Göngubók umfí 2016

Page 1

Göngum um Ísland 282 stuttar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna

FRÍT T E I NTAK

Fjölskyldan á fjallið – 10 fjallgönguleiðir



ALLTAF ÓDÝRARI Á NETINU ÞAÐ MÁTTU BÓKA

FLUGFELAG.IS

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 73659 03/15

Nú er

N E T T IL B O Ð G PA NTAÐ U Í DA EK KI Á MO RG UN IS Á FL UG FE LA G.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.

1


Við aukum vellíðan með hreyfingu

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

Göngubókin Göngum um Ísland er framlag Ungmennafélags Íslands til landsmanna til að auðvelda og um leið að hvetja fólk til að njóta hinnar frábæru og margbreytilegu náttúru sem við eigum. Í bókinni eru upplýsingar um fjölmargar gönguleiðir víðsvegar um landið. Gönguleiðirnar eru viðráðanlegar fyrir flesta og ekki mjög langar. Rétt er að benda fólki á að leita upplýsinga hjá viðkomandi heimaaðila um ítarlegri upplýsingar ef þarf. Auk þess eru fróðleiksmolar og auglýsingar í bókinni.

Í dag er vaxandi áhugi fólks á útivist og þess að njóta náttúrunnar. Við Íslendingar eigum fjölbreytta og fallega náttúru sem við eigum að nýta okkur og njóta. Við eigum að kynna hana meira fyrir okkar börnum og njóta hennar með þeim. Um leið er mikilvægt að kynna þeim umgengni um landið og að þekkja það sem víðast. Við eigum að rækta það viðhorf með okkar afkomendum að njóta landsins okkar. Flestir eru fljótir að finna fyrir þeirri vellíðan sem fylgir því að vera úti í náttúrunni. Það þarf ekki að fara langt út fyrir hefðbundar leiðir til að komast í gönguleiðir sem henta. Ekki er nauðsynlegt að vera með dýrasta búnað til að komast í stutta gönguferð en mikilvægt er að fara eftir aðstæðum og klæða sig eftir veðri og vindum. Ég vil benda á mikilvægi bættrar lýðheilsu fyrir okkur Íslendinga og einn þáttur í að bæta hana er að auka hreyfingu sína, gera það að reglubundnum hluta í dagskrá dagsins eða vikunnar. Vitað er að heilsufar landsmanna er að ýmsu leiti ekki nógu gott. Ýmsir lífstílssjúkdómar hafa farið vaxandi og rannsóknir benda til að þrek barna og unglinga hafi mjög minnkað. Allt þetta eykur á kostnað okkar heilbrigðiskerfis og við þurfum að taka okkur á um að vinna að lækkun þess kostnaðar. Lífaldur Íslendinga hefur farið hækkandi undarfarna áratugi en heilbrigðum árum hefur ekki fjölgað í takti við lífaldurinn þar sem áðurnefndir lífsstílssjúkdómar hafa stöðugt vaxið. Því er það markmið að geta fjölgað heilbrigðum árum í lífinu. En það er ekki bara að gönguferðir og útivist hafi jákvæð áhrif á hreyfigetu fólks heldur er það einnig að andleg heilsa batnar við að stunda útivist og hreyfingu. Við aukum vellíðan með hreyfingu og ég tel einnig að auki jákvæð viðhorf að fólk hreyfi sig og geti hreyft sig. Það er gott og gaman að geta hreyft sig og hreyft sig lengur, helst alla ævi. UMFÍ vill með útgáfu þessarar bókar stuðla að því að fólk kynnist landinu okkar betur og um leið vernda það, en síðast en ekki síst hvetja til að hreyfa sig meira og reglulega til bættrar lýðheilsu. Gangi ykkur vel og njótið náttúrunnar. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

2


3


Efnisyfirlit Reykjavík og nágrenni ................................................................................................................................................. 6 Suðvesturland .............................................................................................................................................................. 16 Vesturland ..................................................................................................................................................................... 20 Vestfirðir ......................................................................................................................................................................... 30 Norðvesturland ........................................................................................................................................................... 38 Norðurland ................................................................................................................................................................... 45 Norðausturland ........................................................................................................................................................... 52 Austurland .................................................................................................................................................................... 60 Suðausturland 1 og 2 ................................................................................................................................................ 66 Suðurland ...................................................................................................................................................................... 74 Fjölskyldan á fjallið ..................................................................................................................................................... 84 Fróðleiksmolar um göngu og gönguferðir ....................................................................................................... 88 Skemmtilegt á Landsmóti UMFÍ 50+ ................................................................................................................... 91 Hvað er Ungmennafélag Íslands? ......................................................................................................................... 94

4


5


Reykjavík og nágrenni RE-1

Styttur bæjarins 1½–2 klst. létt ganga milli 33 útilistaverka. Bæklingur fæst í upplýsingamiðstöð Aðalstræti 2, Reykjavík.

RE-2

Miðborgarganga 1½–2 klst. létt ganga milli bygginga og sögustaða í miðborginni. Hefst í Aðalstræti og endar á Arnarhóli. Bæklingur fæst í upplýsingamiðstöð Aðalstræti 2, Reykjavík.

RE-3

Garðsöguleið Létt ganga og kort sem leiðir menn á milli skrúðgarða borgarinnar. Bæklingur fæst í upplýsingamiðstöð Aðalstræti 2, Reykjavík.

RE-4

Gönguleiðir í Reykjavík Sextán frábærar gönguleiðir, m.a. í Viðey, Öskjuhlíð, Fossvogsdal, Nauthólsvík, Laugardal og Örfirisey. Bæklingur fæst í upplýsingamiðstöð Aðalstræti 2, Reykjavík.

RE-5

Bókmenntaganga 1½–2 klst. létt ganga milli nokkurra staða í miðborginni. Skyggnst er inn í heim íslenskra sagna, aðallega nýlegra, en einnig eldri úr norrænni goðafræði. Bæklingur fæst í upplýsingamiðstöð Aðalstræti 2, Reykjavík.

RE-6

Kópavogur – frá íþróttahúsinu í Digranesi ½–2 klst. fjölbreyttar skemmtilegar gönguleiðir um Kópavogsdal og suðurhlíðar Kópavogs. Fræðsluskilti. Upphafskort við Digranes.

RE-7

Kópavogsdalur – frá íþróttahúsinu Smáranum ½–2 klst. Margar fjölbreyttar gönguleiðir um Kópavogsdal. Fræðsluskilti. Upphafskort við Smárann á íþróttasvæðinu í Kópavogsdal.

RE-8

Kópavogur – frá Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut ½–2 klst. fjölbreyttar gönguleiðir um vestur- og suðurhluta Kópavogs, m.a. eftir ströndinni og um Kársnesið. Fræðsluskilti. Upphafskort við Sundlaug Kópavogs.

RE-9

Fossvogsdalur ½–2 klst. fjölbreyttar skemmtilegar gönguleiðir um Fossvogsdal. Fræðsluskilti. Upphafskort við Íþróttahús Snælandsskóla.

RE-10 Skíðabrekka til Maríuvalla ½–1 klst., 2,5 km. Upphafsstaður: Frá bílaplani Skíðabrekku um lækjarstíg sunnan Vífilsstaða í átt að Vífilsstaðahlíð að gönguhliði Maríuvalla. Þessi leið er tenging frá byggð að útmörk t.d. að Heiðmörk.

RE-11 Vífilsstaðahlíð 1½ –2 klst., 7 km. Gengið frá gönguhliði við Maríuvelli, inn Vífilsstaðahlíð og til baka. Farið um skógræktarsvæði sem er hluti Heiðmerkur, m.a. trjásýnireit fyrir miðri hlíðinni. Grillaðstaða og áning á leiðinni. 6


17

Er kagginn kominn með skoðun? Það er metnaður okkar hjá Frumherja að veita góða þjónustu og hagstæð kjör á skoðunum.

Keyrum örugg og látum skoða bílinn þar sem reynslan er mest!

- örugg bifreiðaskoðun um allt land

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

7


N V

A S

AKRANES

Reykjavík og nágrenni

TÍÐARSKARÐ

Gönguleiðir: RE 1–30 KJALARNES

Kollafjörður

GRÓTTA

Mosfellsbæ

ENGEY VIÐEY

Seltjarnarnes 2 1

REYKJAVÍK

7

5 4 3

Kópavogur

8

9

Rauð vat

6

Álftanes Garðabær 20

14 12 17

10

Hafnarfjörður

KEFLAVÍK

25 26

KAPELLUHRAUN

KRÝSUVÍK 8

Elliðavatn

19 11 16 13 18

21 22 23

24

15

HEI

BLÁF FÓLKV

Coun


KJÓSARSKARÐ

ESJA Stíflisdalsvatn

SKÁLAFELL KISTUFELL

MOSFELL 30

28

ÞINGVELLIR

ær

HVALFJÖRÐUR

Leirvogsvatn

29

27

REYKJAFELL

MOSFELLSHEIÐI

Hafravatn

ðatn

Hólmsá

ÞINGVELLIR

Selvatn

HENGILL

IÐMÖRK

FJALLAVANGUR

ntry Park

HAMRAGIL VÍFILSFELL

HVERAGERÐI 9

HVERADALIR


RE-12 Golfvöllur GKG – hringleið 1–1½ klst., 3,7 km. Upphafsstaður: Frá Vetrarbraut er gengið sunnan Hnoðraholts, meðfram golfvelli, um skógræktarsvæðið Smalaholti og með Elliðavatnsvegi, Vífilsstaðavegi og Vetrarbraut. Að hluta um reiðveg og meðfram akbraut.

RE-13 Grunnuvötn – Vífilsstaðahlíð 1½–2 klst., 6,8 km. Upphafsstaður: Bílastæði við Vífilsstaðavatn um Grunnuvatnaskarð á slóða – Grunnuvötn – línuvegur niður Vífilsstaðahlíð – niður fyrir Vífilsstaðahlíð að bílaplani.

RE-14 Hnoðraholt 1 klst., 2,8 km. Hringleið austur Hnoðraholt, meðfram golfvelli GKG, í Vetrarmýri og upp með Hnoðraholtsbraut. Gott útsýni af Hnoðraholti. Að hluta um reiðstíg.

RE-15 Hnoðraholt um Smalaholt 1–1½ klst., 4,2 km. Hringur um Hnoðraholt, Smalaholt, meðfram Vífilsstaðavegi, Vetrabraut og Hnoðraholtsbraut. Skemmtileg leið, að mestu um reiðstíga.

RE-16 Sandahlíð 1 klst., 2,4 km. Upphafsstaður: Frá bílastæði innan skógræktarsvæðis í Sandahlíð frá Elliðavatnsvegi. Gengið inn Sandahlíð um skógræktarsvæði að mörkum Kópavogs og til baka. Falleg leið – gott útsýni.

RE-17 Gjáarrétt ½–1 klst., 2,3 km. Frá austurenda Vífilsstaðahlíðar, niður Hjallamisgengi um tröppur – (Búrfellsgjá að Gjáarétt, að mestu um göngustíg). Hægt að ganga áfram (að) eftir Búrfellsgjá á Búrfell sem er í Reykjanesfólkvangi. Þaðan er gott útsýni.

RE-18 Vífilsstaðahlíð – Urriðavatn 1–1½ klst., 4,2 km.Upphafsstaður: Hringleið frá gönguhliði við Maríuvelli, inn eftir Vífilsstaðahlíð og framhjá trjásýnireit. Þá sveigt yfir í Urriðahraun og þar um hrauntröð og áningarsvæðið Námuna, framhjá Maríuhellum og að gönguhliði. Leiðin um hraunið er mjög sérstök.

RE-19 Vífilsstaðavatn 1 klst., 2,6 km. Umhverfis Vífilsstaðavatn. Þrjár aðkomur að vatninu en best frá bílastæði við Elliðavatnsveg, þar er skýli. Mjög skemmtileg leið með upplýsingaskiltum um fugla, gróður og lífríki vatnsins. Friðland fugla og er bannað að vera með hunda á svæðinu.

RE-20 Sjávarsíðan – Víðistaðir – Malirnar 1–2 klst. róleg ganga þar sem m.a. er gengið eftir nýjum göngustíg meðfram sjávarsíðunni. Gangan hefst við Víðistaðakirkju eða Víðistaðatún en þar er að finna mörg útilistaverk sem gaman er að skoða. Farið er yfir Hjallabraut og út á Sævang, gengt skátaheimilinu, Sævangur, Herjólfsgata, Flókagata, Hraunbrún og Garðavegur.

10


Sundlaugar Garðabæjar Frábær afþreying, fjör, líkamsrækt og slökun. Fjörið er í Álftaneslaug s: 550 2350 Rólegheitin ríkja í Ásgarðslaug s: 565 8066

11


RE-21 Hellisgerði – Vitinn og Lækurinn 1–2 klst. róleg ganga. Hefst við Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8. Reykjavíkurvegur, Hverfisgata, Smyrlahraun, Vitastígur, Álfaskeið, Smyrlahraun, Klettahraun (göngustígur í gegnum hraunið, hefst við hús nr. 12 við Klettahraun), Mánastígur, Tjarnarbraut, Skólabraut, Lækjargata og Strandgata.

RE-22 Hamarinn – Karmelklaustur – Suðurbæjarlaug 1–2 klst. róleg ganga. Hefst við Flensborgarskóla. Hamarinn, Hringbraut, Selvogsgata, Ölduslóð, Jófríðarstaðarvegur, Staðarhvammur, Lækjarhvammur, að Suðurbæjarlaug, Suðurgata, Selvogsgata og stígur upp að Flensborg (eða Brekkugata og upp Flensborgartröppurnar).

RE-23 Fjörukráin – Flensborgarhöfn – Hringbraut 1–2 klst. róleg ganga. Hefst við Fjörukrána. Strandgata, Flensborgarhöfn, Hvaleyrarbraut, Ásbúðartröð, Suðurbraut, Hringbraut, Selvogsgata yfir Suðurgötu og inná Hellubraut og niður tröppurnar niður á Strandgötu.

RE-24 Safnahringurinn 1–2 klst. róleg ganga. Hefst við Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8. Vesturgata að Vesturgötu 32 (Bungaló) og svo aftur til baka og upp Vesturbraut, Hellisgata, Kirkjuvegur, Austurgata, Lækjargata, Suðurgata og Strandgata (Hafnarborg). Frítt er í söfnin í Hafnarfirði.

RE-25 Ástjörn og Ásfjall 1–2 klst. róleg ganga. Hefst við Haukahúsið Ásvöllum og gengið vestan íþróttasvæðis niður af tengibrú stígsins sem liggur kringum Ástjörn og að Ásfjalli.

RE-26 Hvaleyrarvatn 1,5–2 klst. létt ganga um svæði Skógræktar Hafnarfjarðar. Nánar á korti í þjónustuveri Hafnarfjarðar, upplýsingamiðstöð ferðamanna.

RE-27 Fræðslustígur í Mosfellsbæ 2 klst. Gengið frá bæjarmörkum við Úlfarsá að Íþróttamiðstöð að Varmá um 3,5 km. Áfram að Reykjum um 3 km. Mörg fræðsluskilti. Góður bæklingur fæst í íþróttamiðstöðinni. Um 1 klst. hvor leiðarhluti.

RE-28 Á skáldaslóð; Gljúfrasteinn – Mosfellskirkja 1–1½ klst., 3,5 km. Upphafsstaður: Gljúfrasteinn. Fjölskylduganga frá Gljúfrasteini að Mosfellskirkju. Upplýsingar á fræðsluskiltum á leiðinni. Góður fótabúnaður æskilegur.

RE-29 Mosfellsdalur 2 klst., 6,5 km. Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin að Varmá að Gljúfrasteini. Fræðsluskilti á leiðinni. Malbikaður stígur alla leið. Góður bæklingur fæst í Íþróttamiðstöðinni.

RE-30 Tungufoss í Köldukvísl, neðan Vesturlandsvegar 1 klst. Upphafsstaður: íþróttamiðstöðinni að Varmá. Góður malarstígur er að fossinum. Fossinn var virkjaður um 1930 og má sjá ummerki virkjunar þar. Góður bæklingur fæst í Íþróttamiðstöðinni. 12


13


MÝRAR

Suðvesturland Gönguleiðir: SV 1–10

Borgarnes

Borga fjörðu ÁLFTANES MELASV

9

Akranes

A

TÍÐ

Faxaflói

KJA

GRÓTTA

Seltjarnarnes

REYKJAVÍK Kópavog Álftanes

GARÐSKAGAVITI

8

Garður

Garðabær Hafnarfjörður

Sandgerði KEILISNES

Keflavík

4 HVALSNES

7

BÁSENDAR

Hafnir HAFNABERG

3

Njarðvík Vogar

STRANDARHEIÐI Seltjörn SnorrastaðaKEILIR tjarnir TRÖLLADYNGJA STAPAFELL DjúpaKleifar FAGRADALS- vatn vatn FJALL BLÁA LÓNIÐ KRÝSUVÍ

2

6

Sandvíkur SÝRFELL N V

A

STAÐARBERG REYKJANESTÁ

S

14

ELD

5 Grindavík

REYKJANESVITI

KAPELLUHRAUN

1

SELATANGAR

KRÝSUVÍKURBER


ng

R y

La

Hvítá

FELL

FLÓKADALUR

Ok

Hvanneyri LU

s

ND

AR

SK

arur

HAFNARFJALL

OR

RA

DA

SKARÐSHEIÐI

RE

YK

LU

KALDIDALUR

JA

DA

Þórisjökull

LU

R

R Reyðarvatn

EIT

UXAHRYGGIR

GLYMUR

10

ÞYRILSNES

AKRAFJALL

Hv

a

lfjö

u rð

Botns

á

REYNIVALLAHÁLS

BOTNSSÚLUR

ÞJÓÐGARÐUR KJÓSARSKARÐ

ÐARSKARÐ

ALARNES

Mosfellsbær

MOSFELL

Laugarvatn BISKUPSTUNGUR

Leirvogsvatn

ÞINGVELLIR

ÞingvallaREYKJAFELL vatn HafraMOSFELLSHEIÐI vatn Rauðavatn NESJASelvatn ElliðaVELLIR vatn Hólmsá HENGILL HEIÐMÖRK

BLÁFJALLAFÓLKVANGUR KALDÁRSEL

Country Park

Country Park

VÍFILSFELL

JÓSEPSBLÁFJÖLL DALUR HEIÐIN HÁ

HVERADALIR

Hveragerði

HELLISHEIÐI

GRÍMSNES

SKEIÐ

Hestvatn Hvítá

GEITAFELL

Selfoss

Þj

ór

sá HELLA

SELVOGSHEIÐI Hlíðarvatn Herdísarvík

SKÁLHOLT

HAMRAGIL

HERDÍSARVÍK Nature Reserve

Apavatn

LYNGDALSHEIÐI

FLÚÐIR

REYKJANESFÓLKVANGUR

RG

SKÁLAFELL Stíflisdalsvatn

VIÐEY

gur

BORG

LAUGARVATNSFJALL

REYKHOLT

Kollafjörður

ÍK

National Park

ESJA KISTUFELL

r-

TRÖLLHÁLS

La xá Meðalfellsvatn

ENGEY

Hvalvatn

r

SKJALDBREIÐUR

Ölfusá

FLÓI

Hafnarvík

Þorlákshöfn Eyrarbakki

Stokkseyri VESTMANNAEYJAR

15

Hrútsvatn


Suðvesturland SV-1

Vogar 1 klst. létt ganga frá Kálfatjörn, einni stærstu sveitakirkju landsins, að Staðarborg fornri fjárborg. Mjög athyglisvert hleðsluvirki.

