Page 1

ÁrBorG 2014 Útgefandi: Samfylkingin í Árborg

Maí 2014

SKapandi

oG SKeMMTileG

ÁrBorG

Á næsta kjörtímabili ætlum við meðal annars að: - Stuðla að byggingu leiguíbúða fyrir ungt fólk og tekjulágar fjölskyldur. - Fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og eldri borgara. - Stækka félagsaðstöðu eldri borgara í Grænumörk.

- Byggja upp samgöngumiðstöð á Selfossi með upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn. - Vinna að þvi að Selfossflugvöllur verði miðstöð kennsluflugs og flugnáms.

- Vinna að fjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu.

- Hafa frístundastrætó fyrir börn og unglinga.

- Hækka endurgreiðslur til þeirra sem nota þjónustu dagforeldra

- Koma á almenningssamgöngum innan Árborgar um helgar.

í 40.000 kr. og fjölga leikskólaplássum svo að börn komist fyrr

- Hækka frístundastyrki úr 15.000 kr. í 26.000 kr. á ári.

inn á leikskóla.

- Tryggja að stækkun verknámshúss FSu verði lokið sem fyrst.

- Stofna Fab lab, stafræna smiðju, fyrir fólk og fyrirtæki með áhugaverðar hugmyndir. - Koma fráveitumálum í lag í öllum byggðakjörnum.

- Koma á frístundaskóla til að auka samfellu á milli skóla og tómstunda. - Bæta flokkun sorps til að auka úrvinnslu og minnka mengun.


X-S ÁrBorG 2014

2

Beitum afli Árborgar

- eggert Valur Guðmundsson skipar efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg. Hann segir hugsjónir jafnaðarstefnunnar þurfa að koma sterkar inn í stjórn bæjarins. Jöfnuður skiptir máli til þess að fólki líði vel. Bæjarstjórn þarf að gæta að því að í Árborg ríki jafnræði og lýðræði. Eggert og kona hans, Eygló Har Sigríðardóttir, hafa ný hafið rekstur verslunar í húnæði Olís á Eyrarbakka, eftir að engin verslun hafði verið um stund á þessum fornfræga verslunarstað. „Við fréttum að verslunin væri að loka,“ sagði Eggert „og ákváðum að sækja um til Olís sem valdi að ganga til samninga við okkur. Við ætlum að leggja okkur fram og sjáum svo til hvernig gengur.“ Eggert flutti 12 ára gamall á Hellu og vann frá 16 ára aldri hjá Landsvirkjun á Þjórsársvæði, samfellt í 25 ár. Haustið 2004 flutti hann í Árborg og hefur verið sjálfstætt starfandi að ýmsum verkefnum. Eggert og Eygló eiga samtals 3 börn og 6 barnabörn.

reynsla af sveitarstjórnamálum vegur þungt Áður en Eggert flutti í Árborg hafði hann setið í sveitarstjórn á Hellu, fyrst í Rangárvallahreppi og síðan Rangárþingi ytra, fyrir K-lista félagshyggjufólks, allt frá 1998 til 2004. Hann var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar 2006-2010 og síðan aðalmaður í bæjarstjórn og bæjarráði þetta kjörtímabil sem senn er á enda. Eggert segir reynsluna frá fyrri setu í sveitarstjórn hafa nýst sér vel hér, en samt hafi verið margt sem þurfti að læra í stærra sveitarfélagi. „Ég finn það hvað ég kem miklu sterkari til starfa á næsta kjörtímabili,“ segir Eggert, „ Ég veit betur hvernig kerfið hér virkar, hvernig þarf að standa að málum til að koma þeim áfram og hvaða mál það eru sem þörf er á að vinna að í þessu sveitarfélagi. Í þessu starfi hef ég líka kynnst mjög mörgum, það er mikill fjöldi fólks sem bæjarfulltrúar þurfa að hafa samband við auk þeirra sem leita til bæjarfulltrúa með allskyns mál.“

Vill heitt vatn um allt sveitarfélagið Samhliða bæjarfulltrúastarfinu hefur Eggert setið m.a í framkvæmda- og veitustjórn og þar segist hann vilja fylgja eftir stórum málum. „Ég er mikill áhugamaður um þá góðu stofnun sem Selfossveitur eru,“ segir Eggert „og ég vil endilega að við komum hitaveitu inn á alla þá bæi í sveitinni sem skynsamlegt er að tengja við hitaveitu. Þarna eru líka teknar ákvarðanir um framkvæmdir á vegum bæjarins og á þessu

X-S ÁrBorG 2014 Útgefandi: Samfylkingin í Árborg. 12. tbl. 13. árgangur. Maí 2014. prentun: prentverk Selfossi. Upplag: 3.900 eintök. Ábyrgðarmaður og ritstjóri: Björgvin G. Sigurðsson. Viðtöl og myndir: Soffía Sigurðardóttir. Frambjóðendamyndir á baksíðu: lýður Geir Guðmundsson. ljósmynd á forsíðu: davíð Kristjánsson. auglýsingar: Kristinn M. Bárðarson. www.facebook.com/xsarborg www.xs.is/arborg netfang: xsarborg@gmail.com. Sími: 859-7111 og 562-1900.

kjörtímabili hafa framkvæmdir verið í lágmarki, svo nú þurfum við að endurskoða framkvæmdaáætlun bæjarins og hafa samráð við íbúana um hvaða framkvæmdir verði valdar næst og hvernig staðið verði að þeim. Það skipti miklu máli að vanda til verka og hafa skýrar leikregur um hvernig framkvæmdir eru skipulagðar og hvernig þær eru boðnar út. Árborg má ekki staðna og því þarf bæði framtíðarsýn og fyrirhyggju við framkvæmdir.“

Þetta skiptir allt máli Bæði tekjustofnar og skyldur sveitarfélaga eru bundin í lög og lang stærstum hluta tekna bæjarins er nánast ráðstafað áður en fjárhagsáætlun er samþykkt. Hvaða svigrúm hefur bæjarfulltrúi þá til að hafa áhrif? „Við höfum fyrst og fremst áhrif á forgangsröðina,“ segir Eggert, „bæði í framkvæmdum og þjónustu. Þetta bæjarfélag þarf t.d. að standa sig mun betur í

velferðarmálum. Þau eru skylduverkefni sem á að sinna á mannsæmandi hátt. Svo getur bæjarstjórn beitt sér á margan hátt í málum sem eru ekki bara á hennar könnu. Til viðbótar við að bærinn reki félagslegt húsnæði á hann að þrýsta á um að koma á lausnum sem auðvelda fólki bæði að koma sér upp þaki yfir fjölskyldu sína og gera þetta bæjarfélag að æskilegum búsetukosti. Það er sama hverjir tala við okkur, ungt fólk eða aldrað, að allir nefna húsnæðismál fyrst og svo atvinnumál í forgang og þar á eftir kemur óskalisti af ýmsu því öðru sem fólk langar til að sjá rætast. Mér hefur alla tíð gengið vel að vinna með fólki, og legg mig fram við að hlusta á fólk og vinna úr þeirra óskum.

Gott samfélag er samstarfsverkefni „Ég er gríðarlega ánægður með það nýja fólk sem er að koma til liðs við okkur á framboðslista Samfylkingarinnar,“ segir

Eggert „og sé í þeim fólk sem muni halda áfram að vinna fyrir bæjarfélagið okkar. Það eru svolítið neikvæðar raddir í þjóðfélaginu í garð stjórnmálaflokka, en mér finnst að fólk eigi að meta þá hvern og einn eftir því sem þeir sýna sig í. Í Samfylkingunni er breiður hópur fólks með margvíslega reynslu og það er ómetanlegt í svona flóknu starfi að hafa bakland sem ræðir málin með manni og stendur með manni í starfinu. Það er sama hvað fólk byrjar með góðar hugmyndir, ef það hefur ekki bakland þá nær það ekki árangri. Það er hvorki eins manns verk né hugdetta að vera í bæjarstjórn, það er samstarfsverkefni. Til þess þarf öll stjórnsýsla að vera opin og aðgengileg og kjósendur vel upplýstir. Þar til viðbótar þarf líka að gefa áhugasömu fólki færi á að vinna saman, setja sig betur inn í mál, móta framtíðarsýn og leggja fram hugmyndir að lausnum. Það er það sem góður stjórnmálaflokkur eins og okkar gerir.


