KÆLIÞJÓNUSTA
Kolsýrukerfi eru framtíðin í sjávarútvegi V
ið hjá Kælitækni höfum dregið vagninn í innleiðingu náttúrulegra kælimiðla. Kerfi með kolsýrus sem kælimiðil er að okkar mati það sem koma skal í framtíðinni í staðinn fyrir hefðbundin freonkerfi. Mikið hefur verið að gera hjá okkur að undanförnu í að setja upp ný kolsýrukerfi í verslunum og frystigeymslum,“ segir Vilhjálmur Vagn Steinarsson, framkvæmdarstjóri KT Þjónustu, þjónustudeildar Kælitækni. Kælitækni setti upp fyrsta kolsýrukerfið á Íslandi fyrir rúmum fimm árum. Kerfið var sett upp í fiskvinnslu og hefur reynst mjög vel. Freon-kerfin segir Vilhjálmur að hverfa og kolsýrukerfi að taka við. „Þjónusta okkar spannar stórt svið og við erum að þjónusta skip, fiskvinnslur, kæli-og frystigeymslur, verslanir og veitingastaði og svo margt fleira. Þegar skipt er út eldri freonkerfum yfir í kolsýru þarf að endurnýja kælikerfið eins og það leggur sig. Verslunargeirinn er mikið að skipta yfir í kolsýrukerfi um þessar mundir og þá er verið að skipta út öllum kælum og frystum inni í verslununum ásamt stærri geymsluklefum. Kælitækni hefur séð mikið til um þessa vinnu ásamt því að útvega allan búnað. Þetta eru umtalsverð verkefni að ráðast í en kosturinn er sá við þessi kerfi
að allar lagnir taka mun minna pláss, orkusparnaðurinn mikill og viðskiptavinurinn er með umhverfisvænan kælimiðil.“
Kolsýrukerfi fyrir sjávarútveginn Vilhjálmur segir að í ljósi þeirrar reynslu sem komin sé á notkun kolsýrukerfanna í iðnaði, frystigeymslum, verslunum og fiskvinnslum hér á landi þá eigi þau mikið erindi í sjávarútveginn. „Kælimiðillinn er algjörlega umhverfisvænn, auk þess sem raforkunotkun minnkar um 25-20% þannig að ávinningurinn er umtalsverður. Við erum í góðu samstarfi við erlenda framleiðendur varðandi þróun og lausnir fyrir skip, ferskvinnsluskip og frystitogara. Gott samstarf við erlenda birgja hefur skilað því að við hjá Kælitækni erum leiðandi á markaðnum í dag hvað varðar fjölbreyttar lausnir þegar kemur að kolsýrukerfum. Fyrir útgerðina er mikill sparnaður í olíunotkun fólginn í því að velja kolsýrukerfi, auk þess sem kerfin taka mun minna pláss. Við sjáum fyrir okkur að kolsýrukerfi muni í auknum mæli verða eftirsóknarverður valkostur í fiskvinnslum og skipum í náinni framtíð. Við hjá Kælitækni seljum allan búnað fyrir kæli- og frystikerfi, auk þess sem við sjáum um uppsetningu og viðhald kerfa
Ísvélar Bjóðum uppá allar stærðir og gerðir af ísvélum. Allt frá litlum vélum upp í stórar ísverksmiðjur.
Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 www.kaelitaekni.is
105
Vilhjálmur Vagn Steinarsson, fram-
kvæmdarstjóri KT Þjónustu, þjónustudeildar Kælitækni.
þegar þau eru komin í fullan rekstur. Einnig erum við mikið að þjónusta landsbyggðina, oft í samstarfi við umboðsmenn okkar um land allt. Þetta fyrirkomulag hentar bæði okkur og viðskiptavinum okkar á landsbyggðinni. Það skiptir okkur miklu máli að veita eins góða þjónustu og við getum. Við bjóðum viðskiptavinum að koma með í umhverfisvæna framtíð.“