Þór í 1. sæti. Fyrirliðinn skiptir máli!

Page 1

Þór Sigurgeirsson

1. sæti

Ég vil framúrskarandi samfélag og fallegt Seltjarnarnes til framtíðar!


Áherslur mínar

eru fjölbreyttar og fela m.a. í sér:

• Ábyrga fjármálastjórn – lægri álögur, skynsamur og hagkvæmur rekstur er forsenda alls. Ég vil að álögum sé stillt í hóf en um leið þurfum við að standa undir háu þjónustustigi og framþróun. Ég vil því velta upp og skoða nýjar og gamlar hugmyndir sem geta nýst bæjarsjóði til tekjuaukningar. • Grunnþjónusta verður ávallt í forgangi. Standa þarf vörð um öll okkar lögbundnu verkefni og gera það vel, skólarnir áfram í fremstu röð, velferðarmálin og að hlúð verði að eldri bæjarbúum og barnafjölskyldum. • Frumkvæði, framtíðarsýn – ný nálgun á bæjarmálin. Vinna að fleiri stafrænum þjónustulausnum til einföldunar og hagræðingar fyrir bæði íbúa og starfsfólk. Ég vil skapa og grípa tækifæri okkur til hagsbóta. • Jákvæð, opin og uppbyggileg samskipti. Hér búum við saman í einstöku samfélagi og dásamlegri náttúruperlu sem Seltjarnarnesið er. Njótum þess með jákvæðu samtali, samvinnu og líflegu mannlífi. • Íþróttir og lýðheilsa fyrir unga sem aldna. Ég vil vinna markvissar með heilsueflandi verkefni sem auka heilbrigði, ánægju og lífsgæði bæjarbúa auk þess að stuðla að forvörnum. • Aðlaðandi ásýnd bæjarins með viðhaldi og umhirðu. Seltjarnarnes er eftirsóknarvert sveitarfélag með sterka innviði. Það er hins vegar brýnt að fara í viðhald m.a. gatna, leiksvæða og fegrun umhverfisins. • Umhverfisvænn rekstur – Seltjarnarnes fremst í grænni þróun. Ég vil sjá okkur taka forystu í umhverfismálum og innleiða þá hugsun inn í allan rekstur bæjarins.


Fyrirliðinn skiptir máli! Kæru Seltirningar, Undanfarnar vikur hef ég farið víða um Nesið og átt einstaklega ánægjuleg samtöl við fjölda bæjarbúa. Ég upplifi áhuga á fyrirliða með þau persónueinkenni og tengsl sem ég bý yfir, þá ábyrgð vil ég axla! Ég stend fyrir jákvæð og uppbyggileg samskipti, er maður liðsheildar og mér er kappsmál að þjónusta og ásýnd Seltjarnarnesbæjar sé fyrsta flokks. Ég bið um sterkt umboð í 1. sætið og til að leiða öflugt, samtaka lið Sjálfstæðismanna næsta kjörtímabilið. Fyrirliðinn skiptir máli!

Þór Sigurgeirsson


Bakgrunnur minn er úr sölu- og markaðsmálum en ég hef alla tíð starfað í þeim geira, lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Undanfarin ár hef ég starfað við söluog verkefnastjórn hjá Rými ehf. Ég bý yfir reynslu af bæjarmálum en ég var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010 og hef setið í nefndum á vegum bæjarins. Ég er fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og sem faðir fjögurra barna frá 12-24 ára hefur aðkoma að skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi hér verið mikil. Ég er fastagestur í Sundlaug Seltjarnarness, spila golf í Nesklúbbnum og hjarta mitt slær með jafnaldra mínum, Gróttu, bæði „fædd“ í apríl 1967. Æfði handbolta og fótbolta og er í Old boys. Ég nýt þess að fara á leiki sem og að njóta útiveru á Nesinu. Ég er umfram allt stoltur Seltirningur og vil Seltjarnarnesi allt hið besta. Ég hef verið virkur í bæjarlífinu alla tíð, veit fátt skemmtilegra en að spjalla við bæjarbúa um málefni bæjarins og vil leggja mitt af mörkum til að gera samfélagið okkar enn betra.

Nánar um mig og áherslur mínar: og á xdseltjarnarnes.is

thor.sigurgeirsson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.