SV-2

Krýsuvík – Grænavatn – Austurengjar 1½–2 klst., 3 km. Upphafsstaður: Grænavatn. Lifandi hverasvæði. Kort fæst í þjónustuveri Hafnarfjarðar, upplýsingamiðstöð ferðamanna.

SL-3

Hafnarberg 1½–2 klst. Upphafsstaður: Reykjanesviti. Gengið er frá bílastæðinu við veginn milli Hafna og Reykjanesvita. Skemmtileg leið, frábær fuglaskoðunarstaður. Kort af Reykjanesi fæst víða.

SV-4

Grímshóll 1 klst. Létt ganga frá Stapavegi á hæsta punkt á Stapanum. Útsýnisskífa og mjög víðsýnt. Kort af Reykjanesi fæst víða.

SV-5

Hópsnes 1½–2 klst. Upphafsstaður: Smábátahöfnin í Grindavík. Skýrar götur um nesið. Á leiðinni má sjá skipsflök, Hópsnesvita (1927) og Nesbyggðina í Þórkötlustaðarnesi. Kort fæst í Kvikunni í Grindavík.

Göngum um Ísland 16


17


SV-6

Þorbjörn 1–1½ klst. Upphafsstaður: Afleggjarinn frá Grindavíkurvegi austan við fjallið. Létt ganga á fjallið (231 m). Kort fæst í Kvikunni í Grindavík. Einnig má ganga umhverfis fjallið.

SV-7

Básendar 1 klst. Upphafsstaður: Básendar. Létt ganga að fornum verslunarstað einokunarverslunarinnar. Kort af Reykjanesi fæst víða.

SV-8

Garðskagi ½–1 klst. Upphafsstaður: Garðskagaviti. Fjöruskoðun og byggðasafn. Kort af Reykjanesi fæst víða.

SV-9

Neðri Skagi 1–1½ klst. Upphafsstaður: Höfnin á Akranesi. Gengið eftir Hafnarbrautinni og fram á Breið, ysta tanga Akraness. Þar stendur Gamli Vitinn sem gaman er að skoða. Göngukort fæst víða.

SV-10 Botnsdalur, Hvalfirði Upphafsstaður: Botnsdalur – bílastæði: Nokkrar styttri gönguleiðir. Greinilegir göngustígar frá bílastæðum. Leiðarlýsingar og leiðsögn má fá hjá Ferðaþjónustunni á Bjarteyjarsandi, 4 km vestan við gömlu hvalstöðina.

Unglingalandsmót UMFÍ Borgarnesi – um verslunarmannahelgina

18


19


Vesturland VL-1

Glanni – Paradísarlaut ½ klst. Ekinn stuttur afleggjari um 1 km sunnan við Háskólann á Bifröst og frá bílaplani (64°45,34–21°32,86) þar er létt ganga að fossinum Glanna og áfram í Paradísarlaut. Göngukort fæst víða.

VL-2

Grábrók ½–1 klst. Upphafsstaður: Bílastæði austan við Grábrók. Góð merkt leið frá áningarstað austan Grábrókar (64°46.29-21°31.90) að hluta til upp stiga. Gott útsýni yfir Borgarfjörð. Göngukort fæst víða.

VL-3

Jafnaskarðskógur – austan Hreðavatns 1½–2 klst. Skammt sunnan við Háskólann á Bifröst er ekinn vegurinn að bænum Hreðavatni og síðan með vatninu vestanverðu. Mjög falleg leið um fallegt skógræktarsvæði. Gott útsýni. Göngukort fæst víða.

VL-4

Svignaskarð að Gljúfurá 2 klst. Upphafsstaður: Svignaskarð. Vel stikuð falleg leið. Göngukort fæst víða.

VL-5

Hestfjall í Andakíl 1–2 klst., hækkun 150 m. Fjölskylduganga. Gengið frá Skorradalsvegi af melnum ofan við Syðstu-Fossa. Lágreist fjall, undir 200 m á hæð en falleg fjallasýn yfir Borgarfjörðinn. Um 16 km frá Borgarnesi.

VL-6

Varmalækjarmúli – Stóll í miðju Borgarfjarðar Beygt af Borgarfjarðarbraut við Fossatún inn veg nr. 512 sem liggur norðanverðu í Lundarreykjadal. Eftir 1 km er komið að hliði á reiðvegi á vinstri hönd (norðurátt). Þaðan er gönguleiðin upp á Múlann. Bílum er lagt fyrir utan hliðið. Leiðin liggur í sveig upp fjallið eftir suðurhlíð þess. Mikið útsýni er yfir fjörðinn þegar komið er upp.

VL-7

Húsafell ½ klst. Upphafsstaður: Húsafell. Létt ganga frá sundlauginni á Húsafelli, yfir Kaldána að Draugarétt og áfram að Húsafellskvíum. Göngukort fást víða.

VL-8

Nýrækt – Stykkishólmi 1 klst. Upphafsstaður Borgarbraut. Gengið frá Borgarbraut út í Nýrækt, skógrækt Hólmara. Gengið út í Vík, um Grensásinn og meðfram golfvellinum. Fjölbreyttur gróður og fuglalíf. Í Nýrækt eru borð, bekkir og grillaðstaða.

VL-9

Helgafell á Þórsnesi ½ klst. Upphafsstaður: Bílastæðið við kirkjustaðinn Helgafell. 700 m, hækkun 70 m. Gengið upp stíg frá bílastæði við kirkjustaðinn Helgafell í Helgafellssveit. Greinilegur stígur og ef fylgt er leiðbeining-um á upplýsingaskilti við bílastæðið má fá þrjár óskir uppfylltar þegar upp á fellið er komið. Mjög gott útsýni til Stykkishólms og út á Breiðafjörð.

20


Allir í sund í Borgarbyggð!

Borgarnes Swimming Pool / Sundlaugin í Borgarnesi Tel. 433 7140 Mon.-Fri. / Mán.-Fös. Sat.-Sun. / Lau.-Sun.

06.00-22.00 09.00-18.00

Varmaland Swimming Pool / Sundlaugin að Varmalandi (Route 527) - Tel. 430 1401 Opið /Open: 6. jún / Jun – 17. ágúst / Aug Mon.-Sun. / Mán.-Sun. 9.00-18.00

Kleppjárnsreykir Swimming Pool / Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum (Route 50) - Tel. 430 1534

www.borgarbyggd.is

Opið /Open: 6. jún / Jun – 17. ágúst / Aug Mon.-Sun. / Mán.-Sun. 13.00-18.00

Welcome to the pools! / Velkomin í sund! 21


Flatey

Vesturland Gönguleiðir: VL 1–27 Breiðafjörður

DAGVE

Stykkishólmur

8 11 Hellissandur

SNÆFELLSJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Þjóðgarður - National Park

18

Grundarfjörður

Rif

25 12 ÖNDVERÐARÓlafsNES 20 vík 23 19 13 NESHRAUN 21 22 24 Snæfellsjökull 17

14

HELGA

9 Álfta-

fjörður

VATNALEIÐ LJÓSUF

FRÓÐÁRHEIÐI STAÐARSVEIT BÚÐIR

15

ARNARSTAPI

16 HELLNAR

Haffjör

Faxaflói

N V

Kolgrafafjörður

10

A S

22


fjö Gils

27 Fá

l

a ud

HVAMMUR

HRÚTAFJARÐARHÁLS

LAXÁRDALSHEIÐI xá

k

ek

RÐARNES

Laugarbakki

sk

26

KLOFNINGUR

Hrútafjörð ur

HAFRATINDUR

Kro ssá

rúð

Ð

AKUREYRI

AR

SK

Hvammstangi

RJÚPNAFELL

SVÍNADALUR

D

ÖN

TR SS

HEGGSTAÐANES

La

Fl FE

LLS

ST

ND

Þve

Búðardalur

Hvammsfjörður

AFELL

Sík

á

Haukadalsá

SKÓGARSTRÖND

á

ARNARVATNSHEIÐI

Hlíðarvatn

TVÍDÆGRA NORÐURÁRDALUR

Hítarvatn TRÖLLAKIRKJA

BAULA

La ng á

MÝRAR

4

Ok DA

RR

KALDIDALUR

EY

KJA D

Þórisjökull

ALU

SK

R

OR

HAFNARFJALL SKARÐSHEIÐI

RA

DA

LU

R

Reyðarvatn

UXAHRYGGIR Hvalfjörður

Hvalvatn

RA AK ALL J F

BOTNSSÚLUR

La xá

REYKJAVÍK

HÚSAFELL 7

FLÓKADALUR LUN

MELASVEIT

Akranes

ót

dalsá

Reykja

HJÖRSEY

ÁLFTANES

flj

REYKHOLT

6

Borgarfjörður

ga N

HVÍTÁRSÍÐA

Hvítá

Hvann- 5 eyri

Borgarnes

1

No r

ðu rá

Álftá

Kj a

Langa- Hreðavatn 3 vatn

rrá

Bifröst 2

á

tar

rður

þve

Litla

DALSMYNNI

lin

Oddastaðavatn

BRATTABREKKA

or ð

FJÖLL

HOLTAVÖRÐUHEIÐI

TRÖLLAKIRKJA

ið M

HEYDALUR

23

ÞINGVELLIR

SKJALDBREIÐUR TRÖLLHÁLS


VL-10 Stykkishólmur Gengið með leiðsögn um gamla bæinn. Gangan byrjar hjá sjávarborg á hafnarbakkanum. Lesin er saga úr húsum og umhverfi. Endar á Þinghúshöfða þar sem er fögur eyjasýn.

VL-11 Klakkstjörn 2 klst., 2,5 km, hækkun 250 m. Stórt skilti á bílaplani rétt norðan við bæinn Suður-Bár á nesinu austan Grundarfjarðar. Örnefni merkt á leiðinni. Í meðallagi erfið leið, m.a. upp einstigi. Árleg Jónsmessuganga.

VL-12 Merarhvammur 1 klst. Upphafsstaður: Bílastæði við Fossá. Merarhvammur er skammt austan við Ólafsvík. Gengið er að Merarhvammi eftir stikaðri leið við rætur Baugsmúla og yfir í Tæpugötugil.

VL-13 Hrói (490 m) 1½–2 klst. Upphafsstaður: Tjaldsvæðið á Ólafsvík eða frá Jökulhásvegi. Fjallið Hrói er fyrir ofan Ólafsvík. Hækkun 200 m. Gengið af Jökulhálsvegi sunnan Ólafsvíkur. Gott útsýni.

VL-14 Rjómafoss 2 klst. Upphafsstaður: Fagrahlíð – bílaplan. Létt ganga af plani við sumarbústaði í Fögruhlíð og upp með Holtsá.

ďĞIJĤĞį Ə ĖƈĩĦīĤİġĞĩ ĤƘīĤIJĩĢĦƒĦį o İIJīġ o İĞģī o ĤĦİıĦīĤ ijĢĦıĦīĤĞį

ėIJīĤIJİıĞĭĦ ĤĞīĤĞ ƃ ƃĩģĞİĩƕƒIJĪ ģĶįĦį ĞĩĩĞ ģħƘĩİĨĶĩġIJīĞ Ğĩĩı ƃįĦƒ 24


Útbúum

sjúkrakassa

3 + ! 0! 2 ) . . ! 5 ' , Æ 3 ) . ' ! 3 4 / & !

fyrir fyrirtæki, heimili og bíla

: rtímar 18 a n u n 9– Op aga d a k ir 0–14 1 V a g a d r Lauga aga 12–14 d Sunnu Smiðjuvellir ð 32, Akranesi Sími 431 5090 - Fax 431 5091 www.apvest.is

25


VL-15 Frambúðir ½ klst. Upphafsstaður: Búðir á Snæfellsnesi. Gengið frá kirkjunni á Búðum. Andi liðinna tíma svífur yfir vel grónum fornminjum. Skemmtileg leið.

VL-16 Sölvahamar 1 klst. Upphafsstaður: Arnastapi. Frá Arnarstapa liggur gamla þjóðleiðin undir Jökul um Sölvahamar. Þar er mikið fuglalíf og við leiðina eru bæjarrústir.

VL-17 Arnarstapi – Hellnar 1 klst. Upphafsstaður Arnastapi. Gengið eftir Neðstugötu, um Helluhraun með ströndinni milli staðanna. Stórfenglegar klettamyndanir, gjár og gatklettar.

VL-18 Djúpalónssandur – Dritvík 1–1½ klst., 1 km. Djúpalónssandur. Ekið afleggjara frá þjóðvegi að bílaplani. Þaðan er stutt ganga um Nautastíg niður í skemmtilega fjöru á Djúpalónssandi. Athugið að aldan getur verið þung og sterk við sandinn. Við Nautastíg eru hin þekktu steintök Fullsterkur, Hálfsterkur, Hálfdrættingur og Amlóði. Frá Djúpalónssandi er vinsæl gönguleið til Dritvíkur.

VL-19 Klukkufoss ½ klst. Upphafsstaður: Eysteinsdalsvegur. Haldið frá Útnesvegi upp með Móðulæk um Eysteinsdalsveg í átt að Snæfellsjökli. Þaðan er stikuð leið að þessum fallega fossi, um luktum stuðlabergi.

VL-20 Hreggnasi 2 klst. Upphafsstaður: Eysteinsdalsvegur: Haldið frá Útnesvegi upp með Móðulæk um Eysteinsdalsveg í átt að Snæfellsjökli. Í Eysteinsdal er göngubrú yfir Móðulæk og þaðan er stikuð leið á fjallið Hreggnasa (469 m).

VL-21 Vatnsborg 2–4 klst. Upphafsstaður: Öndverðarnesvegur. Frá veginum að Öndverðarnesi er stikuð leið að Vatnsborg sem er hömrum girtur gígur með miklum burknagróðri. Hægt er að ganga áfram að Öndverðarneshólum og Grashólshelli. Ævintýraleg leið.

VL-22 Sjónarhóll ½–1 klst. Upphafsstaður: Eysteinsdalsvegur. Haldið um Eysteinsdalsveg í átt að Snæfellsjökli. Austan við dalinn er Sjónarhóll (383 m). Sunnan í honum er merkt og stikuð leið á hólinn. Stórbrotið útsýni að jöklinum og út á Breiðafjörð.

VL-23 Rauðhóll ½–1 klst. Upphafsstaður: Eysteinsdalsvegur. Haldið um Eysteinsdalsveg í átt að Snæfellsjökli. Skammt frá gatnamótunum við þjóðveginn er stikuð leið á Rauðhól (186 m) þaðan sem er fallegt útsýni. Í hólnum austanverðum er mikil gjá eða sprunga.

VL-24 Rauðfeldsgjá í austanverðu Botnsfjalli ½–1 klst. Upphafsstaður: Plan við ána Sleggjubeina. Gjáin er í austanverðu Botnsfjalli, um 5 km norðan við Arnarstapa og er grafin langt inn í fjallið. Áin Sleggjubeina kemur undan fjallinu rétt við gjánna og rennur í nokkrum fallegum fossum. 26


27


VL-25 Írskrabrunnur – Gufuskálavör ½ klst. Upphafsstaður: Gufuskálar. Skammt sunnan Gufuskála er vegur að Gufuskálavör og Írskrabrunni. Milli Gufuskálavarar og Írskrabrunns er stikuð gönguleið.

VL-26 Kollar við botn Hvammsfjarðar 2 klst. Upphafsstaður: Laugar í Sælingsdal. Hækkun 200 m. Létt leið eftir vegarslóða. Hringur gæti endað við Svörtukletta ofan Lauga. Einnig er erfiðari stikuð leið frá Laugum að Svörtuklettum. Gott útsýni yfir söguslóðir Laxdælu.

VL-27 Tungustapi í Dölum 1 klst, 3 km. Upphafsstaður: Laugar í Sælingsdal. Frá Laugum í Sælingsdal er gengið meðfram íþróttavellinum og upp á Tungustapann en hann er sagður álfakirkja. Leiðarlýsing fæst á Hótel Eddu að Laugum og í upplýsingamiðstöðinni í Búðardal.

Landsmót UMFÍ 50+ Hveragerði 2017

28


29


Vestfirðir VF-1

Barmahlíð, skógræktin hjá Reykhólum 1 klst., 2,3 km. Upphafsstaður: Barmahlíð. Þægileg leið, borð og bekkir. Byrjar við áningarstað Vegagerðarinnar við þjóðveginn, um 9 km norðan við þéttbýlið. Þar má m.a. finna hæstu grenitré á Vestfjaðrakjálkanum.

VF-2

Einreykjastígur á Reykhólum 1½ klst., 3,5 km. Upphafsstaður: Reykhólar – tjaldstæði. Auðveld hringleið, einstök fuglaskoðunarleið. Gott fuglaskoðunarhús þar sem fylgjast má með fuglunum. Þar sjást m.a. uglur, flórgoðar og lómar og oft sjást þar ernir. Malarstígur og trébrýr yfir votlendið.

VF-3

Um Stórurð og Bæjarhlíð 1½ klst., 3 km. Upphafsstaður: Ísafjörður – Silfurtorg. Frá Silfurtorgi á Ísafirði upp í Stórurð. Þaðan gegnum skógræktarreit og niður á Seljalandsveg. Göngukort Ísfirðinga.

VF-4

Skógræktarsvæði í Tungudal við Ísafjörð ½–1 klst. Upphafsstaður: Tjaldsvæðið. Léttar, auðveldar leiðir í skóginum hækkun 70 m.

VF-5

Háabrún og niður Tungudal við Ísafjörð 2 klst., 3 km, Upphafsstaður: Tungudalur. Hækkun 300 m. Gengið inn brúnirnar neðan Sandfells, að Hauganesi sunnan í Miðfelli. Þaðan í botn Tungudals.

VF-6

Hringur við mynni Engidals 1 klst., 3 km. Upphafsstaður: Mynni Engidals. Vinsæl hringleið. Miklar leirur, mikið um fugla, einkanlega vaðfugla og endur. Göngukort Ísfirðinga.

VF-7

Arnarnes 1 klst., 2 km, Upphafsstaður: Arnarnes. Hækkun 50 m. Við Arnardal austan Skutulsfjarðar er grófur vegarslóði upp á nesið. Víðsýnt, útsýnisskífa. Helsta kræklingafjara Ísfirðinga. Göngukort Ísfirðinga.

VF-8

Naustahvilft 1 klst., um 1 km. Upphafsstaður: Kirkjubólshlíðarvegur. Hækkun 300 m. Hvilftin er í fjallinu gengt Ísafjarðarkaupstað. Af Kirkjubólshlíðarvegi er hæg leið upp með lækjunum úr hvilftinni. Göngukort Ísfirðinga.

VF-9

Arnarnes og inn fjöruna 2 klst., 4,5 km. Upphafsstaður: Vébjarnareyri. Gengið frá Vébjarnareyri austan Skutulsfjarðar, rétt vestan við hamarsgatið, og skoðað fuglalífið og fjaran. Síðan fjöruganga inn að Básum. Göngukort Ísfirðinga.

VF-10 Gamla laugin í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp ½ klst., 1,5 km. Upphafsstaður: Reykjanes – sundlaug. Auðveld hringleið sem getur byrjað bak við skólann eða við tröppu við veginn.

30


31


Vestfirðir

Gönguleiðir: VF 1–37 Ísa

Súg

anda

GR H fja

ar

djú

p

Bolung

fj.

Suðureyri Flateyri

Ön

un

SÆBÓL

da

jörð

15

SVALVOGAR

ur

5

rfj.

