Starfsmannahandbok-jan-25

Page 1


Velkomin til starfa hjá NTC

Það er okkur sönn ánægja að bjóða þig velkomin til starfa hjá NTC ehf. sem einn af stórum hópi starfsmanna sem gerir fyrirtæki okkar að því sem það er í dag. Við vonum að þú munir koma til með að finnast ánægjulegt og lærdómsríkt að starfa hjá okkur og vera partur af NTC teyminu.

Þessi handbók er hönnuð með það að leiðarljósi að gefa mikilvægar og hjálpsamar upplýsingar um fyrirtækið, vinnureglur, stefnur, jafnréttisáætlun, fríðindi sem NTC hefur fyrir starfsfólkið sitt ásamt öðrum fróðleiksmolum.

Mikilvægt er að gefa sér tíma til að lesa vel yfir handbókina bæði til að geta farið eftir vinnureglum NTC og eins til að koma sér betur inn í störf NTC. Ef einhverjar spurningar vakna eða athugasemdir má alltaf koma þeim áleiðis á næsta yfirmann eða mannauðsstjóra.

Velkomin í NTC teymið og vonandi áttu farsælan og góðan tíma hjá NTC.

Bók prentuð: Maí 2024

Galleri Sautján

Kringlan 4-12, 103 RVK

Smáralind, 200 Kópavogur

VERSLANIR

Smash Urban

Kringlan 4-12, 103 RVK

GS Skór

Kringlan 4-12, 103 RVK

Smáralind, 200 Kópavogur

GK Reykjavík

Hafnartorg,

Tryggvagata 21, 101 RVK

Companys

Kringlan 4-12, 103 RVK

Karakter

Smáralind, 200 Kópavogur

EVA

Laugavegi 26, 101 RVK

Kultur

Kringlan 4-12, 103 RVK

Kultur Menn

Kringlan 4-12, 103 RVK

Smáralind, 200 Kópavogur

Outlet 10

VERSLANIR

Holtagarðar, 1.h., 104 RVK

TÍMALÍNA

1976

Galleri Sautján opnar verslun í Kringlunni

1987 1990

Galleri Sautján fata- og skóverslun opnar á Laugavegi

Móðurfélagið hlýtur nafnið Northern Trading Company, NTC 2000

Opnun 3500 m2 verslunarrýmis á Laugavegi með herra og dömudeild ,Kaffi 17, undirfata og snyrtivörudeild og vintage markaði

Opnun Kultur Opnun Kultur Menn

NTC kaupir verslunina Evu 1996

2002

2006

2005

NTC opnar þrjár nýjar verslanir í Smáralind

Verslunin Eva flytur á Laugaveg 26 í stærra rými.

Rekstri NTC við Laugarveg er hætt og frekari árhersla er lögð á verslanir í Kringlu og Smáralind.

2010

2007

Merkin Moss Reykjavík og MAÓ eru stofnuð og hafið er eigin framleiðslu og hönnun.

2011

Galleri Sautján opnar í Smáralind

Fyrsta samstarfslína Moss Reykjavík með hönnuði

2012

Saumastofa Í DAG…

140 starfsmenn

13 verslanir í Reykjavík

Eigin vöruframleiðsla

Heildsala

NTC kaupir verslunina

GK Reykjavík á Skólavörðustíg

2016

2014

Vefverslun NTC.is er opnuð

Kultur Menn opnar nýja verslun í Smáralind

2021

2019

Opnun400 m2

GK Reykjavík á nýju verslunarsvæði við höfnina, Hafnartogi

2023

Opnun Outlet 10 Í Holtagörðum

Við höldum ótrauð áfram…

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Fyrirtækið

NTC ehf. er fyrirtæki sem hefur í meira en 45 ár verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi. Fyrirtækið er byggt á grunni heildsölu sem var stofnuð um miðja síðustu öld en verslunarrekstur hófst árið 1976 þegar verslunin Sautján opnaði á Laugavegi 46. NTC er skammstöfun á nafninu Northern Trading Company.

NTC flytur inn fatnað og skó víðs vegar að úr heiminum og eru flest vörumerkin vel þekkt og áberandi í Skandinavíu sem og á Bretlandseyjum, í Frakklandi og Bandaríkjunum.

NTC er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem starfrækir 13 eigin verslanir á höfuðborgarsvæðinu, vefverslun ntc.is, saumastofu í Reykjavík, eigin fataframleiðslu og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni.

Hjá NTC starfa um 140 manns þar sem lagt er mikið uppúr góðum starfsanda og sterkri liðsheild í krefjandi en jafnframt skemmtilegu umhverfi.

NTC hefur margoft hlotið viðurkenningar frá VR sem fyrirmyndarfyritæki og eins viðurkenninga rfrá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki.

Saga fyrirtækisins

Vöxtur fyrirtækisins hófst fyrir alvöru þegar NTC tók þátt í opnun Kringlunnar, fyrstu verslunarmiðstöðvar á Íslandi, árið 1987. Þá opnaði Sautján nýja verslun en fljótlega fjölgaði verslunum þegar bæði SMASH og GS Skór opnuðu. Í dag eru verslanir NTC í Kringlunni 6 talsins og þar er einnig staðsett skrifstofa í Stóra turninum, pökkun fyrir vefverslun, heildsala, vörumóttaka og lager.

Árið 1999 keypti NTC rótgrónu verslanirnar EVA-Galleri á Laugaveginum og Centrum í Kringlunni. Í kjölfarið opnaði verslunin Companys í Kringlunni.

Árið 2005 hóf NTC rekstur í Smáralind þegar fyrirtækið keypti Retro. Í dag er NTC með 4 verslanir í Smáralind en þær eru Karakter, GS skór ásamt Gallerí Sautján og Kultur menn sem opnaði í nóvember 2021.

Árið 2010 var viðburðaríkt hjá NTC. Í nóvember flutti skrifstofa fyrirtækisins í Kringluna frá Laugavegi 91 þar sem skrifstofan hafði verið í tæp 20 ár. Einnig flutti verslunin EVA í nýtt og glæsilega innréttað verslunarrými að Laugavegi 26.

Í desember 2014 opnaði fyrirtækið vefverslunina www.ntc.is þar sem hægt er að versla vörur úr öllum verslunum NTC. Vefverslunin hefur stækað mikið síðan þá og tekið ýmsum breytingum og er stöðugt í vinnslu en stefnan er að vera með eina stærstu vefverslun landsins.

Í febrúar 2016 keypti NTC rekstur GK Reykjavík en verslunin var þá staðsett á Skólavörðustíg.

GK Reykjavík opnaði síðar glæsilega verslun á Hafnartorgi vorið 2019. Smash sameinaðist Urban í ágúst 2018 í SmashUrban.

Vinnureglur NTC

1. Mæting: Stundvísi er mikilvæg innan NTC. Mæta á réttum tíma hvorki fyrr né seinna. ATH ef vaktin er frá 10-17 þá er greitt skv. því nema verslunar- eða rekstrarstjóri óski eftir öðru og skrifi þá sérstaka ástæðu. Það er ekki í boði að mæta 10:30 (stimpla sig þá inn) og fara 17:30 (stimpla sig þá út) nema óskað sé sérstaklega eftir því. Ef t.d. kúnni er enn inni í verslun eftir lokun þá er nóg að 1 starfsmaður sinni honum og klári vonandi söluna. Aðrir starfsmenn geta stimplað sig út

2. Dagvinna / eftirvinna Dagvinna reiknast alla virka daga frá klukkan 8-18. Eftirvinna reiknast frá klukkan 18 og um helgar. Þetta á við um þá starfsmenn sem eru á dagvinnu / eftirvinnu tímakaupi. Stórhátíðartímakaup reiknast á stórhátíðardögum. T.d. eftir klukkan 12 á aðfanga- og gamlársdag.

3. Vinnuskylda: Vinnuskylda sölufólks eru 8 klst og 15 mínútur. Með 30 mín mat. Ekki er greidd sérstök yfirvinna eða eftirvinnukaup ef farið er yfir vinnuskyldu. Ef verslunarstjóri óskar eftir að mæta fyrr eða vinna lengur en vinnuskyldan segir til um er það val starfsfólks og er greitt skv. dagvinnu / eftirvinnu tímakaupi sbr. lið 2 hér á undan.

4. Hádegismatur og kaffi: Hádegismatur er 1 klst. virka daga (ekki greiddur) ef mætt er fyrir kl. 11:15 og kaffi 5 mín fyrir hverja unna klukkustund. Fyrir þá sem mæta eftir 11:15 er 5 mín kaffi fyrir hverja unna klst. Undantekningar í lengri opnun s.s. jólaopnun. Um helgar er eingöngu 5 min fyrir hverja unna klukkustund í kaffi. T.d. 7 tíma vinnudagur þá er 35 min í kaffi á launum. Matur og kaffi skal alltaf taka í samráði við verslunarstjóra og passa að það eru aldrei fleiri en 1 í mat eða kaffi á sama tíma.

5. Starfsmannaaðstaða: Snyrtileg umgengni og ganga vel frá eftir sig. Henda rusli og safna flöskum og dósum saman sér til flokkunar.

