Page 1

www.rit.is

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN N R . 7 2 • 1 . T B L . F E B R ÚA R 2 0 1 3 • K R . 1 3 8 5 . –

H LÝ L E G T M E Ð P O T TA P L Ö N T U M Á B L S . 6 5 - 6 7

Markaðurinn

Er að lifna yfir kaupum og sölu sumarhúsa?

260 rósir Steinunn Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur

HÚSIÐ HELLULAGT

Húsameistari fuglanna Birkiskógur í stofunni

Eru vopnin á vísum stað? Kefír - lifandi heilsudrykkur

BLACKHILLS

Óðalssetur í Skotlandi

1. tbl. 21. árg. 2013, nr. 72 Kr. 1385.-

 Akureyri  Klaustur  Siglufjörður  Skotland 


MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss • • • • • •

Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð Ódýr og hagkvæm lausn Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu og notkun

Við erum eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir tengigrindur og varmaskipta, ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Í áratugi höfum við safnað saman mikilli reynslu með vinnu við ýmsar aðstæður og við margar mismunandi gerðir hitakerfa

Þess vegna getum við boðið réttu tengigrindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausn sem byggir á áratuga reynslu við val á stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveituaðstæður.

Við erum með tengigrindur fyrir: • • • • •

Ofna- og gólfhitakerfi Neysluvatn Snjóbræðslur Stýringar fyrir setlaugar Við getum sérsmíðað tengigrindur fyrir allt að 25 MW afl

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


efnisyfirlit

febrúar – mars 2013

56-60

24-27

36-37 66-67

20-22

8-12

viðtöl

8-12 Gullin hennar Steinunnar Ólafsdóttur 14-15 Hver er staðan á sumarhúsamarkaðnum? 16 Hjálp! Ég er föst í sumarbústaðnum! 20-22 Sumarhús á hættusvæði 24-27 Eit t skref í einu - Sæmundur og Elín eignuðust sumarhúsaland fyrir níu árum 28-29 Húsið hellulagt að utan - Gistiheimilið Frumskógar

65-67 L jós og hiti fullkomna ræktunina 63

- Kynning Litla garðbúðin 65-67 Hlýlegt með pottaplöntum

annað

6 Smælki

18 Ertu með skotvopn í sumarbústanum?

38-43 Hjónastein, höfuðklukka og hrossagaukur

23 Ferðamenn vilja sumarhús með sjarma 30 -31 Smælki

78-79 Húsameistari fuglanna

32-34 Á slóðum Skarðverja - Jónatan Garðarsson

gróður og ræktun

36-37 Með birkiskóg í stofunni - Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð á Akureyri

30 -31 Jörfi – Kynning www.islenskt.is

56-60 Bl ackhills - Óðalsgarður í Skotlandi

44-45 Sáning sumarblóma og matjurta

61 Vörubret tin nýtt í húsgögn

- Jón Guðmundsson

62-63 Kefír, lifandi heilsudrykkur

Forsíðumynd:

46-47 Tr jáklippingar - Jón Guðmundsson

64 Lífr ænt Íslandskort - Rós í hnappagatið

Risalaukur (Allium gigantemum)

48-49 Sáð á Selfossi

68-71 Súpur og heimalagað brauð í skammdeginu

50-51 Gagnlegar elritegundir - Ólafur Njálsson

Páll Jökull

52-55 Birkiilmur og fossniður - Skógræktin á

- Helga Kvam 72-77 Þjónustusíður 75 Krossgáta

Kirkjubæjarklaustri 61 Meistar aprófsritgerð í grasnytjum frá University of Kent

80 -83 Fugl ar eru bestu meindýravarnirnar í görðunum – Jóhann Óli Hilmarsson


bréf frá ritstjóra Er beljandinn lemur rúðurnar og vindurinn tekur í, er annað hvort að klæða sig vel og vaða út í veðrið sér til heilsubótar, eða koma sér vel fyrir innandyra og hafa það notalegt. Vafin ullarteppi í notalegum sófa með spennandi bók, á ég efalítið slík notalegheit sameiginleg með mörgum öðrum á þessum tíma árs. Á þorra er umtalsefnið súr hárkarl og hrútspungar. Sitt sýnist hverjum, en allir fagna komu systkinadaganna bolludags, sprengidags og öskudags. Uppábúin grunnskólabörn vekja kátínu og söngur þeirra er vorboði því mars er á næsta leyti. Hver árstíð hefur sinn sjarma. Við Páll Jökull tókum á leigu bústað undir Kirkjufelli, meðan á undirbúningi blaðsins stóð. Nutum stórbrotins útsýnis og þess að skoða okkur um á Grundarfirði og aka um firðina á norðanverðu Snæfellsnesi. Úti var bálhvasst og var því notalegt að koma inn í heitan bústaðinn, kveikja á kertum óhult fyrir veðrinu, sem lét öllum illum látum utandyra. Þrátt fyrir rokið þá var farið í heita pottinn með húfu á höfðinu til þess að halda hita á því sem upp úr vatninu stóð. Ferð í bústað er ekki síður ánægjuleg að vetri en sumri. Við fögnum því láni okkar hjá Sumarhúsinu og garðinum að fá tækifæri til að vinna með afburðafólki. Pennar blaðsins eru fagmenn, hver á sínu sviði og hafa nú tveir norðlendingar bæst í hópinn. Helga Kvam tónlistakennari, ljósmyndari og listakokkur sér um að matseldina og lumar hún jafnframt á mörgum góðum hugmyndum. Hinn er Snæfríður Ingadóttir blaðamaður og leiðsögumaður. Hún sér um fréttir líðandi stundar og greinaskrif. Það er tilhlökkunarefni að vinna með þessum hæfileikaríku konum

Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf, Fossheiði 1, 800 Selfoss, Sími 578 4800, www.rit.is

Við hvetjum lesendur og áskrifendur til að gerast vinir okkar á Facebook. Bjóðum ykkur einnig að fá sent fréttabréf í tölvupósti, það kostar ekkert að vera með! Skráning á www.rit.is.

Prentun: Oddi.

ISSN 1670-5254

U

Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, p ­ rentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs l­eyfis útgefanda.

Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

M

HV

E RFIS ME

R KI

Áskrift á www.rit.is www.groandinn.is

Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson, rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Snæfríður Ingadóttir og fleiri. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: palljokull@gmail.com Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Jóhann Óli Hilmarsson Mörður Gunnarsson Ottesen, og Páll Jökull Pétursson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Ásta Hjördís Valdimarsdóttir, Elín Anna Valdimarsdóttir, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón Guðmundsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Páll Jökull Pétursson og Snæfríður Ingadóttir. Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS5. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíðumynd: Ljósmynd: Páll Jökull Pétursson.

141

776

PRENTGRIPUR

við skrifum blaðið...

Auður I. O t tesen Rit s tjór i, greinask r if audur@r it.is

Páll Jökull Pétur sson Umbrot, hönnun, ljósmyndun.

Jón Guðmundsson greinaskrif

Jóhann Óli Hilmarsson greinaskrif

Jónatan Garðarsson greinaskrif

Ásta Hjördís Valdimarsd greinaskrif - stílisti

Helga Kvam greinaskrif

Snæfríður Ingadóttir greinaskrif


Ljós í myrkrinu

Mynd: Snæfríður Ingadót tir

Listamaðurinn George Hollanders er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir listsköpun sína og náttúruvæna hönnun. Hann hefur nú, í samstarfi við Sarka Mrnakova, hafið sölu á skemmtilegum kertakrukkum undir nafninu „Refoundery“. Endurnýting er allsráðandi í hönnuninni, en krukkurnar eru fylltar með alls konar dóti, eins og eggjaskurn, sagi og glerbrotum. Krukkurnar gefa hlýlega birtu og minna okkur á að efnivið, sem einhverjir myndu kalla rusl, má með hugviti umbreyta í nytsamlega og skemmtilega hluti. Lesa má nánar um verk Georges á heimasíðunni www.stubbur.is.

Á stultuskóm við sparslvinnuna Mynd: Snæfríður Ingadót tir

Þeir sem hafa sparslað eða málað loft vita að það er bæði seinleg og erfið vinna sem reynir á háls, herðar og handleggi. Þetta vita málarar sem vinna oft á stultum en með því að hækka sig um nokkra sentímetra getur vinnan orðið minna lýjandi, auk þess sem það fer betur með skrokkinn að þurfa ekki að teygja sig eins mikið. Takið til fyrirmyndar þennan húseiganda sem útbjó stultuskó með því að skrúfa gamla strigaskó með gifsskrúfum við spýtukubba. Með því að klæðast þeim við sparslvinnuna náði hann að hækka sig um 15 sm og koma í veg fyrir hálsríg.

Fleiri bústaðaferðir á þessu ári? Mynd: Páll jökull

Árið 2013 gæti fært sumarbústaðaeigendum fleiri ferðir í sumarbústaðinn því óvenju margir hátíðisdagar lenda á virkum vinnudögum í ár. Fyrir vinnandi fólk þýðir þetta lengra frí sem kjörið er að nýta í bústaðnum. Hátíðisdagar sem lenda á virkum dögum í ár eru alls 14 talsins, sem er tveimur dögum meira en í fyrra og fjórum dögum meira en árið þar á undan.

6  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

OR vill bústaði við Elliðavatn burt Mynd: Páll Jökull

20 sumarhúsaeigendur við Elliðavatn áttu að fjarlægja sumarhús sín fyrir áramótin að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur, sem vill ekki endurnýja lóðaleigusamninga við þá. Ástæðan er sú að bústaðirnir standa nálægt vatnsverndarsvæði. Lögmaður Landssambands sumarhúsaeigenda hefur sagt í fjölmiðlum að bústaðirnir hafi verið á svæðinu í áratugi og hafi með því öðlast ákveðinn rétt og íhuga sumarhúsaeigendurnir nú málsókn. Upplýsingafulltrúi OR sagði í samtali við DV að ekki yrði gripið til neinna aðgerða gagnvart sumarhúsaeigendunum á meðan dómsmál væri í bígerð.


Vorið er skemmtilegt í Garðheimum

Námskeið

Viðburðir og tyllidagar

Ræktunarnámskeið Garðheima

Janúar

13. MarS 19. MarS 9. aPríl 6. Maí

kRyDdjUrtArækTun tRjákLipPiNgaR gRænMetISrækTun ÁvAxtArækTun

Grillskóli Garðheima & Weber 28. FebRúaR 14. MarS 27 .mArs 8. Maí

RaUtt & víN BjóR & GriLL RauTT & víN hVítT & víN

jAnúaR jAnúaR 25. jAnúaR

Febrúar

Frá byRjUn 2-3. FebRúar 9-10. FebRúaR 9-10. FebRúaR 14. FebRúar 24. FebRúar

pOtTapLönTudAgaR hEilSuþemA á sPírUnnI BisTrO BÓNdadagur

vEiSluGLeðI gArðhEimA fErMinGaRveIslUsýnIng SánIngArHelGI DýrAdaGaR sMáhUndAR ValenTÍNusarDagur KonudAgur

MArs

9-10. MarS 16-17. MarS 31. MarS

Apríl

13-14. aPríl 20-21. aPríl 25. aPríl 12. Maí

DýrAdaGaR sTórHunDaR bLómAsýnIng PÁSkar

vOrgLeðI ÁvAxtArækTunArHelGI SumarDagurinn Fyrsti MÆÐRadagUrinn

SUSHINÁMSKEIÐ - NÝTT 20. MarS

ÖðrUvísI sUshI

Vínskólinn

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is


Gullin hennar Steinunnar

Börnin mín eru gullin mín og barnabörnin þá plönturnar og síðan fuglarnir – þessi fjölskrúðugi hópur er mín paradís.

 Yellow Rose of Texas / Gula Texasrósin

F

rá því Steinunn Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur fór að fást við gróður rúmlega tvítug, hefur garðrækt verið henni uppspretta mikillar gleði. Steinunn hefur fikrað sig áfram, dregið lærdóm af því sem hún hefur viðað að sér og lesið sér til. Tuttugu og sex ára gekk hún í Garðyrkjufélag Íslands og hefur verið þar virkur félagi síðan. Hún

8  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

segist hafa notið stuðnings margra og lært margt í þeim félagsskap. Steinunn er með 260 rósir í garðinum. Antikirósir sem voru ræktaðar á 1700-1800 öld eru í sérstöku uppáhaldi. Hún kann svo vel að segja af þeim sögur. Upphafleg tilurð rósanna var oft afar rómantísk. Frásagnirnar eru dulúðlegar og stundum grimmar. Rósir voru

aðalsmerki Jósefínu Bonaparte keisaraynju sem er Steinunni hugleikin. Jósefína fékk land til ræktunar að skilnaði er Napoleon sagði skilið við hana. Þjónar hennar fóru víða um Frakkland og á milli landa, til að sækja henni rósir. Það eru rósir Jósefínu sem Steinunn heldur mikið uppá. Það eru rósir sem ilma afar vel, eru harðgerðar og vaxa vel í garðinum hennar Steinunnar.


Með hrossatað sem nesti í byrjun og áburðargjafir í maí, júní og júlí og ekki eftir það, hafa rósirnar sprottið afar vel og mynda nær samfellt þyrnigerði í garðinum. Þær hefur aldrei kalið.

 Í garðinum hennar Steinunnar eru 260 rósir sem vaxa innan um safn af bóndarósum og liljum. Riddarasporar og vatnsberar njóta sín einnig ásamt ótal annarra tegunda blóma.

 Notalegur staður og áningarstaður til að nóta blómfegurðarinnar umlukin ávaxtatrjám og enskum Austin rósum.

Sumarhúsið og garðurinn 5. 2012  9


Risalaukur (Allium gigantemum)

Paradísarepli (Malus)

10  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Kurileyjakirsi (Prunus sachalinensis)

Rósa Metis


Gleym mér ei erlend

Risa blásól (Mekanopis randis)

Riddaraspori lágvaxið yrki.

Spænskar bláklukkur (scilla champanulalata)

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  11


Rosa Dobule Blance Bobble du cubes

Kanadískur skógarþristur (Trilium grandiflorum)

Tröllafjöður (arungcus)

12  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Roðaber (Berberis)

Finnskt matarepli (Malus)


Námskeið í ræktun mat- ogog kryddjurta matjurta kryddjurta, Matjurtaræktun, tvö kvöld - mánudagana 12. og 19. mars ávaxtatrjáa og kl. 19:30 - 22:00. Verðberjarunna kr. 12.800.Kryddjurtaræktun - fimmtud. 12. mars kl. 17:00 - 19:00.

Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar Verð kr. 4.500.hefjast í febrúar. Skráning í síma 578 4800 Leiðbeinendur: Auður I Ottesen og Jón Guðmundsson eða á www.rit.is Staðsetning námskeiða:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,

Ræktun ávaxtatrjáa Íþróttamiðstöðin í Laugardal,

hús 2, 3 hæð, Engjavegi 6.

n Tvö k völd mánud. 11. og 18. feb. kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-

Matjurtaræktun

n Tvö k völd fimmtudag 14. og 21. feb kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-

n Tvö völd og mánudag 25. feb. og 4. mars Skráning og upplýsingar í síma 578k4800 á www.rit.is

n Tvö k völd fimmtud. 28. feb. og 7. mars kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-

kl. 19:30 - 22:00. Verð kr. 12.800.-

Ræktun berjarunna

Kryddjurtaræktun

n Mánudag 11. febrúar kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.-

n fimmtudag 14. febrúar kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.-

n fimmtudag 28. febrúar kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.-

n mánudag 25. febrúar kl. 17:00 - 19:00. Verð kr. 4.500.-

Lei ðbeinandi: Jón Guðmundsson

Lei ðbeinendur: Jón Guðmundsson og Auður I. Ot tesen

Boðið verður upp á námskeið í Reyk javík, Selfossi, lúxus helgarnámskeið 9. og 10. mars í Hveragerði í r æk tun matjurta og kryddjurta. fylgist með á Facebook eða heimasíðum okk ar, www.rit.is og w w w.groandinn.is

Fossheiði 1 800 Selfoss Sími 578 4800 Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  13


Hver er staðan á sumarhúsamarkaðnum?

S

Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Páll Jökull Pétursson og fasteign.is

ala á sumarbústöðum og sumarhúsalóðum hrundi í kjölfar kreppunnar. Sumarhúsið og garðurinn ræddi við tvo reynda fasteignasala um stöðuna á markaðnum og forvitnaðist um hvort nú væri rétti tíminn til að kaupa eða selja.

„Það selst mun minna af sumarhúsum núna en fyrir kreppu. Markaðurinn er þó ekki alveg dauður og ég spái því að hann fari hægt og bítandi að styrkjast,“ segir fasteignasalinn Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Honum finnst framboð af sumarhúsum ekki vera meira nú en verið hefur og engar brunaútsölur í gangi, þótt vissulega sé erfiðara að selja sumarhús nú en fyrir kreppu. Undir þetta tekur Viðar Böðvarsson hjá fasteignasölunni Fold sem segir að alltaf séu til kaupendur að vönduðum og góðum sumarhúsum. Erfiðara gangi hins vegar að selja „hinn venjulega meðalbústað“. „Eftir bankahrunið dalaði íbúðamarkaðurinn fyrr en sumarhúsamarkaðurinn. Hann hélst lengur óbreyttur, enda *Myndin hér að ofan algengara að fólk kaupi íbúðarhúsnæði tengist ekki efni á lánum heldur en sumarhús,“ segir Viðar. þessarar greinar.

14  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Lítil hreyfing á sumarhúsalóðum Spurðir að því hvort þeir sjái einhverjar breytingar á óskum sumarhúsakaupenda nú og þegar sumarhúsamarkaðurinn var í sem mestum blóma árið 2007 þá segir Magnús að honum finnist kaupendur spá meira í vegalengdirnar núna, það sé orðið svo dýrt að keyra. Fólk vilji því helst ekki fara lengra en sem nemur um klukkutíma akstri frá heimili sínu. Viðar tekur undir þetta og bendir jafnframt á nýjan kaupendahóp sem hefur verið að sækja í sig veðrið; golfara. „Golfarar eru nýr flokkur sumarhúsakaupenda sem hefur verið að koma sterkur inn,“ segir Viðar og bendir á svæði eins og Múraralandið í Grímsnesinu og Kiðjabergið í þessu samhengi. Báðir segja þeir að mun minni áhugi sé fyrir sumarhúsalóðum, fólk sækist frekar eftir tilbúnum bústöðum heldur en að byggja sjálft. „Fyrir hrun var búið að skipuleggja svo mikið af lóðum undir sumarhús og því er mikið um lausar lóðir. Ég held hins vegar að það eigi aldrei eftir að rísa hús á mörgum af þessum lóðum. Byggingarkostnaðurinn er orðinn svo hár að fólk leitar frekar eftir tilbúnum sumarhúsum og þá helst á eignarlóðum,”

segir Magnús sem útilokar þó ekki að markaðurinn þróist í þá átt að fólk fari að byggja minni og ódýrari sumarhús. Viðar segir áhugavert að velta þeim möguleika fyrir sér, fólk leiti í auknum mæli í sparneytnari bíla svo ekki sé ólíklegt að fólk fari að huga að minni sumarhúsum. „Fólk gerir samt ákveðnar kröfur núna og ég sé ekki fyrir mér að það fari aftur að byggja 40-50fm bústaði eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Ég held frekar að fólk haldi sig við 70-100 fm og að við munum ekki sjá mörg hundruð fermetra sumarhallir rísa í framtíðinni,“ segir Viðar. Krafan um gott netsamband er einnig orðin meiri, fólk vill geta unnið í bústöðunum og eins er meiri áhersla lögð á hitaveitu að sögn Magnúsar. „Fólk er vandlátara á það hvar það vill vera.“ Hann segir að sumarhús sem standi á óhefðbundnum stöðum, gjarnan nokkuð út af fyrir sig, séu alltaf vinsæl. Eins sé meiri áhugi fyrir kaupum á húsum í sjávarþorpum úti á landi. „Fólk getur oft fengið stór og myndarleg hús á góðu verði úti á landi. Íslendingar eru töluvert frjóir í þessum efnum og dæmi eru um að fólk hafi leigt húsin út á sumrin og sett á stofn litla ferðaþjónustu í kringum kaupin.“


Dreymir þig um sumarhús?

Hér eru nokkur dæmi um hús sem nú eru á sölu: Fjölbreytt frístundahúsakaup Samkvæmt helstu fasteignavefum landsins eru ríflega 500 sumarbústaðir nú á söluskrá. Það finnst Viðari ekki mikið en báðir segja þeir að lítil hreyfing sé á sumarhúsamarkaðnum yfir háveturinn. Vilji fólk hins vegar selja bústaðinn sinn þá er gott að fara að huga að því núna og koma honum á sölu fyrir vorið. „Ég er strax farinn að fá símtöl frá fólki sem er að spá í sölu í sumar,“ segir Viðar sem segir ómögulegt að segja fyrir um þróun markaðarins í ár.

ræða,“ segir Viðar. Hann segir eigendur slíkra húsa oft rólegri í sölumálunum en aðra. Eins eru oft miklar tilfinningar í spilinu, fólk hefur jafnvel sjálft byggt húsið og fjölskyldan átt þar margar góðar stundir. „Það var orðið þannig á árunum 2011 og 2012 að fasteignaverð var langt undir byggingarkostnaði. Það borgaði sig því að kaupa bústað frekar en að byggja. Við erum á leið upp úr kreppunni þannig að verðið mun hækka og því hafa sumarhúsaeigendur, sem ekki hefur legið á að selja bústaði sína, ekki sett hús sín á sölu heldur frekar kosið að bíða þar til markaðurinn tekur betur við sér,“ segir Viðar en bendir jafnframt á að það sé alltaf eftirspurn eftir ákveðnum stöðum eins og Þingvöllum og Skorradal og eins sé Grímsnesið að koma sterkt inn hjá golfurunum.

Magnúsi finnst töluvert vera um að Íslendingar búsettir erlendis kaupi sér frístundahús á Íslandi, hvort sem um er að ræða íbúðir í Reykjavík eða sumarhús úti á landi, enda auðvelt fyrir þá sem eru með tekjur í erlendri mynt að fjárfesta í fasteignum á Íslandi. Magnús segir líka Mikill áhugi, lítil kaupgeta margt fullorðið fólk breyta um lífsstíl Í góðærinu var algengt að Íslendingar þegar börnin fara að heiman. Það selji keyptu sér sumarhús erlendis. Þó að þá oft stór einbýlishús og minnki við sig hvorki Magnús né Viðar hafi verið í sölu og kaupi sér sumarhús fyrir afganginn. á slíkum sumarhúsum þá segja þeir að Báðir kannast þeir við að kaupendur hrunið hafi komið illa við þann markað. reyni að greiða hluta kaupverðs með „Maður hefur heyrt sögur af hvoru tveggja, einhverju öðru en peningum, t.d. bílum, sumir hafa misst þessi hús og aðrir náð sérstaklega þegar um ódýrari bústaði er að halda þeim og nýta þau fyrir sjálfa að ræða. Þó finnst þeim minna vera um sig,“ segir Magnús. „Margir reiknuðu slíkt núna, það hafi verið meira um það á með því að láta leigutekjur standa undir tímabili, en seljendur séu sjaldnast hrifnir kostnaðinum en leigumarkaðurinn brást af slíkum tilboðum. algjörlegt, enda ferðaðist fólk mun minna til útlanda í kjölfar hrunsins,“ segir Viðar Lánastofnanir vilja sem telur að margir sumarhúsaeigendur markaðsverð með eignir erlendis hafi átt erfitt með að Magnús segir að þótt margir bústaðir séu halda þeim. komnir í eigu lánastofnana séu kaupendur ekki að ná þeim til sín á betra verði. „Mín Þó að rólegt hafi verið á íslenska reynsla er sú að lánastofnanirnar fylgi sumarhúsamarkaðnum síðastliðin tvö markaðnum og vilji fá markaðsverð fyrir ár segir Viðar að það sé aldrei að vita þessi hús.“ Viðar telur að ekki sé um mörg hvað gerist í sumar, markaðurinn sé mjög sumarhús að ræða, lánastofnanir hafi óræðinn. „Þegar markaðurinn tekur við frekar leyst til sín íbúðarhúsnæði, enda sér, sem mun gerast, það er bara spurning mun meira af lánum áhvílandi á slíku um hvenær, þá getur það gerst mjög húsnæði heldur en sumarhúsum. „Eldri snögglega. Ég held að áhugi fólks fyrir bústaðir eru yfirleitt skuldlausir og því sumarhúsum hafi aldrei verið meiri en er um afar lítið hlutfall af heildinni að nú, þótt kaupgetuna vanti.“ n

Viltu selja sumarbústaðinn?