HJARÐARDALUR raf

6

14

13

29 27

H

3

4 8

DALSBREIÐEAIÐI H

12 GEMLUFALLSHEIÐI

Þingeyri

26 SELÁRDALUR

Ar

24

na

rfjö

HRAFNSEYRARHE rð

ur

28

Bíldudalur HÁLFDÁN

25

DYNJANDI

DY

Tálknafjörður

22 Patreksfjörður

19 20

18 LÁTRABJARG

RAUÐISANDUR

17

MIKLIDALUR

HNJÓTUR

Vatnsfj.

16

HVALLÁTRAR

23

KLEIFAHEIÐI BARÐASTRÖND

21

BRJÁNSLÆKUR

N V

A S

Flatey

32


HORNBJARG

Fljótavík

Hornvík

Hlöðuvík

STRAUMNES

Látravík

ðalvík

RÆNAHLÍÐ

Veiðileysufjörður

Hesteyrarfjörður

Barðsvík

Lónafjörður

Jökulfirðir

Leirufjörður

SNÆFJALLASTRÖND

Furufjörður

Hrafnfjörður

Reykjafjörður

Bjarnarfjörður Húnaflói

garvík

Drangajökull

Hnífsdalur

4

Ísafjörður BÆJAFJALL

7 9

ÆÐEY

Súðavík fta fj.

VIGUR

Ófeigsfjörður ÖGUR Norðurfjörður ÓFEIGSFJARÐARHEIÐI

He

stf

j.

Ál

11

34

tufj.

REYKJANES

37 36

Skö

10

35

GJÖGUR

Reykjarfjörður

33

Veiðileysufjörður

Mjó ifj.

Ísa fjör ður

DJÚPAVÍK TRÉKYLLISHEIÐI Kaldbaksvík

EIÐI GLÁMA

STEINGRÍMSFJARÐARHEIÐI Bjarnarfjörður

YNJANDISHEIÐI

32

KOLLAFJARÐARHEIÐI

Hólmavík

31

30 Ko

fjö lla

ur

ska

2

1 j.

STEINADALSHEIÐI

sf

ók

ur

f tru

Bi

Kr

r rðu sfjö Gil

BÚÐARDALUR

33

AKUREYRI

rður

Hrútafjö

Reykhólar

fj.

j.

Þor

uf

ifj.

úp

Dj

Be r

lafj

.

ARNKÖTLUDALUR Kol

Kvígindisfj.

Skálmarfj.

ÞORSKAFJARÐARHEIÐI Kjálk afj. Ke rlin ga rfj.

Drangsnes Steingrímsfjörður


VF-11 Grettisvarða í Vatnsfirði við Djúp 1 klst., 1 km. Upphafsstaður: Vatnsfjörður – kirkjan. Gengið frá kirkjunni í Vatnsfirði, nokkuð bratt. Halda má áfram hjallana og ganga út að brúnni. Fallegt útsýni yfir Djúpið.

VF-12 Valagil 1½–2 klst. fram og til baka. Merkt leið í botni Álftafjarðar, bláar stikur. Auðveld ganga á jafnsléttu meðfram ánni að gilinu.

VF-13 Fjörurölt ½–1 klst. Upphafsstaður: Sæból á Ingjaldsandi. Fjörurölt hjá Sæbóli á Ingjaldssandi. Skemmtileg miðnætursól.

VF-14 Flateyri ½ klst., 300 m. Upphafsstaður: Flateyri - bensínstöð. Hækkun 50 m. Auðveld leið að útsýnispallinum á varnargörðunum. Byrjar fyrir ofan bensínstöðina, fallegt útsýni.

VF-15 Önundarfjörður og fjaran 2 klst. Holt í Önundarfirði. Sandurinn er gylltur og upplagður til leikja með börnunum. Mikið æðarvarp. Göngukort Ísafjarðar.

VF-16 Fjörur í Breiðuvík ½–1 klst. Upphafsstaður: Breiðavík. Fjölskyldan getur kannað saman leyndardóma fjörunnar.

VF-17 Þingmannaá, Vatnsfirði 1 klst., hækkun 200 m. Upphafsstaður: Vatnsfjörður – Þingmennaá. Skemmtilegt árgil um 3,5 km austan Flókalundar, austan fjarðar með fallegum fossum. Vel má ganga bak við einn þeirra.

VF-18 Látrabjarg Upphafsstaður: Látrabjarg, bílaplan. Vestasti oddi Evrópu og stærsta fuglabjarg við Norður-Atlantshaf. Hægt er að ganga eftir bjarginu eins langt og fólk vill.

VF-19 Vatnsdalur 2 klst. Upphafsstaður: Vatnsdalur, Vatnsfirði. Gengin um 3 km leið frá brú fyrir botni Vatnsfjarðar að Lambagili, austan Vatnsdalsvatns. Aðrar leiðir að eigin vali.

VF-20 Pennugil ½ klst. Upphafsstaður: Pennugil Vatnsfirði. Hækkun 50 m. Hrikalegt gljúfur með skemmtilegum bergmyndunum skammt frá Hótel Flókalundi í Vatnsfirði. Í gilinu er volgra sem má baða sig í. Vegurinn upp á Dynjandisheiði liggur upp frá Flókalundi og um Penningsdal.

Vf-21 Hörgsnes ½–1 klst. Upphafsstaður: Hörgsnes, Vatnsfirði. Hækkun 50 m. Hörgsnes er nesið austan Vatnsfjarðar. Gíslahellir og sérkennilegir klettar með ótal holum og skútum. Hörgurinn er götóttur klettastapi. Stutt í fallega fjöru. Oft sjást hér selir.

34


VF-22 Kollsvík – verbúðir ½ klst., 0,5 km. Upphafsstaður: Kollsvík. Leið að verbúðatóftum í Kollsvík sunnan Patreksfjarðar. Upplýsingaskilti og gestabók.

VF-23 Skógræktin á Tálknafirði ½ klst.Upphafsstaður: Tálknafjörður – tjaldstæði. Þægileg stutt hringleið, byrjar við tjaldstæði við sundlaugina.

VF-24 Verdalir í Arnarfirði 2 klst. Upphafsstaður: Selárdalur. Nokkuð þægileg leið eftir vegslóða. Mjög fallegt landslag. Gamalt útræði og rústir. Kort fæst víða á Vestfjörðum.

VF-25 Hvestudalur ½–1 klst. Upphafsstaður: Hvestudalur. Hvestudalur er skammt vestan við Bíldudal. Gengið um fjöruna og notið náttúrunnar. Mikið fuglalíf.

VF-26 Sandafell ½ klst., 1 km, hækkun um 150 m. Gengið frá Þingeyri eða frá afleggjara við þjóðveginn. Frábært útsýni, miðnætursól.

VF-27 Mýrafell í Dýrafirði 1½ klst. Upphafsstaður: Mýrafell – innan við hrygginn. Hækkun 250 m. Byrjað við vegslóða við innanverðan hrygginn. Auðveld ganga upp á fellið sem er 312 m hátt. Frábært útsýni. Ekki fyrir þá sem eru lofthræddir. Göngukort.

VF-28 Dynjandi ½–1 klst. Upphafsstaður: Dynjandi – áningastaður. Hækkun 200 m. Lagt af stað frá fallegum áningarstað við þjóðveginn. Nokkuð auðveld leið upp með ánni að fossinum.

VF-29 Skrúður ½ klst. Upphafsstaður: Skrúður. Auðveld ganga um jurta- og trjágarðinn að Núpi í Dýrafirði.

VF-30 Kirkjubólshringur 2 klst. Upphafsstaður: Kirkjuból – áningastaður. 4,8 km, hækkun 220 m. Þægileg stikuð leið frá áningarstað Vegagerðarinnar í fjörunni við bæinn Kirkjuból við sunnanverðan Steingrímsfjörð. Örnefnaskilti á leiðinni.

VF-31 Kálfanesborgir 1 klst., 3 km. Upphafsstaður: Hólmavík – tjaldstæði. Hækkun 100 m. Göngustígur frá tjaldstæðinu á Hólmavík. Gengið um Borgirnar um stíg ofan við þorpið og til baka um þéttbýlið. Gestabók er í Háborgavörðu.

VF-32 Bæjarháls 2 klst., 6 km. Upphafsstaður: Bær á Selströnd. Hækkun 160 m. Upphafsskilti við Bæ á Selströnd. Vel vörðuð gömul póstleið frá Bæ yfir að Kaldrananesi við Bjarnarfjörð. Ekki fyrir lofthrædda.

35


VF-33 Kúvíkur í Árneshreppi 1 klst., 2 km. Upphafsstaður: Þjóðvegur ofan Kúvíkur. Leið að Kúvíkum við sunnanverðan Reykjafjörð í Árneshreppi, aðalkaupstað svæðisins fyrr á öldum. Upphafsskilti norðan við Veiðileysuháls.

VF-34 Kista – Kolgrafarvík – Silfursteinn (Grásteinn) 1 klst., 2,5 km. Upphafsstaður: Handverkshúsið Kört. Þægileg ganga frá Handverkshúsinu Kört í Árnesi og út með sunnanverðri Trékyllisvík að klettagjánni Kistu og þaðan að Grásteini í túni í Ávík. Upplýsingar í handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík.

VF-35

Reykjarneshyrna 1½ klst., 1 km, hækkun 200 m. Gengið frá þjóðvegi nálægt símahúsi milli Gjögurs og Ávíkur. Fallegt útsýni, upplýsingaskilti á toppnum.

VF-36

Djúpavíkurhringur 1½ klst., um 5 km, Upphafsstaður: Hótel Djúpavík. Hækkun 100 m. Hringleið sem hefst við Hótel Djúpavík, fyrst upp nokkuð bratt gil og síðan eftir klettahjalla út með firðinum og til baka eftir þjóðvegi. Upplýsingar á Hótel Djúpavík.

VF-37

Naustvíkurskörð 1½ klst., 3,5 km. Upphafsstaður: Naustavík. Hækkun 200 m. Nokkuð þægileg leið milli Naustvíkur við norðanverðan Reykjarfjörð og Trékyllisvíkur. Upphaf merkt með skiltum. Gömul kaupstaðarleið.

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ Laugum í Sælingsdal 36


VERIÐ VELKOMIN!

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð 37


Norðvesturland NV-1

Draugagil 1 klst. Upphafsstaður: Hvammstangi – tjaldstæði. Frá tjaldsvæði á Hvammstanga. Auðvelt ganga upp með Syðri Hvammsá. Gott útsýni.

NV-2

Gauksmýrartjörn (Gott aðgengi fyrir hjólastóla) (65°20,64-20°48,28) 0,5 klst. Upphafsstaður: Áningastaður nærri Gauksmýri. Við hringveginn hjá Gauksmýri. Endurheimt votlendi; fuglaskoðunarhús með upplýsingum, veggspjöldum og sjónauka. Yfir 40 tegundir hafa sést. Gott aðgengi hreyfihamlaðra eftir timburstíg.

NV-3

Káraborg 2 klst. Upphafsstaður: Helguhvammur. Stuðlabergsklettaborg ofan Hvammstanga. Gengið frá bænum Helguhvammi eftir vegslóða. Mjög gott útsýni. Hægt að halda göngunni áfram upp á Þrælsfell.

NV-4

Kolugljúfur ½ klst. Upphafsstaður: Innan Víðidalstungu. Hrikalegt 25–40 m djúpt gljúfur Víðidalsár. Tveir tilkomumiklir fossar, Kolufossar. Þægileg gönguleið vestan við Víðidalsá.

NV-5

Illugastaðir 1 klst. Upphafsstaður hjá þjónustuhúsi. Góð gönguleið að selaskoðunarhúsi, fram hjá Smiðjuskeri, þar sem Natan Ketilsson átti smiðju. Sögufrægur staður. Fallegt útsýni til Strandafjalla. Tjaldsvæði er á Illugastöðum. Ath. Stígurinn er lokaður frá 30.4.–20.6. vegna æðarvarps. Öll umferð um æðarvarpið er bönnuð. 2 klst. Upphafsstaður: Tjörn. Þægileg ganga með ströndinni á gamalli slóð. Rekaviður, fuglar og fallegt útsýni til Strandafjalla. Eitt stærsta selalátur Norðurlands er í Hindisvík. Gott göngukort fæst hjá ferðaþjónustuaðilum.

NV-6

Bjarg í Miðfirði 1–1½ klst. Upphafsstaður: Bjarg í Miðfirði. Létt leið um fæðingarstað Grettis Ásmundarsonar. Saga Grettis birtist hér lifandi í minnismerki, staksteinum með tilvísun til örnefna og ótal Grettistökum. Söguskilti á tveimur stöðum.

NV-7

Kerafossar ½ klst. Gengið frá Víðidalstunguvegi, skammt frá þjóðvegi 1. Fallegir fossar, flúðir og árrofsmyndanir. Laxastigi. Göngufólk er beðið að trufla ekki laxveiðina.

NV-8

Ásdísarlundur 1 klst. Upphafsstaður: Miðfjarðarvegur. Gengið frá Miðfjarðarvegi, vestan Miðfjarðarár, móti Bjargi. Skemmtilegt skógræktarsvæði og fornir sigkatlar (Króksstaðakatlar). Gott berjaland.

NV-9

Illugastaðir í Vatnsnesi (aðgengi fyrir hjólastóla) 1–1½ klst. Göngustígur fær hjólastólum (rúmlega 800 m) að selaskoðunarhúsi á þessum sögufræga stað. Selir, fuglar, saga og búrekstur. 38


SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND

Velkomin á Skagaströnd www.skagastrond.is

Skagaströnd er einstakur bær. Þar er að finna lífstakt hins dæmigerða sjávarþorps þar sem höfnin er lífæðin og iðar af athafnasemi á góðum afladegi. Menningin er blómleg og lifandi.

Tjaldsvæðið er afar þægilegt og nóg pláss fyrir tjaldvagna, húsbíla og hjólhýsi. Sundlaugin er lítil og notaleg. Þar getur ferðalangur fundið ró og hvíld eftir áfanga dagsins.

nýprent

03/2015

Í Nes listamiðstöð dvelur fjöldi gestalistamanna sem auðga mannlíf og menningu. Gönguleið hefur verið stikuð á tind Spákonufells, (640 m) og á Spákonufellshöfða er einnig vinsælt útivistarsvæði en gönguleiðalýsingar hafa verið gefnar út fyrir þessar náttúruperlur. Háagerðisvöllur er níu holu golfvöllur um fjóra kílómetra norðan við byggðina. Kaffihúsið Bjarmanes er fallegt hús í gömlum stíl sem stendur á sjávarbakkanum með útsýni yfir höfnina. Gistingu er hægt að fá í Snorrabergi, fallegu sumarhúsi og í Sæluhúsunum undir klettum Höfðans eða í Skíðaskálanum við rætur Spákonufells.

39

Fjölbreytt úrval matvöru er að fá í Samkaupum. Árnes er elsta hús bæjarins. Það er dæmi um húsnæði og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Í Spákonuhofi er skemmtileg sýning um Þórdísi spákonu, sem uppi var á síðari hluta 10. aldar og fróðleikur um spádóma og spáaðferðir. Í Olís–skálanum er boðið upp á þjónustu og næringu bæði fyrir farartæki og fólk. Borgin veitingastaður er í bjálkahúsinu einstaka. Þar eru í boði veitingar af bestu gerð og andi sjávarþorpsins dregin fram í myndum og viðmóti staðarins.


Drangajökull

Norðvesturland

Ófeigsfjörður

Gönguleiðir: NV 1–25 Norðurfjörður

ÓFEIGSFJARÐARHEIÐI

GJÖGUR Reykjarfjörður Húnaflói

Veiðileysufjörður

ÍSAFJÖRÐUR

DJÚPAVÍK

TRÉKYLLISHEIÐI

Kaldbaksvík

Skagast STEINGRÍMSFJARÐARHEIÐI Bjarnarfjörður

PATREKSFJÖRÐUR

Hólmavík Drangsnes ÞORSKAFJARÐARHEIÐI

Blön

Steingrímsfjörður

9

j. uf Be r

Ko

ó Kr

ks

EI N HE AD IÐ AL I S

-

ÞINGEYRA VATNSNES Hóp

ur

fj.

ð ör

fj

tru

Bi

Hvammstangi

r

ðu

1

IDA

VÍÐ

RJÚPNAFELL

15 3

LSF

rður

SVÍNADALUR

Hrútafjö

G

ur fjörð Mið

jör ilsf

Húnafjörð

5

ST

AR

N DA KÖ LU TL R U-

ur

f lla

L JAL

2

HJARÐARFELL

Laugarbakki

4

8 6

Vesturá

á

40

BORGARNES

á

LAXÁRDALSHEIÐI

tu Aus

S

als

ðid

A

tja Fi

V

N


ð Hé ðin s

fjö r

Siglufjörður

Fljótavík

21

Skagafjörður

Aravatn

DALVÍK

20

Ólafsfjörður

MÁLMEY

SKAGAHEIÐI

ÞÓRÐARHÖFÐI

Ölvesvatn Langavatn

DRANGEY LÁGHEIÐI

11

ENNISHNJÚKUR

SPÁKONUFELLSBORG

HELJARDALSHEIÐI

Grafará

TINDASTÓLL

La

trönd

Hofsós

12

SPÁNSKANÖF 13

Þverárjökull

22

24

HÓLAR

23

LA SF

NG

ID

Svínavatn

AL U

25

AL

UR

HLÍÐ

LL

xá La sum áÁ

LA

AR

14

GLAUMBÆR

AL TA D

NDU

AL

10

Varmahlíð

R

18

BLÖNDUHLÍÐARFJÖLL

HEIÐI

ÖXNADALS

L

Nor

AKUREYRI

AL

LL

furá

A FJ

FJ

LS

DA

tn vö ðs ra Hé

VATNSSKARÐ

LS DA ÍNA

SV

S TN VA

Gljú nsá Kor

ðurá

BLÖNDUVIRKJUN ÁBÆJARKIRKJA

Sva

19

Au

st

ar

da

a Vest

an Bl Mjóavatn

i-J

ök

ul

á

kuls

ri-Jö

ka Ál

lsá

da

Friðmundarvötn

rtá

16 s tn Va

17

HÁHEIÐI

Barkárdalsjökull

HJ

BLÖ

RD

duós

ður

HNJÚKAR

Sauðárkrókur

- R ÁR GU ER VE V Þ LLS A FJ

H

of

EYVINDARSTAÐAHEIÐI KJÖLUR

KJÖLUR

41

SPRENGISANDUR


NV-10 Hrútey 1–1½ klst. Upphafsstaður: Tjaldstæðið við Blönduós. Eyjan er í Blöndu við Blönduós og er náttúruparadís. Þar er mikill trjágróður og fuglalíf. Hundar bannaðir.

NV-11 Spákonfellshöfði 1–2 klst., 2 km, hækkun um 15 m. Létt ganga um höfðann að mestu meðfram ströndinni. Fallegar bergmyndanir og fuglalíf. Í góðu skyggni er fallegt útsýni yfir til Strandafjalla og inn til húnvetnsku dalanna. Gönguleiðabæklingur fæst á öllum þjónustustöðvum á svæðinu.

NV-12 Spákonufell 3–4 klst., 4 km, hækkun um 526 m. Mesta hæð 639 m. Landslag bratt, klettar efst en þarf ekki að klifra. Gestabók í kistli á toppi. Í góðu skyggin er mikið og fallegt útsýni yfir til Strandafjalla, inn til húnvetnsku dalanna og austur allt til Tröllaskaga. Gönguleiðabæklingur fæst á öllum þjónustustöðvum á svæðinu.

NV-13 Laxá á Refasveit 1½ klst., 2x2,5 km. Létt ganga frá þjóðvegi sunnan ár allt til sjávar. Laxá er um 9 km norðan við Blönduós. Gott göngukort fæst víða.

