1 minute read

ÁVARP ÁVARP

Kæru Verzlingar, nú er kosningavaka NFVÍ loksins runnin upp. Ég heiti Páll Steinar Guðnason, betur þekktur sem Palli Puffin og ég er að fara með framboð til embættis Formanns Skemmtinefndar Verzlunarskólans og þar af leiðandi einnig til Stjórnar nemendafélagsins næstkomandi skólaárs 20232024. Eins og allir vita er besta félagslíf allra menntaskóla landsins hérna í Verzló mun ég sjá til þess að halda því þannig. Ég held uppi góðri stemmingu, er ákveðinn og metnaðarfullur en einnig áberandi góður leiðtogi sem hentar vel til þessa embættis. Ég er góður í samskiptum og sé fyrir mér að geta starfað vel með komandi stjórn. Þrátt fyrir að hafa ekki reynsluna í stjórnarnefndum hingað til hef ég alltaf tekið virkan þátt í viðburðum innan NFVÍ. Að vera formaður Skemmtó er gríðar stórt verkefni sem felur með sér mikillar ábyrgðar og skipulags sem ég treysti mér fullkomlega til. Ég hef sterkt tengslanet bæði innan veggja skólans og utan þar á meðal inn í allskyns fyrirtæki. Vonandi hjálpar þessi texti þér að gera upp hug þinn um hvern þú vilt fá sem næstverðandi Formann Skemmtó en annars mæli ég einnig með að renna yfir stefnumál og meðmæli.

Advertisement

This article is from: