SMÁBÁTAR Baldur Halldórsson ehf.
Búnaður og breytingar smábáta F
yrirtækið Baldur Halldórsson ehf. á Hlíðarenda ofan Akureyrar hefur áratuga reynslu í þjónustu við smábátaflotann. Fyrirtækið sérhæfir sig í dag í breytingum báta auk þess að bjóða fjölbreyttan búnað sem tengist smábátaútgerðinni. Fyrirtækið er í eigu systkinanna Sigurðar Hólmgeirs Baldurssonar og Ingunnar Baldursdóttur en það var faðir þeirra, Baldur Halldórsson, sem stofnaði það árið 1953. Verkefnin við plastbátana eru fjölbreytt; lengingar, ýmiskonar breytingar og almennt viðhald. Dæmi um þetta eru smíði síðustokka, perustefni, flotkassar og ýmislegt fleira. Mikil þekking og reynsla er hjá fyrirtækinu í slíkum breytingum og viðskiptavinir hvattir til að hafa samband og fá ráðgjöf um bestu útfærslur ef áhugi er á breytingum eða þörf á stærra viðhaldi. Baldur Halldórsson ehf. selur einnig margs konar búnað til bátaútgerðanna og er t.d. með umboð hér á landi fyrir búnað
Baldur Halldórsson ehf. breytti þessum fallega báti, Gunnu Betu ST 40. Báturinn var lengdur, yfirbygging hækkuð og báturinn innréttaður.
frá hollenska fyrirtækinu Vetus. Frá þeim framleiðanda bjóðast viðskiptavinum bátavélar, gírar, skrúfur, dælur, stýri og stólar, svo fátt eitt sé talið. Þá er Baldur Halldórsson ehf. einnig með skipalökk og botnmálningu frá Veneziani, Patey
handdælur og býður rafmagnsdælur frá TMC International. Ítarlegri upplýsingar um vörur, þjónustu og myndir af bátaverkefnum má sjá á heimasíðunni baldurhalldorsson.is
Vörur, vélbúnaður og þjónusta fyrir minni fiskibáta Plastviðgerðir – Rafgeymar – Dælur – Varahlutir
Hlíðarenda / 602 Akureyri S: 462 3700 / baldurhalldorsson.is
56