NV-14 Giljá – Ranafoss 1 klst., 2 km., hækkun 100 m. Giljá er um 12 km vestan Blönduóss. Í henni eru margir fallegir fossar, flúðir og hyljir. Mjög víðsýnt til vesturs og norðurs. Göngukort fæst víða.

Nv-15 Vatnsdalshólar 2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Þrístapar – þjóðvegur. Gengið frá þjóðvegi 1 við Þrístapa í Þórdísarlund. Varúð ber að hafa við þjóðveginn. Gott göngukort fæst víða.

NV-16 Forsæludalur 2 klst., 2x3 km, Upphafsstaður: Forsæludal. Hækkun 200 m. Gengið frá bænum Forsæludal (65°18.24 -20°06.23) með gili Vatnsdalsár að Friðmundargili. Fagurt árgil og fossar. Ganga má áfram með gilinu. Gott göngukort fæst víða.

NV-17 Álkugil 2 klst., 2x3 km, Upphafsstaður: Þvergil. Hækkum 80 m. Ekið frá Grímstungu í Vatnsdal eftir vegslóða um Úlfshrygg. Gengið frá Þvergili (65°18.62-20°11.30) meðfram gljúfri Álftaskálarár að Sílavatnslæk. Gott göngukort fæst víða.

NV-18 Tunguhnjúkur (530 m) 2 klst., 2x3 km,Upphafsstaður: Skeggjastaðir í Svartárdal. Hækkun 290 m. Gengið frá Skeggstöðum (65°29.83-19°46.13) í Svartárdal. Fagurt útsýni og víðsýnt. Gott göngukort fæst víða.

NV-19 Tungumúli (338 m) 2 klst., 2x2,5 km. Upphafsstaður: Vatnsdalsvegur sunnan Þórormstungu. Hækkun 270 m. Gengið frá Vatnsdalsvegi sunnan Þórormstungu um vegslóða á Tungumúla. Gott göngukort fæst víða.

42


www.visitskagafjordur.is

r u ð r ö j f a g a Sk

nýprent ehf. / 052015

fyrir stóra sem smáa!

Sparkvellir

Fuglaskoðun Á hestbaki

Flottir sparkvellir eru á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.

Í Skagafirði er fjölbreytt fuglalíf, t.d. hafa hátt í 50 tegundir flækinga sést í Skagafirði undanfarin ár.

Allir geta fundið hestaferðir við sitt hæfi í Skagafirði.

Á Borgarsandi við Sauðárkrók er allt fullt af sandi sem gaman er að leika í.

Gönguferðir

Rafting

Dorg & veiði

Sundlaugar

Í Skagafirði er að finna fjölbreyttar og fjölskylduvænar gönguleiðir við allra hæfi. Nánari upplýsingar má fá í upplýsingamiðstöðvunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki.

Flúðasiglingar eiga vaxandi vinsældum að fagna, enda sameinar slík ferð frábæra skemmtun, spennu og ferðalag um einstök náttúruundur.

Þú getur auðveldlega krækt í marhnút á bryggjunni og silung í fjörunni – björgunarvesti eru til útláns við Sauðárkrókshöfn.

og heitir pottar eru á Sauðárkróki, á Hofsósi, í Varmahlíð, á Hólum, á Bakkaflöt og Sólgörðum.

Sandfjörur

Svo miklu meira

Fjölmargt annað er hægt að gera sér til afþreyingar og skemmtunar í Skagafirði en hægt er að nálgast upplýsingar um það á www.visitskagafjordur.is

43:: 455 6161 :: info@visitskagafjordur.is :: visitskagafjordur.is Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra :: Varmahlíð


NV-20 Kálfhamarsvík á Skaga 1 klst. Upphafsstaður: Kálfhamarsvík. Létt ganga um víkina. Fagurlega lagað stuðlaberg og rústir horfinnar sjávarbyggðar. Upplýsingaskilti. Gott göngukort fæst víða.

NV-21 Kaldrani á Skaga – Selavíkurtangi 1 klst., 2x2 km. Upphafsstaður: Útsýnispallur við Kaldrana. Gengið frá útsýnispalli við Kaldrana eftir slóð norður að Selavíkurtanga, mikið sela og fuglalíf.

NV-22 Hegranesviti 1½–2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Vesturósbrú – gamla. Gengið frá gömlu brúnni á Vesturósi (65°45.03-19°33.10). Fallegt útsýni og mikið fuglalíf. Gott göngukort fæst víða.

NV-23 Gvendarskál 2 klst., 4,5 km, Upphafsstaður: Hólar í Hjaltadal. Hækkun 380 m. Stikuð gönguleið að Gvendarskál en þar er gestabók. Lagt af stað frá gestamóttökunni í Hólaskóla. Leiðin er upphaf gönguleiðar á Hólabyrðu. Göngukort fæst víða.

NV-24 Molduxi (706 m) 1½ klst. Upphafsstaður: Molduxaskarð. Hækkun 240 m. Ekið eftir jeppavegi frá golfvelli við Sauðárkrók upp í Molduxaskarð (65°42.72-19°41.96) og gengið þaðan. Gott göngukort fæst víða.

NV-25 Reykjarhóll við Varmahlíð ½ klst. Upphafsstaður: Varmahlíð – skórækt. Genginn hringur frá skógræktarstöðinni ofan við þéttbýlið. Mjög gott útsýni yfir Skagafjörð, útsýnisskífa. Gott göngukort fæst víða.

44


Norðurland NL-1

Hvanneyrarskál 1 klst. Upphafsstaður: Siglufjörður – bílastæði við Stóra bola. Hækkun 150 m. Gengið frá bílastæði við Stóra bola (snjóflóðagarð syðst í bænum) og eftir nýjum akvegi norður í skál. Frábært útsýni yfir Siglufjörð. Upplýsingar í upplýsingamiðstöð.

NL-2

Siglufjarðarskarð frá skíðaskála 1½–2 klst. Upphafsstaður: Nýi skíðaskálinn. Hækkun 250–300 m. Gengið frá nýjum skíðaskála eftir gamla Skarðsveginum. Stórkostlegt útsýni frá toppi þar sem eru bekkir og borð ásamt upplýsingaskilti.

NL-3

Selvík/Selvíkurviti 1½–2 klst. Ekið í gegnum bæinn og út með ströndinni að austanverðu. Bílastæði við fjöruna á „gamla flugvellinum“. Gengið norður ströndina að gömlum rústum Evangerverksmiðjanna. Gengið, ef vill, áfram að Selvíkurvita sem er u.þ.b. fyrir miðjum firðinum að austanverðu. Gott útsýni yfir bæinn vestanmegin. Sérlega kvöldfallegt í góðu veðri. Hækkun óveruleg.

NL-4

Skógræktin í Siglufirði Tími óráðinn, bara njóta kyrrðarinnar. Ekið gegnum bæinn og í átt að Skarðsvegi. Skógræktin er í mynni Skarðsdals. Bílastæði innan skógræktargirðingar. Fallegur og friðsæll skógarreitur með á og fallegum fossi. Kjörinn staður til að taka upp nestið. Borð og bekkir á staðnum.

NL-5

Gömlu brýrnar yfir Eyjafjarðará 1½ klst., 4,6 km. Upphafsstaður: Bílastæði sunnan flugvallar. Létt gönguleið á jafnsléttu frá bílastæði við Eyjafjarðarbraut vestri (65°38,92-18°04,50) eftir gamla þjóðveginum að Eyjafjarðarbraut eystri. Mikið fuglalíf.

NL-6

Kjarnaskógur 1 klst., 2,2 km. Upphafsstaður: Kjarnaskógur – bílastæði. Frá bílastæði er genginn hringur á góðum skógarstíg. Margvíslegur gróður og nokkurt fuglalíf. Kort á upplýsingamiðstöð.

NL-7

Naustaborgir 1–1½ klst. Upphafsstaður: Bílastæði sunnan golfvallar. Kort við bílastæði sunnan golfvallar. Fjölskrúðugt fuglalíf og margbreytileg náttúra.

NL-8

Skeiðsvatn 2 klst. Upphafsstaður: Kot í Svarfaðardal. Hækkun 150 m. Lagt upp frá Koti, fremsta bæ í Svarfaðardal, upp í Vatnsdal þar sem Skeiðsvatn er. Einstök náttúrufegurð og fjallakyrrð.

NL-9

Friðland Svarfdæla 1–2 klst. Upphafsstaður: Húsabakki í Svarfaðardal. Stikaðar leiðir um votlendið umhverfis Tjarnartjörn. Upphafsskilti við Húsabakka í Svarfaðardal. Einstakt fuglalíf og gróðurfar. Vaðstígvél æskileg. Friðlandið er það fyrsta á Íslandi, stofnað 1972. 45


V

GRÍMSEY

ur

N

Norðurland

A

ns

ði

1 4 Siglufjörður 2 3

Gönguleiðir NL1–28

S

fjö

Í FJÖR LÁTRA

Ólafsfjörður

D

ur

fjörð

N STRÖ

Eyja

MÚLAGÖNG

Skagafjörður

MÁLMEY

KALDBAKUR

Hrísey Flj óta

ÞÓRÐARHÖFÐI

9

á

DRANGEY

Dalvík Grenivík Árskógssandur

LÁGHEIÐI

Hauganes

Hofsós ENNISHNJÚKUR

HELJARDALSHEIÐI 8 ARFAÐARDALUR SV

TINDASTÓLL

AL

UR

HNJÚKAR

SK

HÓLAR

G

na

R H

Ö

Öx

U

6

da

AL D ÁR

AL

Akureyri

lsá

U

R

Barkárdalsjökull

LT AD

HLÍÐ

NDU

GLAUMBÆR

JA

R

BLÖ

HÁHEIÐI

Hörg

Reykárbyggð

á

Varmahlíð

BLÖNDUHLÍÐARFJÖLL

BLÖNDUVIRKJUN

LSHEIÐI

ÖXNADA

KERLING

ÁBÆJARKIRKJA

NÝJABÆJARFJALL

46

E

VATNSSKARÐ

Ö XN AD AL UR

BLÖNDUÓS

ÍÐ

Þverárjökull

H

Sva barð ey

AD

BLÖNDUÓS

Sauðárkrókur


KÓPASKER

Breiðavík

Öxarfjörður

FLATEY TJÖRNES

RÐUM

Lón

Skjálfandi

FLATE

10–17

ALUR YJARD

Húsavík

Botnsvatn

KELDUHVERFI ÁSBYRGI Höskuldsvatn

HLJÓÐAKLETTAR

REYKJAHVERFI

HÓLMATUNGUR

La xá

KINNARFJÖLL

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR JÖKULSÁRGLJÚFUR Þjóðgarður - National Park

25 Reykjahlíð MÝVATN OG LAXÁ

21

24

Mývatn

22

20 BÚRFELL

23

Sandvatn MÝVATNSÖRÆFI

AFJ

Kálfborgarárvatn

28 27

EGILSSTAÐIR

ará ALU R

Másvatn

EIÐI

afja rð

UR

AL

R

TSH

ARD

RD

ALU

26 KRAFLA

Laugar

FLJÓ

Eyj

LA

18 19

LUR

ARDA

BÁRÐ

ARÐ

Eilífsvötn

HÓLASANDUR

Ljósavatn

R á GU Fnjósk KÓ AS GL VA UR AL AD SK JÓ FN

7

AD

R

IÐI

AHE

5

YKJ

DALU

L VAÐ

alðsyri

RE

AÐAL

KALDAKINN

E YJ

BLÁFJALL

Svartárvatn Íshólsvatn ALDEYJARFOSS

HERÐUBREIÐARFJÖLL KOLLÓTTA

47


NL-10 Húsavíkurfjall 2 klst., 3 km x 2. Upphafsstaður. Við upphaf alvegar á fjallið. Hækkun 300 m. Þægileg ganga á fjallið (417 m) frá bílastæði (66°03,73-17°20,64), við þjóðveg á hæðinni norðan Húsavíkur. Gengið eftir bröttum vegslóða upp á fjallið. Einstakt útsýni yfir Húsavík og Skjálfanda. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-11 Höfðinn 1½ klst., 3,8 km. Upphafsstaður: Húsavíkurkirkja. Gengið frá Húsavíkurkirkju upp Stóragarð, til vinstri við Safnahúsið, framhjá dvalarheimili og heilsugæslu, upp Auðbrekku og til vinstri framhjá hesthúsum og að þjóðvegi. Gengið göngustíg yfir Höfðann, niður Höfðaveg, að hafnarsvæði, yfir að kirkjutröppum og upp í bæ. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-12 Litli hringur um Húsavík 1 klst. Upphafsstaður: Garðarsbraut á Húsavík. Gengið norður Garðarsbraut, inn Vallholtsveg og á Ketilbraut, inn Pálsgarð að Auðbrekku. Upp brekkuna til hægri á göngu- og reiðstíg við skógræktarsvæði meðfram fjallinu að Ásgarðsvegi. Veginum fylgt til enda niður árgilið að hafnarsvæðinu. Gönguleið eftir gangstéttum og göngustígum. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-13 Botnsvatn 2 klst., 5,2 km. Upphafsstaður: Miðbær Húsavíkur. Hægt er að velja tvær gönguleiðir frá miðbænum að Botnsvatni. Gengið um Ásgarðsveg og vegslóða að Vatninu, frá skrúðgarði fram hjá vatnsbóli. Göngustígur er hringinn í kring um Botnsvatn. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-14 Skrúðgarðurinn 2,7 km. Upphafsstaður: Húsavíkurkirkja. Gengið frá Húsavíkurkirkju upp Stóragarð, inn Ketilbraut, framhjá hóteli og niður Miðgarð, til vinstri upp Ásgarðsveg, yfir brúna og inn í skrúðgarðinn til móts við Skólagarð. Gönguleiðum fylgt innst í garðinum, yfir aðra brú að Ásgarðsvegi. Gengið eftir vegi að miðbæ aftur. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-15 Fjöruhringur 3,9 km. Upphafsstaður: Miðbær Húsavíkur. Gengið um Garðarsbraut og Ásgarðsveg, inn skrúðgarð og út á Reykjaheiðarveg. Þaðan upp göngustíg á Skógargerðismel, niður Þverholt að þjóðvegi, niður í fjöru við Þorvaldsstaðaá og áfram að miðbænum. Gott útivistar kort fæst víða.

NL-16 Að golfvellinum 1,6 km. Tvær leiðir. Önnur frá Þverholti við Heiðargerði, að golfvelli og að golfvallarvegi. Hin þar sem Þverholt og fjallaslóð um Reykjaheiði mætast, um Særpnugil og síðan að golfvelli. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-17 Lónin - 4 og 5 km Göngustígar frá þéttbýli að nýjum lónum sunnan við bæinn. Önnur leiðin er ofan þjóðvegar framhjá Orkuveitustöð að heitu lóni sem er affall frá hitaveitu. Hin er neðan þjóðvegar um veg og vegslóða um Haukamýri og síðan hring um neðra lónið. Þar má veiða silung. Gott útivistarkort fæst víða.

48


;g{W¨gVg \ c\jaZ^Â^g Æ 7dicVaZ^Â Æ <g bjWgZ``jg Æ = Â^ch[_ gÂjg Æ =gZeehZcYVh ajg Æ =kVccYVaVW_Vg\ Æ =kVccYVa^g Æ B aV`daaV Æ GZn`_V]Z^Â^ Æ GVjÂh` gÂ Æ H^\aj[_VgÂVgh`VgÂ Æ H^\ajcZh Æ Öa[hYVa^g

AÅh^c\Vg d\ `dgi { lll#[_VaaVWn\\Y#^h$^h$eV\Z$\dc\jaZ^Y^g 49


NL-18 Gljúfurbarmar Laxárgljúfurs Upphafsstaður: Laxárvirkjun – stífla. Frá stíflu Láxár II við Laxárvirkjun í Aðaldal er stígur upp eftir gljúfurbörmum Laxár. Víðsýnt yfir gljúfrin en gætið varúðar nærri börmunum. Upplýsingabæklingur í Laxá III. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-19 Laxárvirkjun – stöðvarganga Upphafsstaður: Stífla Láxár II. Gengið frá aðkomugöngum að Laxá III, upp með ánni og síðan niður að neðsta mannvirkinu. Merktir 15 staðir á leiðinni. Upplýsingabæklingur í Laxá III. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-20 Hverfjall/Hverfell 1–1½ klst. Upphafsstaður: Bílaplan norðan fjalls. Hækkun 120–150 m. Ekið að bílaplani (65°36,79-16°52,50) norðan við fjallið og gengið þaðan. Mjög gott útsýni yfir Mývatnssveit. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-21 Vindbelgjarfjall 2 klst. Upphafsstaður: Vestan við Vagnbrekku. Hækkun 250 m. Hefst við þjóðveginn skammt vestan við bæinn Vagnbrekku (65°36,76-17°05,00). Nokkuð bratt en fært öllum. Frábært útsýni yfir Mývatnssveit. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-22 Skútustaðagígar 1 klst., 3 km. Upphafsstaður: Skútustaðir. Frá Skútustöðum má velja um tvær leiðir. Lengri er umhverfis Stakhólstjörn (65°34,05-17°02,05) og tekur hún 1 klst. Um 30 mín. hringleið liggur svo um vestanvert svæðið. Báðar leiðirnar eru auðveld ganga um gervigíga. Fylgið göngustígum því gróður er mjög viðkvæmur. Fjölbreytt fuglalíf. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-23 Dimmuborgir ½–1 klst. Bílaplan vestan við Dimmuborgir. Frá bílaplani (65°35,48-16°54,76) við Dimmuborgir eru nokkrar merktar gönguleiðir, allt að 1 klst. „Litli-hringur“, „Stóri-hringur“ og „Kirkjuhringur“, allt greiðfærar leiðir. Héðan má einnig ganga á Hverfjall/Hverfell, 1½–2 klst. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-24 Námafjall ½–1 klst. Upphafsstaður: Bílaplan við hveri austan við fjallið. Hverir (65°38,48-16°48,45), hverasvæðið austan við Námafjall er eitt mesta brennisteinshverasvæði landsins. Þaðan er stutt, allbrött góð gönguslóð á fjallið. Hægt er síðan að ganga eftir fjallinu niður á veg í Námaskarði. Gangið ekki utan merktra stíga og gætið sérstakrar varúðar vegna jarðhitans. Gott útivistarkort fæst víða.

NL-25 Leirhnjúkur 1½ klst., 4,5 km. Upphafsstaður. Frá bílastæði (65°42,79-16°46,47) skammt norðan Kröfluvirkjunar er um 20 mín. ganga að hnjúknum. Þar er gengið um hverasvæði, inn í gíga frá Kröflueldum og upp á háhnjúkinn. Leiðin gefur góða mynd af umbrotum Kröfluelda. Gott útivistarkort fæst víða.

50


'ร NGUFERร IN ร ร N ER ยน UTIVIST IS

3KOร Aร U FERร IR ยน UTIVIST IS

NL-26 Vรญti viรฐ Krรถflu ยฝ klst, 1 km. Upphafsstaรฐur: Vรญti โ bรญlastรฆรฐi. Frรก bรญlastรฆรฐi viรฐ Vรญti (65ยฐ43,06-16ยฐ45,43) er greiรฐfรฆr hringleiรฐ umhverfis Vรญti aรฐ hverasvรฆรฐi austan gรญgsins. Varaรฐ er viรฐ mikilli leirdrullu รก gรถngustรญgum รญ bleytutรญรฐ. Gott รบtivistarkort fรฆst vรญรฐa.