Besti tíminn til að setja sumarhúsið á sölu er á vorin og sumrin. Hafirðu hug á því að selja bústaðinn í sumar er gott að fara að huga að sölunni núna. Mikilvægt er að eiga myndir af húsinu að sumri til og eins er gott að finna til teikningar. Ef það er eitthvað sem þarf að lappa upp á í bústaðnum er um að gera að nota vetrarmánuðina til þess sé þess nokkur kostur.

Einbýli á 1,5 milljón á Siglufirði Húsið er 93,6 fm og er kjörið verkefni fyrir laghenta. Það er byggt árið 1923, steinsteypt og með timburgólfi á milli hæða. Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölunni Byggð.

Sjávarsýn á Patreksfirði Sögufrægt hús á sjávarlóð á Patreksfirði fæst á 9,9 milljónir. Húsið er 244 fm að stærð og með sjö herbergjum. Nánari upplýsingar gefa fasteignasölurnar Fasteign og Nýtt heimili.

Víðsýnt í Grímsnesinu Stórt og bjart sumarhús á eignarlandi í Grímsnesinu. Húsið er með tveimur aðskildum svefnálmum, gestahúsi og 6 m lofthæð í stofu. Úr húsinu sést til Langjökuls í norðri, suður yfir Flóann allt til Stokkseyrar og yfir Kiðjabergsvöll. Byggt árið 2004. Ásett verð 42 milljónir. Upplýsingar veitir Fasteignamiðstöðin.

Rómantík á Eskifirði Gamaldags einbýlishús á Eskifirði, 81,6 fm á tveimur hæðum með kjallara fæst á 6,9 milljónir. Húsið er í eigu Íbúðalánasjóðs en eftirtaldar fasteignasölur gefa upplýsingar um eignina: Domus, Inni og Réttvísi.

Fokhelt heilsárshús í Skorradal. 121,8 fm hús í Hvammskógi í Skorradal, hannað af Gassa arkitektum, er til sölu á 34 milljónir hjá Garðatorgi eignamiðlun. Húsið er timburhús, reist á staðnum á steyptum sökklum og plötu með hitalögn. Pallar eru einnig steyptir. Húsið liggur í vinkil frá vestri til suðurs og fellur inn í landslagið. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  15


Hjálp, ég er föst í sumarbústaðnum! Neyðarútbúnaður fyrir vetrarferð í bústaðinn: Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

N Snæfríður Ingadóttir

ýlega dvaldi ég í nokkra daga ásamt fjölskyldu minni í sumarhúsinu okkar á Snæfellsnesi. Þegar veðrið snarversnaði skyndilega, ljósin fóru að flökta og rokið barði harkalega á gluggana, kviknuðu óþægilegar hugsanir um öryggi mitt og fjölskyldunnar.

Þó að allar árstíðir hafi sinn sjarma þá er annað að dvelja í sumarbústað á veturna en sumrin. Þetta vitum við sumarhúsaeigendurnir, það tekur lengri tíma að fá hita í húsið, við drekkum meira kakó og klæðumst ullarsokkum. Þótt minna sé um grill og rauðvín á pallinum þá er viss sjarmi yfir vetrarferðum í bústaðinn. Þeim fylgja oftast meiri rólegheit; viðhaldið er látið bíða fram á sumar og gestagangur er lítill, ef þá Vetrardvöl nokkur. Það gefast því aukin tækifæri fyrir í bústaðnum bókalestur, spilamennsku og kærkomið getur sannarlega kvikmyndaáhorf undir ullarteppi. verið kósí - eða Það var því með gleði að við fjögurra allt þar til það brestur á brjálað manna fjölskyldan lögðum á okkur sex klukkustunda ferðalag í sumarbústaðinn veður og maður kemst ekki heim okkar nýlega. til sín. Það ríkti sannkölluð vetrarstemmning á staðnum, snjór lá yfir öllu og þótt dæturnar ættu erfitt með að skilja að það væri ekki hægt að fá að kríta, blása sápukúlur, fara á ströndina og gera allt það sem við gerum venjulega þegar við erum þarna á sumrin þá áttum við engu að síður virkilega notalega daga í húsinu. Kvöldið fyrir áætlaðan brottfarardag fór hins vegar veðrið að versna og rétt eftir að við hjónin

16  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

vorum búin að koma börnunum í háttinn var komið aftakaveður. Húsið nötraði og skalf og vindurinn smaug inn um hverja einustu rifu. Það var hækkað í ofnunum og dætrunum pakkað betur undir sængurnar. Eiginmaðurinn fór að hafa áhyggjur af þakplötunum og rúðunum í gluggunum sem hreinlega nötruðu en ekki sást út um gluggana fyrir þéttri hríðinni. Þegar ljósin fóru svo að blikka varð mér ekki um sel. Var rafmagnið virkilega að fara? Það er rafmagnskynding á svæðinu svo ég vissi að það yrði fljótt að kólna í kofanum ef rafmagnið færi. Vanmáttarkenndin helltist yfir mig. Hvað vorum við eiginlega að spá að vera að þvælast út á land með tvö lítil börn um hávetur og vera ekki einu sinni með gashitara eða prímus í bústaðnum? Hverslags móðir var ég eiginlega?! Í ofboði fór ég að leita að vasaljósi og fleiri kertum og mundi þá eftir því að ekki var mikið til af mat í húsinu, enda hafði ég gert ráð fyrir því að við værum að fara heim morguninn eftir. Eins hafði ég ekki pakkað neitt sérstaklega hlýjum fötum með á börnin, a.m.k. ekki þannig fatnaði sem hentað gæti til veru í óupphituðu húsi. Ég fór að sjóða vatn á brúsa, bara til öryggis ef rafmagnið myndi nú fara. Á meðan eiginmaðurinn lá hálfsofandi í sófanum æddi ég æst um húsið og bjó til neyðarplan. Jú, skóflan var í forstofunni, það væri hægt að moka sig út, en líklega væri ekki hægt að komast af stað fyrr en veðrinu slotaði og vegirnir hefðu verið mokaðir. Það minnti mig á að best væri að fylgjast með fréttum af

- Kerti/olíulampi - Eldfæri - Vasaljós - Útvarp sem gengur fyrir rafhlöðum - Rafhlöður í útvarpið - Ullarföt á alla fjölskylduna - Þurrmatur - Prímus - Gashitari - Snjóskófla færð og veðri í gegnum útvarpið. Mér til mikillar armæðu fann ég engin batterí sem pössuðu í útvarpstækið. Áður en ég sofnaði áhyggjufull yfir því að vera föst í köldum og myrkum bústað hafði ég þó gert það eina skynsamlega sem allar nútímamömmur hefðu líklega gert í þessum aðstæðum; sett fartölvuna og farsímana í hleðslu. Það væri þá hægt að hafa ofan af fyrir börnunum í rafmagnsleysinu með því að leyfa þeim að horfa á DVD-mynd í tölvunni. Ef farsímasambandið dytti ekki út væri svo hægt að hringja á hjálp ef allt færi á versta veg. Til þess kom þó ekki því veðrinu slotaði um hádegi næsta dag, án þess að rafmagnið dytti út. Það er skemmst frá því að segja að dæturnar voru hæstánægðar með bústaðaferðina og vilja endilega fara þangað aftur sem fyrst. Ég er ekki eins áhugasöm og fer ekki fyrr en ég hef tekið saman neyðarútbúnað; útvarp sem gengur fyrir batteríum, eldfæri, nóg af kertum, prímus, gashitara, þurrmat og ullarföt á alla fjölskylduna. n


Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði • Sími: 550 0100 • Fax: 550 0120 pottar@trear.is • www.trear.is


ERTU MEÐ SKOTVOPN

Í SUMARBÚSTAÐNUM?

F

Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Páll Jökull Pétursson

í sumarbústöðum en af fréttum af innbrotum að dæma virðist vera töluvert um það. „Ég hef enga skoðun á því hvar best er að geyma skotvopn - heima, í bílskúrnum eða í sumarbústaðnum. Aðalatriðið er að þau séu í læstum og traustum hirslum,“ segir Elvar Árni sem hvetur sumarbústaðaeigendur til að koma sér upp viðurkenndum Eins og fram hefur komið í fréttum þá byssuskáp í bústaðnum ef geyma á var flótti Matthíasar Mána Erlingssonar skotvopn þar, en slíkir skápar eru seldir ævintýralegur. Á þeirri viku sem flóttinn í skotfæraverslunum. stóð yfir lá leið hans víða um Suðurland Skápur einn og sér bjargar þó litlu ef en á ferðalaginu braust hann inn í þrjá eigandinn notar ekki heilbrigða skynsemi. sumarbústaði. Sá fyrsti var í Flóanum „Það þýðir lítið að hafa byssur í læstum þar sem hann stal fjórhjóli úr skemmu skáp ef lykillinn að skápnum hangir við við bústaðinn, annar bústaðurinn var í hliðina eða á þannig stað að auðveldlega Reykjadal og sá þriðji í Þjórsárdal en þaðan megi finna hann með því að gramsa í hafði Matthías á brott með sér skotfæri og bústaðnum. Eins á ekki að hafa verkfæri riffil með hljóðdeyfi. Samkvæmt fréttum liggjandi í kring, það auðveldar mönnum fjölmiðla af málinu ætlaði Matthías að að brjóta skápinn upp.“ nota riffilinn til þess að veiða sér til matar á flóttanum. Til þess kom þó ekki þar Mest um veiðiriffla og sem hann gaf sig fram á Ásólfsstöðum í haglabyssur Fréttablaðið greindi nýlega frá því að Þjórsárdal á aðfangadagsmorgun. Ísland væri í 15.-16. sæti yfir ríki heims Vopn ættu alltaf að vera í þegar kemur að byssueign, með 30 byssuskáp byssur á hverja 100 íbúa. Aðallega er Að sögn Elvars Árna Lund, formanns um að ræða haglabyssur og veiðiriffla, SKOTVÍS, Skotveiðifélags Íslands, er en vopnaeign er meiri annars staðar á ómögulegt að segja til um það hversu Norðurlöndum en hér á landi, ef Danmörk algengt sé að skotvopn séu geymd er undanskilin. Að sögn Elvars Árna lótti fangans Matthíasar Mána Erlingssonar frá Litla Hrauni rétt fyrir jólin vakti mikla athygli og óhug, ekki síst hjá sumarbústaðaeigendum á Suðurlandi. Strokufanginn braust inn í þrjá bústaði á flóttanum og stal riffli og skotfærum úr einum þeirra.

18  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

geyma langt frá því allir skotveiðimenn vopn sín í byssuskápum, enda gera lögin ekki kröfu um það nema menn eigi fleiri en þrjú skotvopn. „Ætli menn veigri sér ekki við að leggja út í óþarfa kostnað ef þeir þurfa þess ekki,“ segir Elvar Árni og bendir á að ódýrustu vopnaskáparnir kosti um 40 þúsund krónur. Á þessu gæti þó orðið breyting þar sem nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögunum á þá leið að allir byssueigendur verði skyldaðir til að eiga viðurkenndan byssuskáp, strax við fyrstu byssu. Telur Elvar Árni að þessi breyting verði til mikilla bóta. Það þurfi að gæta fyllsta öryggis í kringum skotvopn og of mikið sé um að byssur séu ekki nægilega tryggilega geymdar. n

 Byssuskápur með talnalás


Svona á að geyma skotvopn  M i k i lvæ g t e r a ð m e ð fe r ð o g va r s l a s k o t v o p n a o g s k o t fæ r a s é u m e ð fulln æg jand i h æ t t i. Ei g endur e ða umráðamenn skot vopna skulu ábyrgjast v ö r s l u þ e i r r a o g s j á t i l þ e ss a ð óviðkomandi nái ekki til þeirr a. Húsnæði er geymir skot vopn sk al því ávallt l æst ef íbúar eru fjarverandi. Við lengri fjarveru ber að ger a skot vopn óvirk t.

• Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um liti á setlaugum

 Skot vopn skulu ávallt geymd óhl aðin.

 S kot vopn og skotfæri skulu ávallt geymd í aðskildum l æstum hirslum.

Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið!

 Ef einstaklingur á fleiri en þr jú skot vopn s k a l h a n n g e y m a þau í s é r ú t b ú n u m v o p n a s k á p s e m s a m þy k k t u r e r a f lögreglustjór a. Tekið af heimasíðunni w w w. syslumenn.is.

Þróttur

• Mold og sandur

Viðurkenndir byssuskápar fást í skotfæraverslunum. Þeir eru úr stáli og þurfa að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur. Formaður Skotvís hvetur alla byssueigendur, hvort sem þeir geyma vopn sín í sumarbústaðnum eða heima, að koma sér upp læstum byssuskáp fyrir vopn sín.

Setlaugar Auðbrekku 6 • 200 Kópavogur Sími 565 8899 • www.normx.is

– Til allra verka

• Grjót og grjóthleðsla • Fellum tré • Fjarlægjum garðaúrgang

Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577-5400 • www.throttur.is Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  19


Sumarhús á hættusvæði

A

Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

ðeins nokkrum metrum frá skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal stendur tvílyft sumarhús með stórbrotnu útsýni. Eigendurnir geta gengið frá húsinu í skíðalyfturnar, sem er afar hentugt því mikið er um skíðafólk í fjölskyldunni. Einn hængur er þó á húsið stendur á snjóflóðahættusvæði.

 Húsið er í 180 metra hæð yfir sjávarmáli.

Siglfirðinga í Hólshyrnu. Eftir að snjóflóð féll á skíðasvæðið árið 1988 voru bæði lyfturnar og skálinn fluttur yfir í Skarðsdal. Fimm árum seinna endurtók sagan sig og snjóflóð féll á skíðasvæðið. Eins og í fyrra skiptið fór þó flóðið bara á lyfturnar en skálinn slapp. Í kjölfarið var skíðasvæðið flutt ofar og skálinn líka og var skálinn svo stækkaður um helming og byggt á hann ris.

hættusvæði og hefur verið í umræðunni hvort flytja eigi skíðasvæðið einu sinni enn eða efla snjóflóðavarnirnar. „Við erum aldrei hér ef það er talin einhver hætta á ferðum og erum mest hér á sumrin,“ ítrekar Rögnvaldur.

Mikill skíðaáhugi í fjölskyldunni

Sjöfn og Rögnvaldur hafa aldrei sett fyrir „Ef húsið fer í snjóflóði þá verður það sig að húsið standi á snjóflóðahættusvæði. bara að vera þannig, við vitum af þeim Skíðaskálinn varð að Vissulega myndu þau sjá eftir húsinu ef möguleika," segir Sjöfn Stefánsdóttir en sumarbústað það færi í snjóflóði, enda búin að leggja hún og eiginmaður hennar, Rögnvaldur „Við fórum oft hingað upp eftir að miklu vinnu í það, en veðurguðunum Þórðarson, hafa síðan 2003 átt sumarhús skíðaskálanum á sumrin og sátum þá verður ekki stýrt. Þau segja veðráttuna á snjóflóðahættusvæði í Skarðsdal. Þar hér úti á pallinum og nutum útsýnisins. á svæðinu geta verið alveg agalega, hefur húsið þó ekki alltaf staðið því Þegar skálinn var svo auglýstur til sölu eins og nafnið á hnjúknum fyrir ofan upphaflega var það byggt sem skíðaskáli í árslok 2003 því nýr skíðaskáli hafði húsið gefur til kynna en hann ber heitið kringum árið 1978 fyrir skíðasvæði verið byggður og lyfturnar verið færðar Illviðrishnjúkur. „Húsið var ónýtt þegar ofar í fjallið, þá veltum við málinu aðeins við keyptum það, enda var verðið í fyrir okkur og gerðum svo tilboð í húsið," samræmi við ástandið. Við þurftum að segir Sjöfn. Það var þó ekki einfalt fyrir byrja á því að skipta alveg um gólfið og þau hjónin að eignast skálann því þótt einangra allt húsið,“ rifjar Rögnvaldur Skíðafélag Siglufjarðar hafi samþykkt upp. Eldhúsið var líka endurnýjað, nýir að selja þeim hann tók við margslungin ofnar settir í húsið og ýmislegt fleira - og pappírsvinna þar sem húsið stendur á 10 árum seinna eru þau enn að, það er snjóflóðahættusvæði. „Við megum í raun alltaf eitthvað sem má betrumbæta. Um ekki nota húsið frá októberlokum til 15. 1.000 fm lóð fylgir húsinu og þar hafa apríl. Eins getum við ekki tryggt húsið hjónin gróðursett aspir og runnategundir. vegna staðsetningarinnar, það er bara „Það hefur tekið langan tíma að fá aspirnar brunatrygging á því,“ útskýrir Rögnvaldur. til þess að taka við sér, en kartöflurnar Hjónin nýta þó húsið þegar skíðasvæðið er spretta vel," segir Sjöfn en húsið er í 180 opið, enda er vel fylgst með snjóflóðahættu metra hæð yfir sjávarmáli svo það vorar á skíðasvæðinu en neðsti hluti þess er á seint á svæðinu. Næsta verkefni er að

20  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013


 Skíðasvæði Siglfirðinga hefur þrisvar verið flutt til vegna snjóflóðahættu. Neðsti hluti núverandi skíðasvæðis stendur á hættusvæði og í umræðunni er að flytja skíðasvæðið enn einu sinni eða efla snjóflóðavarnir á svæðinu. Skammt frá stendur sumarhús þeirra Rögnvaldar og Sjafnar en húsið var áður notað sem skíðaskáli.

þeirra sögn að reyna að fá heitt vatn leitt í bústaðinn en tvær borholur eru við húsið og hefur Rarik virkjað aðra þeirra svo það er stutt að sækja vatnið. „Það frýs í leiðslunum á veturna og því verðum við að vera með vatn á brúsa ef við komum hingað og viljum hita okkur kaffi.“ Þau gantast með að sem betur fer sé stutt í skíðasvæðið og skíðaskálann en þangað séu gestir sendir á veturna ef þeir þurfa að „gera stórt“. Á góðum skíðadögum er húsið venjulega kjaftfullt af fólki en þau eiga fjóra syni, 12 barnabörn og tvö langömmubörn, svo fjölskyldan er stór. „Drengirnir kepptu allir á skíðum þegar þeir voru yngri og Sjöfn líka,“ segir Rögnvaldur stoltur en sjálfur sat hann lengi í stjórn Skíðafélagsins. Egill sonur þeirra sér um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal og Gunnar Björn, annar sonur þeirra, sá um uppbyggingu skíðasvæðisins í Tindastóli. Skíðaáhuginn er því sannarlega mikill í fjölskyldunni og ef litast er um í bústaðnum má ætla að áhugi á breska knattspyrnuliðinu Manchester United sé einnig mikill. Rögnvaldur getur

 Bústaðurinn heitir Valló eftir æskuheimili Sjafnar að Vallargötu 1 á Siglufirði. Þar tók mamma Sjafnar, „Gunna gamla á Valló“, alltaf vel á móti gestum og var þar opið hús frá morgni til kvölds.

Það frýs í leiðslunum á veturna og því verðum við að hafa með vatn á brúsa ef við komum hingað og viljum hita okkur kaffi.

 Þar sem húsið stendur hátt yfir sjávarmáli er útsýnið af pallinum gríðarlega gott og segjast hjónin seint þreytast á að njóta þess.  Það eru ekki margir Íslendingar sem eiga sumarhús í göngufæri við skíðalyftur. Það eiga þau Rögnvaldur og Sjöfn, en skíðalyfturnar á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal eru í göngufæri frá sumarbústað þeirra.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  21


 Rögnvaldur og Sjöfn giftu sig 1964 og í bústaðnum má finna ýmsa muni frá fyrstu búskaparárum þeirra, t.d. þennan pott og kaffikönnuna.

Við megum í raun ekki nota húsið frá októberlokum til 15. apríl"  Hlykkjóttur vegurinn upp í skarðið liggur skammt frá bústaðnum.

 Sjöfn er afar hrifin af englum og á orðið dágott safn af þeim.

ekki neitað því, og deilir stórfjölskyldan þeim áhuga. Aðspurð hvað þau geri í bústaðnum á sumrin segjast þau ekki láta sér leiðast. Viðhaldið taki vissulega sinn tíma en eins bjóði nágrennið upp á ýmsar gönguleiðir og þar sé líka mikið og gott berjaland. „Það er töluvert rennerí hingað upp eftir og við höfum mjög gaman af því að fá gesti,“ segir Rögnvaldur og rifjar upp þegar erlendur ferðamaður bankaði upp á og var að leita að leiðinni til Akureyrar. Sá var með gamalt kort og hélt að eina leiðin út úr bænum væri að fara fótgangandi yfir fjöllin en var feginn að heyra að það væri til styttri leið í gegnum Héðinsfjarðargöngin.

Fimm mínútur í bústaðinn Rögnvaldur og Sjöfn eru Siglfirðingar í húð og hár. Þau hafa verið saman síðan á

22  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

unglingsaldri og hafa búið á Siglufirði alla sína tíð. Þar sem það tekur þau ekki nema fimm mínútur að keyra í bústaðinn frá

miðbæ Siglufjarðar og um 45 mínútur að ganga þangað upp eftir liggur beinast við að spyrja hvort það hafi aldrei komið til greina að fá sér sumarhús eitthvað lengra í burtu. „Þetta er alveg passlega langt frá bænum og mjög gott að fara hingað í frið og ró á sumrin þegar bærinn fyllist af fólki. Ég efast um að við myndum nota sumarbústað sem stæði hinum megin á landinu, það er fínt að hafa bústaðinn svona nálægt,“ segir Rögnvaldur en með tilkomu Héðinsfjarðarganga hefur umferð ferðamanna til Siglufjarðar stóraukist og yfir sumartímann rekur hver helgin aðra með hátíðahöldum og íþróttamótum. Mikil uppbygging hefur líka átt sér stað í bænum sem gerir hann að enn kræsilegri áfangastað fyrir ferðafólk og fagna hjónin ferðamannauppbyggingunni í bænum. „Sjávarútvegurinn er alveg dottinn niður en við horfum bara björtum augum fram á við. Nú þurfum við bara að fá skemmtiferðaskipin til að stoppa hérna,“ segir Rögnvaldur að lokum. n


Ferðamenn vilja sumarhús með sál og sjarma Viator, elsta sumarhúsaleiga landsins, leigir út sumarhús í einkaeigu. Húsin eru eingöngu leigð til erlendra ferðamanna sem sækjast eftir persónulegu umhverfi.

Tex ti: Auður I. ot tesen. Myndir: Viator

Á

síðustu árum hefur færst í vöxt að sumarhúsaeigendur drýgi rekstrarkostnað sumarhússins með því að leigja það út til ferðamanna. Fyrirtækið Viator hefur í meira en áratug sérhæft sig í slíkri útleigu en það er elsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi.

„Það er mikið framboð af sumarhúsum á Íslandi en við erum að leita að ákveðinni tegund húsa - húsum í einkaeigu sem eigendurnir njóta þess að dvelja í,“ segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viators sem leigir íslensk sumarhús út til erlendra ferðamanna, aðallega Þjóðverja, Austurríkismanna og Svisslendinga. Hann bendir á að kannanir sýni að sumarhúsaeigendur noti sumarhús sín sjálfir að meðaltali um 18 nætur á ári. Útleiga sé því góður kostur til þess að borga rekstrarkostnað hússins.