X-S ÁrBorG 2014

3

eigum að útskrifa lífsglöð börn - arna Ír Gunnarsdóttir kom inn sem bæjarfulltrúi í Árborg á þessu kjörtímabili. nú gefur hún kost á sér aftur til þess að tryggja að velferð nái til allra íbúa. „Ég hef aldrei þolað óréttlæti og aldrei þolað misskiptingu,“ segir Arna. „Kannski er það þess vegna sem ég valdi að læra félagsráðgjöf. Ég vinn við það alla daga að aðstoða fólk sem mætir ekki jafnsett til leiks og þarf aðstoð við að fóta sig í samfélaginu. Mér finnst okkur öllum bera skylda til að styðja hvert annað og tel að hægt sé að gera mjög vel í því með litlum tilkostnaði ef viðhorfin eru rétt. Ég hef þá trú að farsælt samfélag sé skapað af fólki sem lætur sig aðra varða.“

Þurfum að bæta búsetuþjónustu fatlaðs fólks Arna starfar sem félagsráðgjafi hjá Skóla- og félagsþjónustu Árnesþings, sem öll sveitarfélög í Árnessýslu utan Árborgar eiga aðild að. Þar sinnir hún einkum málefnum fatlaðs fólks, en áður vann hún á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í rúm 8 ár. „Hér í Árborg þarf að spýta í lófana og hefja uppbyggingu á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk strax,“ segir Arna „og hafa um það samstarf við nágrannasveitarfélög. Ég vil sjá að stuðningsúrræði við fjölskyldur fatlaðra barna verði aukin. Til dæmis eiga foreldrar ekki að þurfa að sækja hvíldarúrræði fyrir börn sín til Reykjavíkur. Það þarf líka að mennta vel og hlúa betur að öllu því starfsfólki sem sinnir umönnun, félagslegri heimaþjónustu og liðveislu, með námskeiðshaldi og endurmenntun til að gera fólk hæfara til að veita góða þjónustu. Án vel menntaðs starfsfólks verður þjónustan ekki að því liði sem hún á að geta orðið.“

Hver er ekki sinnar gæfu smiður? Hvað finnt þér að megi helst bæta í velferðarþjónustunni? „Ég er mjög upptekin af börnum,“ svarar Arna, „sérstaklega börnum sem finna sig ekki í því sem samfélagið býður þeim að öllu jöfnu, í skóla, tómstundum og síðar vinnu. Við eigum að geta komið mun fyrr auga á þessi börn og veitt þeim viðeigandi aðstoð á auðveldari og árangursríkari hátt. Mér finnst t.d. mjög mikilvægt að grípa strax til úrræða þegar ungmenni falla út úr skóla og koma þeim fljótt aftur á skrið. Grundvallaratriði er að jafna stöðu barna í samfélaginu. Uppvöxtur ræður svo miklu um það með hvaða grunn við mætum með til leiks þegar á

fullorðinsárum. Börn eru ekki sinnar gæfu smiðir. Þess vegna ber okkur sem samfélagi skylda til að aðstoða þau börn sem þess þurfa ásamt því að styrkja foreldra í sínu hlutverki. Ef við aðstoðum börnin strax erum við að stuðla að því að þau verði hamingjusamir einstaklingar og sátt í eigin skinni. Að auki sparast mikið flóknari og dýrari úrræði síðar.“

Hamingja og lífsgleði er líka árangur „Skólamálin eru mér sérlega hugleikin,“ heldur Arna áfram. „Ég vil að við setjum markið hátt og stefnum að því að gera skólana okkar framúrskarandi, bæði leik- og grunnskólana. Við eigum að byrja á að setja okkur það markmið að fá fleiri leikskólakennara til þess að geta unnið markvissar að lestrarnámi og undirbúningi grunnskóla. Það er hagur í því að auka samfellu milli skóla og tómstundastarfs, vera með tómstundaskóla þar sem börn fá að prófa sig áfram í þeim tómstundum sem eru í boði í sveitarfélaginu, margvíslegum íþróttum, skátum, listgreinum og fleiru. Með því er líklegra að börn finni sig í tómstundum við hæfi. Við eigum líka að hækka tómstundastyrkina. Með því jöfnum við aðstöðu barna til að iðka tómstundir. Það sem er ekki síður mikilvægt er að með því hvetjum við líka til aukinnar

tómstundaþátttöku barna, sem skilar þeim auknum lífsgæðum. Við þurfum líka að koma á tómstundastrætó þannig að börn allsstaðar að úr sveitarfélaginu geti sótt hvaða tómstundir sem er hvert sem er. Minnka þetta akstursálag af foreldrum.“ Örnu er svo mikið niðri fyrir að blaðamaður þarf að hafa sig allan við til að skrifa. „Munum samt það mikilvægasta,“ áréttar Arna: „Markmið skólans á ekki bara að vera námsárangur heldur líka vellíðan barna í skólanum. Við ætlum að útskrifa hamingjusöm og lífsglöð börn með sterka sjálfsmynd. Þau eiga öll að geta litið til baka og fundist þau hafi átt góðan tíma í leik- og grunnskóla.“

endalaus áhugi á samfélaginu og íþróttum Arna er borin og barnfæddur Selfyssingur, faðir hennar er Eyrbekkingur að uppruna og líka ættaður úr Þykkvabæ, en móðir hennar fædd og uppalin á Selfossi. Arna gekk í skóla á Selfossi, varð stúdent frá FSu 1990 og útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá háskólanum í Osló 1996. Hún bjó í Noregi í 8 ár ásamt manni sínum Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt. Þau eiga þrjá syni, 6, 14 og 16 ára, sem allir stunda knattspyrnu. Sjálf æfði Arna bæði fótbolta og handbolta á sínum yngir árum og hefur mikinn áhuga á íþróttum.

„Lífið snýst dálítið mikið um íþróttir og þá sérstaklega fótbolta,“ segir Arna. „Áhugamálin eru pólitík og börn og íþróttir. Sjálf hef mikla þörf fyrir að hreyfa mig og fer þá gjarnan út að hlaupa. Annars hef ég endalausan áhuga á samfélaginu og fólkinu í kringum mig og mér er sérlega umhugað um velferð samferðafólks míns í sveitarfélaginu. Pólitík var aldrei langt undan í fjölskyldunni. Alvöru áhugi á stjórnmálum kviknaði samt í Noregi þegar ég fór að fylgjast með stjórnmálum þar. Tengt náminu fór ég líka að fylgjast með félagsmálastefnum og sá í fyrsta skipti alvöru fyrirmyndir í ungum konum í alvöru stjórnmálum, t.d. Gro Harlem Bruntland sem ég leit mjög upp til. Þetta voru allt jafnaðarkonur. Þarna voru líka komnar konur á mínum aldri þá, um 25 ára, inn á þing og létu sig varða mál sem ég varð svolítið hissa á. T.d. voru þær að krefjast einstaklingsherbergja á hjúkrunarheimilum, en ekki bara að tala um málefni ungs fólks.“

Megum losna við heimóttarskap Var ekki hollt að fara út fyrir landsteinana og kynnast nýjum viðhorfum? „Jú, svo sannarlega“ svarar Arna strax. Það var ansi lærdómsríkt að koma úr jafn vernduðu umhverfi og ég kom úr og fara nánast mállaus í háskólanám. Ég var hrikalega stressuð yfir því hvort ég myndi

yfir höfuð rata í skólann fyrsta daginn, kona sem hafði varla nokkru sinni á ævinni tekið strætó. „Ég varð samt pínu svekkt út í það hvernig Íslendingar töluðu margir niður til Norðmanna, að þeir væru sveitó, Ósló væri stærsti sveitabær í heimi en við hér á Íslandi ofboðslega veraldarvön. Svo fann ég það að Norðmenn litu með virðingu til Íslendinga, það værum við sem hefðum varðveitt arfinn og söguna og værum frændur þeirra og vinir. Við höfðum ekkert efni á þessum derringi. Á þessum tíma var Osló orðin stór borg með um 600 þúsund íbúa, með fólk af öllum þjóðernum. Þarna fór ég smám saman að sjá að við vorum að upphefja okkur, að við þættumst best, kynnum allt og þyrftum ekki að sækja okkur hugmyndir til útlanda. Við bárum ekki virðingu fyrir nágrönnum okkar, bræðrum og systrum. Okkur vantar oft auðmýkt, af því við getum lært svo margt af nágrannalöndum okkar. Metnaður er góður en dramb ekki. Mér finnst sérlega jákvætt hvað ungt fólk er duglegt að fara erlendis til þess að dvelja þar um stundarsakir við nám og störf. Ég held að það sé sérstaklega mikilvægt fyrir litla þjóð eins og okkur að ná okkur í innblástur erlendis frá og blanda honum við allt það góða sem við höfum hér.“


X-S ÁrBorG 2014

4 Þau eru að kjósa í fyrsta sinn.

af hverju X-S í Árborg?

Golfið kemur sterkt inn á vordögum Magnús Gísli Sveinsson er í 12. sæti S-listans í Árborg. Hvað vinnur þú við? Ég er sundlaugarvörður Sundhöll Selfoss

eva Grímsdóttir, 19 ára landsliðskona í fimleikum og nemi: Mér líst vel á fólkið.

Gunnar Karl Ólafsson, 20 ára plötusnúður og nemi: Ég ætla setja X við S, fólk sem ég treysti fyrir framtíð sveitarfélagsins.

