Jólablað Gróttu 2020

Page 1


© 2020 EYGM Limited. All Rights Reserved.

EY óskar Gróttu og íbúum Seltjarnarness, gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík s. 595-2500, ey@ey.is

Endurskoðun | Skattar | Ráðgjöf

ey.is


Ávarp formanns Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu. Ég settist niður fyrir réttu ári til að skrifa virðulegt ávarp formanns í jólablað knattspyrnudeildar og var augljós vandi á höndum. Grótta sat í efsta þrepi tilveru sinnar eftir sögulegt ár. Handan áramótanna biðu algjörlega framandi verkefni. Strákarnir efstu deild og stelpurnar í þeirri næstefstu. Allt í fyrsta sinn. Hvernig skyldi maður draga þetta saman? Líta til baka; hrósa, þakka og kveðja. Horfa samt áfram, nefna verkefnin og drífa alla með. Gæta þess samt að úr yrði ekki einhver jólafroða formanns. Samantekt sem enginn nennti að lesa. Var nokkuð ósagt, sem var þess virði að segja? Nesið var búið að reima á sig takkaskóna. Orð voru í sjálfu sér óþörf. Svo rann upp nýtt ár. Við vorum spennt og jafnvel aðeins kvíðin. Treystum á okkar stefnu þegar við fetuðum okkur í átt að óvissunni. Andinn var frábær á Vivaldivellinum. Það var þétt setið á þorrablóti Gróttu 1. febrúar. Stemmningin aldrei meiri. Eftirvænting skein úr andlitum félagsmanna hvar sem komið var, þótt verkefnin væru óvenjuleg og krefjandi. Við lifðum á fordæmalausum tímum í sögu félagsins. Ferðalagið var búið að vera svo ótrúlegt, að fátt gat komið okkur á óvart. En þá gerðist nokkuð óvænt. Hvernig ætli sé best að koma orðum að því sem varð? Eða því sem ekki varð. Samheldni kemur fyrst upp í hugann. Fótbolti er liðsíþrótt. Mest reynir á liðið í mótlæti. Þegar ég lít yfir árið er það einmitt samtakamátturinn í Gróttusamfélaginu sem gnæfir yfir. Sterk liðsheild þrífst andspænis áskorunum og nýtur þess að takast á við breytingar. Gróttuliðið sýndi sannarlega styrk sinn. Listinn er langur: Stórátak á Vivaldivellinum, stuðningur bakhjarla í stórum verkefnum, almenn þátttaka Seltirninga, metsala á heimaleikjakortum og varningi, vinna sjálfboðaliða og starfsfólks í flókinni umgjörð um heimaleiki, stuðningurinn í stúkunni meðan leyfilegt var, varðstaða foreldra um hverfisfélagið þegar virkilega þurfti á að halda, hugrekki leikmanna á vellinum, þrautseigja á æfingasvæðinu, dugnaður barnanna, ósérhlífni okkar einstöku þjálfara. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar ykkur af öllu hjarta fyrir ómetanlegt framlag á árinu.

Reynslan af starfinu í félaginu á liðnu ári auðveldar mér að setja þessi orð á blað. Staða knattspyrnudeildar er sterk, hvernig sem á er litið. Undirstöðurnar hafa verið treystar, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á. Samkeppnin, breytingarnar, hólfin og hindranirnar hafa eflt okkur en ekki veikt. Efniviðurinn er góður, fólkið jákvætt, metnaðarfullt og hugurinn stefnir hátt sem fyrr. Fleiri orð þarf ekki að hafa um það. Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar óska ég ykkur öllum gleðlilegra jóla. Við hlökkum til samstarfsins nýju ári.

3


Fรณtboltasumariรฐ

2020

4


5


Meistaraflokkur karla Á stóra sviðinu Stóra stundin var runnin upp. Eftir ævintýri sumarsins 2019 var komið að því að Gróttumenn tækjust á við sterkustu lið landsins í Pepsi Max deildinni. Það var mögnuð stund á Kópavogsvelli sunnudagskvöldið 14. júní þegar frumraunin var þreytt við öflugt lið Breiðabliks. Gróttufólk troðfyllti austur-stúkuna og hvatti sína menn áfram í leik sem sýndi með sanni að það væri krefjandi verkefni fyrir höndum. Eftir að hafa tapað fyrir Blikum í fyrsta

Í næstu umferð héldu okkar menn upp

í allavega stig gegn FH í Kaplakrika.

leik og fyrir tilvonandi Íslandsmeisturum

í Grafarvog og þar vannst fyrsti sigur

Liðið átti flotta kafla og lék FH oft grátt

Vals í annarri umferð fór aðeins að birta

Gróttu í úrvalsdeild og það sannfærandi

með beittum skyndisóknum. Grótta

til á Nesinu. Strákarnir voru óheppnir

– 3-0 með mörkum frá Kalla, Halldóri

náði jafntefli við Stjörnuna í fyrsta leik

að fá ekkert út úr leik á móti Fylki í

Kristjáni og Pétri. Gárungarnir sem

eftir Covid-hléið en því miður var eins

Árbænum og í 4. umferð komu HK-

höfðu spáð því að Gróttuliðið yrði

og allur vindur væri úr Gróttumönnum

ingar í heimsókn. Pétur Theodór skoraði

nánast stiga- og markalaust allt

þá fyrsta mark Gróttu í efstu deild

sumarið sáu þarna að meira var

eftir aðeins tvær mínútur og Axel Sig

spunnið í strákana en margir héldu.

bætti öðru við skömmu síðar. Patrik

Gróttumönnum var þó rækilega kippt

Orri fékk rautt og HK jafnaði en einum

niður á jörðina í næstu tveimur leikjum

færri skoruðu Ástbjörn og Kalli eftir

með stórtapi á móti ÍA og dramatísku

horn og allt gjörsamlega að sturlast á

tapi á lokamínútunni á móti KA á

Vivaldivellinum. HK náði því miður að

Akureyri. Þar vöktu stuðningsmenn

jafna í lokin og hefði dómari leiksins

Gróttu þó verðskuldaða athygli en

átt að dæma hendi í síðara markinu.

góður hópur gerði sér ferð norður til að

Magnað 4-4 jafntefli staðreynd og

styðja við bakið á liðinu.

stemningin á vellinum var frábær. Haft var á orði að umgjörð fyrstu heimaleikja

Eftir þessa skelli komst Gróttuliðið

Gróttu hefi verið glæsileg og eiga þeir

aftur á ról. Baráttujafntefli náðist við

fjölmörgu sjálfboðaliðar sem lögðu

bikarmeistara Víkings og í raun var

hönd á plóg heiður skilinn.

það klaufaskapur hjá Gróttu að ná ekki

6


í næstu leikjum í ágúst og september. Hvert tapið rak annað og ljóst að allt stefndi í fall niður í Lengjudeildina. Gróttufólk mun þó ekki gleyma 24. september þegar „stóri bróðir” í KR var sóttur heim í Frostaskjólið. Enn á ný fékk Grótta rautt snemma leiks – nú enginn annar en Sigurvin fyrirliði á 38. mínútu. Strákarnir komu gríðarlega samstilltir út í síðari hálfleikinn og tóku forystuna á 55. mínútu þegar Kalli kom boltanum í netið. KR jafnaði þegar 20 mínútur lifðu leiks en fleiri urðu mörkin ekki og sögulegt jafntefli staðreynd. Þegar Íslandsmótin voru blásin af í lok október vegna Covid var loks orðið ljóst að Grótta myndi leika í Lengjudeildinni árið 2021. Bjartsýnismenn sögðu þó að vegna þessa óvanalega endis mótsins væri ljóst að Grótta væri eitt af fáum liðum sem hefði spilað í efstu deild og aldrei fallið! En niðurstaðan var skýr og okkar menn taka slaginn í næst efstu deild næsta sumar með ómetanlega reynslu í farteskinu.

Þjálfarateymi meistaraflokks karla 2019/2020

Þjálfari: Ágúst Gylfason

Aðstoðarþjálfari: Guðmundur Steinarsson

Markmannsþjálfari: Þorleifur Óskarsson

Styrktarþjálfari: Þór Sigurðsson

Sjúkraþjálfari: Jón Birgir Kristjánsson

7


Fรณtboltasumariรฐ 2020 7. flokkur kvenna

7. flokkur karla

6. flokkur kvenna

5. flokkur kvenna 8


6. flokkur karla

5. flokkur karla

4. flokkur kvenna

4. flokkur karla

9


Úrslitaleikur sem seint mun gleymast

3. flokkur kvenna keppti um Íslandsmeistaratitil Til allrar hamingju voru hvorki Víðir né Þórólfur sjáanlegir á Vivaldivellinum mánudagskvöldið 28. september þegar Grótta/KR og FH léku úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki kvenna. Áhorfendur hreinlega streymdu á völlinn í fallegu haustveðri og fylgdust með einhverjum eftirminnilegasta yngri flokka leik síðustu ára. Grótta/KR og FH léku bæði í B-deild Íslandsmótsins þetta sumarið og sigruðu sína riðla örugglega. Þegar í undanúrslitin var komið spiluðu FHstelpur við Breiðablik og Grótta/KR flaug norður og lék við Þór/KA en norðanstelpur höfðu sigrað A-deildina með Blika rétt á eftir. Hið óvænta gerðist – FH lagði Breiðablik og Grótta/ KR átti frábæran leik og sigraði lið Þór/ KA. Lilja Lív Margrétardóttir skoraði fyrsta markið og svo gerði Emelía Óskarsdóttir sér lítið fyrir og skoraði þrennu sem tryggði 4-2 sigur. Eftir að hlutkesti hafði verið varpað í höfuðstöðvum KSÍ var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði spilaður á Vivaldivellinum. Búist var við ágætri mætingu en á endanum fylltist stúkan og stuðningurinn sem Gróttu/KR stelpur fengu var algjörlega frábær. Leikmenn meistaraflokka og yngri flokka 10


Díana jafnar metin í framlengingu

fjölmenntu ásamt öðru áhugasömu

að verki Díana Mist Heiðarsdóttir eftir

inn í fullorðinsárin. Gleymum ekki

Gróttufólki. FH leiddi 1-0 í hálfleik og

hornspyrnu. Mörkin urðu ekki fleiri svo

að þetta var í fyrsta sinn í sögunni

þegar 6 mínútur voru eftir komust þær

grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Eins

sem lið frá Gróttu spilar úrslitaleik

í 2-0. Flestir héldu að ekki yrði aftur

og flestir sem fylgjast með knattspyrnu

um Íslandsmeistaratitil í 11-manna

snúið en „stelpurnar okkar” voru á

vita að þá er vítaspyrnukeppni líklega

bolta. Þetta var leikur sem seint mun

öðru máli. Ísabella Sara Tryggvadóttir

dramatískasti þáttur íþróttarinnar.

gleymast.

skoraði fjórum mínútum fyrir leikslok

Hvað þá þegar titill er í húfi. En bæði

og á lokamínútunni brunaði Emelía inn í

lið sýndu gríðarlegan styrk og skoruðu

teig FH og krækti í víti. Hin 14 ára gamla

úr fyrstu fimm vítunum. Því miður

Emelía ró sinni, skoraði örugglega og

hafði FH sigur í bráðabana og stóðu

framlenging staðreynd.

uppi sem Íslandsmeistarar. Vonbrigðin voru eðlilega mikil hjá okkar stelpum

Aftur komust FH-stelpur yfir og enn á

en ljóst er að reynslan af því að hafa

ný jafnaði Grótta/KR! Í þetta sinn var

spilað þennan leik mun fylgja þeim

Brotið á Emelíu á lokamínútu leiksins

11


Úr Gróttu í Breiðablik Á unglingsaldri skaraði Viggó fram í bæði handbolta og fótbolta og fann fyrir pressu að velja aðra hvora greinina. „Þetta var orðið frekar flókið þegar ég var kominn í 10. bekk. Ég spilaði með nokkrum flokkum í báðum greinum og mætti á landsliðsæfingar. Luka Kostic, sem þjálfaði U17 í fótbolta á þessum tíma, sagði við mig og nokkra aðra sem

Alltaf trúa á sjálfan sig

voru enn í tveimur greinum að þetta væri algjört rugl. Það kom svo sem alveg fyrir að ég mætti á landsliðsæfingu í hádeginu á sunnudegi og spilaði svo handboltaleik um kvöldið. Þetta var klárlega mikið álag en ég var heppinn að sleppa við meiðsli. Siggi Helga sem þjálfaði mig í fótboltanum hafði líka áhyggjur af þessu og lét mig hvíla inn á milli sem var vafalaust skynsamlegt. Þegar upp var staðið fannst mér ekkert erfitt að velja – ég ætlaði alltaf að taka

„Þetta eina klikk var eiginlega óvart. Fór í klofið á markmanninum en svo upp í slánna,” segir Viggó þegar blaðamaður minnist á frábæra skotnýtingu hans í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er markahæstur í deildinni og hefur skorað úr 25 af 26 vítum. Gróttublaðið heyrði hljóðið í Seltirningnum sem dreymdi um að verða fyrsti atvinnumaður Gróttu í fótbolta.

