Skapandi og skemmtileg Árborg

Page 7

X-S ÁrBorG 2014

7

emmtileg Árborg!

listans í Árborg í námi. Við eigum að gefa nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla kost á að hefja einstaklingsbundið list- eða verkgreinanám til þessa að minnka líkur á brotthvarfi og auka vægi slíks náms í samræmi við áhuga nemendanna og menntunarþarfa atvinnulífsins. Samfylkingin vill auka möguleika á hvíldarþjónustu fyrir fólk með minnissjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Í dagdvölinni Vinaminni er veitt frábær þjónusta fyrir þennan hóp virka daga frá kl. 8-16. Samfylkingin vill bjóða upp á skammtíma sólarhringsþjónustu (t.d. 2 sólarhringa í mánuði) til þess að létta undir með aðstandendum. Með slíkri þjónustu er hægt að lengja þann tíma sem minnissjúkir geta búið heima og auka þannig lífsgæði þeirra og aðstandenda.

Umhverfisvæn Árborg Góð stefnumótun í skipulagsmálum og virk umhverfisstefna getur komið Sveitarfélaginu Árborg í forystu þeirra sem búa íbúum sínum það umhverfi sem fólki líður vel í. Hér er fjölbreytileiki í náttúru og mannlífi frá fjalli til fjöru með öflugum þéttbýlisstað, landbúnaði, búgarðabyggð og tveimur sjávarþorpum. Við eigum að nýta alla þessa kosti og fara vel með náttúruna sem við erum hluti af og byggja upp grænt sveitarfélag í fremstu röð í umhverfismálum og náttúruvernd. Samfylkingin ætlar að: • Hefja framkvæmdir til að koma fráveitumálum í gott lag í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. • Móta vistvæna innkaupastefnu sem leiðir til notkunar umhverfisvænni vara og minni umbúðanotkunar í stofnunum sveitarfélagsins. • Fegra Árborg með plöntun blóma og trjáa, stuðla að bættri umhirðu og vera íbúum þar góð fyrirmynd. • Bæta flokkun sorps til þess að auka úrvinnslu og minnka mengun. • Vinna markvisst að því í samstarfi við fyrirtæki og íbúa að draga úr plastpokanotkun. • Gera tímasetta áætlun um endurbætur á gangstéttum, göngustígum og götum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

Íþrótta- og menningarbærinn Árborg Virk þátttaka í félagsstarfi er hluti af lífsgæðum fólks á öllum aldri. Sveitarfélagið Árborg hefur gott tækifæri til að

verða í forystu á því sviði með samstarfssamningum við fjölbreytt félög í bæjarfélaginu á sviði menningarmála, frístunda- og íþróttastarfs. Þar má nefna öflug félög á borð við ungmennafélög, hestamannafélag, skáta, golfklúbb, leikfélag, skákfélag og björgunarsveitir. Bæta þarf aðgengi með auknum samgöngum um kvöld og helgar ásamt því að leggja til bæði landsvæði og húsnæði til iðkunar. Samfylkingin ætlar að: • Halda áfram markvissri uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar og forgangsraða í samráði við íþróttafélög í sveitarfélaginu. • Bjóða upp á frístundastrætó sem jafnar aðgengi barna til þátttöku í frístundum allsstaðar í sveitarfélaginu. Auk þess verði komið á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins um helgar. • Koma á frístundaskóla í samfellu við skólastarf í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög, þar sem börn geta stundað fjölbreytt áhugamál, hvort sem það eru íþróttir, félagsstarf eða skapandi greinar. • Hækka frístundastyrki í 26.000 kr. fyrir barn á ári. • Halda fjölmenningarhátíð og styðja dyggilega við hverskyns menningarstarf í sveitarfélaginu. • Byggja upp heilsueflandi umhverfi og skipulag sem hvetur íbúa til útivistar og hreyfingar.

Þekkingarbærinn Árborg Menntun er undirstaða framfara. Sveitarfélagið Árborg er í lykilaðstöðu til að verða í forystu hverskyns framfara og aukinna lífsgæða allt frá leikskóla, í gegnum grunnskólann, framhaldsskólann og símenntun fullorðinna. Það er hlutverk sveitarfélagsins að standa vel að sínum menntastofnunum og styðja við vöxt og viðgang hinna. Samfylkingin ætlar að: • Leggja grunnskólabörnum til frí námsgögn frá og með hausti 2014. • Leggja sérstaka áherslu að styrkja grunnskóla sveitarfélagsins með árangur og vellíðan barna að leiðarljósi. • Efla móðurmálskennslu fyrir börn sem eiga annað móðurmál en íslensku. • Bæta tölvukost og upplýsingakerfi skólanna. • Efla kennslu í verkmenntun og skapandi greinum m.a. í gegnum Fab lab. • Leggja áherslu á að stækkun verkmenntahúss FSu verði lokið hið fyrsta. • Auðvelda fólki að ljúka framhaldsskólanámi á fullorðinsárum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.