NL-27 Klasar viรฐ Kรกlfastrรถnd ยฝโ 1 klst. Upphafsstaรฐur: Viรฐ heimreiรฐ aรฐ Kรกlfastrรถnd. Hringleiรฐin hefst viรฐ heimreiรฐina aรฐ Kรกlfastrรถnd (65ยฐ34,25-16ยฐ57,30). Liggur hรบn รบt aรฐ Klรถsum andspรฆnis Hรถfรฐa og eftir vegslรณรฐa til baka. Auรฐveld ganga aรฐ sรฉrkennilegum hraunmyndunum og landslagi.

NL-28 Hรถfรฐi ยฝโ 1 klst. Upphafsstaรฐur: Hรถfรฐi - รกningastaรฐur. Gengiรฐ um fallegt skรณgrรฆktarsvรฆรฐi รญ Hรถfรฐa (65ยฐ34,78-16ยฐ57,06). Fallegt รบtsรฝni yfir Kรกlfastrandarvoga og รบt รก vatniรฐ. ร Hรถfรฐa var รกรฐur รบtivistarsvรฆรฐi Mรฝvetninga. Gott รบtivistarkort fรฆst vรญรฐa. 51


Norðausturland NA-1 Grettisbæli ½ klst., 1,1 km. Upphafsstaður: Öxarnúpur – þjóðvegur. Létt ganga frá áningarstað (66°10,40-16°29,41) við þjóðveg vestan við Öxarnúp við austanverðan Öxarfjörð. Grettisbæli er steinbyrgi á klettsnefi í um 35 m hæð, kennt við Gretti Ásmundarson. Brött en auðveld uppganga er að byrginu. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-2 Forvöð 1 klst., 2,4 km. Ekinn afleggjari að Hafursstöðum, austan Jökulsár og að bílastæði þar. Þaðan gengið 1 km eftir vegslóða að læknum og þaðan 0,2 km eftir göngustíg að Vígabjarginu. Upp á bjargið er stigi en það er víða þverhnípt og nauðsynlegt að fara varlega. Stórkostlegt útsýni yfir svæðið. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-3 Rauðinúpur 1½–2 klst., 4,5 km. Frá bænum Núpskötlu (66°30,42-16°30,14) er genginn grófur malarkambur og síðan upp brekkuna að vitanum. Ástæða er til að fara varlega því víða er bratt niður. Mjög mikið fuglalíf í björgunum og mikið kríuvarp umhverfis Núpskötlu. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-4 Hraunhafnartangi 1½ klst. Gengið frá þjóðvegi (66°31,46-16°01,98) eftir jeppaslóð út að vitanum á einum nyrsta odda Íslands. Þar er m.a. grjóthrúga eða haugur, sem sagður er vera dys Þorgeirs Hávarssonar, en hann var veginn þarna að sögn Fóstbræðrasögu. Vottorð um förina fæst á Hótel Norðurljós á Raufarhöfn. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-5 Ásbyrgi 1 1 klst., 3 km. Upphafsstaður: Ásbyrgi tjaldstæði. Gengið frá Gljúfrastofu að tjaldstæði, meðfram Eyjunni og inn í Ásbyrgi. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistar kort fæst víða.

NA-6 Ásbyrgi 2 1 klst., 3 km. Upphafsstaður: Ásbyrgi tjaldstæði. Gengið frá Gljúfrastofu undir barmi Ásbyrgis að austanverðu um gamalt skógræktasvæði áfram inn í Ásbyrgi. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-7 Ásbyrgi 3 ½ klst., 0,7 km. Upphafsstaður: Ásbyrgi – bílastæði. Hringur um innsta hluta Ásbyrgis, Botnstjörn og Útsýnishæð. Smárit fæst hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-8 Áshöfðahringur 2 klst., 6 km. Frá Gljúfrastofu, meðfram Ástjörn að barnaheimilinu og þaðan hringinn um höfðann. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort.

NA-9 Eyjan í Ásbyrgi 2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Ásbyrgi tjaldstæði. Frá Gljúfrastofu upp á eyjuna að norðan og suður á enda hennar. Gott útsýni yfir Ásbyrgi og sandana til norðurs. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða. 52


NA-10 Hljóðaklettar 1 klst., 2,4 km. Upphafsstaður: Hljóðaklettar – bílastæði. Hringganga frá bílastæðinu (66°01,56-16°29,81). Einstakar bergmyndanir, stuðlaberg og kubbaberg. Komið að Kirkjunni. Hluti leiðarinnar er grýttur og fremur erfiður yfirferðar. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-11 Rauðhólar 2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Hljóðaklettar – bílastæði. Frá bílastæði (66°01,56-16°29,81) er gengið um Hljóðakletta og áfram norður á Rauðhóla. Skemmtileg leið með fjölda jarðfræðifyrirbrigða. Mjög gott útsýni norður yfir gljúfrin og suður yfir Hljóðakletta. Hluti leiðarinnar er grýttur og fremur erfiður yfirferðar. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-12 Karl og Kerling 0,5–1 klst. Upphafsstaður: Hljóðaklettar – bílastæði. Gengið frá bílastæði (66°01,56-16°29,81) að tröllunum gömlu á eyrinni við Jökulsá. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-13 Hólmatungur 1,5–2 klst. Upphafsstaður: Hólmatungur – bílastæði. 3,5 km. Hringur frá bílastæði norður með Hólmaá að Hólmárfossum. Til baka með Jökulsá að Urriðafossum. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-14 Dettifoss 0,5 klst. Upphafsstaður: Dettifoss – bílastæði. Gengið frá bílastæði austan ár að þessum vatnsmesta fossi á Íslandi. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum. Útivistarkort fæst víða.

NA-15 Dettifoss – Selfoss 1–1,5 klst. Upphafsstaður: Dettifoss – bílastæði. 2,5 km. Hringur frá bílastæði að Dettifossi og þaðan að Selfossi og endar á bílastæði. Smárit og upplýsingar hjá landvörðum.

NA-16 Ásinn 0,5–1 klst. Upphafsstaður: Raufarhöfn. Gengið frá syðsta húsinu á Raufarhöfn (66°26,6715°56,95) og norður Ásinn. Frábært útsýni yfir þéttbýlið og út á Þistilfjörð. Upplýsingar á Hótel Norðurljósum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-17 Höfðinn 1 klst., 2 km. Gengið frá upphafsstaur við veginn út á Höfðann við Raufarhöfn (66°27,5215°56,30) og þaðan í hring um Höfðann og upp að vitanum. Upplýsingar á Hótel Norðurljósum. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-18 Sjávarsíðan 2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Raufarhöfn – tjaldstæði. Skemmtileg ganga er frá tjaldstæðinu á Raufarhöfn eftir sjávarsíðunni, upp á Höfðann og til baka. Útivistarkort fæst víða.

NA-19 Fossá 0,5–1 klst. Upphafsstaður: Brekknaheiði – vatnstankar. Létt ganga frá vatnstönkum á Brekknaheiði (66°11,47-15°18,55) ofan við Þórshöfn, suður að Fossá og niður með henni að þjóðvegi skammt innan við þéttbýlið. Gott útsýni yfir þorpið og Þistilfjörð. 53


HRAUNHAFNARTANGI RAUÐINÚPUR

4 17

3

18 MELRAKKASLÉTTA

Raufarhöfn

16

Kópasker

Þistilfjörður

1

Þ

Gæsavatn

Breiðavík

20

TJÖRNES

8

REYKJAHVERFI

Þjóðgarður - National Park

2 DETTIFOSS

12 13 R XÁ LA

HÓLASANDUR

HELJARDALSFJÖLL

10 14 15

Haugs- Sandhnjúkavatn vatn

HÓLSSANDUR

LU DA

R ALU AD YKJ RE

KRAFLA

S

MÆLIFELL

R

LAUGAR

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR JÖKULSÁRGLJÚFUR

11

HLJÓÐAKLETTAR HÓLMATUNGUR

Laugar

LAUFSKÁLAFJALLGARÐUR

nsá

6 7

Hafraló

ÁS-5 BYRGI

Hölkná

9

Sa nd á

KELDUHVERFI

Tungn á

ÖXARFJARÐARHEIÐI

Húsavík

19

L a xá

ÖXARFJARÐARHEIÐI

Kverká

Öxarfjörður

Orm

arsá

Öxarfjörður

Reykjahlíð

GRÍMSTUNGA GRÍMSSTAÐIR

MÝVATN OG LAXÁ

FLJ

Mývatn

ÓTS

DIMMIFJALLGARÐUR

HEI

BÚRFELL

ÐI

H

MÝVATNSÖRÆFI

LANGIDALUR lsá ku Jö

BLÁFJALL

MÖÐRUDALSFJALLGARÐAR

á l

öl

Fj

54

s of


N

Norðausturland

V

Gönguleiðir: NA 1–28

A S

FONTUR

LANGANES

22 Eiðisvík

21

Þórshöfn

Bakkaflói

9 F

a in n

LA

fjarð

ur örð r ðfj rð u Mi fjö ka k Ba

BAKKAHEIÐI

SANDVÍKURHEIÐI

23 a pn

fjö

rðu

r

Vo

26

R U AL 24 D R R LÁ U SE AL D ÁR R U T S VE

VATNSSKARÐ

SMJÖRFJÖLL

r rðu rfjö a g r Bo

LÍÐ

Bakkagerði

L KU JÖ

DYRFJÖLL

Lagarfljót

D

R

Héraðsflói

ÁR H

ÁR

U

28 HELLISHEIÐI

U LS

H

O

FS

AL

25

JÖ K

27

Vopnafjörður

Sun nud alsá

Tungu á

r

TR Ö ND

Mið

Se

rð u

Bakkafjörður

SS

ará

NG AN E

fjö

Húsavík

R LU DA

Loðmundarfjörður

55


NA-20 Rauðanes í Þistilfirði 2 klst., 7 km. Upphafsstaður: Vellir – heimreið. Um 4 km norðan við Svalbarð í Þistilfirði er ekin heimreiðin í Velli að merktri (66°14,56-15°42,64) auðfarinni gönguleið um nesið. Umhverfis nesið er mikið af fallegum bergmyndunum, dröngum og gatklettum. Bæklingur fæst hjá ferðaþjónustuaðilum og í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-21 Heiðarhöfn 1 klst. Upphafsstaður: Heiðarhöfn. Hringur um nesið frá eyðibýlinu Heiðarhöfn (66°17,0815°05,75) á Langanesi, um 17 km frá Þórshöfn. Skemmtileg gönguleið um fjörur á nesinu. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-22 Hrollaugsstaðir 1 klst. Upphafsstaður: Hrollaugsstaðir á Langanesi – vegslóði. Stikuð hringleið milli fjalla og með strönd á Hrollaugsstöðum sunnan á Langanesi, um 23 km frá Þórshöfn. Bærinn fór í eyði 1964. Gott útivistarkort.

NA-23 Fuglabjarganes 2 klst., 5,6 km. Upphafsstaður: Fuglabjarnarnes – þjóðvegur að Strandhöfn. Nesið er um 16 km norðan við þéttbýlið í Vopnafirði. Auðveldur hringur um nesið frá vegi (65°51.4914°45.07) niður að sjó og til baka. Fallegar fjörur og afar fjölbreytt fuglalíf. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-24 Vopnafjörður – þéttbýli 1,5 klst., 4,3 km. Upphafsstaður: Vopnafjörður – tjaldstæði. Frá tjaldstæði (65°45.4614°49.62) að Drangakerlingu (65°44.64-14°50.55) og til baka. Merkt gönguleið að malarstíg um hraunin ofan byggðar á Tanganum og um þorpið. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-25 Drangsnes, austan Vopnafjarðar 1 klst., 2,2 km. Upphafsstaður: Gljúfurá – áningarstaður. Gengin er hringleið frá Gljúfurárfossi (65°44.71-14°40.42) stikaða leið niður að og inn með sjó og upp á veg aftur. Fallegt gljúfur, fjörur, fornminjar og sögustaðir. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-26 Sundlaugarvegur 1–1,5 klst. Upphafsstaður: Fremri – Nýpur – skógræktarhlið. Farið frá skógræktarhliði (65°47.16-14°51.48) innan sumarbústaðar hjá Fremra–Nýpi, um 6 km norðan þéttbýlisins á Vopnafirði. Gengið yfir að sundlauginni (65°48.11-14°54.63) á bökkum Selár. Fylgið stikuðu leiðunum til að forðast bleytur. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-27 Álfkonusteinn – „með álfum og tröllum“ 1 klst. Upphafsstaður: Vegur innan Bustarfells. Gengið frá vegi (65°36.23-15°07.38) skammt innan Bustarfells í Hofsárdal. Sögubæklingur fæst í upplýsingamiðstöðinni í Kaupvangi og minjasafninu á Bustarfelli. Gott útivistarkort fæst víða.

NA-28 Böðvarsdalur 2 klst., 2x3 km. Upphafsstaður: Böðvarsdalur – fjárrétt. Létt ganga frá fjárrétt (65°44,0114°34.08) skammt innan við brúnna á Dalsá í Böðvarsdal austan Vopnafjarðar og inn með ánni að Böðvarshaug. Gott útivistarkort fæst víða.

56


www.fi.is

Ferðir við allra hæfi egurinn Laugav

andir Hornstr

mörk

r - Þórs

lu Langida

- Dagsferðir

- Lengri ferðir

- Fjallaskíðaferðir

- Hjólaferðir

- Ferðafélag barnanna

- Ferðafélag unga fólksins

Samstarfsaðili FÍ

Skráðu þig inn – drífðu þig út 57


Austurland AL-1

Egilsstaðir 1–1½ klst. Upphafsstaður: Egilsstaðir – tjaldstæði. Þægileg bæjarganga, frá Upplýsingamiðstöðinni á tjaldstæðinu. Útsýnisskífa uppi á Hömrunum. Gott kort fæst víða.

AL-2

Selskógur við Egilsstaði ½–1 klst. Upphafsstaður: Hefst við bílaplan hjá Eyvindarárbrú við Seyðisfjarðarveg. Kjörið land til gönguferða á góðum stígum um skógivaxið land. Fjöldi stíga, sá lengsti 3,2 km. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-3

Hengifoss 1½–2 klst., 4 km Upphafsstaður: Hengifossá – áningastaður. Báðar leiðir, hækkun 300 m. Frá áningarstað við þjóðveginn (65°04,41-14°52,84) í Fljótsdal, nærri suðurenda Lagarins, liggur góður stígur upp undir fossinn. Neðar í ánni (um 1 km) er Litlanesfoss en þar er að finna eitt hæsta stuðlaberg landsins. Vinsæl fjölskylduganga. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-4

Fardagafoss 1½–2 klst. Upphafsstaður: Miðhúsaá – áningarstaður. Hækkun 350 m. Létt ganga frá áningarstað við Seyðisfjarðarveg nærri Miðhúsaá (65°16,06-14°19,96). Fallegir fossar á leiðinni. Hægt er að ganga bak við Fardagafoss. Þar er gestabók í skúta. Útivistarkort.

AL-5

Selfoss 1 klst. Upphafsstaður: Sleðbrjótssel. Frá Sleðbrjótsseli, (65°36,18-14°30,52) í Jökulsárhlíð er létt ganga að Selfossi, fallegum fossi í Fögruhlíðará. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-6

Jökulsárbrýr 1 klst. Upphafsstaður: Jökulsá á Dal – áningastaður. Hringur frá áningarstað (65°25.8614°35.96) hjá nýju brúnni að gömlu brúnni á Jökulsá á Dal, Jöklu, yfir hana, upp á Brúarásinn og þaðan þjóðveginn til baka að áningarstað. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-7

Staðarárfoss 1 klst. Gengið frá þjóðvegi ofan Hofteigs á Jökuldal (65°21.43-14°54.54) og upp með ánni að fossi. Fallegir fossar og stuðlaberg á leiðinni. Útivistarkort.

AL-8

Rjúkandafossar ½ klst. Upphafsstaður: Þjóðvegur við ysta – Rjúkandi. Fallegir fossar, um 2 km norðan við Skjöldólfsstaði, áður kallaðir Rjúkin. Stutt ganga frá áningarstað við þjóðveginn (65°19.85-15°04.43). Útivistarkort.

AL-9

Gerðisklettur ½ klst. Upphafsstaður: Þjóðvegur skammt norðan Surtsstaða. Gengið frá þjóðvegi skammt norðan Surtsstaða í Jökuldalshlíð (65°36.18-14°30.52). Klettaþil með sérkennilegu gati í. Sagt er að þar búi huldufólk. Gengið yfir móa. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-10 Húsey – útland 2 klst. 6 km. Upphafsstaður: Húsey. Létt hringleið um sléttuna utan við bæinn (65°38.0514°16.64). Mikið fuglalíf og mikið af sel. Gott útivistarkort fæst víða 58


59


AKUREYRI

fjö

KRAFLA HAUKSSTAÐAHEIÐI

SMJÖR

GRÍMSSTAÐIR LÚDENT

Jökulsá á Fjöllum SMJÖRVATNSHEIÐI

MÝVATNSÖRÆFI BLÁFJALL MÖÐRUDALS FJALLGARÐAR

J

Fj öl lu m

MÖÐRUDALUR

U ÖK

LD

U AL

R

8 JÖKULDALSHEIÐI

Jö ku lsá

á

SÆNAUTASEL

KOLLÓTTADYNGJA HERÐUBREIÐ

FLJÓTSDALSHEIÐI

Ánavatn

HERÐUBREIÐARLINDIR

Þríhyrningsvatn

Ódáðahraun

3 BRÚ

Öskjuvatn

13

H

KRINGILSÁRRANI

Ke

VESTUR ÖRÆFI

HVANNALINDIR

KVERKFJÖLL

Jö ku

lsá

á lsá ku m JöFjöllu

ldu á

íF ljó

tsd

al

Kre ppa

Jö ku

lsá

Báruvatn VAÐALDA

Gilsárvötn

áB rú

ASKJA

SNÆFELL Kelduárlón

Brúarjökull

Þránd jöku Eyjabakkajökull

Vatnajökull

Hofsjökull KOLLUMÚLI

60


örður

10

Gönguleiðir: AL 1–37

VATNSSKARÐ

9 HLÍ Ð

RFJÖLL

Austurland

Héraðsflói

Borgarfjörður

21

24

23

ULS

ÁR

Bakkagerði DYRFJÖLL

Lagarfljót

JÖK

20

6

Húsavík

22 HERFELL

Loðmundarfjörður

EIÐAR

7

18

16 Fellabær

4

5

R

2 LU

Mjóifjörður

Egilsstaðir

1

DA

17

DALATANGI

Seyðisfjörður Brekka

26

TS

-

19

FJARÐARHEIÐI

15 14 11 n

FL

Neskaupstaður

rin gu Lö

27

Eskifjörður Reyðarfjörður

12

SM S R ÁL O H L A AL Ð H TA S

GERPIR

ODDSSKARÐ

Vöðlavík

25

SELEY

28 Fáskrúðsfjörður BREIÐDALSHEIÐI

30 Ódáðavötn

darull

33

32 35

Be

Breiðdalsvík

34

ru

fjö

BÚLANDSTINDUR

31 29 Stöðvarfjörður

36

ÖXI

SKRÚÐUR

ur

37 Djúpivogur

N

Hamarsfjörður

V

PAPEY HÖFN

A S

Álftafjörður

61


AL-11 Ljósárkinn ½ klst, 850 m (gular stikur). Upphafsstaður: Þjóðvegur innan Atlavíkur. Í Hallormsstaðaskógi er gengið frá þjóðvegi 500 m innan við Atlavík að Ljósárfossi sem er 16 m hár. Á leiðinni sjást ýmsar trjátegundir gróðursettar 1965–1967. Göngukort af skóginum fæst víða.