Viðtal við Viggó Kristjánsson landsliðsmann í handbolta

fótboltann en ég saknaði þess mikið að spila handboltaleikina.” Viggó lék 44 leiki með meistaraflokki Gróttu áður en hann skipti 18 ára gamall yfir í Breiðablik. Hann kom við sögu í þremur leikjum þegar Grótta sigraði 2. deild árið 2009 og var svo í stærra hlutverki næstu tvö ár. Viggó segir að í Kópavoginum hafi hann verið eftirá í líkamlegu atgervi til að byrja með. „Ég fékk smá sjokk. Var með frekar háa fituprósentu og var með þeim neðstu í hlaupaprófunum. Það voru markvissar lyftingar hjá Blikunum og á seinna tímabilinu mínu tók ég mataræðið í gegn. Þá fyrst fór ég að skila almennilegum hlaupatölum og kom mér nær byrjunarliðinu.”

Ánægður með Orra Leyfðu mér að dreyma Viggó Kristjánsson er fæddur árið 1993 og ól manninn í Bollagörðunum. Hann er yngstur þriggja systkina og varð fljótt áhugasamur um íþróttir. „Bróðir minn spilaði handbolta með Gróttu svo ég byrjaði pínulítill að fara á leiki hjá honum. Ég var svo ekki mikið eldri en 5 ára þegar ég fór með Alberti (Guðmundssyni) vini mínum sem er tveimur árum eldri á fótboltaæfingu á Valhúsahæð. Ég og mamma spiluðum líka oft einn á móti einum í kjallaranum heima svo ég

12

var frekar fljótur að ná tökum á boltanum. Mér fannst þetta gaman og gekk vel og þá var ekki aftur snúið,” segir Viggó sem ætlaði sér að ná langt í fótbolta. „Mér gekk mjög vel í báðum greinum en draumurinn var alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég hélt með Liverpool og Michael Owen var uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta var barnsleg trú sem ég tapaði í rauninni aldrei. Fjölskyldan mín setti aldrei neina pressu á mig en mamma og pabbi leyfðu mér að eiga mína drauma.

Viggó spilaði 16 leiki með Breiðablik sumarið 2013. Hann var ekki fastamaður í liðinu og ákvað eftir tímabilið að gefa fótboltadrauminn upp á bátinn. „Ég ætlaði mér að komast út í atvinnumennsku og verða sá fyrsti úr Gróttu til að gera það. Eftir þetta tímabil hefði ég geta farið í önnur Pepsideildarlið og var einnig með tilboð frá bandarískum háskólum. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að mér fannst draumurinn of langt undan og ákvað því að snúa mér aftur af handboltanum. Ég vissi að ég hefði ákveðna hæfileika


og svo er kostur að vera örvhentur. Ég ætlaði allavega að láta á þetta reyna,” segir Viggó og bætir við. „Það er algjörlega frábært að Orri Steinn (Óskarsson) sé búinn að brjóta ísinn og sé kominn út í atvinnumennsku. Stundum er talað um að það vanti hefð í fótboltann í Gróttu en árangurinn síðustu ár hefur breytt því. Þjálfunin er orðin mikið betri og félagið hefur eignast flotta leikmenn bæði karla- og kvennamegin. Ég verð að viðurkenna að hafði ekki trú á því að Grótta myndi

Viggó í bikarleik við KR sumarið 2009, þá tæplega 16 ára gamall

nokkurn tímann spila í efstu deild í fótbolta en strákarnir hafa sýnt að það er allt hægt.”

Trúin á eigin getu Viggó lék eitt tímabil með Gróttu í 2. deild áður en hann sneri sér alfarið að handboltanum. Hann skoraði 11 mörk í 20 leikjum þegar Grótta tryggði sér sæti í 1. deild undir stjórn Ólafs Brynjólfssonar eftir þriggja ára veru í 2. deildinni. „Það hentaði mér ágætlega að Grótta væri ekki í úrvalsdeild þegar ég byrjaði aftur í handbolta. Ég var allt of léttur til að spila handbolta í meistaraflokki og reyndi markvisst að þyngja mig. Borðaði hreinlega frá morgni til kvölds, hvort sem ég var svangur eða ekki. Þetta gekk vel. Við komumst upp og enduðum svo í 5. sæti í Olísdeildinni veturinn 2015/2016.” Það tímabil skoraði Viggó 117 mörk og gekk þá um sumarið til liðs við danska liðið Randers. Það má segja að leiðin hafi legið uppá við síðan. Frá Randers fór Viggó til West Wien í Austurríki og þaðan til Leipzig og Wetzlar í Þýskalandi. Í vor skipti Viggó yfir til Stuttgart þar sem hann hefur farið á kostum og er þegar

þetta er ritað markahæsti leikmaður

gera þitt. Mér líður alltaf best þegar

deildarinnar. „Já mér hefur gengið vel

ég er ekki of spenntur fyrir leiki heldur

og hef verið heppinn með þau lið sem

bara einbeittur á að gera það sem ég er

ég hef farið í. Hef haft ólíka þjálfara sem

góður í.”

hafa kennt mér mikið.” Viggó spilaði með landsliðinu á EM í janúar síðastliðnum og er nú fastamaður í hópnum. „Það er meiriháttar að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu. Ég var eðlilega í aukahlutverki til að byrja með en held að ég geti stimplað mig enn betur inn á næstu mánuðum,” segir Viggó sem er ánægður hjá Stuttgart en dreymir um að spila með einhverju stórliðanna í Þýskalandi. Viggó er þekktur fyrir afslappað fas og hefur alla tíð spilað handbolta og fótbolta af yfirvegun fremur en krafti. Við spyrjum hvernig hann hafi þróað þetta sterka hugarfar sem færði hann upp metorðastigann í handboltanum á ótrúlegum hraða: „Úff, þetta er erfið

Við þökkum Viggó kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með honum áfram. Hann kemur jú sífellt á óvart og hefur ekki gefið upp á bátinn að snúa aftur í fótbolta einn daginn: „Fótboltaskórnir eru uppi á hillu en þeir munu einhvern tímann verða teknir niður. Kría hefur oft reynt að fá mig en ég hef ekki enn látið segjast þrátt fyrir að formaður félagsins sé besti vinur minn. Ég trúi því enn að ég geti spilað ofar en í 4. deild,” segir Viggó og hlær. „Ég á 86 leiki í deild og bikar svo ef ég ætla að komast í 100 þarf ég að taka eitt almennilegt tímabil. Hvort og hvenær það mun takast er ómögulegt að segja.”

spurning. Ætli það sé ekki bara að hafa alltaf trú á sjálfum sér og láta ekki eitthvað draga úr henni. Eins og til dæmis að klikka á sendingu eða skoti. Bara halda áfram að vera þú sjálfur og Viggó var valinn leikmaður nóvembermánaðar í þýsku úrvalsdeildinni

13


Meistaraflokkur kvenna Mikið skin og einhverjar skúrir Gróttukonur voru mættar í Lengjudeildina. Deild með rótgrónum og metnaðarfullum fótboltaliðum sem sum hver hafa framúrskarandi leikmenn innan sinna raða. Stelpurnar þurftu að undirbúa sig undir harða baráttu, sjónvarpsleiki og dramatík. Gróttu var spáð rétt ofan við fallbaráttu svo margir ráku upp stór augu þegar nýliðarnir af Nesinu voru í toppbaráttu framan af móti. Eftir ágætt Faxaflóamót og góða byrjun

Fjölniskonur voru lagðar að velli í fyrsta

í Lengjubikarnum bankaði Covid á

leik í annarri umferð sóttu Gróttukonur

dyrnar. Íþróttum var hætt og æfðu

stig á Skagann á móti ÍA. Það er sterkt

stelpurnar hver í sínu horni vikum

að ná stigi á erfiðum útivelli, ekki satt?

saman. Dugnaður og elja Gróttukvenna

Gegn einu sögufrægasta liði íslenskrar

var til fyrirmyndar og hjálpaði nýr

knattspyrnusögu. Það var þó eitthvað

GPS-búnaður til við að skipuleggja

að gerjast í Gróttuhópnum sem gaf

æfingarnar og halda öllum við efnið.

til kynna að stelpurnar ætluðu sér

Æfingaferð til Akureyrar í maí gerði

stærri hluti. Stigið var tekið með heim í

mikið fyrir liðsandann en í ferðinni var

gegnum Hvalfjarðargöngin og baráttan

m.a. spilað við Þór/KA í Boganum og

hélt áfram.

farið á hestbak. Til að gera langa sögu stutta þá var Fótboltasumarið hófst svo með látum

Gróttuliðið í 3. sæti deildarinnar

í framlengdum leik á móti Víking í

þegar mótið var hálfnað með fimm

bikarnum sem því miður tapaðist.

sigra, þrjú jafntefli og aðeins eitt tap

14


í farteskinu. Eftirminnilegur er 1-0

mótsins átti Gróttuliðið undir högg að

Frábært sumar að baki, því þó að skipst

sigur á heimavelli á móti Haukum sem

sækja. Þrátt fyrir góða spilkafla í flestum

hafi á skin og skúrir að þá er reynsla

var af mörgum spáð góðu gengi og

leikjum rak hvert tapið annað og hægt

stelpnanna ómetanleg. Þrjár 14 og 15

3-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum

og rólega seig Grótta niður stigatöfluna.

ára Gróttustelpur stigu sín fyrstu skref

í frábærum leik hjá Gróttukonum. Þá

Í heimaleik á móti Keflavík þurfti svo

í meistaraflokki og aðrar tólf stelpur á

gerði Grótta góða ferð á Húsavík og

að glíma við annars konar mótlæti

aldrinum 16-19 ára komu við sögu hjá

lagði heimakonur í Völsungi á rennandi

þegar flóðljósin á Vivaldivellinum

Gróttu! Efniviðurinn er svo sannarlega

blautum grasvelli Húsvíkinga.

harðneituðu að virka á ögurstundu og

til staðar og spennandi verður að

þurfti að færa leikinn á Kópavogsvöll.

sjá hvernig Gróttuhópurinn heldur

Kannski fundu leikmenn og þjálfarar

Sem betur fer standa ljósamál til bóta.

á spilunum ár tvö í Lengjudeildinni.

fyrir óbærilegri pressu við þessa óvæntu

Þegar upp var staðið endaði Grótta í 6.

Möguleikarnir eru miklir.

stöðu, eða kannski var reynsluleysi

sæti Lengjudeildarinnar í fyrsta tímabili

hópsins um að kenna – en í síðari hluta

liðsins ofar en í neðstu deild.

Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna 2020

Þjálfari: Magnús Örn Helgason

Aðstoðarþjálfari: Pétur Rögnvaldsson

Markmannsþjálfari: Gísli Þór Einarsson

Styrktarþjálfari: Þór Sigurðsson

Sjúkraþjálfari: Garðar Guðnason

15


Næstu ár mikilvæg fyrir Gróttu Bjarki Már Ólafsson í Katar Um tvö ár eru síðan Gróttumaðurinn Bjarki Már Ólafsson réði sig til katarska félagsins AlArabi þar sem hann starfar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar fyrrum landsliðsþjálfara. Gróttublaðið sló á þráðinn til Bjarka og spurði um lífið í eyðimörkinni og hans sýn á framtíð fótboltans í Gróttu. „Þetta hefur í raun verið frekar taktlaust

við félagið á vordögum 2019 og

hjá okkur eftir að deildin fór aftur af stað

þá spilaði Birkir Bjarnason í nokkra

eftir Covid,” segir Bjarki aðspurður um

mánuði með liðinu undir lok síðasta

gengi Al-Arabi upp á síðkastið. „Liðið

árs. Þjálfarinn Freyr Alexandersson

hefur aðeins unnið einn af síðustu

gerði svo nýverið samning við Al Arabi

sjö deildarleikjum og er í neðri hluta

og er að koma sér fyrir í Doha þessa

deildarinnar. Margir lykilmenn hafa glímt

dagana. Bjarki segir að það sé mikill

við erfið meiðsli og tímabilið hefur litast

styrkur að hafa Íslendingana á svæðinu

af því. Okkur hefur hins vegar gengið vel

og ber Aroni Einari sérstaklega vel

í bikarkeppnunum tveimur. Við spiluðum

söguna. „Tilkoma Arons gerði ótrúlega

úrslitaleik deildarbikarsins í október og

mikið fyrir leikmannahópinn og okkur í

svo spilum við til úrslita í Emir-bikarnum

þjálfarateyminu. Hann er mikill leiðtogi

í desember og það væri auðvitað mikill

og stýrir mönnum í kringum sig inni á

áfangi að sigra hann,” segir Bjarki.

vellinum af stakri snilld. Alveg eins og í

Mótherji Al-Arabi í úrslitaleiknum er lið

landsliðinu þá fúnkerar liðið einfaldlega

Al Sadd sem er á toppi deildarinnar.

betur þegar hann er á sínum stað á

Xavi fyrrverandi leikmaður Barcelona er

miðjunni. Svo er Aron líka frábær utan

einmitt þjálfari Al Sadd og Santi Cazorla,

vallar og er yngri leikmönnum fyrirmynd

sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal, er

á því sviði. Hann spilaði lengi í krefjandi

lykilmaður á miðju liðsins.

umhverfi á Englandi þar sem leikjaálagið

Aron Einar

er mikið. Aron hefur lent í erfiðum meiðslum á sínum ferli, svo hann gerir

Íslendingunum hjá Al Arabi hefur fjölgað

allt til að hugsa vel um líkamann. Fyrir

eftir að Bjarki og Heimir mættu á svæðið

utan þessa eiginleika er Aron Einar líka

fyrir tveimur árum. Landsliðsfyrirliðinn

algjör toppmaður sem gaman er að

Aron Einar Gunnarsson gekk til liðs

vinna með.”

16

Þúsundþjalasmiðir – gott eða slæmt? Við spyrjum Bjarka hver helsti munurinn sé að vinna við fótbolta á Íslandi og í Katar, og þá ef til vill fyrir utan þá miklu fjármuni sem Katarar hafa úr að spila. „Þetta er mjög góð spurning. Í íslenskum fótbolta þá ganga þjálfarar í öll störf. Þeir þurfa einfaldlega að vera fjölhæfir og vilja það líka til að hjálpa félögunum sem þeir starfa fyrir að láta hjólin snúast. Ég tel að þessi aðlögunarhæfni og sjálfboðaliðamenning í íslenskum fótbolta geri það að verkum að það sé oftast mikil ástríða í því sem fólk er að gera,” segir Bjarki og heldur áfram: „Að sama skapi kemur þetta umhverfi kannski í veg fyrir að fólk sérhæfi sig. Það er einfaldlega enginn tími til að sökkva sér ofan í greiningar eða njósna um leikmenn á markvissan hátt, svo dæmi séu tekin. Hjá Al-Arabi er mitt starf mjög afmarkað og það hefur verið þroskandi fyrir mig að prófa að vinna í umhverfi þar sem verkaskipting innan teymis er mjög skýr.”


Bjarki, Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson

Nú þarf að stíga á bensínið Eins og kunnugt er var liðið ár sögulegt hjá knattspyrnudeild Gróttu og spyrjum við Bjarka hvernig tilfinningar hafi bærst í brjósti hans þegar hann fylgdist með Gróttuliðunum úr fjarlægð í sumar: „Ég var nú svo heppinn að vera á Íslandi í júní og var í stúkunni þegar strákarnir mættu Blikum á Kópavogsvelli og einnig þegar stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik

Hvað fannst Bjarka um árangurinn í

viljað sjá fleiri stíga upp sem leiðtoga

á móti Fjölni á Vivaldi. Maður fylltist

sumar? Bjarki hugsar sig lengi um. „Það

og færri vera langt frá sínu besta,” segir

auðvitað miklu stolti þegar maður horfði

er auðvitað mikið búið að tala um hve

Bjarki og bætir við: „Ég held að næstu ár

á Gróttuliðin ganga inn á völlinn á nýjum

glæsilegt það var að vinna Inkasso-

verði ofboðslega mikilvæg fyrir Gróttu.

og erfiðari vettvangi. Ég hef þjálfað

deildina og fólki fannst alveg meiriháttar

Stelpurnar þurfa að sanna að frábær fyrri

mikið af þessum krökkum, bæði í yngri

að sjá Gróttu spila í Pepsi-Max í sumar.

umferð í Lengjudeildinni hafi ekki bara

flokkunum og knattspyrnuskólanum,

Þau viðhorf eru auðvitað alveg eðlileg,

verið byrjendaheppni og strákarnir verða

sem gerði upplifunina enn sterkari. Eftir

enda afrekið í fyrra magnað og tímabilið

að vinna úr reynslu sumarsins. Menn eru

að hafa mætt á leikina áttaði ég mig

í ár sögulegt. En ég saknaði þess að sjá

búnir að prófa að spila í efstu deild og

líka enn betur á því hve mikilvæg stefna

strákana kjarkmeiri inni á vellinum en

það er í raun um tvennt að velja: Velta

Gróttu hefur verið síðustu árin – að gefa

raun bar vitni. Það hefur ekkert að gera

sér áfram upp úr þeirri upplifun eða stíga

ungu heimafólki tækifæri. Það er bara

með hvernig leikplan eða uppstilling

á bensínið og ákveða að við séum rétt

öðruvísi orka í kringum liðið, ef við tölum

liðsins var – mér fannst menn einfaldlega

að byrja.”

nú um strákana, en fyrir kannski 5 árum

ekki hafa trú á því að þeir væru nógu

þegar stundum vantaði hjarta í liðið. Nú

góðir. Það var of oft eins og við værum

þekkir fóllkið í stúkunni leikmennina í

einhverjir gestir frekar en fullgildir

Gróttutreyjunum!”

þátttakendur í efstu deild. Ég hefði Bjarki Már fer yfir málin með leikmönnum Al-Arabi

17


Þjálfarar knattspyrnudeildar Gróttu 2020/2021

Ágúst Gylfason Mfl.kk

Chris Brazell Mfl.kk, 2.fl.kk, 4.fl.kk, yfirþjálfari

Jórunn María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri knattspyrnudeildarinnar og 7.fl.kvk

Magnús Örn Helgason Mfl.kvk og 6.fl.kk

Björn Breiðfjörð Valdimarsson Aðst. yfirþjálfari, 3.fl.kvk, 4.fl. kvk og 5.fl.kk

Arnar Þór Axelsson 2. og 3.fl.kk og 6.fl.kvk

Pétur Már Harðarson 3.fl.kk, 5.fl.kvk og 7.fl.kk

Pétur Rögnvaldsson Mfl.kvk, 4.fl.kk

Axel Ingi Tynes 5.fl.kvk, 8.fl.kk og kvk

Gabríel Hrannar Eyjólfsson 6.fl.kk og 7.fl.kk

Oliver Dagur Thorlacius 5.fl.kk

Þór Sigurðsson Styrktarþjálfari

18


Aðstoðarþjálfarar

Edda Steingrímsdóttir 8.fl.kvk

Emelía Óskarsdóttir 6.fl.kvk

Lilja Lív Margrétardóttir 6.fl.kvk

Lovísa Davíðsdóttir Scheving 7.fl.kvk

Magnús Birnir Þórisson 7.fl.kk

Margrét Rán Rúnarsdóttir 7.fl.kvk

María Lovísa Jónasdóttir 7.fl.kvk

Ragnar Björn Bragason 6.fl.kk og 7.fl.kk

Rakel Lóa Brynjarsdóttir 7.fl.kvk

Sindri Freyr Jóhannsson 8.fl.kk

Æfingatafla yngri flokka knattspyrnudeildar Mánud.

Þriðjud.

Miðvikud.

Fimmtud.

8. flokkur karla

2014-2015

8. flokkur kvenna

2014-2015

7. flokkur karla

2012-2013

14:30

7. flokkur kvenna

2012-2013

14:30

6. flokkur karla

2010-2011

15:30

15:00

6. flokkur kvenna

2010-2011

15:30

15:15

14:00

15:50

15:30

7:50

Laugard.

8:10 7:50

8:10

14:00

14:00 15:00

5. flokkur karla

2008-2009

5. flokkur kvenna

2008-2009

14:40

14:50

4. flokkur karla

2006-2007

20:10

17:00

4. flokkur kvenna

2006-2007

16:00

19:00

3. flokkur karla

2004-2005

17:00

16:30

3. flokkur kvenna

2004-2005

18:30

KR völlur

Föstud.

15:00

16:30

Opið Opið

16:30

15:00

Opið

16:15

Opið

16:30 19:00

15:15

Opið

17:00

19:00

Opið

16:00

18:30 Stóri salur

14:00

Styrkur

Litli Salur 19


Eðvald Þór &Elín Helga

eru framtíðarleikmenn Gróttu. Hér eru þau spurð spjörunum úr!

20


„Vakna og þykist læra“ Nafn? Eðvald Þór Stefánsson Takkaskór? Adidas Nemeziz Staða á vellinum? Hér og þar, allt frá varnarmanni í framherja. Skemmtilegast að gera á æfingum? Reitur, án nokkurs einasta vafa Leiðinlegast að gera á æfingum? Hlaup Fyrirmynd í fótbolta? Messi Leyndur hæfileiki ? Ég tel mig vera góðan í að leika sel Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég var í unglingalandsliði í handbolta Uppáhalds sjónvarpsefni? Núna er það Jól í Snædal Bestu augnablik með Gróttu árið 2020 ? Ekki beint með Gróttu en skallamark með Kríu var sennilega besta augnablikið

Lið í ensku ? Liverpool Hvað borðar þú fyrir leiki ? Kjúkling og svo banana og Nocco rétt fyrir leik Seinasta sem þú gerir fyrir svefninn ? Verð að segja TikTok, annað væri lygi Hvað myndiru velja sem síðustu máltíð ? Hamborgarhrygg Ef þú fengir 10 milljónir og yfirþjálfarastöðuna í 1 mánuð, hvað myndir þú gera? Ef ég fengi 10 milljónir og yfirþjálfarastöðuna myndi ég bara eyða peningnum í ferðir erlendis með yngri flokkunum, þær eru alltaf bullandi stuð. Hvaða þrjá leikmenn úr Gróttu tækir þú með þér á eyðieyju: Guðmund Inga, Val Inga og Inga Hrafn.

Hvað gerir þig hamingjusaman ? KFC Addi Bomba eða Sigurvin vinur minn ? Addi Bomba Framtíðardraumur í boltanum ? Enda ferilinn í Kríunni Hvernig tónlist hllustar þú á ? Rap m.a. Besta bók sem þú hefur lesið ? kill a mockingbird Hvað færðu þér í bragðarefinn þinn ? Ísbúð Vesturbæjar Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur?: Vakna, fæ mér morgunmat, þykist læra, borða hádegismat, þykist læra, snæði kvöldmat, horfi á Jól í Snædal, kíki á kvikmynd, fer á TikTok og svo fer maður að sofa

„Myndi byggja innanhúsvöll á Valhúsahæð“ Nafn? Elín Helga Guðmundsdóttir Takkaskór? Nike Mercurial Vapor Staða á vellinum ? Miðvörður Skemmtilegast að gera á æfingum? Reitur, 3 vs.2 og spil Leiðinlegast að gera á æfingum? Hlaup Fyrirmynd í fótbolta? Sara Björk Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég hef aldrei brotið bein Uppáhalds sjónvarpsefni? Friends og Gossip Girl Bestu augnablik með Gróttu árið 2020? Úrslitaleikur Íslandsmótsins með 3. flokki Lið í ensku? Manchester United Hvað borðar þú fyrir leiki? Oftast Pasta Seinasta sem þú gerir fyrir svefninn? Stilla vekjaraklukku

Hvað myndiru velja sem síðustu máltíð? Öruglega Thanksgiving hlaðborð Ef þú fengir 10 milljónir og yfirþjálfarastöðuna í 1 mánuð, hvað myndir þú gera? Ég myndi byggja innanhúsvöll á Valhúsarhæðina Hvaða þrjá leikmenn úr Gróttu tækir þú með þér á eyðieyju? Lilju Lív, Lilju Scheving og Helgu Dögg Hvað gerir þig hamingjusama? Að vera með vinum og fjöldskyldu Addi Bomba eða Sigurvin vinur minn? Addi Bomba Framtíðardraumur í boltanum? Að fara til Bandaríkjanna og spila háskólabolta

Hvernig tónlist hlustar þú á? Er búin að hlusta mikið á Rihönnu og Kanye West síðustu daga Besta bók sem þú hefur lesið? Hef gaman af því að lesa bækur um þekkta íþróttamenn Hvað færðu þér í bragðarefinn þinn? Daim kurl, smartís kurl og lúxusdýfa Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur? Ég vakna, fer í skólann í 3 tíma, fer heim að læra og geri mig svo til fyrir æfingu. Þegar ég kem heim að æfingu fer aftur að læra og fer svo að sofa

21


GENGIÐ ÁGÆTLEGA AÐ VERA ÉG SJÁLF

Viðtal við Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu Árið 2020 skaust ný stjarna fram á sjónarsviðið í íslenskri knattspyrnu – Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir. Hin 19 ára gamla Sveindís varð Íslandsmeistari með Breiðabliki, skoraði 14 mörk í deildinni og var kjörin leikmaður ársins af þjálfurum og fyrirliðum. Til að kóróna glæsilegt tímabil var hún valin í A-landsliðið í haust og var ekki lengi að vinna sér sæti í byrjunarliðinu. Gróttublaðið settist niður með þessari öflugu knattspyrnukonu sem heitir í höfuðið á ömmu sinni frá Gana.

22


„Já, það voru alveg fiðrildi í maganum. Ekki bara í leiknum heldur á fyrstu æfingunum. “

Við byrjum á því að spyrja Sveindísi hvort hún hafi átt von á þessari miklu velgengni þegar hún skipti yfir í Breiðablik fyrir ári? „Nei, ég átti bara alls ekki von á þessu. Ég var meira að segja að spá í að fara í minna lið til að vera nokkuð örugg um að fá spiltíma en Gunni (Gunnar Magnús Jónsson) þjálfarinn minn í Keflavík sagði að það kæmi ekkert annað til greina en að fara í Val eða Breiðablik. Ég væri alveg nógu góð”, segir Sveindís og hlær. „Ég hafði líklega ekki alveg nógu miklu trú á sjálfri mér en sem betur fer vissi Gunni hvað væri rétta skrefið.” Á hjólabretti í Keflavík Við förum aftur í tímann og spyrjum Sveindísi um fyrstu árin í fótboltanum. „Ég byrjaði frekar seint að æfa eða á eldra ári í 6. flokki þegar ég var 9 eða 10 ára. Fram að því hafði ég bara verið

úti að leika mér og æfði aldrei aðrar

að hanga með öðrum stelpum. Ætli

íþróttir. Ég prófaði körfubolta en fannst

við höfum ekki verið frekar leiðinlegar

það frekar leiðinlegt og gafst upp eftir

á þessum árum – allt of miklir töffarar,”

nokkrar æfingar.”

segir Sveindís og hlær þegar hún rifjar

Hvenær kviknaði alvöru áhugi og

upp unglingsárin á Suðurnesjunum.

metnaður fyrir fótboltanum? „Það gerðist nokkuð fljótt. Mér gekk

En hvaðan kemur nafnið Jane?

vel þó ég hafi byrjað seint og eignaðist

„Mamma mín er frá Afríkulandinu Gana

góðar vinkonur í liðinu. Sérstaklega

og skírði mig í höfuðið á ömmu sem

tvíburana Írisi og Kötlu (Þórðardætur)

hét Janet. Hún kynntist pabba mínum

sem spila núna með Fylki. Við urðum

árið 2000 og ég kom í heiminn ári

fljótt óaðskiljanlegar og eyddum

síðar. Ég hef samt alltaf búið á Íslandi

miklum tíma í rútunni milli Keflavíkur

og bara heimsótt Gana einu sinni þegar

og Sandgerðis þar sem þær búa. Við

ég var fimm ára. Ég ætlaði að fara með

vorum alltaf mættar löngu fyrir æfingar

mömmu til Gana núna í haust en það

og lékum okkur þá í fótbolta. Við litum

var auðvitað ekki hægt út af Covid og

ekki svo á að við værum á einhverri

reyndar landsliðinu líka. Við stefnum að

aukaæfingu heldur vorum við bara að

því að fara til Accra, höfuðborgarinnar,

gera það sem okkur fannst skemmtilegt.

eftir ár og heimsækja fjölskyldu og vini.

Um 14 ára aldur urðum við reyndar mjög áhugasamar um hjólabretti og byrjuðum að „skeita” út um allan bæ. Við vorum

Prjónaklúbbur í landsliðinu

mest með strákunum og nenntum lítið

Sveindís lék sinn fyrsta A-landsleik í 9-0 sigri á Lettlandi á Laugardalsvellinum í september. Hún skoraði í leiknum og hélt svo sæti sínu í byrjunarliðinu og spilaði í mögnuðu 1-1 jafntefli Íslands og Svíþjóðar. Lið Svíþjóðar náði í bronsverðlaun á HM í Frakklandi í fyrra. Sveindís segist hafa verið frekar stressuð fyrir fyrstu landsleikjunum. „Já, það voru alveg fiðrildi í maganum. Ekki bara fyrir leiknum heldur á fyrstu æfingunum. Það var alveg stressandi að labba inn á æfingavöllinn með leikmönnum eins og Söru Björk en svo tóku mér allir mjög vel svo það var fljótt að fara. Það eru líka margir ungir leikmenn í hópnum núna sem hjálpar auðvitað til.”

Sveindís ásamt Kötlu og Írisi Þórðardætrum, líklega í 5. flokki

23


„Þetta hljómar kannski eins og algjör klisja en það sem virkar fyrir mig er bara að minna mig á að þetta er bara fótbolti. “

fara út af hótelinu. En annars er tíminn Sveindís er nýliði í A-landsliðinu en hún

yfirleitt fljótur að líða. Ég hef eignast

hefur leikið 41 leik fyrir yngri landsliðin.

ótrúlega traustar og góðar vinkonur í

Flesta leikina hefur hún leikið erlendis

yngri landsliðunum og við látum okkur

þar sem hver keppnisferð er oft á tíðum

yfirleitt ekki leiðast. Í fyrsta lagi er álagið

10 dagar. Sveindís útskrifaðist með

yfirleitt mikið svo maður reynir að hvíla

Fótboltinn er alltaf eins þó að maður spili

stúndentspróf frá Fjölbrautarskóla

sig og sofa nóg. Svo reyndi ég auðvitað

á móti ótrúlega góðum leikmönnum.

Suðurnesja í vor, svo við spyrjum

að sinna náminu í ferðunum en annars

Mér gengur best þegar mér tekst að

að sjálfsögðu hvernig hafi gengið

vorum við mikið að spila eða bara spjalla

vera ég sjálf. Það hefur gengið ágætlega

að samræma námið og allar þessar

saman. Ég er nýbúin að læra að prjóna

hingað til svo ætli maður verði ekki bara

landsliðsferðir. Það gekk bara ágætlega.

og var strax tekin inn í prjónaklúbbinn

að halda því áfram,” segir Sveindís sem

Við stelpurnar höfum alltaf reynt að

í A-landsliðinu! Er einmitt að leggja

hélt sæti sínu í landsliðinu sem vann

læra í ferðunum og kennararnir í FS

lokahönd á vettlinga,” segir Sveindís sem

Slóvakíu og Ungverjaland í nóvember

sýndu mér flestir mikinn skilning. Ég var

er greinilega margt til lista lagt.

og desember og er komið á EM sem fer

reyndar oft með nógu góðar einkunnir

fram í Englandi árið 2022.

til að sleppa við lokapróf en fékk það

Þetta er bara fótbolti

yfirleitt ekki vegna of margra fjarvista.

Við spyrjum hvernig Sveindís takist á

Haustið 2019 fór Sveindís á reynslu

Það var frekar pirrandi,” segir Sveindís og

við stressið sem fylgi því að spila með

ásamt Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur

brosir.

landsliði eða taka þátt í toppslag í Pepsi

til franska stórliðsins PSG í París. Í dag,

Max deildinni? „Ég er yfirleitt frekar

rúmu ári síðar hefur áhugi erlendra

En er tíminn aldrei lengi að líða í svona

afslöppuð en það kemur alveg fyrir að

liða á Sveindísi ekki minnkað og langar

ferðum, þar sem dagurinn snýst um að

ég verði mjög stressuð fyrir mikilvæga

Sveindísi að láta drauminn rætast og

sofa, borða og æfa eða keppa? „Þetta

leiki. Þetta hljómar kannski eins og algjör

spila fótbolta í útlöndum. Hvar og

er reyndar mjög erfitt núna í Covid

klisja en það sem virkar fyrir mig er bara

hvenær er enn óráðið. „Þetta var frábær

þar sem við megum bókstaflega ekki

að minna mig á að þetta er bara fótbolti.

ferð og mikil reynsla. Þarna sá maður hvað þessar allra bestu leggja mikið í fótboltann, enda eru þær á góðum launum og geta einbeitt sér að þessu og engu öðru. Það voru allir mættir löngu fyrir æfingar og gerðu sitt eigið teygjuog styrktarprógramm inni í sal. Svo var alvöru fótboltaæfing og eftir hana voru lyftingar. Við Áslaug fengum sem betur fer að sleppa þeim. Veit ekki hvort við hefðum annars enst út vikuna! Það hafa komið margar fyrirspurnir núna í haust og ég er að skoða málin. Þetta er allt saman mjög stressandi og ég veit satt best að segja ekki alveg hvað ég á að

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði fagnar Sveindísi eftir hennar fyrst landsliðsmark í september .

24

Chris og félagar


gera. Kannski verð ég annað tímabil á Íslandi eða stekk á eitthvað spennandi tækifæri í Evrópu.”

