gerpla P1 mótið en þó aðeins með 0,1 stigi. Því var rafmagnað andrúmsloft í íþróttahöllinni í Larvik þegar stúlkurn-

26

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

ar í P1 úr Gerplu byrjuðu æfingar sínar á gólfi við mikinn fögnuð fjölmargra Íslendinga sem voru viðstaddir. Stúlkurnar hafa áður hlotið mjög háar einkunnir á gólfi og vissu að með fullkomnum æfingum stæðu þær uppi sem sigurvegarar. Dansinn hjá stúlkunum var óaðfinnanlegur sem skilaði þeim 16,55 stigum en það var einnig langhæsta einkunn sem gefin var í kvennaflokki fyrir gólfæfingar. Því má segja að með feiknasterkum æfingum á trampolíni og gólfæfingum hafi hópurinn náð að vinna sig upp úr fjórða sæti í fyrsta sæti og sigra með yfirburðum, samtals 49,1 stigum. Í öðru sæti varð Höganäs með 47,95 stig og Örebro með 46,8 stig en þessi lið eru bæði frá Svíþjóð. Þegar upp er staðið hefur stúlkunum því, þrátt fyrir áföll í aðdraganda mótsins, tekist að landa Norðurlandameistaratitli í hópfimleikum. Eru þær því bæði ríkjandi Norðurlanda- og Evrópumeistarar í hópfimleikum kvenna. Það er árangur sem vert er að staldra við. Að sögn Dóru Sifjar Óskarsdóttur, sem búsett er í Noregi og æfði árum saman með Gerplu, var sérstaklega gaman að fylgjast með framgöngu stúlknanna í P1 sem hafi heillað alla í höllinni en jafnframt hafi verið ánægjulegt að fylgjast með öllum íslensku keppendunum. Það er auðséð að mikið og gott starf er unnið í fimleikafélögunum á Íslandi í dag að sögn Dóru Sifjar. Lið Stjörnunnar/Ármanns keppti í blönduðum flokki og vann til bronsverðlauna. Norðurlandameistararnir eru: Ásdís Guðmundsdóttir, Ásta Þyrí Emilsdóttir, Eva Dröfn Benjamínsdóttir, Fríða Rún Einars-

dóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Karen Sif Viktorsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Sif Pálsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir og Valgerður Sigfinnsdóttir.


SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

27


Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin

28

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


Jólanóttin Nóttin helga fór í hönd. Áliðið var aðfangadagsins: kirkjukertin horfin og komin út í Sólheimakirkju. Búið að senda kerti og ýmsar jólagjafir víðsvegar til fátæklinga. Aðeins einn jólagestur sat eftir af öllum þeim gestum, sem komið höfðu í dag. Stúlkurnar höfðu raðað öskunum nýþvegnum á búrbekkinn, sópað undan öllum rúmum og þvegið rúmstokkana. Öll gólf voru tárhrein, og helst máttu börnin ekki koma inn allan daginn. Fátækraþerririnn brást ekki, og engin flík var óhrein innan bæjar. Í kýrkláfunum var besta taða, og öll verkfæri hrein. Rokkarnir allir, kembukassar og hesputré var sett út á miðloft og raðað þar, og blöðin, sem alltaf voru geymd uppundir í sperrukverk, horfin. Þegar dimma tók, var borinn þvottabali inn í norðurhús, þar sem vefstaðurinn var. Og þar var allagt gólfið með boldangi. Sjóðandi heitu vatni var hellt í balann, og þegar það var mátulega heitt, vorum við börnin kölluð þangað og þvegin frá hvirfli til ilja. Þarna var nokkuð heitt af vatnsgufu, en kaldara mátti það samt ekki vera. En áður fórum við í eldhúsið, þar beið Inga systir og beygði okkur ofan yfir keytustamp, sem hún svo vatt hárið á okkur upp úr. Þetta var það versta fyrir jólin. Ég kreisti aftur augun og beit saman munninum, þorði varla að anda á meðan þessu stóð. Síðan þerraði hún höfuðið og hárið með strigadúk og lét okkur hlaupa inn að kerlauginni í vefjarhúsinu. Það var mikil svölun að baða sig þar eftir höfuðþvottinn í eldhúsinu. Þetta gekk eftir röð, og alltaf varð að bæta í balann nýju heitu vatni. Svo stóð stór skál á borðinu með hreinu köldu vatni og sápu sem hver notaði síðast eftir vild. Þegar búið var að skola okkur börnin, kom fullorðna fólkið og lét líka lauga sig, það var bara einstaka manneskja, sem ekki tók nema keytuþvottinn. Þegar stúlkurnar voru búnar lokuðu karlmennirnir sig inni og báru áður að margar fötur af volgu og köldu vatni, það var mikill gauragangur í þeim, og oft tók dágóða stund að laga til eftir þá. Að öllu þessu loknu var borin inn rjúkandi kjötsúpa, þykk eins og grautur. Það verkaði vel á mann baðið og fólkinu létti í skapi. Vænir spaðbitar, feitur og mag-

ur voru í hvers manns aski. Allir höfðu skipt um nærföt, er þeir komu úr baðinu, og nú klæddu þeir sig í sparifötin. Svo var kvöldverkum öllum lokið klukkan 6–7 um kvöldið. Kertalykkjurnar lágu á baðstofuborðinu, og byrjaði mamma að kveikja á þeirri fyrstu og lét brenna sundur rakið á milli þeirra, logaði þá á tveim kertum undir eins. Þau voru gefin elstu mönnum í baðstofunni. Þessi athöfn stóð talsverðan tíma, og biðum við börnin, meðan allt eldra fólk tók á móti sínum kertum. Loksins tók mamma kertalykkjuna okkar og kveikti á henni. Svo rétti hún mér og Ólu systur sitt kertið hvoru með ljósi. „Takið þið við, börnin mín góð,“ sagði hún og tárin runnu niður kinnar hennar. Ég tók við mínu kerti og kyssti mömmu og strauk með litlu lófunum tárin hennar, hún brosti og sagði: „Þykir þér falleg jólaljósin, Eyfi minn. Þrír bræður þínir og systur njóta þó fegurri jólaljósa hjá jólabarninu Jesú.“ Svo kveikti hún á tveim hákertum, sem stóðu í stjökum á borðinu, það voru hjónaljósin. Gesturinn, sem var aldraður bóndi, sat við annan borðsendann og fékk líka sitt kerti. Af háhillunni yfir baðstofuglugganum voru nú teknar lestrarbækurnar. Það var Péturspostilla, bænakver og tvær sálmabækur. Pabbi flutti sig inn til mömmu sinnar í norðurbaðstofuna, en söngfólkið var kyrrt í frambaðstofunni. Gesturinn var góður raddmaður og byrjaði jólasálminn. Tveir sálmar voru sungnir á undan og tveir á eftir. Hjá pabba sat ég allan lesturinn og mændi á opna postilluna. Hvenær ætlaði þessi lestur að enda? Og svo átti ég að muna eitthvað úr honum. Þetta mundi ég: „Guð-Drottinn-alltAmen!“ og pabbi brosti. Þetta var allt og sumt, en söngnum tók ég betur eftir og braut heilann um það, hvað Guð mundi eiga margt í „hornum“ sínum. Seinna um kvöldið spurði ég ömmu, hvort hún vissi það. Hún var byrst og sagði, að hjá guði væru engin horn. „Svona máttu ekki spyrja, dengi minn,“ sagði hún. „En það var sungið í jólasálminum,“ sagði ég. Það mundi ég glöggt. Forsöngvarinn sagði svo skýrt: „... minn Guð gaf af hornum sér“. Amma leiðrétti mig eftir andartak, og bágt átti ég

