Víkingur AK fimmtíu ára

Page 1

Vík­ing­ur AK fimm­tíu ára

Vík­ing­ur AK-100 kem­ur fán­um skreytt­ur til Akra­ ness 21. októ­ber 1960. Mynd­ina tók Ó­laf­ur Árna­son ljós­mynd­ari og hún er hand­lit­uð.

Allt að hálfr­ar ald­ar gaml­ar frá­sagn­ir rifj­að­ar upp ­ exti og um­sjón: T Har­ald­ur Bjarna­son. Þann 21. októ­ber árið 1960 ­sigldi fán­um prýtt tæp­lega þús­und ­tonna fiski­skip inn í Akra­nes­höfn, flagg­ skip Akra­nes­flot­ans þá og ­lengi vel. Nú eru því rétt 50 ár síð­an Vík­ing­ur AK-100 kom í ­fyrsta ­skipti í heima­ höfn. Margt hef­ur á daga skips­ ins drif­ið síð­an og mik­inn afla hef­ ur það flutt að ­landi. Margs kon­ar veið­ar hef­ur það stund­að og breyt­ ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á skip­inu í tím­ans rás en þó ó­veru­leg­ar á út­ liti og mun ­minni breyt­ing­ar en á mörg­um öðr­um ís­lensk­um fiski­ skip­um.

Smíð­in og heim­kom­an

Vík­ing­ur var smíð­að­ur í Brem­ er­haven fyr­ir Síld­ar- og fiski­mjöls­ verk­smiðju Akra­ness, sem var ­fyrsta al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið á Akra­nesi og eitt af ­fyrstu al­menn­ings­hluta­ fé­lög­um lands­ins. Hluta­féð var 75.000 krón­ur og hlut­haf­arn­ir 180 tals­ins. Skip­inu var ­hleypt af stokk­ un­um 5. maí ­þetta ár og Rann­veig Böðv­ars­son, eig­in­kona Stur­laugs H.

Böðv­ars­son­ar, gaf þá skip­inu nafn­ið Vík­ing­ur en Stur­laug­ur var fram­ kvæmda­stjóri SFA þar til Valdi­mar Ind­riða­son tók við. Sjó­manna­blað­ið Vík­ing­ur ­sagði ­svona frá komu tog­ar­ans Vík­ings til Akra­ness árið 1960: „Tog­ar­inn Vík­ing­ur kom til Akra­ness þann 21. októ­ber s.l. Á hafn­ar­garð­in­um ­hafði safn­azt sam­an ­fjöldi manns, til þess að ­fagna komu skips­ins. Akra­borg var stödd við hafn­ar­garð­inn og blés á­kaft. Jón Árna­son ­flutti ræðu af brú­ar­ væng og á eft­ir hon­um bæj­ar­stjóri Akra­ness, Hálf­dán Sveins­son. Síð­ ast tal­aði sókn­ar­prest­ur­inn, sr. Jón M. Guð­jóns­son, og bless­aði á­höfn­ ina og hið nýja skip. Á eft­ir var fólk­ inu boð­ið að ­skoða skip­ið og var svo margt um mann­inn að þröngt var um borð. Vík­ing­ur var smíð­að­ur hjá AG ­Weber Werk. Hann er tæp­ar 1000 brúttó­lest­ir með ­þriggja hæða yf­ir­ bygg­ingu. Lest­in er klædd alu­mini­ um, búin kæli­tækj­um og rúm­ar 500 lest­ir af ís­fiski. Geym­ar eru fyr­ir lif­ ur og slor. Sigl­ing­ar- og fiski­leit­ar­ tæki eru af full­komn­ustu gerð. Vist­ ar­ver­ur prýði­lega gerð, 2-3 ­manna ká­et­ur, auk ­þeirra, sem yf­ir­mönn­um eru ætl­að­ar. Vík­ing­ur gekk á heim­leið­inni til jafn­að­ar 14,5 sjó­míl­ur og var 85,5 klukku­tíma frá Brem­er­haven eða rúm­lega 3,5 sól­ar­hringa.

Syst­ur­skip­in fjög­ur

Í Kaup­manna­höfn 1959 á leið til Þýska­lands að ­ganga frá samn­ing­ um um s­ míði togar­anna Maí, F ­ reys, Sig­urð­ar og Vík­ings. F.v: Ingv­ar Vil­ hjálms­son, ­Jónas Jóns­son, Stur­laug­ur H. Böðv­ars­son og Er­ling­ur Þor­kels­son. Það var í þess­ari ferð sem Stur­laug­ur var spurð­ur um hluta­féð í SFA.

Skipa­smíða­stöð­in í Brem­er­ haven, sem smíð­aði Vík­ing, ­hafði áður smíð­að fimm tog­ara fyr­ir Ís­ lend­inga og þrír ­þeirra voru syst­ ur­skip Vík­ings en það voru Sig­ urð­ur, sem kom til lands­ins mán­ uði á und­an Vík­ingi, ­Frey og Maí. Sig­urð­ur var upp­haf­lega skráð­ur á Ísa­firði, síð­an í Reykja­vík og síð­ ustu árin í Vest­manna­eyj­um. Það skip hef­ur ver­ið með svip­að­an fer­ il og Vík­ing­ur alla tíð, fyrst á tog­ veið­um en síð­an á nót. Hin skip­in voru seld úr ­landi fljót­lega og ann­að ­þeirra, ­Freyr, kom tals­vert við sögu í þorska­stríð­un­um hér við land und­ir nafn­inu Ross ­Revenge. Hann hýsir nú útvarpsstöðina Radio Caroline úti fyrir Bretlandsströndum.