Sandra Silfá ragnarsdóttir, 22 ára leikskólaleiðbeinandi: Stefnuskráin hjá þeim er flott og má þar nefna leikskólamál, málefni aldraðra, fatlaðra og atvinnumál. Ég trúi að Samfylkingin geti stefnt sveitarfélaginu í betri átt og við verið stolt af því að vera íbúar í Árborg.

Það þarf að byggja samgöngumiðstöð í Árborg

í

Hvað ertu menntaður? Ég er menntaður múrarameistari, starfaði við það í 25 ár, og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst í febrúar 2013 Fjölskylduhagir? Kvæntur Lindu Björgu Perludóttur stuðningsfulltrúa í Vallaskóla, Börn okkar eru Dagur Fannar Magnússon 21 árs, Daldís Perla Magnúsdóttir 18 ára og Sveinn Atli Magnússon 9 ára, tvö tengdabörn (Þóra Gréta unnusta Dags og Arnar unnusti Daldísar) eitt barnabarn hún Kristbjörg Lilja Dagsdóttir Áhugamál? Fjölskyldan, fótbolti, golf er að koma sterkt inn nú á vordögum, matur, ferðalög, útivist, veiði (skot og fisk), les einnig mikið af bókum og fylgist með flestum íþróttum. Uppáhalds tónlist? Er nánast alæta á tónlist, fer mikið eftir í hvernig skapi karlinn er, U2, AC/DC, ABBA, Elvis, Ramstein, Sálin, Ný Dönsk svo nokkuð sé nefnt af því helsta.

Líkar vel í Árborg? Já prýðilega. Er fæddur og uppalinn á Selfossi og hef líkað það vel öll þessi ár, sérstaklega gaman að vera barn á Selfossi enda margt að gera og mikið við að vera fyrir börnin.

Af hverju S-listinn? Fyrst og fremst gott og traust fólk, sem ég treysti til að framfylgja þeim stefnumálum sem S-listinn leggur áherslu á í komandi kosningum og ég veit að verður íbúum Árborgar til góða.

Ég vil að öll börn komist 12 mánaða á leikskóla

- segir Kristrún Helga Jóhannsdóttir sem skipar 7. sæti S-listans í Árborg

Þóra andrea Þórðardóttir, 18 ára framhaldsskólanemi: Vegna þess að ég tel að málaskrá flokksins höfði til langflestra ef ekki allra íbúa Árborgar.

María Skúladóttir, 20 ára líffræðinemi: Af því að ég tel að stefna þeirra í umhverfisog skipulagsmálum geti komið sveitarfélaginu í toppmál.

Kristrún er 21 árs gömul móðir og á eina dóttur, Sóleyju Freyju sem verður 10 mánaða þann 23. maí. Kristrún leggur stund á nám til þess að ljúka stúdentsprófi og stefnir á Háskólabrú Keilis í haust. „Draumurinn er svo annað hvort á að sökkva mér ofan í grunn- eða leikskólakennaranám eða þá fjölmiðlafræði, fer bara eftir því hvað kitlar mig mest þegar að því kemur“, segir Kristrún. „Ég hef unnið við ýmis afgreiðslustörf og á leikskóla þangað til dóttir mín kom í heiminn. Það var þar sem áhuginn á barnauppeldi og réttindum barna kviknaði. Þessi áhugi magnaðist upp þegar afkvæmið mætti á svæðið og er það líklegast sambland af þessum tveimur lífsreynslum sem gerir það að verkum að þau mál eru mér svona hjartnæm,“ bætir hún við. Af hverju fer ung kona í framboð og hvað réði því að þú starfar með Samfylkingunni?

sanngjarnastan máta fyrir okkur öll, þar sem allir eru jafnir og líður vel. Þar sem eitthvað er í boði fyrir alla og að hver sem er geti fundið sig. Ég er Selfyssingur í húð og hár og hér vil ég vera.“

„Hjartað í mér slær algörlega vinstra megin og legg ég mikla áherslu á jöfnuð allra í samfélaginu. Það sem brennur heitast á mér þessa stundina eru réttindi foreldra, bæði einstæðra og þeirra sem eru í hjúskap, ásamt réttindum námsmanna. Eitt af þeim málum sem mér finnst þurfa að koma lagi á í sveitarfélaginu Árborg er að koma öllum börnum inn á leikskóla 18 mánaða, helst 12 mánaða og vona ég innilega að á næstu árum verði réttu skrefin tekin í átt að því. Ég fór í framboð af því að mig langaði að taka þátt í að móta sveitarfélagið okkar á sem

Hver eru áhugamálin? „Áhugamálin mín eru númer 1, 2 og 3 allt sem viðkemur barnauppeldi, á þessari hillu fann ég mig algjörlega og hef brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur börnum. Einnig finnst mér gaman að lesa góða bók, fara út að ganga eða hjóla í fallegu umhverfi. Ég er mikill dýravinur og þykir gaman að öllum dýrum.“ Hvað er það besta við Árborg? „Það sem mér finnst vera einn af helstu kostum Árborgar er að hér er gott að ala upp börn og mörg tækifæri sem bjóðast unga fólkinu okkar. Þetta er afslappað sveitarfélag þar sem flestir þekkjast og vinalegt viðmót verður manni hvar á vegi sem er,“ segir Kristrún Helga.

Anton Örn Eggertsson er í 6. sæti S-listans í Árborg. Anton er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Flutti til Reykjavíkur fyrir þremur árum og tók að sér starf rekstrarstjóra kaffihúss og rak það í 2 ár. „Eftir það ákvað ég að breyta aðeins til, flytja í Árborg og vinn ég nú í eldhúsinu í Tryggvaskála. Það er gaman að vinna í Skálanum. Þetta er metnaðarfull og vaxandi starfsemi í þessu sögufræga húsi sem nú er aftur farið að þjóna gestum og gangandi sem fyrsta flokks veitingahús,“ segir Anton. Hver eru helstu áhugamálin? „Mín helstu áhugamál eru matseld, íþróttir, tölvur og tækni og allt sem að því snýr.“ Hvað er brýnast að gera í Árborg á næst árum? „Það er af mörgu að taka og erfitt að velja eitthvert eitt málefni fram yfir eitthvað annað sem telst brýnna en hitt. Eitt af þessum málum er að koma á fót samgöngumiðstöð í Árborg í samvinnu við ríkið. Miðstöð þar sem við getum tekið á móti rútum með innlendum og erlendum ferðamönnum með sóma. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein og Árborg þarf að ráðast í átak á mörgum sviðum til að standa sig í stykkinu þar. Það eru meiriháttar tækifæri fyrir höfuðstað Suðurlands í ferðaþjónustunni og ég mun leggja mikla áherslu á þau mál,“ segir Anton Örn. Málaskrá S-listans á pólsku:

Samfylkingin oferuje swoich kandydatów dla zapewnienia Gminie Árborg pierwszeństwa. Rolą samorządu jest wspieranie dobrobytu swoich obywateli. Można to zrobić na dwa sposoby: poprzez dostarczenie szeregu usług, a tym samym do prowadzenia praktyki w sposób,w którym promuje spójność społeczności i gdzie panuje dobre samopoczucie. Málaskrá S-listans á pólsku er að finna á xs/arborg.is


X-S ÁrBorG 2014

5

Vil sjá fjölbreyttari atvinnutækifæri í Árborg Svava Júlía Jónsdóttir skipar 5. sæti S-listans. Svava Júlía er 37 ára gömul, vinnur sem atvinnuráðgjafi hjá Vinnumálastofnun Suðurlandi, fædd og uppalin á Selfossi. Að loknu háskólanámi þá starfaði hún við grunnskólakennslu þar til hún hóf störf hjá Vinnumálastofnun. Hún er gift Ingvari Örlygssyni húsasmiði og á einn son, Daníel Mána. Svava Júlía er ný á listanum og er að taka sín fyrstu skref í pólitíkinni. Menntun Svövu eftir stúdentspróf frá FSu er B.S viðskiptafræði, M.S mannauðsstjórnun og grunn- og framhaldsskólakennsluréttindi. Svava Júlía leggur áherslu á atvinnumálin og henni eru mjög hugleikin atvinnumál kvenna og ungs fólks. Svava Júlía vill sjá betri aðstæður fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf í Árborg auk þess sem hún telur brýnt að framkvæmdir komist aftur í gang í sveitarfélaginu því þær hafa margvísleg áhrif á vöxt og viðgang atvinnulífsins í heild sinni. Þá leggur hún mikla áherslu á að öll börn geti stundað tómstundir, íþróttir og tónlistarnám óháð efnahag fjölskyldunnar. Hvað er best við að búa í Árborg? Það er nú svo margt! Hér er gott mannlíf og fallegt umhverfi. Skólarnir eru góðir og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Hvaða mál brenna á þér? Atvinnumálin. Ég vil að allir eigi möguleika á að fá vinnu við hæfi. Það er fátt eins niðurbrjótandi fyrir fólk og atvinnuleysi auk þess sem það er mikilvægt fyrir samfélagið að allir fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Mér finnst t.d. mikilvægt fyrir okkur hér í Árborg að konur hafi fjöl-

Sirrý á kvennakvöldi S-listans í Árborg Kvennakvöld S-listans í Árborg verður haldið í kosningamiðstöð okkar á Eyravegi 15 Selfossi föstudaginn 23. maí. Húsið opnar kl. 20:00. Fjölbreytt dagskrá. Söngur, gleði og gamanmál. Gestur kvennakvöldsins verður fjölmiðlakonan Sirrý. Auk þess láta konurnar á S-listanum ljós sitt skína. Léttar veitingar í föstu og fljótandi formi. Allar konur velkomnar og hvattar til að mæta.

ragnheiður Hergeirsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar skipar heiðurssæti listans, 18. sætið Af hverju eiga kjósendur að merkja X við S í Árborg í vor? Ef þú vilt - ábyrga fjármálastjórnun þar sem skattpeningar eru nýttir á gegnsæjan og skynsamlegan hátt í þágu fólksins í sveitarfélaginu - samfélag þar sem öll börn eiga jöfn tækifæri til þátttöku í skólastarfi og tómstundum óháð efnahag fjölskyldunnar - samfélag þar sem aldraðir búa við öryggi og sjálfræði og fá þjónustu eftir þörfum - traustar undirstöður fyrir blómlegt atvinnulíf og störf fyrir fólk á öllum aldri - menningarlíf sem nærir og styrkir bæði einstaklinga og samfélagið í heild - að Árborg standi undir nafni sem höfuðstaður Suðurlands þá er X-S besti kosturinn ! breyttari atvinnutækifæri og að við tengjum betur saman skóla og atvinnulíf og styðjum á margvíslegan hátt við unga fólkið sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.

félagi eins og Árborg. Ég vil hafa áhrif og vinna jafnt og þétt í að skapa sem bestar aðstæður til þess að hver og einn íbúi njóti sín að búa í jafn fallegu sveitarfélagi og Árborg er.

Hvað fær unga konu til að hella sér í stjórnmálin? Það skiptir svo miklu máli hvernig sveitarfélagi er stjórnað og ég er ósátt við aðgerðaleysi meirihlutans sem hefur verið á þessu kjörtímabili. Kúkurinn í áramótaskaupinu er t.d. eitt dæmið um þetta aðgerðaleysi og líka má nefna aðgerðaleysi í húsnæðismálum og velferðarmálum almennt. Þessi mál verða að vera í lagi í stóru sveitar-

Af hverju Samfylkingin? Stefna Samfylkingarinnar er í samræmi við mína lífsskoðun. Hún er flokkur sem leggur áherslu á velferðarmálin og vinnur að jöfnuði. Mín hugsjón er að stuðla að því að öll börn í sveitarfélaginu geti búið við góðar aðstæður, stundað tómstundir, íþróttaiðkun og tónlistarnám, óháð efnahag fjölskyldunnar.

Við erum með raunhæfar hugmyndir um öflugan leigumarkað og ný atvinnutækifæri Það sem mér þykir skipta miklu máli núna snýr að atvinnu og húsnæðismálum. Þau eru hvað mikilvægust og ég tel að Samfylkingin geti stuðlað að því að gera góðan bæ betri enda hefur framboðið skýra og ferska sýn á atvinnumálin og raunhæfar hugmyndir til að stuðla að uppbyggingu á öruggum og öflugum leigumarkaði þar sem fólk getur leigt til lengri tíma á sanngjörnum kjörum. Hermann Dan Másson, nemi, skipar 14. sæti S-listans í Árborg.

„Málefni fatlaðs fólks eru mér hugleikin. Mér finnst mikilvægt að sveitarfélagið fjölgi búsetuúrræðum í samræmi við biðlista og efli enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Annað sem brennur á mér er að efla þarf verulega atvinnulífið í Árborg með öllum ráðum. Við þurfum að rjúfa kyrrstöðu í atvinnumáum með framsýni og ferskum hugmyndum. Ég tel að opna þurfi verulega stjórnsýslu sveitarfélagsins og stuðla að virkari þátttöku íbúa í málefnum þess.“ Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, skipar 11. sæti S-listans í Árborg


X-S ÁrBorG 2014

6

Skapandi og ske

Málefnaskrá S-l Skapandi skref í atvinnumálum Sveitarfélagið Árborg er í forystu í atvinnu og þjónustu á Suðurlandi. Hér er stærsti þjónustukjarni svæðisins með viðamestu stofnanirnar og íbúafjölda sem spannar þekkingu og fjölbreytni í atvinnulífi. Um þetta ætlar Samfylkingin að standa vörð, hlúa að þeim sem fyrir eru og skapa aðstæður fyrir nýja starfsemi. Samfylkingin ætlar að: • Stofna Fab lab með aðstöðu og aðstoð við nemendur, fyrirtæki og íbúa með áhugaverðar hugmyndir. • Byggja upp samgöngumiðstöð á Selfossi með upplýsingaþjónustu fyrir ferðafólk. • Fara í öflugt átak fyrir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og kynna sögustaði þess og náttúruperlur. • Vinna að því að Selfossflugvöllur verði miðstöð fyrir kennsluflug og flugskóla. • Standa vörð um öfluga þjónustu mikilvægra ríkisstofnana í sveitarfélaginu. • Stuðla að því að koma upp orkustöðvum fyrir umhverfisvæna orkugjafa, m.a. fyrir rafbíla og metanbíla.

Fab lab (Fabricational laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab lab smiðja gefur fólki á öllum aldri, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og gera hugmyndir að veruleika með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar smiðju. Ábyrg fjármálastjórnun og gegnsæ stjórnsýsla Sveitarstjórn er skipuð lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem fara með framkvæmd málaflokka og bera ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins í umboði kjósenda. Þetta hlutverk ber þeim að rækja með góðri upplýsingagjöf, reglubundnu samráði við íbúana og með ábyrgri meðferð fjármuna. Sveitarfélagið Árborg á að hafa forystu um íbúalýðræði þar sem fólk finnur að það hafi áhrif á þróun mála í samráði við kjörna fulltrúa. Samfylkingin ætlar að: • Auka gegnsæi stjórnsýslu með því að bæta aðgengi íbúa að upplýsingum um málefni sveitarfélagsins og veita aðgang að hljóðritun af fundum bæjarstjórnar. • Halda reglubundna íbúafundi til að veita upplýsingar og gefa fólki kost á að hafa áhrif

á stefnumótun og rekstur bæjarfélagsins og aukinni ákvarðanatöku í nærumhverfi sínu. • Gæta stjórnfestu í rekstri sveitarfélagsins og tryggja hagsýni í meðferð fjármuna þess. • Tryggja virkni íbúaráða (hverfa- og ungmennaráð) með skipulögðum fundum með bæjarstjórn. • Koma á fót atvinnumálaráði, öldungaráði og fjölmenningarráði til að búa til vettvang fyrir framsækni og þróun sveitarfélagsins.

Velferðarbærinn Árborg Hlutverk sveitarfélaga er að hlúa að velferð íbúa sinna og gæta að félagslegu réttlæti. Þar getur Sveitarfélagið Árborg orðið í forystu með því að standa vel að þjónustu við fjölskyldur, svo hér sé gott að búa með börn, gaman að vaxa upp, fjölbreytta atvinnu og þjónustu að hafa og hægt að treysta á umönnun þegar þarf. Vellíðan fólks felst í samfélagi þar sem fólk stendur saman og sýnir hvert öðru virðingu og umhyggju og þar á bæjarstjórn að ganga á undan með góðu fordæmi. Samfylkingin ætlar að: • Hækka endurgreiðslur til þeirra sem nota þjónustu dagforeldra í 40.000 kr. og vinna að fjölgun leikskólaplássa svo börn komist yngri inn á leikskóla. • Standa þétt við bakið á fjölskyldum ungmenna sem eiga erfitt með að fóta sig í námi og veita þeim strax úrræði til að komast til áframhaldandi náms eða starfa.* • Stuðla að byggingu leiguíbúða fyrir ungt fólk og tekjulágar fjölskyldur, með því að leiða saman lífeyrissjóði, búsetufélög og byggingafyrirtæki til að mynda traustan leigumarkað. • Fara strax í að undirbúa fjölgun húsnæðiskosta með þjónustu fyrir fatlað fólk. • Stækka félagsaðstöðu aldraðra með því að byggja við í Grænumörk. • Sjá til þess að hjúkrunar- og dvalarrýmum fyrir aldraða verði fjölgað og þörf fyrir þau mætt. • Bjóða upp á skammtíma sólarhringsþjónustu í dagdvöl aldraðra í Vinaminni.* • Auka stuðningsúrræði við fjölskyldur fatlaðra barna. Samfylkingin vill að ungmenni á aldrinum 16-18 ára fái þjónustu og ráðgjöf hjá fagfólki skóla- og félagsþjónustu Árborgar ef hin hefðbundnu námstilboð henta ekki. niðurstaðan gæti falið í sér t.d. nám á vinnustað, blöndu af námi á vinnustað og bóknámi eða aðrar sveigjanlegar námsleiðir. Með markvissu samstarfi milli Árborgar og FSu er hægt að auka samfellu


