26.08.1994. KYNNING FRA BORGARLISTASAFNI Tíu myndlistarmenn af millikynslóð

Page 1

18

MORGUNBLAÐIÐ

FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1994

LISTIR

Sýningar í Kringlunni MYNPLIST Kr i n g l a n ÞRÍVÍDD/MÁLVERK B a r b a r a Kay C a s p e r Opin á almennum verslunartíma til 3. september. KYNNING FRA BORGARLISTASAFNI T í u m y n d l i s t a r m e n n af millikynslóð Opin á almennum verslunartíma til 10. september.

Barbara Kay Casper ÞAÐ orkar stundum tvímælis, að geta sýninga í verzlunarhúsnæði hversu menningarlegar sem þær kunna annars að vera, en við listrýnar blaðsins höfum stundum gert hér undantekningar. Málið er að myndlist á heima í mikils háttar verzlunum sem hluti hönnunar og lyftir þeim þannig séð upp á svið hámenningar og sjálfsagt er að geta þeirra sérstak-

lega ef tilefni þykir og framúrskarandi er staðið að framkvæmdinni. En þetta er hlutverk fagfólks á öðrum vettvangi, sem enn er ekki til í blaðinu, en kemur örugglega fyrr eða síðar eins og hvað a'nnað. Það hafa verið haldnar tvær sýningar í hinni vel hönnuðu verzlun Jens Guðjónssonar á neðri hæð Kringlunnar. Hin fyrri þeirra dreifðist raunar full mikið innan aðra listgripi sem frammi lágu, en annað er með þá sem nú stendur yfir. Um er að ræða nokkur smá verk eftir Barböru Kay Casper, sem er þrívíddarlistamaður sem býr og starfar í New York, þar sem hún vinnur með ýmis trefjaefni. Listakonan nam vefjalist og textílhönnun við „State University í Buffalo" Hún fór snemma að velta fyrir sér þeim möguleikum sem fólust í mótun ofínna klæða eftir að vefstólnum sleppti og þróaði þá tækni frekar í samvinnu við Lewis Knauss í Skidmore College. Casper hefur tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum vefjalistarsýningum. Og eins og fram kemur í kynningu, hafa þrívíddarverk listakonunnar alla tíð snúist í

kringum ýmis konar þróunarmynstur og ummyndanir forma. Nýjustu verk hennar eru að auki tilbrigði um eigin goðsagnaheim og sértæka helgisiðabálka. Ker- eða bátlaga form verka hennar, skila áleiðis, dreifa eða vernda margháttuð andleg verðmæti, öfl eða fyrirbæri sem finna má ýmist í náttúrunni eða í dulvitund kynslóðanna. Hún fleygar og varpar ívaf þrívíddarverka sinna. Nýstárleg form sín skapar hún á vefstól með þeirri sérkennilegu aðferð að vefa hör yfir plasthúðaðan koparvír. Nöfn myndverkanna afhjúpa þessa tilhneigingu listakonunnar, og kemur það greinilega fram í nokkrum þeirra, svo sem „Kosmísk ljósrák" (7) „Verndari næturinnar" (14), Verndari vindsins" (15), „ Vitund vöggunnar" (15) og Stjörnurýnir" (18). Ljóður á sýningarskrá er, að nöfnin eru á ensku og er þetta lausleg þýðing rýnisins. Þessi verk þóttu mér áieitnust og í mestu samræmi við hugmyndafræðina og vinnuferlið sem listakonan gengur út frá. Þó þessi sýning komi manni ekki á óvart með hliðsjón af tilraunum íslenzkra veflistarkvenna, þá er hér á ferð eftirtektarverð listakona sem leggur alla sál sína í hvert einstakt verk. Kynning frá Borgarlistasafni Á efri hæð Kringlunnar hanga á stórum flekum myndverk eftir tíu málara af millikynslóðinni. Er hér um að ræða kynningarátak, og Hggja frammi ýmir bæklingar um starfsemi Listasafns Reykjavíkur, auk fréttatilkynningar um sýningar á Kjarvals-

140.000 kr. með notuðum bíl eða peningum, gera þér kleift að eignast glænýjan bíl. Þetta er sú upphæð sem greidd er við undirritun kaupsamnings á Lada Safír. Það sem upp á vantar bjóðum við þér að greiða með 14.232 kr. á mánuði í þrjú ár. Þessi fjárhæð samsvarar 468 kr. á dag. Sumir eyða þessum peningum í eitthvað, á hverjum einasta degi, sem þeir myndu ekki sakna þótt þeir slepptu því.

Lada Safír er ekki með samlæsingu eða rafdrifnum rúðum, enda hefur það ekki áhrif á aksturinn og þú borgar heldur ekki fyrir það.

Verö frá 558.000 kr. á götuna! #

i**"*****,^^ ^ v*

ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

Frá

kynningu Borgarlistasafnsins í Kringlunni.

Þrívíddarverk eftir Barböru Kay Casper. stöðum fram að áramótum. Listamennirnir eru þeir Sigurður Örlygsson, Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Guðrún Tryggvadóttir, Hulda Hákon, Magnús Kjartansson, Georg Guðni Hauksson, Birgir Andrésson, Margrét Jónsdóttir og Halldór Ásgeirsson. Okkur listrýnum blaðsins var ekki kunnugt

um þessa listkynningu, en er ég átti erindi á staðinn á dögunum blöstu myndverkin við mér. Þótti mér framtakið hið athyglisverðasta, auk þess sem listaverkin njóta sín mjög vel á staðnum Datt mér eitt augnablik í hug, að það hefði verið allt annar handleggur að hafa þessa upphengingu í Nicolai kirkju í Kaupmannahöfn, í stað sýningarinnar sem nú er nýlokið og vikið verður að á öðrum vettvangi. Myndirnar eru einfaldlega svo sterkar saman og naumast veikur hlekkur, og gerir þetta staðinn mun menningarlegri en dags daglega. Jafnframt er þetta langsamlegast áhrifamesta listkynning sem fram hefur farið í húsakynnunum. Það væri ekki svo fráleitt að verzlunarsamtök Kringlunnar stofnuðu listasjóð og keyptu verk íslenzkra listamanna til slíkrar upphengingar reglulega, en listafélög eru til í nær •hverri verzlunarsamsteypu sem ég þekki til á Norðurlöndum, eins og ég hef áður vikið að í pistlum mínum. Vildi ég sérstaklega vekja athygli á þessari sýningu, því að styrkur myndverkanna kom mér á óvart og allt annar handleggur er að sjá þau í þessu umhverfi en t.d. ein sér eða á sýningum listamannanna sjálfra. En fátt er svo gott að ekki sjái í einhverja gloppu, og þannig er fréttabréfið merkilega ríkt af hástemmdum lýsingarorðum, sjálfhóli og forsjárhyggju, sem hefur öfug áhrif virkar í þessu formi frekar sem háð. Hér er um séríslenzka áráttu að ræða, sem telst til lakari eiginleika landans og á engan veginn heima þar sem fjallað er um listarinnar virkt. Hér hefði hlutlægni og skilvirkt yfirlit um vettvang athafnanna haft mun meiri slagkraft. Bragi Ásgeirsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.