Jólasaga: að skilja, að hennar meining væri réttari en mín. Eftir húslesturinn byrjaði sálmasöngur á víxl og góðlátlegt samtal. Og brátt rauk upp af stórri leirskál, barmafullri af „púnsi“. Pabbi kveikti á henni, og var það fallegur rauðblár logi. Svo fengu allir púns í bolla, og sló þá nokkuð í glaðværð. Svo kom fullt af lummum og kaffi. Hin ánægjulegasta stund þetta kvöld var meðan á jólagjöfum stóð. Mamma gaf öllum einhverja nýja flík, þegar að afloknum jólalestri. Karlmennirnir fengu nýjar milliskyrtur eða nýjan jakka, jólaskó bryddaða og nýja háleista. Stúlkurnar fengu millipils eða svuntu og sjalhyrnu, stundum allt þetta hver, sauðskinnsjólaskó og sortulitaða sokka. Börnin fengu ný föt, rauða eða bláa sokka eða jólaskó. Enginn mátti fara í jólaköttinn. Jólagestur var í þetta sinn Ólafur bóndi frá Brekkum. Hann var ókátur og einmana, en glaðnaði við púnsdrykkjuna og jólagjafirnar. Konu sína hafði hann misst á þriðja hjónabandsári þeirra. Hún dó af barnsförum. Eftir lát hennar eirði hann hvergi, en sat helst í smiðju sinni og klambraði eitthvað smávegis, sem engu var nýtt. Fann hann þá eitt sinn í smiðjunni blað sem skrifaðar voru á þrjár vísur. Huggaðist hann við að lesa þær og vissi, að guðs engill hafði flutt honum þær til styrkingar, þær voru frá konunni hans. Þessar vísur söng hann tárfellandi, þó jólanótt væri. Mamma byrjaði sjálf jólasálmana, en engin rödd var svo fögur eins og hennar. Síðast var sungið þetta vers úr Passíusálmunum, „Gef þú að móðurmálið mitt,“ o.s.frv. Ljósið á baðstofulampanum var ekki slökkt, þegar háttað var, og logaði alla nóttina á honum. Reyndi ég að vaka sem lengst til þess að njóta birtunnar. Síðast streymdu ljósstafir frá lampanum til mín, og ljósbrotin mynduðu geislakrans um baðstofuna. Og ég þoldi ekki að horfa á móti allri þeirri dýrð, sem myndaðist um jólabarnið. „Góða nótt, mamma mín,“ sagði ég, og tungan drafaði. Draumur tók við. Eyjólfur Guðmundsson: Vökunætur II (1947), Vetrarnætur.

Justin Bieber notar Proactiv® Solution

Burt með bólurnar!

- bætt útlit, betri líðan SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

29


Úr hreyfingunni

Telma Rut úr Aftureldingu Íslandsmeistari í kumite Telma Rut Frímannsdóttir úr Ungmennafélaginu Aftureldingu varð þann 19. nóvember sl. Íslandsmeistari í kumite. Telma bar sigur úr býtum í tveimur flokkum, -61 kg flokki og opnum flokki kvenna, annað árið í röð. Telma lagði Aðalheiði Rósu Harðardóttur frá Akranesi í úrslitum í opnum flokki en þessar tvær stúlkur hafa skarað fram úr í þessari íþróttagrein hin síðustu misseri. Keppendur í opna flokknum voru um 60 talsins. „Ég er búin að æfa kumite í tíu ár eða frá því að ég var níu ára gömul. Ég fór í byrjun með vinkonu minni til að prófa og síðan varð ekki aftur snúið. Ég hélt áfram en vinkona mín hætti. Það fór að ganga vel þegar ég mátti fyrst keppa í íþróttinni en þá var ég 12 ára gömul, en ég hef alltaf keppt

undir merkjum Aftureldingar í Mosfellsbæ,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir í spjalli við Skinfaxa. Telma sagði áhugann fyrir kumite alltaf verða meiri hér á landi með hverju árinu. Telma lætur sér ekki nægja að æfa og keppa í kumite því að hún leikur einnig handknattleik með meistaraflokksliði Aftureldingar. Telma er nemandi við Menntaskólann við Sund og lýkur stúdentsprófi næsta vor. „Það er meira en nóg að gera hjá mér en ég ætla að halda ótrauð áfram í kumite og einnig í handboltanum svo lengi sem ég get. Ég er reyndar búin að vinna allt sem hægt er á Íslandi svo það væri gaman að fara að keppa meira erlendis og gera sitt besta og bæta sig. Maður veit aldrei hvað

Telma Rut Frímannsdóttir, Íslandsmeistari í kumite.

framtíðin ber í skauti sér en óneitanlega væri gaman að fara erlendis og æfa, við sjáum hvað gerist í þeim efnum,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir.