6. Fatnaður: Ganga vel um flíkur sem farið er í á vakt. Ekki rífa miðana af og passa að ganga vel frá flíkinni eftir vinnudaginn. Æskilegt er að starfsmenn séu í sínum eigin flíkum næst sér. Munið að fara ekki í ljósar flíkur, flíkur sem mikið sér á eða krumpast auðveldlega. Alltaf gott að velja flíkur í samráði við verslunarstjóra og hafa í huga að það sé til nóg þeas ekki síðasta eintakið.

7. Úttektir starfsmanna: Verslunarstjóri sér um að skrifa vörur á starfsmenn og skal nota sölunr 1000 ef starfsmaður vinnur í versluninni eða systraverslun. Það er ekki leyfilegt að skrifa vörur á sig sjálfur né ef skilað. Ekki er skrifað á starfsmenn fyrr en þeir hafa unnið í a.m.k.2 vikur og ákvörðun hefur verið tekin um að hann haldi áfram vinnu. Úttektartímabilið er oftast það sama og launatímabilið þ.e. frá 27. – 26. næsta mánaðar. Starfsmaður er sjálfur ábyrgur fyrir því að fatnaður sé skrifaður á hann á réttum afslætti og tekinn út ef skilað er. Alltaf að skrifa undir á kvittun.

8. Útstillingar: Halda glugganum í upprunalegu formi. Ef vara er tekin úr glugga, ber ávallt að setja aðra sambærilega í staðin. Mjög mikilvægt að gluggarnir séu alltaf fallegir, snyrtilegir og hreinir. Eins er mikilvægt að verðmerkingar í gluggum séu í lagi þar sem við á.

9. Þjónustulund: NTC er þekkt fyrir sitt góða starfsfólk með ríka þjónustulund. Starfsfólk NTC er andlit fyrirtækisins og endurspeglar hegðun og viðhorf þeirra fyrirtækið. NTC leggur mikið uppúr að hver og einn viðskiptavinur fái persónulega og góða þjónustu. Markmiðið er að viðskiptavinir fari ávalt sáttir úr verslunum NTC. Það er því mjög mikilvægt að bjóða öllum góðan daginn og aðstoð. Sýna jákvætt viðmót – ótrúlegt hvað eitt bros getur gert mikið Reyna að greina strax þarfir viðskiptavina en án þess þó að vera ágengur - reyna að lesa viðskiptavininn. Starfsmenn þurfa að passa að hópa sig ekki saman í samræður á bakvið afgreiðsluborðið t.d. eða vera í símanum. Allt svona virkar mjög illa á viðskiptavini.

10. Söluþekking: Vera vakandi fyrir sölu og sölumöguleikum. Mikilvækt að þekkja merkin, sniðin og vörurnar okkar vel sem og aðrar verslanir innan NTC. Ef vara er ekki til í ákveðinni verslun og það er búið að reyna að finna aðrar sambærilegar vörur er alltaf hægt að hringja eða benda á aðrar verslanir NTC sem og vefverslunina okkar. Vera vakandi fyrir hvað er til í sinni verslun bæði stærðum og öðru og láta vita ef það vantar eitthvað. Hægt að kynna sér verslanir og merki NTC á ntc.is

11. Samfélagsmiðlar: Instagram og facebook eru löngu orðin mikilvæg markaðtæki fyrir NTC. Það er mikilvægt að setja inn vörur á hverjum degi og eins svara kúnnum. Allt tengt samfélagsmiðlum verslunarinnar er stór partur af sölu og þjónustu hennar. Skoða vel hver sér um samfélagsmiðla verslunarinnar en allar hugmyndir og tillögur tengdar þeim sem og öðru alltaf vel þegnar. Frumkvæði er alltaf jákvætt.

12. Góð verðmerking og þjófavörn: Vera vakandi fyrir að allar vörur séu vel verðmerktar, hangi á réttum stöðum og eru þjófamerktar. Allar vörur eiga að vera verð- og þjófamerktar einnig vörur í útstillingum. Þjófamerkingar eru okkar fyrsta skref til að koma í veg fyrir þjófnað ásamt ríkri þjónustulund.

13. Sími/internet: Starfsfólk á ekki að nota borðsímann né tölvu til einkaafnota á vinnutíma nema í ýtrustu neyð. Það er ekki í boði að vera í farsímanum á vinnutíma nema ef það er vinnutengt t.d. setja inn á Instagram eða svara kúnnum en þá er mikilvægt að það sé ekki sýnilegt viðskiptavinum Viðskiptavinir í verslun eru alltaf númer 1.

14. Hreinlæti: Flöskur eða glös eru ekki leyfileg á afgreiðsluborðum eða í versluninni. Sama gildir um matvæli og sælgæti. Það er sóðalegt að sjá þetta undir eða við afgreiðsluborðin (Ok inni á lager svo framarlega sem fatnaður er ekki nálægt).

15. Afsláttur: Fyrir utan starfsmenn NTC eru einungis Klúbbfélagar í NTC+ með afslátt í inneignarformi. Mikilvægt að skrá viðskiptin inn á viðkomandi viðskiptavini ATH: Annar afsláttur er ekki veittur í verslunum. Það sem stendur í BC (Viðskiptamannaspjaldinu) gildir hvað varðar afslætti ef spurningar vakna hafa þá samband við skrifstofu.

16. Starfsmannaafsláttur: Starfsmenn í fullu starfi fá 30% afslátt í sinni verslun og 20-30% afslátt í öðrum verslunum NTC. Hlutastarfsmenn fá 20% afslátt í öllum verslunum NTC og þegar þeir hafa náð 2 ára starfsaldri 30% í sinni verslun. sinni verslun STARFSMANNAAFSLÁTTUR ER EINGÖNGU FYRIR STARFSFÓLK EKKI VINI OG VANDAMENN.

17. Skilareglur NTC. Það eru ekki sömu reglur sem gilda um skil starfsmanna og viðskiptavina.

• Viðskiptavinir. Hafa 2 vikur en þurfa að hafa skilamiða eða kassakvittun

• Starfsmenn. 4 virkir dagar frá kaupum. Leyfi frá skrifstofu þarf að vera ef skil eru umfram 4 daga.

18. Taka frá. Leyflegt er að taka frá í 1-2 daga max. Það er ekki leyfilegt að taka frá vörur sem koma í takmörkuðu magni (viðmið 10 stk). Mikilvægt að fara reglulega yfir taka frá slá.

19. Sölubónus. Sölumenn eru með 1% í sölubónus sem er greiddur út með launum. Ath að orlof reiknast ekki ofaná sölubónus. Sölubónus er ekki fyrsta mánuð í starfi (reynslumánuður) og eins ekki fyrstu daga útsölu. Sölubónus reiknast ekki á Outlet-10.

20. Inneignarnótur: Ef verið er að skila eða skipta vöru er mjög mikilvægt að kassakvittun sé til staðar. Láta verslunarstjóra fara vel yfir reglur um skil. Ef um útborgun er að ræða þarf það að fara í gegnum skrifstofu.

21. NTC vefverslunin ntc.is er sameiginlegt verkefni allra starfsmanna. Mikilvægt að starfsmenn taki þátt í uppbyggingu hennar og leggi sitt af mörkum með jákvæðni NTC.is fer stækkandi og er mikilvægt að upplifun viðskiptavina sé jákvæð og góð svo þeir vilji versla þar aftur alveg eins og þeir væru að mæta í sjálfa verslunina.

22. Þjófar: Starfsmenn þurfa alltaf að vera á varðbergi gagnvart þjófum bæði í verslun og mátunarklefum. Ef starfsmaður gómar þjóf þá fær hann 5.000 kr. í “verðlaun”. Láta mannauðsstjóra vita. Passa samt að sýna skynsemi og aldrei að leggja sig í hættu. Sjá frekar öryggisáætlun NTC.

23. Veikindi: Veikindi ber að tilkynna til verslunarstjóra eins fljótt og auðið er símleiðis. Ef starfsmaður er veikur nokkra daga í röð þarf að tilkynna það verslunarstjóra daglega og koma með læknisvottorð óski verslunarstjóri eftir því. Það þarf alltaf að hringja í verslunarstjóra til að tilkynna veikindi. Tilkynningar í gegnum messenger, sms eða aðra samfélagsmiðla eru ekki teknar gildar.

24. Laun: Laun eru greidd út 1. hvers mánaðar eða síðasta virkan dag hvers mánaðar ef 1. lendir á lau eða sun. Lausráðið fólk fær einungis greidd laun fyrir unna vinnu. Ekki eru greidd laun fyrir þá daga ef verslun er fyrirsjáanlega lokuð t.d. á rauðum dögum nema til þeirra sem eru fastráðnir. Laun eru trúnaðarmál.

25. Gæta ber þagmælsku um sölutölur verslunarinnar, viðskiptavini, öryggisatriði og önnur atriði sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins, starfsmanna og viðskiptavina. Brot á þessum atriðum geta valdið tafarlausum brottrekstri

Stefna NTC er að veita starfsfólki sínu gott starfsumhverfi og vinnuskilyrði ásamt því að halda uppi góðum vinnuanda. Í öllu starfi NTC eiga starfsmenn og stjórnendur að sýna kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótilhlýðileg hegðun verður ekki umborin á vinnustaðnum og er bæði stjórnendum og starfsmönnum með öllu óheimil. Skoða frekar stefnu NTC gegn einelti, áreiti og ofbeldi.

