Víkingur AK fimmtíu ára
Víkingur AK-100 kemur fánum skreyttur til Akra ness 21. október 1960. Myndina tók Ólafur Árnason ljósmyndari og hún er handlituð.
Allt að hálfrar aldar gamlar frásagnir rifjaðar upp exti og umsjón: T Haraldur Bjarnason. Þann 21. október árið 1960 sigldi fánum prýtt tæplega þúsund tonna fiskiskip inn í Akraneshöfn, flagg skip Akranesflotans þá og lengi vel. Nú eru því rétt 50 ár síðan Víkingur AK-100 kom í fyrsta skipti í heima höfn. Margt hefur á daga skips ins drifið síðan og mikinn afla hef ur það flutt að landi. Margs konar veiðar hefur það stundað og breyt ingar hafa verið gerðar á skipinu í tímans rás en þó óverulegar á út liti og mun minni breytingar en á mörgum öðrum íslenskum fiski skipum.
Smíðin og heimkoman
Víkingur var smíðaður í Brem erhaven fyrir Síldar- og fiskimjöls verksmiðju Akraness, sem var fyrsta almenningshlutafélagið á Akranesi og eitt af fyrstu almenningshluta félögum landsins. Hlutaféð var 75.000 krónur og hluthafarnir 180 talsins. Skipinu var hleypt af stokk unum 5. maí þetta ár og Rannveig Böðvarsson, eiginkona Sturlaugs H.
Böðvarssonar, gaf þá skipinu nafnið Víkingur en Sturlaugur var fram kvæmdastjóri SFA þar til Valdimar Indriðason tók við. Sjómannablaðið Víkingur sagði svona frá komu togarans Víkings til Akraness árið 1960: „Togarinn Víkingur kom til Akraness þann 21. október s.l. Á hafnargarðinum hafði safnazt saman fjöldi manns, til þess að fagna komu skipsins. Akraborg var stödd við hafnargarðinn og blés ákaft. Jón Árnason flutti ræðu af brúar væng og á eftir honum bæjarstjóri Akraness, Hálfdán Sveinsson. Síð ast talaði sóknarpresturinn, sr. Jón M. Guðjónsson, og blessaði áhöfn ina og hið nýja skip. Á eftir var fólk inu boðið að skoða skipið og var svo margt um manninn að þröngt var um borð. Víkingur var smíðaður hjá AG Weber Werk. Hann er tæpar 1000 brúttólestir með þriggja hæða yfir byggingu. Lestin er klædd alumini um, búin kælitækjum og rúmar 500 lestir af ísfiski. Geymar eru fyrir lif ur og slor. Siglingar- og fiskileitar tæki eru af fullkomnustu gerð. Vist arverur prýðilega gerð, 2-3 manna káetur, auk þeirra, sem yfirmönnum eru ætlaðar. Víkingur gekk á heimleiðinni til jafnaðar 14,5 sjómílur og var 85,5 klukkutíma frá Bremerhaven eða rúmlega 3,5 sólarhringa.
Systurskipin fjögur
Í Kaupmannahöfn 1959 á leið til Þýskalands að ganga frá samning um um s míði togaranna Maí, F reys, Sigurðar og Víkings. F.v: Ingvar Vil hjálmsson, Jónas Jónsson, Sturlaugur H. Böðvarsson og Erlingur Þorkelsson. Það var í þessari ferð sem Sturlaugur var spurður um hlutaféð í SFA.
Skipasmíðastöðin í Bremer haven, sem smíðaði Víking, hafði áður smíðað fimm togara fyrir Ís lendinga og þrír þeirra voru syst urskip Víkings en það voru Sig urður, sem kom til landsins mán uði á undan Víkingi, Frey og Maí. Sigurður var upphaflega skráður á Ísafirði, síðan í Reykjavík og síð ustu árin í Vestmannaeyjum. Það skip hefur verið með svipaðan fer il og Víkingur alla tíð, fyrst á tog veiðum en síðan á nót. Hin skipin voru seld úr landi fljótlega og annað þeirra, Freyr, kom talsvert við sögu í þorskastríðunum hér við land undir nafninu Ross Revenge. Hann hýsir nú útvarpsstöðina Radio Caroline úti fyrir Bretlandsströndum.
Í nánari lýsingu á þessum skip um í sjómannablaðinu Víkingi árið 1960 kom m.a. þetta fram: „Aðalvélin er Werspoor-Dies elvél, 2300 hestöfl við 280 snún inga. Vélin er með skiptiskrúfu af „Escher Wyss“ - gerð, er tenging in svokölluð „Wulkan Kupplung“: Skiptiskrúfunni er hægt að stjórna frá stýrishúsi og einnig þaðan er hægt að taka skrúfuna úr sambandi við aðalvélina. Við hana er tengdur stór rafall og þarf ekki að nota hjálp arvélar til rafmagnsframleiðslu, hvorki fyrir togvindu né fyrir ljós net, þegar verið er á siglingu eða að veiðum. Hjálparvélar eru tvær 200 ha. Deutz með 120 Kw rafal og ein 70 ha. með 30Kw. rafal. Kælivélar eru tvær af Atlas-gerð. Stýrisvél er af Atlas-gerð. Rafmagnsvökvadrif in með tvöföldu kerfi. Togvindan er af Achgehles-gerð, rafmagnsdrifin, 280 ha., útbúin með lofthemlum og tvöföldu vírastýri. Íbúðir eru allar mjög vandaðar, mest fjögurra manna herbergi, en mörg eins og tveggja manna her bergi, einnig er sjúkraherbergi mið skips. Alls eru íbúðir fyrir 48 menn. Björgunarbátur er fyrir 48 menn. Stendur hann undir vinduglu og getur einn maður hæglega kom ið honum fyrir borð. Sex gúmmí björgunarbátar eru fyrir 72 menn. Skipið er útbúið með toggálg um beggja megin, eins og venjulega er á íslenzkum togurum, en kom ið hefur fyrir á sérstökum túllum til að auðvelda að taka inn bobbing ana. Frammastrið er með rörstöng um en ekki venjulegum vöntum. Afturmastrið er lítið og létt og var komið fyrir ofan á stýrishúsinu. Yf irbyggingin er þrjár hæðir. Ofan á stýrishúsinu beggja megin eru smágálgar. Stefni skipsins er fram hallandi perlulagað. Allur er frá gangur hinn vandaðasti og mjög fullkominn.“
75 þúsund urðu 75 milljónir
Samkvæmt heimildum kostaði Víkingur nýsmíðaður 41 milljón króna. Þegar Sturlaugur H. Böðv arsson og fulltrúar útgerða Maí,
Víkingi gefið nafn í skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi 5. maí 1960. (úr myndasafni haraldarhus.is).
Víkingur landar síld á Siglufirði 1968. Þetta var síðasta söltun á norsk-íslenskri síld þar.
reys og Sigurðar komu til Þýska F lands að ganga frá smíðasamn ingi var Sturlaugur spurður að því hve mikið hlutafé Síldar- og fiski mjölsverksmiðjunnar væri. Stur laugur svaraði samviskusamlega að það væri 75.000 krónur enda hafði það ekkert verið aukið eða uppfært í áratugi. Eitthvað misskildu Þjóð verjarnir þetta og töldu það vera 75 milljónir. Um þetta var ekki rætt meira og ekki datt Akurnesingun um í hug að leiðrétta þetta hjá þeim þýsku.
Grænn, rauður og blár
Víkingur AK 100 var lengi fram an af grænn á lit eða á meðan hann var í eigu Síldar- og fiskimjölsverk smiðju Akraness hf. SFA sem átti
Heimaskaga hf. að mestu frá 1971 var sameinað í Harald Böðvarsson hf. 1991. Þá fékk Víkingur AK um tíma dökkbláan lit eftir að sá lit ur var innleiddur á skip HB. Síðan urðu HB skipin rauð. Haustið 2002 gekk HB inn í sjávarútvegsstöð Eim skipafélags Íslands sem varð sjálf stætt félag sem hlaut nafnið Brim hf. Þar voru tvö önnur rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, Útgerð arfélag Akureyringa og Skagstrend ingur á Skagaströnd. Það varð síð an, við uppstokkun Eimskips, að HB sameinaðist Granda hf. í jan úar 2004. Nafni Granda hf. var þá breytt í HB Granda hf.og síðustu árin hefur blár litur þess fyrirtækis prýtt Víking AK 100.