Page 1

KETÓ VEGAN LÍFRÆNT UPPBYGGING HOLLUSTA FITNESS KRÍLIN UMHVERFIÐ ALLT AÐ

25% AFSLHEÁILSUT-TOGUR AF LÍFSSTÍLSVÖRUM

Lægra verð – léttari innkaup

TILBOÐIN GILDA 12. - 22. SEPTEMBER 2019


KOMDU Á HEILSUDAGA – BARA FYRIR ÞIG! Heilsudagar Nettó eru nú formlega settir og við hlökkum gríðarlega til að taka þátt í þínu næsta skrefi í átt að betri lífsgæðum! Hvort sem þú ætlar að draga úr áhrifamætti sykurpúkans á heimilinu, leggja ríkari áherslu á lífrænt eða taka næsta skref í umhverfismálum. Heilbrigðara líferni samanstendur jú af ýmsum ólíkum þáttum og allt telur! Þú sérð það á verslunum okkar vítt og breitt um landið, þær eru pakkfullar af gómsætum hollari valkostum og spennandi lausnum – og úrvalið hefur satt að segja aldrei verið meira! Sérsniðin tilboð í anda Heilsudaga, mismunandi eftir dögum og sum allan tímann. En byrjum á þér, lesandi góður. Þú getur þakkað sjálfum þér fyrir fjölbreytnina þegar kemur að hollari valkostum í verslunum Nettó, því við leggjum okkur fram við að mæta kröfum viðskiptavina – og viðskiptavinir Nettó vilja mjög áþreifanlega veglega heilsudeild, meira lífrænt, mikið grænt og kjósa umhverfisvænt. Þú sérð það í hillunum okkar. Við erum afskaplega ánægð og stolt af því að geta sagt fullum fetum að fólkið sem kemur til okkar, velur aðeins það besta fyrir sig og sína – á besta verðinu. Heilsudagarnir eru alltaf bomba – hvort sem er í janúar eða september. Við sjáum sömu andlitin aftur og aftur og sífellt fleiri bætast við. Það er fyrir okkur ansi góður vitnisburður. Það er einstaklega skemmtilegt að upplifa orkuna sem skapast á Heilsudögum í hvert einasta skipti. Þessi óviðjafnanlega orka er allt í senn sambland af jákvæðni, eldmóði og viljanum til að hámarka eigin lífsgæði. Maður minn lifandi – það jafnast ekkert á við að fá að hjálpa til við það! Verið því hjartanlega velkomin, öll sem eitt. Við erum klár í allar áskoranirnar með þér – á þínum forsendum. Starfsfólk Nettó um allt land.

2

ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI ÞÚ GETUR NÚ PANTAÐ MATVÖRU Í GEGNUM VEFVERSLUN NETTÓ OG SÓTT Í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM: Mjódd ∙ Granda ∙ Lágmúla ∙ Kópavogi ∙ Hafnarfirði Reykjanesbæ ∙ Grindavík ∙ Akureyri ∙ Borgarnes ∙ Höfn Egilsstöðum ∙ Selfoss ∙ Húsavík ∙ Ísafirði Fylgstu með okkur á Facebook og netto.is

ÞÚ FÆRÐ FJÖLNOTAPOKA Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ Slíkir pokar rúma meira magn en venjulegir plastpokar, eru sterkari og slitna síður. Auk þess er mun ódýrara að nota fjölnotapoka en plastpoka til lengri tíma.


Grænt og gómsætt! Nú erum við loksins komin með lífræna ávexti og grænmeti frá Änglamark í Nettó. Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að ekki eru notuð eiturefni í ræktuninni. Það er betra fyrir þig og fyrir jörðina.

25% Gulrætur og avókado ídýfa

Létt, ljúffengt og lífrænt millimál Skerðu avókadóið í helming og fjarlægðu steininn. Skafðu avókadóið út og stappaðu það. Hrærðu saman sýrðum rjóma eða annarri sýrðri mjólkurvöru. Bættu við smá salti, pipar og sítrónusafa. Dýfðu lífrænum Änglamark gulrótum í ídýfuna og njóttu!

AFSLÁTTUR


náttúrulegar og heilsusamlegar vörur í matargerD og bakstur

25% AFSLÁTTUR


ÞÚ FINNUR VERSLANIR NETTÓ

Á 17 STÖÐUM VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ

Lágmúli • Mjódd • Salavegur • Grandi • Búðakór Krossmói • Grindavík • Glerártorg • Hrísalundur Borgarnes • Höfn • Egilsstaðir • Selfoss • Húsavík Iðavellir • Hafnarfjörður • Ísafjörður Lægra verð – léttari innkaup


HVERS VIRÐI ER HEILSAN?

Telma Matthíasdóttir hefur þjálfað og unnið sem heilsuráðgjafi í fyrirtæki sínu Fitubrennsla.is í 16 ár og rekur Bætiefnabúlluna ásamt Bjarna unnusta sínum. Telma er vel þekkt fyrir gríðarlega góðan árangur með viðskiptavini sína og er mikil hvatning fyrir okkur hin á samfélagsmiðlum sínum þar sem hún er dugleg að æfa, elda, baka og njóta. Ég tók skrefið fyrir 18 árum. Þá var ég 100 kg og þunglynd eftir nokkrar megrunartilraunir. Ég keypti mér aðstoð hjá næringarfræðingi og þjálfara og það tók mig 2 ár að gera nýju breytingarnar að mínum lífsstíl, síðan þá hef ég unnið við það að hjálpa fólki að bæta heilsuna og fræða það um heilbrigði.

um boð og bönn, að svelta eitt orkuefni eða ofnota, freistast til að kaupa vöru sem á að virka betur enn líkami þinn og halda að það þurfi ekki að hafa fyrir því að bæta heilsuna.

SMÁ HVATNING TIL ÞÍN FYRIR HAUSTIÐ

Í dag er mun auðveldara að sækja hollari valkosti í næstu matvöruverslun. Nettó leitaði til okkar í Bætiefnabúlluna vegna mikillar eftirspurnar eftir Atkins vörunum Skrifaðu niður ástæðurnar, af hverju þú Heilsan á hug minn allan í dag. Hún er sem eru hannaðar fyrir fólk með sykursýki. vilt breyta lífsstílnum þínum. það dýrmætasta sem við eigum og við Flestir vilja forðast sykur en njóta þess að verðum að bera virðingu fyrir henni. Það er fá sér einstaka sinnum bragðgott nammi, Skrifaðu hjá þér hversu hvetjandi það er heljarinnar vinna að byggja hana upp aftur pasta, brauð, hrökkkex, vefjur og múslí. Við fyrir líkama þinn og sál að huga vel að ef hún hrynur. Ef við erum á þeim stað í vitum öll að sykur er ekki jákvæður fyrir hreyfingu og hollu mataræði. lífinu að við sofum illa, erum döpur, orkulaus heilsuna og því er nauðsynlegt að njóta hans og þráum bætta heilsu, bæði andlega og í hófi. Atkins er langstærsta lágkolvetna Ekki einblína bara á útlitslega þætti. líkamlega, þá verðum við að bretta upp fyrirtæki í heimi og mætir þessum kröfum. Hafðu það í huga hversu breyttur lífsstíll ermarnar. Við viljum öll hafa næga orku til að Svo komu tilbúnu prótein pönnukökurnar mun breyta miklu fyrir þig andlega. komast í gegnum daginn og það er ekki til sú með fyllingunni. Mjög góður kostur fyrir töfralausn að koma sér í form án fyrirhafnar. alla sem vilja góðan prótein- og trefjaríkan Mundu svo að góður svefn, vatn og bros millibita, tilvalið fyrir eldra fólkið sem þarf er ódýrasta og besta leiðin til lifa Að styrkja líkama og sál á ekki að vera erfitt að bæta inn próteini og bragðgott nesti góðu lífi. og leiðinlegt heldur á að fylgja því tilhlökkun. fyrir krakkana. Það einfaldlega elska allir Til að halda það út þá verður þú að fylla þessar pönnukökur. Nettó er með puttann bakpokann af þeim verkfærum sem þú munt geta borið alla ævi. á púlsinum, með ótrúlegt úrval af heilsuvörum. Það er okkur Tileinka þér næringu sem þér líður vel af, og hreyfingu sem þú neytendunum að þakka því við óskum eftir þessu. Áfram við. hlakkar til að stunda. Næring og hreyfing er svo miklu meira en bara hitaeiningar og sviti, bæði gerir líkamanum kleift að byggja upp og Að lokum viðhalda heilbrigðum líkama og hjálpar okkur að hugsa skýrt. Það Festu það í minnið að góður svefn, vatnsdrykkja og að brosa er er ekkert varið í það að vinna sér inn útlitslegar breytingar ef maður ódýrasta og besta leiðin til lifa góðu lífi. missir heilsuna í leiðinni, andlega brunninn og óhamingjusamur. Þið getið fylgst með Telmu á Instagram og Snapchat: fitubrennsla Eftir að hafa fórnað dýrmætum tíma af lífinu í megrun eða eytt háum fjárhæðum í feitletraða töfravöru sem á að gera kraftaverk. Neibb, ég get lofað ykkur því að þessi vara er ekki til. Líkami þinn er þitt kraftaverk, hlustaðu á hann.

25%

Ekki setja þér strangar reglur, tímaramma, boð og bönn sem ýtir undir átröskun og óheilbrigt samband við mat. Skyndilausnin er langversta lausnin, hún er dæmd til að mistakast, það sama á við

6

AFSLÁTTUR


Sælkera tortilla Atkins tortilla wrap Choco hazel Good Good Súkkulaðismjör Banani Jarðarber Kókosmjöl

Þú einfaldlega tekur vefjuna beint úr pakkanum, smyrð hana með súkkulaðismjörinu. Skerð niður banana og jarðarber og raðar ofan á súkkulaðið, stráir að lokum kókosmjöli yfir.

Pizza tortilla Það er frábært að nota vefjurnar sem pizzabotn, einfalt og bragðgott. Það er hægt að nota hvaða hráefni sem er, bara leika sér með möguleikana. Atkins tortilla wrap Violife smurostur, chili peppers Olifa tomatsósa með basil Oregano Heitt pizzakrydd Rauðlaukur

Paprika Tómatar Sveppir Döðlur Rifinn ostur Pizzan fer svo inn í ofn við 200°C í 12-15 min. Borin fram með ferski basiliku, klettasalati og sriracha sósu eða spicy mayo.

Súkkulaðibitakökur 120 gr hnetusmjör 120 gr möndlusmjör 1/3 bolli Sukrin Gold 2 egg 1/2 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 1 tsk möndludropar 1/3 bolli dökkt súkkulaði, saxað Þeytið saman hnetusmjör, möndlusmjör og Sukrin Gold. Bætið við eggjum og þeytið þar til fluffy. Bætið við matarsóda og dropunum. Að lokum súkkulaðinu. Bakið við 170°C í 10 min.

Snickersbitar 1 msk kókosolía 1 msk vatn 150 gr mjúkar döðlur 50 gr möndlumjöl 20 gr kakóduft Byrjið á því að taka steinana úr döðlunum og setjið í matvinnsluvélina ásamt vatninu og kókosolíunni og þeytið í mauk. Bætið þá við möndlumjöli og kakódufti.

Fletjið deigið út í 2 cm þykkan botn og kælið. Karamellan: 10 mjúkar döðlur 100 gr hnetusmjör ½ dl vatn 1 tsk vanillukorn Ögn af salti Blandið þessu vel saman í matvinnsluvél og setjið í skál.

Bætið þá við 200 gr af kasjúhnetum. Smyrjið þessu ofan á botninn og kælið aftur á meðan súkkulaðið er brætt. 200 gr dökkt súkkulaði brætt yfir vatnsbaði. Hella yfir kökuna og kæla. Taka út og skera í bita. Raða í box og geyma í kæli.

7


AFSLÁTTUR

25%

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

% 5 2 UR T T Á L AFS

GET UP AND


Sunnudagur með góðri samvisku Góður helgarmorgunn verður enn sætari með gylltu sírópi á pönnukökurnar og alvöru berjasultu á ristaða brauðið. Vörurnar frá Good Good eru ketó-vænar, notast eingöngu við náttúruleg sætuefni og engum sykri er bætt við.

25% 25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

% 5 2 UR T T Á L AFS

@GOODGOODBRAND

GOODGOOD.NET


KETÓ

LÁGKOLVETNA LÍFSSTÍLL BREYTTI LÍFINU María Krista Hreiðarsdóttir er 46 ára gömul, 3 barna móðir og amma 2 ára stúlku.

Ég hef alltaf elskað mat. Ég átti þó ekki í vandræðum með of mikla fitusöfnun fyrr en eftir að ég hafði eignast börnin mín þrjú en þá fóru aukakílóin að hlaðast utan á mig. Ég stundaði ekki leikfimi eða íþróttir að neinu viti sem barn og fór sjaldan í líkamsræktarstöðvarnar. Þegar andleg og líkamleg líðan fór að segja til sín á neikvæðan hátt, sem endaði með ferð á sjúkrahús í sprautur við liðverkjum, þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að endurskipuleggja lífsstíl minn svo um munaði. Það var ekki eingöngu útlitsins vegna heldur var andleg líðan ekki góð og ég átti orðið erfitt með að koma mér upp úr sófanum, stirð í liðum og má segja að mjaðmirnar hafi verið að kikna undan álagi. Ég hóf mína megrunargöngu fyrir 16 árum sirka og hef verið að leita að réttu leiðinni fyrir mig í ansi mörg ár. Ég prófaði alla kúra undir sólinni með misgóðum árangri, æfði í framhaldinu 6-8 sinnum í viku. Heilsuöfgarnar létu á sér kræla að vissu leyti því ég var holl alla virka daga en át yfir mig um helgar af drasli. Fyrir rétt um 6 árum kynntist ég hins vegar lágkolvetnafræðunum og þar sem ég tel mig matarfíkil á háu stigi þá fann ég að þarna væri um að ræða góðan mat, fitu og gott prótein sem ég gat hugsað mér til lengri tíma. Ég áttaði mig þó fljótt á því að ég myndi þurfa að finna upp einhverja leið til að viðhalda lífsstílnum og finna mér staðgengla fyrir minn uppáhaldsmat og kruðerí og hef æ síðan verið ötul í að fikra mig áfram í bakstri og eldamennsku. Það vatt fljótt upp á sig þessi tilraunamennska í eldhúsinu og ég fór að blogga og skrifa upp uppskriftir fyrir þá sem vildu

10

feta í sömu fótspor. Það endaði með bókaútgáfu á Brauð- og eftirréttabók sem seldist upp og síðan hef ég haldið úti bloggi, gefið út uppskriftaspjöld og frætt fólk um ágæti lágkolvetna mataræðis og ketó lífsstílsins. Ég myndi segja að ég sé að sinna þörfum kvenna að mestu leyti en við konurnar eigum það til að borða með augunum og erum flestar með sæta tönn sem þarf að sinna öðru hverju þó það sé aðallega andlegi þátturinn sem kallar. Það er lítið mál að viðhalda lágkolvetna lífsstíl ef það eru nýjar uppskriftir í gangi reglulega og það gerir þetta allt mjög svo spennandi þegar einhver er duglegur að finna upp á fjölbreyttum uppskriftum. Nú er þetta mataræði mjög vinsælt hjá landanum og flestir kannast við orðið Ketó í umræðunni. Meðan eftirspurnin er góð þá verður vöruúrvalið betra, svo um að gera að vera dugleg að næla ykkur í vörur sem henta mataræðinu svo úrvalið haldist svona gott. Lágkolvetna lífsstíll er svo sannarlega kominn til að vera í mínu lífi og ég gæti ekki hugsað mér betra mataræði. Laus við sykur, bólgur, þreytu og verki. Með heilsukveðju deili ég með ykkur einum af mínum uppáhalds eftirréttum, Rabbabarapæ. María Krista https://mariakrista.com/ https://www.instagram.com/kristaketo/


DEIGIÐ 120 g möndlumjöl frá NOW 20 g hörfræmjöl NOW 1 msk kókoshveiti frá NOW 100 g macadamiuhnetur NOW 60 g fínmöluð sæta Good good 1/2 tsk salt 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu 50 g smjör, ósaltað, kælt og brytjað niður í litla bita 1 lítil eggjahvíta eða um 20 g úr brúsa 1 tsk Xanthan gum frá NOW Aðferð: Setjið allt sem á að vera í deiginu í matvinnsluvél.

ÁVAXTABLANDAN SJÁLF: 200 g frosin eða fersk jarðarber 350 g rabbabari frosinn eða ferskur 50 g sæta Erythritol frá NOW eða Good good sætan 1 msk sítrónusafi Aðferð: Hitið í potti á meðalhita, hrærið saman sítrónusafanum og kremjið frostið úr berjunum ef þau eru frosin. Bætið sætunni við og látið þetta malla í nokkrar mín. Hellið blöndunni í eldfast mót, dreifið deiginu jafnt yfir blönduna og bakið í ofni í um það bil 20 mín á 180° hita, passið að mylsnan brenni ekki. Þessi réttur er auðvitað dásamlegastur með þeyttum rjóma eða sykurlausum ís.


Ekta belgísk súkkulaði STEVIA

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

K ET O L IV IN G S H A K E S Bragðgóðir og mettandi þeytingar sem henta fullkomlega sem milli­ máltíð fyrir þá sem eru á Ketó eða lágkolvetna fæði. Hjálpa til við þyngdartap Metta og minnka matarþörf Halda blóðsykrinum í jafnvægi Hjálpa til við að ná og halda ketósa


SEGDU

25% AFSLÁTTUR

VID SYKRI ÁN VIDBÆTTS SYKURS • ÁN GERVISÆTU • ÁN PÁLMAOLÍU NICKS_iceland_ad.indd 2

2019-08-08 15:41

María Krista Hreiðarsdóttir:

SÚKKULAÐIMÚS MEÐ NICK´S SÆTU OG SÚKKULAÐI Ég fagna nýjungum í vöruúrvali, eins og ég sé á úrslitaleik kvenna í fótbolta, enda hjálpar það fólki eins og mér að halda mér við efnið þegar úrvalið er gott og ég get leitað í sykurlaust nammi og vörur til að gera vel við mig án þess að falla í sykurgryfjuna. Þetta er jú lífsstíllinn minn sem er kominn til að vera til frambúðar enda líður mér betur á sál og líkama þegar ég fylgi mataræðinu og vildi óska að allir gætu upplifað þessa sömu tilfinningu. Ég var sem sagt að fá sýnishorn af nýjungum frá Nick´s sem er sænskt fyrirtæki en stofnandi breytti sjálfur um mataræði þegar hann var korter í sykursýki 2, hann þjáðist af liðverkjum og bakverkjum en með því taka sykurinn út þá snarlagaðist hann og hann hóf framleiðslu á þessum vörum sem bæði eru með fáum aukaefnum og sætan sem þau nota er mitt uppáhald, erythritol og stevía. Fyrirtækið býður líka upp á Xylitol/ Erythritol blöndu af strásætu sem ég notaði í þessa uppskrift í sama magni og maður myndi nota venjulegan sykur og hún kom vel út. Það fæst líka 100% Erythritol blanda sem nota má 80% á móti 100% sykri. Súkkulaðimús gjörið svo vel. Nick´s vörurnar fást nú í Nettó.

INNIHALD: 50 g rjómaostur 100 g rjómi 40 g Nick´s súkkulaði dökkt, brætt í örbylgju eða yfir vatnsbaði 1/2 tsk vanilludropar 20 g Nick´s sæta með Erythritol og Xylitoli Aðferð: Þeytið rjómaostinn fyrst vel saman í hrærivél. Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram í nokkrar mín. Bætið sætunni við, gott að fínmala í blandara áður. Vanilludropar og bráðið súkkulaði fer síðast saman við, þeytið áfram. Sprautið næst búðingnum í 2 skálar og skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.

13


KETÓ

SÆTUEFNI

NASL

BÆTIEFNI


25%

BAKSTUR

AFSLÁTTUR

ORKA

OLÍUR

SMYRJUR


María Krista Hreiðarsdóttir:

KETÓ

HOLLT OG GOTT FRÁ ÄNGLAMARK Ég ákvað að prófa snilldarvöru úr Nettó um daginn sem er frá Änglamark og er s.s. frosin blómkálsgrjón. Það fást líka frosin brokkólígrjón og ég á eftir að gera eitthvað geggjað úr þeim, t.d. brokkólímús með parmesan. Mig langaði að gera einhvers konar kryddgrjónablöndu og bera fram með kjúklingi á spjóti en með þessu útbjó ég satay sósu og naan brauð. Þetta rann allt ljúft ofan í fólkið mitt og það var lítil lykt af blómkálinu eins og vill stundum fylgja ferska blómkálinu. Ég set hér með uppskrift af satay sósunni og grjónunum. Ég myndi kalla þetta svona fusion af kínverskum og indónesískum rétti með snert af indverskum áhrifum.

KRYDDGRJÓN:

SATAY SÓSA: 4 msk hnetusmjör MONKI 2 msk Sukrin Gold 2 tsk chili mauk, Blue Dragon t.d. 2 dl vatn 1/2 tsk hvítlauksmauk eða 2 rif 1 msk Tamari soyasósa frá Clear spring svartur pipar eftir smekk Aðferð: Setjið allt innihald í skaftpott og hitið. Látið sósuna malla í dálitla stund og þynnið með vatni ef þörf er á. Þessi sósa er geggjuð ofan á kjúkling, svínakjöt eða þess vegna sem pizzusósa en ég geri oft pizzur með sataysósu, kotasælu, papriku, blaðlauk og skinku.

16

1 poki frosin blómkálsgrjón Änglamark 2-3 msk steikingarolía OLIFA eða avókadó olía 1 tsk hvítlauksmauk 1 tsk engifermauk 1 tsk turmerik 1 tsk cumin 1 msk karrý salt og pipar 1 kjúklingakraftsteningur 2-3 stönglar vorlaukur, má sleppa en gefur gott bit og bragð það mætti líka bæta við niðurskorinni papriku hér en má sleppa salt eða Tamari soya sósa til að krydda með ef þarf Aðferð: Hitið olíu og krydd á pönnunni í nokkrar mín. til að kveikja í kryddinu. Steikið lauk og papriku hér ef þið viljið, má sleppa. Setjið næst blómkálsgrjónin saman við og hrærið reglulega. Gott er að leysa kjúklingakraftinn upp í smá soðnu vatni og hella svo yfir grjónin og sjóða niður. Hrærið reglulega svo grjónin brenni ekki í botninn. Það má salta með Tamari sósu en það fer eftir smekk hvers og eins.


Nýtt í Nettó! Lífræn blómkálsog brokkólígrjón

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


25% AFSLÁTTUR


25% AFSLÁTTUR


VEGAN

SUNNA BEN MÆLIR MEÐ BONSAN

Sunna Ben er vinsæll skífuþeytari (DJ), myndlistarkona, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og mikill dýra- og blómavinur. @sunnaben Bonsan vörurnar eru nýkomnar í Nettó, vörulínan er stór, fjölbreytt og vegan í heild sinni, sem er til fyrirmyndar! Í þessu frábæra vöruúrvali frá Bonsan er til dæmis að finna majónes og tilbúnar kaldar sósur út á salöt sem eru stórgóðar, þar á meðal er sesarsósa og sæt sinnepssósa, sem ég er sérstaklega hrifin af. Krydduðu kókosflögurnar frá Bonsan má svo ýmist borða sem nasl eða nýta til þess að bragðbæta bakstur og grauta. Ég hef verið að setja þær út á hafragrautinn minn á morgnanna og það er algjör veisla! Síðast en ekki síst er mér mikið mál að hafa orð á því að Bonsan býður upp á vegan hlaup sem er kjánalega gómsætt og vill hverfa mjög hratt eftir að það kemur inn á heimilið.

undanfarin ár, mörgum þykir áferðin á honum lík kjöti. Ekki skemmir það svo fyrir að jackfruit er drekkhlaðinn af alls konar vítamínum og steinefnum og óvenju próteinríkur miðað við aðra ávexti. Ég og Andri, maðurinn minn, prófuðum að gera einfaldan karrírétt með „Thai jackfruit“ frá Bonsan og það kom virkilega vel út! Fylgist með okkur á Instagram @reykjavegan

En það sem mér finnst líka mest spennandi eru jackfruit réttirnir frá þeim. Það eru fjórar gerðir af jackfruit réttum í boði frá Bonsan og eru þeir meira eða minna tilbúnir í pakkanum. Jackfruit hefur verið áberandi í heilsuheiminum ytra undanfarin ár en hefur látið lítið fyrir sér fara hérlendis hingað til. Jackfruit er risavaxinn ávöxtur frá Asíu af sömu ætt og fíkjur. En hann hefur slegið í gegn í vegan- og grænmetismatseld

Thai jackfruit: 1 pakki Bonsan thai jackfruit ¾ pakki (ca. 300g) frosið grænmeti að eigin vali 1 paprika skorin í stóra bita (við notuðum hálfa rauða og hálfa gula) 1 bolli haricot baunir (við notuðum frosnar) 3 hvítlauksgeirar 1 dós Biona kókosmjólk ½ krukka af rauðu karrímauki

20

Aðferð: Fyrst steiktum við hvítlaukinn á pönnu þar til hann var orðinn nokkuð brúnaður og svo skelltum við frosna grænmetinu út á og mölluðum á lágum hita í dágóða stund. Þegar það var þiðnað bættum við paprikunni og jackfruit blöndunni við og steiktum í u.þ.b 2 mínútur áður en við bættum kókosmjólk og karríi út í. Þá leyfðum við blöndunni aðeins að malla og bárum svo fram með hrísgrjónum. Hollur, góður og einfaldur réttur. Við fögnum fjölbreyttu vörunum frá Bonsan!


MÖNDLUMJÓLK Á SÚPER VERÐI

25% AFSLÁTTUR

HIN FULLKOMNAA FROÐ FYRIR KAFFIDRYKKI


25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

HAFRASTYKKI 25%PRÓTEINRÍK vegan - glútenlaus - mjólkurlaus - hveitilaus - náttúruleg hráefni AFSLÁTTUR

5% R

LÁTTU

Millimálsbitar sem innihalda adeins ávexti, hnetur og náttúruleg bragdefni

25% 25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR


LÍFRÆNT

FRÁBÆRT MILLIMÁL Í MORGUNMAT Í NESTIÐ FYRIR EÐA EFTIR ÆFINGU HENTAR ÖLLUM

25% 25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

% 5 2 R

U T T Á L AFS

Chia fræ + ávextir + grænmeti Óerfðabreytt

1200 mg af omega 3

Glútenlaust og vegan

Trefja- og próteinríkt

Lífrænt vottað


25% AFSLÁTTUR

    


g

Sna

eg

kk & Ál

25% AFSLÁTTUR


15%

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Healthyco Iceland


NO

EL

IC ECOLA B RD

Änglamark Í Nettó færðu heila vörulínu af lífrænum og umhverfisvænum vörum frá Änglamark. Änglamark vörurnar eru mörgum kunnugar og hafa fengið mikið og verðskuldað lof á Norðurlöndunum. Änglamark vörurnar njóta aukinna vinsælda og ekki af ástæðulausu. Þær eru góðar fyrir þig og umhverfið. Vörurnar eru lífrænt vottaðar, umhverfisvænar og án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Vöruvalið er fjölbreytt og spannar allt frá matvöru, snyrtivörum, hreinlætisvörum, þvottaefni, bleyjum, barnamat og mörgu fleiru. Vörurnar eru staðsettar við hlið hefðbundinna vara og eru á mjög sanngjörnu verði. Það auðveldar þér að skipta yfir í betri valkost sem Änglamark vörurnar eru svo sannarlega. Þannig getur Änglamark orðið náttúrulegur hluti af hverjum degi.

✔ Änglamark hefur verið kosið „grænasta merkið“ í Svíþjóð átta ár í röð. ✔ Änglamark ber titilinn „Lífræna vörumerki númer eitt“ í Noregi. ✔ Änglamark er í fimmta sæti yfir uppáhaldsvörumerki kvenna í Danmörku og í sjöunda sæti á YouGov Brand index yfir vörumerki sem oftast er minnst á.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


LÍFRÆNT

HOLLT OG GOTT SALAT Einn vinsælasti matarbloggari landsins Berglind Guðmundsdóttir, eigandi vefsíðunnar GulurRauðurGrænn&salt, deilir hér með lesendum uppskrift af litríku og ljúffengu kjúklingasalati sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Kjúklingasalat lífsins Fyrir 3-4 4 kjúklingabringur salt og pipar 1 dl hunang eða agavesíróp 3 msk sesamfræ 2 pokar klettasalat 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 mangó, skorið í bita 2-3 avókadó, skorin í litla mita 3 kiwi, skorin í litla bita nachosflögur, muldar Dressing: 1 dl extra virgin ólífuolía 1-2 hvítlauksrif, pressuð 1-2 msk ferskur engifer, rifinn ½ kjúklingateningur 2 msk fersk steinselja, söxuð Salt og pipar 28

Skerið kjúklingabringurnar í munnbita. Hitið olíu á pönnu og fullsteikið kjúklinginn. Bætið hunangi/sírópi og sesamfræjum saman við og látið malla í smá stund eða þar til kjúklingurinn hefur fengið á sig gylltan lit. Setjið klettasalat í skál og látið tómata, mangó, avókadó og kiwi saman við. Útbúið því næst dressinguna. Látið ólífuolíu í skál og setjið pressaðan hvítlauk, fínrífið engifer og saxaða steinselju saman við. Smakkið til með salti og pipar og meiri hvítlauk eða engifer eftir smekk. Setjið yfir salatið og endið á að mylja nachosflögur yfir allt. Fleiri fljótlegar og fjölbreyttar uppskriftir má finna á www.grgs.is


NO

EL

IC ECOLA B RD

Öll matvara frá Änglamark er vottuð lífræn Lífræn matvæli eru framleidd samkvæmt ströngum reglum sem stuðla að hreinni matvælum. Þau eru framleidd með velferð þína í huga en jafnframt velferð umhverfis, náttúru og dýra. Með því að velja lífræna matvöru hlífir þú þér og þínum við skaðlegum efnum líkt og skordýraeitri, aukaefnum og öðrum skaðlegum efnum. Í senn hlífir þú náttúrunni og dýrum fyrir þessum efnum. Það eru því margar góðar ástæður fyrir því að velja lífrænt.

25% AFSLÁTTUR

Við í Nettó erum sífellt að stækka og breikka vöruvalið í Änglamark vörunum og hlökkum til að kynna fyrir þér nýjungar.

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


LÍFRÆNT Taco-pæ á tortillubotni Fátt er betra en gott pæ. Þetta stökka pæ er gert úr tortillum, vel krydduðu hakki og brakandi stökku grænmeti. 1 pk Santa Maria tortillur 1 kg nautahakk 1 msk feiti 1 pokar Santa Maria Taco Spice Mix 1 dl. vatn 4 dl. sýrður rjómi, 10% 150 g kirsuberjatómatar 1,5 dl. (100 g) rifinn ostur 1 krukkur Santa Maria Taco sósu 0,5 pokar Santa Maria Tortilla flögum 0,5 stk. jöklasalatshöfuð 1 dl maís 1 lúka kóríander 1. Leggið 4 tortillur í 24 cm hringform þannig að kökurnar þeki botn og hliðar formsins. 2. Brúnið kjöthakkið á pönnu með olíu eða smjöri. 3. Hrærið lífrænu Taco Spice Mixkryddblönduna saman við og bætið við vatni. Látið krauma í u.þ.b. 5 mínútur. 4. Hellið kjöthakkinu yfir botninn á forminu og smyrjið sýrðum rjóma yfir. 5. Stráið kirsuberjatómötunum yfir og loks rifna ostinum. 6. Bakið pæið í miðjum ofninum í u.þ.b. 25 mínútur, eða þar til osturinn hefur fengið á sig fallegan lit. 7. Berið fram með salsa, tortilla flögum, káli, sætu maískorni og kóríander.

25% AFSLÁTTUR


25% AFSLÁTTUR


HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK VEGAN

ÁN LAKTÓSA

- Í kaffið - Í grautinn - Í boostið - Útá morgunkornið

t t ý N

25% 25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

- Blanda af hreinni 25% 25% og k jól sm ko kó AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR kókosvatni !

25% R U T T Á AFSL


25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

33


NÝTT FRÁ

HIMNESKRI HOLLUSTU

25% 25%

SLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% AFSLÁTTUR

FSLÁTTUR

25%

LÍFRÆNAR GÆÐAVÖRUR

R LÁTTU

VEGAN GLÚTENLAUSAR MJÓLKURLAUSAR ÁN VIÐBÆTTS SYKURS ÓERFÐABREYTTAR

AFS

25% 25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

NÝTT

25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

25%

TUR T Á L S AF með engiferi, Eplaedik

Eplaedik með hindberjum túrmeriki og svörtum pipar

Teriyakisósa

Japönsk tamarisósa

Sesamolía


NÝJAR UMBÚ IR

ME SÉRPÖKKU UM TEPOKUM

25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR


VERIÐ VELKOMIN Í NÝJA VERSLUN OKKAR AÐ LÁGMÚLA 7

ALLT Á HEILSUDÖGUM Á NETTO.IS

FLJÓTLEGT - EINFALT - ÞÆGILEGT


GLÚTENLAUST HRÖKKBRAUD

25% 25% KÍNÓA

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

-100% Lífrænt -Glútenlaust -Gerlaust -Stökkar þynnur -Hrís- og kínóamjöl

25% 25% AFSLÁTTUR

KASTANÍUHNETU -100% Lífrænt -Glútenlaust -Gerlaust -Stökkar þynnur -Hrís- og kastaníuhnetumjöl

AFSLÁTTUR

25% R U T T Á AFSL

BÓKHVEITI -100% Lífrænt -Glútenlaust -Gerlaust -Stökkar þynnur -100% bókhveitimjöl


25% AFSLÁTTUR

25%

engin viðbættur sykur

AFSLÁTTUR

lífrænir drykkir

náttúrulegt green tea

lemongrass tea

white tea

black tea

GRÍPTU ÞAÐ. DREKKTU ÞAÐ. ELSKAÐU ÞAÐ.

NÝTT


GÆÐI & GOTT VERÐ

25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

% 5 2 UR T T Á L AFS


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR


Kókós makkarónur ½ bolli

70% súkkulaði frá Chocolate & Love

2-5 dr

French vanilla stevia frá Now

¾ bolli

kókósmjöl frá Himneskri hollustu

1 msk

kókósolía frá Himneskri hollustu smá sjávarsalt

Bræðið súkkulaði og kókósolíu yfir vatnsbaði. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hrærið svo vanillu og salti út í. Hrærið því næst kókósmjöli við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið 2-3 msk af deigi á bökunarpappír á plötu og setjið í ísskáp og kælið þar til stífnar ca. 1-2 klst. Geymist í ísskáp í 5 daga eða 3 mánuði í frysti, þetta klárast yfirleitt á núll einni. Svo gott! Uppskrift úr bæklingnum Heilsufæðan Kakó eftir Ásdísi Grasalækni.

25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25%


25% AFSLÁTTUR

  

  



  ­   

  ‚ ƒ 

 ­  

   

    

      

          ­  €   


25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

HVAÐA GÓÐGERLAR25% HENTA ÞÉR? 25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Sérstaklega gott fyrir konur Sérstaklega gott fyrir karla Sérstaklega fyrir 50+ Sérstaklega fyrir börn Kemur jafnvægi á þarmaflóruna Kemur reglu á meltinguna Vinnur á óþægindum í meltingarvegi Kemur jafnvægi á árstíðarbundið ójafnvægi í ónæmiskerfi Styrkir ónæmiskerfið Gott til að núllstilla, t.d. eftir ferðalög Geymist í hillu Mjólkurlaust Glútenlaust Án soyja Hentar vegan og grænmetisætum

% 5 2

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

STYRKLEIKI (CFU)

25 milljarðar 10 tegundir

50 milljarðar 10 tegundir

100 milljarðar 10 tegundir

10 milljarðar 9 tegundir

4 milljarðar 8 tegundir

20 milljarðar 3 tegundir

2 milljarðar 10 tegundir

4 milljarðar 6 tegundir

8 milljarðar 3 tegundir

R

U T T Á L AFS


UPPBYGGING

GÓÐUR SVEFN ER UNDIRSTAÐA GÓÐRAR HEILSU Fyrir gott mataræði, hreyfingu, félagslíf og andlega vellíðan. Líklega mikilvægasta heilsuvenja okkar því hún setur tóninn fyrir svengd og seddu, orku til að hamast í ræktinni, löngun til að hitta vinina og hvernig við túlkum mótlæti. En því miður er svefninn oft vanræktur eins og gamall kaktus í stofuglugganum sem þú fékkst í afmælisgjöf fyrir þremur árum. Nútímamaðurinn státar sig af því að sofa sem minnst. Það er karlmennskutákn að mæta vansvefta til vinnu. En það eykur karlmennskuna til muna að sofa vel og mikið því rannsóknir sýna að 8 tíma svefn eykur testósterónmagn í líkamanum um 20-30%.

Svo ef þú vilt vera karl í krapinu skaltu henda þér í flónelsnáttfötin, flóa mjólk, bursta tennur og fara snemma í háttinn. Svefn hefur að sama skapi áhrif á frammistöðu á æfingum. Ef Óli Lokbrá ætlar að senda handrukkara á okkur vegna ógreiddrar svefnskuldar hefur það áhrif á endurheimt eftir æfingu. Meðan við slefum á koddann nær vaxtarhormón hámarki og vefir endurnýjast og vöðvar endurbyggjast. Frammistaða, styrkur og þol minnkar um 20% ef við sofum sex tíma eða skemur svo við ráðum verr við að rífa upp hlass eða spretta úr spori. Vansvefta og vansæl verða fínhreyfingar verri og við erum líklegri til að missa jafnvægi á æfingu. Það er ansi frústrerandi að hrasa og snúa ökkla bara af því að vaka fram eftir til að horfa á seríur á Netflix. Svefninn hefur áhrif á hormónin Leptín og Ghrelin. Þetta eru ekki tveir hobbitar úr Hringadróttinssögu, heldur eru þetta hormónin sem stýra svengd og seddu. Leptín sem er sedduhormónið fer niður

Fimm ráð fyrir góða svefnrútínu 1. Dægurklukkan okkar fylgir sólsetri og sólarupprás en í nútímasamfélagi höfum við ljósaperur, símaskjái og sjónvörp til að rugla kerfið. Slökktu eða dimmaðu ljósin í húsinu eftir kvöldmat og notaðu lampa eða kertaljós því losun á melatónín fylgir birtustiginu í umhverfinu. Slökktu á öllum skjám 60-90 mínútum fyrir svefn. Bláa birtan af skjánum örvar sjóntaugina og seinkar losun melatóníns svo við eigum erfiðara með að festa svefn. 2. Minnkaðu koffínneyslu, sérstaklega seinnipart dags. Helmingunaráhrif koffíns eru 8 tímar sem þýðir að helmingurinn er farinn úr kerfinu 8 tímum eftir að við gúllum það. Gott að temja sér þá reglu að ekkert koffínstöff fer inn í túlann

44

eftir kl. 14. Það gildir líka um dökkt súkkulaði (sorrý) ... te, kaffi, kóladrykki, orkudrykki og pre workout drykki. 3. Notaðu bælið bara fyrir lúlling og húllumhæ. Ekki fyrir vinnu, sjónvarpsgláp, æpadd lestur og símaskroll. Gott ráð er að eiga áhyggjustund í 20 mínútur fyrir svefninn og skrifa niður allt sem þú átt eftir að gera og hefur áhyggjur af og skildu listann eftir utan svefnherbergis. Þannig tengirðu ekki neikvæðar tilfinningar eins og kvíða og áhyggjur inn í helgasta vé heimilisins. 4. Kuldi og myrkur í svefnherberginu er mikilvægt til að lækka líkamshitann og tryggja djúpsvefn. Hitastig líkamans og heilans þarf

að lækka um ca 1 gráðu til að festa svefn. Hið minnsta ljós getur truflað framleiðslu melatóníns og jafnvel 15 sekúndur af birtu um nóttina getur haft áhrif. Ekki kveikja ljósin þegar þú skvettir úr skinnsokknum um miðja nótt. 5. Hafðu fasta rútínu sjö daga vikunnar. Farðu að sofa á sama tíma og vaknaðu á sama tíma alla daga vikunnar. Við erum bara stór ungabörn þegar kemur að svefni og þrífumst á rútínu. Svefn er ekki eins og ávísanahefti þar sem þú gefur út gúmmítékka alla vikuna með örfáum tímum á koddanum og reddar svo málum um helgina með að sofa út. Móðir náttúra samþykkir ekki slíka hegðun og hefur ekki komið upp kerfi í skrokknum til að borga upp yfirdrátt vikunnar.


Góð bætiefni fyrir betri svefn Rhodiola Burnirót vex upp til fjalla við mikið mótlæti og skilar þessu mótstöðuafli til okkar með betri mótstöðu við streitu og kemur böndum á kortisólið og róar miðtaugakerfið. Góðgerlar bæta ónæmiskerfið, stuðla að betri næringarupptöku, auka einbeitingu og vellíðan. Streita og svefnleysi raskar jafnvægi í þörmunum á sama hátt og fituríkt óhollt mataræði. Gott að byrja á vægum gerlum og bæta frekar við eftir því sem þörf er á.

L-glutamine er algengasta amínósýran í líkamanum. Hún styrkir ónæmiskerfið. En hún er líka mikilvæg fyrir bætta þarmaflóru með að búa til filmu á þarmaveggina og hámarkar þannig næringarupptöku og kemur í veg fyrir leka í þörmunum. Bætt næring getur stuðlað að betri svefni. En L-glutamine hjálpar líka til við framleiðslu á dópamíni en skortur á því getur haft áhrif á svefninn. Magnesíum Eykur endurheimt, vöðvaslakandi og dýpkar svefn. Magnesíumskortur er annar algengasti steinefnaskortur á Vesturlöndum og einkennin eru slæmur svefn, síþreyta og kulnun.

svo við þurfum að borða meira til að verða södd. Ghrelin, sem er kvöldvenjur svo við nostrum sem best og lengst við Óla Lokbrá. svengdarhormónið, fer upp svo við erum svöng allan daginn. Þannig Við undirbúum líkamann fyrir átökin í ræktinni með upphitun. að það er búið að svíkja okkur tvisvar. Með því að gera okkur urlandi Teygjum og hristum skankana og sendum þannig skilaboð til hungruð allan daginn svo að við leitum að æti miðtaugakerfisins og vöðvanna. eins og horaður kettlingur í húsasundi. En þrátt „ GÓÐUR NÆTURSVEFN Að sama skapi þurfum við að hita líkamann upp fyrir að úðað sé í grímuna, er það eins og að AUÐVELDAR FÓLKI henda fjöður í Almannagjá því það er ansi djúpt á fyrir svefn og senda honum skilaboð um að nú seddustiginu. Keppendur í pylsukappáti á fjórða þurfi ró að færast yfir miðtaugakerfið svo hann AÐ HALDA SIG VIÐ júlí hátíð í Miðvestrinu í Bandaríkjunum eiga ekki fari að losa út svefnhormónið melatónin. EFNIÐ Í MATARÆÐI ÞVÍ roð í matarlystina á vansvefta dögum. er margt sem við getum gert til að hámarka FRAMHEILINN VERÐUR Í Það Og það eru sko ekki kjúklingur og brokkólí svefninn okkar og það er rík ástæða til. BANASTUÐI TIL AÐ TAKA og sellerí með möndlusmjöri sem rúlla niður vélindað. Ó, nei Hósei. Rannsóknir sýna að þeir er öflugasta bætiefnið á markaðnum fyrir ÁKVARÐANIR SEM ERU ÞÉR Svefn sem sofa í 6 tíma eða skemur borða 300-500 streitustjórnun, góða heilsu, dúndrandi félagslíf, OG LÍKAMANUM Í HAG.” aukna fitubrennslu og betri frammistöðu á kcal meira af hlaðborði en þeir sem sváfu í hina guðdómlegu átta tíma. Sem hljómar æfingum. ekki stórkostlega mikið en á einu ári þá eru það 110-200 þúsund auka hitaeiningar sem jafngilda 15-20 aukakílóum á skottið. Og Allir geta nálgast það. Það hefur verið á markaðnum frá örófi alda. til að núa gömlu iðnaðarsalti í opið sárið þá fóru hinir vansvefta Það er ekkert aldurstakmark lóðrétt í eftirréttina og einföldu kolvetnin og þaðan komu auka hitaeiningarnar, á meðan hinir útsofnu borðuðu meira af grænmeti Það er algjörlega ókeypis. og mögrum prótíngjöfum. Það er 100% náttúrulegt og án allra aukaefna Og það er löglegt. Góður nætursvefn auðveldar fólki að halda sig við efnið í mataræði Það eina sem þarf að gera er að slökkva á símanum, opna glugga, því framheilinn verður í banastuði til að taka ákvarðanir sem eru þér slökkva ljósin og knúsa koddann. og líkamanum í hag. Rannsóknir sýna jafnframt 55% meira fitutap hjá þeim sem sofa 8-9 tíma borið saman við þá sem sofa í sex tíma Ragga Nagli er sálfræðingur sem aðstoðar fólk sem er að glíma við síþreytu, kulnun í starfi, og örmögnun. Einnig aðstoðar hún eða skemur. fólk sem vill öðlast heilbrigt samband við mat og losna úr viðjum Ef markmiðið er að bæta mataræðið, huga að heilsunni og jafnvel matarkvíða. Meðferðin er í formi fjarsálfræði og fer fram í gegnum tálga aukabólstrun af maga, rassi og lærum þá ætti svefninn að vera fjarfundarbúnað Köru Connect. algjört forgangsatriði í heilsuhegðun. Hvernig bætum við svefninn? Svefnrútína er faguryrði svefnsérfræðinga yfir góðar og áhrifaríkar

www.ragganagli.com www.facebook.com/RaggaNagli/ Instagram @ragganagli

45


UPPBYGGING

STÖÐUGLEIKI ER LYKILLINN AÐ ÁRANGRI Arnar Pétursson hefur orðið Íslandsmeistari 28 sinnum í greinum frá 1500m innanhúss og upp í maraþon. Meðfram hlaupunum flytur Arnar fyrirlestra um hlaup og þjálfar aðra hlaupara. Hans stærsta markmið er að komast á Ólympíuleikana í maraþoni. Til þess að við getum orðið góð í einhverju þurfum við að hafa mikinn stöðugleika í æfingum. Þetta þýðir að við viljum forðast meiðsli og ofþjálfun eftir fremsta megni. Mín nálgun á hlaup og þegar ég er að þjálfa hefur því alltaf verið hvernig við hámörkum líkurnar á árangri á meðan við lágmörkum líkurnar á meiðslum og ofþjálfun. NOW fæðubótarefnin hafa hjálpað mér að uppfylla þessa nálgun með því að auðvelda mér að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarf á hverjum degi. Þó að fæstir séu að hlaupa 160 km á viku þá verðum við alltaf að horfa á álag út frá hverjum og einum einstaklingi fyrir sig. Þannig geta tveir einstaklingar verið undir hlutfallslega jafn miklu álagi og því báðir notið góðs af NOW vörunum með sama hætti. Vörurnar frá NOW hafa virkað vel fyrir mig í gegnum tíðina og þess vegna langar mig að telja upp nokkrar vörur sem ég hef notað og get mælt með fyrir flesta. Það er algengt að hlauparar séu lágir í járni en járn er mikilvægt fyrir súrefnisupptöku í líkamanum. Þess vegna tek ég alltaf Iron Complex og í því er líka C-vítamín sem hjálpar til við upptökuna á járninu. Green Phyto Foods duftið er í miklu uppáhaldi hjá mér og það tek ég tvisvar á dag. Þetta tryggir að ég fái flest næringarefnin sem grænmetið gefur okkur og sérstaklega á dögum sem ég næ ekki að borða jafn mikið grænmeti og ég vildi, svo ef ég næ að borða nóg af grænmeti þá er Green PhytoFoods bónus. B-12 Ultra er svo algjör lykill fyrir úthaldið en B-12 vítamín hjálpa okkur við endurheimt og að

búa til rauð blóðkorn sem flytja súrefni. D-vítamín er svo sérstaklega mikilvægt fyrir alla og þar sem sólin á það til að svíkja okkur Íslendinga er oft nauðsynlegt fyrir okkur að sækja það með fæðubótarefnum. Fjölvítamín eins og Adam/ Eve eða Liquid vitamin eru svo einnig mjög góðir kostir til að fá fjölbreytt vítamín. Þetta eru helstu NOW vörurnar sem ég mæli með. Þessu til viðbótar má nefna nokkrar vörur sem geta gert góða hluti fyrir lengra komna. Full Spectrum Mineral er steinefnablanda, L-Carnitine hjálpar við myndun orku, Rhodiola hjálpar ónæmiskerfinu, Pro Biotic góðgerlar eru mikilvægir fyrir magaflóruna og þá sem eiga erfitt með magann, en svo er Acai duftið stútfullt af andoxunarefnum sem eru mikilvæg fyrir hlaupara þar sem við neytum mikils magns af súrefni. NOW fæðubótarefnin nota ég fyrst og fremst til að bæta fæðuna eins og nafnið gefur til kynna. Fjölbreytt fæða með áherslu á hreina, óunna fæðu skiptir mestu máli en til að hámarka líkurnar á árangri á meðan við lágmörkum líkurnar á meiðslum er gott að grípa í NOW til að tryggja að líkaminn fái allt sem hann þarf á hverjum degi.


Fyrir okkur sem njótum haustuppskerunnar

25% AFSLÁTTUR

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is


UPPBYGGING

Þegar líður á haustið og daginn tekur að stytta, fara ýmsir krankleikar oft að hrjá fólk. Flensur og kvef eru þar ofarlega á lista, en til að forðast slíkt er mikilvægt að styrkja og efla ónæmiskerfi líkamans, svo hann geti sjálfur séð um að verja sig.

VARNIR GEGN FLENSU, KVEFI, ENNIS- OG KINNHOLUSÝKINGUM Ónæmiskerfið er mjög tengt ástandi örveruflóru þarmanna, svo allt sem styrkir hana og heldur meltingarveginum sterkum og virkum, er því gott fyrir ónæmiskerfi líkamans.

og stuðla að þyngdarstjórnun. Þar sem trefjarnar í Beta-Glucan eru ónæmiskerfi líkamans. uppleysanlegar, hægja þær á ✔ Beta-Glucan hefur lækkandi Hvað er Beta-Glucan? ferð fæðunnar áhrif á kólesteról líkamans. Beta-Glucan er ein tegund af uppleysanlegum í gegnum trefjum, en trefjar skiptast í tvo flokka, smáþarmana. ✔ Beta-Glucan kemur jafnvægi uppleysanlegar og óuppleysanlegar. BetaÞað leiðir til á blóðsykurinn. Glucan er unnið úr Saccharomyces cerevisiae þess að það eða ölgeri, sem stundum kallast bakarager. tekur líkamann ✔ Beta-Glucan er gott fyrir Það finnst reyndar líka í heilkorni, höfrum, lengri tíma hjartaheilsuna. hveitiklíði, hveiti og byggi. Líkt og með mörg að melta önnur trefjaefni er Beta-Glucan nú til sem fæðuna. Þar bætiefnið Beta-Glucan með ImmuneEnhancer™ frá NOW. sem Beta-Glucan trefjarnar eru ómeltanlegar, fara þær í gegnum Eru trefjar nauðsynlegar? allan meltingarveginn. Á leið sinni Við fáum almennt trefjar úr þeim jurtum sem við neytum. í gegnum hann, draga þær til sín Uppleysanlegar trefjar eins og Beta-Glucan leysast að hluta upp í kólesteról og hreinsa út með sér, vatni, en óuppleysanlegar trefjar gera það alls ekki. Trefjar stuðla þannig að það lækkar. að góðri heilsu með því að hjálpa líkamanum að lækka kólesteról og halda jafnvægi á blóðsykri. Þær koma líka í veg fyrir hægðatregðu Hægari melting, leiðir til þess að og önnur meltingarvandamál, viðhalda heilbrigðri örveruflóru þarma upptaka líkamans á sykri er ekki

48

✔ Beta-Glucan styrkir og eflir


„ BETA-GLUCAN IMMUNEENHANCER™ FRÁ NOW ER AÐ MÍNU MATI EITT AF ÞESSUM VETRARVÍTAMÍNUM, SEM GOTT ER AÐ TAKA DAGLEGA, ALLA VEGA FRAM AÐ JAFNDÆGRI Á VORI. ” eins hröð. Þannig dregur úr sveiflum á blóðsykri og hann helst í meira jafnvægi. Beta-Glucan er því gott fyrir þá sem eru með háan blóðsykur eða með sykursýki týpu 2, sem halda má niðri með fæðu og bætiefnum. Bætir hjartaheilsuna og örvar ónæmiskerfið Vísindalegar rannsóknir sýna að Beta-Glucan getur bætt hjartaheilsuna. Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (The U.S. Food and Drug Administration-FDA) hefur samþykkt sérstakan límmiða sem setja má á fæðutegundir sem innihalda mikið af Beta-Glucani. Vísindamenn telja einnig að Beta-Glucan geti örvað og styrkt ónæmiskerfi líkamans og hjálpað honum að verja sig gegn sjúkdómum og sýkingum. Beta-Glucan ImmuneEnhancer™ frá NOW er að mínu mati eitt af þessum vetrarvítamínum, sem gott er að taka daglega, alla vega fram að jafndægri á vori, þegar sólin fer að hækka á ný. Jurtablanda fyrir ennis- og kinnholusýkingar ● Allibiotic CF™ bætiefnið frá NOW inniheldur blöndu af jurtaefnum. ●

Jurtaefni eins og hvítlaukur og ylliber eru bakteríudrepandi.

Ólífulauf vinnur á skaðlegum örverum í líkamanum.

Oreganó-olía vinnur á sveppasýkingum.

Hefurðu ekki einhvern tímann heyrt að hvítlaukur sé bakteríudrepandi? Að hann hafi öldum saman verið notaður til að bæta heilsu fólks? Að hann sé góður fyrir hjarta- og æðakerfið? Að hann efli ónæmiskerfið? Eða að Miðjarðarhafsmataræðið sé svona gott fyrir heilsuna vegna þess að þar er mikið notað af hvítlauk? Hvort sem þú hefur heyrt þetta áður eða ekki, þá hefur hvítlaukur verið notaður til lækninga í mörg þúsund ár og hann er í lykilhlutverki í Allibiotic CF™ bætiefninu frá NOW. Auk hvítlauksins, er að finna í því þykkni úr ylliberjum og ólífulaufi svo og oreganó-olíu. Allar þessar jurtir eru þekktar fyrir styrkjandi og bakteríudrepandi eiginleika sína og hafa reynst vel gegn sýkingum í ennis- og kinnholum og komið í veg fyrir kvef og flensur.

Ylliber Ylliber eru ein mest notaða lækningajurt í heiminum og eiga sér langa sögu. Fyrr á tímum notuðu indíánar í Norður-Ameríku þau til að vinna á sýkingum. Egyptar til forna notuðu þau til að bæta útlit húðarinnar og á brunasár og berin eru enn notuð í jurtalækningum um alla Evrópu. Í dag er þykkni úr ylliberjum aðallega notað í bætiefni, sem ætlað er að verja fólk gegn kvefi og flensum yfir vetrarmánuðina. Ólífulauf Ólífulauf á sér langa sögu sem lækningajurt. Þykkni úr laufinu getur haft ótal góð áhrif á líkamann, meðal annars verndandi áhrif á meltingarveginn og miðtaugakerfið. Ólífulauf vinnur á skaðlegum örverum í líkamanum, dregur úr bólgum og úr hættu á krabbameinum. Ólífulaufið hefur einnig deyfandi áhrif á sársauka og er öflugt andoxunarefni. Að auki getur ólífulauf stuðlað að þyngdartapi, styrkt hjartaheilsuna og varið frumur gegn árásum frá herpes vírusnum. Oreganó Oreganó-olían er unnin úr oreganó-plöntunni Oreganum vulgare. Í olíunni er að finna mun meira af samþjöppuðu styrkjandi efni fyrir líkamann en í plöntunni sjálfri. Olían hefur meðal annars virkað vel gegn bakteríum í meltingarveginum. Tvö virkustu efnin í oreganóolíunni eru: ●

Carvacrol, sem er virkasta efnið, en það er tegund af andoxunarefni sem kallast phenol.

Thymol, sem verndar líkamann gegn eiturefnum og vinnur á sveppasýkingum.

Notkun á jurtabætiefnum Gott er að hafa í huga þegar jurtaefni eins og í Allibiotic CF™ bætiefnið frá NOW er notað gegn kinn- og ennisholusýkingum, að það tekur nokkurn tíma að vinna á þeim. Í kinn- og ennisholunum eru lítil bifhár sem eiga að ýta út ryki og slími. Ef tekin eru sýklalyf við sýkingum í holunum, þurrka þau yfirleitt upp slímið í þeim. Þegar það gerist klessast bifhárin niður, ofan á þau kemur skán og í þá skán kemur svo aftur sýking. Með bakteríudrepandi eiginleikum hvítlauks og oreganó-olíunnar, auk annarra styrkjandi jurtaefna í Allibiotic CF™ bætiefninu frá NOW er hægt að hreinsa kinn- og ennisholurnar alveg og draga þar með úr hættu á endurteknum sýkingum. Guðrún Bergmann Heimildir: www.healthline.com www.medicalnewstoday.com www.verywellhealth.com

49


FRÁBÆR ÖRBYLGJUBOX! Með Easy Bacon og Easy Poach Eggs örbylgjubökkunum er hægt að útbúa fullkomlega stökkt beikon og hleypt egg í örbylgjuofninum án mikillar fyrirhafnar og með eggjakökuboxinu verður eggjakökugerðin leikur einn.

Egg Poacher

1.999

Easy Bacon örbylgjubakki Eggjakökubox

719

KR STK

1.999

KR STK

KR STK

Áður: 2.499 kr/stk

Áður: 2.499 kr/stk

Áður: 899 kr/stk

Súpuskál með loki 656 ml

799

KR STK

Áður: 999 kr/stk

Grautarbox 850 ml

Tvískipt morgunverðarbox 530 ml

799

1.039

KR STK

KR STK

Áður: 1.299 kr/stk

Áður: 999 kr/stk

20% AFSLÁTTUR

Nestisbox 3pk - flöt

2.158

KR STK

Nestiskubbur 2 L m. jógúrtboxi

Áður: 2.698 kr/stk

1.039

KR STK

Áður: 1.299 kr/stk

Nestiskubbur 965 ml To Go

1.599

KR STK

Áður: 1.999 kr/stk

Nestiskubbur 1,4 L

959

KR STK

Áður: 1.199 kr/stk


SKIPULAGÐUR SNÆÐINGUR ER LYKILLINN AÐ ÁRANGRI Jógúrtbox með loki 150 ml

447

KR STK

Áður: 559 kr/stk

Snarlbox 200 ml 3pk

902

KR STK

Áður: 1.128 kr/stk

Trio 480 ml

1.039

KR STK

Áður: 1.299 kr

Trio 580 ml

1.199

Trio 700 ml

KR STK

1.359

Áður: 1.499 kr

KR STK

Áður: 1.699 kr

Tritan Active 800 ml

1.359

KR STK

Áður: 1.699 kr/stk

Gripper 800 ml

903

KR STK

Twister 460 ml

799

KR STK

Twister 330 ml

639

KR STK

Áður: 799 kr

Áður: 999 kr

Áður: 1.129 kr

Snarlbox 400 ml 3pk

1.079

KR STK

Áður: 1.349 kr/stk

Salatbox 1,63 L

1.439

KR STK

Fresh works box 1,5 L

Áður: 1.799 kr/stk

1.175

BRAKANDI FERSKT MEÐ FRESH WORKS

KR STK

Áður: 1.469 kr/stk

Með Fresh works boxunum frá Sistema haldast ávextir og grænmeti ferskt í mun lengri tíma í ísskápnum. Haltu kálinu brakandi fersku með nýju Fresh works boxunum.

Salatbox með hnífapörum og sósuboxi 1,1 L

999

KR STK

Áður: 1.239 kr/stk

Fresh works box 2,6 L Fresh works box 1,9 L

1.519

KR STK

Áður: 1.899 kr/stk

1.599

KR STK

Áður: 1.999 kr/stk


UPPBYGGING

ORKURÍKARI MEÐ KRÖFTUGRI HVATBERUM

Hversu heillandi hljómar það að hafa næga orku og vera virkari í deginum til að framkvæma það sem okkur langar til? Orka er eitthvað sem við öll myndum gjarnan vilja hafa meira af en staðreyndin er sú að nú til dags eru margir sem glíma við orkuleysi, þreytu og slen sem oft á tíðum má rekja til lifnaðarhátta okkar. Með því að tileinka okkur heilbrigðara líferni með heilsusamlegu mataræði, reglulegri hreyfingu og góðum svefn getum við haft heilmikil áhrif á orkuframleiðslu í líkamanum. Full af orku eru okkur allir vegir færir og við erum betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni bæði í leik og starfi. Flestir átta sig ekki á hversu stóran þátt hvatberar eiga þegar kemur að orkunni okkar og góðum efnaskiptum. Hvatberar eru orkustöðvar frumna þar sem efnum úr fæðunni okkar ásamt súrefni er breytt í orkuríka efnið ATP sem knýr efnaferla áfram í líkamanum. Þessi orka er notuð í allt frá því að hreyfa vöðva, mynda ensím og hormóna svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að styðja við hvatberavirkni og orkumyndun með réttri næringu og með því að nota valin næringarefni og andoxunarefni sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigða frumustarfsemi og sem verja frumurnar gegn skaða af völdum sindurefna. Sindurefni eru niðurbrotsefni sem verða til við efnaskipti líkamans og geta valdið oxun frumna og frumuskemmdum, sem er ein helsta orsök öldrunar og bólgumyndunar í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að skert hvatberavirkni geti verið orsakaþáttur í þróun ýmissa sjúkdóma s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, vefjagigt, nýrnasjúkdóma, taugahrörnunarsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Fjölbreytt samspil vítamína, steinefna, amínósýra, fitusýra og hjálparefna eru mikilvæg fyrir skilvirk hvatbera efnaskipti. Hreyfing er mikilvægur þáttur í að efla hvatberavirkni en með því að stunda reglulega hreyfingu þá

52

fjölgar hvatberum og við hreinsum úrgangsefni úr hvatberunum okkar. Föstur virðast einnig hafa jákvæð áhrif á hvatbera en mælt er með því að fasta í 12-16 klst. á sólarhring eftir hvað hentar hverjum og einum. Að sama skapi er mikilvægt að draga úr þáttum sem skerða eða trufla starfsemi hvatbera eins og óheilbrigt mataræði s.s. ofneysla sykurs og kolvetna, transfitur o.fl. skorti á næringarefnum, reykingum, mengun, óhóflegum sólböðum, kemískum efnum, langvarandi streitu og hreyfingarleysi. Hér er samantekt af völdum bætiefnum sem talin eru hafa jákvæð áhrif á orkumyndun í líkamanum samhliða heilsusamlegum lífsstíl. Í sumum tilfellum getur verið gott að ráðfæra sig við fagaðila áður en viðkomandi tekur inn bætiefni. Ásdís Ragna Einarsdóttir Grasalæknir BSc www.grasalaeknir.is www.instagram.com/asdisgrasa www.facebook.com/grasalaeknir.is


Q10

Kóensím Q10 er vítamínlíkt andoxunarefni sem líkaminn framleiðir sjálfur í öllum frumum líkamans og fyrirfinnst í mestu magni í hvatberaríkum frumum s.s. í hjartavöðva, lifur og nýrum. Q10 er einnig að finna í fæðunni í kjöti, fiski og innmat. Q10 gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu á orkuefninu ATP og er mikilvægt efni fyrir ýmsa efnaferla og starfssemi í líkamanum, þ.á.m. fyrir heilbrigt hjarta- og æðakerfi, heila- og taugakerfi og ónæmiskerfið. Til að mynda þá eru hjartafrumur með um 10x meira magn af Q10 í frumum sínum en frumur í meltingarvegi. Q10 er talið vera mikilvægt bætiefni fyrir þá sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma og kemur í veg fyrir oxun á LDL kólesteróli og gagnast fyrir þá sem þjást af hjartabilun og of háum blóðþrýsting. Q10 er öflugt andoxunarefni og verndar frumur gegn skaða af völdum sindurefna, stuðlar að viðgerð og endurnýjun frumna og dregur úr ótímabærri öldrun líkamans.

L-carnitine

L-carnitine er amínósýra og gegnir því hlutverki að flytja fitu úr fæðunni inn í hvatberana þar sem þeim er breytt í orku og eykur þannig orkuframleiðslu. L-carnitine hjálpar einnig við að flytja úrgangsefni úr frumum sem verða til við efnaskipti. Líkaminn getur sjálfur framleitt L-carnitine til að anna eftirspurn og L-carnitine í líkamanum er að mestu leyti að finna í vöðvum en í fæðunni er L-carnitine í ríkulega magni í kjöti og

mjólkurvörum. Fólk sem er á grænmetisfæði og þeir sem neyta lítils magn af kjöti eru líklegri til að fá ekki nægjanlegt magn af L-carnitine úr fæðunni. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á L-carnitine gefa til kynna að það geti aukið súrefnisupptöku, auki blóðflæði og framleiðslu á nitríð oxíð og auki þannig úthald, dragi úr eymslum og þreytu eftir æfingar. L-carnitine getur hugsanlega einnig gagnast gegn fitulifur, skertu blóðflæði og síþreytu.

Acetyl-L-carnitine

Acetyl-L-carnitine er umbreytt form af L-carnitine og er framleitt í líkamanum og talið hafa gagnleg áhrif á heila- og taugakerfi þar sem það frásogast greiðlega í gegnum heilablóðþröskuld. Acetyl-L-carnitine er forefni sem líkaminn getur notað til að framleiða taugaboðefnið acetylcholine sem gegnir lykilhlutverki fyrir skarpara minni. Acetyl-Lcarnitine virðist geta hjálpað við að draga úr skertri heilastarfsemi og auka minni og árverkni og draga úr depurð. Acetyl-L-carnitine hefur öfluga andoxunarvirkni og einnig áhrif á orkumyndun með því að auðvelda flutning á fitusýrum inn í hvatberana fyrir orkuframleiðslu líkt og L-carnitine. Rannsóknir sýna að acetyl-L-carnitine hjálpar við að viðhalda heilbrigðu taugakerfi með því að vernda frumur þess gegn hrörnun og ótímabærri öldrun.

„ MEÐ ÞVÍ AÐ HUGSA VEL UM HVATBERANA OKKAR MEÐ HEILBRIGÐARI LÍFSVENJUM GETUM VIÐ MINNKAÐ LÍKUR OKKAR Á LÍFSSTÍLSTENGDUM SJÚKDÓMUM, AUKIÐ DAGLEGA ORKU OG ÞREK OG STUÐLAÐ AÐ LANGLÍFI.” 53


UPPBYGGING

GÓÐGERLAR

Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi. Svo spaklega mælti Grikkinn Hippocrates, guðfaðir nútíma læknisfræði fyrir meira en tvö þúsund árum síðan. Mér finnst þetta samt hljóma betur ef þessu er snúið við, þ.e. góð heilsa hefst í meltingarvegi. Það er því miður ansi algengt að fólk líti framhjá mikilvægi heilbrigðs meltingarvegar, jafnvel þó hann innihaldi tíu sinnum fleiri bakteríur en við höfum af eigin frumum í líkama okkar. Það má því segja af kímni að við séum í raun meiri bakteríur en manneskjur. Þessar umræddu bakteríur eru okkur afar mikilvægar en þær vernda okkur m.a. fyrir sýkingum og hjálpa til við efnaskipti, meltingu og losun úrgangs. Á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um að þarmaflóran gegni mun stærra hlutverki en vísindamenn hafa gert sér grein fyrir. Að ónæmiskerfið sé að mestu staðsett í þörmunum og að góð þarmaflóra sé undirstaða heilbrigðs líkama. Enn fremur er talað um að við höfum annan heila (second brain) í þörmum og að tengslin milli hans og heilans í höfði séu mikil. Röskun á þarmaflórunni getur haft í för með sér athyglisbrest og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Serótónín kannast margir við en þetta er taugaboðefni (oft kallað gleðihormón) sem hefur breiða verkun á fjölmargt í líkamsstarfseminni, má þar nefna allt frá tilfinningum til líkamshreyfinga. Merkileg nokk þá er þetta boðefni að mestu að finna í þörmunum!

Optibac Every day

Innihalda 5 milljarða af góðgerlum og trefjar að auki. Góðgerlarnir eru sýruþolnir og þola því ferðalagið niður í þarmana. Þar dreifa þeir sér um allt meltingarkerfið og búa til öfluga og vinveitta flóru.

54

Mikilvægt er að uppistaða bakteríuflórunnar séu góðgerlar. Í grunninn er það svo, en nútíma lífsstíll getur valdið röskun á flórunni. Má þar nefna reykingar og áfengisneyslu, ýmsan skyndibita, of mikið að unnum sykri og gervisætum, sýklalyf og langvarandi streita. Mikilvægast af öllu er að tileinka sér hollt og gott mataræði, borða ferskan mat eins og náttúran gefur. Líkamsrækt er einnig afar mikilvæg og getur eflt líkama okkar og styrkt ónæmiskerfið. Útivist í náttúrunni og hugleiðsla getur síðan hjálpað til gegn streitu. Þessu til viðbótar getur verið gott að taka inn góðgerla í fæðubótaformi til að koma jafnvægi á þarmaflóruna og fyrir vikið að styrkja ónæmiskerfið sem í senn getur aukið athygli og hjálpað til gegn depurð. Ég mæli með góðgerlum frá Optibac. Optibac sérhæfir sig sérstaklega í góðgerlum og vörurnar þeirra eru vottaðar af klínískum rannsóknum og hafa sannaða virkni. Hægt er að taka hylkin inn eða opna þau og setja í boostið eða út á grautinn. Heilsukveðja, Víðir Þór Þrastarson Íþrótta- og heilsufræðingur

Optibac for women

Gerlaflóran í meltingunni er gríðarlega mikilvæg en það sama gildir um leggöngin og kynfærasvæðið. Vandamál getur skapast ef ójafnvægi myndast í flórunni. Góðgerlarnir byggja upp heilbrigða flóru og koma á jafnvægi.

Optibac for babies and children

Hágæða góðgerlablanda fyrir börn frá fæðingu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að inntaka getur dregið úr líkum á ýmsum sýkingum og á sama tíma stytt þann tíma sem tekur að komast yfir veikindi. Blandan hjálpar einnig til við meltingarvandamál.


Fyrir líkama og sál Túrmerik hefur í aldaraðir verið notað sem krydd í matargerð. Fjöldi landa í Asíu þekkja einnig vel heilsubætandi áhrif kryddsins, en túrmerik hefur þar verið notað sem lækningajurt í þúsundir ára. Guli miðinn býður nú upp á nýja og endurbætta bætiefnablöndu: 100% lífrænt túrmerik með svörtum pipar, eða curcuma longa og piper nigrum. Upptaka og nýting líkamans á heilsubætandi eiginleikum túrmeriks eykst sé það tekið með svörtum pipar. Blandan inniheldur engin auka- eða fylliefni. Túrmerik, eða curcumin, er þekkt fyrir öfluga bólgueyðandi eiginleika sína og rannsóknir á áhrifum þess hafa sýnt að það vinnur gegn bólgum í líkamanum, liðagigt, uppþembu og iðraólgu. Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Þú færð lífrænt túrmerik með svörtum pipar í verslunum Nettó.

Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

25% AFSLÁTTUR


UPPBYGGING

LOKSINS Á RÉTTRI LEIÐ - var með krónískan vökvaskort

Íþróttakonan Annie Mist Þórisdóttir hefur um árabil verið ein skærasta stjarna CrossFit á heimsvísu. Afrekin og verðlaunin eru ótalmörg og framtíðin björt hjá þessari öflugu og heilbrigðu konu.

keppa. Mér finnst ég ekki of sein að gera neitt seinna meir. Ég fékk tækifæri innan CrossFit íþróttarinnar, tækifæri sem einungis örfáum býðst á lífsleiðinni, svo ég stökk á það og mun aldrei sjá eftir því.“

Samheldin fjölskylda Annie á tvo eldri bræður sem báðir eiga börn og er fjölskylda Annie, sem verður þrítug á árinu, er harðákveðin í því að halda Annie mjög samheldin. „Við elskum að leika okkur saman, förum áfram að setja sér stór markmið innan íþróttarinnar. „Að til dæmis í hjólaferðir um Heiðmörk og njótum samvista hvort við sjálfsögðu mun ýmislegt breytast á næstu 10 árum. Mig langar til annað.“ Kærasti Annie er danskur en kann vel við sig á Íslandi. dæmis að verða móðir og vona að það verði „Það varð mjög fljótt ljóst að við myndum orðið að veruleika fyrir næsta stórafmæli.“ enda hér þar sem Ísland skiptir mig svo miklu „ MÉR FINNST ÉG EKKI OF SEIN máli. En það er stutt að fara og við erum Árið 2013 meiddist Annie illa og breytti það sýn hennar á líf atvinnuíþróttamannsins. „Þá AÐ GERA NEITT SEINNA MEIR. dugleg að heimsækja hans fólk í Danmörku.“ lærði ég að ég gæti ekki skipulagt ferilinn Annie segir foreldra sína styðja gríðarlega ÉG FÉKK TÆKIFÆRI INNAN lengra en ár fram í tímann, en svo lengi sem vel við hana og hennar feril. „Þau hafa komið CROSSFIT ÍÞRÓTTARINNAR, mér líður vel og ég hef gaman af þessu mun á hvert einasta stórmót sem ég hef keppt á, TÆKIFÆRI SEM EINUNGIS ég leyfa mér að lifa drauminn.“ Annie segir alla Evrópuleika og öll heimsmeistaramót. þrítugsafmælið vissulega marka ákveðin ÖRFÁUM BÝÐST Á LÍFSLEIÐINNI, Það er algjörlega ómetanlegt. Fyrstu árin voru tímamót. Hún horfi til baka og velti fyrir sér SVO ÉG STÖKK Á ÞAÐ OG MUN þau næstum eins og þjálfararnir mínir. Þau fyrri ákvörðunum og þeirri stefnu sem líf gættu þess að ég borðaði vel, færi að sofa á ALDREI SJÁ EFTIR ÞVÍ.“ hennar tók þegar hún kynntist CrossFit. „Í skynsamlegum tíma og létu renna í klakaböð. ár voru haldnir tíu ára endurfundir okkar Ég er svo stolt af þeim, því þau eru bæði á skólafélaganna úr MR. Það fær mann til að hugsa hvað tímanum fullu í Crossfit og hugsa vel um heilsuna. Það er svo gaman að fleygir fram og gaman að sjá mismunandi leiðir í lífinu sem fylgjast með þeim njóta lífsins og leika sér.“ félagarnir hafa valið sér.  Besta vinkona mín er útskrifuð úr læknisnámi, en það var braut sem ég ætlaði mér að feta. Sú leið Mikilvægt að hvílast vel í lífinu hefði verið yndisleg, og ég væri eflaust hamingjusöm sem Dagar atvinnuíþróttamannsins einkennast af löngum og ströngum læknir. Þær dyr munu þó enn standa opnar þegar ég hætti að æfingum en einnig góðri hvíld og næringu inn á milli. „Ég æfi í

56


5-6 tíma á dag, fyrst á morgnana og svo aftur seinnipartinn. Til að fara vel með líkamann á ég það til að leggja mig yfir daginn. Svefn skiptir miklu máli og ég passa mig að fá alltaf 8 tíma svefn á nóttunni. Yfirleitt hvílist ég á fimmtudögum og sunnudögum og tek þá rólega æfingu, fer til dæmis í sund eða létta fjallgöngu. Mér líður bara alltaf betur þegar ég hreyfi mig. Þegar fólk upplifir erfiða tíma, mikið stress eða áföll, er hreyfingin mjög mikilvæg. Það róar hugann og endurnærir líkamann að hreyfa sig, jafnvel bara í 20 mínútur.“

blóðprufunum sést að ég er með krónískan vökvaskort og ég hef lagt „ ÞEGAR ÉG VEL áherslu á að finna hina fullkomnu saltblöndu SAMSTARFSAÐILA HUGSA fyrir mig. Síðustu tvö árin hef ég notað ÉG ALLTAF: MYNDI ÉG MÆLA Nuun og enn markvissara og reglubundnara síðustu mánuði, eða 3-5 töflur á dag. Mér MEÐ ÞESSU FYRIR MÖMMU finnst ég yfirleitt drekka nóg, en með NuunOG PABBA? NUUN UPPFYLLIR töflunum helst rakinn betur í líkamanum ÞÆR KRÖFUR SEM ÉG SET og tekur líkaminn betur upp steinefni og OG HEFUR JÁKVÆÐ ÁHRIF Sleppir öllu samviskubiti önnur næringarefni.“ Annie vandar valið Annie hugsar mikið um næringu en leyfir á samstarfsaðilum og setur nafnið sitt Á MÍNA HEILSU. ÞESS sér að njóta sætinda af og til. „Lífið væri aðeins við hágæðavörur. „Þegar ég vel VEGNA VALDI ÉG AÐ FARA Í ekki skemmtilegt ef ég myndi aldrei fá mér samstarfsaðila hugsa ég alltaf: myndi ég SAMSTARF MEÐ ÞEIM.“ ís. Þá sjaldan að maður fær sér eitthvað mæla með þessu fyrir mömmu og pabba? óhollt er eins gott að njóta þess í botn og Nuun uppfyllir þær kröfur sem ég set og sleppa öllu samviskubiti. Ég vigta allan mat hefur jákvæð áhrif á mína heilsu. Þess vegna sem ég borða, hvort sem það er morgun- eða hádegismaturinn, valdi ég að fara í samstarf með þeim. Í síðustu blóðprufu kom í fyrri og seinni kvöldmatur og snarlið fyrir svefninn.“ Matseðillinn ljós að vökvaskorturinn er minni en hann var, ekki enn þá þar sem einkennist af hreinni fæðu og ákveðnu magni af kolvetni, próteini það þarf að vera, en loksins á réttri leið.“ og fitu. „Ég borða mest af kolvetnum nálægt æfingum en borða hvorki pasta né brauð. Fyrir svefninn fæ ég mér gjarnan skál af Vatn og meira vatn skyri, sem er próteinríkt og gott, svo lengi sem maður þolir mjólk. Annie hefur gríðarmikinn áhuga á mannslíkamanum, heilsu og Það er vel hægt að velja hollari valkosti af kolvetnum og ég leyfi hreysti. „Ég hef lært heilmikið síðustu árin, í gegnum íþróttina, mér til dæmis vefjuna þegar ég fæ mér fajitas. Á laugardögum fæ og er farin að þekkja eigin líkama verulega vel. Mjög stór hluti ég mér alltaf ís og svo deili ég kannski pizzu með kærastanum, en af vinnunni minni snýst um næringu og ég elska að fá tækifæri þá er ég búin að borða kjúklingasalat fyrst, til að tryggja að ég fái til að deila þeirri þekkingu með öðrum.“ Þeir sem æfa ekki jafn almennilega næringu.“ mikið og Annie geta einnig notið jákvæðra áhrifa Nuun-taflanna. „Ég læt mömmu nota þetta og er handviss um að allir geti fundið Var með krónískan vökvaskort eitthvað við sitt hæfi, enda úrvalið mjög fjölbreytt. Sjálf nota Árið 2015 neyddist Annie til að hætta keppni á Heimsleikunum ég Nuun Sport og Nuun Immunity. Þeir sem borða fjölbreytta þegar hún fékk hitaslag. „Fæturnir hættu að virka, ég gat ekki fæðu ættu að fá næg næringarefni og eiga góðan salt- og talað til að biðja um vatn og man svo ekkert fyrr en ég ligg í rúmi steinefnabúskap í fæðunni. Nútíminn er hins með vökva í æð. Einhvern veginn tókst mér að komast á fætur vegar svo hraður og ekki alltaf tími til að og aftur út á gólfið til að keppa í næstu tveimur keppnum. Um vanda sig við matargerð. Þess vegna eru nóttina var ég með næstum 40°c hita og eftir nokkrar keppnir margir í vandræðum með ofþornun eða daginn eftir vissi ég að ég væri úr leik þetta árið. Líkaminn steinefnaskort. Fyrst og fremst mæli ég sagði bara stopp.“ Eftir þetta fylgjast læknar vel með heilsu með því að fólk skoði vel hversu mikið vatn Annie og fer hún reglulega í blóðprufur þar sem allt er mælt. „Í það drekkur yfir daginn. Síðan geturðu bætt Nuun-töflunum við og þannig færðu meira út úr vatninu sem þú drekkur.“ Heilbrigð samkeppni og virðing Um verslunarmannahelgina keppti Annie á heimsmeistaramótinu í CrossFit í 10. skiptið. „Það er vissulega ákveðinn áfangi að ná að halda sér í toppformi og í toppbaráttunni í öll þessi ár.  Ég nýt þess að æfa og elska að keppa og er svo þakklát fyrir að hafa geta gert það í öll þessi ár, enn með líkama sem er heill og í frábæru ástandi. Það er mjög heilbrigð samkeppni innan íþróttarinnar og virðing milli keppandanna. Við vitum öll hvað þetta er gríðarleg vinna og hvað við höfum öll lagt á okkur,“ segir Annie glöð í bragði að lokum.

57


UPPBYGGING

KORTER Í KULNUN - ÖRSTUTT Í ÖRMÖGNUN Ertu eins og gömul borðtuska þegar þú vaknar? Örþreytt allan daginn þrátt fyrir að hafa knúsað koddann í átta tíma. Dagarnir eru í móðu eins og að horfa í gegnum sírópsleginn botn á kókflösku. Heilaþoka eins og Holtavörðuheiðin í febrúar. Skyggni lélegt. Þú drattar botninum á æfingu og böðlast í gegnum hopp og ketilbjöllusveiflur. Keppir við Stjána og klukkuna. Að ryksuga verður verkefni á pari við að klífa Everest. Hæ, Vilborg Arna. Að sækja börnin í skólann er eins og að draga blóð úr steini. Það er erfitt að vera fullorðinn og mega ekki bara Netflixa daginn í drasl því það er eina sem þig langar að gera. Að skipuleggja kvöldmatinn verður jafn flókið og að skipuleggja fund í Sameinuðu þjóðunum. Ef þú hefur verið síþreytt(ur) í margar vikur gæti það verið vísbending um kortér í kulnun. Kulnun. Örmögnun. Hvað er það fyrir nokkuð? Nýrnahetturnar seyta út kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni þegar við mætum ógn og þá skiptir líkaminn yfir í sympatíska kerfið (streitukerfið). Og það er ekki nóg að fara bara snemma að sofa ef kortísólið er enn svo hátt í líkamanum að það truflar svefnhringinn af djúpsvefni og draumsvefni svo það verður ekki almennilega endurheimt. Ímyndaðu þér heilsuna þína og orkuflæðið eins og tunnu fulla af vatni. Ofan í tunnuna hellirðu góðum svefni, næringu og endurheimt eins og teygjuæfingum, hugleiðslu og hlátri. Síðan eru þættir eins og járnrífingar, sprettir, streita í vinnu, kvíði, sambandserfiðleikar og tímapressa sem draga vatn úr tunnunni.

58

Fylla tankinn takk!! Ef þú vilt hafa orkutunnuna þína fulla hefurðu tvo kosti: 1) Fylla á hana reglulega með góðum svefni, núvitundaræfingum, öndunaræfingum, félagslegri næringu, hollum og næringarríkum mat og hvíld frá amstri dagsins. 2) Láta streituvaldana sjúga tunnuna skraufþurra þar til þú lyppast niður örmagna og neyðist til að stimpla þig út úr samfélaginu, mergsogin(n) af þreytu og streitu. Hvað er til ráða? Það eru ýmis góð og gegn húsráð sem og utanaðkomandi aðstoð í formi bætiefna til að vinna bug á streitunni. Bætiefni: Góðgerlar til að bæta meltingu og heilbrigða þarmaflóru. Rannsóknir sýna að margir sjúkdómar byrja í þarmaflórunni, jafnvel andlegir sjúkdómar eins og kvíði og þunglyndi. Til dæmis myndast taugaboðefni á borð við GABA, dópamín og serótónín að miklum hluta í þarmaflóru og ferðast upp til heila í gegnum líkamann með vagus tauginni. Beinaseyði eða prótínduft úr beinaseyði er ríkt af kollageni sem býr til himnu á þarmaveggina sem stuðlar að því að næring og boðefni komist sína leið. Rhodiola eða burnirót er jurt sem vex upp til fjalla við erfið skilyrði og skilar þessari þrautseigju til okkar með því að gera okkur betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika. Rhodiola er svokallað adaptogen sem eru jurtir sem róa taugakerfið svo um munar og er haukur í horni gegn síþreytu og kvíða. Rhodiola hefur verið notað í ár og aldir til að hemja kortisólið. Járnskortur er oft viðvarandi í síþreytu. Prófaðu að kýla upp járnbúskapinn í nokkrar vikur með Iron Complex eða fljótandi járni.


B6 og B12 eru orkuvítamínin okkar, gera við skemmdar frumur og búa til nýjar frumur og eru í stjörnuhlutverki í að viðhalda heilbrigðu miðtaugakerfi. B12 hjálpar til við að mynda rauð blóðkorn. Skortur getur valdið síþreytu því svefninn verður grynnri. Við upplifum þá þrekleysi og ýmsa verki og erfitt að æfa því andardrátturinn er grynnri. Magnesíum til að auka endurheimt vöðva og dýpka svefninn yfir nóttina. Magnesiumskortur er oft skaðvaldur í síþreytu. D-vítamín yfir vetrarmánuðina er þáttur sem margir gleyma en skortur á því getur valdið þreytueinkennum, svima og orkuleysi.

IPad og símaskjám seinkar framleiðslu melatóníns um 3 tíma. Taktu út koffín og te eftir kl 14. Helmingunaráhrif koffíns eru 6 til 8 tímar sem þýðir að það er ekki farið úr kerfinu fyrr en um miðja nótt og hefur áhrif á gæði svefnsins. Reyndu að ná allavega 8 tíma svefni og jafnvel lengur. Þegar við erum að glíma við streitu og kulnun virðist skrokkurinn þurfa lengri tíma að knúsa Óla Lokbrá.

D-VÍTAMÍN YFIR VETRARMÁNUÐINA ER ÞÁTTUR SEM MARGIR GLEYMA EN SKORTUR Á ÞVÍ GETUR VALDIÐ ÞREYTUEINKENNUM, SVIMA OG ORKULEYSI.

Mataræði: Borðaðu vel af kolvetnum. Kolvetni hjálpa til við endurheimt og viðgerð á vöðvum. Passaðu að fá nóg prótín í hverri máltíð til að hjálpa við uppbyggingu vöðva og mundu eftir góðu fitunni fyrir heilbrigðan hormónabúskap. Borðaðu reglulega yfir daginn. Að stunda föstur er ekki ráðlegt meðan verið er að vinna úr nýrnahettuþreytu. Langar föstur (12+ tímar) eru streituáreiti fyrir líkamann, og þú vilt ekki auka á streituna, heldur er markmiðið að draga úr henni.

Æfingar: Dúndraðu fleiri hvíldardögum inn í vikuna. Fækkaðu þolæfingum á háu álagi og háum púls í nokkrar vikur til að hvíla miðtaugakerfið. Þegar við æfum á háum púls og miklu álagi í langan tíma og oft í viku eru nýrnahetturnar á yfirsnúningi að dæla út kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni. Æfingar á hárri ákefð eins og crossfit, plyometrics, krossþjálfun, hringþjálfun er streituáreiti og líkamanum er ekki eðlislægt að vera í streitukerfinu nema í örfáar sekúndur. Líkaminn þarf að jafna sig eftir að hafa keyrt púlsinn upp í rjáfur í 30-60 mínútur í senn. Ef hann fær ekki næga hvíld á milli verður rugl á boðefnunum og kortisólið er keyrandi í kerfinu. En ekki setja fætur upp í loft í lopasokkunum yfir Netflix. Nýttu orkuna og kaloríurnar og settu þeim mun meira púður í þungar styrktaræfingar 3-4 x í viku á lægri ákefð. Svefn: Gerðu hallarbyltingu í svefnvenjum. Slökktu á öllum skjám 90 mínútum fyrir háttatíma. Rannsóknir sýna að bláa birtan frá

Félagslíf: Hittu vinina. Farðu í saumó. Horfðu á boltann yfir bjór. Farðu í lesklúbb. Farðu í bingó í Vinabæ. Auðgaðu andann. Fáðu nýtt sjónarhorn á vandamálin þín. Heyrðu hvað aðrir eru að glíma við. Það hjálpar okkur að beina athyglinni frá okkur sjálfum yfir á umhverfið, það setur þín eigin vandamál í nýtt samhengi.

Túlkun á streitu. Hvernig við upplifum og túlkum streitu ákvarðar hvort við tætumst upp eða erum kjörnuð og zenuð. Hugsanir okkar hafa áhrif á tilfinningar og líkamleg viðbrögð. Ef við upplifum katastrófu í hvert skipti sem eitthvað bjátar á þá byrjum við að anda grunnt sem hraðar hjartslættinum og losar út kortisól. Fáðu aðstoð hjá fagaðila til að tækla streituvaldandi aðstæður af meiri ró og yfirvegun. Settu mörk. Lærðu að segja nei við því sem skiptir ekki máli. Í hvert skipti sem við segjum JÁ við verkefnum þegar dagskráin er þegar yfirfull erum við að segja NEI við okkur sjálf, börnin og fjölskyldu. Stundum skiptir heilsan meira máli en að skora vinsældarstig við að baka hundrað múffur fyrir skólaskemmtun. Líkaminn er mögnuð maskína sem gerir við sig sjálfur þegar hann er brotinn og bugaður ef við gefum honum ást og alúð, ró og næði, og réttu verkfærin, Ragga Nagli er sálfræðingur sem aðstoðar fólk sem er að glíma við síþreytu, kulnun í starfi, og örmögnun. Einnig aðstoðar hún fólk sem vill öðlast heilbrigt samband við mat og losna úr viðjum matarkvíða. Meðferðin er í formi fjarsálfræði og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Köru Connect. www.ragganagli.com www.facebook.com/RaggaNagli/ Instagram @ragganagli


UPPBYGGING

SVONA EYKUR ÞÚ JOÐBIRGÐIR LÍKAMANS Hversu heillandi hljómar það að hafa næga orku og vera virkari í deginum til að framkvæma það sem okkur langar til? Orka er eitthvað sem við öll myndum gjarnan vilja hafa meira af en staðreyndin er sú að nú til dags eru margir sem glíma við orkuleysi, þreytu og slen sem oft á tíðum má rekja til lifnaðarhátta okkar. Með því að tileinka okkur heilbrigðara líferni með heilsusamlegu mataræði, reglulegri hreyfingu og góðum svefn getum við haft heilmikil áhrif á orkuframleiðslu í líkamanum. Full af orku eru okkur allir vegir færir og við erum betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni bæði í leik og starfi. 60

„ FLESTIR ÞEIR SEM LÍÐA JOÐSKORT GETA BÆTT HEILSUFARSVANDA SINN MEÐ ÞVÍ AÐ BREYTA UM MATARÆÐI OG TAKA INN BÆTIEFNI, SEM BYGGJA UPP JÁRNBIRGÐIR LÍKAMANS.” Joð er eitt af nauðsynlegu næringarefnunum. Það stýrir meðal annars reglu á starfsemi skjaldkirtils, stuðlar að góðum efnaskiptum, vexti og þroska og kemur í veg fyrir ýmsa króníska sjúkdóma eins og krabbamein. Þar sem fæstir fullorðnir neyta nægilega mikils af joðríkri fæðu, skortir marga joð. Joð er að finna um allan líkamann í nánast öllum líffærum og vefjum. Við þurfum á því að halda til að viðhalda orku og lífi í líkamanum. Skortur á því getur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála, en gert er ráð fyrir að um helmingur allra Vesturlandabúa líði joðskort. Flestir þeir sem líða joðskort geta bætt heilsufarsvanda sinn með því að breyta um mataræði og taka inn bætiefni, sem byggja upp járnbirgðir líkamans. Skjaldkirtillilnn og Potassium Iodine Eitt útbreiddasta einkenni joðskorts er röskun á starfsemi skjaldkirtils. Þar sem skjaldkirtilinn reiðir sig á rétt magn af joði, getur of mikið – eða of lítið af því – valdið mörgum alvarlegum


heilsufarsvandamálum. Skjaldkirtilinn er einn af aðal innkirtlum líkamans og sér um að halda jafnvægi á hormónum hans. Ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtils getur leitt til þreytu, þyngdaraukningar eða þyngdartaps, hormónaójafnvægis, skapgerðabreytinga og margs annars. Líkaminn á auðveldast með upptöku á joðbætiefnum (iodine) sem innihalda kalíum (potassium). Við treystum á joð til að framleiða þýroxín (thyroxine eða T4 hormón) og triiodothyronine (T3 hormón). Þetta eru tvö af helstu hormónum sem skjaldkirtillinn framleiðir og stýra ýmsum mikilvægum þáttum í líkamsstarfseminni, allt frá efnaskiptum til eflingar ónæmiskerfisins.

✔ Joð er eitt af nauðsynlegu

næringarefnum líkamans.

✔ Skortur á því getur

leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála.

✔ Þegar joðskortur kemur

upp er fólki ráðlagt breytt mataræði og bætiefni.

✔ Eitt af þeim bætiefnum er

Potassium Iodine, sem fæst m.a. frá NOW.

Þeir sem velja að taka ekki Potassium Iodine geta tekið inn þaratöflur eins og KELP-töflurnar frá NOW, en þarinn er joðríkur. Af hverju líða fleiri joðskort? Minna er af náttúrulegri járnríkri fæðu í mataræði fólks (t.d. villtur fiskur, grænt grænmeti og þari og annar sjávargróður), aukin útsetning fyrir ákveðnum efnum sem finnast í unninni fæðu og draga úr upptöku á járni (sérstaklega efnasamband sem kallast bromine og er að finna t.d. í mörgum plastumbúðum og bökunarvörum – notað sem hefunarefni í fjöldaframleidd brauð), og joðskortur í jarðveginum. Vísindamenn hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka frekar bromine og áhrif þess á líkamann. Vitað er að það hindrar upptöku og nýtingu á joðríkri fæðu að einhverju leyti. Bromine getur líka flæmt joð í burtu og þar með valdið joðskorti. Þegar kemur að joðskorti í jarðveginum, benda rannsóknir til þess að jarðvegur víða um heim innihaldi mismunandi mikið magn af joði. Það hefur síðan áhrif á joðmagn í þeirri fæðu sem ræktuð er í jarðveginum. Áhrif joðskorts Joðskortur getur valdið óvanalegri stækkun á skjaldkirtlinum. Stækkunin verður þegar líkaminn reynir að binda eins mikið af joði í blóðinu og hann mögulega getur. Upptaka og geymsla á joði er líka í vefjum og öðrum líffærum, meðal annars maga, heila, mænuvökva, húð og í ákveðnum innkirtlum.

Upptaka á joði fer fram í gegnum magann, þaðan fer það út í blóðið sem flytur það til skjaldkirtils, sem notar hið rétta magna af joðinu. Það sem ekki nýtist skilar líkaminn frá sér í gegnum þvag. Heilbrigður einstaklingur er yfirleitt með um 15-20 milligrömm af joði í líkamanum í einu, en 70-80% af því er geymt í skjaldkirtlinum.

Joðríkar fæðutegundir Hægt er að auka neyslu á joðríkri fæðu, einkum þeirri sem inniheldur joð frá náttúrunnar hendi en er ekki joðbætt. Ein besta leiðin er að bæta þara (söl, þari, nori, kombu og wakame) við mataræðið, vegna þess að hann inniheldur hátt magn af joði, auk annarra steinefna og andoxunarefna. Joð er líka að finna í ýmsu sjávarfangi, ógerilsneiddum mjólkurafurðum, ákveðnum korntegundum og eggjum frá hænum sem ganga lausar. Eitthvað er líka að finna af joði í ávöxtum og grænmeti. Magn joðs í matvörunni ræðst af gæðum jarðvegsins sem hún er ræktuð í, áburðarnotkun og ýmsum öðrum þáttum. Í hágæða kjöt- og mjólkurafurðum úr skepnum sem hafa verið á grasbeit og góðu fóðri, ræðst joðmagnið af gæðum jarðvegsins, hvort skepnurnar voru í lausagöngu og hvar þær voru á beit. Ávinningur af joðríkri fæðu og bætiefnum ● Joð stuðlar að heilbrigðum skjaldkirtli, sem þarf að hafa nægilega mikið af joði til að geta framleitt hormónin. ● Joð styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að því að framkalla

sjálfdeyðingu frumna (apoptosis), þ.e. sjálfseyðingu hættulegra og krabbameinsvaldandi frumna.

● Joð stuðlar að heilbrigðri þróun heilans og

áframhaldandi skilvitlegum þroska. Joðskortur er jafnvel talinn vera orsök geðrænna vandamála.

● Joð stjórnar svita og líkamshita. Sviti er mikilvæg

afeitrunaraðferð sem líkaminn notar til að losa sig við eiturefni og jafnvel umfram hitaeiningar.

Hvort sem valið er að borða joðríka fæðu eða taka inn Potassium Iodine eða Kelp þaratöflur frá NOW, er mikilvægt að gæta að joðbirgðum líkamans. Guðrún Bergmann Heimildir: www.draxe.com www.healthline.com www.thyroid.org www.zrtlab.com

61


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Boody þægilegu undirfötin úr náttúrulegum bambus Kíktu á úrvalið í Nettó

UPPBYGGINGAREFNI BRJÓSKS OG STOÐVEFJA

Kollagen er okkur mikilvægt til að viðhalda heilbrigði hárs, húðar, nagla, beina, liða og liðamóta.

Kollagen í töfluformi Kollagen duft sem hentar í boostið, grautinn og kaffibollann

AFSLÁTTUR

25%

C vítamín styður við upptöku kollagens

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR


Mest selda liðbætiefni á Íslandi

25%

NÚ Á TILBOÐI AFSLÁTTUR

NUTRILENK GOLD hefur hjálpað þúsundum íslendinga sem þjáðst hafa af liðverkjum, stirðleika eða braki í liðum. NUTRILENK GOLD getur virkað verkjastillandi á liðverki sem orsakast oft af rýrnun í brjóskvef.

Prófaðu og finndu muninn

25% AFSLÁTTUR

TILBOÐ! MUNNÚÐAR SKILA HÁMARKS UPPTÖKU

Einfalt í notkun – Eitthvað fyrir alla


HOLLUSTA

LEIÐIN AÐ OLIFA

Það er stundum sagt að Miðjarðarhafsmataræðið sé það besta í heimi og er það ekki að ástæðulausu. Einn af hornsteinum þess er hin silkimjúka, kaldpressaða hágæða jómfrúarólífuolía. Þegar þú smakkar hana þá einfaldlega finnurðu að þetta er góð fita, hún er ánægjulegur matur að öllu leyti. Í gegnum tíðina hafa sérfræðingar verið sammála um að hágæða, kaldpressuð jómfrúarólífuolía er ein sú allra besta fita sem völ er á fyrir mannslíkamann - og því varð OLIFA til. Svo einfalt er það. Neysla á kaldpressaðri hágæða jómfrúarólífuolíu, sem er hlaðin andoxunar- og næringarefnum, hefur ýmsan heilsufarslegan ávinning. Hún er m.a. talin geta spornað gegn alvarlegum sjúkdómum og mætti þar t.d. nefna hjarta- og æðasjúkdóma. Við hjónin, Emil Hallfreðsson knattspyrnumaður og Ása Reginsdóttir, Fótboltinn er fljótur að refsa og við enduðum með tárin í augunum höfum verið þeirrar gæfu njótandi að búa á Ítalíu í að verða tólf og kúkinn í buxunum í Verona á Norður-Ítalíu. Verona hljómar ár. Knattspyrnuferill Emils á Ítalíu hófst árið 2007 er hann gekk til líklega frábærlega í dag, en þá var það hörmung. Lið í þriðju efstu liðs við Reggina á Suður-Ítalíu. Stuttu síðar kynntumst við og hófst deild og allt í rugli - komandi frá liði í efstu deild. Metnaðarfulli sambúð okkar hjóna þar. Í fyrstu gekk allt ljómandi vel. Emil lét til fótboltamaðurinn sem fann loks ástina og góðan mat, hvers átti sín taka á vellinum þannig að eftir honum var tekið. Okkar maður hann að gjalda? skoraði ævintýralegt mark gegn einum besta markmanni heims, Gianluigi Buffon, og Ítalíumeistarar Juventus Til að gera langa sögu stutta þá fór Emil með gerðu jafntefli á heimavelli andstæðinganna. Við Hellas Verona upp um þrjár deildir á fjórum „ VIÐ BORÐUÐUM í sæluvímu, auðvitað, og fórum svo beint út að Hann kom þeim því aftur í deild þeirra MYRKRANNA Á MILLI OG árum. borða. bestu, Serie A, þar sem hann hefur nú spilað í LITUM EKKI AF HVORT að verða tíu ár. Í Verona hanga myndir af okkur Fljótlega fóru hlutirnir þó ekki að ganga eins á veggjum veitingahúsa borgarinnar, eðlilega. ÖÐRU. ÁSTFANGIN og lagt var upp með og þegar við lítum til baka Sem sagt, markmiðin voru skýr og við náðum þá er ástæðan augljós. Við höfðum einfaldlega þeim. Veitingahúsaferðum okkar fór þó verulega UPP FYRIR HAUS Á meiri áhuga á hvort öðru og matnum sem var í enda næring fótboltamannsins afar SUÐUR-ÍTALÍU. ÞAÐ VAR fækkandi boði en boltasparki. Við borðuðum myrkranna á mikilvæg - og alla jafna betra að næra sig milli og litum ekki af hvort öðru. Ástfangin upp NÁKVÆMLEGA EKKERT heima! fyrir haus á Suður-Ítalíu. Það var nákvæmlega SKYNSAMLEGT VIÐ ÞAÐ, Í Verona kynntumst við mikið af yndislegu fólki, ekkert skynsamlegt við það, en rómantískt var það. Við sjáum ekki eftir einum einasta EN RÓMANTÍSKT VAR ÞAÐ.” til dæmis Allegrini fjölskyldunni, en Allegrini matarbita sem við borðuðum, þeir voru allir svo var valinn vínframleiðandi ársins á Ítalíu árið fullkomlega þess virði - og við tvö sömuleiðis. Ég man eftir okkur á 2016. Sonur vínbóndans, Francesco Allegrini, er einnig blóðheitur veitingastöðum, með lokuð augun að benda á matseðilinn, og oft stuðningsmaður Hellas Verona. Fótboltinn færir fólk saman og pöntuðum við marga rétti í einu. Við pöntuðum líka blindandi fyrir smám saman myndaðist vinasamband okkar á milli. Það varð til hvort annað og vá hvað það var gaman. Hver máltíð var því óvænt þess að við hjónin sendum Allegrini flöskurnar í ÁTVR og stofnuðum og ný ánægja. Ó, sú hamingja! Þetta var sko lífið. OLIFA með Allegrini jr.

64


Eftir öll þessi ár á Ítalíu, hvað áttum við að borða þegar við komum til Íslands í sumarfrí? Við hreinlega fundum ekki þá vöru sem er hornsteinninn í einu besta mataræði heims; ítalska, silkimjúka, bragðgóða og næringarríka kaldpressaða, jómfrúarólífuolíu. Hvað gera ung hjón þá? Jú, þau bæta úr því. Ósk okkar var sú að aðgengi okkar og Íslendinga að slíkri vöru yrði stórlega bætt - og yrði jafnvel stórgott. Í krafti vinnu, reynslu, þekkingar og tengsla okkar og Allegrini á ítölskum matarmarkaði hefur það nú tekist og fæst OLIFA nú m.a. í öllum verslunum Nettó á Íslandi. Ástarævintýri Rómeó og Júlíu átti sér stað bæði í Verona og Udine og því var Udine viðeigandi næsti áfangastaður fótboltamannsins og spúsu hans. Í eldhúsinu í Udine ákváðum við OLIFA nafnið og fórum í að gera lógó, ákveða útlit og þess háttar. Við tók mjög metnaðarfull ólífuolíu- og matarsmökkun sem stendur enn yfir, stefnur fyrirtækisins og markmið sett. Loks vorum við ferðbúin og lögðum af stað með verkefnið til Íslands - og kynntum landsmenn fyrir BIO og Puglia olíunum. Nú einu og hálfu ári síðar höfum við vandlega valið fleiri vörur í línuna og samanstendur hún nú af fimmtán vörutegundum. Ólífuolíur, krydd, ólífur, tómatsósur og ostasnakk. Við leitum að vörum við okkar hæfi um alla Ítalíu og fáum álit innfæddra, ekki síst frá vínbóndanum og frúnni hans í Valpolicella. Svo smökkum við aftur, látum tímann líða, pælum aðeins meira, smökkum meira og ákveðum svo hvað skal velja. Allar OLIFA vörurnar eiga það sameiginlegt að vera 100% ítalskar, hreinar gæðavörur og án viðbættra aukaefna. Til að tryggja gæði og uppruna varanna er ítalskt heimilisfang á framleiðslustaðnum ritað aftan á hverja vöru fyrir sig. Það tryggir gagnsæi fyrir neytendur og er það einn af okkar styrkleikum. Vörurnar okkar eru framleiddar og pakkaðar á þeim stað þar sem þær eru ræktaðar. Það tryggir ekki einungis gæðin og að viðkvæm næringarefni skili sér til neytandans en einnig að kolefnissporið verði í algeru lágmarki með tilliti til innog útflutnings.

Við sáum það á leiðinni að góð ítölsk matvörulína verður að hafa gott pasta og því fengum við umboðið fyrir RUMMO sem er leiðandi ítalskur pastaframleiðandi. RUMMO hefur hlotið verðlaun fyrir umhverfisvernd og eru þeir m.a. þekktir fyrir að flýta ekki fyrir náttúrulegum vexti hráefnisins, sem skilar sér í einstökum gæðum til neytandans. Pastað helst fullkomlega „þétt” eða „al dente” eins og Ítalinn vill hafa það - og er þ.a.l. ánægjuleg máltíð. Vörulína OLIFA spannar að mestu knattspyrnuferil Emils. Kryddin koma frá Reggio Calabria, olíurnar frá Verona (nema Puglia) og svo er OLIFA ostasnakkið aldagömul uppskrift frá Udine. Ólífurnar og tómatsósurnar koma svo frá Puglia því þær eru þær bestu sem við höfum smakkað. OLIFA vörulínan endurspeglar fullkomlega það mataræði sem við höfum trú á fyrir íþróttamanninn á okkar heimili og fjölskyldu hans. Árið 2016 var stefnan sett með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Eins og atvinnuíþróttamenn gera þá skoða þeir hvað þeir geta bætt til að hámarka árangurinn. Á þeim tíma sáum við að við gátum bætt mataræðið og höfum haldið okkur við það síðan þá. Mataræðið okkar er hreint, afar einfalt en virkilega gott - og ítalskt. Fyrir áhugasama þá er Ása dugleg að sýna matinn á Instagram-síðu sinni, asaregins. Niðurstaðan eftir heimsmeistaramótið var ásættanleg fyrir Emil persónulega, enda var OLIFA í boði fyrir landsliðsmennina í Rússlandi. Íþróttamaðurinn verður þó aldrei saddur og vill alltaf meira - að borða. Því munum við halda áfram okkar vegferð sem er m.a. að færa Íslendingum hreinan, vandaðan, 100% ítalskan mat frá OLIFA. Með þakklæti í hjarta og reynslu í poka, takk fyrir okkur.

65


G

25% AFSLÁTTUR

I

ÉR HOLL Þ Ð E M TN U T E P ST Í R


Nammi með dagskammtinn af 9 vítamínum 25% AFSLÁTTUR


15%

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

æla með! nlæknar m n ta m se jó n og PUR – tygg Það er vega l. to li y x ð e m netulaust. PUR er sætt n soja og h á ig n in e g o glútenfrítt,

Ekkert aspa rtam takk !


10%

AFSLĂ TTUR

#einsogveraber


UPPBYGGING

„GEGGJAÐ HVAÐ INNIHALDIÐ ER NÁTTÚRULEGT!“ Sigvaldi eða Svali eins og margir þekkja hann, hefur unnið lengi við útvarp ásamt því að vera Crossfit þjálfari og mikill útivistaráhugamaður. Svali flutti til Tenerife í byrjun ársins 2018 og getum við fylgst með ævintýralegu lífinu á Tene á Snapchat og Instagram, @svalikaldalons.

Hvað borðar þú þá helst? Ég borða allt sem kemur úr náttúrunni. Ég á að borða þrjár slíkar máltíðir á dag en ég er bara í tveim slíkum, og borða eina kjötmáltið með fjölskyldunni. Á morgnana geri ég „boost“ og oftast bara einhvern veginn, það fer eftir skapinu. En það sem er alltaf í þeim er t.d grænkál, spínat, hnetur, hempfræ, grasker, hnetusmjör, kókosolía, spírulína, Life-drink blandan frá Terranova, ávextir af öllum sortum o.fl. í þeim dúr. Er pottþétt að gleyma einhverju, en þið ættuð að átta ykkur á hvert þetta stefnir.

Aðeins um þig, fjölskylduhagi og þess háttar. Ég er 45 ára, giftur Jóhönnu Katrínu og saman eigum við þrjú börn. En ég átti tvö börn fyrir þannig að saman erum við með 5 börn. Börn og „ekki börn“, mín elstu eru 25 og 21 árs.

Hvaða bætiefni notar þú og af hverju? Í dag nota ég Life Drink frá Terranova. Drykkurinn er eitt allra besta bætiefnið sem völ er á og er algjörlega „plant based“, prótín og vítamín í miklu mæli. Hjálpar mér almennt og á æfingum. Ég er fljótari að jafna mig eftir æfingar og er bara allur í betra standi. Ég nota líka Astaxanthin sem hefur góð áhrif á úthaldið, það er hálfgert undraefni. Ég notaði það upphaflega bara út af úthaldinu og finn að það hjálpar mikið þar, en mestan mun finn ég á húðinni. Ég var með sólarofnæmi, sem er ekkert spes þegar maður býr á Tenerife, en það hvarf algjörlega eftir að ég fór að taka það. Tek töflu daglega og sé bara að húðin er allt önnur. Rauðrófuduft er líka algjör snilld fyrir æfingar, ég nota það mikið.

Þú býrð á Tenerife af hverju fluttuð þið þangað? Við ákváðum að koma hingað til að prófa eitthvað annað. Vera ekki bara í umhverfinu heima, alltaf að gera sama hlutinn aftur og aftur. Við stofnuðum fyrirtæki hér í fyrra, Tenerife Ferðir, og það hefur bara gengið glimrandi vel. Við erum að sinna Íslendingum hérna á eyjunni, að bjóða upp á ferðir og afþreyingu fyrir alla þá sem langar að upplifa eyjuna á nýjan hátt. Við erum með mikið af skoðunarferðum en bjóðum líka upp á hreyfiferðir fyrir þá sem það vilja, göngur, hlaup og hjól. Þú hreyfir þig mikið en það hefur ekki alltaf verið þannig? Nei, ég hreyfði mig ekki mikið. Mér leið svo sem aldrei neitt illa, hef alltaf verið grannur og pældi því lítið í því hvað ég var að borða og þess háttar. Reykti líka alveg eins og strompur. En fyrir 10 árum eða svo, þá ákvað ég bara að breyta til í mínu lífi og taka aðra stefnu. Vissi svo sem ekki alveg hvert ég stefndi en það hafði eitthvað með hreyfingu að gera. Svo bara smám saman fann ég það sem mér finnst skemmtilegt. Datt inn í Crossfit um 2008 og stundaði það grimmt til 2015. Þá tók ég sveigju og fór að horfa meira til „endurance-æfinga“, að hlaupa, hjóla og þess háttar. Hversu mikilvægt er mataræðið að þínu mati? Sko, ég er enginn sérfræðingur en matur skiptir öllu. Ég hef prófað eitt og annað, fastað, Ketó, lág-kolvetnafæði og nú „Plant based diet“ (jurtafæði). Ég finn alltaf þegar ég er duglegur, sem er ekki alltaf, hvað maturinn skiptir miklu. Fæðubótarefni verða nánast óþörf þegar maturinn er hreinn og orkan verður margfalt meiri. Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að prófa og finna sína línu. Ég er ekki góður kokkur en er eitthvað að myndast við að elda „plant based“ eða jurtafæði og það gengur mis vel „plant based er ekki vegan og ekki grænmetisæta en ekki langt frá því. Kjöt og egg eru ekki svona „no, no“ í þessu matarplani en notað í afar litlu magni, ef einhverju. Ég kann meira að segja ekki alveg að segja frá þessu en mæli með Google.

70

Life Drink áttu uppskrift? Life-Drink bætiefnin eru algjörlega geggjuð og bara úr náttúrulegum hráefnum en drykkurinn er með eindæmum vondur og því ekki góður í neitt, tæknilega séð. En ég set hann oft út í morgunbústið eða bara smelli kókosvatni í lítið glas og duftið yfir, hræra vel, og svo bara botninn upp. Þetta venst. Terranova er vegan vara, finnst þér það skipta máli? Ég pældi ekkert í því, finnst bara geggjað hvað innihaldið er náttúrulegt!


ALVÖRU SÚKKULAÐI – ÁN SYKURS

25% AFSLÁTTUR

#valoriceland 71


Bragðgóð og sykurlaus kex

AFSLÁTTUR

25%

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% BRAGÐGÓÐUR PRÓTEIN ÍS AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

25% UR

TT AFSLÁ

25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25%


NÝTT ÍSEY SKYR VIÐBÆTTS SYKURS OG SÆTUEFNA! Ísey skyr kynnir til leiks tvær nýjar bragðtegundir án viðbætts sykurs og sætuefna. Hvort sem þú kýst suðræna ávexti eða perur og banana er alltaf rétta augnablikið fyrir Ísey skyr.

BLÁTT LOK

BLÁR BOTN

Laktósalaust


UPPBYGGING

BETRI HEILSA OG INNIHALDSRÍKARA LÍF Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason breytti algerlega um lífsstíl í leit að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Í byrjun ársins gaf Sölvi út bókina Á eigin skinni, en hún fjallar um leið hans til heilsu á ný og þær fjölbreytilegu tilraunir sem hann gerði á eigin skinni. Síðustu mánuðir hafa verið mjög annasamir hjá þér, hvað ertu búinn að vera gera? Eftir að bókin mín, Á eigin skinni, kom út í janúar hef ég verið á fullu við að vinna með efnið úr henni. Að baki bókinni er margra ára vinna og planið er að halda áfram að vinna með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum, í því að bæta heilsu fólks og draga úr streitu. Ég hef haldið í kringum 80 fyrirlestra og námskeið á árinu fyrir rúmlega 4 þúsund manns. Þannig að þetta er búin að vera talsverð törn og ég hef þurft að fara eftir mínum eigin ráðum til að halda mér í góðu standi. Ég hef tekið svefninn mjög heilagan, enda er hann fyrir mér mögulega mikilvægasta, einstaka, atriðið þegar kemur að heilsu. Fyrir mig er lykilatriðið að vera ekki að hanga vakandi of lengi og ná helst alltaf 8 tímum, sérstaklega ef ég er að æfa mikið. Ég reyni líka að komast út í náttúruna, alltaf þegar færi gefst, og held mér við ákveðin grunnatriði í næringu þó að hún sé alls ekki fullkomin. Ég reyni að fasta flesta daga í minnst 12 tíma og að halda mig sem allra mest við náttúrulega fæðu.

74

Hreyfingin dettur líka aldrei út. Því meira álagi sem ég er undir í vinnu því mikilvægara er að hreyfa sig sem oftast. En að sama skapi held ég æfingum með allra harkalegustu keyrslunni í lágmarki þegar álagið er mikið. Sem sagt hreyfi mig mjög oft en set ónæmiskerfið ekki á yfirsnúning á svona tímabilum. Þegar það er minna álag í vinnu breyti ég um takt og læt reyna meira á kerfið í æfingum. Framundan er að þróa enn betur módelið mitt í kringum þetta og vonandi verður áfram áhugi á að nota krafta mína í þessu sem víðast. Hvað með bætiefni, tekur þú mikið af þeim? Þau bætiefni sem ég tek nánast alltaf eru D-vítamín, magnesíum og omega 3. Í mínum huga eru það þau efni sem eru mikilvægust fyrir mig. Svo tek ég B12, C-vítamín og sitthvað fleira í skorpum á mismunandi tímabilum, og tek þá jafnvel stóra skammta og hvíli svo alveg á milli.


„ ÞVÍ MEIRA ÁLAGI SEM ÉG ER UNDIR Í VINNU ÞVÍ MIKILVÆGARA ER AÐ HREYFA SIG SEM OFTAST. EN AÐ SAMA SKAPI HELD ÉG ÆFINGUM MEÐ ALLRA HARKALEGUSTU KEYRSLUNNI Í LÁGMARKI ÞEGAR ÁLAGIÐ ER MIKIÐ.” Nú eru margir að huga að mataræðinu, að taka sig á eftir sumarið, hvað myndir þú segja að væri mikilvægast? Ég myndi segja að mikilvægast væri að byrja nógu raunhæft ef fólk ætlar að gera breytingar. Stóru breytingarnar eru litlir vanar sem maður nær að standa við. Ef við breytum einum hlut í einu, og stöndum við það, líður ekki langur tími þar til lífstíllinn er orðinn miklu betri. Það er ekkert eitt sem virkar fyrir alla. Í stóru myndinni snýst þetta um að borða sem mest af raunverulegum mat, mat sem skemmist, áður en hann skemmist; sem stystar innihaldslýsingar og sem ferskast. Mikið af grænmeti, mikið af hollum fitum og óunnum matvælum. Hvernig höldum við orkunni yfir daginn? Og af hverju dettur hún svo oft niður um miðjan dag? Algengustu ástæðurnar fyrir því að orkan dettur oft niður um miðjan daginn eru að mínu mati tvær, hreyfingarleysi og of mikið kolvetnaát fyrri part dags. Ef fólk vinnur kyrrsetuvinnu er mjög mikilvægt að brjóta hana upp sem allra oftast, þó ekki sé nema bara til að gera nokkrar teygjur, fá blóðflæðið af stað og virkja líkamann örlítið. Varðandi mataræðið hefur það reynst mér mjög vel að halda mig við annað hvort föstu eða mjög létt fæði vel fram eftir degi, þegar ég vil að hausinn sé skarpur. Getum við gert eitthvað til að koma í veg fyrir sykurlöngun? Já, borða meira af næringarríkum mat og sérstaklega hollum fitum. Í stað þess að rembast við að halda sig frá óhollum mat er mun skilvirkara að borða sem best af verulega næringarríkum mat, og þá hættir líkaminn smátt og smátt að öskra á sykur í tíma og ótíma. Skiptir máli að skipuleggja daginn með tilliti til mataræðis, að borða í rólegheitum? Það er mjög margt sem bendir til

þess að gefa sér tíma til að borða sé gríðarlega mikilvægt atriði. Bæði nýtur maður matarins betur, meltingin verður betri og það dregur úr líkum á því að maður sé að sturta í sig óhollum mat í stresskasti, sem er oftast stærsti ósiðurinn þegar kemur að mataræði nútímamannsins. Hvaða matvöru gætir þú ekki verið án? Ég er mjög hrifinn af villtum fiski og eggjum úr frjálsum hænum, úr jurtaríkinu væri það 100% kakó og avókadó. Getur þú gefið okkur dæmi um mataræðið hjá þér, einn dag? Venjulegur dagur væri yfirleitt eitthvað í þessum dúr: Morgunmatur; Bulletproof kaffi og grænn djús. Hádegismatur; fiskur, grænmeti og brún grjón eða sætar kartöflur. Yfir daginn; möndlur, hrökkbrauð með Whole Earth hnetusmjöri, eða eitthvað annað sem fiktar ekki of mikið blóðsykrinum. Kvöldmatur; góður fiskur eða kjöt með grænmeti, salati og góðum kolvetnum. Hér á ég það til að borða eitthvað sem er ekki 100% en ef dagurinn er búinn að vera í lagi þá er ég ekki að stressa mig á því. Ég á það til að gefa Bulletproof kaffinu „upgrade” ef ég vil fá aukna orku, en þá nota ég eina skeið af Golden Ghee (skýrt smjör), eina skeið af Whole Earth hnetusmjöri og eina skeið af Manuka hunangi. Þessu negli ég svo í blandarann með einhverju úrvals kaffi.


ÞÚ FÆRÐ FERSKA HOLLUSTU ÚR 20% HAFINU Í NETTÓ! AFSLÁTTUR

Ýsuflök Bleikjuflök Laxaflök

Lax í sítrónu og kóríander

Langa á gríska vegu

Þorskur í hvítlauk og basil


10%

AFSLÁTTUR

77


HOLLUSTA

MISSKILNINGUR AÐ LÚXUSMATUR ÞURFI ALLTAF AÐ VERA DÝR Þeir Anton Levchenko og Bjarki Þór halda úti Instagramsíðunni Matarmenn. Þar eru þeir ansi öflugir og matreiða af miklum móð. Þeir kynntust í háloftunum en báðir unnu þeir hjá WOW air og var það sameiginlegur áhugi á mat og matargerð sem dró þá saman. Hvað er það við matargerð sem heillar ykkur svona? Ef að það mætti segja allt væri það svarið okkar. Við elskum að búa til mat frá grunni eins og uppruni hans er. Í raun er það allt ferlið, að fara út í búð, félagsskapurinn, pælingar á bak við hvern og einn rétt og síðast en ekki síst að elda réttina. Hvert er ykkar uppáhalds hráefni til að vinna með? Þykkar steikur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur ásamt rækjum. Að vinna með þykka steik samanborið við mjóa steik leyfir manni að leika sér mun meira með kjötið, eins getur maður stjórnað ferðinni mun betur með þykkari bitana. Rækjurnar er hægt að marínera á ótal vegu og því er hægt að vera með rækjur reglulega í matinn án þess að fá leið á þeim. Leynivopnið í eldhúsinu – hvað er er algjörlega ómissandi? Leynivopnið sem ætti að vera til á öllum heimilum er kjarnhitamælir. Þetta er í rauninni eins og að lesa hugsanir kjötsins, stingur mælinum inn og veist nákvæmlega hvar ferlið er staðsett. Það kannast eflaust allir við það að taka heilan kjúkling/lambalæri út úr ofninum og kjötið er þurrt. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með réttu græjunum. Þarf gott alltaf að vera flókið? Alls ekki! Oft á tíðum eru bestu réttirnir þeir einföldustu, ef að við tökum dæmi: Mexíkóskur matur er lítið annað en ferskt grænmeti og vel kryddað kjötmeti sem tekur enga stund á pönnunni. Oft er líka misskilningur að lúxusmatur þurfi alltaf að vera dýr og mikil fyrirhöfn. Það er hægt að kaupa lambalæri og allt meðlæti á sama pening og fyrir tvo út að borða á skyndibitastað, kryddið lærið og setjið inn í ofn og skerið í salat. Þarna eruð þið komin með lúxusmáltíð sem er ódýr og einföld.

78

Grillaður þorskur með fetaosta pestói 1,2 kg þorskur (best að miða við hnakka) 1 bolli ólífuolía Hvítlaukur Fetaostur (1 stór krukka) 20 gr fersk steinselja

¾ bolli brauðrasp 10 stk grænar ólífur 1 sítróna Matarmenn mæla með sítrónupipar, salti, pipar og sérstökum fiskikryddum í blönduna

Leggið fiskinn í bakka. Blandið saman ,,Kryddhús’’ kryddunum ásamt olíu og hvítlauk í skál og hrærið. Leyfið blöndunni að standa í ca 30 mínútur. Í blandara setjið þið fetaost, steinselju, brauðrasp, ólífur og 3 hvítlauksgeira. Pestóblandan sett til hliðar. Nú er kryddblandan tekin og pensluð yfir fiskinn, leyfið að marínerast í 20 mínútur+. Kveikið á grillinu og náið því upp í 250°C. Fiskurinn er nú lagður á grillplanka eða álbakka (með götum), roðið niður. Sítrónan er sett undir roðið og pestóinu dreift yfir fiskbitana. Eldist í ca 10 mínútur (Hægt að fara varlega með gaffli og sjá hvort miðjan sé elduð).

Grillað brokkólí 1 brokkólíhaus 50 ml olía 30 ml soya sósa 15 ml Teriyaki 15 ml Sweet chili Hrærið hráefnin saman. Brokkólíið tekið í sundur. Dýfið brokkólíinu ofan í sósuna. Hitið grillið í lægstu stillingu (um 100°C). Leyfið brokkólíinu að vera á grillinu í ca 10 mínútur á meðan því er snúið reglulega. Grillið skrúfað í botn og brokkólíið haft á í um 3 mínútur í viðbót. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Anton: „Salsa sósa, rauðlaukur, rjómaostur, hvítlaukur og chili.“ Bjarki: „Smjör, hvítlaukur og egg.“ Hvað myndu Matarmenn grilla í hollari kantinum? Í rauninni er allt það sem við setjum á grillið í „hollari kantinum‘‘. Ef við nefnum til dæmis nautakjöt, lambakjöt, humar og bleikju er eingöngu um að ræða næringarrík hráefni með gott næringargildi. Einnig er rosalega gaman að leika sér með grillað grænmeti sem penslað er með góðri olíu og parmesan osti, t.d. smjörgrasker, maís og brokkólí.


Tómatsósa með stevíu Enginn viðbættur sykur

gg gg gg ggg g g ggg gg g gg gg gg ggg g gg ggg g g gg gg gg gg ggg g gg ggg ggg g gg ggg g gg gg ggg gg gggg gg gg ggg g g gg gg gg gg gg ggg ggg

tsnineíðtiivem tteusðesneiieítm tseínsðkinem tsiðsunðeitem etvussníðieesitm vesíkðiesitm stnusesnieðstiíensim seíenaðm stsetíkeentsðiussíkeentsðivuseentsðivssíeenðisv,ussíkentsðivussíeekntðis,ussíeentðivsusseentðvissíetsðvnuesísketvuisíðsetvnusíetsivuísentsiv,uíensivustíniveusínusívisunkísiunsiknisnsssisnsinsisnisnssksisnsinsisnsisnsisnsisnsisnsisnisnsins s vsnakðueevstm vsneíkðinestm vsnaíiðneesitm tstðneaveisníeatnðm tveseínaðeitm eníteavnðeím etesevuiítðm etsenðueívinasetm etvniuseðeitaním eniaesikðum setisevim setv,nsm sism vseitm vseínaðeitm vsínð,eietm vseínaeitm vðnusíenaðteim vsenitvísnaðesm vtetvsm vnniísatðie,nskvsum vsnaíkðeesitm vsnaíieeitðnm vsnaíðieekstðnv,sm vsniuoíkesaðeiv,m ðvsníieesitm mmm íðseneakiosiev,m ítsivm ðuneMoískneaðintisev,sm ðíisetm ðvísna,ðineeksm ðnMovues,snaíkðieesitm imm iim im im im im im imm iim im im im im imim itm ikníekeaðMsstiniom im niaeeðsum íensaðMkiitn,m uvsí,neaðMisvom ðuMoLvtesnaíkðMineitm ðevsníkoðMiee,stm ðnMov,essnaíkðMuiseetðnMov,uesisnaíkðMLeesitm ðnv,iueoseaíðnekitiðnMsv,uesíðaoneevkLtm ð,siuosaíðiseeMLtm ðv,kíiunossaneeMktm ðunv,iosíseieakMtm ðnvsuosníieise,kðLtMvsiuosnaíeism unsívekneLaðMtisivom un,ssLekMneaðtiísiv,om unMseískneLaðMtisivom unskísM,eðneaLtisiev,om unMsískneeaðMntiiv,m ueosaíknMiieeLtðnMv,sueosnaíðMtieeksm uonaíeseMkLtðnv,m uosaísðekLtiMnv,suosaíesðneMkiLtn,m ðeMktnv,siuosníieeMkðLtsnv,im nsae,nLðMusteivom nsísekneLuaðMntiosiv,m siaunMossneMkeLtðv,m sniosíesðeaMkiLtnev,m suovsínsðnekiLem esuívnetieavusðMm kðnMov,uessnakðMLiieeíibtm nsðiekneLaoðMsivíotm skLaMs,onbsísukneLeðMntisia,om siuoisaísðeeMkLnv,sim siuosínsðeektiv,m siuMoísðensaðeMkiLbtnvsiðuosíeLnsðeaMkibtev,m sniuoísensðMikeiLtov,m sniðuíðnsasðeeMkLti,m ekvsneLðMusbti,m aLMbðnMov,-uessnaíklððiiMnesibm aL,vbMouæ aekibtevssðniMoíinsaekiLbv,sniMðuðínstaskLeivsniMvuoiíessbaðLie,sðnitMuoísaðkvLeine,tvðibuosankðLeen,bsðíMovskLiu,sðibaMvossðíkiLensiMovusæ kbiðMLio,ðunMeísð-snvalðMLiine,sbm kbLM,okibvMoðLiMðibMoðLib,ðMkLib,oðLib,oæ kb,ðkobLiLbð,koL,obk,okL,L,oL,oLo,kokLkLoLokLokLoLokLokLokLokoLkkok ,aev,nðuMniíbsm ,,ððuMitinm ,bðMi-busneí,ðaðvMibm ,nsiaíMeinvnlðM,kom ,snMousensaiíkiLnv,m ,LbMoðiLbMo,æ ,Mðvubis-v,ðauMiníeðnbm MokaðMbi,LðnMov-einsæ MoLbMo,t-usæ oM,nuk-eíðabiðMo,onkuLlæ oieM,nuLísnkaððoiiebl,-nkíuLMæ o-lMva-íæ o,aklðibvðnM,t-usæ oðkib,oæ Mo-ðailkLb,sniMotí-ðnsaivkiLbesniðluoæ MivMbæ M,n-eíoðnalðiubvoa,Mtuæ Mboantuæ MoavunMæ MðuntttsL-eMnalðiie,soavðunöMæ ML,nMt-eoaklððMoLesibavnöiMot-uesæ MobavðnMo,t-usæ MooLbvaM,t-usæ MLasnuöotæ LMðnMo,ueæ LobvM,tkaueos-æ MMeMeMðaðMeaeMlðtealðMate-ðMla-elðtatMelðn-aotM-nlðoeant-lMneðtMo-nlaaoðtM-naeaoenlM-nðtaoenlðaMnaato-enðMnaalo-enlðMtaatenlðMao-at-enlðMaoant-eMlðant-enaolðMoaet-Mnalðoantðe-nlaMonate-Mnaðloantl-Mðneavotane-vMnalðon-eatiMðnalvonðiteð-vMnalaoðnet-vðbaioMnielðbðvn-aaotæ Leskæ Lðöonauæ LM,auösæ LobavnöMoti-uelsattðMLæ LttðliMbvoaa,ntuLæ ðbivrLavoln-g ilvrbvu ilvvnosu bvolnðrg vtð-g -g tð-g ðösaivrLbv,tu ittðlMobvno,tðæ itttllvosMob,övkrtttðLæ ilrttonag itvttðu ivroLbvstu ivrvou bvMstðMottaiæ bslæ bvu æ -g tttðö-snisMob,vllraonaLuðö-g tð-g tð-g tttð-g tu ttt-ðsoivrvu lttðrivbavsMæ vnæ vu vvsirlbösu vlsaöæ vlaöæ vttönæ vlöanðttrvu vslönæ vönlæ vænrvslu æ æ ænttvrg æ alvötæ -g -g tlrböososiLlMvvranátttlðaö-siáLu tvsiálð-braöonaæ táttð-g tttð-g tttnLð-g toavattng tttðslávrobvsu ltt-iávobavsöMtlnLsg lttlðiu lttðg alng olatrng olLbavsMng onaög olaötæ övðrLiáttu antttsáæ an-sðvtolMiáæ antis-sMiáttbvoalðnsæ ag alnaöæ aolnaötttðilMvrLbvsáou alnaötæ alaötæ alnaöæ alnaötæ anaötæ alnatá-ttslvðrLvou alaöttt-g albaöt-ðg avttrsáou oatæ oav-avtttng olbavsaön-g olbavaörtnsg olvsöatn-Læ olnasög ovrsu öæ öttvru ttðMröiávlu ttðssiávobvu ttðg ttlvu ttrváu rvsáolaötæ lnag laövu vttru váu snágnságnágnsgnág sáðg sirlbsu svlbavsuöoðáæ sæ sæ svlttðrLiáu svttraáu s-æ n-g ng ng n-g n-ðg nttg lsaöng lavsaötng lng ln-g lnatt-g laönttvráu ölitrttn-g ötttn-sæ öng ösæ öæ öttðvLibvlauæ ttlsg ttvntssðalá-æ ttvog ttsðliábvsantæ ttálLilasbsovatLvæ ttslaásnva-g ttðavsiöábstloaæ ttvlaössovánarg ttu ttu ttl-aæ ttðsiávrotLbalng ttðiávlrobvs-u tts-ivlárbvu ttðs-ilvárbvg tt-ðsg tt-sg tt-sðilávraou tt-g ttvrslöLvttðviau ttvrsöæ ttrluövæ ttrulæ rolbvvsaötn-g rbavsvstln-aöæ rlnal-öæ ræ vraoavu vstáalvæ vsrálbvlainaktotts-g vsiráölbvu vsirálttbvslaöonatttðu vsirlæ vsirlabvu vsirlnbvttu vsirállbvuaöoaæ vstttnð-g vrlabsu váarlng vlttðrsiáu vlttðráolavsatu vlttðiáu vlttðriáolbavsaötn-u vttðrlsiáu vtt-g vrou vrtáou vrá-ou vráouaöæ vrávlöansðvttriáu g g g g g g g u u u u u u sgsgsgsgsgsg ság ssángg sánág snág sláttvantosæ sálvoants-ttslág sásttn-ttsðlivg s-g svng sru srnu slröu sláu slðöiáottlbavaæ su slttiávðolbavg siáu sæ sæ svlttðriáu sæ sttðrlviáu silávrbvu slávrbou slávrlbvou sláðrbu slvrvöiou sssssssssgsgsg nsoð-ainlg nttðv-intbag ng ng ng nttgrsáu lnaöu lsiálvlttaöonbvaæ latttð-uvsiálg laöonaræ laöonasæ löoaæ láaöoaæ láuöonaaæ láoasæ lákavtltt-g lng laöng lsaöttn-ðg lvöæ laönttg löæ lövlu laövru lavru laövrlaövru laövru laövru lövaru lövruölruövruöruuru avlðriákolavsatnb-g suaösæ slönyæ sönttrvslu alttðrliáu aövng aöæ aötæ aöæ avru attrákvu anæ attrövulttvu aövraöru s s s s s s s s s s s s slaörttvsaöursttlaövrlu ssuoláæ a a a a a a a a a a a asvru á á á a á á á á á á á á á á á á á á á áu u k u u u u u u u u u u u u u u u u u u uóytrsm r r k k k k k k k k k k k k k k k k k k kslauósygrsm kaslasytrm y y m m m r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u uóstrm uaósytrsksuóáysrm u r r m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k kasuóytkm kassuósytrsám ksassauóyósrm ksauóytórm ksasusysrm kasósutórkayssutm k s s suósytrsákasm r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r rasksatuóystm rukarsóatarusssmtóasssm r asnsyaktgóystuam sósskam sóasuktgm sm sm sm sgm ysyanygum yygsanyyguksanym ykysnm ysuayskgm ynuyarskgyuanyskm yuganyskgm yusysankgm yasnykm yagnsókygm yum ygtm yngósm yóm yuaósytgrskóysm ytaum yuam ytugam ystuam yóstuam yóstusam yróskgtm yatrnysaskgóuyasnym ysraóskm ytanysm yaym yanym yatnym ytnym yatnm yatnsasytgkóuym yóstaanyssm yanystóskm ytsnyskgautm ysónatskm yysntsm yaósntkasym yósaynsm yótsym yósuntsm yósuntysm yósntysm yóuósnatgasm yóstyansm yóusatnysm yyóuóatsrm yusatknam yóósastnarm ysgm ytm yatnsm m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m ayysguknssyskgaysnukyysusnygsam aygrskm asanm a a a a a a a a a sygóym s s s s s s s s s s s s s s u u u u u u u u u u u u ruyrkum rakngyrauknm rknm r r r r r r r s s s s s s s s s s s s s s a a aknryum agnugm asnrykgm a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a t t arkm saunkrgm s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s k uykm uarm ukragm ugyaknm urgyrknuagym uayrkngm uyrkagm uyanrkm uangykrgm usayrkgum usarnygm uyansrym u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u uyukyrkyurkm g g a a a a a a a a a a a a a a ataósm t t t t t t t s s s s k k k k k k k k k k k k k k k k ó ó g g g g g g g g g g g g g g g g g ó ó ó ó ó ó ó ó a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a arttóassatósastm aósttm m m m m m m m m t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k s k g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó óatósatmóstsm óstasóstasósatasósastóasasóasa y ó m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m s n n n y y y y y y y y y y y y y ó ó ó ó ó s s s s s s s s s s satóstamtóstm satósam n n n n n n n n n n n n y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y y a y ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó t s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s satóótasatóstam satótam satóstam satóóstam saóstam sóaóstasam s n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n a a a a a a a a a a a a t t t t t t t t t t t t t t t t t suasm am aum asm am asm am aem am aisatssum aum asm atisr astisr asm asm asm asir asm atisasisatsaititsitsaissitsaisaitstistsaitasitaitaittiaititaiaitaiaiaitaitaia aa atttaat tatósasóttósam iestusm ir ar tuism tisr tusm tum tusm tusm tr tr tim tasesunsm tr tar tar tair tagr tair tir tir tsr tiaeur tiseuam tiur tiesssauótiesr tiessr tisasum tir tisr tr tm teuasm teasm tsr teasm taem tm tsnm s s s s s s s s s s s s s s i i i i i i i i i i i i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s r r r i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i s s s s s s s s s s s s s s s s r r r r r r r r r r r r r r e e u u u s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r r e e e e e e e e e e e e e e e e e e e u u u u u u u u u u u u u u u u u u e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e s s s e m m m u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s m m m m m m m m m m m m s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m s m i i i n n n g g i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n ó ó ó g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g g gsOrilgOóiagisOrnórigalOinsraóiOnilsrgiaOnólsrgaOóisrlgaiOnóilsrgiOnaóilsrgaiOnóisralinósilraOinólsgaiórlOsgaOóilsairnóilOgransilóOairilOanrósilOrglOasógirOsiralóOniasrigóOnslrgailOsóriaóOilnrasióOnslrgiaOslraióOsirlaióOnslrgaióOslrgaióOsilraióOnsilraióOnslrgaióOslrgaióOilrgaOisónilrgaiOnrilsaóiOnsilraOnlógsraióOlsraiOlósrganiOlórgasiOilóasrgiOnilsrógailOniósrgainilósrgaiOnilósgaiOnilósrgaOnilósraiOnilsrgaiOnlósrgaiOilósrainOilósrgiOnlósraiOiósranlóOsragilósgariOlóisanislóraOnlósaióOlsraOólsraiOlósraólsrgOióslgaiióOrsgnOilósarnióOgsarnilóargiOlósangiOlsirOlónaisriOónsraliósrgaiOóslgaiOóilsrgOónislraiOnóisraiOónlrsgaiOólraiOilsórgiOnlrgaiOóisrgainilsOrgaiónilsgaiónrilsgaónilaónsgilanlsaiólsnalósalóóslssósóóssósóssósósósósósóó OOrOriOgirOrgOiriOgnirgiOnragiinrOgainilOgianrilganrOiOalngilOarnrglOairliOangirgliOnrgaliOirganiOnilrgiOnialrgaOinirgailOnilrgaiOnilrganOilgraisnilgarOisnlgaónilrsaóOsnilasinóOlrgaóslOiaórsilOóransiOlóvirOalsórv v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v v a a a l l l a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e e l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l f f f í í í a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a a f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f í í í í í í í í í í í í í í í í í í í l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l l n n n 5 5 5 í í n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n TÆRT & EINFALT f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f f í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í í f í 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 í í í í í í í í í í í níansó0sanór ní5ó0asr ní5óa00r n5nóas0ír n5aí05óas0ín5ó0as0ír na0ínan5a0ín0ína50í5n0í50í50í500ír 50aí0ó0así5r 500ír ís5s0ínas0óa0ís0ór í50ía5ó0ías0snríóas0rsíó0í5as0r5ó0asr0nóaís0rnóa0s0rí5ó0aís0rsó0as0rsníó0as0rn5ó0as0rsón50aís0nó0sra0íóa0ís0r5ó0aís0rn5ó0as0rí5ó0as0rn5ó0aís0rnó0íaís0nó0íraís05rnó0aís0rn0aísrn5ó0aí0s0rn5óís0rn5ó0aís0sr5ó0as0srn5ó0ías0rn5ó0as0ír50óaís0srn5ó0a0sírs0ós0aír50óasírn500asrníó0saír50s0író0a0ríó0s0író50as0ír5ó0as0r0as0íórn0a0írn0sóí0rnsa0óísró0nsaí0r ííííríírírrírírírírríírííí ííííííííí í 0a50ías5n0íaín0í5a0óíasr a0an5óas0ísr aís50nó0aí5nó0sír así0ó0asír aanananananan5an50na50a5n050naa50a5n0na50na0n5an5a0na05n5an50a0n5a0n5a0sn50an50sr í5aós0í50ar ías0ínó5ar 05a0í50ósr 0ín5a0sí5íóas50ór 0as0ísan0as0ó5r 0n5ías0níóa0sr 0sní5só0r 0níasnóías00r 0rí0rr 0níó5as0sr 0í05í0ír sósí0r ssó0r ss0órs0r s0sór ss0ósr sss0óssr sór s0sr ss0ór sss0ós0órss0ósr ss0ósr sósr s ssss s ssssssss ss s ss s sss sss sr sss0ósr s0sr ssó0r ssó0ssr só0ss0sór0rsr0r00r0r ssósóssóssóssóssóssósóssssóósssssóó0sósssóssós0sós0sós0sóss0óssóssó0ssósóss0ó0r

KOFFÍNVATN HRESSANDI NÝJUNG!

ENGIN SÆTUEFNI ENGAR HITAEININGAR ENGINN SYKUR ENGIN KOLVETNI


GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI NÝTT

NÝTT

Í NETTÓ!

Í NETTÓ!

20%

25% AFSLÁTTUR

i i i i i i

AFSLÁTTUR

BRAKANDI GÓÐ NÆRING

Glútenlaust með sólblómafræjum og KÍNÓA


@collabiceland

Með viðbættu kollageni - og bráðum viðbættri bragðtegund líka. COLLAB er frískandi drykkur með ríkulegu magni af virkum efnum án allra kolvetna og sykurs. Hver dós inniheldur 105mg koffín og 6 mismunandi B-vítamín - auk kollagens, eins umtalaðasta fæðubótarefni okkar tíma. Kollagenið í COLLAB inniheldur 18 mismunandi amínósýrur og kemur frá FEEL Iceland. COLLAB fæst í tveimur bragðtegundum: límónu og ylliblóma annars vegar og mangó og ferskju hins vegar - en sú þriðja er á leiðinni. Fylgist með!

VÆNTANLEGT

KOLLAGEN KOFFÍN SYKURLAUST 81


RAW BITE – ORKUBITI!

25% AFSLÁTTUR

LLT U F T Ú ST TU! S U L L AF HO

GLÚTEN -O MJÓLKU G RLAUST

LÍFR Æ LJÚF NT OG FEN GT!


ALLT Í ÞEYTINGINN! Mikið úrval af allskyns ávöxtum og grænmeti í þeytinginn. Allt að 25% afsláttur!

MIKIÐ ÚRVAL FRÁ DIT VALG

GREAT TASTE Stóru pokarnir

498

25%

11%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

NICE 'N EASY

Ananas, bláber, jarðaber eða mangó Frá 250 gr

25%

FRÁ

209

KR PK

AFSLÁTTUR

LÍFRÆN BER FRÁ ÄNGLAMARK

25% AFSLÁTTUR

KR PK

HAFÐU ÞAÐ VÆNT OG GRÆNT

25% AFSLÁTTUR


HOLLUSTA

BOÐ OG BÖNN EKKI MÁLIÐ Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir er öllum hnútum kunnug þegar kemur að heilsunni og hefur aðstoðað gríðarlega marga við að finna sína fjöl þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl. Hvað þýðingu hefur góð heilsa fyrir þig? „Góð heilsa að mínu mati er að upplifa orku og vellíðan í líkamanum, vera í góðu andlegu jafnvægi og vera fær um að geta tekist á við verkefni dagsins, auk þess að geta sinnt áhugamálunum og ekki hvað síst notið þess að vera með fjölskyldu og vinum,” segir Ásdís aðspurð um hvernig hún skilgreini hugtakið góð heilsa. „Til þess að eiga kost á góðri heilsu hef ég m.a. í gegnum árin stundað útihlaup og styrktarþjálfun. Það síðar nefnda finnst mér mjög mikilvægt fyrir okkur konur til að viðhalda vöðvamassa og beinþéttni og örva framleiðslu á góðum hormónum sem veita okkur vellíðan. Hreyfing er ómissandi partur af daglegu lífi hjá mér og ég hef tamið mér að fara í göngutúra á hverjum degi. Það er mín hugleiðsla og sá tími dagsins þar sem ég næ að hlaða batteríin. Göngutúrar eru að mínu mati algjörlega vanmetin hreyfing og hafa heilmikil heilsufarsleg áhrif.” Ásdís segir flesta vita nokkurn veginn hvað sé æskilegt. „Aðalmálið finnst mér vera að skapa góðar heilsuvenjur og viðhalda þeim svo við náum þeim árangri og jafnvægi sem viljum öðlast með heilsufari okkar. Sjálf hef ég reynt að tileinka mér einfaldar venjur líkt og að passa upp á svefninn, velja lífræna og heilsusamlega fæðu, fasta daglega, hreyfa mig og nota infra-rauða gufu reglulega,” segir hún og bætir við að sveigjanleiki sé ekki síður mikilvægur. „Að gera sér dagamun og gleðja sálina skiptir miklu máli. Í mínu tilfelli er það oftast dökkt súkkulaði sem verður fyrir valinu. Heilsusamlegt mataræði á ekki að snúast um boð og bönn heldur að njóta þess að borða mat sem okkur líður vel af og leyfa okkur „trít” öðru hvoru þegar þannig liggur á okkur.”

Meira af grænmeti og góðri fitu Ásdís hefur unnið náið með fjölda fólks undanfarin fimmtán ár og hefur því góða yfirsýn yfir hvað mætti betur fara. „Mér finnst margir ennþá flaska á að borða ekki nóg af grænmeti og góðri fitu. Eins er líka algengt að fólk sé að ofnota kaffi, orkudrykki, sykur og hveiti. Hvað mataræðið varðar þá eigum við að næra okkur út frá því hvað hentar okkar líkama og heilsufari en ekki endilega að eltast við næstu tískubylgju í mataræði.”

GÓÐ SVEFNRÁÐ:

Hún bendir á að sömuleiðis skipti svefninn okkur höfuðmáli og þar megi oft gera betur. „Að vera vansvefta getur haft talsverð áhrif á heilsuna. Samhliða mikilli streitu geta þessir þættir ýtt undir þróun á ýmsum sjúkdómum. Við þurfum að sofa til að fúnkera vel í deginum.”

✔ Nota náttúrulegar leiðir, magnesíum, jurtalyf og önnur slík náttúruefni ef vandræði eru með svefn. ✔ Slaka vel á fyrir svefn. ✔ Fara í heitt bað. ✔ Hugleiða.

✔ Mynda og viðhalda góðri Við erum fyrirmyndirnar svefnrútínu. Ásdís segir einnig mikilvægt fyrir foreldra að vera meðvitaðir um að vera fyrirmyndir. „Börnin þurfa góða leiðsögn varðandi næringu, en fyrir mér er eitt af lykilatriðunum að vera góð fyrirmynd sjálf sem foreldri og vera með hollari fæðu sýnilega á boðstólnum á heimilinu. Það ber þó að forðast að vera með boð og bönn en reyna heldur að draga úr inntöku á því sem er ekki eins gott fyrir okkur.”

HEFÐBUNDINN DAGUR Í LÍFI ÁSDÍSAR: Ég fasta alltaf a.m.k. 12-14 klst. og stundum lengur suma daga (þá drekk ég bara vatn, grænt te og sódavatn).

epli með tahini eða möndlusmjöri. Ég geri mér líka stundum koffínlausan latte með kakó, kollageni og möndlumjólk í millimál.

Morgunmatur: Grænn þeytingur, möndlueða kókósjógúrt með ferskum berjum eða chiagrautur.

Kvöldmatur: Fiskur, lambakjöt eða hreinn kjúklingur. Meðlæti er alls kyns grænmeti toppað með góðri fitu s.s. ólífuolíu. Stöku sinnum nota ég quinoa með mat en nota þó aðallega rótargrænmeti og grænmeti eldað á ýmsa vegu.

Hádegismatur: Grænt salat með avókadó og kjúklingi, lax og grænmeti, eða egg/ hummus og avókadó með súrdeigsbrauði.

84

Ef ég þarf millimál seinni partinn sem gerist ekki oft þá fæ ég mér valhnetur, kókósflögur og dökkt 85% súkkulaði eða


PIPAR\TBWA

ÞAÐ SÉST HVERJIR DREKKA KRISTAL


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR
 

25% AFSLÁTTUR

      

87


Hörkustöff frá náttúrunni. Í flösku.

25% AFSLÁTTUR

Þessi smoothie innihalda C-vítamín sem á sinn þátt í að draga úr þreytu og magnleysi. Að neyta þeirra er hluti af heilbrigðum lífsstíl og hollu og fjölbreyttu mataræði. 1808-innocent-TradeMagazine-ad-210x148,5-ICE.indd 1

10.08.18 13:52

15%

AFSLÁTTUR


Í R A G N U J Ý

N

25% AFSLÁTTUR

Osteo Advance:

Glucosamine & Chondroitin complex:

Geo Silica Refocus

(Loksins á Íslandi)

100% náttúrulegur kísill með viðbættu D3 og járni – Vegan vottuð

- Hugur & Orka

Byggir upp og viðheldur heilbrigðum beinum. Inniheldur kalk & magnesíum ásamt D- og K2 og Sinki sem tryggir gott frásog og að kalkið bindist í beinunum.

Öflugt liðbætiefni sem getur aukið viðgerðarhæfni líkamans og bæt liðheilsu til muna.

Bio Kult Migréa:

Digest Spectrum:

Skin Care Collagen Filler:

Háþróuð og fjölvirk blanda góðgerla ásamt magnesíum og B6 sem m.a. stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa.

1 hylki fyrir máltíð getur dregið úr eða komið í veg fyrir einkenni fæðuóþols.

Nærir þær frumur sem framleiða kollagen og ver húðina betur gegn skaðlegum geislum sólar.

89


HOLLUSTA

NÆRINGARRÍKAR NESTISHUGMYNDIR Íris Blöndahl er 26 ára matgæðingur sem elskar að borða góðan mat sem er hollur og góður fyrir kroppinn. Hún er verkfræðimenntuð, vinnur í tekjustýringu Icelandair og allir sem þekkja til hennar vita að hún fer ekki út úr húsi án þess að lauma einhverju ætilegu í vasann eða veskið. Hún ætlar að deila nokkrum skemmtilegum og heilsusamlegum uppskriftum með okkur sem henta vel í nestisboxið, en hennar áhugi á að útbúa skemmtilegt nesti byrjaði þegar hún vann sem flugfreyja hjá WOWair. Nestið mitt byrjaði sem mjög saklaus samloka með skinku og osti sem ég hitaði og kexköku í eftirrétt. Með tímanum fór mig að langa að borða hollara og í dag reyni ég að borða eins hollt og ég mögulega get. Brauðinu hefur því verið skipt út fyrir flatkökur og kexinu út fyrir ávexti. Eftir nokkurn tíma sem flugfreyja fór ég að dunda meira við nestið mitt og það vakti mikla lukku meðal samstarfsfélaga. Síðasta árið var ég farin að koma með nesti fyrir alla áhöfnina því öllum langaði að borða hollt og gott. Margir mikla það fyrir sér að borða hollt á ferðalögum en ef maður er búinn að undirbúa sig verður það svo margfalt auðveldara. Önnur ástæða þess að taka nesti er sú að það sparar manni fullt af pening. Að sama skapi ertu líklega að fara að borða mikið girnilegri og betri mat heldur en sætisfélaginn sem situr við hliðina á þér í flugvélinni. Stundum eyði ég miklum tíma og dúlla við nestið en þegar ég er á hraðferð hendi ég einhverju einföldu í poka og fer út. Það sem ég elska við að vera með nesti er að ég er að borða mat sem ég nýt þess að borða og er góður fyrir kroppinn. Á sama tíma er ég ekki að eyða pening í mat sem mig langar kannski ekki endilega í en neyðist til að kaupa því það er lítið sem stendur til boða. Ef ég er að gera nesti fyrir aðstæður þar sem ég veit að er mikið af freistingum eins og í flugvél þá passa ég að hafa alltaf eitthvað sætt með eins og döðlukúlurnar sem má finna uppskrift af hér. Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds uppskriftum af hentugu nesti sem ég hef tekið með mér í ferðalög lífsins síðustu ár. Einnig getið þið séð ýmsar hugmyndir á myndunum af nesti sem er hægt að grípa með sér án fyrirhafnar. Uppistaðan í flestum uppskriftunum eru vörur frá Himneskri Hollustu en ástæðan fyrir því að ég vel þær vörur fram yfir aðrar er að ég get verið viss um að ég sé að fá 100% lífræna vöru sem er góð fyrir líkama og sál.

90

Döðlukúlur 3 dl döðlur frá Himneskri Hollustu 1 dl Isola bio möndlumjólk ½ tsk vanilludropar 1 msk hnetusmjör frá Himneskri Hollustu 1 dl haframjöl frá Himneskri Hollustu ½ dl kókosmjöl frá Himneskri Hollustu 1 dl pekanhnetur frá Horizon 2 tsk Turkisk peber duft. Skerið döðlur í smáa bita og sjóðið í pott með mjólkinni. Hrærið stöðugt og stappið með gaffli þar til verður þykkt og karamellukennt. Hrærið rest saman við og búið til kúlur. Mér finnst gott að velta kúlunum upp úr góðu kakó eins og fæst frá Himneskri Hollustu, en það er alls ekki nauðsynlegt. Þessi uppskrift gerir sirka 12-15 kúlur. Best er að geyma þær í frysti og taka þær svo út áður en lagt er af stað með þær í nesti.

Bananapönnsur 1 banani 2 egg 1 tsk Kanill frá Himneskri Hollustu 1 dl Haframjöl frá Himneskri Hollustu Blandið öllu saman með gaffli eða í blender og hellið litlum hringjum á heita pönnu. Steikið á báðum hliðum og kælið svo niður. Þegar ég fer með þessar í ferðalag finnst mér þægilegast að vera með niðurskorið epli eða jarðarber og hnetusmjör sem álegg.

Hafragrautur 1 dl haframjöl frá Himneskri Hollustu 1 msk chiafræ frá Himneskri Hollustu 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu 1 tsk sweet like sugar frá goodgood 1 msk hnetusmjör frá Himneskri Hollustu Þessi grautur er mitt to-go nesti í flugið. Þegar ég var að fljúga var ég alltaf með nokkra poka með þessum innihaldsefnum í töskunni. Það er hægt að fá glas hjá freyjunum og soðið vatn, þá ertu komin með hinn fullkomna hafragraut. Annars er líka hægt að hafa þetta í boxi og fá heitt vatn þar ofan í.


HAFRAMJ*LK

25% 25% 25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

25% 25% FRÁBÆR AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

ÚT Í KAFFIÐ OG FLÓAST VEL

25% UR

TT Á L S F A

25% AFSLÁTTUR

ORKUSKOT Í AMSTRI DAGSINS

91


DELICIOUSLY ELLA GÓÐGÆTI FYRIR GRÆNKERA

25% AFSLÁTTUR

Við kynnum ljúffengt millimál sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá grænkerum. Auk þess að vera glútenlaust hentar það bæði fyrir vegan og plöntumiðað mataræði. Prófaðu!


LÁTTU ORKUDRYKKINN ÞINN

GERA EITTHVAÐ GAGN..


Kolsýrt íslenskt bergvatn

ÓTRÚLEGT SÆLGÆTI 12G AF PRÓTEINI Í HVERJU STYKKI EN AÐEINS 1,6G AF SYKRI!

25% AFSLÁTTUR


Minute Maid is a registered trademark of The Coca-Cola Company. Š 2019 The Coca-Cola Company.


Ljósmynd: Andrea Ásmunds

HOLLUSTA

TYGGÐU MATINN OG SOFÐU VEL! Andleg og líkamleg heilsa haldast í hendur en hvað er til ráða þegar streitan tekur völdin?

Ástand andlegrar heilsu hefur sjaldan verið veitt eins mikil athygli og Þegar gæði svefns eru orðin léleg vegna streitu þá getur maður í dag, enda mikil vitundarvakning í kjölfar herferða eins og hjá Virk kannski ekki bara hugsað „ já einmitt, ég þarf að sofa betur” og og VR. Við erum orðin meðvitaðri um alvarleika þess að vera haldin ákveðið að það gerist strax. Stundum er það þannig að við sofum mikilli streitu og því að geta jafnvel endað í kulnun, illa vegna utanaðkomandi aðstæðna. En þrátt fyrir en allar rannsóknir á þessu sviði sýna fjölgun að við getum ekki alltaf snúið baki við því sem „ ÞAÐ SEM HJÁLPAR veldur okkur streitu þá getum við svo sannarlega greininga á aukinni streitu og kulnun. gert ýmislegt til að hjálpa okkur í gegnum erfið MÉR, OG VIRKAR Til eru aðferðir sem geta bæði minnkað streitu og tímabil. BEST FYRIR MIG, verið fyrirbyggjandi. Þær aðferðir eru oft notaðar sem meðferðartæki þegar um kulnun er að ræða; ER AÐ PASSA UPPÁ Það sem hjálpar mér, og virkar best fyrir mig, er að passa upp á að fá góðan og nægilega langan að passa uppá jógaástundunina, borða hollt, fá JÓGAÁSTUNDUNINA, ferskt loft og taka bætiefnin mín. Gott bað gerir svefn, ástunda köld böð, gera öndunaræfingar, hreyfa sig, gefa sjálfum sér tíma, skipuleggja líka kraftaverk. Ég fer oft í bað strax eftir vinnu til BORÐA HOLLT, FÁ sig, stunda jóga, lesa bók o.s.frv. Vandamálið er að skola af mér daginn og það er alveg magnað FRÍSKT LOFT OG TAKA hvað það gerir mikið gagn. að þessar aðferðir vaxa okkur í augum vegna orkuleysis eða tímaskorts. Okkur finnst við ekki BÆTIEFNIN MÍN.” hafa orku eða tíma til að gera það sem til þarf. Guðríður Torfadóttir (Gurrý), hefur 20 ára reynslu í heilsuræktarbransanum. Gurrý hefur um árabil Bara það að lesa þessa upptalningu getur verið streituvaldandi en sinnt einkaþjálfun, vinsælum námskeiðum og hóptímum. Undanfarin flestir eru nú þegar með daginn sinn fullbókaðan og vita í rauninni ár hefur hún einnig bætt við sig mikilli þekkingu í yogafræðum. ekki hvar ætti að finna tíma fyrir þetta allt saman. En taktu bara Í haust opnar Gurrý nýja líkamsræktarstöð undir nafninu Yama eitt fyrir í einu, lítil skref gefast best þegar við erum að temja okkur (yama.is). Fylgist með á @gurrytorfa @yama_heilsuraekt nýjar venjur. Eitt af því mikilvægasta er að fá góðan nætursvefn.

96


Vörurnar frá Gula miðanum eru gagnlegar fyrir: Svefninn Magnesíum er frábært fyrir svefninn, það hjálpar okkur að slaka á og skiptir sköpum fyrir vöðva- og taugaslökun. Þetta mikilvæga steinefni hjálpar líka til við að koma í veg fyrir sinadrátt og fótapirring. Fyrir svefninn tek ég 1-2 hylki. Það að fara í stutta, heita sturtu fyrir svefninn og beint í slökun róar hugann og svefninn verður oft dýpri. Sleppa skjátækjum ef mögulegt er, svona rétt fyrir svefninn. Taugakerfið Ashwagandha er uppáhalds bætiefnið mitt en ég lærði um það í jóganáminu og er gagn þess mikið. Bætiefnið á uppruna sinn í indverskri læknisfræði, Ayurveda, og er það aðallega rót jurtarinnar sem hefur verið notuð í þúsundir ára. Rótin hjálpar líkamanum við að takast á við áhrif streitu, þreytu og orkuleysi. Ashwagandha er talin koma jafnvægi á líkamskerfin okkar og virkar því nærandi á taugakerfið. Ég tek þessa rót allan ársins hring og finn mikinn mun þegar ég sleppi því eða klára glasið mitt. Gef Ashwagandha mína bestu einkunn. 2-3 töflur á dag er flott. B-vítamín er eitthvað sem allar konur ættu að taka. Það hefur mikil áhrif á starfsemi taugakerfisins en það sem mér finnst mikilvægast er að það dregur úr þreytu og sleni. Núorðið tek ég alltaf B-vítamín á morgnana áður en að vinnudagurinn hefst.

Öndunaræfingar, líklega er ekkert sem róar taugakerfið meira en það að setjast niður og anda í stutta stund. Einföld öndunaræfing sem heitir fullkomin öndun er svona: Draga andann inn um nefið og telja upp að fjórum, halda inni andanum og telja upp að fjórum og anda svo frá út um nefið og telja upp að átta. Endurtaktu þetta tíu sinnum og þú ert á góðri leið. Auka ávinningur er öflugri brennsla og betra úthald. Meltinguna Tyggðu matinn vel! Þetta er líklega það ráð sem er hvað mest vanmetið en er það skilvirkasta og jafnframt það ódýrasta . Við teljum okkur kannski tyggja matinn nógu vel þegar við borðum en oft gefum við okkur ekki nægan tíma. Athugaðu næst hvað þú tekur langan tíma í að tyggja matinn þegar þú borðar. Ef við tyggjum matinn þar til að hann verður maukkenndur eða meira fljótandi áður en við kyngjum honum þá eykst skynjun bragðlaukanna, framleiðsla meltingarensíma verður meiri, meltingin verður auðveldari (og svo miklu betri), upptaka næringarefna eykst til muna og við verðum fyrr södd og því minni hætta á að borða of mikið. Harðsperrurnar Ég uppgötvaði nýlega að túrmerik virkar vel gegn harðsperrum en það er þekkt fyrir að hafa bólguhamlandi virkni. Túrmerik er geggjað bætiefni og ég tek það alltaf fyrir svefn eftir erfiðar æfingar.

„GULI MIÐINN STENDUR FYRIR BÆTIEFNI SEM ERU HÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. ÞAÐ BESTA VIÐ BÆTIEFNI GULA MIÐANS ER GÓÐ GÆÐI OG GOTT VERÐ, OG ÞAÐ FINNST MÉR MIKILVÆGAST“. 97


Ferskt og gott pasta tilbúið á örfáum mínútum!