NTC er vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og konur og karlar hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin hæfni, krafta og kunnáttu ásamt því að þroska hæfileika sína án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Allt starfsfólk NTC njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins óháð kyni. Skoða frekar Jafnréttisáætlun NTC.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

NTC er vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og konur og karlar hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin hæfni, krafta og kunnáttu ásamt því að þroska hæfileika sína án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Allt starfsfólk NTC njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins óháð kyni. Skoða frekar Jafnréttisáætlun NTC.

Viðurlög við brotum á vinnureglum NTC

Alvarleiki viðurlaga við brotum á vinnureglum NTC, verður mótað af alvarleika brotana. Við fyrsta væga brot mun fyrirtækið nota munnlega áminningu og ef brotið er svo endurtekið þá er veitt skrifleg áminning sem getur leitt til brottrekstrar.

Við alvarleg fyrstu brot mun fyrirtækið gera skriflega áminningu eða alvarlega lokaviðvörun. Við mjög alvarlegt brot eða misferli s.s. þjófnað mun starfsmanni verða sagt strax upp án fyrirvara.

Munnleg áminning:

Skrifleg áminning:

Aðrar aðgerðir:

Uppsögn:

Fyrirtækið mun áminna starfsmanninn að hegðun hans eða háttsemi sé óviðunandi og muni hann ekki bæta það geti komið til skriflegrar áminningar og jafnvel brottrekstrar. Þetta getur verið tiltal sem segir starfsmanni hvað það er sem hann er ekki að gera rétt og hvað þurfi að bæta t.d. mæta á réttum tíma, auka sölutölur osfrv. Þetta yrði munnleg áminning sem svo síðar yrði staðfest sem skrifleg ef ekki verða bætur á.

Kemur venjulega í kjölfar munnlegarar áminningar eða tiltals á óviðunandi frammistöðu, broti á reglum eða einhvers konar misferli. Starfsmaður fær þá skriflega áminningu og er tekið sérstaklega fram að ef viðkomandi bæti sig ekki þá geti komið til frekari áminningar eða brottrekstrar.

Á lokastiginu áskilur fyrirtækið sér rétt til að grípa til annara aðgerða en að segja upp starfsmanni s.s. að lækka viðkomandi í tign, flytja starfsmann milli deilda/verslana eða aðrar aðgerðir sem fyrirtækið telur nauðsynlegar, þetta mun þó ávallt vera gert af mikilli nærgætni og við viðeigandi aðstæður.

Starfsmanni er sagt upp með eða án fyrirvara. Uppsögn án fyrirvara er notuð þegar alvarlegt misferli á sér stað.

Alvarlegt misferli:

Hvað álítur fyrirtækið vera alvarlegt misferli sem gæti leitt til uppsagnar án fyrirvara?

Hér fyrir neðan er tekin nokkur dæmi en listinn er alls ekki tæmandi:

• Þjófnaður, óheiðarleiki eða svik

• Óleyfilegir afslættir gefnir og misnotkun á starfsmannaafsláttum

• Sofið í vinnutímanum

• Andleg- og/eða líkamlegt ofbeldi í garð annarra starfsmanna eða viðskiptavina

• Eign eða notkun á eða að vera undir áhrifum af ólöglegum vímuefnum eða

áfengi á vinnustaðnum á vinnutíma

• Vísvitandi eyðilegging á eignum fyrirtækisins, starfsmanna eða viðskiptavina

• Alvarleg eða mikil vanræksla í starfi

• Fölsun eða lygi á umsókn sem leiddi til ráðningar

• Ólögmæt mismunun, einelti ofl.

• Neitað að framfylgja og fara eftir sanngjörnum leiðbeiningum stjórnenda

• Fjárhættuspil, mútur eða spilling

• Alvarleg brot á öryggisreglum fyrirtækisins

• Trúnaðarbrestur, þar á meðal óleyfinlegar upplýsingar um fyrirtækið sem gefið er fjölmiðlum eða þriðja aðila

• Óleyfinlegur aðgangur eða notkun á tölvugögnum

Inneignarnótur

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Leiðbeiningar fyrir kassakerfið

Þegar gefin er út inneignarnóta þarf ALLTAF að vera með kvittun eða skilamiða. Ef að viðkomandi er ekki með það, þá er hægt að fá að sjá yfirlit í bankanum og prenta út

nýja kvittun til að setja með uppgjörinu. MUNA að skoða alltaf á kvittuninni hvort að það hafi verið gefinn afsláttur af vörunni, það er mjög mikilvægt.

• Ef að það er verið að NOTA inneignarnótu þarf ekki að setja kvittunina með.

• Alltaf að tala við verslunarstjórann ef að eitthvað af þessu fyrir ofan er ekki til staðar og láta hann fara yfir málið ef þið eruð óviss.

• Þið takið við inneignarnótunni, farið í annað – innleggsnóta – skrifið þar upphæðina á innleggsnótunni og ýtið á enter, næst skrifiði númerið sem stendur á innleggsnótunni 005-004-8796 til dæmis. Þegar það er búið standa stundum eftirstöðvar af inneignarnótunni og þá ýti þið aftur á annað –innleggsnótu og fáið kt hjá viðkomandi. Þá prentast út 3 blöð, miðju blaðið eða minnsta blaðið fer með kvittun eða gamalli innleggsnótu ofaní kassa en hin tvö heftast saman.

• Það er gott að skrifa alltaf með penna númerið á inneignarnótunni 005-0015599 á innleggsnótuna sem fer til kúnnans og líka dagsetningu og upphæðina upp á að blekið eyðist ekki sem gerist mjög oft.

• Ef að inneignarnótan var minna en upphæðin sem að var keypt fyrir þá notiði inneignarnótuna eins og stendur að ofan og síðan látið þau borga með korti eða pening.

• Ef það er skilamiði þá má taka hann af og setja á inneignarnótuna sem fer í uppgjörið. Ef miðinn rifnar má skrifa skilamiði á nótuna og númerið á skilamiðanum.

Afslættir

• Ef afsláttur er gefin útaf sýningareintaki eða öðru þá þarf að skrifa á miðann.

• Ef selt er vöru og gleymdist að gefa afslátt: skila vörunni og fá innleggsnótu, kaupa vöruna með afslætti og nota inleggsnótuna upp í. Þá fær manneskjan innleggsnótu upp á mismuninn.

• Ef kúninn er alls ekki sáttur má endurgreiða á kort ( AÐEINS EF BORGAÐ ER MEÐ KREDITKORTI) ef borgað var með debit má gera ‘’ endurgreiða á skrifstofu’’ en með leyfi verslunarstjórans.

Endurgreiðslur

• Aldrei endurgreiða úr kassa nema með leyfi verslunarstjóra

• Muna að greiða á SAMA kort ef það er heimlán, passa að það sé kreditkort og innan sólarhrings. Bakfæra punkta ef við á.

• ALDREI endurgreiða punkta – þeir eru bakfærðir á kt í vildarklúbbnum

• Ef það þarf að endurgreiða útaf t.d. Galla í vöru ( og ekki til eins vara í búðinni)

þá skal fara í annað og haka við ‘’endurgreitt á skrifstofu’’. Passa að hafa alltaf góða útskýringu með á það sem fer í kassann. Það þarf að skrifa Nafn, kt, símanr og reikningsnúmer ásamt kvittun og verðinu. Alltaf að láta verslunarstjóra vita. Upprunaleg kvittun verður að fylgja.

Heimlán

• Heimlán eru aðeins gefin út í sólahring, það þarf ALLTAF að nota KREDITKORT til þess að fá heimlán. Skrifað er síðan á kvittunina - Heimlán út (dagsetningu) og undirskrift. Þetta þarf síðan að fylgja með uppgjörina ef manneskjan skilar daginn eftir.

• Gott er að hightlighta með penna upphæðina og dagsetninguna og sérstaklega ef að það var gefinn afsláttur, þá er gott að skrifa það aftaná kvittunina – ath 10% afslattur eða ath setti punkta.

• Ef manneskjan kemur að skila heimláninu þá farið þið í vöruskil, skannið inn vöruna (athugið hvort það hafi verið gefinn afsláttur á kvittuninni eða punktar) og ýtið síðan á kort.

• Manneskjan fær síðan nýju kvittunina sem stendur endurgreiðsla, en þið takið upprunalegu kvittunina.

Endurprenta kvittun

• Ef þið ætlið að endurprenta kvittun farið þið í bókuð sala – endurprenta. Finnið kvittunina og ýtið á endurprenta. Það er mjög gott að vera dugleg að endurprenta og setja með ef þið voruð að gera hluti á kassanum sem eru óskýr, svo að sú sem sér um bókhaldið skilji betur hvað er í gangi. Gott að útskýra alltaf vel bakvið hvað þið gerðuð.

