Sjávarafl 7.tbl 2015

Page 26

Optimar Ísland

selt og flutt í Garðabæinn í húsnæði KAPP ehf

Haraldur Bjarnason

„V

ið rekum fyrirtækin í tvennu lagi, í það minnst fyrst um sinn, meðan við skoðum hvernig þessu verður best fyrir komið í framtíðinni,“ segir Freyr Friðriksson eigandi KAPP ehf véla,- kæliog renniverkstæðis en hann keypti í vor Optimar Ísland, sem framleiðir Optim-Ice ísþykknivélar. Einnig selur Optimar Ísland og þjónustar kæli,frysti,- og vinnslubúnað frá Optimar Stetter og Havyard, MMC í Noregi. Starfsemi Optimar Ísland má rekja allt aftur til ársins 1988 en þá var það stofnað undir móðurfélaginu Kværner í Noregi en nafninu var svo breytt í Optimar Ísland árið 2000. „Kaupin voru gerð í lok maí og við fluttum Optimar úr Stangarhylnum í Árbænum hingað í Miðhraun í Garðabænum í okkar húsnæði í byrjun október. Hér er nóg pláss fyrir bæði fyrirtækin á 1.670 fermetrum. Það hefur því gengið mikið á hér að undanförnu við að bæta heilu fyrirtæki við og flytja það,“ segir Freyr. Stofnaði KAPP og keypti aftur gamla fyrirtækið sitt KAPP var stofnað af hjónunum Frey Friðrikssyni og Elfu Valdimarsdóttur árið 2007 en þá var það lítið innflutningsfyrirtæki. Á þessum tíma var Freyr starfsmaður hjá Agli vélaverkstæði. Það fyrirtæki átti Freyr frá 1999 til 2005 þegar hann seldi Norvik fyrirtækið en keypti það svo aftur 2012 og seldi þá frá sér rafmagns- og heimilistækjaverkstæðið en hélt eftir véla,- renniog kæliverkstæðinu sem hefur svo verið undir nafni KAPP síðan. Víkka sjóndeildarhringinn í kælibúnaðinum KAPP hefur reynslu af vinnu við kælibúnað svo ætla má að kaupin á Optimar falli vel að starfseminni sem fyrir er. „Við höfum verið í kæliþjónustu síðustu tíu ár. Aðallega höfum við þjónustað verslanir og séð um kælingar fyrir bíla

26

SJÁVARAFL NÓVEMBER 2015

og vörukassa. Þá höfum við líka verið talsvert í kælingum í mjólkurbúnaði. Með kaupunum á Optimar stækkum við sjóndeildarhringinn því nú förum við líka að sinna sjávarútveginum. Optimar hefur verið með mikla þjónustu við frystihúsin og skipin, bæði frystiskipin og eins kælingu í lestum fiskiskipa bæði ferskfisktogurum og uppsjávarveiðiskipum. Svo framleiðir Optimar líka ísþykknivélar, sem henta í öll skip og báta og allt niður í smábáta. Við tókum nú bara við Optimar í lok maí og byrjun júní. Ástæðan fyrir því að við keyptum Optimar var að Guðmundur J. Matthíasson, sem átti meirihluta í fyrirtækinu og hafði starfað þar í 22 ár, veiktist skyndilega og vildi selja sinn hlut. Ég keypti Otimar af honum og þeim starfsmönnum sem áttu hluti á móti honum.“ Húsnæðið hentar vel undir starfsemina Hjá KAPP eru 18 starfsmenn og hjá Optimar eru 10 starfsmenn Freyr segist ekki vera búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort fyrirtækin renni saman í eitt eða verði áfram rekin aðskilin eins og nú er. „Við skiptum starfsemini að mestu í tvennt þ.e.a.s.vélaverkstæðið er í austurhluta húsnæðisins og kælideildin ( Optimar ) í vesturhluta húsnæðisins. skrifstofuhaldið er svo sameiginlegt á milli deildanna. Gott að hafa konuna með í þessu líka Freyr hefur verið sjálfstætt starfandi allt frá árinu 1999 þegar hann lauk námi í Danmörku og keypti Egill vélaverkstæði ehf. Kapp stofnaði hann svo ásamt konu sinni, sem fyrr segir, árið 2007. „Elfa kona mín fór svo að vinna í fyrirtækinu fyrir stuttu og það er mjög gott að hafa hana með í þessu öllu,“ segir Freyr og horfir björtum augum á spennandi tíma framundan með nýjum verkefnum og tækifærum.

Freyr Friðriksson framkvæmdastjóri og Trausti Ósvaldsson þjónustustjóri.

Elfa Hrönn Valdimarsdóttir og Freyr Friðriksson Eigendur KAPP ehf & Optimar Island ehf.

SigurbjörnTheodórsson og Haraldur Samúelsson verkstjori renni- og vélaverkstæðis


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Sjávarafl 7.tbl 2015 by Sjávarafl - Issuu