Út er komin skýrslan Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2013. Þar er fjallað um tíðni afbrota á höfuðborgarsvæðinu en þetta er í áttunda sinn sem embættið gefur út tölfræðiskýrslu í þessari mynd. Markmiðið með skýrslunni er m.a. að halda árlega skrá yfir afbrot í umdæminu, mæla þróun í afbrotatíðni milli ára og gera samanburð eftir svæðum. Þegar á heildina er litið þá hefur afbrotum fækkað á svæðinu, þó þróunin sé breytileg milli brotaflokka.
Í skýrslunni kemur fram að hegningarlagabrotum fækkar um þrjú prósent á milli ára en á sama tíma fjölgar sérrefsilagabrotum um rúmlega tvö prósent. Fjölgun sérrefsilagabrota er að mestu leyti komin til vegna fjölgunar fíkniefnabrota árið 2013. Af hegningarlagabrotum fjölgar kynferðisbrotum hlutfallslega mest, einkum vegna þess að vændismál voru rúmlega fjórum sinnum fleiri árið 2013 en árið á undan.
Ekkert manndráp átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 en skráð