Selfyssingar með tvö gull og eitt silfur á Scandinavian Open í sparring Helgina 5.–6. nóvember sl. var Scandinavian Open í sparring haldið í Horsens í Danmörku. Þrír keppendur frá taekwondodeild Umf. Selfoss tóku þátt í keppninni. Skemmst er frá því að segja að árangur þeirra var frábær. Daníel Jens Pétursson vann gull í -80 kg karlaflokki og var jafnframt kosinn keppandi mótsins. Davíð Arnar Pétursson vann silfur í -33 kg kadettflokki og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir vann gull í juniorflokki kvenna. Þess má geta að Daníel og Davíð eru bræður. Mótið var gríðarsterkt og fjöldi keppenda frá öllum Norðurlöndunum. Því er óhætt að fullyrða að íslensku keppend-

urnir hafi staðið sig frábærlega. Að vinna til verðlauna á svona sterku móti er mikill heiður og hvatning til að standa enn betur við bakið á afreksfólki okkar ásamt því að hlúa enn betur að uppbyggingarstarfi íþróttarinnar. Einnig vekur árangur þeirra athygli hinna keppendanna og mótshaldara á Íslandi og þeim glæsilega árangri sem taekwondofólk okkar er að ná. Þessi árangur okkar frábæra taekwondofólks er mikil hvatning fyrir alla, sem stunda íþróttina, til að gera enn betur á æfingum, mótum og í keppni. Frá vinstri: Daníel Jens, Ingibjörg Erla og Davíð Arnar. Með þeim á myndinni er Meisam Rafiei, landsliðsþjálfari í sparring.

Gull og brons á júdómóti í Danmörku Helgina 26.–27. nóvember sl. fóru þrír keppendur frá júdódeild Umf. Selfoss til keppni á Hilleröd International í Danmörku ásamt 19 öðrum keppendum frá JR og ÍR. Mótið, sem var mjög fjölmennt, var nú haldið í 30. sinn, en það er fyrir keppendur 21 árs og yngri. Keppendur komu flestir frá Norðurlöndunum en einnig víða að úr Evrópu. Þeir Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal frá Selfossi fóru á mótið. Úlfur Böðvarsson keppti í U13-flokki og átti fimm viðureignir. Hann vann þær allar og kom heim með gull. Fyrsta viðureignin

30

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Egill Blöndal Ásbjörnsson júdómaður frá Selfossi vann brons á Hilleröd International í U17 flokki.

var gríðarlega tvísýn en eftir þá glímu vann Úlfur næstu glímur af öryggi. Flottur árangur hjá Úlfi sem keppti á sínu fyrsta móti erlendis. Grímur Ívarsson, sem einnig var að keppa fyrsta í sinn erlendis, keppti í U17. Grímur er 14 ára og var þar af leiðandi í hópi yngstu keppenda í U17-flokknum. Hann vann eina viðureign en tapaði þremur. Þetta var fínn árangur hjá Grími í erfiðum flokki. Egill Blöndal keppti í U17flokki. Egill hefur æft vel og keppir á öllum mótum innanlands. Hann glímdi samtals 8 viðureignir og vann fimm sem skilaði honum bronsverðlaunum. Egill er að skipa sér í hóp fremstu júdómanna landsins.


Skynsamur kostur á ferðalögum um Ísland

Kópasker

Ísafjörður

Ytra Lón

Siglufjörður Þórshöfn

Korpudalur Húsavík

Berg Ásbyrgi Árbót

Dalvík Bíldudalur

Sauðárkrókur

Broddanes

Mývatn

Ósar

Reykhólar

Húsey

Akureyri

Blönduós

Brjánslækur

Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður

Sæberg

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Búðardalur

Grundarfjörður

Berunes

Djúpivogur

Langjökull

Borgarnes Akranes Reykjavík

Vagnsstaðir

Keflavík airport

Selfoss

Eyrarbakki

Höfn

Árnes

Downtown Hostel

Njarðvík

Vatnajökull

Gullfoss/Geysir

Laugarvatn City Hostel

Hekla

Skaftafell

Gaulverjaskóli Fljótsdalur Hella Þórsmörk

Hvoll Kirkjubæjarklaustur

Mýrdalsjökull

Skógar Vestmannaeyjar

Vík

37 farfuglaheimili um allt land bjóða ykkur velkomin Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði. Heimilin bjóða upp á 2–6 manna herbergi og sum þeirra einnig sumarhús. Á öllum heimilunum er gestaeldhús sem gestir geta notað án endurgjalds. Kynntu þér málin á Farfuglar vefsíðu okkar www.hostel.is

Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: info@hostel.is . www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan

Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is ❚ www.hostel.is

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

31


LEIKLIST:

Ungmennafélagið Dagrenning í Borgarfirði:

Salvör Valgerður á fjölunum Menningin á sér engin landamæri og ekkert svæði umfram annað. Það sannaðist eina ferðina enn þegar undirrituð ók 40 mínútna leið frá Borgarnesi upp í sveit sunnudagskvöldið 27. nóvember til að sjá uppfærslu Ungmennafélagsins Dagrenningar á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Verkið var sett upp í félagsheimilinu Brautartungu og að því stendur breiður hópur fólks sem flest á heimili í Lundarreykjadal. Í verkinu er kreppa og átök. Þeir ríku hirða peningana af alþýðunni sem þó aflar stærsta hluta þeirra og mestra raunverðmæta. Misréttið og fátæktin dafna. Ráðamenn eru fjarlægir fólkinu og skilja ekki líf þess og baráttu. Þessi lýsing gæti átt við nútímann en hún á einnig við um samfélagið á Óseyri við Axlarfjörð, vettvanginn í Sölku Völku. Verkið kom út á árunum 1931–32 og er því skrifað í kreppunni sem hófst með falli banka í Bandaríkjunum í lok þriðja áratugarins. Margt var því líkt með aðstæðum nú og þá og því einkar vel við hæfi að taka Sölku Völku til sýningar í dag. Leikritið er sett upp á aldarafmælisári Dagrenningar, en leikdeild félagsins hefur gjarnan valið sér metnaðarfull verkefni. Leikendur eru rúmlega tuttugu frá níu bæjum í sveitinni og víðar – auk þriggja manna hljómsveitar. Þetta er litríkur hópur sem

32

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

tekst að skapa rík blæbrigði á sviðinu, bæði í hreyfingum og túlkun á persónum. Tónlistin málar sterka liti við textann og á sinn þátt í aðdráttarafli sýningarinnar. Lýsingin er falleg og sviðið stílhreint og haganlega gert. Í raun er ótrúlegt hvað hægt er að að nota það vel. Það iðar oft af lífi og fjöri en þar eru líka hádramatískar senur sem fá áhorfandann til að hljóðna við. Þannig er leiklistin, góð túlkun getur slegið á marga strengi. Í uppfærslu Dagrenningar eru persónur vel mótaðar og heppilega hefur verið valið í hlutverk. Það var viss atvinnumannsbragur yfir sýningunni, maður fann

Frá leiksýningu Ungmennafélagsins Dagrenningar á leikritinu Sölku Völku eftir sögu Halldórs Laxness.

að hér hafði verið vandað til verks. Samt er þetta flókið verk, saga Sölku Völku er mikil örlagasaga með djúpri hugsun um hugsjónir, örlög, drauma og veruleika. Þetta er meitlaður texti sem á svo sannarlega mikið erindi við áhorfendur í dag. Ég óska Dagrenningu til hamingju með metnaðarfulla sýningu og hvet fólk til að sækja hana vel. Menningin blómstrar í dalnum. Guðrún Jónsdóttir


Úr hreyfingunni

UÍA eignaðist tvo Íslandsmeistara í spjótkasti

Brynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson urðu Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum í spjótkasti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15–22 ára sem var haldið á Akureyri 27. ágúst sl. Brynjar Gauti kastaði spjótinu 39,43 metra í flokki pilta 18–19 ára. Hann varð að auki annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í 800 metra hlaupi.

