23. JÚNÍ – 27. ÁGÚST 2021- Sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spönginni.
Annar heimur, annað líf, önnur veröld, handanheima. Sýningin er innsetning, minning, sambland frá nokkrum tímabilum sem tengjast. Ég færi stofuna mína inní sýningarrýmið með myndröð sem hófst fyrir um 30 árum síðan ásamt tveimur verkum föður míns Jóns Benediktssonar myndhöggvara (2016-2003) og öðru drasli úr lífi listamanns sem er háð tíma og umbreytingum. Verkin eru úr myndröðinni Móðurskautið/Lífsvatnið sem kom fyrst fram á einkasýningu í Norræna Húsinu árið 1993.