Gestir þrífa sjálfir Á síðustu árum hafa sprottið upp fjölmörg fyrirtæki sem taka að sér útleigu á sumarhúsum svo sumarhúsaeigendur sem vilja leigja hús sín út hafa um ýmislegt að velja. En hvað hefur Viator fram yfir aðrar leigur, annað en það að hafa verið lengi á markaðnum? „Við erum að vinna með endursöluaðilum í gegnum

ferðaskrifstofur sem þekkja þetta kerfi vel og upplýsa leigjendur vel um það við hverju er að búast,“ segir Pétur. „Við sjáum alfarið um öll samskipti við gestinn og ef það koma upp vandamál þá erum við með símaþjónustu. Eigandinn getur því verið algjörlega áhyggjulaus í samstarfi við okkur og þarf ekki að sinna húsi eða gestum, hvorki á meðan útleigu stendur né á milli útleiga.“ Þjónustumiðstöð Viators lætur gesti fá rúmföt við komuna til landsins og lyklar að húsunum eru í lyklaboxum við húsin. Gestir eiga sjálfir að sjá um að þrífa á eftir sér en næsti gestur lætur vita ef ekki hefur verið gengið almennilega frá húsinu og þá er leigjandinn rukkaður aukalega. Pétur segir þetta kerfi hafa reynst mjög vel, afar fá vandamál hafi komið upp og gestir gangi almennt afar vel um.

Vilja persónuleg sumarhús Viator er nú með um 200 sumarhús á skrá hjá sér víðs vegar um landið og leigja eigendur þeirra þau að meðaltali út í átta vikur á sumrin og fá fyrir það um 600-700 þúsund krónur. Pétur segir að margir sumarhúsaeigendur hafi samband við fyrirtækið en þeir fari ekki allir í samstarf. Stundum passa húsin ekki inn í kerfi Viators, en þau verða t.d. að hafa bæði heitt og kalt vatn. Eins verða eigendur

að átta sig á því að um samstarf er að ræða en samkomulagið milli Viators og eigendanna er mótað að óskum eigenda sem geta tekið frá vikur fyrir sig áður en húsið fer í almenna leigu. Talið berst að hefðbundnum gistimöguleikum og því hvort þessi aukna útleiga á einkabústöðum sé ekki í samkeppni við hótel og gistiheimili. Pétur vill meina að frekar sé um viðbót að ræða, enda eru sumarhúsaleigjendur ekki að leita að hótelþjónustu heldur frumlegum og persónulegum gistimöguleikum. „Víða er skortur á gistingu fyrir ferðamenn í sveitum landsins og með því að leigja sumarhús út til ferðamanna er verið að nýta þá fjárfestingu sem fyrir er og auka þar með ferðaþjónustutækifæri á svæðinu,“ segir Pétur. „Gestum Viators finnst spennandi að dvelja í persónulegu sumarhúsi, það er hluti af upplifuninni af ferðalaginu. Ef slík þjónusta væri ekki í boði hér á landi myndu þessir gestir ekki koma hingað heldur fara til annarra Norðurlanda þar sem þessi þjónusta hefur verið í boði í mörg ár.“ n

Sumarhúsaeigendur sem vilja kynna sér þjónustu Viators nánar geta kíkt inn á heimasíðuna www.viator.is/eigendur.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  23


Eitt skref í einu Tex ti: Auður I. Ot tesen. Myndir: Elín Einarsdót tir

V

orið 2004 eignuðust þau búinn að reisa bústað á ákveðnum tíma. Elín Einarsdóttir fóstra og „Við fórum fljótlega að velta fyrir okkur Sæmundur Pálsson smiður hvort við ættum ekki að reisa okkur land í Grímsnesinu. Áformað smáafdrep á landinu. Við höfðum aðstöðu var að gróðursetja fyrstu árin til að gista í húsbílnum sem við eigum og og var ekki ætlunin að reisa bústað sváfum margar nætur í bílnum en þar strax. Vatn var lagt í landið til að hægt er svefnaðstaða fyrir tvo. Okkur langaði væri að vökva trén og nutu þau þess samt að geta boðið krökkunum austur og að planta í landið sem er mólent með þegar mér áskotnuðust steypubitar þá var hraunflákum. Gamla húsbílinn höfðu upplagt að fara með þá austur til að nýta þau sem dvalarstað meðan þau voru sem undirstöðu undir bústaðinn.“ Þannig atvikaðist það að Sæmundur og Elín fóru á staðnum að planta. í byggingarframkvæmdir. „Við áformum að eiga blokkaríbúð í bænum og eiga sumarhús þar sem maður Grafan margborgaði sig getur notið þess að vera úti í náttúrunni. Það leið ekki á löngu áður en þau fór að Það var frá byrjun markmið okkar að kitla í fingurna að byrja. „Við byrjuðum á taka ekki lán til framkvæmdanna heldur því að kaupa gröfu. Ég hafði séð reikninga fara okkur frekar hægt og láta framhaldið frá öðrum sumarhúsaeigendum og vissi vinnast eftir getu. Á þessu landi eru engar að kostnaðurinn við jarðvinnuna væri kvaðir af hálfu landeiganda um að vera mikill, enda kom á daginn að grafan

24  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég borgaði fyrir hana eina milljón árið 2004. Ég fór að grafa fyrir 28 fm gestahúsi. Það reyndist vera metri niður á fast. Ég hafði aðgang að vörubíl og þurfti því ekki að kaupa flutning á grús í vegalögn og í grunninn undir húsið. Grúsina þjappaði ég í lögum með jarðvegsþjöppu og bleytti alltaf vel í henni á milli laga svo hún þjappaðist betur.”

Verkið vannst af fingrum fram Sumarið 2008 var rotþróin keypt og grafan kom enn og aftur að góðum notum. „Á þeim stað sem við völdum fyrir rotþróna reyndist vera klöpp að hluta þannig að eftir að ég hafði átt við hana með gröfunni þá leigði ég mér brotvél og hafði betur. Við verðum með kjallara undir framtíðarsumarhúsi


 Grafan hefur komið að góðum notum við gróðursetningu trjágróðurs í landið.

 Rotþrónni komið fyrir með aðstoð gröfunnar góðu.

Rafmagn og vatnslagnir voru lagðar úti við heimreiðina. Grafan kom að góðum notum er leiða átti vatn og rafmagn að bústaðnum.

 Bústaðurinn hvílir á steypubitum og þar ofan á eru lagðir burðarbitar.  Vandað til frágangs ofan á rotþrónni.

okkar og til að ná réttum vatnshalla fyrir klósett þar þá þurftum við að fara dýpra niður með rotþróna en gengur og gerist í sumarbústaðalandi. Frá rotþrónni lagði Sæmundur frárennslisrör að gestahúsinu en þar er klósett, sem og að sumarhúsinu sem stendur til að hefja framkvæmdir á í sumar. Samhliða framkvæmdunum við rotþróna var hafist handa við að reisa grindina á 28 fm gestahúsi. „Við reistum húsið um sumarið 2011 og lokuðum því með krossviðarplötum fyrir veturinn,“ segir Sæmundur og þannig stóð það til vors. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  25


 Sæmi smíðaði gluggana sjálfur og festi áfellur og vatnsbretti á þá þannig að þeir voru tilbúnir til ísetningar um vorið. Guðlaugur Helgason er með Sæma á myndinni en hann rétti honum hjálparhönd við ísetningu glugganna.

Smíðaði sjálfur allar innréttingar „Um veturinn smíðaði ég gluggana á verkstæðinu mínu. Ég fór mínar eigin leiðir við útfærsluna á þeim en að öðru leyti var bústaðurinn reist eftir teikningu. Áfellur og vatnsbretti festi ég á gluggana á verkstæðinu og voru þeir tilbúnir til ísetningar um vorið,“ segir Sæmundur sem sagaði fyrir gluggunum í krossviðinn, setti þá í og klæddi síðan bústaðinn með kúptri veggklæðingu. „Ég keypti þykkari gerðina af kúptri vatnsklæðningu á bæði húsin á góðu verði 2011. Sumarið í fyrra fór í að klæða bústaðinn og hluti af pallinum var settur upp. Síðasta sumar var unnið inni í bústaðnum og við erum byrjuð á handriðinu á pallinum. Mér þótti afar gefandi að þurfa ekki að flýta mér. Fyrir vikið gefst tími til að gera aðeins betur og láta verkin vinnast svolítið af fingrum fram,“ segir Sæmundur sem vann nær öll verkin sjálfur. „Ef við höfum þurft hjálp hafa krakkarnir komið en við gerðum mestallt sjálf.“ Á verkstæði sínu smíðaði hann hurðir, glugga og innréttingar í bústaðinn. „Ég átti á verkstæðinu gríðarlega mikið af efni, t.d. skrúfur og vinkla og eitthvað af spýtum, sem kom sér vel þegar bústaðurinn var reistur. Síðastliðið sumar innréttuðum við hann og stækkuðum pallinn,“ segir hann. Einnig var gengið frá lóðinni næst pallinum. „Túnbleðill var þökulagður þannig að við höfum smáblett til leikja.“

26  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

 Pallurinn var lagður af fingrum fram. Pallaefnið og handriðin 32 mm. Þykkt efni.

 Feðgarnir Jakob Heiðar og Sæmi klæða gaflinn.


Með vorinu ræsir Sæmundur gröfuna á ný og nú til að taka grunninn fyrir sumarhúsið. Hann áformar að grafa fyrir kjallaranum sem á að vera undir húsinu og steypa grunninn ef tími vinnst til. „Í sumar get ég klárað að tengja pallinn frá gestahúsinu að sumarhúsinu, en sex metrar verða á milli húsanna.“ Svo ætlar hann að láta gott heita í bili.

gefandi lífsstíll „Við höfum átt góðar stundir í landinu og þótt við séum iðin þá erum við ekki alltaf að. Við höfum farið hér um sveitir og skoðað okkur um. Hér í nágrenninu á bróðir minn sumarbústað og við heimsækjum hann, sem og foreldra Elínar sem eru hér með sumarbústað skammt frá okkur. Við höfum gist hjá þeim og okkur hefur þótt afskaplega notalegt að vera boðið til þeirra endrum og eins yfir sumarið. Það er ákaflega góð afslöppun fyrir okkur að koma hingað úr erilsamri vinnu og eiga hér afdrep“, segir Sæmundur sem gerir allt sem þarf að gera. Hann segist hafa áhuga á öllu sem þau fást við og þar er garðyrkjan ekki undanskilin. Elín og Sæmundur einbeita sér að því að njóta og bara vera þegar þau eru í sveitinni. n

 Þau Sæmi og Elín þökulögðu smá blett fyrir framan húsið .

 Er framkvæmdir hófust í landinu var fjárfest í gröfu sem gagnaðist til margra verka. .

 Pallur og þrep við bústaðinn.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  27


Hellulagt hús Tex ti: Auður I. Ot tesen. Myndir: Auður I. Ot tesen og Páll Jökull Pétursson

 Húsið fullfrágengið og útisturtan komin á sinn stað.

Á

gistiheimilinu Frumskógum í Hveragerði er nýreistur fundasalur þar sem tveir af útveggjum hússins eru hlaðnir gangstéttarhellum. Fyrir er hringlaga gufubað þar sem útveggirnir eru klæddir með sama hætti. Morten Geir Ottesen smiður er hugmyndasmiðurinn og sá sem hellulagði húsið.

Arkitekt hússins er Þormóður Sveinsson og er húsið athyglisvert fyrir það að önnur langhliðin er bogadregin og er með ólíkindum hvað sá gjörningur gerir

28  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

fyrir það. Húsið er 40 fm að stærð og gæti rétt eins verið notalegt lítið sumarhús eða gestahús. Tveir veggir eru klæddir með hellum en hinir með Viroc-plötum frá Þ. Þorgrímssyni. Húsið er einn salur með eldhúskrók og salerni. Húsið hvílir á steyptum grunni. Það er klætt krossviðarplötum og bogadregin langhliðin og gaflinn eru hellulögð. Helluveggirnir eru frístandandi. „Fyrstu röðina lagði ég á járnvinkil sem festur er á brúnina á sökklinum. Bak við hverja hellu eru tveir 12 mm þykkir og 10 mm breiðir loftunarlistar sem hellurnar leggjast að.

Milli hellanna er lóðétt og lárétt 8 mm járn sem er fest við krossviðinn með skrúfkrók. Svo er steypt sem svar þykkt hellnanna. Til þess að rýra ekki loftunina má steypan ekki taka meira rými en sem svarar hellubreiddina. Steypt er á milli hellnanna með svokallaðri viðgerðarsementsblöndu til að festa þær og er verkinu var lokið fyllti ég upp í bilið með svartri fúgu,“ segir Morten og þegar hann er spurður hvort verkið hafi verið seinlegt segir hann það hafa unnist vel. „Ég var í annarri vinnu með þessu þannig að ég fór í þetta stund og stund. Þetta er ekki fljótlegt en ég er ánægður með útkomuna.“ n


 Húsið var reist á steyptum grunni og grindin klædd krossviðarplötum.

 Lóðrétt á milli hellanna er 8 mm járn sem er fest við krossviðinn með skrúfkrók. Á milli raðanna er einnig járn til styrktar. Steypa er lögð á milli hellanna til þess að festa þær.

Bak við hverja hellu eru tveir 12 mm þykkir og 10 mm breiðir loftunarlistar sem hellurnar leggjast að

 Skjólveggur hellulagður með sama verklagi.

 Helmingur hússins er klæddur með Viroc-plötum

 Sveigjan á veggnum kemur vel út.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  29


Lappað upp á tröppurnar Myndir: Snæfríður Ingadót tir

Múraðar útidyratröppur eiga það til að brotna með tímanum vegna frostskemmda og verða þar með óþægilegar í notkun. Hér hafa tveir húseigendur

tjaslað upp á tröppurnar hjá sér án þess að múra nýjar. Báðar lausnir eru ágætar en viður er notaður í viðgerðirnar í stað þess að kalla á múrara.

Styrkir úr Húsafriðunarsjóði Mynd: Páll Jökull Pétursson

Gerðu skúringarnar skemmtilegri

Um áramótin voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Þetta þýðir að þeir sem eiga gömul hús og hyggjast sækja um styrki til Húsafriðunarsjóðs, sem veitt hefur styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum, leita nú til Minjastofnunar. Umsóknarfrestur vegna styrkja fyrir þetta ár hefur enn ekki verið auglýstur en hægt er að hafa samband í síma 570 1300 vegna fyrirspurna er tengjast húsavernd og húsafriðun.

Mynd: Snæfríður Ingadót tir

Heimilisverkin eru nauðsynlegur hluti af daglegu lífi, þótt mörgum leiðist þau óskaplega. Í BYKO fást nú fötur með hressilegu blómamynstri sem lífgað geta upp á heimilisstörfin, enda veitir oft ekki af. Föturnar, sem kosta 1.290 krónur, fást með nokkrum mismunandi blómategundum. Þær fá ekki heimilið bara til að ilma heldur skapið líka.

islenskt.is

Jörfi

Garðyrkustöðin Jörfi á Flúðum var stofnuð árið 1977. Georg Ottósson rekur garðyrkjustöðina Jörfa auk þess að reka Flúðasveppi. Á Jörfa ræktar Georg tómata og paprikur í 4500 fermetrum gróðurhúsa og stundar

Tex ti: SFG. Myndir: Hari.

30  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

jafnframt útirækt á um 15 hekturum í landi Hvítárholts. Í útiræktinni hjá Georg eru fjórar tegundir af káli: spergilkál, blómkál, kínakál og hvítkál. Ræktunarstjóri er Friðrik R. Friðriksson.

Georg er umhugað að ganga vel um landið og í útiræktinni stundar hann svokallaða skiptirækt með kálið annarsvegar og korn hinsvegar. Þá er korn ræktað í tvö til þrjú ár í jarðveginum áður en skipt er yfir í kál


Páskaegg

Að lita sín eigin egg er bæði einfalt og skemmtilegt. Einnig er þetta skemmtun sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Eggin hér eru lituð með náttúrulegum efnum, en eru enn fullt hús matar og ósoðin, það er gaman að opna ísskápinn og sjá þar páskaeggin litrík og falleg í bakka. Edik er notað til að hjálpa til með litunina, edikið mýkir upp skurnina þannig að liturinn á auðveldara með að leika við skurnina. Við litun gulu eggjanna þarftu 3 msk gullinrót (túrmerik) og 500ml af vatni. Sjóddu kryddið og vatnið þar til gullinrótin er leyst upp. Láttu vatnið kólna og hrærðu þá 1 msk af ediki saman við. Þegar lögurinn er orðið kaldur þá leggur þú eggin í og lætur liggja í dágóðan tíma, 2-3 klst eða allt eftir því hversu sterkan lit þú vilt á eggin.

Brúnu/Appelsínugulu eggin voru lituð með paprikudufti. Sami háttur var hafður á að útbúa krydd/vatnslausnina og með gullinrót (túrmerik). Eggin þurfa að liggja lengur í þessum lit, eða í um 3-4 klst. Til að lita bleiku eggin notaði ég safa af niðursoðnum rauðrófum. Það er líka hægt að saxa 1 stk hráa rauðrófu niður í 500ml af vatni og sjóða, sía svo vatnið frá. Rauðrófuvökvinn litar mjög hratt, eggin fengu djúpan og fallegan lit eftir um 1 1/2 klst í leginum.

og það ræktað í einhvern tíma áður en skipt er aftur. Þetta gerir það að verkum að ekki er gengið að jarðvegi og þar með vistvæn umgengni í gangi.

Bláu eggin voru lituð með bláberjasaft. Þú getur líka litað þau með því að taka 1 bolla af söxuðu fersku rauðkáli og sjóða í vatni. Mundu bara að setja eggin ekki í heitt vatn, þú vilt geta geymt þau áfram inni í ísskáp og notað þau í bakstur eða matargerð. Ef þú vilt lituð soðin egg þá sýðurðu þau í krydd/vatnslausninni og lætur svo liggja í þar til vatnið hefur kólnað. Þú getur líka blásið úr hráum eggjum og litað skurnina á sama hátt. Dásamlega vorlegt og skemmtilegt. Gangi þér vel! n Tex ti og mynd: Helga Kvam

Á Jörfa vinna 10 manns við ræktunina. Raflýsing er í gróðurhúsunum á Jörfa og er allt grænmetið vökvað með neysluvatni. Býflugur sjá um að fræva plönturnar og lífrænum vörnum er

beitt. Tómatarnir og paprikurnar eru handtíndar þrisvar í viku, grænmetið er handflokkað og því pakkað á staðnum. Það fer síðan beint til neytenda svo ferskleikinn er tryggður.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  31


Á slóðum Skarðverja

V

Tex ti og myndir: Jónatan garðarsson.

Jónatan Garðarsson

esturland býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika hvort sem leitað er að fjölsóttum eða fáförnum stöðum. Skarðsströnd er í síðari flokknum og það verður enginn svikinn af ferðalagi þangað. Sama ættin hefur búið á Skarði í margar aldir og þangað verða allir að koma í það minnsta einu sinni á ævinni. Strandlengjan skartar víkum, vogum og klettum og úti fyrir eru eyjar, hólmar og sker. Svo eru ræktuð tún, melar, hryggir, kjarrlendi, lyngmóar, vötn, ár og mýrar í blandi við grýttar hlíðar, hamrabelti, fell og fjöll sem freista þeirra sem vilja komast hærra.

Fagridalur er réttnefni Þegar halda skal á Skarðsströnd er ágætt að aka Vestfjarðarveg þar til komið er á móts við verslunina Skriðuland. Þar er stutt í Klofningsveg sem liggur framhjá Staðarhólskirkju aleiðis að brattri Tjaldaneshlíð. Utan Deildargils er Fagradalshlíð og Fagridalur opnast á vinstri hönd ásamt Seljadal og Geitadal. Fagradalsá skiptir löndum í Fagradal innri og ytri. Gullfoss er neðst í ánni skammt frá fornum kumlateigi. Hafratindur rís voldugur í 923 m hæð og er með hæstu fjöllum Dalasýslu. Steinólfur gamli nam hér land, og til skamms tíma bjó nafni hans Steinólfur Lárusson að Fagradal ytri. Gott orð fór af hnyttinni málsnilld og nýyrðasmíði hans. Steinólfur stundaði vélaviðgerðir, löggæslu, selveiðar og búskap, nýtti æðavarpið í Akureyjum og smíðaði tæki til að hreinsa dúninn. Steinólfur lést sumarið 2012 og hvílir við hlið konu sinnar í Skarðskirkjugarði. Á leiði hans er kross með áletruninni:„Ásauðarhyglari og hagvaxtarhemill“. Halla dóttir Steinólfs og Guðmundur Gíslason eiginmaður hennar stýra nú búinu og þar er fagurt og búsældarlegt heim að líta.

Menning og námuvinnsla Undir Fagradalsfjalli er bærinn Heinaberg og neðan hans eru stuðlabergshamrar.

32  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Nýpurá rennur um þröngan Nýpurdal og undir Nýpurhyrnu stendur steinhúsið Nýp sem byggt var árið 1936. Húsið stóð autt í fjóra áratugi en árið 2001 hófu nýir eigendur endurbyggingu þess. Þar er rekið vaxandi menningar- og listasetur undir heitinu Nýpurhyrna. Nýpurhlíð nær út að bænum Tindum undir Tindafjall. Á Tindamelum voru Hringsteinar, þrír steinar sem náðu meðalmanni í mjöðm. Gamla gatan lá á milli þeirra en jarðýta ruddi þeim úr vegi haustið 1948 og lentu þeir í uppfyllingu þegar vegurinn var hækkaður og breikkaður. Tindar komust í fréttir um miðja síðustu öld þegar þar hófst kolavinnsla. Grafin voru námagöng við fjöruborðið niður á 10 m dýpi undir sjávarmáli. Göngin eru núna full af vatni, bryggjan að grotna niður og tæki og tól að eyðast vegna ryðs. Þegar best lét voru unnin hátt í 40 tonn af brúnkolum á hverjum degi en starfsemin lagðist niður uppúr 1960.

Búðardalur á Skarðsströnd Margir rugla saman Búðardal á Skarðsströnd og kauptúninu við Hvammsfjörð. Búðardalur var farinn í eyði þegar nýir eigendur tóku við honum og hófust handa við að endurreisa byggingar. Þarna var stórbýli á 18. öld þegar Magnús Ketilsson fræðimaður og


 Horft inn Villingadal þar sem Villingadalsá rennur fram, en þarna eru nokkrir sumarbústaðir í fögru umhverfi.

sýslumaður Dalamanna gerði merkar jarðyrkjutilraunir. Hann stækkaði túnin og ræktaði bygg sem var notað í grauta og brauðgerð. Árið 1778 ræktaði hann kartöflur, rófur, næpur, gulrætur, hreðkur, rauðrófur, piparrót, lauk, hvítkál, blöðrukál, grænkál, salat, spínat, steinselju, salvíu og spergil. Lét hann útbúa salerni til að drýgja áburðinn á tún og garðlöndin. Magnús vildi fræða landsmenn og gaf út bækur um landbúnað og lögfræði ásamt fyrsta tímariti fyrir Íslendinga. Var hann á meðal vitrustu stórbænda landsins og afar framfarasinnaður.

Dysin Illþurrka Alfaraleiðin frá Búðardal að Skarði og Geirmundarstöðum lá um lægð milli Grafarfjalls og Borga. Farið var á vaði yfir Búðardalsá sem skiptir dalnum og um hlaðið á bænum Barmi. Innarlega í skarðinu er grjóthrúgan Illþurrka og herma munnmæli að þar hafi Herdís eða Herríð Gautsdóttir, kona Geirmundar heljarskinns mælt svo fyrir að heygja skyldi sig. Þar sést ekki til bæja og heyrist hvorki til messusöngs né kirkjuklukkna á Skarði eða Búðardal, þar sem kirkja var fram yfir miðja 19. öld. Þeir sem koma að dysinni í fyrsta sinn eiga að kasta steini í hana samkvæmt gömlum sið.

Skarðverjar Grafarfjall heitir eftir Hvalgröfum og þar er bærinn Klifmýri og veiðihúsið Kastali. Grafardrangur stendur í Grafarhlíð og neðan Skarðshyrnu er Andakelda þar sem Geirmundur heljarskinn sökkti gullkistum sínum. Á 16. öld fóru nokkrir menn saman til að ná kistunum og voru búnir að krækja í kistuhring þegar hann slitnaði og kistan hvarf í kelduna. Skipsuppsátur voru löngum í Skarðsstöð og þar var fyrsta fasta verslun Dalasýslu starfrækt frá 1890 til 1911 og eftir það útibú frá verslun í Stykkishólmi. Þarna er ágætis smábátahöfn og salernisaðstaða fyrir ferðafólk. Skarð stendur undir lágu felli og þaðan sést út á eyjarnar sem tilheyra landareigninni. Neðan vegarins eru Geirmundarstaðir, kenndir er við landnámsmanninn Geirmund heljarskinn. Landnáma segir að hann hafi verið göfgastur allra landnámsmanna og af konungaætt, sonur Hjörs Hálfssonar sem réð Hálfrekkum. Hvernig Skarð varð höfuðból og Geirmundarstaðir hjáleiga

 Kolanáman á Tindum var merkilegt fyrirtæki, en nú er fátt sem minnir á þessa starfsemi annað en bryggjustúfur, tæki og tól.

 Vélar og verkfæri kolanámunnar á Tindum verða ryði og veðrun að bráð.

er óljóst, en það hefur gerst snemma. Skarðverjar voru valdamiklir og ráðríkir og fóru stundum með ófriði, en oftar sýndu þeir hyggindi, bárust lítið á og leystu mál með friðsemd.

Ólöf ríka og Björn hirðstjóri Ólöf ríka Loftsdóttir af Skarðsætt tók staðinn í arf. Björn Þorleifsson eiginmaður hennar var riddari og hirðstjóri konungs og þegar enskir kaupmenn á Rifi á Snæfellsnesi neituð að gjalda konungi toll árið 1467 hélt Björn þangað ásamt sjö mönnum. Englendingarnir sátu fyrir

 Grafartindur í Grafarfjalli.

 Skarðskirkja stendur í miðjum kirkjugarði.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  33


 Bærinn Krossá er ofarlega fyrir miðri mynd, Ártindar á hægri hönd og í hvamminum er tóft.

 Túngarðshleðsla við gömlu reiðgötuna undir Ballarárhlíðum við eyðibýlið Reynikeldu.

þeim og drápu Björn og menn hans við Björnsstein. Þeir hlutuðu lík Björns í sundur og sendu heim að Skarði. Ólöf brást þannig við að hún sagði: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði“. Liðsmenn hennar réðust á þrjú ensk skip sem lágu á Ísafirði, drápu tólf kaupmenn og handtóku hina. Lögðu þeir svo breiða kirkjustétt á Skarði að hún var sögð líkjast götu í erlendri borg. Dráp hirðstjórans hafði djúpstæðari áhrif því atvikið leiddi til stríðs milli Dana og Englendinga sem stóð í fimm ár. Núverandi kirkja á Skarði var smíðuð úr viðum kirkju sem Kristján kammerráð lét byggja 1847. Hún fauk af grunni sínum 1910 og var ekki endurbyggð fyrr en 1914-16 og er minni en fyrri kirkja. Skarðskirkja á forláta altarisbrík úr alabastri sem Ólöf ríka gaf til minningar um eiginmann sinn.

Villingadalur og Ártindar Skógargötur lágu frá Skarði og Geirmundarstöðum undir Manheimum og útfyrir Krossá. Þar er mikið birkikjarr og náðu greinar trjánna saman ofan reiðmanna. Hliðarleið liggur yfir Ártinda en ofan þeirra var selstaða frá Skarði. Á

34  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

 Krossá er ágæt veiðiá og er talsverður gróður á eystribakkanum.

16. og 17. öld var hjáleigan Kot undir Ártindum. Þar bjó Ólafur langafi Eggerts Ólafssonar skálds og vísindamanns. Við veginn stendur bærinn Á sem hefur stysta bæjarnafn á landinu. Við Krossá er veiðihús í fallegum hvammi en Villingadalsá rennur þar í Krossá. Nokkur sumarhús eru í kjarri vöxnum Villingadal og þar er gjöfult berjaland. Villingadalur þrengist og verður hrjóstrugri eftir því sem hann hækkar til fjalla.

Axarhólar og Ballará Þegar komið er yfir Krossá er samnefndur bær neðan vegar og út með ströndinni eyðibýlin Frakkanes og Skálatóftir. Nær veginum er Axarhóll þar sem Ólöf ríka lét hálshöggva tólf Englendinga. Spölkorn lengra er Reynikelda í ræktuðum skógarreit. Ballarárfjall gnæfir yfir með snarbröttum hlíðum og fyrir miðjum Ballarárhlíðum

 Steinrunninn tröllkarl á Skarðsströnd

rennur á sem kemur úr Deildarvatni í 545 m hæð. Við sjóinn eru klettar sem bera hið fallega nafn Gullhamrar og skammt frá er Krókanesvogur. Ballará rennur um Ballarárdal, niður með heimatúninu og til sjávar í Krókanesvogi. Nafnið böllur þýðir upprunalega kúla eða belgur og er talið að hnöttóttur steinn hafi staðið í árgilinu en hann finnst þar ekki lengur. Ballará er landmikil jörð og ágæt hlunnindi fylgdu henni. Séra Eggert Jónsson bjó þar um tíma en hann var talinn fyrirmynd að séra Sigvalda í skáldsögunni Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. Framan við ströndina eru eyjar og hólmar. Melar hét bærinn sem var næst Klofningi sem skilur að Skarðsströnd og Fellsströnd. Gaman er að þræða fjörurnar og skima eftir selum og fuglum og hver veit nema refur skjótist á milli steina eða örn fljúgi yfir. n


Vatnsveita og rafmagn  Almennar raflagnir  Viðhald og breytingar á raflögnum  Nýlagnir og endurnýjun raflagna  Rafmagnstöflur  Tölvulagnir  Sjónvarpslagnir  Símalagnir  Dyrasímar Við komum á staðinn, gerum úttekt á raflögnum og ástandi þeirra og veitum ráðleggingar um framhaldið. Ekkert sem tilheyrir raflögnum og rafmagni er okkur óviðkomandi. Við leggjum áherslu á fagmannleg vinnubrögð og góða umgengni.

 Uppsetning stýrikerfa fyrir vatnsveitur stórar sem smáar  Uppsetning öryggis- og brunakerfa

 Getum útvegað dælur í öllum stærðum og gerðum  Uppsetning á vatnsveitum  Dæluviðgerðir S: 612-5552 611-5552 Löggiltur rafverktaki

raf

Dh raf Bakkastíg 16, Reykjanesbæ S: 895-3556, 612-5552, 611-5552 og 421-4426 www.fiskeldi.is

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  35


Hönnun:

Með birkiskóg í stofunni Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

Hrátt og náttúrulegt. Börkurinn á birkinu gefur hlýleika og sterka tengingu við náttúruna.

Á

nýjasta hjúkrunarheimili Akureyrar, Lögmannshlíð, sem opnað var síðastliðið haust, spila íslensk tré veigamikið hlutverk, bæði innandyra og

utan.

 Lögmannshlíð, er að fullu hönnuð samkvæmt viðmiðum velferðarráðuneytisins og í anda Edenhugmyndafræðinnar. Húsið er allt á einni hæð sem auðveldar aðgengi út í náttúruna.

„Margir af íbúum hjúkrunarheimilisins bjuggu áður á hjúkrunarheimilinu Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Mér fannst gaman að halda tengingunni og þannig má segja að íbúarnir hafi tekið hluta af skóginum með sér á nýja staðinn,“ segir Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH arkitektum, sem hannaði nýja hjúkrunarheimilið sem samanstendur af fimm einbýlishúsum sem öll tengjast í gegnum sameiginlegt miðrými.

36  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Í anda Eden hugmyndafræðinnar Lögmannshlíð, sem er 3.375 fermetrar að stærð, er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi, sem er að fullu hannað í anda Eden-hugmyndarfræðinnar, en sú hugmyndafræði leggur áherslu á sjálfræði og virðingu íbúanna, og að þeir geti átt fjölbreytt og skemmtilegt líf. Fanney kynnti sér Eden-stefnuna vel áður en hún hófst handa við hönnun hússins en staðsetning þess var einnig valin með tilliti til hugmyndafræðinnar. Í hönnuninni notar Fanney mikið tré úr Kjarnaskógi. Þannig má t.d. sjá heilu birkistofnana með berki nýtta sem skilveggi á milli ganga og setustofa og

utanhúss er lerki áberandi. Fanney segir það gefa hlýleika að halda berkinum á trjánum innandyra og passar það vel inn í hugmyndafræði Eden stefnunnar þar sem tenging við náttúruna er talin mikilvæg, en í raun má segja að hvert heimili sé með birkiskóg inni í stofu hjá sér. Fanney segir notkun á hráum náttúruefnum hafi verið að aukast á undanförnum árum og nefnir sem dæmi að fjörugrjót og afsagað stuðlaberg hafi verið vinsælt. Hún sér alveg fyrir sér að hún muni nota efnivið úr Kjarnaskógi í framtíðinni en íslenska lerkið hentar sérlega vel í utanhússklæðningar þar sem það fúnar ekki auðveldlega.


 Í hverju íbúðarhúsi búa níu íbúar sem hver um sig hefur 36 fm herbergi. Hvert heimili er með svona birkiskilvegg í setustofunni hjá sér.

Hvað er Eden stefnan?

Upphækkuð blómabeð Annað sem er sérlega skemmtilegt við hönnunina á Lögmannshlíð er að íbúar hafa aðgang að útivistarsvæði með snertigörðum eða upphækkuðum beðum.

Segir Fanney hugsunina með beðunum vera þá að íbúar þurfi ekki að bogra til þess að rækta blóm eða einfaldar matjurtir heldur geti tillt sér á brún beðanna og snert plönturnar áreynslulaust. n

Lerki úr Kjarnaskógi er notað utandyra til að mynda í skilveggi við innganga  Sér útivistaraðstaða fylgir hverri íbúð, sem er afmörkuð með lerkitrjábolum úr Kjarnaskógi. Eins hafa íbúar aðgang að sameiginlegum útigörðum þar sem gert er ráð fyrir ýmiskonar ræktun.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  37


Elín Frigg er ekki spennt fyrri sígrænum gróðri, finnst hann ekki passa. Lífviður og lindifura vaxa þó í garðinum, en ekki kemur til greina að setja niður sitkagreni. Henni óar við því hvað sitkagrenið í brekkunni ofan við bæinn er orðið hátt en þar trjónir hæsta sitkagreni landsins.

Hjónasteinn, höfuðklukka og hrossgaukur Tex ti Auður I Ot tesen, myndir Páll Jökull Pétursson

V

íða um land er að finna gamla Elín Frigg þekkir vel elsta hluta garðsins merka garða. Fyrir framan sem hún annast í dag. Faðir hennar Helgi Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri Lárusson flutti til Reykjavíkur og starfaði er húsaþyrping og við einn af þar, en ættarböndin voru sterk og foreldrar bæjunum, Kirkjubæjarklaustur þeirra voru mikið á Klaustri. Helgi kom 1, er gróinn garður sem á sér merka heim í fríum en móðir hennar Sigurlaug sögu. Fyrstu trén í garðinum, þrjú tré Helgadóttir kom á sumrin með börnin. af silfurreyni, voru gróðursett af Óskari Þau bjuggu á heimili foreldra Helga J. Þorlákssyni, síðar dómkirkjupresti, en kvistherbergi var byggt fyrir ungu sem var prestur á Kirkjubæjarklaustri hjónin og varð rýmra um þau. Sigurlaug á árunum 1931 til 1935. Bjó hann á var í öllum mögulegum verkum hjá heimili þeirra Klausturshjóna, Lárusar tengdaforeldrum sínum, ásamt því að Helgasonar og Elínar Sigurðardóttur. annast börn sín og venslamanna sinna. Í dag annast garðinn frænkurnar Kærust voru henni verkin í garðinum, til Elín Frigg Helgadóttir og Elín Anna hliðar við húsið var girtur af flötur þar sem Valdimarsdóttir, sonardætur þeirra matjurtagarður var í stórum hluta garðsins. hjóna. „Í garðinum var fyrst og fremst ræktað

38  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

grænmeti, rófur og kartöflur fyrir stórt og mannmargt heimili, þar sem gestagangur var mikill. Móðir mín hafði gott auga fyrir garðyrkju, og hef ég eftir gestum sem sem dvöldu á Klausturbænum, um og eftir 1935, að garðurinn hafi verið afar fallegur blómagarður. Mamma ræktaði margar tegundir af salati, grænkál, spínat, blómkál og hvítkál,“ segir Elín Frigg. Flest trén í gamla garðinum gróðursetti móðir hennar. Einn reynir gróðursetti Soffía Kristinsdóttir móðir Errós, Guðmundar Guðmundssonar árið1940. „Tréð fékk hún í Múlakoti og er þessi reynir orðinn lélegur í dag eins og silfurreynirinn. Eftir að ég tók við umsjón gamla hluta garðsins af móður minni, var búið að fella nokkur


 Elín Frigg situr á kollstól sem synir hennar smíðuðu úr einu af trjánum sem felld hafa verið í garðinum.

gömlu trjánna, en nokkur tré höfðu einnig fallið í óveðri. Tvö af fyrstu trjánum standa enn, en þriðji silfurreynirinn klofnaði og var að lokum felldur. Hann þótti líklegur til að geta valdið tjóni á húsinu ef hann félli. Ég sá eftir trénu, en það birti inni í stofu eftir að tréð var fellt og það þótti mér bót.“

Njóli sem ráð við blóðleysi Sumarið 1958 fengu Helgi og Sigurlaug til umráða þriðjung hússins yfir sumartímann. „Vinnumenn á búinu og starfsfólk gistihússins bjó í húsinu allt árið og á haustin bættust við karlar, sem unnu í sláturhúsinu tímabundið,“ segir Elín Frigg

er hún rifjar upp minningar frá æsku sinni, en hún er fædd 1934. „Ég á minningar frá Klaustri frá öllum árstíðum. Halla Einarsdóttir móðuramma var heimilisföst hjá mömmu og hún kunni margt fyrir sér. Hún var ættuð frá Heiði á Síðu. Hún var snillingur í jurtalitun og kunni á mátt jurtanna. Hún lét mig tína blöð af njóla þegar ég var krakki, og borða njólann þar sem ég þótti svo blóðlítil. Einnig á ég minningar þar sem hún bar á mig jurtakrem þegar ég brann illa og gréri sárið vel,“ segir hún og saknar þess að hafa ekki tekið betur eftir og lært meira af fræðum ömmu sinnar.

Rabarbara- og krækiberjasaft Sigurlaug stóð fyrir því að garðurinn yrði stækkaður og bræðurnir Valdimar og Sigurgeir Lárussynir sem deildu garðinum með henni, kostuðu í sameiningu girðingu umhverfis hann og sýndi sig fljótt að það gerði mikið gagn. „Mamma leyfði öllum krökkum að leika sér í garðinum. Hún kenndi þeim einfaldlega að umgangast gróðurinn. Ég hef haft sama háttinn á. Sum börn vilja klifra í trjánum, en það er bannað og þau skilja það, þegar maður útskýrir fyrir þeim að ef börkurinn eyðileggst vanþrífst tréð,“ segir hún og bætir því

 Í gömlu beði vaxa saman mismunandi steinhæða plöntur.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  39


Tvö af fyrstu trjánum í garðinum standa enn, en þriðji silfurreynirinn klofnaði og var að lokum felldur

Mikið fuglalíf er í garðinum. Fuglarnir velja sér hreiðurstæði í gróskunni og þar hefur orpið hrossagaukur og rjúpa hefur einnig komið upp ungum. Þrestirnir eiga það til að vera með hreiðrin sín niðri við jörð. Auðnutittlingar syngja fyrir heimilisfólkið og í garðinum er endrum og eins grá- og svartþröstur. Elín Frigg gefur fuglunum á vorin. Sérstaklega fóðraði hún fuglana þegar hún var á Klaustri á veturna. Hún segir fuglana koma fljúgandi niður úr brekkunni til að athuga hvað sé á boðstólum.

 Höfuðklukka, vatnsberi, kúlulaukur og koparreynir

við að börnin hennar líti á Klaustur sem sitt annað heimili. Þau þekkja allt hérna bæði úti og inni. Töluvert af rifsberjum var í garðinum og sólberjum sem hafa vikið hin síðari ár fyrir öðrum tegundum. Enn er búin til rifsberjasulta því nokkrir runnar eru eftir og rabarbarinn er þarna ennþá. „Mamma bjó til safa úr rabarbara og krækiberjahrati þegar krakkarnir voru litlir til að svala þorsta þeirra. Krakkarnir sögðu saftina vera eins og rauðvín.“

Nýtur fuglasöngsins og fossniðsins Elín Frigg vann í Reykjavík á sumrin frá fermingu, þar til hún var komin með þrjú börn upp úr 1960. Hún fór svo að vinna aftur úti, er börnin uxu úr grasi. Nú er hún

40  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

hætt að vinna og nýtur þess að geta dvalið að nýju á Klaustri. „Ég gat ekki farið að einbeita mér í garðinum fyrr en ég hætti að vinna og varð ellilífeyrisþegi. Nú er ég í garðinum allt að því helming ársins. Undanfarin ár hef ég farið í byrjun apríl austur og síðan aftur í bæinn í september eða október, en það fer haustveðrinu. Haustið þykir mér fallegasti tíminn, haustlitirnir í brekkunni eru einstakir. Fallegast er þegar tunglskinið speglast í ánni, “ segir hún. „Það er gott að una sér í garðinum. Við borðuðum oft úti í garði. Á kvöldin er algjört logn úti og ég kemst varla inn, því ég nýt þess svo að hlusta á fossniðinn og fuglasönginn. Það er einnig dásamlegt í garðinum eldsnemma á morgnana.“


Gulrætur, graslaukur og hundasúra vaxa innan um annan gróður og nýtir Elín Frigg sér þær til matar.

Enn að bætast við tegundir í garðinn Elín Frigg ber Hreini Óskarssyni skógarverði á Suðurlandi vel söguna. Hann hefur komið færandi hendi og bætt fjölskrúðugt plöntulíf garðsins. „Hreinn hefur verið afskaplega skemmtilegur og áhugasamur. Hann er yndisleg persóna og það er dýrmætt að hafa fengið að kynnast honum. Gráreyni, elri, hlyn og álm kom hann með færandi hendi og gróðursetti hér,“ segir hún. Fleiri tré hafa síðan bæst við. „Í garðinum er hjartatré

sem kól alltaf mikið. Svo gáfu sonur minn og tengdadóttir mér ask.“ Þau segir hún vera áhugafólk um trjárækt, en hún telur að trjáræktin blundi í okkur flestum.

Askan lagðist yfir allt Aska lagðist yfir allt í gosinu í Vatnajökli árið 2011 og eimir enn eftir af henni. Nokkra sentimetra þykkt öskulag var yfir öllum garðinum og er askan enn í grassverðinum. „Ég segi stundum að askan hafi verið himnasending. Það þykir gott að rækta gulrætur og kartöflur í

sendinni mold. Ég man að mamma lét sturta vörubílshlassi af sandi í garðinn og dreifði honum og gerði það moldinni gott. Ég hef verið að láta krakkana mína koma með sand í garðinn og nú er ekki þörf á því í bili, nóg er af ösku í garðinum,“ segir hún er hún sýnir hvernig hluti gangstéttahellnanna er hulinn ösku. „Ég hef verið að hreinsa öskuna sem leggst á blöðin er hreyfir vind, ég skola blöðin með því að sprauta á trén. Öspin og sýrenan eru einu trén sem létu á sjá vegna öskufallsins, allt annað hefur þrifist ágætlega.“

 Risavalmúi minnir Elínu Frigg alltaf á plastblóm, sérstaklega eftir að blómin hafa staðið í nokkra daga. Blómin standa stutt og slær hún hann þegar þau fara að dala.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  41


 Klettafrú vex á hjónasteininum, en hún er mjög sjaldgæf og finnst aðeins á örfáum stöðum á Suð-Austurlandi.

Bláar blómabreiður Bláar breiður af höfuðklukku lita hlaðið við girðinguna blárri slikju er líða tekur á sumarið og blátt músagin vex alveg upp að húsinu, og segir Elín ferðamenn oft koma og dást að blómabreiðunni. „Höfuðklukkan fer víðar en hún á að fara, vinkona mín færði mér nokkrar plöntur

42  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

með sér frá Akureyri. Hún hefur fjölgað sér, en ég læt hana óáreitta. Í flestum tilfellum eru blómin velkomin þar sem þau koma,“ segir hún, en hjá henni vex garðasól og eyrarrós óáreitt. „Þetta eru falleg blóm en skriðsóleyna berst ég við, hún veður út um allt. Skriðsóley var ofboðsleg plága hér þegar ég fór að

beita mér. Kæmi mér ekki á óvart að það væri heilt vörubílshlass af henni farið úr garðinum. Hún fer bara ekki, heldur verður alltaf þéttari og þéttari, en ég hef náð henni úr hleðslunum og það þykir mér gott,“ segir hún sem hefur brugðið á það ráð að hemja skriðsóleyna með hormónalyfi og reglubundnum slætti.

 Næturfjóla til vinstri og vatnsberi að neðan.


Þrálát glíma við skriðsóley Jú, vissulega er þetta dálítið mikil vinna, en ég er ekki í geðshræringu út af garðinum. Mig langar hins vegar til að hafa snyrtilegt. Ég slæ blettinn með rafmagnssláttuvél og leyfi grasinu sem fellur við sláttinn að fara niður í svörðinn. Svo er ég með orf sem ég kann ekkert á, en slíkt er gott í glímunni við skriðsóleyjar. Sprettan er góð og á þeim tíma ársins þegar mest sprettur, þá er ég varla búin að slá fyrr ég er byrjuð aftur.

Hjónasteininn Vestan við gamla bæinn er sérkennilega kantaður klettur, sem er vinsælt leiksvæði hjá börnum. Hann heitir Hjónasteinn og fylgir sú þjóðsaga klettinum, að undir honum liggi hjón. Þau höfðu verið að gamna sér í heyflekk þegar steinflykkið kom yfir þau líkt og fallið hefði af himni. Ekkert ártal er nefnt með þessari sögu. „Í minningunni var steinninn hærri en hann er nú. Hann hefur sigið og það hefur hrunið úr honum. Við höfum grafið frá honum því krakkarnir sækja í steininn og við viljum ekki að litir krakkar nái að klifra upp á hann og fara sér að voða,“ segir Elín. Við steininn vex alíslensk klettafrú sem hún er svo ánægð með að vaxi þarna. „Klettafrú finnst ekki lengur ofan við bæinn eins og áður. Sú sem vex í steinunum kom með okkur frá Hörgslandi.“ n

 Hjónasteinnin er áberandi í garðinum og honum fylgir merkileg þjóðsaga.

 Garðurinn fór ekki varhluta af öskufalli í Grímsvatnagosinu 2011. Elín skolar öskuna af blöðum trjánna með vatni til þess að losna við hana þegar hreyfir vind.

 Elín Frigg nýtur þess að hlusta á fossniðinn og fuglasönginn í garðinum.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  43


Gróandinn

Sáning sumarblóma og matjurta

Í GARÐINUM

MEÐ JÓNI GUÐMUNDSSYNI Texti: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Myndir: Jón Guðmundsson og Páll Jökull.

S Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur

enn líður að því að sáning sumarblóma og matjurta gengur í garð og oft er erfitt að hemja sig þegar spenna kemst í mannskapinn. Ótímabær sáning er ekki endilega æskileg vegna þess að þær plöntur verða oft renglulegar og lélegar, en bestar eru plönturnar ef að þær eru stuttar og þéttar. Það er yfirleitt of dimmt í stofuglugganum fyrr en kemur fram í mars til þess að fara að sá. Margar tegundir þurfa heldur ekki svo langan uppeldistíma í forræktun að það þurfi að sá fyrir þeim snemma. Þeir sem búa svo vel að eiga gott ræktunarljós geta hinsvegar nýtt sér

44  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

það til þess að byrja með. Plöntur sem ræktaðar eru undir ræktunarljósi verða oft mun þéttari og fallegri heldur en þær sem eru bara ræktaðar úti í glugga. Best er að nota sæmilega bjartan glugga fyrir sáningar og uppeldi plantna og þá gjarnan suður- eða vesturglugga. Þó þola plöntur mis vel sterka sól, en flestar kunna vel við sig í sem mestri sól. Það eru helst ungar kálplöntur sem þola ekki sterkt sólsskin og háan hita. Sumum tegundum sem þurfa stuttan uppeldistíma má líka sá beint út í beð eins og valmúa (Papaver sp.) og snækraga (Iberis amara). Mörgu rótargrænmeti er alltaf sáð beint í beð.

Sá má í ýmsa potta og bakka og til eru sérstakir sáðbakkar sem henta vel til sáninga. Ávallt skal nota alveg hrein ílát og alla endurnýtta bakka og potta skal þrífa vel með heitu vatni fyrir notkun. Best er að nota sérstaka sáðmold í sáningar en hún er fíngerð, sjúkdómsfrí og frekar áburðarsnauð. Gott er að fylla bakkann ekki alveg heldur skilja eftir um. 1-2 sm borð á bakkanum. Fræinu er dreift jafnt yfir bakkann og er gott að um 1-2 sm séu á milli fræja ef hægt er. Síðan er mold, sandur eða vikur settur yfir fræið en nóg er að rétt hylja fræ svona 1-3 mm. Stórt fræ má fara dýpra og mjög smátt fræ þarf ekki að hylja. Vökva þarf varlega


Sáningartími nokkurra algengra tegunda Febrúar Brúðarauga (Lobelia erinus), fagurfífill (Bellis perennis), ljónsmunnur (Antirrhinum majus), kínadrottning (Dianthus chinensis), silfurkambur (Senecio cineraria), stjúpur (Viola x wittrockiana) og sumarstjarna (Callistephus chinensis). Fagurfífill

Mars Apablóm (Mimulus guttatus), aftanroðablóm (Lavatera trimestris), flauelsblóm (Tagetes patula), hádegisblóm (Dorotheanthus bellidiformis), fiðrildablóm (Nemesia strumosa), skrautnál (Lobularia maritima), og sumarljómi (Phlox drummondii).

Aftanroðablóm

Apríl Daggarbrá (Leucanthemum paludosum), morgunfrú (Calendula officinalis), skjaldflétta (Tropaeolum majus). Morgunfrú

Matjurtir Mars

Blaðlaukur (Allium porrum), matlaukur (Allium cepa), paprika (Capsicum annuum), selleri (Apium graveolens), og tómatar (Lycopersicon esculentum).  Ræktunarílát

yfir á eftir og gott að að hafa fíngerðan vökvunarstút eða úðabrúsa til þess að fræið skolist ekki allt til og fljóti upp á yfirborðið þegar vökvað er. Þegar búið er að sá, er hvítt plast eða gler sett yfir bakkann til þess að halda moldinni rakri á meðan fræið er að spíra. Ef að gler er notað, er gott að setja dagblað yfir glerið til þess að ekki hitni um of í sterkri sól. Sáðbakkanum er síðan komið fyrir úti í glugga eða undir ræktunarljósi og plastið eða glerið tekið af þegar plönturnar koma upp. Fylgjast þarf með því hvort að moldin sá ekki alltaf rök á spírunartímanum en ekki skal samt vökva nema þörf sé á sem er kannski á 2-3 daga fresti. Spírun tekur vanalega frá 3 dögum upp í 3 vikur eftir tegundum. Þegar plönturnar hafa myndað 2-4 laufblöð má fara að dreifplanta þeim í

sér potta. Þá er ein planta sett í litla potta um 6-12 sm stóra. Stundum má setja nokkrar saman í pott, eins og er með margar kryddplöntur. Stærð pottana fer mikið eftir tegundum en flest sumarblóm og matjurtir þurfa 6-8 sm potta. Tegundir eins og skjaldflétta (Tropaeolum majus) og aftanroðablóm (Lavatera trimestris) þurfa aftur á móti 12 sm potta og best er að sá þeim beint í pottana þar sem þær þola illa dreifplöntun og það hnjask sem henni fylgir. Plönturnar má svo fara að setja út í vermireit eða út í garð um miðjan maí ef að tíð er góð. Það er alltaf gott að venja plöntur rólega við og herða þær áður en að þær eru svo gróðursettar á varanlegan stað í lok maí eða byrjun júní. n

Apríl Kál (Brassica sp.), rauðrófur (Beta vulgaris), rófur (Brassica napus), og salat (Lactuca sativa).

Maí

Rauðrófa

Kúrbítur (Cucubita pepo), garðbaunir (Phaseolus vulgaris), ertur (Pisum sativum) og bóndabaunir (Vicia faba).

Eftirtöldum tegundum er sáð beint út í garð í maí. Gulrætur (Daucus carota), næpa (Brassica rapa), ostrurót (Tragopogon porrifolius), pastinakka (Pastinaca sativa), svartrót (Scorzonera hispinica), og radísa (Raphnus sativus). Sáningartíminn er svo sem ekki heilagur og hitastig í ræktun ræður líka miklu um hve langan tíma þarf að sinna uppeldinu.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  45


Gróandinn  Allar grófar aðgerðir er best að framkvæma frá febrúar og fram á vor.

Trjáklippingar

Texti: Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur. Myndir: Páll Jökull.

 Birkikvist (Spiraea sp.) er auðvelt að klippa í kúlu.

Þ

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

að fer senn að líða að trjáklippingum í garðinum og í raun og veru má klippa tré hvenær sem er á árinu, en algengast er þó að gera slíkt frá febrúar og fram í maí.

Flest limgerði er best að klippa tvisvar á ári, jafnvel oftar ef að um hraðvaxta tegundir er að ræða. Allar grófari aðgerðir er best að framkvæma á þessum tíma og þá fyrir laufgun. Síðan getur verið gott að snyrta eftir þörfum um mitt sumar líka. Þegar limgerði er klippt, er oftast nauðsynlegt að láta það mjókka að ofan. Það er gert til þess að hliðarnar njóti betur

46  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

birtu og að limgerðið verði ekki bert að neðan vegna skuggaáhrifa efri hlutans. Ekki er þó nauðsynlegt að það sé alveg í spíss efst, heldur að það mjókki upp á við. Kassaform er stundum notað og er í rauninni ágæt tilbreyting þar sem það á við. Slíkt er alveg hægt að gera við tegundir sem þola betur skugga heldur en t.d birki og víði. Tegundir sem henta í kassaform eru blátoppur (Linicera caerulea), gljámispill (Cotoneaster lucidus) og fjallarifs (Ribes alpinum). Líka mætti nota sígrænar tegundir eins og sitkagreni (Picea sitchensis) og garðaýr (Taxus x media) sem báðar taka klippingu vel og verða mjög þéttar.

Kúluform er eitthvað sem margir notast við og með ýmsum tegundum. Í kúlur má notast við nánast hvað sem er en fallegast er þó að nota blaðnettar tegundir eins og birki (Betula pubescens), birkikvist (Spiraea sp.), blátopp (Lonicera caerulea), fjallarifs (Ribes alpinum), gljámispil (Cotoneaster lucidus), eða myrtuvíði (Salix myrsinites). Þegar farið er að klippa gömul og vanhirt limgerði, sem mjókka á mikið getur verið gott að gera það í áföngum. Þá er önnur hliðin tekin mjög innarlega og svo hin árið eftir. Þetta er gert til þess að plantan geti jafnað sig á milli og verði síður fyrir áfalli ef að mikið þarf að klippa af henni. n


 Gljámispill hentar vel til að klippa í kassaform.

 Limgerði sem mjókkar að ofan nýtur betri birtu á hliðarnar og verður þéttara.

 Nokkrar mismunandi víðtegundir klipptar í form.

 Snyrtilega formað nýtt limgerði. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  47


Gróandinn

Sáð á Selfossi

R

frælista frá Chiltern en þar er fáanlegt kaldörvað hlynsfræ sem er þægilegt því þau þurfa kaldörvun fyrir sáningu. Yfirleitt meðhöndla ég hlynsfræ sem ég tíni með því leggja þau bleyti í 2-4 daga þar til það fer að þrútna aðeins. Ef fræið er gott þá spírar það fljótlega og er komið með 2-3 blöð í maí. Þó kemur fyrir að dvalinn rofnar ekki og þá getur farið svo að fræið spírar ekki fyrr en ári seinna. Þetta getur farið á alla vegu,” segir Guðmundur. „Plönturnar rækta ég svo áfram í beði og ég Guðmundur er áhugasamur um ræktun er ekkert að skýla þeim eða dekra við þær. hlyns – hann á í garðinum sínum fjölda Annaðhvort þola þær íslenska veðráttu tegunda og yrkja og fyrir mörgum þeirra eða ekki,” segir hann sem lætur það ekki hefur hann sáð. „Ég safna fræi hér heima á sig fá þó að eitthvað af því sem hann og í ferðum mínum erlendis á haustin. sáir til lukkist ekki, hann veit þá betur. Ég hef mestan áhuga á að verða mér úti um hlyns- og eikarfræ því ég hef gaman Afkastamikill fræsafnari af að sjá hvað nær að dafna hér hjá Mary sáir árlega fræi af sumarblómum okkur,“ segir hann. Fræ pantar hann og fjölæringum af plöntum úr eigin einnig eftir frælistum. „Mary lét mig fá garði, sem og frá vinum í Austurríki og

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

æktun er sameiginlegt áhugamál þeirra Mary Marsden Ellertsson, formanns garðyrkjudeildar Garðyrkjufélags Íslands á Selfossi, og Guðmundar Bjarnasonar garðyrkjufræðings sem situr með henni í stjórn. Um miðjan febrúar á síðastliðnum vetri sáðu þau saman í gróðurhúsi Guðmundar og Dagrúnar konu hans og nutu góðs af reynslu og þekkingu hvort annars.

48  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Garðyrkjufélagi Íslands. Hún segist sá um 100 tegundum og yrkjum árlega. „Ég tek fræ af u.þ.b. 200 tegundum í garðinum á haustin og sái því sem ég á ekki, en ég búin að rækta það sem mig langar að hafa þar. Ég er svo að hreinsa fræið á haustin og fram eftir vetri og yfirleitt byrja ég að hugsa um það sem ég ætla ekki að sá, það sem ég á nóg af. Ég hef tekið eftir því að ef febrúar er stormasamur og snjóþungur þá lengist listinn yfir þær tegundir sem ég ætla að sá því þá hugsa ég enn frekar til vorsins og hef þörf fyrir meira af blómum,“ segir Mary. Hún safnar og sendir fræ af 50-60 tegundum fjölærra plantna í fræbankann hjá Garðyrkjufélaginu á haustin, en hún er einn af afkastamestu frægefendunum hjá félaginu. Mary segir þessa miklu blómaþörf næstum vera eins og sjúkdóm. „Maður finnur fyrir sterkri þörf sem maður losnar ekki undan.“


Nauðsynlegt er að hafa eftirlit með sáningunni og fylgjast vel með. Ekki láta moldina þorna og ekki vökva of mikið þannig að hún sé rennblaut. finna milliveginn til þess að ná góðum árangri.

Texti: Auður I. Ottesen. Myndir: Páll Jökull.

Allt fært til bókar Mary skrifar hjá sér allt sem skiptir máli, t.d. sáningardag, hvenær fræið spírar og hvenær hún dreifplantar. „Maður lærir af reynslunni. Ég rækta af tilfinningu en skrái í ræktunarbækur af ótrúlega mikilli nákvæmni. Það er gott að geta fylgst með því hvað fer úrskeiðis og þannig fundið út hvernig og hvenær sé best að sá,“ segir Mary sem byrjar í febrúar að sá inni í bílskúr fjölæringum sem þurfa kaldörvun. Sáningarbakkana setur hún út í vermireit eða í kalt gróðurhús. Svo koma sumarblómin og matjurtirnar í apríl. Hún endurnýtir hakkbakka fyrir sáninguna og skyr- og jógúrtdollur gagnast henni vel í ræktuninni. „Ég er alger ruslastrumpur, ég á fullt af alls konar nothæfum ílátum í bílskúrnum,“ segir hún sposk. n

 Sáð er í plastbakka sem búið er að gata. Sáningarmoldin er vökvuð vel og sléttuð. Fræinu er dreift yfir moldina og hulið lítillega með vikri. Raka er haldið að moldinni með því að setja bakkann í plastpoka. Loftað er öðru hverju og þegar fræið fer að spíra þá er bakkinn tekinn úr pokanum. Mary sáir í hreinan bakka með góðri sáðmold og stingur fræinu niður 2-3 sinnum eigin þykkt.

 Mary heldur nákvæma dagbók yfir hvenær hún sáir og skráir allar tegundir og yrki sem hún ræktar en þau skipta tugum á hverju vori. Fræið geymir hún í endurnotuðum ílátum inni í búri. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  49


Gróandinn

Gagnlegar elritegundir Tex ti: Ólafur Sturla Njálsson, garðyrk jubóndi í Nát thaga í Ölfusi. Myndir: Páll Jökull

R

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur

æktunarsaga elritegunda (Alnus), annarra en gráelris, er ekki löng á Íslandi. Fyrst þegar farið var að nota runnkenndar tegund af elri, komst verulegur skriður á ræktun þess. Sitkaelri var um tíma gróðursett í tugþúsundatali, en hefur núna sennilega fengið trúverðuga keppinauta bæði til skrauts, aukinnar fjölbreytni í yndisskógrækt og landgræðslu.

Elri sem sumir vilja frekar kalla öl, er með aukaútbúnað umfram flestar aðrar  Karlreklar trjáplöntur. Það lifir í gagnlegu sambýli við af Sitkaöl. svepp af Frankia-ættkvíslinni. Sveppurinn bindur köfnunarefni úr loftinu og miðlar  Japanselri, til plöntunnar í skiptum fyrir sykrur. Alnus maximowiczii Köfnunarefni, öðru nafni nitur, er lífsnauðsynlegt öllum plöntum. Flestar plöntur fá það úr söltum í jarðveginum, sem nítrat- eða ammoníumjónir. Köfnunarefni er það næringarefni sem mestur skortur er á í íslenskum jarðvegi. Elrið fær köfnunarefnið beint úr loftinu með hjálp samstarfslífveru á rótunum, nokkuð sem gerir það flugfært um að leggja undir sig og græða upp auðnir þar sem til dæmis jöklarnir hörfa. Það er því sannkallaður frumherji. Þetta má sjá vestur í Alaska þar sem elrið vex beint upp úr jökulurðinni skammt frá skriðjökulssporðum. Auðvelt er að sjá „verksmiðjur” sveppsins sem kringlótt, hrukkótt þykkildi hér og þar á rótinni.

50  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Sitkaelri er dáfalleg planta. Notkun elris í landgræðslu er ekki ný af nálinni hérlendis og fyrir um tveimur áratugum síðan var mikið gróðursett af sitkaelri, (Alnus sinuata), í þessu skyni. Árangur varð ekki eins og vænst var nema á örfáum stöðum. Margt kom til. Til dæmis kom í ljós að sitkaelri getur verið full fljótt á sér að lifna í snemmhlýindum og síðan kól það illa ef gerði slæmt vorhret. Misjafnlega mikið ber þó á þessu eftir kvæmum. Frostlyfting á fjölpottaræktuðum plöntum fyrsta veturinn eyðilagði einnig töluvert af plöntum, en slíkt má koma í veg fyrir með betur úthugsuðu vali á gróðursetningarstað, bæta við húsdýraáburði í jarðveginn og ofan á í kringum plöntuna eftir gróðursetningu. Það er freistandi að gróðursetja í gríð og erg litlar fjölpottaplöntur með plöntustaf, til þess svo að uppgötva að það margborgar sig að nostra meira við hverja og eina plöntu og setja frekar færri plöntur í einu. Stærri plöntur kalla á meiri vinnu við gróðursetningu, en reynast svo öruggari. Að auki hef ég persónulega reynslu af því, að rjúpan étur brum elrisins, sem er ansi afdrifaríkt fyrir pínulitlar nýgróðursettar fjölpottaplöntur! Kannski er það skýringin á hvarfi tugþúsunda sitkaelriplantna sem gróðursettar voru í mela og móa hér um árið? Áhuginn á gróðursetningu sitkaelris minnkaði snarlega í kjölfarið á ofangreindum hrakförum þess. En sitkaelri er eftir sem áður dáfalleg planta í garða með sín fersk grænu og gljáandi

blöð og stendur sig vel áveðurs. Einnig er það góð viðbót til að auka fjölbreytni í runnagróðrinum í kringum stóru trén í yndisskógrækt.

Ný elritegund stendur sig óvænt vel Undirritaður hefur 16 ára reynslu af ræktun á annarri runnkenndri elritegund, sem hugsanlega stendur sig betur en sitkaelrið hvað varðar þol gagnvart seinum vorhretum. Hlýnun að vetri til gerir meiri kröfur til plantna um að þær láti ekki narra sig til að lifna of snemma. Þær þurfa að búa yfir hemlum sem varna því, að þær lifni ekki fyrr en í alvörunni á að koma sumar. Það er hjá okkur helst ekki fyrr en í lok maí, því enn erum við að fá slæm vorhret í maí þrátt fyrir hlýrri vetur! Er nokkur gróðurunnandi búinn að gleyma vorhretinu 13. og 14. maí 2012 þegar gerði norðanbál og mínus sex gráður samfleytt í tvo sólarhringa?

Frá Hokkaido Í ferð minni á Hokkaido, nyrstu eyju Japans, haustið 1996 kynntist ég runnkenndri elritegund, japanselri, (Alnus maximowiczii), sem vex hvarvetna við skógarmörk í fjöllum. Það myndar runnalag í brekkunum ofan við skóginn og er síðasta trjákennda tegundin áður en melar og síðan gróðurlausar auðnir og skriður tóku við ofar. Skógarmörk á Hokkaido eru í um 1500 metra hæð sums staðar en innar á eyjunni alveg upp í 1950 metra hæð. Eitthvað í veðurfarinu


 Stefán Benediktsson starfsmaður í Nátthaga krýpur hér við rótarskot af gráelri í mel, sem það hefur grætt upp á 20 árum. Mynd: Ólafur Njálsson

þarna veldur því sem ég fékk síðan að kynnast hér heima, að japanselri sefur lengur fram á vor og lætur ekki plata sig í snemmhlýindum til að hefja vöxt. Hokkaido er á milli 46. og 42. breiddargráðu, heilum 20 breiddargráðum sunnar en Ísland. Sennilega eru átökin á milli hlýja Kyrrahafsloftsins sunnan og austan við eyjuna og kalda loftsins frá Okhotskahafinu og Asíu norðan og vestan megin svo mikil fram á vor, að náttúruvalsþrýstingurinn drepur allt sem lifnar of snemma og eftir urðu þær plöntur sem hafa gen fyrir því að sofa vel og lengi fram á vor. Sunnanlands komu til dæmis skelfileg vorhret í maí á árunum 2003, 2004 og 2005 sem ollu slæmu kali á sitkaelri, bæði stórum og stæðilegum runnum og smærri plöntum, en það sá ekkert á japanselrinu sömu vor. Síðan hef ég fylgst betur með því og séð enn betur að kvæmin, sem ég tók smávegis af fræi með mér heim úr ferðinni, eru vel útbúin gagnvart seinum vorhretum. Undirbúningur fyrir haust og vetur er einnig tímanlegur í ágúst hjá japanselri, sem eiginlega heyrir til undantekninga hjá svo suðlægum kvæmum, samanber reynsluna af evrópulerki frá Alpafjöllum hérlendis, sem má helst ekki fá alvarlegt hausthret í september, en það þolir japanselrið.

Góð fræmyndun hjá japanselri Eftir 16 ára reynslutíma er sem sagt nokkuð ljóst að japanselrið verður hvorki

fyrir vorkali né haustkali hérna í Nátthaga. Það þrífst vel og myndar um 3 metra háa runna með stór, falleg, oft hjartalaga blöð. Það blómstrar fljótlega, tveimur til þremur árum eftir gróðursetningu og myndar mikið af velspírandi fræi. Áberandi karlreklarnir eru gulir, langir og skemmtilega lafandi drjólar á greinunum samtímis laufgun. Til landgræðslu er japanselrið ennþá óreynt. En sem góð viðbót í skrautgarða og yndisskógrækt hefur það þegar sannað sig.

Fjölgun með fræi og rótarskotum Elri gróðursett og síðan sjálfsáð í stór flæmi myndar mikil runnaþykkni. Sumar tegundir fjölga sér líka með rótarskotum. Með tímanum verður varla göngufært um elrisvæðin nema með því að leggja göngustíga. En sem kærkomið skjól og búsvæði fyrir alls konar dýralíf er elri mikil og góð vörn. Auk þess bætir það næringarástand jarðvegs fyrir aðrar plöntutegundir vegna samstarfsins við niturbindandi sveppinn á rótunum. Elrið er svo kjaftfullt af köfnunarefni að það fær varla almennilegan haustlit og laufið er því mjög næringarríkt þegar það fellur til jarðar.

Gráelri vinnur á Af elritegundum sem verða lítil eða miðlungsstór tré með svipað harðgerði og vindþol og áðurgreindar tegundir, er alla veganna orðið dagsljóst að gráelri, (Alnus incana), gefur þeim ekkert eftir.

 Fræreklar á gráelri.

Gráelri er greinilega miklu sterkara og vindþolnara en talið var fyrir tveimur til þremur áratugum. Það fjölgar sér sums staðar gríðarlega með rótarskotum og má nota þann eiginleika til að binda jarðveg t.d. í skriðum. Frostvirkni í jarðvegi virðist ráða því hvort gráelri myndar mikið eða lítið af rótarskotum. Þar sem hún er mikill, myndast hreinlega skógur af nýjum gráelritrjám í kringum móðurtréð. Gráelri nær ekki að fjölga sér með fræi hérlendis vegna svepps sem skemmir fræreklana, því miður! Þessi sveppur er reyndar svo sértækur að hann er eingöngu á fræreklum gráelrisins og skemmir ekkert annað né aðrar elritegundir. Að öðru leyti er gráelri stálhraust og vindþolin tegund, sem sennilega má einnig nota í skjólbeltaræktun, auk þess að vera nógu sterkt til að græða upp land. Gráelri hefur fram að þessu fyrst og fremst verið ræktað sem nett og fallegt garðtré og í yndisskógrækt.

 Gráelri er nett og fallegt garðtré og má nota í skjólbelti með góðum árangri.

Til landgræðslu er japanselrið ennþá óreynt. En sem góð viðbót í skrautgarða og yndisskógrækt hefur það þegar sannað sig.

Elri í íslenskri flóru Elri er náskylt birki og af bjarkarætt eins og það. Vaxtarlag og útlit elris fellur vel að útliti og litum íslenskra birkiskóga og náttúru. Frjókornarannsóknir sýna að gráelri óx hér á landi í síðasta hlýskeiði ísaldar, en dó út eftir það á síðasta kuldaskeiðinu. Verður því varla annað sagt en að gráelri eigi vel heima í íslensku vistkerfi og sé hjartanlega velkomið aftur ásamt runnkenndu nýgræðingunum sitkaelri og japanselri. n

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  51


Birkiilmur og fossniður

Tex ti: Byggt á ritgerð Elínar Önnu Valdimarsdót tur. Ljósmyndir: Páll Jökull. Gaml ar myndir: Bókin Sunnlenskar byggðir.

B

ærinn Kirkjubæjarklaustur á Síðu stendur undir lágum heiðarbrúnum í Vestur-Skaftafellssýslu. Ramma landslagsins í vestri, norðri og austri mynda þrír stórfenglegustu jöklar landsins en í suðri er sandströndin mikla við Atlantshafið. Veðurfar á Kirkjubæjarklaustri er milt og úrkomusamt og skilyrði til skógræktar þar eru því mjög góð á hérlenda vísu.

 Kirkjubæjarklaustur í febrúar 1941. Hlíðin er þá skóglaus.

Kirkjubæjarklaustur á sér merka og forna sögu. Þar var klaustur frá 1186-1550. Eftir siðaskiptin komst jörðin í eigu konungs (ríkisins) og sátu hana fulltrúar konungs, klausturhaldarar og sýslumenn um langt árabil. Jörðin komst í einkaeign árið 1908 þegar hjónin Lárus Helgason frá Fossi og

52  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Elín Sigurðardóttir frá Breiðabólsstað keyptu jörðina, en þau höfðu flutt þangað eftir nokkurra ára búsetu í Múlakoti á Síðu. Þau bjuggu á Klaustri til æviloka, en Lárus lést árið 1941 og Elín 1949. Á árunum 1944-1958 ráku synir þeirra hjóna, þeir Helgi, Siggeir, Valdimar, Júlíus og Bergur, hlutafélagið Leiðólf um rekstur búsins. Á þeim 14 árum náðu þeir bræður miklum árangri í skóg- og landgræðslumálum, sem á þeim tíma vakti athygli.

Skógrækt við Systrafoss Á sama tíma og þeir bræður háðu baráttu við að hefta sandfok á Stjórnarsandi, hófu þeir að planta skógarplöntum í hlíðarnar á Klaustri. Á þeirra tíma mælikvarða þótti þetta mikil skógrækt, reyndar sú mesta á bændabýli á landinu. Verkið hófst með því að á lýðveldisárinu 1944 var reist girðing um hinn fyrirhugaða skógarreit í hlíðinni fyrir ofan bæinn á Klaustri. Helgi, elsti bróðirinn, sá um innkaupin en 5.000 birkiplöntur voru fengnar úr Skógræktarstöð Hermanns Jónassonar í Fossvogi. Einn bræðranna, Júlíus, sótti plönturnar á vörubíl þeirra bræðra í Fossvoginn. Var honum mjög minnistætt hversu erfitt var að koma plöntunum upp úr Fossvoginum. Bíllinn, fullhlaðinn af birkiplöntum, átti það til að sökkva í blautan jarðveginn. Allt hafðist þetta samt, þrátt fyrir slæmar vegasamgöngur í Fossvogi. Jafnframt voru fengnar birkiplöntur austan frá

Skaftafelli í Öræfum. Þegar komið var með plönturnar að Klaustri var þeim komið fyrir í kálgarðinum vestan við íbúðarhúsið, en gróðursetning þeirra í brekkunum hófst ekki fyrr en næsta vor.

Dekurverkefninu sinnt af alúð Áhugi fyrir skógrækt á Íslandi fór vaxandi í hinu nýstofnaða lýðveldi og skógræktarfélög voru stofnuð víða, m.a. í sveitinni. Á Klaustri var fyrsta dráttarvélin nýkomin á býlið, mörg voru þau vorverkin sem þurfti að sinna, en „dekurverkefnið”, skógræktin fékk samt sinn tíma og vel það. Það var í stríðslok vorið 1945 sem byrjað var að planta birki í brekkurnar fyrir ofan bæinn, beggja vegna við Systrafoss. Átakið var mest í gróðursetningunni fyrsta árið. Eingöngu var plantað birki. Áður en byrjað var á gróðursetningunni sjálfri voru gerðar holur fyrir plönturnar og hrossaskít blandað saman við moldina. Skítinn og plönturnar þurfti að bera upp brattar brekkurnar. Að þeirra tíma hætti var gróðursett í beinar raðir. Skriðurnar voru undanskildar gróðursetningu en þar mynduðust síðar rjóður. Vinnudagurinn var oft langur, jafnvel unnið fram á nótt, enda ríkti þá „hin náttlausa voraldar veröld”. Ekið var um sveitina á Fedralvörubíl til að safna liði, margir komu að gróðursetningunni, bæði heimamenn og sveitungar. Krakkarnir á Klaustri tóku virkan þátt í plöntuninni, jafnvel svo


Tveir göngustígar hafa verið gerðir í skóginum. Þeir eru báðir fyrir vestan Systrafoss.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  53


Helgi, einn Klaustursbræðra, sagði strákunum við gróðursetningu sitkagrenisins að vöxtur þess yrði svo mikill að trén yrðu hærri en fjallið.

haustið 2012 mældist Hæsta tréð vera 25.3 metrar. Fyrir nokkrum árum stóð Skógrækt ríkisins fyrir að fella 17,2 m greni sem var hæsta tréð á þeim tíma. tréð var selt og ágóðinn notaður til að búa til bekki sem Einar Bjarnason bóndi smíðaði. hann er umsjónamaður girðinga, grisjunar og stígagerðar á vegum skógræktarinnar.

mikið að þau töldu sig ekki þurfa að planta meira á lífsleiðinni. Elstur strákanna var Guðmundur Guðmundsson, nú betur þekktur sem listamaðurinn Erró. Hann var og er hamhleypa til verka. Jafnframt gróðursetningunni mun Erró eitthvað hafa stjórnað þeim yngri. Á næstu árum var haldið áfram að setja niður birki, uns búið var að setja niður 60 þúsund plöntur. Upp úr 1950 var farið að planta greni í brekkurnar. Þær plöntur voru frekar stórar, að líkindum 2ja ára. Í hverja holu, sem gerð var fyrir greniplönturnar, var settur hrossaskítur úr fullri 20 lítra fötu. Talsvert var sett niður af furu og einnig nokkur lerkitré ásamt víði. Girðingin var síðan stækkuð til vesturs en hún mun nú vera 12 ha að stærð. Í hinum skjólsælu sólríku hlíðum á Klaustri döfnuðu plönturnar yfirleitt ákaflega vel. Um 1970 herjaði á afmörkuðu svæði maðkur á birkið og drápust þá margar plöntur. Síðar var sitkagreni gróðursett í stað dauðu birkiplantnanna.

Birkið farið að endurnýja sig Íbúar Klausturs voru afar ánægðir með vöxt skógarins og báru á vissan hátt lotningu fyrir honum. Eftir nokkurra ára vöxt hefði vel mátt grisja, en á þeim tíma mátti ekki snerta skóginn. Sem dæmi um það voru jólatré ekki sótt í skóginn. Áfram skreyttu illa barrheldin innflutt jólatré stofur íbúanna. Fólk gerði sér almennt ekki grein fyrir hinum gífurlega vexti á komandi árum. Þó var undantekning á því. Helgi, einn Klaustursbræðra, sagði strákunum við gróðursetningu sitkagrenisins að vöxtur þess yrði svo mikill að trén yrðu hærra en fjallið. Vonandi rætist þessi spá ekki, en staðreyndin er sú að neðstu klettar fjallsins eru sums staðar komnir í hvarf við hin risavöxnu sitkagrenitré.

54  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013


 Skógarhlíðin á Klaustri árið 1947. Birkið dafnar greinilega vel tveimur árum eftir gróðursetningu.

Hæsta mælda sitkagrenitré landsins er að finna í reitnum en það mældist um 23 m árið 2006. Við mælingu haustið 2012 mældist það 25,3 m, ársvöxtur þess er stöðugt mjög góður. Um 60 árum eftir gróðursetningu fór að bera á því að stöku birkiplöntur drápust. Þær voru greinilega komnar á aldur. Það er bót í máli og ánægjulegt að sjá hvað skógurinn endurnýjar sig. Sjálfsánar plöntur eru komnar upp um allar hlíðar, jafnvel upp á heiðarbrún. Nýsáningurinn er aðallega birki en einnig lítils háttar greni og reyniviður. Fyrir neðan reitinn, meðfram bæjarlæknum, er þéttvaxinn sjálfsáinn skógur. Skógarreiturinn í hlíðinni er þess valdandi að víða í næsta nágrenni við skóginn eru sjálfsánar plöntur.

Þjóðskógur í einkaeign Árið 1966 gerðu þeir eigendur skógarins, sem búsettir voru á Klaustri, samning við Skógrækt ríkisins um viðhald girðinga og umsjón með skóginum. Skógarreiturinn er nú einn af 52 þjóðskógum landsins en er þó eftir sem áður í eigu landeigenda. Skógrækt ríkisins og fleiri áhugasamir hafa bætt við ýmsum sjaldgæfari trjátegundum, eins og hlyni, álmi, þöll, lífviði, aski og ýmsum reynitegundum.

Vinsælar gönguleiðir um skógarreitinn Núna er ákaflega erfitt að ímynda sér Kirkjubæjarklaustur án skógarreitsins við Systrafoss, svo snar þáttur er hann í lífi fólksins og umhverfi. Það er dásamlegt að eiga þennan sælureit, enda er skógurinn fjölfarinn. Tveir göngustígar hafa verið

gerðir í skóginum. Þeir eru báðir fyrir vestan Systrafoss. Sá fjölfarnari er stígur sem liggur upp á Klaustursfjall, en það er vinsæl gönguleið sem er afar fjölfarin yfir sumarmánuðina. Reyndar er stígurinn hluti af lengri gönguleið sem kallast Ástarbrautin. Þegar beygt er til vinstri, neðarlega í skóginum, liggur annar stígur. Sjálfsagt er fyrir þá, sem hafa áhuga á að skoða risavaxin sitkagrenitré, að ganga þar inn í skóginn. Ef áfram er haldið má sjá bekk talsvert hátt uppi í brekkunni, en þar er ágætt að tylla sér og njóta fagurs útsýnis. Uppi við bergið, við hinn sögufræga Sönghelli, er afar gott útsýni yfir sitkagrenireitinn.

Berjatekja og fuglasöngur Yfir sumarið er mikil blómaskrúð í brekkunum. Mest er af blágresi og mjaðarjurt, einnig umfeðmingsgras og fjölmargar aðrar tegundir. Hrútaberjalyng breiðir sig um brekkurnar og vinsælt er hjá þorpsbúum að tína þar hrútaber á haustin. Á seinni árum hefur hvönn breiðst talsvert út í neðsta hluta skógarins. Undir háum sitkagrenitrjám, þar sem birtu nýtur ekki lengur við, er skógarbotninn sums staðar moldarbrúnn og nær gróðurlaus. Sem betur fer er það ekki víða því sjónarsviptir er að blómskrúðanum og þeim gróðri sem fyrir var. Fuglalíf er fjölbreytt, en mest ber á skógarþresti. Af öðrum tegundum, sem koma tímabundið í skóginn, má nefna músarrindil, glókoll, auðnutittling og rjúpu.

Skógurinn er vinsæll áningarstaður Hinn árlegi skógardagur Skógræktarfélagsins Merkur hefur tvisvar verið haldinn í skóginum. Að aflokinni skoðunarferð um skóginn hefur gestum verið boðið upp á kaffihressingu, nikkan þanin og þátttakendur reynt að syngja í kappi við þresti skógarins. Það hefur sýnt sig að rjóður skógarins henta vel til slíkra samkoma.

Pokasjóður og Ferðamálastofa hafa styrkt stígagerð, merkingar og áningastaði í skógræktinni.

Í rjóðri, undir háum sitkagrenitrjám, hafa nemendur Kirkjubæjarskóla gert sér afdrep þar sem þau njóta útikennslu. Úr viði, sem til fellur í skóginum, smíða nokkrir laghentir eldri borgar í þorpinu fallega hluti. Skógurinn er fyrir alla, jafnt unga sem aldna, auk þess að vera vinsæll áningarstaður ferðamanna. Það ríkti bjartsýni, dugnaður og gríðarlegur áhugi þegar gróðursetning hófst í brekkunum við Systrafoss árið 1945. Frumkvöðlarnir, Klaustursbræður ásamt eiginkonum þeirra, eru nú allir látnir, einnig margir aðrir sem komu að verkinu. Strákarnir, sem fengu sinn skammt af gróðursetningu strax í æsku, eru núna orðnir virðulegir eldriborgarar. n Umfjöllun þessi er styttri útgáfa ritgerðar Elínar Önnu Valdimarsdóttur sem hún ritaði sem nemi í Grænni skógar l 2009–2011. Gamlar myndir: Skógarhlíðin á Klaustri árið 1947 er í bókinni Sunnlenskar byggðir Vl Skaftárþing á bls. 665.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  55


Blackhills

-óðalsgarður í Skotlandi Tex ti og myndir: Auður I. Ot tesen

Í

Skotlandi eru víða stórbrotnir gamlir garðar sem óðalseigendur hafa opnað fyrir almenningi. Í ferð með færeyska garðyrkjufélaginu vorið 2010 heimsótti Auður I. Ottesen Blackhill-garðinn, einn af fegurstu görðum Norður-Skotlands. Garðurinn var fyrst opnaður almenningi árið 2010.

 Gamlar stríðsminjar, fallbyssa í vari við hlaðin vegg.

Blackhill er nærri Elgin í Morayshire, skammt frá Inverness, og er örstuttur akstur að óðalssetrinu frá þjóðveginum. Í heimreiðinni er þyrping gamalla steinhlaðinna húsa, hlaða og útihús, en í skjóli trjáa spölkorn frá er sjálft herrasetrið,

56  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

að mestu hulið gróðri. Óðalseigendurnir, John Christie og Stephanie Christie, tóku vel á móti okkur og buðu gesti velkomna með sínum fallega skoska hreim.

Krikketflöt framan við óðalssetrið Landsvæðið sem tilheyrir Blackhillóðalinu er 1.618 hektarar, þar af er garðurinn sjálfur 60 hektarar. Tæplega helmingur hans er skógi vaxinn. Lögun garðsins mótast af tveimur bröttum dölum sem mótaðir voru af skriðjöklum síðustu ísaldar og skapar landgerðin sérstaka veðursæld. Milt veðrið leiðir til þess að

þar þrífast margar tegundir plantna sem almennt eru álitnar of viðkvæmar fyrir þennan landshluta. John leiddi hópinn inn í garðinn og var fyrsti áningarstaður á stórri grasflöt fyrir framan óðalssetrið, þar sem heimamenn leika krikket. Í jaðri hans stendur bláleitt tehús og tilhöggnir steinar sem voru notaðir til að brynna skepnum og eru einnig notaðir sem blómaker. Upp á hæð ofan við tehúsið er gengið upp ævaforn steinhöggvin þrep sem löngu eru mosagróin. Á hæðinni eru stríðsminjar og fjöldi áningarstaða með bekkjum þar sem maður getur notið fegurðar landsins. Ofan af hæðinni er


Svanir höfðu valið sér hólma fyrir varpstað og gerði nærvera þeirra ásýndina rómantíska og heillandi

 Tvö manngerð stöðuvötn er að finna í Blackhills garðinum.

 Lyngrósirnar frá fjallahéruðum Tíbets og Kína prýða garðinn.  Bílafloti óðalseigandans.

gengið niður bratta hlíð inn í skóginn en þangað var förinni heitið til að skoða lyngrósirnar og fjölbreytta flóruna sem þar þrífst vel.

 Færeyskir ferðafélagar á í lok göngu um garðinn.

Almenningur fær notið garðsins á vorin

 Sjarmerandi og gamalt, mosavaxið þakið og sjálfsáðar plöntur upp við húsvegg.

Gróðursetningar hófust í Blackhillgarðinum í upphafi 20. aldar. Garðurinn er með eitt fallegasta og fjölbreyttasta einkasafn af lyngrósum (rhododendrons), um 360 mismunandi tegundir, auk fjölda annarra gróðurtegunda. Meirihluti plantnanna á uppruna úr Himalayafjöllunum en margar eru frá NorðurSumarhúsið og garðurinn 1. 2013  57


 Brýrnar eru úr náttúrlegu efni og samlagðist vel umhverfinu.

 John Christie óðalsbóndinn í Blackhill.

 Tilhöggnar steinhellur í tröppum og náttúran grær í hverri glufu

Ameríku, Mið-Asíu og Norður-Evrópu. Upphafsmaður þessara gróðursetninga var Thomas North Christie, teræktandi á eftirlaunum. Hann flutti margar nýjar tegundir af lyngrósum í garðinn frá fjallahéruðum Tíbets og Kína. Um helmingur tegundanna var gróðursettur milli 1920 og 1935, niðjar hans hafa plantað öðrum gróðri á síðustu 20 árum. Garðurinn var opnaður fyrir almenning 2010 og þá eingöngu tvær helgar í maí þegar lyngrósirnar skarta sínu fegursta. Fjöldi manns kemur og skoðar garðinn þær helgar og rennur aðgangseyririnn til góðgerðamála í nágrenninu. Á öðrum tímum gefst einstaklingum og hópum færi á að skoða garðinn að fengnu leyfi.

 Stephanie Christie tók vel á móti hópnum með te og kexi með sultu er göngunni lauk.

58  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Sterk upplifun á náttúrunni Gengið var um garðinn upp og niður hæðir og ása, inn á milli hárra trjáa, inn í skóglendi og yfir brúaða skurði og læki. Alls staðar bar fegurðina fyrir augu. Í dalverpinu voru tvö manngerð vötn, svo listilega hönnuð að það datt engum í hug

að þar hafi mannshöndin verið að verki. Fjölbreytt tegundaval vatnaplantna óx í þeim og við bakkana og votlendisplöntur nærri. Svanir höfðu valið sér hólma í öðru vatninu fyrir varpstað og gerði nærvera þeirra ásýndina rómantíska og heillandi. Eftir rúmlega klukkustundar göngu um skóglendið dauðlangaði mig að fara annan


Meirihluti plantnanna á uppruna úr Himalaya-fjöllunum

 Garðurinn við Óðalsetrið.

 Í skóginum er fjöldi fjölæra plantna.

hring og dvelja lengur í seinna skiptið, en með færeyskum vinum okkar þurfti að halda dagskrá og hver veit nema maður fari aftur og dvelji þá í nokkra daga og njóti betur þessa fallega umhverfis. Í gömlu húsunum á óðalinu er boðið upp á gistingu fyrir ferðamenn sem koma til að njóta garðsins og skosku sveitastemmningarinnar. Á staðnum er tennisvöllur og í nágrenninu er hægt að fara í reiðtúra. Svo er nóg af golfvöllum og laxveiðiám nálægt og fyrir þá sem kunna að meta skoskt viskí þá er Speyside frægt fyrir vínframleiðslu.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  59


 Í einu af gömlu húsunum er keramikverkstæði Óðalsbóndans.

 Leirmunirnir hans John Christie eu kunnir fyrir sérstæða áferð á glerungum sem hann vinnur með náttúrulegum hætti.

 Upp á hæð við Óðalið er skothelt byrgi hulið gróðri.

Áður en ferðinni að Blackhill-setrinu lauk þáðum við veitingar í skemmu á hlaðinu hjá Stephanie Christie og enduðum ferðina síðan í einu af eldgömlu steinhlöðnu húsunum. John Christie er þar með leirkeraverkstæði og selur muni sína á staðnum. Hann sérhæfir sig í viðarbrenndum glerungi þar sem hann notar blöndu af leir úr nágrenninu,

grænmetisösku og feltspat sem hann brennir inn í leirinn í stórum viðarofni. Útkoman er einföld og áferðin falleg. n

60  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Ef ekið er til Blackhill Gardens frá Glasgow er valinn vegur G23 5NE. www.blackhills.co.us.


Meistaraprófsritgerð í grasnytjum frá University of Kent

V

ilmundur Hansen, þjóð- og garðyrkjufræðingur er lesendum blaðsins vel kunnur, en hann hefur ritað um árabil greinar í blaðið og er einnig höfundur bókarinnar Árstíðirnar í garðinum sem Sumarhúsið og garðurinn gaf út 2011. Vilmundur lauk í haust meistaraprófi frá Háskólanum í Kent sem er staðsettur í Canterbury á Englandi. Námið nefnist á enska tungu ethnobotany sem hefur verið þýtt á íslensku sem grasnytjafræði. Lokaverkefni Vilmundar nefnist The Historical Ethnobotany Of Iceland from Settlement to 1901 og fjallar um nytjar á gróðri á Íslandi frá landnámi til ársins 1901.

Að sögn Vilmundar fjallar grasnytjafræðin um samskipti manna og plantna í sinni víðustu mynd, og það hvernig plöntur hafa mótað menningu ólíkra samfélaga í gegnum tíðina. Hann segir rannsóknir á gróðurnytjum vera tiltölulega nýjar af nálinni. Í fyrstu beindust þær nánast eingöngu að því, hvernig frumbyggjar í hitabeltinu og í Norður Ameríku nýttu plöntur til matar, lækninga og í daglegu lífi sínu. Fræðasviðið hefur hins vegar bólgnað út síðustu árin, og umfang þess aukist og í dag fjallar grasnytjafræðin einnig um nytjar samtímafólks á plöntum.

Kent og Kew Námið í Kent var sett á laggirnar árið 1998 og segir Vilmundur að í dag hafi ríflega hundrað nemendur úrskrifast með M.Sc.

gráðu í grasnytjafræði þaðan. Háskólinn er enn sem komið er sá eini í Evrópu, sem bíður upp á nám í faginu og fellur það undir mann- og umhverfisfræðideild skólans. Grasagarðurinn í Kew er samstarfsaðili skólans um námið og ábyrgur fyrir þeim hluta þess sem þar fer fram.“

Bleikir akrar og slegin tún Í ritgerðinni safnar Vilmundur saman heimildum um grasnytjar í fornsögum og öðrum heimildum og rekur hverjar þessar heimildir eru til ársins 1901. Hann tók fyrir þrjár plöntur, ætihvönn, melasól og melgresi sem fulltrúa íslensku flórunnar en seinna meir segist hann hafa áhuga á að rita sögu annarra tegunda íslenskra plantna frá landnámi. n

Vörubrettin nýtt í húsgögn Vörubretti eru Stefáni Hermannssyni húsgagnasmið og frístundamálara kær efniviður í húsgögn og bekki. Hann notar þau í garðinum við gamla húsið hans á Eyrabakka. Hann tekur brettin í sundur og nýtir timbrið á þennan listræna og fallega hátt. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  61


Kefír, lifandi heilsudrykkur

- forvitnilegt fyrirbæri

F María Margeirsdóttir

yrir nokkru kynntist ég forvitnilegu fyrirbæri þegar mér áskotnuðust nokkur vatnskefírgrjón. Kefír er vítamínríkur drykkur, búinn til úr kefírgrjónum sem eru lifandi samfélag gerla. Þess má geta að á tyrknesku þýðir kefir vellíðan. Kefírgrjónin lifa í vatni og eru þeirri náttúru gædd að þau nærast á sykri og framleiða meðal annars B-vítamín og probiotic-gerla, sem eru mjólkursýrugerlar, eða góðu bakteríurnar sem lifa í þörmunum og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru.

Kefír vill sykur Kefírgrjónunum fylgdu líka leiðbeiningar um hvernig ætti að hugsa um þau. Þar sem þau lifa á sætuefnum borgar sig að vanda valið á sykrinum sem á að fæða þau, ef manni er á annað borð umhugað um heilsuna. Venjulegur hvítur sykur er t.d. það næringarsnauður að hann er ekki æskilegur sem fóður fyrir kefírinn heldur ætti að velja hrá- og pálmasykur.

62  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Ekki er ráðlegt að nota hunang vegna bakteríudrepandi eiginleika þess þótt það sé ekki útilokað, en þá þarf að skipta um grjón og endurnýja reglulega. Ég gaf mínum grjónum rapadurahrásykur og pálmasykur sem fæst í öllum heilsubúðum. Þá sneiddi ég líka niður ferska, lífræna sítrónu og bætti einni sneið út í og að auki setti ég í vatnið nokkrar þurrkaðar gráfíkjur sem ég átti í ísskápnum. Þegar þetta var allt saman komið í stóra krukku og sykurinn uppleystur, setti ég kefírgrjónin mín varlega saman við. Eftir nokkra stund fór að lifna yfir grjónunum í krukkunni og voru þau greinilega ánægð. Þau byrjuðu að framleiða loftbólur, flutu upp að yfirborðinu og létu sig síga niður á botn til skiptis.