30% AFSLÁTTUR


N

L BE

IC ECOLA RD O

Dermacare húðvörurnar Dermacare húðvörurnar er ný lína frá Änglamark sem hentar vel á húð sem þarfnast sérstakrar umönnunar. Änglamark Dermacare húðvörurnar hjálpa til við að vernda, gera við og endurbyggja húðina. Líkt og aðrar Änglamark vörur eru þær án ilm- og litarefna og án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Þær eru svansmerktar og eru því betri fyrir umhverfið og fyrir heilsuna. Svansmerktar vörur eru framleiddar samkvæmt ströngum kröfum um lágmörkun umhverfisáhrifa.

Dermacare hreinsikrem og maski

Frábært hreinsikrem og maski sem inniheldur Sheabutter og nærir húðina og veitir raka. Hægt að nota til þess að hreinsa húðina og taka farða. Einnig hægt að nota sem maska til þess að mýkja húðina. Húðin verður mjög mjúk og hrein eftir notkun.

Dermacare micellar vatn með B5

Mild hreinsivara fyrir andlitið, sem bæði má nota til þess að fjarlægja óhreinindi og farða. Gefur húðinni raka og mýkt.

Dermacare andlitshreinsir

B5 Andlitshreinsir inniheldur góð og nærandi innihaldsefni eins og af farða vítamín. Gott að nota til þess að fjarlægja óhreinindi og andliti. Hentar vel fyrir þurra húð. Fleiri vörur eru væntanlegar í þessari línu.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


HOLLUSTA

TINNA SIF HRÁFÆÐISKOKKUR OG JÓGAKENNARI Mig langar að segja ykkur frá mér og hvað leiddi til þess að ég fór að læra um plöntumiðað fæði. Í mörg ár glímdi ég við heilsufarsvandamál sem vestrænar hversu margt spennandi og skemmtilegt er hægt að útbúa. Mér lækningar gátu því miður ekki hjálpað mér með. Ég leitaði finnst mikilvægt að sýna fólki að þetta þarf ekki að vera flókið á önnur mið og með heildrænni nálgun; og ekki allar uppskriftir innihalda yfir 20 blöndu af breytingu á mataræði, fjölbreyttri innihaldsefni. Ég hef ferðast mikið og kynnst „ ÉG HEF FERÐAST hreyfingu og teygjum, hugleiðslu, fjölbreyttum og ólíkum menningarheimum MIKIÐ OG KYNNST öndunaræfingum og fleiru fór mér að líða sem veita mér innblástur í eldhúsinu þar sem mikið betur. Ég sótti ýmis konar námskeið FJÖLBREYTTUM OG ÓLÍKUM ég get dundað mér tímunum saman. bæði meðferðir hér heima og einnig á MENNINGARHEIMUM SEM Ég er dugleg að deila uppskriftum sem eru ferðalögum mínum erlendis, sem hjálpuðu mér í átt að betri líðan. Í þessu ferli kynntist og auðveldar og innihalda ekki VEITA MÉR INNBLÁSTUR fljótlegar ég plöntumiðuðu fæði e. plant based diet. mörg hráefni til að sýna fólki að þessi lífstíll Í ELDHÚSINU ÞAR SEM Áhugi minn á matargerð jókst til muna sem er aðgengilegur fyrir alla. Við mannfólkið leiddi mig í hráfæðisskóla í Bandaríkunum, erum margflóknar verur og ég hef kynnst því ÉG GET DUNDAÐ MÉR Living Light Culinary Institute þar sem ég sjálf hversu mikilvægt það er að notast við TÍMUNUM SAMAN.” lauk námi í hráfæðis vegan matargerð heildræna nálgun á líkama og sál og það er (Mastery of raw vegan cuisine). það sem ég stend fyrir. Ég vil halda áfram að miðla af minni reynslu og hjálpa öðrum að finna líkamlegt og Í dag kenni ég ásamt manninum mínum jóga, handstöður og andlegt jafnvægi, sitt innra sjálf. acro jóga. Meðfram því er ég dugleg að bjóða fólki í mat og Þið getið fylgst með mér á Instagram undir tinna_sif kynna þar möguleika plöntufæðis. Það kemur mörgum á óvart

100


Pulsin Supershake fyrir aukið úthald - Vanilla & Matcha Fyrir einn 1/2 pera 1/2-1 frosinn banani 1/2 - 1 dl þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós 2 msk Pulsin Supershake - Vanilla & Matcha Vatn eftir þörfum

Hér kemur uppskrift af ljúffengum kleinuhringjum sem eru líka mjög hollir.

Kínóa kleinuhringir

6 kleinuhringir 2-4 dl kínóa pops frá Biona 60 g kókosolía 30 g kakósmjör 4 msk kakó frá The Raw Chocolate Co 2 msk möndlusmjör frá Biona 2 msk kókossíróp frá Biona 1/2 msk hlynsíróp 1 tsk vanilludropar 1/2 tsk Maldon sjávarsalt Bræðið kókosolíu og kakósmjör í skál yfir heitu vatni. Bætið öllum innihaldsefnum við nema kínóa pops og blandið þar til silkimjúkt. Þá er kínóa pops bætt út í, magn eftir smekk hvers og eins. Hellið í kleinuhringjamótin og látið bíða í frysti í 30-60 mínútur. Mér finnst gott að bæta út í rúsínum eða mórberjum. Einnig hef ég prófað að setja blöndu af hreinum lakkrísflögum og lakkrísdufti og það var virkilega ljúffengt.

Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt.

Pulsin Supershake fyrir ónæmiskerfið - Red Berry Fyrir einn 1/2 frosinn banani 4 frosin lífræn jarðaber 6 frosin lífræn hindber 1/2 - 1 dl þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós 2 msk Pulsin Supershake - Red Berry 1 msk möndlusmjör frá Biona Vatn eftir þörfum Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt.

Pulsin Supershake fyrir aukna orku - Cacao Maca Fyrir einn 1 1/2 frosinn banani 1 dl þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós 2 msk Pulsin Supershake - Cacao Maca 1 msk Tahini Vatn eftir þörfum Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt.


HOLLUSTA

KAFFIBOOST INDÍÖNU Indíana er 26 ára móðir, þjálfari og matgæðingur. Hún stýrir vinsælli hópþjálfun og mömmuþjálfun hjá World Class. Indíana er dugleg að sýna bæði æfingar og uppskriftir á sínum Instagram prófíl: @indianajohanns Ótrúlega einfaldur, próteinríkur og bragðgóður kaffiboost með aðeins 5 innihaldsefnum. Þessi er frábær fyrir æfingu, sem morgunmatur eða hvenær sem er yfir daginn sem orkuríkt og svalandi millimál.

Kaffiboost fyrir einn Sirka 200 ml. sykurlaus möndlumjólk frá IsolaBio.* 1 frosinn banani** 1/2 til 1 skeið af Plant Protein Complex með vanillu- eða súkkulaðibragði frá NOW Foods. 4 dropar af Toffee Stevíu frá NOW Foods. Espresso bolli beint úr vélinni. Klakar eftir smekk. Allt sett í blandara. Smakkaðu drykkinn til og bættu við hráefnum eftir því hvernig þú vilt hafa áferðina og bragðið, t.d. meiri möndlumjólk ef þú vilt þynna hann og meira kaffi ef þú vilt sterkara kaffibragð. * Magn fer þó eftir því hvernig áferð þú vilt, þunnan eða þykkari drykk. Byrjaðu á að setja minna og bættu frekar við ef þú sérð að það þarf meiri mjólk. ** Bananinn er frystur í litlum bitum í poka eða boxi. Hægt að nota ferskan líka en þá er gott að setja meiri klaka. Best er að nota frosinn banana, hann gefur rjómakennda áferð.

102


ALLT Í EINUM PAKKA! Sílikonpokarnir frá Stasher eru umhverfisvænir, fjölnota, og framleiddir með það að markmiði að draga úr einnota plasti.

TILVALIÐ FYRIR SOUS VIDE!

20% AFSLÁTTUR

HAp+ er ferskur, sykurlaus og bragðgóður moli með kalki hapsmartcandy happlus happlus.com

• HAp+ er þrisvar sinnum virkara en að tyggja tyggjó • HAp+ fæst í sex bragðtegundum • HAp+ er íslenskt hugvit

Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+ til að viðhalda heilbrigði tanna með öflugu 103 munnvatnsflæði


ÚRVAL RAFTÆKJA Í VERSLUNUM NETTÓ 28%

33%

54%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

29%

37%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Medisana Rafmagns lúsakambur

2.995

KR

ÁÐUR: 4.495 KR

Medisana Baðvog, gler

2.495

Medisana Vekjari með ljósi

KR

ÁÐUR: 3.995 KR

38% AFSLÁTTUR

30%

6.495

Medisana Blóðþrýstingsmælir

KR

ÁÐUR: 8.995 KR

4.995

KR

ÁÐUR: 6.995 KR

Medisana Nuddtæki f. axlir, háls, læri

5.995

KR

ÁÐUR: 12.995 KR

43%

25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Kitchen Aid Blandari, svartur

22.990

Severin Hraðsuðuketill 1,5 L

KR

ÁÐUR: 32.990 KR

2.495

KR

ÁÐUR: 3.995 KR

38%

OBH Hitapúði Relief

2.995

OBH Smoothie blandari, Twister

KR

ÁÐUR: 3.995 KR

3.995

ÁÐUR: 6.995 KR

7.495

KR

ÁÐUR: 9.995 KR

37%

27%

30%

AFSLÁTTUR

KR

George Foreman Heilsugrill 1650W stál

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

29% AFSLÁTTUR

Canvac Rakatæki 4 L, hvítt

4.995

KR

ÁÐUR: 7.995 KR

OBH Töfrasproti SlimMix 500W

3.495

KR

ÁÐUR: 4.995 KR

12%

Medisana Ilmlampi

4.995

Medisana PowerRoll nuddtæki

KR

ÁÐUR: 6.995 KR

9.495

KR

ÁÐUR: 12.995 KR

OBH Brauðrist, hvít 2ja sneiða

2.495

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 3.995 KR

20%

AFSLÁTTUR

25%

KR

AFSLÁTTUR

30% AFSLÁTTUR

JBL Tefal Vekjaraklukka, ambient ljós Pottasett, Simpleo 3stk

11.495

KR

ÁÐUR: 12.995 KR

9.995

KR

ÁÐUR: 19.995 KR

JBL Heyrnartól Bluetooth f. börn

4.495

KR

ÁÐUR: 5.995 KR

JBL Heyrnartól Bluetooth rauð

6.995

KR

ÁÐUR: 9.995 KR

JBL Heyrnartól, tappar 3 litir

3.995

KR

ÁÐUR: 4.995 KR


NO

EL

IC ECOLAB RD

Änglamark snyrtivörur - Engin aukaefni! Allar Änglamark vörurnar eru án astma og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Änglamark vörurnar bera merki Svansins. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu er því stuðlað að betra umhverfi og bættri heilsu, án þess þó að fórna gæðum.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


3pk hnífar með viðarhandfangi

1.439 kr Áður: 1.799 kr

Bretti með

847 kr

Pottur með loki

handfangi

847 kr

Áður: 1.05 9 kr

kr Áður : 1.05 9

GÆÐAVÖRUR

Kryddkvörn

799 kr

Áður: 999 kr

FYRIR ELDHÚSIÐ

FRÁ MAKU

Laukchopper

Salt- og piparkvörn m/ rafhlöðu

2.159 kr

591 kr

Áður: 2.699 kr

Áður: 739 kr

Gufugrind fyrir grænmeti

767 kr

Eplaskeri

Áður: 959 kr

343 kr Áður: 429 kr

Vog 1.951 kr Áður: 2.439 kr

Skurðbr etti 3 st æ

rðir

423 kr 551 kr 847 kr

Á ðu r : 6

8 9 kr

Á ðu r : 5

2 9 kr

Eplagræja 3 in 1

1.599 kr Áður: 1.99 9 kr

Áður : 1.

05 9 kr


3.199 kr Áður: 3.999 kr

Skurðbretti - svartur marmari 2 stærðir

2.543 kr Áður: 3.179 kr

1,9 L

799 kr

1,4 L

Áður: 999 kr

719 kr

Áður: 899 kr

1L

639 kr Áður: 799 kr

Skurðbretti

3.999 kr Áður: 4.999 kr

Glerkrukka með röndum

Eggjaskeri

1.271 kr Áður: 1.589 kr

20%

Sítrónupressa

343 kr Áður: 429 kr

AFSLÁTTUR

Skrælari

343 kr

Áður: 429 kr

Himalaya rock salt Fínt og gróft - 500 gr

319 kr Áður: 399 kr

Skurðbre tti - marm

ari 2 stærð

1.951 kr Á Rifjárn í skál 679 kr Áður: 849 kr

Rifjárn

679 kr

Áður: 8 4

9 kr

ður: 2 .4 3

ir

9 kr

1.527 kr

Áður: 1.90

9 kr


HOLLUSTA

ÁVEXTIR OG GRÆNMETI LYKILATRIÐI Sara Barðdal er heilsumarkþjálfi, ÍAK einkaþjálfari og stofnandi www.hiitfit.is

Mataræði er stórt umræðuefni og hafa miklar rökræður um „rétta” mataræðið staðið yfir í áratugi. Sífellt eru rannsóknir að koma fram með nýjustu uppgötvunina: hvað er hollt, hvað er óhollt, hvað má og hvað ekki. Ég var sjálf föst í þessum vítahring megrunarkúra í mörg ár og var sífellt að ströggla við að lifa heilbrigðum lífsstíl. Það var ekki fyrr en ég fékk algjörlega nóg og hugsaði að það hlyti að vera betri leið til þess að nálgast þetta að ég fór að sjá breytingar sem entust. Við erum öll einstök og ég trúi því að hver og einn þurfi að finna það sem hentar sínum einstaka líkama. Fyrsta skrefið sem ég mæli með í mataræðinu er að bæta inn meira af grænmeti og ávöxtum. Það hljómar kannski einfalt, en svínvirkar. Fólk byrjar yfirleitt á vitlausum enda, byrjar að taka út frekar en að bæta inn. Hefta og hamla, frekar en að næra og gefa líkamanum það sem hann þarf til þess að líða vel. Þegar okkur líður vel, höfum góða orku og minni sykurlöngun, er auðveldara að taka betri ákvarðanir sem styðja við heilsuna þína og líkama. Það eru þó nokkrir hlutir sem hjálpuðu mér mikið þegar ég var að breyta mínu mataræði sem mig langar að deila þeim með öðrum: 1. Ég hætti að horfa á mat sem óvin minn Matur er bensínið okkar og við erum það sem við setjum ofan í okkur. Ég hvet þig því til þess að horfa á hann sem orkuna sem er nauðsynleg okkur í stað þess að hugsa um að matur sé annað hvort fitandi eða grennandi og að þú þurfir að takmarka hann. Spurðu þig frekar: „Mun þessi máltíð gefa mér orku og vellíðan, eða mun mér líða illa eftir hana?“ 2. Ég hætti að vera með boð og bönn Eftir að ég fann áhrifin sem matur hefur á líkamann og líðan, fór ég sjálfkrafa að sækjast í mat sem mér leið vel af. Þegar líkaminn sækir í hollustu upplifir maður ekki eins og maður sé að banna sér eitthvað þegar maður afþakkar ruslfæðið, heldur er það augljóst og auðvelt val. Þegar kom að veislum og heimboðum þar sem mér var boðið eitthvað óhollt sem mig langaði í þá gat ég fengið mér með góðri samvisku - því ég veit að smá óhollusta er hvorki heimsendir né að eyðileggja neitt. Það er svo mikilvægt að horfa á þetta sem lífsstíl og finna jafnvægi sem hentar þér og þú átt auðvelt með að fylgja. 3. Ég hætti að hafa kaloríur á heilanum Þetta getur verið umdeilt umræðuefni en mér finnst ég verða að koma inn á það. Við vitum í dag að kaloríur (kcal) eru ekki bara

108

kaloríur, það skiptir nefnilega máli hvaðan þær koma. 1000 kaloríur frá hamborgara og frönskum hafa ekki sömu áhrif á líkama þinn og 1000 kaloríur úr grænmeti og ávöxtum. Það er erfitt að borða yfir sig af grænmeti og ávöxtum. En eftir að hafa borðað holla og hreina fæðu í ákveðinn tíma fer líkaminn að segja okkur þegar hann er orðinn fullnægður. Við upplifum síður sykurlöngun - eða jafnvel aldrei - erum saddari lengur og finnum fyrir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að prófa að Boost áskorunina og drekka einn boost á dag í 10 daga getur þú skráð þig inná www.hiitfit.is og fengið uppskriftirnar sendar. Netverslun Nettó sér síðan um allt innihaldið og getur sent heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Hér er ein af uppskriftunum sem voru gefnar, þessi sló heldur betur í gegn.

Grænkáls- og ananasbomba 2 stórar lúkur grænkál 1 bolli ferskur/frosinn ananas 2 msk hampfræ 1 lítið avókadó Nokkur lauf fersk mynta

1 bolli haframjólk Vatn eftir þörfum Settu allt í góðan blandara og mixaðu vel saman.


Argan elsker tør hud! Prøv vores argan dagcreme eller multi-balm for en fugtgivende oplevelse.

Argan elsker tør hud! Prøv vores Lavandin elsker alle hudtyper! argan dagcreme eller multi-balm Prøv vores lavandin dagcreme for en fugtgivende oplevelse. eller øjencreme for en revitaliserende oplevelse.

LÍFRÆNT VOTTAÐAR OG NÆRANDI HÚÐVÖRUR FRÁ GARNIER

Argan elsker tørelsker hud! Prøv vores Kornblomst alle hudtyper! Lavandin elsker alle hudtyper! argan dagcreme eller multi-balm Prøv vores lavandin kornblomst micellar Prøv vores dagcreme for for en fugtgivende oplevelse. beroligende oplevelse. elleren øjencreme for en revitaliserende oplevelse.

Argan elskar þurra húð! Prófaðu argan dagkremið eða smyrslið okkar og gefðu húðinni rakamikla næringu. Lífræna argan olían okkar er ræktuð í Marokkó og inniheldur mikið magn af fitusýrum sem næra húðina.

Lavander elskar allar húðtýpur! Prófaðu lavender dag- og augnkremið okkar frá Garnier BIO fyrir endurnærða áferð húðarinnar. Lífræna lavender olían okkar er ræktuð í Frakklandi.

CITRONGR

25%

Kornblomst alle hudtyper! Citrongræs normal til Lavandin elskerelsker alle hudtyper! Prøv vores kornblomst micellar kombineret hud! Prøv vores Prøv vores lavandin dagcreme for en beroligende citrongræs rensegel eller eller øjencreme for en oplevelse. dagcreme for en opfriskende revitaliserende oplevelse. oplevelse.

Kornblóm elska allar húðgerðir! Prófaðu að hreinsa húðina með micellar vatninu okkar úr kornblómi sem róar húðina. Lífræna kornblómið okkar er ræktað í Frakklandi.

AFSLÁTTUR

CITRONGR

Sítrónugras elskar venjulega og blandaða húð! Prófaðu andlitshreinsinn eða dagkremið okkar sem inniheldur sítrónugras fyrir endurnærandi áhrif. Lífræna sítrónugrasið okkar er ræktað á Sri Lanka.

Kornblomst elsker allenormal hudtyper! Citrongræs elsker til Timian elsker kombineret til

Timían elskar blandaða húðgerð! Prófaðu andlitstónerinn okkar Prøv vores kornblomst micellar hud! vores Prøv vores sem inniheldur timían og hjálpar húðinni aðkombineret taka á móti nærandi fedtet hud! Prøv timian en beroligende oplevelse. raka eftir húðhreinsun. Lífræna timíaniðfor okkar er ræktað í citrongræs rensegel eller toner for en rensende oplevelse. Frakklandi og þekkt fyrir sína hreinsandi eiginleika.

dagcreme for en opfriskende oplevelse.

CITRONGRÆ

SNYRTIVÖRUR FRÁ GARNIER BIO ERU VEGAN LÍFRÆNT VOTTAÐAR AF ECOCERT GREENLIFE

Citrongræs elskerkombineret normal til til Timian elsker kombineret hud! Prøv vores fedtet hud! Prøv vores timian


HOLLUR LESTUR V

Í VERSLUNUM NETTÓ

25% AFSLÁTTUR

ÍSLENSK OFURFÆÐA VILLT OG TAMIN

8 VIKNA BLÓÐSYKURKÚRINN

1.199 KR

BÆTT MELTING - BETRA LÍF

1.199 KR

Áður: 1.599 kr

899 KR

Áður: 1.599 kr

Áður: 1.199 kr

5:2 MATARÆÐIÐ

1.199 KR

NÁTTÚRULEGA SÆTT

899 KR

Áður: 1.599 kr

25% AFSLÁTTUR

Áður: 1.199 kr


20% AFSLÁTTUR

Toppaðu daginn með túnfiski ora.is


25% AFSLÁTTUR

TREFJARÍK PRÓTEINSTYKKI FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR.


SETTU MARKIÐ HÁTT 2 FYRIR 1 HÁMARK er próteindrykkur sem hentar vel eftir æfingu og stuðlar að góðri endurheimt.


FITNESS

SPORTLÍNAN FRÁ NOW Arnór Sveinn bætiefnasérfræðingur og heilsugúru fer yfir sportvörulínuna frá NOW. Hann er menntaður heimspekingur og viðskiptafræðingur en hann brennur fyrir allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Hann stundar íþróttir af krafti, nánar tiltekið fótbolta og er annar þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn. Það má segja að bætiefni séu ákveðin sérgrein hjá Arnóri sem hefur kafað ofan í þann geira undanfarin ár.

114


Þeir sem til þekkja vita að bætiefnafyrirtækið NOW leggur gríðarlega mikið upp úr gæðum í öllu sínu framleiðsluferli, sportvörulína þeirra er þar engin undantekning. Þeir gera fjöldann allan af rannsóknum á sínum eigin bætiefnum og fjárfesta gríðarlega mikið í vísindabúnaði og starfsfólki til þess að geta framkvæmt eigin prófanir í sínum húsakynnum. Til að auka trúverðugleika sinn enn frekar starfar NOW með virtum utanaðkomandi fyrirtækjum til þess að hljóta gæðastimpla til að ekkert fari á milli mála. Nýverið breyttu NOW útliti sportvörulínunnar þar sem tveimur gæðastimplum, “Informed Choice” og “Informed Sports” var bætt við. Til að hljóta þessa stimpla þurfa vörurnar að standast stranga gæða staðla um hreinleika og að vörurnar innihaldi engin efni á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins WADA (World Anti Doping Agency). Sportlínan frá NOW er breið og getur atvinnumaður sem og áhugamaður fundið eitthvað sem hentar. Hér ætla ég að taka saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum úr sportlínu NOW.

Creatine

Kreatín er eitt mest rannsakaða bætiefnið á markaðnum og reynslan sýnir að það virkar. Inntaka kreatíns eykur framleiðslu líkamans á ATP en það er gjarnan kallað orkuefni líkamans því það geymir í sér mikla orku. Mikið af íþróttafólki notar kreatín vegna þess að það eykur styrk, afköst og vöðvamassa.

ZMA

ZMA er blanda af sínki, magnesíum og B6 vítamíni en það eru allt efni sem líkaminn þarf á að halda eftir átök. Blandan hentar því vel í endurheimtina. Zinc stuðlar að eðlilegu magni testósteróns í blóðinu og virkni ónæmiskerfisins, magnesíum er nauðsynlegt fyrir eðlilega vöðvastarfsemi og prótínmyndun og B6 vítamín stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum.

Amino Power

Ég hef ekki verið hrifinn af svokölluðum “pre workout” drykkjum í gegnum tíðina en Amino Power er enginn venjulegur orkudrykkur. Hægt er að segja að hann sé hreinn því hann inniheldur engin óæskileg

aukaefni, sættur með stevíu og xylitoli og litaður með rauðrófudufti. Drykkurinn inniheldur mátulegt magn af koffíni, 50mg í hverjum skammti, sem eykur orku og einbeitingu, BCAA amínósýrur sem hraða endurheimt og auka vöðvavöxt, beta-alanine og carnitine til að draga úr þreytu og arganine til að auka blóðflæði.

MCT olía

Dagur sem byrjar á kaffi með MCT olíu og rjóma getur ekki klikkað. MCT eru fitusýrur og taldar góðar til þyngdarstjórnunar, þær meltast hraðar en venjulegar fitusýrur og gefa því skjótfengna orku. Að innbyrða MCT fitusýrur hvetur líkamann til þess að nota fitu sem orku fremur en kolvetni og því benda ýmsar rannsóknir til þess að MCT olía sé góð til að viðhalda eðlilegri þyngd. MCT olían frá NOW er unnin úr óerfðabreyttri kókos- og pálmaolíu.

Rauðrófuduft

Rauðrófur eru frábærar fyrir erfiðar æfingar og leiki því þær eru taldar auka blóðflæði og úthald. Rauðrófuduftið frá NOW er alveg hreint og inniheldur aðeins eitt innihaldsefni, rauðrófuduft unnið úr óerfðabreyttum rauðrófum. Hver skammtur, 9,5g, inniheldur því sem nemur 2,5 heilum rauðrófum. Rauðrófuduft er auðveld leið til þess að auka inntöku á þessari öflugu rót.

BCAA Big 6

BCAA big 6 er frábær blanda sem hjálpar íþróttafólki að komast í gegnum og jafna sig eftir erfiðar æfingar. Blandan inniheldur BCAA amínósýrur sem hraða endurheimt og auka vöðvavöxt, amínósýrurnar L-Citrulline, til þess að auka úthald og draga úr þreytu, og L-Glutamine, til að hraða endurheimt vöðva. Einnig inniheldur blandan efnin Taurine, sem talið er auka orku og árvekni, og TMG, til þess að halda vökvajafnvægi í líkamanum. Eins og Amino Power er BCAA big 6 hreinn drykkur án allra óæskilegra aukaefna, sættur með stevíu og litaður með rauðrófum. BCAA big 6 er koffínlaus blanda og hentar því einstaklega vel fyrir eða eftir æfingar seinnipart dags eða jafnvel eftir kvöldmat.

NÝTT

Ástæðan fyrir því að ég tek NOW bætiefni er að öll starfsemi þeirra miðar að 100% gæðum án undantekninga. Því geta þeir sem taka NOW verið vissir um að það sem stendur í innihaldslýsingunni er raunverulega í vörunni en það er því miður ekki nógu algengt í þessum atvinnugeira.

115


PROTEIN veitir þér góða, náttúrulega orku inn í daginn -Hágæða prótein úr möndlum, hnetum og möndlusmjöri

25% AFSLÁTTUR

AF Engin gerVisætuefni

Engin gerVibragðefni

engin rotvarnarefni

2


Gott millimál fyrir öll börn á aldrinum 4ra mánaða - 3ja ára Vissir þú að Hipp Ábyrgist að barnið þitt fái aðeins hágæða lífræn hráefni Notar aldrei nein tilbúin rotvarnarefni, sætuefni eða liti í matnum

25% 20% 25% AFSLÁTTUR

FSLÁTTUR

AFSLÁTTUR


KRÍLIN

LEGG ÁHERSLU Á ALVÖRU MAT Linda Benediktsdóttir, uppskriftahönnuður og áhugaljósmyndari, heldur úti vinsælu heimasíðunni, lindaben.is, þar sem hún deilir ýmiss konar fróðleik. Hún hefur vakið athygli fyrir ofboðslega girnilegar og spennandi uppskriftir og hefur ráð undir rifi hverju þegar kemur að því að útbúa hollan, góðan og girnilegan mat – fyrir stóra og smáa. Við fengum Lindu, sem á von á sínu öðru barni í nóvember, til að spjalla svolítið um það hvernig hún velur hollt fyrir sín börn. Hafa matarvenjur heimilisins eitthvað breyst eftir að Hvað er alltaf til í ísskápnum hjá þér? Ég á alltaf til papriku, þú eignaðist börn? Það í raun kollvarpaðist allt. Áður en ég banana, ost, hrökkbrauð, skyr/jógúrt og egg. Það er alltaf hægt að varð mamma var ég upptekinn háskólanemi sem var alltaf á redda einhverju á borðið ef þetta er til. hraðferð og hafði engan tíma til að hugsa um mat. Við það að verða mamma hugsaði ég miklu meira Er eitthvað sem við myndum aldrei um næringu, ekki bara það sem var finna í ísskápnum? Ég er alls ekkert fljótlegast. Einnig áttaði ég mig á því að fyrir orkudrykki eða sykraða gosdrykki og ég vildi skapa skemmtilegar matarvenjur því er ekki hægt að finna þá í ísskápnum þar sem fjölskyldan myndi njóta saman. mínum. Maturinn varð heimatilbúinn í meira magni og allra best þegar við náum að elda hann Eru einhverjar fastar reglur, svo sem nammidagur á laugardögum eða...? í sameiningu. ● Súpur og pottréttir eru snilldar Ég er ekki mikið fyrir að setja reglur í leiðir til að koma grænmeti Á hvað leggur þú höfuðáherslu þegar mataræðinu, ég reyni að leiða fjölskylduna ofan í börn (og fullorðna). Það kemur að mataræði á heimilinu? Ég þennan gullna meðalveg í mataræði. Til er magnað hversu mikið af legg áherslu á að allir borði matinn sinn dæmis er ekki í boði að fá sér sætindi grænmeti er hægt að koma ofan í með góðri lyst og næri okkur fjölskylduna áður en búið er að borða holla máltíð, ef vel. Strákurinn minn hefur ekki mikinn allir hafa verið duglegir að borða hollt er bragðgóða súpu. áhuga á því að borða, vill frekar vera að í lagi að fá sér eitthvað sætt og skiptir þá gera eitthvað allt annað, og því skiptir ekki máli endilega hvaða dagur er. Ég er ● Eins með smoothie og boostmáli að hver biti sem hann tekur, næri mikill sælkeri og innilega elska það að fá drykki, það er mjög auðvelt að líkamann hans vel. mér eitthvað sætt inn á milli. Mín trú er að dulbúa grænmeti í góðum drykk. ef maður borðar holla og góða næringu Ég vel alltaf hollari kostinn, eins og til alla daga, hreyfir sig reglulega, þá skiptir ● Mér finnst mikilvægt að búa til dæmis heilhveitipasta í stað venjulegs, ein og ein kökusneið ekki höfuðmáli, við góða bita fyrir krakkana og kenna brún hrísgrjón í stað hvítra og passa þurfum jú líka að næra andlegu hliðina þeim að raða saman á gaffal. að við fjölskyldan séum að neyta okkar og gera það sem við elskum. Það gleymist kannski oft að þau fjölbreyttrar fæðu. Ég reyni að láta fatta ekki að setja grænmetið hverja máltíð innihalda eitthvað úr öllum Hvað með morgunmat – hvað fæðuflokkunum. Ég legg líka áherslu á að myndirðu segja að væri hefðbundinn með á gaffalinn þegar kjöt er í borða alvöru mat, þ.e. engin gervisæta, morgunmatur á þínu heimili? Týpískur matinn, dýfa svo öllu vel í sósu og eins lítið af unnum kjötvörum og hægt morgunmatur á mínu heimili er grísk kannski hálfan feta ostkubb með. er. Ég legg mikið upp úr mikilvægi þess jógúrt með ávöxtum, berjum og múslí, Það finnst mínum strák allavega að borða ferska ávexti og grænmeti á stórt vatnsglas með. æðislegt. hverjum degi.

NOKKUR GÓÐ RÁÐ TIL AÐ KOMA GRÆNMETI OFAN Í SMÁA KROPPA:

118


Ofur kókoskúlur 1 ¾ dl möndlur frá Änglamark 1 dl kakó 2 msk hörfræ ¼ tsk salt 3 ½ dl hafrar 450 g mjúkar döðlur 60 ml kókosolía ½ dl kókosmjólk (meira til að velta upp úr)

Fljótleg og einföld blómkálssúpa í einum potti sem krakkarnir elska 1 stór blómkálshaus frá Änglamark Vatn 4 dl rjómi frá Oatly (líka hægt að nota 50/50 mjólk og rjóma) 2-3 stk grænmetisteningar 1-2 tsk sojasósa ¼ tsk karrý ½ tsk salt ½ tsk pipar Ferskt kóríander (má sleppa en er alveg frábært með) Aðferð: Hreinsið blómkálið, skerið það gróft niður og setjið í pott. Látið vatn fljóta örlítið yfir blómkálið og sjóðið fyrst með lok á pottinum en þegar suðan er komin vel upp þá takið þið lokið af og haldið áfram að sjóða þangað til um það bil 1/3 af vatninu er gufað upp. Takið ¼ af soðna blómkálinu upp úr pottinum og setjið í skál, maukið það sem er eftir í pottinum með töfrasprota eða blandara. Setjið 4 dl af rjóma í pottinn og hitið, bætið grænmetisteningunum, sojazsósunni og kryddunum saman við í skömmtum. Það er betra að byrja á að setja minna, smakka og setja svo meira af kryddunum eftir smekk. Setjið heila, soðna blómkálið aftur í pottinn og leyfið súpunni að malla í um það bil 5-10 mín. Berið svo súpuna fram með ferskum kóríander og heitu baguette.

Aðferð: Ef þú átt matvinnsluvél þá getur þú sett öll innihaldsefnin ofan í hana (muna að fjarlægja steinana úr döðlunum fyrst) og útbúið deigið þannig. Ef ekki þá byrjar þú á því að setja öll þurrefnin ofan í blandara og blandar þar til allt er orðið að fínu hveiti. Setjið þurrefnin í skál. Fjarlægið steinana úr döðlunum og setjið þær í blandarann ásamt kókosolíu. Setjið maukið í skálina og blandið saman við þurrefnin. Takið 1 msk af deigi og myndið kúlu, setjið kókosmjöl í skál og veltið kúlunum upp úr kókosinu. Krökkum finnst þetta mjög skemmtilegt að gera.

Bleikur tropical smoothie 1 frosinn banani 1 dl frosið mangó 1 dl frosinn ananas 2 dl frosin hindber frá Änglamark 1 msk hörfræjaolía 1 msk hampfræ 2 dl tropical ávaxtasafi Aðferð: Setjið allt saman í blandara og blandið þar til þykkur smoothie hefur myndast. Hægt að setja í glas eða skál og borða eins og ís. Þessi uppskrift dugar í 2 glös/skálar.

AÐ VELJA HOLLARI KOSTINN: ●

Ótrúlega einfalt að velja heilkorna umfram annað. Pasta, brauð, hrísgrjón eða annað. Börn eru fljót að venjast bragðinu séu þau vön að fá hvítt hveiti eða grjón. Eiga nóg af ávöxtum og sleppa því að kaupa kex.

Sódavatn, bragðbætt eða ekki, með matnum frekar en sykraður gosdrykkur.

Ef löngun í sætmeti blossar upp er sniðugt að búa það til heima því þá fær maður sér ekki nema mann virkilega langi í það – út af

fyrirhöfninni. Þá getur maður líka stjórnað sykurmagninu sem fer í sætindin. ●

Kaupum lífrænt – það er jákvætt fyrir heilsuna og náttúruna. Ég er t.d. mjög hrifin af Änglamark vörunum og vel að nota þær talsvert.

119


N

L BE

IC ECOLA RD O

Höfum það lífrænt og án ofnæmisvaldandi efna – alveg frá upphafi Börnum fylgir ábyrgð og þau eiga skilið það besta alveg frá upphafi. Í Nettó finnurðu mikið úrval af barnavöru frá Änglamark svo sem barnamat, bleyjur, blautklúta, húðvörur og fleira. Änglamark barnavörurnar eru allar án astma- og ofnæmisvaldandi efna, líkt og aðrar vörur frá Änglamark. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Að auki eru þær umhverfisvænar. Barnamaturinn er lífrænn líkt og öll matvara frá Änglamark og er framleiddur úr bestu hráefnum sem völ er á. Með því að velja lífrænan barnamat hlífir þú barninu þínu við skaðlegum efnum líkt og skordýraeitri, aukaefnum og öðrum skaðlegum efnum. Í senn hlífir þú náttúrunni og dýrum fyrir þessum efnum. Það eru því margar góðar ástæður fyrir því að velja lífrænt alveg frá upphafi.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI


10 nýjungar frá Ella‘s Kitchen Fingramatur

Ávaxta- og grænmetisskvi sur

20% AFSLÁTTUR

Kvöldverðaskvisur

Ávaxtaskvi sur

Grænmetisskvi sur


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Skemmtilegur fingramatur úr 100% grænm eti

Umhverfisvænna heimili með ecozone

20% AFSLÁTTUR


N

L BE

IC ECOLA RD O

Val þitt í dag hefur áhrif á jörðina á morgun! mt Val þitt á hreinsiefnum er mjög mikilvægt fyrir umhverfi þitt en jafnfra hjálpa að ertu þína nánustu. Þegar þú velur umhverfisvæn hreinsiefni, gum til við að vernda umhverfið og sjálfan þig gegn ofgnótt af skaðle u gerirð mark Ängla og líkt efnum. Með umhverfisvænum hreinsiefnum umhverfi þitt hreint án skaðlegra efna. a. Änglamark vörurnar eru án ilmefna, parabena eða óþarfa litarefn eru Þær nnar. húðari Þú lágmarkar því líkurnar á ofnæmisviðbrögðum rfið Svansmerktar sem tryggir gæði varanna og að áhrif þeirra á umhve eru lágmörkuð.

Änglamark baðherbergishreinsir Öflugur á kalk og óhreinindi.

Änglamark eldhúshreinsir Leysir upp fitu og óhreinindi.

Änglamark gler- og rúðuhreinsir

Leysir upp fitu og óhreinindi. Skilur ekki eftir rákir.

Änglamark wc hreinsir Öflugur á kalk og óhreinindi.

Änglamark uppþvottalögur

Drjúgur og öflugur uppþvottalögur sem er jafnframt mildur fyrir hendurnar.

25% AFSLÁTTUR


UMHVERFIÐ

„ ÉG BÓKSTAFLEGA ELSKA ÞESSA PLÁNETU” Margt smátt gerir eitt stórt. Þótt einn einstaklingur hafi lítil áhrif út af fyrir sig hafa 300.000 einstaklingar mikil áhrif saman. Sævar Helgi Bragason er flestum landsmönnum vel kunnugur, margir kalla hann ekki annað en Stjörnu-Sævar vegna gífurlegrar vitneskju um allt sem tengist stjarnvísindum. Hann hefur sömuleiðis verið óþreytandi þegar kemur að umhverfismálum, enda mikill aðdáandi plánetunnar Jarðar. Hann var t.a.m. umsjónarmaður þáttanna: Hvað höfum við gert? - sem sýndir voru á RÚV síðastliðinn vetur og vöktu verðskuldaða athygli. Hvers vegna skiptir máli fyrir okkur að hugsa vel um umhverfið? Umhverfið skiptir okkur öllu máli. Við eigum líf okkar og lífsgæði undir hreinu hafi, hreinu lofti og hreinum og frjósömum jarðvegi sem við notum til að framleiða matinn sem við borðum. Ef þetta er í ólagi, þá bitnar það bara á okkur sjálfum. Náttúran er undirstaða allra lífsgæða okkar. Því miður erum við ekkert sérstaklega góðir verndarar Jarðar. Við stöndum okkur ótrúlega illa. Í dag er maðurinn máttugasta eyðileggingarafl Jarðar og það sem verra er, er að eyðilegging náttúrunnar á sér nú stað með meiri hraða en þekkist í jarðsögunni. Það er eiginlega bara áreksturinn fyrir 66 milljónum ára sem kemst næst þeim breytingum sem nú eru að eiga sér stað. Það sem áður gerðist á þúsundum eða tugþúsundum ára gerist nú á örfáum árum, áratugum eða árhundruðum.  Það hljómar dramatískt – og er það – en framtíð mannkynsins og siðmenningarinnar er í húfi. Og ekki bara mannkyns, heldur líka meira en milljón dýra- og plöntutegunda sem eru í útrýmingarhættu vegna þess hve illa við förum með Jörðina. Vistkerfið er viðkvæmt og það er mannlegt samfélag líka. Stórfelldar breytingar eru þegar byrjaðar að gerast. Mér þykir vænt um Jörðina. Ég bókstaflega elska þessa plánetu, þá einu sem fólk sem ég elska getur búið á í alheiminum. Það er skylda okkar jarðarbúa að hugsa vel um eina staðinn sem við vitum um að við getum dregið

124

andann – er það ekki? Þegar ég sé hversu illa við förum með þessa einstöku, fágætu fegurð, þá líður mér eins og einhver sé að eyðileggja eitthvað sem mér þykir vænt um.

En þótt útlitið sé dökkt eru til svo margar leiðir til að laga þetta, en þá þurfum við líka öll að vinna saman. Ef okkur auðnast það, búum við til heilbrigðara umhverfi og jafnara samfélag. Það er því til mikils að vinna. 1. Minnkaðu matarsóun - borðaðu afganga. Við vinnum baki brotnu til að eiga fyrir mat Finnst þér almenningur vera að opna en hendum svo þriðjungi hans í ruslið. augun fyrir stöðunni? Já, sem betur fer hefur orðið 2. Kauptu aðeins það sem þú þarft - kauptu vitundarvakning en við þurfum að vandaðri hluti sem endast betur. standa okkur mun betur. Það að skipta einum einnota hlut fyrir annan örlítið 3. Veldu umhverfisvottaðar vörur, umhverfisvænni fleytir okkur heldur Svansvottaðar eða Evrópublómið. ekki langt. Við þurfum að endurskoða neyslu okkar, samgöngur, mataræði og 4. Veldu alltaf umhverfisskásta kostinn hvernig við höfum byggt upp samfélagið þegar það er í boði. Sem dæmi, veldu hjól okkar. Það hljómar hræðilega í eyrum umfram bíl en ef þú þarft bíl, veldu þá margra en sem betur fer er margt fólk metanbíl, vetnisbíl eða rafbíl í stað bensín-/ byrjað að breyta lifnaðarháttum sínum. díselbíls. Persónulegt framlag skiptir miklu máli en það telur á endanum skammt ef 5. Spurðu þig hvers virði tíminn þinn er. Er hvorki fyrirtæki né stjórnvöld leiða ekki það virkilega þess virði að kaupa eitthvað þessar nauðsynlegu breytingar.  sem ég þarf í sjálfu sér ekki en kostar kannski tvo daga eða fleiri úr lífi mínu að Hvað er það sem við erum helst að vinna fyrir þeim? gera rangt? Við virðumst flest hafa óseðjandi þörf fyrir „meira“, jafnvel 6. Sparsemi, nægjusemi og nýtni eru allt þótt við þurfum ekki endilega á því að tímalausar dyggðir sem bæði auka halda. Við erum með ríkustu þjóðum í hamingju þína og spara peninga. heimi svo neysla okkar er mjög mikil. Mikilli neyslu fylgir bæði mikil sóun og 7. Vertu fyrirmynd - flokkaðu, endurnýttu mikið álag á náttúruna. Því meira sem og endurnotaðu. Allt skiptir máli á einu þú kaupir, því meiri áhrif hefurðu á Jörðinni sem við höfum. umhverfið. 

SJÖ HEILRÆÐI SÆVARS:


Við tökum náttúrunni sem sjálfsögðum hlut. Fæst okkar vita hvaða töfra hún geymir; við þekkjum ekki hringrásir náttúrunnar vegna þess að við höfum misst tengslin við hana. Þess vegna þekkjum við ekki uppruna hlutanna og vitum til dæmis ekki hversu ótrúlega mikil orka fer í sækja hráefni sem við notum síðan kannski bara einu sinni og hendum svo. Fæstir sjá þau risastóru fótspor sem öll neysla okkar skilur eftir sig. Við erum að gera margt rangt. Til dæmis höldum við að við séum umhverfisvæn ef við erum dugleg að flokka. Flokkun skiptir eiginlega engu máli ef við drögum ekki úr neyslu. Svo held ég að við séum líka dálítið löt. Við nennum lítið að hreyfa okkur jafnvel þótt við þurfum þess frá náttúrunnar hendi. Mikil neysla og hreyfingarleysi gerir okkur alls ekki hamingjusöm, heldur þvert á móti. Svo reynum við að kaupa okkur hamingju og fyllum um leið heimili okkar af alls kyns óþarfa. Við erum svo rík að við höfum efni á að sóa.  Hverju getur hinn almenni neytandi breytt til að hafa áhrif? Það versta sem við gerum er að gera ekki neitt. Loftslagsbreytingar og umhverfisváin sem við stöndum frammi fyrir eru risavaxin vandamál. Við verðum öll að breyta lifnaðarháttum okkar í umhverfisvænni átt. Við getum minnkað óþarfa neyslu, dregið úr sóun og kosið með veskinu. Það dugir þó skammt ef við notum umhverfisvænni neyslu sem afsökun til þess að kaupa meira. Við sem einstaklingar eigum auðvitað að krefja fyrirtæki um lausnir sem telja mest í stóra samhenginu og styðja þau sem eru í fararbroddi í umhverfismálum. Um leið þurfum við að hafa augun opin fyrir grænþvotti.  Margt smátt gerir eitt stórt. Þótt einn einstaklingur hafi lítil áhrif út af fyrir sig hafa 300.000 einstaklingar mikil áhrif saman. Nú erum við því miður í þeirri stöðu, vegna þess að við höfum ekki brugðist við fyrr, að allir þurfa að leggjast á árarnar. Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld. Allt sem við gerum skiptir máli, stórt sem smátt. Maður getur tæpast breytt neinum nema sjálfum sér. Hvað hefur þú í huga þegar þú verslar inn eða eldar? Við kærastan mín ákveðum hvað á að vera í matinn með því að kanna hvað þegar er til á heimilinu. Vanti eitthvað gríp ég fjölnotapoka eða bakpoka og geng eða hjóla út í búð. Ég keyri aldrei í verslun, bæði vegna þess að ég hef gott af hreyfingunni og ég kaupi þá líka aðeins það sem vantar. Að keyra ekki út í búð sparar talsverðar fjárhæðir til lengri tíma og minnkar auðvitað mengun. Í versluninni reyni ég að velja umhverfisvottaðar vörur merktar Svaninum, eða Evrópublóminu og vörur úr nærumhverfinu ef það er í boði. Vottanir eru fínir leiðarvísar fyrir okkur.  Kærastan mín er grænmetisæta svo við eldum aldrei kjöt eða fisk. Ég sakna kjötsins ekki neitt en fiskur finnst mér besti matur í heimi. Í eldamennskunni reynum við að elda aðeins það sem við getum klárað en ef það tekst ekki borða ég afganga daginn eftir með bestu lyst. Allar þær breytingar sem ég hef gert í átt að umhverfisvænni lífsstíl hafa eingöngu reynst jákvæðar. Við hendum nánast aldrei mat, hreyfum okkur meira og spörum um leið umtalsverðar fjárhæðir.

MINNI SÓUN – MEIRI SKYNSEMI Það er allra hagur að nýta sem best það sem til er! Aldrei myndum við henda peningunum okkar beint í ruslið er það? Þið vitið, þessa sem við fáum í staðinn fyrir að eyða tíma í vinnunni! Það er nú samt nákvæmlega það sem við erum að gera þegar við hendum til dæmis mat. Samkvæmt rannsóknum fer að meðaltali einn af hverjum þremur innkaupapokum beint í ruslið – og hugsið ykkur kolefnissporin sem stigin eru – til einskis? Nettó hefur lagt ríka áherslu á að mæta þessu vandamáli og býður viðskiptavinum upp á vörur, sem farnar eru að nálgast síðasta söludag eða þykja ekki uppfylla hefðbundna „fegurðar” staðla, á stigvaxandi afslætti. Ljótt grænmeti er líka grænmeti- pakkfullt af næringu – ekki gleyma því! Við erum að tala um afslátt á bilinu 20% og upp í 50%. Vörurnar staldra þó oftast stutt við – enda viðskiptavinir duglegir að nota skynsemina – í sinni skýrustu mynd. Þefum, finnum, smökkum og horfum – enginn best-fyrir-miði er alvitur og ísskápurinn þinn er kannski pakkfullur af veislumat, ef þú lætur hugmyndaflugið ráða! Halla, mamman í Nettó fjölskyldunni þekkir þetta mæta vel og dregur fram úr erminni tvær uppskriftir sem slá alltaf í gegn. Hún minnir þó á að aðalatriðið í þessu öllu saman er að ekkert er ómissandi og öllu má bæta við. Eina reglan er bara: Ekki henda!

Indversk Naglasúpa eða Grænmetissúpa Fyrir 4 1 laukur, saxaður 2 msk engifer, rifið 1 hvítlaukur, pressaður 2-4 gulrætur, skorið í strimla 1 grænt epli, skorið í litla bita 1 dós hakkaðir tómatar með basilíku og kryddi frá Coop ½ msk karrý 1/2 msk Garam Masala 1 l vatn 1 kjúklingateningur 1 dós Kókosmjólk Lífræn frá Änglamark ½ dós sýrður rjómi 18% Salt og pipar eftir smekk Aðferð: Setjið smjörklípu í stóran pott, svissið lauk, hvítlauk, engiferið og grænu eplin upp úr karrý og Garam masala. Næst má vatnið, kjúklingateningurinn og kókosmjólkin fara út í. Látið malla í ca 15 mín. Í lokin fer sýrður rjómi - salt og pipar eftir smekk. Gott ef til er afgangs kjúklingur þá má alveg bæta honum við. Muna svo að gera nóg og taka með í nesti á morgun! 125


Änglamark þvottaefni - Lengi lifi fötin! Fjarlægir ekki aðeins óhreinindi og bletti. Ensímin í þvottaefninu veita fötunum jafnframt lengri líftíma.

Án astma og ofnæmisvaldandi efna

lágmarkar því Änglamark þvottaefnið er án astma- og ofnæmisvaldandi efna og líkurnar á því að þróa með sér ofnæmi.

Umhverfisvænt

rt norrænt Änglamark þvottaefnið ber merki Svansins. Svanurinn er opinbe heilsuna. og rfið umhve fyrir umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri betra að stuðlað því er tu þjónus Með því að velja Svansmerkta vöru og . gæðum fórna að þó þess án umhverfi og bættri heilsu,

Umbúðir úr endurunnu plasti

úr Änglamark þvottaefnið er komið í nýjar umbúðir sem gerðar eru t.d. líf, fyrra átt hefur plastið að þýðir plast nnið Enduru endurunnu plasti. hægt sem þar sem vatnsflaska. Frábær hönnun á flöskunum einfaldar notkun til við að er að kreista þær og auk þess eru merkingar á hlið sem hjálpa ðina. finna réttu skammtastær

Inniheldur ensím sem oft eru kölluð þvottaefni náttúrunnar

prótein Änglamark þvottaefnið inniheldur virk ensím. Ensím eru náttúruleg og rfisvæn umhve eru n Ensími nnar. náttúru sem oft eru kölluð þvottaefni na. náttúru eða fötin skaða að þess án bletti erfiða gríðarlega öflug á

25% AFSLÁTTUR

NO

EL

IC ECOLAB RD


OFURTILBOÐ Í 11 DAGA! Eitt ofurtilboð á hverjum degi í 11 daga. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi.

Fimmtudagur 12. sep. Tilboð dagsins

50% AFSLÁTTUR

Föstudagur 13. sep. Tilboð dagsins

Laugardagur 14. sep. Tilboð dagsins

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Spínat (150g)

Sætar kartöflur (kg)

Grænkál (150g)

Sunnudagur 15. sep.

Mánudagur 16. sep.

Þriðjudagur 17. sep.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

Engiferrót (200g)

Vatnsmelónur (kg)

Sítrónur (kg)

Miðvikudagur 18. sep.

Fimmtudagur 19. sep.

Föstudagur 20. sep.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

Avókadó (hass 700g)

Græn epli (kg)

Laugardagur 21. sep. Tilboð dagsins

Mangó (kg)

50% AFSLÁTTUR

Spergilkál (kg)

Sunnudagur 22. sep. Tilboð dagsins

Túrmerikrót (50g)

50% AFSLÁTTUR


OFURTILBOÐ Í 11 DAGA!

Eitt ofurtilboð á hverjum degi í 11 daga. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi en aðra daga eru sömu vörur á allt að 25% afslætti.

Fimmtudagur 12. sep. Tilboð dagsins

Föstudagur 13. sep.

Laugardagur 14. sep.

Tilboð dagsins

33%

Tilboð dagsins

43%

AFSLÁTTUR

52%

AFSLÁTTUR

Fulfil Saltkaramella eða hnetusmjör

Now D-Vítamín 120 softgels töflur

ÁÐUR: 299 KR/STK

ÁÐUR: 209 KR/STK

ÁÐUR: 1.679 KR/PK

119 KR/STK

Sunnudagur 15. sep. Tilboð dagsins

Änglamark bómullarskífur 60 stk

99 KR/PK

61%

AFSLÁTTUR

Änglamark sápukrem 500 ml fylling

199 KR/PK

ÁÐUR: 369 KR/PK

799 KR/PK

Mánudagur 16. sep.

46%

Tilboð dagsins

Miðvikudagur 18. sep. Tilboð dagsins

ÁÐUR: 2.619 KR/PK

42% AFSLÁTTUR

Biona Kjúklingabaunir 400 gr

Koko Kókosdrykkur 1L

ÁÐUR: 349 KR/PK

ÁÐUR: 259 KR/STK

43% AFSLÁTTUR

148 KR/STK

Fimmtudagur 19. sep. Tilboð dagsins

1.399 KR/PK

Tilboð dagsins

43%

199 KR/PK

AFSLÁTTUR

Now Góðgerlar 25 billion, 50 töflur

Þriðjudagur 17. sep.

AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 259 KR/PK

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Whole Earth Engiferöl 330 ml

199 KR/STK

46%

Guli Miðinn Kalk+Magnesíum 180 töflur

499 KR/PK

ÁÐUR: 869 KR/PK

Föstudagur 20. sep. Tilboð dagsins

38%

33%

AFSLÁTTUR

Änglamark hreinsiklútar 25 stk

199 KR/PK

50% AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 299 KR/PK

Tilboð dagsins

159 KR/PK

ÁÐUR: 299 KR/PK

159 KR/STK

ÁÐUR: 259 KR/STK

Laugardagur 21. sep. Gullón Twins sykurlaust kex 210 gr

Vit Hit drykkur Immunitea, Lean&Green

46% AFSLÁTTUR

55% AFSLÁTTUR

GoGo drykkur Flower, Tropic

99 KR/STK

ÁÐUR: 219 KR/STK

AFSLÁTTUR

Prótein pönnukaka Súkkulaði, karamella eða vanilla

179 KR/STK

ÁÐUR: 269 KR/STK

Sunnudagur 22. sep. Tilboð dagsins

Isola möndlumjólk m/kalki 1L

199 KR/STK

50% AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 399 KR/STK

TILBOÐIN GILDA 12. - 22. SEPTEMBER 2019 WWW.NETTO.IS Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

Profile for Nettó

Heilsublað Nettó - September 2019  

Heilsublað Nettó - September 2019