Vefrit starfsmanna LRH

Page 1

MEÐAL EFNIS

Vefrit starfsmanna LRH 2 .

Sævar Stefánsson rannsóknarlögreglum. -viðtal á bls 2-3

T B L .

M A R S

2 0 1 3

Nýja lögreglustöðin við Hverfisgötu

Byggingarframkvæmdir -sjá bls 4-5 Nýtt símanúmer 10763 Neyðarsími lögreglunnar verður áfram 11166, en sú breyting verður á, að tekið verður upp nýtt símanúmer — 10763, sem fólk á að nota, ef það vill fá einhverjar upplýsingar hjá lögreglunni, eins og t.d. hvar sé hægt að ná í lækni, hvaða apótek sé opið og af hverju sé rafmagnslaust — þegar svo ber undir — svo og aðrar upplýsingar, sem lögreglan hefur gefið, ef einhver hefur hringt í 11166 til að fá að vita eitt og annað. Fólk er því beðið um að hringja í númer 10763 en ekki 11166, sem eingöngu skal nota í neyðartilfellum. -Úr Tímanum 4. 11 1972

Hornsteinn lagður -sjá bls 8-9

Lögreglustöðin risin við Hlemm en enn nokkuð í að lögreglan flytti alla sína starfsemi í nýja húsið. Laugardagurinn 4. nóvember 1972 er merkisdagur í sögu lögreglunnar. Þá flutti lögreglan í Reykjavík úr Pósthússtræti 3 í nýja og glæsilega aðallögreglustöð við Hverfisgötu 113-115. Bygging hússins hófst snemma á 7. áratugnum en hornsteinn að nýju lögreglustöðinni var lagður sumarið 1963. Þremur árum síðar flutti umferðardeildin úr

bragga við Snorrabraut í kjallara hússins og Lögreguskólinn fékk líka inni í nýju lögreglustöðinni um svipað leyti, en á fyrstu hæðinni. Í ársbyrjun 1970 fjölgaði enn húsinu, en þá var tekin þar í notkun fullkomin fangageymsla á 2. hæð. Fangageymslan er enn á sínum stað en klefunum hefur fækkað nokkuð frá því sem áður var. Í vefritinu er fjallað um þessi

miklu tímamót lögreglunnar, en öll aðstaða hennar batnaði til mikilla muna við flutninginn. Menn voru stórhuga þegar kom a ð b y g g i n g u lögreglustöðvarinnar, en öll áform þeirra gengu þó ekki eftir. Á myndinni hér að neðan má sjá líkan af lögreglustöðinni eins og Gísli heitinn Halldórsson teiknaði hana í upphafi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.