Nútímalegar gamaldags fiskibollur Fiskibollur eru alltaf vinsælar og hafa þær verið fastur liður í matarvenjum Íslendinga frá alda öðli. Hér er uppskrift að fiskibollum þar sem örlítið er búið að breyta til og nútímavæða bollurnar sígildu.
Það sem þú þarft: »» 1,5 kg þorskur »» 2 laukar »» 1 hvítlaukur (heill) »» 3 msk fljótandi kókosolía »» 2 msk maldon salt »» 2,5 tsk hvítur pipar »» 1 msk turmerik »» 2-3 tsk Best a allt krydd »» 2 egg »» 7 msk kartöflumjöl »» Ca 3 dl mjólk
Aðferð Hakkaðu fiskinn og laukinn en það er gott að kreista fiskinn aðeins áður til að minnka vökvamagnið í honum. Allt nema mjólk er hrært vel í hrærivél og svo er mjólkinni bætt saman við smátt og smátt. Það þarf að hræra þó nokkra stund til að fá góða áferð en svo verður maður bara að fara eftir tilfinningunni varðandi þykktina; mjólkurmagnið fer aðeins eftir því hversu mikill vökvi kemur frá fiskinum. Svo er um að gera að smakka líka til að tryggja að það sé nóg krydd. Æfingin skapar meistarann. Steikið bollurnar á vel heitri pönnu í smjöri (með pínu olíu svo þær brenni ekki). Ég set þær svo í pott með smá vatni og sýð í 2-3 mínútur. Notið soðið í sósu. Kartöflur, hrásalat og brún sósa passa auðvitað alltaf með. Önnur uppástunga að meðlæti er nota þessa nýstárlegu sósu sem er svona “fullorðins” og er í bókinni Heilsuréttir Hagkaups en ég held að ég hafi notað fáar Hagkaupsbækur eins mikið eins og hana. »» 2 hvítlauksrif »» 1 stk skallottulaukur (eða smá laukbiti) »» 1 msk fínt saxaður engifer »» 3 msk tamarisósa »» 2 msk hvítvínsedik »» 400 ml kókosmjólk (ein dós) »» 1 tsk kjúklingakraftur »» kókosolía til steikingar (eða önnur hitaþolin) »» salt og nýmalaður svartur pipar »» 1/2-1 búnt kóríander, saxað
Um höfundinn: Hrönn er sjálfstætt starfandi heilsumarkþjálfi sem hefur einlægan áhuga á matargerð þar sem hollusta og einfaldleiki er í fyrirrúmi. Hrönn er með heimasíðuna www.hronn-hjalmars.wordpress.com þar sem hún setur inn uppskriftir og ýmsan fróðleik sem tengist hollustu og heilsufari, ásamt því að bjóða upp á einstaklingsráðgjöf, námskeið og fyrirlestra.
24
sj áva r a f l
febrúar 2015
Fínskerið hvítlauk og engifer og steikið svo í olíu á pönnu. Bætið ediki, tamarisósu og kjúklingakrafti á pönnuna og látið sjóða í smá stund. Kókosmjólk er sett saman við og látið síðan sjóða niður í smá tíma. Þetta er kryddað með salti og pipar og að lokum er fullt af kóríander sett saman við.