Gerjunin býr svo til gómsætan safa Í krukkunni fer fram gerjun og grjónin fara að vaxa. Þau stækka og fjölga sér á tiltölulega stuttum tíma. Vatnskefír getur

margfaldast allt að 50% við bestu aðstæður á 48 klukkustundum. Það er merki um heilbrigði kefírsins þegar grjónin margfaldast og éta upp nær allan sykurinn til að búa til ný grjón. Afrakstur þessa ferlis er léttsætur og frískandi kefírsafi sem inniheldur svipað magn sætu og er í einu epli. Þegar grjónin höfðu verið í vatninu í 48 klukkutíma veiddi ég sítrónusneiðina og gráfíkjurnar upp úr og síaði grjónin frá vökvanum með plastsigti. Best er að nota áhöld úr tré, sem og glerkrukkur og sigti úr plasti því kefír má ekki komast í snertingu við málm. Ég setti svo vökvann í glerflösku og notaði smelltan tappa með gúmmíhring til að loft kæmist ekki að og bætti við einni teskeið af pálmasykri. Upplagt er svo að setja engiferbita, vanillustöng, kryddjurtir eða annað gott með í flöskuna til bragðbætis. Sumir setja jafnvel kaffi- og/eða kakóbaunir út í og láta vel af bragðinu sem kemur af drykknum.


Ég lét svo flöskuna mína standa í aðra 48 klukkutíma. Það sem gerist þá í flöskunni er að probiotic-gerlarnir éta upp sykurinn og búa til kolsýru þannig að drykkurinn verður freyðandi. Þegar flaskan er opnuð þarf að gera það mjög varlega því nokkurt magn af gosi getur myndast og drykkurinn freytt upp úr flöskunni. Ekki er ráðlegt að geyma drykkinn of lengi óopnaðan því það getur myndast svo mikill þrýstingur að flaskan gæti brotnað. Við gerjunina myndast svolítið magn af alkóhóli en ef þetta er gert rétt ætti það ekki að vera meira en um 1%. Mikið af upplýsingum um vatnskefír er hægt að finna á netinu en hann er líka þekktur undir nafninu tibicos eða tibi.

Svo má svæfa hann Kefírgrjón er hægt að svæfa og geyma í ísskáp vilji maður taka sér frí frá safagerðinni. Þá er best að skola grjónin vel, setja þau í hreint vatn með örlitlum sykri og breiða klút eða grisju yfir krukkuna og geyma í ísskáp.

Kefírgrjón er hægt að kaupa þurrkuð á netinu, t.d. á Amazon. Svo er tilvalið að leita til vina og kunningja sem eiga grjón og fá þau þannig fersk eða auglýsa eftir þeim á Facebook en þar er síða áhugamanna, Water Kefir Fans.

kefírsafi úr vatnskefír:

2ja lítra krukka 1,2-1,4 lítrar vatn 1 bolli kefírgrjón 100 g sykur (hrásykur eða 50/50 hrá- og pálmasykur) 6 stk. þurrkaðir ávextir (t.d. fíkjur, plómur, apríkósur eða 1/3 bolli þurrkuð ber) Sneið af sítrónu, lime, grape eða appelsínu Leysið sykurinn upp í vatninu og setjið kefírgrjónin út í. Bætið þurrkuðum ávöxtum og sítrusávextinum út í. Breiðið klút yfir krukkuna og látið standa í tvo sólarhringa á borði á rólegum stað. Smakkið þá löginn til að athuga hvort

hann er enn of sætur. Ef hann hefur staðið of lengi getur hann gerjast of mikið en þá er hægt að bæta sykri í. Bestur árangur næst venjulega á tveimur sólarhringum. Þegar blandan er tilbúin eru ávextirnir teknir upp með tré- eða plastáhaldi. Málmur má ekki komast í snertingu við grjónin. Síið svo grjónin í plastsigti, skolið varlega og hreinsið. Setjið blönduna í glerflösku. Bragðbætið að vild með ávaxtasafa, engifer, þurrkuðum rósaknúppum, lavander, þurrkuðum ávöxtum eða kryddjurtum, svo eitthvað sé nefnt. Það má líka setja ávextina sem notaðir voru í gerjunina aftur saman við. Lokið flöskunni með tappa og geymið í ísskáp í tvo daga. Kefírinn heldur áfram að gerjast í flöskunni og verður freyðandi. n

www.growyouthful.com/recipes/water-kefir.php. www.youtube.com/watch?v=JwD7gsRC-1Q. http://en.wikipedia.org/wiki/Tibicos.

Ljós og hiti fullkomna ræktunina Ræktaðu krydd- og matjurtir allt árið með

Herb:ie

N

elson Garden ræktunarljósið fullkomnar sáningu snemma vors og við ræktun innandyra á hvaða árstíma sem er.

Með nýju ræktunarljósunum frá Nelson Garden má fullkomna sáninguna. Teygðar smáplöntur heyra sögunni til. Möguleiki er að rækta innandyra allt árið, jafnvel í dimmri geymslu því Nelson Garden ræktunarljósið gefur fullkomna birtu

fyrir plöntur til vaxtar og þroska. Ljósið er þægilegt fyrir augað og umbúnaðurinn allur nettur og fallegur. Auk ljóss þurfa plöntur hita. Með nýju hitamottunni frá Nelson Garden vaxa plönturnar betur og græðlingar róta sig hraðar. Hiti stuðlar að betri rótarvexti og er tilvalið að nota hitamottuna undir potta þegar smáplantan er flutt úr ræktunarbakka í stærri ílát. n

Einfalt, hreinlegt og árangursríkt

Höfðabakka 3 ∙ 110 Reykjavík ∙ s. 587 2222 www.litlagardbudin.is

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  63


Rós í hnappagatið

Lífrænt Íslandskort

R SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

ós í hnappagatið fær að þessu sinni Náttúran.is sem er útgefandi Lífræns Íslandskorts en það greinir frá öllum þeim aðilum sem hafa lífræna vottun, eru í lífrænni aðlögun eða framleiða vottaða náttúruafurð á Íslandi í dag. Hver og einn aðili er merktur inn á kortið og bæði textar og táknmyndir sýna fyrir hvað þeir hafa fengið vottun og hvað framleiðsluvaran heitir. „Þetta er mikilvægt að komi fram því oft er aðeins afmarkaður hluti framleiðslunnar vottaður“ segir Guðrún A. Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is.

Guðrún segir að Lífrænt Íslandskort sé brot af stærra verkefni „Græna Íslandskortinu“ sem Náttúran.is hefur þróað og unnið í samvinnu við fjölþjóðlega verkefnið Green Map System, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og fleiri aðila á síðastliðnum árum. „Græna kortið er einskonar leiðarvísir svo við getum öll valið umhverfisvænni fyrirtæki og vörur þegar þess er kostur. Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 800 sveitarfélögum, borgum og hverfum í 65 löndum. Ísland er fyrsta landið sem flokkar allt landið eftir Green Map kerfinu,“ segir hún en á kortinu eru rúmlega 3.000 aðilar skráðir í 106 flokka á svið náttúru, menningu og samfélags og sjálfbærs lífsstíls. Lífræna Íslandskortið á vef Náttúrunnar spannar 10 Green Map flokka og sömu aðila og eru á prentuðu útgáfunni en þar eru enn ítarlegri upplýsingar að finna um hvern og einn vottaðan aðila en á prentuðu útgáfunni. Kortið er prentað hjá Guðjóni Ó., en það er umhverfisvottuð prentsmiðja og ber Svansmerki. n  Guðrún kynnti kortið á degi lífrænna neytenda í Norræna húsinu í sumar. Mynd: AIO

64  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

 Í kortinu eru meðal annars upplýsingar um lífræn innkaup.

 Kortið er í stærðinni 70x50 sm og er á íslensku og ensku. Á íslandskortinu eru upplýsingar um fyrirtæki á Íslandi sem eru með lífræna vottun. Einnig má þar að finna gagnlegar upplýsingar um lífrænan lífsstíl.


Hlýlegt með pottaplöntum

M

eðan við bíðum eftir vorinu, er tilvalið að gera heimilið hlýlegt með pottablómum. Setja má blóm í fallega potta og stilla upp með fallegum hlutum. Til dæmis má mála einn vegg í björtum lit, velja mismunandi grænar plöntur sem passa saman, og leyfa plöntunum að njóta sín nokkrum saman eða einum og sér. Þannig má

framkalla líf og bjarta liti sem gleðja augað og næra sálina. Í blómabúðum er mikið til af skemmtilegum og fallegum pottaplöntum og pottum. Á næstu síðum má sjá örlítið sýnishorn af fallegum plöntum og uppstillingum. Allar plöntur og pottar eru frá Garðheimum, húsbúnaður og fylgihlutir frá Húsgagnahöllinni.

Mistilteinakaktus (Rhipsalis cassutha)

Ásta Hjördís Valdimarsdóttir

Fallegur kaktus sem blómstrar litlum hvítum blómum að vori. Þarf svolitla umönnun sérstaklega þegar hann er í blóma. Einstaklega falleg planta með mikinn og sterkan persónuleika.

Tex ti: Ásta Valdimarsdót tir. Myndir: Páll Jökull

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  65


Corokia cotoneaster Mjög vinsæl en nýleg planta hér á Íslandi, skemmtileg og sérkennileg að forminu til. Runni með gráleitum smáum blöðum. Passar vel með rómantíska stílnum sem er vinsæll núna. Má vera úti en þolir ekki frost. Þarf töluverða vökvun og áburð.

Flöskupálmi (Beaucarnea recurvata) Þolir gott ljós og miðlungs mikla vökvun. Þarf ekki stóran pott.

66  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

 Sjómannsgleði (Aglaonema) Þægileg í Norðurglugga en aðlagast vel aðstæðum. Þarf miðlungs mikla vökvun.

 Kögursólhlíf (Polyscalias) Skuggsæl planta sem þarf litla vökvun.


Piparskott (Peperomia) Þarf svolitla birtu og góðan raka á sumrin en minni raka á veturna.

Bonsai tré, Buxus shangha og Podacarpus Eru vandmeðfarin og þurfa mikla umhirðu. Þurfa einnig mikla vökvun. Það þarf að klippa þau og snyrta reglulega.

 Brönugras (Orkídea) Einstaklega fallegt blóm sem hægt er að fá í nokkrum mismunandi litum. Ein matskeið af vatni í pottinn á dag hefur gagnast vel til að halda jöfnum raka. Einnig er hægt að halda góðu rakastigi með því að setja pottinn í ylvolgt vatn einu sinni í viku og leyfa rótunum að draga í sig vatnið og þrútna. Gætið þess að láta síðan vatnið renna af þegar potturinn er tekinn upp úr vatninu.

Þykkblöðungar (Euphorbia tirucalli), (Echeveria agav) Þurfa lítið vatn og eru mjög auðveldir í umhirðu. Að blanda saman nokkrum ólíkum tegundum af þykkblöðungum í fallegan pott skapar skemmtilega stemmningu. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  67


Súpur og heimabakað brauð í skammdeginu

Þ

Tex ti og myndir: Helga Kvam

að er fátt notalegra en ilmurinn af nýbökuðu brauði sem fyllir húsið ásamt fullum potti af dásemdar súpu. Súpur eru svo skemmtilegar á þann hátt að í þær má setja það sem mann langar í, það er hægt að nota það hráefni sem er til í ískápnum, og úr verður veislumáltíð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Helga Kvam

68  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Nú þegar sólin fer að hækka á lofti, þá viljum við flest njóta þess að vera úti og fá orku úr aukinni birtu sólar eftir alla inniveruna, og rökkur undanfarna mánuði. Það er því alveg tilvalið að elda súpur, undirbúningurinn við eldamennskuna er stuttur og hráefniskostnaðurinn er þægilegur fyrir pyngjuna. Og útkoman gleður bæði maga og sál. Uppskriftirnar má allar tvöfalda til að fá stærri skammt, því hvað er betra en súpa á öðrum eða þriðja degi?  Verði ykkur að góðu!


Besta fiskisúpan

Þessa fiskisúpu hef ég eldað óteljandi oft, bæði fyrir örfáa svanga munna hér heima og eins fyrir fimmtán glorhungraða göngugarpa uppi á hálendi. Súpan slær alltaf í gegn, enda full af dásamlegu góðgæti fyrir bragðlaukana – og mann langar alltaf í eina skeið til. Súpan er fljótleg og einföld, í hana notarðu þann fisk sem þér finnst bestur, mér finnst gott að blanda fiskitegundum í hana og hafa bæði hvítan og bleikan fisk. Í súpuna nota ég óáfengt eplavín (eplasíder), sem gefur ótrúlega gott bragð – ekki sleppa því eða nota hvítvín í staðinn, því eplavínið skiptir miklu máli til að ná fram rétta bragðinu af súpunni sem gefur henni sérstöðu.

Fiskisúpa fyrir 4 2 laukar, fínsaxaðir 1 púrrulaukur, fínsaxaður 2 gulrætur, fínsaxaðar ólífuolía 1-2 tsk flögur með chilepiparbragði (rauðum pipar) 1 lárviðarlauf 1 grein ferskt timjan eða 1/2 tsk þurrkað timjan 1 dós hakkaðir niðursoðnir tómatar 3 dl óáfengt eplavín (eplasíder) 2 stórar kartöflur, flysjaðar í bitum

Piparbrauð

Athugaðu að þú verður að nota nýmalaðan svartan pipar í þetta brauð, alls ekki fínmalaðan svartan pipar. Ef þú átt hvorki kvörn né mortél þá geturðu prófað að setja piparkornin í viskustykki, útbúa poka úr því og berja það vel með matarhamri. Það má líka setja piparkornin heil út í deigið fyrir þá sem finnst gaman að bíta í sterk piparkorn. Því lengur sem þú hnoðar deigið því betra. Gefðu þér góðan tíma í að hnoða, toga og teygja, a.m.k. 10 mínútur.

3 dl vatn 500 gr fiskur, blandaður í bitum 2 dl rjómi salt og pipar handfylli af steinselju Undirbúningur: 10 mínútur Suðutími: 20 mínútur

Settu ólífuolíu í stóran pott og steiktu lauk, púrrulauk og gulrót við meðalhita þar til laukurinn er orðinn glær eða í um 5 mínútur. Bættu nú chiliflögunum, timian og lárviðarlaufi út í, steiktu í hálfa mínútu og hrærðu vel í á meðan. Helltu nú

eða strá hveiti yfir borðplötuna og deigið þegar þú hnoðar til að byrja með. Settu deigið í stóra skál og settu viskustykki yfir. Láttu deigið lyftast þar til það verður tvöfalt að stærð, í um 45 mínútur. Kýldu deigið síðan niður og hitaðu ofninn í 220°C (ekki blástur). Ef þú vilt setja þurrkaða ávexti í brauðið þá hnoðarðu þeim saman við deigið núna. Hnoðaðu deigið ekki of mikið,

eplavíninu í pottinn og tómötunum og hrærðu vel, láttu suðuna koma upp og bættu þá kartöflubitunum út í. Settu lok á pottinn og láttu sjóða í 5-7 mínútur. Þá er kominn tími á að setja vatn í pottinn og klára suðuna á kartöflunum. Láttu súpuna síðan sjóða í um 5 mínútur í viðbót. Nú er komið að því að setja fiskinn í súpuna. Skerðu hann í 2 cm sneiðar og settu í súpuna, - láttu sjóða í 2-3 mínútur, ekki lengur. Hrærðu rjómanum saman við og láttu suðuna koma upp í augnablik. Slökktu undir pottinum og smakkaðu til með salti og pipar. Stráðu saxaðri steinselju yfir. Berðu fram með nýbökuðu brauði. n

mótaðu úr því stóran brauðhleif og settu á bökunarplötu. Stráðu smá hveiti yfir og skerðu á ská yfir brauðið með hníf. Þú getur stráð kryddjurtum yfir brauðið, ég stráði um 1 tsk af þurrkuðu timjan yfir brauðið sem er hér á myndinni. Láttu deigið lyftast aftur í um 15 mínútur. Settu brauðið inn í ofninn og lækkaðu hitann í 200°C (ekki blástur). Bakaðu í 40-45 mínútur eða þar til tilbúið. Láttu kólna á bökunargrind. n

Brauð með svörtum pipar 650 gr hveiti 1 msk svört piparkorn, möluð 2 msk sjávarsalt 8 gr þurrger 2 msk ólífuolía 450 ml volgt vatn Undirbúningstími: 90 mínútur Bak sturstími: 45 mínútur

Blandaðu saman hveiti, pipar, salti og geri í stóra skál. Hrærðu ólífuolíunni og vatninu saman við svo úr verði mjúkt deig. Taktu úr skálinni og hnoðaðu í 10-15 mínútur. Þú gætir þurft að bæta hveiti við, Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  69


Grænmetissúpa

2 msk tómatpúrra 1 tsk paprikuduft Þessi súpa hitar öllum að innan. Hún er 1 tsk kúmínfræ ótrúlega einföld og fljótleg og þú getur 1 lítrar vatn notað í hana annað grænmeti en er talið 2 teningar grænmetiskraftur upp í uppskriftinni, hentar sérstaklega 1 lárviðarlauf vel þegar er verið að taka til í ísskápnum. 1/2 rauður pipar (chili), fínt skorin 1/2 tsk timjan, þurrkað Grænmetissúpa fyrir 4 salt og pipar 500gr hvítkál, fínsneitt 1 msk ólífuolía Undirbúningur: 20 mínútur 3 skallottulaukar, fínsaxaðir Suðutími: 25 mínútur 1 gulrót, fínsöxuð 200 gr blómkál, grófsaxað Settu olíuna í stóran pott yfir meðalhita. 200 gr sellerírót, í litlum bitum Snöggsteiktu lauk, sellerírót, blómkál, 1/2 paprika, í litlum bitum

Fljótleg kjúklingasúpa

Þessi kjúklingasúpa er afar matarmikil og í hana geturðu notað smjörbaunir, hvítar baunir, kjúklingabaunir eða pinto baunir. Það er lang þægilegast að nota niðursoðnar baunir, þær er hægt að fá í flestum matvöruverslunum og lífrænar baunir í heilsuvöruverslunum.

Kjúklingasúpa fyrir 4 1 msk ólífuolía 1 msk smjör 1 laukur, fínsaxaður 4 hvítlauksrif, marin 2 gulrætur, fínsaxaðar 450 gr kjúklingakjöt, í bitum 800 ml vatn 2 teningar grænmetiskraftur 2 greinar rósmarín 1 tsk timjan, þurrkað 1 lárviðarlauf 6 meðalstórar kartöflur, flysjaðar og í bitum 1 msk hveiti 500 ml mjólk 3 msk rjómaostur

70  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

1 dós baunir að eigin vali 100 gr hvítkál, fínsneitt salt og pipar söxuð steinselja Undirbúningur: 10 mínútur Eldunartími: 40 mínútur

Hitaðu olíuna og smjörið saman í stórum potti. Steiktu laukinn í 5-6 mínútur eða þar til hann er mjúkur og gullinn. Bættu þá við hvítlauknum og gulrótunum og steiktu í 1-2 mínútur í viðbót. Settu nú kjúklinginn í bitum út í og steiktu þar til hann er brúnaður á öllum hliðum.

gulrætur og papriku í olíunni í 4-5 mínútur. Bættu þá við tómatpúrrunni og paprikuduftinu ásamt kúmínfræjunum og steiktu í 2-3 mínútur. Bættu nú í pottinn vatninu, grænmetiskraftinum, rauða piparnum og lárviðarlaufinu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu undir suðunni og láttu malla þar til grænmetisbitarnir fara að mýkjast, eða í um 8-10 mínútur. Kryddaðu til með timjan og salti og pipar eftir smekk. Dásamleg súpa með smá sýrðum rjóma ofan á og nýbökuðu brauði. n

Helltu nú vatninu út í og láttu soðteningana saman við ásamt rósmaríni, timjan, lárviðarlaufi og kartöflubitunum. Láttu suðuna koma upp og lækkaðu þá undir pottinum og láttu malla við vægan hita í 25-30 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og ilmurinn af kryddjurtunum verður ómótstæðilegur. Hrærðu hveitinu út í mjólkina í t.d. hristiglasi. Helltu mjólkinni með hveitinu út í súpuna og settu rjómaostinn, hvítkálið og baunirnar út í. Hækkaðu hitann örlítið undir pottinum og láttu malla í 2-3 mínútur. Smakkaðu vel til með salti og pipar. Stráðu saxaðri steinselju yfir. n


Krydduð rauðrófu og kókossúpa fyrir fjóra Súpan 400 gr rauðrófur kryddmauk 2 stilkar sítrónugras 2 hvítlauksrif 1-2 rauður pipar (chili) 4 cm engifer, flysjaður börkur af 1 límónu safi úr 1 límónu 1 msk olía 4 skallottulaukar, fínsaxaðir salt 1 tsk kúminfræ 500 ml grænmetissoð 1 dós kókosmjólk salt og pipar Jurtajógúrt 2 msk hrein jógúrt 2 msk ferskar kryddjurtir (hvað sem þú átt til) 5 cm gúrka, fínsöxuð Undirbúningstími: 20 mínútur Eldunartími: 60 mínútur

Byrjaðu á að flysja rauðrófurnar og sjóða í saltvatni, - best er að skera hverja rauðrófu í 4 bita. Á meðan þær sjóða þá útbúum við kryddmaukið.

Einfalt gulróta- og hnetubrauð Þetta brauð er afar hentugt til að klára úr mjölpokunum inni í skáp, hver kannast ekki við að eiga eins og hálfan bolla af rúg, hálfan af spelti, minna af hveitikími osfrv. Við þurfum bara að ná í 400 gr samtals, ath þó að nota ekki meira en 70 gr af höfrum. Grísku jógúrtinni má skipta út fyrir hreina jógúrt, súrmjólk eða ABmjólk, mjólkin sem gefin er upp getur verið meiri eða minni, við þynnum deigið eftir tilfinningunni, það á að vera það þykkt að við náum að hnoða það rétt til að búa til bolta úr því. Í þessu brauði er hvorki ger né sykur.

Blandaðu saman í matvinnsluvél, mixer eða mortéli; sítrónugrasi, hvítlauksrifjunum, rauðum pipar (chili), engifer, límónuberki og límónusafa og blandaðu þar til þetta er orðið að fíngerðu mauki. Settu til hliðar. Til að útbúa súpuna þá hitarðu olíu í potti á meðalhita. Steiktu skallottulauk, salt og kúminfræ í nokkrar mínútur, eða þar til laukurinn er mjúkur. Bættu þá við kryddmaukinu sem þú bjóst til áðan, steiktu í 5 mínútur eða þar til allt fer að ilma vel. Færðu nú rauðrófurnar á milli og yfir í pottinn með kryddinu, steiktu þær í 2 mínútur, rétt til að þekja þær í kryddi. Bættu nú við grænmetissoðinu og láttu

suðuna koma upp. Þetta á að sjóða í 40-45 mínútur, eða þar til rauðrófurnar eru mjúkar. Á meðan útbýrðu kryddjurtajógúrtina, blandaðu öllum hráefnunum vel saman. Þú getur notað t.d. myntu, steinselju, kóríander eða saxað niður salat eða spínat og sett þá smá svartan pipar út í. Þegar súpan er soðin þá maukarðu hana vel með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Það er líka hægt að mauka hana í gegnum sigti. Hrærðu nú kókosmjólkinni saman við, smakkaðu til með salti og pipar og hitaðu varlega. Sett í skálar, skeið af kryddjurtajógúrti út í og borið fram með góðu brauði eða flatkökum. n

Undirbúningstími: 10-15 mínútur

furuhnetur eða jafnvel afgangur úr hnetuskálinni eftir jólin. Öllu er blandað saman í skál og svo hnoðað í bolta og sett á bökunarpappír á plötu. Skerið á ská yfir toppinn á brauðinu. Bakið í 30 mínútur. Þegar brauðið er tilbúið heyrist hljómmikið dunk í því þegar er bankað á botninn á því.. n

Bökunartími: 20-25 mínútur Hitið ofninn í 220°C (210°C á bl æstri).