Daði Fannar þeytti spjótinu 46,53 metra og sigraði í flokki 15 ára pilta. Hann varð að auki annar í sleggjukasti, kringlukasti, kúluvarpi og þrístökki auk þess að hljóta bronsverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Örvar Þór Guðnason, þriðji UÍA-maðurinn, vann bronsverðlaun í hástökki. Þeir keppa allir fyrir Íþróttafélagið Hött.

Brynjar Gauti Snorrason, Íþróttafélaginu Hetti.

Daði Fannar Sverrisson, Íþróttafélaginu Hetti.

Mynd að ofan: Brynjar Gauti Snorrason, Daði Fannar Sverrisson og Örvar Þór Guðnason, allir í Íþróttafélaginu Hetti.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

33


Úr hreyfingunni Afmælismót Hrafna-Flóka:

Áhorfendur hvöttu krakkana vel áfram

Laugardaginn 12. nóvember sl. hélt Héraðssambandið Hrafna-Flóki innanhússmót í frjálsum íþróttum í tilefni þess að sambandið varð 40 ára í febrúar síðastliðnum. Mótið var haldið í íþróttahúsinu Bröttuhlíð á Patreksfirði. Alls tóku þátt 47 krakkar á aldrinum 9–18 ára og var keppt í sprett-

34

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

hlaupi, langhlaupi, kúluvarpi, langstökki og hástökki. Í lok móts var svo boðið upp á pizzur og glæsilega afmælisköku. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal með skráðum árangri hvers og eins, auk þess að fá smáglaðning frá Hrafna-Flóka.

Mikil stemning var í húsinu og voru margir áhorfendur að hvetja krakkana áfram. Stjórn Hrafna-Flóka vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessum frábæra degi, jafnt keppendum, starfsfólki og áhorfendum.


Úr hreyfingunni

Á sjöunda hundrað krakkar þreyttu skólahlaup UMSK Hið árlega skólahlaup UMSK var þreytt í Mosfellsbæ 14. október sl. Mikil og góð þátttaka var í hlaupinu en á sjöunda hundrað keppendur tóku þátt. Allir grunnskólanemendur á sambandssvæði UMSK áttu rétt til þátttöku í hlaupinu og voru keppendur frá sex skólum. Eftirfarandi keppendur voru í fyrstu þremur sætunum í sínum aldursflokki: 4. bekkur stelpur: 1. Hafrún Halldórsdóttir Lágafellsskóla 1:27,04 2. Elín Helena Karlsdóttir Lindaskóla 1:30,21 3. Halla Rakel Long Lindaskóla 1:36,54

5. bekkur strákar: 1. Ísak Jón Einarsson Lindaskóla 1:18,15 2. Ólafur Höskuldsson Lágafellsskóla 1:19,07 3. Jón Steinar Benediktsson Lindaskóla 1:20,25

4. bekkur strákar: 1. Kristinn Hugi Arnarsson Lindaskóla 1:19,80 2. Eyþór Aron Wöhler Lágafellsskóla 1:21,18 3. Róbert Orri Þorkelsson Lágafellsskóla 1:26,98 5. bekkur stelpur: 1. Inga Laufey Ágústsdóttir Varmárskóla 1:20,38 2. Sólveig Rut Þórarinsdóttir Lindaskóla 1:30,31 3. Telma Sól Bogadóttir Lindaskóla 1:32,09

6. bekkur stelpur: 1. Anna P. Sigurðardóttir Varmárskóla 2. Elín Helga Ingadóttir Flataskóla 3. Daníella D. Guðnadóttir Lindaskóla

2:57,91 2:57,89 2:58,09

6. bekkur strákar: 1. Viktor Elí Sturluson Varmárskóla

2:51,32

2. Viktor Örn Gunnarsson Lindaskóla 2:56,35 3. Arvid Ísleifur Jónsson Lágafellsskóla 2:57,32 7. bekkur stelpur: 1. María Ómarsdóttir Lindaskóla 2. Fanney Einarsdóttir Lindaskóla 3. Freyja R. Sigþórsdóttir Lindaskóla

3:03,50 3:03,93 3:10,50

7. bekkur strákar: 1. Gunnar Garðarsson Lágafellsskóla 2:46,38 2. Björgvin H. Stefánsson Lágafellsskóla 2:46,83 3. Hörður Ásmundsson Lindaskóla 2:47,11

50 ára afmælismót Umf. Skipaskaga Ungmennafélagið Skipaskagi hélt frjálsíþróttamót í tengslum við 50 ára afmæli félagsins sem er á þessu ári. Mótið var haldið í Akraneshöllinni þann 17. nóvember sl. Keppt var í 60 metra hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og boltakasti 10 ára og yngri. Keppt var í öllum aldursflokkum pilta og stúlkna, 17 ára og yngri.

Starfið að mestu í kringum frjálsar íþróttir og dans „Við ákváðum að halda lítið frjálsíþróttamót og minnast þannig tímamótanna í sögu félagsins. Við munum jafnvel gera eitthvað meira í tengslum við afmælið þegar nær dregur jólum,“ sagði Anna Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélagsins Skipaskaga. „Starfið hjá okkur er að mestu í kringum frjálsar íþróttir og dans. Krakkar frá okkur hafa verið dugleg að taka þátt í mótum og á dögunum tóku tveir keppendur frá Skipaskaga þátt í Silfurleikunum og stóðu sig með prýði. Við erum ekki stórt félag en í okkar hópi er margt ungt og efnilegt íþróttafólk sem á sannarlega framtíðina fyrir sér. Félagið stendur á tímamótum um þessar mundir og fagnar 50 ára afmæli sínu. Ég ætla að vona að okkur muni ganga vel í framtíðinni, við að fjölga iðkendum og að festa frjálsar íþróttir í sessi innan félagsins,“ sagði Anna Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélagsins Skipaskaga, í samtali við Skinfaxa.

