Issuu on Google+

Arnór Kári Egilsson Myndlistarmaður

Guðmundur Felixson Sviðslistamaður

Berglind María Tómasdóttir Tónskáld

Elísabet Indra Ragnarsdóttir Fiðluleikari

Gerður Kristný Ljóðskáld

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Mezzosópran

N 30 2016 Reykjavík Arts Festival

Listahátíð í Reykjavík 21. maí — 5. júní Síðari hluti Part Ii


Viðar Eggertsson Leikstjóri

Hildur Yeoman Fatahönnuður

Hallveig Rúnarsdóttir Sópran

Gabríela Friðriksdóttir Myndlistarkona

Erpur Eyvindarson Rappari

Atli Ingólfsson Tónskáld


N 30 2016

Reykjavík Arts Festival

Listahátíð í Reykjavík 21. maí — 5. júní Síðari hluti Part Ii Stjórn Lis­tahátíðar í Reykjavík Festival Board

Teymi Listahátíðar Festival Team

Þórunn Sigurðardóttir For­maður Chairman

Hanna Styr­mis­dót ­tir Listrænn stjór­nandi Artistic Director

Margrét Norðdahl Varafor­maður Vice Chairman

Alexandra Jóhannesdóttir Verkefnastjóri samninga & viðburða Contracts & Project Manager

Þorgerður Ólafsdóttir Stjórnarmaður Board Member

Björg Pjetursdóttir Verkefnastjóri viðburða & útgáfu Project & Publications Manager

Verndari Patron Hr. Óla­fur Rag­nar Grímsson For­seti Íslands President of Iceland

Hera Guðmundsdóttir Verkefnastjóri Project Manager

Heiðursforseti Honorary President Vla­dimir Ashkenazy For­maður fulltrúaráðs Chairman of the Board of Representati­ves Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Minister of Culture, Science and Education Varafor­maður fulltrúaráðs Vice Chairman of the Board of Representati­ves Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Mayor of Reykjavík

Heiðrún Harðardóttir Fjármálastjóri Financial Manager Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Kynningarstjóri Communications Manager Arndís Björk Ásgeirsdóttir Erna Ómarsdóttir Jón Proppé Viðar Eggertsson Dagskrárráðgjafar Programme Consultants Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Arts Festival Gimli, Lækjargata 3 101 Reykjavík Iceland

Miðasala og nánari upp­lýsingar um alla viðburði á listahatid.is Tickets and more information available online at artfest.is Hörður Lárusson Hönnun & umbrot Design & layout Rafael Pinho Forsíðumynd Cover Photo Björg Pjetursdóttir Hanna Styrmisdóttir Hera Guðmundsdóttir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Ritstjórn Editing Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Salka Guðmundsdóttir Textar, þýðingar og yfirlestur Texts, translations and proofreading Svansprent Prentun Printed in Iceland

Myndir í kynningarriti Image credits FlexN Antony Crook Ashkenazy Keith Saunders Jaðarber Got hæfileikar Rafael Pinho The Mosaic Project—Terri Lyne Carrington Michael Goldman The Mosaic Project—Lizz Wright Sebastian Reuter The Mosaic Project—Elena Pinderhughes Desiree Navarro Hátindar á ferli Helga Erik Tomasson UR_ Vincenzo Laera Lucrezia Rafael Pinho Mistakasaga mannkyns Rafael Pinho Play Koen Broos CalmusWaves Teitur Þorkelsson Afhjúpun Jón Þorgeir Kristjánsson Persóna Steve Lorenz Hverfandi menning Þorvaldur Örn Kristmundsson Phoenix Reykjavík Edition Christoffer Brekne Blóðhófnir Helga Björg Gylfadóttir Selló, þú barómeter hjarta míns Rafael Pinho Sími látins manns Rafael Pinho Berlinde de Bruyckere Berlinde de Bruyckere The Weather Diaries —Kría Art Bicnick The Weather Diaries— Steinunn Steinunn Sigurðardóttir The Weather Diaries— Gerður Kristný Cooper & Gorfer The Weather Diaries ­— Shoplifter Shoplifter Færsla Vigfús Birgisson Mósaík Emil Pétursson & Arnar Steinn Friðbjarnarson Transcendence Hildur Yeoman Innra líf heysátu Gabríela Friðriksdóttir Við vorum einu sinni nágrannar — Hreinn Friðfinnsson Philippe De Gobert Við vorum einu sinni nágrannar — John Zurier Peter Macchia Húsgafl og port við Hljómalindarreit— Þórdís Þórdís Erla Zoëga Húsgafl og port við Hljómalindarreit—Arnór Arnór Kári Egilsson Flâneur Sara Björnsdóttir


Eins og skapandi hugsun tengir Listahátíð saman hug­ myndir og þekkingu úr ólíkum áttum með óvæntum hætti. Saga hennar er samofin framþróun í íslensku menningarlífi og alþjóðlegt orðspor hennar er einstakt. Á vettvangi hennar hefur átt sér stað umfangsmikil nýsköpun í listum á Íslandi í tæpa fimm áratugi. Hér hafa átt stefnumót ungir listamenn og aldnir, þekktir og óþekktir; sumir hverjir sem öðluðust heimsfrægð í kjölfarið; og alls staðar að úr heiminum.

Hanna Styrmisdóttir Listrænn stjórnandi Artistic Director of the Reykjavík Arts Festival

Árið 2005 var Listahátíð breytt í einæring. Það var gert til að svara mjög aukinni eftirspurn eftir framboði og fjölbreytileika í menningarlífinu. Listahátíð er afar vel til þess fallin að svara slíkri eftirspurn vegna sérstöðu sinnar sem þverfagleg hátíð og hins mikla sveigjanleika sem í henni felst. Í einni og sömu hátíðinni mætast tónskáld, leikskáld, rapparar og ljóðskáld, myndlistarmenn, hönnuðir, ballett- og götudansarar, sinfóníuhljómsveitir og graffarar. Mikil gróska í grasrót menningar­lífsins og gjörbylting í framboði á menningar­ viðburðum á síðustu árum hafa leitt af sér eftirspurn eftir annars konar nálgun þar sem tími gefst til að hugsa stærra og þróa hægar. Til að mæta þeirri ríku kröfu verður Listahátíð í Reykjavík að tvíæringi á ný að lokinni þrítugustu hátíðinni. Vorið 2015 var Listahátíð haldin undir yfirskriftinni Fyrri hluti og nú höldum við Síðari hluta. Efnislega tengir þessar hátíðir báðar áhersla á verk kvenna sem og á verk sem endurspegla aðstæðurnar sem listamenn starfa við. Minni áhersla er nú á ný verk sem unnin eru að beiðni Listahátíðar og meiri áhersla á sögur listamannanna sjálfra. Þar er mannslíkaminn í fyrir­rúmi. Við leitum einnig til baka í hinn ríka brunn Lista­hátíðar: Vladimir Ashkenazy, einn aðalhvatamaðurinn að stofnun hátíðarinnar, snýr nú aftur á vettvang hennar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hinum þekkta franska píanista Jean-Efflam Bavouzet. San Francisco–ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar sækir hátíðina heim í fjórða sinn, en dansar í fyrsta sinn á sviði Eldborgar við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við opnum hátíðina með hugvíkkandi götudansi frá Brooklyn sem gjörbreytir hugmyndum okkar um mannslíkamann og það sem hann er fær um. FlexN Iceland er stýrt af Reggie Roc en dansarar úr hópnum munu einnig leiða götudanssmiðjur fyrir börn og unglinga. Við ljúkum hátíðinni með jazztónleikum sem brjóta blað: Mosaic Project er hugarfóstur hins þekkta trommara og Grammyverðlaunahafa Terri Lyne Carrington þar sem hún leiðir saman kvenkyns stjörnur úr jazzheiminum, meðal annars hina dimmrödduðu og dásamlegu Lizz Wright og Elenu Pinderhughes sem þykir, þrátt fyrir ungan aldur, einn mest spennandi flautuleikari sem komið hefur fram á svið jazztónlistar árum saman. Verk hinnar belgísku Berlinde de Bruyckere verða sýnd á Íslandi í fyrsta sinn en hún hlaut skjótan frama í kjölfar sýningar sinnar á Feneyjatvíæringnum 2003. Og Listahátíð heldur áfram að frumsýna óperur íslenskra tónskálda: Ný kammerópera Önnu Þorvaldsdóttur, UR_, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður frumsýnd á Íslandi á hátíðinni en hún var heimsfrumsýnd í Trier í september á síðasta ári. Það verður ekki skilið við dagskrá vorsins án þess að nefna kápurnar þrjár sem umlykja þetta rit. Þær prýðir mynd sem er samsett af ljósmyndum af þrjátíu og tveimur listamönnum af öllum sviðum lista sem taka þátt í þessari þrítugustu Listahátíð í Reykjavík. Myndin endurspeglar breidd hátíðarinnar og sérstöðu: hvar annars staðar myndi þessi fjölbreytti hópur listamanna mætast á einum og sama vettvanginum? Ég býð ykkur velkomin á 30. Listahátíð í Reykjavík.

Much like creative thought, the Reykjavík Arts Festival connects concepts and knowledge across different fields in unexpected ways. Cultural development in Iceland and the history of the Reykjavík Arts Festival are interwoven and the festival’s international reputation is unique. As a platform for artistic innovation in Iceland for nearly five decades, the Reykjavík Arts Festival is unmatched; it has been the juncture for artists of all ages and in all fields, known and unknown, some of whom have gone on to global acclaim; from every corner of the world. In 2005, the Reykjavík Arts Festival became an annual event in order to meet the greatly increased demand for a diverse cultural scene in Iceland. The festival is very well placed to respond to such demand, due to its unique position as a multi-disciplinary festival as well as its flexible nature. The one and the same festival brings together composers, playwrights, rappers and poets, visual artists, designers, ballet and street dancers, symphonic orchestras and graffiti artists. The growth of the grassroots scene and a greater variety of cultural events over the past few years have created a demand for a different sort of approach, allowing for time to develop the festival more slowly and on a grander scale. To meet this strong demand, the Reykjavík Arts Festival will again become a biennial event from the 30th festival onwards. In spring 2015, the festival was held under the heading Part I and we now present Part II. The two festivals are thematically linked by an emphasis on women‘s art, as well as on work that reflects the circumstances in which artists work. There is less emphasis on new work commissioned by the festival and more on the narratives of the artists themselves. Here, the focus is on the human body. We also look to the festival’s rich history for inspiration: Vladimir Ashkenazy, one of the festival’s main instigators in 1970, conducts the Iceland Symphony Orchestra at the festival for the first time in decades, and is joined by one of France’s most lauded contemporary pianists, Jean-Efflam Bavouzet. San Francisco Ballet, under the direction of Helgi Tómasson, returns to the festival for the fourth time, the first time with live accompaniment in Harpa Concert Hall’s main hall, Eldborg. We open the festival with a performance by flexing dancers from Brooklyn and Manchester which will stretch our ideas of the human body and what it is capable of. We close the festival with The Mosaic Project, a jazz concert led by world-class drummer and three time Grammy award winner Terri Lyne Carrington, accompanied by a jazz band of seven, including contralto Lizz Wright and Elena Pinderhughes who, despite her young age, is considered the most exciting and creatively assured jazz flautist to have emerged in years. The works of sculptor Berlinde de Bruyckere who reached international acclaim at the 2003 Venice Biennale will be shown in Iceland for the first time. And the Reykjavík Arts Festival continues to host the Iceland premieres of operas by Icelandic composers, this time presenting Anna Þorvaldsdóttir’s chamber opera UR_ which received its world premiere in Trier in September last year. This catalogue is presented with four covers which feature photographs of thirty-two artists from all fields, all of whom participate in this 30th Reykjavík Arts Festival. The covers reflect both the breadth and scope of the festival: where else would this diverse group of artists find a common platform? I bid you a warm welcome to the 30th Reykjavík Arts Festival.


Í ár höldum við Listahátíð í Reykjavík í þrítugasta sinn. Í tæplega hálfrar aldar sögu hennar hefur hún haft metnaðar­fulla listsköpun að leiðarljósi og teflt fram fram­úr­skarandi listafólki alls staðar að úr heiminum. Af metnaði hefur Listahátíð miðlað hingað margbrotnum menningarstraumum og opnað okkur sýn til allra átta, ásamt því að endurspegla fjölskrúðugt listalíf á Íslandi. Og nú er hátíð í bæ. Jafnárviss og vorboðinn ljúfi gengur Listahátíð í garð með fangið fullt af skrautlegum farfuglum og gróskan í íslenskri list lofar sannarlega góðu.

Illugi Gunnarsson Mennta– & menningar– málaráðherra Mini­ster of Cult­ure, Science & Education

Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri í Reykjavík Mayor of Reykjavík

San Francisco-ballettinn hefur undir stjórn Helga Tómassonar orðið einn fremsti ballettflokkur heims. Flokkurinn mun sýna í Eldborg í Hörpu og er þetta í fyrsta sinn sem hann dansar á Íslandi við lifandi tónlist. Sýningar San Francisco-ballettsins, danshópsins FlexN og hinna heimsþekktu dansara Shantala Shivalingappa og Sidi Larbi Cherkaoui bregða ljósi á fádæma breidd í danslistinni og eru á meðal hápunkta Listahátíðar í ár. Meðal annarra spennandi atriða eru tónleikar með Ashkenazy og Sinfóníuhjómsveit Íslands og tónlistarverkið Blóðhófnir eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur byggt á samnefndum ljóðabálki Gerðar Kristnýjar.

This year we celebrate the 30th Reykjavík Arts Festival. Throughout its long history, the festival's role has been to present outstanding artists from all over the world. It has brought us a wealth of cultural influences and expanded our horizons, while reflecting Iceland's rich cultural life. Tthis is truly a festive time. Much like the return of the plover, spring brings us the Reykjavík Arts Festival with all its colourful, migratory birds, and the growth in Icelandic culture is promising indeed. Under the leadership of Helgi Tómasson, San Francisco Ballet has become one of the world's leading ballet companies. For the first time the company performs in Harpa's Eldborg main hall, to live accompaniment. The performances of San Francisco Ballet, the street dancers in FlexN Iceland and world-renowned duo of PLAY demonstrate the remarkable diversity of contemporary dance and are among the highlights of this year’s festival. Other exciting events on the programme include the Iceland Symphony Orchestra's concert conducted by Mr Ashkenazy and Bloodhoof, a new music theatre piece based on an epic telling by poet Gerður Kristný.

Listahátið verður næst haldin árið 2018 og er þetta því í síðasta sinn sem hátíðin verður haldin árlega. Hún verður tvíæringur á ný svo hægt verði að efla hana til framtíðar frá listrænu og rekstrarlegu sjónarhorni, undirstrika vægi hennar og hlutverk í íslensku listalífi og bregðast við breyttu menningarlandslagi.

The festival will next be held in 2018. The return to the biannual form is made in response to a changing cultural landscape and the aim to strengthen and underline the festival’s importance and role in Icelandic cultural life.

Góðir hátíðargestir, megi Listahátíð í Reykjavík árið 2016 verða mörgum til gleði og ánægju. Veislan er að hefjast og ótal margt girnilegt í boði.

Dear guests of the festival, it is my hope that the 2016 Reykjavík Arts Festival be a source of joy and pleasure to many. The feast is about to begin.

Listahátíð í Reykjavík Síðari hluti verður haldin dagana 21. maí–5. júní. Það er skírskotun í Listahátíð 2015, sem bar yfirskriftina Fyrri hluti — enda sjálfstætt framhald hátíðarinnar í fyrra.

The 30th Reykjavík Arts Festival Part II will be held between May 21 and June 5. This is a nod to the 2015 edition and its heading, Part I , as this year’s edition is a stand-alone sequel to last year's festival.

Listahátíð í Reykjavík stendur á tímamótum. Hún var fyrst haldin árið 1970 og á tveggja ára fresti allt til ársins 2005, þegar hún varð árlegur viðburður. Nú hefur verið ákveðið að gera Listahátíð að tvíæringi á ný, efla hana og skapa tíma til þess að þróa hlutina, panta ný verk og framleiða í samvinnu við listamenn. Það er því ástæða til að staldra við sögu Listahátíðar nú þegar hún er haldin í þrítugasta sinn. Orðspor hennar hefur vaxið með hverju ári og margir af þekktustu listamönnum heims hafa komið hér fram, og jafnvel kosið að frumflytja eða frumsýna list sína á Íslandi. Listahátíð hefur átt ómetanlegan þátt í að auðga íslenskt menningarlíf og kynna það sem er nýjast og áhugaverðast í öllum listgreinum á alþjóðlegum vettvangi og hér heima. Listahátíð í Reykjavík hefur sannarlega komið Íslandi á kortið og eflt íslenska menningu. Á þeim 46 árum síðan hún var fyrst haldin hefur framboð á listviðburðum á Íslandi margfaldast og orðspor íslenskra listamanna á alþjóðavettvangi aukist að sama skapi. Það má líka segja að hátíðin hafi getið af sér fjöldann allan af alþjóðlegum lista- og borgarhátíðum sem eru orðnir árvissir viðburðir í Reykjavík.

Reykjavík Arts Festival is at a turning point. From 1970 to 2004, the festival was a biannual event and has been held annually since 2005. It has now been decided to return to the biennial form, while simultaneously strengthening the festival’s foundations.Thus there is ample reason to reflect on the history of the festival at this cross-roads. Its reputation has grown year by year and many of the world's leading artists have performed here, many even choosing to premiere their work in Iceland. Reykjavík Arts Festival has played an invaluable part in enriching Icelandic cultural life by presenting to the widest possible audience outstanding works in all fields.The festival has truly put Iceland on the map. In the 46 years since its first edition, the diversity of artistic output has grown beyond expectation and the reputation of Icelandic artists has grown on the international scene. One might say that the festival has given rise to the large number of international art and city festivals that are now annual events in Reykjavík.

Ég hvet alla til að sækja þá frábæru viðburði sem eru í boði og taka á móti nýju sumri með þeirri miklu listaveislu sem Listahátíð er. Fyrir hönd fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík þakka ég því listafólki sem leyfir okkur að njóta listar sinnar og býð gesti velkomna til að lifa og njóta.

The 2016 Reykjavík Arts Festival presents an excellent and diverse programme, as always, and should not be missed by any art lover. I encourage all to attend the many fantastic events offered and to welcome summer with the great artistic feast that is the Reykjavík Arts Festival. On behalf of the festival’s Council of Representatives, I want to thank the artists who generously let us enjoy their art and give a warm welcome to guests.


Opnunarsviðsverk 21. maí, kl. 20:00 @ Brim—húsið, Geirsgötu 11 Opening stage performance 21 May, 8:00 pm @ Brim, Geirsgata 11 kr. 5.500

FlexN Iceland Götudans frá Brooklyn & Manchester Street dance from Brooklyn & Manchester Opnunarsviðsverk Listahátíðar fer fram í Brim-húsinu við Miðbakka, þegar átján FlexN-dansarar frá Brooklyn og Manchester koma saman og sýna danstakta sem aldrei fyrr hafa sést hér á landi.

The opening stage performance of the Reykjavík Arts Festival is in the hands of fifteen FlexN dancers from Brooklyn and Manchester who will come together in Reykjavík to show moves never before seen in Iceland.

FlexN á rætur að rekja til ólíkra götudansstíla en þó helst til bruk-up sem kemur frá Jamaíka og skaut upp kollinum víða um götur Brooklyn á tíunda áratug síðustu aldar. Bruk-up mætti lauslega þýða sem uppbrot (broke-up) og kemur til af því að það er engu líkara en að dansararnir brjóti eða beygi bein sín – taki sjálfa sig jafnvel úr lið – á meðan þeir dansa.

The roots of FlexN lie in different styles of street dance – pausing, gliding, hat tricks, connecting, bone breaking and get low. Stemming from bruk-up, a dance form originating in Jamaica and emerging on the streets of Brooklyn in the 1990s, FlexN is a reference to how dancers can transform their bodies into a visual stimuli of cinematic-like movement.

Í fyrra tóku FlexN-dansarar frá Brooklyn þátt í alþjóðlegu listahátíðinni Manchester International Festival (MIF) undir forystu Reggie „Regg Roc“ Gray. Þeir fengu breska dansara til liðs við sig og sagði hver þátttakenda persónulega sögu sína með sínum dansstíl.

Last year, the FlexN dancers of Brooklyn led by FlexN pioneer Reggie 'Regg Roc' Gray, took part in the Manchester International Festival (MIF), collaborating with British dancers to showcase their skills and tell their stories through their own unique dance styles.

Úr varð samsuða þess áhugaverðasta úr götudansi beggja vegna Atlantshafsins sem vakti verðskuldaða athygli og seldist upp á fjölda sýninga.

The result was a run of sell-out performances mixing the most interesting features of street dance on both sides of the Atlantic.

FlexN-listamenn nota dansinn til að tjá sögu sína og annarra. Líkamlegar sjónhverfingar í bland við hæfileika FlexN-dansara til að sveigja kroppinn og beygja, á að því er virðist áreynslulausan hátt, tryggja að athygli áhorfenda verður haldið fanginni frá fyrsta dansspori.

The dancers' ability to communicate the narratives of their lives and their stories through the curves, bends and movements of their bodies, in a seemingly effortless way, ensures that the audience will be captivated from the very first step.

Framleitt og unnið að beiðni Manchester International Festival.

Commissioned and produced by the Manchester International Festival.

Leikstjóri og danshöfundur Director and choreographer: Reggie ‘Regg Roc’ Gray Flytjendur Performers: Andre ‘Dre Don’ Redman Bailey ‘b-Luxx’ Thaw

Banks Artiste Calvin ‘Cal’ Hunt Dale ‘Goodsoul’ Coleridge Derick ‘Slicc’ Murreld Franklin ‘Ace’ Dawes Glendon ‘Tyme’ Charles Jack ‘Bain’

Jason ‘Earthquake’ Cust Paola Nyembo ‘Phlo’ Samuel ‘Sam I Am’ Estavien Sean Douglas aka Brixx Shelby ‘Shellz’ Felton Thomas ‘Melanie’ Malone

“Splitting at the seams with energy and heart.” —The Guardian


25. maí, kl. 19:30 @ Harpa, Eldborg 25 May, 7:30 pm @ Harpa, Eldborg kr. 2.400—6.900

Vladimir Ashkenazy var aðalhvatamaður að stofnun Listahátíðar í Reykjavík árið 1970 og stjórnar nú tón­leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á hátíðinni eftir 37 ára hlé. Í fylgd með Ashkenazy er franski verðlaunapíanistinn Jean-Efflam Bavouzet sem þykir einn fremsti túlkandi franskrar píanótónlistar í heiminum í dag.

Ashkenazy með Sinfóníuhljómsveit Íslands & Jean–Efflam Bavouzet

Vladimir Ashkenazy hefur stjórnað öllum helstu hljóm­­ sveitum heimsbyggðarinnar og skráð nafn sitt í tón­listar­ söguna sem hljómsveitarstjóri og píanóvirtúós. Túlkun Ashkenazy á 9. sinfóníu Beethovens á opnunar­tónleikum Hörpu 4. maí árið 2011 er öllum sem á hlýddu ógleymanleg. Á þessum tónleikum stjórnar hann mynd­rænustu sinfóníu meistarans, Sveitasinfóníunni, sem er full af saklausri glað­ værð, náttúruhljóðum, lækjarnið og fuglasöng en einnig stormviðri þó upp stytti um síðir.

Ashkenazy with the Iceland Symphony Orchestra & Jean–Efflam Bavouzet

Jean-Efflam Bavouzet leikur frægasta píanókonsert franskrar tónlistar, léttan og leikandi konsert Ravels. Diskar Bavouzet með tónlist eftir Ravel og Debussy hafa hlotið tvenn Gramo­ phone-verðlaun, BBC Music Magazine-verðlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga. Hann kemur reglulega fram með helstu hljómsveitum heims og þeir Ashkenazy eiga að baki langt samstarf á tónleikapallinum. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Efnisskrá Programme Pyotr Ilyich Tchaikovsky Rómeó og Júlía Romeo and Juliet Maurice Ravel Píanókonsert í G-dúr Piano Concerto in G major Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 6, Sveitasinfónía Symphony no. 6, “Pastoral”

Vladimir Ashkenazy was the main force behind the establishment of the Reykjavík Arts Festival in 1970. He now rejoins the festival, 37 years later, to conduct the Iceland Symphony Orchestra. He is joined by a frequent collaborator and one of France’s most lauded contemporary pianists, Jean-Efflam Bavouzet. Vladimir Ashkenazy has conducted all of the world’s leading orchestras and has made his mark on musical history as a conductor and piano virtuoso. His inter­ pretation of Beethoven’s Symphony no. 9 at Harpa's inaugural concert in 2011 was an unforgettable experience for the audience. At this concert, Ashkenazy conducts Beethoven’s most graphic symphony, Pastoral, a work teeming with innocent joy, sounds of nature, babbling brooks and birdsong — not without stormy weather, although the skies eventually clear. Jean-Efflam Bavouzet will perform one of France's most famous compositions, Piano Concerto in G major by Maurice Ravel. Renowned for his recordings on disc, Bavouzet has won two Gramophone Awards for his recordings of concerto works by Ravel and Debussy, the BBC Music Magazine Awards and other accolades. Bavouzet regularly performs with the world’s leading orchestras. He has had a long and fruitful collaboration with Ashkenazy. The concert is a collaboration between the Reykjavík Arts Festival and the Iceland Symphony Orchestra.


22. maí, kl. 20:00 @ Mengi, Óðinsgötu 2 22 May, 8:00 pm @ Mengi, Óðinsgata 2 kr. 3.000

Jaðarber Got hæfileikar #winninglistahatid #jaðarbergothæfileikar

Elskarðu sanna hæfileika? Nýja og krassandi tónlist? Og fílar líka keppnir? Þá er Jaðarber Got hæfileikar eitthvað fyrir þig.

Do you love genuine talent? New music? And are you a fan of talent shows as well? Then you’re in the right place.

Í hæfileika- og tónlistarkeppninni Jaðarber Got hæfileikar stíga hæfileikabúntin Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason og Kristín Þóra Haraldsdóttir á stokk og etja kappi hvert við annað. Keppendur munu spreyta sig á ólíkum tjáningarleiðum tónlistar, allt frá færni í því að galdra fram viðkvæmnisleg sóló til krassandi samleiks og með því að töfra fram heillandi ábreiðu á dægurlagi. Sá besti eða sú besta mun klárlega vinna; hvert þeirra er besti heildstæði tónlistarmaðurinn?

In Jaðarber Got hæfileikar the amazing musicians Tinna Þorsteinsdóttir, Grímur Helgason and Kristín Þóra Haraldsdóttir will expose their true talent and compete amongst themselves. Throughout the competition they will show their skills by performing tender melodies, participating in ensemble playing and doing neat cover versions. Clearly, the best one will win, or more precisely: which one of them is the most holistic musician?

Dómarar eru ekki af verri endanum enda allt þunga­ vigtar­­menn á sviði tónlistar: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnús­dóttir og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Einnig getur þú, lesandi góður, haft áhrif á niðurstöðu keppninnar með því að mæta. Kynnir er hinn eini sanni Guðmundur Felixson. Verkið er unnið undir formerkjum YRKJU, starfs­þróunar­ verkefnis Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld, og nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV. Höfundur Author: Berglind María Tómasdóttir

The judges are all amazing people: Atli Ingólfsson, Halla Oddný Magnúsdóttir and Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Also, you dear reader, can influence the results of the competition by showing up. Our host is the one and only Guðmundur Felixson. The performance was created within YRKJA, a career development program for new composers managed by the Iceland Music Information Centre and sponsored by the City of Reykjavík and The Icelandic National Broadcasting Service.


5. júní, kl. 20:00 @ Harpa, Eldborg 5 June, 8:00 pm @ Harpa, Eldborg kr. 6.900—7.900

The Mosaic Project Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna djassbandi Terri Lyne Carrington featuring a jazz band of seven

Djasstónleikar hins þrefalda Grammy-verðlaunahafa og yfirburðatrommuleikara Terri Lyne Carrington eru lokaviðburður Listahátíðar. Með henni í för verður sjö manna djassband úrvalstónlistarmanna. Tónleikarnir eru með R&B-ívafi. Terri Lyne Carrington er talin á meðal allra bestu djass­ trommara heims. Hún hefur starfað náið með mörgum af stórstjörnum djassins, svo sem þeim Herbie Hancock, Wayne Shorter, Al Jarreau, Stan Getz, Cassöndru Wilson og Dianne Reeves. Carrington hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 2012, í flokknum Best Jazz Vocal Album, fyrir plötuna The Mosaic Project. Platan er sérsök fyrir þær sakir að á henni leika einungis konur. Í hópnum eru margar af þekktustu djass­ tónlistar­konum nútímans: Esperanza Spalding, Dianne Reeves, Dee Dee Bridgewater, Sheila E., Nona Hendryx og Geri Allen. Árið 2015 kom út nokkurs konar framhald af fyrri Mosaic-plötunni, Mosaic Project: LOVE and SOUL.

Á meðal þeirra sjö stórkostlegu listamanna sem fylgja Carrington til Íslands eru söngkonurnar Lizz Wright og Elena Pinderhughes, sem einnig leikur á flautu. Lizz Wright er bandarísk söngkona og lagahöfundur. Í tónlist hennar og túlkun fléttast saman djass, blús, R&B og þjóðlagatónlist á grunni gospel-tónlistar sem skipaði stóran sess í tónlistaruppeldi Wright. Þessi einstaka listakona hefur gefið út fimm sólóplötur sem hlotið hafa frábærar viðtökur og mikið lof gagnrýnenda. Elena Pinderhughes, söngkona og flautuleikari, er einungis tvítug að aldri en hefur nú þegar komið fram í Carnegie Hall, Hvíta húsinu og The Kennedy Center. Hún tók upp sína fyrstu plötu ellefu ára gömul og hefur síðan meðal annars sungið og leikið með tónlistarmönnunum Herbie Hancock, Esperönzu Spalding og Carlos Santana. Tónleikar Carrington á Íslandi verða innblásnir af Mosaicplötunum tveimur.


Reykjavík Arts Festival’s closing event is the R&B inspired jazz concert of triple Grammy Award winner and preeminent drummer Terri Lyne Carrington. Accompanying her is a group of seven superb jazz musicians. Terri Lyne Carrington is considered among the world’s best jazz drummers. She has worked with many of the greatest stars of jazz; Herbie Hancock, Wayne Shorter, Al Jarreau, Stan Getz, Cassandra Wilson and Dianne Reeves. Carrington is a triple Grammy Award winner. She won her first Grammy for Best Jazz Vocal Album in 2012, for The Mosaic Project which included some of the most prominent female jazz artists of the last few decades: Esperanza Spalding, Dianne Reeves, Dee Dee Bridgewater, Nona Hendryx, Geri Allen and several others. In 2015 Carrington released The Mosaic Project: LOVE and SOUL.

Among the seven superb jazz musicians performing with Carrington in Iceland are vocalists Lizz Wright and Elena Pinderhughes, flautist and vocalist. Lizz Wright is an American singer and composer whose music and performance incorporate jazz, blues, R&B and folk music, strongly rooted in the gospel music that played a great role in Wright's musical upbringing. She has released five solo albums that have been enthusiastically received and praised by critics. Twenty year old vocalist and flautist Elena Pinderhughes has performed at Carnegie Hall, The White House and The Kennedy Center. She was only eleven years old when she recorded her first album and has since perfomed with musicians like Herbie Hancock, Esperanza Spalding and Carlos Santana.

Flytjendur Line-up: Trommur/stjórnandi Drums/Band Leader: Terri Lyne Carrington Söngur Vocalist: Lizz Wright Gítar Guitar: Ben Eunson Bassi Bass: Josh Hari Flauta og söngur Flute and vocals: Elena Pinderhughes Saxófónn Saxophone: Tia Fuller Saxófónn Saxophone: Tineke Postma Píanó/hljómborð Piano/Keys: Rachel Z (Nicolazzo)

“…an all-star affair made up of women.” —James Reed /Boston Globe


28. maí, kl. 20:00 frumsýning 29. maí, kl. 14:00 29. maí, kl. 20:00 30. maí, kl. 20:00 31. maí, kl. 20:00 @ Harpa, Eldborg 28 May, 8:00 pm premiere 29 May, 2:00 pm 29 May, 8:00 pm 30 May, 8:00 pm 31 May, 8:00 pm @ Harpa, Eldborg main hall kr. 5.500—12.900

Hátindar á ferli Helga San Francisco ballettinn Helgi Tomasson’s Homecoming San Francisco Ballet

San Francisco ballettinn sýnir valda kafla úr dáðustu verkum sínum við meðleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sviði Eldborgar. Helgi Tómasson hefur á löngum ferli sem listrænn stjórnandi flokksins leitt hann í fremstu röð í hinum alþjóðlega ballettheimi. San Francisco ballettinn er einn þriggja stærstu ballettflokka í Bandaríkjunum og sá elsti, stofnaður árið 1933. Undir stjórn Helga á síðustu þremur áratugum hefur ballettinn hlotið almenna viðurkenningu sem einn af bestu ballettflokkum heims og er þekktur fyrir víðfeðma efnisskrá, óvenjumikla breidd og hæfni dansaranna og listræna sýn sem hefur sett ný viðmið. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina á sýningu San Francisco ballettsins í Hörpu á Listahátíð, undir stjórn Martin West, tónlistarstjóra og aðalstjórnanda hljómsveitar San Francisco ballettsins en hann þykir vera einn fremsti stjórnandi balletttónlistar í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem San Francisco ballettinn dansar á Íslandi við lifandi tónlist en í fjórða sinn sem gestir Listahátíðar njóta listfengis hans. Sýningin er samstarfsverkefni Hörpu, Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

San Francisco Ballet presents an evening of dance composed of the company’s most loved pieces in Harpa’s Eldborg main hall, accompanied by the Iceland Symphony Orchestra. Under Helgi Tomasson’s artistic direction, San Francisco Ballet has achieved an international reputation as one of the pre-eminent ballet companies in the world. San Francisco Ballet is one of the three largest ballet companies in the United States and the oldest, founded in 1933. Under the three-decade-long direction of Helgi Tomasson, the company has received international recognition as one of the ballet world’s foremost companies, known for its broad repertory, dancers of uncommon range and skill and a vision that continually sets the standards for the international dance world. The Iceland Symphony Orchestra accompanies San Francisco Ballet in Harpa, conducted by Martin West, music director and principal conductor of San Francisco Ballet, who is considered one of the world’s foremost conductors of ballet. This will be the first time that San Francisco Ballet performs in Iceland with live accompaniment and the fourth time that Reykjavík Arts Festival’s guests have the opportunity to enjoy the company’s artistry. The performance is a collaboration between Harpa, the Reykjavík Arts Festival and the Iceland Symphony Orchestra.

Efnisskrá Programme Trio Danshöfundur Choreographer: Helgi Tómasson Tónlist Music: Pyotr Ilyich Tchaikovsky: Souvenir de Florence, Op. 70

Solo Danshöfundur Choreographer: Hans van Manen Tónlist Music: Johann Sebastian Bach: Partita #1 í b–moll fyrir fiðlu — Corrente & Double

Rubies (úr from Jewels) Danshöfundur Choreographer: George Balanchine Tónlist Music: Igor Stravinsky: Capriccio for Piano and Orchestra

Within the Golden Hour Danshöfundur Choreographer: Christopher Wheeldon Tónlist Music: Ezio Bosso, Antonio Vivaldi

Le Corsaire: Pas de deux Danshöfundur Choreographer: Marius Petipa Tónlist Music: Riccardo Drigo: Le Corsaire


4. júní, kl. 20:00 @ Harpa, Norðurljós

Frumflutningur á Íslandi á fyrstu óperu Önnu Þorvalds­ dóttur tónskálds, sem Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir.

The Icelandic premiere of composer Anna Þorvalds­ dóttir's first opera, directed by Þorleifur Örn Arnarsson.

4 June, 8:00 pm @ Harpa, Norðurljós

Áhorfendum er boðið í íhugult ferðalag um óræða veröld í tíma og rúmi þar sem hugleiðingum um leit að uppruna og tengingu við rætur sjálfsins er velt upp. Dreymandi og næmur hljóðheimur Önnu Þorvaldsdóttur skapar tregafulla passíu, þar sem undirtónninn einkennist af brothættri nánd, yfirþyrmandi þrá eftir sannleika og von um endurheimt jafnvægi. Í leikstjórn sinni hefur Þorleifur Örn Arnarsson hugmyndina um hið síleitandi mannkyn að leiðarljósi. Hann leyfir hinu skynræna og óhlutbundna myndmáli tónlistarinnar og frásagnarinnar að leiða flytjendurna í átt að flæðandi samruna skilningarvitanna.