AL-12 Jökullækur ½ klst, 200 m stígur, (brúnar stikur) Upphafsstaður: Þjóðvegur innan Atlavíkur. Í Hallormsstaðaskógi er gengið frá þjóðvegi rétt innan við Atlavík. Sjá má m.a. rauðgreni frá 1908 og fjölmargar aðrar tegundir frá 1963. Göngukort af skóginum fæst víða.

AL-13 Atlavíkurstekkur – Jónsskógur 1 klst, 1,5 km, (rauðar stikur). Upphafsstaður: Þjóðvegur upp af Atlavík. Í Hallormsstaðaskógi er gengið ofan þjóðvegar upp af Atlavík um fjölbreytt skógræktarsvæði, m.a. Jónsskóg frá 1951. Endað við Trjásafn. Göngukort af skóginum fæst víða.

AL-14 Atlavík – trjásafn – söluskáli 1 klst, 1,5 km, (grænar stikur). Upphafsstaður: Trjásafn – bílastæði. Frá Atlavík í Hallormsstaðaskógi er fyrst farið upp all bratta brekku og svo eftir stíg út í Trjásafnið og endar hjá Söluskála. Göngukort af skóginum fæst víða.

AL-15 Trjásafnið ½ klst. Upphafsstaður: Trjásafnið – bílastæði. Í Hallormsstaðaskógi er farin létt hringganga frá bílaplani við trjásafnið. Fjöldi upplýsingaskilta um plöntur og tré sem eru í safninu. Göngukort.

AL-16 Hrafnafell 2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Fjallsselsvegur. Frá heimreiðinni í Staffell, skammt norðan við Fellabæ, er genginn vegslóði út að endurvarpsmastri á Hrafnafelli. Síðan er gengið norður fellið og niður af því að norðan. Til baka mætti ganga austan undir fellinu. Gott útivistarkort fæst víða.

AL-17 Seyðisfjörður – gamli bærinn 1–2 klst. Gamli bærinn og þróun byggðar 1850–1940. Mjög gott sögukort og upplýsingar fást í Ferjuhúsi og í Skaftfelli. Leiðsögn í boði.

AL-18 Fjarðarsel 2 klst. Upphafsstaður: Fjarðarsel. Hækkun 70 m. Létt og skemmtileg leið, að hluta á göngustíg, m.a. um skógræktarsvæði og að tveim neðstu fossum Fjarðarár. Gott göngu kort fæst víða.

AL-19 Dvergasteinn ½ klst. Létt merkt leið niður að Dvergasteini, sérkennilegum steini í fjörunni neðan við bæinn Dvergastein norðan Seyðisfjarðar. Upplýsingaskilti. Gott göngukort fæst víða.

62


AL-20 Á slóðum Kjarvals ½–1 klst. Frá Hólahorni á Borgarfirði eystri er gengin auðveld hringleið þar sem Kjarval málaði þekkt verk sín. Sjá má eftirgerð tveggja verka hans á leiðinni. Gott kort og upplýsingar í Kjarvalsstofu. Gott göngukort fæst víða.

AL-21 Kúahjalli 2 klst., 3,5 km, Upphafsstaður: Minnisvarði Kjarvals. Hækkun 300 m. Farið frá minnisvarða um Kjarval ofan við Geitavík (65°32.56-13°49.60) í Borgarfirði eystri og genginn hluti gönguleiðar á Hrafnatind. Frábært útsýni yfir Borgarfjörð. Gott göngukort fæst víða.

AL-22 Urðarhólar 1 klst, 2 km. Upphafsstaður: Loðmundarfjarðarvegur – Afrétt. Auðveld stikuð leið (65°26.83-13°48.30) frá Loðmundarfjarðarvegi í Afrétt innst í Borgarfirði eystri að Urðarhólum, fallegri gamalli líparíturð. Um 10 km. Frá Bakkagerði. Fjölbreyttur gróður. Gott göngukort fæst víða.

AL-23 Smalakofi Kjarvals 1 klst. Upphafsstaður: Minnisvarðir Kjarvals. 900 m. Frá minnisvarða Kjarvals (65°32.5613°49.60) er fyrst farið sömu leið og 720-b. Rústir af kofanum eru við rætur Kúahjalla. Gott útsýni yfir Borgarfjörð. Kort og upplýsingar í Kjarvalsstofu.

AL-24 Geldingafjall (640 m) 1,5–2 klst Upphafsstaður: Vatnsskarð – háskarðið. Hækkun 210 m. Þægileg stikuð leið frá áningarstað á Vatnsskarði (65°33.71-13°59.56). Einstakt útsýni yfir Njarðvík og Úthérað. Þetta er fyrsti hluti leiðarinnar í Stórurð – fyrsta brekka (60 m) nokkuð brött, en síðan aflíðandi halli upp á fjallið. Gott göngukort fæst víða.

AL-25 Búðarárgil 1 klst. Upphafsstaður: Reyðarfjörður – við Búðará. Gengið frá aðalgötunni á Reyðarfirði upp með Búðará nokkuð upp fyrir Stríðsárasafn. Að hluta um skóglendi. Tilkomumikið árgljúfur ofan til og foss. Útsýni yfir Reyðarfjörð.

AL-26 Urðir – Páskahellir 1 klst. Upphafsstaður: Neskaupstaður – tjaldstæði. Þægileg ganga frá tjaldstæði utan byggðar í fólksvangi Neskaupstaðar. Fræðsluskilti víða á leiðinni. Farið um stiga niður í fjöru við Páskahelli.

AL-27 Snjóflóðavarnagarður 1 klst. Upphafsstaður: Neskaupsstaður – tjaldstæði. Þægileg hringganga eftir stíg frá tjaldstæðinu í Neskaupstað um Skógræktina og að snjóflóðavarnagarðinum. Mjög gott útsýni yfir Norðfjörð.

AL-28 Rafstöðin í Skjólgili frá 1929 Upphafsstaður: Kirkjubólsbraut – bílastæði. Stikuð leið frá bílastæði á Kirkjubólsbraut (vegi) við Skjólgilsá vestan við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði. Enn sér fyrir stíflu og rörum og stöðvarhúsið er nokkuð heillegt en það er frá 1929. Gott göngukort fæst víða.

63


AL-29 Svartagil 2 klst. Upphafsstaður: Bílaplan gengt þéttbýlinu. Gilið er innan við Breiðahjalla sunnan Fáskrúðsfjarðar. Gangan hefst við snúningsplan beint á móti þorpinu. Gengið gamlar fjárgötur upp að Breiðahjalla, inn með hlíðinni að Svartagili, yfir Króklæk á klöppum við lítinn foss ofan við gilið. Stuttur spölur ofan lækjar. Merkt er vestan með gilinu og niður með því að þjóðvegi. Aðgát skal höfð við gilið. Gott göngukort fæst víða.

AL-30 Nýgræðingur 0,5 klst. Upphafsstaður: Stöðvarfjörður – skórækt. Gengið um skógræktarreit Stöðfirðinga og að Svartafossi.

AL-31 Torfnes – Kapalhaus 1–1,5 klst., 2,8 km. Upphafsstaður: Stöðvarfjörður – íþróttavöllur. Hringur frá íþróttavelli Stöðfirðinga út ströndina á Kapalhaus (höfða). Sömu leið til baka eða með þjóðvegi. Í Bóndahöfn vex burnirót óvenju þétt. Fuglavarp með ströndinni.

Al-32 Sjónarhraun – Gjá 1 klst, 2,6 km, Upphafsstaður: Stöðvarfjörður – sjónvarssendir. Hækkun 120 m. Gengið frá sjónvarpssendi Stöðfirðinga 1,3 km út Landabrúnir og til baka. Gott útsýni yfir ströndina frá Löndum að Gvendarnesi.

AL-33 Jórvíkurskarð 2 klst., 5 km. Upphafsstaður: Jórvík – skórækt. Hækkun 300 m. Gengið milli Jórvíkur í Suðurdal í Breiðdal og Engihlíðar í Norðurdal, hæst í 426 m. Þægileg gönguleið og gott útsýni yfir dalina. Gott göngukort fæst víða.

AL-34 Streitishvarf 1 klst. Upphafsstaður: Streitishvarf – fjarskiptamastur. Mjög skemmtileg og létt ganga í báðar áttir frá Streitisvita sunnan Breiðdalsvíkur. Fallegar víkur og gjár og undan ströndinni eru Breiðdalseyjar. Gott göngukort fæst víða.

AL-35 Breiðdalsvík 0,5 klst. Upphafsstaður: Hótel Bláfell. Létt þægileg ganga um Breiðdalsvík eftir merktum göngustígum. Gott útsýni af Hellum. Kort fæst á Hótel Bláfelli og N1 Breiðdalsvík.

AL-36 Dísastaðahjalli 2 klst. Upphafsstaður: Um 2 km austan Ásgarðs. Létt ganga. Gengið frá merki við þjóðveg í Suðurdal í Breiðdal, út hjalla og á Bungu (345 m). Gott útsýni. Sama leið til baka. Kort fæst á Hótel Bláfelli og ESSO á Breiðdalsvík.

AL-37 Búlandsnes 1,5–2 klst. Upphafsstaður: Bóndavarða. 5 km. Hringur frá Bóndavörðu á Djúpavogi og út á nesið. Mikið fuglalíf, einkum við Breiðavog og Fýluvog. Kort fæst m.a. á Hótel Framtíðin.

64


Velkomin รก Unglingalandsmรณt UMFร Borgarnesi um verslunarmannahelgina

65


Suðausturland 1 & 2 SA-1

Ósland ½ klst. Upphafsstaður: Óslandstjörn. Frá minnisvarðanum í Óslandi utan við Höfn er gengið umhverfis Óslandstjörn. Friðlýst svæði. Fjölbreytt fuglalíf. Upplýsingaskilti er á Óslandshæð. Afar víðsýnt, m.a. yfir innsiglinguna um Hornafjarðarós. Göngukort fæst víða.

SA-2 Ströndin hjá Höfn ½ klst. Upphafsstaður: Golfskáli. Létt ganga eftir malarbornum stíg, grasi eða gangstéttum. Haldið frá Golfskála í átt að hótelinu. Halda má áfram út í Ósland. Göngukort fæst víða.

SA-3 Ægisíða – Höfn 1 klst. Upphafsstaður: Höfn – tjaldstæði. Létt ganga eftir greinilegum malarbornum stíg. Frá tjaldstæði með ströndinni framhjá byggðasafninu að rústum verbúða og hring umhverfis nesið. Fjölbreytt fuglalíf. Göngukort fæst víða.

SA-4 Hvanngil 1 klst. Upphafsstaður: Jökulsá í Lóni – sumarbústaðaland norðan ár. Norðan við brúnna á Jökulsá í Lóni er ekið 7 km inn vegslóða sem liggur um sumarbústaðaland Stafafellsfjalla, uns komið er að fallegu ljósu líparítgili. Létt ganga inn í og um gilið.

SA-5 Mígandafoss ½ klst. Upphafsstaður: Þjóðvegur – vegamót til Hafnar. Ekið inn eftir vegslóða sem byrjar við Lónsafleggjara og ekið að fossinum. Ganga má upp fyrir fossinn og einnig má ganga bak við hann en gæta þarf varúðar. Þetta er upphaf gönguleiðar um Bergárdal. Göngukort fæst víða.

SA-6 Meðalfell ½ klst. Upphafsstaður: Vestan Meðalfells. Hækkun 100 m. Stakt snoturt fell í mynni Laxárdals, skammt frá þéttbýlinu í Nesjum en þaðan er ekið að fjallinu. Gengið er á fellið norðanvert. Fagurt útsýni yfir Hornafjörð. Bærinn Meðalfell er landnámsjörð. Göngukort fæst víða.

SA-7 Steinboginn í Grjótárgljúfri ½ klst. Upphafsstaður: Möttuhraun. 1 km. Auðveld ganga frá Möttuhraunum rétt hjá Krossbæ. Göngukort.

SA-8 Haukafell 1½–2 klst. Upphafsstaður: Tjaldstæði. Hækkun 150 m. Útivistarsvæði Skógræktarfélags Austur–Skaftafellssýslu milli Fláajökuls og Viðborðsfjalls. Afleggjari frá þjóðvegi 1 (7 km) er skammt sunnan bæjarins Viðborðssels. Gengið er frá tjaldstæðinu upp hlíðina vestanverða, austur yfir heiðina að Hálsdalsá og niður með henni. Fallegir fossar. Fallegt útsýni yfir Fláajökul, Kolgrafardal og Mýrar.

SA-9 Fláajökull 1½–2 klst. Ekið er inn vegslóða skammt austan Hólms. Gengið meðfram lóninu að Fláfjalli og inn að austursporði Fláajökuls. Göngukort og stikuð leið að hluta. 66


Gisting og veitingar í fallegu umhverfi. Íslensk sveitasæla eins og hún gerist best. Íslenskur heimilismatur í boði.

67


ASKJA Öskjuvatn

AÐALBÓL

Gæsavatn

Kre ppa

VAÐALDA

áá uls Jök jöllum F

VESTUR ÖRÆFI HVANNALINDIR

SNÆFELL KRINGILSÁRRANI

HRA

KVERKFJÖLL

KOL MÚ

k

Hoffellsjökull

Vatnajökull BREIÐABUNGA

7

8

Fláajökull

9

6

Heinabergsjökull Skálafellsjökull

5 11

3 10

2 1

Höfn ESJUFJÖLL SNÆFELL

HROLLAUGSEYJAR HVANNADALSHNJÚKUR 2110m

VÍK

TVÍSKER

68


HALLORMSSTAÐAHÁLS

Fáskrúðsfjörður

BREIÐDALSHEIÐI

Ódáðavötn

Stöðvarfjörður

ÖXI

Breiðdalsvík

AUN

Þrándarjökull

BÚLANDSTINDUR

Djúpivogur Hamarsfjörður

LLUÚLI

Álftafjörður

lsá

ku i

ón

íL

2

4

Lónsvík

12 13

Suðausturland 1 Gönguleiðir: SA 1–13 69

N V

A S


GJÁFJÖLL JÖKULHEIMAR Tungnaárjökull

Þórisvatn

La

ng

isj ó

r

Tu ng n

Skaftárjökull

Veiðivötn

Sk

af tá

Síðujökull

FJALLABAKSLEIÐ NYRÐRI LÓMAGNÚPUR

FJALLABAK

Torfajökull

FJALLABAKSLEIÐ SYÐRI

24 Kirkjubæjarklaustur

25 23

Mýrdalsjökull

ELDHRAUN

f ða Kú t ljó

KATLA

SELFOSS

ÁLFTAVERSGÍGAR

Vík

MEÐALLAND

22

70

Skaftárós


Heinabergsjökull Skálafellsjökull

Vatnajökull ESJUFJÖLL SNÆFELL

HÖFN

Grænalón

14

HROLLAUGSEYJAR Skeiðarárjökull

16 17 18 20

HVANNADALSHNJÚKUR 2110m

19 21

15

TVÍSKER

SKEIÐARÁRSANDUR LEIRUR

INGÓLFSHÖFÐI

Suðausturland 2 Gönguleiðir: SA 14–25 71

N V

A S


SA-10 Eskey ½–1 klst. Upphafsstaður: Eskey – bílastæði. Hækkun 30 m. Gengið upp á Eskey, stóra klettaborg, sem er við þjóðveg 1 vestan við Hólmsá á Mýrum. Gott útsýni yfir Mýrar og til jökla. Göngukort fæst víða.

SA-11 Nípur 1 klst. Upphafsstaður: Varnargarður vestan Kolgrímu. Gengið frá varnargarði vestan Kolgrímu eftir léttri leið á sléttlendi, um mosavaxin hraun, mýri og valllendi. Fjölbreytt gróðurfar og fuglalíf. Göngukort.

SA-12 Almannaskarð Lengd göngu er 1,1 km og hækkun 142 m eða 16% halli. Hægt er að ganga niður Skarðsdal hinum megin við skarðið og þannig er hægt að bæta 1,2 km við og hækkun á þeim hluta er 82 m. Upplýsingaskilti er staðsett við gönguleiðina ásamt gestabók. Útsýni frá Almannaskarði er óviðjafnanlegt.

SA-13 Papós – Horn Upphafstaður: Papós eða Horn. Göngutími: 4 klst., engin hækkun. Leiðin liggur um grýtta urð og lausar skriður á köflum, en ætti að vera flestum fær. Á leiðinni er mikið um menningarminjar. Fjölbreytt fugla- og dýralíf. Hægt er að lengja leiðina með því að fara út á Papóskletta.

SA-14 Landkynningarferðir með Þórbergi 1 klst. Upphafsstaður: Hali – minnisvarði. Velja má um tvær ratleiksgönguleiðir frá minnismerki um Halabræður, sem staðsett er við áningarstað ofan þjóðvegar við Hala. Á leiðunum eru góð upplýsingaskilti með tilvitnunum í Þórberg og Steinþór bróður hans.

Göngum um Ísland 72


SA-15 Kvíármýrarkambur ½ klst. Upphafsstaður: Kvíá – áningarstaður. Skemmtileg óstikuð gönguleið eftir skýrum stíg frá áningarstað upp með Kvíá, um 5 km vestan við bæinn Kvísker. Sérkennilegir nýir og gamlir jökulruðningar. Vel sést til Kvíárjökuls.

SA-16 Skaftafellsjökull 1–1½ klst. Upphafsstaður: Skaftafell – tjaldstæði. Malbikaður 1,5 km stígur að útsýnisstað við jökulsporðinn. Hægt að ganga þaðan alveg að jöklinum.

SA-17 Lambhagi ½ klst. Upphafsstaður: Skaftafell – tjaldstæði. Gengið frá tjaldsvæði (64°00,99-16°57,96). Í lok síðari heimsstyrjaldar voru gróðursettar aspir og grenitré í Lambhaga sem nú eru meðal hæstu trjáa sinnar tegundar hérlendis.

SA-18 Svartifoss 1–1½ klst. Upphafsstaður: Skaftafell – tjaldsstæði. Gengið frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli eftir góðum göngustíg. Óvenju reglulegir bergstuðlar sem mynda einstaka umgjörð um fossinn.

SA-19 Hundafoss 1 klst. Upphafsstaður: Skaftafell – tjaldstæði. Gengið frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli. Fleiri fagrir fossar eru í giljunum svo sem Heygötufoss, Þjófafoss og Magnúsarfoss.

SA-20 Sel 2 klst. Upphafsstaður: Skaftafell - tjaldstæði. Gengið frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli að bæ frá öðrum áratug 20. aldar. Fór í eyði 1946 og er nú í vörslu þjóðminjasafnsins.

SA-21 Sjónarsker 1½–2 klst. Upphafsstaður: Skaftafell – tjaldstæði. Gengið frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli að útsýnisskífu á Sjónarskeri en þaðan sést vel til Austur– og Vesturheiðar, tignarlegra fjalla, víðáttumikilla sanda og sjávar.

SA-22 Hjörleifshöfði 1 klst. Upphafsstaður: Hjörleifshöfði. 221 m hátt móbergsfell á Mýrdalssandi, um 15 km austan við Vík í Mýrdal. Gengið er upp höfðann að suðvestanverðu. Fjölskylduvænt fjall.

SA-23 Hæðargarðsleið í Landbroti 2 klst. Létt gönguleið um Landbrotshóla, að hluta til eftir gamalli þjóðleið. Bæklingur í Upplýsingamiðstöð á Kirkjubæjarklaustri.