Keppendur á mótinu komu frá Skipaskaga, Grundarfirði, Reykhólum, Mýrdalnum, FH, Aftureldingu og Breiðabliki. Til hliðar má sjá 10 ára og yngri ásamt hluta keppenda frá Aftureldingu. Að neðan: Frá verðlaunaafhendingu á mótinu.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

35


Úr hreyfingunni

Svellkalt stigamót UÍA í frjálsum Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram í Fjarðahöllinni laugardaginn 26. nóvember sl. Keppt var í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og þrístökki í flokkum stelpna og stráka 11 ára, 12–13 ára, 14–15 ára og 16 ára og eldri. Þátttaka hefði mátt vera betri en um 20 keppendur mættu til leiks. Gaman var þó að sjá hve þeir komu frá mörgum félögum en 6 félög áttu keppendur á mótinu. Mótið var, eins og nafnið gefur til kynna, stigakeppni þar sem keppendur söfnuðu stigum fyrir hverja grein. Í lok móts var stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki verðlaunaður.

Hlutskörpust urðu: Stelpur 11 ára: Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti. Strákar 11 ára: Daði Þór Jóhannsson, Leikni.

Sigurvegarar stigakeppninnar. Á myndina vantar Hrefnu Ösp Heimisdóttur.

Stelpur 12–13 ára: Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti. Strákar 12–13 ára: Mikael Máni Freysson, Þristi. Strákar 14–15 ára: Daði Fannar Sverrisson, Hetti. Karlar 16 ára og eldri: Örvar Þór Guðnason, Hetti. Sigurvegararnir hlutu fallega verðlaunagripi úr gleri sem minntu um margt á ísmola, en það fór vel á því, enda afar kalt í Fjarðahöllinni þennan dag. Dregin voru út tvenn útdráttarverðlaun og féllu þau í skaut Einars Bessa Þórólfssonar, Þristi, sem fékk glaðlegt hreindýrajólabindi til að skarta um hátíðarnar, og Jóhönnu Malenar Skúladóttur, Þristi, sem fékk hreindýrshornaspöng og rautt Rúdólfsnef.

Neisti bikarmeistari Austurlands í sundi þriðja árið í röð Sundráð UÍA stóð fyrir bikarmóti í sundi 19. nóvember sl. og fór það fram á Djúpavogi. Ríflega 80 keppendur á aldrinum 6–16 ára tóku þátt í mótinu og ríkti góð stemming meðal keppenda og áhorfenda. Framkvæmd mótsins gekk afar vel enda lögðu margir sjálfboðaliðar hönd á plóginn. Mótið er stigamót milli sunddeilda á Austurlandi þar sem keppt er um sæmdarheitið bikarmeistari Austurlands. Einnig eru veitt verðlaun fyrir næststigahæsta liðið og stigahæstu karla- og kvennalið. Sunddeild Hattar átti stigahæsta karlalið mótsins og nældi það sér í 183 stig en Neisti átti stigahæsta kvennaliðið með 189 stig. Neisti hreppti titilinn bikarmeistari Austurlands þriðja árið í röð, með 363 stig. Brutust út mikil fagnaðarlæti meðal heimamanna er úrslitin voru kunngjörð en að þessu sinni fékk Neisti harða keppni frá

Hetti sem varð í öðru sæti með 332 stig. Leiknir hafnaði í þriðja sæti með 162 stig og Sindri í því fjórða með 158 stig. Í tengslum við mótið var boðið upp á

Ungmennafélagið Neisti hreppti titilinn bikarmeistari Austurlands þriðja árið í röð.

æfingabúðir í sundi á sunnudeginum og tókust þær vel í alla staði. Það voru því þreyttir en glaðir sundgarpar sem héldu heimleiðis frá Djúpavogi.

Úthlutað úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa Sprettur, afrekssjóður UÍA og Alcoa, styrkir árlega ungt og efnilegt íþróttafólk á Austurlandi til frekari afreka og öfluga þjálfara og íþróttafélög á svæðinu til góðra verka. Alls bárust 37 bárust umsóknir í sjóðinn að þessu sinni. Laugardaginn 26. nóvember sl. fór fram formleg afhending styrkja úr sjóðnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Afreksstyrki hlutu Heiðdís Sigurjónsdóttir, frjálsíþrótta- og knattspyrnukona, Hetti, og Lilja Einarsdóttir, blakkona, Þrótti, 100.000 kr. hvor. Þeir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmenn úr Hetti, hlutu 50.000 kr. hvor. Iðkendastyrki að upphæð 50.000 kr. hlutu Alexandra Sigurþórsdóttir, fimleika-

36

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Styrkhafar ásamt Guðnýju Björgu Hauksdóttur, fulltrúa úthlutunarnefndar. Á myndina vantar nokkra af styrkhöfum.

kona úr Hetti, Eiríkur Ingi Elísson, skíðamaður úr Skíðafélaginu í Stafdal, Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíðakona úr Þrótti, Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti, og Örvar Þór Guðnason, frjálsíþróttamaður í Hetti. Þjálfarastyrki hlutu: Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrnuþjálfari hjá Hetti, 60.000 kr., fimleikadeild Hattar 50.000 kr. og Bjartur Þór Jóhannsson, skíðaþjálfari hjá Þrótti, 40.000 kr. Félagsstyrki hlutu Skautafélag Austurlands 50.000 kr. vegna uppbyggingar vélfrysts skautasvells, blakdeild Hattar 50.000 kr. vegna blakæfinga fyrir 10–12 ára og skíðadeildir Austra, Vals og Þróttar 50.000 kr. vegna skíðaskóla.


ALLT UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU. ÓMISSANDI Í SAFNIÐ. SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

37


Úr hreyfingunni

Áhersla á grunnþjálfun barna í íþróttaskóla HSV Í haust, þegar skólaár hófst, fór Héraðssamband Vestfirðinga, í samstarfi við aðildarfélög, af stað með íþróttaskóla HSV fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Yfirþjálfari sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun. Hann mun einnig skipuleggja og þjálfa aðrar greinar í samstarfi við aðildarfélög HSV. HSV og aðildarfélög hafa unnið að þessu verkefni í langan tíma og hefur sú vinna nú borið árangur. Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður var síðastliðinn vetur. Markmið skólans eru: • Að fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir. • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun séu jákvæð. • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum. • Að auka gæði þjálfunar. • Að lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna. • Að auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.

