Heilsublað Nettó - September 2019

Page 7

Sælkera tortilla Atkins tortilla wrap Choco hazel Good Good Súkkulaðismjör Banani Jarðarber Kókosmjöl

Þú einfaldlega tekur vefjuna beint úr pakkanum, smyrð hana með súkkulaðismjörinu. Skerð niður banana og jarðarber og raðar ofan á súkkulaðið, stráir að lokum kókosmjöli yfir.

Pizza tortilla Það er frábært að nota vefjurnar sem pizzabotn, einfalt og bragðgott. Það er hægt að nota hvaða hráefni sem er, bara leika sér með möguleikana. Atkins tortilla wrap Violife smurostur, chili peppers Olifa tomatsósa með basil Oregano Heitt pizzakrydd Rauðlaukur

Paprika Tómatar Sveppir Döðlur Rifinn ostur Pizzan fer svo inn í ofn við 200°C í 12-15 min. Borin fram með ferski basiliku, klettasalati og sriracha sósu eða spicy mayo.

Súkkulaðibitakökur 120 gr hnetusmjör 120 gr möndlusmjör 1/3 bolli Sukrin Gold 2 egg 1/2 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 1 tsk möndludropar 1/3 bolli dökkt súkkulaði, saxað Þeytið saman hnetusmjör, möndlusmjör og Sukrin Gold. Bætið við eggjum og þeytið þar til fluffy. Bætið við matarsóda og dropunum. Að lokum súkkulaðinu. Bakið við 170°C í 10 min.

Snickersbitar 1 msk kókosolía 1 msk vatn 150 gr mjúkar döðlur 50 gr möndlumjöl 20 gr kakóduft Byrjið á því að taka steinana úr döðlunum og setjið í matvinnsluvélina ásamt vatninu og kókosolíunni og þeytið í mauk. Bætið þá við möndlumjöli og kakódufti.

Fletjið deigið út í 2 cm þykkan botn og kælið. Karamellan: 10 mjúkar döðlur 100 gr hnetusmjör ½ dl vatn 1 tsk vanillukorn Ögn af salti Blandið þessu vel saman í matvinnsluvél og setjið í skál.

Bætið þá við 200 gr af kasjúhnetum. Smyrjið þessu ofan á botninn og kælið aftur á meðan súkkulaðið er brætt. 200 gr dökkt súkkulaði brætt yfir vatnsbaði. Hella yfir kökuna og kæla. Taka út og skera í bita. Raða í box og geyma í kæli.

7


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.