The observer is invited to embark on a reflective journey through an ambivalent narrative in sound and space, drawing on the theme of an evolutionary genesis in seven parts. Þorvaldsdóttir's meditative, sensual and melodic lines interwoven with strained, fragile brokenness, come together in a passion that is driven forward by yearning, a feeling of being overwhelmed, the craving for truth and the flickering hope of restoring equilibrium. Director Þorleifur Örn Arnarsson takes the metaphor of a relentlessly searching mankind quite literally. He lets the sensual-abstract imagery of the music and narrative guide the performers toward an organic, flowing symbiosis of the senses.

kr. 5.500

UR_ Ópera eftir Önnu Þor­valds­­dóttur Opera by Anna Þorvaldsdóttir

UR_ er afrakstur verkþróunar yfir tveggja ára tímabil sem fram fór á Grænlandi, Íslandi, Noregi og Þýskalandi undir merkjum Far North. Verkefnið er unnið í samstarfi Far North við Listahátíð í Reykjavík, Theater Trier, Ultima Oslo Contemporary Music Festival, Norsku þjóðaróperuna og Grænlenska þjóðleikhúsið. Uppsetningin hér á landi er unnin í samstarfi við Íslensku óperuna.

Tónlist Music: Anna Þorvaldsdóttir Texti Text: Anna Þorvaldsdóttir & Mette Karlsvik Leikstjórn Director: Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd & búningar Scenography & costumes: Anna Rún Tryggvadóttir Framleiðandi & listrænn stjórnandi Far North Producer & Artistic director Far North: Arnbjörg María Danielsen Hljómsveitarstjóri Conductor: Bjarni Frímann Bjarnason

UR_ is the result of a two-year development process which took place in Greenland, Iceland, Norway and Germany under the direction of Far North, in collaboration with the Reykjavík Arts Festival, Theater Trier, Ultima Oslo Contemporary Music Festival, The Norwegian National Opera and The National Theatre of Greenland. The staging of UR_ in Iceland is a collaboration between the Reykjavík Arts Festival and the Icelandic Opera. Flytjendur Performers: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, CAPUT tónlistarhópur & Þór Eldon Sýningarstjóri Director: Sebastian Reckert Sviðstæknistjóri Technical director: Florian Semmet


26. maí, kl. 19:30 @ Guðríðarkirkja 26 May, 7:30 pm @ Guðríðarkirkja kr. 4.700

Lucrezia Symphonia Angelica

Mezzó-sópran Mezzo Soprano: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Sellóleikari Cellist: Sigurður Halldórsson Semballeikari Harpsichordist: Halldór Bjarki Arnarson 1. fiðla First violin: Hildigunnur Halldórsdóttir 2. fiðla Second violin: Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir Víóluleikari Violist: Þóra Margrét Sveinsdóttir Gítar- og lútuleikari Guitar and lute: Arngeir Heiðar Hauksson

Dramatísk frásögn í tónum um fögnuð, sorg, fegurð og ljótleika í flutningi barokkhópsins Symphonia Angelica.

A dramatic musical story about joy, grief, beauty and ugliness by baroque ensemble Symphonia Angelica.

Lucrezia, fögur og eftirsóknarverð stúlka af merkum ættum, var uppi í Róm um 500 árum fyrir Krist, í valdatíð konungs­ ins og harðstjórans L. Tarquinius Superbus. Sonur hans, Sextus, nauðgar Lucreziu sem fremur sjálfsmorð af skömm. Í kjölfarið fer af stað atburðarás sem veldur byltingu, konung­dæmið hrynur og rómverska lýðveldið er stofnað.

Lucrezia, a beautiful woman of high class, lived in Rome around 500 BC at the time of dictator King L. Tarquinius Superbus' reign. His son, Sextus, rapes Lucrezia and out of shame she commits suicide. As a result, a revolution breaks out and the Roman republic is established.

Efnisskrá Programme:

Kantatan La Lucrezia eftir Händel er einleikur sem byggir á örlögum rómversku stúlkunnar og áheyrendur fara með Lucreziu í tilfinningaferðalag gegnum þjáningu hennar. Händel færir frásögn Lucreziu fram á snilldarlegan hátt með fallegum laglínum, áköfu söngtali og mögnuðu coloratura.

Henry Purcell Sónata í g-moll Sonata in G minor G. F. Händel Aría Scherza Infida úr Ariodante Aria Scherza Infida from Ariodante Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre Ouverture – Aría Non, vivez, je le veux úr Cephale et Procris Ouverture – Aria “Non, vivez, je le veux” from Cephale et Procris A. Vivaldi Sinfónía í C-dúr Symphony in C major  G. F. Händel Kantata – La Lucrezia HWV 145  Cantata – La Lucrezia HWV 145  Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre Chacconna N. PorporaViðbótararía úr óperu J. A. Hasse, Artaserse Or la nube procellosa from Artaserse

Barokkhópurinn Symphonia Angelica er skipaður íslensku tónlistarfólki sem starfar á alþjóðlegum vettvangi. Nálgun að viðfangsefninu er fersk og skapandi, bæði í framsetningu og flutningi, í því skyni að gera samband áhorfenda og flytjenda nánara. Verkum hinnar frönsku Élisabeth-Claude Jacquet de La Guerre auk Johann Adolph Hasse, Henry Purcell og Antonio Vivaldi er tvinnað inn í söguna ásamt spuna til að tengja verkin saman, ná fram sérstökum áhrifum og glæða formið lífi.

The Cantata La Lucrezia by Händel is a monologue based on the young woman's fate where the audience joins Lucrezia on an emotional journey. Händel conveys the story of Lucrezia in a genial way with beautiful melodies, agitated recitatives and magical coloraturas. Baroque ensemble Symphonia Angelica consists of Icelandic musicians with international careers. Their approach is fresh and conceptual with a lot of creative freedom to enhance the connection with the audience. The works of French composer Elisabeth-Claude Jacquet de La Guerre as well as Johann Adolph Hasse, Henry Purcell and Antonio Vivaldi are interwoven with the story and connected through improvisation to create fluidity in the narrative of the evening.


2. júní, kl. 20:00 @ Gamla bíó 2 June, 8:00 pm @ Gamla bíó kr. 4.400—5.500

Mistakasaga mannkyns The Epic Saga of Mankind’s Mistakes

Hefðbundin ljóð og tónlist fara í gegnum nýstárlega skapandi hakkavél í ádeiluverki tónlistarmannanna Hallveigar Rúnarsdóttur, Erps Eyvindarsonar, Hilmars Arnar Hilmarssonar og Bjarna Frímanns Bjarnasonar.

Traditional poetry and music go through a creative grinder in this polemic work by musicians Hallveig Rúnarsdóttir, Erpur Eyvindarson, Hilmar Örn Hilmarsson and Bjarni Frímann Bjarnason.

„Enginn hér í heimi hefur eftir minni bestu vitneskju – og ég hef ráðist í áralangar rannsóknir og notið liðsinnis annarra við þær – nokkurn tíma tapað fé á því að vanmeta greind hins almenna fjölda. Né hefur nokkur þurft að segja af sér embætti vegna þessa.“ H.L. Mencken – Um blaðamennsku í Chicago Tribune 19. september 1926

"No one in this world, so far as I know—and I have researched the records for years, and employed agents to help me—has ever lost money by underestimating the intelligence of the great masses of the plain people. Nor has anyone ever lost public office thereby." H.L. Mencken – Notes on Journalism, Chicago Tribune, 19th September 1926

Trúarbrögð, heimspeki og listir hafa árþúsundum saman fjallað um hina „illu hneigð“ mannkyns og að það sé okkur eðlislægt að endurtaka mistök kynslóðanna. Mistakasaga mannkyns skoðar söguna sem og íslenskan raunveruleika okkar daga með hjálp tónlistar allra alda. Harmljóð bók­ menntanna, tregasöngvar ólíkra tónlistarstefna og kald­ hæðnir textar um það hvernig sagan hefur gefið okkur óljósa von um framtíðina mynda grunn verksins. Tónlistar­ mennirnir fjórir leita svara við því hvort okkur sem mann­ kyni sé við­bjargandi, hvort líffræðin sé öllu yfirsterkari og hvort við séum öll á leið út í geim. Mistakasaga mannkyns er fyrsta samstarfsverkefni Hall­ veigar, Erps, Hilmars Arnar og Bjarna Frímanns en ólíkur bakgrunnur þeirra spannar allt frá klassískum söng til rapp­tónlistar, með viðkomu í íslenskri þjóðlagahefð. Flytjendur Performers: Hallveig Rúnarsdóttir, Erpur Eyvindarson, Hilmar Örn Hilmarsson & Bjarni Frímann Bjarnason.

Religion, Philosophy and the Arts have through the millennia dealt with mankind‘s “Evil Inclination” and the inherent tendency to repeat the mistakes of earlier generations. We delve into history with the help of world music of all ages, we look at literary lamentations, sad songs from different traditions, cynical lyrics and how we have sometimes seen a glimmer of hope. Is biology destiny, is there a ghost in the machine or are we about to migrate into space? Traditional poetry and music, with a special nod towards contemporary Iceland, will be worked through the modern eye and ear: the classical approach transformed and twisted by various inventive means. Can we be saved? The Epic Saga of Mankind’s Mistakes is the first collabo­ ration between musicians Hallveig Rúnarsdóttir, Erpur Eyvindarson, Hilmar Örn Hilmarsson and Bjarni Frímann Bjarnason who come from different musical backgrounds ranging from the classical opera tradition to contemporary furious rap.


31. maí, kl. 19:30 @ Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið 31 May, 7:30 pm @ National Theatre of Iceland kr. 5.500

Play Sidi Larbi Cherkaoui & Shantala Shivalingappa

Leikstjórn Directors: Sidi Larbi Cherkaoui & Shantala Shivalingappa Tónlist Music: Patrizia Bovi, Tsubasa Hori, Gabriele Miracle & Olga Wojciechowska Dansarar Dancers: Sidi Larbi Cherkaoui & Shantala Shivalingappa Sviðsmynd Scenography: Filip Peeters

Hin indverskættaða Shantala Shivalingappa snýr aftur á Listahátíð í Reykjavík, nú í fylgd eins þekktasta danshöfundar nútímans, Sidi Larbi Cherkaoui. Play er sköpunarverk dansaranna og danshöfundanna Sidi Larbi Cherkaoui og Shantala Shivalingappa. Þunga­miðja verksins er hugtakið leikur, hvort heldur sem er hlut­verka­ leikurinn sem fram fer á leikhúsfjölunum eða þau hlutverk sem fólk tekur sér, í þessu tilfelli maður og kona. Líkt og börn að leik setja þau upp grímur og taka sér þannig nýtt hlutverk. Þannig sneiða þau hjá ímynd sinni, sleppa undan nafni sínu, ytra byrði og sögu. Hinn belgíski Sidi Larbi Cherkaoui er margverðlaunuð stórstjarna í dansheiminum og einn eftirsóttasti dans­höfundur samtímans. Hann er einn höfunda dansverksins Blæði sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Listahátíð í Reykja­vík í fyrra. Nú dansar hann í fyrsta sinn sjálfur á Íslandi. Shantala Shivalingappa hefur verið kölluð dansari tveggja heima enda jafnvíg á hinn aldagamla Kuchipudi-dans og vestrænan samtímadans. Hún heiðrar nú gesti Listahátíðar með nærveru sinni í annað sinn og tengir með því á tákn­ rænan hátt fyrri og seinni hluta hátíðarinnar, þar sem áhersla er á sköpunarverk kvenna. Play er tileinkað danshöfundinum og frumkvöðlinum heitna, Pinu Bausch, en það var hún sem fyrst hvatti til gjöfuls samstarfs dansaranna tveggja.

Indian dancer Shantala Shivalingappa returns to the Reykjavík Arts Festival, this time accompanied by one of Europe’s most prominent choreographers, Sidi Larbi Cherkaoui. Play is the creation of dancers and choreographers Sidi Larbi Cherkaoui and Shantala Shivalingappa. Play pivots on two intertwined conceits: the idea of playacting, the role playing required in theatre; and the games people play, in this case, a man and a woman. Games of chess, games of seduction, ploys where male-female energies are pitted, not so much against each other as in winning over the other. The premise of assuming another role, of putting on masks assumes shades of wish-fulfillment: there is the child's — or artist's — desire to sidestep one's image, to elude the trappings that accompany a name, a form or a history. Award-winning Belgian dancer and choreographer Sidi Larbi Cherkaoui is one of Europe’s most soughtafter choreographers. This is his first dance performance in Iceland. Shantala Shivalingappa has been hailed as one of the greatest current practitioners of Kuchipudi. Her singular talent and technique are equally treasured by contemporary choreographers. This is Shantala's second visit to the Reykjavík Arts Festival. Play is dedicated to late choreographer Pina Bausch who had long championed the work of Cherkaoui and Shivalingappa.