X-S ÁrBorG 2014

7

emmtileg Árborg!

listans í Árborg í námi. Við eigum að gefa nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla kost á að hefja einstaklingsbundið list- eða verkgreinanám til þessa að minnka líkur á brotthvarfi og auka vægi slíks náms í samræmi við áhuga nemendanna og menntunarþarfa atvinnulífsins. Samfylkingin vill auka möguleika á hvíldarþjónustu fyrir fólk með minnissjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Í dagdvölinni Vinaminni er veitt frábær þjónusta fyrir þennan hóp virka daga frá kl. 8-16. Samfylkingin vill bjóða upp á skammtíma sólarhringsþjónustu (t.d. 2 sólarhringa í mánuði) til þess að létta undir með aðstandendum. Með slíkri þjónustu er hægt að lengja þann tíma sem minnissjúkir geta búið heima og auka þannig lífsgæði þeirra og aðstandenda.

Umhverfisvæn Árborg Góð stefnumótun í skipulagsmálum og virk umhverfisstefna getur komið Sveitarfélaginu Árborg í forystu þeirra sem búa íbúum sínum það umhverfi sem fólki líður vel í. Hér er fjölbreytileiki í náttúru og mannlífi frá fjalli til fjöru með öflugum þéttbýlisstað, landbúnaði, búgarðabyggð og tveimur sjávarþorpum. Við eigum að nýta alla þessa kosti og fara vel með náttúruna sem við erum hluti af og byggja upp grænt sveitarfélag í fremstu röð í umhverfismálum og náttúruvernd. Samfylkingin ætlar að: • Hefja framkvæmdir til að koma fráveitumálum í gott lag í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. • Móta vistvæna innkaupastefnu sem leiðir til notkunar umhverfisvænni vara og minni umbúðanotkunar í stofnunum sveitarfélagsins. • Fegra Árborg með plöntun blóma og trjáa, stuðla að bættri umhirðu og vera íbúum þar góð fyrirmynd. • Bæta flokkun sorps til þess að auka úrvinnslu og minnka mengun. • Vinna markvisst að því í samstarfi við fyrirtæki og íbúa að draga úr plastpokanotkun. • Gera tímasetta áætlun um endurbætur á gangstéttum, göngustígum og götum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

Íþrótta- og menningarbærinn Árborg Virk þátttaka í félagsstarfi er hluti af lífsgæðum fólks á öllum aldri. Sveitarfélagið Árborg hefur gott tækifæri til að

verða í forystu á því sviði með samstarfssamningum við fjölbreytt félög í bæjarfélaginu á sviði menningarmála, frístunda- og íþróttastarfs. Þar má nefna öflug félög á borð við ungmennafélög, hestamannafélag, skáta, golfklúbb, leikfélag, skákfélag og björgunarsveitir. Bæta þarf aðgengi með auknum samgöngum um kvöld og helgar ásamt því að leggja til bæði landsvæði og húsnæði til iðkunar. Samfylkingin ætlar að: • Halda áfram markvissri uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar og forgangsraða í samráði við íþróttafélög í sveitarfélaginu. • Bjóða upp á frístundastrætó sem jafnar aðgengi barna til þátttöku í frístundum allsstaðar í sveitarfélaginu. Auk þess verði komið á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins um helgar. • Koma á frístundaskóla í samfellu við skólastarf í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög, þar sem börn geta stundað fjölbreytt áhugamál, hvort sem það eru íþróttir, félagsstarf eða skapandi greinar. • Hækka frístundastyrki í 26.000 kr. fyrir barn á ári. • Halda fjölmenningarhátíð og styðja dyggilega við hverskyns menningarstarf í sveitarfélaginu. • Byggja upp heilsueflandi umhverfi og skipulag sem hvetur íbúa til útivistar og hreyfingar.

Þekkingarbærinn Árborg Menntun er undirstaða framfara. Sveitarfélagið Árborg er í lykilaðstöðu til að verða í forystu hverskyns framfara og aukinna lífsgæða allt frá leikskóla, í gegnum grunnskólann, framhaldsskólann og símenntun fullorðinna. Það er hlutverk sveitarfélagsins að standa vel að sínum menntastofnunum og styðja við vöxt og viðgang hinna. Samfylkingin ætlar að: • Leggja grunnskólabörnum til frí námsgögn frá og með hausti 2014. • Leggja sérstaka áherslu að styrkja grunnskóla sveitarfélagsins með árangur og vellíðan barna að leiðarljósi. • Efla móðurmálskennslu fyrir börn sem eiga annað móðurmál en íslensku. • Bæta tölvukost og upplýsingakerfi skólanna. • Efla kennslu í verkmenntun og skapandi greinum m.a. í gegnum Fab lab. • Leggja áherslu á að stækkun verkmenntahúss FSu verði lokið hið fyrsta. • Auðvelda fólki að ljúka framhaldsskólanámi á fullorðinsárum.


X-S ÁrBorG 2014

8

ljósmóðirin vill taka vel á móti öldruðu fólki

- Guðlaug einarsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar. Hún vill komast í bæjarstjórn til að koma í verk byggingu nýs hjúkrunarheimilis og bæta heimahjúkrun og þjónustu við aldrað fólk.

Þegar frambjóðendahópur Samfylkingarinnar settist niður saman og fór að ræða málefni og áherslur á komandi kjörtímabíli sveitarstjórnar, þá kom fljótt í ljós að í röðum nýrra þátttakenda var Guðlaug kona sem vann skipulega og málefnalega og sýndi sig í að vera ekki fisjað saman.

Formæðurnar sjósóknarkonur Úr hverju er Guðlaug gerð? „Ég er komin af Barðstrendingum og Breiðfirðingum, bændum og sjómönnum,“ segir Guðlaug. Við Breiðafjörð tíðkaðist að konur stunduðu sjómennsku til jafns við karla og föðuramma Guðlaugar var formaður á báti móður sinnar. Langalangamma hennar í móðurætt var á hákarlalegu. Eitt sinn er hún kom heim af hákarlalegunni voru pils hennar svo gaddfrosin að hún komst ekki upp um stigaopið upp á baðstofuloftið og gaf því barni sínu brjóst standandi í stigagættinni. Harðræðið var orðið heldur minna þegar Guðlaug var að vaxa upp, en hún stundaði samt sjóinn eins og formæður hennar og var á grásleppuveiðum með föður sínum og systkinum öll sumur 12 til 18 ára. „Ég var agalega sjóveik fyrst, en sjóaðist svo,“ segir Guðlaug frá „mest var ég kúttari og

svo þegar heim var komið þá verkuðum við hrognin, sigtuðum þau, söltuðum og pækluðum.“ Blaðamaður úr Flóanum þarf skýringu á því hvað sé að vera kúttari. Það er að sægja hrognin úr grásleppunni og setja þau í sekki eða tunnur. Guðlaug vann öll almenn sveitastörf frá barnæsku og grípur enn í þau þegar hún heimsækir móður sína, sem nú er orðin ekkja og býr ein með sauðfjárbú á jörð fjölskyldunnar að Seftjörn á Barðaströnd. Hún sótti barnaskóla í sveitinni, en þurfti að ljúka náminu í heimavistarskóla á Reykholti og fór síðan í fjölbrautaskóla. Komin til Reykjavíkur eignaðist hún sitt fyrsta barn viku eftir að hún útskrifaðist með stúdentspróf. Með átta mánaða barn sitt hóf hún háskólanám í hjúkrunarfræði og hélt beint áfram í ljósmóðurnám, sem hún hafði stefnt að frá því hún var 7 ára gömul.

