Sumarhusid og gardurinn 3.2009

Page 1

Sumarhúsið og garðurinn 3. tbl. 2009 Kr. 1095.–

Matjurtagarða á fjölbýlishúsalóðir

Bláu nunnurnar

Upphaf byggingalistar

og tenging við náttúruna

Skjólmyndun með girðingum

Skordýr sem sýgur blóð til að lifa

Súkkulaði og rósir Hagleiksfólk í Ólafsgerði

3. tbl. 17. árg. 2009, nr. 57 Kr. 1095.-

Konungur hálendisins



Yljum iljum

Sumir heimilisvinir láta lítið fara fyrir sér. Við vildum samt aldrei án þeirra vera. Þeir taka vel á móti okkur þegar við komum heim eftir skemmtilegt kvöld, kveikja ljósin, hita

ofnana og koma upp suðu á bolla af heitu kakói. Þessir hæglátu heimilisvinir fara ekki fram á neinar sérstakir þakkir. Þeir eru ánægðir ef heimilisfólkið er ánægt og nýtur þess að vera til í birtu og yl. Þeir eru

ÍSLENSKA SIA.IS ORK 47957 11.09

góðir heimilisvinir.

• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi.

www.or.is


Efnisyfirlit

í byrjun 6 Fasteignagjöld af frístundahúsum í útleigu 1,45% 6 Íslenskir könglar í jólaskraut 8-13 Merkisgarður í Eyjafirði 15-17 Bláu nunnurnar 18-19 Alíslenskur jólamarkaður í Heiðmörk 20-23 18 Rauðar rósir 24 Í garðinum með Jóni Guðmundssyni

– Skimað eftir sitkalús

– Matreiðsla úr garðinum

25 Skordýr sem sýgur blóð til að lifa 26-27 Í garðinum með Jóni Guðmundssyni

í miðjunni 28 Garðheimar 10 ára 30-35 Hagleiksfólk í Ólafsgerði 36 Súkkulaði og rósir 38-39 Jólasveinar ganga um gólf 40-43 Draumagarður fjölskyldunnar 44 Hreinsiefni fyrir gólf – kynning Gólfefnaval 46-48 Brunavarnir – kynning VÍS 49 Fjölbreytt námskeið í ræktun og arkitektúr 50-52 Drápuhlíð og Vatnsdalsvatn í Helgafellsveit

að lokum 54 Matjurtagarða á allar fjölbýlishúsalóðir 56-57 Skjólmyndun með girðingum 58-62 Upphaf byggingarlistar og tenging við náttúruna 63 Bækurnar í bústaðinn 64-69 Gamli góði hryggurinn á jólaborðið 70-73 Þjónustusíður 74 Krossgáta 76-79 Konungur hálendisins – himbriminn 80 Grýlu þykir barnakjöt besti matur 82 Í garðinum með Jóni Guðmundssyni

- Skreytingarefni úr garðinum

4

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009.


20-23

64-69

8-13

Leiðarinn

Kæru lesendur. Ég upplifi nú svipaða tíma og fyrir um 25 árum þegar ég sat með prjónana öllum stundum, prjónandi sjöl, vesti, peysur og vettlinga úr kambgarni í öllum regnbogans litum. Ég fletti hannyrðablöðum og teiknaði upp mynstur því á þeim tíma var í tísku að prjóna svokallað „hönsnestrikk” sem voru fremur róttækar fígúrur og tákn, enda var ég þá ung kona. Núna situr maður ekki svo fund eða á kaffihúsi að einhverjir á staðnum séu ekki að prjóna. Meira að segja á tónleikum í kirkju um daginn sá ég að kona á næsta bekk var að fitja upp fyrir barnapeysu og var með marga liti af garni í kjöltunni. Ég fagna þessari breytingu því það er gott fyrir sálina að vera með eitthvað á prjónunum. Að sökkva sér niður í mynstur og úrtökur er áþekkt andlegri íhugun og það er þar sem við íslenska þjóðin erum einmitt stödd núna. Við horfum inn á við og endurmetum gildin og tilgang lífsins.

Aðventan og jólin eru ætíð notalegur tími fyrir flesta, tími þar sem við bjóðum hvert öðru í heitt kakó og smákökur og flykkjumst saman í alls kyns fagnaði. Þetta er sá tími þegar kórarnir flytja óð til jólanna og óratoríur til dýrðar frelsaranum. Handverkið selst sem aldrei fyrr og við njótum þess að kaupa vettlinga eða sokka sem fallegar gamlar konur hafa prjónað af mikilli ást á elliheimilunum. Þetta er tíminn þegar við sökkvum okkur niður í lestur bóka og tímarita. Vegna þessa gilda höfum við gætt þetta blað öllu því góða sem einkennir þennan tíma - kærleik, glettni, góðum mat og góðri afþreyingu. Við óskum lesendum okkar gleði á aðventunni og gleðilegrar hátíðar um leið og við þökkum samfylgdina á þessu ári.

Auður I. O ttesen R itstjóri, greinaskrif audur@rit.is

Páll Jökull Pétursson Umbrot, hönnun, ljósmyndun auglysingar@rit.is

Jón Guðmundsson Greinaskrif

Jóhann Óli Hilmarsson Greinaskrif johannoli@johannoli.is

Jónatan Garðarsson Greinaskrif

Helga Gunnlaugsdóttir Steinunn Bergsteinsdóttir Greinaskrif Greinaskrif

Vilmundur Hansen Greinaskrif

Útgefandi: Merkurlaut 25 ehf, Sími 578 4800, www.rit.is Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson, rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Jón Guðmundsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson og fleiri. Prentun: Oddi. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: auglysingar@rit.is Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Páll Jökull Pétursson, Jóhann Óli Hilmarsson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Björn Jóhannsson, Gunnar Bergmann Stefánsson, Helga Gunnlaugsdóttir, Hédís Sveinsdóttir, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón Guðmundsson, Jónatan Garðarsson, Páll Jökull Pétursson, Steinunn Bergsteinsdóttir, og Vilmundur Hansen. Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS3. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíða: Ljósmynd Páll Jökull Pétursson.

ISSN 1670-5254

Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, p ­ rentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs l­eyfis útgefanda.

Blóm og skreytingar frá versluninni 18 Rauðar rósir. Mynd: Páll Jökull.


Fasteignagjöld af frístundahúsum í útleigu 1,45%

F

Tex ti : Vi lm undur Ha nsen. M y nd: Pá l l J ök u l l.

asteignagjöld af sumarhúsum í einkaeigu eru allt að 0,6% af fasteignamati en gjöldin eru mismunandi á milli sveitarfélaga. Fasteignagjöld af sumarhúsum sem leigð eru út í atvinnuskyni eru tæplega þrisvar sinnum hærri, eða 1,45%.

Samkvæmt upplýsingum hjá Fasteignaskrá ríkisins bera sumarhús sömu fasteignagjöld og íbúðarhúsnæði, sem er allt að 0,6% af álagningarstofni fasteignamats. Álagningin getur verið mismunandi milli sveitarfélaga. Í Grímsnes- og Grafningshreppi er hún til dæmis 0,475% en 0,6% í Bláskógabyggð.

Fasteignagjöld allt að 10% af ársleigu Örvar Hólmarsson sem rekur sumarhúsaútleigu að Minni Borgum í Grímsnes- og Grafningshreppi segir að aðilar í ferðaþjónustu borgi allt að þrisvar sinnum hærri fasteignagjöld af sumarhúsum en einstaklingar. ,,Núna eru fasteignagjöld einkaaðila í Grímsnes- og Grafningshreppi 0,475% af fasteignamati en ferðaþjónustuaðila 1,45% vegna þess að þeir eru í atvinnurekstri. Síðustu ár hefur færst í vöxt að einkaaðilar leigi sumarhúsin sín til erlendra ferðamanna í gegnum umboðsskrifstofur en borgi samt sem áður 0,6% fasteignagjöld þar sem gjöldin eru hæst og slíkt er fáránlegt. Að mínu mati verður að endurskoða og leiðrétta þennan mun þar sem rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar er mjög erfitt um þessar mundir. Það er ríkið sem dregur lappirnar í málefnum ferðaþjónustunnar og því verður að breyta. Núna fær ríkið hverja krónu, sem það leggur í kynningarstarf erlendis vegna landkynningar, þrjátíufalt til baka og út í hött að

draga saman seglin í þeim málaflokki. Einnig er nauðsynlegt að lækka álögur fasteignagjalda á atvinnurekstur til að bæta stöðu greinarinnar. Nú til dags samsvara fasteignagjöld á sumarhús í ársleigu eins mánaðar sumartekjum af hverju húsi en tekjur af sumarleigu húsanna jafngildir allt að 10% af heildartekjum fyrir útleiguna og það sjá allir að slíkt gengur ekki til lengdar. Ekki er svo nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar varðandi hækkun á virðisaukaskatti til að bæta ástandið. Það virðist vera vinsælt hjá ráðamönnum þessarar þjóðar að tala um sóknartækifæri í ferðaþjónustu á tyllidögum. Ef þeir halda að greinin eigi að skila þjóðarbúinu sífellt meiri gjaldeyristekjum af sjálfu sér þá er það misskilningur. Það þarf að fjárfesta í störfum og þar með fyrirtækjum í ferðaþjónustu og líta á slíka fjárfestingu til langs tíma. Fyrirtækin þurfa að skila arði til að geta aukið sóknina. Svo einfalt er það,” segir Örvar. n

Sumarhús til útleigu í Minni-Borgum í Grímsnesi.

Fasteignamat er gangverð fasteigna, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í nóvembermánuði næst á undan matsgerð, miðað við heimila og mögulega nýtingu fasteignarinnar á hverjum tíma. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst sá að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda, eignarskatts og erfðafjárskatts.

Íslenskir könglar í jólaskraut

H

ver fjölskylda hefur sína siði á aðventu og jólum. Jólaskraut skipar stóran sess í hjarta fólks og margir eiga skraut sem hefur fylgt þeim frá bernsku og er þeim hjartfólgið. Helga Gunnlaugsdóttir á Akureyri sýnir okkur hér úr safni sínu jólaskraut sem hún hefur gert úr íslenskum könglum. Þetta er jólaskraut sem hefur fylgt fjölskyldunni en fyrsta jólatréð hennar var gert úr könglum og hefur varðveist vel.

6  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Litlu húsin eru úr köngulhreistri og eru alltaf vinsæl hjá ungviðinu. Helga kennir okkur hér að gera þau, ásamt ýmsu öðru úr könglum. Hægt er að búa til lítil falleg hús úr köngulhreistrinu. Fyrst sker maður húsið út úr þykku kartoni eða þunnum pappa í þeirri stærð sem hver vill. Síðan eru hliðarnar límdar saman og þakið lagt til hliðar. Að því loknu tekur maður stóra köngla, tekur þá í sundur og límir flögurnar á pappahúsið. Best er að byrja neðst og færa sig upp

á við. Göt eru skilin eftir fyrir hurð og glugga. Þakið er límt á í lokin og klætt með könglaflögunum á sama hátt og veggir hússins. Í lokin er hægt að búa til gluggapósta með eldspýtum. Jólatré sem búið er til úr könglum er tilvalið þar sem plássið er lítið. Könglarnir eru límdir á vattkeilu og svo skreyttir með rauðum kúlum og nettum borðum. n


Hvað skyldi ég fá í jólagjöf?

Stekkjarbakka 6 | sími 540 3300 | www.gardheimar.is


Merkisgarður í Eyjafirði Tex ti : Au ð u r I. O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

Á

bænum Þrastarhóli í Arnarneshreppi, skammt frá Möðruvöllum í Hörgárdal, er vísir að skógrækt í fjallshlíðinni. Neðan við hana eru nokkrir sumarbústaðir og umhverfis íbúðarhús Vilborgar Pedersen er einn fallegasti garður á Norðurlandi. Vilborg stendur keik með slönguna á lofti úti í miðjum garði sínum þegar erindrekar blaðsins heimsóttu hana seinnipart sumars í eindæma norðlenskri veðurblíðu.

Veðráttan í sumar er búin að vera Norðlendingum hagstæð og nóg þótti Vilborgu um bindinguna yfir garðslöngunni því vart hafði komið deigur dropi úr lofti í þrjár vikur. Garðrækt hefur alltaf verið hennar árátta og hefur í gegnum tíðina veitt henni útrás og slökun frá daglegu amstri, frá barnahópnum og heimili. Það er ekki ofsögum

8  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


 Vilborg tekur fræ af birkinu og sáir, börkurinn er fallega hvítur á litinn. Dönsk hjón gáfu henni tvö birki sem hún nefnir Hans og Vibeku eftir gefendunum.

 Sonardóttir Vilborgar sem býr í Danmörku gaf henni hrossakastaníu sem hún ræktaði í mjólkurfernu og var bara með einu blaði en er orðin nokkuð stór núna í garðinum hennar í Eyjafirði

sagt að garðurinn hennar sé einn sá merkilegasti í Eyjafirði. Það eru aðeins 19 ár síðan fyrstu plönturnar voru settar þar niður og trén eru löngu farin að mynda skjól fyrir suðlægar tegundir - eik, hestakastaníu, ávaxtatré og fágætar rósir. Að baki liggja ótal vinnustundir. Vilborg gantast með að það sé stundum erfitt að ná í hana á sumrin og nefnir að ein vinkona hennar hafi verið viss um að hún væri ekki á landinu þegar hún var að reyna að ná í hana í heimasímann dag eftir dag. „Það þýðir náttúrlega ekkert að reyna að ná í mig í síma sem er inni í húsi því þar er ég ekki á sumrin og á vorin dríf ég mig út þegar vel viðrar og er þá að klippa og huga að plöntunum. Ég er samt alltaf með gemsann í vasanum,“ segir Vilborg glettin.  Vilborg segir að það sé sama hvernig hún fari með hvíta og rauða bóndarós sem hún á - alltaf skal hún koma með fullt af blómum. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  9


 Morgunverðarhornið þar sem Vilborg situr og fær sér kaffibolla áður en hún hefst handa í garðinum.

Belgbaunir ræktaðar í bakgarðinum Vilborg segist hafa alist upp við ræktun og minnist þess að í æsku voru ræktaðar belgbaunir í bakgarðinum að Öldugötu 44 þar sem hún átti heima. „Ég hef alltaf haft ræktun í kringum mig. Ég man vel eftir fullri skál af baunum á eldhúsborðinu og mömmu að pilla baunirnar úr belgjunum. Pabbi ræktaði líka tómata í Aldamótagörðunum í Vatnsmýrinni, þar sem Gróðrarstöðin Alaska var. Matjurtagarðurinn hans var beint niður af Landspítalanum. Þarna ræktaði pabbi ýmislegt grænmeti en hann lét tómatplönturnar skríða undir gleri á jörðinni. Ég man svo vel eftir stikkilsberjasultu sem borin var fram með steikinni en pabbi ræktaði berin í hana. Ég man ekki betur en að allir karlarnir sem ræktuðu þarna hafi verið duglegir matjurtaræktendur.”

10  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Danskur uppruni „Faðir minn var danskur, frá Svenborg á Fjóni. Hann lærði aldrei íslensku almennilega og fyrir rest hafði hann hvorki vald á dönsku né íslensku. Þegar ég var krakki var ég að fela að hann væri að tala, krakkarnir sögðu að hann talaði svo mikla golfrönsku. Við systkinin skildum hann náttúrlega. Sjálf lærði ég aldrei almennilega að tala dönsku, ég skil hana en tala hana ekki að nauðsynjalausu. Aftur á móti hafa börnin mín sótt dálítið til Danmerkur í nám - kannski að það sé eitthvað í genunum,” segir Vilborg sem er trú uppruna sínum því hún er með nokkur tré frá Danmörku í garðinum. „Ég hef sáð eða alið upp af fræjum og græðlingum plöntur þaðan. Ég veit ekki hvort ég má segja frá því en ég hafði með mér frá Danmörku tvo sprota af svartylli, sem er algengur þarna úti, og kom þeim til. Annar þeirra er orðinn að kröftugu tré en hinn er lakari. Mér

þykir þetta tré afar fallegt, það blómstrar miklu seinna en alaskayllirinn sem er svo algengur, og berin eru svört og æt,” segir hún. Í glettni rifjar hún upp að dætur hennar segi að ekki sé hægt að fara með henni í nokkurn garð, hún sé alltaf stingandi á sig fræjum. „Það er nú satt, ég freistast oft til að næla mér í fræ ef ég get,” segir hún og hlær dátt. „Eikina mína ól ég upp af dönsku akarni en hrossakastaníu ræktaði ég aftur á móti upp af hnotu sem ég kom með frá Svíþjóð, en þar býr ein dætra minna.” Vilborg á líka tré sem hún tók fræ af í Kanada. „Ég hreifst af dögglingsviðnum þegar ég sá hann í breiðum í Kanada. Hann er svo mjúkur og ilmurinn í skóginum heillaði mig þegar við gengum þar um þegar við hjónin vorum þar á ferðalagi. Ég náði mér í köngul og sáði fræinu þegar ég kom heim.”


Snúningastelpa í sveitinni

Borgarstúlkan settist að í sveit

„Ég var ein af þeim stríðsárabörnum úr Reykjavík sem voru send í sveit á sumrin. Ég var mjög heppin með staðina sem ég fór á. Ég var aðeins á fjórða ári þegar ég fór fyrst, og þá til hjónanna á Stóra Núpi í Gnúpverjahreppi. Það voru Ólöf Briem og Jóhann Sigurðsson, en hjá þeim var ég í nokkur ár. Þar var mikill garður með rifsberjarunnum og stór kálgarður þar sem aðallega voru ræktaðar rófur. Eftir að Ólöf dó aðeins 39 ára fór ég að Háholti í sama hreppi og síðan norður að Auðbrekku í Hörgárdal sumarið 1947 þegar ég var 12 ára. Ég var ráðin þar sem snúningastelpa Önnu Einarsdóttur, mikillar sómakonu,” segir Vilborg en Anna var tengdamóður systur hennar. „Anna var mikil garðyrkjukona og ég vann með henni í garðinum þar sem hún var með matjurtir og ræktaði fjölærar plöntur sem hún seldi um allt land. Anna var dugnaðarforkur og ég lærði heilmikið af henni,” segir Vilborg.

Vilborg festi ráð sitt og fór árið 1955 að búa með manni sínum, Jósef Tryggvasyni, á Þrastarhóli og hefur búið í Eyjafirðinum síðan. Hjónin voru með blandaðan búskap og börnin urðu ellefu. Vilborg hefur ræktað upp tvo glæsilega garða, fyrst í kringum gamla bæinn sem nú er notaður sem geymsla, og síðan í kringum húsið sem hún býr nú í. „Umhverfis nýja byggingarstæðið var slétt tún en þegar kom að því að reisa grunninn þá fannst manninum mínum að það myndi standa alltof lágt í landinu þannig að hann lét keyra möl undir grunninn til þess að það stæði hærra. Þannig kom til hallinn í garðinum.” Hjónin fluttu með börnin í húsið 1990 og sama ár byrjuðu þau að móta garðinn. „Fyrstu trén voru aspir sem höfðu verið teknar sem sprotar af öspum sem vaxið höfðu í gamla garðinum síðan 1964, en þær voru þá tveggja metra háar. Til hliðar við garðinn tætti maðurinn minn beð með mjóum tætara og strengdi plast yfir moldina. Plastið

var svo fergjað með borðum og grjóti. Árið eftir setti ég svo niður, ásamt alaskavíði, græðlinga af hreggstaðavíði í limgerðið sem skýlir garðinum.” Nú eru hæstu trén í garðinum orðin yfir sex metra há og limgerðið löngu farið að veita skjól.

Veðrið Eldri trén í garðinum halla undan tíðri suðvestanáttinni sem Vilborg segir aðallega slæma á veturna. „Fjallastrengirnir geta orðið ansi hvassir. Við bjuggum við það í áratugi að þurfa oft að bjarga heyjum því það var svo mikið rok í þessari átt. Meðan trén voru að vaxa á berangrinu þá létu þau undan vindinum og snjóþunganum á veturna. Ljótu trén mín í garðinum eru tvö en þau hafa brotnað svo oft undan snjófargi að þau eru orðin kræklótt. Mig hefur aldrei langað að höggva þau því mér finnst þau hafa unnið til þess að vera til, þó svo að þau séu ekki fullkomin,” segir Vilborg og bætir við: „Æi, við erum svo sem ekki öll fullkomin.”

Vilborg hefur þörf fyrir að sjá út á fjörðinn, út á sjóinn. Yfir sumartímann er daglegur viðburður að sjá skemmtiferðaskipin sigla inn fjörðinn og hefur hún gaman af því að fylgjast með þeim.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  11


Auk matjurtanna ræktar Vilborg krydd og vex myndarleg og fyrirferðamikil skessujurt í einu horni matjurtagarðsins. Jurtina segir Vilborg notadrjúga. „Ég þurrka hana, nota hana í kjötsúpuna, set eitt blað með kartöflunum sem ég tek upp um Verslunarmannahelgina og ef ég sýð nýjan fisk þá set ég eitt blað með og svo nota ég hana líka í salat. Eins er gott að nota vel af skessujurtinni með soðnum og brytjuðum sætum kartöflum, gulrótum og venjulegum kartöflum.”

Í matjurtahorninu ræktar Vilborg kartöflur og fjölda annara matjurta. Þar eru þingvíðissprotar að ræta sig í fötu sem fara síðan í mýrina uppi í fjallshlíðinni.

Hún minnist þess að oft var svo mikill snjór í garðinum að ekki sást í trén. „Ég man sérstaklega eftir snjóþungum vetri 1995 en þá lagðist allt undan snjóþunganum í garðinum. Ég kalla þessa föl sem kemur núorðið á veturna ekki snjó því áður sást ekki í neitt hérna fyrir snjónum. Maðurinn minn reisti trén við og batt sum þeirra upp og ég hugsaði að fyrst þau lifðu þá ættu þau heimtingu á að standa eins lengi og þau gætu.” Það var ekki eingöngu snjófarg og vindur sem lék gróðurinn oft illa heldur einnig ótímabær vorfrost sem ollu kali í gróðrinum. „Vorin eru oft köld hér og oft þegar norðanáttin er ríkjandi er kalt fram yfir 20. júní. Í vor frysti hér aðfaranótt 19. júní og sá á kartöflugrösunum sem voru þá komin upp, en í þetta sinn kippti annar gróður

sér ekkert upp við frostið. Þetta er allt annað núna þegar skjólið er komið og nú er ég hætt að sjá Þrastarhólsskarð og Þrastarhólshnjúkinn fyrir trjánum.” Vilborg segist dekra pínulítið við það sem hún vill að lifi. „Silkifuran mín hefur vaxið mikið en það er bara fyrir það að ég ver hana á veturna. Ég er að vesenast í kringum hana þegar sólin hækkar á lofti síðla vetrar, skvetti á hana vatni og breiði striga yfir hana svo sólin nái ekki að þurrka nálarnar.”

Matjurtagarðurinn „Það þurfti svona ýmislegt handa þessum börnum og ég ræktaði alltaf grænmeti og á borðum voru heimaræktaðar kartöflur. Það var vinsælt hjá krökkunum að fá nýja rabarbarasultu á nýbakað brauð - ég þurfti að baka mikið af vínarbrauði handa þeim,” segir Vilborg. Grænmetið í matjurtagarðinum vex í kössum sem voru undan rörmjaltakerfi sem þau keyptu eitt sinn. „Ég var alltaf að missa grasið í beðin og það er allt annað að rækta í þessum kössum.”

 Nálapúðinn er þekjandi sígrænn fjölæringur sem er á góðri leið með að klæða brekkuna hjá Vilborgu.

12  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Sjálfbær er orð sem Vilborg segir að sér hafi gengið svolítið illa að læra. „Ætli við hjónin höfum ekki alltaf verið sjálfbær, alltaf haft nóg fyrir okkur. Við áttum kindurnar og lögðum til kjötið, maðurinn minn fór á sjó með trillukarli og fiskaði í soðið, hann hafði alltaf svolítið gaman af því. Við áttum kýrnar í fjósinu og ræktuðum kartöflur og rófur svo við þurftum lítið að kaupa annað en kornvöruna. Ég varð svolítið hissa í vor þegar ég ætlaði að kaupa gulrótarfræ inni á Akureyri - það var uppselt. Það fóru allir að rækta grænmeti. Ætli Íslendingar fari ekki að verða sjálfbærir núna og rækta sitt eigið grænmeti. Vonandi heldur þetta áfram.”

Vistvæn „Ég hef aldrei haft neinn safnhaugakassa því ég hef haft næga mold en ég er komin með grænu tunnuna núna og flokka allt mitt rusl, lífrænt úr eldhúsinu fer síðan í haug í matjurtagarðinum. Svo keyri ég allar afklippur og illgresi í dæld fyrir ofan gamla húsið sem verður þar að mold. Það vex meira hér en maður óskar, ég er alltaf að snyrta og klippa trén og nóg er af illgresinu. Vilborg bregst líka lífrænt við skordýrunum þegar þau gera usla í garðinum. „Það hafa ekki verið óþrif í ár, en ég hef búið til lög úr rabarbarablöðkum sem ég úða svo á trén til að drepa lús og fiðrildalirfur. Ég sýð 2 kg af blöðkum í 3-4 lítrum af vatni þar til þær maukast. Þá blanda ég 1 lítra af grænsápu

 Eitt af beðunum með fjölærum, harðgerðum plöntum.


út í og þynni svo löginn með vatni áður en ég og tengdasonur hýsa fyrir mig. Þau reistu sér sprauta honum á gróðurinn. Þetta hefur gagnast hús hér, eru í hrossabúskap og sækja vinnu sína mér og dugði meira að segja á furulús í sumar inn á Akureyri,” segir Vilborg og heldur áfram: eftir að ég úðaði tvisvar á fururnar. Dóttir mín, „Börnunum snjóar inn um helgar þannig að ég sem er garðyrkjufræðingur í Danmörku, hefur er lítið ein og nýt hjálpar þeirra ef ég þarfnast kennt mér sitthvað og hún benti mér á að nota hennar.” Á sumrin er oft fjölmennt á Þrastarhóli uppþvottalög og spritt á lúsina. Einnig ef ég vildi og um hvítasunnuna er sett upp samkomutjald losna við gras á milli gangstéttarhellna þá ætti sem er svo tekið niður um göngur. Sterk grind ég að nota óþynnta ediksýru. Þetta er allt saman heldur tjaldinu uppi en hún stendur uppi allt umhverfisvænt og mengar ekki,” segir Vilborg árið. Tjaldið og húsgögnin eru geymd í gamla sem lumar á fleiri góðum ráðum. „Ég glímdi bænum á veturna en hann eru börnin að laga við elftingu í byrjun en losnaði við hana með núna svo hann haldi vatni og vindi. „Það er grillað sauðataði. Ég setti sauðatað í holuna þegar ég og borðað saman inni í tjaldinu. Oft eru hérna var að gróðursetja, síðan mold og svo plöntuna nokkur tjöld og allir í bústöðunum á sama tíma og loks sauðatað aftur, þá hvarf elftingin.” og þá er líflegt hérna hjá mér,” segir Vilborg.

Skógrækt í hlíðinni Sonur minn sem á hér fjórhjól sagði við mig þegar ég var að trilla með hjólbörurnar: „Mamma, þú getur notað fjórhjólið og kerruna,” og nú fer ég um allt á fjórhjólinu. Ég keyri ekki í háa drifinu, það lága dugar mér alveg, en ég kemst það sem ég ætla mér.” Auk þess að rækta eigin garð er Vilborg að rækta upp skóg með börnum sínum en nokkur þeirra hafa reist sér sumarhús á landinu. „Ég byrjaði með svolitla skógrækt og hef farið með helling af alaskavíðigræðlingum í fjallshlíðina fyrir ofan skógræktina þar sem við hjónin settum niður greni fyrir margt löngu. Mér finnst engin ástæða til að henda afklippunum ef þær geta lifnað einhvers staðar og veitt skjól.”

Ungarnir flögra heim aftur „Ég hef búið ein hér eftir að maðurinn minn dó fyrir tveimur árum og ég segi stundum að nú vanti mína hægri hönd þegar það er eitthvað sem ég ræð ekki við sjálf. Ég er hætt öllum búskap, en á reyndar enn einn hest og kind sem dóttir mín

Ætlar að rótast í garðinum eins lengi og heilsan leyfir „Ég var að fram á nótt hér áður fyrr en núorðið nenni ég ekki einu sinni í heita pottinn með krökkunum á kvöldin. Ég fer aldrei í pottinn seint á kvöldin því ég er löt eftir kvöldmatinn en krakkarnir njóta þess að horfa á Vindheimajökulinn í miðnætursólinni,” segir Vilborg sem segist vera heilsuhraust en hafi sagt börnunum sínum að þegar hún hætti að geta rótast í garðinum sé tímabært að koma sér á eitthvert elliheimili. Það er nú eitthvað í það því það eru engin ellimerki á frúnni og hún áformar daginn eftir heimsókn okkar í garðinn hennar að fara í ferðalag á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Eyjafirði. „Ég hef ekki farið neitt því ég hef verið bundin við að vökva í sumar en ég ætla að láta gamlan draum rætast og fara með konum hér í firðinum út í Flatey á Skjálfanda. Mig hefur dreymt um það í mörg ár. Ég læt mig ekki vanta,” segir Vilborg og við samfögnum henni að sá draumur skuli rætast.

Tegundirnar í garðinum Viburnum edule Bessarunni Betula pubescens Birki Spiraea betulifolia Birkikvistur Salix candida Bjartvíðir Populus tremula Blæösp Syringa reflexa Bogasírena Paeonia officinalis Bóndarós Pseudotsuga menziesii Dögglingsviður Quercus robur Eik Laburnum alpinum Fjallagullregn Laburnum x watereri ‚Vossii‘ Garðagullregn Lilium bulbiferum Eldlilja Cotoneaster lucidus Gljámispill Lonicera ledebourii Glæsitoppur Sorbus hybrida Gráreynir Prunus padus Heggur Picea glauca Hvítgreni Sorbus cashmiriana Kasmírreynir Aesculus hippocastanum Hestakastanía Prunus avium Sætkirsiber Ribes glandulosum Kirtilrifs Sorbus frutescens Koparreynir Salix viminalis Körfuvíðir Viburnum lantana Lambarunni Salix arbusculoides Lækjarvíðir Malus sp. Eplatré af fræi Tsuga heterophylla Marþöll Alnus glutinosa Rauðelri Lonicera tatarica Rauðtoppur Delphinium Elatior hybr. Riddaraspori Dryas octopetala Holtasóley/rjúpnalauf Sorbus Runnareynir Salix caprea Selja Sorbus intermedia Silfurreynir Pinus peuce Silkifura Sorbus sitchensis ssp. sitchensis Sitkareynir Alnus sinuata Stakelri Philadelphus coronarius Snækóróna Betula ermanii Steinbjörk Salix phylicifolia ‚Strandir‘ Strandavíðir Populus tremula ‚Erecta‘ Súlublæösp Sambucus nigra Svartyllir Salix viminalis Þingvíðir Syringa yunnanensis Þokkasírena

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  13


Bláu nunnurnar Te x ti: Au ðu r I. O tte sen. M y ndi r : Pá l l J ök ul l Pétursson

Í

lok október ár hvert hittast hressar vinkonur í sumarbústað og koma sér í jólastuð. Þótt ásetningurinn sé að búa til jólaskraut og jólagjafir gefa þær sér góðan tíma til að borða góðan mat, skrafa og bregða sér í heita pottinn.

Hildur Magnúsdóttir, verslunarhaldari að Borg í Grímsnesi, er ein kvennanna en hinar eru æskuvinkonur hennar úr Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, þær Þórhildur Jóhannesdóttir og Helga Stefánsdóttir. Auk þeirra eru í hópnum Halldóra, systir Þórhildar (Tótu eins og hún er alltaf kölluð) og Guðrún Gunnarsdóttir frá StærriBæ í Grímsnesinu. Hildur segir að Guðrúnu hafi þær Tóta kynnst um tvítugt þegar þær unnu eitt sumar saman á Minni Borg og hefur sá vinskapur haldist. „Mamma var nýbúin að kaupa verslunina á Minni Borg og við Tóta unnum þar eitt sumar og kynntumst Guðrúnu á djamminu.” Þær Hildur, Tóta, Helga og Guðrún eru allar á svipuðu reki en þær segja að Halldóra sé örverpið í hópnum. „Ég fékk að koma með stóru systur í saumaklúbbinn og svo passaði Helga mig þegar ég var lítil,” segir Halldóra og bendir á Helgu. „Eftir að ég kom

Þótt ásetningurinn sé að föndra og vinna að handverki helgina í bústaðnum þá gefa þær sér tíma til að bregða sér í pottinn. Hér eru þær Hildur, Guðrún, Halldóra og Helga á góðri stund með góðan Mojito í glösunum.

14  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

inn í saumaklúbbinn lækkaði meðalaldurinn umtalsvert en stelpurnar eru ekki deginum eldri en ég í anda.”

Dvelja í bústað eina helgi á ári Konurnar í saumaklúbbnum Bláu nunnurnar hittast í október ár hvert og dvelja í sumarbústað yfir helgi. Hildur útvegaði stöllunum bústað í þetta sinn en þær skiptast á að útvega orlofsbústaði. Þessa helgi dvöldu þær í bústað í eigu Olís sem ætlaður er starfsmönnum fyrirtækisins. Áður hafa þær meðal annars verið í orlofsbústöðum Kennarasambandsins. „Bústaðina pöntum við

alltaf á sumrin til að tryggja okkur síðustu helgina í október, en við höfum í mörg ár hist þá helgi og föndrað saman,” bætir Hildur við. Fyrstu skiptin voru þær aðeins yfir eina nótt en eftir að börnin þeirra fullorðnuðust þá hafa þær fjölgað dögunum og nú voru þær komnar í bústaðinn á fimmtudagskvöldi og dvölinni lauk á sunnudagseftirmiðdegi.

Bralla saman mánaðarlega Eins og títt er með saumaklúbba þá hittast þær reglulega. Einu sinni í mánuði bralla þær eitthvað saman og oft eru samverustundirnar með


Floskúlurnar sem stelpurnar gerðu í hálsmenin voru í öllum mögulegum litum.

 Halldóra búin að setja sig í stellingar, tilbúin að búa til kúlu úr flosi.

Systurnar Halldóra og Þórhildur að klippa þráð í hálsmen.

óhefðbundnu sniði. „Við höldum jólaboð árlega en það er í eina skiptið sem makar okkar fá að vera með. Við skiptumst á að halda jólaboðin og deilum kostnaðinum. Sú sem heldur það býður upp á þríréttaða máltíð og við njótum þess að vera saman,” segir Helga og þær rifja upp ýmislegt sem gert er í saumaklúbbnum. „Við förum árlega í eina menningarferð saman. Við fórum t.d. og skoðuðum hvað íslenskir hönnuðir eru að gera. Við röltum saman um miðbæ Reykjavíkur á löngum laugardegi og litum inn til allra hönnuða á Skólavörðustíg og Laugavegi,” segir Tóta og vinkonurnar taka undir með henni að það hafi verið virkilega gaman. Þær rifja upp allar ferðirnar í Keiluhöllina og skellihlæja þegar þær tala um köst sem enduðu annars staðar en þeim var ætlað. „Við skemmtum okkur konunglega, enda er svo hollt að hlæja. Halldóra kastaði einu sinni kúlunni aftur fyrir sig og svo aðstoðuðum við eitt sinn mann á næstu braut og slógum keilurnar niður fyrir hann,” segir Helga og þær vinkonurnar hlæja saman yfir endurminningunum.

 Floskúlurnar í hálsmenið ná kringlóttri lögun þegar stungið er ítrekað í þær með nál. Gott er að hafa púða undir þegar stungið er.

 Þórhildur er hér að nudda saman tvo þræði svo úr verði einn óslitinn. Hún segir að í gamla daga hafi menn hrækt í lófann áður en þræðirnir voru þæfðir saman. Þegar þráðurinn var fínn kom fyrir að menn sóttu eyrnamerg og nudduðu til þess að ná betri festu, en sú aðferð er aflögð núna.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  15


Helga prjónar verklega vettlinga.

Föndur og jólagjafir Það er fátt sem þær hafa ekki föndrað saman. Þær segja að áður fyrr hafi þær verið duglegar að gera jólaskraut en nú eru það jólagjafirnar.

Guðrún í ermum sem hún prjónaði. Skondin flík sem passar vel undir vesti. Ermarnar eru prjónaðar og síðan tengdar saman, áþekkt herðasjali.

Hildur prjónar úr pelsgarni trefil og ennisband. Garnið heitir Brazilia liné en það keypti hún í prjónabúð í Hveragerði.

„Ég held bara að við höfum föndrað allt sem hægt er að gera. Við vorum í konfektgerð, svo kom frauðkúlutíminn og síðar duttum við alveg í kántríið og máluðum á tré. Við erum núna í skartgripagerð og hver og ein er með sitt lítið af hverju,” segir Hildur og hinar bæta við að það fari alltaf einhverjar úr hópnum á námskeið og miðli svo hinum af reynslu sinni. Nú séu þær uppteknar af skartgripagerð og vattsaumi.

prjóna. Dóttir mín er víkingur í Rimmugný í Hafnarfirði, og þar má eingöngu vera í klæðum sem eru unnin eða gerð með fornum aðferðum,” segir Tóta, sem var að búa til sokka og vettlinga á hana. „Á Þjóðminjasafninu eru til ljósmyndir af vattsaumuðum vettlingum og sokkum og einnig af sjölum. Þessi forna aðferð er að deyja út en Áslaugu, sem kenndi okkur, er annt um að halda henni á lofti. Á námskeiðinu sýndi hún okkur þykka og mikla peysu á sig sem er nútímaútgáfa, unnin með þessu handbragði.” Tóta heldur áfram að útskýra þessa áhugaverðu

Vattsaumur aðferð frá víkingatímanum Ein úr hópnum fór á námskeið í skartgripagerð og kenndi hinum. Stelpurnar bjuggu til men og eyrnalokka. Í meninu er floskúla fyrir miðju og perlum og steinum síðan raðað beggja vegna og fest svo það haldist á sínum stað.

Tóta og Hildur fóru saman á námskeið hjá Áslaugu Finnsdóttur sem kennir vattsaum, en það er forn aðferð til að búa til vettlinga, sokka og sjöl. „Vattsaumur er forn prjónamennska frá víkingaöld sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að

Guðrún og Helga vinna saman í skartgripagerðinni.

16  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Jólasveinn sem búinn er til úr ullarflosi. Hausinn og búkurinn er búinn til með sömu aðferð og floskúlan í meninu.


hannyrðaaðferð. Í vattsaum er notuð stór nál úr tré eða beini. Beinnálarnar þóttu hlýjastar í hendi og voru algengastar. Tóta er að prjóna vettling og segir hann verða æ fallegri eftir því sem hún æfist meira. „Vettlingurinn verður voðalega þéttur og ætli hann verði ekki nærri vatnsheldur. Þetta er seinlegt en afskaplega skemmtilegt.”

Skartgripagerð Eftir að hafa fengið sér pítsu og kaffi á eftir sökktu stöllurnar sér niður í skartgripagerðina. Guðrún hafði lært að búa til skartgripi úr þæfðri ull, perlum og steinum, og kenndi þeim handtökin. Fyrst bjuggu þær til kúlu úr þæfðri ull sem þær pikkuðu í með nál þar til hún varð þétt eins og steinn og með kúlulögun. „Ég lærði að bleyta ullina fyrst og hnoða hana svo saman í kúlu. Síðan stingur maður í vöndulinn með nál þar til hann verður að hnöttóttri harðri kúlu,” segir Guðrún um leið og hún liðsinnir vinkonum sínum sem sitja með púða í kjöltunni og stinga og stinga. Kúlan er fyrir miðju á hálsmeninu og steinarnir festir með jöfnu millibili sitt hvorum megin. Þeir eru festir með því að klemma með ákveðnum festingum eins nálægt kúlunni og hægt er þannig að skrautið sé ekki á flakki. Lengdin á vírnum er 45 sm eða lengri, eftir því hvað menið á að vera langt. „Við keyptum efnið í þessar festar hjá Perlukafaranum í Glæsibæ og hjá Glit. Steinana og perlurnar kaupum við í lengjum og sameinumst um kaupin.“ Stelpurnar sitja einbeittar og setja festingar sitt hvorum megin við steininn og kúluna til að skorða þær. Lokaverkið er að setja festingar á menið.

Leyst út með gjöf Eftir meira kaffi og Grand finnst stelpunum tími til kominn að skella sér í pottinn, nóg sé komið af vinnu þann daginn. Við kveðjum þær hlæjandi og til minningar um heimsóknina gefa þær mér fallegt hálsmen með svartri og grænni kúlu sem þeim finnst einmitt passa við karakterinn minn. Ég þakka þessum skemmtilegu Bláu nunnum samveruna og kveð með bros á vör. n

Halldóra er afkastamikil handverkskona og er hér að leggja lokahönd á jóladúk undir jólatréð. Dúkurinn er skreyttur böngsum, hreindýrum og snjókörlum sem eru klipptir úr filti og áður en þeir eru saumaðir fastir er sett örlítið flos undir til að gefa þeim lyftingu.

Mikil gleði og sköpunarkraftur í bústaðnum. Frá vinstri: Guðrún Gunnarsdóttir, þá Helga Stefánsdóttir, og í miðjunni er Hildur Magnúsdóttir. Síðan koma systurnar Halldóra og Þórhildur Jóhannesdætur. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  17


Alíslenskur jólamarkaður í Heiðmörk

J

ólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur nýtur vaxandi vinsælda hjá borgarbúum og komu um 10.000 manns í heimsókn á aðventunni í fyrra. Markaðurinn er við Elliðavatn í Heiðmörk og er nú haldinn í þriðja sinn og verður opnaður laugardaginn 28. nóvember og verður opinn allar

18  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Auður Árnadóttir blómaskreytir og Ásta Bárðardóttir eru með skreytingar unnar úr efniviði skógarins til sýnis og sölu í skemmunni við Elliðavatn.

helgar fram að jólum.Hann hefur stækkað ár frá ári og verður bæði í gömlu steinbyggingunni og á hlaðinu í kring. Fjölbreytt úrval af íslensku handverki verður þar til sölu, ásamt nýhöggnum íslenskum jólatrjám og úrvali af tröpputrjám sem slógu í gegn á síðasta ári.

Í elsta húsinu við Elliðavatn, sem var byggt 1860 og þar sem þjóðskáldið Einar Benediktsson fæddist, verður til sölu og sýnis efniviður úr skóginum sem starfsmenn félagsins, ásamt þeim Ástu Bárðardóttur og Auði Árnadóttur blómaskreyti, hafa unnið undanfarna mánuði. Þar verður hægt að fá eldivið, köngla, trésneiðar, furugreinar og nálar, trédrumba, börk og mosa og


Á undanförnum árum hefur verið mjög vinsælt að koma í Heiðmörk og kaupa sér jólatré, velja það og fella sjálfur. Hér er ánægð stúlka að koma með tréð sitt.

Í Rjóðrinu, skammt frá bænum, verður Barnastund alla daga, varðeldur, leikir og lestur úr nýjum barnabókum. Eins og vera ber mun síðan jólasveinninn heilsa upp á gestina. allt efni sem nýtist í fallega hurðakransa, borðskraut eða sem jólatrésskraut. Á hverjum markaðsdegi koma tónlistarmenn í heimsókn, harmóníkuleikarar, trúbadorar og kór. Einnig verða flutt stutt fræðsluerindi og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Í Gamla salnum er síðan búið að innrétta notalega kaffistofu þar sem verða ilmandi vöfflur og kakó. Þegar nær dregur jólum opnar Jólaskógurinn í Hjalladal en þar gefst fólki tækifæri til að fara í skóginn, velja sér alíslenskt tré og höggva það sjálft. Það er notalegt að komast úr ys og þys borgarlífsins og fara í heimsókn í Heiðmörkina, sem hentar ekki síður til útivistar og skoðunar að vetri til en á sumrin. Borgarstjórinn í Reykjavík mun með viðhöfn opna Jólaskóginn í Hjalladal þann 12. desember kl. 11, en þá mætir Hanna Birna Kristjánsdóttir og heggur jólatré fyrir sig og fjölskyldu sína. Jólaskógurinn er opinn tvær síðustu helgarnar fyrir jól, 12.-13. og 19.-20. desember frá kl. 11-16. Á staðnum eru eldhressir jólasveinar sem aðstoða börn og foreldra þeirra við að velja sér og höggva jólatré. Mikil stemmning er á staðnum og í boði Skógræktarfélagsins nýtur fólk þess að fá sér heitt kakó við varðeld sem logar glatt alla jólatrjáadagana. Aðeins eitt verð er á jólatrjánum í Jólaskóginum, 4.900 kr., óháð stærð og tegund, en þetta er sama verðið þriðja árið í röð. Í skóginum er að mestu stafafura en inni á milli leynist eitt og eitt greni. Stafafuran hefur þann góða kost að halda barrinu lengi og því óþarfi að vera með ryksuguna á lofti yfir hátíðirnar. Ólafur Ólafsson, Óli Finnski, hefur höggvið í eldinn fyrir þá sem vilja kynda upp með íslenskum eldiviði um jólin. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  19


Þ

rátt fyrir samdrátt á flestum sviðum samfélagsins er uppgangur í blómabúðinni 18 Rauðum rósum. Menn verða umhyggjusamari og kærleiksríkari í ríkjandi ástandi og grípa með sér litlar gjafir, blómvönd eða kerti og servíettur, þegar ættingjar og vinir eru heimsóttir. Tíðarandinn er að breytast aftur, fólk hefur meiri tíma og vill gleðja hvert annað. Tex t i: Au ð u r I. O t tes en M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

18 Rauðar rósir í Hamraborg er ein af sjö blómaverslunum í Kópavogi. Sigríður Gunnarsdóttir og Vignir Garðarsson eru eigendur hennar og Didda, eins og Sigríður er alltaf kölluð, var búin að vinna víða í blómaverslunum áður en hún og eiginmaður hennar stofnuðu 18 Rauðar rósir 20. október 2006. Það hjálpaði til að þar hafði áður verið blómabúð í ein 32 ár í Blómahöllin sem þeir Jón Ragnarsson og Bóas ráku. Didda ákvað strax í byrjun að hafa ekki þann langa afgreiðslutíma sem tíðkaðist í blómaverslunum á þeim tíma. „Flestar blómaverslanir voru opnar til níu öll kvöld. Ég kærði mig ekki um þennan fáránlega afgreiðslutíma. Við höfum opið til klukkan 19 virka daga, en til kl. 20 á föstudags- og laugardagskvöldum. Á sunnudögum er opið frá 13-17. Þetta hefur mælst vel fyrir,” segir hún. Í 18 Rauðum rósum vinna auk hennar tveir blómaskreytar - Valgerður J. Guðjónsdóttir sem lauk námi í blómaskreytingum frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1998, og Lilja Ingvarsdóttir sem lærði blómaskreytingar í Blómaskóla Ingvars Strand í Svíþjóð.

Nútímalegur stíll og glamúr

Ekki er leyfilegt að vera með logandi kerti á elliheimilum og útbúa þær því skreytingar sem henta þar. Leiðaskreyting hér að neðan

Valgerður J. Guðjónsdóttir hefur unnið við blómaskreytingar í 15 ár og segir Íslendinga nýjungagjarna - þeir vilji þó allir fá sína hýasintuskreytingu en í nýjum búningi. „Nú til dags eru skreytingar nútímalegar, gler er mikið notað og fólk vill glamúr. Svo eru alltaf einhverjir sem eru íhaldssamir og við sinnum þeim einnig. Það eru þá helst einkertaskreytingarnar sem fólk vill svipaðar, þær seljast alltaf. Það hefur aukist mikið að gera skreytingar úr gerviblómum, sem er hið besta mál. Þær endast ár eftir ár og núna eru margir sem horfa í kostnaðinn. Þær henta þeim sem hafa ofnæmi fyrir lifandi gróðri og margir gefa ástvinum sínum sem búa á elliheimilum eða dvelja á sjúkrahúsum slíkar skreytingar.” Valgerður segir enn eina breytinguna vera þá að fólk fái sér vönd með ferskum blómum á aðfangadagsmorgun til að skreyta jóladagana.

Náttúrulegt efni í leiðaskreytingar Leiðisskreytingar kaupa menn á leiði ástvina sinna rétt fyrir jólin og bjóða 18 rauðar rósir fjölbreytt úrval þeirra. Valgerður segir að sér finnist fallegast að hafa þær skreytingar alveg náttúrulegar. „Við skreytum alltaf sígrænar greinar og leiðiskrossa og það nýjasta eru falleg basthjörtu. Þau eru gerð þannig að blómum er stungið í oasis-kubb sem settur er í mitt hjartað - einfalt, þægilegt og afar fallegt.” Valgerður notar auk sígrænu greinanna köngla af furu, greni og elri í skreytingarnar.

20  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Sigríður Gunnarsdóttir, Didda, með hundinn sinn lengst til hægri. Á myndinni eru einnig blómaskreytarnir Valgerður J. Guðjónsdóttir til vinstri, og Lilja Ingvarsdóttir í miðjunni.

„Ég nota líka ýmsar trjágreinar og afskorin blóm. Ilex er með falleg ber, er sígrænn og alveg tilvalinn í skreytingar sem eiga að vera utandyra. Fínlegt hvítt brúðarslörið fer vel með sígrænum greinum og þola alveg svolítið frost. Rósirnar nota ég líka en þær þola illa mikið frost þó að þær haldist samt ágætlega þótt frjósi.” Hún bætir því við að þær stöllur í 18 rauðum rósum útbúi bæði hefðbundnar leiðisgreinar og sinni séróskum viðskiptavinanna.

Einfaldleikinn, krydd og greniilmur skapa jólastemmninguna Fyrir jólin leggur Lilja Ingvarsdóttir áherslu á stílhreinar skreytingar heima hjá sér, náttúrulegar og svolítið töff skreytingar. „Ég bjó lengi í Svíþjóð en þar eru skreytingarnar afar hefðbundnar. Þeirra aðventuskreyting er eins ár eftir ár - fjögur kerti í bastkörfu, og þeir eru alltaf með hýasintur. Við erum allt öðruvísi, við viljum breyta til og erum ævintýragjörn. Aðspurð

Tignarleg skreyting úr silkiblómum eftir Lilju.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  21


Valgerður gerði þessa fallegu borðskreytingu þar sem hún notar rauðar rósir, lifandi greinar og logandi ljós í bland við skrautlegar kúlur og filtlauf.

segist hún njóta aðventunnar og jólanna. „Ég hef gaman af því að skreyta fyrir jólin og finnst best að hafa hlýlegt og náttúrulegt andrúmsloft í kringum mig. Ég vil finna grenilyktina, finna lifandi efni í höndunum á mér,” segir hún og bætir við að lyktin skipti hana töluverðu máli. „Ég fer alltaf til þeirra Steinars Björgvinssonar og Hólmfríðar Finnbogadóttur í Þöll hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar rétt fyrir jólin til að njóta lyktarinnar. Stemmningin þar er þannig að mér finnst ég vera komin í paradís. Eldur logar í stórri tunnu, greniilminn leggur á móti manni og inni er boðið upp á kakó og ilmandi piparkökur. Stemmningin minnir mig meira á útlönd en íslenskan veruleika.” Þrátt fyrir nýjungagirni er rauði liturinn samt alltaf klassískur. „Jólastjarnan, rauðir túlípanar og rósir seljast alltaf vel og amarilis-laukurinn er aftur að ryðja sér til rúms,” segir Valgerður og minnist þess að fyrir síðustu jól hafi fengist jólarós, fjölær planta sem blómstrar um jólaleytið. „Jólarósin er komin í verlanir og ég á von á að hún verði vinsæl því það er svo fallegt að hafa hana úti með grænum greinum.”

Jólatréð stórt og skrautlegt Didda segist vera mikið jólabarn en eftir að hún opnaði verslunina gefst lítill tími til að skreyta heima við. „Ég hef verið með stórt jólatré heima sem á fara þúsund hvítar ljósaperur og þúsund hlutir. Oft hafa vinkonur mínar komið og verið með mér að skreyta tréð því það tekur þónokkurn tíma, en vegna anna náði ég ekki að skreyta tréð í fyrra. Ég hef víða keypt skraut á tréð og bæti við á hverju ári,” segir Didda en þrátt fyrir fjöldann er jólatréð stílhreint því hún notar eingöngu gyllt, hvítt, silfrað eða kremlitað skraut á það.

22  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  23


GRÓANDINN

Skimað eftir

sitkalús Te x ti: J ó n Guðmu n d sso n. M y ndi r : Pá ll J ök ul l

S

itkalús (Elatonium abietinum) getur oft verið til vandræða í görðum og þá eingöngu í grenitrjám. Þessi litla blaðlús er þeirri náttúru gædd að vera að allan veturinn og þolir yfir -10°C án þess að kenna sér meins. Helstu merki um þennan vágest er að trén byrja að gulna innan frá. Veðraskemmdir á greni og öðrum sígrænum gróðri er oftast yst á trjánum en lúsin byrjar að sjúga þróttinn úr nálunum innst í trjánum. Lús þessi fjölgar sér aðallega með kynlausri æxlun allt árið um kring, ekki síst á haustin og veturna en líka stundum á vorin. Sitkalús þrífst ekki vel á meðan tré eru í vexti og er því oftast lítið um hana yfir hásumarið.

Hægt er að sjá sitkalúsina á barrnálunum ef vel er að gáð.

Þó að segja megi að tegundin hafi bandarískt nafn, en Sitkabær sem lúsin er kennd við, er á Baranoff-eyju í Alaska, þá er hún nú samt upprunnin í Mið-Evrópu en getur lagst illa á bandarískar grenitegundir eins og blágreni (Picea engelmanii) og sitkagreni (Picea sitchensis). Ef sitkalúsar verður vart í garðinum getur verið æskilegt að bregðast við. Lúsin er að vísu agnarsmá en gular barrnálar eru glögg vísbending um innrás lúsarinnar og ef nálarnar eru grannt skoðaðar sjást lýsnar vel. Lúsin byrjar að tína tölunni við -12-15°C en alltaf eru þó einhver dýr sem lifa af. Ungar lýs þola betur frost en gamlar, eða allt að -25° C. Þar sem ekki er hægt að stóla á frostið er stundum ráð að úða stöku tré, enda leiðinlegt að missa sparitréð í lús en barrið getur nánast allt farið af trjám í slæmum tilfellum. Oftast ná trén sér nú, en það geta samt liðið mörg ár þar til þau verða fín aftur. Hægt er að nota frostlausa og þurra daga til þess að úða tré ef þurfa þykir og er hægt að nota ýmsar gerðir af skordýraeitri, eins og Permasect, Decis og Trounch. Nokkuð hefur borið á sitkalús í haust og er rétt að huga að grenitrjám ef þau eru í garðinum. Þó skal alltaf hafa hugfast að aldrei er nauðsynlegt að úða tré - þau ná sér oftast á endanum og þetta er alltaf matsatriði. Sumir vilja bara að náttúran hafi sinn gang og sleppa því að úða tré. n

24  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Til vinstri er greni sem er illa farið af völdum sitkalúsar. Á innfelldu myndinni sérst hvernig sitkalúsin drepur nálar grenitrjánna.


Skordýr sem sýgur blóð til að lifa

S

kógarmítill (Ixodes ricinus) er lítið skordýr sem bæst hefur í skordýrafánuna á Íslandi. Fyrsti skógarmítillinn sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi í Surtsey í maí 1967, þá nýkominn frá vetrarstöðvum sínum í Evrópu. Þar með var staðfest að hann gæti borist hingað til lands með farfuglum. Það var svo ekki fyrr en 1998 að hann fannst í annað sinn og er þá ekki tekið tillit til sögusagna og lýsinga fólks á svipuðum fyrirbrigðum fram að þeim tíma. Upp frá því fór tilfellum fjölgandi og voru flest þeirra tilkynnt á Suðvesturhorninu þar sem skógarmítlar fóru að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru, og í nokkrum tilfellum einnig hjá fólki sem hefur verið í útlöndum. Þeir fundarstaðir skógarmítla, sem tilkynntir hafa verið til Náttúrufræðistofnunar, eru frá Vogum á Reykjanesi og austur í Hornafjörð, og þar fyrir utan á Patreksfirði, í Skagafirði og á Egilsstöðum og hafa þeir fundist frá því snemma sumars og fram eftir hausti.

Ungir skógarmítlar

Útbreiðsla skógarmítils er í Evrópu á milli 39° og 65°N frá Portúgal og Írlandi, austur til Volgu í Rússlandi og þaðan suður til N.-Afríku. Hann finnst í Færeyjum og nú síðari ár á Íslandi.

lifir einkum á smáum dýrum, svo sem fuglum og músum, en finnst einnig á stærri dýrum, t.d. hundum og köttum. Fullorðnir blóðmítlar lifa aftur á móti eingöngu á stórum spendýrum, sem hérlendis eru hundar, kettir, sauðfé, nautgripir og hestar. Á flestum stöðum spannar lífsferli blóðmítla 2-3 ár en það fer nokkuð eftir loftslagi og hversu mikla fæðu þeir ná í. Erlendis þrífast blóðmítlar best á svölum og frekar rökum stöðum. Þá má finna á ýmiss konar grónum svæðum, oft þar sem gróður er hár, til að mynda í melgresi og á grónum árbökkum, runnavöxnum ökrum og í skógum. Ungviðið líkist fullorðnum dýrum en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Fullorðin dýr geta orðið allt að 11 mm að lengd en ungviðið 1-5 mm. Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur hér á landi og útbreiðslusvæðið er að færast norður á bóginn með hlýnandi loftslagi. Í maí 2009 fundust ungviði skógarmítils á nýdauðum steindepli í Reykjavík.

Skógarmítlar geta verið smitberar

Skógarmítill eftir að hafa nærst.

Skógarmítlar nærast á blóði Skógarmítill er lítill hryggleysingi, náskyldur kóngulóm og öðrum mítlum. Hann þarfnast blóðs á öllum stigum lífsferlisins, frá ungviði og upp í fullþroskað dýr. Lífsferli þeirra skiptist í þrennt - lirfu, ungviði og fullorðið dýr. Á hverju stigi lífsferlis síns þarfnast þeir blóðs. Eftir því sem þeir þroskast, stækkar blóðgjafinn. Lirfan

Skógarmítill er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla sem hann smitar fórnarlömb sín með, til að mynda bakteríu sem nefnist Borrelia burgdorferi, en hún getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi manna og skepna og veldur svokölluðum Lyme-sjúkdómi. Einkenni þessa sjúkdóms eru hiti, höfuðverkur, lið- og vöðvaverkir, þreyta og jafnvel þunglyndi, auk þess sem hringlaga útbrot á húð eru áberandi einkenni. Ef ekkert er að gert getur sjúkdómurinn haft áhrif á hjarta og taugakerfi, en í langflestum tilfellum er hægt að vinna bug á sjúkdómnum með sýklalyfjum. Þess ber þó að geta að þessi baktería er ekki í öllum skógarmítlum heldur þurfa þeir að hafa nærst á blóði sýkts dýrs til þess

að vera smitberar. Þar sem þeir nærast aðeins einu sinni á hverju lífsstigi getur hver mítill aðeins sýkt eina manneskju og sjúkdómurinn berst ekki á milli manna. Að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, er rétt að benda fólki á að vera á varðbergi og leita læknis ef það verður fyrir biti og finnur einhver einkenni, svo sem útbrot í húð. Það tekur meira en sólarhring fyrir bakteríuna að berast úr mítli í hýsil og er því mikilvægt að leita strax læknis ef grunur leikur á biti skógarmítils. Einnig er hundaeigendum bent á að fylgjast vel með hundum sínum, sérstaklega eyrum þeirra, innanverðum framfótum og lærum, og athuga hvort þessi kvikindi hafi tekið sér bólfestu þar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir greindi frá því í viðtali í Læknablaðinu að ekki hefði enn verið staðfest að skógarmítlar á Íslandi bæru í sér Borrelia burgdorferi og þar til það kæmi óyggjandi fram væri ekki hægt að fullyrða neitt. Hún sagði einnig að þar sem skógarmítillinn væri landlægur væri fólk vant því að leita að honum á líkama sínum eftir útivist í skógi eða graslendi og hann er í sjálfu sér hættulaus ef hann er tekinn af húðinni innan við sólarhring eftir að hann nær að festa sig. Bakterían sem veldur Lyme-sjúkdómi í mönnum kemst ekki í blóðrás hýsilsins nema að mítillinn sjúgi blóð mjög lengi. Hérlendis er fólk ekki vant þessu skordýri og því er full ástæða til að vara við því. n N á t t ú r u f r æ ð is tof nu n, E r l ing Ól a fs s on, w w w. n i . i s. S k ógr æ kt r ík is ins, Edda S . O dds dót t ir og B r y n j a H r a f nk el s dót t ir, w w w. s k ogu r. is. M y ndir : E r l ing Ól a fs s on.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  25


Gróandinn

Matreiðslan úr garðinum Tex ti og my ndir : J ón G u ð m u nds s on.

Þ

að er ekki nóg að rækta bara matjurtir, það þarf líka að tryggja að þær séu nýttar og það er nú allur gangur á því hvernig það gengur fyrir sig. Mér hefur þótt best að hafa nóg af hugmyndum og uppskriftum á vísum stað til þess að geta gripið til þegar það á við.

Í rauninni er hægt að matbúa heilu máltíðirnar með nánast eingöngu heimaræktuðu hráefni, hvort sem um er að ræða matarmiklar súpur, pottrétti eða ofnrétti. Einnig er hægt að nota margt í ferskt salat og er til að mynda heimaræktað hvítkál, gulrætur og rófur kjörið í hrásalat á veturna þegar ferskt blað- eða höfuðsalat er ekki lengur til staðar í garðinum. Þessar tegundir geymast líka langt fram eftir vetri í þokkalegri geymslu. Sumar tegundir matjurta getur beinlínis verið gott að rækta til þess að eiga til vetrarins og á

það helst við um allt rótargrænmeti en líka þær tegundir sem gott er að frysta. Ég hef ræktað rauðrófur í áraraðir, aðallega til þess að eiga í rússneska rauðrófusúpu yfir veturinn, enda með betri máltíðum sem hægt er að fá á köldu vetrarkvöldi. Það eru líka til fjölmargar góðar súpuuppskriftir þar sem kartöflur eru í lykilhlutverki og góð súpa með grófu brauði er hin besta máltíð. Matarmiklar bökur er líka hægt að gera úr heimaræktuðu grænmeti. Rabarbara og ber er gott að eiga í frystinum yfir veturinn og nota í eftirrétti og fleira sem hugurinn kann að girnast hverju sinni.

Blaðlauks- og kartöflusúpa

Þessi súpa stendur alltaf fyrir sínu og grænmetið í henni auðræktað í hverjum garði. Súpuna má líka bera fram kalda eða setja í blandara og mauka hana, en mér hugnast hún best heit og að finna fyrir grænmetinu ómaukuðu í henni. Blaðlaukur. 900 g blaðlaukur 450 g kartöflur 50 g smjör 2 sellerístönglar 1-1½ lítri grænmetissoð Salt og svartur pipar Múskat 2-3 dl rjómi 2 msk. saxaður graslaukur

Hreinsið blaðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Afhýðið kartöflurnar og skerið í teninga. Bræðið smjör í potti við meðalhita og steikið kartöflurnar og laukinn í sjö mínútur. Hrærið stöðugt í á meðan. Bætið í söxuðu selleríi og grænmetissoði og látið kryddið út í. Látið súpuna malla við lágan hita í 20-25 mín. Setjið rjómann út í en látið súpuna ekki sjóða meira. Stráið graslauk yfir áður en súpan er borin fram. n Blaðlauks og kartöflusúpa.

26  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Ýmsar útgáfur eru til af rauðrófusúpum en þessi er bæði góð og einföld. Ekki spillir svo fyrir að allt grunnhráefnið er heimaræktað.

Rauðrófusúpa.

Rauðrófa.

Rauðrófusúpa 5 rauðrófur 2 laukar 3 gulrætur ½ lítri rifið hvítkál 2 msk. smjör 1½ lítri grænmetissoð 1 lárviðarlauf Salt og pipar 1 msk. sítrónusafi 1 msk. söxuð steinselja 1 dl sýrður rjómi

Ræturnar eru flysjaðar og skornar í lengjur og steiktar í smjörinu í nokkrar mínútur. Soðinu hellt yfir og hvítkáli og lárviðarlaufi bætt út í. Súpan er soðin í um hálfa klukkustund og þá söltuð og krydduð eftir smekk og sítrónusafanum bætt í. Ausið á diska og setjið saxaða steinselju og 1 msk. af sýrðum rjóma á hvern disk. Berið fram með grófu brauði. n

Bakað fyllt grasker með fylltum sveppum.

Ofnbakað grasker

Ofnbakað grasker er sannkallaður veislumatur og er hægt að notast við ýmsar tegundir. Ég hef gjarnan notað hubbard-grasker en það má líka notast við butternut eða einhver önnur. Ef fólk hefur gróðurhús má rækta þar flest af grunnhráefninu í þessari uppskrift. Einnig eru rauðlaukur, timían, oregano og steinselja auðræktuð úti í garði. Uppskriftin er fyrir fjóra.

2 meðalstór grasker 4-5 msk. olía 2 marðir hvítlauksgeirar 1 tsk. timían

1 tsk. oregano 1 lítið eggaldin, skorið í bita 1 gul paprika, skorin í bita 1 rauð paprika, skorin í bita 2 niðursneiddir rauðlaukar 200 g kirsuberjatómatar 2 msk. brauðrasp 2 msk. söxuð steinselja 2 msk. parmesanostur 2 msk. saxaðar ólífur 100 g fetaostur

Hitið ofninn í 200 gráður. Skerið graskerin í tvennt og hreinsið innan úr þeim. Skerið síðan rákir ofan í aldinkjötið, bæði langsum og

þversum, og setjið síðan graskerin á fat. Blandið saman olíu, kryddi og hvítlauk í skál og penslið með hluta olíunnar ofan í graskerin. Bakið í ofni í 30-40 mín. Setjið eggaldin, papriku og rauðlauk í annað mót og blandið því sem eftir er af olíunni saman við og bakið í 30-35 mín. Setjið tómatana út í síðustu 10 mín. Blandið saman raspi, steinselju, parmesanosti og ólífum. Takið grænmetið og setjið ofan í graskerin ásamt fetaosti. Stráið raspblöndunni yfir og bakið áfram í 10 mín. Berið fram með góðu brauði og salati. n

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  27


V

erslunin Garðheimar var opnuð 2. desember 1999 og fagnar því 10 ára afmæli í ár. Markmið Garðheima hefur frá upphafi verið að stuðla að áhuga almennings á garðrækt og að hlúa að umhverfi sínu nær og fjær. Á undanförnum árum hefur sú þróun orðið í garðmenningu Íslendinga að garðurinn er mun meira notaður sem „önnur stofa„ heimilisins og fólk hefur lært að meta þau auknu lífsgæði sem notkun garða hefur upp á að bjóða. Garðheimar eru nú farsælt fjölskyldufyrirtæki í stöðugri þróun. Börn hjónanna Jónínu Sigríðar Lárusdóttur og Gísla H. Sigurðssonar, sem stofnuðu Garðheima, eru sífellt að koma meira inn í reksturinn og koma til með að stýra fyrirtækinu í framtíðinni ásamt þeim starfsmönnum sem eru hluthafar og hafa starfað með frá upphafi. Jónína og Gísli segja að í kjölfar kreppunnar hafi orðið sprenging í heimilisræktun á kryddog matjurtum og mun fleiri prófa sig áfram með því að sá fyrir hinum ýmsu plöntum. Þau segja að þar fari saman meiri tími fólks fyrir tómstundir og aukinn áhugi á að gera eitthvað heilbrigt með fjölskyldunni ásamt því að spara í leiðinni. Þetta á ekki eingöngu við um fólk sem hefur yfir garðskika að ráða, fólk sýnir æ meiri áhuga á að rækta á svölum og í gluggakistum og koma Garðheimar til móts við þessar þarfir með ýmsum hentugum lausnum.

Garðheimar 10 ára

Garðheimar Gróðurvörur reka heildsölu fyrir garðyrkjubændur og segja þau hjónin að þróunin í atvinnugarðyrkjugeiranum hafi verið sú að garðyrkjustöðvum hafi heldur fækkað. Þær eru jafnframt að stækka og tæknivæðast meira, en framleiðsla á grænmeti, svo sem gúrkum og tómötum allt árið, varð möguleg með lýsingu. Enn sem komið er, er þó framleiðsla svo til eingöngu miðuð við innanlandsmarkað. Í verslun Garðheima er hugað að fleiru en gróðri og ýmsu honum tengdum. Í versluninni fá hunda- og kattaeigendur allt sem þeir þarfnast og einnig er þar deild með föndurvörum. Verið er að vinna að nýjustu viðbótinni - kaffihúsi sem stefnt er að því að opna vorið 2010. n

Gísli H. Sigurðsson og Jónína S. Lárusdóttir eigendur garðheima ásamt starfsfólki sínu.

28  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Dýrmæt orkulind, en ekki ótæmandi Heita vatnið er einhver ódýrasta orka til húshitunar sem við eigum völ á En það er sjálfsagt að fara eins vel með hana og við getum Í yfir 50 ár hefur Danfoss stjórnbúnaður staðið vörð um nýtingu heita vatnsins Við höfum í áratugi verið leiðandi í framleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfi og séð notendum um allan heim fyrir búnaði og lausnum, sem gerir líf þeirra þægilegra. Við erum eini framleiðandinn á markaðinum sem sérhæfðir sig í framleiðslu stjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum og tengigrindum fyrir hitakerfi. Við leggjum metnað okkar í að finna réttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar hverjar sem stærðirnar, þarfirnar eða kröfurnar kunna að vera.

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar til hitakerfa svo sem: • • • • • • • • •

Ofnhitastilla Gólfhitastýringar Þrýstistilla Hitastilla Mótorloka Stjórnstöðvar Varmaskipta soðna og boltaða Úrval tengigrinda á lager Sérsmíðaðar tengigrindur og stöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


Hagleiksfólk í Ólafsgerði Tex ti : Hel ga Gunnla ugsdótti r. M y ndir : H el ga G u nnl a u gs dót t ir og M a rgrét B a l du r s dót t ir

Í

landi Núpa í Aðaldal stendur lítill fallegur bústaður í lyngi vöxnu hrauni, spölkorn frá einni af fegurstu ám landsins, Laxá í Aðaldal. Helga Gunnlaugsdóttir heimsótti heiðurshjónin Margréti Baldursdóttur og Ólaf Einarsson, sem tóku á móti henni af miklum myndarskap með alíslenskri kjötsúpu. Í gegnum tíðina hafa þau hjónin átt nokkra húsbíla sem Ólafur hefur dundað við að innrétta. Hann hefur verið útsjónarsamur við að finna út hvernig best er að nýta hvern krók og kima. Bústaðurinn þeirra í Aðaldalnum hefur leyst bílana af hólmi og hjónin eyða þar hverri frístund. Bústaðurinn er lítill og notalegur og þar er öllu haglega fyrir komið eins og áður var gert í bílunum.

30  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Mikilfengleg náttúra Þær eru margar stundirnar sem þau hjónin hafa notið þess að sitja á pallinum við bústaðinn. „Við njótum útiverunnar hér í kvöldkyrrðinni,” segir Ólafur og bætir við að þeim þyki líka stórkostlegt að ganga niður að Laxá sem rennur skammt frá bústaðnum. Náttúrufegurðin er mikilfengleg og þau hjónin segja að gott berjaland sé allt í kring, þau nýta sér þá auðlind og tína ber á hverju hausti. Á göngu niður að ánni varar Ólafur við gjótunum sem hann segir vera víða og vissara sé að halda sig á göngustígunum til að missa ekki skóna sína niður í þær.„Rétt við bústaðinn eru tvær stórar gjótur. Ef mikið vatn er í ánni þá myndast lítil tjörn í annarri þeirra, en þegar hún er þurr er gjarnan tjaldað þar,” segir Ólafur. Í sumar sem leið bjó hann til tröppur niður í gjótuna sem er nær bústaðnum. „Ég er mjög ánægð með tröppurnar því þær falla svo vel að umhverfinu og eru lítt áberandi,” segir Margrét.

Kristín barnabarn Margrétar og Ólafs unir sér vel að malla í drullubúinu sínu.


Bústaðurinn þeirra í Aðaldalnum hefur leyst húsbílana af hólmi og hjónin eyða þar hverri frístund.

Haganlega gerðar tröppur niður í eina af gjótunum.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  31


  Í eldhúsinu er öllu einstaklega haganlega vel fyrir komið. Allt á sinn stað og ekkert vantar.  Svefnloftið er fyrir ofan eldhúsið. Stiginn leggst upp að veggnum þegar ekki er verið að nota hann.  Ólafur er mikill hagleikssmiður og hefur hann smíðað margt í bústaðnum. Hér er hann að smíða grindverkið á pallinum.

32  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Yfir vetrarmánuðina er rafmagnið tekið af húsinu en það er fljótlegt að ná upp hita í því. Í miklum frostum sofa þau Margrét og Ólafur stundum á svefnloftinu til að nýta hitann.

 Inni í bústaðnum er gott að vera, þó hann sé ekki stór. Hér sitja Ólafur og Margrét í stofunni.  Margrét nýtir sér hina frábæru vinnuaðstöðu sem Ólafur hefur útbúið fyrir hana.

Öllu er haganlega fyrir komið Í Ólafsgerði er hver einasti fersentímetri vel nýttur. „Hér er allt sem við þurfum, það vantar bara þvottavélina í bústaðinn til að geta haft hér fasta búsetu,” segir Margrét um leið og hún leggur diska á borð í litlum eldhúskrók. Þegar hún kemur með ilmandi kjötsúpu á borðið segir hún að þótt eldhúsið sé agnarlítið sé allt þar sem þau hjónin þurfa til eldunar. „Hér er bakaraofn, eldavél og meira að segja örbylgjuofn.” Ólafur bætir því við að þrátt fyrir smæð hússins sé í því gistirými fyrir fjóra. „Hjónaherbergið er lítil lokrekkja og einnig er gistirými á svefnlofti sem er yfir hluta hússins. Yfir vetrarmánuðina tökum við rafmagnið af húsinu en það er fljótlegt að ná upp hita í því. Í miklum frostum sofum við stundum á svefnloftinu til að nýta hitann,” segir hann. Við hlið bústaðarins stendur lítið baðhús en lítil snyrting er inn af eldhúsinu í sjálfum bústaðnum. „Við ákváðum strax að byggja sérstætt baðhús. Það er líka gott fyrir gesti sem tjalda hérna því þá þurfa þeir ekki að fara inn á okkur á nóttunni heldur hafa sína einkaaðstöðu,” útskýrir Ólafur.

Fjölhæf handverkskona Handlagni íbúanna í Ólafsgerði leynir sér ekki, bæði innan dyra og utan. Víða í lyngi vöxnu landinu eru handverk og listmunir Margrétar sem hefur frá barnsaldri fengist við málun og teikningu, sauma og prjónaskap. Auk þess hefur hún unnið að vefnaði samkvæmt gömlum hefðum og munstrum með jurtalitaðri íslenskri ull. Hún hefur einnig unnið með íslenskar víðigreinar í körfur og búið til leirmuni. „Hvers konar sköpun hefur alltaf heillað mig. Ég gekk í skóla að Laugum í Reykjadal, útskrifaðist fyrst frá Héraðsskólanum og síðar frá Húsmæðraskólanum. Á Laugum naut ég leiðsagnar framúrskarandi listkennara sem lögðu grunn að því sem seinna varð. Í gegnum árin hef ég sótt mörg námskeið, auk þess að stunda nám við myndlistaskólann á Akureyri um árabil,” segir hún. Að auki sótti hún námskeið til Danmerkur og Svíþjóðar. „Í Svíþjóð lærði ég að flétta úr tágum, svokallaða Bastabinneaðferð sem er gamalt handverk sem Svíar hafa haldið við og lagt mikið upp úr að kenna til að það gleymist ekki.” Aðferðina segir hún nokkuð sérstaka, en tágarnar eru unnar úr nýhöggnu

 Hér má sjá myndina sem Margét vann úr garni sem hún litaði með sortulyngi sem hún bjargaði undan húsinu áður en það var byggt. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  33


Litað garnið hengt til þerris í bústaðnum.

greni sem er svo soðið til að losa um tágarnar. „Þær eru notaðar í reipi og ýmsa nytjamuni, t.d. töskur, og einnig eru þær vinsælar í naghringi fyrir lítil börn. Svo þegar þessir munir eru orðnir slitnir er hægt að nota þá sem brenni í arin,” segir Margrét sem hefur lengi fengist við að búa til muni úr tágum. Verkin hennar hafa farið víða um heim. Meðal annars hefur hún selt þau til Ítalíu, Japans og Kanada.

Sortulyngið úr náttúrunni notað í myndverk Margrét hefur einnig fengist við jurtalitun og vefnað og er ætíð með eitthvað á prjónunum. „Ég lita sjálf þráðinn í verkin mín og nota ýmislegt úr náttúrunni til litunar. Þegar ég horfi á haugarfa sé ég fyrir mér fallega grænt ullarband en ekki lélega uppskeru,” segir hún og hlær. Mörg verka Margrétar prýða bústaðinn og eitt þeirra óf hún fljótlega eftir að bústaðurinn var reistur. „Myndina óf ég úr ullarbandi og bómullargarni. Áður en Óli gróf fyrir grunninum að húsinu þá færði ég mig á milli þúfna og hirti allt sortulyngið sem annars hefði farið undir bústaðinn. Ég notaði lyngið síðan til að lita bandið í verkið. Það má því segja að lyngið sé í myndinni.” Auk sortulyngsins notar hún m.a. til litunar snarrótarpunt, asparlauf, gulvíði, lúpínu og rabarbararót. Einnig krapprót og kaktusalús, en hana fær hún að utan.

Góð vinnuaðstaða fyrir handverkskonuna Aðstaðan til jurtalitunar og fleiri verka batnaði til muna þegar pallurinn var stækkaður fyrir handverkskonuna. Settur var upp útivaskur og

34  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Kristín, barnabarn þeirra Margrétar og Ólafs aðstoðar ömmu sína við litun á garninu.

rafmagn leitt að vinnuaðstöðunni. Barnabarn þeirra Ólafs og Margrétar, hún Kristín litla, á bú þar rétt hjá þar sem hún bakar drullukökur og er stutt fyrir hana að ná sér í vatn í baksturinn til ömmu. „Hún Kristín mín hefur mikið verið með okkur í sveitinni. Henni líður vel hér og er ýmislegt að stússa. Hún grípur gjarnan í að skola bandið fyrir hana ömmu sína.” Síðastliðið vor var svo komið upp aðstöðu til að reykbrenna leirmuni sem gerir Margréti einnig kleift að vinna að leirlist í bústaðnum.

Gott að vera í bústaðnum yfir áramótin Hjónin segja allt aðra tilfinningu að vera í bústaðnum á veturna en sumrin. Kyrrðin sé meiri og áhrifaríkt sé að upplifa stjörnubjartan himininn og norðurljósin. Þau hafa tvisvar dvalið í bústaðnum yfir áramót og í bæði skiptin var afar stillt veður og auð jörð. Þau nutu þess þá ríkulega að vera fjarri öllum skarkala. n Á www.brandugla.net eru upplýsingar um handverkskonuna og verk hennar.


Jurtalitað garnið tilbúið til notkunar.

Untitled-4_mix.indd 1

Leimunir eftir Margréti sem hún hefur brennt í ofni í bústaðnum.

Sumarhúsið og garðurinn 2009  PM 35 11/20/093. 3:41:20


Súkkulaði og rósir Te x t i : Auður i. O tte se n . M yn di r : Pá l l J ök ul l Pétursson

S

úkkulaði og rósir er lítil ævintýraleg verslun á Hverfisgötunni þar sem fegurð blómanna og angan af súkkulaði er dáleiðandi. Edda Heiðrún Backman stendur þar vaktina síðdegis flesta daga og tekur blíðlega á móti viðskiptavinum sínum. En hvers vegna ætli henni hafi dottið í hug að stofna þessa dýrindisverslun? Ástæðuna segir hún vera þá að ein fyrsta æskuminningin um föður hennar, þegar hún var lítil stúlka uppi á Skaga, var þegar hann kom úr höfuðborginni og færði henni fulla öskju af sælgæti. Hún var þá þriggja ára. Edda Heiðrún fór með allt nammið og gaf börnunum í hverfinu. Þegar hún kom inn um kvöldið var allt nammið búið. Pabbi hennar innti hana eftir því hvers vegna hún hefði gefið allt nammið sitt. „Því að þau langaði svo mikið í það,” svaraði sú stutta.

Edda Heiðrún Backman leikkona er einstök og það er verslunin hennar, Súkkulaði og rósir, líka. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Súkkulaði er ástríða Eddu Heiðrúnar sem ekki bara selur súkkulaði heldur fræðir einnig viðskiptavini sína um það. „Súkkulaði er leyndardómur og var álitið guðlegt fyrirbæri. Í fleiri hundruð ár var súkkulaðidrykkurinn aðeins framleiddur fyrir konunga,“ útskýrir Edda Heiðrún og bætir því við að heitt súkkulaði sé hinn eini sanni ástardrykkur. Hún vill að fólk geti leitað í rólegheit í Súkkulaði og rósum - gefi sér tíma innan um blómin og fallega gjafavöruna sem Edda Heiðrún hefur valið af kostgæfni. Fallegar skreytingar, handunnin íslensk kerti, bókmenntir og tónlist og ýmislegt gómsætt. Hún býður 100% (hreint) súkkulaði, súkkulaði með alls konar kryddi, húðaðar möndlur, hnetur og kaffibaunir. Auk þessa nýtur verslunin hugmyndaflugs hennar en í hverjum mánuði velur Edda Heiðrún einn rithöfund til að kynna verk sín. Einnig velur hún listamann mánaðarins og skreyta falleg listaverk veggi búðarinnar. Í Súkkulaði og rósum eru í boði fagmannlega gerðar skreytingar fyrir öll tilefni, afskorin blóm og árstíðabundin pottablóm. Jólastjörnurnar eru komnar í verslunina og þar er líka úrval fallegra jólaskreytinga. Páll Brinks Fróðason, gamalreyndur í faginu, réð sig til Eddu Heiðrúnar í haust og segir miklar annir fyrir jólin. „Við erum með úrval skreytinga fyrir aðventuna og jólin, sem og leiðaskreytingar er nær dregur hátíðunum. Jafnframt því sinnum við öðrum verkefnum en við Edda Heiðrún leggjum áherslu á að þjóna af alúð þeim sem missa ástvini sína og gerum vandaðar útfararskreytingar,” segir Páll sem aðhyllist náttúrulegan stíl í aðventu- og jólaskreytingum sínum. „Ég er ekki mikið fyrir glysið, mér finnst fallegast að nýta það sem er að hafa úr náttúrunni. n Ve r slu n in Súk k ula ði og rósi r er opi n frá k luk k a n 11-18 a l l a v ir k a da ga .

36  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Páll Brinks Fróðason er enginn viðvaningur í garðyrkju, enda unnið við hana síðan hann var smápolli. Hann er skrúðgarðyrkjumeistari og vann lengst af við það fag. Páll keypti Blómastofuna á Eiðistorgi 1993 en seldi hana um aldamótin. Dögg keypti hann 1996 en seldi hana fyrir tveimur árum og flutti þá til Suður-Frakklands. Nú er hann kominn heim og vinnur hjá Eddu í Súkkulaði og rósum.


Gleðileg jól F arsælt komandi ár Þ ökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

G leðileg jól

Minnum á gjafabréf okkar henta vel til jólagjafa

Gleðileg jól

Þ ökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Steinasteinn ehf

Óskum ykkur öllum gleðilegra jól og velfarnaðar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.


Jólasveinar ganga um gólf - klofnir upp í háls með klær fyrir fingur, kringlótta fætur og engar tær. Tex ti : Vil m u ndu r ha ns en. M y nd: Pá l l J ök u l l.

S

íðasti jólasveinninn kemur til Sigfús Sigfússon, sem einkum safnaði byggða á aðfangadag og á jóladag þjóðsögum á Austurlandi, sagði að jólasveinarnir leggur sá fyrsti af stað aftur til síns væru í mannsmynd, klofnir upp í háls, með heima. Einu sinni á ári gera þessir klær fyrir fingur, kringlótta fætur og engar tær. skrýtnu kallar sér ferð í bæinn með ,,Þeir eru illir að eðlisfari og líkastir púkum og tilheyrandi hlátrasköllum, hurðaskellum lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum og fíflalátum. Síðustu áratugi hafa þeir munnsöfnuði og eru rógsamir og rángjarnir, fært börnunum eitthvað í skóinn og einkum á börn.” gefið þeim sælgæti á jólaskemmtunum. Nú til dags líkjast þeir fremur fíflalegum Ímynd jólasveinsins hefur breyst mikið miðaldra offitusjúklingum, hallærislegum trúðum með árunum en áður voru þeir tröll og og búðarfíflum en ógnvekjandi tröllum. mannætur.

Litlipungur og Örvadrumbur Jólasveinarnir eru synir Grýlu og Leppalúði er að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld því áður en hún kynntist Lúða átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna. Núna eru flestir sammála um að jólasveinarnir séu þrettán og heiti Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Áður gengu þeir undir ýmsum nöfnum sem oft og tíðum voru staðbundin, eins og til dæmis í Fljótunum þar sem nöfnin Pönnuskuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampaskuggi og Klettaskora koma fyrir, og í Mývatnssveit þekktust nöfn eins og Flórsleikir og Móamangi. Á Ströndum voru þeir þrettán eða fjórtán og báru önnur nöfn sem koma fram í eftirfarandi nafnaþulum: Tífall, Tútur Baggi, Lútur Rauður, Redda Steingrímur, Sledda Lækjaræsir, Bláminn sjálfur Blámans barnið Litlipungur, Örvadrumbur. Tífall og Tútur, Baggi og Hrútur, Rauður og Redda, Steingrímur og Sledda, sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið, Bitahængir, Froðusleikir, Gluggagægir og Styrjusleikir. Jólasveinarnir á Ströndum höfðu líka þá sérstöðu að vera giftir páskadísunum sem koma til byggða fyrir norðan um páskaleytið.

Fara um með ránum og hrekkjum Skömmu eftir að kristni var lögtekin hér á landi bjó fyrir austan maður sem hét Steinn. Kona hans hét Guðrún og áttu þau tvö börn, Illuga og Sigríði. Guðrún var guðhrædd og kirkjusækin en Steinn fremur gefinn fyrir forneskju. Einu sinni þegar Guðrún var á leið til messu á jólunum biður hún Stein að fylgja sér. Hann tók því illa, segist þó munu gera það en ekki vera við tíðir. Steinn fylgir konu sinni á áfangastað en heldur svo heim. Þegar kona hans kemur heim daginn eftir lá Steinn í rúminu og var fámáll en segir: ,,Eigi veit ég hvort Þeir eru sakleysislegir þessir jólasveinar sem voru á ferðinni í Heiðmörk fyrir síðustu jól.

38  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


ég hefði svo fljótt aftur horfið í gærkveldi ef ég hefði þá vitað það sem ég veit nú.” Leið nú fram að næstu jólum og biður Guðrún bónda sinn aftur að fylgja sér til kirkju og gerir hann það ásamt Illuga syni þeirra. Þegar þau koma að kirkjunni biður Steinn Illuga að fylgja sér aftur heim og segir að hann þurfi að sýna honum nokkuð. Feðgarnir halda heim og þegar þangað er komið ganga þeir í skemmuna og bíða þar um stund. Skömmu seinna sýnist Illuga að stafninn á skemmunni hverfi og inn gangi tveir hvítklæddir menn með líkkistu og fjöldi anda í humátt á eftir þeim. Andarnir spyrja hvítklæddu mennina frétta af mönnum, bæði góðum og vondum, en aðallega voru þeir forvitnir um börn. Illuga fannst standa kaldur gustur af öndunum og heyrði á tali þeirra að þeim geðjaðist einkum að illum mönnum og guðlausum. Seinna þegar Illugi sagði frá atburðinum könnuðust menn við andana og kölluðu þá jólasveina og sögðu þá illa og ganga um byggðir um jólin með ránum og hrekkjum, einkum við börn.

Koma á selskinnsbátum Að sögn Sigfúsar Sigfússonar koma jólasveinarnir til landsins í byrjun jólaföstunnar á ,,selskinnsbátum vestan frá Grænlandsóbyggðum eða, að sumra sögn, austan frá Finnmörk og kalla sumir byggðarlag þeirra Fimnam. Þeir leggja að landi í leynivogum undir ófærum, geyma báta sína í hellum og halda huldu yfir þeim uns þeir fara aftur nærri þrettánda.” Að sögn Sigfúsar skipta jólasveinarnir sér á bæina þegar þeir koma að landi og ,,hér þekkjast þeir oft varla frá púkum og árum af verknaði sínum og eru ill-kaldir sem hafís og heljur. [...] Jólasveinar eiga kistur sem þeir bera menn á brott í.”

Kattarvali kom til hjálpar Í þjóðsagnasafni Sigfúsar er meðal annars að finna eftirfarandi sögu um viðureign jólasveinsins og manns á bænum þar sem jólasveinninn hélt til um jólin. ,,Einu sinni var maður á ferð og kom að læk eða á. Sá hann að þar sátu margir menn Að draga jólasveina og jólameyjar í röð við ána og héldu allir á sömu þurrkunni og Jónas Jónsson frá Hrafnagili segir frá þurrkuðu sér allir í einu á henni þegar þeir höfðu einkennilegri jólaskemmtun í bók sinni Íslenzkir þvegið sér. Sá maðurinn, þegar hann gætti betur þjóðhættir, en leikurinn virðist til þess gerður að að, að þetta voru allt jólasveinar og bjuggu sig para ungt fólk um jólin, svipað því og gert var í undir vistarverur sínar. Einn þeirra lenti auðvitað leikbrúðkaupum sem tengdust við vikivakaleiki. á heimili hans. Maðurinn var fjósamaður. Hann ,,[...] víða tíðkast, að rita upp á miða alla þá, sem var orðgætinn og stilltur maður og því ekki neinn koma á jólaföstunni og fram á aðfangadag. Þetta vinur jólasveinsins. Einu sinni mættust þeir í heita jólasveinar og jólameyjar. Svo er dregið fjósdyrum og ræðst jólasveinninn á fjósakarl. um miðana á jólanóttina, konur draga drengi, Eigast þeir lengi við allt þangað til fjósakarl hefur en piltar stúlkur. Ef margir hafa komið, falla hann undir og kaffærir hann í fjóshaugnum. Þá mörg nöfn í hlut, og dregur þá hver einn miða æpir jólasveinninn hátt og kvað við: úr sínum hóp, og verður það, sem hann eða hún Kattarvali, kom þú hér, hlýtur, hans eða hennar jólamey eða jólasveinn kæri bróðir, hjálpa mér: um jólin. Stundum gefur þá einn heimamanna, Heyrðist fjósakarli tekið undir. Kom þá sem til þess er kjörinn, allar persónurnar saman jólasveinninn sem var á hinu búinu og varð með því að lesa upp vísu úr einhverri ljóðabók, fjósamaður að flýja. En aldrei áttust þeir oftar sem hann flettir upp í blindni.,, við svo getið sé.”

Þekktur gluggagægir Um miðja síðustu öld fara jólasveinarnir að mildast og taka á sig alþjóðlega mynd rauðhvíta jólasveinsins. Þeir verða vinir barnanna og færa þeim gjafir í skóinn síðustu dagana fyrir jól og eru ómissandi á jólaskemmtunum. Íslensku jólasveinarnir halda þó þeim sið að vera hávaðasamir og hrekkjóttir og ekki er laust við að börnin séu enn hrædd við þá. Hræðsla barnanna er fullkomlega eðlileg. Fullorðið fólk hikar ekki við að segja börnunum að þessir ókunnugu miðaldra offitusjúklingar, sem ganga um í skrýtnum fötum, komi í herbergið til þeirra á nóttunni og taki óþekk börn og þau sem ekki vilja fara snemma í rúmið. Og einn þeirra er meira að segja þekktur gluggagægir. n

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  39


Draumastaður fjölskyldunnar Tex ti : Auður I. O t tes en. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

G

arðabær er fallega gróinn og umgjörð hans til fyrirmyndar. Barnvænt umhverfi bæjarins og gott umferðarskipulag var það sem heillaði þau Mána Svavarsson og Þuríði Jónsdóttur þegar þau vildu stækka við sig og leituðu að draumahúsinu fyrir tveimur árum. Húsið fundu þau við Skógarhæð og þar líður þeim vel ásamt þremur börnum sínum, tvíburunum Grétari og Eldey 11 ára, og Rakel sem er sjö ára. Garðurinn við húsið er einstakur og reyndar gatan öll. Skógarhlíð var valin fegursta gata bæjarins fyrir nokkrum árum.

40  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Hjónin bjuggu áður í Hlíðunum í Reykjavík, en fluttu þaðan um páskana 2007. „Við fluttum úr íbúð sem var orðin í það þrengsta fyrir okkur fimm. Ég ólst upp í einbýli í Fossvoginum og það var draumurinn að komast í eitthvað svipað; einbýlishús á einni hæð,” segir Máni. Er þau leituðu að húsi voru þau að leita að hverfi þar sem stutt væri fyrir börnin á leiksvæði og í skóla. Einnig var stórt atriði að þau þyrftu ekki að fara yfir stórar umferðargötur. „Þetta var eitt af því sem við höfðum í huga þegar við fórum að leita að hentugu húsnæði. Svo duttum við niður á þetta hús með garði í grónu hverfi og hér var allt sem okkur langaði í. Draumurinn var að geta brugðið sér út og kallað á krakkana í mat þar

sem leiksvæðið væri í nágrenninu.” Máni segir umferðarþungann mikinn á höfuðborgarsvæðinu og hann hefði ekki getað hugsað sér að búa í hverfi þar sem aðeins ein leið væri út úr því. „Það eru margar leiðir út úr þessu hverfi. Maður heyrir sögur þar sem er aðeins ein leið út úr hverfinu og það taki fólk óratíma að komast leiðar sinnar á álagstímum. Það má ekki mikið út af bregða svo umferðin teppist ekki.”

Mikil gróska í garðinum Fyrri eigendur hússins byggðu það og segir Máni að þeir hafi hugsað vel um lóðina. „Garðurinn er gróinn og þarfnast umönnunar svo eftir að við keyptum húsið fengum við Þuríður


 Tré skyggja ekki á síðdegissólina og hennar er notið á skjólsælum stað framan við húsið þar sem oft er setið úti á kvöldin.  Bekkur sunnan megin við húsið þar sem morgunsólarinnar er notið. Dögglingskvistur í blóma er einn af mörgum blómstrandi runnum í garðinum.  Skriðmispill er tilvalinn til að nota með grjóti. Hér vex hann fram af tilhöggvinni hleðslu úr grágrýti.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  41


Systkinin Rakel og Grétar spila oft fótbolta á velli á bak við hús og gulltryggja þar með að enginn mosi vaxi í grasinu.

garðyrkjumann til að ganga með okkur um garðinn til að fá ráð við umhirðu hans. Hann sagði að þessi garður væri einn af þeim sem væri fljótur að vaxa úr sér ef maður væri ekki duglegur að klippa og snyrta og hann hvatti okkur til að vera óhrædd með klippurnar.” Þegar Máni er spurður um tegundir í garðinum þá segist hann ekki þekkja öll plöntuheitin, en hann sé þó að læra þau smátt og smátt. Hann segist pumpa starfsfólk gróðrarstöðvanna og hefur verið duglegur að fara á netið að leita sér upplýsinga. „Ég vann fimm sumur við garðyrkju hjá Karli Guðjónssyni skrúðgarðyrkjumeistara. Við unnum mikið eftir teikningum arkitekta sem huguðu að náttúrunni. Það var ofsalega gaman og mér finnst ég vera pínu kominn í þetta aftur. Við notum garðinn mjög mikið, meira en ég bjóst við.”

Fótboltavöllur í bakgarðinum Bak við húsið er grasræma milli húss og limgerðis og þar eru lítil fótboltamörk. Þar

 Rakel, sem er aðeins sjö ára, tekur þátt í umönnun gróðursins af lífi og sál.  Máni kann sitthvað fyrir sér í garðyrkju en hann vann fimm sumur hjá Karli Guðjónssyni skrúðgarðyrkjumeistara. Hér er hann að brjóta brumið á fjallafuru til hálfs til að þétta hana.

eru þau Rakel og Grétar að spila fótbolta með tilþrifum og skrækjum. Við stöldrum við og fylgjumst um stund með börnum sem kunna sitthvað fyrir sér í list knattspyrnunnar. Þó að sú litla sé á inniskónum þá gefur hún bróður sínum lítið eftir. Máni segir að það hafi verið mikill mosi í grasfletinum á þessari mjóu ræmu á bak við húsið eins og gerist oft norðan við hús. „Við fundum ráð til að losna við mosann, sem var að setja upp fótboltamörk. Við vorum búin að eyða heilmiklum tíma í að raka mosann og gata svörðinn en það hafði engin áhrif. Nú stórsér á mosanum því krakkarnir róta honum upp í fótboltaleiknum,” segir Máni og horfir til barnanna spila hæstánægð á eigin fótboltavelli. Þegar Grétar er spurður um hvernig honum líki að búa í Garðabæ segir hann það vera fínt. Þegar veðrið er gott og hann nennir ekki að vera lengur í tölvunni þá fer hann oft út í fótbolta. n

 Vestan við húsið er skuggsýnt því gróðurinn er þéttur og hár. Þessi leið að bakgarðinum er heillandi því þar er líkast því að maður gangi inn í þéttan skóg.  Mikið er af blómstrandi runnum í garðinum sem gera hann litríkan. Hér er ilmandi blóm hansarósarinnar (Hansa Rugaosa).  Rifsberjarunnar eru meðfram austurhlið garðsins og höfðu fuglarnir tekið sinn toll.  Garðurinn er fallega skipulagður og gróðurinn myndar þétta heild. Fagmaður sem hjónin fengu til sín í garðinn eftir að þau fluttu sagði að þau þyrftu að munda klippurnar til að viðhalda honum því plöntuvalið væri með þeim hætti að hann yxi fljótt úr sér. Máni hefur mikla ánægju af að stússa í garðinum – það minnir hann á æsku hans en hann bjó í Fossvoginum sem barn. Honum þykir ekki tiltökumál að munda klippurnar og heldur þannig vextinum niðri.

42  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  43


Bona Care Floor Cleaner ræstiefnið sem notað er á lakkað viðargólf og Bona Care Hardfloor sem er notað til að þrífa vínildúk og flísar. Þessi efni fást í eins og fjögurra lítra pakkningum.

Gólfefnaval er til húsa að Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík, sími 517-8000. www.golfefnaval.is.

KYNNING

Gunnar Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gólfefnavals með ný hreinsiefni frá Bona Care.

Hreinsiefni fyrir gólf

Te x t i: Auð ur I. O t te s e n. M y n d : Pá l l J ö k u l l Pé t u r s s o n

Þ

að er ríkt í okkur Íslendingum að taka allt í gegn og þrífa hvert skúmaskot heimilisins fyrir jólin. Úrval hreingerningarefna er mikið og misgott. Gólfefnaval lumar á afbragðs ræstiefni, bóni og lakki fyrir viðargólf, vínildúk og flísar, og mælum við með þessum efnum. Þau eru auðveld í meðförum og árangurinn er góður. Framleiðandi efnanna sem þeir bjóða er sænska fyrirtækið AB BONA sem hefur framleitt hreinsiefni og viðarlakk sem gólfefnaframleiðendurnir Berg & Berg, Khärs, Karelia Upofloor og Tarkett nota á gólfefni sín.

Gunnar Þór Jóhannesson hjá Gólfefnavali segist vera einstaklega ánægður með virknina og hversu miklum stakkaskiptum gólfin taka með hreinsiefnunum frá AB Bona. „Við seljum tvenns konar ræstingarefni frá AB Bona. Fyrst er að nefna Bona Care Floor Cleaner, sem er sérstaklega hannað til að þrífa allar gerðir lakkaðra viðargólfa. Hitt efnið er fyrir gólfefni eins og linoleum, vínildúka, keramikflísar og vínilflísar og heitir Bona Care Hardfloor Cleaner. Bæði hreinsiefnin eru auðveld í meðförum, þau eru tilbúin til notkunar og þarf aðeins að spreyja þeim á gólfflötinn og þrífa með jöfnum strokum,” segir Gunnar sem segir að sænska fyrirtækið framleiði sérstakar moppur til að auðvelda alla ræstingu á gólfum. „Moppurnar sem þeir selja

44  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

eru í þremur litum og hefur hver sitt hlutverk. Með þessum efnum sem ég nefndi áðan er gólfið þrifið með moppu sem býr yfir mörgum kostum. „Moppurnar frá þeim eru í þremur litum og er hver þeirra sérhæfð til ákveðinna nota. Þær eru ofnæmisprófaðar og í þeim er örtrefjaþráður sem virkar einstaklega vel á óhreina fleti og tekur í sig mikið magn af óhreinindum. Moppurnar má þvo í þvottavél.”

Viðarlakk og efni fyrir olíuborin viðargólf Auk hreinsiefnanna selur Gólfefnaval einnig efni til að þrífa olíuborin viðargólf. „Við erum með Bona Soap, sem er snilldarefni í góðu alkalísku jafnvægi með það eitt í huga að næra og um leið þrífa viðargólf. Menn eru oft í vandræðum með þrif á olíubornum flötum og þetta efni léttir fólki vinnuna þar sem það nærir og þrífur samtímis,” segir Gunnar. Hann segir annan vanda með viðargólf vera slit á þeim – margir pússi þau upp en það sé hægt að auka endingu þeirra með efni sem Gólfefnaval selur og ætti fólk að prófa það áður en gripið er til kostnaðarsamra aðgerða. „Við erum með Bona Care Refresher viðhaldslakk sem er sérstaklega framleitt fyrir allar gerðir vatnslakka. Það er auðvelt í notkun og gefur viðargólfinu einstaklega fallegan gljáa. Ég hef séð mikla breytingu á gólfi þar sem Bona Care Refresher var notað en það er ætlað fyrir viðargólf þar sem er mikil umferð og álag. Það ætti að reyna þetta áður en gripið er til þess að

pússa upp lakkið og lakka aftur því það er hægt að endurnýja útlit viðargólfsins á ódýrari hátt með þessari aðferð.”

Gólfið er þrifið á eftirfarandi hátt: 1. Ryksugið gólfið eða strjúkið það með Bona rykmoppu til að ná upp ryki og ló sem safnast fyrir á viðargólfinu. Bona Care rykmoppan er auðveld í notkun og er gott að nota hana daglega til léttra þrifa. 2. Spreyið Bona Care viðarhreinsi á um 10–15 sm flöt á gólfinu í einu. 3. Bláa Bona Care örtrefjamoppan er vætt og síðan strokið með henni rakri langsum eftir þeim hluta gólfborðanna, flísanna eða dúksins, sem búið var að spreyja með hreinsiefninu. Þetta er endurtekið þar til búið er að þrífa allt gólfið. 4. Bona Care Floor Cleaner sem er sérstaklega hannað ræstingarefni til að þrífa allar gerðir lakkaðra viðargólfa. 5. Bona Care gólfhreinsir er fyrir linoleumdúka, sem og vínilgólfefni.


EXPO · www.expo.is

r i r y f t l l A

ð i d l a h við Gott viðhald á sumarbústaðnum sparar stórfé til lengri tíma. Þú færð allt fyrir viðhaldið á sumarbústaðnum í næstu BYKO verslun. Staðsetningu á næstu BYKO verslun er að finna á www.BYKO.is

ekkert verkefni er of stórt eða lítið!


KYNNING

Brunavarnir

Te x t i : Auður I. O tte se n . M yn di r : Pá l l J ök ul l Pétursson og VÍ S

Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi hjá VÍS.

H

örmuleg slys geta orðið í Flóttaleiðir út um glugga á efri húsbrunum, bæði gríðarlegt hæðum eignatjón og alvarleg líkamstjón Mikil hætta getur orðið ef eldur kviknar í og jafnvel geta þau valdið dauða. bústað þar sem ekki eru gerðar ráðstafanir Sumarhúsið og garðurinn með flóttaleiðir frá svefnlofti, sem algeng eru í leitaði til Ragnheiðar Davíðsdóttur, bústöðum. „Í sumum bústöðum með svefnlofti forvarnarfulltrúa VÍS, og bað hana að er aðeins lúga upp á loftið og þar er kannski gefa lesendum ráð varðandi brunavarnir einn lítill gluggi sem stundum er ekki einu sinni á heimilinu og í bústaðnum. opnanlegur. Oftast eru það börnin sem leika sér Brunavörnum er víða ábótavant

Hyggindi og forvarnir geta bjargað miklu í eldsvoða og segir Ragnheiður að VÍS sé mjög umhugað um brunavarnir, vegna þess að það getur verið um líf og heilsu fólks að ræða. „Að bjarga mannslífi skiptir öllu máli. Það er hægt að bæta allt annað, húsið sjálft og innbúið, og því er afar mikilvægt að huga vel að forvörnum varðandi bruna,„ segir Ragnheiður og bendir á að það sé skyldutrygging á öllum húseignum en ekki skylda að tryggja innbúið. „Margir húsog bústaðaeigendur hafa ekki áttað sig á þessu, þótt þeir séu tryggðir þarf að endurskoða þær tryggingar og vera við því búin að uppfæra þær ef við bætast nýjar eignir; t.d. ef sófasettið er endurnýjað eða þvottavélin. Það eru því miður mörg dæmi um að það hafi orðið altjón á húsum og fólk hafi verið verulega vantryggt. Það er því nauðsynlegt að endurmeta verðmæti innbúsins reglulega, sérstaklega þegar fjölskyldan stækkar.”

og sofa uppi, kannski allt niður í 3ja ára. Það er mikilvægt að búið sé að kynna fyrir öllum í fjölskyldunni hvað á að gera ef kviknar í og allt fyllist af reyk. Það er ekki eldurinn sem drepur fólk eða veldur því mestum skaða heldur reykurinn. Sérstaklega er litlum börnum hættara við skaða í lungum heldur en fullorðnum,” segir Ragnheiður og bendir á að það sé í eðli lítilla barna

Ragnheiður ráðleggur fólki að huga vel að brunavörnum og rýmingarleiðum og þá sérstaklega á efri hæð í bústöðum.

og húsdýra, t.d. hunda og katta, að fela sig ef þau verða hrædd og í stórum eldsvoðum erlendis hafa börn fundist á ólíklegustu stöðum þar sem þau voru að fela sig gegn hættunni. „Vegna þessa er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um hvað eigi að gera þegar kviknar í. Það er skylda að vera með brunastiga og að útgönguleið sé tryggð á efri hæðum bústaða. Það eru til brunavarnastigar sem eru mjög þægilegir og einfaldir og eru festir undir gluggann að innan. Stiginn er settur út um gluggann þegar hætta steðjar að og getur fólk þá klifrað niður.”

Aldrei á að nota vatn á brennandi feiti „Ef kviknar í potti með feiti má alls ekki nota vatn eða léttvatn til að slökkva slíkan eld heldur nota pottlok eða eldvarnarteppi til að kæfa eldinn. Ef eldvarnarteppi er ekki fyrir hendi er hægt að kæfa eldinn með því að rennbleyta handklæði sem brugðið er yfir hann. Ég vara fólk við að taka pott sem logar í og ganga með hann í gegnum húsið til að fara með út. Eldurinn leitar í áttina að manni og eykur því hættuna.” Ragnheiður bendir á að eldvarnarteppi geti ekki slökkt allan eld, en þá er gott að hafa léttvatnsslökkvitæki á heimilinu eða í bústaðnum. „Léttvatn er nokkurs konar froða og tekur á nánast öllum tegundum

Þekkja rýmingarleið í reykmekki „Það er eitt atriði sem ég veit að nánast engir sumarhúsaeigendur hafa gert ráð fyrir og það er rýmingarleiðin út úr bústaðnum,“ segir Ragnheiður. „Hugsum okkur að við séum á hóteli og fyrir framan okkur er skilti, sem lýsir flóttaleiðum, innan á hurð herbergisins. Þar sést merkt hvar maður er í húsinu og hvar næsti neyðarútgangur er. Á heimilinu eða í bústaðnum getur verið erfitt að finna leiðina út ef allt fyllist af reyk. Fólk ætti að ræða hvernig á að bregðast við ef það kviknar í, allt fyllist af reyk og það sést ekki handaskil. Það er ekki fráleitt að hafa teikningu af bestu leiðinni út úr húsinu uppi á vegg,“ segir Ragnheiður og bætir við að það viti ekki allir að það á að skríða eftir gólfinu því reykurinn leitar upp. „Ég myndi ráðleggja fólki að huga vel að brunavörnum og rýmingarleiðum og þá sérstaklega á efri hæð í bústöðum.“ Í þessum bústað kviknaði út frá glóð í arninum.

46  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Mynd: VÍS.


Þetta er það sem eftir stendur af 50 fm sumarhúsi sem varð eldinum að bráð.

bruna. Ef kviknar í klæði, húsgögnum eða timbri getur oftast verið best að nota garðslönguna til þess að ráða niðurlögum eldsins.”

Eldvarnarteppi gagnlegt á smávægilegan eld „Við höfum lagt höfuðáherslu á að menn séu með eldvarnarteppi á heimilinu og í bústaðnum. Mistökin sem fólk gerir er að hafa þau á röngum stað. Efst í huga margra er að hafa þau sem næst eldavélinni eða bakaraofninum. Það er náttúrlega alls ekki rétt. Ef það kemur upp eldur þá er hann nálægt þeim sem stað sem teppið er hengt upp og fólk kemst jafnvel ekkert að því. Við leggjum áherslu á að eldvarnarteppið sé nærri útgöngudyrunum þar sem tekur aðeins augnablik að ná í það,” segir Ragnheiður. „Eldvarnarteppið kemur að góðum notum við margan smávægilegan eld, t.d. ef það kviknar í út frá kerti, í rafmagnstækjum eða í pottum á eldavélinni,” segir hún.

Rjúfið straum á raftækjum Tal okkar berst að heimilistækjunum, þvottavélum, þurrkurum og eldhústækjum. Ragnheiður segir að það sé algengara en nokkurn grunar að það kvikni í þvottavélum. „Ég vil benda öllum á að rjúfa alveg strauminn á þvottavélum og þurrkurum með því að taka tengilinn úr sambandi ef um slíkt er að ræða. Aldrei á að láta loga ljós á vélunum, jafnvel þótt ætlunin sé

að koma daginn eftir eða eftir viku. Meðan ljós er á vélinni er enn straumur á henni. Annað sem ég vil vara við er það að láta þessar vélar vinna á meðan fólk sefur.” „Þar fór það,” segir spyrillinn við þessari athugasemd Ragnheiðar því oft hefur hann sett í eina vél fyrir háttinn. Ragnheiður varar hann við og segir: „Nei, það gerir þú aldeilis ekki! Aldrei að setja í þvottavél áður en þú ferð að sofa.” Úps, þar hef ég það, hugsar spyrillinn. „Það er skömminni skárra að setja í vél áður en maður fer í vinnuna, en á meðan fólk er sofandi er algert bann því reykurinn sem kemur frá logandi þvottavél getur verið svo lúmskur,” bætir hún við til skýringar. „Það eru ekki síður nýlegar þvottavélar sem geta klikkað eins og gamlar og því á fólk ekki von á. Það kviknaði einu sinni í þvottavél hjá mér, glænýrri. Ég bjó þá í miðbænum og þvottahúsið var niðri í kjallara þar sem svefnrýmið var líka. Reykurinn sem kom frá vélinni var kolsvartur því vélin var eins og þær eru núna - að mestu úr plasti. Þvottavélarheilinn er flókinn og mikið víravirki. Þegar ryk þyrlast inn í vélarrúmið við vindinguna er heilinn eins og ryksuga sem dregur að sér rykið. Fínt rykið leggst á leiðslurnar og svo þarf ekki nema örlítinn neista til að kvikni í. Neisti getur myndast þegar stýrikerfið í þvottavélinni skiptir um kerfi og sá neisti getur kveikt í ef fínt ryk er til staðar. Vegna þessarar hættu ráðleggjum við fólki að láta vélarnar ekki vinna á nóttunni. Þetta á líka við um þurrkara, sem er þó miklu

Mynd: VÍS.

einfaldara tæki, en það hefur einnig kviknað í þeim.” Spyrjandinn er þögull og hugsar með sér að hann þurfi að breyta um lífsstíl. Það er eins og Ragnheiður hafi lesið hugsanir hans því hún segir: „Þetta er eitthvað sem fólk venur sig á. Við hjá VÍS höfum fengið margar tjónatilkynningar þar sem hefur kviknað í þvottavélum á nóttunni og það er því ástæða til að vara við því að hafa þær í gangi. Þarna gæti þó reykskynjarinn bjargað og það er ekki síður nauðsynlegt að vera með þá í þvottahúsinu en annars staðar. Ég þekki mörg dæmi um að reykskynjarinn hafi vakið fólk þar sem kviknaði í þvottavél og þar með afstýrt miklu tjóni.”

Reykskynjarar bjarga mannslífum Reykskynjarar eru nauðsynlegir í öllum híbýlum, en Ragnheiður segir að ekki sé sama hvar þeir eru hafðir. Afleitt sé að hafa þá yfir eða nærri eldavélinni eða brauðristinni því þrálát villuboð, þegar reyk leggur frá ristaða brauðinu eða af matseldinni, hafa valdið því að fólk tekur rafhlöðuna úr þeim. „Reykskynjarar eiga að vara fólk við og koma að mestu gagni þegar við erum sofandi og því ættu þeir að vera í hverju einasta svefnherbergi. Þegar við erum að nota eldavélina þá þurfum við engan reykskynjara til að sjá hvort kviknar í. Vissulega getur kviknað í inni í eldhúsinu að nóttu og þá liðast reykurinn í reykskynjarann sem er nærri eldhúsinu en hann þarf ekki endilega að vera þar inni,” segir Sumarhúsið og garðurinn3. 2009  47


Tepruskapurinn má ekki vera á kostnað öryggisins. Þótt einhverjum finnist reykskynjarar ljótir eða eldvarnarteppið ekki fara vel á vegg þá vill enginn upplifa að það verði ástæða þess að hægt var að koma í veg fyrir tjón eða dauða ástvina.

Illa leikið eldhús eftir bruna sem átti upptök sín í kaffivél.

Ragnheiður. Hún hugsar oft til unglinganna sem eru með fullt af rafmagnstækjum í herberginu sínu. „Krakkar nú til dags eru með fullt af græjum í herberginu sínu - tölvur, DVD spilara og þess háttar, allt í gangi, spilandi fram á nótt - og svo læsa þau að sér í ofanálag. Hvað ef kviknar í inni hjá þeim? Hvað vekur þau? Reykur er lengi að fara fram á gang og í millitíðinni gæti manneskjan verið dáin. Meðal annars vegna þessa er svo mikilvægt að reykskynjarar séu hafðir í svefnrýmum þar sem þeir koma að mestu gagni.”

Skiptið um rafhlöður árlega Ragnheiður segir að reykskynjarar eigi að vera festir upp í loft, en alls ekki á vegg. Þeir séu ódýrir þannig að kostnaðurinn ætti ekki að vera hindrun. „Reykskynjari kostar ekki mikla peninga og rafhlaðan í þá er á um 400 krónur. Þetta er upphæð sem fólk ætti ekki að spara,” segir hún og minnir á að rafhlaða í reykskynjara dugar yfirleitt

Mynd: VÍS.

í eitt ár. „Reykskynjararnir eru þeim eiginleikum búnir að láta vita þegar rafhlaðan er að verða búin,“ segir Ragnheiður og bætir því að auðvelt sé að fylgjast með því á heimilinu. Hún bendir jafnframt á að hann geti verið að pípa í bústaðnum á þeim tíma sem enginn er þar. „Heima skiptum við um rafhlöðu um leið og reykskynjarinn fer að tísta, en í sumarbústaðnum getur tíst í þrjá daga og enginn er á staðnum til að heyra það. Svo mætir fólk í bústaðinn að vori og allir halda að það sé í lagi með reykskynjarann. Vegna þessa er góð regla að hafa einhvern ákveðinn dag sem skipt er um rafhlöður. Ég mæli með því að það sé gert í byrjun aðventu, alveg óháð því hvort reykskynjarinn hafi tíst eða ekki. Heima hjá mér skiptum við um rafhlöðurnar 1. desember því það er svo mikil brunahætta tengd jólunum. Í bústaðnum væri hægt að skipta í fyrstu heimsókn að vori og setja þá nýja rafhlöðu í hvern einasta reykskynjara.” Þetta eru þarfar ábendingar og eru lokaorð Ragnheiðar Davíðsdóttur, forvarnarfulltrúa VÍS.

Hafið eftirfarandi í huga: • Gætið þess að hönnun raflagna sé eftir byggingareglugerð. • Fúskið aldrei með lagningu raflagna - fagmenn eiga að sjá um raflagnir og frágang þeirra. • Farið vel yfir brunavarnir á heimilinu og í bústaðnum. Reykskynjarar eiga að vera í öllum rýmum, eldvarnarteppi miðsvæðis og slökkvitæki þar sem auðvelt er að komast að því. • Eldvarnarstigar og opnanlegur neyðarútgangur er krafa á efri hæð í bústöðum. • Varist að leggja rafmagnsofna.

fatnað

á

• Munið að taka raftæki úr sambandi á kvöldin og þegar heimilið eða bústaðurinn er yfirgefinn. • Gerið rýmingaráætlun ef til bruna kemur til að flýta fyrir björgun. • Aldrei skal skilja eftir logandi kertaljós og fara skal varlega með opinn eld. • Reykurinn leitar upp og eru þeir sem sofa á svefnlofti í bústaðnum í mestri hættu. Gerið áætlun um hvernig eigi að koma út þeim börnum sem leika sér eða sofa á svefnlofti. • Tryggið að gluggi á efri hæð sé opnanlegur og það sé hægt að fara út um hann niður brunastiga. • Gerið áætlun ef börn eru ekki fær um að fara sjálf niður brunastigann.

Miklar skemmdir eftir bruna út frá kaffivél.

48  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Mynd: VÍS.


Námskeið í ræktun og arkitektúr - tilvalin tækifæris- og jólagjöf – skráning hafin á www.rit.is Áframhald verður á vinælum námskeiðum sem haldin voru á vegum tímaritsins á höfuðborgarsvæðinu og víða um land síðastliðið vor. Boðið verður upp á námskeið í nytjajuartarækt, umhirðunámskeið og námskeið fyrir sumarhúsaeigendur og skógræktarmenn. Til viðbótar verður í fyrsta sinn boðið upp á námskeið tengdum arkitektúr. Leiðbeinendur á námskeiðunum ættu allir

Helgarnámskeið að Minni Borg í Grímsnesi Í fyrsta sinn verður boðið upp á helgarnámskeið með gistingu, morgunverði, grilli um kvöldið og samverustund í heita pottinum. Annars vegar er fjölþætt nytjajurtanámskeið og hins vegar sérhæft námskeið fyrir sumarhúsaeigendur. Námskeiðin eru þríþætt, hver hluti þrjár klukkustundir. Laugard. og sunnud. Verð kr. 29.800.-

Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar og Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar.

Matjurtaræktun

Námskeið um ræktun, umhirðu, geymslu og notkun matjurta. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum, sagt frá um 40 tegundum og yrkjum, ásamt því að fjalla lítillega um hollustu og lækningamátt matjurta og helstu aðferðir við geymslu og matreiðslu. Tveggja kvölda námskeið, kl. 19-21.30. Verð kr. 12.800.Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

að vera lesendum vel kunnir, en það eru þau Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur. Auk þeirra verða arkitektarnir Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson hjá Eon arkitektum með námskeið.

Ræktun ávaxtatrjáa

Ávaxtatrjárækt á Íslandi eykst frá ári til árs með tilkomu harðgerðra sérvalinna yrkja. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur hefur undanfarin ár viðað að sér þekkingu og harðgerðum yrkjum. Árlega uppsker hann epli, bragðgóð kirsuber, plómur og perur, og miðlar hann af þekkingu sinni á námskeiðinu. Tveggja kvölda námskeið, kl. 19-21. Verð kr. 12.800.Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur.

Ræktun í sumarhúsalandinu

Námskeið fyrir landeigendur, sumarhúsaeigendur og skógræktendur um ræktun, mismunandi landgerðir og jarðvegsbætur. Aðstoðað er við val og umhirðu á gróðri og fjallað um áhrif veðurs og skjólgjafa. Farið verður í skipulag lands, göngustígagerð og ótal hugmyndir veittar. Tveggja kvölda námskeið, kl. 19-21.30. Verð kr. 12.800.Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur.

Námskeið um ræktun kryddjurta

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir kryddjurta sem ræktaðar eru utandyra, í eldhúsglugganum eða undir ljósi. Lært er að þekkja kryddjurtirnar, geymsluaðferðir og hvernig þær eru notaðar í matargerð.

Ber allt árið

Námskeið um ræktun berjarunna og trjáa sem gefa æt ber. Farið er yfir ræktun þeirra og umhirðu. Þátttakendur fá hugmyndir um ótal möguleika á notkun berjanna, uppskriftir að berjahlaupi, berjasultu, marmelaði og réttum þar sem berin þjóna lykilhlutverki.

Eitt kvöld, kl 17-18.30. Verð kr. 3.850.-

Eitt kvöld, kl. 17-18.30. Verð kr. 3.850.-

Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og

Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

Handbók húsbyggjandans - frá hugmynd til veruleika

Fjallað er um byggingu frá upphafi til loka framkvæmda, alla áfangana. Skipulag, hönnun og hugsun. Einnig um byggingaleyfi, fjármögnun og efnisval. Tveggja kvölda námskeið, kl. 19–21.30. Verð kr. 12.800.Leiðbeinendur: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar.

Sumarhús frá draumi til veruleika

Fjallað er um skipulag, byggingaleyfi, hugmyndir og hönnun. Fjármögnun, efnisval og verkið frá upphafi til loka framkvæmda. Fjallað verður um mismunandi útfærslur og hagkvæm sumarhús sem byggja má í áföngum. Tveggja kvölda námskeið, kl. 19–21.30. Verð kr. 12.800.Leiðbeinendur: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar.

Umhverfi og skipulag

Þriggja kvölda námskeið um skipulag. Hvaða gildi hefur skipulag? Hvert stefnum við í skipulagsmálum í borginni? Framtíðarsýn. Fjöldi dæma skoðuð. Þriggja kvölda námskeið, kl. 19-21.30. Verð kr. 18.750.Leiðbeinendur: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar. Tekið verður við skráningum í síma 578-4800 og á www.rit.is. Tímasetning námskeiðanna verður auglýst er nær dregur en þau hefjast um miðjan janúar 2010. Frekari upplýsingar fást á www.rit.is.

Leiðbeinendur:

Au ðu r I. O tte se n

J ón Guðm undsson

H l édí s Svei nsdótti r Gunna r B ergm a nn S tef á ns s on

Merkurlaut 25 ehf Sími 578 4800 – www.rit.is Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  49


Drápuhlíð og Vatnsdalsvatn í Helgafellssveit Te x t i o g myn d ir J ó n atan G ar ða rsson

V

atnsdalsvatn er nánast falið í lítilli dalkvos sem hefur myndast milli Seljafells, Skálafells og Drápuhlíðarfjalls á norðanverðu Snæfellsnesi. Staðurinn er skammt frá Stykkishólmi og auðvelt að finna vatnið með því að aka þjóðveg nr. 57, sem liggur austur Helgafellssveitina í áttina að Skógarströndinni, skammt frá vegamótunum að Stykkishólmi. Ekið er aðeins stuttan spöl frá vegamótunum þangað til komið er að bílastæði rétt utan vegar. Þar er áberandi skilti Skógræktarfélags Stykkishólms sem vísar á skógræktarsvæði Vatnsdals sem er um 50 ha að stærð.

Í Vatnsdalsvatni er smábleikja og er leyfilegt að veiða þar.

Þrátt fyrir að vatnið sé frekar lítið er þar smábleikja ásamt hornsílum og amast skógræktarfólk ekki við því þótt rennt sé fyrir fisk. Þess ber að geta að samkvæmt gamalli þjóðsögu missti ekkja ein sem bjó í Drápuhlíð tvo syni sína sem drukknuðu í Vatnsdalsvatni. Hún lagði þau álög á Vatnsdalsvatn að allir skyldu drukkna sem reyndu veiði þar uns 20 hefðu drukknað. Það fylgir sögunni að 19 manns hafi drukknað í vatninu og það þykir ætíð óráðlegt að storka örlögunum. Mikil kyrrð ríkir við vatnið

og speglast Drápuhlíðarfjallið fallega í því þegar veður er stillt, enda getur verið afar skjólsælt í þessu gróna dalverpi. Hafa ber í huga að sólin hverfur af vatninu snemma kvölds á sumrin og þá getur snöggkólnað. Það er því vissara að hafa yfirhöfn meðferðis þó að hlýtt sé í veðri.

Klukkustundar gangur Hægt er að ganga umhverfis vatnið en svæðið suðaustanvert við það getur verið votlent. Auðvelt er þó að feta sig ofar í brekkurnar þar sem þurrara

Leiðin upp hlíðina í áttina að Vatnsdalsvatni og elsta skógræktarsvæðinu við rætur Drápuhlíðarskriðunnar sést nokkuð vel. Þegar mikil bleytutíð hefur verið getur slóðin verið torfarin vegna þess hve jarðvegurinn er leirkenndur, en það er líka hægt að fylgja lækjarfarveginum upp að vatninu. Þegar komið er upp að jaðri Drápuhlíðar blasir vatnið við og útfall stíflunnar þar sem áður var vatnsból Stykkishólmshrepps, en svo nefndist sveitarfélagið áður en Stykkishólmur fékk kaupstaðarréttindi 1987. Þar er lítið tréskýli yfir vatnsstútinn og fleiri vatnsveituminjar sem senn munu hverfa, enda engin not fyrir þau lengur. Drápuhlíðargrjót var eftirsóknarvert í veggklæðningar og hleðslustein í eldstæði.

50  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Fjölbreytt gróðurfar er við vatnið, og byrjað var að planta trjám þar fyrir 50 árum, eða 1959.

Við bílastæðið er skilti frá Skógræktarfélagi Stykkishólms. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  51


Gengið í Seljabrekkum og í fjarska sést sumarhúsasvæðið í landi Saura ásamt Sauravatni og í fjarska eru nokkrar eyjar á Breiðafirði

reynist. Ganga umhverfis vatnið tekur ekki langan tíma og er ágætt að gefa sér góða klukkustund og njóta þess sem þar er að sjá. Gróðurfar er fjölbreytt á þessum slóðum og ágætis berjaland síðla sumars. Byrjað var að planta út trjám við vatnið um 1959 en ræktunargirðingin var stækkuð 1990. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson töldu Drápuhlíðarfjall eitt það merkilegasta á landinu og voru sannfærðir um að gull væri að finna þar. Magnið reyndist hins vegar vera of lítið til að vinna það. Fjallið er úr margra milljón ára súru gosbergi sem sést m.a. á því að ofarlega er surtabrandslag með steingerðar jurta- og skógarleifar. Litríkt líparít og basalt eru mest áberandi steintegundirnar og var Drápuhlíðargrjótið eftirsóknarvert á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Var það selt í stórum stíl og notað til að klæða veggi og sem hleðslusteinn í eldstæði. Nú er alfarið bannað að taka grjót og steingerðar jurtaleifar úr Drápuhlíðarfjalli.

Á söguslóðum Eyrbyggju Gamla alfaraleiðin lá meðfram Vatnsdalsvatni, yfir Vatnshálsinn sem er austanvert við vatnið og inn með Seljabrekkum niður í Innsveitina eins og svæðið frá Hólum að botni Álftafjarðar var nefnt fyrrum. Þarna eru merkar slóðir því Seljabrekkur koma við sögu í Eyrbyggju. Snorri goði á Helgafelli og menn hans drápu Vigfús bónda í Drápuhlíð þar sem hann var við

Víðsýnt af toppnum Margir leggja leið sína á Drápuhlíðarfjall sem er 527 m y.s. þar sem það rís hæst. Útsýni af fjallinu er mikið og það er vel þess virði að leggja á sig að klífa fjallið. Þeir sem vilja ekki fara alveg svona hátt láta sér nægja Skálafell eða Seljafell sem eru bæði auðveld uppgöngu. Þaðan er fallegt að horfa á sólarlagið á sumrin þegar himinn og haf renna saman og Breiðafjörðurinn verður einn glitrandi ævintýraheimur með allar eyjarnar sínar.

52  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Fallegt er við Vatnsdalsvatn.

kolagerð ásamt þremur þrælum sínum. Talið er að gróskumikill skógur hafi verið í Seljabrekku á söguöld, enda komu Snorri og menn hans Vigfúsi að óvörum þar sem hann var við kolabrennuna. Það er vel þess virði að glugga í Eyrbyggju um leið og farið er um þessar slóðir, þótt það sé ekki nauðsynlegt því þeir sem vilja njóta náttúrunnar verða ekki sviknir af heimsókn í Vatnsdal undir Drápuhlíð. n


fyrir ræktendur

Fást í öllum helstu bókaverslunum.

Áskrift 578 4800 www.rit.is Merkurlaut 25 ehf. Hamrahlíð 31,105 Reykjavík Sími 578 4800 • www.rit.is

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Einstakar bækur

Fallegt vatnsræktarkerfi með öllu sem til þarf t mtileg m e k s og lk um ursríkt hugafó un. Árang á t l l a rir rækt kerfi fy heima

InniGarðar ehf. Lyngháls 4, 110 Reykjavík Sími 534 9585, www.innigardar.is Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  53


Matjurtagarða

á allar fjölbýlishúsalóðir Te x t i : Auður I. O tte se n . Te ik ni ng: M a rgrét Ba c k m a n l a ndsla gsa r k í tekt. M yndir : Pá l l J ök u l l

Öll fjölskyldan getur sameinast um ræktun og þar sem margir rækta saman myndast skemmtilegt félagslíf og því fylgir alltaf vellíðan.

Á

hugi á matjurtaræktun síðastliðið vor varð svo mikill að matjurtafræ seldust upp í landinu, ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Aðstandendur Sumarhússins og garðsins stóðu fyrir fjölmörgum námskeiðum í nytjajurtarækt. Þau sóttu um 400 manns og af þeim voru um 75% sem aldrei höfðu ræktað grænmeti áður, né komið að annarri ræktun. Áhuginn kviknaði jafnt hjá ungu fólki sem þeim eldri, og ekki bara þeim sem höfðu aðgang að garði heima við heldur einnig þeim sem búa í fjölbýlishúsum. Þeir ætluðu að rækta á svölunum eða að taka á leigu ræktunarskika hjá sveitarfélögum. Óhætt er að segja að þessi breyting á áhugasviði fólks sé tilkomin vegna breyttra gilda í þjóðfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins. Fjölbýlishúsalóðir á Íslandi eru tilvalinn staður til að rækta grænmeti og aðrar nytjajurtir. Þar er víða yfirdrifið pláss sem er lítið eða ekkert notað. Hví skyldu ekki áhugasamir íbúar, sem svo gjarnan myndu vilja fá tækifæri til að rækta á litlum skika við heimili sitt, fá að nýta plássið?

Víða er gott rými á lóðum fjölbýlishúsa fyrir tilvonandi matjurtagarð íbúanna, eins og sést hér við fjölbýlishús í Breiðholti. Margrét Bachman hefur hér teiknað garðaskipulag með tíu 30 fm reitum sem eru girtir og aðgreindir með berjarunnum.

Með þetta í huga hafa þær Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og Margrét Backman landslagsarkitekt áformað að bjóða húsfélögum fjölbýlishúsa og öllum þeim sem þess óska, aðstoð við að skipuleggja nytja- og/eða matjurtagarða á lóðum sínum. Í tilboðinu felst að Margrét teiknar ræktunarsvæðið en áform þeirra eru að það sé afgirt og að hver ræktandi fái reit sem er frá 25-50 fm að stærð. Auður veitir faglegar ráðleggingar, útbýr ræktunarskipulag og heldur námskeið fyrir notendurna. n

Forráðamenn húsfélaga, garðeigendur og aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér tilboð þeirra Auðar og Margrétar hafi samband í síma 578-4800 eða á netfangið rit@rit.is. Frekari upplýsingar um tilboð Auðar og Margrétar er að finna á heimasíðu Sumarhússins og garðsins, www.rit.is.

54  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Á þessari lóð við fjölbýlishús í Árbæ er tilvalið að skipuleggja matjurtagarð og gefa íbúum hússins tækifæri til að rækta þar ýmsar nytjajurtir.


Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  55


Skjólmyndun með girðingum Tex ti og tei k ninga r : B j ör n J óha nns s on l a nds l a gs a r k itekt

Um skjól, vinda og sól

E

itt vinsælasta umræðuefnið veðri og því þurrari. Þetta er bæði breytilegt eftir þegar fólk hittist er veðrið. Þá landshlutum og eftir því hver afstaða fjalla er. er rætt um sól, úrkomu og rok. Þannig hefur til dæmis Esjan þau áhrif að þegar Það er ekki að ástæðulausu því norðaustanátt er yfir landinu geta verið austan-, samkvæmt mælingum er Ísland norðaustan-, norðan- eða norðvestanáttir, allt eftir eitt vindasamasta land heims. Logn því hvar á höfuðborgarsvæðinu maður er staddur. er því veður sem varir stutt og útivist Á suðvesturhorni landsins er algengasta áttin því oft háð því að finna eða skapa suðaustlæg. Þetta er jafnframt ein vætusamasta skjólgóða staði. Þessir staðir þurfa líka áttin. Önnur mjög algeng átt er norðlæg og að snúa þannig að sólin eigi gott með norðaustlæg. Þessum norðlægu áttum fylgir að skína á þá. Þannig er það samspil yfirleitt bjart veður og sólskin. Þess vegna er skjólmyndunar og sólargangs sem mikilvægt þegar verið er að hanna útivistarsvæði skiptir mestu máli fyrir útivistariðkun á í garðinum að skýla sig fyrir þessum áttum því sólardögum í garðinum. Í þessari grein útivistin er skemmtilegust í björtu og þurru er farið yfir helstu atriðin sem snúa veðri. Annar fylgifiskur staðbundinna vindátta að því að bæta skjól í görðum og þá eru trekkir milli húsa en baráttan við þá getur sérstaklega með notkun skjólveggja. verið erfið.

Helstu aðferðir við að mynda skjól Það eru margar leiðir til að mynda skjól í görðum en þörfin er mismikil og fer eftir aðstæðum. Einn mikilvægasti skjólgjafinn í venjulegum garði er íbúðarhúsið sjálft. Lögun þess og hvernig það er staðsett á lóðinni getur orðið til þess að mynda mjög gott skjól eitt og sér. Það eru einnig til dæmi þess að í ákveðnum vindáttum magni afstaða og staðsetning hússins upp trekki. Þegar þetta gerist þarf að skoða þessa staði vel og athuga hvort hægt er að beina trekknum frá setu- og sólbaðssvæðum. Það sem er erfiðast að eiga við er þegar vindar blása ofan af þaki, en þá getur lega skjólveggja jafnvel magnað áhrif vindanna. Besta leiðin til þess að nýta það skjól sem húsið myndar er að nota skjólveggi sem beina vindinum utar í garðinn og gera það að

Hvernig hagar vindurinn sér? Aðalforsendan fyrir því að geta myndað skjól er að vita hvaðan vindurinn blæs. Með því að hafa upplýsingar um ríkjandi vindáttir á hverjum stað má fá nokkuð góða mynd af því fyrir hvaða áttum þarf að skýla. Í þröngum fjörðum er algengast að vindurinn blási inn eða út fjörðinn og þarf því bara að skýla fyrir tveimur áttum. Á suðvesturhorni landsins, þar sem vindurinn getur blásið úr öllum áttum, þarf einnig að taka tillit til þess veðurs sem fylgir hverri vindátt. Algengast er þar að suðlægum áttum fylgi skýjað veður og rigning en að sólskin fylgi norðlægum áttum. Fyrir flesta skiptir máli að skýla fyrir þeim vindum sem gjarnan eru ríkjandi í „sólbaðsveðri„ og á höfuðborgarsvæðinu eru það norðlægar áttir og hafgolan. Því nær sem garðurinn er sjónum, því meira tillit þarf að taka til áhrifa hafgolu. Á sólskinsdögum hitnar landið meira en sjórinn og þá streymir loftið frá hafinu og inn á landið. Hafgolan nær sjaldan meiri hraða en 10 m/s. Það er samt þess virði að gera ráð fyrir áhrifum hennar þegar verið er að reisa skjólveggi því hún er algengust á góðviðrisdögum þegar önnur vindáhrif eru lítil eða engin. Hafgolu gætir aðallega frá hádegi, þegar sólin hefur hitað landið, og streymir þá vindurinn frá hafinu. Á hverjum stað eru einnig ríkjandi vindáttir. Þetta eru þær áttir sem algengast er að vindurinn blási úr. Ríkjandi vindáttir geta verið mismunandi eftir árstíðum. Sumum vindáttum fylgir yfirleitt rigning eða væta en aðrar eru algengari í björtu

56  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Skjól

Skjól

Skjól

Myndirnar sýna hvernig samspil húss og girðinga hefur áhrif á myndun vindhvirfla og skjóls.


Skjólsvæði Skjólsvæði Skjólsvæði Skjólsvæði Skjólsvæði Skjólsvæði

Með því að beina vindinum í ákveðna átt frekar en að girða þvert á, er hægt að mynda stærri skjólsvæði.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hefur mikla reynslu af verkefnum sem snúa að skjólmyndun. Hann hefur útfært fjölda garða og sumarhúsalóða.

www.landslagsarkitekt.is Netfang: bj@landslagsarkitekt.is.

verkum að skjólsvæðin við húsið verða stærri. Skjólveggirnir eru ýmist gerðir úr timbri, steypu eða þá hlaðnir. Í mörgum tilfellum er einnig hægt að notast við umhverfisvænni aðferðir eins og gróður, hæðir og hóla.

Hlutverk girðinga við skjólmyndun Það fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar verið er að mynda skjól er hvernig vindur hagar sér. Það skiptir miklu máli að átta sig á því að við skrúfum ekki fyrir vindinn með því að setja upp skjól heldur erum við að beina vindinum annað. Ef settur er upp veggur þvert á vindstefnuna þá erum við ekki að stoppa vindinn því loftið í vindinum verður alltaf að fara eitthvað. Vindur lyftir sér yfir vegginn og smýgur einnig fram hjá honum. Þannig myndast skjólsvæði hlémegin við vegginn. Vindurinn hverfur ekki heldur þrýstir hann sér yfir vegginn og myndar skjólsvæði hlémegin við hann, en að sama skapi er trekkurinn mjög sterkur efst á veggnum þar sem hann er að þrýsta sér yfir. Ef skjólveggir eru reistir án þess að hugsa áhrif þeirra til enda er alltaf hætta á að í sumum áttum verði til hvirflar. Þannig getur t.d. skjólveggur

Það er lykilatriði þegar verið er að mynda skjól með girðingum að huga bæði að því hvaðan vindurinn kemur og hvert hann fer. hlémegin við hús tekið á móti vindi frá þakinu og beint honum inn á dvalarsvæðið.

Hvað ber að varast? Það er lykilatriði þegar verið er að mynda skjól með girðingum að huga bæði að því hvaðan vindurinn kemur og hvert hann fer. Þegar girðing er reist myndar hún skjól upp í ákveðna hæð og í ákveðna fjarlægð frá veggnum hlémegin. Þess vegna þarf að huga að því hvað er að gerast í nokkurra metra fjarlægð skjólmegin við vegginn. Ef einhver fyrirstaða er getur vind auðveldlega slegið til baka. Eins getur skjólveggur sem skýlir fyrir einni átt myndað vindgildrur í annarri. Algengt er að reistir séu veggir sem skýla gegn

Skjól

suðaustanáttum sem geta verið vætusamar og áberandi þegar regnið dynur á gluggum. Þessir veggir geta svo myndað trekt fyrir norðanátt og jafnvel leitt vindinn inn í garðinn þar sem áður var skjól. Vindasömustu svæðin eru oft við horn húsa. Með því að reisa vegg út frá horni í sömu átt og vindstefnan, er oft hægt að fá stórt skjólsvæði með litlum tilkostnaði. Þannig er vindurinn leiddur frá horninu og áfram út í garðinn. Það skiptir því máli að kynna sér vel hvernig húsið snýr gagnvart höfuðáttunum, sem og kynna sér ríkjandi vindáttir og hafgolu á svæðinu.

Vindurinn nýttur til gagns Þótt aðalbaráttan snúist um að búa til skjól er það vel þess virði að velta því fyrir sér til hvers eigi að nýta vindasamari hluta garðsins, t.d. þá staði sem vindur hefur magnast vegna staðsetninga skjólveggja. Slíkur staður er upplagður fyrir þvottasnúrur því góður blástur er ómissandi til þess að þvotturinn þorni sem fyrst. Eins geta grasflatir ætlaðar til boltaleikja verið hafðar þar sem aðeins gustar um leikmenn. n

Skjól

Skýringarmyndir sem sýna hvernig skjólveggir geta bæði magnað upp vind og eins myndað skjól. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  57


EON arkitektar :

Upphaf byggingalistar og tenging við náttúruna

Te x ti: H lé d ís Sve insdótti r og Gunna r B ergm a nn S tefá nsson. M y ndir : Pá l l J ök u l l Pét u r s s on o. f l.

Lífið er hringrás sem birtist í ótal myndum.

Þróun samfélagslegs og manngerðs umhverfis á uppgangstímum hefur tilhneigingu til að færa manninn frá náttúrunni og upphaflegum gildum.

58  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Í

Ísland hefur gengið í gegnum ótrúlegar sveiflur á síðustu 60 árum. Bláfátæk þjóð fyrir stríð, framfarastig lágt og lífsgæði bág í samanburði við nágrannaþjóðirnar. Fram eftir síðustu öld var algengt að búið væri í torfbæjum hér á landi. Hefðbundið lag á íslenskum torfbæ.

Torfbæirnir eru frumstæð hús, þeim svipar til jarðhýsa sem voru fyrsta byggingarform manna á tímum nýsteinaldar. Aðalbyggingarefnið í kofunum var mold og torf, líkt og í íslensku torfbæjunum. Jörðinni var lyft upp og burðarbitar úr trjám, sem þaktir voru jarðvegi, mynduðu þak. Fræðimenn hafa í gegnum tíðina talið hina frumstæðu „kofa” forfeðra okkar vera upphaf menningar og hins eiginlega forms byggingalistar. Samkvæmt kenningum fræðimannsins Laugiers um byggingalist er upphaf og uppspretta hennar í sínu einfaldasta formi þrjú rótföst tré í náttúrunni með samanfléttaða trjáboli, með opi á milli þeirra þar sem greinar þeirra mætast í mæni og mynda þak. Laugier var uppi á 18. öld. Við Íslendingar erum eflaust nær upprunanum en flestar Þessi uppbygging á vestrænar þjóðir. Við skýli sem mótað er þekkjum rætur okkar úr náttúrunni í sinni og náttúran gegnir einföldustu mynd stóru hlutverki í er í raun frummynd okkar daglega lífi. allrar byggingalistar. Hugmyndir sem leiða til samruna bygginga og náttúru koma sterkt fram í sögu íslenskrar byggingalistar og eru sýnilegar víða um land. Eftir efnahagsuppgang síðustu ára erum við nú í endurskoðunarferli þar sem horft er aftur til hinna upprunalegu gilda og leitað er svara í upprunanum, líkt og fræðimaðurinn Laugier gerði.

Hlaðið skýli sem Víglundur gerði með tveimur aðferðum. Neðri hlutinn er hlaðinn samkvæmt fornri hleðsluhefð, en efri hlutinn er nútímaleg útfærsla. Á gafli hússins, ofan við hleðsluna, berst inn birta sem lýsir upp skýlið.

Arkitektúr í náttúrunni – náttúran í arkitektúrnum Skýli, manngert rými á jörð eða ofan í jörð. Eon a r k i tekta r 2 0 0 1 .

Í hlaðna húsinu hér að ofan er óregluleg náttúran beisluð og falin bak við snilldarlega hleðslu. Líta má á þetta mannvirki sem þverskurð í náttúruna, og hvernig maðurinn vinnur með hana. Upp úr moldargólfinu rís hleðslan - fyrst óregluleg og frumstæð eins og náttúran sjálf, en síðan tilhöggvin og í öguðu formi. Lýsandi dæmi um að maðurinn reynir að temja Móður náttúru. Ofan á hleðslurnar á gafli mannvirkisins kemur annars konar burðarvirki - timburflekar með mjóum, lóðréttum opum sem minna á samspil sólargeisla og trjástofna, skugga og ljóss.

Hlaðinn tyrfður veggur verður hluti náttúrunnar. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  59


EON arkitektar :

hátt. Þök hússins eru bæði lögð hrauni og torfi og þak ráðstefnusalarins er ein hraunbreiða þar sem hraunið lekur niður þakkantinn eins og það hafi storknað þar.

Safn neðanjarðar

Ofan á þaki Heklusetursins rís Heklustofa upp úr grasi og hraunlögðu þaki byggingarinnar.

Heklusetur - eldfjallamiðstöð á Íslandi Eo n ar k ite k tar 2 0 0 1 - 3

Í Heklusetrinu er líkast því sem kraftar jarðar hafi ýtt upp jarðvegi og hrauni og myndað pláss fyrir bygginguna sem hefur verið komið þar fyrir. Heklusetrið samlagast umhverfi sínu á þann hátt að það lítur út fyrir að hraunbreiðunni hafi verið lyft upp til þess að koma húsinu fyrir undir henni. Þakið er hrauni lagt, hleðslur og hraunlagðir veggir mynda gjár, og ofan frá er upplifunin af byggingunni sem hún sé lítill kofi inni í hrauni lagðri rétt. Hér er um að ræða nýbyggingu, hannaða annars vegar inn í krefjandi landslag sem mótast hefur af nálægð eldfjallsins Heklu og hins vegar byggða á aldagömlum hefðum í íslenskri byggingalist. Þannig mótar upplifunin á landslaginu bygginguna með tilvísun í söguna. Byggingin er síbreytileg þegar gengið er í kringum hana og innandyra, þar sem hvert sjónarhorn gefur nýja upplifun og skilning á umhverfinu. Náttúruleg

efni einkenna bygginguna, þar sem hraun er í aðalhlutverki og Hekluhraunið þannig notað sem byggingarefni á hefðbundinn og nýstárlegan

Safnið í Heklusetrinu er byggt ofan í hraunið og landið gengur yfir þannig að samspil hrauns og torfs í frágangi utanhúss vitnar í íslenska sögu. Grunnurinn að tæknilegri útfærslu byggingarinnar er að beita nútímatækni og að fella bygginguna inn í landslagið með hefðbundnum fornum, íslenskum aðferðum. Landslagið umlykur bygginguna og samanstendur ytri umgjörðin af þakgörðum í mismunandi hæðum. Þannig er þak ráðstefnusalarins mosavaxin hraunbreiða sem teygir sig í átt til Heklu og Búrfells. Ofan á byggingunni er síðan herbergi sem rís upp úr landinu og frá vissu sjónarhorni virðist sem þarna sé einungis eitt lítið manngert rými.

Inngangurinn í Heklusetur er sem gengið sé inn í hraunvegg.

Húsið í trjánum G re n i hvammu r, byg g t 2 0 0 6 . Eon a r k i tekta r.

Annað gott dæmi um hús sem fellur vel að náttúrulegu umhverfi sínu, er Grenihvammur, hús sem er órjúfanlegur partur af skóginum og skógurinn órjúfanlegur partur af húsinu. Timburklæddir veggfletir, súlur og gluggakarmar inni í húsinu tengjast stofnum grenitrjánna sem umlykja það og eru sem náttúrulegt framhald af skóginum. Þakið er sem trjákróna sem skýlir íbúum þess og uppfyllir húsið á þann hátt þá tilfinningu sem leitað er eftir þegar fólk vill komast aftur til upprunans í kyrrlátri náttúrunni, burt frá skarkala borgarlífsins.

Grenihvammur. Húsið er órjúfanlegur partur af skóginum.

60  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Víkingalaug að Leirubakka, samspil hrauns og vatns Síðasti hluti gönguleiðarinnar að lauginni er í gegn um hraunhól með hlöðnum veggjum sitt hvorum megin. Yfirumsjón yfir þessu verki hafði Róbert Róbertsson skrúðgarðyrkjumeistari.

Óviðjafnanlegt útsýni er fyrir gesti laugarinnar, Hekla blasir við í öllu sínu veldi.

Eon a r k itekt a r 2 0 0 1

Hraunbreiðunni er lyft upp og hún notuð sem efniviður í manngert umhverfi Víkingalaugar í Hekluhrauni, skammt frá Heklusetrinu í Landsveit. Þegar maður nálgast þetta mannvirki er sérstök upplifunin sú að landið hafi verið rofið og gengið sé niður úr grasflöt eftir sprungu sem heit laug hefur myndast í. Laugin er mynduð af affallsvatni frá hitaveitunni í Heklusetrinu, en hugmyndin að Víkingalauginni er tilkomin út frá nýtingu þessa affallsvatns. Vatninu er stýrt þannig að það myndar foss sem rennur niður hraunið og ofan í laugina. Óreglulegar en skipulagðar hraunhleðslur mynda skurð eða gönguleið um staðinn og náttúrulegt skjól fyrir skiptiaðstöðu baðgesta. Ásamt vatninu er notkun hraunsins og hleðslan áhrifamikil og enn áhrifameiri þegar Hekla blasir við laugargestum þegar þeir eru ofan í lauginni.

Af jörðu ertu komin H ú s í K jó s, byg g t 2 0 0 7 . Eo n a r k i tekta r.

Katrínarhús er á margan hátt áþekkt skýli sem lætur lítið yfir sér í náttúrunni. Undir klettunum rís húsið, byggt og klætt náttúrulegum efnum. Klæðning hússins er óáborin Jatobatimburklæðning, sem veðrast á náttúrulegan hátt, samlagast og verður með tímanum partur af umhverfi sínu. Efni eins og þetta breytist í útliti eftir veðri og með tímanum blandast það smám saman jörðinni á ný. Húsið er lýsandi dæmi um hvernig manngert skýli getur risið upp úr landinu og verið partur af náttúrunni sem það er í. Þakið er klætt lyngi og tilsýndar lítur út fyrir að húsinu hafi einfaldlega verið lyft upp úr jörðinni. Á því eru fletir úr náttúrulegum efnum sem mynda skjól fyrir veðri og vindum. Hið stórfenglega umhverfi flæðir svo um stóra gluggafleti inn í húsið.

Katrínarhús fellur vel að umhverfi sínu.

„Mótun byggingalistarinnar út frá sögu lands og þjóðar, sjónræn upplifun og tenging hennar við umhverfið er okkur mikilvæg. Við höfum lagt metnað okkar í að vinna út frá þeim grunni þar sem við höfum haft tækifæri til, og tenging verka okkar við umhverfið er sýnileg á mörgum stöðum. Markmið okkar er að sameina nútíma arkitektúr og rótgróna íslenska siði og venjur í byggingarlist í eina heild. Sú heild virkar fyrir íslenskt veðurfar og náttúru og passar inn í hið hraða hátæknisamfélag nútímans.“ Eon arkítektar, Hlédís og Gunnar Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  61


EON arkitektar :

Í gegnum tíðina hafa menn leitað leiða til að laga hið manngerða skýli að náttúrunni og í nútíma arkitektúr hafa meistararnir samið sinn óð til náttúrunnar.

Verður hin manngerða náttúra framtíðarinnar stórborgir þar sem skýjakljúfar verða að frumskógi sem leysa þann náttúrulega af hólmi?

Trén eru umgjörð um íverurýmin R e s e a rch Ho u se 1 9 3 2 - R ich ard Neutra

Húsið er óður arkitektsins Neutra til upprunans. Þróun glers sem byggingarefnis hefur á seinni tímum skapað óendanlega möguleika á samruna innri rýma og náttúru sem nýtt er til hins ítrasta í húsi Neutra. Notkun glers í ytra byrði byggingarinnar gerir nánd við náttúruna mikla þannig að glerið í burðarvirki hússins, sem mótað er úr trjánum, er hluti af heildarmynd. Arkitektinn var heillaður af náttúrunni og það kemur sterkt fram í þessu húsi sem hann byggði fyrir sjálfan sig.

Fullkominn samruni hins manngerða og hins náttúrulega umhverfis Way farer s Ch ap e l 1 9 5 1 - Fr ank L l oyd Wr i ght Jr.

Glerkirkjan Wayfarers Chapel er dæmi um einstaka byggingalist þar sem náttúran fléttast saman við fíngert burðarvirki bænahússins og verður órjúfanlegur partur af upplifuninni. Byggingarefnin eru tekin beint úr náttúrunni, úr nærliggjandi umhverfi. Grjótið og trén eru tengd saman með gegnsæju glerinu og er sem altarið standi í miðjum trjálundinum.

menn gerðu úr þeim efnum sem landið hafði upp á að bjóða. Hér sést að með einföldum formum er auðvelt að reisa tilkomumikla byggingu sem vísar í náttúruna og hefðir mannsins, og er í fullkominni sátt við umhverfið án þess að missa sjálfstæði og stíl.

Tréhús framtíðarinnar, samruni tæknilegra framfara og afturhvarfs til hugmyndanna um „Primitive hut”. Húsin í trjánum, O2-Húsið. Átök milli „framúrstefnu” byggingalistar og náttúru, framandi hlutir, lífræn form og framtíðarsýn í skóginum.

Hugmyndin er sú að í framtíðinni muni menn leita aftur til hugmynda um húsið í trénu, en á róttækan hátt. Framtíðarhugmyndum bandaríska arkitektsins Buckminsters Fuller um byggð form er stillt varlega upp í náttúrunni í greinum trjánna, eins og skúlptúr án röskunar á umhverfi sínu. Trén verða undirstaða og umgjörð svífandi hluta og framúrstefnulegar hugmyndir um íverustað. Buckminster Fuller er þekktur fyrir hugmyndir sínar um kúluhús sem byggð eru upp af þríhyrningum.

Húsin í trjánum, FAB Húsið. Samruni „framúrstefnu”-byggingalistar og náttúru. Náttúran tekur yfir hið manngerða.

Hér er hugmyndin sú að í framtíðinni leiti menn aftur til náttúrunnar á róttækan hátt afturhvarf til upprunans, sbr. kenningar Laugiers um „Primitive hut”. Í stað þess að byggja húsin munum við rækta þau. Í stað þess að áherslan sé á umhverfisvænt umhverfi húsa þá verður húsið sjálft umhverfið. Í FAB–húsi er vexti trjáa og annarra náttúrulegra efna stýrt á róttækan hátt utan um hugmyndir mannsins um „að rækta hús sitt”, sem þannig verði virkur þátttakandi í hinni lifandi náttúru. n

Manngerð innsetning í náttúruna Co r b u s i e r –up p lifum fr umstæða n stei na lda r a r k i tektúr í n ú t í male gr i k ir k ju.

Notre Dame du Hut er hið einfalda manngerða skýli, útfært í kapellu, þar sem hið mjúka náttúrulega form byggingarinnar, með yfirgnæfandi þaki, minnir á einfalda leirkofa með stráþökum. Slíkir kofar voru fyrstu skýlin sem

62  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Eco tréhúsið.

Fab húsið.


B æ k u r í b ú s t a ð i n n Í Kvosinni Æskuminningar og bersöglismál Skrudda endurútgefur bók Flosa Ólafssonar sem kom fyrst út fyrir 27 árum og er það vel við hæfi er við minnumst eins skemmtilegasta og ástsælasta leikara þjóðarinnar.

Kaupalkinn í New York Kaupalkinn í New York eftir Sophie Kinsella er sjálfstætt framhald af bók hennar, Draumaveröld kaupalkans, sem sló rækilega í gegn. Hún fjallar um hina jákvæðu og hrifnæmu Becky, sem segir kannski ekki alltaf alveg satt, en er samt alltaf jafneinlæg og

Á baksíðu bókarinnar lýsir Flosi Ólafsson sjálfum sér með eftirfarandi hætti, sem er lýsandi fyrir skopskyn hans og skapgerð: ”Ég held ég sé tiltölulega meinlaust grey. Ég á það til að vera dálítið illkvittinn, en það er þá bara í nösunum á mér. Ég hef svolítið gaman af því að ganga fram af fólki og þá auðvitað helst fólki sem hefur gott af því að gengið sé fram af því. Þeir sem mig þekkja vita að ég vil ekki gera flugu mein, nema það sé

heillandi. Lífið leikur við Rebeccu Bloomwood. Hún starfar sem fjármálaráðgjafi í virtum sjónvarpsþætti. Hún á fullkominn kærasta. Nýja mottóið hennar er að kaupa aðeins það sem hún þarf nauðsynlega á að halda - og það er sko (næstum) ekkert mál! Ekki versnar það þegar henni býðst að fara til New York, þar sem sjónvarpsstöðvarnar keppast um að funda

Heitar laugar á Íslandi Heitar laugar er athyglisverð bók eftir þau Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur og fjallar um hinar heitu laugar í náttúru Íslands. Greint er bæði frá

mjög aðkallandi, en þeir sem þekkja mig ekki halda yfirleitt að ég sé illmenni. – Stundum hef ég, svona með sjálfum mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er því satt að segja er ég nú hálfgerður bjáni. En þá hugsa ég bara í leiðinni: - Ég er þó enn sæmilega til heilsunnar.” Frábærlega skemmtileg bók sem allir ættu að lesa! Útgefandi er Skrudda, sjá www.skrudda.is.

með henni og hún kemst í kynni við alveg stórkostleg fyrirbæri sýnishornaútsölu. Útgefandi Bókaútgáfan Salka, sjá www.salka.is.

ósnortnum náttúrulaugum og manngerðum laugum sem skemmtilegt er að skoða og njóta. Þær eru bæði í byggð og óbyggðum og á misfjölförnum slóðum. Við mælum með þessari bók fyrir ferðalanga sem vilja bregða sér í heitt bað á ferðum sínum um landið. Góður kostur við bókina er að henni fylgja GPSpunktar allra lauganna sem fjallað er um, en þær eru

á annað hundrað. Ljósmyndir eru af þeim öllum og fjörlegar leiðar- og náttúrulýsingar gera bókina að ómissandi förunaut á ferðalögum. Loks eru vönduð kort í bókinni til að auðvelda notkun hennar. Útgefandi Skrudda, sjá www.skrudda.is.

Súpa og stóll Súpa og stóll, sem Salka gefur út, er bráðsniðug bók þar sem 30 einstaklingar úr ýmsum áttum fá það verkefni að breyta stól og gefa honum sitt svipmót. Eðalkokkurinn Snorri Birgir Snorrason velur svo og útfærir dýrindisuppskriftir að súpum sem honum finnst henta þessum einstöku stólum.

Af frumleika og listfengi tekst Sigrúnu Sigvaldadóttur og Ragnhildi Ragnarsdóttur hjá Hunangi að hanna glæsilega og skemmtilega bók. Áslaug Maack Pétursdóttir tók viðtöl við stólafólkið og ljósmyndir Áslaugar Snorradóttur setja svo punktinn yfir i-ið. Útgefandi Bókaútgáfan Salka, sjá www.salka.is.

Góði elskhuginn Á kaldri vetrarnóttu er löngu brottfluttur Íslendingur allt í einu staddur á Seltjarnarnesi fyrir utan heimili æskuástarinnar. Þau áttu saman sjö mánuði fyrir

17 árum en hafa ekki sést síðan. Hún hefur aldrei vikið úr huga hans. Hvað gerist í nótt? Ævilok eða nýtt upphaf? Góði elskhuginn er heillandi saga um ást og aðskilnað, einsemd og eftirsjá, hamingju og vonbrigði – og amerískan geðlækni sem skrifar raunveruleikaskáldsögu með fræðilegu ívafi. Steinunn Sigurðardóttir hefur um langt árabil verið í

hópi virtustu og vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar, bæði heima og erlendis. Ísmeygileg gamansemi, fágaður stíll og einstök innsýn í heim ástarinnar eru einkenni þessarar glæsilegu skáldsögu. Útgefandi Bjartur bókaforlag, sjá www.bjartur.is.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  63


S

teinunn Bergsteinsdóttir býður ykkur girnilegar uppskriftir að hátíðarmat sem auðvelt er að matbúa, jafnvel í sumarhúsinu fyrir þá sem kjósa að eyða jólunum þar.

Jólin nálgast

Síðustu ár finnst mér sem lagt hafi verið of mikið upp úr því að hafa eitthvað óvenjulegt og dýrt í jólamatinn. Jólin verða ekkert notalegri þótt á borðum sé sebrahestur og meðlætið framandi grænmeti og exótískir ávextir sem kosta hvítuna úr augunum. Ég ólst upp við að það væri lambahryggur á aðfangadagskvöld og mér þykir upplagt að taka þann sið upp aftur - íslenskt skal það vera!

Alíslenskur lambahryggur með öllu Að þessu sinni býð ég ykkur upp á lambahrygg með villisveppasósu og með honum sykurbrúnaðar kartöflur með kanil, gulrætur og snjóbaunir með engifer og mandarínum, sætar kartöflur með ferskum döðlum, heslihnetum og rósmarín og plómusulta með púrtvíni.

Gamli góði hryggurinn á jólaborðið Te x ti: Ste inunn B ergstei nsdótti r. M y ndi r : Pá ll J ök ul l Pé t u r s s on

Lambahryggur með villisveppasósu 1 vænn lambahryggur Smjör, hvítlaukssalt og pipar Nokkrir negulnaglar 1 bolli vatn

Hitið ofninn í 190°C. Skerið tvær rákir í lambahrygginn eftir endilöngu og stingið nokkrum negulnöglum í. Nuddið síðan hrygginn á báðum hliðum með smávegis af mjúku smjöri og kryddið hann vel með hvítlaukssalti og svörtum pipar. Leggið hann í ofnskúffu og hellið vatninu í skúffuna. Látið í heitan ofninn og steikið í um 1½ klst. Ef ykkur finnst sem hann sé að dökkna of mikið er gott að leggja álpappír yfir síðasta sprettinn.

Villisveppasósa 250 g sveppir 500 g villisveppir 80 g smjör 250 ml rjómi 1 tsk. Dijon sinnep 1 tsk. balsamik-edik Hvítlaukssalt og svartur pipar Soðið af hryggnum 2 msk. maizena-mjöl

Sneiðið sveppina og skerið frosnu villisveppina líka aðeins meira niður. Enn betra er að nota villisveppi sem þið hafið sjálf tínt og fryst um sumarið. Setjið frosna villisveppina á pönnu og hitið og látið allt vatn fara úr þeim. Þegar vatnið er soðið af er smjörinu bætt á pönnuna ásamt hinum sveppunum og allt steikt vel. Kryddið með hvítlaukssalti og pipar. Takið hluta af sveppunum frá og látið á fatið með hryggnum. Hellið rjómanum yfir það sem eftir er á pönnunni og hrærið vel. Þegar hryggurinn er steiktur þá hellið soðinu í litla skál, veiðið dálítið af fitunni ofan af og hellið síðan soðinu í sósuna og smakkið til með Dijon sinnepi og balsamik-ediki. Hrærið maizena-mjölið út í smá köldu vatni og þykkið sósuna aðeins. Það má líka bara nota tilbúinn sósujafnara.

64  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  65


Brúnaðar kartöflur með kanil 1 kg smáar kartöflur 1 dl sykur 50 g smjör 3 msk. rjómi 1 tsk. kanill

Sjóðið og flysjið kartöflurnar. Hitið sykurinn á pönnu, lækkið hitann þegar hann byrjar að renna og passið að hann brúnist en brenni ekki. Bætið nú smjöri út í og hrærið. Stráið síðan kanilnum yfir og hrærið. Hrærið þá rjómanum út í líka og hrærið allt vel. Nú eru kartöflurnar látnar saman við og þeim velt til og frá í góða stund. Lækkið hitann, leyfið þessu að standa smástund og hrærið í annað slagið.

Sætar kartöflur með döðlum og heslihnetum

1 kg sætar kartöflur, skornar í teninga 100 g saxaðar heslihnetur 100 g ferskar saxaðar döðlur 1 tsk. rósmarín Smá steinselja 80 g brætt smjör 1 msk. Dijon sinnep 2 msk. hlynsíróp Flysjið kartöflurnar og skerið þær í teninga. Sjóðið í 8-10 mínútur og fylgist vel með að þær fari ekki í mauk. Sætar kartöflur þurfa styttri suðu en venjulegar kartöflur. Skerið heslihnetur í tvennt og ristið létt á pönnu í örlitlu smjöri, bætið rósmaríninu út í og geymið. Bræðið smjörið og hrærið sinnepi og sírópi saman við. Látið heitar kartöflurnar í fat og blandið hnetum og döðlum saman við. Hellið smjörblöndunni yfir og veltið til. Fallegt er að saxa smá steinselju yfir. Þetta er líka mjög gott með hamborgarhrygg.

Gulrætur og snjóbaunir með mandarínum og engifer

500 g sneiddar gulrætur 200 g snjóbaunir (líka kallaðar sykurbaunir), skornar í tvennt 1 mandarína - og rifinn börkurinn 1 msk. rifið engifer 3 msk. hlynsíróp Smjör til steikingar Snöggsjóðið sneiddar gulræturnar. Rífið börkinn af mandarínunni og takið svo utan af henni og saxið hana. Hitið smávegis smjör á pönnu og setjið allt út í smjörið.

66  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Plómusulta 500 g dökkar plómur 3/4 bollar sykur 1 tsk. kanill ½ tsk. negull ½ dl balsamik-edik Nokkur saltkorn

Skerið plómurnar í tvennt og takið steininn úr. Skerið síðan í þunna báta, látið allt í pott og sjóðið smástund. Lækkið hitann og hrærið vel í. Látið krauma þar til þykknar aðeins. Þessi sulta er afskaplega góð með villibráð og eins með ýmsum kæfum. Hún geymist a.m.k. í viku í ísskáp, en ef þið viljið geyma hana lengur er betra að frysta hana.

Eftirréttir sem klikka ekki

Eftirréttirnir eru þrír - stór og mikil eplabaka með valhnetum, en eplin eru góðir vetrarávextir, bakaður hrísgrjónabúðingur með sólberjasósu en hann er skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna Ris a la mande, og að lokum púrtvínslegnar sveskjur. Þær klikka aldrei og ekki er lengi verið að leggja í þær.

Eplabaka með valhnetum 6 stór Jonagold epli Safi úr einni sítrónu 1 bolli hveiti 1 bolli púðursykur 200 g mjúkt smjör 1 msk. kanill 100 g grófsaxaðar valhnetur

Þið þurfið stórt eldfast fat. Hitið ofninn í 180°C. Takið utan af eplunum, saxið þau í meðalstóra bita og látið í eldfasta fatið. Það má vera kúffullt því eplin rýrna við baksturinn. Dreypið sítrónusafanum jafnt yfir. Blandið nú öllum þurrefnum saman í skál og síðan mjúka smjörinu og myljið þetta vel saman með fingrunum. Látið hneturnar út í síðast. Nú er deigmylsnunni dreift vel yfir eplin, fatið látið í ofninn og bakað í eina klukkustund eða svo. Gott er að breiða smá álpappír yfir ef deigið virðist vera að dökkna of mikið. Deigið á að verða hart og stökkt að ofan og eplin vel bökuð og mjúk og safarík. Berið bökuna fram volga með rjóma, en þess má geta að hún er engu að síður góð köld.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  67


Púrtvínslegnar sveskjur 500 g sveskjur ½ bolli vatn ½ bolli púrtvín ½ bolli sykur

Allt látið í vel lokað ílát og hrist saman. Sveskjurnar eru bestar ef þær eru látnar standa í kæli í leginum í a.m.k. viku og verða bara betri með tímanum. Það getur varla verið til auðveldari uppskrift og samt er þetta alveg ómótstæðilega gott. Berið fram kalt með hálfþeyttum rjóma.

Bakaður hrísgrjónabúðingur 2 bollar soðin hrísgrjón Tæplega ½ bolli sykur 2 egg 2 bollar mjólk 1 msk. vanilludropar 1 tsk. salt 60 g smjör 1 heil afhýdd mandla

Hitið ofninn í 190°C. Látið einn bolla af hrísgrjónum í pott og 2½ bolla af vatni. Látið suðuna koma upp og minnkið á allra minnsta hita, setjið lokið á og látið sjóða í 20-30 mínútur, eða þar til allt vatnið er horfið. Í pottinum eru núna tveir bollar af soðnum hrísgrjónum. Hrærið smjörið saman við meðan grjónin eru heit. Blandið nú öllu hinu saman í stórri skál og látið grjónin í síðast. Þessu er síðan hellt í eldfast fat og bakað í ofni í 45-55 mín. Hrísgrjónabúðingurinn er borðaður kaldur eða ylvolgur. Með honum ber ég fram sósu og þeyttan rjóma. Sá sem finnur möndluna fær vonandi möndlugjöf. Mamma hafði oft svuntu í möndlugjöf og sá sem fékk hana varð að sjá um uppvaskið með henni. Þetta fannst henni fyndið en yfirleitt fylgdi konfektkassi með og allir hjálpuðust að við uppvaskið.

Sólberjasósa

1 bolli Ribena-saft 1 bolli vatn 3-4 msk. góð sólberjasulta, helst heimagerð 1 tsk. maizena-mjöl til þykkingar Látið vatnið í lítinn pott, pískið maizena-mjölið vel saman við, bætið svo saft og sultu út í og látið sjóða í smástund.

68  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Rúsínukonfekt með chili

500 g rúsínur 300 g 70% súkkulaði eða suðusúkkulaði 1-2 fínsöxuð chili ½ tsk. chili-duft, eða meira eftir því hve djarft fólk er Bræðið súkkulaðið og látið chili-duftið út í. Losið rúsínurnar vel í sundur og látið í stóra skál ásamt smátt söxuðum chili-piparnum. Passið að engin fræ fylgi. Hellið nú súkkulaðinu yfir og blandið vel með sleif. Látið drjúpa úr teskeið á pappírsklædda bökunarplötu og kælið. Einnig má setja allt úr skálinni á plötuna og dreifa vel og brjóta svo í bita eftir að súkkulaðið kólnar.

Rúsínukonfekt með chili-pipar Ekki reikna ég með að allir þessir eftirréttir verði á borð bornir sama kvöldið en jólahátíðin er löng. Þeir koma sér vel í jólaboðum svo þið getið áreiðanlega fundið tilefni til að prófa þá alla. Með kaffinu og koníakinu eftir matinn er rúsínukonfekt með chili-pipar en það hefur þá tvo kosti að þeir fullorðnu fá að hafa það út af fyrir sig í friði fyrir börnum, og svo borðar maður sjálfur ekki yfir sig af því það er svolítið sterkt. Ómissandi eru svo súkkulaðibitakökur og þessar eru líka með salthnetum og Rice Crispies. Eins og ég tók fram fyrr þá er auðvelt að útbúa sumt áður en farið er í bústaðinn og taka með, eins og konfektið, smákökurnar og bakaða hrísgrjónabúðinginn eða púrtvínssveskjurnar. Það þarf ekki flóknar græjur til að útbúa þessa rétti - eplabökuna gerði ég alveg í höndunum og það tókst vel. n Verði ykkur að góðu og gleðileg jól. Steinunn B.

Súkkulaðibitakökur með salthnetum og Rice Crispies

1 bolli sykur 1½ bolli púðursykur 250 g mjúkt smjör 2 egg 1 msk. vanilludropar ½ tsk. salt 2¼ bolli hveiti 1 tsk. matarsódi 300 g dökkt saxað súkkulaði 1 bolli salthnetur 1 bolli Rice Crispies

Hitið ofninn í 190°C. Hrærið egg og sykur saman með sleif, og svo smjör, vanilludropa og salt í stórri skál. Mælið hveitið, látið matarsódann út í, stráið þessu smátt og smátt út í skálina og hrærið. Bætið svo súkkulaðibitum, hnetum og Rice Crispies saman við. Takið með teskeið og látið á plötu með bökunarpappír og bakið í 8-10 mínútur. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  69


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Sóthreinsiefni fyrir skorsteina og reykrör

„Því umhverfið skiptir máli„

Merkurlaut 25 ehf Hamrahlíð 31, 105 Reykjavík

Arnar, Kamínur og fylgihlutir Arinvörur Krókhálsi 10 110 Reykjavík 898 1931 www.arinvorur.is Funi ehf Smiðjuvegi 74 200 Kópavogur 515 8700

ráðgjöf, verðmat, kostnaðarmat vegna galla, tjóna ofl. Páll Tryggvason Bakkatjörn 4, 800 Selfoss S: 866 0337, pallitr@simnet.is

Gott í garðinn

Áburður Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blómaverslanir Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Blöndunartæki Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Byggingavörur www.aburdur.is

Glæsileg garðyrkjubók Fæst í bókabúðum og í áskrift

Áskriftarsími 578 4800

Krókhálsi 10, 110 Reykjavík Sími: 898 1931 www.arinvorur.is

Ástandsskoðun sumarhúsa

Alhliða

Álfaborg ehf Skútuvogi 6 104 Reykjavík 568 6755 www.alfaborg.is

Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is Þ. Þorgrímsson & co Ármúla 29 108 Reykjavík 553 8640 www.thco.is

Bækur og blöð Veiðiútgáfan ehf Sportveiðiblaðið Box 5305 461 1719

Dráttarbeisli Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 110 Reykjavík 577 1090 www.vikurvgnar.is

Dælur Landvélar ehf Smiðjuvegi 66 200 Kópavogur 580 5800 landvelar@landvelar.is www.landvelar.is

Endurvinnsla Endurvinnslan hf Knarrarvogi 4 104 Reykjavík 588 8522 www.endurvinnslan.is

Fánar Íslenska fánasaumastofan Suðurbraut 9 565 Hofsós 453 7366 / 893 0220 gisting@hofsos.is

Flísar

Garðskraut

Vídd ehf Bæjarlind 4 201 Kópavogur 554 6800 vidd@vidd.is www.vidd.is

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is

Föndurvörur Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Garðaþjónusta Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Vörufell Suðurlandsvegi 850 Hella 487 5470 www.vorufell.is vinsy@simnet.is

Garðyrkjustöðvar Garðplöntusalan Borg Þelamörk 54 810 Hveragerði 483 4438 borghveragerdi@simnet.is www.simnet.is/borghveragerdi

Garðhúsgögn Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is

Garðlýsing Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Garðskálar Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is

Allt á gólð á einum stað

Grænmeti í áskrift

Garðyrkja ehf - Innflutningur

www.graenihlekkurinn.is askrift@link.is

Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

Sími 486 8966 Laugarási 801 Selfoss

70

Sumarhúsið og garðurinn 2.2009

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? WWW.MARKISUR.COM

567 7773 og 893 6337 kvöld og helgar

Gröfuþjónusta Jarðvegsskipti Drenlagnir Vörubíll

Gisting í sumarbústað er þægilegur ferðamáti.

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is Garðyrkjustöðin Gróandi Grásteini, Mosfellsdal 270 Mosfellsbæ 566 7339, 895 7339 Gróðrarstöðin Gleym-mér-ei Sólbakka 18-22 v/iðnaðarhverfið í Borgarnesi 310 Borgarnes 894 1809 Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22 245 Sandgerði 868 1879 Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is Gróðrarstöðin Þorgautsstöðum II Hvítársíðu, 320 Reykholt 435 1372 / 895 1372 arni@lbhi.is Ræktunarstöðin Lágafelli Snæfellsnesi 892 5667 lagafell@simnet.is

Hrein Fjárfesting Dalbraut 3, 104 Reykjavík Sími 567 7773 www.markisur.com

Auðveldum vinnuna í garðinum

Sími 615 4550 www.bustadur.is Garðplöntusalan Hvammur 2 845 Flúðir 486 6640, 895 6014, 864 2154 hvammur2@simnet.is

Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar

Gsm 892 8511 Gasvörur Skorri hf Bíldshöfða 12 112 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Gámar

Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Gólfhitakerfi

netfang: markisur@simnet.is

Hellur Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

BOS á Íslandi Stórhöfða 35 110 Reykjavík 557 2470 www.bos.is

Hringás ehf Skemmuvegi 10 (blá gata) 200 Kópavogur 567 1345 info@hringas.is www.hringas.is

Steindir Hellusteypa Vagnhöfða 17 587 2222 www.hellusteypa.is

Gler

Gröfuþjónusta

Glertækni ehf Völuteigur 21 270 Mosfellsbær 566 8888

Gröfuleiga Hlöðvers Sími 892 8511

Hringás ehf Skemmuvegi 10 (blá gata) 200 Kópavogur 567 1345 info@hringas.is www.hringas.is

Gluggar og hurðir

Árvirkinn ehf Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 www.arvirkinn.is

Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is GK gluggar Völuteigur 21, 270 Mosfellsbæ 566 6787 gkgluggar@gkgluggar.is www.gkgluggar.is

Gosbrunnavörur Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík S:517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Gólfefni, parket Álfaborg Skútuvogi 6 568 6755

Heimilistæki

Johan Rönning hf Sundaborg 15 104 Reykjavík 520 0800 ronning@ronning.is www.ronning.is Th. Daníelsson TIVOLI-útvörp Ármúla 38 108 Reykjavík 893 6515 thdan@simnet.is

Heitir pottar Tengi ehf Smiðjuvegi 11a 200 Kópavogur 564 1088 www.tengi.is

Hitalagnir

Ísrör ehf Hringhellu 12 221 Hafnarfjörður 565 1489 Lagnaþjónustan ehf Gagnheiði 53 800 Selfoss 482 2311 / 696 2311 lagnir@lagnir.is

Hreinlætistæki Álfaborg ehf Skútuvogi 6 104 Reykjavík 568 6755

Örhreinsir Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Húsgögn Gluggar og garðhús ehf Smiðsbúð 10 210 Garðabæ 554 4300 www.laufskalar.is Heimilisprýði Hallarmúla 108 Reykjavík 553 8177 Húsgagnaverslunin Toscana Smiðjuvegi 2 200 Kópavogi 587 6090

Internetþjónusta Hringiðan Tæknigarði, Dunhaga 5 107 Reykjavík 525 2400 www.vortex.is

Kerrur Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 110 Reykjavík 577 1090 www.vikurvgnar.is

Kjörbúðir,­ verslanir

Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Hreinsivörur Besta Reykjavík - sími 510 0000 Reykjanesbæ - sími 420 0000 Egilsstöðum - sími 470 0000

Verslunin Borg Grímsnesi, 801 Selfoss 486 4408 Sumaropn. 15/6–15/8, 10-22 Vetraropn. 10-18 og 11-18 sun

Kurl Skógrækt ríkisins 480 1821

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr. Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

-Tjarnardúkar -Gosbrunnadælur & vörur -Lækjareiningar -Lýsing og garðskraut -Saltsteinar & gjafavörur

Sími: 892-1479

Langholtsvegi 109 - s:517-4232

Sumarhúsið og garðurinn 2.2009

71


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR

Bjálkahús Hús og heimili Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, Sími 511 1818, www.bjalkahus.is www.husogheimili.is

Smágröfuleiga

Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is

www.lod.is

Markísur

Rafverktakar

Hringás ehf Skemmuvegi 10 (blá gata) 200 Kópavogur 567 1345 info@hringas.is www.hringas.is

Hrein Fjárfesting Dalbraut 3, 104 Reykjavík Sími 567 7773 www.markisur.com markisur@simnet.is

Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Ísrör ehf Hringhellu 12 221 Hafnarfjörður 565 1489

Meindýravarnir

Rafsól Skipholti 33 105 Reykjavík 553 5600

Lagnaefni

Leiktæki í garða

Vélaleiga

Jóhann Helgi og co ehf Póstbox 166 220 Hafnarfirði 565 1048 www.johannhelgi.is

Ljós inni Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Sendum og sækjum Upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson Sími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is

Ljósin í bænum Suðurveri Stigahlíð 45-47 105 Reykjavík 553 7637

Lóðaþjónusta Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Músavarnir í bústaðinn eigum við Útileiktæki, rólur, vegasölt, leikkastalar ofl. Járnrimlagirðingar, hjólabrettapallar Gúmmíhellur og gúmmímottur Mörk, körfur og útiþrektæki Bekkir, skýli, ljósastaurar, blómaker ofl. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla.

Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn.

Bjóðum heildarlausnir á leiksvæðum, uppsetning, viðhald og þjónusta.

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121

Leitið tilboða

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is Öryggismiðstöð Vesturlands Skólabraut 2 300 Akranes 431 5100, 864 5510 omv@omv.is www.omv.is

Neysluvatnshitarar Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Raftæki Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is Johan Rönning hf Sundaborg 15 104 Reykjavík 520 0800 ronning@ronning.is www.ronning.is

Rafstöðin ehf. rafverktakar Jörundarholti 36 300 Akranesi 431 1201 rafstodin@simnet.is

Rotþrær Örhreinsir, hreinsiefni Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Skrúðgarðyrkja Borgarprýði Sefgörðum 1-3 300 Akranesi 431 5055, 893 8200 borgarprydi@islandia.is

Stokkar og steinar Guðjón Kristinsson Árbær, Ölfusi 801 Selfoss 482 1087, 894 2934 stokkarogsteinar@simnet.is

Sólarrafhlöður Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Stigar og handrið Stigalagerinn ehf Dalbrekku 26 200 Kópavogi 564 1890 www.stigalagerinn.is stigalagerinn@stigalagerinn.is

Stýribúnaður fyrir hitaveitur Tengi ehf Smiðjuvegi 76 200 Kópavogur 414 1000 www.tengi.is

Sumarhús

Garðmenn ehf 695 1934, 893 5788 gardamenn@gardamenn.is www.gardamenn.is

Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391

Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is

Borgarhús ehf Minni-Borg, Grímsnesi 801 Selfoss 468 4411 www.borgarhus.is G. Pálsson ehf 462 2272 og 896 0423 ghalldor@simnet.is

TVÖFALDUR vöxtur trjáplantna MEÐ HLÚPLASTI

Opið mán. – fim. 9.00 – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

http://www.meindyravarnir.is/

Jóhann Helgi & Co ehf . “Stofnað 1990” Sími 565-1048 – 820-8096 jh@johannhelgi.is, www.johannhelgi.is

72

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

Sími: 580 5600 • www.plastprent.is


ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Sumarbústaðavörur

Vallholt 17, 800 Selfoss. S:482-2050 Sólarrafhlöður og fylgihlutir.

Skilti fyrir sumarhús

10-80w

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Sumarhúsalóðir Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Tjarnardúkur Gosbrunnar ehf Verslun Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík 517-4232 / 695-4220 www.gosbrunnar.is

Trésmíði Bisk-verk ehf Reykholti, Biskupstungum 486 8782, 893 5391 biskverk@simnet.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Túnþökur Gunnarshólmi Grasvinafélag Gunnarshólma 203 Kópavogur 896 0700 Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn. Steini s: 663 6666 eða 663 7666

Túnþökusala Oddsteins Túnþökur og túnþökurúllur til sölu í garðinn eða sumarbústaðinn! Steini, S: 663 6666 visa/euro

Umhverfisvæn hreinsiefni Örhreinsir Framtak blossi Vesturhrauni 1 210 Garðabær 555 5850

Útiljós Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Verktakar Bisk-verk ehf Reykholti Biskupstungum 486 8782, 893 5391 biskverk@simnet.is

Handskorin

Lóðaþjónustan ehf Eirhöfði 12 / 110 Reykjavík Sími: 568-0250 / Fax: 568-0251 Netfang: lod@lod.is www.lod.is Pálmi Ingólfsson, trésmiður Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Stansverk ehf Hamarshöfða 7 112 Reykjavík 567 4015 www.stansverk.is

Trégaur ehf Viðhald sumarhúsa og almenn trésmíðavinna 898 6248 tregaur@simnet.is

Varmadælur

Viðhald og smíði Bröttukinn 9 220 Hafnarfjörður 899 1877

Rafstjórn ehf Stangarhyl 1a 110 Reykjavík 587 8890

Veðurstöðvar Eico Skútuvogi 6 104 Reykjavík 570 4700 www.eico.is

Verkfæri Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

skilti í mörgum stærðum

Hafið samband og leitið tilboða.

Hörður Skarphéðinsson Sími 565 8321

Vélaleiga og gröfuþjónusta Kristján Kristjánsson 486 4546 695 1446

Vídeóleigur Grensássvídeó Grensássvegi 24 108 Reykjavík 568 6635

Þakrennur Álfaborg Skútuvogi 6 568 6755

Öryggisvörur og -vöktun Árvirkinn Austurvegi 9 800 Selfoss 480 1160, neyðarsími 660 1160 arvirkinn@arvirkinn.is www.arvirkinn.is

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands! Skoðaðu kosti þess að vera félagi

Öflug heimasíða www.gardurinn.is

Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is

Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009

73


Verðlaunakrossgáta Verðlaunahafi í siðustu krossgátu: Sigrún Sveinbjörnsdóttir Kirkjubraut 8, 780 Höfn Hlýtur hún bókina Íslensk þjóðfræði Útgefandi Skrudda.

74

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009.

Lausnum skal skila fyrir 10. febrúar 2010: Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Hamrahlíð 31,105 Reykjavík

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Á fjöllum Útgefandi: Skrudda


Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009

75


Konungur hálendisins

– himbriminn Tex t i og my ndir : J óha nn Ól i H il m a r s s on

A

ngurvært vein berst til eyrna í kvöldkyrrðinni. Við erum stödd í Veiðivötnum, einum sérstæðasta stað á jörðinni, en gígvötnin þar eiga varla sinn líka. Hljóðið minnir á bakgrunnshljóð í amerískri bíómynd sem gerist í barrskógabeltinu. Hvaða skrýtna vein er þetta? Jú, það er konungur hálendisins, himbriminn, að tilkynna eignarrétt sinn á einu vatnanna.

76  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Himbrimi er þungur til flugs og þarf langa „flugbraut„ til að ná sér til flugs á vatni.

Himbrimi er stór, glæsilegur og sérkennilegur fugl. Hann telst til svokallaðra brúsa, ættbálks sem telur aðeins fimm fuglategundir. Auk himbrimans er lóminn að finna hérlendis. Eitt af því sem er sérkennilegt við himbrimann er hvernig hann dreifir sér um heiminn. Hann er Norður-Amerískur og verpur í Kanada, Alaska, norðurríkjum Bandaríkjanna, á vestanverðu Grænlandi og eitthvað á austurströndinni. Ísland er eini varpstaður hans í Evrópu. Á veturna dvelur hann með ströndum N.-Ameríku suður til Mexíkó og einnig finnst hann við strendur V.-Evrópu. Hér er hann bæði farfugl og staðfugl, hluti stofnsins er hér á sjó allan veturinn.

Hér á landi verpur himbrimi við vötn og stærri tjarnir frá sjávarmáli og upp í 600 m hæð. Hann er algengastur á vatnaklösum eins og Veiðivötnum, Arnarvatnsheiði og á Skaga. Himbrimar þola ekki mikla nánd á varpstöðvum og er því oftast aðeins eitt par á hverju vatni. Undantekningar eru stærri vötn. Fimm hjón verpa við norðanvert

Þingvallavatn og fuglar af smærri vötnum í nágrenninu sækja á vatnið eftir æti. Nokkur hjón verpa í Mývatnssveit, flest á minni vötnum og tjörnum í nágrenni Mývatns, en sækja síðan á vatnið eftir æti. Á Veiðivötnum eru ein hjón við hvert vatn, nema stundum tvenn við þau stærstu. Fuglar sækjast talsvert í fisk á þau vötn

Himbrimi, ásamt straumönd og húsönd, er Ameríkani sem sest hefur að hér á landi. Að öðru leyti er íslenska fuglafánan upprunnin í Evrópu. Þessir fuglar eru afar vinsælir hjá evrópskum fuglaskoðurum og óvíða jafngott að komast í tæri við þá. Sérstaklega á þetta við um straumöndina, sem finnst annars á fremur óaðgengilegum stöðum í fjalllendi N.-Ameríku.

 Himbrimi á hreiðri í rigningu  Himbrimi með unga á bakinu. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  77


miklum krafti, þeir gera leifturárásir úr kafi á óboðna gesti, bæði tegundasystkin, aðra fugla eða jafnvel menn, þyki þeim stafa ógn af þeim. Beittur goggurinn er hættulegt vopn. Á varpstöðvunum eru fuglarnir venjulega í pörum, en stundum sjást litlir geldfuglahópar þar einnig. Annars dvelja geldfuglar mest á sjó. Lítið er vitað um hópamyndun utan varptíma, en allstór hópur, allt að 200 fuglar, hefur sést á Þingvallavatni á haustin. Himbriminn flýgur með kraftmiklum vængjatökum. Á flugi er hálsinn niðursveigður og fæturnir skaga aftur fyrir stélið. Hann er fimur sundfugl, mikill kafari og fremur djúpsyndur, þungur til flugs og lendir á maganum en ber ekki fæturna fyrir sig eins og flestir fuglar.

Himbrimahreiður á vatnsbakka.

þar sem himbrimar hafa ekki orpið eða varp hefur misfarist, þaðan eru þeir ekki hraktir í burtu. Þrenn hjón verpa á vatnasvæði Elliðavatns svo að ekki þurfa íbúar Innnesja að sækja langt yfir skammt til að skoða þennan glæsilega fugl. Einnig verpa himbrimar stöku sinnum í Mosfellssveit. Himbrimar koma á varpstöðvarnar um mánaðamótin apríl–maí eða þegar ísa tekur að leysa. Þá upphefja þeir raust sína og tilkynna um eignarrétt sinn á óðali. Fuglarnir verja óðalið af

 Himbrimahjón með hálfvaxna unga. Þeir verpa ávalt tveimur eggjum.

78  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Brúsar geta ekki gengið og koma ekki á land nema til að verpa og skríða þá á maganum til og frá hreiðrinu. Hreiðrið er stórt en grunn laut á vatnsbakka eða í litlum hólma og myndast vel troðin slóð milli hreiðurs og vatns. Þegar ungarnir klekjast yfirgefa þeir strax hreiðrið og fæða foreldrarnir þá þangað til þeir fara að veiða sjálfir. Fyrstu vikurnar skríða þeir oft upp á bakið á foreldrunum og kúra milli vængja þeirra. Það er óviðjafnanleg upplifun að fylgjast með lífi og starfi himbrima á varpstöðvunum, erjum milli nágranna eða aðkomufugla, ungauppeldinu og að hlusta á hinn mikilfenglega „aftansöng„ þessa konungs íslenskra fjallavatna. n


Himbrimi magalendir með miklum gusugangi. Hann þarf líka langa lendingarbraut.

,,Litla leyndarmálið í Starmýri” Full búð af fallegum vörum fyrir heimilið og sumarhúsið

Páll Jökull © 2009

Mikið úrval af lömpum, lugtum og öðrum gjafavörum, sjón er sögu ríkari. Gott verð. Götukort, ljósmyndasýnishorn og verðdæmi á heimasíðu.

Öll hárþjónusta notalegt andrúmsloft – gott verð Næg bílastæði – verið velkomin – Lára og Eva

EVÍTA – hárgreiðsla og gjafavörur - Starmýri 2 – 108 Reykjavík – S: 553 1900 – www.evita.is Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  79


Grýlu þykir barnakjöt besti matur

G

rýla er ævagömul kerling og nefnd meðal tröllkvenna í Snorra Eddu en hún er ekki bendluð við jólin fyrr en í kvæði frá 17. öld. Kerlingunni er lýst sem fullkominni andstæðu kvenlegrar fegurðar.

Grýla er með klær og hófa, kjaftstór, með vígtennur, horn og augu í hnakkanum og í þeim logar eldur, eyrun ná langt út á axlir, nefið er stórt og hlykkjótt og úr vitum hennar kemur helblá gufa. Sögur um Grýlu eru fremur fáar en því meira fer fyrir henni í kvæðum og þulum. Grýla reið fyrir ofan garð hafði hala fimmtán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belg börn tuttugu. Þar vantar í eitt, og þar skal fara í barnið leitt.

Kerlingin á sér hliðstæðu í Færeyjum, á Shetlands-eyjum og víðar. Í Færeyjum er Grýlu lýst sem gamalli og ljótri kerlingu sem líkist gamalli rollu sem gengur upprétt á tveimur fótum. Á Shetlandseyjum þekkist tröllkerling sem kallast Skekla og er hún á ýmsan hátt lík Grýlu í háttum. Skekla kemur ríðandi til byggða á svörtum hesti með hvíta stjörnu í enni, hesturinn er með fimmtán tögl og á hverju tagli eru fimmtán börn.

Grýlubörn Kerlingarskarið hefur búið með þremur tröllkörlum í gegnum tíðina og heitir núverandi bóndi hennar Leppalúði. Hinir tveir hétu Boli og Gustur og átti hún tæplega 80 börn með þeim; þekktust þeirra eru jólasveinarnir. Leppalúði átti einn son, Skrögg, áður en hann hóf sambúð með Grýlu og tók hún Skrögg í fóstur.

80

80  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Tex ti : Vil m u ndu r H a ns en M y nd: Pá l l J ök u l l

Jólasveinar ganga um gátt með gildan lurk í hendi. Móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi.

Kæra dóttir Kónguló karlinn þá svo orti, meðan hún Grýla móðir þín bjó, mat oss aldrei skorti.

Leppalúði hætt að eltast við börn, búin að klára öldungadeildina og eru við nám í uppeldis- og kennslufræði.

Í gömlum kvæðum er Grýlu lýst sem beiningakerlingu sem fer á milli bæja og biður foreldrana að gefa sér óþekku börnin en hörfar ef henni er rétt eitthvað matarkyns eða er rekin burt með látum. Í Grýlukvæði séra Jóns Guðmundssonar (1815-1856) segir:

Vön var sú að veiða börn, verka síðan og sjóða. Hún kramdi þau sem kankvís örn er krakkarnir voru að hljóða.

Er börnin uxu upp og burt ellimóð þá sátu kjurt veslings Grýla og Leppalúði. Á lífið hvorugt þeirra trúði.

Ellimóð er orðin sú, en ég farinn af lúa, víst er það að verður þú vegna okkar að búa.

Uns Grýla mælti mædd og rám: - Það mætti reyna að hefja nám. Og uppi í Hamrahlíðarskóla háöldruð þau vermdu stóla.

Farðu til hunda, herjans kerling, ekki er ég skyldur að skaffa þér vistir; mér er fullstéttað með hana Gunnu, þótt ekki aukist þar ofan á meira.

Grýla er mannæta eins og önnur tröll og óþekk börn eru eftirlætismatur hennar en hún er lítið gefin fyrir fisk, súpur og grauta. Mestur tími Grýlu fer í að afla matar handa sér og fjölskyldu sinni. Kerlingin hefur lengi verið notuð sem barnafæla og flestir hafa einhvern tíma verið hræddir með Grýlu gömlu.

Einmana kerling Í seinni tíma frásögnum er Grýla búin að taka upp fasta búsetu og býr í helli, fjarri mannabyggðum. Þegar hér er komið sögu fer allur tími hennar í að sjóða mat í stórum potti, stjana við Leppalúða og gefa krakkaófétunum að éta. Grýla er hætt að fylgjast með tíðarandanum og verður sífellt forneskjulegri, hún er einmanaleg gömul kerling sem hefur gleymst í öllum látunum í kringum jólin. Í Kóngulóarkvæði talar Leppalúði til dóttur sinnar þegar Grýla er komin í kör og hætt að afla fanga. Leppalúði segir Kónguló að nú verði hún að taka við og annast háaldraða foreldrana:

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2009

Ertu bæði ung og hraust okkur að veita fóður, á þig set ég allt mitt traust, að annast föður og móður.

Í Háskólann þau héldu inn er höfðu klárað öldunginn. Innrituð þau eru bæði í uppeldis- og kennslufræði.

Er Grýla yfirvaldið?

Síðasta tröllið

Hugmyndin um Grýlu hefur breyst mikið í tímans rás þótt meginhlutverk hennar hafi alla tíð verið að temja börn. Árni Björnsson segir með nokkrum fyrirvara í bók sinni, Sögu daganna, að Grýla endurspegli grimmd yfirvalda gagnvart alþýðunni og að hún hafi farið að mildast eftir að einveldi var afnumið. Því hefur einnig verið haldið fram að Grýla og hyski hennar séu tákngervingar náttúruafla, skammdegismyrkurs eða flökkulýðs sem fór um landið. Grýla er með úlfgrátt hár og svartar brúnir, með tennur eins og ofnbrunnið grjót, augu sem loga eins og eldur og granir þar sem út stendur helblá gufa, líkari virkri eldstöð en konu. Hún var ekki talin mennsk og hyski hennar rennur saman við kletta og landslag og sést ekki nema við sérstakar aðstæður.

Tröllin eru þær verur sem minnst fer fyrir í þjóðsögum síðustu alda og flest hefur dagað uppi fyrir löngu. Þrátt fyrir það er langt frá því að Grýla sé dauð úr öllum æðum og virðist reyndar vera við hestaheilsu og farin að sinna mannúðarmálum því fyrir stuttu birtist mynd af henni í fjölmiðlum þar sem hún var að gefa blóð. Grýla er síðasta tröllið og jafnframt samnefnari fyrir þessar fornu vættir. Ef hugmyndin um að Grýla sé táknmynd yfirvaldsins á við rök að styðjast er greinilegt góðæri í landinu og gaman verður að fylgjast með breytingum á henni á komandi árum, eða eins og Eggert Ólafsson segir í Grýlukvæði sínu:

Grýla í uppeldisfræði Grýla hefur mildast mikið á síðastliðnum áratugum og útlit hennar skánað. Hún er að vísu enn stórvaxin og tröllsleg en það er eitthvað góðlegt og umkomulaust við hana. Í Grýlukvæði Þórarins Eldjárns frá 1992 eru Grýla og

Afturgengin Grýla gægist yfir mar. Ekki verður hún börnunum betri en hún var. n Heimildir: Árni Björnsson, Saga daganna. Gunnel, Terry, The Origins of Drama in Scandinavia. www.jol.ismennt.is.


Raflagnir Loftnetsþjónusta Rafeindaviðgerðir Viðgerðarþjónusta Verslun Öryggiskerfi

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni

28. nóvember

opnar laugardag – opið allar helgar fram að jólum kl. 11-17 Íslensk jólatré, handverk, hönnun, og nytjalist. Fallegar jólaskreytingar úr skógarefni. Jólasveinar heilsa upp á gesti, rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum. Barnastund í Rjóðrinu, harmonikkuleikur og trúbadorar.

Jólaskógurinn í Hjalladal Heiðmörk

12. desember

opnar laugardag – opinn tvær helgar fram að jólum kl. 11-16 Komið og höggvið eigið jólatré. Í boði eru úrvals íslensk jólatré. Sama verðið og í fyrra, 4.900 kr – óháð stærð, félagsmenn fá 500 kr. afslátt.

Skógræktarfélag Reykjavíkur

Heitt kakó og piparkökur handa öllum!

Kort og upplýsingar á heidmork.is


Skreytingarefni úr garðinum Tex ti : J ón Guðm undsson. M y ndir : J ón G u ð m u nds s on og Pá l l J ök u l l Pét u r s s on

Þ

að styttist óðum í jólin og margir eru farnir að huga að jólaskreytingum ýmiss konar og þá getur verið sniðugt að líta út í garð eftir efnivið.

Ég kíkti út í garð um daginn til þess að viða að mér efni til skreytinga. Það verður að viðurkennast að kunnáttan var og er engin í slíku en töluvert af góðu skreytingarefni fannst þó í garðinum. Ýmiss konar sígrænan trjágróður er hægt að nota í jólaskreytingar eins og garðaýr (Taxus x media), kristþyrni (Ilex x meserve) og bergfléttu (Hedera helix). Margar tegundir af eini er líka gott að nota, t.d. íslenska eininn (Juniperus communis) og himalajaeini (J. squamata. ´Meyeri´) en sabínueinir (J. sabina) og kínaeinir (J. chinensis) koma líka til greina. Sýprusar (Chamaesyparis lawsoniana) og lífviður (Thuja occidentalis) eru líka flott skreytingarefni ásamt furum (Pinus sp.) og greni (Picea sp.). Þinur er mjög vinsæll í jólaskraut og sem jólatré og eru fjallaþinur (Abies lasiocarpa) og Síberíuþinur (A. sibirica) töluvert ræktaðir hér. Þeir eru ekkert síðri en innfluttu tegundirnar og eru mjög góð jólatré.

Frá vinstri kristþyrnir, einir, garðaýr, himalajaeinir og bergfura. Fyrir ofan er silfurkambur og hreindýramosi.

Hér má sjá lítil græn epli, gráelri rekla, sitkagreni köngla, snjóber og fræhýði af draumsól.

Norðmannsþinur er mjög gott jólatré.

Það eru ekki bara trjágreinar sem hægt er að nota úr garðinum í skreytingar heldur er líka hægt að nota köngla af sitkagreni (Picea sitchensis) og stafafuru (Pinus contorta). Könglar rauðgrenis (P. abies) eru líka mjög fallegir ásamt reklum sitkaelris (Alnus sinuata) og gráelris (A. incana). Smá epli, græn eða rauð, er líka gaman að nota og búa sumir svo vel að hafa slík tré í garði sínum. Þurrkuð aldinhýði af draumsól (Papaver somniferum) eru líka mjög falleg efni í skreytingar og eins af Tyrkjasól (Papaver oriantale). n

82  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009

Hér hefur verið notast við efnivið úr garðinum fyrir utan kertið og jólakúlur.


Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009  83


84  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2009


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.