Listahátíð í Reykjavík 2009

Page 1

DEBORAH VOIGT á hátindi ferilsins HJALTALÍN undir stjórn DANÍELS BJARNASONAR Stærstu tónleikar Hjaltalín frá upphafi, sem nú koma fram með kammersveit, sem meðal annars skipa Melkorka Ólafsdóttir, flauta, Matthías Nardeau, óbó, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Una Sveinbjarnardóttir, fiðla og Borgar Þór Magnason, kontrabassi. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hjaltalín fær frábæra dóma í Financial Times, þar sem þeim er m.a. líkt við Sigur Rós og Electric Light Orchestra.

og STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Frumflutningur á níu stórum útsetningum Mintzers sem byggja á fornum íslenskum þjóðlögum og gerðar voru fyrir Stórsveit Reykjavíkur. Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins og mun hann á tónleikunum stjórna Stórsveitinni og leika á saxófóninn.

Bandaríska sópransöngkonan Deborah Voigt er stórbrotin söngkona sem hlotið hefur lof gagnrýnenda fyrir blæbrigðaríka og fallega túlkun ópera eftir Wagner, Strauss og Verdi. Á efnisskránni á Listahátíð eru sönglög eftir Amy Beach, Giuseppi Verdi, Richard Strauss, Ottorino Respighi og ameríska samtímatónskáldið Ben Moore, auk laga úr söngleikjum Leonard Bernsteins. Meðleikari er Brian Zeger.

„Hljómur hennar er í senn jarðneskur og leiftrandi …blátt áfram dýrðlegur.” The New York Times

Háskólabíó, 31. maí kl. 20.00 Miðaverð: 6.900 / 6.400

Íslenska óperan, 27. maí kl. 21.00 Miðaverð: 2.500

ÍSLENSK GRAFÍK 40 ára Félagsmenn Íslenskrar grafíkur fagna 40 ára afmæli með því að vinna myndlist hver með sínum hætti; rista, teikna, þrykkja, mála, sýna, selja og fremja gjörning. Lækjartorg 23. maí kl. 15.00 Aðgangur ókeypis

Lækjartorg, Laugavegur, Þvottalaugar 23. maí kl. 13.00 Gjörningur tileinkaður konunum sem þvoðu þvott í gömlu þvottalaugunum í Laugardal, á vegum Listamannahússins START ART og með þátttöku fjölda listamanna og almennings. Gengið frá Lækjartorgi, upp Laugaveginn og endað við gömlu Þvottalaugarnar. Meðal listamanna sem taka þátt í gjörningnum eru: Magnús Pálsson, Rúrí, Ólöf Nordal, Daníel Magnússon, Aðalheiður Eysteinsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Jón Laxdal, Birna Guðjónsdóttir og Níels Hafstein.

LAUGAVEGURINN - gengið á vit sögunnar

„...spilamennskan var himnesk. Er hægt að biðja um meira ?“ Jónas Sen, Morgunblaðið

HEL

- ný íslensk ópera

Byggð á samnefndri sögu Sigurðar Nordal. Sviðslistahópurinn Hr. Níels setur upp óperuna í samstarfi við Íslensku óperuna. Tónlist: Sigurður Sævarsson. Söngvarar: Ágúst Ólafsson, barítón, Jóhann Smári Sævarsson, bassi, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, og kór. Hljóðfæraleikur: Caput.

FRÁ UNUHÚSI TIL ÁTTUNDA STRÆTIS LÍFIÐ ER EKKI BARA LEIKUR - það er líka dans á rósum

HÁRÓMANTÍSK efnisskrá TRIO NORDICA Trio Nordica kemur í fyrsta sinn fram á Listahátíð í vor og kynnir meðal annars nýja norræna tónlist; þar á meðal nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Að auki eru píanótríó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn og hárómantískt verk Toivo Kuula, Píanótríó op. 7, á efnisskránni. Trio Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, og Mona Kontra, píanó.

Sýningin er samstarfsverkefni Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 16. maí kl. 15.00 Aðgangur ókeypis

HRAFNKELL Sigurðsson og KRISTJÁN Guðmundsson Tvenndarsýning einhverra framsæknustu listamanna Íslands, sem báðir hafa haslað sér völl innanlands og utan. Listasafn Íslands, 15. maí kl. 21.00 Aðgangur ókeypis

Fríkirkjan, Reykjavík, 30. maí kl. 21.00 Ketilhúsinu, Akureyri, 31. maí, kl. 17.00 Miðaverð: 2.900

Myndlist í fjórum vitum, einum í hverjum landshluta Ásdís Sif Gunnarsdóttir í Kópaskersvita, Curver Thoroddsen í Bjargtangavita, Gjörningaklúbburinn í Garðskagavita og Unnar Örn sýnir í Dalatangavita. Sýningarstjórar eru Markús Þór Andrésson og Dorothée Kirch. Sýningin er í samstarfi við Siglingastofnun Íslands og menningarfulltrúa sveitarfélaganna. Opnun í vitunum 17. maí kl. 15.00 Sýningarnar standa til 3. ágúst 2009 Aðgangur ókeypis

HÚSLESTRAR

heima hjá höfundunum Húslestrarnir eru sögulegt tækifæri til að kynnast ólíkum höfundum og verkum þeirra í návígi. Ljóð, sögur, brot úr stærri verkum, barnaefni, smáprósi, útgefið og óbirt – allt í senn!

Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, 15. maí kl. 19.00 Aðgangur ókeypis

ROSDESTVENSKIJ

Breska tríóið

TIGER LILLIES Hljómur Tiger Lillies er einn sá sérstæðasti og ferskasti sem heyrst hefur. Þetta einstaka anarkíska óperutríó í anda Brecht leikur ekki tónlist sem inniheldur „fallegar, ljóshærðar stúlkur á hlaupum undan strákum á engjum,“ svo vitnað sé beint í höfuðpaur tríósins, Martyn Jaques. Aðrir meðlimir tríósins eru Adrian Stout og Adrian Huge. Tiger Lillies fengu hin virtu Olivier verðlaun fyrir „cult“ söngleikinn ‘Shockheaded Peter’ og Grammy-tilnefningu fyrir ‘The Gorey End’. Íslenska óperan, 29. maí kl. 21.00 Miðaverð: 3.500

list&ást&list Fjögurra daga listþing með þátttöku hátt í 20 þekktra norrænna listamanna úr ólíkum listgreinum. Meðal þeirra: Egill Sæbjörnsson, Einar Már Guðmundsson, Hess is more, Hulda Hákon, Jógvan Sverrason Biskopstø, Vebjörg Hagene Thoe og Petri Ala-Maunus. Gestgjafar: Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving.

„Það er alltaf einstök ánægja að heyra Rosdestvenskij stjórna. Hann er bráðsnjall og hreyfingar hans hitta beint í mark.“ The Times Háskólabíó, 28. maí kl. 19.30 Miðaverð: 3.500 / 3.100

Einn fremsti hljómsveitarstjóri Rússlands stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð. Rosdestvenskij var um árabil aðalstjórnandi Bolshoi-óperunnar og náinn samstarfsmaður Sjostakovitsj og Prokofieffs, sem tileinkuðu honum verk sín. Hann heldur fáa tónleika á hverju ári og því er það stórviðburður í hvert sinn sem hann stígur á stjórnandapallinn. Á efnisskrá eru: W.A. Mozart: Píanókonsert í c-moll, K. 491 og Dímítríj Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 7 (Leníngradsinfónían). Píanóleikari: Viktoría Postnikova.

OLGA BERGMANN – Í húsi sársaukans Hér er skyggnst bak við það sem skapast við sáran missi, áföll eða umbyltingu aðstæðna. Listasafn Reykjanesbæjar 16. maí kl. 17.00 Aðgangur ókeypis

Norræna húsið 21. maí kl. 15.00, 22. og 23. maí kl. 12.00 -17.00, 24. maí kl. 10.00- 20.00 Aðgangur ókeypis

Hrafnhildur Arnardóttir Hefur vakið verðskuldaða athygli í heimaborg sinni, New York. Myndlist hennar endurspeglar íslenskan og alþjóðlegan bakgrunn þar sem hún blandar saman hefðbundnu, þjóðlegu handverki eins og hárskreyti og gjörningum, myndbandslist, skúlptúrum og ljósmyndaverkum. Gallerí i8, 16. maí kl. 16.00 / Aðgangur ókeypis

Miðaverð: 1.000 Leiðarstef sýningarinnar er ferill Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur og tengsl þeirra við aðra listamenn, skáld og rithöfunda á Íslandi og í New York, þar sem þær voru nemendur Hans Hofmanns, eins helsta boðbera módernismans.

Gennadij

og SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS

BRENNIÐ ÞIÐ, VITAR!

Íslenska óperan 23. og 24. maí kl. 20.00 Miðaverð: 3.900

Listasafn Íslands, 26. maí kl. 20.00 Miðaverð: 2.500

Bob MINTZER

„Þið fáið aldrei að heyra jafn siðspillta og ruglaða en um leið áleitna og sorgmædda tónlist.” Marc Almond

Nánar um stað og tíma á www.listahatid.is

Laugardagur 30. maí Frá kl. 13.00

• Kristín Helga Gunnarsdóttir • Linda Vilhjálmsdóttir • Þórarinn Eldjárn • Guðrún Eva Mínervudóttir • Bragi Ólafsson

Sunnudagur 31. maí Frá kl. 12.00

• Einar Már Guðmundsson • Gerður Kristný • Þorsteinn frá Hamri • Sigurbjörg Þrastardóttir • Sigurður Pálsson • Þórunn Erlu Valdimarsdóttir

Klaas Kloosterboer - Pulp Machineries Sýning í samvinnu við Galerie van Gelder (Amsterdam) á verkum hollenska listamannsins Kloosterboer, sem notar hefðbundin efni svo sem málningu og striga í listsköpun sinni, en hlutgerir efniviðinn með því að rífa í sundur og endurbyggja málverksskúlptúra. Suðsuðvestur, Reykjanesbæ, 16. maí kl. 16.00 / Aðgangur ókeypis


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.