Vinnuþjarkurinn varð líka atvinnulaus „Ég er ógreindur tvíburi“ segir Guðlaug og bætir við þeirri skýringu að svo sé það kallað þegar ekki hafi verið greint á meðgöngu að von væri á tvíburum. Móðir hennar ól 8 börn og þar af eina tvíbura. Sjálf á Guðlaug líka tvíbura. Eftir nám sitt fór Guðlaug til Hollands og vann þar á einkarekinni fæðingarstofnun. „Það stafaði af því að ég hafði mikinn áhuga á heimafæðingum og var

að afla mér reynslu á því sviði,“ segir Guðlaug. „Ég stefndi alltaf á að starfa hér á Íslandi og svipaðist um eftir góðri fæðingardeild og þess vegna réði ég mig hingað á fæðingardeildina á Selfossi. Ég flutti síðan til Danmerkur í fjögur ár meðan maðurinn minn, Jón Friðrik Matthíasson, var í framhaldsnámi og eignaðist þar þrjú börn á einu og hálfu ári og kom heim með sex manna fjölskyldu árið 2005. Þá keyptum við okkur hús á Eyrarbakka, á þeim tíma þegar húsnæðisverð var hæst. Ég fór þá aftur að vinna sem ljósmóðir, en varð fljótt formaður Ljósmæðrafélagsins og vann við það að aðalstarfi í 6 ár, sem er hámarkstími formanns í því félagi. Þegar ég hætti formennskunni, varð ég atvinnulaus í 7 mánuði, af því að á árinu 2011 var slíkt aðhald í öllu heilbrigðiskerfinu að nýtt fólk var ekki ráðið til starfa. Það var merkileg reynsla að vera atvinnulaus.“ Nú starfar Guðlaug sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi, hleypur stundum undir bagga í ljósmóðurstörfum og er verkefnisstjóri í mannauðsmálum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Berst fyrir sitt fólk „Hingað á bráðamóttökuna kemur allskonar fólk, bráðveikt og slasað, en stór hluti er samt fólk sem er að byrja að missa heilsuna þegar aldurinn færist yfir.

Það er agalegt að sjá hvernig fólk fyllist kvíða við það að heilsan bili, kvíða vegna óvissunnar um það hvaða þjónustu það muni fá og hvort það muni geta komist inn á hjúkrunarheimili þegar þess þarf. Þetta er minn nýi skjólstæðingahópur,“ segir Guðlaug og bætir við „fyrir þennan hóp vil ég berjast. Það er hægt að gera svo miklu betur í öldurnarþjónustu og það bæði þarf og á að gera það.“

Vill nýta þekkingu sína og reynslu Guðlaug segir reynsluna af formannstíð sinni hjá Ljósmæðrafélaginu hafa fært sér þekkingu og færni í því hvernig hægt sé að berjast fyrir og ná árangri fyrir skjólstæðinga sína innan heilbrigðiskerfisins. Það hafi ekki gerst fyrirhafnarlaust. „Þessa kunnáttu mína vil ég nýta í starfi sem bæjarfulltrúi í Árborg,“ segir Guðlaug ákveðin. „Það er hlutverk bæjarstjórnar að vera öflugur þrýstihópur gagnvart ríkisvaldinu og eins að veita íbúum sínum góða þjónustu. Þess vegna verður bæjarstjórn að beita sér fyrir því að hér sé rekin góð heilbrigðisþjónusta og þar er verkefni hennar númer eitt að sjá til þess að við fáum hingað nýtt hjúkrunarheimili.“


X-S ÁrBorG 2014

9

eigum að setja markið hátt - Viktor Stefán pálsson skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg. Hann vill hafa áhrif á að hér byggist upp samfélag sem er fullt af tækifærum og gaman að búa í. Viktor segir að hann hafi íhugað vel og vandlega stöðu sína áður en hann sló til og fór í framboð. „Ég samþykkti það gegn því að vera nógu ofarlega þannig að ég gæti bæði haft áhrif á stefnu og starfið eftir kosningar,“ segir Viktor. „Mig langar til að hafa áhrif á samfélag mitt og fjölskyldu minnar á þann hátt að um leið og ég bý í haginn fyrir þau þá sé það hagur hinna íbúanna líka.“

Það vantar veglegt íþróttahús Viktor er mikill áhugamaður um íþróttir og situr í framkvæmdastjórn Ungmennafélags Selfoss. „Ég tel að það vanti fjölnota íþróttahús í sveitarfélagið“ segir Viktor. „En ég geri mér alveg grein fyrir að aðrar íþróttagreinar þurfa líka að fá bætt úr sinni aðstöðu, þannig er aðstaða fimleikadeildarinnar löngu sprungin og sárlega vantar að bæta aðstöðuna í Vallaskóla. Þá geri ég mér grein fyrir því að húsnæði til íþróttaiðkunar á ströndinni er ekki uppá marga fiska. Málið er að forgangsraða framkvæmdum í samráð við ungmenna- og íþróttafélögin, þau verða að leggja línuna um hvaða verkefni mikilvægast er að byrja á, því þekkingin er hjá félögunum, enda veit ég að búið er að leggja í vinnu við að skoða þessi mál innan ungmennafélagsins. Við þurfum að koma okkur saman um stefnu til framtíðar.“ Fyrir nokkrum árum var gerð skýrsla með heildarúttekt á íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu og þörfinni fyrir hana. Hún sýndi að mjög víða þurfti að bæta úr. Ef ég man rétt þá var þar lagt til að fjölnotahús ætti að vera komið, í það minnsta átti það að vera í byggingu. „Samanburður sýnir að aðstaða í sambærilegum sveitarfélögum og jafnvel mörgum minni, er betri en hér í Árborg“ segir Viktor og sígur á honum brúnin. „Við í Árborg eigum ekki að láta við svo búið sitja. Við eigum að setja okkur metnaðarfull markmið og einbeita okkur að því að ná þeim og bjóða uppá fyrsta flokks aðstöðu fyrir börnin okkar.“

Þurfum að finna okkur sem eina heild Viktor telur að gera þurfi meira úr samstarfi ungmennafélaganna og bjóða þurfi börnum og ungmennum á ströndinni upp á verkefni við hæfi, „Ég sé börn úr sveitunum í kring koma hingað á Selfoss til að taka þátt í íþróttaog félagsstarfi. Það dregur ekki úr því að ungmennafélögin þeirra séu virk,“ segir Viktor. „Ég hefði viljað sjá fleiri börn

Viktor með börnum sínum, f.v. Brynhildur Sif, Glódís Ólöf og Anton Breki. og ungmenni frá Eyrarbakka og Stokkseyri í öflugri þátttöku á Selfossi og velti fyrir mér hvað valdi, hvort það sé eitthvað sem hamli þau í því, eða allavega hvetji þau ekki til slíks. Við þurfum að finna jafnvægi milli þess að bjóða upp á aðstöðu og æfingar í nærumhverfinu og þess að nýta þá aðstöðu og öfluga starf sem boðið er uppá á Selfossi. Það hlýtur að vera vilji allra að börnin þeirra fái verkefni við hæfi og fái að þroskast og eflast. Hins vegar er bæjarfélagið stórt og ekki eiga allir kost á því að skutla börnum sínum úr og í æfingar eða annað tómstundaog félagsstarf. Því er nauðsynlegt að koma upp betri samgöngum milli bæjarhlutanna þannig að allir geti fundið sér verkefni við hæfi, ég tel að tómstundastrætó myndi breyta þar miklu. Því við megum ekki takmarka þátttöku barna við það sem er næst þeim, hvorki hvað varðar fjölda greina sem þau geta stundað né það að þau hafi áskoranir við hæfi, góða þjálfara og að þau geti keppt við jafningja og tekið þátt í hópíþróttum. Skiljanlega er mest fjölbreytni og sérhæfingin á Selfossi þar sem fjölmennið er mest. Hlutur bæjarstjórnar er að leitast við að mæta raunverulegri eftirspurn eftir aðstöðu og hafa góðar samgöngur þar á milli.“

Selfoss hentaði fjölskyldunni Viktor er kominn af Ísfirðingum í föðurætt og Vestmannaeyingum í móðurætt, en er sjálfur fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. „Þá voru Gaflarar annaðhvort Alþýðuflokksmenn eða Sjálfstæðismenn og ég hreyfst af jafnaðarhugsjóninni“ segir Viktor. „Þetta er falleg hugsjón og þau gildi sem hún stendur fyrir eru góð.“ Að loknu lögfræðiprófi flutti Viktor með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og vann fyrst hjá sýslumanni og var síðan bæjarritari í þrjú ár á einkennilegu kjörtímabili þar sem meirihlutar komu og fóru hratt. „Konuna langaði að fara í háskólanám í hjúkrunarfræði og árið 2006, var verið að taka inn fjarnámshóp í hjúkrun á Selfossi. Á sama tíma var Landbúnaðarstofnun, forveri Matvælastofnunar, að flytja á Selfoss og ég sótti um starf sem þar var auglýst,“ segir Viktor. „Þegar mér bauðst staðan bauð ég konunni að ráða þessu og hún valdi að fara hingað. Eftir að hafa bæði búið í Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum fórum við yfir það hvar og hvernig við vildum búa og við komumst að því að okkur liði vel á landsbyggðinni og þar vildum við búa. Selfoss er líka