Velkomin á Selfoss

„Skólinn lofar mjög góðu og aðsóknin í hann hefur verið mjög góð. Í boltaskólanum erum við með handbolta, körfubolta, fótbolta og blak. Svo erum við með sund og í inni-grunnþjálfun eru kenndir leikir almennt, þrautir, fimleikar og frjálsar íþróttir. Eftir áramótin fórum við af stað með alpagreinar og skíðaíþróttir. Það ríkir almenn ánægja með starfsemina,“ sagði Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga.

Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

38

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


LEIGUKERRUR Í MIKLU ÚRVALI

N KORT 1 FÁ 10 HAFAR % AF KE AFSLÁTT ÞAR A RRULEIG U F 3% N1 PU Í FORMI NKTA

EIGUM TIL KERRUR Í MIKLU ÚRVALI FYRIR FARANGURINN, BÚSLÓÐINA, FJÓRHJÓLIÐ, MÓTÓRHJÓLIÐ EÐA HESTANA

WWW.N1.IS / Sími 440 1000

N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.N1.IS Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.

SÍMI 440 1000

Meira í leiðinni

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

39


VIÐ PRENTUM

7¨`jg I bVg^i ;ng^g h`g^[hid[jcV 7¨`a^c\V @ncc^c\VgZ[c^ 9V\Wa Â

M

HV

ERFISME R

KI

U

;_ ae hijg HiV[g¨c egZcijc 6aah`dcVg

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1

40

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Garðabæ

Sími: 59 50 300

www.isafold.is


Gleymdu ekki D-vítamíninu – þú færð ekki nóg úr matnum

Það er mikið rætt um D-vítamín þessa dagana, og ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D-vítamín nær ekki að myndast í húðinni. Eftir áratuga margítrekaða áherslu á D-vítamín og lýsi í öllum opinberum ráðleggingum um mataræði, og hversu nauðsynlegt það sé að taka D-vítamín aukalega, hefur boðskapurinn loks komist rækilega til skila. Ástæðu þessa nýtilkomna áhuga má aðallega rekja til nýrri rannsókna sem benda til þess að D-vítamín gegni enn mikilvægara hlutverki fyrir heilsu en áður var talið. Það eru sem sagt ekki bara beinin sem þurfa á D-vítamíni að halda, heldur fjöldi annarra vefja í líkamanum. Í ljósi þessarar nýju þekkingar á hlutverki og virkni D-vítamíns hafa ráðleggingar um æskilegt magn af D-vítamíni verið teknar til gagngerrar endurskoðunar víða um heim og nýjar ráðleggingar hafa sums staðar birst nú þegar. Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa þannig nýlega hækkað sínar ráðleggingar samkvæmt áliti sérfræðinefndar á vegum Institute of Medicine. Þar er nú fullorðnum og börnum frá tveggja ára aldri ráðlagt að taka 15 míkrógrömm eða 600 alþjóðaeiningar á dag en öldruðum 20 míkrógrömm á dag (800 AE). Ráðleggingar fyrir börn eru óbreyttar, 10 míkrógrömm á dag (400 AE). Hér á landi hefur Lýðheilsustöð ráðlagt 10 míkrógrömm fyrir alla að 60 ára aldri en 15 fyrir þá sem eru eldri. Á Norðurlöndum er nú

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands.

unnið að endurskoðun ráðlegginganna og taka íslenskir sérfræðingar virkan þátt í þeirri vinnu. Ekki er ólíklegt að nýju ráðleggingunum muni svipa til þeirra amerísku, enda hafa fáar rannsóknir verið birtar sem hnekkja þeirri niðurstöðu. Það má þó benda á að íslenskar ráðleggingar um D-vítamín hafa lengi verið nokkuð hærri en þær norrænu og hefur þar verið tekið mið af íslenskum rannsóknum á D-vítamín-hag. Til að ná 10–15 míkrógrömmum á dag er bráðnauðsynlegt að taka vítamín eða lýsi, til dæmis eina barnaskeið af þorskalýsi og til að ná hærri skömmtum er jafnvel þörf á að taka bæði lýsi og D vítamín. Venjulegt hollt fæði veitir engan veginn nægilegt magn því að D-vítamín er aðeins í örfáum fæðutegundum, þá helst feitum fiski eins og síld, laxi eða silungi, og svo að sjálfsögðu í lýsinu. Jafnvel D-vítamínbætta fjörmjólkin inniheldur aðeins um 1 míkrógramm í einu glasi, og svipað magn er í einum diski af D-vítamínbættu morgunkorni. Að sumra mati gengu amerísku ráðleggingarnar alls ekki nógu langt í átt til hækkunar, og það þurfi mun stærri skammta til að tryggja fólki ákjósanlegan D-vítamín-hag. Reynt hefur verið að svara gagnrýnisröddum með vísan í vandaða og umfangsmikla vinnu sérfræðingahópsins. Bent hefur verið á að enn hefur alls ekki komið nægilega skýrt í ljós að hærri skammtar tengist betri heilsu fyrir allan þorra fólks, og það sem meira er, að stærri skammtar geti ekki haft þveröfug áhrif á heilsutengda þætti á borð við krabbameinsáhættu, hjartasjúkdóma og útkomu meðgöngu. Því að þótt flestir sérfræðingar séu þeirrar skoðunar að D-vítamín sé ekki það stórhættulega efni sem gjarnan var talið á árum áður, og að eiturmörk

Pétur og Marín Laufey glímufólk ársins

Pétur Eyþórsson og Marín Laufey Davíðsdóttir.

fyrir fullorðna séu líklega of varlega áætluð af alþjóðlegum stofnunum um eiturefni, er sannarlega ástæða til að fara varlega við gerð opinberra ráðlegginga fyrir allan almenning. Þá er betra að vera nokkuð viss í sinni sök og byggja ráðleggingar á traustum vísindalegum grunni. Ráðleggingum fyrir almenning er ætlað að fullnægja þörfum 98% heilbrigðra einstaklinga, og samkvæmt skilgreiningu verða þá ævinlega einhverjir sem þurfa meira. Fólk, sem er mjög feitt, þarf til dæmis gjarnan að að fá meira D-vítamín til að ná æskilegum mörkum í blóði heldur en þeir grennri og eins er arfbundinn breytileiki í þörfum á D-vítamíni eins og flestum öðrum mannlegum eiginleikum. Eins getur fólk, sem er haldið ákveðnum sjúkdómum eða kvillum, haft óvenjulegar þarfir og þurft mun hærri skammta en allur þorri fólks. Það á ekki aðeins við um D-vítamín, heldur fleiri næringarefni á borð við járn og B12-vítamín, þar sem sumir sjúklingahópar þurfa miklu stærri skammta en aðrir. Þannig sérþarfir geta þó aldrei orðið til að ákvarða almennar næringarráðleggingar. Þegar D-vítamín var fyrst uppgötvað á fyrstu árum síðustu aldar varð það fljótlega útnefnt sannkallað töfralyf, þar sem það í einni sviphendingu gat útrýmt landlægri beinkröm meðal barna. Sérstaklega átti það við í iðnaðarborgum Evrópu þar sem svartur kolareykurinn kom í veg fyrir eðlilega myndun D-vítamíns í húð. Nú er ný áskorun á ferðinni, þar sem almenn notkun sólarvarnar kemur í veg fyrir nýmyndun D-vítamíns, rétt eins og kolareykurinn forðum. Því er enn meiri ástæða til að tryggja börnum og fullorðnum nægilegt D-vítamín.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, voru valin glímufólk ársins 2011 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 28. nóvember sl. Pétur er 33 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjötta sinn, varð tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari auk þess að sigra alþjóðlegt fangbragðamót á Sardiníu. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey er 16 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2011. Marín vann Íslandsglímuna 2011 og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn, varð tvöfaldur Íslandsmeistari, leiddi sveit HSK til sigurs í sveitaglímunni auk fjölda annarra sigra. Marín er fyrirmyndaríþróttakona, jafnt innan vallar sem utan.