Í nán­ari lýs­ingu á þess­um skip­ um í sjó­manna­blað­inu Vík­ingi árið 1960 kom m.a. ­þetta fram: „Að­al­vél­in er Wer­spoor-Dies­ el­vél, 2300 hest­öfl við 280 snún­ inga. Vél­in er með ­skiptiskrúfu af „­Escher Wyss“ - gerð, er teng­ing­ in svoköll­uð „Wulk­an ­Kupplung“: Skiptiskrúf­unni er hægt að ­stjórna frá stýr­is­húsi og ­einnig það­an er hægt að taka skrúf­una úr sam­bandi við að­al­vél­ina. Við hana er tengd­ur stór ­rafall og þarf ekki að nota hjálp­ ar­vél­ar til raf­magns­fram­leiðslu, ­hvorki fyr­ir tog­vindu né fyr­ir ljós­ net, þeg­ar ver­ið er á sigl­ingu eða að veið­um. Hjálp­ar­vél­ar eru tvær 200 ha. ­Deutz með 120 Kw ­rafal og ein 70 ha. með 30Kw. ­rafal. Kæli­vél­ar eru tvær af ­Atlas-gerð. Stýr­is­vél er af ­Atlas-gerð. Raf­magns­vökva­drif­ in með tvö­földu ­kerfi. Tog­vind­an er af Ach­gehles-gerð, raf­magns­drif­in, 280 ha., út­bú­in með loft­heml­um og tvö­földu víra­stýri. Í­búð­ir eru all­ar mjög vand­að­ar, mest fjög­urra ­manna her­bergi, en mörg eins og ­tveggja ­manna her­ bergi, ­einnig er sjúkra­her­bergi mið­ skips. Alls eru í­búð­ir fyr­ir 48 menn. Björg­un­ar­bát­ur er fyr­ir 48 menn. Stend­ur hann und­ir ­vinduglu og get­ur einn mað­ur hæg­lega kom­ ið hon­um fyr­ir borð. Sex gúmmí­ björg­un­ar­bát­ar eru fyr­ir 72 menn. Skip­ið er út­bú­ið með toggálg­ um ­beggja meg­in, eins og venju­lega er á ís­lenzk­um tog­ur­um, en kom­ ið hef­ur fyr­ir á sér­stök­um túll­um til að auð­velda að taka inn bobbing­ ana. Frammastr­ið er með rör­stöng­ um en ekki venju­leg­um vönt­um. Aft­urmastr­ið er lít­ið og létt og var kom­ið fyr­ir ofan á stýr­is­hús­inu. Yf­ ir­bygg­ing­in er þrjár hæð­ir. Ofan á stýr­is­hús­inu ­beggja meg­in eru smá­gálg­ar. ­Stefni skips­ins er fram­ hallandi perlu­lag­að. All­ur er frá­ gang­ur hinn vand­að­asti og mjög full­kom­inn.“

75 þús­und urðu 75 millj­ón­ir

Sam­kvæmt heim­ild­um kost­aði Vík­ing­ur ný­smíð­að­ur 41 millj­ón ­króna. Þeg­ar Stur­laug­ur H. Böðv­ ars­son og full­trú­ar út­gerða Maí,

Vík­ingi gef­ið nafn í skipa­smíða­stöð­inni í Brem­er­haven í Þýska­landi 5. maí 1960. (úr mynda­safni haraldarhus.is).

Vík­ing­ur land­ar síld á Siglu­firði 1968. ­Þetta var síð­asta sölt­un á norsk-ís­lenskri síld þar.

­ reys og Sig­urð­ar komu til Þýska­ F lands að ­ganga frá smíða­samn­ ingi var Stur­laug­ur spurð­ur að því hve mik­ið hluta­fé Síld­ar- og fiski­ mjöls­verk­smiðj­unn­ar væri. Stur­ laug­ur svar­aði sam­visku­sam­lega að það væri 75.000 krón­ur enda ­hafði það ekk­ert ver­ið auk­ið eða upp­fært í ára­tugi. Eitt­hvað mis­skildu Þjóð­ verjarn­ir ­þetta og ­töldu það vera 75 millj­ón­ir. Um ­þetta var ekki rætt ­meira og ekki datt Ak­ur­nes­ing­un­ um í hug að leið­rétta ­þetta hjá þeim ­þýsku.

Grænn, rauð­ur og blár

Vík­ing­ur AK 100 var ­lengi fram­ an af grænn á lit eða á með­an hann var í eigu Síld­ar- og fiski­mjöls­verk­ smiðju Akra­ness hf. SFA sem átti

Heima­skaga hf. að ­mestu frá 1971 var sam­ein­að í Har­ald Böðv­ars­son hf. 1991. Þá fékk Vík­ing­ur AK um tíma dökk­blá­an lit eft­ir að sá lit­ ur var inn­leidd­ur á skip HB. Síð­an urðu HB skip­in rauð. Haust­ið 2002 gekk HB inn í sjáv­ar­út­vegs­stöð Eim­ skipa­fé­lags Ís­lands sem varð sjálf­ stætt fé­lag sem ­hlaut nafn­ið Brim hf. Þar voru tvö önn­ur rót­gró­in og öfl­ug sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, Út­gerð­ ar­fé­lag Ak­ur­eyr­inga og Skag­strend­ ing­ur á Skaga­strönd. Það varð síð­ an, við upp­stokk­un Eim­skips, að HB sam­ein­að­ist ­Granda hf. í jan­ ú­ar 2004. ­Nafni ­Granda hf. var þá ­breytt í HB ­Granda hf.og síð­ustu árin hef­ur blár lit­ur þess fyr­ir­tæk­is prýtt Vík­ing AK 100.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.