Eins og sést á síðum þessa menningarblaðs, sem kemur nú út öðru sinni, hefur hópur öflugra og skapandi starfsmanna í menningarmálum Kópavogs mótað metnaðarfulla dagskrá sem allir eiga kost á að njóta á komandi mánuðum.
Tilgangur menningarstarfs í Kópavogi er að auka lífsgæði bæjarbúa á öllum aldri með fjölbreyttu menningar- og listalífi, fræðslu og miðlun með áherslu á upplifun sem ekki er að finna annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hjarta menningarstarfs bæjarins er í lista- og menningarhúsunum sem reist hafa verið af miklum myndarskap við Hamraborgina, en samspil og nálægð húsanna gefa tækifæri sem fá sveitarfélög státa af.