Sumarhúsið og garðurinn 1 2013

Page 61

Meistaraprófsritgerð í grasnytjum frá University of Kent

V

ilmundur Hansen, þjóð- og garðyrkjufræðingur er lesendum blaðsins vel kunnur, en hann hefur ritað um árabil greinar í blaðið og er einnig höfundur bókarinnar Árstíðirnar í garðinum sem Sumarhúsið og garðurinn gaf út 2011. Vilmundur lauk í haust meistaraprófi frá Háskólanum í Kent sem er staðsettur í Canterbury á Englandi. Námið nefnist á enska tungu ethnobotany sem hefur verið þýtt á íslensku sem grasnytjafræði. Lokaverkefni Vilmundar nefnist The Historical Ethnobotany Of Iceland from Settlement to 1901 og fjallar um nytjar á gróðri á Íslandi frá landnámi til ársins 1901.

Að sögn Vilmundar fjallar grasnytjafræðin um samskipti manna og plantna í sinni víðustu mynd, og það hvernig plöntur hafa mótað menningu ólíkra samfélaga í gegnum tíðina. Hann segir rannsóknir á gróðurnytjum vera tiltölulega nýjar af nálinni. Í fyrstu beindust þær nánast eingöngu að því, hvernig frumbyggjar í hitabeltinu og í Norður Ameríku nýttu plöntur til matar, lækninga og í daglegu lífi sínu. Fræðasviðið hefur hins vegar bólgnað út síðustu árin, og umfang þess aukist og í dag fjallar grasnytjafræðin einnig um nytjar samtímafólks á plöntum.

Kent og Kew Námið í Kent var sett á laggirnar árið 1998 og segir Vilmundur að í dag hafi ríflega hundrað nemendur úrskrifast með M.Sc.

gráðu í grasnytjafræði þaðan. Háskólinn er enn sem komið er sá eini í Evrópu, sem bíður upp á nám í faginu og fellur það undir mann- og umhverfisfræðideild skólans. Grasagarðurinn í Kew er samstarfsaðili skólans um námið og ábyrgur fyrir þeim hluta þess sem þar fer fram.“

Bleikir akrar og slegin tún Í ritgerðinni safnar Vilmundur saman heimildum um grasnytjar í fornsögum og öðrum heimildum og rekur hverjar þessar heimildir eru til ársins 1901. Hann tók fyrir þrjár plöntur, ætihvönn, melasól og melgresi sem fulltrúa íslensku flórunnar en seinna meir segist hann hafa áhuga á að rita sögu annarra tegunda íslenskra plantna frá landnámi. n

Vörubrettin nýtt í húsgögn Vörubretti eru Stefáni Hermannssyni húsgagnasmið og frístundamálara kær efniviður í húsgögn og bekki. Hann notar þau í garðinum við gamla húsið hans á Eyrabakka. Hann tekur brettin í sundur og nýtir timbrið á þennan listræna og fallega hátt. Sumarhúsið og garðurinn 1. 2013  61


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.