Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim.
Gagnaöflunin fór fram dagana 11. júní til 6. ágúst 2019 og var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir embætti ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.097 og svarhlutfallið því 54,8 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda.