
3 minute read
Sjófatnaður Íslendinga í tæpa öld
Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66Norður.
Framleiðsla á sjófatnaði hefur fylgt okkur allt frá stofnun Sjóklæðagerðarinnar árið 1926. Þó fyrirtækið hafi á síðari árum vaxið mikið í fjölbreyttri framleiðslu á útvistarfatnaði og öðrum fatnaði þá er framleiðsla sjó- og vinnufatnaðar ennþá mikilvægur þáttur í okkar starfsemi. Við teljum sjávarútveginn í heild til einnar af okkar lykilgreinum. Á þessu sérkennilega ári fyrir alla þá hefur enn og aftur sýnt sig í okkar starfsemi hversu miklu máli sjávarútvegurinn skiptir því þrátt fyrir Covid-19 þá halda íslenskir sjómenn áfram að sækja sjóinn í fatnaði frá okkur. Enda hefur það alltaf verið svo í kreppum á Íslandi að þá hefur það verið kjölfestan í sjávarútvegi sem hefur hjálpað okkur hvað best,“ segir Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heildsölusviðs 66°Norður.
Advertisement
Fatnaður fyrir störf á sjó og landi Í reynd má orða það þannig að hvert sem

Fagnaður frá Sjóklæðagerðinni hefur fylgt sjómönnum í rúm 90 ár.

Sjófatnaður í framleiðslu hjá 66Norður.

litið er í sjávarútveginum, hvort heldur er í skipum úti á sjó eða yfir sali fiskvinnslufyrirtækjanna þá beri alls staðar fyrir augu starfsfólk í fatnaði frá 66°Norður, sjómenn í áberandi appelsínugulum og gulum fatnaði á meðan landvinnslufólkið er klætt hvítum hlífðarfatnaði . Þannig hefur þetta verið um margra áratuga skeið . Engu að síður segir Elín að þessi fatnaður, líkt og allar aðrar framleiðsluvörur hjá 66°Norður sé í stöðugri þróun . „Bæði hvað varðar hönnun fatnaðarins og einnig efnið í fatnaðinum, þykkt efnisins og fleira . Þetta er fatnaður sem þekktur er í sögunni fyrir að vera mjög sterkur, vatnsheldur og endingargóður við krefjandi aðstæður, þrautreyndur og virkar vel . Gott dæmi um áherslu á notkunargildið og endinguna eru smekkbuxurnar sem eru þannig hannaðar að þær eru eins bæði að aftan og framan og því er hægt að snúa þeim við þegar á fer að sjá við mikla notkun og lengja þannig líftímann . Þetta er sú grunnhugsun sem hefur fylgt þessum fatnaði hjá okkur alla tíð, að hann endist vel og sú hugsun fellur auðvitað líka vel að almennum viðhorfum í dag um umhverfisvernd og minni sóun,“ segir Elín Tinna .
Góð vörn fyrir veðri og vindum Líkt og áður segir er sjó- og vinnufatnaðurinn áberandi í sjávarútvegi en auk þess líka í öðrum iðngreinum, landbúnaði og þannig mætti áfram telja . Litirnir eru mismunandi; gulu litirnir á sjónum, hvítt í fiskvinnslunni, grænn í landbúnaði og fleira má nefna . „Og svo sjáum við auðvitað okkur til mikillar ánægju að fólk notar þessi föt t .d . á útihátíðum og mannamótum þegar það þarf að verjast veðrum og bleytunni . Okkur finnst það auðvitað mjög skemmtilegt . Við höfum innanhúss mjög öflugt hönnunarteymi og t .d . höfum við útfært vasa á buxurnar til að mæta þörfum sjómanna til að geyma farsímana sem þeir þurfa að hafa við hendina í daglegum störfum,“ segir Elín Tinna . „Við búum svo vel að fá mikil viðbrögð frá notendum fatnaðarins og það hjálpar okkur að bjóða stöðugt upp á vörur í hæsta gæðaflokki á þessu sviði . Hugmyndin að baki framleiðslu Sjóklæðagerðarinnar í upphafi var sú að auka öryggi sjómanna gagnvart veðri og vindum og enn þann dag í dag gegnir fatnaðurinn mikilvægu hlutverki í öryggi og daglegum störfum sjómanna . Og þó samkeppni sé á þessu sviði sem öðrum þá teljum við viðskiptavini okkar meta það að geta í þessum fatnaði bæði valið íslenska framleiðslu og sjófatnað í fremstu röð,“ segir Elín Tinna .