Skoraði fimm á Valhúsahæðinni Sveindís fylgdist vel með sínum gömlum félögum í sumar sem enduðu í öðru sæti

„Við unnum ekki mikið í yngri flokkunum í Keflavík en við sem vorum góðar höfðum mikla ábyrgð í liðinu. Þú þurftir bara að taka af skarið sama við hverja við spiluðum. “

Lengjudeildarinnar og spila því í Pepsi Max á næsta ári. Keflavík mætti einmitt Gróttu í sumar í jöfnum leikjum, en þegar Grótta tefldi fyrst fram meistarflokki kvenna var Sveindís 15 ára að stíga sín

Er kannski styrkleiki að alast upp hjá litlu

sterkari leikmönnum en manni sjálfum.

fyrstu skref í meistaraflokki. Skemmst

félagi? „Það fylgja því ákveðnir kostir.

Við getum allavega sagt sem svo að ég

er frá því að segja að Sveindís skoraði

Við unnum ekki mikið í yngri flokkunum

hefði hvergi viljað vera annars staðar en í

fimm mörk í báðum innbyrðis leikjum

í Keflavík en við sem vorum góðar

Keflavík sem barn og unglingur.”

félaganna sumarið 2016. „Þetta er búnar

höfðum mikla ábyrgð í liðinu. Þú þurftir

að vera magnaðar framfarir hjá Gróttu.

bara að taka af skarið sama við hverja við

Við kveðjum þessa frábæru fyrirmynd

Það er vel gert að hafa haldið áfram eftir

spiluðum. Það var bara búist við því að

og höldum út í vetrarkuldann. Það er

svona erfitt fyrsta tímabil. Mér fannst

ég sem framherji myndi skora allavega

sannarlega óhætt að fylgjast vel með

liðið í sumar vera öflugt. Ég kom einmitt í

tvö mörk í hverjum leik,” segir Sveindís

Sveindísi Jane Jónsdóttur í framtíðinni.

heimsókn til stelpnanna í 5. flokki Gróttu

og bætir við: „Ég fékk líka ung tækifæri

í ágúst og ég trúði eiginlega ekki hvað

til að spila með meistaraflokki og er

sumar þeirra voru góðar. Stór hópur og

komin með 80 leiki áður en ég skipti

mikill áhugi. Það eru greinilega bjartir

yfir í Breiðablik. Það þroskar mann mjög

tímar framundan í Gróttu.”

mikið að spila á móti fullorðnum og oft

Myndir: Eyjólfur Garðarsson og Hafliði Breiðfjörð

Gleðilega hátíð

Við þökkum viðskiptavinum og starfsfólki ánægjulega samferð um árið sem er að líða og sendum landsmönnum okkar bestu óskir um farsæld og frið á nýju ári.

Saman náum við árangri

25


Það hefur verið erfitt að stoppa okkur Orri Steinn Óskarsson í Kaupmannahöfn

Orri Steinn

Gróttumaðurinn Orri Steinn Óskarsson gekk til liðs við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári síðan, þá 15 ára gamall. Gróttublaðið hringdi til Danmerkur og tók stöðuna á Orra sem er kominn með gott vald á dönskunni og hefur raðað inn mörkum fyrir U17 ára lið FCK upp á síðkastið. Við ræddum við Orra Stein daginn

annar af tveimur framherjum. Við erum

skóla sem er í samstarfi við félagið. „Við

eftir að liðið hafði ferðast til Árósa til að

sóknarsinnaðir og liðin hafa átt erfitt

spilum yfirleitt á laugardögum og erum

spila við AGF. „Þetta var flottur leikur.

með að stoppa okkur.” Það má með

í fríi á sunnudögum. Þrjá daga í viku fer

Unnum 4-2 og ég setti tvö”, segir Orri

sanni segja því U17 lið FCK hefur skorað

ég á æfingar beint eftir skóla. Fyrst er

rólegur í tíðinni en hann er nú kominn

59 mörk í 12 leikjum!

fótbolti og svo lyftingar á eftir. Tvo daga

með 15 mörk í níu leikjum fyrir U17 ára

er svo morgunæfing og fundur með

lið FCK. Kaupmannahafnarstrákunum

Alvöru hnébeygjur

hefur gengið vel á tímabilinu, hafa

Orri Steinn æfir oftast með U19 ára liðinu

finnst mér vera mjög góð viðbót við

gert eitt jafntefli og unnið rest. „Við

en fer yfir til U17 þegar stutt er í leik. Orri

þjálfunina. Hann hjálpar okkur að leita

spilum yfirleitt 4-4-2 þar sem ég er

æfir sex daga vikunnar og er einnig í

leiða til að takast á við mótlæti og svo

hugarþjálfaranum okkar í kjölfarið. Það

vinnur hann með hópnum í að byggja upp góðan liðsanda.” Við spyrjum Orra hvort það sé fleira en hugarþjálfunin sem er ólíkt því sem hann þekkti á Íslandi. „Það kom mér á óvart hvað við lyftum þungt hérna. Heima fannst mér áherslan meira vera á meiðslafyrirbyggjandi æfingar og léttar lyftingar með mörgum endurtekningum. Nú er maður bara að setja vel á stöngina og taka þunga hnébeygju. Það tók alveg smá tíma að venjast því en það er fljótt að koma. Svo á félagið sýndarveruleikagleraugu (e. Virtual reality) sem meiddir leikmenn geta nýtt til að æfa skynjun og ákvarðanir. Ég hef aðeins prófað þetta og tæknin er mögnuð.” Orri Steinn fagnar marki með félögum sínum í FCK

26


Æfingasvæði FCK

Gengur vel með dönskuna Við spyrjum Orra hvernig honum gangi með dönskuna og hvernig honum líði eftir tæpt ár í nýju landi: „Ég var heppinn því mamma og systur mínar fluttu með mér út. Það hjálpaði mér mikið en aftur á móti var erfitt þegar mamma og Emelía fóru heim í vor. En ég komst í gegnum það og bý nú með Magneu stóru systur minni, sem er einmitt frábær kokkur sem er algjör lúxus,” segir Orri og hlær. „Mér hefur gengið vel að ná

auðvitað að sanna sig með U19 og ég

(Halldórsson) æskuvin minn spila sína

vona að ég fái tækifæri í leikjum með

fyrstu leiki í meistaraflokki. Grímur (Ingi

þeim fljótlega,” segir Orri sem þurfti ekki

Jakobsson) spilaði auðvitað líka en hann

að bíða lengi. Nokkrum dögum eftir að

hefur verið lengur með liðinu,” segir Orri

viðtalið var tekið var hann kallaður inn í

og bætir við: „Ég horfði á þá Blikaleiki

byrjunarlið U19 í leik á móti SønderjyskE.

sem ég gat og var alltaf mjög stressaður.

Þar gerði okkar maður sér lítið fyrir og

Fótboltinn sem pabbi lætur menn spila

skoraði tvö mörk í 3-1 sigri. Sannarlega

var heldur ekki að hjálpa stressinu! En

vel af sér vikið!

mér fannst þetta flott tímabil og er mjög

Fylgdist með úr fjarlægð

stoltur af pabba. Spái því Breiðablik komist nær titlinum á næsta ári.”

Orri spilaði 12 leiki í Inkasso-deildinni með Gróttu sumarið 2019 og hjálpaði

Að lokum spyrjum við Orra hvernig hann

liðinu að vinna deildina. Hann fylgdist

sjái næsta tímabil hjá Gróttu fyrir sér:

því með úr fjarlægð í sumar þegar hans

„Auðvitað var þetta erfitt tímabil fyrir

gömlu félagar stigu inn á stóra sviðið

Gróttu en ég er viss um að mínir menn

„Maður þarf að nota það mikið.”

í Pepsi Max deildinni í fyrsta sinn. Þá

komi sterkir til baka á næsta ári. Þetta er

voru augu Orra einnig á liði Breiðabliks

alvöru hópur sem getur haldið áfram að

En hvert stefnir Orri á næstu árum:

sem faðir hans og fyrrverandi þjálfari

gera góða hluti.”

dönskunni og byrjaður að skilja nánast allt og reyni að tjá mig eins og ég get á dönsku.” Hvernig kallar maður á boltann á dönsku? „Spil!” segir Orri og glottir.

„Hlutirnir geta verið mjög fljótir að breytast í fótbolta og ég reyni að vera meðvitaður um það. Menn geta lent í meiðslum og svo koma stundum risa tækifæri. En ég einbeiti mér bara að FCK og langar að komast í aðalliðið hér á næstu tveimur árum. Fyrst þarf maður

Gróttu, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stýrir. „Það var geggjað að fylgjast með

Blaðamaður Gróttublaðsins kveður

þessu. Ég kom einmitt í sumarfrí í júlí

Seltirninginn unga sem ætlar sér stóra

og var á útileiknum við Fjölni sem við

hluti hjá danska stórliðinu. Þvílík gæfa

unnum 3-0 og heimaleiknum við ÍA

fyrir unga Gróttukrakka að eiga svona

sem gekk reyndar ekki vel. Svo hlýnaði

flotta fyrirmynd.

mér í hjartanu að sjá Kjartan Kára

GRÓTTUFÓLK

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

Panto 1795

M 96 - Y

27


Unga kynslóðin Árelía Dröfn Daðadóttir 11 ára í 5. flokki

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 5 ára. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Mér finnst skemmtilegast að spila. En leiðinlegast: Mér finnst ekkert beint leiðinlegt en ef ég þyrfti að velja myndi ég segja sprettir. Hvaða stöðu spilar þú: Það er mismunandi en oftast vinstri kanti eða miðju. Góð minning úr fótboltanum: Ég á margar góðar minningar úr fótboltanum en ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég fór í fyrsta skipti á Pæjumótið í Vestmannaeyjum. Það var rosalega gaman og skemmtileg minning. Með hvaða liðum heldurðu: Gróttu og Liverpool. Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): Gamli þjálfarinn minn, Eydís Lilja. Uppáhalds jólamatur: Hamborgarhryggurinn sem mamma eldar á aðfangadag.

Birkir Steinn Ásgeirsson 11 ára í 5. flokki

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Skotæfingar eru skemmtilegastar og þegar ég er í marki, þá gengur mér geggjað vel. En leiðinlegast: Það er ekkert leiðinlegt. Hvaða stöðu spilar þú: Mark en stundum er ég frammi.

Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég var að keppa í Búbblunni í Hveragerði. Þá skoraði ég fullt af mörkum og það var rosa gaman.

28

Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): Kristófer Melsted og Gabríel Hrannar. Uppáhalds jólamatur: Hangikjötið hennar ömmu Siggu og kartöflur með hvítri sósu.

Emilía Halldórsdóttir 12 ára í 4. flokki

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Ég byrjaði að æfa fótbolta fyrir rúmlega tveimur árum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Mér finnst skemmtilegast að spila. En leiðinlegast: Að gera styrktaræfingar. Hvaða stöðu spilar þú: Mér finnst skemmtilegast að vera á kantinum en ég er mjög oft í vörninni. Góð minning úr fótboltanum: Mér fannst mjög gaman þegar við fórum á TM mótið í Eyjum og við unnum spennandi leiki. Með hvaða liðum heldurðu: Gróttu, Þrótti þegar systir mín spilar og Stjörnunni en pabbi er sjúkraþjálfari liðsins. Í enska boltanum held ég með Manchester United. Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): Ég held mest með bróður mínum Sigga í 5.flokki.

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Fyrir tveimur árum, 2018.

Með hvaða liðum heldurðu: Gróttu auðvitað og Arsenal í ensku deildinni.

Uppáhalds jólamatur: Hamborgarhryggur og rjúpa eru í uppáhaldi.

Fannar Hrafn Hjartarson 12 ára í 4. flokki

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Ég byrjaði 6 ára að æfa fótbolta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Mér finnst skemmtilegast að spila og gera skotæfingar. En leiðinlegast: Mér finnst bara allt skemmtilegt á æfingum.


Hvaða stöðu spilar þú: Frammi.

Með hvaða liðum heldurðu: Man United auðvitað.

Góð minning úr fótboltanum: Þegar við lentum í 2. sæti á Orkumótinu 2017.

Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna):

Með hvaða liðum heldurðu: Gróttu og Wolves.

Uppáhalds jólamatur: Nautalund!

Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): Kristófer Melsted. Uppáhalds jólamatur: Kalkúnn.

Kristján Tómas Björnsson 10 ára í 5. flokki

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Þegar ég var 5 ára en var samt stundum að æfa mig með Jóhannesi (bróður mínum) þegar ég var yngri. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Mér finnst allt skemmtilegt en samt sérstaklega að spila.

leiðinlegast.

En leiðinlegast: Kannski sprettir og þegar það er styrkur þá er það

Hvaða stöðu spilar þú: Ég er varnarmaður en ég get líka verið miðjumaður og er það stundum. Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég skoraði skallamark í Eyjum á móti Breiðablik 1.

Gabríel.

Ragnheiður Ingibjörg Guðjónsdóttir 9 ára í 6. flokki

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 4 ára held ég. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Að spila. En leiðinlegast: Ekkert. Hvaða stöðu spilar þú: Er oftast sem framherji. Góð minning úr fótboltanum: Ég á margar góðar minningar frá fótboltamótum með vinkonum mínum, en það var gaman að skora beint úr aukaspyrnu í sjónvarpsleik á Símamótinu í sumar. Með hvaða liðum heldurðu: Gróttu, KR, Val, Manchester United og Leicester. Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): Agnar, Dagur og Diljá. Uppáhalds jólamatur: Hamborgarhryggur, kalkúnn, möndlugrautur og Toblerone ís

GRÓTTUFÓLK

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

29


GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Agnes og Jóhann Valberg, Eiðismýri 15 Agnes Sólbjört, Viðar Sigurjón og fjölskyldan Bollagörðum 93 Alexander, Ester og fjölskylda Arna og Helgi Ásgeir, Agga og Nanna Bakkavör 32 Baldur og Tinna Birgir Tjörvi, Erla Kristín, Kristín Klara og Árni Pétur. Bjarni og Jórunn Borghildur, Viðar og fjölskyldan Valhúsabraut 25 Dofri og Didda Egill Stefánsson og fjölskyldan Vallarbraut 12 Eiðismýri 13 Fjölskyldan á Barðarströnd 6 Fjölskyldan á Barðaströnd 11 Fjölskyldan á Einimel 11 Fjölskyldan á Hofgörðum 26 Fjölskyldan á Melabraut 17 Fjölskyldan á Nesbala 100 Fjölskyldan á Nesbala 30 Fjölskyldan á Vesturströnd 16 Fjölskyldan Bakkavör 18 Fjölskyldan Bakkavör 28 Fjölskyldan Bakkavör 42 Fjölskyldan Barðaströnd 49 Fjölskyldan Eiðismýri 14 Fjölskyldan grænumýri 18 Fjölskyldan Kirkjubraut 21 Fjölskyldan Miðbraut 22 Fjölskyldan Nesbala 122 Fjölskyldan Nesbala 29 Fjölskyldan Sævargörðum Fjölskyldan Selbraut 70

30


50.000 króna tómstundastyrkur Foreldrar og forráðamenn fimm til átján ára barna með lögheimili á Seltjarnarnesi fá 50.000 króna tómstundastyrk á ári vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi 2020. Hægt er að sækja um tómstundastyrkinn hvenær sem er innan almanaksársins en athugið að hann flyst ekki á milli ára. Umsóknir og ráðstöfun tómstundastyrkja er rafræn og fer fram í gegnum Mínar síður. Nánari upplýsingar á www.seltjarnarnes.is sjá Mínar síður.

www.seltjarnarnes.is


Diljá í leik með Gróttu í sumar

Gróttuhjartað orðið stórt Diljá Mjöll Aronsdóttir er 23 ára Árbæingur. 19 ára gömul ákvað hún að prófa æfingu hjá nýstofnuðum meistaraflokki Gróttu, ári seinna lagði hún handboltaskóna á hilluna og er í dag leikjahæsta knattspyrnukona Gróttu kornung að árum. En hver er Diljá, hvaðan kom hún og hvert ætlar hún? Við tókum þessa snjöllu knattspyrnukonu tali fyrir Jólablað Gróttu. Á fullu með Fylki „Ég bjó fyrstu árin í Kópavogi en flutti svo í Árbæinn þegar ég var 5 ára og hef búið þar síðan,” segir Diljá Mjöll Aronsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Gróttu. „Ég byrjaði snemma í handbolta en fór ekki í fótboltann fyrr en í 5. flokki. Það var „vinkonuvika” í fótboltanum svo ég var dregin með á æfingu. Mér gekk vel og fannst þetta strax skemmtilegt,” segir Diljá sem stundaði bæði handbolta og fótbolta af krafti með Fylki fram á unglingsárin. Eins og oft vill verða var sett pressa á Diljá að velja aðra hvora íþróttina: „Ég var einu sinni boðuð á úrtaksæfingar í fótbolta sem voru haldnar stuttu eftir að ég átti að spila á handboltamóti. Fótboltaþjálfarinn minn pressaði á mig að sleppa handboltamótinu til að vera betur undirbúin undir fótboltaæfingarnar og það hafði ekki góð áhrif á mig. Kannski hefði það verið skynsamlegast en þegar maður er unglingur getur 32

stundum virkað öfugt að vera settur

tengdafaðir minn til margra ára, var að

undir pressu. Það var allavega þannig

þjálfa nýstofnað lið Gróttu og hvatti

í mínu tilviki og ég var hundfúl út í

mig til að kíkja á æfingu. Ég var hikandi

fótboltaþjálfarann,” segir Diljá og brosir

fyrst en ákvað að prófa og fannst bara

þegar hún rifjar upp unglingsárin í Fylki.

spennandi að fara í nýtt félag og spila í

„Ég reyndi að sinna hvoru tveggja eins

meistaraflokki.”

vel og ég gat og vandist því eiginlega að æfa tvisvar sinnum á dag. Kannski hefði

Diljá hefur spilað með Gróttu síðan og

ég komist eitthvað lengra ef ég hefði

er nú leikjahæst, ásamt Tinnu Bjarkar

einbeitt mér að annarri hvorri greininni,

Jónsdóttur, með 75 leiki. Fyrsta tímabilið

en mér leið einfaldlega eins og ég yrði

hjá Gróttu var erfitt og eftir það var

ekki sátt með með að velja.”

Diljá óviss um framhaldið: „Fyrsta

Fótboltinn skemmtilegri

árið var 2. deildin ekki komin svo við byrjuðum bara í 1. deild og spiluðum

Við spyrjum Diljá hvernig það

við fullt af mjög sterkum liðum. Fengum

atvikaðist að hún hafi gengið til liðs

ekki stig og töpuðum oft stórt. Ég fór

við nýstofnaðan meistaraflokk Gróttu

aftur í handbolta veturinn 2016/2017

vorið 2016: „Ég spilaði engan fótbolta

en fann einfaldlega að mér fannst

árið 2015. Það komu upp veikindi í

fótboltinn skemmtilegri. Ég ákvað því

fjölskyldunni svo ég ákvað að einbeita

að taka annað tímabil með Gróttu og

mér bara að handboltanum. Mig

sé sannarlega ekki eftir því. Þetta gekk

langaði að byrja aftur í fótbolta vorið

mikið betur hjá okkur. Leikmenn eins og

2016 og hefði bara getað farið í 2.

Eydís Lilja (Eysteinsdóttir), Hrafnhildur

flokkinn hjá Fylki. En Guðjón Kristinsson,

(Fannarsdóttir) og Bjargey (Sigurborg


Ólafsdóttir) höfðu bæst í hópinn og við

skemmtilegt. Deildin er jöfn og öll liðin

stóðum okkur ágætlega í 2. deildinni.

eru með metnaðarfullar stelpur í góðu

Það var mjög mikilvægt skref fyrir

formi. En við erum við flottan hóp og

íslenskan kvennafótbolta að stofna 2.

getum gert góða hluti ef við undirbúum

deild því þá fækkaði ójöfnum leikjum

okkur vel í vetur.”

sem enginn græðir á. Ég veit ekki hvort að Grótta hefði lifað af annað tímabil í 1.

Að lokum spyrjum við Diljá hvernig

deild. Í staðinn byggðum við okkur upp

henni líki lífið í Gróttu. „Ég elska að

í 2. deildinni, enduðum í 6. sæti fyrsta

vera í Gróttu. Það er yfirleitt mjög góð

árið, í 4. sæti árið 2018 og svo komumst

stemning úti á velli og manni líður eins

við upp í fyrra,” segir Diljá Mjöll.

og allir hjá félaginu standi saman. Á

Getum gert betur næsta sumar

mörgum stöðum er lítill samgangur á milli meistaraflokka karla og kvenna og

Kvennalið Gróttu komst upp úr neðstu

svo yngri flokkanna en mér finnst eins og

deild í fyrsta sinn haustið 2019 og lék því

ég geti talað við hvern sem er og leitað

í Lengjudeildinni í sumar. Liðið byrjaði

ráða hjá mörgum. Það er skemmtilegt

frábærlega og var í 3. sæti þegar mótið

að vera með leikjahæstu konum og ég

var hálfnað en fataðist svo flugið og

stefni klárlega að því að brjóta 100 leikja

endaði í 6. sæti. Við spyrjum Diljá hver

múrinn sem fyrst.”

séu markmið næsta sumars: „Ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili.

Það verður fróðlegt að fylgjast áfram

Við eigum að geta gert betur en í sumar

með þessum geðþekka leikmanni á

og verðum að nota síðasta ár til að læra

næstu árum í Gróttu. Sumarið 2021

af því. Það er mikil munur á því að spila

verður sannarlega áhugavert hjá Diljá

í 1. og 2. deild. Það er til dæmis talsverð

og liðsfélögum hennar í meistaraflokki

umfjöllun um deildina sem er nýtt fyrir

kvenna.

Diljá í fyrsta keppnisleik meistaraflokks kvenna árið 2016

okkur í Gróttu en er auðvitað mjög

33


Mættir á hliðarlínuna Jafnaldrarnir Grétar Ali Khan og Sölvi Davíðsson ólust upp í KR og Vesturbænum en enduðu svo með því að fara með Gróttu úr 3. deild upp í 1. deild og leika 120 leiki fyrir félagið. Blaðamaður Gróttublaðsins settist niður með köppunum sem hafa sest að á Nesinu og fylgjast nú með sonum sínum stíga fyrstu skrefin í fótboltanum hjá Gróttu. Dansandi fótboltamaður „Ég ólst upp á Kaplaskjólsveginum og var því í KR og Grandaskóla. Maður lék sér í fótbolta allan daginn sem barn, bæði á sparkvellinum við KR og á malbikinu við Grandaskóla. Mamma fór bara út á stétt og gargaði á mig þegar það var matartími,” segir Grétar Ali Khan sem er fæddur árið 1984. Sölvi Davíðsson jafnaldri Ali og skólabróðir úr Grandaskóla hefur svipaða sögu að segja: „Barnæskan litaðist mjög af fótbolta. Við vorum margir að æfa í KR og maður var með fótbolta á heilanum,” segir Sölvi sem flutti á Nesið 10 ára gamall en hélt 34

áfram í KR og Grandaskóla og síðar

í fótbolta. Ég held að þetta séu tvær

Hagaskóla. Sölvi æfði handbolta í KR

íþróttir sem fara mjög vel saman.”

sem barn á meðan Ali var frambærilegur dansari: „Ég byrjaði 4 ára að dansa

Úr KR í Gróttu

og æfði fram á unglingsárin. Ég og

Ali flutti á Bakkavör á unglingsárum og

Jóhanna Berta Bernburg urðum

ekki löngu síðar skipti hann yfir í Gróttu:

margfaldir Íslandsmeistarar og

„Á miðárinu í 2. flokki skipti ég úr KR yfir

kepptum á mótum erlendis. Eftir að ég

í Gróttu. Þá var KR með mjög sterkan 2.

hætti í samkvæmisdansi dansaði ég í

flokk og Óskar Hrafn (Þorvaldsson) sem

mörgum sýningnum, síðast í Bollywood

þjálfaði okkur á þessum tíma hvatti mig

sýningunni árið 2016,” segir Ali. Við

eiginlega til að fara og fá meiri spiltíma.

spyrjum hvort að dansinn hafi hjálpað

Það reyndist góð ákvörðun. Við áttum

honum í fótboltanum. Það stendur

fínt tímabil undir stjórn Gauja Kristins í 2.

ekki á svari: „Dansinn hjálpaði mikið.

flokknum og svo spilaði ég mína fyrstu

Sem dansari þarf maður að hafa góða

meistaraflokksleiki með Gróttu, þá 18 ára

samhæfingu og snerpu sem nýtist vel

gamall,” segir Ali.


og stjórn meðtalin. Það var gaman á æfingum, það var gaman að spila leikina og það var gaman utan æfinga. Ali missti hins vegar af draumasumrinu. „Ég fer í Víking fyrir tímabilið 2009. Þeir höfðu heyrt í mér um mitt sumar 2008 en þá vorum við enn í smá fallhættu svo ég vildi alls ekki fara. Ákvað svo að Ali og Sölvi í leik árið 2012

slá til þarna um haustið og spila með Víkingum í 1. deild. Það var auðvitað

stemningunni í klefanum eftir leik að Sölvi var hins vegar snemma byrjaður

menn ætluðu sér stærri hluti með

að spila með meistaraflokki KR og æfði

Gróttu.”

reglulega með yngri landsliðunum. Hann hafði stórt hlutverk hjá KR í

Sögulegur áfangi

Landsbankadeildinni árin 2004 og

Uppgangurinn hélt áfram hjá

2005 en haustið 2006 íhugaði Sölvi

meistaraflokki Gróttu. Liðið endaði í

hins vegar að leggja skóna á hilluna,

7. sæti í 2. deildinni árið 2008 og ári

aðeins 22 ára gamall: „Ég var að byrja

seinna kom „draumasumarið“ eins og

í meistaranámi í lagadeild HÍ og var

það hefur stundum verið kallað. Þá

orðinn eitthvað þreyttur á boltanum.

sigraði Grótta B-deild Lengjubikarsins,

Tímabilið 2006 glímdi ég við meiðsli og

spilaði við KR í 32-liða úrslitum

spilaði lítið. Svo var ekkert grin að æfa 10

bikarkeppninnar á heimavelli og sigraði

sinnum í viku hjá Teiti Þórðar,” segir Sölvi

2. deild Íslandsmótsins. Þar með var

og glottir. Teitur Þórðarson var þá á sínu

Grótta komið upp í 1. deild í fyrsta sinn í

fyrsta ári sem þjálfari KR og var þekktur

sögunni. Sölvi segir að þetta hafi líklega

fyrir láta liðið æfa eins og atvinnumenn.

verið eftirminnilegasta tímabil ferilsins:

Sölvi heldur áfram: „Ég rekst svo á Ása

„Vallarhúsið var vígt þarna um vorið og

Haralds á förnum vegi í mars 2007 og

það að hafa okkar eigin klefa gerði mikið

hann spyr hvort ég vilji ekki koma á

fyrir móralinn í hópnum. Það var líka gert

æfingu hjá Gróttu. Ég sló til og endaði á

mjög vel við okkur miðað við að liðið var

að gera félagaskipti og spila með Gróttu

í 2. deild. Æfingafötin voru þvegin, liðinu

í 3. deildinni um sumarið. Á þeim tíma

boðið í grill og fleira sem stjórnin stóð

datt mér þó ekki í hug að ég myndi enda

fyrir,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það

á að spila yfir 100 leiki með félaginu.“

skipti auðvitað miklu máli að fá Stjána

góð reynsla en það var fjandi sárt að hafa misst af þessu magnaða tímabili hjá Gróttu. Mér fannst því ekkert annað koma til greina en að fara aftur „heim” og taka slaginn í 1. deildinni.”

Gekk út af æfingu Grótta endaði í 10. sæti á fyrsta árinu í 1. deild og féll úr deildinni ári síðar. Sölvi segir að andinn í liðinu hafi verið góður þrátt fyrir að fáir leikir hafi unnist í nýrri deild: „Ég man ekki til þess að mórallinn hafi verið slæmur. Það breytti því samt ekki að í liðinu voru miklir keppnismenn og það var alltaf hart barist á æfingum. Menn vildu vinna,” segir Sölvi og Ali bætir við: „Ég labbaði einu sinni heim af æfingu eftir að Sölvi tæklaði mig. Liðið mitt var örugglega að skíttapa og ég bara snappaði,” segir Ali og skellir upp úr. Þeir Ali og Sölvi njóta þess greinilega að rifja upp gamla tíma í boltanum en báðir lögðu skóna á hilluna um þrítugt. „Við spiluðum báðir með Gróttu í 2. deildinni

(Kristján Finnbogason) í markið og Venni Árið 2007 lauk þrautagöngu Gróttu sem

(Sigurvin Ólafsson) var þarna kominn á

hafði verið í neðstu deild frá endurreisn

fullt með Gróttu. Þetta var góð blanda af

meistaraflokksins árið 2002. Ali var

kempum, leikmönnum sem voru á besta

fyrirliði á þessum tíma og segir það hafa

aldri og svo ungum Gróttustrákum eins

verið ógleymanlegt að tryggja loksins

og Pétri Má Harðarsyni, Braga Árnasyni,

sæti í 2. deild: „Við höfðum klúðrað

Viggó Kristjánssyni og Arnari Frey

úrslitakeppninni haustin 2005 og

Gunnsteinssyni. Ási var svo frábær í að

2006 svo það var sætt að klára þetta

fá menn til að vinna að sama takmarki

loksins árið 2007. Ég man að brekkan

og skapa góða stemningu,” segir Sölvi.

við gervigrasið var troðin kvöldið sem

Í Gróttublaði síðasta árs var einmitt

við tryggðum okkur upp á móti BÍ. Við

viðtal við Ása í tilefni að 10 ár voru liðin

komumst svo alla leið í úrslitaleik 3.

frá áfanganum og þar koma eftirfarandi

deildarinnar sem var spilaður í Njarðvík.

fram: Við náðum að búa til liðsheild,

Gróttufólk fjölmennti og maður fann

leikmenn urðu góðir vinir og það var

að áhuginn á liðinu fór vaxandi. Við

mikil samstaða í hópnum, og aldursbilið

töpuðum leiknum og maður fann á

varð að engu þegar leið á; þjálfarateymi

Sölvi og Pétur sonur hans á Norðurálsmótinu á Akranesi síðasta sumar

35


árið 2012 sem var frekar slakt tímabil hjá okkur. Það var komin smá þreyta í þetta enda urðu miklar breytingar á liðinu tímabilið á eftir ef ég man rétt,” segir Sölvi. Ali kom hins vegar við sögu í tveimur leikjum með Gróttu árið 2014: „Ég var að spila með Kríunni sem var þarna á sínu fyrsta tímabili. Það fóru einhverjir leikmenn í Gróttu út í nám í ágúst og Óli (Ólafur Brynjólfsson) sem

Ali var fyrirliði Gróttu árið 2007

Sölvi var kjörinn leikmaður ársins 2010 hjá Gróttu

var þjálfari þá spurði hvort ég væri til að hjálpa liðinu í lokin. Ég skipti yfir og kom inná í tveimur leikjum. Svo það má segja að ég hafi endað ferilinn á að koma Gróttu aftur upp í 1. deild,” segir Ali og brosir.

Lífið eftir fótboltann Ali og Sölvi búa á Seltjarnarnesi og eiga þeir báðir tvo stráka sem eru byrjaðir í íþróttum hjá Gróttu. Ali og kona hans, Jakobína Jónsdóttir, eiga von á sínu þriðja barni í febrúar. „Ég hef sterk tengsl við Nesið og konan mín er fædd og uppalin hér, svo það kom eiginlega ekki annað til greina en að setjast að hér,” segir Ali sem rekur æfingastöðina Granda 101. Sölvi, sem starfar sem lögmaður, býr einnig á Seltjarnarnesi með sinni fjölskyldu: „Hildur (Einarsdóttir) konan mín er alin upp á Nesinu og ég í Vesturbænum svo okkur langaði að flytja í 107 eða 170,” segir Sölvi. „Aðstæður fyrir krakka að alast upp hérna eru frábærar. Skólinn,

leikskólinn og tómstundastarfið allt á

og þar er ekki slæmt að hafa Pétur Má

sama blettinum og hverfið er öruggt.

(Harðarson) fyrrverandi liðsfélaga okkar

Það verður gaman að fylgjast með

við stjórnvölinn. Ég segi Kristófer syni

strákunum feta sig upp yngri flokkana í

mínum sögur af Pétri sem var frábær

Gróttu. Sá eldri fór einmitt á Skagamótið

liðsfélagi á sínum tíma.” Sölvi segir að

síðasta sumar sem var fyrsta gistimótið

í dag séu strákarnir í meistaraflokki

hjá mörgum strákanna. Það var

fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur: „Þegar

mikil upplifun bæði fyrir strákana og

Pétur sonur minn er í marki þá segist

foreldrahópinn.”

hann alltaf vera Hákon.” Ali tekur undir þessa upplifun: „Strákarnir í Gróttuliðinu

Ali og Sölvi segjast báðir hafa fylgst með

eru mjög flottir. Kristófer sonur minn

Gróttu eftir að þeir hættu í boltanum.

á tvo nafna í meistaraflokki (Kristófer

„Dóri vinur okkar (Halldór Árnason)

Orra Pétursson og Kristófer Melsteð) og

þjálfaði hjá Gróttu í tvö ár og tók þátt

heldur mikið upp á þá báða.”

í ævintýrinu þegar meistaraflokkur karla fór upp um tvær deildir á tveimur

Það er ekki slæmt að þessir tveir frábæru

árum. Svo hélt maður auðvitað áfram

liðsmenn séu nú á hliðarlínunni í yngri

að fylgjast með strákunum í sumar þó

flokkunum, hvetjandi sína drengi áfram

að Covid hafi sett strik í reikninginn,”

og taka þannig áfram þátt í ævintýrum

segir Sölvi. Ali bætir við: „Þjálfunin í

með Gróttu.

Gróttu er góð og manni líður vel að vita af börnunum sínum hjá félaginu. Eldri strákarnir okkar Sölva eru báðir í 7. flokki

Rafvirkjar sf óska Gróttufólki gleðilegra jóla og þakka fyrir samstarfið á liðnum árum

36


Fyrir konur sem vilja æfa heima hjá sér undir öruggri handleiðslu þjálfara. Fyrir konur sem meta árangur út frá líkamlegri getu, auknum afköstum á æfingum og meiri almennri vellíðan og heilsu. Fyrir konur sem vilja gera hreyfingu að daglegri athöfn og einhverju sem þær hlakka til að gera. Fyrir konur sem vilja vera í samfélagi annarra sterkra kvenna sem hvetja hvor aðra áfram í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur.

Nanna Kaaber – Íþróttafræðingur nanna@allirflottir.is

37


Tinna og Sigrún á Ítalíu Spiluðu einn leik áður en Covid skall á Gróttukonurnar Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir og Tinna Bjarkar Jónsdóttir gerðu í október láns-samning við ítalska félagið Apulia Trani og fluttu með stuttum fyrirvara til hafnarborgarinnar Trani í Puglia héraðinu. Eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik skall Covid-bylgja á þar í landi af miklum þunga svo öllum leikjum í deildinni var frestað. Stelpurnar komu heim um síðustu mánaðamót og framhaldið er óljóst.

„Það er ómetanlegt tækifæri að fá að

spiluðum í Palermo þar sem framherjinn

mig persónulega var líka gaman að búa

spila fótbolta í öðru landi, svo ég þurfti

henti sér bara niður og öskraði. Ég trúði

í öðru landi sem er eitthvað sem ég hef

eiginlega ekki að hugsa mig lengi

ekki að þetta væri að gerast!,” sagði

ekki prófað áður. Trani er mjög fallegur

um þegar haft var samband í byrjun

Sigrún.

og rólegur bær þar sem gott er að vera.”

október,” segir Sigrún í samtali við

Tinna tekur í sama streng: „Það er

Gróttublaðið. „Á þessum stutta tíma

leiðinlegt að hafa ekki spilað fleiri leiki

Stefnt er að því að hefja keppni aftur í

upplifði ég hve ólíkur ítalski fótboltinn

en samt mikil upplifun að æfa fótbolta

Serie C deildinni í janúar þar sem Apulia

er frá því sem við eigum að venjast á

í öðru landi. Eftir þetta mun ég í það

Trani spilar. Þær Sigrún og Tinna segja

Íslandi. Flestar stelpurnar eru tæknilega

minnsta meta betur æfingarnar hjá

að margt sé í lausu lofti og það komi í

góðar og svo hef ég aldrei séð eins

okkur í Gróttu sem eru klárlega á háum

ljós þegar líður á desembermánuð hvort

mikinn leikaraskap. Ég fékk til dæmis

gæðaflokki miðað við neðri deildirnar

þær fari aftur út eða hefji undirbúning

dæmt á mig víti í leiknum sem við

á Ítalíu,” segir Tinna og bætir við: „Fyrir

fyrir sumarið með Gróttu.


„DREPFYNDIN!“ Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Teikningar Kristínar Sólar Ólafsdóttur auka enn á gildi þessarar skrautlegu og stórskemmtilegu sögu um gildi vináttunnar. Til hamingju Yrsa og Kristín Sól! „Heilsteypt og drepfyndin bók þar sem einstakt hugmyndaflug fær að blómstra. Óhefðbundinn sögumaður nýtur sín afar vel í bráðsniðugum lýsingum höfundar á tilfinningalífi hans og sýn á heiminn. Skemmtileg ærslasaga með klassískan boðskap um gildi sannrar vináttu. Einfaldar en stórskemmtilegar myndir falla vel að textanum og gera söguna enn betri.“ UMSÖGN DÓMNEFNDAR UM ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN.

★★★★

„HLÓ MARGSINNIS UPPHÁTT!“ KATRÍN LILJA, LESTRARKLEFINN.IS

„SKEMMTILEG OG SPENNANDI SAGA, FULL AF HÚMOR OG FRÁSAGNARGLEÐI!“ Úr umsögn dómnefndar Íslensku barnabókaverðlaunanna 2003 um Biobörn.

bjartur-verold.is

39


Yngri flokkar Grรณttu 2020 7. flokkur kvenna

3. flokkur karla

3. flokkur kvenna

2. flokkur karla 40


2. flokkur kvenna

41


GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Fjölskyldan Selbraut 74 Fjölskyldan Selbraut 75 Fjölskyldan Selbraut 76 Fjölskyldan Selbraut 77 Fjölskyldan Selbraut 78 Fjölskyldan Selbraut 79 Fjölskyldan Selbraut 8 Fjölskyldan Selbraut 80 Fjölskyldan Selbraut 81 Fjölskyldan Selbraut 82 Fjölskyldan Selbraut 83 Fjölskyldan Selbraut 84 Fjölskyldan Skerjabraut 3A Fjölskyldan Sólbraut 6 Fjölskyldan Suðurmýri 22 Fjölskyldan Unnarbraut 10 Fjölskyldan Valhúsabraut 17 Fjölskyldan Vallarbraut 20 Fjölskyldan Víkurströnd 11 Franz Ploder, Hrólfskálamel 8 Geðveik fokking jól Gróttukveðja frá Ólafi og Jóhönnu Heimir og fjölskylda Helgi og Auður, Tjarnarmýri 19 Ingi og fjölskylda, Bakkavör 11 Jólakveðja Arnór Alex og Alexander Aron Jólakveðja Eva, Halli, Daníel, Tómas, Saga og Matti Jólakveðja frá Arndísi, Davíð, Gunnari Agli og Önnu Maríu Jólakveðja frá Arnóri og Bjössa, áfram Kría Jólakveðja frá Bílanesi Jólakveðja frá Gróttu Gagga Jólakveðja frá Gumma fyrirliða Jólakveðja frá Hrafni og Sölva Sverrissonum

42


43


Endurbætur á vallarsvæðinu Síðastliðið vor var stúkan við Vivaldivöllinn stækkuð og sætum fjölgað upp í rúmlega 500. Eins og kunnugt er lék meistaraflokkur karla í efstu deild og voru því gerðar auknar kröfur um aðstöðu fyrir áhorfendur og fjölmiðla. Framkvæmdir þóttu takast vel og mun Grótta búa að bættri aðstöðu í framtíðinni. Þá var ráðist í gagngerar endurbætur í vallarhúsinu. Gangurinn var veggfóðraður með glæsilegum myndum, búningsklefar meistaraflokka voru endurgerðir og vinnuaðstaða þjálfara var stórbætt. Sjálfboðaliðar báru hitann og þungann af verkefninu sem var að miklu leyti unnið í apríl þegar æfingabann var í gildi vegna Covid. Samstaða var mikil og sýndi í raun hve stórt hjartað er í okkar litla félagi. Þjálfarar, leikmenn, stjórnarmenn og annað Gróttufólk lögðu hönd á plóg til að láta þetta

44

verða að veruleika. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum tókst vel til og eru búningsklefarnir eins glæsilegir og þeir verða á Íslandi. Seltjarnarnes á þakkir skildar fyrir stuðning við verkefnið og var framlag Gróttumanna eins og Axels, Árna Péturs, Jóa Geirs, Valda, Steina, Hannesar og annarra ómetanlegt.


ENNEMM / SÍA /

N M 0 0 3 6 1 2 H y u n d a i KO N A A 4 d e s

Veldu rafmagn. Veldu stíl.

Heimsending á reynsluakstri Pantaðu tíma hjá okkur í síma 575 1200, við komum með bílinn, sótthreinan og fínan, og sækjum hann svo aftur til þín. RAFMAGNAÐUR

Framúrskarandi drægi í rafmagnsakstri – 449 km*. Nýr 100% rafdrifinn Hyundai KONA er fyrsti rafdrifni jepplingurinn á markaðnum. *Hann hefur eitt mesta drægi bíla í þessum stærðarflokki eða 449 km samkvæmt nýjum WLTP mælingum. Meðal búnaðar í nýjum Hyundai KONA er skynvæddur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun, sjónlínuskjár sem varpar upplýsingum um hraða og leiðsögn í framrúðu, Krell hljóðkerfi og margt fleira. Hyundai KONA er fáanlegur með 39kW rafhlöðu eða 64 kW rafhlöðu.

Hyundai KONA 100% rafbíll. Drægi 449 km (WLTP), hestöfl 204.

Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is

Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur. Að auki fylgir öllum Hyundai rafbílum 8 ára eða 200.000 km ábyrgð á aðal rafhlöðu bílsins.

45


GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Jólakveðja frá Júlla þjálfara Jólakveðja frá Naglanum, Enoki Eiðssyni Jólakveðja frá nítjánda manninum, Jóhannesi Hilmarssyni Jólakveðja frá Orra og Emelíu Jólakveðja frá Reitaboltasambandi Íslands Jólakveðja frá Úlfi Blandon Jólakveðja frá Valda og Steinu Jólakveðja frá Valhúsabraut 33 Jólakveðja frá Þórhalli Dan og Matthildi Dan Jólakveðja, Davíð, Harpa, Lovísa, Lilja og Birgir Katrín Sigríður, Kristín Fríða, Harpa og Arnar Kveðja frá Auði og Brynhildi Kveðja frá Hrólfskálamel 2 Magga og Kjartan Mangi, Elín, Elín Eir, Nonni og Jökull Margrét Lind og Jóhann Pétur Markahrókinum Ása Gunn Miðbraut 25a Óli og Laufey, Nesbala 94 Össi og Oddný Pétur Blöndal, Anna og fjölskylda Pétur Steinn og fjölskylda, Bakkavör 8 Pétur, Birkir og fjölskylda Pétur, Eydís og Ástrós Arna Sjöfn, Lárus og fjölskyldan á Sævargörðum 11 Stilltustu jólabörnin Atli Hrafn og Pétur Kári Tinna ehf. Hannyrðaverslun Tómas Þór og Bjarki Þór skila jólakveðju Valur og Ingigerður í Trönuhólum 4

46


DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345

47


Fรณtboltasumariรฐ

2020

48



Gróttublaðið í 10 ár Í nóvember 2011 tóku Sigurður Helgason þáverandi þjálfari meistaraflokks Gróttu og Magnús Örn Helgason tal saman í vallarhúsinu. Siggi stakk upp á því að knattspyrnudeildin gæfi út blað sem yrði framtíðarheimild um atburði ársins hjá deildinni og í slíku verkefni fælist einnig fjáröflunartækifæri. Siggi benti á að Valur hefði um árabil gefið út blað um áramót með slíku uppleggi sem hefði tekist vel. Magnús beið ekki boðanna og fékk Hilmar Sigurðsson og Birgi Hákonarson, þáverandi formann og gjaldkera, með sér í lið og fyrir jólin 2011 kom út fyrsta Gróttublaðið. Þá var blaðið 28 blaðsíður en í ár er það 52. Síðan þá hefur blaðið

Aðalviðtöl:

2011 – Kristján Finnbogason 2012 – Indriði Sigurðsso 2013 – Katrín Ómarsdóttir 2014 – Axel Friðriksson og Bjarni Torfi Álfþórsson 2015 – Árni Pétursson 2016 – Ásmundur Haraldsson og Freyr Alexandersson 2017 – Guðni Bergsson 2018 – Glódís Perla Viggósdóttir 2019 – Chris Brazell 2020 – Sveindís Jane Jónsdóttir

50

komið út fyrir hver einustu jól og er borið í öll hús á Seltjarnarnesi. Myndir hafa alla tíð skipað stóran sess í blaðinu og framúrskarandi fagfólk hefur tekið að sér umbrot og hönnun. Við vonum að tíunda blaðið gleðji Gróttufólk og að þessari hefð verði viðhaldið næstu 10 árin í það minnsta! Hafið það gott um jólin! Magnús Örn Helgason Eyjólfur Garðarsson Jórunn María Þorsteinsdóttir Pétur Már Harðarson

Ritstjórar Gróttublaðsins: 2011 – Magnús Örn Helgason 2012 – Guðmundur Ari Sigurjónsson 2013 – Magnús Örn Helgason 2014 – Arnar Þór Axelsson og Bjarki Már Ólafsson 2015 – Eyjólfur Garðarsson 2016 – Eyjólfur Garðarsson 2017 – Magnús Örn Helgason 2018 – Benedikt Bjarnason 2019 – Benedikt Bjarnason

Formaður ritnefndar: Magnús Örn Helgason Hönnun og umbrot: Nielsen.is Myndir: Eyjólfur Garðarsson og fl. Prófarkalestur: Sigurður Gylfi Magnússon Prentun: Prenttækni


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


52


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.