svo vel í sveit sett bæði hæfilega langt og stutt frá höfuðborgarsvæðinu. Það er reyndar þannig að Árborg hefur alla hefðbundna þjónustu fyrir fólk á öllum aldri og nægt framboð á tómstundastarfi og námi.“ Kona Viktors, Margrét Björk Ólafsdóttir, er hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi. Þau eiga 4 börn, elst er sonur sem var að fermast og svo eru tvíburastúlkur 12 ára á þessu ári og yngst er stúlka á fyrsta ári. „Mest af frítímanum fer í barnauppeldi og fjölskylduna,“ segir Viktor aðspurður um áhugamálin. „En síðan er ég forfallinn stangveiðimaður og svo sinni ég íþróttamálum í gegnum ungmennafélag Selfoss. Ég get aðeins spilað golf, en það er ekki hægt að sveifla bæði golfkylfum og veiðistöng á sama tíma svo golfið hefur vikið að mestu leyti, hvað sem síðar verður. Annars hef ég bara gaman af að umgangast skemmtilegt fólk og ferðast þegar tækifæri gefst, nú eða sitja og horfa á íþróttir. Strákurinn æfir fótbolta og handbolta og stelpurnar fimleika og fótbolta. Þeim líkar mjög vel hér á Selfossi.“

atvinna er undirstaða „Ég er víst búinn að leggja allt viðtalið undir íþróttir“ segir Viktor brosandi, „en það er af því ég tel íþrótta- eða annað æskulýðsstarf eina bestu forvörn sem hægt sé að fá. Við þurfum að setja okkur markmið þess efnis að öll börn í sveitarfélaginu stundi eitthvert skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf undir leiðsögn og geri það sem lengst.“ Hvað þarf til? „Það er tvennt sem þarf til að bæjarfélag þrífist“ segir Viktor, „að fjölskyldum líði þar vel og að fólk á öllum aldri hafi þar atvinnu við sitt hæfi. Atvinna og verðmætasköpun er undirstaða alls annars sem okkur langar til að gera. Bæði lífsviðurværi okkar og tekjurnar sem við veljum að ráðstafa til sameiginlegra þarfa. Ég er jafnaðarmaður af því mér finnst réttlátt samfélag skipta máli og þar með að allir fái tækifæri til að njóta sín. Ég finn bestan samhljóm við skoðanir mínar í Samfylkingunni. Valið um Samfylkinguna var því auðvelt, þegar ég ákvað nú í fyrsta skipti að taka þátt í stjórnmálum.“


X-S Ă rBorG 2014

10

BrĂ˝nt aĂ° bĂŚta Ăşr Ă­ĂžrĂłttaaĂ°stÜðunni ĂĄ eyrarbakka og Stokkseyri Sesselja SumarrĂłs SigurĂ°ardĂłttir er Ă­ 9. sĂŚti S-listans Ă­ Ă rborg. HĂşn er alin upp ĂĄ Selfossi og bĂ˝r Ăžar ĂĄsamt eiginmanni sĂ­num, DavĂ­Ă° Erni, og bĂśrnunum Alexander Ăžeirra Bjarka 14 ĂĄra og Erlu KarĂ­tas 9 ĂĄra. Sesselja SumarrĂłs er menntaĂ°ur garĂ°yrkjufrĂŚĂ°ingur frĂĄ LandbĂşnaĂ°arhĂĄskĂłlanum. „MĂŠr finnst brĂ˝nast aĂ° efla samgĂśngur Ă­ Ă rborg og koma Ă­ĂžrĂłttaaĂ°stÜðumĂĄlum ĂĄ Eyrarbakka og Stokkseyri Ă­ gott horf. ĂžaĂ° er gott aĂ° bĂşa Ă­ Ă rborg en gĂŚti orĂ°iĂ° enn betra meĂ° bĂŚttum samgĂśngum. Þå er mikilvĂŚgt aĂ° beita krĂśftum sveitarfĂŠlagsins til Ăžess aĂ° efla leigumarkaĂ°inn, ekki sĂ­st til Ăžess aĂ° ungt fĂłlk geti gengiĂ° aĂ° Ăśruggum leigumarkaĂ°i ĂĄ sanngjĂśrnum kjĂśrum. Þå Ăžarf aĂ° taka ĂĄ Ă­ atvinnumĂĄlum ĂĄ svĂŚĂ°inu og leita allra leiĂ°a til Ăžess aĂ° fjĂślga atvinnutĂŚkifĂŚrunum.“

„Ég skipa mĂŠr Ă­ liĂ° meĂ° Samfylkingunni Ă­ Ă rborg af ĂžvĂ­ aĂ° Ăžar er fĂłlk sem lĂŚtur sĂŠr annt um rĂŠttlĂŚti og jĂśfnuĂ°. Þå er flokkurinn meĂ° Ăśfluga velferĂ°arstefnu sem tryggir ungum sem Ăśldnum Ăśruggt lĂ­f Ă­ góðu sveitarfĂŠlagi. BĂŚĂ°i Ăžarf aĂ° bĂŚta Ă­ leikskĂłla og dagvistunarmĂĄl og huga aĂ° mĂĄlefnum eldri borgara. Til dĂŚmis meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° fjĂślga hjĂşkrunarrĂ˝mum og byggja viĂ° fĂŠlagsaĂ°stÜðuna Ă­ GrĂŚnumĂśrk.“

DrĂ­fa EysteinsdĂłttir, hjĂşkrunarfrĂŚĂ°ingur, er Ă­ 16. sĂŚti S-listans.

„Fyrir okkur sem bĂşum Ă­ SveitarfĂŠlaginu Ă rborg tel ĂŠg Samfylkinguna vera afgerandi besta kostinn. BĂŚĂ°i er mĂĄlefnastaĂ°a framboĂ°sins einkar góð og listinn er sterk blanda af nĂ˝ju fĂłlki og reynslumiklum einstaklingum sem eru meĂ° trĂşverĂ°uga stefnu til Ăžess aĂ° bĂŚta velferĂ°arĂžjĂłnustuna sem hefur lĂĄtiĂ° undan sĂ­ga ĂĄ liĂ°num ĂĄrum og rĂĄĂ°ast Ă­ ĂĄtak Ă­ atvinnumĂĄlum Ă­ Ă rborg.“

Gestur HalldĂłrsson er Ă­ 17. sĂŚti S-listans Ă­ Ă rborg.

BÌta Þarf samgÜngur å milli byggðakjarna -segir Kristín Þuríður Sigurðardóttir sem er í 13. sÌti S-listans í à rborg Hvar býrðu? Ég bý å Stokkseyri. Hvað må betur fara í à rborg, bÌði å Stokkseyri og annarsstaðar? Auðvitað er margt vel gert í sveitarfÊlaginu okkar, enda mikil uppbygging ått sÊr stað å liðnum åratugum. En mÊr Þykir að umhirðu og viðhaldi gatnakerfisins sÊ verulega åbótavant. GangstÊttar innan ÞÊttbýlis og samgÜngur å milli byggðakjarna eru fjarri Því að vera viðunandi eða í lagi. Þarna Þarf að taka å. Sinna bÌjaryfirvÜld Stokkseyri og Eyrarbakka nógu vel? Nei, Því fer fjarri. Það er til að mynda ekki hugsað nógu vel um byggingar sveitarfÊlagsins sem margar eru í niðurníðslu. Hvaða mål leggur Þú sÊrstaka åherslu å fyrir kosningarnar í vor? MÜrg mål koma upp í hugann en Êg vil sÊrstaklega nefna bÌttar samgÜngur å milli ÞÊttbýliskjarnanna og standa miklu betur en gert er að Ìskulýðsstarfi hverskonar.

ViĂ° sendum Sunnlendingum Ăśllum sumarkveĂ°jur SuĂ°urlandi

- sĂ­Ă°an 1964

GuĂ°mundur Tyrfingsson ehf.

BónstÜðin Bónfeðgar ehf

ViddavĂŠlar ehf. LaxalĂŚk 26 800 Selfoss

GagnheiĂ°i 51, Selfossi

FjarlĂŚgi brotajĂĄrn, bĂ­lhrĂŚ og annaĂ° jĂĄrnarusl aĂ° kostnaĂ°arlausu ViĂ°ar Bergsson

SĂ­mi 892 2407 viddavelar@hotmail.com

s s s s

Smågrafa 9|UXEtOOPHèNUDQDNUDEEDRJVNyÀX BeltabÜrur Tek að mÊr að fjarlÌgja brotajårn mÜnnum að kostnaðarlausu

RĂŚktunarsamband FlĂła og SkeiĂ°a

VÊlaverkstÌði Þóris

GrĂśfuĂžjĂłnusta Steins


X-S Ă rBorG 2014

11

Skuldir per íbúa lítið breyst å kjÜrtímabilinu JåkvÌð Þróun hefur orðið í rekstri nånast allra sveitarfÊlaga í landinu eftir snarpan samdrått í rekstri Þeirra í kjÜlfar efnhagskreppunnar. Låtið er í veðri vaka að meirihlutinn í à rborg hafi unnið sÊrstakt afrek er varðar niðurgreiðslu skulda sveitarfÊlagsins. Skýrasta dÌmið um stÜðuna eru skuldir per íbúa. Skuldir reiknaðar å íbúa sýna að skuldastaðan hefur lítið breyst, hins vegar hafa tekjur aukist umtalsvert å tímabilinu, eins og annarsstaðar å landinu.

