Jólablað Nettó 2022

Page 1

Jólablað Nettó Guðrún Árný Best að slaka á í náttfötunum Sigga Beinteins Aðfangadagskvöld var ein stór veisla Þorsteinn Roy Jóhannsson Hlaup og hátíðarhefðir
Jólalegur börger Allt fyrir jólin á einum stað Allt í jólamatinn á einum stað
Sigmar
Vilhjálmsson
2 Frábær tilboð á hverjum degi til jóla Afsláttur í formi inneignar í appinu SÆKTU APPIÐ og byrjaðu að spara

Kósíheit og kræsingar um jólin

Kæri lesandi.

Nú er jólavertíðin að hefjast og fólk fyllist tilhlökkun. Því miður geta jólainnkaupin líka verið streituvaldur. Við hjá Nettó viljum létta undir með þér og einfalda innkaupin eins og við getum með því að bjóða upp á allt sem þarf fyrir jólin á einum stað.

Í Nettó er mikið úrval af matvöru, hefðbundnum jólasteikum og framandi freistingum, villibráð og sjávarfangi, grænmetis- og grænkeraréttum auk meðlætis og sætmetis. Við bjóðum upp á allskonar dagatöl, sögudagatal frá Storytel, leikfangadagatöl, súkkulaðidagatöl og spennandi dagatöl fyrir fullorðna. Jólasveinar fara ekki tómhentir úr Nettó því þar fæst ýmislegt smádót sem smellpassar í skó.

Leikfangaúrvalið hefur verið að aukast undanfarin ár og í verslunum okkar fást falleg og þroskandi leikföng fyrir krakka á öllum aldri. Við bjóðum einnig upp á forvitnileg spil og fjölbreyttar bækur, glæsileg og nytsamleg búsáhöld og snyrtivörur fyrir alla fjölskylduna. Þú getur því afgreitt jólagjafirnar á einu bretti í Nettó.

Það er skemmtilegt að baka saman og skreyta heimilið á aðventunni. Hjá okkur fæst allt sem þarf fyrir jólabaksturinn og líka tilbúið smákökudeig og piparkökuhús til að setja saman. Í verslunum okkar finnur þú allt sem þarf til að gera heimilið jólalegt: Kerti, ljós og glitrandi skraut.

Ef þér vex það í augum að fara í búð í jólaösinni viljum við benda þér á nýju og endurbættu netverslunina okkar á netto.is. Þar getur þú pantað allt sem þarf fyrir jólin og fengið sent heim að dyrum en heimsending er ókeypis út desember.

Okkur langar líka að benda þér á Samkaupa-appið sem er eitt stærsta vildarvinakerfi landsins. Með því færðu 2% afslátt í hvert skipti sem þú verslar en afslátturinn safnast fyrir í appinu í formi inneignar. Sérstök apptilboð eru auglýst reglulega og í desember er boðinn veglegur afsláttur af jólavörum á hverjum degi fram að jólum. Kynntu þér jóladagatal Nettó á þessari opnu.

Með Nettó geta jólainnkaupin verið skemmtileg og jafnvel afslappandi. Mundu að slaka á og gefa þér tíma til að njóta aðventunnar. Við óskum þér og þínum gleðilegrar hátíðar og gæfu og góðs gengis á komandi ári.

Með þökk fyrir samfylgdina í gegnum tíðina, starfsfólk Nettó.

Gjafakort Nettó

– einföld og góð gjöf

Þú getur keypt gjafakort Nettó í öllum verslunum okkar – hvar sem er á landinu. Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Þú getur keypt gjafakortið beint á kassa fyrirhafnarlaust. Það hefur aldrei verið einfaldara.

Hversu margar kna spyrnuhetjur getur þú nefnt? Hvað þekkir þú margar frægar kvikmyndastjörnur? Hljómar einfalt en tíminn er ÉG VEIT MEIRA er stútfullt spil af skemmtilegum og óvæntum efnisatriðum sem reyna á ímyndunara ið og hraða spilaranna.

FRÆGIR!

Þekkir þú frægt fólk úr mannkynssögunni? Þekkir þú persónur úr bíómyndum og bókum?

Mitt fyrsta

Hetjur Spekingar Listafólk Illmenni
Brautryðjendur
FLUGVÈL KAKA HUNDUR NOTIÐ ÍMYNDUNARAFLIÐ OG AUKIÐ ORÐAFORÐANN!
Mitt fyrsta Alias býður yngstu spilurunum upp á tækifæri til að tala og skemmta sér konunglega á meðan.
spilarar 12+ 2–6 mín. 30+ spilarar ára 12+ 4+ mín. 30+ Fjölskylda
SKEMMTILEG SPIL Í JÓLAPAKKANN

Þægilegri innkaup í netverslun Nettó

netto.is

5

Aðfangadagskvöld var ein stór veisla

Sigríður Beinteinsdóttir segir frá tónleikahaldi, jólahefðum og hugljúfum jólaminningum úr æsku.