Punktar

• Gott er að spyrja kúnna hvort þau séu í klúbbnum og setja á þau punkta. Þegar þið hafið skannað allt inn sem viðskiptavinurinn ætlar að kaupa farið þið í ntc +, ntc + punktar og fáið kennitölu hjá viðkomandi. Þið getið síðan ýtt á athuga punktastöðu til að sjá hvort að manneskjan eigi inni punkta. Ef svo er þá þurfið þið að muna hversu mikil upphæð það var og ýta á annað og ntc + punktar og stimplar inn upphæðina sem þau áttu. Ef viðkomandi vill ekki nota punktana sína er nóg að skrifa kt þeirra í ntc + punktar.

• Ef að viðkomandi er ekki í klúbbnum þá er gott að bjóða honum að fara í hann, þá farið þið í ntc + og stofna vildarfélaga, hann byrjar með 5% og síðan hækkar það eftir vissa upphæð.

• Starfmenn með punkta – ef að starfmaður ætlar að nýta sýna punkta þá þurfiði fyrst að fara inní viðskiptamann og finna viðkomandi þar, síðan geri þið það sama og hér að ofan.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Starfsmenn

• Þegar að starfsmenn sem vinna hjá ntc versla eða þeir sem eru í kerfinu er farið í viðskiptamenn og skrifað kt eða nafn á viðkomandi þar. Þar stendur hversu mikinn afslátt manneskjan er með, ef það stendur enginn afsláttur eða stendur 10% þá er það gilt. Ekki er heimilt að veita annan afslátt en þann sem stendur í kerfinu.

Gjafakort

• Ef að viðskiptavinur vill kaupa gjafakort þá farið þið í SALA GJAFAKORTA NTC, sláið inn verðið sem þau vilja og síðan númerið sem er á tóma gjafakortinu (gk1001). Síðan látiði viðkomandi borga á venjulegan máta. Gott er að setja kortið í umslag og skrifa upphæðina í umslagið.

• Ef að viðkomandi er að NOTA gjafakortið þá kláriði söluna, farið í annað –gjafakort – skrifið upphæðina á gjafakortinu (Mjög mikilvægt að vita þessvegna hvað er á kortinu annars virkar það ekki) og síðan númerið á kortinu. Ef að það eru eftirstöðvar eftir þetta fær viðkomandi innleggsnótu fyrir restina. Þá fariði í annað, innleggsnóta, kt hjá viðkomandi. Þið heftið síðan saman miðju kvittunina við gjafakortið og setjið í kassann. Ef að viðkomandi borgar á milli gjafakorts og vöru finnst mér gott að endurprenta kvittunina og hefta við gjafakortið og setja í kassann.

• Ef að starfsmaður eða viðskiptamaður með afslátt er að nota gjafabréfið er óheimilt að veita afslátt.

• AÐFERÐ , starfsmaður kaupir kápu á 30.000 en er með 16.000 gjafabréf og 30% afslátt. 30.000 - 16.000 = 14.000. Síðan má draga 30% afslátt af 14.000 og gera verðbreytingu.

Millifærslur

• Ef þið ætlið að millifæra í aðra verslun þá ýtið þið á millifærsla, gerir sölunúmerið ykkar, veljið síðan þá verslun sem þið ætlið að millifæra í og síðan bóka millifærslu. Gott er að senda alltaf strimil með til þeirra sem til millifærðuð til.

• Nokkru sinnum í mánuði þurfa verslunarstjórar einnig að móttaka millifærslur, þá fariði í millifærslur og mótaka millifærslur. Hakið síðan við það sem þið hafið tekið við.

Skilamiði

• MIKILVÆGT er að skanna alltaf inn skilamiða eftir að aflsáttur er settur á (ef við á), ef þið eruð með stóra sölu og margar flíkur þarf að skanna hverja flík og hvern skilamiða sér. Það er 2 vikna skilafrestur á vörum hjá okkur og muna að skrifa það alltaf á skilamiðann.

• Þegar þið takið við vöru sem er með skilamiða er það alveg eins og venjulega, þið farið í vöruskil og skannið inn skilamiðann. Ef hann virkar ekki þá er best að tala við verslunarstjórann eða þann sem er yfir á þeirri vakt.

• Muna að taka alltaf skilamiðana af áður en flíkin fer inní búð!

Nóta

• Ef viðskiptavinur biður um nótu þá klárið þið söluna og farið síðan í bókuð sala –endurprenta. Ýtið þar á prenta reikning og gerir kt.

Tax free

• Klára söluna, fara í bókuð sala – endurprenta. Þar stendur taxfree prentun, ýtið á það – yes. Heftið síðan það sem prentast út með kvittuninni sem kom upprunalega og kvittið á taxfree kvittunina eða stimplið.

Kassi og uppgjör

• ALLTAF prenta út z- skýrslu. MJÖG mikilvægt.

• Það á alltaf að vera 15. Þúsund í kassanum (með klinki) eftir að það er búið að gera upp.

• Ég mæli með að þegar þið teljið peninginn sem fer í bankann að telja peninginn í kassanum líka og sjá hvort það stemmir.

• Klink fer aldrei með í uppgjörspokann

• Alltaf skrifa upphæðina sem fer í peningarumslag á miðann utanum Z-skýrsluna. Einnig mikilvægt að skrifa RÉTTA upphæð, dagsetningu og hvaða búð þetta er.

• Á sunnudögum er mjög mikilvægt að peningapokinn eftir sunnudagsvakt fari í peningaskáp eða snemma á manudagsmorgun aður en peningurinn er sóttur

• mismunandi hvort það sé smáralind (11.20) eða kringlan (10)

Erlendur gjaldmiðill

Ef að viðskiptavinur borgar með erlendum gjalfmiðli þá finniði gjalfmiðill í kassanum og stimplið inn upphæðina, þið gefið til baka síðan í íslenskum pening. Gjaldmiðilinn fer síðan með kvittunum í lok dags EKKI með peningnum.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Verklag og öryggisreglur starfsmanna NTC hf

Hlutverk og ábyrgð

Verklagsreglum þessum er ætlað að tryggja sem best öryggi starfsmanna við vinnu sem og viðskiptavini NTC Verklagsreglur þessar eru unnar af öryggisstjóra, stjórnendum og mannauðsstjóra NTC en öryggi á vinnustað skiptir máli. Ábyrgð á uppfærslu eru á höndum öryggisstjóra, framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra NTC. Verklagsreglur þessar verða sendar á nýja starfsmenn og mikilvægt að starfsfólk kynni sér þær vel en einnig verða þær sýnilegar á lokaðri starfsmannasíðu fyrirtækisins.

Öryggis- og verklagsreglur starfsmanna

Almennar aðgerðir

• Almennar aðgerðir miðast að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist sem hafa í för með sér hættu og / eða óþægindi fyrir viðskiptavini og starfsmenn í verslun eða tjón á húsi eða munum.

• Öllum starfsmönnum ber skylda til að kynna sér viðurkenndar flóttaleiðir, staðsetningu slökkvitækja og sjúkrakassa á hverjum stað fyrir sig og almenn viðbrögð boða frá brunavarnakerfum sem og öryggiskerfum.

• Fylgjast með einstaklingum sem teljast grunsamlegir eða eru þekktir fyrir óæskilega hegðum eða afbrot. Nær þetta einnig til einstaklinga sem hegða sér undarlega, t.d. af völdum vímuefna.

• Passa uppá eigið öryggi. Aldrei að elta þjóf eða að reyna að halda honum. Sýna ávalt almenna skynsemi gagnvart þjófum og eins manneskjum undir áhrifum vímuefna eða sem sýna ógnandi hegðun..

• Yfirfara verslunina reglulega og hafa auga með húsnæðinu og tilkynna um skemmd gólfefni og önnur yfirboðsefni, bilaða glugga og hurðir, bilaðar læsingar, búnað, tæki og annað þess háttar sem starfsmenn verða varir við

• Kynna sér símanúmer öryggisvarða Kringlunnar/Smáralindar

§ Öryggisvörður Kringlunnar 517-9020 / 581-2850

§ Öryggisvörður Smáralindar 528-8080

§ Miðbær – best að hafa samband við lögreglu 112

Bruni

Ef brunaviðvörunarkerfi fer í gang skal rýma verslunina/húsið án tafar en ekki bíða eftir og sjá til hvort um raunverulegan eld sé að ræða, þar sem það getur verið orðið of seint þar sem eldur breiðir oft úr sér með undraverðum hraða, eitraður reykur berst hratt um verslunina og fólk getur auðveldlega misst meðvitund af völdum hans og þá er orðið mun erfiðara að koma sér og fólki út

• Kalla eftir aðstoð slökkviliðs. Hringja í 112

• Láta öryggisgæslu vita ( ef við á ) og leiðbeina viðskiptavinum að útgönguleiðum

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Munið að tilkynna atburðinn til næsta yfirmanns, öryggisstjóra, mannauðsstjóra eða framkvæmdastjóra

Slys í verslun og/eða skyndileg veikindi

Ef viðskiptavinur eða starfsmaður NTC verður fyrir slysi eða veikist alvarlega skal kalla til verslunarstjóra/annan starfsmanns. Hann skal samstundis fara til þess slasaða eða sjúka og ákveða hverra aðgerða er þörf. Ef læknismeðferð er nauðsynleg skal hringja strax í 112 og öryggisvörð Kringlunnar/Smáralindar.

Verslunarstjóri skal fela ákveðnum starfsmanni að taka á móti áhöfn sjúkrabíls og vísa veginn. Á meðan hugar verslunarstjóri eða annar starfsmaður að hinum slasaða.

Munið að tilkynna atburðinn til næsta yfirmanns, öryggisstjóra, mannauðsstjóra eða framkvæmdastjóra

Þjófnaður

Það er skýr afstaða NTC að allur þjófnaður er kærður til lögreglu. Búðarþjófur lítur oft eins út og hver annar viðskiptavinur, því hann vill ekki vekja athygli á sér, hvorki varðandi klæðaburð né fas og framkomu. Á það verður einnig að líta margir þjófar eru bara venjulegt fólk sem hefur fallið fyrir augnabliki freistingu.

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þjófnað

• Passa að þjófamerkja allt mjög vel

• Ekki hafa dýran fatnað fremst í verslun

• Dreifa úr okkur á afgreiðslugólfinu. Heilsa öllum sem koma inn í verslun og reyna að ná augnkontakti.

o Bara það að bjóða fólki góðan daginn sem hafði í hyggju að stela getur komið í veg fyrir þjófnað.

• Alltaf að passa uppá eigið öryggi og aldrei að elta þjóf eða reyna að halda honum. Sýna almenna skynsemi. Starfsmaður á aldrei að leggja sig eða aðra í hættu.

• Passa að þjófkenna aldrei fólk án sannanna. Láta öryggisverði/lögreglu um það. Munið að skrá niður sem flestar upplýsingar varðandi þjófnaðinn.

• Dagsetning

• Tímasetningu

• Hverju var stolið

• Starfsmaður og verslun

• Ítarlega lýsingu á þjófnaðinum og þjófinum.

• Tilkynna þjófnaðinn til næsta yfirmanns eða öryggisstjóra.

Hótanir og ógnir

Starfsmenn þurfa að vera viðbúnir ýmsum váverkum, en slíkt er samheitið yfir ýmiss konar hótanir og ógnir sem geta steðjað að starfsemi eða starfsfólki NTC. Váverk geta verið hótanir í

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

formi símtals, tölvupósts eða á staðnum. Þau geta snúist t.d um ofbeldi eða sprengju. Tilkynna strax allar hótanir til framkvæmdastjóra eða næsta yfirmanns.

• Gott að halda ró sinni. Sýna rólyndi og bregðast við af öryggi

• Tala vingjarnlega og yfirvegað

• Passa að stofna aldrei eigin lífi eða heilsu í hættu

• Hringja í 112 og/eða næsta yfirmann eða framkvæmdastjóra

• Skrá niður allt strax sem gæti komið að gagni

Fræðsla og þjálfun

Þegar starfsmenn byrja skal verslunarstjóri eða næsti yfirmaður fara yfir öll þau atriði sem snúa að öryggi og gæðamálum.

Öryggiskerfi

Brunaviðvörunarkerfi

Ef brunakerfið fer í gang þá gerist það alltaf með talsverðum hávaða. Öryggisvörður Kringlunnar/Smáralindar er með stjórnstöð hjá sér til að staðsetja brunann eða hvaðan boðin berast. Alltaf að meta aðstæður og koma sér út ef um eiginlegan bruna er að ræða.

Myndavélakerfi

NTC er með HikVision öryggis- og myndavélakerfi frá Securitas Öryggisstjór og stjórnendur NTC hafa heimild til að skoða efni aftur í tíman ef rík ástæða er fyrir t.d vegna þjófnaðarmála í verslun eða öðru er kallar á virkt eftirlit í samvinnu við framkvæmdastjóra.

Útborgun launa

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Ýmis atriði varðandi launamál

Launatímabil NTC er frá 27 – 26. hvers mánaðar. Laun eru greidd inn á reikninga starfsmanna 1. hvers mánaðar eða síðasta virka dag mánaðar ef 1. lendir á lau, sun eða rauðum degi. Launaseðlar eru sendir í heimabanka og koma undir rafræn skjöld.

Úttektir starfsmanna

Úttektartímabil er vanalega frá 27 – 26. Stundum hliðrast það til um 1-2 daga ef mánuðurinn er stuttur og útborgun launa lendir á lau, sun eða rauðum dögum.

Lífeyrissjóðsmál

Greitt er í Lífeyrissjóð Verslunarmanna nema tilkynning komi um annað. Ef starfsfólk er með viðbótarlífeyrissparnað þarf að senda afrit af samningnum á mannauðsstjóra fyrir 25. Þess mánaðar. Allir starfsmenn eru skráðir sem félagsmenn VR og greiða félagsgjöld þangað.

Skattkort

Starfsmenn þurfa að láta vita fyrir 25. byrjunarmánaðar hvort þeir ætli að nýta skattkortið sitt og að hve miklu leyti annars verður fullur skattur dreginn af launum. Ef starfsmenn eiga uppsafnaðan persónuafslátt þarf að láta vita með það líka. Mikilvægt er að skila strax inn þessum upplýsingum, annað hvort á „nýr starfmaður“ eyðublaði eða með tölvupósti til mannauðsstjóra.

Orlof og starfsmannasjóður

Orlof er greitt skv VR. Orlof miðast við 10,17 % launa en hækkar miða við starfsaldur og er greitt inn á sérstakan orlofsreikning hjá Landsbankanum. Orlofsreikningar eru í vörslu Landsbankans og er greitt út 11-15. maí árlega. Ef starfsfólk óskar eftir að taka út orlofið sitt fyrirfram þarf að fylla út sérstakt eyðublað frá Landsbankanum sem mannauðsstjóri þarf að kvitta fyrir.

Dregnar eru 1000 kr af starfsmönnum í hverjum mánuði sem fer í sérstakan starfsmannasjóð sem greiðir hluta af uppákomum og skemmtunum á móti NTC yfir árið.

Fyrirframgreiðslur

Engar fyrirframgreiðslur launa eru veittar. Það er stranglega bannað að taka peninga úr peningakössunum.

Heilsu- og öryggisstefna NTC ásamt viðbragðsáætlun

Heilsufarsstefna

Stefna NTC er að umhverfi starfsfólks sé öruggt og heilsusamlegt og að starfsfólki líði vel í vinnunni. Með því að huga að daglegum lífsvenjum og viðhorfum er hægt að bæta andlega og líkamlega heilsu.

Góð heilsa er gulli betri �

Reykingar

NTC er reyklaus vinnustaður.

Reykingar beinar og óbeinar auka m.a. líkur á krabbameinum, öndunarfæra-, og hjarta- og æðasjúkdómum.

• Taka tillit til vinnufélagana. Starfsfólk NTC á rétt á reyklausu vinnuumhverfi.

• Ef þú villt hjálp við að hætta að reykja finnur þú gagnlegar upplýsingar á m.a. www.landlaeknir.is.

Áfengi og vímuefni

Neysla áfengis og vímuefna eykur hættu á slysum. Andlegir og félagslegir erfiðleikar eru oft fylgifiskar áfengis- og vímuefnanotkunar. NTC er áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður.

Andleg og félagsleg heilsa

Samskipti

Framkoma okkar hvort við annað skiptir miklu máli við að tryggja öryggi og vellíðan.

• Hrósaðu vinnufélaganum þegar hann verðskuldar hrós.

• Hafðu í huga að hvers konar glannaskapur og hrekkir eru með öllu óviðeigandi.

• Komdu fram við allt starfsfólk af fullri virðingu.

• Einelti, ofbeldi, kynferðsleg eða kynbundin áreitni líðst ekki innan NTC

• Sögur um vinnufélaga geta sært og skapað óöryggi.

• Höfum gaman með jákvæðni og léttlyndi að vopni.

Líður þér illa í vinnunni?

Helstu einkenni álagstengdrar vanlíðunar eru:

• Þreyta.

• Einbeitingatruflanir.

• Skapbreytingar.

• Samskiptaerfiðleikar.

• Depurð.

• Kvíði.

• Svefntruflanir.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Ef starfsmenn telja vinnuálag of mikið, upplifa einelti eða áreiti geta þeir alltaf leitað til næsta yfirmanns eða mannauðsstjóra sem er bundinn trúnaði. Unnið verður að lausn málsins í samvinnu við starfsmanninn allt í fullum trúnaði. (Sjá frekar viðbragðsáætlun NTC gegn einelti og áreiti).

Hreyfing og mataræði

Hreyfing og gott mataræði bætir líðan og eykur úthald í leik og starfi.

Hreyfing og hæfileg áreynsla er nauðsynleg fyrir alla.

Gott er að hafa í huga:

• Veldu hreyfingu sem þér finnst skemmtileg.

• Notaðu stigann, gefðu lyftunni frí.

• Hjólaðu eða gakktu á milli staða. Leggðu bílnum aðeins lengra í burtu.

• Nýttu þér hléæfingaforrit. Hreyfðu þig daglega í minnst 30-60 mínútur.

Gott mataræði:

• Grænmeti og ávexti daglega.

• Fisk tvisvar í viku eða oftar.

• Gróft brauð og annan kornmat.

• Fitu- og sykurminni mjólkurvörur.

• Salt í hófi.

• Lýsi eða annan D-vítamíngjafa.

• Sykur, kökur, sætindi, ís, áfengi og gosdrykki í hófi.

• Drekka mikið vatn og oft á dag.

Stoðkerfi líkamans

Algengustu álagseinkenni tengd vinnu eru verkir í baki, hálsi og herðum og tengjast:

• Aðstæðum við vinnu.

• Óhentugum vinnustellingum eða hreyfingum.

• Líkamlegu erfiði.

• Einhæfum, síendurteknum hreyfingum.

• Skipulagi vinnu.

• Andlegum og félagslegum þáttum eins og samskiptum, upplýsingaflæði og streitu.

Hvað er gott að tileinka sér?

• Góða líkamsstöðu hvort sem það er lager-, skrifstofu-, aksturs eða verslunarstarf.

• Stilltu vinnuaðstöðuna þannig að vinnuhæð og vinnusvið henti þér.

• Gott er að sitja og standa til skiptis.

• Skiptu oft um vinnustellingu.

• Vertu í góðum skóm

• Taktu reglulega vinnuhlé.

• Hreyfðu þig reglulega.

• Rétt líkamsbeiting er mjög mikilvægt

Skrifstofa / Skjávinna

Vinnuborð:

Ef borðhæð er stillanleg:

• Stilltu hæð stóls þannig að báðar iljar nemi flatar við gólf og mjaðmaliðir séu lítillega ofar en hnéliðir.

• Stilltu hæð borðs þannig að olnbogar séu í sömu hæð eða örlítið hærri en lyklaborð.

• Miðaðu vinnuhæð við að hægt sé að sitja með beint bak og slakar axlir.

Ef borðhæð er ekki stillanleg:

• Stilltu hæð stóls þannig að olnbogar séu í sömu hæð eða örlítið hærri en lyklaborð.

• Notaðu skemil ef iljar ná ekki niður á gólf.

Skrifborð og stóll

STARFSMANNAHANDBÓK

• Þekktu stillingar skrifstofustólsins.

• Stilltu hæð stólbaks þannig að bungan á stólbakinu falli að mjóbaki.

• Sittu bein/n í baki og notaðu stólbakið.

• Breyttu oft um setstöðu t.d. með því að nýta framhalla á stólsetu, ef hann er í boði.

• Stattu upp eða notfærðu þér hjól og snúning stóls þegar þú sækir hluti í nálægar hillur.

• Sæktu hluti með báðum höndum og varastu að vinda upp á hrygginn.

Skjár og augnvernd

Staðsettu skjáinn þannig að:

• Birta frá gluggum eða ljósum skíni hvorki beint í augun né endurkastist af skjá.

• Taktu reglulega stutt hlé og horfðu frá skjá til að hvíla augun.

• Efri brún skjásins sé í augnhæð.

• Skjár sé u.þ.b. armlengd frá líkama (45-60 cm.).

• Skjárinn sé fyrir miðju líkama.

• Ef þú notar gleraugu vertu viss um að þau henti skjávinnu.

• Láttu fylgjast reglulega með sjóninni .

• Hafðu birtumun milli skjámyndar og umhverfis í lágmarki (aukin birta, aukið birtustig skjás).

Mús, lyklaborð og skjalahaldari

• Staðsettu lyklaborð fyrir miðju líkama.

• Staðsettu mús við hlið og í sömu hæð og lyklaborð.

• Notaðu vinstri og hægri hönd til skiptis á mús ef þú verður var við líkamleg óþægindi sem mögulega tengjast músinni.

• Láttu olnboga liggja slaka upp að líkama við innslátt.

• Hvíldu framhandleggi á svæðinu fyrir framan lyklaborð.

• Hafðu úlnliði í miðstöðu.

• Notaðu flýtiaðgerðir lyklaborðs fremur en mús ef kostur er.

• Notaðu stöðugan og stillanlegan skjalahaldara sem hæfir verkefni.

• Hafðu vinnuskjöl í skjalahaldara í sömu fjarlægð og í svipaðri hæð og skjá.

Hreyfing

• Forðastu stöðuvinnu þ.e. að halda vöðvum spenntum í langan tíma. Stöðuvinna dregur úr blóðflæði til vöðva og skapar þreytu og óþægindi.

• Stattu og sittu til skiptis ef skrifborðið þitt bíður upp á það.

• Nýttu þér hléæfingaforrit ef þú situr mikið.

Stefna og viðbragðsáætlun NTC vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis eða annarrar ótilhlýðilegrar hegðunar

Stefna

Stefna NTC er að veita starfsfólki sínu gott starfsumhverfi og vinnuskilyrði ásamt því að halda uppi góðum vinnuanda. Í öllu starfi NTC eiga starfsmenn og stjórnendur að sýna kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótilhlýðileg hegðun verður ekki umborin á vinnustaðnum og er bæði stjórnendum og starfsmönnum með öllu óheimil.

NTC mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega hegðun í starfi fyrirtækisins og leysa þau mál sem mögulega geta komið upp.

Skilgreiningar:

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Ráð til þeirra sem verða fyrir eða eru vör við einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi: Hvað getur þú gert?

Verði starfsmenn varir við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega hegðun eða hafa rökstuddan grun um að framangreind hegðun eigi sér stað innan NTC ber þeim að bregðast við með því að koma á framfæri kvörtun eða ábendingu til næsta yfirmanns eða mannauðsstjóra. Starfsmaður skal jafnframt vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar. Lögð er áhersla á að trúnaður ríki í öllum samskiptum þolanda og yfirmanna/mannauðsstjóra.

Mögulegt er að gerandi sé ómeðvitaður um að þolandi líði ekki þá hegðun sem hann viðhefur. Mikilvægt er ef mögulegt er að gera viðkomandi geranda grein fyrir því að ákveðin framkoma sé ekki í boði. Mikilvægt er að hafa í huga að mörk hvers og eins eru mismunandi og þau ber að virða hjá hverjum og einum. Ef þolandi treystir sér ekki í að tala við viðkomandi eða senda honum skilaboð að þá er alltaf hægt að óska eftir aðstoð frá yfirmanni eða mannauðsstjóra.

Gerandi skal gæta þess að kenna ekki sjálfum sér um einelti, ofbeldi eða hverkyns áreitni. Mikilvægt er að draga ekki of lengi að gera eitthvað í málinu heldur tilkynna það strax hvort sem það er viðkomandi geranda eða yfirmanna/mannauðsstjóra. Einelti, ofbeldi eða áreitni lagast ekki af sjálfu sér!

Ef um gróf brot er að ræða s.s. nauðgunartilraun, kúgun eða aðrar hótanir skal starfsmaður strax hafa samband við lögreglu en einnig upplýsa yfirmann, öryggisvörð eða mannauðsstjóra. Alltaf er hægt að leita beint til stéttarfélags um fagleg ráð.

Mikilvægt er að hafa í huga að einelti, ofbeldi eða hverkyns áreiti er ekki liðin hjá NTC og getur það verið brottrekstrarsök.

Ráð til yfirmanna: Hvað ber þér að gera?

Yfirmanni ber að reyna að binda endi á einelti, ofbeldi eða áreitni eftir atvikum í samráði við mannauðsstjóra. Skyldur yfirmanna eru meðal annars að skapa vinnuskilyrði þar sem starfsfólk er öruggt og þar sem borin er virðing fyrir þeirra mörkum. Yfirmönnum ber einnig skylda til að taka á málum sem kunna að koma upp og tilkynna til mannauðsstjóra. Allar kvartanir varðandi einelti, ofbeldi og áreitni eiga að vera teknar alvarlega. Eðli málsins skal vera skoðað strax og ráðstafanir eftir því.

• taktu strax og ákveðið á málinu.

• leitaðu ráða hjá mannauðsstjóra

• ræða við aðila málsins, fá báðar hliðar.

• skoða eðli málsins og gera ráðstafanir miða við það varðandi gerandann. Færa til í starfi, launalaust leyfi eða uppsögn

• hvetja þolanda til að leita sér aðstoðar fagaðila.

• jafnframt hvetja gerandann til að leita sér aðstoðar við vanda sínu.

Við meðferð kvartana sem berast vegna einelti, ofbeldi eða áreitni skal gæta fyllsta trúnaðar til að vernda hagsmuni allra aðila. Það gildir um öll gögn sem tengjast málinu.

Málsmeðferð: kvartanir vegna einelti, ofbeldi eða áreitni

• Kvartanir vegna kynferðislegrar áreitni/eineltis/ofbeldi á vinnustað geta verið munnlegar eða skriflegar. Yfirmaður skal halda nákvæma minnispunkta um málið

• Komi fram kvörtun eða ásökun um einelti, ofbeldi eða hverkyns áreiti er mikilvægt að upplýsa mannauðsstjóra um atvikið nema hann eigi hlut að máli þá framkvæmdastjóra.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

• Þolandi og gerandi skulu hafa rétt til að skýra mál sitt áður en ákvörðun um viðbrögð er tekin.