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

41


Sendum ungmenna- og íþróttafélögum um land allt bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.

Grindavíkurbær

Húnaþing vestra

Hraðfrystihús Hellissands

Það er löng hefð fyrir því að Nóa konfektkassar státi af glæsilegum myndverkum. Nýju gjafakassarnir eru prýddir fallegum ljósmyndum af íslenskri náttúru eftir tvo af okkar allra bestu landslagsljósmyndurum: Christopher Lund og Kristján Maack. Litadýrð og formfegurð skapa okkar sígildu og vinsælu konfektmolum veglega og glæsilega umgjörð. Myndirnar eiga þannig sinn þátt í því að gera kassa af ljúfu Nóa konfekti að sígildri jólagjöf sem hittir alltaf beint í mark. Við hjá Nóa Síríus erum ákaflega hreykin af þessari hefð; samspili einstakra bragðgæða konfektsins og glæsilegra verka listamanna. Enn eitt árið fyllumst við stolti yfir afrakstrinum enda vitum við að Íslendingar treysta á Nóa konfektið; gjöfina sem fullkomnar stemmninguna hver einustu jól – ár eftir ár.

42

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands


AäC8>A8=@IE8I =ÝJK à @EK<IJGFIK

>C¤J@C<>K èIM8C 8= à IäKK8$ F> èK@M@JK8IM{ILD =PI@I 8CC8 =A{CJBPC;LE8

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 43 C @E;LD & 9àC;J?{= 8 & 8BLI<PI@ & J<C=FJJ@ & nnn%`ek\ijgfik%`j


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Félag skipstjórnarmanna, Grensársvegi 13 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf., - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7 Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi hf., Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Mirage slf., Lyngrima 3 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Tannlæknastofa Helga Magnússonar, Skipholti 33 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1

Seltjarnarnes About Fish Íslandi ehf., Austurströnd 3

Kópavogur Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Garðabær Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4

Hafnarfjörður PON - Pétur . Nikulásson ehf., Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Hlaðbær - Colas hf., malbikunarstöð, Gullhellu 1

Reykjanesbær Íslenska félagið ehf., Iðavöllum 7a Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

44

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

„Það er alveg bráðnauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað“

Einar Vilhjálmsson Einar Vilhjálmsson er tvímælalaust í hópi fremstu íþróttamanna sem fram hafa komið á Íslandi. Einar keppti á þremur Ólympíuleikum, fyrst á leikunum í Los Angeles 1984 þar sem hann lenti í sjötta sæti, 1988 í Seoul og loks í Barcelona 1992. Einar var þrívegis kjörinn íþróttamaður ársins, 1983, 1985 og 1988. Hann skipaði sér á bekk á meðal fremstu spjótkastara í heiminum og setti Íslands- og Norðurlandamet í greininni. Þremur vikum eftir Ólympíuleikana í Barcelona bætti Einar Íslandsmetið verulega þegar hann kastaði 86,80 metra á Laugardalsvelli og það met stendur enn í dag. Einar hætti keppni á erlendum vettvangi 1993 en keppti á mótum hér heima til ársins 1995.

HVAR ERU ÞAU

Í DAG?

Einar er fæddur 1960 og var því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar faðir hans, Vilhjálmur Einarsson, silfurhafi frá Ólympíuleikunum í Melbourne, keppti á leikunum í Róm. Einar þótti snemma mikið efni í íþróttum og náði góðum árangri í handbolta og körfubolta. Einar keppti lengst af undir merkjum UMSB enda í rauninni alinn upp í Borgarfirði. Hann var líka á Laugarvatni þegar faðir hans var skólastjóri þar. Sex ára gamall fór hann í Reykholt í Borgarfirði. Einar segist hafa keppt með UMSB til ársins 1985 en skipti yfir í ÍR þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Einar bjó um tíma fyrir austan þegar hann kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum og keppti þá með UÍA. „Ég er hef unnið að uppfærslu, kynningu og markaðssetningu á tækifærum þjóðarinnar til að auka framleiðslu og nýtingu á íslensku metani. Þetta hef ég verið að gera síðustu tvö árin,“ sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við Skinfaxa þegar hann er inntur eftir því hvað hann starfi við. Einar segir þetta starf mjög skemmtilegt og mikil eftirspurn hefur verið eftir metani. Einar segist töluvert vera tengdur íþróttum í dag en hann hefur verið að hlúa að efnilegustu spjótkösturum landsins eins og tíminn hefur leyft. Honum finnist það mjög heillandi að geta leiðbeint efnilegum íþróttamönnum á þessu sviði. „Ég hef í auknum mæli fylgst með því hvað er að gerast í frjálsum íþróttum eftir að ég fór að mæta og aðstoða krakkana á æfingum. Hvað sjálfan mig áhrærir þá syndi ég reglulega og hef verið að gæla við að bæta mín gömlu unglingamet og haft gaman af því. Ég reyni að mæta fimm sinnum í viku í brautina og hef ákveðna reglu, að synda innan við kílómetra í hvert skipti. Þessu lýkur síðan með skemmtilegum umræðum í heitu pottunum þar sem við ræðum landsins gagn og nauðsynjar. Það er alveg bráðnauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað,“ sagði Einar.


