Vizkustykki haust 2012

Page 1

1



Ritstjóraspjall

Vizkustykki haustönn 2012

Útgefandi

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja Ritstjóri og ábyrgðarmaður

Sandra Smáradóttir Ritstjórn

Andrea Ösp Böðvarsdóttir Aníta Ósk Georgsdóttir Karen Elísabet Friðriksdóttir María Rose Bustos Sigrún Björnsdóttir Sunneva Fríða Böðvarsdóttir Þórunn Helga Jóhannesdóttir Kæru samnemendur, kennarar og aðrar forvitnar sálir. Ef ég á að segja ykkur alveg satt veit ég í rauninni ekki neitt hvað ég á að skrifa hér. Ég hef aldrei gefið mér tíma í að lesa ritstjórapistil áður þar sem ég er alltaf of spennt til þess að skoða innihaldið í blaðinu. En allavega, loksins er komið að þessu!! Að stjórna blaði er algjörlega nýtt fyrir mér og hef enga reynslu og á því en samt sem áður er mjög sátt með útkomuna og vona að þið séuð það líka, þar sem við stelpurnar erum búnar að vinna hörðum höndum alla önnina. Við byrjuðum eins og ég segi nánast algjörlega reynslulausar á þessu sviði en um leið og við komum okkur af stað þá fylltist heilinn af hugmyndum og eigum efni í þó nokkur blöð í viðbót, en látum nú samt tvö nægja. Í þessu blaði erum við búnar að taka saman helling af skemmtilegum FS-ingum, við erum búnar að taka viðtöl við áhugavert fólk, segjum frá nokkrum atburðum sem hafa gerst á þessari önn og svo síðast en ekki síst tekið myndaþáttinn í Sólbrekkuskógi sem gekk rosalega vel. En ég ætla ekki hafa þetta neitt lengra fyrir þá sem eru virkilega að lesa þetta og leyfa þeim að byrja á blaðinu.

Hönnun og umbrot Sölvi Logason

Prentun

Stafræna Prentsmiðjan Upplag

1.000 eintök Styrktaraðilar

Pulsuvagninn Gallerý Kóda Securitas

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að gerð blaðsins og hjálpuðu mér og stelpunum á einhvern hátt kærlega fyrir alla hjálpina. Njótið lestursins..... Fyrir hönd ritstjórnar, Sandra Smáradóttir

Forsíða

Eyþór Eyjólfsson

3


Vizkustykki haustönn 2012

Ritstjórn

Andrea Ösp Böðvarsdóttir

Aníta Ósk Georgsdóttir Karen Elísabet Friðriksdóttir

44

María Rose Bustos


Sandra Smáradóttir

Sigrún Björnsdóttir Sunneva Fríða Böðvarsdóttir

55

Þórunn Helga Jóhannesdóttir


kaffihúsakvöld

ásgeir trausti

Hashtags á Instagram

disco pants

iphone

frank ocean

&

heitt Kalt

Omega partý

bralli og gegnsætt

blautbolakeppni break-up

poke

Yolo

Gledi klukkutími 6



Vizkustykki haustönn 2012

Nefndir og ráð

Aðalstjórn Arnór Svansson, Unnar Már Pétursson, Ísak Ernir Kristinsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarki Þór Valdimarsson

Íþróttaráð

Málfundarfélagið Kormákur

Íþróttameistari: Jón Gunnar Sæmundsson, Jenný María Unnarsdóttir, Bergrún Ásbjörnsdóttir, Gunnlaugur Guðjónsson, Viktor P. Klimaszewski og Ásgrímur Rúnarsson

Formaður Kormáks: Guðni Friðrik Oddson, Tómar Orri Miller, Hinrik Hafsteinsson, Andrea Hannah, Ástþór Sindri Baldursson, og Þórarinn Gunnarsson

8


Markaðsnefnd

Hnísan

Markaðsstjóri Unnar Már Pétursson, Arnar Már Eyfells, Sæmundur Már Sæmundsson, Rúna Björg Júlíusdóttir og María Árelía

Vignir Páll Pálsson, Ólafur Ingvi Hansson, Ástþór S. Baldursson, Tómas Orri Miller, Steinn Alexander Einarsson og Björn Elvar Þorleifsson.

Skemmtinefnd

Stríðsnefnd

Formaður Skemmtinefndar: Haraldur Jónsson, Ingi Þór Hallgrímsson, Sigríður Guðbrandsdóttir, Vignir Hreinsson og Sóley Björg Ingibergsdóttir

General: Sindri Stefánson , Sigurður Þór Hallgrímsson, Unnar Már Unnarson, Daníel Gylfason og Óskar Örn Óskarsson

Ritnefnd

Vox Arena

Ritstjóri: Sandra Smáradóttir, Aníta Ósk, Andrea Ösp, Þórunn Helga, Sunneva Fríða, Karen Elísabet, María Rose og Sigrún Björns

Inspector: Sigurður Smári Hansson, Alexandra Sæmundsdóttir, og Kristín Júlíusdóttir

9


Vizkustykki haustönn 2012

Miðstjórnar

ferðin Miðstjórnarferð NFS var haldin 13. október síðastliðinn. Byrjuðum öll á því að hittast á SBK, öll tilbúin í mikla óvissu. Mikil stemming var í rútunni meðan keyrt var á fyrsta áfanga stað, Kringluna. Þar var okkur skipað í fimm lið og við byrjuðum ratleik inni í Kringlunni. Ratleikurinn gekk vel þangað til að nokkur lið urðu stoppuð af körlum sem komust aldrei inn í lögguna og enduðu sem öryggisverðir í.. Kringlunni. Þeir bönnuðu ratleikinn okkar en við létum þá ekki stoppa okkur og héldum leiknum áfram. Ratleikurinn fólst í því að fá símanúmerið hjá afgreiðslukonunni í Gallerí 17, fá smokey-augnförðun í MAC, komast að því hvað Kringlan væri gömul, kaupa nammi fyrir aðalstjórn, leysa úr ljóði, vita hvað eigandi Noland heitir og margt fleira. Einnig voru Instagram bónus stig!! Sem eflaust allir iPhone eigendur tóku

eftir þann 13. október, þegar miðstjórn NFS spammaði Instagram til að fá auka stig í ratleiknum. Bónusstigin gengu út á það að taka mynd af sér gera eitthvað, t.d. lemja mann í bakið, láta líða yfir sig, sníkja hlut úr búð, láta henda sér út úr búð, taka mynd á sviði Borgarleikhússins og margt fleira skemmtilegt… og til að stigin urðu gild þurfti að setja þær inn á Instagram. Eftir ratleikinn var ferðinni haldið í Go-Kart og hámað í sig pizzur áður en keppnin byrjaði. Keppnin gekk vel en sumir voru miklu betri en aðrir. Eftir Go-Kart var farið aftur til Keflavíkur og gert sig til fyrir kvöldið, Miðstjórnar party!! Miðstjórnarpartýið heppnaðist rosalega vel og skemmtu allir sér langt fram eftir nóttu! Algjörlega þess virði að vera í stjórn og fá þann heiður að taka þátt í þessari skemmtilegu ferð og hlökkum til næstu ferðar. Takk elsku Miðstjórn fyrir geðveikt skemmtilegan dag og nótt, we love you guys.


11


Vizkustykki haustönn 2012

Ný Hní

Hnísan. Stofnuð af Sigfúsi Árnasyni. Beturbætt af Sindra Jóhannssyni og bara nokkuð góð í okkar höndum. Eins og allir sem eru búnir að sjá nýjasta þáttinn frá Sindra Jóhanns og félögum erum við ekki að taka við einhverju djóki. Þetta eru stór fótspor til að fylla, en við ætlum að reyna okkar besta til að fylla þau. Það eru kannski ekki margir sem hafa trú á okkur, eiginlega bara örfáir, aðallega bara foreldrar okkar og Gunnhildur Gunnars. Við höfum sett okkur markmið, að viðhalda staðlinum sem komið hefur verið fyrir af fyrirrennurum okkar. Það verður ekki auðvelt þar sem þessi staðall er frekar hátt settur og við erum ekki með tölvugúru með okkur í liði til að búa til þyrlu til að sprengja upp eða eyðileggja Reykjavík. En við munum gera allt í okkar valdi til þess að halda uppi heiðri Hnísunar og verða okkur sem og skólanum ekki algjörlega til skammar. Og höfum metnað og þrautsegju

til að gera þáttinn eins áhugaverðan og fyndinn og við mögulega getum . Svo er líka undir ykkur komið nemendur góðir að gera ykkur af fíflum þegar myndavélinn er uppi, takið Svenna ykkar til fyrirmyndar. Einnig þarf að vera virk þáttaka nemenda í félagslífi skólans. Það er ekki nóg að væla bara um hvað það sé aldrei neitt að gera, það þarf að taka þátt í þeim viðburðum sem eru í boði til að vera félagslega samanburðarhæf við þá framhaldsskóla með sterkasta kjarnan þegar það kemur að félagslífi. Skólaþátturinn er mjög stór partur þegar að þessu kemur. Skólaþátturinn er einskonar uppskera frá liðnum félagsviðburðum þar sem öll skammarlegu atvikin eru endurvakin undir hlátri nemenda. Við í skólaþáttanefnd munum sinna okkar starfi og þess vegna er það mikilvægt að nemendur skólans sinni líka sínum hluta samningsins sem er ekki strembinn, að taka þátt í félagslífinu.

12


dagur & steini

ærstitsitaður Setm m

sk 0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 100 MB netnotkun á mánuði.

13

í heimi!


Afhverju að nota NFS kortin? Hversu margir eiga NFS kort sem þau hafa aldrei notað? Eru týnd einhversstaðar heima hjá ykkur, í ruslinu eða hafið jafnvel aldrei sótt ykkar eigið kort á skrifstofu NFS? Við byrjuðum að nota okkar um leið og við fengum að vita hvernig ætti að nota þau. NFS kortin veita þér skólaafslátt og skólaafsláttur er notaður mjög víða, þótt þú vitir kannski ekki einu sinni af því. Skólaafsláttur er gefinn í fatabúðum, íþróttamiðstöðvum, Herjólfi, Bláa Lóninu, skyndibitastöðum, svo eitthvað sé nefnt. NFS gerir svo sérstaka samninga við fyrirtæki hér á Suðurnesjunum og þú færð ekki afsláttinn nema þú sýnir NFS kortið þitt! Afslættina á kortinu geturðu t.d. notað á Langbest, í Heilsuform, í Krummaskuði, á Subway og fullt af fleiri stöðum sem er auglýst með kortinu. Svo færðu líka 30% afslátt á Dominos!! Loksins getum við Dommað okkur upp alla

daga vikunnar en ekki beðið endalaust eftir Þriðjudagstilboðinu. Svo er það, sem er okkar uppáhalds við kortin, að þið getið notað þau erlendis!! Á kortunum stendur á ensku ‹Student Card› og þar með færðu skólaafslátt í búðum erlendis. Sem er algjör snilld fyrir fátæka námsmenn eins og okkur. Mjög margar búðir gefa 10% skólaafslátt og sérstaklega dýru búðirnar eins og Topshop og Urban Outfitters. Annars er það bara að spurja hvort þau gefi afslátt því það stendur ekki alltaf á afgreiðsluborðinu hjá þeim. Þetta er náttúrlega algjör snilld fyrir kaupsjúka FS-inga þegar þau fara í verslunarferðir til útlanda, að kippa NFS kortinu með í veskið. Eftir þennan lestur ættir þú nokkurnvegin að vera búin að skilja afhverju NFS er að gefa út þessi kort og til hvers þú gætir notað þau meira. NJÓTIÐ VEL

14


Einar Hagfræðingur Ég dýrka FS og FS-inga sem ég spjalla við. Þetta fólk hefur svo skemmtilega persónuleika.

Jón Ingi Jónsson Hatrið sem ég upplifi gagnvart ölvuðum mönnum þekkir engin takmörk.

Ingi Þór Hallgrímsson Djöfull kann ég að meta gaurinn sem var í Weezo samfestingi allan daginn í FS í dag, þægindin í hámarki.

Kamilla Rún Björnsdóttir Úff.. held ég hafi barasta aldrei lært jafn mikið yfir ævina eins og ég er búin að gera núna á síðustu 6 vikum.. það fara ca 3 HEIL kvöld í viku í lærdóm.. eins gott að mér takist að útskrifast :)) ég get ég ætla ég skal!

Thelma Guðlaug Arnarsdóttir Hvaða söngvari er þessi feat?!!? Hann er í öllum lögum! :o

Birgir Snorri Snorrason Er að leita af gellunni sem ég var með í flugi til Noregs.. veit voða lítið um hana allavega ljóshærð og heit...þakka allar upplýsingar

Ísak Ernir Kristinsson Ég komst að því þegar ég kom úr sambandi eftir fjögurra ára viðveru þar að það er einhvað sem heitir tíska. Þetta er víst inn.

Ósk Matthildur Elsku Keflavík.. Mig langar bara til þess að leiðrétta þennan fyndna en á sama tíma óþarfa orðróm um það að ég spili með hinu liðinu. Þó þetta sé alls ekki móðgandi þá er alltaf leiðinlegt að heyra eitthvað um sjálfa sig sem er langt frá sannleikanum og alls ekki rétt :-)


Hið týpíska Keflavíkur

djamm

eftir Arnar Má

E

ins og skáldið sagði: “keyrum þett’í gang.” Okei, okei, okei hann verður kannski seint talinn vera skáld, en hann Friðrik Dór hafði svo sannarlega eitthvað til borðsins að færa. Vegna þess að þetta eru einmitt lykilorðin að tilgangi lífsins. Djók. Ég ætla ekki að vera þessi mellódramatíska mella í þetta skiptið. Ég segja ykkur sögu af hinu týpíska Keflavíkur djammi. Það er rétt. Ég ætla að bregða mér í gervi “Ofur-Keflvíkings” sem að hendir sér út öll kvöld, allar helgar, alltaf. Kannski pínu lítið eins og hann Ingi Þór okkar var núna síðastliðinn október mánuð? Já veistu, ég ætla að bregða mér í gervi Inga Þórs. Sorry Ingi, en þú ert náttúrulega sá allra skemmtilegasti “djúsari” sem ég veit um þannig að þú ætlar að vera mér “sem leiðarljós” í gegnum glamúrheim skemmtanalífsins á Íslandi. Til í það? Geðveikt! Hefjast þá leikar. Áður en lengra er haldið þá væri það vel við hæfi að kveikja á tónlist. Helst eitthvað á borð við Illmerica með Wolfgang Gartner eða Heads will roll með the Yeah Yeah Yeahs svona til þess að gera þetta sem allra skemmtilegast. Þannig að wippaðu fram iPodinum og þínum vel slípuðu Beats headphónunum og gerum þetta að alvöru upplifun. Allt ready? Okei, vá hvað ég er mikið til í þetta. Þá ber fyrst að nefna hinn marg umdeilda skemmtistað Center og hefst þetta allt þar. Ég veit ekki með ykkur, en þetta virðist vera það allra heitasta í Keflavík. Vá, hversu mikið dick get ég verið. Ég meina

Reykjanesbæ. Allavega. Ungdómurinn ræður alfarið ríkjum á Center. Og þegar ég segi “ungdómurinn” er ég náttúrulega alfarið að tala um fólk sem að er kominn með aldur. Ekki gera ykkur einhverjar “illaðar” ranghugmyndir ágætu foreldrar (ef það vill nú svo til að einhver af ykkur sé að lesa þetta). En já, ég var að upplifa mig sem Inga Þór. Lítill og krúttlegur, óhemju skemmtilegur og einfaldlega alltaf í converse. Þetta er allt að smella. Okei, let’s do this. Ég labba inn á Center þar sem að það fyrsta sem ég sé er vel strattað DJ borð mér til vinstri. Barinn beint að augum og ég geng rakleiðis þangað. Fæ mér kaffi og held svo af stað í átt að sætunum sem eru þétt setin af elítu Reykjanesbæjar. Ég fitta ágætlega inn þar sem að maður umferðarinnar í Pepsídeildinni (í tvö skipti) er herbergisfélagi minn upp á Ásbrú 1105. Við sitjum þarna en svo ákveð ég að labba yfir á Manhattan. Og þá færist hiti í leikinn. Allt í einu er ég umkringdur áður óséðu fólki. Mér líður eins og ég sé í framandi landi, þar sem að enginn virðist kunna íslensku í kringum mig nema afgreiðslufólkið og ég veit ekkert hvað ég á að gera. En ég er fer aftur að afgreiðsluborðinu og fæ mér meira kaffi svona til þess að létta aðeins um mig þið vitið, gera sig ready fyrir komandi ævintýri kvöldsins. Magnað. Ég sturta einum þeldökkum kaffibolla í mig og hendist svo beint út á dansgólfið. Dilla mér. Þvílík og önnur eins snilld, ég hef ekki skemmt mér svona mikið lengi en fatta skyndilega að ég er ennþá umkringdur áður óséðu fólki og færist aftur yfir á Center þar sem ég hitti allt liðið mitt aftur. Við stígum dans og hendumst fram og tilbaka í þéttu

16

umhverfi og einstaklega þungu lofti. Vá, væri það ekki klikkað ef ég gæti platað alla yfir á Manhattan? Nei maður bara smyr. Og þegar stórt er smurt er oft lítið um smjör, en ég örvænti ekki og hendist aftur á barinn. Fæ mér meira kaffi. Þvílík snilld. Held síðan niður í reykherbergi þar sem að allir mínir nánustu vinir standa og spjalla. Ég tek fram “gulrótina” mína og kveikjara, tendra í henni og byrja svo að spjalla við liðið. Þá heyri ég strákana tala um það hvernig maður á að haga sér á tjúttinu. “Ingi, mundu bara hvernig þetta virkar - ef þú klæðir þig ekki sómasamlega þá verður þú útskúfaður, þannig ekki mæta í úlpu á djammið, ekki drepast hérna uppi í sætunum og ekki fara heim með gellu sem er yfir fertugt. Það er ekki kúl. On it?” Ég kinka kolli, klára gulrótina mína og færist aftur fram. Ég hleyp upp á dansgólf þar sem að maðurinn sem er skilgreindur sem “hundrað kíló af tónlist” stendur uppi á DJ borðinu og þeytir skífum. Þvílíkur fokking meistari. Hann spilar allt það heitasta og ég gjörsamlega missi mig þegar að “trapmúsíkin” byrjar. Þetta minnir mig svolítið á það þegar ég var á B5 hérna um árið. Djók. “Trap-music” á B5? Sénsinn. Rétt eins og ungdómurinn ræður ríkjum á Center, þá eru líkurnar á því að trap sé spilað á B5 álíka jafn miklar og Avenge the death of the mighty demon yrði spilað á prikinu. Full ýkt? Kannski. En hvar var ég aftur? Já auðvitað. Center að dansa. Ég og strákarnir hendumst fram og aftur í hláturskasti yfir félaga okkar sem er handónýtur á dansgólfinu og förum svo með hann yfir á Manhattan þar sem að við sleppum honum lausum. You know. Svona “back to the jungle” dæmi þar sem að Manhattan er náttúrulega eins og að vera mættur til einhver regnskóg í Suður Sinchebad. “Framandi og sveitt.” Ég ákveð að fá mér annan kaffibolla en enda svo “hauslaus og buxnalaus og er til’íða.” Ég veit ekki hvað er til ráða, strunsa inn á bað og ætla að pissa en sofna. Eða þú veist, ég “dey.” Of mikið kaffi hefur ótrúlega slæm áhrif. En hvað um það, samkvæmt Aristóteles er dauðinn hinn fullkomni endir þannig að ætli að þetta sé ekki bara fullkomið? Nei, bíddu vó. “BAMM” heyrist fyrir utan klósettið mitt. “Er einhver þarna?” segir maður með einstaklega djúpa rödd og mikinn hreim. Hann sparkar upp hurðinni og kastar mér útaf staðnum sem hefði verið lokað fyrir ekkert svo löngu síðan. Ég staulast að Subway og redda mér fari heim. Svo er haldið á mér upp í íbúð þar sem ég


eyði kvöldinu læstur við postulínið heima hjá mér. Þvílík snilld. Púff, þetta var þokkalega heavy shit og ég er nokkuð viss um að einhverjir ykkar geta fundið einhverja tengingu við þetta, hvort sem að það var í Omega teiti eða þá bara á hinu týpíska Keflavíkur tjútti. En eitt er þó víst: hann Ingi Þór getur alveg pottþétt tengt sig við þetta og staðfestir það hér með að þetta er dæmi um typical Keflavíkur djamm.

„Ég fitta ágætlega inn þar sem að maður umferðarinnar í Pepsídeildinni (í tvö skipti) er herbergisfélagi minn upp á Ásbrú“

En að svo gefnu að þið hafið kveikt á tónlistinni sem ég bað ykkur um að setja í gang, þá geri ég ráð fyrir því að lagið sé búið og þar með slútta ég lesningunni að sinni. Sé ykkur eftir áramót með aðra grein um eitthvað aðeins ígrundaðara stöff. Arnar Már Eyfells out.

17


Pattra Vizkustykki haustönn 2012

Sriyanonge

Ég í essinu mínu í Vintage búð. Betra dressið.. Vintage Blússa/ Blúndusamfella nýkeypt úr Nostalgíu/ Buxur úr Weekday/Jeffrey Campbell hælar/Hálsmen-H&M og Vintage.

Levi›s Gallajakkinn (H&M toppur og Gina Tricot kross)

Miista skórnir

18 Vintage gervi rússkinns&pels jakkinn (Skyrta&Buxur úr Zara)rússkinns

Nafn og aldur? Pattra Sriyanonge, 25 ára. Hvar býrðu? Randers í Danmörku sem er úthverfi Aarhus að mínu mati. Hjúskaparaðstaða? Trúlofuð, strandargifting í Desember og er enn kjólalaus! Hvað gerirðu? Tískubloggari, leikkona og hörkufótboltafrú. Uppáhalds búðir? Weekday er í miklu uppáhaldi þessa dagana en ég held líka mikið uppá Beyond Retro í UK&SWE þar sem ég er mikill vintage aðdáandi. Trendnet er....? Margbreytileg tískuveröld með helstu tískubloggarar landsins undir sama þaki. Við erum 8 mismunandi karakterar og það er því eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert tískuunnandi, áhugamaður um heimilishönnun eða bara forvitinn einstaklingur! Uppáhalds outfit/flík/skópar? Talandi um Valkvíða!.. Ég er varla búin að fara í önnur skópör eftir ég fékk Miista skónna mína fyrir stuttu síðan. Gervi rússkinns&pels jakkinn minn sem ég keypti second hand verður alltaf í miklu uppáhaldi en vintage Levi's gallajakkinn var klárlega jakki sumarsins, dýrka hann! Hvað áttu mörg skópör? Var rétt í þessu að telja og það eru svona í kringum 40 pör hérna á heimilinu en ætli það sé ekki um það bil 15 pör sem ég nota nokkuð reglulega. frekar léleg nýting! Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Skapráðandi og Persónulegur með rokkaralegu ívafi. Hvaða tískuráð getur þú gefið lesendum? Aldrei að segja aldrei og ekki vera hrædd við að fara ykkar eigin leiðir. Eyðiru miklu í föt á mánuði? Það er voðalega misjafnt ég reyni samt alltaf að leita í skynsemina en gengur misvel. Þegar þú kaupir þér flík, hugsaru um að nota það á marga vegu eða bara í einu dressi? Klárlega á marga vegu enda finnst mér langskemmtilegast að mixa hlutunum saman og vil helst ekki kaupa mér flík nema ég sé fram á að geta notað hana aftur og aftur. Oft er ég búin að ímynda mér nokkur dress í huganum áður en ég kaupi flíkina. Til að mynda er ég núna að leita mér að brúðarkjól sem má eiginlega ekki vera týpískur brúðarkjóll því að ég vil geta notað hann einhvern tímann aftur.


Erna

Nafn og aldur ? Erna Hrund Hermannsdóttir - ég verð 23 ára 27. október:) Hvar býrðu ? á besta stað á landinu í náttúruparadísinni við Elliðaárvatn Hvað gerirðu ? ég er makeup artisti, social media ráðgjafi, móttökustjóri á flottustu auglýsingastofunni J&L, og ritstýri tísku- og makeup blogginu ReykjavikFashionJournal sem er á trendnet.is. Uppáhalds snyrtivörumerki ? Get ekki gert uppá milli Maybelline og L'Oreal. Hjúskaparaðstaða ? Trúlofuð Trendnet er … ? Nýr miðill þar sem aðdaéndur tísku, förðunar, lífstíls og fallegra heimila geta fundið sér lesefni við hæfi. Inná Trendnet finnið þið 5 þekkta bloggara og 2 nýja sem deila skoðunum sínum á öllu því fallega sem heimurinn hefur uppá að bjóða. Við skrifum öll undir okkar eigin bloggum en á aðalsíðunni getið þið fundið nýjustu og vinsælustu færslurnar frá okkur. Hvaða snyrtivöru geturu ekki verið án ? Þessa stundina er ég ótrúlega hrifin af vöru sem heitir BB krem ég sanka þeim að mér frá öllum merkjum og hef ekki enn fundið týpu sem mér líkar ekki við. Þessa dagana skiptist ég á að nota kremið frá L›Oreal og Smashbox sem er nýtt merki í sölu á Íslandi. Hvað er besta förðunarráð sem þú getur gefið lesendum ? Besta ráðið sem ég get gefið er að hugsa vel um húðina sína, þrífa hana kvölds og morgna og gefa henni góðan raka. Ef þið viljið ná fullkomnu förðunarlúkki er heilbrigð og vel nærð húð alltaf fyrsta skrefið. Svo finnst mér að allar konur eigi að fá sér BB krem þau henta nefninlega öllum aldri og öllum húðtýpum. Hvar og hvað lærðiru ? Ég lærði í skóla sem hét EMM school of

Hrund

makeup árið 2007 sem er því miður ekki starfandi lengur. Þar var námið ótrúlega vel upp sett því við fengum að prófa vörur frá svo mörgum merkjum. Sóley Ástudóttir sem rak skólann setti sér það markmið að kenna nemendum sínum á það sem henni þóttu bestu vörurnar á markaðnum enda með mikla reynslu úr förðunarbransanum. Ég kláraði bæði byrjendaog framhaldsnámskeið og útskrifaðist sem Makeup Artist og hef unnið sem slíkur síðan þá. Á þeim tíma var ég á 3. ári í versló sem hentaði vel því ég fékk svo mikið að gera á meðan ég var í skólanum svo ég var í alveg í stanslausri æfingu allan tímann. Eyðiru miklu í snyrtivörur á mánuði? Já smá, það eru nauðsynleg útgjöld á mínu heimili. Í hverju felst vinnan þín? Úff ég er í svo mörgum vinnum… en ætli sú skemmtilegasta felist ekki í því að vera makeup artisti þar fæ ég að nýta mína hæfileika og mína ástríðu sem mest. Núna nýlega var ég að farða fyrir Elite Modellook Iceland fyrirsætukeppnina þar sem ég fékk að fylgja 17 gullfallegum stelpum með stóra drauma í gegnum 30 daga æfingaferli. Ferlið tók á sérstaklega fyrir mig kasólétta en þetta var svo gaman að fá að vera hluti af glæislegu förðunarteymi L›Oreal og kynnast öllum þessum flottu stelpum og fólkinu sem kom að keppninni. Svo fæ ég að taka þátt í alls konar verkefnum fyrir auglýsingastofuna sem ég vinn á og svo farða ég mikið fyrir myndatökur sem tengjast Maybelline, L›Oreal og Oroblu. En ég elska líka að skrifa og gera makeup sýnikennslur á reykjavikfashionjournal stundum of mikið því ég er mjög virk þar inni;) Veistu hvað þú átt mikið af snyrtidóti ? Nei ég hef engan vegin tölu á því lengur en kærastinn minn myndi segja hiklaust að ég ætti alltof mikið.

19

SÝNIKENNSLA Jólahátíðin er tími sem við eyðum í faðmi fjölskyldunnar og mér hefur alltaf fundist að makeupið eigi að vera látlaust og smekklegt, geymum glamúrinn fyrir áramótin. Það er gömul klisja að það sé alveg bannað að leggja bæði áherslu á varir og augu í einu en ég ætla samt að gera það í þetta sinn og gefa ykkur smá hugmynd um hvernig jóla makeupið ykkar getur verið. Svo getið þið að sjálfsögðu líka nýtt það sem ykkur líst á úr hvoru lúkki fyrir sig og blandað því saman.