Jólatónleikarnir „Á hátíðlegum nótum“ hafa verið fastur liður hjá Sigríði síðan 2009 en þeir voru haldnir 3. desember í ár. „Það er mjög gaman að undirbúa jólatónleikana. Undirbúningurinn byrjar strax í janúar því þá bóka ég salinn og hljóðfæraleikarana.“ Tónleikarnir voru einstaklega veglegir í ár. „Ég stækkaði bandið og bætti við blásurum og slagverki og var með fjóra frábæra gestasöngvara.“ Síðustu vikurnar fyrir tónleika er sérstaklega mikið að gera því þá er lokahönd lögð á sviðsmyndina í samstarfi við lýsingameistara Hörpu. Mikil vinna fer einnig í búningaval og -hönnun. „Ég skipti um kjóla þrisvar til fjórum sinnum á tónleikum og í ár var ég líka í smóking sem var steinaður svo hann myndi glitra því það þarf alltaf að vera smá bling á jólunum,“ segir Sigríður glöð í bragði. Hún leggur mikið upp úr lagavali. „Ég legg mikið í lagalistann og er lengi að velja lögin, í samstarfi við hina söngvarana, auðvitað. Ég er kannski með 100 laga lista til að byrja með og plokka svo úr. Röðin skiptir máli líka; það er ekki sama hvaða lög eru hlið við hlið. Svo eru alltaf einhverjar stórar bombur,“ útskýrir hún. Sigríður er alltaf með danspör á sviðinu því þetta er hátíð barnanna, eins og hún segir. Í ár var yngsta parið 5 ára. Á tónleikadaginn sjálfan er lokarennslið æft og síðan fylgja tvennir tónleikar. „Daginn eftir er ég eins og sprungin blaðra en þetta er rosalega gaman.“

Jólahefðir og jólagleði „Ég er mikil jólastelpa og er alltaf með jólastöðvarnar í gangi í bílnum,“ segir Sigríður. Hún setur upp jólaljós og nýtur þess að horfa á jólamyndir. Henni finnst jólin vera tími fjölskyldunnar og það er eitthvað við þennan árstíma sem gefur „hlýju í hjartað“, eins og hún segir. „Eftir að ég eignaðist börn er þetta enn meiri stemning. Við byrjum að skreyta snemma. Þótt þetta sé dimmur tími þá er hann skemmtilegur. Það er eitthvað sem gefur gleði.“

Það eru nokkrar hefðir sem Sigríður er mjög fastheldin á. „Á Þorláksmessu er alltaf skata. Jólin koma ekki fyrr en ég finn lyktina af skötu. Ég er að vestan og þar er skata mikið borðuð. Þegar ég var krakki þá borðuðum við skötu kannski einu sinni í mánuði. Núna borða ég hana bara á Þorláksmessu. Hún verður að vera. Þannig kyngi ég jólunum inn. Síðan, ef ég elda skötuna sjálf, sýð ég hangikjötið á Þorláksmessukvöld því það drepur niður lyktina. „Það er hefð

6

hjá mér á aðfangadag að bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur fyrir þau sem koma við með pakka og svo setjumst við niður til að spjalla.“

Á aðfangadagskvöld heldur Sigríður líka fast í hefðirnar. „Það er hamborgarhryggur í matinn á mínu heimili. Við borðum klukkan sex og hlustum alltaf á útvarpsmessuna. Þá eru jólin komin. Í ár kemur systir mín til mín á aðfangadag með börnin sín og pabbi minn, sem er orðinn níræður, kemur líka,“ bætir hún við af tilhlökkun.

Sigríður heldur fast í hefðirnar og býður upp á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld.

Jólaball hjá ömmu Siggu Sigríður ólst upp í hópi sjö systkina og eðlilega var mikið fjör á heimilinu. Hún lýsir því hversu erfitt var að bíða eftir því að opna pakkana en mamma þeirra var hörð á því að fyrst þyrftu allir að hjálpast að við að ganga frá eftir matinn. „Ég held að hún hafi viljandi verið að teygja þetta á langinn til að búa til enn meiri spennu. Ég hef haldið í þessa hefð líka með krökkunum mínum. Fyrst þarf að vaska upp, svo getum við opnað pakkana.“

Uppáhalds jólaminning Sigríðar er af jólaballinu sem amma hennar og nafna hélt fyrir barnabörnin á aðfangadagskvöld. „Þegar við vorum búin að opna pakkana fórum við til ömmu minnar á Langholtsvegi, sem var nafna mín. Þar var hlaðið kaffiborð. Hún spilaði á píanó og svo dönsuðum við í kringum jólatréð. Öllum krökkunum var hrúgað saman, ég man eftir ilmi af heitu súkkulaði og það var svo fallega skreytt. Aðfangadagskvöld var ein stór veisla.“

Uppskriftin sem Sigríður vill deila með lesendum er einmitt jólaís ömmu hennar sem er einfaldur og svo góður að allir bíða eftir honum með mikilli eftirvæntingu.

Jólaís ömmu Siggu

• ½ l rjómi

• 3 egg

• 6 msk. sykur

• ½ tsk. salt

• ½ tsk. vanillusykur

• 1 plata suðusúkkulaði frá Nóa Síríus (eða annað súkkulaði)

Aðferð

Þeytið rjóma og setjið til hliðar. Þeytið egg og sykur í annarri skál. Það þarf að þeyta mjög vel þar til blandan er ljósgul og engin sykurkorn eftir. Síðan er salti og vanillusykri bætt út í og það er nauðsynlegt að smakka aðeins til. Súkkulaðið er skorið smátt. Setjið rjómann út í egg- og sykurblönduna og hrærið honum varlega saman við með sleif. Blandið síðan súkkulaðikurlinu varlega saman við. Það er gott að hella blöndunni í sílikonform, annað hvort hringlaga eða aflöng, og setja síðan í frysti. Svo er þetta tekið fram á aðfangadag, hvolft á falleg fat og skreytt með berjum, rjóma, súkkulaði og/ eða karamellusósu.

7

Holta Hátíðarkjúklingur - stór og safaríkur -

Grunnur að góðri veislumáltíð
Léttreyktur eða óreyktur Íslenskurkjúklingur
Spennandi kjöt um jólin Kengúru-fille Nauta-ribeye Andabringa Krónhjartarsteik Hreindýralund Dádýrasteik Verslanir Nettó bjóða upp á fjölbreytt úrval af framandi kjöti. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi um jólin.
Andalæri confit Kalkúnn heill Gæsabringa Elgur Andaleggir Carpaccio Kalkúnaskip Gæs, heil

Best að slaka á í náttfötunum

Tónlistarkonan Guðrún Árný Karlsdóttir var í óðaönn við að skipuleggja jólatónleika þegar við tókum hana tali í lok nóvember. Hún gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum um sínar jólahefðir.

Um leið og það er komið myrkur þegar við vöknum til að fara í skólann, þá fara hvítu ljósin mín upp,“ segir Guðrún Árný. Hún byrjar snemma að skreyta. „Í nóvember byrja ég að setja upp mikið af rauðu: Rauða kertastjaka eða krukkur, rauð handklæði og rauða púða. Svo eru kakó og smákökubakstur í október og nóvember, alveg fram í byrjun desember.“

Jólahefðir og jólatónlist

Fyrir hver jól setur fjölskyldan upp jólaþorp inni í stofu. Þau halda líka upp á jóladagatal sem Guðrún Árný bjó til úr gömlum gallabuxum og laumar ýmsum glaðningum og góðgæti ofan í hvern vasa. Desember er að mestu frátekinn fyrir tónlist en árlegu jólatónleikar Guðrúnar Árnýjar fara fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 11. desember. „Ég er svakalega hefðbundin þegar kemur að jólatónlistinni. Ég breyti lítið lagavalinu mínu, því fyrir mér er það jólalegast sem maður er vanur að heyra og heyrir ár eftir ár. Ég bæti bara örlitlu nýju við.“

Guðrún Árný gaf þó út glænýtt lag fyrir jólin. „Ég var að gefa út nýtt jólalag sem er um mig og minninguna þegar ég hitti manninn minn fyrst. Þegar maður gefur út lag sem er svona persónulegt, þá tekur það alveg á taugarnar. Ég er svo stolt

12
Jóladagatal heimilisins

Engiferkökur (piparkökur)

• 500 g púðursykur

• 2 egg

• 250 g smjörlíki

• 500 g hveiti

• 1 tsk. lyftiduft

• 1 tsk. matarsódi

• 1 tsk. negull

• 1 tsk. kanill

• 2 tsk. engifer

Krem

1 eggjahvíta Flórsykur Vanilla Matarlitur

Aðferð

Stillið ofninn á 180°C. Hrærið saman smjörlíki, púðusykri og kryddi. Hrærið síðan eggjunum saman við. Bætið hveiti, geri lyftidufti og matarsóda út í deigið og hrærið öllu saman.

Best er að fletja deigið út með því að setja stóra kúlu á smjörpappír, leggja annað blað af smjörpappír ofan á og rúlla yfir með kökukefli. Svo er efri smjörpappírinn tekinn af og form notuð til að skera út kökur. Þannig þornar deigið ekki með of miklu hveiti. Bakið kökurnar við 180°C í 8–10 mínútur.

Til að búa til kremið er best að þeyta eggjahvítuna og bæta flórsykri út í smám saman þar til kremið er orðið hæfilega þykkt. Setjið nokkra vanilludropa út í og þann matarlit sem þið viljið.

af laginu; ég samdi bæði lag og texta. Það heitir Desember og er á öllum miðlum,“ segir hún og bætir við að hún vonist til að sem flestir hlusti á lagið.

Afslöppun og jólaís Guðrún Árný segist vera frekar vanaföst í kringum jólin. „Ég baka það sama á hverju ári. Jólaboðin eru fastur punktur á aðventunni, bæði nokkrir hittingar fyrir aðfangadag og svo stórfjölskylduhittingarnir eftir jól.“ Svo er mikilvægt að muna að slaka á. „Ef ég fer ekki úr náttfötunum, þá slaka ég mest á,“ segir Guðrún Árný og hlær. „Þetta er ágætt trix.“

Á aðfangadag fagnar fjölskyldan heima og stundum eru ömmur og afar með. „Við setjumst niður að borða kl. 18. Hlustum á klukkurnar hringja inn jólin og borðum saman og hlustum á messuna. Svo opnum við pakkana og fáum okkur ís seint um kvöld.“

Ísinn er eiginlega hápunkturinn. „Mín helsta hefð er að gera jólaísinn hennar ömmu minnar; án hans væru bara ekki jól hjá mér. Mér finnst hann svo góður að ég borða yfir mig og geri hann þess vegna BARA á jólunum.“ Þegar við biðjum Guðrúnu Árnýju um að deila uppskrift með lesendum, segir hún kímin: „Amma mín myndi bilast ef ég deildi ísuppskriftinni, svo ég læt það duga að deila uppáhalds smákökunum okkar.“

Jólaþorpið í stofunni

13

ICELAND

Hangireyktur lax frá Fisherman færir ykkur jólin

www.fisherman.is
Úrbeinaður hangiframpartur Úrbeinað hangilæri Hangigrís úr hnakka Bayonneskinka Úrbeinaður hamborgarhryggur Ljúffengur gæðabiti um jólin

Hangikjötið frá Kjarnafæði hátíðar- og jólastemmningu

Taðreykt norðlenskt hangikjöt og Húskarla hangikjöt (tvíreykt) er sérvalið fyrsta flokks íslenskt lambakjöt með ljúffengu, ríku og hefðbundnu reykbragði.

Hráefnið er valið, verkað og reykt af kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins sem í áraraðir hafa þróað og fullkomnað hina hefðbundnu, aldagömlu reykingaraðferð Íslendinga.

Veldu gæði - veldu Kjarnafæði

Kjarnafæði skapar sannkallaða jólastemmningu

Húskarla hangikjöt (tvíreykt)

Hlaup og hátíðarhefðir

Þorsteinn Roy Jóhannsson, ljósmyndari og landsliðsmaður í utanvegahlaupum, segist vera frekar hógvær þegar kemur að jólaskrauti og -undirbúningi en leggur áherslu á að njóta hátíðanna með vinum og fjölskyldu.

Þorsteinn Roy er tiltölulega nýkominn heim eftir að hafa keppt með íslenska landsliðinu í utanvegahlaupum í Chiang Mai í Tælandi í byrjun nóvember. „Hlaupið var 80 km langt með tæplega 5.000 metra hækkun. Það var mjög krefjandi vegna mikils hita en brautin var ótrúlega skemmtileg. Hlaupið var um fjalllendar uppsveitir Chiang Mai og fengum við að sjá ótrúlega fallegan hluta Tælands í brautinni. Ég kláraði hlaupið á 9 klukkustundum og 42 mínútum sem ég er mjög stoltur af,“ segir Þorsteinn Roy. „Hins vegar veit ég að ég á nóg inni fyrir næstu áskoranir og er strax farinn að hlakka til að keppa á stóra sviðinu á ný. Það er eitthvað svo ótrúlega gefandi við að gefa sig allan í svona verkefni. Það krefst margra mánaða undirbúnings og keppnisdagurinn sjálfur er í rauninni bara lítill hluti af ferlinu. Þess vegna er um að gera að njóta þess að hlaupa, hugsa vel um sig og æfa vel með góðum vinum. Sá vinnur sem mest hefur gaman!“

Samverustundir í skammdeginu

Aðspurður út í jólaundirbúninginn, segir Þorsteinn Roy hann vera nokkuð hógværan. „Við setjum upp jólaseríur og ljós til þess að lýsa upp skammdegið, bökum smá og reynum

að hafa það notalegt. Ég á dóttur sem verður tveggja ára snemma á nýju ári og það er virkilega gaman að gera eitthvað jólalegt með henni. Við fjölskyldan bökuðum hollar piparkökur saman um daginn sem slógu rækilega í gegn, bæði baksturinn og kökurnar sjálfar.“

18
Kominn í mark í Chiang Mai

Samveran er Þorsteini Roy mikilvægust. „Mér finnst skipta mestu máli að njóta með vinum og fjölskyldu. Jólatíminn er alltaf ljós og skemmtilegur punktur í skammdeginu í desember og mér finnst þetta mjög notalegur tími þrátt fyrir stutta daga og mikið myrkur. Það er góður andi í samfélaginu og allir að reyna að láta sér líða vel og gera eitthvað skemmtilegt.“

Spilakvöld og piparkökur Þótt Þorsteinn Roy vilji helst ekki vera of vanafastur finnst honum jólin vera hátíð hefðanna. „Um jólin þá mega allir halda fast í sínar hefðir fyrir mér; það er gaman að kynnast þeim sem flestum. Hefðir, sérstaklega jólahefðir, vekja upp mikla nostalgíu og ég tengi alveg við að fá mér sopa af jólaöli sem triggerar einhverja góða jólaminningu frá því að ég var barn. Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að fá heimagert laufabrauð með smjöri og sopa af jólaöli einhvern tímann yfir hátíðirnar.“

Þorsteinn Roy ólst upp í Svínafelli í Öræfum og fjölskylda hans var alltaf með heimagert London-lamb í jólamatinn. „Mér finnst það mjög jólalegt út af hefðinni einni saman. En núna finnst mér gaman að breyta til og prófa allskonar nýtt. Það sem er á boðstólum skiptir mig ekki öllu máli; ég hef aldrei fengið vondan mat á jólunum. Jólamaturinn stendur alltaf fyrir sínu með öllu sínu meðlæti.“

Hann hélt mikið upp á spilakvöldin í sveitinni. „Ég man eftir því þegar ég var yngri þá gengum við oft yfir á næsta bæ til að spila félagsvist. Þessi spilakvöld entust oftast langt fram á nótt og það var mikið hlegið. Það er gaman að rifja upp svona minningar af því að nú gerir maður þetta ekki lengur, búandi í Reykjavík. Það er reyndar spurning hvort

Heimagert múslí

• 150 g heslihnetur

• 150 g möndlur

• 140 g graskersfræ

• 140 g sólblómafræ

• 140 g sesamfræ

• 400 g grófir hafrar

• 10 g salt

• 125 g ólífuolía (hágæðaolía)

• 250 g hunang

• 1 vanillustöng

Aðferð

Best er að blanda þurrefnunum saman í stórri skál. Skálin ætti að vera hálffull svo það sé nóg pláss fyrir næstu skref. Ég sker hneturnar niður til þess að hafa bitana aðeins minni. Hunang og ólífuolía eru sett í stóran pott. Fræin eru skröpuð úr vanillustönginni og bæði fræjum og stöng er bætt út í pottinn. Leyfið innihaldinu að hitna það mikið að það myndast froða og umfangið tvöfaldast eða þrefaldast.

Hellið úr pottinum yfir þurrefnin í skálinni og hrærið vel með sleif. Hellið úr skálinni á ofnplötu (ofnplötur) og bakið við 150° til 170°C. Hrærið í múslíinu á 10 mínútna fresti og bakið þangað til það fær fallegan, gylltan lit. Takið múslíið út og leyfið því að kólna.

maður ætti ekki að taka upp á þessu hérna fyrir sunnan? Ef nágrannar mínir lesa þetta mega þeir endilega bjóða yfir í spilakvöld og piparkökur!“

Þorsteinn Roy bætir við að honum finnist ánægjulegt að upplifa jólin með augum dóttur sinnar. „Síðustu jól voru fyrstu jól dóttur minnar og það var mjög gaman að fylgjast með hennar upplifun af öllu þessu hátíðarstússi. Ég held að það verði ennþá skemmtilegra í ár þar sem hún er orðin eldri og skilur mun meira hvað er að gerast.“

Hreyfing, slökun og næring Þorsteini Roy finnst hann slaka best á í kjölfar æfingar. „Það er alltaf best að slaka á þegar maður er búinn að hreyfa sig eða gera eitthvað yfir daginn. Mér finnst nauðsynlegt að hreyfa mig í jólafríinu og að nýta þessa frídaga í eitthvað skemmtilegt. Ef veðrið er gott er tilvalið að skella sér í fjallgöngu eða gott fjallahlaup, til dæmis. Ég reikna fastlega með því að vera duglegur að æfa inn á milli rólegheitastunda í jólafríinu. Það gerir afslöppunina mun betri.

Honum finnst gaman að elda og gera tilraunir í eldhúsinu. „Ég hef gaman af því að elda eftir nýjum uppskriftum og einnig að sleppa uppskriftinni og blanda allskonar dóti saman og sjá hvort það bragðist ekki bara ágætlega. Ég væri að ljúga ef ég segði að það hefði alltaf heppnast vel!“ Þorsteinn Roy gerir hins vegar reglulega heimagert múslí eftir uppskrift meistarakokksins Frederik Bille Brahe. „Uppskriftin hentar jafn vel um jólin sem og í sumarfríinu en ég mæli með að skera niður mandarínur og jafnvel mylja eina piparköku yfir múslíið í jógúrtskálinni til þess að setja smá jólabrag á þetta.“

Aðalatriðið er að leyfa múslíinu að bakast hægt og rólega svo hneturnar brenni ekki og verði beiskar. Það má skipta út hnetum að vild, mér finnst til dæmis mjög gott að bæta við pekanhnetum.