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Grindavík Vísir hf., Hafnargötu 16

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6 Ehf., Álmskógum 1, Álmskógum 1 Íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Vignir G. Jónsson hf., Smiðjuvöllum 4

Borgarnes Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20 Gistiheimilið Milli vina, s. 435-1530, www.millivina.is Ungmennafélag Stafholtstungna,

Stykkishólmur Þ.B. Borg - Trésmiðja, Silfurgötu 36

Hellissandur KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1

Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Ferðaþjónustan í Heydal, s. 456 4824, www.heydalur.is, Mjóafjörður

Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund

Patreksfjörður Hafbáran ehf., Hjöllum 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1

Tálknafjörður, Þórberg hf., Strandgötu Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi

Blönduós

Sigurður Ásgeirsson var landsþekkt refaskytta og einstakt náttúrubarn. Hann þekkti lifnaðarhætti refa flestum öðrum betur, hagnýtti sér atferli fuglanna til að fylgjast með ferðum lágfótu. Margar skemmtilegar veiðisögur eru í bókinni, sagðar af Sigurði sjálfum og vinum hans. Bókin er um 200 blaðsíður, prýdd 153 ljósmyndum, gömlum og nýjum.

Bókin fæst hjá Landgræðslu ríkisins og í veiðibúðum og kostar 4.000 kr. Pantanasími 4883000. Netfang: land@land.is.

Glaðheimar, sumarhús, Melabraut 21, s. 820 1300 Hótel Blönduós, Aðalgötu 6, s. 452-4403, 898-1832, Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Skagaströnd Kvenfélagið Hekla, Steinnýjarstöðum Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30

Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K-Tak ehf., Borgartúni 1 Steinull hf., Skarðseyri 5 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

45


Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði

„Íþróttirnar hafa gefið mér gríðarlega mikið“

Akureyri Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Haukur og Bessi tannlæknar Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi, v/Mýrarveg Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu

Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel

Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal

Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Ljósaland ehf., verktakafyrirtæki, Háholti 3

Egilsstaðir Birta ehf., Egilsstöðum og Reyðarfirði, Miðvangi 2–4 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1

Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39

Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59

Höfn í Hornafirði Skinney - Þinganes hf., Krossey

Selfoss AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Kvenfélag Hraungerðishrepps Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum

Hveragerði SportTæki ehf., Austurmörk 4

Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Járnkarlinn ehf., Unubakka 25 Eldhestar ehf., Völlum

Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni

46

SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

Sigríður Anna HVAR ERU ÞAU Guðjónsdóttir Í DAG?

besta á landinu. Aðstæður eru allt aðrar en þegar ég var að æfa og keppa. Þá hljóp ég á malarbrautum svo að allir sjá hvað breytingarnar hafa orðið gífurlegar,“ sagði Sigríður Anna.

Sigríður Anna Guðjónsdóttir, frjálsíþróttakona úr HSK, á enn í dag Íslandsmetin í þrístökki, innan- og utanhúss. Íslandsmet hennar utanhúss frá 1997 er 13,18 metrar og er því orðið 14 ára gamalt. Sigríður Anna er í hópi okkar sterkustu stökkvara en hún var mjög áberandi þegar ferill hennar stóð sem hæst.

Sjálfsagi og metnaður

Sigríður Anna segir að hún hafi allan feril sinn keppt fyrir HSK en hún keppti með hléum til 1998. Sigríður Anna er yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss og kemur einnig að þjálfun meistarahópsins ásamt þremur öðrum þjálfurum. Sigríður Anna er íþróttakennari að mennt og kenndi leikfimi og sund í 15 ár en hætti því og kennir nú eingöngu stærðfræði við Vallaskóla á Selfossi. Hún útskrifast í vor af stærðfræðikjörsviði við Háskóla Íslands.

30 HSK-met á einu móti „Umhverfi frjálsra íþrótta hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Með tilkomu nýju frjálsíþróttahallarinnar breyttist aðstaðan til muna og mér finnst mikið af efnilegum unglingum vera að koma fram. Svo er einnig vel staðið að þjálfun almennt og metnaðurinn mikill. Frjálsar íþróttir eru í sókn. Til marks um það er að unglingarnir eru að bæta sig og verða enn betri. Hvað keppendur okkar í HSK áhrærir þá voru sett 30 HSK-met á Silfurleikunum sem haldnir voru í nóvember sl. Þetta segir sína sögu,“ sagði Sigríður Anna Guðjónsdóttir í samtali við Skinfaxa. „Það er engum blöðum um það að fletta að bætt aðstaða frjálsíþróttafólks hefur fleytt íþróttinni fram. Hér á Selfossi eru aðstæður frábærar og margir telja völlinn vera þann

Sigursveit HSK í 1000 m boðhlaupi á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997.

Þegar Sigríður Anna var spurð hvað hefði ýtt henni út í frjálsar íþróttir á sínum tíma sagðist hún hafa elt vinkonur sínar en hún sagði að áhuginn í byrjun hefði ekki verið mikill. Það hefðu verið flottir þjálfarar á þeim tíma. Vésteinn Hafsteinsson hefði þjálfað sig þegar hún var 14 ára gömul, en þá náði hún fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Kári Jónsson þjálfaði hana síðan síðustu árin með góðum árangri. „Íþróttirnar hafa gefið mér gríðarlega mikið og ég ég mun búa að iðkun þeirra alla mína ævi. Maður byggir upp sjálfsaga og metnað sem kemur að góðum notum í lífinu,“ sagði Sigríður Anna Guðjónsdóttir.


Velkomin í sundlaugar Árborgar Frítt inn fyrir 17 ára og yngri

Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18

Hvolsvöllur

Sundhöll Selfoss Opin allt árið Virka daga: kl. 6.45–20.45 Helgar: kl. 9.00–19.00

Sundlaug Stokkseyrar

Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri-Torfastöðum I

Kirkjubæjarklaustur

Sumaropnun: 1. júní –15. ágúst

Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum

Virka daga: kl. 13.00–21.00 Helgar: kl. 10.00 –17.00

Vestmannaeyjar

Vetraropnun: 16. ágúst–31. maí Mán–fös: kl. 17.30 –20.30 Helgar: kl. 10.00–15.00 Sun: lokað

Gjaldskrá

Frár ehf,Hásteinsvegi 49 Heimaey ehf. - þjónustuver, Vesturvegi 10 Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Skýlið, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu Vöruval ehf., Vesturvegi 18

Fullorðnir (18-66 ára): Einstakt skipti 450 kr. 10 skipta kort 2.900 kr. 30 skipta kort 6.900 kr. Árskort 25.900 kr. 67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti.

www.umfi.is

Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr.

Velkomin á Selfoss

www.veidikortid.is

00000

Frábær jólagjöf! FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands

47Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.