“The unforced virtuosity of the dancers is never less than fascinating.” —Judith Mackrell, The Guardian


26. maí, kl. 21:00 @ Borgarleikhúsið, Nýja sviðið 26 May, 9:00 pm @ Reykjavík City Theatre kr. 2.900

CalmusWaves Dansverk samið í rauntíma A dance piece created in real time

CalmusWaves er dansverk við tónverk sem samið er í rauntíma af tónskáldum, dönsurum og hljóð­færa­ leikurum með tónsmíðaforritinu CalmusComposer.

CalmusWaves is a dance piece to a new composition created in real-time by composers, dancers and instrumentalists, using CalmusComposer.

Tónskáld og danshöfundur skilgreina ramma sem dans­ arar vinna innan, með spuna. Dansararnir bera á sér hreyfi­skynjara sem senda skilaboð í tónsmíðaforritið og hafa þannig áhrif á framþróun verksins í rauntíma. Hljóð­ færa­leikarar lesa tónlistina svo beint af Calmus Notation, smáforriti á iPad, með þráðlausri tengingu við Calmus­ Composer. Dansararnir geta einnig með hreyfingum sínum haft áhrif á ljós og rafhljóð í verkinu.

Selected composers and a choreographer will construct a frame, similar to an improvisational frame, for the dancers to work within. The dancers wear motion sensors that communicate with CALMUS, which uses the information from the sensors to construct a new composition in realtime. The instrumentalists perform the music that appears on iPads in the form of graphical notation via wireless connection between the iPads and CALMUS. As well as controlling the compositional process, the movements of the dancers will affect the visual aspect of the piece by controlling visual effects and lights.

CalmusWaves skiptist í afmarkaða, ólíka kafla sem lýsa allir mismunandi bylgjuhreyfingum, stórum sem smáum, í vatni, lofti eða tómarúmi. Bylgjurnar sem móta verkið, með tilliti til hraða, þéttleika og tíðni, eru ýmist hljóðbylgjur, dansspor eða hreyfingar. CalmusComposer er hugbúnaður sem gerir fólki kleift, með aðstoð gervigreindar og hefðbundinna tón­smíða­ aðferða, að semja tónlist í rauntíma. Heildartími verksins er um 45 mínútur. Uppsetningin er unnin í samstarfi við Borgarleikhúsið.

CalmusWaves is performed in different movements that draw inspiration from all wave-like motions; large and small and in every medium; water, air and the void that surrounds them. Waves are soundwaves, dance movements or motions that create the piece with regards to speed, density or frequency. CalmusComposer is a software that empowers people, with the help of artificial intelligence and conventional compositional techniques, to create music in real-time. The project is performed in about 45 minutes. The staging of CalmusWaves is presented in collaboration with the Reykjavík City Theatre.

Dansari Dancer: Noora Hannula Dansari Dancer: Julie Rasmussen Dansari Dancer: Elin Signý Weywadt Ragnarsdóttir Danshöfundur og dansari Choreographer and dancer: Kasper Ravnhøj

Aðstoðardanshöfundur Assistant choreographer: Védís Kjartansdóttir Stockholm Saxophone Quartet Píanóleikari Piano: Tinna Þorsteinsdóttir Tónskáld Composer: Kjartan Ólafsson


22. maí, kl. 14:00 @ Borgarleikhúsið og umhverfi 22 May, 2:00 pm @ Reykjavík City Theatre & surroundings kr. 3.500

Afhjúpun Höfundasmiðja FLH & Borgarleikhússins Revelation

Félag leikskálda og handritshöfunda, FLH, og Borgar­ leikhúsið efna í samstarfi við Listahátíð í Reykja­vík til hálfsviðsettra leiklestra á splunkunýjum verkum eftir fjóra íslenska höfunda. Verkin voru unnin í höfundasmiðju á vegum FLH og Borgarleikhússins. Auglýst var eftir verkum í vinnslu, alls bárust 36 umsóknir og fjögur verk voru valin. Verkin voru unnin áfram með listrænum ráðunauti Borgarleikhússins og haldin var vinnuvika með skáldunum ásamt völdum leikstjórum og leikurum Borgarleikhússins. Verkin fjögur sem lesið verður úr í Borgarleikhúsinu og nágrenni þess eru afar ólík að efni og formi. Við fylgjumst með íslenskum konum í gufubaði í fjarlægu landi þar sem hryðjuverk vofir yfir, systkinum sem hittast í íbúð í Reykjavík eftir margra ára fjarvistir til að útkljá myrkaverk úr fortíðinni, strák og stelpu sem hittast í grímupartíi í Reykjavík með ófyrirséðum afleiðingum og tveimur nágrannakonum sem eiga í óvæntum en ofsafengnum samskiptum út af ketti. Einn viðburður verður búinn til úr lestrunum og munu áhorfendur ferðast á milli verka frá einum stað til annars í leikhúsinu og nágrenni þess.

The Icelandic Dramatists Union, the Reykjavík City Theatre and the Reykjavík Arts Festival offer four semi-staged readings of brand new plays by four Icelandic authors at the Reykjavík City Theatre. The plays were selected from 36 applications and have been developed within the theatre with the assistance of dramaturgs, directors and actors. The plays differ in content and form: we are led into a sauna with four Icelandic women in a remote country where terrorism is an underlying threat, we get to know a young man and his sister who meet after many years apart to settle a horrible deed from the past, a girl and a boy meet at a masquerade party and go on an explosive ride together, while a run-away cat causes an unexpected, tense encounter between two neighbours. The audience will be led through different locations at the Reykjavík City Theatre and its surroundings where the different semi-staged readings will take place. This project is sponsored by the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture.

Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Lesið verður úr eftirfarandi verkum:

Parts from the following plays will be read:

Sjö konur myrtar í gufubaði eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Rauðir þræðir eftir Jóhann Þórsson í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur Gestir eftir Hildi Knútsdóttur í leikstjórn Viðars Eggertssonar Tvískinnungur eftir Jón Magnús Arnarsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar

Seven Women Murdered in a Sauna by Sigurbjörg Þrastardóttir, directed by Kristín Eysteinsdóttir Threads by Jóhann Þórsson, directed by Vigdís Jakobsdóttir Guests by Hildur Knútsdóttir, directed by Viðar Eggertsson Skin Deep by Jón Magnús Arnarsson, directed by Stefán Jónsson


22. maí, kl. 20:00 hátíðarsýning @ Borgarleikhúsið, Nýja sviðið 22 May, 8:00 pm a special finissage performance @ Reykjavík City Theatre kr. 4.900

Persóna Íslenski dansflokkurinn Persona Iceland Dance Company

Dansarar Dancers: Aðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Einar Anton Aas Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir & Þyri Huld Árnadóttir Danshöfundur Choreographer (Neon): Hannes Þór Egilsson Hugmynd og höfundar Idea and choreography (What a Feeling): Halla Ólafsdóttir & Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Meðhöfundar Co-creators (What a Feeling): Dansarar Íd Dancers of the Iceland Dance Company Búningahönnuður Costumes (Neon): Þyri Huld Árnadóttir Stílisti Stylist (What a Feeling): Elsa Blöndal

Íslenski dansflokkurinn býður til einstaks og persónu­ legs danskvölds þar sem frumflutt verða tvö verk eftir þrjá íslenska danshöfunda. Í Persónu munu áhorfendur sjá afrakstur tveggja ólíkra vinnuaðferða í sýningu þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.

Persona is a unique and intimate evening of dance, staging the works of three Icelandic choreographers. In Persona the audience will experience the outcome of two different creative processes in a performance where the dancer as an artist is in the forefront.

Neon eftir Hannes Þór Egilsson Allar hreyfingar dansverksins samdi Hannes í æfingastúdíói Íd í viðurvist dansaranna. Með sinn eigin bakgrunn að leiðarljósi leggur Hannes áherslu á mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvert einstaka augnablik þegar dansað er. Með þessu leitast hann við að gera ásetning dansarans sýnilegri og fókus hans sterkari, sem gerir hvert einasta smáatriði áhrifaríkara.

Neon by Hannes Þór Egilsson During the creative process, all movements were choreo­ graphed in the IDC studio in the presence of the IDC dancers. Guided by his own experience as a dancer, Hannes empha­ sizes the importance of being aware of every single moment while dancing. With this he strives to make the dancer's intent more visible and lend it a stronger focus, thus making every detail impressive.

What a feeling eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur Í stöðugri leit að nýjum aðferðum við að skapa dans nýta Halla og Lovísa sér hið hefðbundna og endurvinna það í von um að hið einstaka brjótist fram. Þær vilja draga fram dansarann sem einstakling og hafa því í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins skapað uppáhalds sólódans hvers og eins. Sólódans byggðan á löngunum, þrám og sögu hvers dansara.

What a feeling by Halla Ólafsdóttir and Lovísa Ósk Gunnarsdóttir In their continuous search for new approaches when creating dance, Halla and Lovísa use the conventional as a medium for expressing the exceptional. They are interested in collaboration and want to focus on the dancer as an individual. Working closely with the IDC dancers they have designed a personal favourite solo for each dancer, based on their inner desires, aspirations and history.


21. maí, kl. 16:00 opnun 21. maí—11. september @ Ljósmyndasafn Reykjavíkur 21 May, 4:00 pm opening 21 May—11 September @ Reykjavík Museum of Photography

Hverfandi menning — Djúpið Ljósmyndasýning Þorvaldar Arnar Kristmundssonar Vanishing Culture — West Fjords Photographs by Þorvaldur Örn Kristmundsson

Menningararfleifð okkar er í stöðugri mótun. Í því skyni að varðveita hverfandi þætti úr menningu okkar er mikil­vægt að fanga þá og festa í minninu til frambúðar í stað þess að skilja eftir óskrifað blað. Verkið Hverfandi menning – Djúpið gefur innsýn í menningu og samfélag bænda í Ísafjarðardjúpi ásamt þeim stórstígu félagslegu breytingum sem eiga sér nú stað. Hérlendis líkt og víðar hefur þjóðfélagsþróun síðustu ára reynst mun örari en áður hefur þekkst. Rótgróin menningarsamfélög og hefðir hafa tekið stakkaskiptum. Unga fólkið tekur ekki við bústörfum forfeðranna heldur flytur í bæi og borgir á vit nýrra og fjölbreyttari tækifæra. Sýningin samanstendur af svarthvítum ljósmyndum af bændum í Djúpinu, eyðibýlum, landslagi og öðrum sérkennum þessarar menningar sem nú er að hverfa.

Our cultural heritage is forever changing and shifting. In order to preserve rapidly vanishing ways of life, it is important to capture an image instead of leaving a blank page for future generations. This project depicts life in one of the oldest farming communities in Iceland, in the isolated, unspoiled and spectacular West Fjords where hardship and harsh conditions have marked daily life since the time of the first settlers. In Iceland, as elsewhere, young people head to larger towns and cities in search of opportunities. The trend seen in this remote farming community close to the Arctic Circle is also a global one; heritage and traditions die out when there is no-one to take over the family farm. This exhibition consists of black & white photographs, depicting the stories of the farmers and their surroundings, during a time of unprecedented transformation.


21. maí—5. júní, kl. 14:30—16:30 alla daga nema mán. og þri. @ Snarfarahöfn, Elliðavogi 21 May—5 June, 2:30—4:30 pm daily except Mon. and Tue. @ Snarfarahöfn, Elliðavogur kr. 2.500

Phoenix Reykjavík Edition eftir Wunderland By Wunderland

Þér er boðið í ferðalag um landslag tilfinninga. Þú verður leidd(ur) um höfnina, báta, tjöld og fjöruna. Þú upplifir ógleymanlegt ferðalag um náttúruna, tilfinningar, minningar, gleði, hræðslu og drauma. Þú ert um það bil að leggja upp í tilfinningaríka ferð þar sem blandað er saman innsetningum, hljóðskúlptúrum, gagnvirkni og texta. Þú ert leidd(ur) áfram af listamönnum og gps-stýrðu hljóðkerfi í heyrnartólum en þó er þetta þín persónulega reynsla. Þennan leiðangur, á kunnuglegar en um leið ókannaðar slóðir, upplifir þú með öllum skilningar­ vitum. Ilmurinn af trébátum, gleymdum draumum um vanillu og rykugum hornum barnæsku þinnar — skuggi andlits sem minnir á þitt eigið. Árið 2014 hlaut Phoenix-verkefnið, sem fyrst var sett upp í Árósum í Danmörku, verðlaun The Arts Foundation í Danmörku. Sýningin er sköpunarverk níu alþjóðlegra listamanna með fjölbreyttan bakgrunn í ólíkum listgreinum.

You get a personal time for when you have to show up at an address by the harbor. You pick up the scent of rope and boats. The door squeaks when you open it. You peep inside. You hear the sound of a fireplace. The floor is covered with thick layers of ashes. Someone comes towards you and bids you come inside. You are about to embark on a sensuous walk mixing installation, soundscape, interactive technology, lyrics and performance. You will go through the experience all on your own, guided by performers and a GPS sound system, all while you follow the scent of delicate tracks leading you to unexplored places. The scent of wooden ships, forgotten dreams of vanilla and your childhood’s dusty corners, the shadow of a face which resembles your own. Back in 2014, Phoenix, which hails from Aarhus, received an award from The Arts Foundation’s scholarship commission. The performance is developed by nine international artists with a background in different art forms.


1. júní, kl. 20:30 @ Tjarnarbíó 1 June, 8:30 pm @ Tjarnarbíó Theatre kr. 4.400

Blóðhófnir Tónlistarhópurinn Umbra Bloodhoof Umbra Ensemble

Nýtt tónleikhúsverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, byggt á mögnuðum ljóðabálki Gerðar Kristnýjar, Blóðhófni, í sviðsetningu Sögu Sigurðardóttur. Í Blóðhófni segir jötunmærin Gerður Gymisdóttir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn Skírni að sækja hana í Jötunheima, á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar henni, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin.

Ástin komin með alvæpni

Drengurinn dró fram sverð hert í hatri

skeftið skorið úr grimmd Blóðhófnir byggir á hinum fornu Skírnismálum sem skáld­ konan Gerður Kristný flutti listilega í nútímalegt söguljóð og hlaut fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010 í flokki skáldverka. Fyrir verkið var hún jafnframt tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012. Umbra notar upprunahljóðfæri og raddir í tónlistarflutningi sínum. Í samstarfi við Sögu Sigurðardóttur skapa þær tónheim á sviði Tjarnarbíós þar sem goðsögnin um Gerði Gymisdóttur verður enn að nýju ljóði í hljóðfærum þeirra, röddum og hreyfingum.

Kontrabassi & söngur Double bass & vocals: Alexandra Kjeld Keltnesk harpa, harmóníum & söngur Celtic harp, harmonium & vocals: Arngerður María Árnadóttir Barokkfiðla & söngur Baroque violin & vocals: Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir Barokkvíóla & söngur Baroque viola & vocals: Kristín Þóra Haraldsdóttir Söngur Vocals: Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Umbra Ensemble will premiere a new music theater piece by composer Kristín Þóra Haraldsdóttir, based on the epic telling Bloodhoof by poet Gerður Kristný and staged by choreographer Saga Sigurðardóttir. Gerður Gymisdóttir the giant maiden tells her story in Bloodhoof; how Freyr sent his envoy, Skírnir, riding the horse Blóðhófnir to fetch her from the land of giants. Gerður wishes to stay in the land of giants, where the rivers run through her every vein, but she is made powerless with spells and threats.

Love had indeed come armed to the teeth

with an envoy brandishing a hate-infused sword

its haft carved in cruelty Bloodhoof is based on an ancient Eddic poem, artfully re-cast into modern verse by Gerður Kristný for which she was awarded the Icelandic Literary Prize in 2010 and nominated for the Nordic Council's Literary Prize in 2012. Umbra performs with historic instruments and voices. In collaboration with choreographer Saga Sigurðardóttir, they will create a performance on the stage of Tjarnarbíó, where the epic of Gerður Gymisdóttir will again become a new poem through their instruments, voices and movement. Tónlist Music: Kristín Þóra Haraldsdóttir Texti Text: Gerður Kristný Sviðsetning Staging: Saga Sigurðardóttir Myndvörpun Projection: Tinna Kristjánsdóttir Aðstoð við búninga og myndræna framsetningu Costume and visual assistance: Edda Guðmundsdóttir


22. maí, kl. 16:00 @ Laugarneskirkja 22 May, 4:00 pm @ Laugarneskirkja kr. 4.700

Selló, þú barómeter hjarta míns Cello, My Heart’s Barometer

Níu sellóleikarar og söngkona koma fram á tónleikunum sem helgaðir eru minningu sellósnillingsins Erlings Blöndal Bengtsson.

Nine cellists and a singer perform a concert dedicated to the memory of the cello virtuoso Erling Blöndal Bengtsson.

Hugmyndin að tónleikunum Selló, þú barómeter hjarta míns kviknaði í huga Gunnars Kvaran sellóleikara við andlát Erlings Blöndal Bengtsson í júní 2013. Gunnar, sem er skipuleggjandi og stjórnandi tónleikanna, vildi með því heiðra náinn vin og kennara.

The idea to gather a group of outstanding cellists and create the concert Cello, My Heart’s Barometer came to cellist Gunnar Kvaran upon the demise of Erling Blöndal Bengtsson in June 2013. Kvaran’s wish was to honor the memory of a close friend and mentor.

Erling Blöndal Bengtsson var einn mesti sellóleikari sinnar samtíðar og hlaut margvísleg verðlaun fyrir list sína. Fyrir tónleikana fékk Gunnar til liðs við sig átta sellóleikara sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið nemendur Gunnars áður en þeir héldu til framhaldsnáms erlendis. Þeir eru því í raun barnabörn Erlings, í tónlistarlegum skilningi.

Erling Blöndal Bengtsson was one of the greatest cellists of his time and received a number of awards in his lifetime. For the concert Kvaran gathered eight cellists who all have one thing in common: They were all Kvaran’s students before seeking education abroad. Hence they are Bengtsson’s grandchildren — musically speaking.

Erling var stórkostlegur flytjandi einleiksverka J.S. Bach og ber efnisskrá tónleikanna keim af því dálæti sem hann hafði á tónskáldinu. Á efnisskránni eru einnig verk eftir Heitor Villa-Lobos og umritun Hrafnkels Orra Egilssonar á katalónska þjóðlaginu Söngur fuglanna fyrir einleiksselló með átta sellóleikurum.

Bengtsson was famous for his magnificent performances of Bach’s solo pieces. The concert programme reflects his devotion to the composer. It also includes works by Heitor Villa-Lobos as well as the Catalan folk melody Song of the birds for solo cello accompanied by eight cellists, rewritten by Hrafnkell Orri Egilsson.

Einsöngvari Solo singer: Hulda Björk Garðarsdóttir Einleikarar Soloists: Margrét Árnadóttir & Gunnar Kvaran Stjórnandi Conductor: Gunnar Kvaran

Sellóleikarar Cellists: Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigurgeir Agnarsson, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Júlía Mogensen, Hrafnkell Orri Egilsson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Björgvinsdóttir & Sigurður Halldórsson


23. maí, kl. 20:30 frumsýning 24. maí, kl. 20:30 3. júní, kl. 20:30 4. júní, kl. 20:30 @ Tjarnarbíó 23 May, 8:30 pm premiere 24 May, 8:30 pm 3 June, 8:30 pm 4 June, 8:30 pm @ Tjarnarbíó kr. 4.400

Sími látins manns eftir Söruh Ruhl Dead Man’s Cell Phone by Sarah Ruhl

Þegar Nína ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hringt hefur án afláts, fer af stað atburðarás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem sett er upp á Íslandi. Sími látins manns fjallar um einsemdina og þrána eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. „Það er eins og þegar allir eru með kveikt á símanum sé enginn í sambandi. Eins og við séum öll að hverfa því meira sem við tengjumst.“ Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer-verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðs­ vegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Leikstjóri Director: Charlotte Bøving Leikarar Actors: María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir & Halldóra Rut Baldursdóttir Þýðing Translation: Ingólfur Eiríksson & Matthías Tryggvi Haraldsson Tónlist Music: Ragnhildur Gísladóttir

Nina, who is sitting in a café, decides to answer a stranger’s cell phone, which is ringing relentlessly on the next table. This triggers a course of events which has unforeseen consequences. This is the first time that the work of playwright Sarah Ruhl has been produced in Iceland. Dead Man’s Cell Phone explores loneliness, the yearning for intimacy and the paradox of modern technology. Cell phones and comparable equipment, with their limitless flow of information and countless ways of connections, can work as a weapon of mass destruction on human relations and leave nothing but a repressive vacuum. Sarah Ruhl is an American playwright who is a two-time Pulitzer Prize finalist and a Tony Award nominee.

Leikmynd og búningar Scenography & costumes: Fanney Sizemore Lýsing Lighting: Arnar Ingvarsson Förðun Make-up: Steinunn Þórðardóttir Tæknimaður Technician: Kristinn Ágústsson


21. maí, kl. 15:00 opnun 21. maí— 4. september @ Listasafn Íslands 21 May, 3:00 pm opening 21 May —4 September @ National Gallery of Iceland

Berlinde de Bruyckere

Sérstakar þakkir Special thanks: Berlinde de Bruyckere, Hauser & Wirth Gallery, S.M.A.K., Dieter Roth Estate, Mr & Mrs Alain and Danuté Mallart, Valérie Le Jeune, Marin and Anne Mie DesmetDebacker, Jaques Dobbles, Steven Morrens, Christine de Ketelaere, Gery Lannoo, Ahrenberg Collection, Switzerland, Mr & Mrs Drake.

Teikningar og skúlptúrar belgísku myndlistarkonunnar Berlinde de Bruyckere fæðast sem raunsæjar, ana­tóm­ ískar stúdíur undir áhrifum frá flæmska skólanum og þýsku endurreisninni sem hafa haft djúpstæð áhrif á verk hennar, sem og frá ímyndunarafli og ljóðrænu næmi hennar sjálfrar.

Belgian artist Berlinde de Bruyckere’s drawings and sculptures start as true-to-life anatomical studies, shaped by the traditions of the Flemish and German Renaissance which have had a profound influence on the artist’s work, as much as by her own imagination and poetic sensibility.

Sérstaklega eru það málverk Lucas Cranach eldri (1472-1553), sem hafa snert De Bruyckere. Um upplifun sína af verkum hans segir hún:

The paintings of Lucas Cranach the Elder (1472-1553), in particular, were an early influence. Of her experience of his works, De Bruyckere says:

„Þegar ég skoða málverk hans upplifi ég hið líkamlega í þeim sem tjáningarmáta fyrir hugsanir og hugðarefni þessara persóna – ótta þeirra, ástríður, efasemdir … Allra helst tengi ég við það hvernig hann fæst við hið líkamlega, og notar hinn holdlega líkama sem táknmynd hins andlega líkama.“

Hinar kraftmiklu, afmynduðu fígúrur De Bruyckere, mennskar jafnt sem af hrossakyni, úr vaxi, feldi dýra eða hári, kalla fram frásagnir og upplifanir úr nútímanum. Gegnumgangandi í verkum hennar er ríkt innsæi sem er undirbyggt af djúptækri þekkingu á viðfangsefninu og vinnsluaðferðunum. Ferill De Bruyckere hefur spannað þrjá áratugi en hún náði alþjóðlegri hylli á Feneyjatvíæringnum árið 2003, þar sem skúlptúrar hennar voru sýndir í ítalska skálanum. Á sýningunni í Listasafni Íslands eru skúlptúrar og teikn­ ingar frá síðustu fimmtán árum. Þetta er fyrsta sýning hennar á Íslandi. Sýningin er unnin í samstarfi Listahátíðar og Listasafns Íslands og er opnunarsýning 30. Listahátíðar í Reykjavík.

“When I look at his paintings, I experience their physicality as the medium to express the thoughts and concerns of those figures: their fears, their passions, their doubts … Above all I feel an affinity with the way he deals with corporeality, the way he uses the sensual body as an image for the mental body.”

De Bruyckere's powerful, contorted figures, human and equine, of wax, animal skins and hair, evoke contemporary narratives and personal experiences. Intuition is of great significance throughout her creative process but it is intuition led by erudition and a profound knowledge and love of the materials used. In a career spanning three decades, De Bruyckere reached international acclaim at the 2003 Venice Biennale, when her sculptures were shown in the Italian Pavilion. This is her first exhibition in Iceland. The exhibition is a collaboration between the Reykjavík Arts Festival and the National Gallery of Iceland. It is the inaugural exhibition of the 30th Reykjavík Arts Festival.


@ Norræna húsið

22. maí, kl. 16:00—19:00 22 May, 4:00—7:00 pm

@ The Nordic House

The Weather Diaries Sýningar, smiðjur, spjall & spuni Exhibitions workshops, talks & music Sýningin The Weather Diaries tengir saman þá ólíku viðburði sem Norræna húsið býður upp á í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2016. Sýningin er unnin af tvíeykinu Cooper & Gorfer í nánu samstarfi við tólf listamenn og hönnuði frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Sýningin býr yfir eigin myndheimi sem er þrunginn táknum, merkingu, áferð og sögum. Í stað þess að snúast um tísku líðandi stundar gefur sýningin innsýn í sköpunarkraft listafólksins og hönnuðanna, skírskotar til menningarlegrar sjálfsmyndar og rannsakar áhrif náttúru og veðurfars á listsköpun. Þátttaka í viðburðunum er ókeypis. Skráning á www.tix.is/is/nordichouse Í tilefni af Listahátíð mun innsetning eftir fata­ hönnuðinn Guðmund Jörundsson (JÖR) prýða sýningarrýmið í anddyri Norræna hússins. The exhibition The Weather Diaries is the underlying theme connecting the events in the Nordic House during this year's Reykjavík Arts Festival. The exhi­ bition was created by artist duo Cooper & Gorfer in close collaboration with twelve artists and designers from Iceland, Greenland and the Faroe Islands. The Weather Diaries exhibition is filled with symbolism, textures and stories. Instead of focusing on seasonal trends, the exhibition digs deeper to explore the creativity of the artists and designers, make references to cultural identity, and scrutinise the influence of nature and weather. All events are free of charge, registration at www.tix.is/en/nordichouse An installation by Icelandic fashion designer Guðmundur Jörundsson (JÖR) will be exhibited at the Nordic House lobby gallery during Reykjavík Arts Festival.

Prjónað í takt! Prjónasmiðja undir hand­ leiðslu Steinunnar Sigurðardóttur fata­ hönnuðar. Tónlist: Sigtryggur Baldursson og Stein­grímur Guðmundsson. Rhythm Knitting! Knitting work­ shop guided by designer Steinunn Sigurðardóttir. Music: Sigtryggur Baldursson and Steingrímur Guðmundsson. 28. maí, kl. 13:00—15:00 29. maí, kl. 11:00—13:00 28 May, 1:00—3:00 pm 29 May, 11:00 am—1:00 pm Sögur úr norðri. Ritsmiðja fyrir börn með Gerði Kristnýju rithöfundi. Stories from the North. Writing workshop for children with writer Gerður Kristný. Language: Icelandic. 3. júní, kl. 16:00—17:00 3 June, 4:00—5:00 pm Sköpunarkraftur úr Norður-Atlantshafi – hönnunarspjall með grænlenska fatahönnuðinum Bibi Chemnitz og Guðrúnu Rógvadóttur frá færeyska tískumerkinu Guðrun & Guðrun. The North Atlantic: Fearless Creativity – design talk with Greenlandic fashion designer Bibi Chemnitz (founder of label by same name) and Guðrún Rógvadóttir from Faroese fashion label Guðrun & Guðrun. 3. júní, kl. 17:00—18:00 3 June, 5:00—6:00 pm Drekar og loðlingar. Listamannaspjall með Hrafnhildi Arnardóttur (einnig þekkt sem Shoplifter) og Jóhönnu Methú­salems­dóttur stofnanda Kría Jewelry. Dragons and Furlings, artist talk with Hrafnhildur Arnar­­dóttir (a.k.a. Shoplifter) and Jóhanna Methúsalemsdóttir, founder of Kría Jewelry. 3. júní, kl. 18:00—19:00 3 June, 6:00—7:00 pm Tónlistargjörningur eftir Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Shoplifter. Leiðsögn í sýningarrými. Music performance by Kristín Anna Valtýsdóttir and Shoplifter. Guided tour of the exhibition.


21. maí, kl. 18:00 opnun 21. maí—2. júlí @ BERG Contemporary, Klapparstíg 16 21 May, 6:00 pm opening 21 May—2 July @ BERG Contemporary, Klapparstígur 16

Færsla Hulda Stefánsdóttir Shift

Málverk Huldu Stefánsdóttur eru abstrakt og því sem næst eintóna en hún hefur lýst vinnuferlinu að baki þeim sem leit að tímalausum kjarna sem kalli þó um leið fram tilfinningu fyrir augnablikum sem gætu ekki tilheyrt öðrum tíma en núinu.

Hulda Stefánsdóttir has described the process behind her abstract and nearly monochromatic paintings as a search for a timeless essence that also establishes a clear sense of what could only belong to the here and the now.

Sýning Huldu, Færsla, í Berg Contemporary fjallar um það hversu ómögulegt er að fanga augnablikið án þess að það beri með sér bergmál af eða ummerki um hið liðna — hvernig „hér og nú“ er alltaf líka minning þess sem var. Í Færslu er hvítur litur dreginn af samsetningu litrófsins og birtan sprettur frá myrkrinu. Með sama hætti á sér stað tilfærsla frá bakgrunni til forgrunns og frá frummynd til eftirmyndar. Þetta eru kyrrlát málverk sem bjóða upp á margbreytilega upplifun í óstöðugum aðstæðum.

In Hulda’s exhibition, Shift, at BERG Contemporary, the point of departure is the impossibility of presenting any given moment without echoes or traces of its past. The here and the now is also, and at the same time, a memory of that which was. Shift comments on whiteness as a monochrome deriving from colour, and light as a source that stems from darkness. A background can likewise shift to the foreground and the original can be overridden by its copy. These still paintings show shifting impressions and unstable situations.

Hulda Stefánsdóttir lærði myndlist á Íslandi og í New York. Myndlistarferill hennar spannar um tvo áratugi, auk þess sem Hulda hefur kennt og gegnt stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands.

Hulda Stefánsdóttir studied in Iceland and New York. Since the turn of this century she has held several exhibitions in addition to teaching and holding a professorship at the Iceland Academy of the Arts.


21. maí, kl. 17:00 opnun 21. maí—25. júní @ Tveir hrafnar listhús, Baldursgötu 12 21 May, 5:00 pm opening 21 May—25 June @ Tveir hrafnar listhús, Baldursgata 12

Mósaík Steinunn Þórarinsdóttir Mosaic

Mósaík er eins konar hugleiðing um hinar síbreytilegu víddir mannsins. Á sýningunni í Tveimur hröfnum verður einnig sjálfsmynd eftir Þórarin Inga Jónsson myndlistarmann, son Steinunnar, en hann er fyrirmynd verka hennar. Steinunn Þórarinsdóttir hefur verið starfandi mynd­listar­ maður í hátt í 40 ár. Hún hefur unnið að fígúratífum skúlptúr frá byrjun ferils síns sem markaði verkum hennar strax ákveðna sérstöðu í íslenskum myndlistarheimi. Fígúrur hennar eru kynlaus tákn mennskunnar. Þær innihalda lífrænan sprengikraft í áferð og formun. Verk Steinunnar hafa frá upphafi tengst íslenskri náttúru sterkum böndum. Samtal mannsins við náttúruna, umhverfi sitt og samfélagið er leiðarstef í list hennar. Steinunn hefur á löngum ferli hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, meðal annars sæmdi forseti Íslands hana riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2009 fyrir framlag hennar til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar. Steinunn hefur haldið fjölmargar einkasýningar víða um heim auk þ��tttöku í fjölda samsýninga og listamessa. Verk hennar er að finna í einka- og opinberum söfnum víða um heim. Á opnuninni þann 21. maí, klukkan 17:15, fremur Anna Richardsdóttir hreingjörning á verki Steinunnar sem stendur fyrir framan galleríið.

Mosaic is a reflection on the alternating dimensions of man. A self-portrait by visual artist Thorarinn Ingi Jónsson, Steinunn’s son, will also be included in the show. He is the model for her figures. Steinunn has been a professional artist for almost 40 years. She has worked on figurative sculpture from the beginning of her career. That set her works apart from her contemporaries on the Icelandic visual art scene. Her figures are androgynous symbols of humanity. They are organic and explosive in their formation. Man's conversation with nature, his surroundings and society are an integral part of her art. Throughout her long career Steinunn has received many awards. Among them is the Order of the Falcon, awarded by the President of Iceland in 2009 for her contribution to Icelandic and international art. Steinunn has had numerous solo shows worldwide as well as participated in a number of group exhibitions and art fairs. Her works can be found in many important private and public collections worldwide. During the opening reception on May 21st, at 5:15 pm, performance artist Anna Richardsdóttir will present a cleaning performance on Steinunn's sculpture outside the gallery.


3. júní, kl. 20:00 opnun 4. júní— 6. júní, kl. 12:00—18:00 @ Lækningaminjasafn Íslands, Neströð 3 June, 8:00 pm opening 4 June — 6 June, 12:00 — 6:00 pm @ Lækningaminjasafn Íslands, Neströð

Transcendence Hildur Yeoman

Á mörkum meðvitundar og meðvitundarleysis er staður — mitt á milli vöku og svefns. Þessi staður er heimili ofskynjana og martraða, en einnig bústaður ljúfra drauma og kyrrðar. Hann er heillandi og hefur hvoru tveggja tilhneigingu til að draga á tálar og verða að eftirsóknarverðum dvalarstað. Í Transcendence er farið inn á mörk drauma og svefns og haldið er í ferðalag um þá handanveru sem er manninum hvoru tveggja kunnugleg og framandi í senn. Hildur Yeoman fatahönnuður hefur verið óhrædd við að kanna nýjar nálganir í hönnun sinni. Hún sækir inn­ blástur í sterkar upplifanir þar sem skynjun, táknmyndir, persónueinkenni, tónlist, myndlist og andrúmsloft leika stór hlutverk og tvinnast saman í nýja heima. Transcendence er innsetning þar sem Hildur teflir saman hönnun, ljósmyndun og myndlist. Áhorfandanum er boðið að ganga inn í óræðan heim þar sem ólíkar listgreinar mætast. Á opnun sýningarinnar 3. júní verður lifandi tónlist og gjörningar tengdir verkum Hildar. Fatahönnuður Fashion designer: Hildur Yeoman Ljósmyndari Photographer: Saga Sigurðardóttir Myndlistarmaður Visual artist: Daníel Björnsson Vídjólistamaður Video artist: Máni Sigfússon Tónlistarkona Musician: Jófríður Ákadóttir Dansari Dancer: Valgerður Rúnarsdóttir

There is a place on the boundaries between conscious­ ness and unconsciousness — between waking and sleeping. This place is home to hallucinations and nightmares, but also the dwelling place of sweet dreams and tranquility. It is a fascinating place with a tendency to lure us in and become a desirable place to stay. Transcendence works with the boundaries between dreaming and sleeping, embarking on a journey into an otherworld which is both familiar and alien to man. Fashion designer Hildur Yeoman has never been afraid to explore new methods in her design work. She seeks inspiration from powerful experiences where perception, symbols, characteristics, music, visual arts and atmosphere play important roles and are interwoven to create new worlds. Transcendence is an installation where Yeoman brings together design, photography and visual arts. The visitor is asked to enter a mysterious world where different art forms converge. The opening on June 3 will feature music and happenings connected to Yeoman's works.


21. maí, kl. 16:00 opnun 21. maí — 27. ágúst @ Gallery GAMMA, Garðastræti 37 21 May, 4:00 PM opening 21 May — 27 August @ Gallery GAMMA, Garðastræti 37

Innra líf heysátu Gabríela Friðriksdóttir Inner Life of a Hay Bale

Sýningin í Gallery GAMMA er innsetning þar sem heyið er í lykilhlutverki. Gabríela birtir okkur innra líf heysátunnar í teikningum og lifandi teiknimynd.

An installation where hay plays the leading role, as Gabríela Friðriksdóttir reveals the inner life of a hay bale through drawings and animation.

Það kviknar líf í heyinu egg frjóvgast er sól skín og vermir sátuna þá hefst hinn limalausi dans á milli litninga og undir ormast ræturnar það brakar og brestur í heyinu strá fyrir strá vaknar vitund von um betri tíð og bleika akra ómurinn af því sem koma skal

Life ignites in the hay and eggs fertilise, when the sunrays warm the haystack. Then commences the limbless dance between chromosomes and beneath, roots lasso. The dry hay creaks and cracks, awareness awakes straw by straw. Hope of better times and pink pastures, the distant sound of what will come.

Á ferli sínum hefur Gabríela oft kannað smásæjar veraldir á mörkum náttúru og ímyndunar, heima þar sem furðuverur búa, þar sem líf kviknar af engu og blómstrar rétt utan við skynsvið okkar. Lítilfjörleg heysáta er í rauninni heilt vistkerfi þar sem alls konar verur fæðast, fjölga sér og deyja. Hið eilífa og alltumlykjandi lífríki náttúrunnar er okkur hversdagslega að langmestum hluta hulið og fyrir vikið er það nátengt furðuveröld hugans, þjóðsögum, goðsögnum og heiminum sem við getum ekki skoðað nema í draumi.

Gallery GAMMA hosts an exhibition of new work by Gabríela Friðriksdóttir. Gabríela has often explored microcosmic worlds on the edge of nature and imagination, worlds inhabited by strange fantastic creatures, where life is born from nothing and flourishes just outside the range of our senses. A simple bale of hay is in fact an entire ecosystem where all sorts of critters are born, multiply and die. The eternal and all-embracing life of nature is, for the most part, hidden to our senses, and therefore informs the fantastic world of the mind and the subconscious, of myth and legend, the world that we can only visit in our dreams.

Í innsetningunni í Gallery GAMMA er innra líf heysátunnar í brennidepli, í teikningum og lifandi teiknimynd. Verurnar úr heysátunni líkamnast síðan í líkneskjum sem Gabríela mótar í lífræn efni og jarðefni. Gabríela Friðriksdóttir hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Árið 2005 var hún fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum og árið 2011 var haldin stór sýning á verkum hennar í Schirn Kunsthalle í Frankfurt í tilefni af kynningu Íslands á bókamessunni þar. Sýningarstjórar Curators: Ari Alexander Ergis Magnússon & Jón Proppé

The exhibition in Gallery GAMMA is an installation where hay will play a role, but Gabríela shows us the inner life of the hay bale in drawings and an animated film, as well as giving them shape in sculptures made in organic materials. Gabríela Friðriksdóttir has exhibited around the world. She was Iceland’s representative at the Biennale in Venice in 2005 and in 2011 the Schirn Kunsthalle in Frankfurt held a large exhibition of her work.


21. maí, kl. 17:00 21. maí—26. júní, @ Listasafn ASÍ 21 May, 5:00 pm 21 May—26 June @ ASÍ Art Gallery

Við vorum einu sinni nágrannar Hreinn Friðfinnsson & John Zurier Once We Were Next–Door Neighbors

Ljóðræna skynjunar, staðar, tíma og endurminninga skapar sameiginlegan, tilfinningalegan þráð milli umbreyttra fundinna hluta og innsetninga Hreins Friðfinnssonar og abstraktmálverka John Zurier.

The poetics of perception, place, time, and memory create the common emotional thread between the transformed found objects and installations of Hreinn Friðfinnsson and the abstract paintings of John Zurier.

Hreinn Friðfinnsson er fæddur að Bæ í Miðdölum 1943 og er hugmyndafræðilegur listamaður. John Zurier er fæddur í Suður-Kaliforníu árið 1956 og er listmálari. Þó svo að þeir noti mismunandi aðferðir, tækni og nálgun er samhljómur í verkum þeirra; ljóðræn tilfinning og einfaldleiki tengir þá. Aðferðir þeirra eru knappar, afstaða þeirra til efnisins einkennist af innlifun og næmi fyrir því hvernig heiðarleiki gagnvart efninu afhjúpar á mótsagnakenndan hátt tilfinn­ ingu fyrir hverfulleika.

Hreinn Friðfinnsson, born in rural Iceland, is a conceptual artist. John Zurier, born in Santa Monica, California, is a painter. Although they use different methods, techniques and approaches, they are linked by a resonance and a shared sensibility of lyricism and simplicity ­­— an economy of means, empathy toward materials, and sensitivity to the contradictory way material integrity reveals an awareness of impermanence.

Verk Hreins Friðfinnssonar og John Zurier voru sýnd í aðliggjandi rýmum á þrítugasta tvíæringnum í São Paulo. Þeir halda þessum samræðum nú áfram á Listahátíð í Reykjavík með verkum sem eru gerð sérstaklega fyrir sali Listasafns ASÍ. Hreinn Friðfinnsson var einn af stofnendum SÚM-hópsins 1965. Hann býr og starfar í Amsterdam og hefur tekið þátt í sýningum víða um heim. John Zurier býr og starfar í Berkeley. Hann hefur sýnt víða og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín.

At the 30th São Paulo Biennial in 2012, the work of Frið­finnsson and Zurier was installed in adjacent spaces. For the Reykjavík Arts Festival Friðfinnsson and Zurier continue this conversation with new artworks created specifically for the rooms of Listasafn ASÍ. Hreinn Friðfinnsson was one of the founders of the SÚM group in 1965. He lives and works in Amsterdam and has shown extensively. John Zurier lives and works in Berkeley. He has shown extensively and been awarded for his art.


5. júní, kl. 16:00 afhjúpun @ Hljómalindarreitur, Smiðjustígur 5 June, 4:00 pm unveiling @ Hljómalindarreitur, Smiðjustígur

Húsgafl og port við Hljómalindarreit A Gable and a Yard

Húsgafl og port er tveggja ára verkefni sem virkjar og vekur hjarta miðborgar Reykjavíkur. Það er opin íhlutun sem hvetur vegfarendur til að hugsa inn í og tengjast sínu hversdaglega nærumhverfi. Þórdís Erla Zoëga ræðst í að umbreyta húsgaflinum sem er hin sjónræna tenging rýmisins við aðrar byggingar. Hug­­mynd hennar gengur út á tengingar. Hún leikur sér að duldum merkingum og staðalímyndum, teflir saman táknum hins opinbera rýmis og hins persónulega. Í portinu tengir Arnór Kári Egilsson saman sína sjónrænu og rýmislegu sýn á svæðið, sem er að hluta til sýnilegt og að hluta til falið. Arnór hefur um langt skeið unnið með hið almenna rými borgarinnar og nýtir hér reynslu sína við mótun nýs hlutverks portsins. Leiðarstef beggja verkefnanna er sú hugmynd að breytingar á hinu opinbera rými hafi tvöfalt hlutverk: Að vera hreyfiafl sem og táknmynd ákveðins augnabliks, upplifunar og skynjunar. Verkefnið er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík við Icelandair hótelin.

A gable and a yard is a two-year art project engaging in and activating the heart of the city space in the centre of Reykjavík. It is a public intervention that invites us to think with and feel with the urban environment of our everyday circumstances, the sites and situations we are embedded in. Þórdís Erla Zoëga is the artist who will actualize the promise of the huge wall that visually links the site to its surroundings in the city centre. She is working with the idea of connecting the dots, playing with hidden meanings and stereotypes, creating an encounter between the symbols of public and private spaces. In the yard, Arnór Kári Egilsson will articulate his visual and spatial vision of the site — one which is partly visible, partly hidden — thus bringing his extensive experience of visual displays in public spaces to shape the yard's new function. Both of these works are created and based on the funda­ mental concept that public interventions need to focus on the dual strategy of being a catalyst and celebrating a given moment of experience and perception. A collaboration between the Reykjavík Arts Festival and Icelandair Hotels. Sýningarstjórar Curators: Birgir Snæbjörn Birgisson & Mika Hannula


27. maí, kl. 20:00 opnun 27. maí—21. ágúst @ Gerðarsafn 27 May, 8:00 pm opening 27 May — 21 August @ Kópavogur Art Museum

Flâneur Sara Björnsdóttir

Sýning Söru Björnsdóttur, Flâneur, er einskonar sjálfs­ ævi­sögulegt ferðalag og fjallar um leyndardóms­fullt ástand lista­konunnar þar sem hún dvelur í stór­borginni Lundúnum og sækir sér langþráðan vinnufrið. Hún tekur upp ljóðrænt háttalag flandrarans (flâneur) sem ferðast án stefnu eða tilgangs um borgina í leit að öllu og engu. Textaverk og klippimyndir mynda sögur, augnablik, hugarvíl og uppreisn. Þetta tvinnar Sara saman við talaða frásögn sem lýsir vandræðum, ævintýrum og sérviskulegu ástandi hennar á þessu tímabili.

Sara Björnsdóttir‘s exhibition Flâneur is an auto­ biographical journey through the artist‘s mystical state of mind during a much needed working period in London. She simulates the lyrical demeanor of the flâneur who strolls aimlessly through the city in search of everything and nothing. Text works and collages create stories, moments, feelings of anguish and rebellion. Sara intertwines these works with a spoken narrative about her problems, adventures and eccentric state of mind during this time.

Verk Söru standa á mótum hins pólitíska og persónulega þar sem hún gengur umbúðalaust að viðfangsefni sínu hverju sinni. Persónulegt innsæi Söru getur snert fínlegar taugar hjartans en verkin geta jafnfram snert okkar við­ kvæmustu taugar vegna þess sannleika sem hún afhjúpar. Hún fjallar gjarnan um hugmyndir og viðfangsefni sem skarast við líf hennar og hversdagsleika. Í gjörningum, vídeóverkum og öðrum miðlum höfum við fylgst með listamanninum endurtaka einfaldar, daglegar athafnir eins og að reykja sígarettu, drekka rauðvín eða hlæja.

Björnsdóttir‘s artwork borders the political and personal, taking a direct approach to her subject matter. Her personal insights can often tug at our heartstrings as well as sting by revealing harsh truths. She works with ideas and issues that interact directly with her personal life. In performances, video works and other media we have seen her enact ordinary actions — such as smoking a cigarette, drinking wine or simply laughing.

Sara Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún stundaði nám í London við Chelsea College of Art & Design á árunum 1996-1997 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1991-1995. Sara hefur unnið ötullega að listinni alla tíð og á að baki fjölda samsýninga og einkasýninga. Sýningin er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. Sýningarstjóri Curator: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

Sara Björnsdóttir was born in Reykjavík in 1962. She studied at Chelsea College of Art & Design in London in 1996-1997 and Iceland College of Art and Crafts in 1991-1995. She has worked extensively as an artist since graduation and has exhibited her work in numerous group exhibitions and solo shows. The exhibition is her largest solo show in recent years.


N 30 2016

Styrktaraðilar Listahátíðar 2016 Supporters of Reykjavík Arts Festival 2016

Á hverju ári byggir velgengni Lista­hátíðar í Reykja­ vík á ómetanlegum stuðningi samstarfsaðila. Grunnframlag stofnaðila gerir hátíðinni kleift að tryggja stöðugleika og sýnileika. Stuðningur íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja, stofnana og annarra samstarfsaðila skiptir sköpum í að viðhalda gæðum, fjölbreytileika og umfangi hátíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík þakkar þessum aðilum kær­ lega fyrir samstarfið og stuðninginn á árinu 2016.

Every year, the success of Reykjavík Arts Festival depends on the invaluable commitment of public and private sector partners. The core investment of our founding partners plays a fundamental role in ensuring our stability and visibility. The crucial support of our Icelandic and international supporters, partners, benefactors and sponsors is vitally important in enabling us to maintain the Festival’s diversity, quality and reach. We extend a very warm thank-you to these parties for their partnership and generosity in 2016.

Stofnaðilar Founders

Bakhjarlar Partners

Samstarfsaðilar Benefactors

Styrktaraðilar einstakra viðburða Event Sponsors

Sérstakar þakkir Special thanks

Jaðarber Got hæfileikar a project of YRKJA

UR_

Blóðhófnir

CalmusWaves

S.M.A.K, Stedelijk Museum voor Actuele Kunst Frans Labath Mr. and Mrs. Alain and Danuté Mallart

Valérie Le Jeune Marin and Anne Mie Desmet-Debacker Jacques Dobbles Steven Morrens

Christine de Ketelaere Gery Lannoo Ahrenberg Collection, Switzerland Mr. and Mrs. Drake Dieter Roth Estate

Og þeir sem ekki vilja láta nafns síns getið And those who wish to remain anonymous


Sigurbjörg Þrastardóttir Leikskáld

Þorvaldur Örn Kristmundsson Ljósmyndari

Erna Ómarsdóttir Danshöfundur

Charlotte Bøving Leikstjóri

Bjarni Frímann Bjarnason Hljómsveitarstjórnandi


Hannes Þór Egilsson Danshöfundur

Ragnhildur Gísladóttir Tónskáld

Hilmar Örn Hilmarsson Tónskáld

Kristín Þóra Haraldsdóttir Tónskáld & fiðluleikari

Steinunn Þórarinsdóttir Myndlistarkona

María Dalberg Leikkona

www.listahatid.is


Listahátíð í Reykjavík 2016