19

Skemmtilegi hvolpurinn

Dásamlegur heimur

MÚMÍN

Depill

Hamborgarhryggurinn frá Kjötseli er ómissandi partur af jólahaldi landsmanna.

ELSTA JÓLAHEFÐIN OKKAR SNÝR AFTUR

áratugaskeið mynduðust langar biðraðir við húsnæði Ölgerðarinnar fyrir jólin þar sem fólk mætti með eigin brúsa til að hafa allt klárt fyrir hátíðarnar. Hlutirnir eru einfaldari nú til dags og hið hefðbundna Hvítöl fæst nú í fallegum flöskum sem eiga eftir að sóma sér vel á jólaborðum Íslendinga um langa framtíð.

23 með sultu og kremi með sveskjusultu með kremi með rabarbarasultu >> vertu á myllan.is > nánar á myllan.is Vinsælu Myllu Jólaterturnar eru komnar í verslanir - finndu þína uppáhalds strax í dag Bragðaðu þær allar - kauptu Myllu Jólatertur

Matarveisla, gjafir og spil

Sigmar Vilhjálmsson er þekktur fyrir frumlega hamborgara og hér er uppskriftin hans að ekta „jólabörger“. Hann deilir einnig matseðli fjölskyldunnar á aðfangadag með lesendum.

Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og flestir kalla hann, leggur mikið upp úr matargerð og samveru með fjölskyldu í kringum jólin. „Við höfum haft það fyrir sið að stórfjölskyldan hittist í skötu á Þorláksmessu og þá skiptumst við á gjöfum. Um kvöldið er farið í miðbæjarrölt ef veður leyfir, annars er Þorláksmessukvöld nýtt til að undirbúa matargerðina á aðfangadag.“

Matseldin hefst um hádegi Aðfangadagur fer að miklu leyti í matarundirbúning. „Matseldin hefst um hádegi. Á mínu heimili er jólamaturinn humar eða aspassúpa í forrétt, rjúpur í hliðarrétt, hreindýralundir í aðalrétt með allskonar skemmtilegu meðlæti, eins og rauðvínsperum, villisveppasósu og sætkartöflurétti. Í eftirrétt er heimagerður ís eða mús; í ár verður það súkkulaðipiparkökumús sem er einmitt nýjung hjá okkur í Minigarðinum fyrir þessi jól. Í fyrra var það klárlega Þristamúsin sem heillaði þjóðina.“

Simmi vandar sig sérstaklega við aðalréttinn svo hann heppnist vel. „Þegar hreindýralund er elduð skiptir miklu máli að snyrta hana vandlega og fjarlægja allar sinar. Síðan er henni lokað á pönnu við snöggsteikingu um hádegi og hún látin standa alveg til kl. 17.52 undir kryddjurtum.“ Síðan er lundin elduð í ofni í mesta lagi 8 mínútur, útskýrir hann. „Þegar klukkan hringir á RÚV þá er lundin tekin út og látin standa á meðan forrétturinn er borðaður. Þá er hún til.“

Spilað fram á nótt

Hreindýrið er aðeins einn af mörgum hápunktum kvöldsins. „Eftir átveisluna taka við hefðbundin pakkaopnunarstörf með kaffi og konfekti. Upp úr miðnætti ráðast úrslit í borðspilakeppni fjölskyldunnar. Sigurvegarinn er krýndur og fær glaðning.“

Ekta jólabörger Simma Vill

Hráefni

• 175 g Barion borgari

• Reykt beikon, steikt

• Djúpsteiktur (eða örbylgjuhitaður) Camembert

• Trönuberjasósa (eða sulta, má vera bláberja)

• Barion gráðaostasósa

• Klettasalat

• Flögur með dilli

• Salt, pipar og rósmarín

Aðferð

Gott er að krydda hamborgarann með salti, pipar og smá rósmarínkryddi.

Setjið gráðaostasósu og klettasalat á neðra brauðið. Síðan kemur hamborgarinn með beikoni og Camembert-osti. Loks fer trönuberjasósan yfir (ekki mikið) og dillflögur efst til að fá stökka áferð. Lokið borgaranum síðan með efra brauðinu.

Gott er að smjörsteikja brauðið að innanverðu til að gera þetta sérlega safaríkt.

24
FRÁFJÖLSKYLDUn ni áreykjabúinu KALKÚNN FRÁ ÍSFUGLI ER REKJANLEGUR TIL BÓNDA Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á isfugl.is

Þegar hátíð gengur í garð er nauðsynlegt að gera vel við sig og sína — og jólaúrvalið hjá Kjörís er sérstaklega hátíðlegt í ár. Hafðu það sætt og gott um jólin með Kjörís.

Bragðið sem býr til jólin

Þegar kemur að jólasteikinni koma málamiðlanir ekki til greina. Hamborgarhryggurinn okkar er sérlega safaríkur, bragðgóður og úr fyrsta flokks hráefni. Þá er hangikjötið alltaf ómissandi á jólaborðum Íslendinga enda er það taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja

KEA - Hefð fyrir gæðum

Sjóðið rólega í u.þ.b. 60 mín. Takið pottinn af hellunni og látið kjötið standa í soðinu í 60 mín. Berið fram eða kælið í ísskáp. Fyrir kælingu er gott að setja hangikjötið í plastpoka til að hindra lykt og þornun.

Sjóðið í vatni við vægan hita í 70 mínútur. Smyrjið með púðursykri og steikið í ofni við 190°C í 20 mínútur. Látið standa á borði í 10 mínútur áður en hryggurinn er skorinn.

HAMBORGARHRYGGUR
HANGIKJÖT

Öll jól

Kemur með jólin til þín

31

Hollari kostur um jólin

32
100% íslenskt, ferskt og hreint gæðakjöt frá Kjötborðinu Lambalæri Nautalund Grísalund Lambafille með fitu Lambakóróna Folalda innralæri Lúxus grísapurusteik Grísakótilettur

Gjafasett fyrir hann og hana

Gjafasett Men's Hemp & Bergamot Wash Bag Baylis & Harding 3.199 kr.

Gjafasett Men's Citrus Lime & Mint Water Bottle Baylis & Harding 1.899 kr.

Gjafasett Mulberry Fizz Round Tin Baylis & Harding 1.599 kr.

Handáburður Baylis & Harding, 75 ml., Lemongrass and Ginger 619 kr.

Beauticology Sprinkles

Small Gift Bag Baylis & Harding 1.019 kr.

Gjafasett Men's Hemp & Bergamot Boxed Mug Baylis & Harding 1.899 kr.

Elements body care set

White tea & neroli Baylis & Harding 2.019 kr.

Freyðibað Beauticology

Unicorn Candy Baylis & Harding, 500 ml. 549 kr.

Wild Fig & Pomegranate Hand Wash & Lotion Set - Baylis & Harding 1.319 kr.

34
Úrvalið
er mismunandi eftir stærð verslana..

Lesum og skrifum

36

Jólabækur

Kyrrþey Útkall - SOS - við erum á lífi Reykjavík Gættu þinna handa Játning Sjálfsræktardagbókin Hungur Flói bernsku minnar
Verslanir Nettó eru með allar bækurnar sem þú þarft að lesa um jólin – á frábæru verði!
Lára fer í útilegu Jón Oddur og Jón Bjarni Skólaslit Litlu börnin læra orðin með púslkubbum Lærum með sveinka Lára fer á skíði Gratiana Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa Snjókorn falla Hrekkjavaka með Láru Bannað að ljúga Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana.
HM bókin
Leikföng í jólapakkann Bangsi ljón 25cm 2.529 kr. Barbie óskaballerína Mattel, 3 ára+ 9.599 kr. Dúkka 35,5 cm. 3 ára+ 2.929 kr. Kerra Ella Doll 3 ára+ 8.079 kr. Hvolpasveitarturn Nickelodeon, 3 ára+ 13.129 kr. Hvolpasveit Icebraker Spil Nickelodeon, 5 ára+ 3.029 kr. Disney Vetrarveröld Önnu og Elsu LEGO, 4 ára+ 11.119 kr. Mitt fyrsta Alias 6.059 kr.
Barbie Snyrtivörur í bakpoka, 3
4.649 kr.
Imagine Ink Movie Litabók 3 ára+ 1.019 kr.
People Prinsessur Fisher Price, 1 stk. 18 mánaða+ 4.649 kr.
Jurassic World '93 Jeep Wrangler Matchbox, 3 ára+ 4.849 kr.
dúkka Royal shimmer Disney, 1 stk. 3
2.899 kr.
2 dúkka Elsa Disney, 3 ára+ 5.499 kr. DUPLO Villtu dýrin í Afríku LEGO, 2 ára+ 2.329 kr. Hvolpasveit minifígúrur 6 stk. Nickelodeon, 3 ára+ 2.729 kr.
Baðleikfang Rauð panda LEGO, 18 mánaða+ 2.329 kr. Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana.
ára+
Hvolpasveit
Little
Bíll
Disney
ára+
Frozen
DUPLO
City Lögreglubíll LEGO, 5 ára+ 2.529 kr. CITY vegavinnubíll LEGO, 4 ára+ 2.429 kr. Flutningabíll 1 stk. 819 kr. Marvel Spider-man Techno Trike LEGO, 4 ára+ 2.229 kr. IR Robot 2.999 kr. Jóladagatal City LEGO, 5 ára+ 4.949 kr. Föndurleir Play-Doh Neon Color Play-Doh, 8 stk. 2.019 kr. Imagine Ink litabók Jurassic World, 3 ára+ 1.269 kr. Leiksett Play-Doh Smoothie creation Play-Doh, 1 stk. 919 kr. Minies Marvel Goo Jit Zu, 1 stk. 4 ára+ 1.519 kr. Úrval leikfanga er misjafnt eftir stærð verslana.
Ég veit meira 12 ára+ 7.379 kr. Evrópa spurningaspil 6.899 kr. Nerf Elite 2.0 byssa Nerf, 8 ára+ 2.899 kr. Nerf Elite 2.0 Prospect QS-4 blaster Nerf, 8 skot. 8 ára+ 2.329 kr. Marvel Black Panther Mech Armor LEGO, 7 ára+ 2.329 kr. Minecraft verslunarstaður LEGO, 8 ára+ 4.649 kr. Peppa Pig Weebles Friends Peppa Pig, 18 mánaða+ 6.059 kr. Mótorhjól 12,5 cm. 1 stk. 3 ára+ 559 kr. Brunabíll m/ljósum og hljóði 28 cm. 3 ára+ 2.929 kr. Peppa Pig Weebles Friends Peppa Pig, 18 mánaða+ 6.059 kr. Ninjago Lloyd's Spinjitzu ninjaæfing LEGO, 6 ára+ 2.329 kr. Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana.
Fallegar jólavörur Bleikur álfur 28 cm 2.019 kr. Ilmkerti Apple Cinnamon Starlytes, 18oz 1.319 kr. Floating Candle Rosegold með fjarstýringu Premier, 15 cm, 10 stk. 5.049 kr. Jóla snjókúla 4,5 cm. Winteria, 1 stk. 719 kr. Kerti Pillar Candle Cube Beige 6 cm. 519 kr. Kerti Pillar Candle Cube Dark Red 6,8 cm 619 kr. Tree leather Winteria, 200 gr., 43 cm. Hvítt 1.719 kr. Mús stytta hvít 17 cm, 1 stk. 1.519 kr. Ljósasería LED 50 ljósa með batterí Cold White. 5 metrar 559 kr. Ljósasería 600 mini LED Finnlumor, Cold White. 30 metrar. 5.559 kr. Pappaskraut tré dökkgrænt Winteria, 20 cm. 719 kr.