SA-24 Ástarbrautin 1½ klst. Upphafsstaður: Kirkjubæjarklaustur. Frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri er gengið upp á fjallið við Systrafoss. Þaðan norður yfir heiðina og niður Bjarnarklif að Kirkjugólfinu. Mjög gott útsýni. Bæklingur í upplýsingamiðstöð á Kirkjubæjarklaustri. Fyrsta brekkan er nokkuð brött.

SA-25 Systrastapi 1–1½ klst, 4 km . Upphafsstaður: Kirkjubæjarklaustur. Gengið frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri að hluta til eftir vegi. Bæklingur í upplýsingamiðstöð á Kirkjubæjarklaustri. 73


Suðurland SL-1

Selfoss – Hellisskógur 0,5–1 klst Upphafsstaður: Selfoss – Hellisskógur. Fjölbreyttar leiðir í Hellisskógi sem er á austurbakka Ölfusár, um 1 km frá þjóðvegi 1.

SL-2

Reykholt í Biskupstungum 0,5–1 klst. Upphafsstaður: Reykholtshver. Tvær leiðir, upp Reykholtið og niður Krummakletta. Hefst við Reykholtshver. Mjög létt ganga fyrir alla. Stikuð gönguleiðamerki við upphaf.

SL-3

Grafningur Á Hengilssvæðinu eru margar skemmtilegar leiðir, langar og stuttar. Gönguleiðabæklingur fæst á upplýsingamiðstöðvum. Skipulagðar ferðir með leiðsögn í boði.

SL-4

Þingvellir Upphafsstaður: Þingvellir. Í þjóðgarðinum eru fjölmargar leiðir við allra hæfi. Kort fæst m.a. í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Skipulagðar gönguferðir með leiðsögn í boði.

SL-5

Þrastaskógur Upphafsstaður: Þrastaskógur. Merktar leiðir, aðgengilegir stígar og vegalengdir við allra hæfi. Umhverfið er einstaklega fallegt og dýralíf fjölbreytt í nágrenni við Sogið. Bæklingur fæst í Þrastalundi og víðar. Þrastaskógur er í klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er í eigu Ungmennafélags Íslands.

SL-6

Haukadalur 0,5–1 klst. Upphafsstaður: Haukadalsskógur – bílastæði. Í Haukadalsskógi eru margar merktar leiðir og upplýsingaskilti um plöntur o.fl. Kort er á bílaplani í Haukadal og á upplýsingamiðstöðvum. Blá leið (1) 800 m, græn leið (2) 1 km, rauð leið 2,5 km. Göngustígur fyrir fatlaða.

SL-7

Alviðra, austan Ingólfsfjalls Upphafsstaður: Alviða. Stikaðar 1–2 klst. leiðir eru í Alviðru. Við upphaf göngu í Alviðru eru upplýsingaskilti um viðkomandi leiðir. Umhverfið er einstaklega fallegt og dýralíf fjölbreytt í nágrenni við Sogið. Leiðsögn í boði.

SL-8

Öndverðarnes Upphafsstaður: Öndverðarnes. Stikaðar 1–2 klst. leiðir eru í Öndverðanesi. Við upphaf göngu í Öndverðanesi og þar sem leiðir greinast eru upplýsingaskilti um viðkomandi leiðir. Umhverfið er einstaklega fallegt og dýralíf fjölbreytt í nágrenni við Sogið. Leiðsögn í boði.

SL-9

Ingólfsfjall Upphafsstaður: Alviðra. Gengið er frá Alviðru, en þaðan er merkt um 2 klst. gönguleið á Ingólfsfjall. Við upphaf göngu í Alviðru er upplýsingaskilti um leiðina á fjallið. Alviðra stendur undir Ingólfsfjalli við Sog, gengt Þrastalundi í Grímsnesi.

74


Komdu í sund á Selfossi og á Stokkseyri

Gjaldskrá

Ný og g glæsile í a ð aðsta ll ö Sundh s Selfos

Fullorðnir (18–66 ára) Einstakt skipti: 900 kr. 10 skipta kort: 3.800 kr. 30 skipta kort: 7.900 kr. Árskort: 27.500 kr. Frítt fyrir börn að 10 ára Börn (10–18 ára) Stakt skipti: 150 kr. Tilboð handklæ 10 skipti: 1.200 kr. 30 skipti: 3.400 kr. sund ði,

fö og sun t d 1.500 k r.

67 ára og eldri fá frían aðgang gegn framvísun skilríkja. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti til staðfestingar. 75


Hv

alf

KJALARNES

ESJA KISTUFELL

Mosfellsbær

REYNIVALLAHÁLS

La xá Meðalfellsvatn

ÞJÓÐGARÐUR

4

LAUGARVATNSFJALL

SKÁLAFELL Stíflisdalsvatn

20

Laugarvatn

21

MOSFELL

REYKJAVÍK

11

National Park

KJÓSARSKARÐ

Leirvogsvatn

BISKUPSTUNGUR

ÞINGVELLIR

REYKJAFELL

2

Þingvallavatn

MOSFELLSHEIÐI

Apavatn

LYNGDALSHEIÐI

Reykholt

Kópavogur Garðabær Hólmsá

Hafnarfjörður

BLÁFJALLA- VÍFILSFÓLKVANGUR FELL Country Park

REYKJANESFÓLKVANGUR Country Park

HEIÐIN HÁ

HERDÍSARVÍK

HVERADALIR

3

12

SKÁLAFELL

13

8

5 Hveragerði

HELLISHEIÐI

9

7

GRÍMSNES

16

SKEIÐ

29

Þjó

1

Ölfusá

19

Hestvatn Hvítá

Selfoss

Nature Reserve

Laugarás

24

14

17

SELVOGSHEIÐI Hlíðarvatn

SKÁLHOLT

HAMRAGIL

18

JÓSEPSBLÁFJÖLL DALUR

NESJAVELLIR HENGILL

rsá

HOLT

FLÓI

Hafnarvík

Þorlákshöfn Eyrarbakki

Stokkseyri

Hella Hrútsvatn

Þve

VESTURLANDEYJAR

Aff LA

N V

A S

Suðurland

N

D EY J

37 35

Gönguleiðir: SL1–37 76


S

GEYSIR

6

RH

FITJARÁSAR

GULLFOSS

B

GELDINGAFELL

á

rs

ítá Hv

SKÁLDABÚÐAHEIÐI STÖNG ÞJÓRSÁRDALUR

HREPPAR

22

Þórisvatn

HRAUNEYJAFOSSVIRKJUN

ó Þj

15

ÁL

A ÚÐ

SIGÖLDUVIRKJUN

10

Flúðir

23

BÚRFELLSVIRKJUN

LANDMANNALEIÐ

MERKURHRAUN LAND

n Tu

KRAKATINDUR HEKLA

i

Ytr

LANDMANNALAUGAR

BREKKNAHEIÐI Torfajökull

PÁLSSTEINSHRAUN HUNGURFIT

a

FJALLABAKSLEIÐ SYÐRI

-Ra

á ng

gn

FJALLABAKSLEIÐ NYÐRI

ÞJÓFAFOSS

RANGÁRVELLIR

27

FJALLABAK

Eystri-Rangá Tindafjallajökull

Hvolsvöllur

25

EMSTRUR

28

FLJÓTSHLÍÐ

30

FLJÓTSDALUR Markarfljót

ÞÓRSMÖRK Krossá

31

fall Mýrdalsjökull Seljalandsfoss

Eyjafjallajökull

KATLA

JA S

AN

D

U

R

AUSTURLANDEYJAR

SKÓGAFOSS

26 Jökulsá HÖFN

7

Vestmannaeyjar

34

Vík

36

Dyrhólaey

77


SL-10 Þjórsárdalur Upphafsstaður: Sandártunga – tjaldsvæði. Frá tjaldsvæðinu á Sandártungu eru merktar nokkrar léttar leiðir. Rauð leið; frá tjaldsvæði að Selfit, um 5 km. Gul leið; frá tjaldsvæði um Lambhöfða, um 1 km. Græn leið; Selfit og nágrenni um 1,5 km. Auk þess eru ótal skógarstígar. Göngustígur fyrir fatlaða.

SL-11 Úthlíð – Kóngsvegur – Hrauntúnstjarnir Gengið frá sundlauginni í Úthlíð eftir Kóngsveginum niður með Hrauntúnstjörnum, niður brekkuna og beygt til vinstri. Farið vegurinn niður Hrauntúnslandið og út að Andalæk. Frá veginum liggja ýmsar götur.

SL-12 Hveragerði – „Skáldaleiðin“ 1–2 klst Upphafsstaður: Hveragerði: Leið um sögulega staði í bænum, m.a. um göturnar sem mynduðu „listamannahverfið“. „Hveraleiðin“ er 1–2 klst leið um helstu hverasvæðin í bænum og nágrenni. Kort og nánari upplýsingar á Upplýsingamiðstöð Suðurlands í Hveragerði.

SL-13 Hveraleiðin 1–2 klst. Upphafsstaður: Hveragerði. Gengið frá hverasvæðinu í miðbæ Hveragerðis, (Hveramörk), um helstu hverasvæðin í bænum og nágrenni. Kort og nánari upplýsingar á Upplýsingamiðstöð Suðurlands í Hveragerði.

SL-14 Hamarinn Upphafsstaður: Hveragerði. Merkt 2 klst leið. Gott útsýni yfir Hveragerði og Suðurlandsundirlendi.

SL-15 Reykjadalur – Grenisdalur Skipulagðar 2–4 klst gönguferðir verða um Reykjadal og Grenisdal í sumar. Kort og nánari upplýsingar á Upplýsingamiðstöð Suðurlands í Hveragerði. Ekki stikuð, en slóði sést.

SL-16 Þorlákshöfn 0,5 klst Upphafsstaður: Þorlákshöfn. Gengið Um hverfisverndarsvæðið í Þorlákshöfn þar sem sjá má minjar af gömlum verbúðum. Við upphaf er upplýsingaskilti með mynd af svæðinu. Upplýsingar í Upplýsingamiðstöðinni á staðnum. Ekki stikuð leið.

SL-17 Arnarker við Hlíðarendafjall Upphafsstaður: Selvogsvegur – bílaplan. Við veginn út í Selvog er upplýsingaskilti merkt Arnarker. Þar er stikuð ca. 20 mín gönguleið að hellinum Arnarkeri. Upplýsingar fást í Upplýsingamiðstöðinni í Þorlákshöfn.

SL-18 Eldborgir austan Meitla Upphafsstaður: Þrengslavegur við suðurlands. Farið er af Þrengslavegi við suðurenda Meitla. Þaðan er hægt að velja 0,5–2 klst. göngu um vegaslóða sem nær að Eldborgum. Gönguleiðakort fæst á Upplýsingamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Ekki stikuð, en slóði sést.

SL-19 Kampurinn Frá golfvellinum í Þorlákshöfn er slóði þar sem gengið er með Kampinum. Hægt er að ganga inn í landið og í niður í fjörunni. Fjölskylduvæn ganga í 0,5–2 klst. Upplýsingar veittar í Upplýsingamiðstöðinni á Þorlákshöfn. Ekki stikuð, en slóði sést. 78


Opin Opin

Mánudaga - fimmtudaga kl. 07:00 - 20:30 Föstudaga kl. 07:00 - 17:30 Helgar kl. 10:00 - 17:30

Vinnum saman – Græðum Ísland Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.

Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is 79


Rangárþing

Hvolsvöllur

NÁTTÚRUFEGUR

80


g eystra

Fjölbreytt og lifandfi samfélag

RÐ ~ AFÞREYING ~ MENNING

81


SL-20 Laugarvatn 1 Merkt leið (1) er kringum þéttbýlið. Auðveld leið sem gefur gott útsýni yfir staðinn og vatnið.

SL-21 Laugarvatn 2 Merkt leið (2) er frá Tjaldmiðstöðinni. Vegalengd má velja eftir getu. Bæklingur fæst í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni og á upplýsingamiðstöðvum.

SL-22 Miðfell Tvær merktar leiðir, 2–3 klst. hvor. Meðallétt ganga. Frábært útsýni til allra átta. Hefst við Félagsheimilið á Flúðum. Kort fæst á Flúðum. Leiðsögn í boði. Miðfellið er 253 m á hæð.

SL-23

Högnastaðaás Merkt leið. Létt útsýnisganga 1–2 klst. Hefst við Félagsheimilið á Flúðum. Kort fæst á Flúðum. Leiðsögn í boði.

SL-24 Langholtsfjall Gengið frá tjaldsvæðinu Álfaskeiði um Hellisskarð. Létt um 1 klst ganga, hækkun um 150 m. Frábært útsýni. Leiðsögn í boði. Leið vel sýnileg, en ekki stikuð.

SL-25 Hvolsfjall Göngustígur er upp á Hvolsfjall. Lagt er af stað upp frá Stórólfshvolskirkju. Velja má um mislangar og erfiðar leiðir. Nánari upplýsingar eru í Sögusetrinu Hvolsvelli.

SL-26 Skógafoss Merkt gönguleið upp með Skógá þar sem margir fallegir fossar eru. Byrjun gönguleiðar yfir Fimmvörðuháls sem endar í Þórsmörk.

SL-27 Krappi Krappi er hrauntunga á milli Fiskár og Eystri Rangár. Þar er gamall skógarreitur sem gaman er að ganga í. Ekki merktir göngustígar en nánari upplýsingar eru í Sögusetrinu Hvolsvelli.

SL-28 Tunguskógur Í Tungu- og Tumastaðarskógi í Fljótshlíð eru margar mislangar gönguleiðir. Kort af stígum og slóðum er á þremur stöðum neðan skógarins. Nánari upplýsingar eru í Sögusetrinu Hvolsvelli.

SL-29 Stóri Dímon Létt gönguleið er upp á fjallið að sunnanverðu og er lagt upp frá upplýsingaskilti frá Sögusetri. Slóðin upp sést greinilega og niðurleiðin er að eigin vali eftir vindátt og sólarstefnu. Nánari upplýsingar eru í Sögusetrinu Hvolsvelli.

SL-30 Flókastaðargil Lagt er upp frá Breiðabólstað. Þetta er létt og skemmtileg 1–2 klst ganga upp með gilinu. Nánari upplýsingar eru og í Sögusetrinu Hvolsvelli.

82


Velkomin í Eldheima nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum

Eldheimar@vestmannaeyjar www.eldheimar.is SL-31 Mögugil Mögugil er í sunnanverðu Þórólfsfelli. Neðarlega í gilinu er sérstæður hellir og ofar í gilinu eru mjög skemmtilegar bergmyndanir. Nánari upplýsingar eru í Sögusetrinu Hvolsvelli.

SL-32 Eldfell 0,5–1 klst. Létt leið frá upplýsingamiðstöð Vestmannameyja. Eldfell er yngsta fjall á Íslandi (1973). Frábært útsýni yfir Vestmannaeyjar. Gott göngukort fæst víða.

SL-33 Dalfjall 2 klst. Gengið frá Friðarhöfn með fjöllunum inn í Herjólfsdal og upp afmarkaðan stíg úr botni dalsins. Gott útsýni yfir Heimaey og til meginlandsins.

SL-34

Stórhöfði 0,5 klst, 0,5 km. Genginn hringur um höfðann en þar er mikið fuglalíf, m.a. talið stærsta lundabyggð í heimi. Stórhöfði er syðsti oddi Heimaeyjar og þar er gott útsýni til úteyja. Gott göngukort fæst víða.

SL-35

Ofanleitishamar 1,5 klst. Auðveld ganga frá Kaplagjótunni í Herjólfsdal og suður með fram Hamrinum. Endar í Klaufinni, sandfjöru við Stórhöfða. Lengja má gönguna með því að taka Stórhöfðahringinn. 83


Fjölskyldan á fjallið Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í léttar fjallgönguferðir og verji því meiri tíma saman um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru auðveld uppgöngu. Póstkassa með gestabókum er að finna á þessum fjöllum víðsvegar um landið. Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir.

UMSK - Ungmennasamband Kjalarnesþings

Úlfarsfell Gangan á fjallið er mjög þægileg ganga og hvergi mjög brött eða erfið og hentar því mjög vel fólki á öllum aldri. Gott er að áætla 1½ til 2 klst. í þessa göngu. Af Vesturlandsvegi er ekið út af fyrsta hringtorgi í Mosfellsbæ (frá Reykjavík) og beygt út af við Hamrahlíð þar sem eru bílastæði. Mjög greinilegur stígur liggur frá Hamrahlíð sem greinist fljótlega í tvær áttir og er farið til hægri þar sem blá stika vísar veginn. Þegar göngustígurinn tekur enda tekur við nokkuð greinilegur gönguslóði sem er stikaður, en ekki mjög þétt. Eftir u.þ.b. ½ klst. göngu er komið að vörðu einni sem göngumenn hafa í áraraðir lagt stein í. Gangan frá vörðunni á toppinn tekur ekki meira en u.þ.b. 15 mínútur og er mjög þægileg. Þegar á toppinn er komið má sjá yfir Mosfellsbæ, út á sjó, Elliðavatn, Rauðavatn, Reynisvatn, Hafravatn og langt út á Reykjanes ef skyggni er gott. 84


HSÞ - Héraðssamband Þingeyinga

Nykurtjörn við Geitafell Farinn er vegur 87, Hólasandur, og ekið að skilti með áletrun „Hringsjá á Geitafellshnjúk”, en það er staðsett rétt hjá eyðibýlinu Geitafelli. Gengið er sem leið liggur upp að Nykurtjörn sem liggur austan megin í hlíð Geitafells. Gestabókarkassi verður staðsettur þar. Ef farið er alla leið upp á hnjúkinn þá er það 3 km leið upp á toppinn, þar sem staðsett er útsýnisskífa.

Gefla í Leirhafnarfjallgarði Farinn er vegurinn út á Melrakkasléttu til norðurs frá Kópaskeri um 15 km. Lagt af stað frá malarnámu sem er rétt norðan við Leirhafnarvatn. Fjallið er 205 m hátt og er gönguvegalengd um 1,5 km á toppinn.

UÍA – Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

Krossavíkurfjall Handan Vopnafjarðar gengt kauptúninu blasir Krossavíkurfjall við rétt tæplega 1100 m hátt. Upp á fjallið er stikuð gönguleið upp með Grjótá að vörðu sem staðsett er framarlega á fjallinu og sést úr þorpinu ef horft er eftir henni. Gönguleiðin hefst rétt við þjóðveginn og liggur í mólendi upp að rótum fjallsins. Þar tekur við talsverður bratti og er það erfiðasti hluti leiðarinnar. Þegar upp á fjallið er komið er þó leiðin alltaf á fótinn þar til komið er að vörðunni. Í vörðunni er að finna mikinn járnhólk sem inniheldur gestabók og þar er sjálfsagt að skrá sig ef fólk á leið þar um. Má alveg gefa sér um 2–3 klst. til að komast upp að vörðu, og það góða við það þegar þangað er komið er að bakaleiðin er töluvert léttari. Nauðsynlegt er að velja sér bjarta og þokulausa daga til að fara á Krossavíkurfjallið til að njóta þess fallega útsýnis sem það býður upp á, en þaðan er mjög víðsýnt og má m.a. sjá Dyrfjöll, Herðubreið, Gunnólfsvíkurfjall og Langanes, auk alls þess sem nær er. Fleiri gönguleiðir eru á fjallið og er til dæmis heldur léttari leið upp úr Gljúfursárdal sem er rétt utan við Grjótá, en fyrir vikið talsvert lengri..

UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur

Þorbjörn Þorbjarnarfell, rétt við Grindavík, er 231 m.y.s. Fellið er vestan við Grindavíkurveg og eru bílastæði við veginn semliggur upp fellið og einnig við Selskóg sem er norðan í fellinu. Vinsælasta gönguleiðin er að fara upp veginn semliggur þar upp. Hægt að fara niður á mörgum stöðum.Uppi á fellinu er mjög gott útsýni yfir Grindavík í suður og Svartsengi ogBláa lónið í norður. Þar eru líka margir áhugaverðir staðir sem vert er að skoða t.d. Þjófagjá og gamlar rústir frá hernámsárunum.

UMFN – Ungmennafélag Njarðvíkur

Þorbjörn Sjá texta hér að ofan. 85


UMFF – Ungmennafélagið Fjölnir

Esja Aðalgönguleiðin á Þverfellshorn liggur frá bílastæði og upp að útsýnisskífu á Þverfellshorni í um 780 metra hæð yfir sjávarmáli. Gönguleiðin er vel merkt og heildarlengd Þverfellsleiðar til og frá bílastæði er um 8 km. Gönguleiðin á Þverfellshorn er bæði fjölbreytt og reynir með víðtækum hætti á líkamann. Fjölmargir fara leiðina nokkrum sinnum í viku sér til heilsubótar og njóta líkamsræktar í náttúrulegu umhverfi. Samspil heilsueflingar og fjallgöngu ætti að vera einstaklingum góð leið til eflingar á líkama og sál. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur látið útbúa skilti við gönguleiðina. Er það gert með öryggi göngufólks í huga og til þess að fólk átti sig á hvar það er staðsett á leið sinni á toppinn.

USK – Ungmennafélagið Skipaskagi

Guðfinnuþúfa (Akrafjalli) Guðfinnuþúfa er í 387 m.y.s. Greiðfær leið er frá bílaplani að Guðfinnuþúfu. Til að komast að bílaplani þar sem gangan byrjar er keyrt þar sem Gámaþjónustan er. Þar er skilti sem vísar á Akrafjall. Þegar komið er að bílaplani er gengið um 200 m til baka. Þegar rétt er komið yfir brúna er fljótlega gengið til hægri upp hlíðina. Búið er að setja góðan stíg upp Selbrekkuna. Þegar upp á brekkuna er komið er haldið til vinstri að Guðfinnuþúfu. Er komið er á Guðfinnuþúfu er hægt að ganga áfram eftir stíg að Geirmundartindi hæsta punkti í Akrafjalli.

HSK – Héraðssambandið Skarphéðinn

Valahnúkur í Langadal Gönguleiðin hefst við skála Ferðafélags Íslands í Langadal í Þórsmörk. Þaðan liggur merkt og ágæt leið á topp hnjúksins. Sama leið er gengin til baka. Er upp er komið blasir við ljómandi útsýni. Vel sést yfir í Fljótshlíð til Einhyrnings og Tindfjalla og ekki síður fram eftir Markarfljótsaurum að Stóra Dímoni. Til norðausturs sést yfir Almenninga, að Rjúpnafelli og upp að Emstrum. Til suðurs blasa bræðurnir Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull við. Fyrir þá sem ekki vilja fara sömu leið til baka má benda á leið er liggur niður til suðurs, yfir Merkurrana, ofan í Húsadal og eftir þeim slóðum til baka. Fari menn þá leið þarf að stoppa í Valahnúksbóli sem er vestan í hnjúknum.

Galtafell í Hrunamannahreppi Ekið er yfir brúnna á Stóru-Laxá og þaðan er um 5 km að afleggjaranum heim að Galtafelli (nr. 3427). Best er að hefja gönguna frá beygjunni sem er ca. 120 m inni á afleggjaranum að Galtafelli og ganga þaðan meðfram skurðum og taka stefnuna á gilið ofan við gripahúsin í Smárahlíð. Austan megin í gillinu er vegslóði sem gott er að ganga. Inn af gilinu er dalur sem nefnist Seldalur, og eftir honum liggur Seldalslækur. Innst í dalnum er mjór og langur ás sem ber nafnið Markaás. Gengið er norður eftir Markaás og þaðan til vesturs yfir Markagil og upp á háheiðina. Þegar

86


Kirkjubæjarklaustur – Verið hjartanlega velkomin

Íþróttamiðstöð, sundlaug, upplýsingamiðstöð og sýningar.

upp á háheiðina er komið blasa við Jarlhettur og þegar aðeins lengra er komið kemur fjallið Miðfell í ljós, þá er gott að taka stefnuna að miðju þess, yfir á vestur brúnina. Vesturhluti fjallsins nefnist Galti, frá þjóðveginum sést vel klettabeltið á vesturbrúninni en það kallast einu nafni Eggjar. Gaman er að ganga mosann með Eggjunum enda er útsýni mikið þegar skyggni leyfir. Varasamt er þó að ganga of nærri brúninni þar sem víða er hátt niður. Frá Eggjunum er gott að ganga ofan við gilrætur Galtagils og Gyltugils og ganga í beina stefnu á Núpstúnskistu, í há-suður, en framan við lítinn ás á leiðnni eru tóftir gamals sauðahúss þar sem oft er áð og jafnvel nestað. Frá tóftunum er stutt aftur niður í Stekkjargilið og þaðan er létt ganga til baka. Fremur létt og þægileg ganga. Áætlaður göngutími eru ca 2-3 klst..

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga

Spákonufell Spákonufellshöfði er staðsettur á Skagaströnd. Tveir upphafsstaðir eru, annar við suðurenda Spákonufellshöfða, en hinn við svokallaða Tjaldklauf sem þekkist á litlu skógræktarsvæði. Gangan upp á höfðann er um 2,5 km. Leiðin er merkt með litlum stikum.

87


Fróðleiksmolar um gönguferðir Þyngd bakpoka í löngum gönguferðum Óhætt er að reikna með að á jafnsléttu geti maður gengið 3–4 km á klst. með 15–20 kílóa bakpoka. Rétt er að reikna með 1 klst. aukalega fyrir hverja 6–700 metra uppávið. Vanur maður ber auðveldlega um fjórðung eigin þyngdar og getur farið í þriðjung eigin þyngdar um skamman tíma. Þetta þýðir í rauninni að bakpoki má aldrei verða þyngri en 24–26 kíló. Algengasta þyngdin er 15–18 kíló. (Heimild: Gönguleiðir eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson, Mál og menning 1998).

Gönguhækkun Gönguhækkun gefur til kynna hæðarmismun milli upphafs leiðar og hæsta tinds leiðarinnar.

Göngutími Áætlaður göngutími er aðeins viðmið því verulegur munur er á gönguhraða fólks. Göngutími getur lengst og/eða styst eftir aðstæðum hverju sinni. Ágætt er að miða við 3–5 km á klst. lárétt og um 15–20 mín á hverja 100 m hækkun.

Göngum af stað – Ganga er auðveld, þægileg og heilnæm líkamsþjálfun. – Við finnum til vellíðunar ef við göngum reglulega. – Þol okkar verður betra. – Beinabyggingin styrkist og liðirnir mýkjast. – Vöðvakraftur í fótunum eykst og jafnvægið batnar.

– Ganga örvar blóðrásina í öllum líkamanum; líka heilanum. – Ganga auðveldar okkur að hafa stjórn á líkamsþyngdinni. – Ganga hentar öllum ungum sem öldnum. – Ganga er fyrir þig.

Út að ganga Okkur líður vel ef við göngum rösklega á degi hverjum. Það er ekki aðeins þjálfun okkar sem verður betri – beinabyggingin styrkist og liðirnir mýkjast, vöðvakrafturinn í fótunum eykst, jafnvægið batnar og hættan á að detta og fótbrotna minnkar. Flestir hafa tekið eftir því, að gönguferð, jafnvel á hóflegum hraða, örvar blóðrásina í öllum líkamanum; líka í heilanum. Þessi líkamlega áreynsla losar svo kölluð endorfin sem gera það að verkum að við slökum á og finnum til vellíðunar. Daglega gangan jafnar líka fitu- og kolvetnisefnaskiptin og auðveldar okkur að hafa stjórn á líkamsþyngdinni. Ganga er þægileg og aðgengileg íþrótt sem hægt er að stunda næstum hvar sem er einn síns liðs eða í hópi fjölskyldu og eða vina. Ganga hefur ekki síður áhrif á andlega líðan en líkamlega. Sýnt hefur verið fram á að ganga bætir sjálfstraust og dregur úr depurð og kvíða.

Ganga styrkir beinabygginguna Marghliða, fjölbreytt og reglubundin líkamleg hreyfing er mikilvæg til þess að viðhalda beinabyggingu okkar. Hún þarf álag og viðnám til þess að haldast sterk og fjaðurmögnuð. Allur þrýstingur (þungi), snúningur, teygingar, smáhögg og hnykkir sem beinabyggingin verður fyrir þegar við göngum, endurnýjar og styrkir hana og fyrirbyggir beinþynningu sem er orðin eitt af okkar mestu þjóðarmeinum.

Gönguaðferðir (walking technique) Að ganga er flestum mjög eðlislæg athöfn þannig að það kann að hljóma ankanalega þegar talað er um mismunandi gönguaðferðir. Sumir ganga með hámarksárangri án þess að hafa verið kennt það en sumir gera sér þetta erfiðara en það þarf að vera með lélegri líkamsstöðu og slæmri tækni. 88


Gott er að hafa eftirfarandi í huga – Haldið höfðinu hátt en þó afslöppuðu. Hakan á að vera lárétt eða halla örlítið niður að bringunni. Axlir afslappaðar og maginn inndreginn. Verið bein í baki án þess að vera stíf eða sperrt. – Gleymið ekki önduninni. Andið djúpt niður í maga, inn um nef út um munn. – Ef þið eruð með bakpoka munið að hafa hann rétt stilltan. Bestu bakpokarnir eru með stillanlegum ólum fyrir mjaðmir og bak. Meginþunginn á að hvíla á mjöðum og því er best að ólin sé vel bólstruð. – Gott er að teyja á vöðvum eftir göngu en passa skal upp á að líkaminn sé vel heitur.

Brennsla Það hversu mörgum kaloríum þú brennir við ólíkar líkamsæfingar fer eftir þyngd þinni, hvers konar hreyfingu þú ert að stunda og af hvaða ákafa þú stundar hana.Eftirfarandi tafla gefur örlitla hugmynd um brennslu mismunandi þjálfunar. Ath. Miðað er við 10 mín. nema annað sé tekið fram.

Líkamshreyfing og kaloríur/10 mín.

65 kg kona

85 kg karl

Aerobic (rólegur tími)

80 kal

105 kal

Aerobic (hraður tími)

94 kal

124 kal

Blak

28 kal

39 kal

Fótbolti

78 kal

107 kal

Ganga (róleg – um 3,2 km á klst)

148 kal (á klst)

216 kal (á klst)

Ganga (upp í móti – um 5,6 km á klst)

354 kal (á klst)

518 kal(á klst)

Ganga (rösk – um 6,4 km á klst)

236 kal (á klst)

345 kal (á klst)

Gönguskíði

80 kal

106 kal

Hjóla (um 8,8 km á klst)

36 kal

49 kal

Hjóla (um 15,0 km á klst)

56 kal

74 kal

Hjóla (af fullum krafti)

95 kal

130 kal

Hlaup (8 mín/1,6 km)

113 kal

150 kal

Hlaup (11,5 mín/1,6 km)

76 kal

100 kal

Körfubolti

77 kal

106 kal

Lyftingar (stöðvaþjálfun)

104 kal

137 kal

Lyftingar (styrktarþjálfun)

45 kal

60 kal

Sippa (hægt)

82 kal

116 kal

Sippa (hratt)

100 kal

142 kal

Skíði og bretti

62 kal

76 kal

Sund (hratt sund)

94 kal

127 kal

Sund (rólegra sund)

71 kal

96 kal

Tennis

61 kal

81 kal

Trappa

88 kal

122 kal

Veggtennis

76 kal

107 kal

89


Göngum um Ísland Snæfellsbær

90


Skemmtilegt á Landsmóti UMFÍ 50+ UMFÍ hefur frá sumrinu 2011 staðið fyrir landsmóti fyrir 50 ára og eldri. Landsmótið fór fram dagana 10.–12. júní síðastliðinn á Ísafirði. Þátttaka var mjög góð en tæplega 300 manns frá öllum landshlutum voru skráðir til leiks. Vinsælustu greinarnar voru boccia og pútt og var ekkert gefið eftir. Jafnframt var keppt í kajakróðri, bridge, þríþraut, sundkeppni, golfi og ringó sem hefur verið að ryðja sér til rúms og nýtur nú mikilla vinsælda á Landsmóti UMFÍ 50+. Fáar greinar trekktu hins vegar jafn marga áhorfendur að og stígvélakastið sem haldið var á lokadegi mótsins. Skemmtun var haldin á föstudagskvöldinu og matarveislu bætt við á laugardagskvöldinu. Fleiri vildu þar sæti en komust að og því mikilvægt að tryggja sér sæti með góðum fyrirvara á næsta Landsmóti 50+ sem haldið verður í Hveragerði 2017.

91


U

HV

ERFISME R

141

KI

ÁREIÐANLEIKI – METNAÐUR – HAGKVÆMNI

M

825

Umhverfisvottuð prentsmiðja

GLEÐILEGT GRÆNT GÖNGUSUMAR!

Suðurhraun 1 - 210 Garðabær - Sími 595 0300 - www.isafold.is

92


Vel heppnuð Hreyfivika UMFÍ UMFÍ stendur fyrir Hreyfiviku á hverju ári. Að þessu sinni var hún dagana 23.–29. maí sl. Hreyfivika UMFÍ er hluti af samevrópsku átaki sem stuðlar að því að hjálpa fólki að finna sína uppáhalds hreyfingu og hvetja fólk til að stunda hana reglulega eða í 30 mínútur að lágmarki. Þeir sem hjálpa UMFÍ að bera út boðskap hreyfingar eru boðberar. Boðberarnir eru hreyfiafl hreyfingar en þeir sjá um að skipuleggja og standa fyrir viðburðum í sínum heimabæ og hvetja sveitunga sína til að hreyfa sig meira. Boðberum hreyfingar hefur fjölgað mikið. Þegar Hreyfivika UMFÍ var haldin í fyrsta sinn árið 2012 voru boðberar hreyfingar 25 talsins um allt land og stóðu þeir fyrir 30 viðburðum. Í ár voru þeir 150 talsins og stóðu þeir fyrir 480 viðburðum í 55 bæjarfélögum. Þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ voru 42.000. Þetta er algjört met og eru þeir margir sem hafa fundið þar sína uppáhalds hreyfingu.

93


Hvað er Ungmennafélag Íslands? Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er samtök ungmennafélaga á Íslandi. Hlutverk og gildi UMFÍ er ræktun lýðs og lands. UMFÍ leggur áherslu á að efla lýðheilsu fólks, líkamlega, andlega og félagslega, ásamt forvörnum og því að kenna fólki að bera virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins. UMFÍ leggur sitt af mörkum við að búa komandi kynslóðum sem best uppvaxtarskilyrði. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir átján héraðssambönd og ellefu félög með beina aðild. Alls eru um þrjú hundruð félög innan UMFÍ með yfir 100 þúsund félagsmenn. Meirihluti barna- og ungmennastarfs á Íslandi er innan vébanda UMFÍ og leggja samtökin áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta félagsmanna að leiðarljósi.

Glímukappi stofnaði UMFÍ Ungmennafélag Akureyrar var stofnað í byrjun árs 1906 og voru landssamtökin stofnuð ári síðar. Rekja má stofnunin til þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum 2.–4. ágúst árið 1907 þegar Friðrik VIII. Danakonungur var á Íslandi. Á hátíðinni sýndu átta glímukappar íþrótt sína. Fram kemur í bókinni Vormenn Íslands, sem fjallar um sögu UMFÍ, að enginn landsleikur nútímans í knattspyrnu hafi vakið viðlíka athygli og konungsglíman árið 1907. Sama dag og glíman fór fram stóð glímukóngurinn Jóhannes Jósefsson frá Akureyri fyrir því ásamt nokkrum ungum mönnum að stofna heildarsamtök ungmennafélaga.

94


Söguleg heimsókn Heimsókn konungs var mikil merkisstund í sögu þjóðarinnar en Friðrik VIII. var annar Danakonungurinn sem heimsótti landið. Faðir hans var fyrstur konunga Dana til að gera það en hann kom á Alþingishátíðina árið 1874 þegar Þjóðsöngurinn var sunginn í fyrsta sinn.

Ein dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar Aðdragandinn að ferð Friðriks VIII. hingað til lands var langur og hafði verið ráðist í miklar vegaumbætur til að greiða götu hans til Þingvalla. Konungur reið á hesti frá Reykjavík austur upp hjá Rauðavatni og Geithálsi í Djúpadal á Mosfellsheiði og eftir konungsvegi sem hafði verið lagður frá Þingvöllum að Geysi í Haukadal og Gullfossi. Vegaframkvæmdir stóðu yfir frá haustinu 1906 og fram á sumar 1907. Kostnaður við framkvæmdina nam rúmum 220 þúsund krónum eða sem nemur 14% af útgjöldum landssjóðs. Þetta var því ein dýrasta vegaframkvæmd Íslandssögunnar sem ráðist hafði verið í. Konungsvegur er flestum gleymdur í dag. Á blaðsíðu 78 í Göngubókinni eru leiðbeiningar um það hvar hægt er að ganga inn á hann nálægt Úthlíð í Biskupstungum.

95


Göngum um Ísland Reykjavík

Grindavík

Vopnafjörður

Ögurvík hf., Týsgötu 1 Gjögur hf., Kringlunni 7 Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152 Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6 G.A.P. sf., Eikjuvogi 25 Varma og Vélaverk ehf., Knarrarvogi 4 Gáski ehf., Bolholti 8 Heilsubrunnurinn ehf., Kirkjuteigi 21 VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð Bókhaldsstofa Haraldar slf., Síðumúla 29 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2

Vísir hf., Hafnargötu 16

Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23

Mosfellsbær

Egilsstaðir

Höfðakaffi ehf., Stórakrika 10 Nonni litli ehf., Þverholt 8 Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Hótel Bjarkarlundur, Bjarkarlundi

Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21–23 Miðás hf., Miðási 9 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11 Farfuglaheimilið Húsey, Húsey

Ísafjörður

Seyðisfjörður

Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf., Eyrargötu 2 Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12

Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Kópavogur Ungmennafélagið Breiðablik Dalsmára 5 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8

Reykhólahreppur

Patreksfjörður

Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6

Oddi hf., Eyrargötu 1

Höfn í Hornafirði

Blönduós

Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27

Stéttarfélagið Samstaða Þverbraut 1

Selfoss

Sauðárkrókur

Flóahreppur, Þingborg

Garðabær

Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22

Laugarvatn

Garðabær, Garðatorgi 7 Suðurtún ehf., Súlunesi 12

Varmahlíð

Hvolsvöllur

Hafnarfjörður

Ferðaþjónustan Bakkaflöt, Bakkaflöt

Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15 Ás fasteignasala ehf., Fjarðargötu 17

Akureyri

Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Hér aðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16

Reykjanesbær DMM Lausnir ehf., Hafnargötu 91 Verslunarmannafélag Suðurnesja Vatnsnesvegi 14

Raftákn ehf., Glerárgata 34 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97

Laugar

Menntaskólinn að Laugarvatni

Kirkjubæjarklaustur Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Geirland ehf., Geirland Hótel Laki ehf., Efri-Vík

Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna

Göngum um Ísland – Fjölskyldan á fjallið

Göngubókin 2016 Útgefandi: Ungmennafélag Íslands, maí 2016 Umsjón verkefnis/útgáfu: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Forsíðumynd: Einar Skúlason.

96




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.