
1 minute read
VIKUR VIKUR
Undanfarið hafa ekki verið nægilega margar nefndarvikur að mér finnst. Að mínu mati ætti enginn vika að vera auð. Ég vill að allar nefndir skólans geti fengið tækifæri á að halda sína eigin viku undir þeim skilyrðum að vera með skemmtilega og góða dagskrá. Ef nefndir hafa ekki nægilegt fjármagn til að halda skemmtilega og flotta viku, þá er ég alltaf til í að hjálpa þeim við það að fá styrki fyrir vikuna til að halda marmaranum í stemmingu eins og það á að vera. Minni nefndirnar eru alls ekki minna mikilvægar heldur en þær stærri og er það algjör samleikur milli smærri og stærri nefndanna að halda félagslífinu gangandi.
Advertisement