Jólaljós Pappa Dalía

Finnlumor, 52 cm 9.089 kr.

Ljósasería Light Daisy Finnlumor, hvít. 50 cm 2.529 kr.

Hnetubrjótur gylltur Winteria, 16 cm. 1 stk. 1.319 kr.

Pappaskraut Demantur Bleikur Winteria, 3 stk. 10 cm 1.419 kr.

Pappaskraut Demantur Brúnn Winteria, 3 stk. 10 cm 1.419 kr.

Ljósaería LED Mary Finnlumor, 40 cm. 2.019 kr.

Jólasveinahúfa 719 kr.

Elf on the shelf 30 cm 2.019 kr.

Servíettur Bambi Ivana Helsinki, 33 cm 619 kr.

Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana.

46
100% ávextir Engin aukaefni
VALOR KONFEKT JAFNVÆGI OG VELLÍÐAN YFIR JÓLIN

Hver er þér svo kær?

Á hátíðum og hvers kyns hamingjustundum jafnast einfaldlega ekkert á við konfekt. Gefðu þeim sem er þér svo kær gleðistundir með ljú engu konfekti frá Nóa Síríus.

Gott að gefa, himneskt að þiggja!

Jólaleikur

NETTÓ OG COCA-COLA

Kauptu kassa með 10 dósum af Coca-Cola með eða án sykurs og þú getur unnið gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrir í þeirri ferð.

Yfir80viðskiptavinir fávinning!

Þú kaupir kassa með 10 dósum af Coke*, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Coke kassann í næstu Nettó verslun.

Á Þorláksmessu fá 5 heppnir í hverri Nettó verslun gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og er á kassakvittun.

50
*Gildir fyrir
með
Coca-Cola
eða án sykurs.

Allt fyrir jólin í Nettó!

Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á Granda og í Mjódd og í netverslun er hægt að versla heima í stofu og fá vörur sendar heim eða í næstu verslun á landsbyggðinni.

Dagana fyrir jól er opið til kl. 21 eða 22 og til kl. 23 á Þorláksmessu í öllum verslunum.

Kynnið ykkur lengda opnunartíma milli jóla og nýárs og skerta opnunartíma á aðfangadag og gamlársdag á netto.is/verslanir.

Athugið að allar verslanir eru lokaðar á jóladag og nýársdag.

Með hátíðarkveðju, Nettó

Búðakór • Grandi • Hafnarfjörður • Lágmúli • Mjódd • Mosfellsbær • Nóatún • Salavegur • Selhella • Hrísalundur Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.