„HúsnÌðismålin og atvinnumålin eru Þau mål sem brenna mest å mÊr. Ég vil að ungt fólk og tekjulågar fjÜlskyldur hafi aðgang að leiguhúsnÌði å viðråðanlegu verði og að allir geti fengið vinnu við sitt hÌfi. Til Þess Þarf að auka fjÜlbreytni í atvinnumålum. SÜmuleiðis Þurfa allar fjÜlskyldur að hafa jafnan aðgang að leikskóla og dagvistun hjå dagforeldrum. Að auki vil Êg sjå betri almenningssamgÜngur í sveitarfÊlaginu, bÌði strÌtó og reiðhjólastíga milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri. Jean-RÊmi Chareyre, veitingamaður, er í 8. sÌti S-listans.

Skuldir Ă rborgar Ă­ lok ĂĄrs 2010 per Ă­bĂşa: 1.018.000

Skuldir Ă rborgar Ă­ lok ĂĄrs 2011 per Ă­bĂşa: 1.005.000

Fasteignaverð lÌkkar um 10% í à rborg -HÌkkaði um 60% í eyjum og 35% å �safirði -Vísbending um stÜðunun

Skuldir Ă rborgar Ă­ lok ĂĄrs 2012 per Ă­bĂşa: 1.007.000

Skuldir Ă rborgar Ă­ lok ĂĄrs 2013 per Ă­bĂşa: 1.005.000

Fasteignaverð hefur almennt hÌkkað å liðnum årum í takt við aukin umsvif í samfÊlaginu. Því vekur Það sÊrstaka athygli að Það lÌkkaði langmest í à rborg af 8 stórum bÌjum, samkvÌmt HagfrÌðideild Landsbankans, å sl. 5 årum. LÌkkunin í à rborg nemur 10,2% og er lÌkkun å verði hvers års. � Vestmannaeyjum hÌkkaði fasteignaverð til dÌmis um 60% og å �safirði um 35% å sÜmu 5 årum. Þetta er åhyggjuefni að mati sÊrfrÌðinga og merki um stÜðnun sem Þarf að rjúfa með auknum atvinnutÌkifÌrum.

ALMENN RĂ Ă?GJĂ–F

Fyrir Þína hagsmuni

S et ehf Set rrĂśraverksmiĂ°ja Ăśrav Ăśra verksmiĂ°ja ViĂ°tĂŚk Ăžekking eynsla og geta fyrirtĂŚkisins setur Ăžekking,, rreynsla ĂžaĂ° Ă­ flokk ĂĄ meĂ°al helstu rrĂśraframleiĂ°enda ĂśraframleiĂ°enda e vrĂłpu. evrĂłpu.

Set ehf ehf.. R ĂśraverksmiĂ°ja RĂśraverksmiĂ°ja Eyr avegur 41 Eyravegur 800 Self oss Selfoss SĂ­mi F ax Fax

+354 480 2700 +354 482 2099

set@set.is

F orn menningarríki hó fu g erð Forn hófu gerð vatnsr enna o g lagnastokk a fyrir vatnsrenna og lagnastokka mÜr gum årÞúsundum. mÜrgum Síðar v oru Þr óaðar vatnsbrýr voru Þróaðar o g målmpípur til að v eita vatni og veita til rrÌktunar, Ìktunar,, Þ Ìktunar votta o g drykkjar Þvotta og drykkjar.. Egyptar,, Grikkir o Egyptar gR ómverjar åttu og Rómverjar

Lagnag erĂ° er Ăž vĂ­ meĂ° elstu iĂ°nLagnagerĂ° ĂžvĂ­ gr einum sĂś gunnar o g he fur Ăžr Ăłast greinum sĂśgunnar og hefur ĂžrĂłast meĂ° tĂ­manum.

mikla v erkmenningu å Þes su sviði, verkmenningu Þessu en vatnsbrýr R ómverja eru enn Rómverja

åsamt Þ ví að v era mikil vÌgur Því vera mikilvÌgur Þåtttak andi í uppb yggingu o g Þåtttakandi uppbyggingu og

Ă­ dag taldar meĂ°al helstu v erkverkfr ĂŚĂ°iafreka mannkyns. frĂŚĂ°iafreka

nýsk Üpun í íslensku samf Êlagi. nýskÜpun samfÊlagi.

Með nýjustu nýjustu tÌkni o g aðf erðum og aðferðum he fur rrÜraverksmiðjan Üraverksmiðjan Set sk apað hefur skapað sÊr sÊr stÜðu å heimsvísu með sÊrstÜðu fjÜlbr eytileika í fr amleiðslu, fjÜlbreytileika framleiðslu,

Veljum Ă­slenskt og skĂśpum me Ă° ĂžvĂ­ ver Ă°mĂŚti og stĂśrf. meĂ° verĂ°mĂŚti

www .set.is www.set.is

6HWHKIŢ5¾UDYHUNVPL¯MD

FASTEIGNASALA

SLYSA- OG BĂ“TAMĂ L

LĂśgmenn SuĂ°urlandi ehf.

7JÂŁIĂ•GVNĂŽSĂ™NĂƒSWFJUUNBSHWĂŽTMFHBMĂ•HGSÂŽÂŁJÂ&#x;KĂ“OVTUVPHWFSJÂŁNJÂŁTUĂ•ÂŁGBTU FJHOBW JÂŁTLJQUBĂƒ4VÂŁVSMBOEJ3FZOTMBPLLBSTLJMBSTĂŠSĂŽTLKĂ“USJÂ&#x;KĂ“OVTUVTFNTQBSBS Â&#x;ĂŠSCÂŽÂŁJUĂŽNBPHQFOJOHB)WPSUTFNÂ&#x;Ă™TUFOEVSĂŽGBTUFJHOBWJÂŁTLJQUVNFÂŁBÂ&#x;BSGU MĂ•HGSÂŽÂŁJÂ&#x;KĂ“OVTUVÂ&#x;ĂƒĂƒUUVFSJOEJUJMPLLBS

LĂśgfrĂŚĂ°iĂžjĂłnusta

r&JOTUBLMJOHBS r'ZSJSUÂŽLJ

r4WFJUBSGĂŠMĂ•H r-Ă•HBÂŁJMBS

Slysa- og skaĂ°abĂŚtur

r6NGFSÂŁBSTMZT r7JOOVTMZT

r4LBÂŁJBGĂ•ÂŁSVUBHJ  

FasteignaviĂ°skipti

r,BVQFOEVS r4FMKFOEVS

r&JOTUBLMJOHBS r'ZSJSUÂŽLJ

Við erum umboðsmenn Þínir.

4FOEVPLLVSUĂ•MWVQĂ“TUĂƒOFUGBOHJÂŁTFMGPTT!MPHJT ISJOHEVĂŽTĂŽNB FÂŁBLPNEVWJÂŁĂƒTLSJGTUPGVPLLBSNJMMJLMm


Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg til bæjarstjórnarkosninga 2014

1. eggert Valur Guðmundsson

2. arna Ír Gunnarsdóttir

3. Guðlaug einarsdóttir

4. Viktor Stefán pálsson

5. Svava Júlía Jónsdóttir

lögfræðingur. Selfossi

atvinnuráðgjafi. Selfossi

Sjálfstætt starfandi og

Félagsráðgjafi og

ljósmóðir og hjúkrunar-

bæjarfulltrúi. Tjarnabyggð

bæjarfulltrúi. Selfossi

fræðingur. eyrarbakka

6. anton Örn eggertsson

7. Kristrún Helga Jóhannsdóttir

8. Jean-rémi Chareyre

9. Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir

10. Hörður Ásgeirsson

Matreiðslumaður. Selfossi

nemi. Selfossi

Veitingamaður.

Garðyrkjufræðingur.

Kennslustjóri. Selfossi

Tjarnabyggð

Selfossi

11. Steinunn Jónsdóttir

12. Magnús Gísli Sveinsson

13. Kristín Þ. Sigurðardóttir

14. Hermann dan Másson

15. Frímann Birgir Baldursson

Forstöðuþroskaþjálfi.

Sundlaugarstarfsmaður.

Starfsmaður á leikskóla.

nemi. Selfossi

lögregluvarðstjóri. Selfossi

Selfossi

Selfossi

Stokkseyri

16. drífa eysteinsdóttir

17. Gestur Halldórsson

18. ragnheiður Hergeirsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.

Fyrrum staðarhaldari.

F.v. bæjarstjóri Árborgar.

Selfossi

Selfossi

Tjarnabyggð

Skapandi og skemmtileg Árborg  

Stefnuskrá Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014.