Sumarhusid og gardurinn 1.2009

Page 32

Höldum pottinum hreinum Tex ti Auður I O t tes en. M y ndir Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

H

afþór Örn Guðjónsson starfsmaður hjá Tengi sem um árabil hafa selt vandaða heita nuddpotta og efnavörur frá Bandaríska fyrirtækinu Sundance Spas og efnavörur frá danska fyrirtækinu Spacare, segir að það sé sjaldnast við pottana að sakast þegar vatnið er fúlt, af því mosalykt eða þörungar fjölgi í leiðslunum. Fólki hætti til að kenna pottinum um þegar vatnið er lélegt. Þegar leitað var ráða hjá honum sagði hann enga eina töfralausn vera til við að hreinsa rafmagnspotta. En tiltölulega auðvelt væri að halda vatninu hreinu með nokkrum samverkandi þáttum og eftirfylgni.

Hafþór segir Tengi bjóða upp á þrennskonar hreinsiefni, klórtöflur, Bromin og silfurhylki. Klórtöflurnar segir Hafþór vera notaðar þar sem potturinn er í stöðugri notkun, settar í pottinn fyrir og eftir notkun. „Töflurnar leysast fljótt upp

„Í alla heita potta er þörf fyrir hreinsiefni því með mönnunum berast sápuleifar, fita, sviti og húðflögur í pottinn. Mönnum verður á að gleyma sturtunni en það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að þrífa sig vel áður en farið er í pottinn. Mælingar hafa sýnt 200 sinnum meiri mengun af völdum þeirra sem ekki þrífa sig en hjá þeim sem fara í sturtu á undan og þvo sér vel“ segir Hafþór.

og klórinn gufar tiltölulega hratt upp. Eftir að töflurnar hafa verið settar út í vatnið eru dælurnar látnar ganga í fimm mínútur og þá mælt til að gá hvort klórmagnið sé ekki rétt,” segir Hafþór. Rétt magn af klór á að vera 1,0-3,0 mg/l. „Ég brýni fyrir fólki að muna ætíð að setja klórtöflu í pottinn eftir notkun til að hreinsa hann en ef pottur er mikið notaður yfir daginn er ekki þörf á því að láta töflu út í eftir hverja notkun.”

Ph gildið í vatninu segir til um hvort það sé súrt eða basíkt, gildin eru frá 0 og uppí 14. Ef það er súrt er gildið fyrir neðan 7, en fer að vera basískt frá 7 til 14. Æskilegt er að gildið í heitum potti sé á milli 7-7,6.

Brómin endist lengi í vatninu Bromin er fjölvirkt tvíþátta klórfrítt efni og lyktin daufari en af klórnum. Annars vegar eru Bromin töflurnar settar í hólf eða skammtara og svo efni sem Hafþór nefnir Spachock í vatnið eftir notkun. „Bromin töflurnar eru lengi að leysast upp, um 2-3 vikur og eiga alltaf að vera til staðar. Þær henta því vel þar sem potturinn er ekki í notkun í lengri tíma. Tilvalið fyrir sumarbústaðareigendur og þá sem eru með klórofnæmi,” segir Hafþór og nefnir að æskilegt bromin-magn í vatninu í pottinum sé 2,0-6,0 mg/l. Hann leggur áherslu á að ekki má blanda saman klór og Bromin, við það myndast eiturgufur.

Náttúrulegt efni til hreinsunar

Hafþór Örn Guðjónsson starfsmaður hjá Tengi með hreinsiefnapakka fyrir heita potta.

32

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009.

klórofnæmi og þar sem hylkið dugar í fjóra mánuði hentar það vel þeim sem skilja við pottinn án eftirlits í lengri tíma,” segir Hafþór. Eftir hverja notkun skal setja Díklór til frekari hreinsunar.

Enn önnur leið, notkun silfurhylkja til sótthreinsunar er sérstaklega fyrir Sundance potta frá Tengi ehf. „Silfur er náttúruleg leið til sótthreinsunar og minnkar þörfina fyrir klór í pottinum. Það hentar vel þeim sem eru með

Æskilegt er að ph-gildi vatnsins í pottinum sé 7-7.6 og hjá Tengi fást strimlar sem notaðir eru til að mæla það með.

Þrjú efni til að stilla vatnið Auk efna sem hreinsa pottana er þörf fyrir að halda Ph-gildinu, Total Alkalinity og kalkmagninu í ákveðnu magni í vatninu. „Æskilegt Ph-gildi í heitum potti er á milli 7-7,6, sem gerir vatnið þægilegra og hjálpar til við að vernda innri búnað og yfirborð pottsins. Við rétt Ph-gildi hámarkast virkni hreinsiefnanna sem notuð eru í heita potta. Við erum með til sölu duft frá fyrirtækinu Spa care sem ýmist hækkar eða lækkar Ph-gildið. Lítið magn er látið útí í einu og dælur settar í gang í 5 mín til þess að blanda efnið vatninu.Vatnið er síðan mælt aftur og ferli endurtekið þar til réttu Ph-gildi er náð,” segir Hafþór. Huga þarf einnig að tveimur öðrum þáttum sem hafa áhrif á vatnið. „Total Alkalinity er hugtak fyrir mælingu á eiginleikum vatnsins er standast breytingar á ph-gildinu í vatninu. Rétt magn af total alkalinity hefur áhrif á ph-gildi


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.