Lúkk 1# Augu Ég byrja á því að grunna augnlokið með möttum ljósum augnskugga. Þá verður augnsvæðið allt í sama lit og auðvelt að dreifa úr augnskuggunum sem koma á eftir. Því næst valdi ég grábrúnan skugga með smá sanseringu ég set skuggann nánast yfir allt augnlokið ég skil bara eftir smá svæði alveg uppvið augnhárin á miðju augnlokinu þá kemur ljósi liturinn smá í gegn. Miðið við að dekkri skugginn deyji út við globuslínuna og setjið aðeins meiri lit þar til að búa til ennþá meiri dýpt í augunum. Að lokum set ég smá af ljósum sanseruðum augnskugga yfir mitt augnlokið og blanda litnum saman við þennan grábrúna. Þannig verður augnlokið fallega kringlótt af því ljósi liturinn er í miðjunni og dökki liturinn í kring. Svo set ég einfalda eyeliner línu með smá spíss meðfram efri augnhárunum og örlitla línu meðfram neðri augnhárunum til að ramma augun fallega inn. Loks set ég maskara og varalit sem í þetta sinn er nude á litinn.

Lúkk 2# Rauðar Varir Rauðar varir virka um jólin en hér er einfalt ráð til að poppa aðeins uppá þetta klassíska lúkk. Fyrst byrja ég á því að má út útlínur varanna minna og gera þær litlausar svo að liturinn verði alveg eins á efri og neðri vörum. Svo móta ég varirnar og fylli inní þær með rauðum varablýanti. Varablýanturinn er góð undirstaða fyrir varalitinn gerir litinn þéttari og hann endist mun lengur. Næst set ég varalitinn á varirnar og þegar ég er ánægð með lag varanna set ég smá af hvítum sanseruðum augnskugga yfir miðjar varirnar. Eins og þið sjáið fær rauði liturinn bleikan glampa í miðjunni sem gerir þær stærri og kyssilegri. Ég nota skugga í staðin fyrir gloss til að gefa vörunum þennan glans því þá þarf ég aldrei að hafa áhyggjur af því að liturinn gæti lekið til.


Bíómyndir FIGHT CLUB Að mínu mati er Fight Club ein fullkomnasta mynd sem að gerð hefur verið. Hún er ofbeldisfull, fáránlega svöl og ófyrirsjáanleg en hún bendir líka á galla samfélagsins og lifnaðarhátt okkar og er því mun dýpri en fólk kannski heldur. Fight Club er svo einstaklega vel leikin, vel tekin upp og vel leikstýrð að þú ert með gæsahúð út alla myndina. Sorry Shawshank Redemption og The Godfather unnendur en Fight Club á skilið toppsætið á IMDB. Fullkomin í alla staði.

PULP FICTION Þessi mynd er hreint meistaraverk og ekki við neinu öðru að búast af Quentin Tarantino. Pulp Fiction er ein svalasta mynd sem að ég hef séð og að mínu mati er hún besta myndin eftir hann Quentin Tarantino minn. Söguþráðurinn er mjög góður og leikararnir eru þeir allra bestu. Allt við Pulp Fiction er heillandi, leikstjórnin, tónlistin, leikararnir og tíminn. Svo fullkomin mynd.

AMERICAN BEAUTY American Beauty er svo geðveikt góð að mig langar að gráta. Hún er áhrifarík, fyndin, einstök og gefur manni að einhverju leyti aðra sýn á lífið. Hún er mjög vel leikstýrð af Sam Mendes og leikararnir eru svo góðir að það er ekki annað hægt en að tengjast öllum persónum myndarinnar. Kevin Spacey sem leikur aðalpersónuna Lester Burnham, er fáránlega heillandi í þessari mynd. Skylduáhorf!

CITY OF GOD Þessi mynd er gífurlega átakanleg og áhrifarík. Handritið er magnað sem og leikstjórnin og persónurnar eru áhugaverðar jafnvel þó að sumar koma kannski bara fyrir í 5 mínútur. City Of God er svo hrá og gefur manni svo raunverulega sýn á hvernig líf sumra manna er og það verður á ýmsum tímapunktum hreinlega erfitt að horfa á hana. Samt sem áður mynd sem að allir verða að sjá. Virkilega frábær mynd.

DONNIE DARKO Ég veit ekki hvað það er en Jake Gyllenhaal er það fullkomnasta í heimi í hlutverkinu Donnie Darko jafnvel þó að hann eigi að vera léttruglaður og eigi að sjá mann í kanínubúningi sem fær hann til að fremja alls kyns glæpi. Söguþráðurinn er mjög góður en margir vilja meina að hann sé flókinn og leikstjórnin er góð. Því miður finnst mér Donnie Darko frekar óþekkt og alltof margir vita ekki einu sinni að hún sé til. Það er algjör synd, því þessi mynd er snilld.

JUNO uno er vafalaust uppáhalds unglingamyndin mín, vegna þess að hún sýnir ekki þessa týpíska steríótýpu unglinga. Ellen Page er svo náttúrulega fyndin og svöl þannig að myndin fær um leið afslappað yfirbragð frekar en þegar allt er svo stíft og þvingað og Michael Cera er náttúruega elskulegasti strákur sem að hægt er að finna. Juno er fyndin og skemmtileg og tónlistin í henni er geðveikt góð.

20


FINDING NEMO Besta Disney mynd fyrr og síðar að mínu mati. Já, Finding Nemo er teiknimynd en hún er ein af þessum myndum sem að ná til allra, hrukkótta og lúna sem og sléttbotna bleiurassa. Finding Nemo er mjög fyndin og skemmtileg og karakterarnir eru æðislegir. Ein besta skemmtun sem að ég veit um er að horfa á þessa yndislegu mynd.

INGLOURIOUS BASTERDS Quentin Tarantino er augljóslega uppáhaldsleikstjórinn minn en hann að sjálfsögðu leikstýrði þessari snilldar mynd eins og tveimur öðrum myndum á þessum lista mínum. Inglourious Basterds á að gerast í seinni heimsstyrjöldinni, en segir engan veginn rétt frá henni sem að mér finnst svo mikil snilld. Frammistaða leikaranna er frábær og þá sérstaklega hjá Brad Pitt og Christoph Waltz og Tarantino leikstýrði henni einstaklega vel.

KILL BILL: VOL.2 Persónulega finnst mér Kill Bill: Vol 2 betri en fyrsta myndin, þó að það muni alls ekki miklu. Uma Thurman er svo góð í þessum myndum að ég myndi örugglega giftast henni ef að ég gæti. Myndin hefur svo geðveikan stíl og er svo vel leikstýrð af snillingnum Quentin Tarantino að það er ekki hægt annað en að elska hana.

FORREST GUMP Forrest Gump er krúttlegasta og saklausasta mynd sem að ég hef séð. Tom Hanks er algjör hjartabræðari í hlutverkinu sínu og þig langar hreinlega bara að knúsa hann alla myndina. Einstaklega falleg saga sem að ekki er hægt að fá leið á að mínu mati. Forrest Gump er bæði vel leikstýrð og vel leikin. Yndisleg mynd í alla staði.

,,Keep it secret. Keep it safe.“

Lord Of The Rings: The Fellowship Of The Ring -Gandalf

Ómissandi með myndinni

,,You must unlearn what you have learned.“

Star Wars: Episode V – The Empire Strikes Back -Yoda

,,Stop, stop, stop! You're going to take someone's eye out. Besides, you're saying it wrong. It's LeviOsa, not LeviosAR!“ Harry Potter And The Sorcerer‘s Stone -Hermione

,,Here‘s looking at you, kid.“ Casablanca -Rick Blaine

Súkkulaðipopp

Það sem að þú þarft: 3-4 mars/snickers súkkulaðistykki eða eitthvað annað súkkulaði til að bræða Rjómi Desilítramál Sleif 1 popp poki Örbylgjuofn Pottur Skál

,,A census taker once tried to test me. I ate his liver with some fava beans and a nice Chianti.“ The Silence Of The Lambs -Hannibal Lecter

,,It›s only after we've lost everything that we're free to do anything.“

Það sem að þú gerir: Byrjaðu á því að stilla lágan hita undir pottinn og helltu síðan u.þ.b. ½-1 desilítra af rjóma í pottinn eða svona sirka botnfylli. Leyfðu síðan rjómanum að hitna aðeins, alls ekki of mikið, og láttu síðan 2 súkkulaðistykki ofan í pottinn. Hrærðu síðan vel í eða þangað til að súkkulaðið bráðnar. Bættu síðan restinni af súkkulaðinu í pottinn og hrærðu þangað til að allt súkkulaðið er bráðið. Það er langbest að súkkulaðið sé þykkt, þannig að ef að þér finnst það vera ennþá frekar vökvakennt, bættu þá meiri súkkulaði í pottinn. Næst er það bara að skella popp pokanum í örbylgjuofninn. Þegar það er tilbúið, helltu poppinu úr pokanum í skál og dreifðu síðan súkkulaðinu vel yfir allt poppið. Og þá er súkkulaði poppið tilbúið! Ef að þetta er alltof erfitt eða flókið, þá mæli ég eindregið með því að þið skjótist út í Sambíóin í Kefalvík og kaupið ykkur súkkulaði popp hjá okkur!

Fight Club -Tyler Durden

21


Lífs hlaupið Fyrsta lífshlaup framhaldsskólanna var 3.16 október. Við FS-ingar létum okkur nú ekki vanta. Skólunum var skipt í þrjá flokka eftir nemendafjölda. FS keppti í flokki með 1000+ nemendum og vorum við í harðri keppni við Verzló og FB. Það var ljóst alveg frá byrjun að við ætluðum ekki að tapa fyrir Verslingunum. Strax og keppnin hófst klæddu stelpurnar sig í þröngu guggubuxurnar og strákarnir reimuðu íþróttaskóna og fóru ekki úr þeim fyrr en keppninni lauk. Farið var í þeim út að borða, í bíó, keilu og við vitum ekki hvað og hvað… það heldur betur borgaði sig því við unnum þessa keppni. Djöfulsins snillingar!! Ekki það að þetta hafi komið einhverjum á óvart þar sem við Suðurnesjamenn erum þekktir fyrir að vera hinir hörðustu íþróttakappar. Til þess að mynda góða stemmingu innan skólans var ákveðið að halda keppni innan skólans milli sveitarfélaga. Garðbúarnir klikkuðu ekki á þessu og unnu innanliðskeppnina með glæsibrag. Starfsfólkið í FS tók líka þátt. Þeim var skipt í lið eftir sviðum. Þau stóðu sig ekki síður en nemendurnir. Margir spyrja sig hvaðan þessi keppni kemur og af hverju hún er haldin? Unglingar nú til dags hafa hingað til ekki verið að hugsa nógu mikið um heilsuna og offita verður sífellt algengari. Lýðheilsustöð

og Heilsueflandi framhaldsskóli vildu reyna að sporna gegn þessu vandamáli og ákváðu að gera það með þessum skemmtilega hætti. En þá spyr maður sig, hvernig virkar þessi keppni? JÚ, hún virkar einfaldlega þannig að við hreyfum okkur a.m.k. í 30 mínútur á dag og förum svo á www. lifshlaupid.is og skráum hreyfinguna okkar! Þessi hreyfing þarf alls ekki að vera flókin, hún getur verið allt frá því að fara í göngutúr með Ægi Sig og Hvutta og alveg að því að fara á fjögurra tíma crossfit æfingu með Veigari Þór. Þeir óheiðarlegu létu sér detta þá vitleysu í hug um að auðvelt væri að svindla í þessari keppni. Þannig rúllum við FS-ingar einfaldlega ekki!! Það vill enginn vinna svona keppni með einhverju svindli. Hver gæti tekið á móti viðurkenningu frá sjálfun forsetanum með það á samviskunni að hafa unnið með óheiðarlegum hætti. Það gerði Jón Gunnar ekki. Okkur finnst þessi keppni æðisleg því hún hvetur fólk til að hreyfa sig og hjálpar fólki að halda utan um hreyfingu sína svo fólk gerir sér grein fyrir hvað það er að hreyfa sig mikið á dag. Við vonum að enn fleiri framhaldsskólar taki þátt næst og stefnum við að sjálfsögðu aftur á gullið. - Bergrún og Gunnhildur kveðja að sinni.

22


Arnór í Noregi Arnór Ingvi Traustason, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er einn af efnilegustu ungu leikmönnum í fótbolta á Íslandi í dag og var fyrr í haust lánaður frá Keflavík til liðsins Sandnes Ulf í Noregi. Við spurðum hann nokkrar spurningar um hvernig lífið er búið að vera hingað til í Noregi. Hvernig kom það til að þú varst lánaður frá Keflavík? Þeir höfðu verið að fylgjast eitthvað með, svo fór ég og hinn mikli meistari Sigurbergur Elisson á reynslu til þeirra eitthverntímann í sumar. Þeir sáu eitthvað í mér og spurðust fyrir um meira. Hvernig er búið að ganga hjá þér hingað til? Mér er búið að ganga mjög vel hérna. Byrjaði fyrst á smá ströggli að komast inn í tempóið sem er hérna en það kom mjög fljótt sem er gott og er kominn inní þetta að alvöru núna. Ég er búinn að byrja síðustu 3 leiki sem er mjög jákvætt og held því áfram. Ertu í pásu frá skóla á meðan þú ert úti? Já, ég er í pásu núna þessa önn allavega. Kem örugglega inn á næstu önn en maður veit ekki hvernig þetta verður hjá mér svo að það verður bara að koma í ljós. Maður saknar þess auðvitað að vera í skóla þegar

maður er ekki búinn að vera í skóla lengi. Er einhver munur á að spila á Íslandi eða erlendis? Ef svo, hver er helsti munurinn? Eins og ég tók fram í viðtali við fotbolti.net þá er helsti munurinn tempóið. Munurinn á getu er mjög lítill en þó auðvitað er einhver munur en það er þá aðallega tempóið. Íslenskir leikmenn eru ekkert síðri í fótbolta. Hefur þessi reynsla bætt þig eitthvað sem leikmann? Ef svo, hvernig þá helst? Já svo sannarlega, að fá að spila í svona háu tempói gerir þig að betri leikmanni, að framkvæma hlutina í miklu meiri hraða. Svo auðvitað andlega líka, því ég bý einn og er með íbúð og þarf að sjá fyrir mér sjálfur sem getur verið mjög erfitt á köflum þegar að maður var á «Hótel mamma» heima á Íslandi þar sem maður gerði ekki handtak. Að spila erlendis virðist vera markmið flestra ungra leikmanna, hefur það alltaf verið draumur hjá þér að komast út að spila? Já, það var minn draumur síðan ég var krakki að spila meðal þeirra bestu. Þegar að tilboðið kom þá var ekkert annað í stöðunni en að nýta þetta tækifæri og sjá hvernig þetta er. Mér leyst líka mjög vel á

23

þetta tilboð vegna þess að þetta var bara lánssamningur og ég ræð hvað ég geri í framhaldinu. Hvernig var tilfinningin að sjá sjálfan sig í einum vinsælasta íþróttatölvuleik í heimi, FIFA? Heyrðu hún var alveg mögnuð. Helgi Már Vilbergsson var einmitt að tala við mig fyrr um daginn þegar að FIFA átti að koma út um kvöldið og sagði við mig hvað það yrði mikil snilld ef ég væri í FIFA en ég var heldur ekkert að spá í því þá. Svo sendir Helgi á mig seinna um kvöldið að ég væri í FIFA og ég var eiginlega smá sjokkeraður. En ég verð að viðurkenna það að ég spila ekki FIFA að krafti eins og fótboltamenn eða fótboltaáhugamenn gera, en er þá ekki tilvalið að fara spila FIFA núna og geta spilað sjálfan sig? Veistu eitthvað með framhaldið, hvort þú verðir áfram hjá Sandnes Ulf eða komir aftur heim og spilir með Keflavík? Ég veit ekkert núna í augnablikinu, svo að ég get eiginlega ekki svarað þessari spurningu. Nema það að ég veit að ég kem heim seint í nóvember eða byrjun desember. Svo verður allt bara að koma í ljós.


Bílaverkstæði

ÞÓRIS

E H F

HAFNARBRAUT 12 A S: 421-4620 862-4619

900 Grillhús alltaf gott!


Rómeó & Júlía hvað ef hún vaknar...

Ljósmyndari

Eygló Gísladóttir Förðun

Lára Júlíana Hallvarðsdóttir Stílistar Ritstjórn Módel Arnór Svansson Lovísa Guðjónsdóttir Sylvía Rut Káradóttir Unnar Már Unnarsson





29


Vizkustykki haustรถnn 2012

30


31


Vizkustykki haustรถnn 2012

32


33


Vizkustykki haustönn 2012

1

Skósafn Inga

2

3

1.

Kurt Kobain nr 1. Minnstir

2.

Ljósgráu – Sveindómsmissir

3.

Köflóttu eru djammskór

4.

Rauðu – rauði liturinn er merki um ást og hjartað mitt benti mér á þá.

5.

Svörtu – Fékk málingu á þá þegar við vorum að hrekkja FB.

6.

Skærblátt – Loksins kominn í fullorðinstærð “vaxtarkipp” 42 ½. Ö var í þeim í 2 daga straight á fiskidögum, ekki lengur sömu fyrir mér og hef ekki notað þá síðan.

4

7.

5

8.

Svartir leður – afmælisgjöf frá fyrrverandi kærustunni

9.

Grænu - ómerkilegustu

10

11

12

13

14

10. Dökkbláu – ónotaðir. Frumsýndir á útgáfudegi blaðsins.

6

11. Batman – fór í þeim á Dark Night Rises. 12. Superman – keyptir í london í tilefni nýss árs 2012.

15

13. Ljósgráu – gjöf frá x þegar hún kom heim frá útlöndum. 14. Appelsínugulir – Allir spá geðveikt í þeim, nota þau alltaf á rave böllum.

7

16

15. Hvítu – nokkuð viss um að þetta séu einstökustu conversarnir mínir. 16. Fjólubláir – fólk ruglar mér við JB þegar ég er í þeim. 17. Flash – Hleyp hraðar í þessum!!

8 9

17

18. Batman/Joker – Nýjasta parið, keyptir á Tenerife!

18

34


420-3040


Vizkustykki haustönn 2012

Ásgeir Trausti Ásgeir Trausti Einarsson er tvítugur strákur frá Laugarbakka í Miðfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá FÁ síðasta vor og er líka með framhaldspróf í klassískum gítarleik. Ásgeir gaf út sína fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn í ágúst og er án efa einn vinsælasti söngvari landsins í dag. Fyrstu sex: 010792 Uppáhalds veitingastaður: Saffran Uppáhalds staður á Íslandi: Laugarbakki Uppáhalds tónlistamaður: Kelly Joe Phelps Lýstu sjálfum þér í 3 orðum: Er, bara, fínn. Helstu kostir: Þurfið að spurja einhvern annan að því Helstu ókostir: Úff… Alltof margir. Hvenær fattaðir þú að þú gætir sungið? Hef ekki fattað það ennþá. Hvað ertu að gera utan tónlistarinnar? Utan tónlistarinnar minnar er ég að vinna við að kenna á hljóðfæri í heimasveit minni í Húnaþingi vestra. Geri voða lítið annað þessa dagana en eh sem tengist tónlist. Eftir að þú gafst út fyrstu plötuna þína, þá hlýturðu að hafa fengið mikla athygli frá stelpum, hvernig tekur kærastan því? Ég hef ekki tekið eftir þeirri athygli af neinu ráði og pæli ekkert í því. Kærastan veit það og veit líka að hún er númer 1 þannig að það er allt í góðu hjá okkur. Sérðu fyrir þér framtíð í tónlistarbransanum eða stefniru á eitthvað annað? Ég er ekkert í því að plana of mikið fram í tímann, lifi bara einn dag í einu. Sjáum svo bara til hvað gerist. Þú ert líka í hljómsveitinni The Lovely Lion, stefnið þið á að gefa út frá ykkur plötu? Já vonandi þegar tími gefst til þá látum við til skara skríða, en akkurat núna er ekki mikill tími til að huga að því. Hvað er framundan hjá þér? Bara semja meiri tónlist og reyna að njóta lífsins.

36


37


Pallaball


Grein eftir Guรฐna

NFS ferรฐast meรฐ SBK


Busaviðtöl

Nafn? Róbert Freyr Samaniego. Staða? Veit ekki. Hvað er Vox Arena? Veit ekki. Hver er ritstjóri Vizkustykkis? Dno. Afhverju FS? Veit ekki. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Er ekki viss. Hvað kysstiru marga á busaballinu? Veit ekki. Fyrir hverju í félagslífi FS ertu spenntastur fyrir? Veit ekki. Hvort myndiru sofa með manneskju með engar fætur eða engar hendur? VEIT EKKII!!!!!!! Nafn? Einar Þór Kjartansson. Staða? Lausu. Hvað er Vox Arena? Held að Vox Arena sé leikfélag FS, annars hef ég ekki hugmynd. Hver er ritstjóri Vizkustykkis? Veit ekki. Afhverju FS? Félagsskapurinn bara. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Sem fótboltamann. Hvað kysstiru marga á busaballinu? Kyssti enga. Fyrir hverju í félagslífi FS ertu spenntastur fyrir? Veit ekki, böllunum bara held ég. Hvort myndiru sofa með manneskju með engar fætur eða engar hendur? Engar hendur. Nafn? Sólný Sif Jóhannsdóttir. Staða? Lausu. Hvað er Vox Arena? Guð ekki hugmynd. Hver er ritstjóri Vizkustykkis? mmm… Afhverju FS? Því ég bý í Keflavík og nennti ekki að vera að fara í Reykjavík. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Mjög feitur fastagestur á KFC. Hvað kysstiru marga á busaballinu? Einn. Fyrir hverju í félagslífi FS ertu spenntastur fyrir? Böllunum. Hvort myndiru sofa með manneskju með engar fætur eða engar hendur? Engar hendur held ég!

40


Nafn? Guðrún Elísa Ásbjörnsdóttir. Staða? Lausu. Hvað er Vox Arena? Leikfélag FS. Hver er ritstjóri Vizkustykkis? María Rose Bustos. Afhverju FS? Af því að ég bý í Keflavík. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Útskrifuð úr háskóla með góða vinnu, eitt barn og mann. Hvað kysstiru marga á busaballinu? 0. Fyrir hverju í félagslífi FS ertu spenntastur fyrir? Böllunum. Hvort myndiru sofa með manneskju með engar fætur eða engar hendur? Örugglega engar hendur. Nafn? Hildigunnur Gísladóttir. Staða? Föstu. Hvað er Vox Arena? Uhh einhver hljómsveit eða gengi eða eitthvað. Hver er ritstjóri Vizkustykkis? Myndi giska á Söndru. Afhverju FS? Útaf FS er í nágrenninu og það er bara fínn skóli! Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Hmmm.. í háskóla eða eitthvað. Hvað kysstiru marga á busaballinu? Ég kyssti bara Palla. Fyrir hverju í félagslífi FS ertu spenntastur fyrir? Böllunum, mesta fjörið þar! Hvort myndiru sofa með manneskju með engar fætur eða engar hendur? Haha veit það ekki alveg :D Nafn? Jón Tómas Rúnarsson. Staða? Lausu. Hvað er Vox Arena? Leikfélag. Hver er ritstjóri Vizkustykkis? Ekki hugmynd. Afhverju FS? Því ég bý á svæðinu og hef heyrt fína hluti um skólann. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Veit það ekki alveg, vil vera búinn að afreka eitthvað í fótboltanum. Hvað kysstiru marga á busaballinu? Allavega tvær.. Fyrir hverju í félagslífi FS ertu spenntastur fyrir? Ætli það séu ekki böllin. Hvort myndiru sofa með manneskju með engar fætur eða engar hendur? Engar hendur.

41


Arn贸r Dan

煤r Agent Fresco


Fullt nafn? Aldur? Arnór Dan Arnarson, 27 ára. Hvert var þitt „idol“ á unglingsárunum? Orh, ég man eftir einu kreisí Nik Kershaw / Elton John tímabil hjá mér þegar ég var lítill, gat verið með lagið “The Riddle” eftir Kershaw á repeat 90 sinnum á meðan að ég væri í tölvuleik. Get ennþá hlustað á lagið, sem er fáranlegt. Topp 5 bestu lög 2012? Pyramids – Frank Ocean Wandering Star – Polica All We Love We Leave Behind – Converge How Can I Be Sure – Vinnie Who Amawalk – Port St. Willow Ef þú mættir vera einhver annar í einn dag, hver myndirðu þá vilja vera? Afhverju? Einhver sem hefur ekki þann daglega lúxus sem við höfum kringum okkur á hverju einasta degi. Hreint vatn, mat, öryggi, tækni, fjölskyldu og vini og það að ég get unnið með það sem ég elskar mest að gera er ótrúlegt og nauðsynlegt, er að reyna að muna eftir því og vera þakklátur, sérstaklega þegar maður fer að væla út af smáhlutum. Mér finnst ég ekki vera nógu góður í því, þannig að vera einhver annar í einn dag, sem hefur ekki allt það sem ég á, væri bara frekar hollt og mikilvægt fyrir sálina. Mig langar líka prufa að vera einhver sem er eins frjáls og hægt er úr okkar nútímasamfélagi, þar sem við erum allt of bundin við reglur, væntingar og ímynd um hvernig við eigum að lifa. Með hvaða úthátíðum mælir þú með að lýðurinn skelli sér á? Ég er alinn upp í Danmörku, þannig að

ég verð að segja Roskilde. Geðveikar minningar og mikill innblástur að fara þangað. Uppáhalds kvikmynd? Í dag… Myndi ég segja „Waking Life“. Hún er svo rík og djúp að ég get í alvöru ekki horft á hana nógu oft, mæli hiklaust með henni! Hvað ertu að gera utan tónlistarinnar? Ég er að kenna tónlist/söng í grunnskóla. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get gert ógeðslega góða tómatsúpu, við erum að tala um mind blowing stuff hérna! Hvernig var hljómsveitin Agent Fresco stofnuð? Fyrst og fremst sem tilraun fyrir Músíktilraunana árið 2008. Hljómsveitin byrjaði sem “instrumental”, en tvær vikur áður að keppnin hófst ákváðu strákarnir að spyrja mig hvort ég væri til í að vera frontari og prufa eitthvað nýtt. Það heyrist mjög vel á fyrstu tveimur lögunum okkar “Tape End” og “Waves of the Night” að þetta var svaka tilraun. En eftir það sömdu við “Above These City Lights” og ég fattaði strax að þetta væri ótrúlega gott tækifæri fyrir mig til þess að tjá mig um sorgina eftir að hafa misst föður minn árið 2006. Agent Fresco breyttist úr skemmtilegri tilraun í algjöra ástríðu sem ég get ekki verið án. Er eitthvað nýtt að fara að gerast á næstunni hjá Agent Fresco? Við vorum bara að koma heim frá Þýskalandi þar sem við spiluðum á hátíð sem heitir Euroblast og erum að spila á Airwaves, þar sem lífið er allt of ljúft. Ég nýtti fyrri

43

BAMMM! Hraðaspurningar Fyrstu sex: 290785 Uppáhalds veitingastaður: Ef það er merkilegur viðburður, þá Dill í Norræna húsinu, ef það er skyndibiti þá verð ég að segja Subway… Er sjúklega háður subway… Sjúklega. Uppáhalds staður á Íslandi: Þórsmörk Uppáhalds tónlistamaður: ÉG GET EKKI VALIÐ!!! Helstu kostir: Hmm, er stundvís, ábyrgðafullur, ófeiminn og þakklátur. Helstu ókostir: Naga neglur, kannski aðeins of ófeiminn og get verið hávær og óþolandi. partinn af árinu í að semja plötu með Ólafi Arnalds, en við í Agent Fresco erum búnir að vera að semja nýju lögin núna í meira en eitt ár og vonandi getum við samið nóg efni fyrir næstu plötu innan hálfs árs. Við erum mjög vandlátir varðandi öll smáatriði og ég legg mikla vinnu í textana þannig að við erum alls ekki að drífa okkur, en erum alveg daglega að vinna í plötunni. Erum byrjaðir að kynna nokkur ný lög live, þannig að ef þið viljið heyra það þá bara endilega mæta á tónleika eða jafnvel fá okkur til ykkar!


Ganga kan tís Eyþór Eyjólfs skór: Gallerí eða eitthvað buxur: í Hm í grikklandi bolur: pull and bear skyrta: red herring??? belti: next úlpa: 66 gráður norður

Gunnhildur kjóll: cheap monday jakki: Nikita trefill: Zara skór: vagabond grifflur: fékk þær nú bara í jólagjöf þannig er ekki viss bolur: gallerí

Kristinn Sveinn bolur: blend buxur: noland úr: casio skór: converse

44


Bergrún jakki: primark kjóll: cheap monday skór: einhver búð í New York City buxur: urban outfitters

Hjördís bolur: hm vesti: Gallerí, þetta var samfestingur sem ég klippti buxur: hm skór: timbaland

Viktor Smári úlpa: pull and bear bolur: hm buxur: hollister skór: converse

45


Fallhlífastökk í Mexíkó

„Hvað í fjandanum er ég búin að koma mér í“

Skiptinemi í USA

M

ig hafði alltaf langað að fara út sem skiptinemi alveg síðan ég var lítil, en aldrei hélt ég að eitthvað myndi verða úr því og ég myndi í alvörunni fara. Bandaríkin hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, og lifa „ameríska draumnum“ var algjör draumur hjá mér. Það sem ýtti undir hjá mér að fara sem skiptinemi til U.S.A. ef ég á að segja satt frá þá var það aðalega af því að ég var að falla í ensku. Ég ákvað að prufa að sækja um hjá AFS á síðustu stundu og lenti ég á biðlista. Þegar ég fékk bréf heim um að ég væri á leiðinni til Bandaríkjanna í ársdvöl var ótrúanlegt. Ég áttaði mig ekki á því að ég væri að fara frá fjölskyldu og vinum í ár fyrr en daginn sem ég fór. Ég var mjög heppin með fjöldskyldu og tóku þau vel á móti mér í Tyler, Texas. Á heimilinu voru host foreldrar mínir, systir sem var 21 árs og bróðir sem var 20 ára. Fyrstu vikurnar voru þær erfiðustu og alltaf var ég að hugsa „Hvað í fjandanum er ég búin að koma mér í.“ Fyrsti skóladagurinn minn var erfiðasti dagur lífs míns. Ég fór sem sagt í Robert E. Lee sem er 3.000 manna High School. Skólinn var risa stór og stofur í allar áttir.

Fyrstu 5 mínúturnar mínar í skólanum var ég að labba í tíma og allt í einu heyri ég einhvern vera að kalla á fullu „Ma‘am“ og þá var ein af skólastjórunum að kalla á mig. Ég var víst ekki í dress code-inu. Ég hélt ég vissi dress code-inn, bannað að sjást í axlir, bannað að vera í stuttbuxum sem eru styttri en 3cm frá hné, verða að vera vasar á buxunum þínum, má ekki vera gat á fötunum þínum o.sv.fr. en þá var ég í þykkum leggings sem sást ekkert í gegnum og stuttbuxum yfir. Hún ætlaði ekki að hleypa mér í tíma og sagði mér að hringja í foreldra mína og biðja þá um að koma með buxur handa mér. Ég var eins og fífl og vissi ekkert hvað væri um að vera, hringdi í host mömmu mína í stress kasti, og kemur hún með buxur handa mér, en nei, þá voru buxurnar sem hún kom með með götum á og þurfti ég þá að vera í leggings innan undir, í 42°hita og sumar stofurnar voru með bilaða loftkælingu, ég var að deyja! Sem betur fer tók fólkið vel á móti mér og þurfti ég ekki að sitja inná klósettinu að borða hádegismatinn minn eins og ég var farin að hugsa að gera. Tíminn var endarlaus lengi að líða, enda í skólanum alla daga frá 8:40-4:10 en samt bara í 5 tímum á dag og það má aldrei fara út af skólalóðinni, leið stundum eins og ég væri komin í herbúðir.

46

Eftir fyrstu tvo dagana byrjaði skólinn að skána og var ég fljót að eignast frábæra vini. Mér fannst mjög fyndið að skoða fólkið í skólanum mínum, og það fyndnasta fannst mér þegar strákar voru í cowboy boots. Það fór ekki framm hjá neinum að maður væri í stórríkinu Texas. Krakkarnir og kennararnir voru allir mjög vingjarnlegir og voru mjög áhugasamir að fá að kynnast Íslandi og menningunni þar. Ég fékk margar heimskulegar spurningar t.d. eins og „Hvar í Ameríku er Ísland?“ „Notiði síma og bíla á Íslandi“ „Er svart fólk á Íslandi“ og það eina sem fólk virtist vita um Ísland var að það væri grænt og Grænland allt í ís. Félagslífið í skólanum mínum var mjög öflugt og var alltaf mikð um að vera. Það var football leikir á hverjum einasta föstudegi og voru lang flestir duglegir að mæta á leikina. Á hverjum morgni fyrir skóla á föstudögum var pepperally, klappstýrurnar og Drill team‘ið voru með show og voru að peppa football liðið og stuðningsmennina upp fyrir leikinn. Nemendastjórnin var mjög virk og gerði það skólann þúsund sinnum skemmtilegri. Yfir árið eru 3 böll haldin í skólanum, Homecoming, Bells og Prom.


Sörfa á Hawaii

Thea og ég á Jamaica

Skemmtiferðaskipið Böllin voru öll skemmtilega öðrvísi en á Íslandi. Í staðinn fyrir að dansa venjulega eru allir að grind‘a allan tímann, s.s. stelpur nudda rassinum í klofið á strákunum. Prom var algjört æði. Dagurinn fór allur í það að gera sig til fyrir ballið og hittumst við stór hópur heima hjá einum strák og var tekið fullt af myndum og borðað saman. Eftir matinn kom party bus að sækja okkur og fóru allir á ballið. Síðan eftir ballið fara allir í svona hálfgjört tívolí og eru þar langt fram að nótt. Ég er mjög fegin að hafa upplifað Prom, leið eins og ég væri í bíó mynd. Fjöldskyldan mín The Domingue elskar að ferðast og gerði ég mikið af því með og án þeirra. Ég fór til San Francisco eftir að hafa aðeins verið í Texas í þrjár vikur. Við skoðuðum borgina vel og hjóluðum um hana alla og ekki var ég að hata það. Svo fór ég og ein af bestu vinkonum mínum til Hawaii með stórum hóp af skiptinemum. Hawaii er það fallegasta sem ég hef séð. Við fórum með ferðafélaginu BELO og voru dagarnir okkur vel planaðir. Ég fékk að prufa að sörfa sem var geðveikt og fórum við á margar mismunandi strandir og löbbuðum upp eldfjall þar sem við sáum vel yfir þessa fallegu eyju. Menningin var mjög skemmtileg og öðrvísi og var þessi ferð ein af mínum uppáhalds. Ég fór til New Orleans yfir Spring Break og St. Patricks Day. Það var mjög spes og skemmtilegur bær þar sem þetta er með þeim vinsælasta djamm stöðum í Bandaríkjunum. Í apríl fórum við Thea með host foreldrum mínum á skemmtiferðaskip. Það var algjör paradís, og stoppuðum við á þrem stöðum, Jamaica, Cayman Island og Mexico. Á öllum stöðunum gerðum við eitthvað skemmtilegt eins og í Cayman Island fórum við að synda með risa stórum skötum, sem var frekar hræðilegt fyrst, en svo bara skemmtilegt og í Mexico syntum við með

Synda með höfrungum í Mexico

Graduation höfrungum og var það algjör draumur í dós. Í Maí fór Joan host mamma mín með mig og Theu til New York í nokkra daga og að sjálfsögðu var það rosalega skemmtilegt. Og svo í Júní komu host mamma mín og pabbi, Joan og Kent mér á óvart. Voru búin að hengja poka utan um hurðarhúninn minn. Í honum var Ray Ban sólgleraugu og strandarhandklæði og sögðu við mig að við værum að fara á eftir til útlanda og ég þyrfti að drífa mig að pakka niður. Þegar ég var komin upp í flugstöð fékk ég að vita að við værum á leiðinni til Mexico, Playa Del Carmen. Ég var í þvílíku sjokki og ekki nóg með það, þegar ég var komin til Mexico fékk ég að vita það að ég væri á leiðinni í fallhífarstökk, eitthvað sem mig hefði verið búið að dreyma um síðan ég fór út og alltaf ætlað að gera. Þetta var magnað og það besta sem ég hef gert! Allar þessar ferðir voru geðveikar og erfitt er fyrir mig að velja hvað var mín uppáhalds, en ég held að Mexico og fallhífastökkið standi mest uppúr og líka Hawaii.

„Þegar ég var komin upp í flugstöð fékk ég að vita að við værum á leiðinni til Mexico“ Ég fór á nokkra NBA leiki hjá Dallas Mavericks og var mjög skemmtilegt að upplifa það. Ég fór einnig á tvenna tónleika. Fór með Blink 182 og My Chemical Romance og svo með Jay-Z og Kanye West og báðir voru þeir geggjaðir. Aldrei fékk ég mikla heimþrá, en jólin voru samt mjög erfið fyrir mig. Ég er svakalega mikið jólabarn og vanaföst og var erfitt fyrir mig að fá ekki hamborgarahrygg í matinn og vera með fjöldskyldunni minni, plús það að vera í 20°stiga hita. En það var

47

Fyrsti skóladagurinn

ótrúlega gaman að upplifa ekta amerísk jól. Á aðfangadagskvöldi pöntuðum við ítalskan mat og var það jólamaturinn, það var ekkert verið að dressa sig upp eða neitt þannig, allir voða venjulegir, ekkert jólalegt. En svo á jóldag vöknuðum við og opnuðum alla pakkana í náttfötunum, sem var mjög kósý. Kanarnir eru mjög ýktir og var búið að skreyta tréð allt með jólasveinum, fylla sokkinn og helling af pökkum undir tréð. Áramótin voru bara fín, maður var farinn út úr húsi fyrir 12 í partý til vina sinna og horft á New York kúluna í sjónvarpinu telja niður í nýja árið. Það var lítið sem ekkert um sprenginar og fannst þeim brjálæði að heyra hvað við sprengjum mikið. Ég fékk að upplifa ekta Texas brúðkaup sem mér fannst algjört æði. Brúðarmærin í fallegum brúðarkjól og í kúrekaskóm og brúðguminn í fínum jakka, gallabuxum og kúrekaskóm, aldrei myndum við sjá þetta hér á Íslandi. En brúðkaupið var mjög fallegt og skemmtilegt að fá að upplifa þetta. Það allra, allra erfiðasta við allt þetta ferli er að fara frá staðnum og aftur heim. Ég kynntist endalaust mikið af yndislegu fólki sem mér þykir svo vænt um og mun aldrei gleyma rosalega erfitt var að kveðja þau. Ég var að sjálfsögðu spennt að koma heim og sjá alla þar, en árið mitt var eitt ævintýri og var ég ekki tilbúin að koma heim í venjulega lífið mitt. Ég er endarlaust þakklát fyrir þetta tækifæri og þetta frábæra ár sem ég átti með æðislegu fólki. Árið var svo fljótt að líða, að stundum finnst mér eins og þetta hafi allt verið draumur. Ég mæli eindregið með fyrir alla að grípa tækifærið ef það gefst og kynnast öðrum heimshlutum. Ef ég fengi eina ósk, þá væri það að upplifa þetta ár aftur. Eins og þeir segja „Being an exchange student is not a year in your life. It›s a life in one year.“


Gagnlegir „gagnslausir“ hlutir eftir Anítu Ósk

„Cereal Killer“ Hefur þig alltaf dreymt um það að verða raðmorðingi? Ef svo er, þá ætti þessi skeið að slá rækilega í gegn hjá þér. Helltu einhverju morgunkorni í skál sem gerir þig reiða/nn, drekktu því í mjólk og borðaðu það með hatur í augum, eins og ef þú værir að reyna að drekkja einhverjum sem þú fyrirlítur (Justin Bieber eða Nickleback, anyone?) Ef Dexter ætti sér uppáhalds skeið væri þetta hún. $12.00 - 1.531 ISK á Amazon.com

„Samurai kínaprjónar“ Lítil samurai sverð? Til að borða kínamat?! JÁ. Þvílík og önnur eins skemmtun væri það að skella sér á Thai eða Panda Express og flassa þessum yndum. Þessar núðlur eiga ekki séns á því að sleppa frá þessum kvikindum. Það er meira að segja hægt að stunda smá LARP á meðan það er beðið eftir matnum, eða jafnvel á meðan það er verið að borða matinn. $12.99 - 1.657 ISK á Amazon.com

„Pizza? Ó nei, þetta er bolur!“ Ef pizza væri bolur, væri hún þessi bolur. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Pizzan, hún er klassísk. Ostur, hann er klassískur og pepperónið er náttúrulega bara klassískt. Klassískur bolur, eldist vel. Pizzan sem er prentuð á bolinn virðist allavega hafa eldast vel í ofninum. Hún er svo óendanlega girnileg. Passaðu þig samt bara að fólk fari ekki að reyna að kaupa þig á 500 kr. þar sem að Ungó er mjög oft með pizzutilboð. $39.99 - 5.101 ISK á Amazon.com


„Sex Panther“ Þeir sem hafa séð myndina Anchorman ættu nú að kannast við þennan grip. Sex panther, rakspýrinn sem er bannaður í 9 löndum. Menn ættu nú ekki að eiga í vandræðum með það að næla sér í eina skvísu á Center, eða hvað þá Ránni, með þessum ilm. Dömur, þið eigið ekki eftir að ráða við ykkur. „60% of the time, it works everytime.“ Brian Fantana $34.95 - 4.458 ISK á Amazon.com

Jæja, þegar kalt er í veðri er um að gera að smella á sér einu stykki af húfu svo að eyrun detti nú ekki af. Það er víst talið betra að heyra eitthvað. En hvað um það! Þessi húfa er klárlega það sem þú ættir að biðja ömmu þína um að prjóna! Þessi húfa veitir þér allavega ekki brain-freeze þó að þú lítir hreinlega út fyrir að vera með mjög slæmt tilfelli af því. Lítur eiginlega út fyrir að hafa misst húð og hár. En þannig líta einungis sigurvegarar út og Mojo-jojo. - $5.00 – 638 ISK á Amazon.com

„Að eilífu sveitt/ur“ Bolurinn er kannski ekki beint svo heillandi, en hversu mikil snilld væri að mæta í einum svona í íþróttir? Andrés íþróttakennari myndi alveg hreint missa sig yfir því hversu dugleg/ur þú varst í tímanum ef hann ætti að miða við svitann á bolnum. Það er einnig hægt að nota þennan bol ef maður er einfaldlega bara of vel út lítandi. Hver kannast ekki við það að sitja í sínu sakleysi og svo er svakalegur fjöldi af fólki mættur, bara til að hrósa þér, gefa þér einhverja sérstaka meðferð og jafnvel til að biðja þig um að sofa hjá sér? Alveg ótrúlega pirrandi. Bolurinn ætti hinsvegar að kippa því í lag. - $19.95 - 2.545 ISK á Amazon. com

Vá, þetta verður hver sem er að eignast. Afhverju? Útaf því að þetta er einhyrningur. Hestur með horn, sem býr til regnboga, prumpar glimmeri og kann að tala og syngur örugglega eins og Whitney Houston þegar hún var uppá sínu besta. Whitney Houston fór að missa sig smá í gleðinni þegar hún fór út í dópið og eina ástæðan fyrir því var að henni langaði að vera einhyrningur. Jack Black gerðist leikari, því að honum langaði að verða enhyrningur. Nelson Mandela varð forseti, útaf því að honum langaði að vea einhyrningur. Núna er þinn draumur að verða einhyrningur orðinn að veruleika. Segðu ei meir systir, ég veit að þú vilt þetta. $22.98- 2.931 ISK á Amazon.com

„Ís-lásinn“ Þetta er, ótrúlegt en satt, ís-lás. Þetta er klárlega eina vitið fyrir þá sem elska ís. Þetta er mjög sniðug uppfinning sem kostar nú ekki mikið. En jafnvel þó að hún myndi kosta mikið myndi ég allan daginn borga slatta fyrir þetta. Ég geri allt til að vernda ísinn minn og vonandi þú líka. Þegar ísinn manns er étinn flækjast málin nefninlega og þurfa oft svoleiðis mál að fara fyrir dómi. Við nennum því nú ekki, er það? Sorry mamma, þú verður bara að kaupa þér þinn eiginn ís, ´cause this one is all mine. $6.64 - 847 ISK á Amazon.com

„Að skíta út peninga“ Borgaðu pening til þess að fá að skeina þér með „peningum“. Maður á kannski ekki alveg efni á því að skeina sér með alvöru peningum eins og þessir svokölluðu útrásarvíkingar. EN, að skeina sér með þessu ætti vera bara svona helvíti fínt líka, færð allavega engin paper-cut. Þú getur jafnvel reynt að sannfæra einhvern um að þetta séu í raun alvöru peningar og reynt að kaupa eitthvað ( sá aðili þarf helst að vera með greindavísitölu á við hnetu samt sem áður). Passaðu þig samt bara að vera ekki búin/nn að nota klósettpappírinn því að þá gætu málin farið að flækjast. $7.26- 926 ISK á Amazon.com


Gerรฐ blaรฐsins

50


Dagskrá næstu annar Janúar M16

Febrúar Þemadagar Hljóðneminn + hljóðnemaball

Mars Hnísan

Apríl Árshátíð Vizkustykki Vorannar 2013 gefið út Hnísan

Maí Lokapróf Útskriftir Prófloka gleði

Sérstakar þakkir Arnar Már Eyfells Arnór Svansson Arnór Ingvi Traustason Bergrún Ásbjörnsdóttir Blómaval Eygló Gísladóttir Eyþór Eyjólfsson Erna Hrund Hermannsdóttir Gunnhildur Gunnarsdóttir Kristinn Sveinn Kristinsson Lára Júlíana Hallvarðsdóttir

Lovísa Guðjónsdóttir María Sigurðardóttir Sölvi Logason Sylvía Rut Káradóttir Unnar Már Unnarsson Viktor Smári Pattra Sriyanonge Prentsmiðjan Grágás Olga Ýr Georgsdóttir Sundmiðstöð Keflavíkur

Grillhornið


sÍa • jl.is • Jónsson & Le’macks

Heimir Guðjónsson Millifærir

Nú er auðveldara að skreppa í netbankann Landsbankinn hefur nú innleitt nýtt öryggiskerfi sem eykur öryggi í netbanka einstaklinga. Kerfið gerir alla notkun þægilegri og auðkennislykillinn verður óþarfur. Kynntu þér næstu kynslóð í netöryggi á landsbankinn.is

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.