• Yfirmönnum viðkomandi starfsmanna skal gerð grein fyrir málinu viti þeir ekki af því.

• Sé atvikið það alvarlegt að um saknæmt brot sé að ræða skv. hegningarlögum skal það kært til lögreglu, þó með fullu samþykki þolanda.

• Þolandi skal engan skaða bera af ráðstöfunum sem gripið er til.

• Alvarleg og endurtekin áreitni varðar áminningu eða brottrekstri úr starfi. Þess skal gætt að fylgja settum reglum um áminningar og brottrekstur nema ef um mjög alvarlegt brot er að ræða þá tafarlaus brottrekstur.

• Fylgt skal eftir atvikum leiðbeiningum Vinnueftirlitsins við úrlausn máls.

Komi upp tilvik þar sem starfsmaður er ranglega sakaður um áreitni, einelti eða ofbeldi skal þeim sem ásökunina setti fram veitt áminning (sé viðkomandi starfsmaður NTC).

Gæta skal ýtrasta trúnaðar við úrlausn máls.

Jafnréttisáætlun NTC

Tilgangur og markmið:

NTC er vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt og konur og karlar hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin hæfni, krafta og kunnáttu ásamt því að þroska hæfileika sína án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Allt starfsfólk NTC njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins óháð kyni.

Einnig skal tryggt að kynferðisleg áreitni, kynbundið áreiti og kynsferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum. Í jafnréttisáætlun þessari skal tryggt að starfsmönnum sé ekki mismunað vegna kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisáætlun NTC hefur verið samþykkt af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Áætlað er að skoða hana á þriggja ára fresti eða fyrir maí 2026.

Launajafnrétti

Stefna NTC er að allir starfsmenn fyrirtækisins njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Við ákvörðun launa skal gæta fyllsta jafnréttis og skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Með jöfnum launum er átt við að laun og önnur starfskjör skuli ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Það gildir jafnt um frammistöðu í starfi, lífeyrisframlag, lengd orlofs eða veikindaréttar eða hvers konar annarra starfskjara sem hægt er að meta til fjár.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Karlar og konur fái greidd sömu laun og njóti sömu kjara fyrir

Við ráðingar og stöðuhækkanir verði þess gætt að

Framkvæmdarstjóri, mannauðsstjóri og rekstrarstjórar.

Við ráðningu.

Heildarúttekt lokið í maí ár hvert.

sambærileg og jafnverðmæt störf.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis.

Jafnlaunaúttekt árlega

Jafna skal hlutfall kynja í stjórnendastörfum ef við á.

Ef stjórnunarstarf

losnar skal gæta að jafnri stöðu kynja við ráðningu þegar við á.

Laus störf, starfsþjálfun, sí- og endurmenntun

Framkvæmdarstjóri, mannauðsstjóri og rekstrarstjórar.

Þegar starf losnar.

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafn konum og körlum, gæta skal að í atvinnuauglýsingum sé ekki einungis gert ráð fyrir karl- og kvenkyni. Ekki skal mismuna starfsmönnum eftir kyni hvað varðar möguleika til sí- og endurmenntunar og starfsþjálfunar. Tryggja skal að allir starfsmenn óháð kyni geti sótt námskeið sem haldin eru sérstaklega til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Laus störf hjá NTC standa opin jafnt körlum sem konum.

Öll starfsþjálfun, síog endurmenntun skal aðgengileg báðum kynjum.

Í auglýsingum eru

störf ókyngreind og

þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð þeirra. Hvetja skal bæði kynin til að sækja um auglýst störf.

Greina skal aðsókn á námskeið og starfsþjálfun til að tryggja að mismunun eigi sér ekki stað þegar við á.

Framkvæmdarstjóri, mannauðsstjóri og rekstrarstjórar.

Við ráðningar.

Starfshópar og nefndir mannaðar með báðum kynjum.

Tryggja að hér sé ekki mismunun.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Framkvæmdarstjóri, mannauðsstjóri og rekstrarstjórar.

Þegar námskeið eða endurmenntun er í boði.

Framkvæmdarstjóri, mannauðsstjóri og rekstrarstjórar.

Þegar skipaðar eru nefndir eða starfshópar.

NTC skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Þessar ráðstafanir skulu miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma. Gera skal ráð fyrir að karlar jafnt

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

sem konur njóti sveigjanleika til að sinna fjölskyldum sínum allt í samráði við næsta yfirmann.

Taka skal tillit bæði til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa fyrirtækisins. Þar með talið að starfsmenn eigi auðveldara með að koma til starfa eftir fæðingarorlof, foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof, eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði, hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn, vinnuaðstæður og fleiri slíka þætti sem fram koma í 1. mgr. 26. gr. jafnréttislaga.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Vinnutími og vaktaplön skulu vera fyrirsjáanleg svo hægt sé að samhæfa fjölskyldulíf og starf.

Að ýta undir að báðir foreldar nýti rétt til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna.

Senda út vaktaplön með góðum fyrirvara.

Kynin séu til jafns hvött til að nýta réttindi sín.

Framkvæmdarstjóri, Mannauðsstjóri, rekstrarstjórar og aðrir stjórnendur.

Mannauðsstjóri og aðrir stjórnendur.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni.

Við ráðningu og við gerð vaktaplana.

Þegar væntanleg fæðing er tilkynnt eða þörf vegna veikinda koma upp.

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu. Starfsmenn NTC skulu ávallt sýna samstarfsfólki sínu kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótilhlýðileg hegðun verður ekki umborin hjá NTC og er bæði stjórnendum og starfsmönnum með öllu óheimil. Meðvirkni starfsmanna í einelti, ofbeldi og hverkyns áreiti er einnig óásættanlega.

NTC skal koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega hegðun í starfi fyrirtækisins með forvörnum. NTC leitast eftir að skapa vinnuskylirði sem bjóða ekki upp á slíka hegðun en ef til eineltis, ofbeldis, og/eða áreitis kemur. Sjórnendum ber skylda að bregðast fljótt við og taka rétt á málunum með viðeigandi inngripum ef þau koma upp og leita aðstoðar hjá mannauðsstjóra.

Skilgreiningar:

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Komi ágreiningsmál, samskiptaerfiðleikar eða hagsmunaárekstrar er mikilvægt að leysa slík mál án tafar áður en þau þróast til verri vegar.

Stefna og viðbragðsáætlun NTC vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis eða annarrar ótilhlýðilegrar hegðunar fjallar nánar um þær aðgerðir sem grípa skal til komi upp grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi eða aðra ótilhlýðilega hegðun.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Vinna gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

Eftirfylgni

Viðbragðsáætlun NTC er fylgt þegar ábending berst. Áætlunin er aðgengileg starfsfólki.

Framkvæmdastjóri, mannauðsstjóri, rekstrarstjórar og aðrir stjórnendur. Viðvarandi

Jafnréttisáætlun þessa ber að endurskoða á þriggja ára fresti. Árlega skal fara yfir markmið, aðgerðir og niðurstöður verkefna með framkvæmdastjórum og helstu stjórnendum.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi Jafnréttisáætlun þessi er í sífelldri þróun.

Endurskoðun og þróun áætlunar með hliðsjón af reynslu og fyrirliggjandi greiningum.

Framkvæmdarstjóri, mannauðsstjóri og rekstrarstjórar.

Lokið áður en gildistími eldri áætlunar rennur út.

EIGINLEIKAR ULLAR:

Ýmis fróðleikur um efni og eiginleikar þess

- Teygjanleg og hlý

- Dregur í sig mikinn raka án þess að virðast blaut

- Rafmagnast ekki

- Óhreinindi losna auðveldlega úr henni

- Er ekki mjög eldfim og eldurinn slokknar af sjálfu sér

Meðferð ullarfatnaðar:

Ef ullarhár er skoðað í smásjá sést að það er hreistrað. Þess vegna þófnar ullarflík gjarnan, ef hún er ekki rétt þvegin. Þegar ullin blotnar, lyftast hreisturflögurnar frá. Ef hún er nudduð festast þær hver við aðra. Þannig þófnar ullin. Gott er að hrista og viðra ullarfatnað í fersku útilofti, það hreinsar hann.

Þvoðu ullarflík í volgu vatni og kreistu varlega úr henni vatnið. Notaðu sérstakt ullarþvottaefni. Þurrkaðu ullarflík við stofuhita, ekki í sólarljósi og ekki á mistöðvarofni. Leggðu ullarflíkina til þerris á sléttan flöt þar sem loftræsting er góð.

Það er ekki heppilegt að strauja prjónaða flík. Heppilegra er að teygja og slétta úr flíkinni á sléttan flöt og leggja rakan klút yfir og leyfa henni að þorna. Annar ullarfatnaður er pressaður með rökum klút á milli. Hámarkshiti 150.

Athugaðu alltaf meðferðarleiðbeiningarnar sem fylgja flíkinni.

Eftirfarandi erlend heiti koma fyrir á innfluttum ullarvörum:

- Ull ( á sænsku ) - Laine ( á frönsku )

- Wool ( á ensku ) - Lana ( á ítölsku )

- Wolle (á þýsku ) - Villa ( á finnsku)

Fágætar ullartegundir:

Auk sauðfjárullar er ull af nokkrum öðrum dýrum notuð til vefnaðar. Helst eru þessi:

Angórageit: Ullin af angórugeitinni nefnist móhár ( e. mohair) Hún er sterk fínferð og long (c.a. 30 cm) Undir smásjá sést varla hreistur. Vegna þessa og hins hvað trefjurnar eru silkikenndar og beinar, hleypur eða þæfist móhár lítið. Angórageitin er uppruninn í Tyrklandi.

Kasmírgeit: Kasmírgeitin lifir aðalega í Indlandi og Tíbet. Af ull kasmírgeitarinnar er aðeins þelið notað. Það er greitt af geitinni, þegar hún fer úr hárum. Kasmír ull er dúnmjók og með silkigljáa. Áður fyrr var ofið úr henni hin frægu indversku kasmírssjöl, fislétt og þunn.

Lamadýr: Kamelull fæst af úlföldum frá Asíu. Togið er gróft og t.d. notað í reipi, Úr þelinu eru ofin efni sem eru mjög eftirsókk í frakka og kápur.

Lamaull. Úlfaldategund sem lifir í Perú og Bólivíu. Lamaull er ljósbrún, grá, svört eða hvít.

Hérar og kanínur: Hérahár eru aðalega notuð í flókahatta. Af angórakaníunni fæst angóruhár 10-20 cm á lengd, mjúk og mjög fíngert. Vegna þess hve angóraullin er dýs er hún oftast blönduð sauðfjárull eða viskos.

EIGINLEIKAR HÖRS:

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

- dregur mjög vel í sig raka

- sterkur og teygist ekki

- krumpast fljótt

- rafmagnast ekki

- skíðlogar eins og pappír

EIGINLEIKAR SILKIS:

Silki er úr eggjahvítuefni eins og ull. Það

hefur því svipaða eiginleika en er einnig:

- mjúkt

- með fallegan gljáa

- þæginlegt að klæðast

- rafmagnast ekki

VEFJAEFNABLÖNDUR:

Erlend heiti á hör:

Linen ( á ensku )

Lin ( á sænsku )

Flachs/Leinen ( á þýsku )

Lin ( á frönsku )

Pailava ( á finnsku )

Erlend heiti á silki:

Silk ( á ensku )

Natursilke ( á sænsku )

Seide ( á þýsku )

Soie ( á frönsku )

Silkki ( á finnsku )

Seta ( á ítölsku )

Gerviefnum og nátturulegum vefjarefnum er oft blandað saman. Þá er reynt að láta vefjarefnin halda sínum góðu eiginleikum en eyða þeim óheppilegu. Á vörumerkingunum er að finna upplýsingar um hlutfall hvers vefjarefnis.

Eiginleikar bómullar:

- þægileg viðkomu - rafmagnast ekki

- dregur í sig raka - hleypur í þvotti

- þolir vel þvott - eldfim og brennur eins og pappír

- litast auðveldlega

Bómull hentar til margra nota. Hún er oft blönduð gerviefnum, þá bætir eitt efnið annað upp.

Eftirmeðferð bómullarefna:

Eiginleikar vefjarefna eru bættir með ýmiss konar eftirmeðferð. Hún er auðkennd með alþjóðlegum heitum. Eftirmeðferðar vefjarefna er oftast getið á umbúðum:

Antistat: Afrafmagnað vefjarefni

Impregnering: Vatnsvarið efni

Mercerisering: sem gerir bómullarefni gljámeiri, sterkari, þau taka betur lit og hlaupa síður.

Sanforisering: Kemur í veg fyrir að efnin hlaupi meira en 2 % í þvotti.

Scotchgard: Voðin látin hrinda frá sér óhreinindum.

ALGERVIEFNI:

Algerviefni eru framleidd í verksmiðjum: úr lofttegundum, súrefni, vetni og köfunarefni, úr kolum eða kolaösku, úr olíu, lacerolíu eða jarðgasi.

STARFSMANNAHANDBÓK

Eiginleikar algerviefna eru:

- köld

- rafmagnast

- draga ekki í sig raka

- létt

- þorna fljótt

HÁLFGERVIEFNI:

Eiginleikar viskóss:

- dregur vel í sig raka

- þægilegt að klæðast því

- fellur fallega

- rafmagnast ekki

- krumpast fljótt

- hleypur í þvotti

- ódýrt í framleiðslu

Helstu algerviefnin eru:

- Polyamid ( nylon, perlon og grillon )

- Polyester ( dakron, diolen, terylen, trevira )

- Polyacryl ( orlon, dralon, acrilan, courtelle )

- Elesthan ( dorlastan. Lycra og Vyrene )

Eiginleikar modals:

- líkara bómull en viskós

- hægt að mercerisera ( eins og bómull)

- dregur ekki eins vel í sig raka og viskós

- endingarbetra en viksós

Fleirri efni sem eru mikið notuð í dag og eru hálf gervi efni eru Lycra, rayon, lyocell og cupro (gert úr bómullar plöntu ).

Þvottaleiðbeiningar – Gott að kunna

SÍMASKRÁ NTC

STARFSMANNAHANDBÓK NTC

nóvember 2023

Skrifstofa 1700 512 1700 ntc@ntc.is

Aron Ingi Steingrímsson Vefverslun 698-2447 aroni@ntc.is

Björn Sveinbjörnsson Fjármálastjóri 820-1778 bjorn@ntc.is

Halla Björg Sigurðardóttir Bókhald + bakvinnsla 1717 690-5213 512 1717 hallas@ntc.is

Helga Þórunn Markaðsfulltrúi 1712 helgap@ntc.is

Margrét Björg Guðmundsdóttir Innflutningur / Pantanir 1787 512 1787 margretbjorg@ntc.is

Margrét Jústa Pétursdóttir Mannauðsstjóri / Laun 1783 694-3127 512 1783 margretjusta@ntc.is

María Gréta Einarsdóttir Framkvæmdastjóri 1779 820-1788 512 1717 mariag@ntc.is

Signý Davíðsdóttir Uppgjör/Innheimta 1785 663-5433 512 1785 signy@ntc.is

Sigrún María Kristjánsdóttir Aðalbókari 1786 896-1759 512 1786 sigrunmaria@ntc.is

Svava Johansen Forstjóri 1771 820-1771 512 1771 svava@ntc.is

Tania Lind Fæðingarorlof Markaðsstjóri 1781 694-3925 512 1781 tanial@ntc.is

Viktoría Sól Birgisdóttir Grafískur miðlari 897-8615 viktoria@ntc.is

Rekstrarstjórar og Heildsala

Sigrún Sif Kristinsdóttir Heildsala + rekstrarstjóri 4 verslanir 1797 820-1776 512 1797 sigrunsif@ntc.is Kultur, Kultur menn, Companys Karakter

Matthildur Baldursdóttir Heildsala 1795 896-3799 512 1795 matthildur@ntc.is

Verslanir Kringlunni Companys 1766 512 1766

Galleri Sautján Kringlunni

GS Skór Kringlunni

Kultur

Verslanir Smáralind

Galleri Sautján Smáralind

GS Skór Smáralind

Karakter Smáralind

Kultur menn Smáralind

Verslanir Miðbæ Eva 1715

GK Reykjavík

Marteinn Lagerstjóri

Friðrik Katrínarson Lager 888-2257

1715

lager@ntc.is

Guðný Lára Lager/budget/heildsala 1707 512 1707 gudny@ntc.is

Helen Lager 1791 868 4339

Njáll Bílstjóri 861 6656 njall@ntc.is

Lovísa Saumastofa 1716 512 1716 saumast@ntc.is

Verslunarstjórar

Agnes Orradóttir Gallerí Sautján Kringlan 1750 662-8127 512 7750 agneso@ntc.is

Arnbjörg Högnadóttir Kultur 1765 690-0149 512 1765 arnbjorg@ntc.is

Ásgerður Hákonardóttir Karakter Smáralind 1744 895 1585 512 1744 asgerdur@ntc.is

Björg Örlygsdóttir Eva 1715 698-9790 512 1715 bjorg@ntc.is

Edda Björnsdóttir Eva 1715 617-1762 512 1765 edda@ntc.is

Gísli Már Unnarsson Kultur Menn Smáralind 1711 698-3861 512 1711 gisli@ntc.is

Ingibjörg Örlygsdóttir GK Reykjavík Hafnartorgi 898-1299 519 4400 ingibjorgo@ntc.is

Kristín Una GS skór Kringlan+Smáralind 1760/7700 778-1006 512 1760 kristinuna@ntc.is

María Guðrún ( Maja ) Companys 1766 694-1908 512 1766 maja@ntc.is

Óðinn Arnarsson Smash Urban 1742 / 1737 776-2625 512 1737 odinn@ntc.is

Þóra Rún Gallerí Sautján Smáralind 7750 846 3777 512 7750 thora@ntc.is

Þorri Arnarsson Gallerí Sautján Kringlunni 1750 776-2026 512 1750 thorri@ntc.is

Þórður Úlfar Ragnarsson Kultur Menn Kringlunni 1710 770-2470 512 1710 toti@ntc.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.