Þetta er vörumerkjahandbók Markaðsstofu Suðurlands. Hún inniheldur leiðbeiningar um útlit, letur, liti og merki Markaðsstofu Suðurlands til kynningar á áfangastaðnum Suðurlandi undir merkjum Visit South Iceland.
Bókin er ætluð starfsfólki Markaðsstofu Suðurlands og tengdum hagaðilum til að hafa að leiðarljósi við vinnu og uppsetningu á öllu kynningarefni.