3 minute read

Ný öryggishandbók fiskiskipa

 ÖRYGGISMÁL Ný öryggishandbók fiskiskipa

Samgöngustofa gaf nýverið út öryggishandbók fiskiskipa sem er mögulegt að aðlaga hverju skipi fyrir sig, óháð stærð eða gerð. Bókinni er ætlað að vera hluti af öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip og byggt á ISM staðlinum sem er alþjóðlegur staðall sem hefur að markmiði að auka öryggi áhafnar og skips, ásamt sérstökum áherslum á umhverfisvernd og mengunarvarnir. „Þetta er í raun lifandi skjal þannig að ef menn sjá brotalöm þá breyta þeir verklaginu og færa það inn í bókina . Sumt gildir fyrir öll skip, t .d . eins og skoðun á öryggis- og björgunarbúnaði . Þá skrá menn að skoðun hafi farið fram og eru með utanumhald um þetta,“ segir Ólafur Ragnarsson, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu en öllum skipum sem falla undir SOLAS kröfurnar er skylt að nota þessa handbók .

Advertisement

ISM staðalinum var komið á eftir að ferjunni MS Herald of free enterprice hvolfdi í Zeebrugge í Belgíu rétt eftir að hún lagði af stað áleiðis til Dover í mars árið 1987 með þeim afleiðingum að 193 fórust . „Þegar menn fóru að rannsaka það slys kom í ljós að það voru litlir sem engir verkferlar til eða að þeir voru mismunandi á milli vakta og áhafna . Þannig að það var ráðist í að gera þetta til að koma í veg fyrir svona mistök,“ útskýrir Ólafur .

Handbókin til reynslu á Íslandi Siglingaráð, sem hefur það m .a . að

 Öryggishandbók fiskiskipa sem Samgöngustofa gaf út nýverið.

markmiði að móta tillögu að öryggisáætlun og vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, hóf vinnu við gerð og aðlögun öryggishandbókarinnar að íslenskum sjávarútvegi . „Við reyndum að einfalda þetta eins og hægt var án þess breyta staðlinum til þess að líkurnar yrðu meiri að þetta yrði tekið upp í fiskiskipaflotanum . Til dæmis hafa Danir og Norðmenn sett sér reglur um að öll skip sem eru 500 tonn og stærri þurfi að nota þennan staðal . Danir hafa gengið skrefinu lengra og fara fram á að það séu minnst tveir í áhöfn skipsins sem hafa lokið STCW öryggisstjórnunarnámskeiði,“ segir Ólafur .

Hann bindur vonir við að samskonar eða sambærilegar reglur verði settar hér á landi . „Við vildum vera á undan, ef af þessu myndi verða, því þá hefðu menn eitthvað til þess að miða við eða sem hægt væri að nota þeim að kosntaðarlausu,“ segir Ólafur en þegar hafa nokkur skip, m .a . línuskip og togarar frá Þorbirni, FISK Seafood og Brimi, ásamt Landhelgisgæslunni, tekið handbókina til prufu . „Við erum að biðja menn að byrja að nota þetta og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara og þá breytum við bókinni í samræmi við ábendingarnar .“

Forrit á íslensku í vinnslu Ólafur segir að nú sé komið forrit fyrir útgerðirnar fyrir allt utanumhald bókarinnar . „Það heitir Safty Folder og er smíðað og viðhaldið af starfsmanni smáskipaútgerða í Bretlandi, Wales og Skotlandi . Það er mjög einfalt í notkun og stendur öllum til boða endurgjaldslaust . Það er verið að íslenska það og aðlaga örlítið því sem við þekkjum hérna heima . Við verðum vonandi búin að klára það í byrjun árs 2021,“ segir Ólafur en forritið er hægt að skoða og sækja á saftyfolder . co .uk . Öryggishandbókina er hægt að sækja á vef Samgöngustofu .

ÆGIR Í 115 ÁR 1971 – Fyrsti skuttogari smíðaður á Íslandi

Skipasmíðastöðin Stálvík hf. Garðahreppi hefur nýlega samið um smíði á fyrsta skuttogaranum, sem smíðaður verður á Íslandi. Samningurinn var gerður við Þormóð ramma hf. Siglufirði, en eigendur Þormóðs ramma eru Síldarverksmiðjur ríkisins, sem eiga 60% og Siglufjarðarbær, sem á 40%. Frétt, október 1971.

1973 – Undir gunnfána

Segja má, að fréttin um íhlutun brezka flotans í deiluna um stærð íslenzku fiskveiðilögsögunnar hafi komið mjög á óvart. Því hafði verið lýst yfir æ ofan í æ af hálfu Breta, að til slíkra ráðstafana yrði ekki gripið, nema til alvarlegra eða hættulegra atburða drægi í átökum íslenzkra varðskipa annarsvegar og brezkra dráttarbáta og togara hinsvegar. Leiðari, júní 1973.

Í gegnum söguna 1975 – Vesturþýzkur togari reynir að sigla á varðskip

Vesturþýzkur togari, Sagefisch, sem var að veiðum 15 sjóm. innan við 50 sjóm. markalínuna úti af Reykjanesi, reyndi að sigla á varðskipið Óðinn, þegar það stuggaði við vesturþýzku togurunum, sem voru þarna að veiðum. Varðskipsmenn skutu aðvörunarskiotum að togaranum, sem þá hélt á braut. Frétt, júlí 1975.

1978 – Fyrsti kvenvélstjórinn

Nú var útskrifaður fyrsti kvenvélstjórinn með lokapróf frá skólanum. Hún heitir Guðný Lára Petersen. Guðný hefur ekkert gefið félögum sínum eftir í námi, hvorki á bóklegu sviði né verklegu, og hefur verið með bestu námsmönnum við skólann og verðugur fulltrúi kvenþjóðarinnar á skólabekk okkar. Frétt um skólaslit Vélskólans, ágúst 1978.

This article is from: