Ársskýrsla 2010

Page 3

4 Íslandspóstur

Tækifærin framundan

Hvern virkan dag handleika starfsmenn Íslandspósts um 350 þúsund póstsendingar til íslenskra heimila og fyrirtækja. Gæði þjónustunnar eru með því mesta sem þekkist, en það útilokar þó ekki að mistök komi upp í dreifingunni. Fyrir kemur, að sending skili sér ekki innan tilsettra tímamarka og í öðrum tilvikum kann það að gerast, að sending verði fyrir hnjaski í flutningaferlinu, ýmist hjá sendanda, Íslandspósti sem dreifingaraðila eða móttakanda. Árið 2006 innleiddi Íslandspóstur gæðakerfi samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001, en tilgangur þess var að bæta enn frekar þjónustu fyrirtækisins. Kerfið var vottað haustið 2007 og hefur Íslandspóstur unnið eftir því síðan. Í því skyni að tryggja sem besta þjónustu rekur Íslandspóstur öflugt þjónustuver, sem tekur við fyrirspurnum og athugasemdum frá viðskiptavinum fyrirtækisins. Þeim er síðan komið á framfæri við gæðaráð Íslandspósts, sem kannar orsakir þeirra og fylgir eftir lagfæringum á fyrirkomulagi dreifingar, ef tilefni er til. Fjölda athugasemda hefur fækkað á undanförnum árum og þó að sérhver athugasemd frá viðskiptavinum sé einni athugasemd of mikið þá nam fjöldi þeirra aðeins 0,01% af heildarfjölda þeirra sendinga, sem Íslandspóstur dreifði á árinu 2010. Rafræn þróun og efnahagssamdráttur hér á landi frá árinu 2008 hefur leitt til verulegs samdráttar í póstsendingum. Frá hausti 2008 til ársloka 2010 hefur bréfum í einkarétti fækkað um 20%. Jafnhliða tekjulækkun vegna fækkunar einkaréttarbréfa hefur íbúðum á öllu landinu fjölgað um tæp 3% á sama tíma. Kostnaður við dreifingu hefur hækkað í samræmi við það, enda kveða reglur um bréfadreifingu á um dreifingu í öll hús á landinu alla virka daga ársins, þar sem því verður við komið. Nær sú þjónusta nú til um 99,8% heimila og fyrirtækja á Íslandi. Útlit er fyrir að bréfum í einkarétti fækki enn frekar á næstu árum. Þannig er því spáð að einkaréttarbréfum fækki um allt að 25% til ársins 2015 og þegar við bætast áhrif afnáms einkaréttar í ársbyrjun 2013 má

gera ráð fyrir að bréfamagn hjá Íslandspósti kunni að minnka um allt að 55% til ársins 2015. Slíkri magnminnkun verður að mæta með aðgerðum á ýmsum sviðum, bæði með því að auka tekjur eftir því sem við verður komið, þar sem vænta má vaxtar, en einnig með hagræðingu í rekstri póstþjónustunnar, sem lýtur að einkarétti og alþjónustu. Á undanförnum árum hafa stjórnendur og starfsmenn Íslandspósts gripið til ýmissa ráðstafana sem miðað hafa að því að byggja upp og treysta hagkvæmt afgreiðslu- og dreifingarnet fyrirtækisins í samræmi við breytt flutningamagn og búsetuþróun. Í ársbyrjun 2011 var innleitt nýtt fyrirkomulag á útburði bréfapósts sem jafnframt er stærsta breyting er fyrirtækið hefur gert á dreifikerfi sínu. Undirbúningur þess verkefnis hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Þessi breyting mun leiða til mikillar hagræðingar í rekstri auk þess sem hún veitir færi á að bjóða upp á mismunandi þjónustustig í dreifingu bréfapósts. Með breytingu á dreifikerfi og fækkun bréfa var viðamikil vinna sett af stað á árinu 2010 við endurmat á vöruframboði og uppbyggingu verðskrár Íslandspósts fyrir bréfapóst. Gerð var ítarleg kostnaðargreining á meginþáttum bréfadreifingar með það að markmiði að verðlagning þjónustunnar endurspeglaði sem fyrr því sem næst raunkostnað við framkvæmd hennar. Verðlagning tekur mið af þeirri þjónustu sem viðskiptavinur velur, t.d. hvort bréfi sé dreift strax daginn eftir póstlagningu eða á lengri tíma sem og hvar afhending bréfa fer fram. Þannig er til dæmis dýrara að vinna bréf, sem póstlögð eru á pósthúsum en þau sem afhent eru í miklu magni beint í Póstmiðstöð. Með þessari breytingu aukast möguleikar viðskiptavina á því að velja á milli magns, afhendingarmáta, dreifingarhraða og verðlagningar bréfasendinga. Erindi Íslandspósts vegna breyttra viðskiptaskilmála og nýrrar verðskrár var sent til Póstog fjarskiptastofnunar til afgreiðslu í lok júní síðastliðins. Sammælst var um að senda það í almenna kynningu til umsagnar og er reiknað með því að niðurstaða þess liggi fyrir innan skamms.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.