Í brauðið má nota hvaða mjöl sem er og margar eða fáar tegundir. Hneturnar geta verið ristaðar valhnetur, heslihnetur,

400 gr hveiti / bygg / rúgur / heilhveiti / hafrar 1 msk salt 2 tsk matarsódi 100 gr rifnar gulrætur lúka af ristuðum hnetum 250 ml grísk jógúrt eða súrmjólk um 100 ml mjólk

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  71


Þjónusta

Arnar, Kamínur og fylgihlutir Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Áburður Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blikksmíði Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is

Blómaverslanir Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Grænmeti í áskrift

Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is Þ.Þorgrímsson Ármúla 29 108 Reykjavík 512 3360 www.thco.is

Fánar Íslenska fánasaumastofan Suðurbraut 8 565 Hofsós

gt en

- Græ

nrin

n t o g lj úff

72  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

www.aburdur.is

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Föndurvörur

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Garðaþjónusta Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is Gleym-mér-ei Sólbakka 310 Borgarnes 894 1809

Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com

Garðplöntusala

Garðyrkja ehf - Innflutningur

hlekku ni

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

453 7366 eða 893 0220

Gott í garðinn

Netverslun með lífrænar afurðir, grænmeti, ávextir og margt fleirra.

L íf

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

graenihlekkurinn.is

Byggingavörur

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gleym-mér-ei Sólbakka 310 Borgarnes 894 1809 Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22, 245 Sandgerði 868 1879


Þjónusta Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is

Gardínur

Hitalagnir

Í sveit & bæ Vefverslun www.isveitogbae.is

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Gasvörur

Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg, 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is

Ísrör hf Hringhellu 12 221 hafnarfjörður 565-1489 www.isror.is

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Skorri hf Bíldshöfða 12 112 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Nátthagi garðplöntustöð við Hvammsveg, Ölfusi, 801 Selfoss 698-4840, 483-4840 natthagi@centrum.is www.natthagi.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Garðskraut Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Gluggar

Hitastýringar Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu Sími: 566 6787 Fax: 566 6765 GSM: 864 8084 www.gkgluggar.is

Jarðgerð

Heimilistæki

Klippingar

Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Heitir pottar NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Hellur Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9, 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Borgarplast hf Völuteig 31-31a 270 Mosfellsbæ 561 2211 www.borgarplast.is

Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr. Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 - 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

Sími: 892-1479

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  73

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi, 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is


Músavarnir

Þjónusta

í bústaðinn eigum við Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn.

Þjónustuaugl. Sumarh.&garður 6,3 Opið mán.3,6* – fim. 9.00hæð – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121 http://www.meindyravarnir.is/

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar til hitakerfa svo sem: • • • • • • • •

Ofnhitastilla Gólfhitastýringar Þrýstistilla Hitastilla Mótorloka Stjórnstöðvar Varmaskipta soðna og boltaða Úrval tengigrinda á lager

• Sérsmíðaðar tengigrindur og stöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Lagnaefni

Raftæki

Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Leiktæki í garða Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Meindýravarnir Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is

Mold Flúðamold Undirheimum 845 Flúðum 480 6700

Rafvirkjar Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is Raftaug ehf Rafverktaki Hveragerði 892 6624

Rotþrær Borgarplast hf Völuteig 31-31a 270 Mosfellsbæ 561 2211 www.borgarplast.is

Gæðamold Gufunesi 892-1479

Promens Dalvík Gunnarsbraut 12 620 Dalvík 460 5000 www.promens.is

Neysluvatnshitarar

Ræktunardúkur/plast

Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Púðar og teppi

Oddi – Umbúðaverslun Fosshálsi 17, 110 Reykjavík 580 5600 www.oddi.is

Í sveit & bæ Vefverslun www.isveitogbae.is

Fyrir bústaðinn og heimilið Dalvegi 16a, Kópavogi 201 S: 517 7727 - www.nora.is

Þetta gæti verið plássið þitt!

S: 578 4800

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Ræktunarvörur litlagardbudin.is

Steinasteinn Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík Sími 551 5720

Ormsvelli 1, 860 Hvolsvöllur

Sími 487 7752, 699 8352 www.steinasteinn.is

74  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222


Verðlaunakrossgáta Lausnum skal skila fyrir 10. apríl. 2013:

Verðlaunahafi í síðustu krossgátu: Auður Björg Þorvaldsdóttir Búlandi 4, 108 Reykjavík

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Árstíðirnar í garðinum. Útgefandi Sumarhúsið og garðurinn

Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Fossheiði 1, 800 Selfoss

Hún hlýtur í verðlaun skraut frá versluninni Evíta á Selfossi.

krossgátugerð: Bjarni sími: 845 2510

sýnishorn

pípa

kyrrð

níðir

kvendýr

bjáni

fuglinn ----------röð hryllir -----------neðan

rómur Teikning: Bjarni eftirprentun bönnuð.

örvita mublu

jafnskjótt þröngvuðu

subbu

upphaf

fálmaði -----------2 eins

1

8

knéféll -----------þekktar

sprikl

plága

hamla ----------hrein

bykkja karldýr

5

þögul röð

vinna aragrúa -----------ábata

öfug röð ----------tapa pikka

númer -----------útbía

11 forað ----------pirraður

syrgja ytra -----------klófesta

skertan áhald

maður -----------viðureign

karlfugl

tengdabróður -----------álít

9

öðlast

3

bág

útungun

knappa -----------egg

glíma sagga

þvertréð ----------hann

strit

fuss

borg

3

4

5

6

7

8

þoka

kropp

10

2 eins

dulan

1000

4

2

röð

7

pempían

6

maður

12

flenna

uppfylli sko

sögupersóna

kvendýr ----------tunna

stefna

1

nærðar

kámar

konuna -----------lífskjör

fluttu -----------merkti

verkur

2

9

beita

10

11

12

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  75


Þjónusta

Bjálkahús ehf HÚSogheimili

Krókháls 5a, 110 Reykjavík Sími: 511-1818 GSM: 89-66335 hans@bjalkahus.is www.husogheimili.is

Ræktunarmold

Skrúðgarðyrkja

Sólarrafhlöður

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Ræktunarvörur

Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is Sími 481 1800

Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Setlaugar NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Sjúkrakassar Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

Skógarplöntusala Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Hlúplast

Sumarbústaðavörur

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

tvöfaldar vöxt trjáplantna

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w

RæktunaRdúkuR sími 515 5000 • w w w.oddi.is

76  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Sláttuvélar Rafver Skeifunni 3 e-f 108 Reykjavík 581 2333 www.rafver.is

Stýribúnaður fyrir hitaveitur Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Sumarhús Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391 Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Sumarhúsalóðir

Vetrarsól Askalind 4 200 Kópavogur 564 1864

Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Snjómokstur

Tjarnardúkur

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is


C

M

Y

CM

MY

CY CMY

K

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár kostar kr. 5.540 sé greitt með greiðslukorti. Tvö eldri blöð fylgja með.

Vantar þig smið? 35 ára reynsla. Vönduð vinnubrögð, góð þjónusta.

Sólpallasmíði, gler- og gluggaviðgerðir, sem og öll almenn trésmíðavinna inni og úti. Smíði, málun, múrverk, flísalögn.

Baldur Öxdal Kjartansson

Kalkþörungar - Jarðvegsbætiefni

Sími 893-8370.

Viðheldur réttu sýrustigi í jarðvegi og hindrar mosavöxt

Túnþökur

HAFKORN er kornaðir kalkþörungar sem leysast fljótt upp í jarðvegi. Gróðurinn byrjar strax að nýta sér hin fjölmörgu stein- og snefilefni sem í því eru. HAFKORN bætir uppbyggingu jarðvegsins ásamt því að auðvelda upptöku næringarefna.

Túnþökuvinnslan ehf Guðmundur og Kolbrún Vatnsendabletti 226, 200 Kóp 894 3000 www.torf.is

Notkun: Dreifið HAFKORNI jafnt á grasflötina eða blómabeðin. 4– 5kg á 100m² eða 40–50g á m² og vökvið vel. Ef mikið er af mosa þá er gott að raka eða tæta hann upp áður en borið er á.

Umbúðir

Innigarðar Hraunbær 117, 110 Reykjavík 534 9585 www.innigardar.is Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Verkfæri Garðyrkja ehf Helluhrauni 4, 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Smágröfuleiga

CaCO3 MgO P K S

85%, 11,5%, 0,08% 0,1% 0,45%

Auk þess mikill fjöldi annarra nauðsynlegra stein- og snefilefna.

Ath.: Við blóma- eða matjurtarækt þarf að athuga í hvers konar jarðvegi einstökar plöntur þrífast best.

Oddi - Umbúðaverslun Fosshálsi 17 110 Reykjavík S: 580 5600 www.oddi.is

Vatnsræktun

Innihald: Kalsíum Magnesíum Fosfór Kalí Brennisteinn

5 kg. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI

SÍMI 568 6411 · RAFVORUR@RAFVORUR.IS Verslunin Brynja Laugavegi 29, 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Verktakar-trésmíði Baldur Öxndal Kjartansson Trésmíðavinna inni og úti 893 8370 GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu 566 6787 og 864 8084 www.gkgluggar.is

Framleiðandi: Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. Sala og dreifing: Hafkalk ehf. – 465 Bíldudal – Sími 4562112

Rafmagn er okkar fag Raflagnir – Loftnetskerfi – Öryggiskerfi

Bisk-verk ehf Reykholti Biskupstungum 486 8782 og 893 5391 biskverk@simnet.is Pálmi Ingólfsson, trésmiður Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Vélaleiga og gröfuþjónusta

Vélaleiga

Kristján Kristjánsson 486 4546 og 695 1446 Vélaþjónustan Hálstak Tryggvi, sími 869-2900

Vinnuskór og vinnuhanskar Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Sendum og sækjum Upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson S ími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is

Öryggisvörur og -vöktun Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

EYRAVEGI 32 · SELFOSSI · SÍMI 480 1160

Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  77


Dóra og faðir hennar hafa smíðað nokkur fuglahús með fræg hús sem fyrirmyndir. Hér er Dóra með eitt slíkt hús í fanginu fyrir framan fyrirmyndina, elsta hús Akureyrar, Laxdalshús.

Húsameistari fuglanna

D

Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

óra Hartmannsdóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á húsum, ekki síst gömlum. Hún starfar sem húsamálari og býr í meira en 100 ára gömlu húsi í miðbæ Akureyrar. Hún fær nú útrás fyrir húsaáhuga sinn á nýjan máta - í formi fallegra fuglahúsa.

„Ætli áhugi minn á húsum sé ekki bara að brjótast út með þessum hætti,“ segir Dóra Hartmannsdóttir þegar hún er spurð að því hvernig það hafi komið til að hún hóf að smíða fuglahús af miklum móð síðasta vetur. „Ég er lærður húsamálari en það er lítið að gera í greininni á veturna svo ég varð að finna mér eitthvað annað að gera. Faðir minn, Hartmann Eymundsson, sem er nú 83 ára, hefur alltaf sagað mikið út og við fórum saman að spekúlera í gerð fuglahúsa. Þetta var eiginlega tilraun til þess að sjá fyrir sér þegar lítið er að gera í málningarvinnunni."

Fræg hús sem fyrirmyndir Í sameiningu hafa feðginin nú hannað nokkrar gerðir fuglahúsa, bæði hreiðurog fóðurhús. Húsin eru listilega smíðuð, með alls konar skrauti og allt ferlið er handunnið. „Ég hef afar gaman af þessu, þetta er mjög skapandi vinna og mikil pæling á bak við húsin,“ segir

78  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

Dóra. Feðginin hafa ekki eingöngu látið hugmyndaflugið ráða í hönnuninni heldur hafa þau einnig spreytt sig á því að breyta frægum húsum í fuglahús. Þannig hafa þau bæði smíðað Laxdalshús, elsta hús Akureyrar, og Nonnahús, sem fuglahús. En geta þau notað hvaða byggingu sem er sem fyrirmynd að fuglahúsi? „Við reynum að verða við öllum óskum en það eru oft heilmikil heilabrot sem fylgja því að koma smíðinni í framkvæmd,“ segir Dóra og bendir á að það sé ekki nóg að húsin séu falleg fyrir augað, þau verða að vera praktísk. „Það eru krókar fyrir fóðurkúlur og niðurföll á fóðurhúsunum og á hreiðurhúsunum er ýmist hægt að taka þakið af eða opna dyrnar. Það er því auðvelt að komast að til að þrífa húsin.“ Eins eru opin á hreiðurhúsunum vel stór þannig að þau henta fuglum sem halda til í íslenskum görðum. „Þrestirnir okkar eru pattaralegir þannig að götin þurfa að vera stór. Mörg innflutt fuglahús eru gerð fyrir smáfugla sem eru sjaldgæfir hér á landi og nýtast því illa. Eins leyfir íslensk veðrátta ekki miklar upphengingar, ekki nema í miklu skjóli. Þess vegna eru húsin okkar öll þannig úr garði gerð að það er hægt að smella þeim beint ofan á sólpallastaura. Þar sitja þau föst þótt það blási hressilega,“ segir Dóra sem vill að húsin gleðji bæði fugla og menn.

Fóðurhúsin eru bæði falleg og praktísk.

Ákveðin rómantík yfir fuglahúsum Þó að fuglahús séu ekki jafnalgeng sjón á Íslandi og víða erlendis virðist þeim þó vera að fjölga að mati Dóru sem segir að það sé ákveðin rómantík yfir slíkum húsum. Sjálf á hún minningu um fuglahús sem hún dáðist mikið að í æsku. „Í Oddeyrargötunni var fuglahús sem stóð á háum staur og var stórkostlega flott. Húsið sjálft var afar einfalt með máluðum gluggum á hliðunum en á því stóð „Þrastarlundur“. Það þótti


 Hartmann er mikill hagleikssmiður og sagar út allt milli himins og jarðar. Hér eru þau feðgin við eitt af verkum hans, gullfallegt dúkkuhús.

Auðvelt er að þrífa húsin. Fóðurhúsin eru með niðurföllum og hægt er að taka þakið af eða opna dyrnar á hreiðurhúsunum.

 Fuglahúsin, sem eru gerð úr 6 mm krossvið, eru öll þannig úr garði gerð að hægt er að smeygja þeim ofan á sólpallastaura.

manni svo skemmtilegt og það var alltaf jafnspennandi að ganga fram hjá þessum garði sem barn." Fuglahús þeirra feðginanna hafa líka vakið hrifningu og aðdáun og útilokar

Dóra ekki fjöldaframleiðslu í framtíðinni, ef áhuginn verður það mikill. „Ég held reyndar að fjöldaframleiðsla sé ekki eins skemmtileg og svo finnst fólki líka gaman að eiga eitthvað einstakt - eins og

smækkaða mynd af eigin húsi í garðinum." Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar fuglahús Dóru og Hartmanns er bent á Facebook-síðuna „Fuglahús og annað fyrir heimilið“. n

Mikið af fallegum vörum fyrir heimili og bústaði. Lampar, lugtir, klukkur, kerti og ótal margt annað.

Opið

10:00 - 18:00 virka daga og 10:00 - 16:00 laugardaga

Gott verð og persónuleg þjónusta. Verið velkomin – Lára og Arinbjörn

http://www.facebook.com/EvitaGjafavorur

EVÍTA gjafavörur | Eyravegi 38 | 800 Selfoss | Sími 553-1900 | www.evita.is Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  79


Fuglar eru bestu meindýravarnirnar í görðunum

 Steindepilsdama með yglu. Steindeplar lifa eingöngu á hryggleysingjum.

Tex ti og myndir: Jóhann Óli Hilmarsson.

M Jóhann Óli Hilmarsson

eð aukinni skógrækt og garðrækt hér á landi fjölgar þeim tegundum trjáa og runna sem eru gróðursettar. Jafnframt eykst og dafnar smádýrafánan, nýjum gróðri fylgja jafnan nýjar tegundir skordýra og annarra smádýra. Því fjölbreyttari sem gróðurinn er, því fleiri smádýrategundir. Fuglunum fjölgar svo í kjölfarið og á það bæði við um gamalgróna íslenska fugla og nýja landnema. Íslenska birkið hefur vaxið hér lengi og á því lifa margar skordýrategundir, en það ræður vel við ásóknina eftir langa aðlögun.

Það hefur löngum verið plagsiður garðeigenda á Íslandi að láta úða garða

80  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

sína með eitri til varnar meintum óvinum, raunverulegum eða óraunverulegum, úr heimi hryggleysingja. Til þeirra teljast dýr eins og blaðlýs, grenilús, ertuygla og fetalirfur. Mikilvægt er að átta sig á því að þegar úðað er með skordýraeitri þá drepast öll skordýr sem eitrið lendir á, hvort sem þau eru skaðleg eða gagnleg. Hin gagnlegu skordýr lifa oft á skaðvöldunum sjálfum og veita okkur lið í baráttunni gegn þeim, en þau geta líka verið fæða fyrir önnur dýr. Garðaúðun getur haft áhrif á fugla á tvennan hátt. Aðalfæða flestra garðfugla eru skordýr og aðrir hryggleysingjar og því er verið að drepa fæðu þeirra. Smádýrin eru mjög próteinrík fæða

og sérstaklega mikilvæg fyrir fuglana á vorin og sumrin. Þá leggjast flestar fuglategundir í skordýraát, meira að segja frææta eins og auðnutittlingur fæðir unga sína á fiðrildalirfum og þvíumlíku. Hægt er að snúa vörn í sókn og eru áhugamenn um fjölbreytta garðfuglafánu hvattir til að planta fremur pöddusæknum trjám og runnum, til að laða að og fæða sem flesta fugla (ösp og gljávíðir eru ekki þar á meðal). Hinn þátturinn snýr að sjálfu eitrinu því fuglarnir geta orðið fyrir eitrun. Þeir éta til dæmis eitraðar lirfur og eitrið safnast síðan fyrir í vefjum þeirra. Þegar notkun DDT var sem útbreiddust fyrir svo sem 3-4 áratugum hafði það gríðarleg áhrif


 Glókollur með áttfætlu (könguló?). Aðalfæða þessa smáa fugls er þó sitkalús.

 Krossnefir eru fyrst og fremst fræætur, en sækja einnig í skordýr, t.d. lirfur birkifeta og birkivefara.

á dýrin sem voru efst í fæðukeðjunni, t.d. ránfugla. Þeir átu eitraða smáfugla og safnaðist eitrið fyrir í líkama þeirra. Það olli m.a. mikilli skurnþynningu í eggjum ránfuglanna og brotnuðu eggin við minnsta hnjask. Förufálkum og öðrum ránfuglum í Evrópu og N.-Ameríku, þar sem eiturnotkunin var sem mest, fækkaði mjög. Eftir að DDT var bannað hafa fuglarnir smátt og smátt verið að rétta úr kútnum. Skordýraeitur og fuglalíf á engan veginn saman. Lífrænar og náttúrulegar varnir gegn meindýrum í görðum eru ávallt bestar fyrir lífríkið. Garðfuglarnir okkar eru allir ötular smádýraætur og eftir því sem þeim tegundum sem leggja sér ólíkari og fjölbreyttari tegundir til munns fer

fjölgandi, þeim mun ötulli eru þeir í vörnum gegn meindýrum í görðum. Maríuerlan tekur einkum fiðrildi, bjöllur og tvívængjur. Hún veiðir bæði fljúgandi dýr og tínir þau upp af jörðinni. Skógarþröstur, svartþröstur og stari taka skordýr (m.a. fiðrildalirfur), köngulær, orma og fleiri smádýr. Undirstöðufæða hins smávaxna glókolls er sitkalús, en hann tekur einnig önnur smádýr á trjám, eins og köngulær, aðrar blaðlýs, feta, stökkmor, lirfur, púpur og skordýraegg af laufi og barri. Hann veiðir aðallega á fæti, en andæfir stundum og grípur skordýr. Auðnutittlingur lifir að öllu jöfnu á fræjum, en fæðir ungana á dýrafæðu: Skordýrum og köngulóm. Fuglar sem sækja í garða

í jaðri byggðar eða sumarbústaðagarða, eins og þúfutittlingur og steindepill, eða vetrargestir eins og músarrindill, lifa alfarið á skordýrum. Krossnefurinn er nýr landnemi sem lifir aðallega á fræjum barrtrjáa, en hann fer einnig í skordýr eins og álmlús, birkilús og fiðrildalirfur.

 Músarrindill að bera skordýr í unga í hreiðri í gömlum sumarbústað.

 Þó heiðlóa teljist ekki til hinna hefðbundnu garðfugla, sækir hún stundum í garða í köldum vorum, þar sem meiri líkur eru að finna maðk til að gæða sér á.

Stundum þurfa fuglarnir að læra á fæðuna. Þeir hafa fram til þessa lítið sótt í ertuyglu svo vitað sé, en um leið og henni hefur fjölgað á síðustu árum og er meira farin að sjást í görðum hafa fuglar jafnframt sótt meira í hana. Fyrir nokkrum árum virtist varla nokkur fugl líta við ertuyglulirfum en fólk sá hænur éta lirfurnar. Nú virðast fleiri og fleiri tegundir vera farnar að éta maðkinn, Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  81


 Stari ber lirfur í unga í varpkassa.

 Maríuerla með goggfylli af skordýrum, aðallega tvívængjum.

svo sem mávar, spói, þúfutittlingur og skógarþröstur, jafnframt því sem kríur hafa sést hamast í lúpínubreiðum þar sem mikið er af ertuyglu. Það virðist því sem sífellt fleiri fuglar séu komnir á bragðið. Kenningar um að lirfan sé eitruð virðast ekki standast. Asparglytta er nýr landnemi sem herjar á trjágróður. Hún myndar eitur sem fuglar virðast forðast. Lirfurnar mynda eitrið með því að taka til sín sykrur úr fæðuplöntunni (einkum salicin og salicortin) og umbreyta þeim í salicylaldehyð sem er eitrað. Efnið á skylt við aspirín. Kannski eiga fuglar einnig eftir

82  Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013

 Ertuyglulirfa.

að læra á asparglyttuna. Loks má nefna annan landnema sem telst meindýr og er það Spánarsnigillinn. Enn virðast engir villtir fuglar leggja hann sér til munns svo vitað sé. Það er því ljóst að besta vörnin gegn meindýrum í görðum eru náttúrulegir óvinir eins og ránskordýr og fuglarnir. Eiturúðun virðist vera leiður ávani, sem á þó kannski rétt á sér í stöku tilvikum og þá ætti einungis að úða þær trjáplöntur sem meindýr sækja helst í. n

 Þúfutittlingur færir ungum sínum yglur.

Upplýsingar um smádýr eru einkum teknar af vefnum http://www.ni.is/poddur/. Sjá einnig: Guðmundur Halldórsson & Halldór Sverrisson 1997. Heilbrigði trjágróðurs. Iðunn, Reykjavík. Örn Óskarsson las uppkast að greininni.


HEITASTA SPENNUBÓK garðyrkjumannsins! „Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur, einn þekktasti penni í garðyrkju á Íslandi.. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina. Páll hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir myndir af plöntum og úr náttúru Íslands. Bókin skiptist í fjóra meginkafla, vor, sumar, haust og vetur, og fjallar höfundur um verkin sem tengjast árstíðunum. Leitast er við að gera bókina aðgengilega öllum þeim sem dreymir um að rækta garðinn sinn. Í bókinni er fjallað um fjölda plantna, hvort sem um er að ræða sumarblóm, haustlauka, grænmeti, laukjurtir, fjölda kryddtegunda, sígræn og lauffellandi tré og runna, úrval ávaxtatrjáa og berjarunna.

HNOTSKÓGUR grafísk hönnun

VIÐ RÆKTUM Bókaklúbburinn Við ræktum var settur á laggirnar vorið 2005 þegar fyrsta bókin kom út, Garðurinn allt árið. Árstíðirnar í garðinum er fimmta bókin í flokknum, en einnig hafa komið út bækurnar Lauftré á Íslandi, Barrtré á Íslandi og Matjurtir. Félagar í bókaklúbbnum fá bækurnar á betra verði. Skráning í bókaklúbbinn er í síma 578 4800 eða á www.rit.is.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN www.rit.is

Sumarhúsið og garðurinn 1 2013  

Summerhouses and gardens in iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you